Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Altargo (retapamulin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - D06AX13

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsAltargo
ATC-kóðiD06AX13
Efniretapamulin
FramleiðandiGlaxo Group Ltd

1.HEITI LYFS

Altargo 10 mg/g smyrsli

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert gramm af smyrsli inniheldur 10 mg af retapamúlíni (1% w/w).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hvert gramm af smyrsli inniheldur allt að 20 míkrógrömm af bútýleruðu hýdroxýtólúeni (E321). Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Smyrsli.

Mjúkt, beinhvítt smyrsli.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Skammtímameðferð gegn eftirfarandi yfirborðssýkingum í húð hjá fullorðnum, unglingum, ungbörnum og börnum (frá 9 mánaða aldri) (sjá kafla 5.1):

Kossageit (Impetigo).

Sýktum litlum skurðum, skrámum og saumuðum sárum.

Sjá mikilvægar upplýsingar í kafla 4.4 og kafla 5.1 varðandi klíníska virkni retapamúlíns gegn mismunandi gerðum Staphylococcus aureus.

Hafa skal opinberar leiðbeiningar varðandi rétta notkun sýklalyfja í huga.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir (18-65 ára), unglingar (12-17 ára), ungbörn og börn (á aldrinum níu mánaða til 11 ára)

Bera skal þunnt lag af smyrslinu á sýkta svæðið tvisvar sinnum á dag í fimm daga. Svæðið sem borið er á má búa um með dauðhreinsuðu sárabindi eða grisju.

Öryggi og verkun hafa ekki verið staðfest i eftirfarandi tilvikum:

Sár vegna kossageitar, fjöldi > 10 og heildaryfirborð meira en 100 cm2.

Sýkt sár sem eru lengri en 10 cm eða eru > 100 cm2 að heildaryfirborði.

Hjá sjúklingum sem eru yngri en 18 ára á yfirborð þess svæðis sem meðhöndlað er ekki að vera meira en 2% af heildaryfirborði líkamans.

Sjúklinga sem ekki sýna klíníska svörun innan tveggja til þriggja daga skal meta að nýju og önnur meðferð íhuguð (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (65 ára og eldri)

Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg.

Skert nýrnastarfsemi

Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg. Sjá kafla 5.3.

Skert lifrarstarfsemi

Aðlögun skammta er ekki nauðsynleg. Sjá kafla 5.3.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun retapamúlínsmyrslis hjá ungbörnum yngri en níu mánaða. Gerð er grein fyrir upplýsingum sem nú liggja fyrir í kafla 5.2, en ekki er hægt að gefa neinar ráðleggingar varðandi skömmtun.

Lyfjagjöf

Retapamúlín er eingöngu til notkunar á húð.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Næming eða veruleg staðbundin erting

Ef næming á sér stað, eða veruleg staðbundin erting vegna notkunar retapamúlín smyrslis, skal hætta meðferðinni, þurrka smyrslið vandlega af og hefja aðra viðeigandi meðferð við sýkingunni.

Augu og slímhúð

Retapamúlín smyrsli má ekki berast í augu eða á slímhúð. Tilkynnt hefur verið um blóðnasir við notkun Altargo á nefslímhúð.

Inntaka

Gæta verður þess að forðast inntöku smyrslisins.

Endurmat á meðferð

Íhuga skal aðra meðferð ef bati er ekki sýnilegur eða sýkingin versnar, eftir 2-3 daga meðferð.

Langvinn notkun og ofvöxtur ónæmra örvera

Langvinn notkun retapamúlíns getur leitt til ofvaxtar ónæmra örvera, þ.á m. sveppa. Ef grunur leikur á ofanísýkingu með ónæmri örveru, skal ákvörðun um meðferð byggð á klínísku og örverufræðilegu mati.

Graftarkýli

Retapamúlín á ekki að nota til meðferðar á graftarkýlum.

Metisillín-ónæmur Staphylococcus aureus (MRSA)

Retapamúlín á ekki að nota til meðferðar gegn sýkingum sem vitað er eða líklegt er talið að séu vegna MRSA (sjá kafla 5.1).

Í klínískum rannsóknum á sýkingu í opnum sárum var verkun retapamúlíns ófullnægjandi hjá sjúklingum með sýkingar af völdum MRSA. Orsök þessarar minnkuðu klínísku verkunar sem kom fram hjá þessum sjúklingum er óþekkt.

Bútýlerað hýdroxýtólúen

Retapamúlín smyrsli inniheldur bútýlerað hýdroxýtólúen sem getur valdið staðbundnum viðbrögðum í húð (t.d. snertiexemi), eða ertingu í augum og slímhúð.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Áhrif samtímis notkunar retapamúlíns og annars lyfjaáburðar á sama húðsvæði hafa ekki verið rannsökuð og er ekki mælt með slíkri notkun.

Í lifrarfrymisögnum úr mönnum var sýnt fram á að retapamúlín væri öflugur CYP3A4-hemill. Hins vegar, þar sem plasmaþéttni retapamúlíns hefur verið lág við útvortis notkun (sjá kafla 5.2), er

ekki búist við að samhliða gjöf CYP3A4 hvarfefna með almenna verkun, leiði til klínískt mikilvægrar hömlunar á umbrotum þeirra, af völdum retapamúlíns.

Samhliða gjöf ketókónazóls til inntöku, 200 mg tvisvar sinnum á dag, jók meðalgildi AUC(0-24) og Cmax um 81% þegar 10 mg/g retapamúlínsmyrsli var borið á skrámaða húð heilbrigðra fullorðinna karlmanna. Þrátt fyrir þetta var hæsta skráða þéttni í plasma lág (< 10,5 ng/ml án ketókónazóls og

< 17 ng/ml þegar gefið með ketókónazóli).

Almenn útsetning fyrir retapamúlíni hefur verið lítil eftir að 10 mg/g smyrsli hefur verið borið á húð hjá fullorðnum og börnum eldri en 2 ára (hámarksþéttni í plasma < 20 ng/ml). Því er ekki reiknað með klínískt mikilvægri aukningu á þéttni retapamúlíns í plasma, hjá sjúklingum 2 ára og eldri, sem fá einnig CYP3A4-hemla.

Börn

Hjá börnum á aldrinum 9 mánaða til 2 ára er hugsanlegt að hærri þéttni í plasma komi stöku sinnum fram við meðferð með 10 mg/g retapamúlínsmyrsli, samanborið við eldri börn og fullorðna. Því skal gæta varúðar ef 10 mg/g retapamúlínsmyrsli er notað hjá börnum í þessum aldurshópi, sem einnig fá CYP3A4-hemla, þar sem hömlun CYP3A4 gæti valdið frekari aukning á útsetningu fyrir retapamúlíni.

Sjá kafla 5.2 varðandi plasmaþéttni retapamúlíns sem fram hefur komið hjá sjúklingum í mismunandi aldurshópum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun retapamúlíns á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt eiturverkanir á æxlun eftir inntöku, en eru ófullnægjandi með tilliti til áhrifa á fæðingu og þroska fósturs/nýbura (sjá kafla 5.3).

Retapamúlín smyrsli á aðeins að nota á meðgöngu þegar skýr ábending er fyrir notkun sýklalyfja á húð og notkun retapamúlíns er talin ákjósanlegri en notkun sýklalyfs til inntöku.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort retapamúlín útskilst í brjóstamjólk. Hjá fullorðnum er útsetning í líkamanum í lágmarki og er því líklegt að það sem hugsanlega berst til barns á brjósti sé hverfandi. Úskilnaður retapamúlíns í mjólk hefur ekki verið rannsakaður hjá dýrum. Þegar ákvörðun er tekin um hvort halda skuli áfram/hætta brjóstagjöf eða halda áfram/hætta meðferð með Altargo skal það gert með tilliti til gagnsemi brjóstagjafar fyrir ungbarnið og gagnsemi Altargo meðferðar fyrir konuna.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif retapamúlíns á frjósemi hjá mönnum. Engin meðferðartengd áhrif á frjósemi karl- eða kvendýra hafa komið fram í dýrarannsóknum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Altargo hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Yfirlit yfir aukaverkanir

Í klínískum rannsóknum þar sem 2150 sjúklingar með yfirborðssýkingar í húð notuðu Altargo, var algengasta aukaverkunin erting á svæðinu sem borið var á, en það kom fram hjá u.þ.b. 1% sjúklinga.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirfarandi hefðbundin skilgreining á tíðni var notuð:

mjög algengar (>1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000),

tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffærakerfi

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi, þ.m.t.

 

 

 

ofsabjúgur

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

Snertiexem

 

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir

Viðbrögð á

Viðbrögð á

Erting á

og aukaverkanir á

meðferðarsvæðinu

meðferðarsvæðinu

meðferðarsvæðinu

íkomustað

Erting

Verkur

(þ.m.t. sviði)

 

 

 

 

Kláði

 

 

 

Roði

 

Börn

 

 

 

Tíðni, tegund og alvarleiki aukaverkana hjá börnum eru eins og hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ef einkenni eftir ofskömmtun útvortis eða eftir inntöku af slysni koma fram, skal veita meðferð við þeim.

Ekkert sértækt mótefni er þekkt.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sýklalyf (antibiotica og chemotherapeutica) við húðsjúkdómum. Ýmis sýklalyf til staðbundinnar notkunar, ATC flokkur: D06AX13

Verkunarháttur

Retapamúlín er hálfsamtengd afleiða efnasambandsins pleurómútilíns, sem er einangrað með gerjun, úr Clitopilus passeckerianus (áður Pleurotus passeckerianus).

Retapamúlín kemur í veg fyrir próteinmyndun baktería á sértækan hátt með því að verka á sérstökum stað á 50S undirþætti ríbósóms baktería, sem er frábrugðinn bindistöðum annarra bakteríulyfja, annarra en pleurómútilína, sem verka á ríbósóm.

Niðurstöður sýna að bindistaðurinn felur í sér ríbósómprótein L3 og er nálægt P-seti ríbósómsins og miðju peptídýl transferasa. Með því að tengjast þessum stað koma pleuromútilín í veg fyrir flutning peptídýls, blokka virkni P-setsins að hluta og koma í veg fyrir eðlilega myndun virkra 50S undirþátta ríbósóma. Þannig virðist sem pleurómútilín komi í veg fyrir próteinmyndun baktería á margan hátt.

Bakteríuhemjandi verkun retapamúlíns er fyrst og fremst gegn S. aureus og S. pyogenes.

Ónæmismyndun

Þar sem retapamúlín hefur sérstakan verkunarhátt er krossónæmi við sýklalyf úr öðrum flokkum hjá þeim bakteríum sem meðferðin beinist að mjög sjaldgæft.

In vitro hafa greinst þrjú ferli sem draga úr næmi fyrir retapamúlíni. Eitt felur í sér stökkbreytingar á ríbosómpróteininu L3, annað er ósértækt útflæðisferli (ABC transporter vgaAv). Sýnt hefur verið fram á að þetta ósértæka útflæðisferli dregur einnig úr in vitro virkni streptógramíns A.

Næmi fyrir pleurómútilínum getur einnig orðið fyrir áhrifum af Cfr-rRNA-metýltransferasa, sem veldur krossónæmi fyrir fenikólum, linkósamíðum og streptógramíni A hjá stafýlókokkum.

Fyrir klíníska stofna S. aureus, sem hafa annað hvort útflæðis- eða cfr-ónæmisferlið sem lýst er hér á undan, hefur verið greint frá lágmarksheftistyrk (MIC) fyrir retapamúlín sem er 2-64 míkróg/ml. Fyrir S. aureus-stofna með stökkbreytingar á ríbósómapróteini L3, sem framkallaðar voru á rannsóknarstofu, var lágmarksheftistyrkur fyrir retapamúlín 0,25-4 míkróg/ml. Enda þótt faraldsfræðilegt viðmiðunargildi (cut-off) S. aureus fyrir retapamúlín sé 0,5 míkróg/ml, er klínískt mikilvægi stofna með hækkaðan lágmarksheftistyrk fyrir retapamúlín ekki þekkt, þar sem retapamúlín getur náð hárri staðbundinni þéttni (20.000 míkróg/ml) á húðinni.

Ekkert ónæmi myndaðist þegar meðferð með retapamúlíni stóð yfir í klíníska rannsóknarferlinu og retapamúlín hafði hemjandi verkun á alla klínískt einangraða stofna við styrk sem var ≤ 2 g/ml.

Virkni sýklalyfja

Algengi áunnins ónæmis getur verið breytilegt, bæði landfræðilega og eftir því sem tíminn líður fyrir ákveðnar tegundir. Staðbundnar upplýsingar um ónæmi eru æskilegar, sérstaklega þegar veitt er meðferð gegn alvarlegum sýkingum. Leita skal ráða sérfræðinga eftir því sem nauðsynlegt er þegar algengi staðbundins ónæmis er slíkt að vafi leikur á gagnsemi lyfsins, a.m.k. gegn sumum tegundum sýkinga.

Tegundir sem algengt er að séu næmar

Staphylococcus aureus* $

Streptococcus pyogenes*

Streptococcus agalactiae

Lífverur sem er eiginlegt að vera ónæmar

Enterobacteriaceae

Pseudomonas aeruginosa

Enterococcus faecalis

$ In vitro var retapamúlín jafn virkt gegn meticillín-næmum og meticillín-ónæmum stofnum af

S. aureus. Hins vegar, varðandi klíníska virkni gegn MRSA, sjá kafla 4.4 og hér á eftir. Retapamúlín ætti ekki að nota til meðferðar á sýkingum sem vitað er, eða grunur leikur á, að séu af völdum MRSA.

* Sýnt hefur verið fram á virkni á fullnægjandi hátt í klínískum rannsóknum.

Verkun og öryggi

Mjög fáir MRSA stofnar voru einangraðir í rannsóknum á kossageit og í öllum tilvikum var klínísk svörun góð (100% : 8/8).

Í rannsóknum á kossageit og í tveimur rannsóknum á sýkingu í opnum sárum var tíðni klínísks árangurs há fyrir retapamúlín hjá sjúklingum með múpírócín-ónæman S. aureus (100% : 11/11) eða fúsidínsýru-ónæman S. aureus (96,7% : 29/30). Hins vegar var virkni retapamúlíns ófullnægjandi (75,7%) í rannsóknunum tveimur sem tóku til sjúklinga með sýkingu í opnum sárum af völdum MRSA. Enginn munur var á in vitro virkni retapamúlíns gegn S. aureus hvort sem sem einangraðir stofnar voru næmir eða ónæmir fyrir meticillíni.

Skýringin á minni klínískri virkni gegn MRSA í sýkingum í opnum sárum er óljós en tilvist sérstaks MRSA klóns gæti hafa haft áhrif á hana. Þegar meðferð bregst í tengslum við S. aureus, skal íhuga hvort stofnar sem hafa aukna smithæfni (svo sem Panton-Valentine Leukocidin (PVL)) séu til staðar.

Hlutfall klínísks árangurs við eftirfylgni sjúklinga með sýkingu í opnum sárum af völdum

S. aureus

Svipgerð/PFGE

 

RETAPAMÚLÍN

Cephalexín

gerð

n/N

Hlutfall

95%

n/N

Hlutfall

 

 

árangurs

Nákvæm

 

árangurs

 

 

(%)

CI

 

(%)

S. aureus (allir)

337/379

88,9

(85,3 ;91,9)

155/186

83,3

MRSA$

28/37

75,7

(58,8 ;88,2)

21/26

80,8

MSSA

309/342

90,4

(86,7 ;93,3)

133/159

83,6

CI: öryggismörk. Nákvæm öryggismörk eru reiknuð með F-dreifingaraðferðinni.

$: tíðni svörunar MRSA vegna PVL+MRSA var 8/13 (62%)

Fjölsetra, slembuð, tvíblind rannsókn bar saman verkun retapamúlínsmyrslis og smyrslis sem innihélt lyfleysu, við meðferð sjúklinga með sýkingu í opnum sárum. Rannsóknin náði ekki meginendapunktinum sem var hlutfall klínísks árangurs við eftirfylgni (dagar 12 - 14) hjá sjúklingum í hópnum sem ráðgert var að meðhöndla (sjá töflu hér á eftir).

Klínísk svörun við eftirfylgni (dagar 12-14), samkvæmt greiningarþýði

 

Retapamúlín

 

Lyfleysa

 

Munur á

95% CI (%)

Greiningarþýði

n/N

Hlutfall

n/N

Hlutfall

hlutfalli

 

 

 

árangurs

 

árangurs

árangurs(%)

 

ITTC

184/246

74,8

75/113

66,4

8,4

(-1,6; 18,4)

PPC

170/215

79,1

72/97

74,2

4,8

(-5,2; 14,8)

ITTB

139/182

76,4

54/84

64,3

12,1

(0,6; 23,6)

PPB

128/158

81,0

51/69

73,9

7,1

(-4,4; 18,6)

CI: öryggismörk. Öryggismörk voru ekki aðlöguð að fjölbreytileika.

ITTC- þýði sem ráðgert var að meðhöndla að meginendapunkti (Intent to Treat Clinical Primary Efficacy Population); PPC – þýði við meginendapunkt samkvæmt rannsóknaráætlun (Per Protocol Clinical Primary Efficacy population); ITTB- þýði sem ráðgert var að meðhöndla sem hægt var að greina bakteríur hjá við meginendapunkt, (Intent to Treat Bacteriological evaluable, Primary Efficacy Population);

PPB –þýði sem hægt var að greina bakteríur hjá við meginendapunkt (Per Protocol Bacteriologically evaluable, Primary Efficacy Population).

Hins vegar var hlutfall klínsks árangurs með retapamúlíni hærra en með lyfleysu hvað varðar meginendapunkt verkunar (p=0,0336) þegar tekið var tillit til sérkenna sárs í upphafi, þ.m.t. sýkingavalds, stærðar sárs og alvarleika. Sár einstaklinga sem fengu meðferð með retapamúlíni greru hraðar, samkvæmt heimsókn við lok meðferðar (dagar 7-9), með 77,3% minnkun á stærð sárs samanborið við 43,5% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með lyfleysu. Við eftirfylgniheimsókn var þessi munur hins vegar minni (88,6% hjá einstaklingum sem fengu meðferð með retapamúlíni samanborið við 81% hjá þeim sem fengu lyfleysu).

Í hópnum sem ráðgert var að meðhöndla og hægt var að greina bakteríur hjá, var hlutfall klínísks árangurs með retapamúlíni (74,6%: 139/182) tölfræðilega hærra en með lyfleysu (64,3%; 54/84). Munurinn var aðallega vegna hærra hlutfalls árangurs sem kom fram hjá einstaklingum sem fengu meðferð með retapamúlíni og voru með sýkingar af völdum S. aureus, samanborið við einstaklinga sem fengu meðferð með lyfleysu (sjá töflu hér á eftir). Enginn ávinningur kom hins vegar fram miðað við lyfleysu hjá einstaklingum með sýkingar í opnum sárum af völdum S. pyogenes.

Hlutfall klínísks árangurs við eftirfylgni sjúklinga sem ráðgert var að meðhöndla og voru með sýkingar í opnum sárum, af völdum S. aureus og

S. pyogenes,

sem hægt var að greina bakteríur hjá

Sýkingavaldur

 

Retapamúlín

Lyfleysa

 

 

n/N

Hlutfall

95% Nákvæm CI

n/N

Hlutfall

 

 

árangurs (%)

 

 

árangurs (%)

S. aureus (allir)

117/147

79,6

72,2;85,8

43/65

66,2

meticillín ónæmir

15/24

62,5

40,6;81,2

25,0

(MRSA)

 

 

 

 

 

meticillín næmir

102/123

82,9

75,1;89,1

41/57

71,9

(MSSA)

 

 

 

 

 

S. pyogenes

29/36

80,6

64,0;91,8

12/15

80,0

CI: öryggismörk. Nákvæm öryggismörk eru reiknuð með F-dreifingaraðferðinni.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Heilbrigðir fullorðnir

Í rannsókn sem gerð var hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum var 10 mg/g retapamúlínsmyrsli borið daglega á heila húð og skrámaða húð undir umbúðum í allt að 7 daga. Þéttni lyfsins í líkamanum eftir að retapamúlín var borið á heila húð var mjög lág. Cmax gildi (geometric mean) í plasma eftir að borið var á 200 cm2 af skrámaðri húð var 9,75 ng/ml á 1. degi og 8,79 ng/ml á 7. degi og hámarksþéttni (Cmax) sem skráð var hjá einstaklingi reyndist vera 22,1 ng/ml.

Sjúklingar frá 2 ára aldri

Einstök plasmasýni voru tekin hjá 516 sjúklingum, fullorðnum og börnum, sem fengu útvortis meðferð með 10 mg/g retapamúlínsmyrsli tvisvar sinnum á dag í 5 daga til meðferðar gegn sýkingu í sárum vegna slysa. Sýnin voru tekin áður en smyrslið var borið á (pre-dose) hjá fullorðnum á 3. eða 4. degi og 0-12 klukkustundum eftir að smyrslið var síðast borið á hjá börnum, á 3. eða 4. degi. Flest sýnin (89%) voru undir neðri greiningarmörkum (0,5 ng/ml). Í þeim sýnum sem höfðu mælanlega þéttni var retapamúlínþéttni lægri en 2,5 ng/ml í 90% tilvika. Hæsta þéttni retapamúlíns sem mældist í plasma var 10,7 ng/ml hjá fullorðnum og 18,5 ng/ml hjá börnum (2-17 ára).

Sjúklingar á aldrinum 2 mánaða til 24 mánaða

Stök plasmasýni voru tekin um 4-8 klst. eftir fyrstu notkun á dögum 3 eða 4 hjá sjúklingum frá 2 mánaða til 2 ára með kossageit eða sýkingu í sárum vegna slysa eða húðsjúkdóma (athugið að retapamúlín er ekki ætlað til notkunar við sýkingum ofan í húðsjúkdóma). Retapamúlínþéttni var

mælanleg í 46% (36/79) sýna (á bilinu 0,52 til 177,3 ng/ml) en meirihluti þessara sýna (27/36; 75%) innihélt < 5,0 ng/ml.

Hjá börnum á aldrinum frá 9 mánaða til 2 ára var þéttni retapamúlíns í plasma mælanleg í 32% (16/50) sýna. Ein mæling á þéttni retapmúlíns (95,1 ng/ml) var hærri en hæsta þéttni sem komið hefur fram hjá sjúklingum á aldrinum 2-17 ára (18,5 ng/ml). Þessi þéttni mældist hjá barni með sýkingu ofan í húðsjúkdóm, sem retapamúlín er ekki ætlað til notkunar gegn.

Ekki er mælt með notkun retapamúlíns hjá börnum yngri en 9 mánaða. Hjá börnum á aldrinum

2 mánaða til 9 mánaða var þéttni retapamúlíns í plasma mælanleg í 69% (20/29) sýna. Fjórar mælingar á þéttni retapamúlíns í plasma (26,9; 80,3; 174,3 og 177,3 ng/ml) voru hærri en hæsta þéttni sem komið hefur fram hjá sjúklingum á aldrinum 2-17 ára (18,5 ng/ml).

Dreifing

Þar sem aðeins örlítið frásogast af retapamúlíni, hefur dreifing þess i vefi hjá mönnum ekki verið rannsökuð.

Sýnt hefur verið fram á að in vitro er retapamúlín P-glýkóprótein (Pgp) hvarfefni og hemill. Hins vegar var hámarksþettni hjá mönnum eftir útvortis notkun 10 mg/g smyrslis á 200 cm2 af

skrámaðri húð (Cmax=22 ng/ml; AUC(0-24) =238 ng.klst/ml) 660falt lægri en IC50 retapamúlíns fyrir Pgp hömlun.

Um það bil 94% retapamúlíns eru bundin plasmapróteinum hjá mönnum.

Umbrot

Oxunarumbrot retapamúlíns in vitro í lifrarmíkrósómum úr mönnum verða fyrst og fremst fyrir tilstilli CYP3A4 með minni háttar framlagi CYP2C8 og CYP2D6 (sjá kafla 4.5).

Brotthvarf

Retapamúlín brotthvarf hjá mönnum hefur ekki verið rannsakað.

Sérstakir sjúklingahópar

Engar upplýsingar liggja fyrir um lyfjahvörf hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. Engu að síður eru öryggisvandamál ekki fyrirsjáanleg þar sem sú plasmaþéttni sem greinst hefur er mjög lág.

5.3Forklínískar upplýsingar

Eiturverkanir eftir endurtekna skammta

Í 14 daga rannsóknum á eiturverkunum eftir inntöku (50, 150 eða 450 mg/kg) hjá rottum komu fram aðlögunarbreytingar í lifur og skjaldkirtli. Hvorug þessara breytinga hefur klíníska þýðingu.

Hjá öpum sem fengu lyfið til inntöku (50, 150 eða 450 mg/kg) í 14 daga áttu sér stað skammtaháð uppköst.

Krabbameinsvaldandi áhrif, stökkbreytingar, eiturverkanir á æxlun

Langtímarannsóknir á dýrum til að meta krabbameinsvaldandi áhrif hafa ekki verið gerðar fyrir retapamúlín.

Ekkert benti til eiturverkana á erfðaefni í in vitro rannsóknum á stökkbreytingum og/eða áhrifum á litninga í eitilæxlisfrumuprófi hjá músum, á ræktuðum eitilfrumum úr blóði frá mönnum, né heldur þegar skoðuð voru in vivo áhrif á litninga í örkjarnaprófi hjá rottum.

Ekkert benti til skertrar frjósemi hjá karlkyns eða kvenkyns rottum af 50, 150 eða 450 mg/kg/dag til inntöku, sem leiddu til allt að 5faldrar þeirrar þéttni í líkamanum sem talið er að geti átt sér stað hjá mönnum (þegar borið var á 200 cm2 af skrámaðri húð: AUC 238 ng.klst/ml).

Í rannsóknum á eiturverkunum á fósturvísa hjá rottum komu fram eiturverkanir á þroska (minnkuð fósturþyngd og seinkuð beingerving beinagrindar) og eiturverkanir á móður við skammta til inntöku

sem voru ≥ 150 mg/kg/dag (sem samsvarar ≥ 3faldri þeirri þéttni í líkamanum sem talið er að eigi sér stað hjá mönnum (sjá hér að framan). Engar meðferðartengdar vanskapanir komu fram hjá rottum.

Retapamúlín var gefið þunguðum kanínum í samfelldu innrennsli í æð á 7. til 19. degi eftir getnað.

Eiturverkanir á móður komu fram við skammta sem voru ≥ 7,2 mg/kg/dag sem samsvarar ≥ 8 faldri þeirri þéttni í líkamanum sem talið er að eigi sér stað hjá mönnum (sjá hér að framan). Engin meðferðartengd áhrif komu fram á þroska fósturvísis/fósturs.

Engar rannsóknir voru gerðar til þess að meta áhrif retapamúlíns á þroska fyrir og eftir fæðingu. Hins vegar komu engin almenn áhrif fram hjá rottuungum þegar retapamúlín smyrsli var borið á þá.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Hvítt, mjúkt paraffín

Bútýlerað hýdroxýtólúen (E321)

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

Óopnuð túpa og skammtapoki: 2 ár.

Opnuð túpa: 7 dagar.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

6.5Gerð íláts og innihald

0,5 g skammtapoki úr álþynnu. Askja með 12 skammtapokum.

5 g, 10 g og 15 g áltúpur með skrúftappa úr plasti. Askja með 1 túpu. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Þegar meðferð er lokið skal farga því sem eftir er af smyrslinu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Glaxo Group Ltd

980 Great West Road

Brentford

Middlesex TW8 9GS

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/390/001

EU/1/07/390/002

EU/1/07/390/003

EU/1/07/390/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 24. maí 2007

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 20. apríl 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf