Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

BeneFIX (nonacog alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B02BD04

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsBeneFIX
ATC-kóðiB02BD04
Efninonacog alfa
FramleiðandiPfizer Ltd  

1.HEITI LYFS

BeneFIX 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

BeneFIX 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

BeneFIX 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

BeneFIX 1500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

BeneFIX 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

BeneFIX 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

BeneFIX 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur u.þ.b. 250 a.e. af nonacog alfa (raðbrigða storkuþáttur IX). Eftir upplausn með meðfylgjandi 5 ml (0,234%) af natríumklóríðlausn fyrir stungulyf, inniheldur hver ml af lyfinu u.þ.b. 50 a.e. nonacog alfa.

BeneFIX 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur u.þ.b. 500 a.e. af nonacog alfa (raðbrigða storkuþáttur IX). Eftir upplausn með meðfylgjandi 5 ml (0,234%) af natríumklóríðlausn fyrir stungulyf, inniheldur hver ml af lyfinu u.þ.b. 100 a.e. nonacog alfa.

BeneFIX 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur u.þ.b. 1000 a.e. af nonacog alfa (raðbrigða storkuþáttur IX). Eftir upplausn með meðfylgjandi 5 ml (0,234%) af natríumklóríðlausn fyrir stungulyf, inniheldur hver ml af lyfinu u.þ.b. 200 a.e. nonacog alfa.

BeneFIX 1500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur u.þ.b. 1500 a.e. af nonacog alfa (raðbrigða storkuþáttur IX). Eftir upplausn með meðfylgjandi 5 ml (0,234%) af natríumklóríðlausn fyrir stungulyf, inniheldur hver ml af lyfinu u.þ.b. 300 a.e. nonacog alfa.

BeneFIX 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur u.þ.b. 2000 a.e. af nonacog alfa (raðbrigða storkuþáttur IX). Eftir upplausn með meðfylgjandi 5 ml (0,234%) af natríumklóríðlausn fyrir stungulyf, inniheldur hver ml af lyfinu u.þ.b. 400 a.e. nonacog alfa.

BeneFIX 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur u.þ.b. 3000 a.e. af nonacog alfa (raðbrigða storkuþáttur IX). Eftir upplausn með meðfylgjandi 5 ml (0,234%) af natríumklóríðlausn fyrir stungulyf, inniheldur hver ml af lyfinu u.þ.b. 600 a.e. nonacog alfa.

Styrkurinn (a.e.) er ákvarðaður með einsstigs storknunarprófi Evrópsku lyfjaskrárinnar. Eðlisvirkni BeneFIX er ekki minni en 200 a.e./mg próteins.

BeneFIX inniheldur raðbrigða storkuþátt IX, (INN = nonacog alfa). Nonacog alfa er hreinsað prótein sem inniheldur 415 amínósýrur í einni keðju. Frum-amínósýruröð þess er sambærileg við blóðvökvaafleiddan storkuþátt IX af Ala148 samsætugerð, en sumar umbreytingar á raðbrigða storkuþættinum eftir þýðingu (post-translational ) eru frábrugðnar þeim sem verða á blóðvökvaafleiddu sameindinni. Raðbrigða storkuþáttur IX er glýkóprótein, sem er framleitt með erfðatæknilegum aðferðum í eggfrumum kínverskra hamstra.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

BeneFIX 250 a.e., 500 a.e., 1000 a.e., 1500 a.e., 2000 a.e., 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn Stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvítur/næstum hvítur stungulyfsstofn og tær og litlaus leysir.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til að meðhöndla og fyrirbyggja blæðingar hjá sjúklingum með dreyrasýki B (meðfæddur skortur á blóðstorkuþætti IX).

BeneFIX má nota hjá öllum aldurshópum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð skal vera undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð á dreyrasýki.

Eftirlit með meðferð

Meðan á meðferð stendur er mælt með viðeigandi mælingum á gildi storkuþáttar IX til að ákvarða skammta og skammtatíðni. Svörun við storkuþætti IX getur verið mjög mismunandi milli sjúklinga og þar með getur bati og helmingunartími í líkamanum verið mismunandi. Nauðsynlegt kann að vera að breyta skammti sem byggður er á líkamsþyngd hjá sjúklingum í undir- eða yfirþyngd. Þegar um er að ræða stærri skurðaðgerðir er nauðsynlegt að viðhafa nákvæma stjórnun á uppbótarmeðferðinni. Það er gert með því að kanna virkni storkuþáttar IX í blóðvökva með storkuprófi.

Þegar notað er einsstigs storknunarpróf sem byggist á in vitro trombóplastíntíma (aPTT) til að ákvarða virkni storkuþáttar IX í blóðsýnum sjúklinga, getur tegund aPTT prófefnis og viðmiðunarstaðallinn sem notaður er í prófinu haft veruleg áhrif á niðurstöður fyrir virkni storkuþáttar IX. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar skipt er um rannsóknarstofu og/eða prófefni sem notuð eru í prófinu.

Skammtar

Skammtur og lengd uppbótarmeðferðar eru háð því hversu alvarlegur skorturinn á storkuþætti IX er, staðsetningu blæðingar, hversu alvarleg blæðingin er og klínísku ástandi sjúklingsins.

Sá fjöldi eininga sem er gefinn af storkuþætti IX, er gefinn upp í alþjóðlegum einingum (a.e.), sem er í samræmi við núgildandi WHO staðal fyrir lyf sem innihalda storkuþátt IX. Virkni storkuþáttar IX í blóðvökva er ýmist gefin upp í prósentum (af eðlilegu gildi í blóðvökva manna) eða í alþjóðlegum einingum (sbr. alþjóðlegan staðal varðandi storkuþátt IX í blóðvökva).

Virkni einnar alþjóðlegrar einingar af storkuþætti IX svarar til þess magns sem er af storkuþætti IX í einum ml af eðlilegum blóðvökva.

Meðferð eftir þörfum

Útreikninginn á nauðsynlegum skammti af BeneFIX má byggja á þeirri vitneskju að ein eining af virkni storkuþáttar IX á hvert kg líkamsþyngdar er talin auka gildi storkuþáttar IX í blóðrás að meðaltali um 0,8 a.e./dl (á bilinu 0,4 til 1,4 a.e./dl) í sjúklingum 12 ára (frekari upplýsingar í kafla 5.2).

Nauðsynlegur skammtur er ákvarðaður með eftirfarandi jöfnu:

Nauðsynlegur

= líkamsþyngd (kg)

X æskileg hækkun á

X margföldunarumhverfan

fjöldi a.e. af

 

storkuþætti IX (%)

af sjáanlegum heimtum

storkuþætti IX

 

eða (a.e./dl)

 

Dæmi: Fyrir heimtur sem nema 0,8 a.e./dl, gefur jafnan:

Nauðsynlegur

= líkamsþyngd (kg)

X æskileg hækkun á X

1,3 a.e./kg

fjöldi a.e. af

 

storkuþætti IX (%)

 

storkuþætti IX

 

eða (a.e./dl)

 

Magnið sem er gefið og tíðni gjafa á alltaf að taka mið af klínískri virkni hjá viðkomandi sjúklingi.

Í eftirfarandi blæðingartilfellum ætti virkni storkuþáttar IX ekki að falla undir uppgefin virknigildi í blóðvökva (sem % af eðlilegu gildi eða í a.e./dl) á tilteknu tímabili. Hægt er að nota eftirfarandi töflu til leiðbeiningar á skömmtum við blæðingarköstum og við skurðaðgerðir:

Stig blæðingar / Tegund

Nauðsynlegt gildi

Skammtatíðni (klst.) / Meðferðarlengd

skurðaðgerðar

storkuþáttar IX

(dagar)

 

(%) eða (a.e./dl)

 

Blæðing

 

Endurtakið lyfjagjöf á 24 tíma fresti í

 

 

Snemmkomnar blæðingar í

20-40

a.m.k. 1 sólarhring, þar til sársauki vegna

liðum, blæðingar í vöðva eða

 

blæðinga minnkar, eða bata er náð.

í munni.

 

 

Umfangsmeiri blæðingar í

30-60

liðum, blæðingar í vöðva eða

 

daga eða lengur, þar til sársauki minnkar

margúll (haematoma)

 

og hreyfigeta er orðin óhindruð.

Lífshættulegar blæðingar

60-100

Endurtakið lyfjagjöf á 8-24 tíma fresti þar

 

 

til hættan er liðin hjá.

Skurðaðgerð

 

 

Minni:

30-60

Á 24 tíma fresti, í að minnsta kosti 1

Þar með talinn tanndráttur

 

sólarhring, þar til bata er náð.

Stærri:

80-100

Endurtakið lyfjagjöf á 8-24 tíma fresti,

 

(Fyrir- og eftir

þar til að sár hafa gróið nægilega.

 

aðgerð)

Meðferð skal síðan haldið áfram í a.m.k.

 

 

aðra 7 daga til að viðhalda virkni

 

 

storkuþáttar IX í 30-60% (a.e./dl).

 

 

 

Fyrirbyggjandi meðferð

Gefa má BeneFIX sem langtíma fyrirbyggjandi meðferð við blæðingum hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki B. Í klínískum rannsóknum í venjulegri annars stigs (secondary) fyrirbyggjandi meðferð var meðaltalsskammtur hjá sjúklingum sem áður hafa verið meðhöndlaðir 40 a.e./kg (á bilinu 13 til 78 a.e./kg) með 3-4 daga millibili.

Í sumum tilfellum, sérstaklega hjá yngri sjúklingum, getur verið nauðsynlegt að stytta tíma milli skammta eða auka skammta.

Börn

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um meðferð eftir þörfum og við skurðaðgerðir hjá börnum yngri en 6 ára sem hafa fengið BeneFIX.

Meðalskammtastærð ( staðalfrávik) við fyrirbyggjandi meðferð var 63,7 ( 19,1) a.e./kg með 3 til 7 daga millibili. Hjá yngri sjúklingum, getur verið nauðsynlegt að hafa styttra á milli skammta eða

gefa stærri skammta. Notkun á FIX til hefðbundinnar fyrirbyggjandi meðferðar hjá 22 sjúklingum sem hægt var að meta var 4.607 ( 1.849) a.e./kg á ári og 378 ( 152) a.e./kg á mánuði.

Til þess að hægt sé að stilla inn á viðeigandi skammta verður að fylgjast náið með virkni storkuþáttar IX eftir því sem klínískt tilefni er til og reikna út lyfjahvarfafræðileg mæligildi s.s. heimtur og helmingunartíma.

Aldraðir

Fjöldi þátttakenda 65 ára og eldri í klínískum rannsóknum hefur ekki verið nægilega mikill til að hægt sé að ákveða hvort þeir bregðist öðruvísi við en þeir sem yngri eru. Skammta fyrir aldraðan sjúkling þarf að ákveða einstaklingsbundið eins og fyrir sérhvern sjúkling sem fær meðferð með BeneFIX.

Aðferð við gjöf

BeneFIX er gefið sem innrennsli í æð eftir að frostþurrkaður stungulyfsstofninn hefur verið leystur upp í 0,234% natríumklóríðlausn fyrir stungulyf (sjá kafla 6.6).

Gefa á BeneFIX með hægu innrennsli. Í flestum tilfellum hefur innrennslishraði allt að 4 ml á mínútu verið notaður. Innrennslishraða ber að ákveða í samræmi við hvernig sjúklingur þolir lyfið.

Ef ofnæmisviðbrögð koma fram sem talin eru vera í tengslum við gjöf BeneFIX skal minnka innrennslishraða eða hætta lyfjagjöf (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Kekkjun rauðra blóðkorna í slöngunni/sprautunni

Greint hefur verið frá kekkjun rauðra blóðkorna í slöngunni/sprautunni við gjöf BeneFIX. Engar aukaverkanir hafa þó verið tilkynntar í tengslum við þetta. Til að draga úr möguleika á kekkjun, er mikilvægt að takmarka það blóð sem fer inn í slönguna. Blóð má ekki fara inn í sprautuna. Ef vart verður kekkjunar á rauðum blóðkornum í slöngunni/sprautunni skal öllu efninu fargað (slöngunni, sprautunni og BeneFIX lausninni) og halda áfram gjöfinni með nýrri pakkningu.

Gjöf með stöðugu innrennsli

Gjöf með stöðugu innrennsli hefur ekki verið samþykkt og ekki er mælt með slíkri gjöf (sjá einnig kafla 4.4 og 6.6).

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Þekkt ofnæmisviðbrögð við hamstrapróteinum.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmisviðbrögð

Ofnæmisviðbrögð geta komið fyrir við notkun BeneFIX. Lyfið inniheldur snefilmagn af hamstrapróteinum. Mögulega lífshættuleg bráðaofnæmi/ofnæmislík viðbrögð hafa komið fram við gjöf storkuþáttar IX, þar með talið BeneFIX. Ef einkenni ofnæmis koma fram skal sjúklingum ráðlagt að hætta notkun lyfsins og hafa strax samband við lækni. Upplýsa skal sjúklinga um fyrstu einkenni ofnæmisviðbragða til dæmis öndunarörðugleika, grunn öndun, þrútnun, ofsakláða, útbreiddan ofsakláða, kláða, þyngsli fyrir brjósti, berkjukrampa, raddbandakrampa, önghljóð, lágþrýsting, óskýra sjón og bráðaofnæmi.

Í sumum tilfellum hafa þessi viðbrögð þróast yfir í alvarlegt bráðaofnæmi. Við ofnæmislost skal beita þeirri stöðluðu meðferð við losti, sem í gildi er hverju sinni. Í alvarlegum ofnæmistilfellum ætti að íhuga önnur meðferðarúrræði.

Mótefni

Hjá sjúklingum sem áður hafa verið meðhöndlaðir með lyfjum, sem innihalda storkuþátt IX, eru mótefni sjaldgæf. Þar sem einn sjúklingur, sem áður hafði verið meðhöndlaður með BeneFIX, myndaði klínískt marktækt lágsvarandi mótefni eftir gjöf BeneFIX meðan á klínískum rannsóknum

stóð og þar sem reynsla af mótefnavökum við raðbrigða storkuþætti IX er ennþá takmörkuð, ber að fylgjast náið með myndun mótefnis gegn storkuþætti IX hjá sjúklingum sem fá BeneFIX meðferð. Mótefni á að magngreina í Bethesda einingum með viðeigandi líffræðilegum prófum.

Birtar hafa verið greinar, sem sýna fram á fylgni milli myndunar mótefna gegn storkuþætti IX og ofnæmisviðbragða. Því á að kanna hvort mótefni eru til staðar hjá sjúklingum sem fá ofnæmisviðbrögð. Leggja ber áherslu á að sjúklingar með mótefni fyrir storkuþætti IX geta verið í meiri hættu á að fá bráðaofnæmi, við endurtekna gjöf af storkuþætti IX. Bráðabirgðaupplýsingar benda til tengsla milli meiri háttar úrfellingarstökkbreytinga í geni IX. þáttar hjá sjúklingi og aukinnar hættu á mótefnamyndun og bráðum ofnæmisviðbrögðum. Hjá sjúklingum, sem eru með meiri háttar úrfellingarstökkbreytingar á geni IX. þáttar, ber að fylgjast nákvæmlega með ummerkjum og einkennum bráðra ofnæmisviðbragða, sérstaklega á fyrstu stigum fyrstu gjafar lyfsins.

Vegna hættunnar á ofnæmisviðbrögðum við storkuþætti IX skal fyrsta gjöf storkuþáttar IX, í samræmi við mat þess læknis sem veitir meðferðina, vera framkvæmd undir læknisfræðilegri umsjá þar sem hægt er að beita viðeigandi læknisfræðilegri meðferð við ofnæmisviðbrögðum.

Segamyndun

Jafnvel þótt að BeneFIX innihaldi eingöngu storkuþátt IX þá skal samt hafa í huga hættuna á segamyndun og dreifðri blóðstorknun. Þar sem tengslin milli notkunar á þykkni af storkuþætti IX komplex og kvilla tengdum segareki hefur lengi verið þekkt, getur notkun lyfja sem innihalda storkuþátt IX hugsanlega verið hættuleg hjá sjúklingum sem hafa einkenni fíbrínsundrunar og hjá sjúklingum með dreifða blóðstorknun (DIC). Vegna hugsanlegrar hættu á kvillum tengdum segareki, skal, með viðeigandi líffræðilegum prófunum, hafa klínískt eftirlit með fyrstu merkjum segamyndunar og fylgikvillum dreifðrar blóðstorknunar þegar lyfið er gefið sjúklingum með lifrarsjúkdóma, sjúklingum eftir aðgerð, nýfæddum ungbörnum eða sjúklingum sem eru í áhættuhóp fyrir segamyndun eða DIC. Í hverju slíku tilfelli skal meta kosti BeneFIX meðferðar á móti hættu á þessum fylgikvillum.

Öryggi og verkun við gjöf BeneFIX með stöðugu innrennsli hefur ekki verið staðfest (sjá einnig kafla 4.2 og 4.8). Greint hefur verið frá tilfellum segamyndunar eftir markaðssetningu, þar með talið lífshættulegu efri holæðar heilkenni í alvarlega veikum nýburum á meðan þeir fengu BeneFIX með stöðugu innrensli um hollegg í miðlæga bláæð (sjá einnig kafla 4.8).

Hjarta- og æðasjúkdómar

Hjá sjúklingum þar sem áhættuþættir eru til staðar, getur uppbótarmeðferð með FIX aukið hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum.

Nýrungaheilkenni

Greint hefur verið frá nýrungaheilkenni eftir að reynt hefur verið að framkalla ónæmisþol hjá sjúklingum með dreyrasýki B með mótefni gegn storkuþætti IX og sögu um ofnæmisviðbrögð. Engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi og verkun við að nota BeneFIX til að framkalla ónæmisþol.

Sérstakir sjúklingahópar

Ekki liggja fyrir fullnægjandi upplýsingar úr klínískum rannsóknum vegna meðferðar með BeneFIX hjá sjúklingum, sem ekki höfðu áður fengið meðferð.

Skrá yfir notkun

Eindregið er mælt með því að nafn og lotunúmer lyfsins sé skráð í hvert sinn sem BeneFIX er gefið sjúklingi til að halda utan um rekjanleika á milli sjúklingsins og framleiðslulotu lyfsins. Sjúklingar geta notað einn af flettiflipunum sem finna má á hettuglasinu til að skrá lotunúmerið í dagbók sína eða til að tilkynna aukaverkanir.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hefur verið tilkynnt um neinar milliverkanir lyfja sem innihalda storkuþátt IX (rDNA) úr mönnum við önnur lyf.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Engar rannsóknir á dýrum varðandi eiturverkanir á æxlun hafa verið framkvæmdar á BeneFIX. Þar sem tilvik af dreyrasýki B eru fá hjá konum, er reynsla varðandi notkun storkuþáttar IX hjá ófrískum konum og konum með barn á brjósti ekki til staðar. Storkuþátt IX ætti því aðeins að nota hjá ófrískum konum og konum með barn á brjósti ef brýna nauðsyn ber til.

Áhrif BeneFIX á frjósemi hefur ekki verið staðfest.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

BeneFIX hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Ofnæmi eða ofnæmisviðbrögð (sem geta m.a. verið ofsabjúgur, sviði og stingir á stungustað, kuldahrollur, hitaroði, útbreiddur ofsakláði, höfuðverkur, ofsakláði, lágþrýstingur, svefnhöfgi, ógleði, eirðarleysi, hraðtaktur, þyngsli fyrir brjósti, stingir, uppköst eða önghljóð) hafa komið fram og geta í sumum tilvikum þróast yfir í alvarlegt bráðaofnæmi (þ.m.t. lost). Í sumum tilfellum hafa þessi viðbrögð þróast yfir í alvarlegt bráðaofnæmi sem hefur komið fram á svipuðum tíma og mótefni gegn storkuþætti IX hafa myndast (sjá einnig kafla 4.4). Greint hefur verið frá nýrungaheilkenni eftir að reynt hefur verið að framkalla ónæmisþol hjá sjúklingum með dreyrasýki B með mótefni gegn storkuþætti IX og sögu um ofnæmisviðbrögð.

Mjög sjaldan hafa ofnæmisviðbrögð komið fram sem tengjast myndun mótefna gegn hamstrapróteinum.

Sjúklingar með dreyrasýki B geta þróað með sér hlutleysandi mótefni gegn storkuþætti IX. Ef slík mótefni myndast getur það lýst sér sem ófullnægjandi klínísk svörun. Í slíkum tilvikum er mælt með að samband sé haft við sérhæfða blæðaramiðstöð.

Hugsanleg hætta er á segareki eftir gjöf á lyfjum sem innihalda storkuþátt IX, sjá kafla 4.4.

Tafla yfir aukaverkanir

Taflan hér að neðan er í samræmi við MedDRA flokkun eftir líffærum (SOC og viðeigandi heiti). Tíðnin hefur verið flokkuð með eftirfarandi hætti: mjög algengar ( 1/10), algengar ( 1/100 til <1/10), sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Taflan sýnir aukaverkanir sem tilkynnt var um í klínískum rannsóknum á sjúklingum sem fengið höfðu meðferð áður og komu fram við notkun eftir markaðssetningu. Tíðnin er byggð á meðhöndlun bráðra aukaverkana af öllum orsökum í sameinuðum klínískum rannsóknum hjá

224 sjúklingum.

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanir taldar upp fyrst.

Flokkun eftir

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt (ekki

líffærum

algengar

≥1/100 til <1/10

≥1/1.000 til

hægt að áætla tíðni út

 

≥1/10

 

<1/100

frá fyrirliggjandi

 

 

 

 

gögnum)

Sýkingar af völdum

 

 

Netjubólga á

 

sýkla og sníkjudýra

 

 

stungustaða

 

Blóð og eitlar

 

 

Hömlun á

 

 

 

 

storkuþætti

 

 

 

 

IXb

 

Ónæmiskerfi

 

Ofnæmic

 

Bráðaofnæmisviðbrögð*

 

Flokkun eftir

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

 

Tíðni ekki þekkt (ekki

 

líffærum

 

algengar

≥1/100 til <1/10

≥1/1.000 til

 

hægt að áætla tíðni út

 

 

 

≥1/10

 

<1/100

 

frá fyrirliggjandi

 

 

 

 

 

 

 

gögnum)

Taugakerfi

 

Höfuðverkurd

Sundl,

Svefnhöfgi,

 

 

 

 

 

 

breytingar á

skjálfti

 

 

 

 

 

 

bragðskyni

 

 

 

Augu

 

 

 

Sjónskerðinge

 

 

Hjarta

 

 

 

Hraðtakturf

 

 

Æðar

 

 

Bláæðarbólga,

Lágþrýstingurh

 

Efri-holæðarheilkenni

 

 

 

 

hitaroðig

 

 

(superior vena cava

 

 

 

 

 

 

 

syndrome)i,*,

 

 

 

 

 

 

 

segamyndun í

 

 

 

 

 

 

 

djúplægum bláæðum*,

 

 

 

 

 

 

 

segamyndun*,

 

 

 

 

 

 

 

segabláæðabólga*

Öndunarfæri,

 

Hóstij

 

 

 

 

brjósthol og miðmæti

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

 

Uppköst,

 

 

 

 

 

 

 

ógleði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

 

Útbrotk;

 

 

 

 

 

 

 

ofsakláði

 

 

 

Nýru og þvagfæri

 

 

 

Nýrnadrepl

 

 

Almennar

 

Sótthiti

Óþægindi fyrir

 

 

Óviðunandi

aukaverkanir og

 

 

brjóstio,

 

 

lyfjafræðileg svörun*

aukaverkanir á

 

 

viðbrögð á

 

 

 

íkomustað

 

 

stungustaðn,

 

 

 

 

 

 

 

verkur á

 

 

 

 

 

 

 

stungustaðm

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

 

 

 

 

 

Ónógar heimtur

 

 

 

 

 

 

 

við storkuþætti IX p, *

*

aukaverkun greind eftir markaðssetningu

 

 

 

 

a

þ.m.t. húðbeðsbólga

 

 

 

 

 

b

skammvinn myndun á lágtítra hemli

 

 

 

 

c

þ.m.t. lyfjaofnæmi, ofsabjúgur, berkjukrampi, önghljóð, mæði og raddbandakrampi

d

þ.m.t. mígreni, skútahöfuðverkur

 

 

 

 

e

þ.m.t. sjóntruflanir (scintillating scotomata) og óskýr sjón

 

 

 

f

þ.m.t. aukin hjartsláttartíðni, skútahraðtaktur

 

 

 

g

þ.m.t. hitakóf, hitatilfinning, hiti í húð

 

 

 

 

h

þ.m.t. lækkaður blóðþrýstingur

 

 

 

 

i

efri holæðar heilkenni í alvarlega veikum nýburum á meðan þeir fengu BeneFIX með stöðugu innrennsli um

j

hollegg í miðlæga bláæð

 

 

 

 

 

þ.m.t. hósti með uppgangi

 

 

 

 

k

þ.m.t. dröfnuútbrot, örðuútbrot, dröfnuörðuútbrot

 

 

 

l

kom fram hjá einum sjúklingi með lifrarbólgu C tólf dögum eftir gjöf BeneFIX við blæðingu

m þ.m.t. verkur á stungustað, óþægindi á innrennslisstað

 

 

 

n

þ.m.t. kláði á innrennslisstað, roði á innrennslisstað

 

 

 

o

þ.mt. brjóstverkur og þyngsli fyrir brjósti

 

 

 

 

p

Þetta er orðrétt hugtak. Ekki samkvæmt flokkun eftir líffærum (MedDRA 17.1 PT)

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

Ofnæmi/ofnæmisviðbrögð

Ef ofnæmisviðbrögð koma fram sem talin eru vera í tengslum við gjöf BeneFIX, sjá kafla 4.2 og 4.4.

Myndun mótefna (inhibitor development)

Lágsvarandi (Low responding) mótefni, með klínískt vægi, greindust hjá 1 af 65 BeneFIX sjúklingum (að meðtöldum 9 sjúklingum sem einungis tóku þátt í skurðaðgerðar rannsókninni), sem áður höfðu fengið blóðvökvaafleidd lyf. Sjúklingurinn gat haldið meðferðinni með BeneFIX áfram án aukningar á mótefnum eða bráðaofnæmi (sjá kafla 4.4).

Börn

Ofnæmisviðbrögð geta verið algengari hjá börnum en fullorðnum.

Ekki eru fyrirliggjandi nægjanleg gögn um tíðni mótefnamyndunar hjá sjúklingum, sem ekki höfðu áður fengið meðferð (sjá einnig kafla 5.1).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið tilkynnt um einkenni ofskömmtunar með lyfjum sem innihalda raðbrigða storkuþátt IX.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Blæðingalyf, blóðstorkuþáttur IX; ATC flokkur: B02BD04

Verkunarháttur

BeneFIX inniheldur raðbrigða storkuþátt IX, (nonacog alfa). Raðbrigða storkuþáttur IX er ein glýkópróteinkeðja með mólþunga u.þ.b. 55,000 Dalton og er hluti af serín próteasafjölskyldu K- vítamínháðra storkuþátta. Raðbrigða storkuþáttur IX er endurraðað próteinlyf, byggt á DNA grunni sem hefur sambærilega byggingarlega- og starfræna eiginleika og náttúrulegur storkuþáttur IX. Storkuþáttur IX er virkjaður í ytra blóðstorkukerfinu af storkuþætti VII/vefjaþáttar komplex og í innra blóðstorkukerfinu af storkuþætti XIa. Virkjaður storkuþáttur IX ásamt virkjuðum storkuþætti VIII virkja storkuþátt X. Það leiðir á endanum til umbreytingar á prótrombíni í trombín. Trombín umbreytir síðan fíbrínógeni í fíbrín og þá getur storkumyndun átt sér stað. Hjá sjúklingum með dreyrasýki B er virkni blóðstorkuþáttar IX ekki til staðar eða hún verulega skert og því getur verið þörf á að gefa uppbótarmeðferð.

Lyfhrif

Dreyrasýki B er arfgengur sjúkdómur sem erfist með kynlitningi þar sem truflun verður á blóðstorknun vegna minnkaðs magns af storkuþætti IX. Það leiðir til óhindraðra blæðinga inn á liði, vöðva og líffæra, ýmist sjálfkrafa eða vegna áverka sem eru vegna óhappa eða skurðaðgerða. Þegar gefin er uppbótarmeðferð hækkar gildi storkuþáttar IX þannig að tímabundin leiðrétting verður á storkuþáttaskortinum og tilhneigingin til blæðinga minnkar.

Börn

Í rannsókninni 3090A1-301-WW var greining á virkni byggð á gögnum frá 22 börnum sem fengu fyrirbyggjandi meðferð, þ.m.t. 4 sjúklingar sem fengu meðferð eftir þörfum, sem fljótlega var breytt í fyrirbyggjandi meðferð. Tveir sjúklingar gengust undir skurðaðgerð (umskurð og uppsetningu lyfjabrunns). Greining á öryggi lyfsins hjá 25 sjúklingum sýndi svipað öryggissnið og við var búist. Eina alvarlega aukaverkunin sem tilkynnt var um og tengdist BeneFIX, ofnæmi og myndun mótefna, kom fyrir hjá eina sjúklingnum sem tók þátt sem ekki hafði áður fengið meðferð.

Í tveimur opnum rannsóknum reyndist BeneFIX 100 a.e./kg gefið einu sinni í viku vera öruggur skammtur. Hins vegar, vegna helmingunartíma lyfsins (sjá kafla 5.2) og hinna takmörkuðu upplýsinga úr rannsóknum á lyfjahvörfum fyrir meðferð einu sinni í viku, er almennt ekki hægt að mæla með þessari meðferð sem langtíma fyrirbyggjandi meðferð hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki B.

5.2Lyfjahvörf

Í slembiraðaðri, víxlaðri, lyfjahvarfafræðilegri rannsókn var sýnt fram á að BeneFIX sem blandað var með 0,234% natríumklóríð þynningarlausn var lyfjahvarfafræðilega jafngilt áður markaðssettu BeneFIX (blönduðu með sæfðu vatni) hjá 24 sjúklingum sem áður höfðu fengið meðferð (≥ 12 ára) í skammtinum 75 a.e./kg. Að auki var fylgst með lyfjahvarfafræðilegum mælistærðum hjá 23 af þessum sömu sjúklingum eftir endurtekna gjöf BeneFIX í sex mánuði og reyndust þær óbreyttar miðað við þær sem fram komu við upphafsmat. Samantekt á lyfjahvörfum er að finna í töflu 1.

Tafla 1. Áætlaðar lyfjahvarfafræðilegar mælistærðir fyrir BeneFIX (75 a.e./kg) við grunngildi og í mánuði 6 hjá áður meðhöndluðum sjúklingum með dreyrasýki B

Mælistærðir

Grunngildi n = 24

Mánuður 6 n = 23

Meðaltal ± SD

Meðaltal ± SD

 

Cmax (a.e./dl)

54,5

± 15,0

57,3

± 13,2

AUC(a.e.∙klst./dl)

± 237

± 205

t1/2 (klst.)

22,4 ± 5,3

23,8 ± 6,5

CL (ml/klst./kg)

8,47

± 2,12

8,54

± 2,04

Heimtur (e. recovery)

0,73

± 0,20

0,76

± 0,18

(a.e./dl á a.e./kg)

 

 

 

 

Skammstafanir: AUC= flatarmál undir blóðþéttniferli-tímaferli frá tíma núll til óendanlegs; Cmax = hámarksþéttni; t1/2 = helmingunartími plasmaútskilnaðar; CL = úthreinsun; SD = staðalfrávik.

Útbúið var þýðislíkan af lyfjahvörfum, byggt á gögnum frá 73 sjúklingum á aldrinum 7 mánaða til 60 ára. Mælistærðir sem ákvarðaðar voru með 2 hólfa líkani eru sýndar í töflu 2. Hjá ungbörnum og börnum var úthreinsun meiri, dreifingarrúmmál stærra, helmingunartími styttri og endurheimt minni en hjá unglingum og fullorðnum. Ekki liggja fyrir óyggjandi gögn um lokastig lyfjahvarfa vegna skorts á gögnum eftir 24 klukkustundir hjá börnum < 6 ára.

Tafla 2. Meðaltöl SD lyfjahvarfafræðilegra mælistærða, byggð á einstaklingsbundnu

Bayes mati í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum

Aldurshópur

Ungbörn

Börn

Börn

Unglingar

Fullorðnir

(ár)

<2

2 til < 6

6 til < 12

12 til < 18

18 til 60

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi sjúklinga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Úthreinsun

13,1

2,1

13,1

± 2,9

15,5

9,2 ± 2,3

8,0 ± 0,6

(ml/klst/kg)

 

 

 

 

 

 

 

Vss (ml/kg)

± 25

234 ± 49

225 ± 59

 

 

 

 

 

 

 

 

Helmingunartími

15,6

1,2

16,7

± 1,9

16,3

21,5 ± 5,0

23,9 ± 4,5

útskilnaðar (klst)

 

 

 

 

 

 

 

Heimtur (a.e./dl

0,61 0,10

0,60 ± 0,08

0,47

0,69 ± 0,16

0,74 ± 0,20

á a.e./kg)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi á eiturverkunum á erfðaefni.

Engar rannsóknir er varða krabbameinsmyndun, frjósemisskerðingu eða fósturþroska hafa verið framkvæmdar.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stungulyfsstofn

Súkrósi

Glýsín

L-Histidín

Pólýsorbat 80

Leysir

Natríumklóríðlausn

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar. Einungis skal nota meðfylgjandi innrennslissett. Meðferð getur misheppnast vegna aðsogs blóðstorkuþáttar IX við innra yfirborð sumra áhalda, sem notuð eru við innrennslisgjöf.

6.3Geymsluþol

2 ár

Fullbúin lausn inniheldur ekki rotvarnarefni og á að nota strax eða eigi síðar en innan 3 klukkustunda frá blöndun. Greint hefur verið frá að efna- og eðlisfræðilegur stöðugleiki haldist óbreyttur í 3 klst. við hitastig upp að 25°C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 30°C. Má ekki frjósa.

6.5Gerð íláts og innihald

BeneFIX 250 a.e., 500 a.e., 1000 a.e., 1500 a.e., 2000 a.e., 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn BeneFIX 250 a.e., 500 a.e., 1000 a.e., 1500 a.e., 2000 a.e., 3000 a.e. af stungulyfsstofni í 10 ml hettuglasi (gler af gerð I) með tappa (klóróbútýl) og smellu innsigli (ál) og 5 ml af tærum, litlausum leysi í áfylltri sprautu (gler af gerð I) með bullutappa (brómóbutýl), loki (brómóbútýl) og sæfðu millistykki á hettuglas til að leysa upp lyfið, sæfðu innrennslissetti, tveimur sprittklútum, einum plástri og grisju.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

BeneFIX er gefið með innrennsli í æð eftir blöndun frostþurrkaða stungulyfsstofnsins með meðfylgjandi leysi (0,234% w/v natríumklóríðlausn) í áfylltri sprautu (sjá einnig leiðeiningar um blöndun í kafla 3 í fylgiseðlinum).

BeneFIX inniheldur eftir blöndun pólýsorbat-80, sem er þekkt af því að auka hraða útdráttar dí-(2-etýlhexýl)phthalat (DEHP) úr pólývínýlklóríði (PVC). Þetta þarf að hafa í huga þegar BeneFIX er blandað og við gjöf lyfsins. Mikilvægt er að fyrirmælum í kafla 4.2 sé fylgt nákvæmlega.

Farga skal öllum lyfjaleyfum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Þar sem notkun BeneFIX í stöðugu innrennsli hefur ekki verið metin, á ekki að blanda BeneFIX við aðrar innrennslislausnir, né gefa það sem dreypi.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Pfizer Limited

Ramsgate Road

Sandwich

Kent CT13 9NJ

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/047/004

EU/1/97/047/005

EU/1/97/047/006

EU/1/97/047/009

EU/1/97/047/007

EU/1/97/047/008

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 27. ágúst 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 20. júlí 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ og á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf