Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Aflunov (influenza virus surface antigens (haemagglutinin...) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J07BB02

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsAflunov
ATC-kóðiJ07BB02
Efniinfluenza virus surface antigens (haemagglutinin and neuraminidase) of strain: A/turkey/Turkey/1/05 (H5N1)-like strain (NIBRG-23)
FramleiðandiSeqirus S.r.l.  

1.HEITI LYFS

AFLUNOV stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu.

Fyrirbyggjandi bóluefni gegn inflúensuheimsfaraldri (H5N1) (yfirborðs mótefnavaki, óvirkur, ónæmisglæddur).

2.INNIHALDSLÝSING

Yfirborðs mótefnavakar inflúensuveiru (hemagglútínín og nevraminidasi)* af stofni:

A/turkey/Turkey/1/05 (H5N1)-líkur stofn (NIBRG-23)

7,5/míkrógrömm* í hverjum

 

0,5 ml skammti

*ræktuð í frjóvguðum hænueggjum frá heilbrigðum hænsnahópum

**tjáð í míkrógrömmum hemagglútíníns.

Ónæmisglæðir MF59C.1 sem inniheldur:

 

skvalen

9,75 milligrömm í hverjum 0,5 ml

pólýsorbat 80

1,175 milligrömm í hverjum 0,5 ml

sorbitan tríóleat

1,175 milligrömm í hverjum 0,5 ml

Hjálparefni með þekkta verkun:

Bóluefnið inniheldur 1,899 milligrömm af natríum og 0,081 milligrömm af kalíum í hverjum 0,5 ml skammti.

AFLUNOV gæti innihaldið efnaleifar af eggja- og hænsnaprótínum, eggjahvítu, kanamýcíni og neómýcínsúlfati, baríumsúlfati, formaldehýði og cetýltrímetýlammóníumbrómíði (CTAB) sem notuð eru í framleiðsluferlinu (sjá kafla 4.3).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu.

Mjólkurlitaður hvítur vökvi.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Virk ónæming gegn H5N1 undirtegund inflúensu A veiru.

Þessi ábending er byggð á upplýsingum um ónæmingargetu frá heilbrigðum einstaklingum 18 ára og eldri eftir lyfjagjöf með tveimur skömmtum af bóluefninu sem inniheldur A/turkey/Turkey/1/05 (H5N1)-líkan stofn (sjá kafla 5.1).

Nota skal AFLUNOV í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar:

Skammtar fyrir fullorðna og aldraða (18 ára og eldri):

Einn skammtur með 0,5 ml á völdum degi.

Gefa ætti annan 0,5 ml skammt eftir minnst 3 vikur.

AFLUNOV hefur verið metið hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum (á aldrinum 18-60 ára) og heilbrigðum öldruðum einstaklingum (eldri en 60 ára) eftir upphafsbólusetningu á 1, 22. degi og örvunarbólusetningu (sjá kafla 4.8 og 5.1).

Reynsla af notkun lyfsins hjá öldruðum eldri en 70 ára er takmörkuð (sjá kafla 5.1).

Ef tilkynnt er opinberlega um inflúensuheimsfaraldur af völdum A/H5N1 veiru, má gefa þeim, sem hafa áður verið bólusettir með einum eða tveimur skömmtum af AFLUNOV, sem inniheldur hemagglútínín (HA) mótefnavaka af ólíkum greinum af sama undirflokki inflúensustofnsins sem veldur heimsfaraldrinum, einn skammt af AFLUNOV í stað tveggja skammta sem nauðsynlegir eru hjá einstaklingum sem hafa ekki áður verið bólusettir(sjá kafla 5.1).

Börn:

Öryggi og verkun AFLUNOV hjá börnum yngri en 18 ára hafa ekki verið staðfest.

Fyrirliggjandi gögnum varðandi börn á aldrinum 6 mánaða til 18 ára er lýst í kafla 5.1 en ekki er hægt að gefa ráðleggingar varðandi skömmtun.

Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi börn yngri en 6 mánaða.

Lyfjagjöf

Bólusetja skal með inndælingu í axlarvöðva.

4.3Frábendingar

Saga um bráðaofnæmi (þ.e. lífshættuleg viðbrögð) fyrir einhverju innihaldsefnanna eða efnaleifum (eggja- og hænsnapróteinum, eggjahvítu, kanamýcíni og neómýcínsúlfati, baríumsúlfati, formaldehýði og cetýltrímetýlammóníumbrómíði (CTAB)) í bóluefninu.

Hins vegar, þegar um er að ræða heimsfaraldur af völdum stofns sem er að finna í þessu bóluefni, getur verið viðeigandi að gefa þetta bóluefni þeim einstaklingum sem eru með sögu um bráðaofnæmi, að því tilskildu að aðstæður til endurlífgunar séu fyrir hendi þegar í stað ef á þarf að halda.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Gæta þarf varúðar þegar bóluefnið er gefið einstaklingum sem vitað er að eru með ofnæmi (annað en bráðaofnæmi) fyrir virka efninu, einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 og efnaleifum (eggja- og hænsnapróteinum eggjahvítu, kanamýcíni og neómýcínsúlfati, baríumsúlfati, formaldehýði og cetýltrímetýlammóníumbrómíði (CTAB)).

Fyrir liggja mjög takmarkaðar upplýsingar um einstaklinga með aðra sjúkdóma, þar á meðal ónæmisbælda einstaklinga fyrir þetta H5N1 bóluefni.

Eins og við á um öll bóluefni sem gefin eru með inndælingu, ætti viðeigandi læknishjálp og eftirlit ávallt að vera fyrir hendi ef upp skyldi koma sjaldgæft bráðaofnæmi eftir gjöf bóluefnisins.

Fresta skal bólusetningu hjá sjúklingum með hitasótt eða alvarlega sýkingu.

Bóluefnið má ekki undir nokkrum kringumstæðum gefa í æð eða í húð.

Engin gögn eru til um notkun AFLUNOV undir húð. Þess vegna þarf heilbrigðisstarfsfólk að meta ávinning og mögulega áhættu af því að gefa bóluefnið einstaklingum með blóðflagnafæð eða einhverjar blæðingartruflanir sem mæla gegn inndælingu í vöðva nema að mögulegur ávinningur sé meiri en blæðingarhætta.

Mótefnamyndun hjá sjúklingum með innræna ónæmisbælingu eða ónæmisbælingu vegna læknismeðferðar getur verið ónóg.

Verið getur að ekki allir bólusettir myndi mótefni (sjá kafla 5.1).

Einhver krossónæmissvörun kom fram í klínískum rannsóknum gegn skyldum afbrigðum H5N1 veirunnar (sjá kafla 5.1).

Þar sem mælt er með því að gefinn sé annar skammtur, skal hafa í huga að engar upplýsingar um öryggi, ómæmingargetu eða verkun liggja fyrir sem styðja að AFLUNOV sé skipt út fyrir annað eingilt H5N1 bóluefni.

Yfirlið (aðsvif) getur komið fyrir í kjölfar eða jafnvel fyrir hvaða bólusetningu sem er, sem sálræn viðbrögð við nálarstungunni. Þeim geta fylgt ýmis konar taugafræðileg einkenni eins og skammvinn sjóntruflun, tilfinningaglöp og þankippahreyfingar (tonic-clonic movements) meðan á bata stendur. Mikilvægt er að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir meiðsli vegna yfirliðs.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Gögn um fullorðna hafa sýnt að samtímis gjöf ónæmisglædds H5N1 bóluefnis og árstíðabundinna (yfirborðsmótefnavaka, ekki ónæmisglæddir) mótefna leiddi ekki til milliverkana hvorki fyrir árstíðabundna stofna né fyrir H5N1 stofn. Mótefnasvörun samkvæmt einssviðs rauðkornarofsprófi (SRH) gegn einsleitum H5N1 Vietnam stofni á degi 43 uppfyllti öll skilyrði CHMP nefndarinnar fyrir árstíðabundnu stofnana og H5N1 stofn. Samtímis gjöf var ekki tengd hærri tíðni staðbundinna eða altækra aukaverkana miðað við þegar AFLUNOV var gefið eitt sér.

Því benda gögnin til þess að gefa megi AFLUNOV samhliða árstíðabundnu inflúensubóluefni sem ekki er ónæmisglætt (með inndælingu í gagnstæða útlimi).

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um samhliða gjöf AFLUNOV með öðrum bóluefnum.

Ef til greina kemur samtímis bólusetning með öðru bóluefni, skal gefa bóluefnin í tvo mismunandi útlimi. Veita skal því athygli að aukaverkanir gætu aukist.

Dregið getur úr ónæmingu ef sjúklingur fær ónæmisbælandi meðferð.

Eftir bólusetningu gegn inflúensu geta komið fram ranglega jákvæðar niðurstöður í blóðprófum með ELISA aðferðinni fyrir mótefnum fyrir alnæmisveiru-1 úr mönnum (HIV-1), lifrarbólguveiru C og einkum T-eitlasækin veira í mönnum af tegund 1 (HTLV-1). Í slíkum tilvikum eru niðurstöður með Western Blot aðferðinni neikvæðar. Þessar tímabundið ranglega jákvæðar niðurstöður gætu verið af völdum framleiðslu IgM-mótefnis sem bóluefnið veldur.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar fengust frá konum sem urðu barnshafandi á meðan á klínískum rannsóknum stóð með AFLUNOV (H5N1) eða H1N1v bóluefnum sem voru ónæmisglædd með MF59C.1.

Áætlað er að fleiri en 90.000 konur hafi verið bólusettar með Focetria H1N1v bóluefninu sem inniheldur sama magn ónæmisglæðisins MF59C.1 og AFLUNOV. Hins vegar eru upplýsingar um niðurstöður takmarkaðar sem stendur. Bráðabirgðaupplýsingar um tilfelli sem tilkynnt var um af

sjálfsdáðum og frá rannsóknum eftir markaðssetningu sem standa yfir (meðgönguskrá og framsýna inngripsrannsókn) gefa ekki til kynna bein eða óbein skaðleg áhrif af inflúensubóluefni sem eru ónæmisglædd með MF59 með tilliti til meðgöngu, frjósemi, þroska fósturvísis/fósturs, fæðingu eða þroska eftir fæðingu.

Þar sem er gert ráð fyrir að AFLUNOV sé ekki notað í bráðatilfellum, er hugsanlegt að fresta lyfjagjöfinni til öryggis á meðgöngu.

Heilbrigðisstarfsfólk þarf að meta ávinning og hugsanlega áhættu þess að gefa konum á meðgöngu bóluefnið með hliðsjón af tilmælum heilbrigðisyfirvalda.

Brjóstagjöf

Ekki liggja fyrir nein gögn um notkun AFLUNOV við brjóstagjöf. Íhuga skal hugsanlegan ávinning fyrri móður og áhættu fyrir barnið áður en AFLUNOV er gefið á meðan á brjóstagjöf stendur.

Frjósemi

Rannsókn á kanínum hefur ekki sýnt fram á eiturverkanir á æxlun og þroska af völdum AFLUNOV (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sumar aukaverkanirnar sem nefndar eru í kafla 4.8 geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

a. Samantekt á öryggi

Tíðni aukaverkana hefur verið metin í sjö klínískum rannsóknum hjá fullorðnum (18 ára og eldri) þar sem tóku þátt yfir 4.300 fullorðnir og aldraðir sem fengu AFLUNOV (minnst 7,5 µg HA, ónæmisglætt). 3.872 einstaklingar voru á aldrinum 18-60 ára, 365 einstaklingar voru

á aldrinum 61-70 ára og 89 einstaklingar var eldri en 70 ára.

Í samræmi við upplýsingar sem fram komu í rannsóknum þar sem var leitað eftir ákveðnum viðbrögðum, voru almennt færri tilkynningar um staðbundin viðbrögð eftir aðra bólusetningu borið saman við fyrstu inndælinguna.

Óháð mótefnaskammti, var tilkynnt um nær allar altækar aukaverkanir á bólusetningardeginum (degi 1) eða á 3 fyrstu dögum þar á eftir.

Gögn um öryggi örvunarskammts með núverandi AFLUNOV blöndu takmarkast við þrjár rannsóknir (V87P1, V87P2 og V87P1E1 sem tóku til 116 fullorðinna og 56 aldraðra. Ekki var tilkynnt um aukna tíðni aukaverkana þegar örvunarskammtur var gefinn 6-18 mánuðum síðar, eftir upphaflegu skammtaröðina. Tilkynnt var um lítilsháttar aukningu á tíðni aukaverkana hjá fullorðnum þegar örvunarskammtur er gefinn 18 mánuðum eftir upphaflegu skammtaröðina. Hjá öldruðum fjölgaði tilkynningum um aukaverkanir með þriðja örvunarskammtinum aðeins í samanburði við annan skammtinn.

b.Listi yfir aukaverkanir

Tíðni aukaverkana sem tilkynnt var um eftir hvern bóluefnisskammtinn fyrir sig (þ.e. fyrsta, annan eða örvunarskammt) var svipuð og er greint frá henni samkvæmt eftirfarandi tíðniflokkun:

Mjög algengar (≥1/10)

Algengar (≥1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100)

Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000)

Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000)

Taugakerfi

Mjög algengar: höfuðverkur

Mjög sjaldgæfar: krampar

Húð og undirhúð

Algengar: svitamyndun

Sjaldgæfar: ofsakláði

Mjög sjaldgæfar: augnbólga

Stoðkerfi, stoðvefur og bein

Mjög algengar: vöðvaverkir

Algengar: liðverkir

Meltingarfæri

Algengar: ógleði

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar: bólga á íkomustað, verkur á íkomustað, hersli á íkomustað, roði á íkomustað, þreyta Algengar: blóðhlaup á íkomustað, hiti, lasleiki, skjálfti

Sjaldgæfar: flensulík einkenni Mjög sjaldgæfar: bráðaofnæmi

Flestar þessar aukaverkanir hverfa yfirleitt innan 1-2 daga án meðferðar.

Eftirlit eftir markaðssetningu

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar úr eftirliti eftir markaðssetningu eftir bólusetningu með AFLUNOV.

c.Lýsing á völdum aukaverkunum

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir til viðbótar við eftirlit eftir markaðssetningu Focetria H1N1v (sem hefur fengið leyfi til notkunar fyrir börn 6 mánaða og eldri, fullorðna og aldraða og hefur svipaða samsetningu og AFLUNOV):

Blóð og eitlar

Eitlakvilli.

Hjarta

Hjartsláttartruflanir, hraðsláttur.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Þróttleysi.

Stoðkerfi, stoðvefur og bein

Máttleysi í vöðvum, verkur í útlimum.

Öndunarfæri

Hósti.

Húð og undirhúð

Almenn viðbrögð í húð, þar með talið kláði, ofsakláði eða almenn útbrot; ofsabjúgur.

Meltingarfæri

Kvillar í meltingarfærum eins og ógleði, uppköst og kviðverkur og niðurgangur.

Taugakerfi

Höfuðverkur, sundl, svefndrungi, yfirlið. Kvillar í taugakerfi eins og taugaverkur, tilfinningarglöp, krampar og taugabólga.

Ónæmiskerfi

Ofnæmi, bráðaofnæmi, þar með talið áreynslumæði, berkjukrampi, bjúgur í koki sem leiðir í sjaldgæfum tilfellum til losts.

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir við lyfjagát eftir markaðssetningu árstíðabundinna þrígildra bóluefna sem ekki voru ónæmisglædd hjá öllum aldurhópum og fyrir árstíðabundið, ónæmisglætt, þrígilt bóluefni með svipaða samsetningu og AFLUNOV (yfirborðs mótefnavaki, óvirkt, ónæmisglætt með MF59C.1), sem leyft er til notkunar hjá öldruðum eldri en 65 ára:

Blóð og eitlar

Blóðflagnafæð (í sumum tilfellum blóðflögufjöldi innan við 5000 í mm³, sem gengur til baka).

Ónæmiskerfi

Smáæðabólga með tímabundinni nýrnabólgu og vessahamlandi regnbogaroði.

Taugakerfi

Taugakvillar s.s. heila- og mænubólga og Guillain-Barré heilkenni.

d.Börn

Tíðni aukaverkana hefur verið metin í einni klínískri rannsókn (rannsókn V87P6) hjá börnum

(6 mánaða til 17 ára): Án tillits til aldurs var tíðni viðbragða meiri eftir fyrsta skammtinn en eftir aðra bólusetningu. Viðbrögð eftir þriðja skammtinn, sem gefinn var 12 mánuðum eftir fyrsta skammtinn, voru meiri en eftir bæði fyrsta og annan skammtinn. Hlutfall einstaklinga sem tilkynnti um staðbundin viðbrögð var hærra í eldri aldurshópunum, aðallega vegna tíðari tilkynninga um verki. Hjá smábörnum voru roði og eymsli algengasta staðbundna aukaverkunin sem tilkynnt var um; viðkvæmni og óvenjulegur grátur voru algengustu altæku aukaverkanirnar sem tilkynnt var um. Hjá börnum og unglingum var verkur algengasta staðbundna aukaverkunin sem tilkynnt var um; þreyta og höfuðverkur voru algengustu altæku aukaverkanirnar sem tilkynnt var um. Í öllum aldursflokkum var lágt hlutfall tilkynninga um hita.

 

Inndæling 1

Inndæling 2

Inndæling 3

 

Aflunov

Aflunov

Aflunov

Smábörn (6-<36 mánaða)

N=145

N=138

N=124

Allar

76%

68%

80%

Staðbundnar

47%

46%

60%

Altækar

59%

51%

54%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

0%

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

54%

49%

35%

Börn (3-<9 ára)

N=96

N=93

N=85

Allar

72%

68%

79%

Staðbundnar

66%

58%

74%

Altækar

32%

33%

45%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

4%

2%

6%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

36%

31%

19%

Unglingar (9-<18 ára)

N=93

N=91

N=83

Allar

91%

82%

89%

Staðbundnar

81%

70%

81%

Altækar

69%

52%

69%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

0%

1%

2%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

30%

27%

22%

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið tilkynnt um tilfelli um ofskömmtun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Inflúensubóluefni, ATC-flokkur: J07BB02.

Í þessum kafla er klínískri reynslu með AFLUNOV lýst eftir gjöf tveggja skammta og örvunarskammts.

Ónæmissvörun við samgena stofnum [A/Vietnam/1194/2004 (H5N1) og A/turkey/Turkey/1/05 (H5NI)]

Fullorðnir (18-60 ára)

Klínísk rannsókn (Rannsókn V87P1) var framkvæmd með H5N1 bóluefni sem var blandað saman við MF59C.1 ónæmisglæði hjá 312 heilbrigðum fullorðnum. Tveir skammtar af bóluefni sem innihélt H5N1 (A/Vietnam/1194/2004; 7,5 µg HA/skammtur með ónæmisglæði) voru gefnir 156 heilbrigðum fullorðnum einstaklingum með þriggja vikna millibili. Í annarri klínískri rannsókn (Rannsókn V87P13) tóku þátt 2.693 fullorðnir einstaklingar sem fengu tvo skammta af bóluefni sem innihélt H5N1 (A/Vietnam/1194/2004; 7,5 µg HA/skammtur með ónæmisglæði) sem gefnir voru með þriggja vikna millibili. Ónæmingargeta var metin í undirhópi (n=197) rannsóknarþýðisins. Í þriðju klínískri rannsókn (Rannsókn V87P11) tóku þátt 194 fullorðnir sem fengu tvo skammta af bóluefni sem innihélt H5N1 (A/H5N1/turkey/Turkey/1/05; 7.5 µg HA/skammt með ónæmisglæði) sem gefnir

voru með þriggja vikna millibili. Ónæmingargeta var metin í undirhópi (n=182) rannsóknarþýðisins.

Ónæmisvörn*, mótefnamyndun* og mótefnamyndunarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 og gegn A/H5N1/turkey/Turkey/1/05 hjá fullorðnum mælt með SRH prófi, var eftirfarandi:

 

 

Rannsókn V87P1

 

Rannsókn V87P13

 

Rannsókn V87P11

And-HA mótefni (SRH)

 

21 dögum

 

21 dögum

 

 

21 dögum

 

eftir 2. skammt

 

eftir 2. skammt

 

eftir 2. skammt

 

 

 

 

 

 

N=149

 

N=197

 

 

N=182

Ónæmisvörn (95% CI)*

 

85% (79-91)

 

91% (87-95)

 

91% (85-94)

Mótefnamyndun (95% CI)*

 

85% (78-90)

 

78% (72-84)

 

85% (79-90)

Mótefnamyndunarþáttur (95% CI)**

 

7,74 (6,6-9,07)

 

4,03 (3,54-4,59)

 

6 (5,2-6,93)

 

 

 

 

 

 

 

Rannsókn V87P13

Rannsókn V87P13

 

And-HA mótefni (SRH)

21 dögum eftir 2. skammt

21 dögum eftir 2. skammt

-

 

 

N=69

N=128

 

 

Ástand í sermi í upphafi

 

< 4 mm2

≥ 4 mm2

 

 

Ónæmisvörn (95% CI)*

87% (77-94)

 

94% (88-97)

 

 

Mótefnamyndun (95% CI)*

87% (77-94)

 

73% (65-81)

 

 

Mótefnamyndunarþáttur (95% CI)**

8,87 (7,09-11)

 

2,71 (2,38-3,08)

 

 

*mælt með SRH prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals (GMR) SRH

MN niðurstöður með samgena A/Vietnam/1194/2004 benda til tíðni ómæmisvarnar og mótefnamyndunar á bilinu 67% (60-74) til 85% (78-90) og 65% (58-72) til 83% (77-89), hvort um sig. Ónæmisvörun við bólusetningu með míkró-hlutleysingarprófi (MN prófi) staðfesti niðurstöður úr SRH prófi.

Í rannsókn V87P11 MN benda niðurstöður gegn samgena A/H5N1/turkey/Turkey/1/05 til 85% (79-90) ónæmisvarnar og 93% (89-96) mótefnamyndunar.

Ónæmissvörun við bólusetningu metin með MN prófi er samskonar og það sem fram kom með SRH prófi.

Varanleiki ónæmissvörunar eftir fyrstu bólusetningu hjá þessu þýði var metinn með HI, SRH og MN prófum. Miðað við styrk mótefna sem fékkst á degi 43 eftir að frumbólusetningaráætlun var lokið, hafði mótefnastyrkur á degi 202 minnkað um 1/5 til ½ frá fyrri styrk.

Í klínískri rannsókn af 2. fasa (Rannsókn V87P3) var fullorðnum einstaklingum á aldrinum 18-65 ára sem áður höfðu fengið frumbólusetningu 6-8 árum áður með 2 skömmtum af/A/Duck/Singapore/

97 bóluefni með MF59 ónæmisglæði, gefnir 2 örvunarskammtar af AFLUNOV. SRH niðurstöður eftir fyrsta skammtinn, sem líkir eftir undirbúningi fyrir heimsfaraldur ásamt stökum skammti af ósamkynja örvunarskammti, stóðust allar kröfur CHMP nefndarinnar.

Aldraðir (≥60 ára)

Ónæmisvörn*, mótefnamyndun* og mótefnamyndunarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 og gegn A/H5N1/turkey/Turkey/1/05 (Rannsókn V87P11)

hjá einstaklingum eldri en 60 ára (takmarkaður fjöldi einstaklinga var eldri en 70 ára), mælt með SRH prófi í þremur klínískum rannsóknum, var eftirfarandi:

 

Rannsókn V87P1

 

Rannsókn V87P13

 

Rannsókn V87P11

And-HA mótefni (SRH)

21 dögum

 

21 dögum eftir

 

 

21 dögum eftir

eftir 2. skammt

 

2. skammt

 

 

2. skammt

 

 

 

 

 

N=84

 

 

N=210

 

 

N=132

Ónæmisvörn (95% CI)*

80% (70-88)

 

82% (76-87)

 

 

82% (74-88)

Mótefnamyndun (95% CI)*

70% (59-80)

 

63% (56-69)

 

 

70% (61-77)

Mótefnamyndunarþáttur (95% CI)**

4,96 (3,87-6,37)

 

2,9 (2,53-3,31)

 

 

3,97 (3,36-4,69)

 

 

 

 

 

Rannsókn V87P13

 

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 dögum eftir 2. skammt

21 dögum eftir 2. skammt

 

N=66

 

 

 

 

N=143

Ástand í sermi í upphafi

< 4 mm2

 

 

 

 

≥ 4 mm2

Ónæmisvörn (95% CI)*

82% (70-90)

 

 

 

82% (75-88)

Mótefnamyndun (95% CI)*

82% (70-90)

 

 

 

54% (45-62)

Mótefnamyndunarþáttur (95% CI)**

8,58 (6,57-11)

 

 

 

1,91 (1,72-2,12)

*mælt með SRH prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals (GMR) SRH

MN niðurstöður með samgena A/Vietnam/1194/2004 benda til tíðni ómæmisvarnar og mótefnamyndunar á bilinu 57% (50-64) til 79% (68-87) og 55% (48-62) til 58% (47-69), hvort um sig. MN niðurstöður sýndu, rétt eins og SRH niðurstöður, öfluga ónæmissvörun eftir að fyrstu bólusetningaráætlun var lokið hjá öldruðum einstaklingum.

Í rannsókn V87P11 MN benda niðurstöður gegn samgena

A/H5N1/turkey/Turkey/1/05 til 68% (59-75) ónæmisvarnar og 81% (74-87) mótefnamyndunar.

Ónæmisvörun við bólusetningu metin með MN prófi er samskonar og það sem fram kom með SRH prófi.

Varanleiki mótefna eftir fyrstu bólusetningu hjá þessu þýði var metinn með hemagglútínín hömlunar (HI), SRH og MN prófum og minnkaði um ½ til 1/5 frá styrk rétt eftir bólusetningu á degi 202 miðað við dag 43 eftir að fyrstu bólusetningaráætlun var lokið samkvæmt HI, SRH og MN prófum. Allt

að 50% aldraðra einstaklinga sem fékk AFLUNOV bóluefni var með ónæmisvörn eftir sex mánuði.

Gefinn var þriðji skammturinn (örvunarskammtur) 6 mánuðum eftir frystu bólusetninguna. Niðurstöðurnar eru sýndar samkvæmt SRH prófi.

Ónæmisvörn*, mótefnamyndun* og mótefnamyndunarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 mælt með SRH prófi, var eftirfarandi:

 

Rannsókn

Rannsókn

Rannsókn

 

V87P1 Fullorðnir

V87P2 Fullorðnir

V87P1 Aldraðir

 

örvunarskammtur

örvunarskammtur

örvunarskammtur

 

eftir 2. skammt

eftir 2. skammt

eftir 2. skammt

SRH

N=71

N=13

N=38

Ónæmisvörn (95% CI)*

89% (79-95)

85% (55-98)

84% (69-94)

Mótefnamyndun (95% CI)*

83% (72-91)

69% (39-91)

63% (46-78)

Mótefnamyndunarþáttur (95% CI)**

5,96 (4,72-7,53)

2,49 (1,56-3,98)

5,15 (3,46-7,66)

*mælt með SRH prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals (GMR) SRH

Reynsla af notkun lyfsins hjá öldruðum er takmörkuð.

Stuðningsgögn hjá fullorðnum

a)Krossónæmissvörun

Krossónæmissvörun við A/H5N1/Vietnam/1194/2004 gegn A/H5N1/turkey/Turkey/1/05 og A/H5N1/Indonesia/5/05

Einhver ósamkynja ónæmissvörun gegn A/H5N1/turkey/Turkey/1/05 (NIBRG23; grein 2.2) og A/H5N1/Indonesia/5/05 (grein 2.1) mældist bæði eftir aðra og þriðju bólusetninguna, sem bendir til krossónæmissvörunar greinar 1 bóluefnisins gegn stofnunum af grein 2.

Ónæmisvörn*, mótefnamyndun* og mótefnamyndunarþáttur** and-HA mótefna gegn

H5N1 A/turkey/Turkey/1/05 eftir 2. skammt hjá fullorðnum á aldrinum 18-60 ára, mælt með SRH og HI prófum, var eftirfarandi:

 

 

Rannsókn V87P12

Rannsókn V87P3

Rannsókn V87P13

 

And-HA mótefni

21 dögum

21 dögum

21 dögum

 

eftir 2. skammt

eftir 2. skammt

eftir 2. skammt

 

 

 

 

N=60

N=30

N=197

 

Ónæmisvörn (95% CI)*

65% (52-77)

90% (73-98)

59% (52-66)

SRH

Mótefnamyndun (95% CI)*

65% (52-77)

86% (68-96)

49% (42-56)

 

Mótefnamyndunarþáttur (95% CI)**

4,51 (3,63-5,61)

7,67 (6,09-9,67)

2,37 (2,1-2,67)

 

 

N=60

N=30

N=197

HI

Ónæmisvörn (95% CI)°

28% (17-41)

24% (10-44)

23% (18-30)

 

Mótefnamyndun (95% CI)°

28% (17-41)

21% (8-40)

19% (14-25)

 

Mótefnamyndunarþáttur (95% CI)°°

2,3 (1,67-3,16)

1,98 (1,22-3,21)

1,92 (1,64-2,25)

*mælt með SRH prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals (GMR) SRH ° mælt með HI prófi ≥ 40

°° hlutföll marfeldismeðatals (GMR) HI

MN niðurstöður úr þeim þremur klínískum rannsóknum í töflunni hér að ofan benda til tíðni mótefnamyndunar og mótefnasvörunar gegn A/turkey/Turkey/05 á bilinu 10% (2-27) til 39% (32-46) og 10% (2-27) til 36% (29-43), hvort um sig. MN niðurstöður gáfu GMR á móti A/turkey/Turkey/05 á bilinu 1,59 til 2,95.

Krossónæmissvörun við A/H5N1/turkey/Turkey/1/05 gegn A/H5N1/Indonesia/5/05 og A/H5N1/Vietnam/1194/2004

Ósamkynja ónæmissvörun gegn A/H5N1/Indonesia/5/05 (grein 2.1) mældist í rannsókn V87P11 eftir aðra bólusetningu, sem bendir til krossónæmissvörunar greinar 2.2 bóluefnisins gegn stofnum af grein 2.1.

Ónæmisvörn*, mótefnamyndun* og mótefnamyndunarþáttur** and-HA mótefna gegn

H5N1 A/H5N1/Indonesia/5/05 og A/H5N1/Vietnam/1194/2004 eftir 2. skammt hjá fullorðnum (18-60 ára) og öldruðum (>60 ára) mælt með SRH og HI prófum, var eftirfarandi:

And-HA

 

V87P11 Fullorðnir

V87P11 Aldraðir (>60 ára)

 

(18-60 ára)

mótefni

 

N=142

 

N=186

 

 

 

 

 

 

A/Indonesia/

A/Vietnam/

A/Indonesia/

A/Vietnam/

 

 

5/05

1194/2004

5/05

1194/2004

SRH

Ónæmisvörn (95% CI)*

(77-88)

(54-69)

52-69

(37-54)

 

 

 

Mótefnamyndun (95% CI)*

 

(72-85)

(53-68)

(56-73)

(35-53)

 

 

 

Mótefnamyndunarþáttur (95% CI)**

6,24

4,45

3,87

3,03

 

(5,44-7,16)

(3,85-5,14)

(3,31-4,53)

(2,56-3,58)

 

 

 

 

N=194

N=148

HI

Ónæmisvörn (95% CI) °

(43-57)

(40-55)

(26-42)

(31-48)

 

 

 

Mótefnamyndun (95% CI) °

 

(42-56)

(37-51)

(25-41)

(26-42)

 

 

 

Mótefnamyndunarþáttur

4,71

4,25

2,69

2,8

 

(95% CI) °°

(3,74-5,93)

(3,36-5,37)

(2,18-3,32)

(2,2-3,55)

*mælt með SRH prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals SRH ° mælt með HI prófi ≥ 40

°° hlutföll margfeldismeðaltals HI

MN niðurstöður fyrir A/H5N1/Indonesia/5/05 benda til tíðni ónæmisvarnar 38% (31-45) hjá fullorðnum (18-60 years) og 14% (8-20) hjá öldruðum (>60 ára); tíðni mótefnamyndunar 58% (50-65) hjá fullorðnum og 30% (23-38) hjá öldruðum og loks hlutfall margfeldismeðaltals 4,67 (3,95-5,56) hjá fullorðnum og 2,19 (1,86-2,58) hjá öldruðum.

MN niðurstöður fyrir A/H5N1/Vietnam/1194/2004 benda til tíðni ónæmisvarnar 10% (6-16) hjá fullorðnum (18-60 ára) og 6% (3-11) hjá öldruðum (>60 ára); tíðni mótefnamyndunar 19% (13-25) hjá fullorðnum og 7% (4-13) hjá öldruðum og loks hlutfall margfeldismeðaltals 1,86 (1,63-2,12) hjá fullorðnum og 1,33 (1,17-1,51) hjá öldruðum.

b)Langtíma ónæmingarminni með örvunarskammti

Ein bólusetning með AFLUNOV (H5N1, A/Vietnam/1194/2004) kallaði fram mikil og hraðvirk viðbrögð í sermi hjá einstaklingum sem höfðu fengið fyrsta upphafsbólusetningu 6-8 árum áður með tveimur skömmtum af mismunandi undirflokki H5N bóluefni, með sömu samsetningu og AFLUNOV en með H5N3 stofni.

c)Rannsókn á mismunandi bólusetningaráætlunum:

Í klínískri rannsókn þar sem metnar voru 4 mismunandi bólusetningaráætlanir hjá 240 einstaklingum á aldrinum 18 til 60 ára, þar sem annar skammturinn var gefinn annað hvort 1, 2, 3 eða 6 vikum eftir fyrsta AFLUNOV skammtinn, náðust SRH CHMP markmiðin hjá öllum hópum

bólusetningaráætlunarinnar eftir 3 vikur frá annarri bólusetningu. Styrkur ónæmissvörunar var minni í hópnum sem fékk annan skammtinn 1 viku síðar og meiri hjá hópunum þar sem lengra var á milli lyfjagjafa í áætluninni.

Fyrirliggjandi gögn hjá börnum

Klínísk rannsókn (Rannsókn V87P6) var framkvæmd með H5N1 bóluefni sem var blandað við MF59C.1 ónæmisglæði hjá 471 börnum á aldrinum 6 mánaða til 17 ára. Tveir skammtar

af AFLUNOV voru gefnir með þriggja vikna millibili og þriðji skammturinn 12 mánuðum eftir fyrsta skammtinn. 3 vikum eftir aðra bólusetninguna (dag 43) náðu allir aldurshópar

(þ.e. 6-35 mánaða, 3-8 ára og 9-17 ára) miklum styrk mótefna gegn (A/Vietnam/1194/2004) samkvæmt SRH og HI prófum eins og fram kemur í töflunni hér að neðan*. Í þessari rannsókn komu engar alvarlegar aukaverkanir fram.

 

 

Smábörn

Börn

Unglingar

 

 

(6-<36 mánaða)

(3-<9 ára)

(9-<18 ára)

 

 

N=134

N=91

N=89

 

% SP (95% CI)

97%

97%

89%

 

Dag 43

(92-99)

(91-99)

(80-94)

HI

GMR

Dag 43 til Dag 1

(109-151)

(97-142)

(51-88)

 

 

% SP (95% CI)

97%

97%

89%

 

Dag 43

(92-99)

(91-99)

(80-94)

 

 

N=133

N=91

N=90

 

% SP (95% CI)

100%

100%

100%

 

Dag 43

(97-100)

(96-100)

(96-100)

SRH GMR (95% CI)

 

Dag 43 til Dag 1

(14-18)

(13-17)

(12-16)

 

% SC (95% CI)

98%

100%

99%

 

Dag 43

(95-100)

(96-100)

(94-100)

*Þar sem CHMP gefur ekki út viðmið um ónæmingargetu fyrir börn, er viðmið CHMP sem notað er til að meta bóluefni gegn árstíðabundinni inflúensu hjá fullorðnum notað með upplýsingum úr sermi eftir bólusetningu barna

SP= ónæmisvörn

SC= mótefnamyndun

MN niðurstöður með A/Vietnam/1194/2004 benda til tíðni ónæmisvarnar 99% (95%CI: 94-100), mótefnamyndunar á bilinu 97% (95% CI: 91-99) til 99% (95% CI: 96-100) og GMR á bilinu

frá 29 (95% CI: 25-35) til 50 (95% CI: 44-58).

Lyfjastofnum Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum

á AFLUNOV í einum eða fleiri undirhópum barna við virka ónæmingu gegn H5N1 undirtegund inflúensu A veiru. Sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum.

Upplýsingar sem eru ekki fengnar úr klínískum rannsóknum

Verkun gegn sýklaögrun með samkynja og ósamkynja bóluefnisstofnum í bóluefninu var metin í sýklaáreitislíkani frettu (dýr af marðarætt). Prófuð voru AFLUNOV, sem inniheldur HA úr

A/Vietnam/1194/2004 (samkynja áreitisstofninum) og AFLUNOV H5N1 bóluefni, sem inniheldur hemagglútínín úr A/turkey/Turkey/2005-líku bóluefni (ósamkynja áreitisstofninum). Hópar

af 8 frettum fengu einn (dag 21) eða tvo (daga 0 og 21) skammta af bóluefni sem

innihélt 3,75 eða 7,5 mókrógrömm af mótefni. Dýr í samanburðarhóp fengu aðeins ónæmisglæði. Dýrin fengu áreitið í nef á degi 42 með banvænum skammti af A/Vietnam/1203/04 veiru. Fylgst var með dýrunum í 16-17 daga eftir áreitið til að hægt væri að meta til fulls framgang sjúkdómsins, þar m,eð talið tíminn sem einkenni byrjuðu, dauðsföll eða hugsanlegur bati.

Öll (100%) dýrin sem fengu 2 skammta af AFLUNOV höfðu vörn og 94% dýra sem fengu stakan skammt af AFLUNOV höfðu vörn. 87% dýranna sem fengu áreiti með veiru sem var ósamkynja bóluefnisstofninum fengu vörn, og stakur skammtur með ósamkynja bóluefni veitti 56% dýranna

vörn. Öll dýr í samanburðarhópnum drápust innan 7 daga frá áreitinu. Bólusetning varði dýrin gegn banvænu áreiti með veirum samkynja og ósamkynja þeim sem voru í bóluefninu.

Í sambærilegri rannsókn var áreiti í nef frestað þar til um það bið 4 mánuðum eftir gjöf annars skammts af bóluefni sem innihélt annað hvort 3,75 eða 7,5 míkrógrömm af mótefni. Í þessari rannsókn fengu 100% dýranna vörn gegn samkynja áreiti og 81% dýranna fékk vörn gegn ósamkynja áreiti. Bólusetning veitti dýrum vörn gegn banvænu áreiti jafnvel þegar HI mótefnatítur voru lág eða ómælanleg.

Verkun gegn áreiti með ósamkynja veirunni A/Indonesia/5/05 var einnig prófuð. Hópar af 6 frettum fengu einn skammt af bóluefni (dag 21) sem innihélt 3,75 eða 7,5 mókrógrömm af mótefni eða tvo skammta af bóluefni (daga 0 og 21) sem innihélt 1,0 eða 3,75 míkrógrömm af mótefni (A/Vietnam/1194/2004). Banvænt áreiti var gefið í gegnum barka á degi 49. Tveir skammtar af bóluefni veittu 92% dýranna vörn og stakur skammtur af bóluefni veitti 50% dýranna vörn gegn A/Indonesia/5/05 veirunni. Miðað við samanburðarhópinn sem fékk ónæmisglæði, var lungnaskaði minni í hópnum sem var bólusettur. Brottfall veira og veirutítur í lungum var einnig minni, sem gefur til kynna að bólusetning kunni að draga úr hættu á veirusmiti.

5.2Lyfjahvörf

Á ekki við.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar úr rannsóknum með AFLUNOV og árstíðabundnu inflúensubóluefni, sem inniheldur MF59C.1 ónæmisglæði, benda ekki til sérstakrar áhættu fyrir menn byggt á hefðbundnum rannsóknum á eiturverkun eftir endurtekna skammta, staðbundið þol, frjósemi kvenna og eiturverkum á æxlun og þroska (allt þar til brjóstagjöf lýkur).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumklóríð,

Kalíumklóríð (E508),

Kalíumtvívetnisfosfat (E340),

Dínatríumfosfat díhýdrat (E339),

Magnesíumklóríð hexahýdrat (E511),

Kalsíumklóríð díhýdrat (E509),

Natríumsítrat (E331),

Sítrónsýra (E330),

Vatn fyrir stungulyf.

Um ónæmisglæði, sjá kafla 2.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

0,5 ml áfyllt sprauta (gler af gerð I) með stimpiltappa (brómóbútýlgúmmí).

Pakkningar með 1 eða 10 áfylltum sprautum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðirnar séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Skoðið dreifuna vandlega áður en lyfið er gefið. Ef í því eru agnir og/eða útlit þess er óeðlilegt, skal farga bóluefninu.

Bóluefnið skal hafa náð stofuhita áður en það er notað. Hristið varlega fyrir notkun.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Seqirus S.r.l.

Via Fiorentina, 1

Siena, Ítalía

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/10/658/001-002

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

29. nóvember 2010

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ Upplýsingar á íslensku eru á http://www.ema.europa.eu/.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf