Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Arzerra (ofatumumab) – Fylgiseðill - L01XC10

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsArzerra
ATC-kóðiL01XC10
Efniofatumumab
FramleiðandiNovartis Europharm Ltd

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Arzerra 100 mg innrennslisþykkni, lausn Arzerra 1000 mg innrennslisþykkni, lausn ofatumumab

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að gefa þér lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.Upplýsingar um Arzerra og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að gefa þér Arzerra

3.Hvernig gefa á Arzerra

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Arzerra

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Arzerra og við hverju það er notað

Arzerra inniheldur ofatumumab, sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast einstofna mótefni.

Arzerra er notað gegn langvinnu eitilfrumuhvítblæði. Langvinnt eitilfrumuhvítblæði er krabbamein í blóði sem hefur áhrif á tegund hvítra blóðkorna sem kallast eitilfrumur. Eitilfrumurnar fjölga sér of hratt og lifa of lengi, þannig að of mikið er af þeim í blóði þínu. Sjúkdómurinn getur einnig haft áhrif á önnur líffæri í líkama þínum. Mótefnið í Arzerra þekkir efni á yfirborði eitilfrumnanna og veldur því að eitilfrumurnar deyja.

2. Áður en byrjað er að gefa þér Arzerra

Ekki má gefa þér Arzerra:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ofatumumabi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú heldur að þetta geti átt við um þig.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en þér er gefið Arzerra:

ef þú hefur verið með hjartavandamál

ef þú ert með lungnasjúkdóm

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú heldur að eitthvað af þessu geti átt við um þig. Þú gætir þurft að fara oftar í skoðun á meðan þú ert í meðferð með Arzerra.

Læknirinn gæti mælt magn blóðsalta, svo sem magnesíums og kalíums í blóði fyrir og meðan á meðferð með Arzerra stendur. Læknirinn meðhöndlar þig hugsanlega ef blóðsaltaójafnvægi greinist.

Bólusetningar og Arzerra

Ef þú ferð í bólusetningu skaltu láta lækninn eða þann sem bólusetur þig vita að þú sért í meðferð með Arzerra. Svörun þín við bólusetningunni gæti orðið minni og mögulegt er að þú fáir ekki fulla vernd.

Lifrarbólga B

Áður en meðferð með Arzerra er hafin skal gera hjá þér próf fyrir lifrarbólgu B (lifrarsjúkdómur). Ef þú hefur fengið lifrarbólgu B getur Arzerra valdið því að hún verði aftur virk hjá þér. Til að hindra að þetta gerist gæti læknirinn meðhöndlað þig með viðeigandi veirusýkingalyfi.

Láttu lækninn vita áður en þér er gefið Arzerra ef þú ert eða hefur verið með lifrarbólgu B.

Innrennslisviðbrögð

Lyf af þessari tegund (einstofna mótefni) geta valdið innrennslisviðbrögðum þegar þeim er dælt inn í líkamann. Þú færð lyf, svo sem andhistamín, stera eða verkjalyf, til að draga úr þessum viðbrögðum. Sjá einnig kafla 4, „Hugsanlegar aukaverkanir“.

Ef þú heldur að þú hafir fengið viðbrögð af þessu tagi áður skaltu láta lækninn vita áður en þér er gefið Arzerra.

Ágeng fjölhreiðra innlyksuheilabólga

Greint hefur verið frá ágengri fjölhreiðra innlyksuheilabólgu, sem er alvarlegt og lífshættulegt ástand í heila, í tengslum við lyf eins og Arzerra. Láttu lækninn tafarlaust vita ef þú finnur fyrir minnisleysi, erfiðleikum með að hugsa, erfiðleikum með gang eða skertri sjón. Ef þú varst með þessi einkenni fyrir meðferð með Arzerra skaltu láta lækninn tafarlaust vita ef einhverjar breytingar verða á þessum einkennum.

Teppa í þörmum

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú færð hægðatregðu, bólginn kvið eða kviðverki. Þetta geta verið einkenni teppu í þörmunum, sérstaklega snemma í meðferðinni.

Börn og unglingar

Ekki er vitað hvort Arzerra verkar hjá börnum og unglingum. Því er ekki mælt með notkun Arzerra hjá börnum og unglingum.

Önnur lyf og Arzerra

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta á einnig við náttúrulyf og önnur lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Notkun Arzerra er venjulega ekki ráðlögð á meðgöngu.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal láta lækninn vita. Læknirinn mun meta ávinning þinn á móti áhættunni fyrir barnið, af notkun Arzerra á meðgöngunni.

Notið öruggar getnaðarvarnir til að forðast þungun meðan á meðferð með Arzerra stendur og í að minnsta kosti 12 mánuði eftir síðasta skammtinn af Arzerra. Leitaðu ráða hjá lækninum ef þú fyrirhugar að verða barnshafandi eftir þetta tímabil.

Láttu lækninn vita ef þú verður barnshafandi meðan á meðferð með Arzerra stendur.

Ekki er vitað hvort innihaldsefni Arzerra berast yfir í brjóstamjólk. Brjóstagjöf er ekki ráðlögð meðan á meðferð með Arzerra stendur og í 12 mánuði eftir síðasta skammtinn af Arzerra.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að Arzerra hafi áhrif á hæfni þína til aksturs eða stjórnunar véla.

Arzerra inniheldur natríum

Arzerra inniheldur 34,8 mg af natríum í hverjum 300 mg skammti, 116 mg af natríum í hverjum

1000 mg skammti og 232 mg af natríum í hverjum 2000 mg skammti. Sjúklingar á natríumskertu fæði skulu hafa þetta í huga.

3.Hvernig gefa á Arzerra

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins, sem gefur innrennslið, ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun Arzerra.

Venjulegur skammtur

Venjulegur skammtur af Arzerra við fyrsta innrennsli er 300 mg. Þessi skammtur verður hækkaður, venjulega upp í 1000 mg eða 2000 mg, við þau innrennsli sem eftir eru.

Hvernig það er gefið

Arzerra er gefið með innrennsli (dreypi) í æð á nokkrum klukkustundum.

Ef þú hefur ekki áður fengið meðferð við langvinnu eitilfrumuhvítblæði færðu að hámarki 13 innrennsli. Þú færð fyrsta innrennsli sem fylgt er eftir með öðru innrennsli 7 dögum síðar. Hin innrennslin verða síðan gefin mánaðarlega í allt að 11 mánuði.

Ef þú hefur áður fengið meðferð við langvinnu eitilfrumuhvítblæði en sjúkdómurinn er kominn aftur færðu að hámarki 7 innrennsli. Þú færð fyrsta innrennsli sem fylgt er eftir með öðru innrennsli 7 dögum síðar. Hin innrennslin verða síðan gefin mánaðarlega í allt að 6 mánuði.

Ef þú hefur áður fengið meðferð við langvinnu eitilfrumuhvítblæði færðu yfirleitt meðferð í lotu sem samanstendur af 12 innrennslum. Þú færð innrennsli einu sinni í viku í átta vikur. Þessu er fylgt eftir með fjögurra til fimm vikna hléi. Innrennslin sem eftir eru verða gefin einu sinni í mánuði í fjóra mánuði.

Lyf sem gefin eru fyrir hvert innrennsli

Fyrir hvert innrennsli með Arzerra verða þér gefin undirbúningslyf, lyf sem hjálpa til við að draga úr viðbrögðum við innrennslinu. Þetta geta verið m.a. andhistamín, sterar og verkjalyf. Þú verður skoðuð/skoðaður nákvæmlega og ef þú færð einhver viðbrögð verða þau meðhöndluð.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Innrennslistengd viðbrögð

Lyf af þessari tegund (einstofna mótefni) geta valdið innrennslistengdum viðbrögðum, sem eru stöku sinnum alvarleg og geta leitt til dauða. Meiri líkur eru á að þau komi fram við fyrstu meðferð.

Mjög algeng innrennslistengd viðbrögð (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af 10 einstaklingum):

ógleði

hár hiti

húðútbrot

öndunarerfiðleikar, hósti

niðurgangur

þróttleysi

Algeng innrennslistengd viðbrögð (geta komið fyrir hjá allt að 1 af 10 einstaklingum):

ofnæmisviðbrögð, stundum veruleg þegar einkenni geta m.a. verið upphleypt útbrot með kláða (ofsakláði), þroti í andliti eða munni (ofnæmisbjúgur) sem veldur erfiðleikum við öndun og losti

öndunarörðugleikar, mæði, þyngsli fyrir brjósti, hósti

lágur blóðþrýstingur (getur valdið svima þegar þú stendur upp)

andlitsroði

veruleg svitamyndun

skjálfti

hraður hjartsláttur

höfuðverkur

bakverkur

hár blóðþrýstingur

verkur eða erting í hálsi

stíflað nef

Mjög sjaldgæf innrennslistengd viðbrögð (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

bráðaofnæmisviðbrögð þ.m.t. bráðaofnæmislost, en þá eru einkenni m.a. öndunarerfiðleikar, hvæsandi öndun eða hósti, svimi, sundl, breyting á meðvitundarstigi, lágur blóðþrýstingur, með eða án vægs útbreidds kláða, roði í húð, bólga í andliti og/eða hálsi, blámi á vörum, tungu eða húð

vökvi í lungum (lungnabjúgur) sem getur valdið mæði

hægur hjartsláttur

blámi á vörum og útlimum (mögulega einkenni súrefnisskorts)

Láttu lækninn eða hjúkrunarfræðinginn strax vita ef þú færð eitthvert þessara einkenna.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir

Mjög algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af 10 einstaklingum:

tíðar sýkingar, hiti, kuldahrollur, særindi í hálsi eða sár í munni vegna sýkinga

hiti, hósti, öndunarerfiðleikar, hvæsandi öndun, hugsanlega einkenni sýkingar í lungum eða öndunarvegi, þ.m.t. lungnabólgu

særindi í hálsi, þrýstingur eða verkir í kinnum og enni, sýkingar í eyrum, nefi eða hálsi.

Mjög algengar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum:

fækkun hvítra blóðkorna (daufkyrningafæð)

fækkun rauðra blóðkorna (blóðleysi).

Algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af 10 einstaklingum:

hiti eða mjög lágur líkamshiti, brjóstverkur, mæði eða hröð öndun, skjálfti, kuldahrollur, ringlun, sundl, minnkuð þvaglát og hraður hjartsláttur (hugsanlega einkenni blóðsýkingar)

erfiðleikar og sársauki við þvaglát, aukin tilfinning um þvaglátsþörf, þvagfærasýkingar

ristill, áblástur (hugsanlega einkenni um herpesveirusýkingu sem getur hugsanlega verið alvarleg).

Algengar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum:

fækkun blóðflagna í blóðinu (frumur sem stuðla að blóðstorknun).

Sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af 100 einstaklingum:

teppa í meltingarvegi (þörmum), sem getur lýst sér eins og kviðverkur

Leitaðu til læknisins eins fljótt og unnt er ef þú færð viðvarandi kviðverk.

gul húð og augu, ógleði, lystarleysi, dökkt þvag (hugsanlega einkenni sýkingar eða endurvirkjunar lifrarbólguveiru B)

minnisleysi, erfiðleikar með að hugsa og erfiðleikar með gang eða skert sjón (hugsanlega einkenni ágengrar fjölhreiðra innlyksuheilabólgu)

hækkun kalíums, fosfats og þvagsýru í blóði sem getur valdið nýrnavandamálum (æxlislýsuheilkenni)

Einkenni þessa ástands eru m.a.:

minni þvagmyndun en venjulega

vöðvakrampar

Leitaðu til læknisins eins fljótt og unnt er ef þú færð þessi einkenni.

Sjaldgæfar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum:

blóðstorknunarvandamál

beinmergurinn getur ekki framleitt nægilega mikið af rauðum eða hvítum blóðkornum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Arzerra

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og miðanum á hettuglasinu. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið og flytjið í kæli (2°C - 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri öskjunni til varnar gegn ljósi.

Geymið þynnta innrennslislausn við 2°C til 8°C og notið innan 24 klst. Ónotaðri innrennslislausn skal fargað 24 klst. eftir að hún var blönduð.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Arzerra inniheldur

-Virka innihaldsefnið er ofatumumab. Einn ml af þykkni inniheldur 20 mg af ofatumumabi.

-Önnur innihaldsefni eru arginín, natríumasetat (E262), natríumklóríð, pólýsorbat 80 (E433), tvínatríumedetat (E386), saltsýra (E507) (til stillingar á sýrustigi), vatn fyrir stungulyf (sjá

„Arzerra inniheldur natríum“ í kafla 2).

Lýsing á útliti Arzerra og pakkningastærðir

Arzerra er litlaust til fölgult innrennslisþykkni, lausn.

Arzerra 100 mg fæst í pakkningum sem innihalda 3 hettuglös. Hvert hettuglas er með gúmmítappa og álhettu og inniheldur 5 ml af þykkni (100 mg af ofatumumabi).

Arzerra 1000 mg fæst í pakkningum sem innihalda 1 hettuglas. Hvert hettuglas er með gúmmítappa og álhettu og inniheldur 50 ml af þykkni (1000 mg af ofatumumabi).

Markaðsleyfishafi

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park

Camberley GU16 7SR

Bretland

Framleiðandi

Glaxo Operations UK Limited (undir heitinu Glaxo Wellcome Operations), Harmire Road, Barnard Castle, County Durham, DL12 8DT, Bretland

Novartis Pharmaceuticals UK Limited, Frimley Business Park, Frimley, Camberley, Surrey GU16 7SR, Bretland

Novartis Pharma GmbH, Roonstrasse 25, D 90429 Nürnberg, Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Novartis Pharma N.V.

Novartis Pharma Services Inc.

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Tel: +370 5 269 16 50

България

Luxembourg/Luxemburg

Novartis Bulgaria EOOD

Novartis Pharma N.V.

Тел: +359 2 489 98 28

Tél/Tel: +32 2 246 16 11

Česká republika

Magyarország

Novartis s.r.o.

Novartis Hungária Kft.

Tel: +420 225 775 111

Tel.: +36 1 457 65 00

Danmark

Malta

Novartis Healthcare A/S

Novartis Pharma Services Inc.

Tlf: +45 39 16 84 00

Tel: +356 2122 2872

Deutschland

Nederland

Novartis Pharma GmbH

Novartis Pharma B.V.

Tel: +49 911 273 0

Tel: +31 26 37 82 555

Eesti

Norge

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Norge AS

Tel: +372 66 30 810

Tlf: +47 23 05 20 00

Ελλάδα

Österreich

Novartis (Hellas) A.E.B.E.

Novartis Pharma GmbH

Τηλ: +30 210 281 17 12

Tel: +43 1 86 6570

España

Polska

Novartis Farmacéutica, S.A.

Novartis Poland Sp. z o.o.

Tel: +34 93 306 42 00

Tel.: +48 22 375 4888

France

Portugal

Novartis Pharma S.A.S.

Novartis Farma - Produtos Farmacêuticos, S.A.

Tél: +33 1 55 47 66 00

Tel: +351 21 000 8600

Hrvatska

România

Novartis Hrvatska d.o.o.

Novartis Pharma Services Romania SRL

Tel. +385 1 6274 220

Tel: +40 21 31299 01

Ireland

Slovenija

Novartis Ireland Limited

Novartis Pharma Services Inc.

Tel: +353 1 260 12 55

Tel: +386 1 300 75 50

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

Novartis Slovakia s.r.o.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5542 5439

Italia

Suomi/Finland

Novartis Farma S.p.A.

Novartis Finland Oy

Tel: +39 02 96 54 1

Puh/Tel: +358 (0)10 6133 200

Κύπρος

Sverige

Novartis Pharma Services Inc.

Novartis Sverige AB

Τηλ: +357 22 690 690

Tel: +46 8 732 32 00

Latvija

United Kingdom

SIA “Novartis Baltics”

Novartis Pharmaceuticals UK Ltd.

Tel: +371 67 887 070

Tel: +44 1276 698370

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

 

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) http://www.ema.europa.eu/.

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum:

1)Áður en Arzerra er þynnt

Athugið hvort Arzerra þykknið inniheldur agnir eða er upplitað áður en það er þynnt. Ofatumumab skal vera litlaus til fölgul lausn. Ekki má nota Arzerra þykknið ef það er upplitað.

Ekki hrista ofatumumab-hettuglasið við þessa skoðun.

2)Hvernig þynna á lausnina fyrir innrennsli

Arzerra þykknið verður að þynna við smitgátaraðstæður í 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn fyrir stungulyf áður en það er gefið.

300 mg skammtur - Notið þrjú 100 mg/5 ml hettuglös (15 ml alls, 5 ml í hverju hettuglasi):

Dragið upp og fargið 15 ml úr 1.000 ml poka af 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn fyrir stungulyf;

Dragið 5 ml af ofatumumabi úr hverju þriggja 100 mg hettuglasanna og dælið inn í 1.000 ml pokann;

Ekki hrista. Blandið þynntu lausnina með því að snúa pokanum varlega.

1000 mg skammtur - Notið eitt 1000 mg/50 ml hettuglas (50 ml alls, 50 ml í hverju hettuglasi):

Dragið upp og fargið 50 ml úr 1.000 ml poka af 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn fyrir stungulyf;

Dragið 50 ml af ofatumumabi úr 1000 mg hettuglasinu og dælið inn í 1.000 ml pokann;

Ekki hrista. Blandið þynntu lausnina með því að snúa pokanum varlega.

2000 mg skammtur - Notið tvö 1000 mg/50 ml hettuglös (100 ml alls, 50 ml í hvoru hettuglasi):

Dragið upp og fargið 100 ml úr 1.000 ml poka af 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn fyrir stungulyf;

Dragið 50 ml af ofatumumabi úr hvoru 1000 mg hettuglasinu og dælið inn í 1.000 ml pokann;

Ekki hrista. Blandið þynntu lausnina með því að snúa pokanum varlega.

3)Hvernig gefa á þynntu lausnina

Arzerra má ekki gefa með hraðri inndælingu í bláæð. Gefið lyfið með dælu fyrir innrennsli í bláæð.

Ljúka skal innrennslinu innan 24 klst. eftir blöndun. Fargið ónotaðri lausn að þessum tíma liðnum.

Arzerra má ekki blanda við eða gefa sem innrennsli með öðrum lyfjum eða innrennslislausnum. Skolið línuna fyrir og eftir gjöf ofatumumabs með 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn fyrir stungulyf til að forðast þetta.

Langvinnt eitilfrumuhvítblæði sem ekki hefur verið meðhöndlað áður og endurkomið langvinnt eitilfrumuhvítblæði:

Fyrsta innrennsli skal gefa á 4,5 klst. (sjá kafla 4.2 í samantekt á eiginleikum lyfsins) um útæðalínu eða uppsettan æðalegg, samkvæmt eftirfarandi áætlun:

Ef fyrsta innrennslinu var lokið án alvarlegra aukaverkana, skal gefa innrennslin sem eftir eru með 1000 mg á 4 klst. (sjá kafla 4.2 í samantekt á eiginleikum lyfsins), um útæðalínu eða uppsettan æðalegg, samkvæmt eftirfarandi áætlun. Ef fram koma aukaverkanir tengdar innrennsli skal stöðva innrennslið og hefja aftur þegar ástand sjúklingsins er orðið stöðugt (sjá frekari upplýsingar í kafla 4.2 í samantekt á eiginleikum lyfsins).

Innrennslisáætlun

Tími eftir að innrennsli hefst

1. innrennsli

Síðari innrennsli*

(mínútur)

Innrennslishraði (ml/klst.)

Innrennslishraði (ml/klst.)

0–30

31–60

61–90

91–120

121–150

151–180

180+

*Ef fyrra innrennsli var lokið án alvarlegra innrennslistengdra aukaverkana. Ef einhverjar innrennslistengdar aukaverkanir sjást skal gera hlé á innrennslinu og hefja að nýju þegar ástand sjúklingsins er stöðugt (sjá kafla 4.2 í samantekt á eiginleikum lyfsins).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Langvinnt eitilfrumuhvítblæði sem svaraði ekki meðferð:

Fyrsta og annað innrennsli skulu gefin á 6,5 klst. (sjá kafla 4.2 í samantekt á eiginleikum lyfsins), um útæðalínu eða uppsettan æðalegg, samkvæmt eftirfarandi áætlun:

Ef seinna innrennslinu var lokið án alvarlegrar aukaverkunar, skal gefa innrennslin sem eftir eru (3-12)

á4 klst. (sjá kafla 4.2 í samantekt á eiginleikum lyfsins), um útæðalínu eða uppsettan æðalegg, samkvæmt eftirfarandi áætlun. Ef fram koma aukaverkanir tengdar innrennsli skal stöðva innrennslið og hefja aftur þegar ástand sjúklingsins er orðið stöðugt (sjá frekari upplýsingar í kafla 4.2 í samantekt

áeiginleikum lyfsins).

Innrennslisáætlun

Tími eftir að innrennsli hefst

1. og 2. innrennsli

3* til 12 innrennsli*

(mínútur)

 

 

Innrennslishraði (ml/klst.)

Innrennslishraði (ml/klst.)

 

 

 

 

0–30

31–60

61–90

91–120

121+

*Ef öðru innrennsli er lokið án alvarlegra innrennslistengdra aukaverkana. Ef einhverjar innrennslistengdar aukaverkanir sjást skal gera hlé á innrennslinu og hefja að nýju þegar ástand sjúklingsins er stöðugt (sjá kafla 4.2).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf