Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
Veldu tungumál

Aerivio Spiromax (salmeterol xinafoate / fluticasone propionate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - R03AK06

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsAerivio Spiromax
ATC-kóðiR03AK06
Efnisalmeterol xinafoate / fluticasone propionate
FramleiðandiTeva B.V.

1.HEITI LYFS

Aerivio Spiromax 50 míkrógrömm/500 míkrógrömm innöndunarduft

2.INNIHALDSLÝSING

Hver afmældur skammtur inniheldur 50 míkrógrömm af salmeteróli (sem salmeteról xinafóat) og 500 míkrógrömm af flútikasón própíónati.

Hver gefinn skammtur (skammturinn úr munnstykkinu) inniheldur 45 míkrógrömm af salmeteróli (sem salmeteról xinafóat) og 465 míkrógrömm af flútikasón própíónati.

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver skammtur inniheldur u.þ.b. 10 milligrömm af laktósa (sem einhýdrat).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innöndunarduft.

Hvítt duft.

Hvítt innöndunartæki með hálfgegnsærri, gulri munnstykkishlíf.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Aerivio Spiromax er eingöngu ætlað fullorðnum 18 ára og eldri.

Astmi

Aerivio Spiromax er ætlað til reglubundinnar meðferðar sjúklinga með alvarlegan astma þegar notkun samsetts lyfs (barksteri til innöndunar og langverkandi β2 örvi) hentar:

-hjá sjúklingum þar sem ekki næst fullnægjandi stjórn með samsettu lyfi sem inniheldur minni

styrk barkstera

eða

-hjá sjúklingum þar sem stjórn hefur náðst með stórum skömmtum af barksterum til innöndunar og langverkandi β2 örva.

Langvinn lungnateppa (COPD)

Aerivio Spiromax er ætlað til einkennamiðaðrar meðferðar sjúklinga með langvinna lungnateppu, með FEV1 <60% af áætluðu eðlilegu gildi (fyrir notkun berkjuvíkkandi lyfs) og sögu um endurtekna versnun, með marktæk einkenni þrátt fyrir reglulega meðferð með berkjuvíkkandi lyfi.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Aerivio Spiromax er eingöngu ætlað fullorðnum 18 ára og eldri.

Aerivio Spiromax er ekki ætlað börnum, 12 ára og yngri, eða unglingum, 13 til 17 ára.

Skammtar

Íkomuleið: Til innöndunar

Gera skal sjúklingum ljóst að nota þurfi Aerivio Spiromax daglega til að ná hámarksárangri, jafnvel þó engin einkenni séu fyrir hendi.

Læknir skal reglulega endurmeta sjúklinga þannig að ákjósanlegur styrkur salmeteróls/flútikasón própíónats fáist úr innöndunartækinu og honum sé aðeins breytt að læknisráði. Títra skal skammtinn í lægsta skammt sem viðheldur nægri stjórn á einkennum. Aerivio Spiromax er ekki markaðssett í minni styrk en sem nemur 50/500 míkrógrömmum. Þegar viðeigandi er að títra niður í minni styrk sem ekki fæst af Aerivio Spiromax þarf að skipta yfir í aðra samsetningu með föstum skömmtum af salmeteróli og flútikasón própíónati sem inniheldur minni skammt af barksterum til innöndunar.

Gefa skal sjúklingum salmeteról/flútikasón própíónat innöndunartæki með viðeigandi skammtastærð af flútikasón própíónati með tilliti til alvarleika sjúkdómsins. Aerivio Spiromax hentar eingöngu til meðferðar sjúklinga með alvarlegan astma. Ef sjúklingur þarf skammta sem eru utan ráðlagðra skammta skal ávísa viðeigandi skömmtum af β2 örvum og/eða barksterum.

Ráðlagðir skammtar:

Astmi

Fullorðnir á aldrinum 18 ára og eldri.

Einn innöndunarskammtur með 50 míkrógrömmum af salmeteróli og 500 míkrógrömmum af flútikasón própíónati tvisvar á dag.

Þegar stjórn hefur náðst á astma skal endurmeta meðferð og íhuga hvort minnka skuli skammta niður í aðra samsetningu með föstum skömmtum af salmeteróli og flútikasón própíónati sem inniheldur minni skammt af barksterum til innöndunar og á endanum niður í meðferð með barksterum til innöndunar eingöngu. Mikilvægt er að endurmeta sjúklinga reglulega þegar dregið er úr meðferð.

Ekki hefur verið sýnt fram á greinilegan ávinning í samanburði við notkun flútikasón própíónats til innöndunar eingöngu sem fyrstu viðhaldsmeðferðar þegar eitt eða tvö viðmið alvarleika eru ekki til staðar. Almennt eru barksterar til innöndunar fyrsta meðferðarúrræði fyrir flesta sjúklinga.

Aerivio Spiromax er eingöngu ætlað til meðferðar sjúklinga með alvarlegan astma. Það skal ekki nota til meðferðar sjúklinga með vægan eða meðalalvarlegan astma eða til að hefja meðferð hjá sjúklingum með alvarlegan astma nema þörf á stórum skömmtum barkstera ásamt langverkandi β2 örva hafi þegar verið staðfest.

Aerivio Spiromax er ekki ætlað til meðferðar við astma þegar þörf er á samsetningu með föstum skömmtum af salmeteróli og flútikasón própíónati í fyrsta skipti. Sjúklingar skulu hefja meðferð með samsetningu með föstum skömmtum sem inniheldur litla skammta af barksterahlutanum og síðan verður skammtur barkstera títraður upp á við þar til stjórn er náð á astma. Þegar stjórn er náð á astma skal endurmeta sjúklinga reglulega og títra niður barkstera til innöndunar eftir því sem við á til að viðhalda stjórn á sjúkdóminum.

Ráðlagt er að ákvarða viðeigandi skammt barkstera til innöndunar áður en hægt er að gefa sjúklingum með alvarlegan astma samsetningu með föstum skömmtum.

Börn

Aerivio Spiromax er ekki ráðlagt til notkunar handa börnum á aldrinum 12 ára og yngri eða unglingum á aldrinum 13 til 17 ára. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Aerivio Spiromax hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Engar upplýsingar liggja fyrir.

Langvinn lungnateppa

Einn innöndunarskammtur með 50 míkrógrömmum af salmeteróli og 500 míkrógrömmum af flútikasón própíónati tvisvar á dag.

Sérstakir sjúklingahópar

Engin þörf er á að aðlaga skammta hjá öldruðum sjúklingum eða þeim sem eru með skerta nýrnastarfsemi.

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun Aerivio Spiromax hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Lyfjagjöf/Leiðbeiningar um notkun

Spiromax innöndunartækið sem virkjað er með öndun og stjórnað af innöndunarflæði, sem táknar að virku efnin berast inn í loftvegi þegar sjúklingur andar að sér um munnstykkið. Sjúklingar með alvarlegan astma og langvinna lungnateppu reyndust hafa nægilegt innöndunarflæði þegar þeir önduðu kröftuglega inn í gegnum Spiromax tækið til að nauðsynlegur meðferðarskammtur næði til lungnanna (sjá einnig kafla 5.1 – síðustu fimm málsgreinarnar).

Nauðsynleg þjálfun

Aerivio Spiromax skal nota á réttan hátt til þess að veita árangursríka meðferð. Því skal ráðleggja sjúklingum að lesa fylgiseðilinn vandlega og fylgja þeim leiðbeiningum fyrir notkun sem fram koma í fylgiseðlinum. Læknar sem ávísa lyfinu skulu veita öllum sjúklingum þjálfun við notkun Aerivio Spiromax. Þetta er til þess að tryggja að þeir viti hvernig nota á innöndunartækið á réttan hátt og svo þeir skilji þörfina á því að anda kröftuglega að sér við innöndun til að fá nauðsynlegan skammt. Mikilvægt er að anda kröftuglega að sér til að tryggja ákjósanlegan skammt.

Notkun Aerivio Spiromax felur í sér þrjú einföld skref: opna, anda og loka, eins og lýst er hér að neðan.

Opna: Spiromax á að halda þannig að munnstykkishlífin sé neðst og opna munnstykkishlífina með því að snúa henni niður þangað til hún er fyllilega opnuð og smellur heyrist.

Anda: Anda á varlega út (eins mikið og þykir þægilegt). Ekki á að anda gegnum innöndunartækið. Munnstykkið á að setja milli tannanna og loka vörum utan um munnstykkið, ekki á að bíta í munnstykkið á innöndunartækinu. Anda kröftuglega og djúpt gegnum munnstykkið. Spiromax tækið er tekið úr munninum og andanum haldið inni í 10 sekúndur eða eins lengi og sjúklingi þykir þægilegt.

Loka: Anda á varlega út og loka munnstykkishlífinni.

Sjúklingar skulu varast að stífla loftgötin eða anda frá sér gegnum Spiromax tækið þegar verið er að undirbúa skrefið „anda“. Sjúklingar þurfa ekki að hrista innöndunartækið fyrir notkun.

Einnig skal ráðleggja sjúklingum að skola munninn með vatni og spýta vatninu út og/eða bursta tennurnar eftir innöndun (sjá kafla 4.4)

Sjúklingar kunna að finna bragð þegar Aerivio Spiromax er notað þar sem eitt hjálparefnið er laktósi.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Astmi

Aerivio Spiromax er eingöngu til notkunar handa sjúklingum með alvarlegan astma. Það á ekki að nota til að meðhöndla bráð astmaeinkenni sem kalla á skjótvirkt berkjuvíkkandi lyf með skamma verkun. Sjúklingum

skal ráðlagt að hafa ávallt til reiðu innöndunartæki við bráðu astmakasti til að hægt sé að nota það hvenær sem er.

Ekki skal láta sjúklinga hefja notkun Aerivio Spiromax þegar á versnun stendur eða ef astmi versnar verulega eða bráð afturför á sér stað.

Alvarlegar astmatengdar aukaverkanir og versnun kunna að koma fram meðan á meðferð með Aerivio Spiromax stendur. Biðja skal sjúklinga að halda meðferð áfram en leita læknishjálpar ef ekki næst stjórn á astmaeinkennum eða ef þau versna eftir að notkun Aerivio Spiromax er hafin.

Aukin þörf fyrir notkun lyfja sem draga úr sjúkdómseinkennum (skammvirk berkjuvíkkandi lyf) eða minnkuð svörun við lyfjum sem draga úr sjúkdómseinkennum gefur til kynna að dregið hafi úr stjórn á astmanum og þá þarf læknir að endurmeta sjúklinga.

Ef stjórnun á astma minnkar skyndilega eða smátt og smátt getur það reynst lífshættulegt og á sjúklingur þá tafarlaust að gangast undir læknisfræðilegt mat. Íhuga skal að auka meðferð með barksterum.

Þegar stjórn hefur náðst á astmaköstum má íhuga að minnka smátt og smátt skammtinn af barksterum til innöndunar og því þarf að skipta yfir í aðra samsetningu með föstum skömmtum með salmeteróli og flútikasón própíónati sem inniheldur minni skammt af barksterum til innöndunar. Mikilvægt er að meta sjúklinga reglulega þegar dregið er úr meðferð. Nota skal minnsta skammt af barksterum til innöndunar.

Langvinn lungnateppa

Ef sjúklingum með langvinna lungnateppu versnar þarf venjulega að gefa barkstera með altæka verkun og því skal upplýsa sjúklinga um að leita til læknis ef einkennin versna við notkun Aerivio Spiromax.

Meðferð hætt

Ekki skal hætta meðferð með Aerivio Spiromax skyndilega hjá sjúklingum með astma þar sem sjúkdómurinn getur versnað. Títra skal meðferð niður á við undir umsjón læknis. Hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu er einnig mögulegt að einkenni versni þegar meðferð er hætt og læknirinn skal hafa eftirlit með slíku.

Gæta skal varúðar í tengslum við tiltekna sjúkdóma

Aerivio Spiromax skal gefa með varúð sjúklingum með virka eða óvirka lungnaberkla og sveppasýkingar, veirusýkingar eða aðrar sýkingar í loftvegum. Hefja skal viðeigandi meðferð eftir því sem við á.

Aerivio Spiromax getur í mjög sjaldgæfum tilvikum valdið hjartsláttartruflunum t.d. ofanslegilshraðtakti, aukaslögum og gáttatifi, auk vægrar og skammvinnrar lækkunar kalíums í sermi við stóra meðferðarskammta. Aerivio Spiromax skal nota með varúð handa sjúklingum með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma eða óeðlilegan hjartslátt og sjúklingum með sykursýki, skjaldvakaeitrun, óleiðrétta blóðkalíumlækkun og sjúklingum sem hafa tilhneigingu til blóðkalíumlækkunar.

Örsjaldan hefur verið tilkynnt um hækkun glúkósa í blóði (sjá kafla 4.8) sem þarf að hafa í huga þegar lyfinu er ávísað sjúklingum með sögu um sykursýki.

Óvæntur berkjukrampi

Óvæntur berkjukrampi getur komið fram ásamt bráðri aukningu á mási og mæði eftir skömmtun. Óvæntur berkjukrampi er svörun við skjótvirku berkjuvíkkandi lyfi sem skal meðhöndla tafarlaust. Hætta skal notkun Aerivio Spiromax tafarlaust, meta sjúklinginn og hefja aðra meðferð ef á þarf að halda.

βeta 2 adrenviðtakaörvar

Tilkynnt hefur verið um lyfjafræðileg áhrif meðferðar með β2 örva, svo sem skjálfta, hjartsláttarónot og höfuðverk, en þau eru yfirleitt skammvinn og minnka með reglulegri meðferð.

Altæk áhrif

Altæk áhrif kunna að koma fram við notkun barkstera til innöndunar, einkum við stóra skammta sem ávísað hefur verið í langan tíma. Mun ólíklegra er að þessi áhrif komi fram en við notkun barkstera til inntöku.

Hugsanleg altæk áhrif eru m.a. Cushing heilkenni, Cushing líkt útlit, bæling nýrnahetta, minnkuð beinþéttni, drer og gláka og enn sjaldnar ýmis andleg og atferlistengd áhrif á borð við skynhreyfiofvirkni, svefnraskanir, kvíða, þunglyndi eða árásargirni (einkum hjá börnum) (Sjá undirtitilinn Börn hér neðar hvað varðar upplýsingar um altæk áhrif barkstera til innöndunar hjá börnum og unglingum). Því er mikilvægt að endurmeta sjúklinga reglulega og minnka skammta barkstera til innöndunar í minnsta áhrifaríka skammt til að viðhalda viðunandi stjórn á astma.

Starfsemi nýrnahetta

Langtímameðferð með stórum skömmtum af barksterum til innöndunar kann að valda bælingu nýrnahetta og bráðu nýrnahettufári. Einnig hefur bæling nýrnahetta og brátt nýrnahettufár örsjaldan komið fram við skammta af flútikasón própíónati á bilinu frá 500 til innan við 1.000 míkrógrömm. Aðstæður sem gætu hugsanlega stuðlað að bráðu nýrnahettufári eru m.a. áverkar, skurðaðgerð, sýking eða hröð minnkun skammta. Þau einkenni sem koma fram eru venjulega væg og geta m.a. verið lystarleysi, kviðverkir, þyngdartap, þreyta, höfuðverkur, ógleði, uppköst, lágþrýstingur, minnkuð meðvitund, lækkaður blóðsykur, og flog. Íhuga skal frekari notkun altækra barkstera á álagstímum eða í tengslum við valbundnar skurðaðgerðir.

Ávinningur af meðferð með flútikasón própíónati til innöndunar ætti að draga úr þörf á sterum til inntöku en sjúklingar sem skipta úr meðferð með barksterum til inntöku geta átt skerta nýrnahettuvirkni á hættu um nokkurt skeið. Því skal meðhöndla þessa sjúklinga einkar varlega og fylgjast reglulega með virkni nýrnahettubarkar. Sjúklingar sem hafa þurft á bráðameðferð með stórum skömmtum af barksterum að halda geta einnig verið í áhættu. Þennan möguleika á áframhaldandi skerðingu skal ávallt hafa í huga í neyðartilvikum og við valdbundnar aðgerðir sem líklegt er að valdi álagi og íhuga verður viðeigandi meðferð með barksterum. Byggt á því hversu mikil skerðing er á starfsemi nýrnahetta getur þurft að leita sérfræðiaðstoðar áður en að valbundnum aðgerðum kemur.

Milliverkanir við önnur lyf

Ritonavír getur aukið verulega þéttni flútikasón própíónats í blóðvökva. Því skal forðast samhliða meðferð nema hugsanlegur ávinningur fyrir sjúkling vegi þyngra en hætta á aukaverkunum af altækum barksterum. Hætta á altækum aukaverkunum er einnig aukin þegar flútikasón própíónat er notað ásamt öðrum öflugum CYP3A hemlum (sjá kafla 4.5).

Samhliða notkun altæks ketókónasóls eykur verulega altæka útsetningu fyrir salmeteróli. Þetta getur aukið altæk áhrif (t.d. lenging QTc bils og hjartsláttarónot). Því skal forðast samhliða meðferð með ketókónasóli og öðrum öflugum CYP3A4 hemlum nema ávinningur fyrir sjúkling vegi þyngra en hugsanleg hætta á altækum aukaverkunum af meðferð með salmeteróli (sjá kafla 4.5).

Sýkingar í öndunarvegi

Aukin tíðni var á sýkingum í neðri hluta öndunarvegar (einkum lungnabólgu og berkjubólgu) í TORCH rannsókninni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu sem fengu salmeteról/flútikasón própíónat 50/500 míkrógrömm tvisvar á dag samanborið við lyfleysu og einnig í rannsóknum SCO40043 og SCO100250 þar sem minni skammtur með salmeteróli/flútikasón própíónati 50/250 míkrógrömmum tvisvar á dag (skammtur sem ekki hafði verið samþykktur við langvinnri lungnateppu) var borinn saman við

salmeteról 50 míkrógrömm tvisvar á dag eingöngu (sjá kafla 4.8 og kafla 5.1). Svipuð tíðni lungnabólgu kom fram hjá hópnum sem fékk salmeteról/flútikasón própíónat í öllum rannsóknum. Í TORCH reyndust eldri sjúklingar, sjúklingar með minni líkamsþyngdarstuðul (<25 kg/m2) og sjúklingar með mjög alvarlegan sjúkdóm (áætlað FEV1<30%) vera í mestri hættu á að fá lungnabólgu burtséð frá meðferð.

Læknar skulu vera vakandi fyrir hugsanlegri lungnabólgu og öðrum sýkingum í neðri hluta öndunarfæra hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu þar sem klínísk einkenni slíkra sýkinga og versnun sjúkdóms skarast oft. Ef sjúklingur með alvarlega langvinna lungnateppu hefur fengið lungnabólgu skal endurmeta meðferð með Aerivio Spiromax.

Lungnabólga hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu

Vart hefur orðið við aukna tíðni lungnabólgu, þ.m.t. lungnabólgu sem kallar á sjúkrahúsinnlögn hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu sem fá barkstera til innöndunar. Vísbendingar eru um aukna hættu á

lungnabólgu með auknum skammti af sterum en ekki hefur verið sýnt fram á það með ótvíræðum hætti í öllum rannsóknum.

Engar ótvíræðar klínískar vísbendingar liggja fyrir um mun innan lyfjaflokks barkstera til innöndunar hvað varðar hættu á lungnabólgu.

Læknar eiga að vera vakandi fyrir hugsanlegri lungnabólgu hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu þar sem klínísk einkenni slíkra sýkinga skarast við einkenni versnunar á langvinnri lungnateppu. Ef sjúklingur með alvarlega langvinna lungnateppu hefur fengið lungnabólgu skal endurmeta meðferð með Aerivio Spiromax.

Áhættuþættir hvað varðar lungnabólgu hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu eru m.a. reykingar, hærri aldur, lágur líkamsþyngdarstuðull og alvarleg langvinn lungnateppa.

Kynþættir

Upplýsingar úr stórri klínískri rannsókn (Salmeterol Multi-Center Asthma Research Trial, SMART) gáfu til kynna að bandarískir sjúklingar af afrískum uppruna væru í aukinni hættu á alvarlegum öndunartengdum áhrifum eða dauðsfalli við notkun salmeteróls samanborið við lyfleysu (sjá kafla 5.1). Ekki er vitað hvort þetta sé vegna lyfjaerfðafræðilegra þátta eða annarra þátta. Því skal biðja sjúklinga af afrískum uppruna og karabískum/afrískum uppruna að halda meðferð áfram en leita læknis ef ekki næst stjórn á astmaeinkennum eða ef þau versna við notkun Aerivio Spiromax.

Börn

Aerivio Spiromax er ekki ætlað til notkunar handa börnum og unglingum yngri en 18 ára (sjá kafla 4.2). Hins vegar skal hafa hugfast að sérstök áhætta kann að vera fyrir hendi hjá börnum og unglingum yngri en 16 ára sem taka stóra skammta af flútikasón própíónati (venjulega ≥ 1.000 míkrógrömm/dag). Altæk áhrif kunna að koma fram, einkum ef stórum skömmtum er ávísað í langan tíma. Hugsanleg altæk áhrif eru m.a. Cushing heilkenni, Cushing líkt útlit, bæling nýrnahetta, brátt nýrnahettufár og seinkun vaxtar hjá börnum og unglingum, og enn sjaldnar ýmis andleg og atferlistengd áhrif á borð við skynhreyfiofvirkni, svefnraskanir, kvíða, þunglyndi eða árásargirni. Íhuga skal að vísa barni eða unglingi til barnalæknis sem er sérfræðingur í öndunarfærasjúkdómum. Mælt er með reglulegu eftirliti með hæð barna sem fá langtímameðferð með barksterum til innöndunar. Ávallt skal minnka skammta barkstera til innöndunar niður í minnsta skammt sem þarf til að viðhalda viðunandi stjórn á astma.

Sýkingar í munni

Þar sem lyfið inniheldur flútikasón própíónat geta hæsi og hvítsveppasýking (þruska) komið fram í munni og hálsi og mjög sjaldan í vélinda hjá sumum sjúklingum. Draga má úr bæði hæsi og tíðni hvítsveppasýkingar í munni og hálsi með því að skola munninn með vatni og spýta vatninu og/eða bursta tennurnar eftir notkun lyfsins. Meðhöndla má hvítsveppasýkingu í munni og hálsi ásamt einkennum með staðbundinni meðferð með sveppalyfi um leið og notkun Aerivio Spiromax er haldið áfram.

Hjálparefni

Þetta lyf inniheldur laktósa. Sjúklingar með verulegt laktósaóþol skulu nota lyfið með varúð og þeir sem eru með galaktósaóþol, Lapp-laktasaþurrð eða glúkósa-galaktósa vanfrásog, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki taka þetta lyf. Hjálparefnið laktósi getur innihaldið dálítið magn af mjólkurprótínum sem kunna að valda ofnæmisviðbrögðum hjá sjúklingum með alvarlegt ofurnæmi eða ofnæmi fyrir mjólkurprótínum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Beta adrenvirkir blokkar kunna að veikja eða blokka áhrif salmeteróls. Forðast skal bæði ósértæka og sértæka β blokka nema mjög sterk rök liggi að baki notkun þeirra. Alvarleg blóðkalíumlækkun kann að stafa af meðferð með β2 örvum. Einkum skal gæta varúðar ef um er að ræða bráðan alvarlegan astma þar sem áhrifin kunna að eflast við samhliða meðferð með xantínafleiðum, sterum og þvagræsilyfjum.

Samhliða notkun annarra lyfja sem innihalda β adrenvirk efni geta haft viðbótar áhrif.

Salmeteról

Öflugir CYP3A4 hemlar

Samhliða gjöf ketókónasóls (400 mg til inntöku einu sinni á dag) og salmeteróls (50 míkrógrömm til innöndunar tvisvar á dag) hjá 15 heilbrigðum einstaklingum í 7 daga jók verulega útsetningu fyrir salmeteróli í blóðvökva (1,4-falt Cmax og 15-falt AUC). Þetta getur aukið tíðni annarra altækra áhrifa salmeteról meðferðar (t.d. lenging QTc bils og hjartsláttarónot) samanborið við meðferð með salmeteróli eða ketókónasóli eingöngu (sjá kafla 4.4).

Ekki varð vart við klínískt marktæk áhrif á blóðþrýsting, hjartslátt, blóðsykur og kalíumgildi í blóði. Samhliða gjöf ketókónasóls jók ekki helmingunartíma brotthvarfs fyrir salmeteról og jók ekki uppsöfnun salmeteróls við endurtekna skömmtun.

Forðast skal samhliða gjöf ketókónasóls nema ávinningur vegi þyngra en hugsanlega aukin hætta á altækum áhrifum af meðferð með salmeteróli. Líklegt er að svipuð hætta sé á milliverkun við aðra öfluga CYP3A4 hemla (t.d. itrakónasól, telitrómysín, ritonavír).

Miðlungsöflugir CYP 3A4 hemlar

Samhliða gjöf erytrómysíns (500 mg til inntöku þrisvar sinnum á dag) og salmeteróls (50 míkrógrömms til innöndunar tvisvar á dag) hjá 15 heilbrigðum einstaklingum í 6 daga olli lítilli og tölfræðilega ómarktækri aukningu á útsetningu fyrir salmeteróli (1,4-falt Cmax og 1,2-falt AUC). Samhliða gjöf erytrómysíns var ekki sett í samhengi við alvarlegar aukaverkanir.

Flútikasón própíónat

Við eðlilegar kringumstæður er þéttni flútikasón própíónats í blóðvökva lág eftir skömmtun með innöndun, vegna verulegs umbrots við fyrstu umferð og mikillar altækrar úthreinsunar fyrir tilstilli

cýtókróms P450 3A4 í þörmum og lifur. Því er ólíklegt að klínískt marktækar lyfjamilliverkanir verði fyrir tilstilli flútikasón própíónats.

Írannsókn á milliverkunum hjá heilbrigðum einstaklingum sem fengu flútikasón própíónat í nef jók ritonavír (mjög öflugur cýtókróm P450 3A4 hemill) 100 mg tvisvar á dag þéttni flútikasón própíónats í blóðvökva nokkur hundruð sinnum þannig að þéttni kortisóls minnkaði verulega í sermi. Upplýsingar skortir um milliverkun flútikasón própíónats til innöndunar en búist er við verulegri hækkun flútikasón própíónat gilda í blóðvökva. Tilkynnt hefur verið um Cushing heilkenni og bælingu nýrnahetta. Forðast skal þessa samsetningu nema ávinningur vegi þyngra en aukin hætta á óæskilegum áhrifum af völdum altækra sykurstera.

Ílítilli rannsókn á heilbrigðum sjálfboðaliðum jók CYP3A hemillinn ketókónasól, sem er örlítið minna öflugur, útsetningu fyrir flútikasón própíónati eftir staka innöndun um 150%. Þetta dró enn frekar úr kortisóli í sermi miðað við flútikasón própíónat eingöngu. Einnig er búist við að samhliða meðferð með öðrum öflugum CYP3A hemlum, svo sem itrakónasóli og miðlungsöflugum CYP3A hemlum svo sem erytrómysíni, auki altæka útsetningu fyrir flútikasón própíónati og hættu á altækum aukaverkunum. Ráðlagt er að gæta varúðar og forðast langtímameðferð með slíkum lyfjum ef hægt er.

Búast má við að samhliðanotkun með CYP3A hemlum, þ.m.t. lyfjum sem innihalda cobicistat, auki hættu á altækum aukaverkunum. Forðist samhliðanotkun nema ávinningur sé meiri en aukin áhætta á altækum aukaverkunum af völdum barkstera en þá skal fylgjast náið með því hvort sjúklingar verði fyrir altækum barksteraáhrifum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Allnokkrar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins á meðgöngu (300-1.000 þunganir) og þær benda til þess að salmeteról og flútikasón própíónat valdi hvorki vansköpun né eiturverkunum á fóstur/nýbura. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun eftir gjöf β2 adrenviðtakaörva og sykurstera (sjá kafla 5.3).

Gjöf Aerivio Spiromax kemur aðeins til greina á meðgöngu ef búist er við að ávinningur fyrir móður vegi þyngra en hugsanleg áhætta fyrir fóstrið.

Nota skal minnsta skammt af flútikasón própíónati sem viðheldur nægri stjórn á einkennum við meðferð á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort salmeteról og flútikasón própíónat/umbrotsefni skiljist út í brjóstamjólk.

Rannsóknir hafa sýnt að salmeteról og flútikasón própíónat auk umbrotsefna þeirra, skiljast út í mjólk hjá mjólkandi rottum.

Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta meðferð með Aerivio Spiromax.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir hjá mönnum. Hins vegar sýndu dýrarannsóknir engin áhrif salmeteróls eða flútikasón própíónats á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Aerivio Spiromax hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Þar sem Aerivio Spiromax inniheldur salmeteról og flútikasón própíónat má búast við svipuðum aukaverkunum og svipuðu alvarleikastigi og fyrir hvort virka efnið fyrir sig. Engar viðbótaraukaverkanir komu fram við samtímis lyfjagjöf þessara tveggja virku efna.

Aukaverkanir sem tengjast salmeteról/flútikasón própíónati koma fram hér á eftir, skráðar samkvæmt líffæraflokkun og tíðni. Tíðni er skilgreind sem: mjög algengar (≥1/10), algengar ( 1/100 til 1/10), sjaldgæfar ( 1/1.000 til 1/100), mjög sjaldgæfar ( 1/10.000 til <1/1.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Tíðni var fengin í upplýsingum úr klínískum rannsóknum. Ekki var tekið mið af tíðni við notkun lyfleysu.

Flokkun eftir

Aukaverkun

Tíðni

líffærum

 

 

Sýkingar af völdum

Hvítsveppasýking í munni og hálsi

Algengar

sýkla og sníkjudýra

Lungnabólga (hjá sjúklingum með langvinna

Algengar1,3,5

 

 

lungnateppu)

 

 

Berkjubólga

Algengar1,3

 

Hvítsveppasýking í vélinda

Mjög sjaldgæfar

 

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbrögð með eftirfarandi einkennum:

 

 

Ofnæmisviðbrögð í húð

Sjaldgæfar

Flokkun eftir

Aukaverkun

Tíðni

líffærum

 

 

 

Ofnæmisbjúgur (einkum bjúgur í andliti og munni og

Mjög sjaldgæfar

 

koki)

 

 

Einkenni frá öndunarfærum (andnauð)

Sjaldgæfar

 

Einkenni frá öndunarfærum (berkjukrampi)

Mjög sjaldgæfar

 

Bráðaofnæmisviðbrögð svo sem bráðaofnæmislost

Mjög sjaldgæfar

 

 

 

Innkirtlar

Cushing heilkenni, Cushing líkt útlit, bæling

Mjög

 

nýrnahetta, seinkun vaxtar hjá börnum og unglingum,

sjaldgæfar4

 

minnkuð beinþéttni

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

Blóðkalíumlækkun

Algengar3

 

Blóðsykurshækkun

Sjaldgæfar4

 

 

 

Geðræn vandamál

Kvíði

Sjaldgæfar

 

Svefnraskanir

Sjaldgæfar

 

Breytingar á atferli, svo sem skynhreyfiofvirkni og

Mjög sjaldgæfar

 

pirringur (einkum hjá börnum)

 

 

Þunglyndi, árásargirni (einkum hjá börnum)

Ekki þekkt

 

 

 

Taugakerfi

Höfuðverkur

Mjög algengar1

 

Skjálfti

Sjaldgæfar

 

 

 

Augu

Drer

Sjaldgæfar

 

Gláka

Mjög

 

 

sjaldgæfar4

 

 

 

Hjarta

Hjartsláttarónot

Sjaldgæfar

 

Hraðtaktur

Sjaldgæfar

 

Hjartsláttartruflanir (svo sem ofanslegilshraðtaktur og

Mjög sjaldgæfar

 

aukaslög).

 

 

Gáttatif

Sjaldgæfar

 

Hjartaöng

Sjaldgæfar

 

 

 

Öndunarfæri,

Nefkoksbólga

Mjög algengar2,3

brjósthol og miðmæti

Erting í hálsi

Algengar

 

 

Hæsi/raddtruflun

Algengar

Flokkun eftir

Aukaverkun

Tíðni

líffærum

 

 

 

Skútabólga

Algengar1,3

 

Óvæntur berkjukrampi

Mjög

 

 

sjaldgæfar4

Húð og undirhúð

Mar

Algengar1,3

 

 

 

Stoðkerfi og

Sinadráttur

Algengar

stoðvefur

Brot vegna áverka

Algengar1,3

 

 

Liðverkir

Algengar

 

Vöðvaverkir

Algengar

1.Algengt að tilkynnt sé um við notkun lyfleysu

2.Mjög algengt að tilkynnt sé um við notkun lyfleysu

3.Tilkynnt á 3 ára tímabili í rannsókn á langvinnri lungnateppu

4.Sjá kafla 4.4

5.Sjá kafla 5.1.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Tilkynnt hefur verið um lyfjafræðileg áhrif meðferðar með β2 örva, svo sem skjálfta, hjartsláttarónot og höfuðverk, en þau eru yfirleitt skammvinn og minnka við reglulega meðferð.

Óvæntur berkjukrampi getur komið fram ásamt bráðri aukningu á mási og mæði eftir skömmtun. Óvæntur berkjukrampi er svörun við skjótvirku berkjuvíkkandi lyfi sem skal meðhöndla tafarlaust. Hætta skal notkun Aerivio Spiromax tafarlaust, meta sjúklinginn og hefja aðra meðferð ef á þarf að halda.

Þar sem lyfið inniheldur flútikasón própíónat geta hæsi og hvítsveppasýking (þruska) komið fram í munni og hálsi hjá sumum sjúklingum, og mjög sjaldan í vélinda. Draga má úr hæsi og hvítsveppasýkingu í munni og hálsi með því að skola munninn með vatni og spýta vatninu og/eða bursta tennurnar eftir notkun lyfsins. Meðhöndla má hvítsveppasýkingu í munni og hálsi ásamt einkennum með staðbundinni meðferð með sveppalyfi um leið og notkun Aerivio Spiromax er haldið áfram.

Börn

Aerivio Spiromax er ekki ætlað til notkunar handa börnum og unglingum yngri en 18 ára (sjá kafla 4.2). Hugsanleg altæk áhrif hjá þessum aldurshópum eru m.a. Cushing heilkenni, Cushing lík einkenni, bæling nýrnahetta og seinkun vaxtar hjá börnum og unglingum (sjá kafla 4.4). Börn kunna einnig að finna fyrir kvíða, svefnröskunum og atferlistengdum breytingum svo sem ofvirkni og pirringi.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar upplýsingar liggja fyrir úr klínískum rannsóknum um ofskömmtun af Aerivio Spiromax, en hins vegar eru upplýsingar um ofskömmtun beggja virku efnanna að finna hér að neðan:

Salmeteról

Vísbendingar og einkenni um ofskömmtun salmeteróls eru sundl, hækkaður slagbilsþrýstingur, skjálfti, höfuðverkur og hraðtaktur. Ef hætta verður Aerivio Spiromax vegna ofskömmtunar β örvandi hluta lyfsins skal íhuga viðeigandi uppbótarmeðferð með sterum. Að auki getur orðið vart við blóðkalíumlækkun og því skal hafa eftirlit með kalíumgildum í sermi. Íhuga skal uppbótarmeðferð með kalíum.

Flútikasón própíónat

Bráðatilvik: Bráð innöndun skammta af flútikasón própíónati sem eru stærri en ráðlagt er kann að valda tímabundinni bælingu á starfsemi nýrnahetta. Þetta krefst ekki neyðaraðgerða þar sem starfsemi nýrnahetta verður eðlileg á ný eftir nokkra daga eins og fram kemur á mælingum kortisóls í blóðvökva.

Langvinn ofskömmtun: Hafa skal eftirlit með nýrnahettuvirkni og meðferð með altækum barkstera getur reynst nauðsynleg. Þegar ástandið er orðið stöðugt skal halda meðferð áfram með ráðlögðum skömmtum af barkstera til innöndunar. Sjá kafla 4.4: „Starfsemi nýrnahetta“.

Hvort sem um er að ræða bráða eða langvinna ofskömmtun flútikasón própíónats við notkun Aerivio Spiromax skal halda meðferð áfram með skammti sem hentar til að ná stjórn á einkennum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við teppusjúkdómum í öndunarvegi, adrenvirk lyf í blöndu með barksterum eða öðrum lyfjum en andkólínvirkum lyfjum, ATC-flokkur: R03AK06

Verkunarháttur og lyfhrif

Aerivio Spiromax inniheldur salmeteról og flútikasón própíónat sem hafa mismunandi verkunarhátt. Verkunarhætti hvors virka efnisins fyrir sig er lýst hér að neðan.

Salmeteról:

Salmeteról er sértækur langverkandi (12 klst.) β2 adrenviðtakaörvi með langa hliðarkeðju sem binst virka hluta viðtakans.

Salmeteról framkallar lengri berkjuvíkkandi áhrif a.m.k. 12 klst. en ráðlagðir skammtar af hefðbundnum skammvirkum β2 örvum.

Flútikasón própíónat:

Flútikasón própíónat gefið með innöndun í ráðlögðum skömmtum hefur bólgueyðandi virkni sykurstera í lungum sem dregur úr einkennum og versnun astma og veldur síður aukaverkunum en barksterar til altækrar notkunar.

Verkun og öryggi

Rannsóknirnar sem lýst er hér að neðan (GOAL, TORCH og SMART) voru framkvæmdar með sömu samsetningu með föstum skömmtum af salmeteról xinafóati og flútikasón própíónati, en með lyfi sem áður hafði verið samþykkt, Aerivio Spiromax var ekki notað við rannsóknirnar.

Salmeteról/Flútikasón própíónat Klínískar rannsóknir á astma

Í tólf mánaða rannsókn (Gaining Optimal Asthma ControL, GOAL) á 3.416 fullorðnum og unglingum með þrálátan astma voru öryggi og verkun salmeteróls/flútikasón própíónats borin saman við barkstera til innöndunar (flútikasón própíónat) eingöngu til þess að ákvarða hvort hægt væri að ná markmiðum meðferðar við astma. Meðferð var aukin á 12 vikna fresti þar til **fullri stjórn var náð eða stærsta skammti rannsóknarlyfsins var náð. GOAL sýndi að stjórn náðist á astma hjá fleiri sjúklingum sem fengu meðferð með salmeteróli/flútikasón própíónati en hjá sjúklingum sem fengu eingöngu meðferð með barkstera til innöndunar (ICS) og þeirri stjórn var náð með minni skammti barkstera.

*Góð stjórn á astma náðist hraðar með salmeteról/flútikasón própíónati en með barkstera til innöndunar eingöngu. Það tók 50% sjúklinga 16 daga í meðferð að ná fyrstu heilu vikunni með góðri stjórn í hópnum

sem fékk salmeteról/flútikasón própíónat, samanborið við 37 daga hjá hópnum sem fékk barkstera til innöndunar. Hjá undirhópi astmasjúklinga sem höfðu ekki fengið steralyf áður var tíminn fram að heilli viku með góðri stjórn 16 dagar hjá hópnum sem fékk meðferð með salmeteról/flútikasón própíónati, samanborið við 23 daga eftir meðferð með barkstera til innöndunar.

Heildarniðurstöður rannsóknarinnar voru eftirfarandi:

Hlutfall sjúklinga sem náðu *góðri stjórn (WC) og **fullri stjórn (TC) á astma á 12 mánuðum

Meðferð áður en rannsókn hófst

Salmeteról/FP

 

FP

WC

TC

WC

TC

Engir barksterar til innöndunar (eingöngu

78%

50%

70%

40%

skammvirkir β örvar)

 

 

 

 

Barksterar til innöndunar í litlum skömmtum

75%

44%

60%

28%

(≤500 míkrógrömm beclometason dipropionat

 

 

 

 

eða sambærilegt/dag)

 

 

 

 

Barksterar til innöndunar í meðalstórum

62%

29%

47%

16%

skömmtum (>500 til 1.000 míkrógrömm

 

 

 

 

beclometason dipropionat eða sambærilegt/dag)

 

 

 

 

Samansafnaðar niðurstöður þriggja

71%

41%

59%

28%

meðferðarstiga

 

 

 

 

*Góð stjórn á astma - minna en eða sem samsvarar 2 dögum með hærra einkennastig en 1 (einkennastig 1 er skilgreint sem „einkenni á einu stuttu tímabili yfir daginn“), notkun skammvirkra β örva minna en eða sem samsvarar 2 dögum og minna en eða sem samsvarar 4 atvikum/viku, meira en eða sem samsvarar 80% áætluðu hámarksútöndunarflæði, ekki vaknað á nóttunni, engin versnun og engar aukaverkanir sem krefjast breytingar á meðferð.

**Full stjórn á astma - engin einkenni, engin notkun skammvirkra β örva, meira en eða sem samsvarar 80% áætluðu hámarksútöndunarflæði að morgni, ekki vaknað á nóttunni, engin versnun og engar aukaverkanir sem krefjast breytingar á meðferð.

Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að íhuga megi salmeteról/flútikasón própíónat

50/100 míkrógrömm tvisvar á dag sem upphaflega viðhaldsmeðferð hjá sjúklingum með meðalþrálátan astma þegar nauðsynlegt er talið að ná hratt stjórn á astma (sjá kafla 4.2).

Í tvíblindri, slembaðri rannsókn með samhliða hópum hjá 318 sjúklingum ≥18 ára með þrálátan astma var lagt mat á öryggi og þol við gjöf tveggja innöndunarskammta tvisvar á dag (tvöfaldur skammtur) af salmeteróli/flútikasón própíónati í tvær vikur. Rannsóknin sýndi að við það að tvöfalda skammta hvors styrkleika salmeteróli/flútikasón própíónats í allt að 14 daga jukust aukaverkanir tengdar β örva örlítið (skjálfti - 1 sjúklingur [1%] á móti 0, hjartsláttarónot - 6 [3%] á móti 1 [<1%], sinadráttur - 6 [3%] á móti 1 [<1%]) og svipuð tíðni kom fram vegna aukaverkana tengdum barkstera til innöndunar (t.d. hvítsveppasýking í munni - 6 [6%] á móti 16 [8%], hæsi- 2 [2%] á móti 4 [2%]) samanborið við einn skammt til innöndunar tvisvar á dag. Taka skal mið af þessari litlu aukningu aukaverka sem tengjast β örvum ef læknir íhugar að tvöfalda skammta salmeteróli/flútikasón própíónats hjá fullorðnum sjúklingum sem þurfa aukalega skammtímameðferð (allt að 14 daga) með barkstera til innöndunar.

Salmeteról/flútikasón própíónat við langvinnri lungnateppu - klínískar rannsóknir

TORCH var 3 ára rannsókn þar sem mat var lagt á niðurstöður meðferðar með salmeteról/flútikasón própíónat innöndunardufti 50/500 míkrógrömmum tvisvar á dag, salmeteról innöndunardufti

50 míkrógrömmum tvisvar á dag, flútikasón própíónat (FP) innöndunardufti 500 míkrógrömmum tvisvar á dag eða lyfleysu á dánartíðni af öllum orsökum hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Sjúklingum með langvinna lungnateppu sem voru með áætlað FEV1 <60% við grunngildi (áður en berkjuvíkkandi lyf var notað) var slembiraðað fyrir tvíblinda lyfjagjöf. Meðan á rannsókninni stóð var sjúklingum leyft að fá venjulega meðferð við langvinnri lungnateppu að frátöldum öðrum barksterum til innöndunar, berkjuvíkkandi lyfjum með langtímaverkun og langtímameðferð með altækum barksterum. Staða lifunar eftir 3 ár var ákvörðuð hjá öllum sjúklingum burtséð frá því hvort notkun rannsóknarlyfsins var hætt.

Meginendapunkturinn var lækkuð dánartíðni af öllum orsökum eftir 3 ár fyrir salmeteról/flútikasón própíónat samanborið við lyfleysu.

 

Lyfleysa

Salmeteról 50

FP 500

Salmeteról/flútikasón

 

própíónat 50/500

 

N = 1.524

N = 1.521

N = 1.534

 

N = 1.533

 

 

 

 

Dánartíðni af öllum orsökum eftir 3 ár

 

 

 

Fjöldi dauðsfalla (%)

(15,2%)

(13,5%)

(16,0%)

(12,6%)

 

Áhættuhlutfall

 

 

 

 

samanborið við

 

0,879

1,060

0,825

lyfleysu (barksterar til

Á ekki við

(0,73; 1,06)

(0,89; 1,27)

(0,68; 1,00)

innöndunar)

 

0,180

0,525

0,0521

p gildi

 

 

 

 

Áhættuhlutfall

 

 

 

 

flútikasón

 

 

 

 

própíónats/salmeteróls

 

0,932

0,774

 

500/50 samanborið við

 

 

Á ekki við

(0,77; 1,13)

(0,64; 0,93)

Á ekki við

innihaldsefni

 

0,481

0,007

 

(barksterar til

 

 

 

 

 

 

innöndunar)

 

 

 

 

p gildi

 

 

 

 

1. Ómarktæk p gildi eftir aðlögun fyrir 2 bráðabirgðagreiningar á meginverkunarsamanburði úr log-rank greiningu með lagskiptingu eftir upplýsingum um reykingar.

Tilhneiging var til bættrar lifunar hjá þeim sem fengu salmeteról/flútikasón própíónat miðað við þá sem fengu lyfleysu í 3 ár en náði þó ekki tölfræðilega marktæku gildi p≤0,05.

Hlutfall sjúklinga sem létust innan 3 ára af orsökum tengdum langvinnri lungnateppu var 6,0% fyrir lyfleysu, 6,1% fyrir salmeteról, 6,9% fyrir FP og 4,7% fyrir salmeteról/flútikasón própíónat.

Meðaltal meðalalvarlegrar eða alvarlegrar versnunar á ári lækkaði verulega við notkun salmeteról/flútikasón própíónats samanborið við meðferð með salmeteróli, FP og lyfleysu (meðaltíðni í hópnum sem fékk salmeteról/flútikasón própíónat var 0,85 samanborið við 0,97 í hópnum sem fékk salmeteról, 0,93 í hópnum sem fékk FP og 1,13 í hópnum sem fékk lyfleysu). Þetta táknar lækkaða tíðni meðalalvarlegrar eða alvarlegrar versnunar sem nemur 25% (95% CI: 19% til 31%; p<0,001) samanborið við lyfleysu, 12% samanborið við salmeteról (95% CI: 5% til 19%, p=0,002) og 9% samanborið við FP (95% CI: 1% til 16%, p=0,024). Salmeteról og FP drógu verulega úr tíðni versnunar samanborið við lyfleysu eða um 15% (95% CI: 7% til 22%; p<0,001) og 18% (95% CI: 11% til 24%; p<0,001).

Heilsutengd lífsgæði mæld samkvæmt SGRQ (St George’s Respiratory Questionnaire) reyndust betri með öllum virkum meðferðum samanborið við lyfleysu. Meðalframfarir á þriggja ára tímabili með salmeteról/flútikasón própíónati var -3,1 einingar samanborið við lyfleysu (95% CI: -4,1 til -2,1; p<0,001) og -2,2 einingar þegar það var borið saman við salmeteról (p<0,001) og -1,2 einingar þegar það var borið saman við FP (p=0,017). Lækkun um 4 einingar er talin hafa klíníska þýðingu.

Áætlaðar líkur á lungnabólgu sem aukaverkun á 3 ára tímabili voru 12,3% fyrir lyfleysu, 13,3% fyrir salmeteról, 18,3% fyrir FP og 19,6% fyrir salmeteról/flútikasón própíónat (áhættuhlutfall fyrir salmeteról /flútikasón própíónat samanborið við lyfleysu: 1,64; 95% CI: 1,33 til 2,01, p<0,001). Engin aukning varð á dauðsföllum í tengslum við lungnabólgu; dauðsföll meðan á meðferð stóð sem talin voru stafa að mestu leyti af lungnabólgu voru 7 fyrir lyfleysu, 9 fyrir salmeteról, 13 fyrir FP og 8 fyrir salmeteról/flútikasón própíónat. Enginn marktækur munur kom fram varðandi líkur á beinbrotum (5,1% lyfleysa, 5,1% salmeteról, 5,4% FP og 6,3% salmeteról/flútikasón própíónat; áhættuhlutfall fyrir salmeteról/flútikasón própíónat samanborið við lyfleysu: 1,22; 95% CI: 0,87 til 1,72, p=0,248).

Klínískar samanburðarrannsóknir með lyfleysu sem stóðu í 6 og 12 mánuði sýndu að regluleg notkun salmeteróls/flútikasón própíónats 50/500 míkrógrömm bætir lungnastarfsemi og dregur úr mæði og notkun lyfja sem létta á einkennum.

Rannsóknir SCO40043 og SCO100250 voru slembaðar, tvíblindar, samhliða endurteknar rannsóknir þar sem borin voru saman áhrif salmeteróls/flútikasón própíónats 50/250 míkrógramma tvisvar á dag (skammtur sem ekki er samþykktur til meðferðar við langvinnri lungnateppu innan Evrópusambandsins) og salmeteról

50 míkrógramma tvisvar á dag á meðalalvarlega/alvarlega versnun hjá einstaklingum með langvinna lungnateppu sem voru með áætlað FEV1 innan við 50% og sögu um versnun. Meðalalvarleg/alvarleg versnun var skilgreind sem versnandi einkenni sem kröfðust meðferðar með barksterum til inntöku og/eða sýklalyfjum eða legu á sjúkrahúsi.

Í rannsóknunum var 4 vikna undirbúningstímabil þar sem allir einstaklingar fengu opna meðferð með salmeteróli/FP 50/250 til þess að staðla lyfjameðferð við langvinnri lungnateppu og koma jafnvægi á sjúkdóminn áður en slembiraðað var í blindaða lyfjagjöf rannsóknarinnar í 52 vikur. Sjúklingum var slembiraðað 1:1 og fengu salmeteról/FP 50/250 (heildarmeðferðarhópur (ITT) n=776) eða salmeteról (heildarmeðferðarhópur (ITT) n=778). Áður en undirbúningstímabilið hófst hættu einstaklingarnir notkun fyrri lyfja við langvinnri lungnateppu að frátöldum skammvirkum berkjuvíkkandi lyfjum. Samhliða notkun langverkandi β2 örva til innöndunar og andkólínvirkra lyfja, samsettra lyfja með salbútamóli/ipratrópíum brómíði, β2 örva til inntöku og lyfja sem innihalda teófyllín var ekki leyfð meðan á meðferð stóð. Barksterar til inntöku og sýklalyf voru leyfð til bráðameðferðar við versnun langvinnrar lungnateppu samkvæmt sérstökum tilmælum varðandi notkun. Einstaklingar notuðu salbútamól eftir þörfum meðan á rannsóknunum stóð.

Niðurstöður beggja rannsóknanna sýndu að meðferð með salmeteróli/flútikasón própíónati 50/250 olli marktækt lægri árlegri tíðni meðalalvarlegrar/alvarlegrar versnunar langvinnrar lungnateppu samanborið við salmeteról (SCO40043: 1,06 og 1,53 á einstakling á ári, í þessari röð, tíðnihlutfall 0,70; 95% CI: 0,58 til 0,83, p<0,001; SCO100250: 1,10 og 1,59 á einstakling á ári, í þessari röð, tíðnihlutfall 0,70; 95% CI: 0,58 til 0,83, p<0,001). Aukaútkomumælingar verkunar (tími fram að fyrstu meðalalvarlegu/alvarlegu versnun, árleg tíðni versnunar sem krafðist barkstera til inntöku og FEV1 gildi morguninn fyrir skömmtun) reyndust mun betri fyrir salmeteról/flútikasón própíónat 50/250 míkrógrömm tvisvar á dag en fyrir salmeteról. Aukaverkanir voru svipaðar að frátöldu aukinni tíðni lungnabólgu og þekktra staðbundinna aukaverkana (hvítsveppasýking og raddtruflun) hjá hópnum sem fékk salmeteról/flútikasón própíónat

50/250 míkrógrömm tvisvar á dag, samanborið við salmeteról. Tilkynnt var um aukaverkanir tengdar lungnabólgu hjá 55 (7%) í hópnum sem fékk salmeteról/flútikasón própíónat 50/250 míkrógrömm tvisvar á dag og 25 (3%) hjá hópnum sem fékk salmeteról. Aukin tíðni lungnabólgu með salmeteról/flútikasón própíónat 50/250 míkrógrömmum tvisvar á dag virðist svipuð að umfangi og tilvik sem greint var frá í kjölfar meðferðar með salmeteróli/flútikasón própíónati 50/500 míkrógrömmum tvisvar á dag í TORCH.

SMART rannsóknin (Salmeterol Multi-center Asthma Research Trial)

SMART var 28 vikna, slembuð, tvíblind fjölsetra samanburðarrannsókn með lyfleysu gerð í Bandaríkjunum þar sem 13.176 sjúklingum var slembiraðað og fengu salmeteról (50 míkrógrömm tvisvar á dag) og

13.179 sjúklingar fengu lyfleysu auk venjubundinnar astmameðferðar sjúklings. Skrá mátti sjúklinga sem voru ≥12 ára, með astma og notuðu þegar astmalyf (þó ekki langverkandi β2 örva). Notkun barkstera til innöndunar við upphaf þátttöku í rannsókn var skráð en ekki nauðsynlegt fyrir rannsóknina. Meginendapunkturinn í SMART var samanlagður fjöldi öndunartengdra dauðsfalla og öndunartengdra lífshættulegra tilvika.

Helstu niðurstöður SMART: meginendapunktur

 

Sjúklingahópur

Fjöldi tilvika sem tengjast

Hlutfallsleg áhætta

 

 

meginendapunkti/ fjöldi sjúklinga

(95% öryggisbil)

 

 

salmeteról

 

lyfleysa

 

 

 

Allir sjúklingar

50/13.176

 

36/13.179

1,40

(0,91; 2,14)

 

Sjúklingar sem nota stera til

23/6.127

 

19/6.138

1,21

(0,66; 2,23)

 

innöndunar

 

 

 

 

 

 

Sjúklingar sem nota ekki stera til

27/7.049

 

17/7.041

1,60

(0,87; 2,93)

 

innöndunar

 

 

 

 

 

 

Bandarískir sjúklingar af

20/2.366

 

5/2.319

4,10

(1,54; 10,90)

 

afrískum uppruna

 

 

 

 

 

 

(Áhætta feitletruð hefur tölfræðilega

þýðingu við 95% markið.)

 

 

 

 

 

Helstu niðurstöður SMART eftir notkun stera til innöndunar við grunngildi: aukaendapunktar

 

 

Fjöldi tilvika sem tengjast aukaendapunkti/

Hlutfallsleg áhætta

 

 

fjöldi sjúklinga

 

(95% öryggisbil)

 

 

salmeteról

 

lyfleysa

 

 

 

 

Dauðsfall í tengslum við öndun

 

 

 

Sjúklingar sem nota stera til

10/6.127

 

5/6.138

2,01

(0,69; 5,86)

 

innöndunar

 

 

 

 

 

 

Sjúklingar sem nota ekki stera til

14/7.049

 

6/7.041

2,28

(0,88; 5,94)

 

innöndunar

 

 

 

 

 

 

Samanlögð dauðsföll í tengslum við astma eða lífshættuleg tilvik

 

 

Sjúklingar sem nota stera til

16/6.127

 

13/6.138

1,24

(0,60; 2,58)

 

innöndunar

 

 

 

 

 

 

Sjúklingar sem nota ekki stera til

21/7.049

 

9/7.041

2,39

(1,10; 5,22)

 

innöndunar

 

 

 

 

 

 

 

Dauðsfall í tengslum við astma

 

 

 

Sjúklingar sem nota stera til

4/6.127

 

3/6.138

1,35

(0,30; 6,04)

 

innöndunar

 

 

 

 

 

 

Sjúklingar sem nota ekki stera til

9/7.049

 

0/7.041

*

 

 

innöndunar

 

 

 

 

 

(*=ekki hægt að reikna út þar sem engin tilvik áttu sér stað í lyfleysuhópnum. Áhætta feitletruð hefur tölfræðilega þýðingu við 95% markið. Aukaendapunktar í töflunni hér að ofan reyndust tölfræðilega marktækir hjá hópnum í heild.) Aukaendapunktar fyrir öll samanlögð dauðsföll eða lífshættulegt tilvik, dauðsföll af öllum orsökum eða sjúkrahúsinnlögn af öllum orsökum reyndust ekki tölfræðilega marktækir hjá hópnum í heild.

Hámarksinnöndunarflæði með Spiromax tækinu

Opin slembuð víxlrannsókn var gerð hjá börnum og unglingum með astma (á aldrinum 4-17 ára), fullorðnum með astma (á aldrinum 18-45 ára), fullorðnum með langvinna lungnateppu (eldri en 55 ára) og heilbrigðum sjálfboðaliðum (á aldrinum 18-45 ára) til þess að meta hámarksinnöndunarflæði og aðrar tengdar breytur fyrir innöndun eftir innöndunarskammt með Spiromax tæki (með lyfleysu) samanborið við innöndunarskammt með fjölskammta innöndunartæki með þurru dufti sem þegar hefur verið markaðssett (með lyfleysu). Áhrif ákjósanlegrar þjálfunar (þ.e. kröftug innöndun) í tækni við notkun innöndunartækis með þurru dufti fyrir hraða og magn voru metin hjá þessum hópum auk þess sem mat var lagt á hugsanlegan mun á afköstum við innöndun eftir því hvaða tæki var notað.

Upplýsingar úr rannsókninni gáfu til kynna að burtséð frá aldri og alvarleika undirliggjandi sjúkdóms næðu börn, unglingar og fullorðnir með astma, auk sjúklinga með langvinna lungnateppu, svipuðu innöndunarflæði með Spiromax tækinu og með markaðssettu fjölskammta innöndunartæki með þurru dufti. Miðgildi hámarksinnöndunarflæðis sem sjúklingar með astma eða langvinna lungnateppu náðu með ákjósanlegri þjálfun (þ.e. kröftug innöndun) var meiri en 60 l/mín., en vitað er að bæði tækin sem rannsökuð voru veita svipuðu magni lyfs til lungna við þetta innöndunarflæði.

Allir einstaklingar með astma eða langvinna lungnateppu náðu hámarksgildum innöndunarflæðis yfir 60 l/mín. bæði fyrir og eftir ákjósanlega þjálfun. Mikilvægt er að anda kröftuglega að sér til að tryggja ákjósanlegan skammt.

Innöndunarflæði hærra en 60 l/mín. er nauðsynlegt til að veita ákjósanlegu magni lyfs til lungna með fjölskammta Spiromax innöndunartækinu með þurru dufti.

Til þess að tryggja að sjúklingar nái hámarksinnöndunarflæði sem á þarf að halda fyrir nauðsynlega skammtinn þarf að þjálfa sjúkling í notkun Spiromax tækisins, þ.m.t. nauðsyn þess að anda kröftuglega að sér (sjá kafla 4.2).

Börn

Ekki er mælt með notkun Aerivio Spiromax hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Aerivio Spiromax hjá þessum aldurshópi. Upplýsingarnar sem fram koma hér að neðan eiga við minni skammt af samsetningunni með föstum skömmtum sem inniheldur virku efnin tvö í skammti og styrk sem ekki er fáanlegur fyrir Aerivio Spiromax. Við rannsóknirnar var notað lyf sem áður hefur verið samþykkt og er fáanlegt í þremur styrkleikum, Aerivio Spiromax var ekki notað við rannsóknirnar.

Írannsókn hjá 158 börnum á aldrinum 6 til 16 ára með astma með einkennum reyndist samsetningin salmeteról/flútikasón própíónat eins áhrifarík og tvöfaldur skammtur af flútikasón própíónati hvað varðar stjórn á einkennum og lungnastarfsemi. Þessi rannsókn var ekki ætluð til að rannsaka áhrif á versnun.

Í12 vikna rannsókn hjá börnum á aldrinum 4 til 11 ára [n=257] sem fengu salmeteról/flútikasón própíónat 50/100 eða salmetertól 50 míkrógrömm + flútikasón própíónat 100 míkrógrömm, bæði tvisvar á dag, jókst hámarksútöndunarflæði um 14% hjá báðum meðferðarhópunum auk þess dró úr einkennum og

notkun salbútamól bráðalyfs. Enginn munur var á milli þessara tveggja meðferðarhópa. Enginn munur var á öryggi hjá meðferðarhópunum tveimur.

Í12 vikna rannsókn hjá börnum á aldrinum 4 til 11 ára [n=203] með þrálátan astma og einkenni þrátt fyrir meðferð með barksterum til innöndunar sem var slembiraðað í samhliða hópa var mat á öryggi meginmarkmiðið. Börnin fengu annaðhvort salmeteról/flútikasón própíónat (50/100 míkrógrömm) eða flútikasón própíónat (100 míkrógrömm) eitt og sér tvisvar á dag. Tvö börn sem fengu salmeteról/flútikasón própíónat og 5 börn sem fengu flútikasón própíónat hættu í rannsókninni vegna versnandi astma. Eftir

12 vikur voru engin börn í meðferðarhópunum með óeðlilega lítinn sólarhringsútskilnað kortisóls í þvagi. Enginn annar munur var á öryggi hjá meðferðarhópunum.

5.2Lyfjahvörf

Skoða má hvorn þátt fyrir sig með tilliti til lyfjahvarfa.

Salmeteról

Salmeteról hefur staðbundna virkni í lungum og því gefa blóðvökvagildi ekki til kynna áhrif meðferðarinnar. Að auki liggja aðeins takmarkaðar upplýsingar fyrir um lyfjahvörf salmeteróls vegna tæknilegra vandkvæða við prófun lyfsins í blóðvökva vegna lítillar þéttni í blóðvökva við meðferðarskammta (u.þ.b.

200 píkógrömm/ml eða minna) eftir innöndun skammts.

Flútikasón própíónat

Nýting staks skammts af flútikasón própíónati til innöndunar hjá heilbrigðum einstaklingum er breytileg á bilinu u.þ.b. 5 til 11% af raunskammti eftir því hvaða innöndunartæki er notað. Hjá sjúklingum með astma eða langvinna lungnateppu varð vart við minni altæka útsetningu fyrir flútikasón própíónati til innöndunar.

Frásog

Altækt frásog á sér að mestu leyti stað í lungum og er hratt í fyrstu en dregst síðan á langinn. Afgangurinn af skammti flútikasón própíónats til innöndunar er hugsanlega gleyptur en hefur lítil áhrif á altæka útsetningu vegna lítils vatnsleysanleika og forumbrota, sem veldur því að aðgengi við inntöku er innan við 1%. Línuleg aukning altækrar útsetningar verður með auknum skömmtum til innöndunar.

Dreifing

Dreifing og brotthvarf flútikasón própíónats lýsir sér með mikilli úthreinsun í blóðvökva (1.150 ml/mín.), miklu dreifingarrúmmáli við jafnvægi (u.þ.b. 300 l) og lokahelmingunartíma u.þ.b. 8 klst. Prótínbinding í blóðvökva er 91%.

Umbrot

Flútikasón própíónat hreinsast hratt úr blóðrás. Meginferlið er umbrot yfir í óvirka umbrotsefnið karboxýlsýru fyrir tilstilli cýtókróm P450 ensímsins CYP3A4. Önnur umbrotsefni sem ekki hafa verið auðkennd koma einnig fram í hægðum.

Brotthvarf

Úthreinsun flútikasón própíónats um nýru er óveruleg. Innan við 5% af skammtinum skilst út með þvagi, að mestu sem umbrotsefni. Meginhluti skammtsins skilst út með hægðum sem umbrotsefni og óbreytt lyf.

Börn

Ekki er mælt með notkun Aerivio Spiromax hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Aerivio Spiromax hjá þessum aldurshópi. Upplýsingarnar sem fram koma hér að neðan eiga við minni skammt af samsetningunni með föstum skömmtum sem inniheldur virku efnin tvö í skammti og styrk sem ekki er fáanlegur fyrir Aerivio Spiromax.

Í lyfjahvarfagreiningu úr 9 klínískum samanburðarrannsóknum hjá 350 sjúklingum með astma á aldrinum 4 til 77 ára (174 sjúklingar 4 til 11 ára) var altæk útsetning fyrir flútikasón própíónati hærri eftir meðferð með salmeteról/flútikasón própíónat 50/100 innöndunardufti miðað við flútikasón própíónat 100 innöndunarduft.

5.3Forklínískar upplýsingar

Einu þættirnir tengdir öryggi sem komið hafa fram í dýrarannsóknum þar sem salmeteról og flútikasón própíónat voru gefin hvort í sínu lagi voru áhrif tengd auknum lyfjafræðilegum áhrifum.

Í frjósemisrannsóknum á dýrum reyndust sykursterar valda vansköpunum (klofinn gómur, vanskapanir í beinagrind). Hins vegar virðast niðurstöður úr rannsóknum á dýrum ekki hafa þýðingu fyrir menn sem fá ráðlagða skammta. Dýrarannsóknir með salmeteróli hafa eingöngu sýnt fram á eiturverkanir á fóstur og fósturvísa við mikla útsetningu. Í kjölfar samhliða lyfjagjafar varð vart við aukna tíðni nýgengi víxlunar naflastrengsslagæða og ófullkomna beinmyndun í hnakkabeini hjá rottum við skammta sem tengjast þekktum frávikum af völdum sykurstera.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Laktósaeinhýdrat.

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár.

Eftir að þynnupakkningin er opnuð: 3 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 25°C.

Hafið lokið á eftir að þynnuumbúðir hafa verið fjarlægðar.

6.5Gerð íláts og innihald

Innöndunartækið er hvítt með hálfgegnsærri, gulri munnstykkishlíf. Þeir hlutar innöndunartækisins sem innihalda lyfið/snerta slímhúð eru úr akrýlonítríl bútadíen stýreni (ABS), pólýetýleni (PE) og pólýprópýleni (PP). Hvert innöndunartæki inniheldur 60 skammta og því er pakkað í þynnu.

Pakkningastærðir með 1 eða 3 innöndunartækjum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Teva B.V.,

Swensweg 5,

2031 GA Haarlem

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/16/1122/001

EU/1/16/1122/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf