Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Betaferon (interferon beta-1b) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L03AB08

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsBetaferon
ATC-kóðiL03AB08
Efniinterferon beta-1b
FramleiðandiBayer AG  

1.HEITI LYFS

Betaferon 250 míkrógrömm/ml, stungulyfsstofn og leysir, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Raðbrigði af interferóni beta-1b 250 míkrógrömm (8,0 milljón alþjóðlegar einingar) á hvern ml eftir blöndun.

Betaferon inniheldur 300 míkrógrömm (9,6 milljón a.e.) af raðbrigði af interferóni beta-1b í hverju hettuglasi.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Sæfður hvítur til beinhvítur stofn.

4.KLÍNISKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Betaferon er ætlað til meðferðar á

sjúklingum sem hafa orðið fyrir mergslíðursviptingu einu sinni með virkri bólgumyndun, ef hún er svo alvarlega að barksteragjöf í æð er réttlætanleg, ef önnur sjúkdómsgreining hefur verið útilokuð og þeir teljast eiga mikla hættu á að fá staðfestanMS sjúkdóm (sjá kafla 5.1).

sjúklingum með MS sjúkdóm með köstum og bata á milli (relapsing remitting MS) og tveimur eða fleiri köstum síðastliðin tvö ár.

sjúklingum með síversnandi MS sjúkdóm (secondary progressive MS) með virkum sjúkdómi, sem sést með köstum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Ákvörðun um meðferð með Betaferon skal vera í höndum læknis með reynslu í meðferð á sjúkdómnum.

Skammtar

Fullorðnir

Ráðlagður skammtur af Betaferon, er 250 míkrógrömm (8,0 milljón alþjóðlegar einingar) sem jafngildir 1 ml af tilbúinni lausn (sjá kafla 6.6) sem gefinn er undir húð annan hvorn dag.

Börn

Engar klínískar rannsóknir eða lyfjahvarfarannsóknir hafa verið gerðar á börnum eða unglingum. Samt sem áður gefa takmörkuð birt gögn til kynna að öryggi hjá unglingum frá 12 til 16 ára sem fengu Betaferon 8,0 milljón a.e. undir húð annan hvern dag sé svipað því sem sést hjá fullorðnum. Betaferon hefur ekki verið rannsakað hjá börnum undir 12 ára aldri. Betaferon er því ekki ætlað fyrir þennan aldurshóp.

Framleitt með erfðatæknilegum aðferðum úr stofni af Escherichia coli.

Venjulega er mælt með að fundinn sé hæfilegur skammtur með aðlögunartíma í upphafi meðferðar.

Sjúklingar ættu að fá 62,5 míkrógrömm (0,25 ml) undir húð annan hvern dag til að byrja með og auka skyldi svo skammtinn hægt og rólega í 250 míkrógrömm (1,0 ml) annan hvern dag (sjá töflu A). Breyta má aðlögunartímanum ef verulegar aukaverkanir koma fram. Til að ná fram nægilegri virkni þarf að gefa 250 míkrógramma (1,0 ml) skammt annan hvern dag.

Tafla A: áætlun skammtaaðlögunartíma*

meðferðardagur

skammtur

magn

1, 3, 5

62,5

míkrógrömm

0,25

ml

7, 9, 11

míkrógrömm

0,5

ml

13, 15, 17

187,5

míkrógrömm

0,75

ml

19, 21, 23 o.s.frv.

míkrógrömm

1,0

ml

* Aðlögunartímanum má breyta ef verulegar aukaverkanir koma fram.

Ákjósanlegasta skömmtun er þó ekki að fullu þekkt.

Sem stendur er ekki vitað hversu lengi skal meðhöndla sjúklinginn. Til staðar eru eftirlitsupplýsingar við klínískar meðferðarrannsóknir með samanburðarhóp fyrir sjúklinga með MS-sjúkdóm, sem lýsir sér í ýmist köstum eða bata, í allt að 5 ár og fyrir sjúklinga með síðágengan MS-sjúkdóm í allt að 3 ár. Sýnt hefur verið fram á virkni við MS sjúkdómi sem lýsir sér í ýmist köstum eða bata, fyrstu 2 árin. Þau gögn sem eru til staðar fyrir þjú ár til viðbótar benda til þess að Betaferon haldi lækningalegu notagildi yfir allan tímann.

Hjá sjúklingum með stakt klínískt tilfelli sem bendir til MS sjúkdóms seinkaði framrás yfir í klínískt staðfestan MS-sjúkdóm marktækt á fimm ára tímabili.

Ekki er mælt með meðferð á sjúklingum með MS-sjúkdóm sem lýsir sér með köstum og bata á milli sem hafa fengið færri en 2 köst á síðastliðnum 2 árum eða hjá sjúklingum með síversnandi MS sem hafa ekki haft virkan sjúkdóm síðastliðin 2 ár.

Ef sjúklingurinn svarar ekki meðferðinni, t.d. ef stöðug versnun á EDSS (expanded disability status scale) á sér stað í 6 mánuði eða ef nauðsynlegt reynist að gefa meðferðarkúra með ACTH eða barksterum oftar en þrisvar sinnum á árstímabili, þrátt fyrir meðhöndlun með Betaferon, skal hætta meðferðinni með Betaferon.

Lyfjagjöf

Til inndælingar undir húð.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3

Frábendingar

-

Upphaf meðferðar á meðgöngu (sjá kafla 4.6)

-

Sjúklingar með sögu um ofnæmi fyrir náttúrulegu eða raðbrigða interferóni beta, manna

 

albúmíni eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-

Sjúklingar með alvarlegt þunglyndi og/eða sjálfsvígshugleiðingar (sjá kafla 4.4 og 4.8).

-

Sjúklingar með vantempraðan lifrarsjúkdóm (sjá kafla 4.4, 4.5 og 4.8).

4.4

Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ónæmiskerfiskvillar

Notkun frumuboðefna við meðferð sjúklinga með einstofna gammagalla hefur verið tengd þróun háræðalekaheilkenna í líkamanum með einkennum sem líkjast losti og enda með dauða.

Meltingarfærakvillar

Í mjög sjaldgæfum tilfellum greindist brisbólga við Betaferon-notkun, oft samfara háum styrk þríglýseríða í blóði.

Taugakerfiskvillar

Gefa ætti Betaferon með varúð handa sjúklingum með þunglyndi eða sögu um slíkt, sérstaklega þeim sem eru með sögu um sjálfsvíghugleiðingar (sjá kafla 4.3). Þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingar finnast oftar hjá einstaklingum með MS sjúkdóm og í tengslum við interferón notkun. Sjúklingum sem fá Betaferon skal ráðlagt að greina lækni sem ávísar lyfinu strax frá öllum einkennum um þunglyndi og/eða sjálfsvígshugleiðingar. Fylgjast skal vel með sjúklingum sem verða þunglyndir við meðferð á Betaferon og þeir meðhöndlaðir eins og við á. Íhuga skal að hætta meðferð með Betaferon (sjá einnig kafla 4.3 og 4.8).

Gefa skal Betaferon með varúð handa sjúklingum með sögu um krampa og handa þeim sem eru á flogaveikilyfjum, sérstaklega ef flogaveikin er ekki vel stýrt með flogaveikilyfjum (sjá kafla 4.5 og 4.8).

Þetta lyf inniheldur albúmín úr mönnum og því er fyrir hendi gífurlega fjarlægur möguleiki á að það beri veirusjúkdóma. Einnig er ekki hægt að útiloka að lyfið geti borið Creutzfeld-Jacob veiki.

Rannsóknarstofupróf

Mælt er með að framkvæmd séu skjaldkirtilspróf reglulega hjá sjúklingum með sögu um truflanir á starfsemi skjaldkirtils eða sem hafa klíníska ábendingu.

Til viðbótar við þeim prófum sem venjulega þarf við eftirlit sjúklinga með MS-sjúkdóm er mælt með heildarblóðprófum á deilitalningu hvítra blóðkorna, blóðflagna og blóðefnafræði, þar á meðal

lifrarprófa (t.d. AST (SGOT), ALT (SGPT) og γ-GT), áður en meðferð hefst og með reglulegu millibili eftir að Betaferon-meðferð er hafin og svo eftir að klínísk sjúkdómseinkenni eru ekki lengur til staðar.

Hugsanlega þarf að fylgjast náið með sjúklingum með blóðleysi, blóðflagnafæð, hvítkornafæð (stök einkenni eða sambland einkenna) hvað varðar heildarblóðkornatölu, deilitalningu og blóðflagnatölur. Fylgjast skal náið með hita og sýkingareinkennum hjá sjúklingum sem fá hlutleysiskyrningafæð.

Greint hefur verið frá blóðflagnafæð þar sem blóðflagnatala lækkaði gífurlega mikið.

Lifrar- og gallkvillar

Í klínískum rannsóknum á Betaferon voru mjög algengar einkennalausar transamínasa hækkanir í blóði. Í flestum tilfellum voru þær vægar og gengu til baka. Líkt og fyrir önnur beta interferón hefur verið tilkynnt um mjög sjaldgæf tilvik af alvarlegum lifraskemmdum, þar með talin lifrabilun, hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Betaferon. Alvarlegustu tilfellin áttu sér oft stað hjá sjúklingum sem fengu önnur lyf eða efni sem þekkt eru fyrir tengsl við lifrarskemmdir eða ef um er að ræða sjúklegt ástand (t.d. illkynja sjúkdóm með meinvörpum, alvarlega sýkingu og blóðeitrun, misnotkun alkóhóls).

Fylgjast ætti með einkennum um lifrarskemmdir hjá sjúklingum. Ef hækkun á transamínasa í blóði kemur fram, þarf að fylgjast vel með sjúklingnum. Íhuga skal hvort hætta þurfi á Betaferon, ef magnið hækkar marktækt eða er tengt klínískum einkennum eins og gulu. Eftir að lifrarensím eru komin í eðlilegt horf, má íhuga að hefja meðferðina aftur með viðeigandi áframhaldandi athugunum á lifrarstarfsemi ef klíniskar vísbendingar fyrir lifrarskemmdum eru ekki til staðar.

Nýrna- og þvagfærakvillar

Gæta skal varúðar og fylgjast náið með sjúklingum með alvarlega nýrnabilun ef þeim er gefið interferón beta.

Nýrungaheilkenni

Tilkynnt hefur verið um tilvik nýrungaheilkennis með mismunandi undirliggjandi nýrnakvillum, þ.á.m. samfallsafbrigði nýrungaheilkennis með staðbundnum og geirabundnum nýrahnoðra-

meinsemdum (collapsing focal segmental glomerulosclerosis, FSGS), nýrungaheilkenni með minniháttar nýrahnoðraafbrigði (minimal change disease, MCD), himnu- og fjölgunarnýrnahnoðra- bólgu (membranoproliferative glomerulonephritis, MPGN) og himnunýrnahnoðrabólgu (membranous glomerulopathy, MGN) meðan á meðferð með lyfjum sem innihalda interferón beta stendur. Tilkynnt var um þessi tilvik á mismunandi tímapunktum meðan á meðferð stóð og þau geta komið fram eftir nokkurra ára meðferð með interferón beta. Ráðlagt er að viðhafa reglulegt eftirlit með fyrstu ummerkjum og einkennum, t.d. bjúg, próteinmigu og skertri nýrnastarfsemi, einkum hjá sjúklingum sem eru í aukinni hættu á að fá nýrnasjúkdóm. Nýrungaheilkenni krefst tafarlausrar meðferðar og íhuga skal að hætta meðferð með Betaferon.

Hjartakvillar

Einnig skal gæta varúðar við notkun Betaferon hjá sjúklingum sem þjást af fyrri hjartakvillum. Fylgjast skal með hvort einkenni hjá sjúklingum með alvarlega hjartakvilla eins og hjartabilun, kransæðasjúkdóm eða hjartsláttartruflun versni, sérstaklega í upphafi Betaferon-meðferðar.

Þótt ekki sé vitað til þess að Betaferon hafi bein eituráhrif á hjarta, þá geta flensulík einkenni sem tengjast beta interferónum valdið streitu hjá sjúklingum með meiriháttar hjartasjúkdóma. Eftir að lyfið kom á markað var örsjaldan greint frá því að einkenni sjúklinga með alvarlega hjartasjúkdóma hefðu tímabundið versnað þegar Betaferon-meðferð hófst.

Mjög sjaldgæft er að tilkynnt hafi verið um hjartavöðvakvilla. Ef slíkur kvilli kemur upp og grunur leikur á að Betaferon tengist honum skal hætta meðferð.

Segaöræðakvilli

Tilkynnt hefur verið um tilfelli segaöræðakvilla, sem kemur fram sem blóðflagnafæðarpurpuri með segamyndun eða þvageitrunarblóðlýsa, þ.m.t. banvæn tilfelli, við meðferð með interferón beta lyfjum. Tilkynnt var um tilvik á ýmsum tímapunktum meðferðar og þau geta komið fram allt frá nokkrum vikum til mörgum árum eftir að meðferð er hafin með interferón beta. Snemmbúin klínísk einkenni eru blóðflagnafæð, nýtilkominn háþrýstingur, hiti, einkenni frá miðtaugakerfi (t.d. ringlun, máttminnkun (paresis)) og skert nýrnastarfsemi. Rannsóknaniðurstöður sem benda til segaöræðakvilla eru blóðflagnafæð, hækkun á laktatdehýdrógenasa í sermi vegna blóðlýsu og rauðkornabrot (schistocytes) í blóðstroki. Ef klínísk einkenni segaöræðakvilla koma fram er því ráðlagt að gera frekari rannsóknir á magni blóðflagna, magni laktatdehýdrógenasa í sermi, blóðstroki og nýrnastarfsemi. Greining á segaöræðakvilla krefst tafarlausrar meðferðar (íhuga skal blóðvökvaskipti) og mælt er með tafarlausri stöðvun meðferðar með Betaferon.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Alvarlega ofnæmisviðbrögð (mjög sjaldgæf bráðaeinkenni eins og berkjukrampi, bráðaofnæmi og ofsakláði) eru hugsanleg. Ef ofnæmisviðbrögð eru alvarleg skal hætta Betaferon-meðferð og hefja viðeigandi meðferð á einkennum.

Greint hefur frá drepi á stungustað hjá sjúklingum í Betaferon-meðferð (sjá kafla 4.8). Það getur verið útbreitt um vöðvafell og fitu og getur því myndað ör. Stundum getur sárahreinsun verið nauðsynleg og í fáum tilfellum getur verið þörf á húðágræðslu sem tekur allt að 6 mánuði að gróa.

Ef húð á sjúklingi rofnar og hugsanlegt er að það tengist bólgum eða vessalosun á stungustað skal sjúklingur ráðfæra sig við lækninn áður en inngjöf með Betaferon heldur áfram.

Ef sjúklingur fær margar vefjaskemmdir skal hætta notkun Betaferon þar til þær eru grónar. Sjúklingar með stakar vefjaskemmdir geta haldið áfram Betaferon-meðferð svo lengi sem drep er ekki of útbreitt, þar sem slíkar skemmdir á stungustað hafa gróið hjá sumum sjúklingum við Betaferon-meðferð.

Til að draga úr hættu á drepi á stungustað er sjúklingum ráðlagt að:

sprauta sig með fullri smitgát

skipta um stungustað við hverja gjöf.

Draga má úr tíðni aukaverkana á stungustað með því að nota sjálfvirkar sprautur. Í miðstýrðu rannsókninni á sjúklingum með eitt tilfelli sem bendir til MS sjúkdóms, voru slíkar sprautur notaðar af flestum sjúklingum. Aukaverkanir og drep á stungustað komu sjaldnar fram í þessari rannsókn en í öðrum miðstýrðum rannsóknum.

Fylgjast skal reglulega með hvernig sjúklingur sprautar sig sjálfur, sérstaklega ef viðbrögð á stungustað hafa komið fram.

Mótefnamyndun

Eins og við á um öll meðferðarprótein, þá er hætta á mótefnamyndun. Safnað var blóðsýnum á þriggja mánaða fresti í klínískum meðferðarprófunum með samanburðarhóp til að kanna myndun mótefna við Betaferon.

Í mismunandi klínískum samanburðarrannsóknum á MS sjúkdómi með köstum og bata á milli og síversnandi MS sjúkdómi mynduðu milli 23% og 41% sjúklinga interferón beta 1b hlutleysandi mótefni í sermi, staðfest af a.m.k. tveimur samfelldum jákvæðum mælingum, á milli 43% og 55% af þessum sjúklingum töpuðu hlutleysandi mótefnum varanlega á athugunartímabili sem eftir fór í viðkomandi rannsókn (staðfest af a.m.k. tveimur samfelldum neikvæðum mælingum).

Myndun hlutleysandi mótefna í þessum rannsóknum er tengd minnkaðri klínískri virkni sem kemur einungis fram í fjölda kasta. Sumar rannsóknir sýna að þessi áhrif gætu verið meiri hjá sjúklingum með hærri títra af hlutleysandi mótefnum.

Í rannsóknum á sjúklingum með eitt tilfelli sem bendir til MS sjúkdóm var hlutleysandi virkni mæld á 6 mánaða fresti og kom hún fram a.m.k. einu sinni hjá 32% (89) sjúklinga sem fengu Betaferon meðferð strax. Af þeim fengu 60% (53) aftur neikvæða niðurstöðu á grundvelli síðasta fyrirliggjandi mats á fimm ára tímabilinu. Meðan á þessu tímabili stóð var þróun á hlutleysandi virkni tengd marktækri aukningu á nýlegum virkum áverkum og stærð T2 áverka á segulsneiðmyndum. Þetta virtist hins vegar ekki tengjast klínískri virkni (með tilliti til tíma sem leið fram að klínískt öruggum MS sjúkdómi (CDMS), tíma að staðfestri EDSS (expanded disability status scale) aukningu og bakslagstíðni).

Nýjar aukaverkanir hafa ekki verið tengdar myndun á hlutleysandi mótefnum.

Sýnt hefur verið fram á in vitro að Betaferon krossvirki við náttúrulegt beta interferón. Hins vegar hefur þetta ekki verið rannsakað in vivo og óvíst er um klíniskt mikilvægi þess.

Það eru litlar og ófullnægjadi upplýsingar til um sjúklinga sem myndað hafa hlutleysandi mótefni og hafa lokið Betaferon meðferð.

Ákvörðun um að halda áfram eða stöðva meðferð ætti að byggja á heildarsjúkdómsstöðu sjúklings frekar en stöðu hlutleysandi mótefna einni sér.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.

Áhrif þess að gefa 250 míkrógrömm (8 milljón alþjóðlegar einingar) af Betaferon annan hvern dag á lyfjaumbrot í MS sjúklingum eru óþekkt. Sjúklingar á Betaferon hafa þolað vel meðferð með barksterum eða ACTH meðferð við köstum í allt að 28 daga.

Þar sem klíniska reynslu vantar hjá MS sjúklingum er ekki mælt með notkun Betaferon með lyfjum sem hafa áhrif á ónæmiskerfið öðrum en barksterum og ACTH.

Greint hefur verið frá að ýmis interferón dragi úr virkni cýtókróm P450-háðra lifrarensíma í mönnum og dýrum. Varúðar skal gætt við samhliða gjöf lyfja sem hafa þröng meðferðarbil og byggja aðallega á

cýtókróm P450 kerfinu í lifur við úthreinsun, t.d. flogaveikilyf. Sérstakar varúðar skal gætt við samhliða gjöf lyfja sem hafa áhrif á blóðmyndunarkerfið.

Engar rannsóknir á milliverkunum við flogaveikilyf hafa verið framkvæmdar.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar eru til um notkun Betaferon á meðgöngu. Þau gögn sem til eru benda til að áhætta geti aukist á skyndilegum fósturmissi. Upphaf meðferðar á meðgöngu er frábending (sjá kafla 4.3).

Konur á barneignaraldri

Konur á frjósemisskeiði ættu að nota viðeigandi getnaðarvarnir. Ef sjúklingur verður barnshafandi eða áformar að verða það meðan á Betaferon-meðferð stendur, ber að upplýsa konuna um þær hættur sem slíku geta fylgt, og ber að íhuga að hætta meðferðinni (sjá kafla 5.3). Hjá sjúklingum með háa tíðni bakslaga fyrir meðferð, er hættan á alvarlegu bakslagi við stöðvun á Betaferon gjöf og við meðgöngu skal leggja mat á það varðandi hættuna á skyndilegu fósturláti.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort interferón beta-1b skilst út í móðurmjólk. Vegna möguleika á því að Betaferon geti haft alvarlegar aukaverkanir á barn á brjósti skal ákveða hvoru skuli hætta, brjóstagjöfinni eða Betaferon meðferðinni.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Betaferon meðferð getur valdið aukaverkunum frá miðtaugakerfi sem gæti haft áhrif á hæfni til aksturs og stjórnunar véla hjá viðkvæmum sjúklingum.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Í upphafi meðferðar er mikið um aukaverkanir en að jafnaði dregur úr þeim þegar meðferðinni er haldið áfram. Þær aukaverkanir sem oftast koma fram eru inflúensulík einkenni (sótthiti, kölduhrollur, liðverkir, slappleiki, sviti, höfuðverkur eða verkur í vöðvum), sem tengist aðallega lyfjafræðilegum áhrifum lyfsins og óþægindi á stungustað. Viðbrögð á stungustað voru algeng eftir Betaferon-inngjöf. Umtalsverð tengsl voru á milli 250 míkrógramma (8 milljón a.e.) Betaferon-skammts og roða, bólgu, litabreytinga, verkja, ofnæmis, dreps og almennra viðbragða.

Venjulega er mælt með að fundinn sé hæfilegur skammtur með aðlögunartíma í upphafi meðferðar til að auka þol gegn Betaferon (sjá kafla 4.2). Einning má draga úr inflúensulíkum einkennum með því að gefa bólgueyðandi lyf sem ekki innihalda stera.

Draga má úr tíðni aukaverkana á stungustað með því að nota sjálfvirkar sprautur.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirfarandi yfirlit um aukaverkanir er byggt á skýrslum um klínískar prófanir (Tafla 1, aukaverkanir og óeðlileg rannsóknarstofupróf) og um könnun á notkun Betaferon eftir markaðssetningu (Tafla 2, þar sem tíðni aukaverkana er þekkt, eru útreikningar byggðir á samanlögðum gögnum úr klínískum rannsóknum (mjög algengar ≥ 1/10, algengar ≥1/100 til <1/10, sjaldgæfar ≥1/1.000 til < 1/100, mjög sjaldgæfar ≥1/10. 000 til < 1/1.000 og koma örsjaldan fyrir < 1/10.000)) við notkun Betaferon. Reynsla af Betaferon hjá sjúklingum með MS er takmörkuð og getur því verið að enn hafi menn ekki gefið gaum að þeim aukaverkunum sem koma örsjaldan fyrir.

Tafla 1: Aukaverkanir og óeðlileg rannsóknarstofupróf, með tíðni >10% eða meira, ásamt prósentutölum fyrir lyfleysu; aukaverkanir með tíðni <10% byggt á tilkynningum úr klínískum prófunum.

Flokkun eftir líffærum

Eitt tilfelli sem

Síversnandi

Síversnandi

MS með

Aukaverkun

bendir til

MS

MS

köstum og bata

og óeðlileg

MS sjúkdóms

(rannsókn frá

(rannsókn frá

á milli

rannsóknarstofupróf

(BENEFIT) #

Evrópu)

Norður-

 

 

 

 

 

 

 

Ameríku)

 

 

 

Betaferon

Betaferon

Betaferon

Betaferon

 

 

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

 

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

 

n=292 (n=176)

n=360 (n=358)

n=317(n=308)

n=124 (n=123)

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

 

 

Sýking

6%

(3%)

13%

(11%)

11%

(10%)

14%

(13%)

Graftarkýli

0%

(1%)

4%

(2%)

4%

(5%)

1%

(6%)

Blóð og eitlar

 

 

 

 

 

 

 

 

Fækkun eitilfruma

79%

(45%)

53%

(28%)

88%

(68%)

82%

(67%)

(<1.500/mm3 ) Λ°

 

 

 

 

 

 

 

 

Fækkun hlutl.kyrn.

11% (2%)

18% (5%)

4% (10%)

18% (5%)

(<1.500/mm3 ) Λ

 

 

 

 

 

 

 

 

Fækkun hvítra

11% (2%)

13% (4%)

13% (4%)

16% (4%)

blóðfruma

 

 

 

 

 

 

 

 

(<3.000/mm3) Λ* °

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitlakvillar

1%

(1%)

3%

(1%)

11% (5%)

14%

(11%)

Efnaskipti og næring

 

 

 

 

 

 

 

 

Lækkun glúkósa í blóði

3%

(5%)

27%

(27%)

5%

(3%)

15%

(13%)

(< 55 mg/dl)

 

 

 

 

 

 

 

 

Geðræn vandamál

 

 

 

 

 

 

 

 

Þunglyndi

10%

(11%)

24%

(31%)

44%

(41%)

25%

(24%)

Kvíði

3%

(5%)

6%

(5%)

10%

(11%)

15%

(13%)

Taugakerfi

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfuðverkur Λ

27%

(17%)

47%

(41%)

55%

(46%)

84%

(77%)

Sundl

3%

(4%)

14%

(14%)

28%

(26%)

35%

(28%)

Svefnleysi

8%

(4%)

12% (8%)

26%

(25%)

31%

(33%)

Mígreni

2%

(2%)

4%

(3%)

5%

(4%)

12%(7%)

Dofi

16%

(17%)

35%

(39%)

40%

(43%)

19%

(21%)

Augu

 

 

 

 

 

 

 

 

Tárubólga

1%

(1%)

2%

(3%)

6%

(6%)

12%

(10%)

Óeðlileg sjón Λ

3%

(1%)

11%

(15%)

11%

(11%)

7%

(4%)

Eyru og völundarhús

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyrnaverkur

0%

(1%)

<1% (1%)

6%

(8%)

16%

(15%)

Hjarta

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjartsláttarónot *

1%

(1%)

2%

(3%)

5%

(2%)

8%

(2%)

Æðar

 

 

 

 

 

 

 

 

Æðavíkkun

0%

(0%)

6%

(4%)

13% (8%)

18%

(17%)

Háþrýstingur °

2%

(0%)

4%

(2%)

9%

(8%)

7%

(2%)

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

 

 

 

 

 

 

Sýking í efri hluta

18%

(19%)

3%

(2%)

 

 

 

 

öndunarvegs

 

 

 

 

 

 

 

 

Skútabólga

4%

(6%)

6%

(6%)

16%

(18%)

36%

(26%)

Aukinn hósti

2%

(2%)

5% (10%)

11%

(15%)

31%

(23%)

Hvíldarmæði *

0%

(0%)

3%

(2%)

8%

(6%)

8%

(2%)

Meltingarfæri

 

 

 

 

 

 

 

 

Niðurgangur

4%

(2%)

7% (10%)

21%

(19%)

35%

(29%)

Hægðatregða

1%

(1%)

12%

(12%)

22%

(24%)

24%

(18%)

Ógleði

3%

(4%)

13%

(13%)

32%

(30%)

48%

(49%)

 

 

 

 

 

 

 

 

Flokkun eftir líffærum

Eitt tilfelli sem

Síversnandi

Síversnandi

MS með

Aukaverkun

bendir til

MS

MS

köstum og bata

og óeðlileg

MS sjúkdóms

(rannsókn frá

(rannsókn frá

á milli

rannsóknarstofupróf

(BENEFIT) #

Evrópu)

Norður-

 

 

 

 

 

 

 

Ameríku)

 

 

 

Betaferon

Betaferon

Betaferon

Betaferon

 

 

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

 

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

 

n=292 (n=176)

n=360 (n=358)

n=317(n=308)

n=124 (n=123)

Uppköst Λ

5%

(1%)

4%

(6%)

10%

(12%)

21%

(19%)

Kviðverkir °

5%

(3%)

11% (6%)

18%

(16%)

32%

(24%)

Lifur og gall

 

 

 

 

 

 

 

 

Aukning alanín-

18% (5%)

14% (5%)

4%

(2%)

19% (6%)

amínótransferasa

 

 

 

 

 

 

 

 

(SGPT >5 sinnum

 

 

 

 

 

 

 

 

grunngildi) Λ * °

 

 

 

 

 

 

 

 

Aukning aspartat-

6%

(1%)

4%

(1%)

2%

(1%)

4%

(0%)

amínótransferasa

 

 

 

 

 

 

 

 

(SGOT >5 sinnum

 

 

 

 

 

 

 

 

grunngildi) Λ * °

 

 

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

 

 

 

 

 

 

 

Húðkvilli

1%

(0%)

4%

(4%)

19%

(17%)

6%

(8%)

Útbrot Λ°

11% (3%)

20%

(12%)

26%

(20%)

27%

(32%)

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

 

 

 

 

 

 

Vöðvaspenna °

2%

(1%)

41%

(31%)

57%

(57%)

26%

(24%)

Vöðvaverkir * °

8%

(8%)

23% (9%)

19%

(29%)

44%

(28%)

Vöðvaslen

2%

(2%)

39%

(40%)

57%

(60%)

13%

(10%)

Bakverkir

10% (7%)

26%

(24%)

31%

(32%)

36%

(37%)

Sársauki í útlim

6%

(3%)

14%

(12%)

 

 

0%

(0%)

Nýru og þvagfæri

 

 

 

 

 

 

 

 

Þvagteppa

1%

(1%)

4%

(6%)

15%

(13%)

 

-

Prótein í þvagi (> 1+)

25%

(26%)

14%

(11%)

5%

(5%)

5%

(3%)

Tíð þvaglát

1%

(1%)

6%

(5%)

12%

(11%)

3%

(5%)

Þvagleki

1%

(1%)

8% (15%)

20%

(19%)

2%

(1%)

Bráð þvaglát

1%

(1%)

8%

(7%)

21%

(17%)

4%

(2%)

Æxlunarfæri og brjóst

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tíðaverkir

2%

(0%)

<1% (<1%)

6%

(5%)

18%

(11%)

Óreglulegar blæðingar *

1%

(2%)

9% (13%)

10% (8%)

17% (8%)

Millitíðablæðingar

2%

(0%)

12% (6%)

10%

(10%)

15% (8%)

Getuleysi

1%

(0%)

7%

(4%)

10%

(11%)

2%

(1%)

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir

á íkomustað

 

 

 

 

Aukaverkanir frá

52%

(11%)

78%

(20%)

89%

(37%)

85%

(37%)

stungustað (ýmis konar)

 

 

 

 

 

 

 

 

Λ * ° §

 

 

 

 

 

 

 

 

Drep á stungustað * °

1%

(0%)

5%

(0%)

6%

(0%)

5%

(0%)

Einkenni lík inflúensu *

44%

(18%)

61%

(40%)

43%

(33%)

52%

(48%)

°

 

 

 

 

 

 

 

 

Sótthiti * °

13% (5%)

40%

(13%)

29%

(24%)

59%

(41%)

Sársauki

4%

(4%)

31%

(25%)

59%

(59%)

52%

(48%)

Brjóstverkir °

1%

(0%)

5%

(4%)

15% (8%)

15%

(15%)

Bjúgur í útlimum

0%

(0%)

26%

(24%)

31%

(32%)

36%

(37%)

Þróttleysi *

22%

(17%)

63%

(58%)

64%

(58%)

49%

(35%)

Kölduhrollur * °

5%

(1%)

23% (7%)

22%

(12%)

46%

(19%)

Sviti *

2%

(1%)

6%

(6%)

10%

(10%)

23%

(11%)

Flokkun eftir líffærum

Eitt tilfelli sem

Síversnandi

Síversnandi

MS með

Aukaverkun

bendir til

MS

MS

köstum og bata

og óeðlileg

MS sjúkdóms

(rannsókn frá

(rannsókn frá

á milli

rannsóknarstofupróf

(BENEFIT) #

Evrópu)

Norður-

 

 

 

 

Ameríku)

 

 

Betaferon

Betaferon

Betaferon

Betaferon

 

 

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

 

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

 

n=292 (n=176)

n=360 (n=358)

n=317(n=308)

n=124 (n=123)

Slappleiki *

0% (1%)

8% (5%)

6% (2%)

15% (3%)

Óeðlileg rannsóknarstofupróf

Λ Marktæk tengsl við Betaferon-meðferð fyrir sjúklinga með fyrsta tilfelli sem gefur til kynna MS, p < 0,05

* Marktæk tengsl við Betaferon-meðferð við MS með köstum og bata, p < 0,05 ° Marktæk tengsl við Betaferon meðferð við síversnandi MS, p < 0,05

§ Aukaverkun á stungustað (ýmis konar) á við um allar aukaverkanir á stungustað, þ.e. eftirfarandi: blæðing á stungustað, ofnæmisviðbrögð á stungustað, bólga á stungustað, þykkildi á á stungustað, drep á stungustað, verkur á stungustað, viðbrögð á stungustað, bjúgur á stungustað og vefjarýrnun á stungustað

& “Einkenni lík inflúensu” á við um einkenni inflúensu og/eða sambland minnst tveggja eftirfarandi aukaverkana: sótthiti, kölduhrollur, vöðvaverkir, slappleiki, sviti.

# Meðan á BENEFIT eftirfylgnirannsókninni stóð komu ekki fram neinar breytingar á þekktum áhættuþáttum Betaferon.

Það MedDRA heiti sem best á við er notað til að lýsa ákveðinni aukaverkun, auk samheita og skyldra kvilla.

Tafla 2: Aukaverkanir sem komu fram eftir markaðssetningu (þar sem tíðni er þekkt eru útreikningar byggðir á samlögðum gögnum úr klínískum rannsóknum N= 1093)

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

 

algengar

( ≥ 1/100 til

(≥ 1/1.000 til

( ≥ 1/10.000 til

þekkt

 

(≥ 1/10) 1

< 1/10) 1

< 1/100) 1

< 1/1.000) 1

 

 

 

 

 

 

 

Blóð og eitlar

 

Blóðleysi

Blóðflagnafæð

Segaöræðakvilli, þ.

 

 

 

 

 

á m.

 

 

 

 

 

blóðflagnafæðarpur

 

 

 

 

 

puri með

 

 

 

 

 

segamyndun/þvag-

 

 

 

 

 

eitrunarblóðlýsa3

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Bráða-

Heilkenni

 

 

 

 

ofnæmisviðbrögð

háræðaleka

 

 

 

 

 

hjá

 

 

 

 

 

sjúklingum

 

 

 

 

 

með

 

 

 

 

 

undirliggjandi

 

 

 

 

 

einstofna

 

 

 

 

 

gammagalla2

 

 

 

 

 

 

Innkirtlar

 

Skjaldvakabrestur

 

Skjaldvakaeitrun

 

 

 

 

 

Skjaldkirtilstruflun

 

Efnaskipti og

 

Þyngdaraukning

Hækkun á

Lystarleysi2

 

næring

 

Þyngdartap

þríglýseríðum í

 

 

 

 

 

blóði

 

 

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

 

algengar

( ≥ 1/100 til

(≥ 1/1.000 til

( ≥ 1/10.000 til

þekkt

 

(≥ 1/10) 1

< 1/10) 1

< 1/100) 1

< 1/1.000) 1

 

 

 

 

 

 

 

Geðræn

 

Ringlun

Sjálfsvígstilraunir

 

 

vandamál

 

 

(sjá einnig kafla

 

 

 

 

 

4.4),

 

 

 

 

 

Hverflyndi

 

 

Taugakerfi

 

 

Krampar

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Hraðtaktur

 

Hjartavöðvakvilli2

 

 

 

 

 

 

 

Öndunarfæri

 

 

 

Berkjukrampi2

Lungna-

brjósthol og

 

 

 

 

háþrýstingur4

miðmæti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

 

 

Brisbólga

 

Lifur og gall

 

Aukning á

Aukning á gamma-

Lifrarskemmd (þar

 

 

 

bilirubini í blóði

glútamýltransferasa

með talin

 

 

 

 

Lifrarbólga

lifrarbólga),

 

 

 

 

 

Lifrarbilun2

 

Húð og

 

Ofsakláði

Mislitun húðar

 

 

undirhúð

 

Kláði

 

 

 

 

 

Hárlos

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stoðkerfi og

Liðverkir

 

 

 

Helluroði af

stoðvefur

 

 

 

 

völdum lyfja

Nýru og

 

 

Nýrungaheilkenni

 

 

þvagfæri

 

 

Nýrnahnoðrahersli

 

 

 

 

 

(sjá kafla 4.4)2, 3

 

 

Æxlunarfæri

 

Asatíðir

 

 

 

og brjóst

 

 

 

 

 

1 Tíðni byggð á samanlögðum gögnum úr klínískum rannsóknum (mjög algengar ≥1/10, algengar ≥1/100 til <1/10, sjaldgæfar ≥ 1/1.000 til < 1/100, mjög sjaldgæfar ≥1/10.000 til <1/1.000, koma örsjaldan fyrir < 1/10.000).

2 Aukaverkanir sem eingöngu hafa komið fram eftir markaðssetningu 3 Áhrif tengd lyfjaflokki interferón beta lyfja (sjá kafla 4.4)

4. Áhrif tengd lyfjaflokki interferón lyfja, sjá lungaháþrýsting hér neðar.

Best viðeigandi MedDRA heiti er notað til að lýsa ákveðinni aukaverkun auk samheita og skyldra kvilla.

Lungnaháþrýstingur

Greint hefur verið frá tilvikum lungnaháþrýstings við notkun lyfja sem innihalda interferón beta. Greint var frá þessum tilvikum á ýmsum tímum þ.m.t. allt að nokkrum árum eftir að meðferð með inerferón beta hófst.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Interferón beta-1b hefur verið gefið fullorðnum krabbameinssjúklingum í skömmtum sem voru allt að 5.500 míkrógrömm (176 milljón alþjóðlegar einingar) í æð, þrisvar í viku án þess að það hefði alvarlegar aukaverkanir á lífsnauðsynlega líkamsstarfsemi.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Frumuboðefni, Interferón,

ATC flokkur: L03 AB 08

Verkunarháttur

Interferón tilheyra flokki náttúrulegra próteina sem nefnast cýtókín. Sameindaþyngd interferóna er á milli 15000 og 21000 Dalton. Greindir hafa verið 3 aðalflokkar interferóna: alfa, beta og gamma. Líffræðileg áhrif interferóns alfa, interferóns beta og interferóns gamma skarast en eru samt ólík. Áhrif interferóns beta-1b eru tegundartengd og þess vegna er sú lyfjafræðilega vitneskja sem skiptir mestu máli fengin með rannsóknum á áhrifum þess á ræktaðar frumur úr mannslíkama eða in vivo rannsóknum á mönnum.

Komið hefur í ljós að interferón beta-1b verkar bæði gegn veirum og hefur áhrif á ónæmiskerfið. Ekki er fullkomlega ljóst á hvern hátt interferón beta-1b verkar hjá MS sjúklingum. En víst er að líffræðileg áhrif interferóns beta 1-b verða til fyrir áhrif þess á tiltekna frumuviðtaka á yfirborði frumna mannslíkamans. Tenging interferóns beta-1b við þessa viðtaka veldur tjáningu ýmissa genaafurða sem talið er að valdi líffræðilegum áhrifum interferóns beta-1b. Sum þessara efna hafa verið mæld í sermi og frumuþáttum úr blóði sjúklinga sem fengið hafa interferón beta-1b. Interferón beta-1b dregur úr bindigetu en eykur um leið innfrumun og niðurbrot interferón-gamma viðtakans. Interferón beta-1b eykur líka bælandi áhrif einkjarna frumna í útæðablóði.

Engar aðskildar rannsóknir voru framkvæmdar varðandi áhrif Betaferon á hjarta og æðakerfið, öndunarfærin eða starfsemi innkirtlalíffæra.

Klínísk verkun og öryggi

RR-MS

Ein stýrð klínisk rannsókn á Betaferon hjá sjúklingum með MS sjúkdóm með köstum og bata á milli sem gátu gengið án aðstoðar (grunnlínu EDSS 0 til 5,5) var framkvæmd. Sjúklingar sem fengu Betaferon sýndu minnkun á tíðni (30%) og alvarleika klíniskra kasta, svo og fjölda innlagna á sjúkrahús vegna sjúkdómsins. Auk þess lengdist tímabilið milli kasta. Það eru engin merki um áhrif Betaferon á lengd kastanna eða á einkennin milli kasta og engin marktæk áhrif sáust á framvindu sjúkdómsins í MS sjúkdómi með köstum og bata á milli.

SP-MS

Framkvæmdar voru tvær stýrðar klíniskar rannsóknir á Betaferon sem tóku til 1.657 sjúklinga með síversnandi MS sjúkdóm (grunnlínu EDSS 3 til 6,5, þ.e. sjúklingar gátu gengið). Sjúklingar með vægan sjúkdóm og þeir sem ekki gátu gengið voru ekki rannsakaðir. Þessum tveim rannsóknum bar ekki saman um þann tíma sem leiða að viðmiðunarpunkti fyrir staðfesta versnun sjúkdómsins, sem gefur til kynna seinkun á skerðingu á starfsgetu.

Önnur af þessum tveimur rannsóknum sýndi fram á tölfræðilega marktæka seinkun á skerðingu starfsgetu (áhættuhlutfall (Hazard Ratio) = 0,69, 95% öryggisbil (0,55, 0,86), p=0,0010, sem svarar til 31% áhættuminnkunar af völdum Betaferon) og seinkun á því að verða bundinn hjólastól (áhættuhlutfall = 0,61, 95% öryggisbil (0,44, 0,85), p=0,0036, sem svarar til 39% áhættuminnkunar af völdum Betaferon) hjá sjúklingum sem fengu Betaferon. Þessi áhrif héldu áfram allan tímann sem fylgst var með sjúklingunum, allt að 33 mánuði. Áhrif meðferðarinnar komu fram í sjúklingum á öllum stigum fötlunar sem rannsökuð voru og óháð virkni kasta.

Íseinni rannsókninni á Betaferon í tengslum við síversnandi MS, kom ekki í ljós nein seinkun á framvindu fötlunar. Vísbendingar eru um að sjúklingar sem tóku þátt í þessari rannsókn hafi í heildina haft minni virkni sjúkdómsins en um var að ræða í hinni rannsókninni á síversnandi MS.

Íafturvirkri heildargreiningu (retrospective meta-analyses) þar sem stuðst var við gögn úr báðum rannsóknum, kom í ljós heildarmeðferðarverkun sem var tölfræðilega marktæk (p=0,0076, 8,0 millj. a.e. Betaferon á móti öllum sjúklingum sem fengu lyfleysu).

Íafturvirkum rannsóknum þar sem skoðaðir voru undirhópar kom fram að meðferðaráhrif á framvindu fötlunar eru líklegust í sjúklingum sem hafa virkan sjúkdóm áður en meðferð hefst (áhættuhlutfall 0,72, 95% öryggismörk (0,59, 0,88), p=0,0011, sem svarar til 28% áhættuminnkunar af völdum Betaferon í sjúklingum með köst eða áberandi EDSS framvindu, 8,0 millj. a.e. Betaferon á móti öllum sjúklingum sem fengu lyfleysu). Þessar afturvirku rannsóknir á undirhópum gáfu vísbendingar um að

köst og jafnframt áberandi EDSS framvinda (EDSS > 1 stig eða > 0,5 stig í tilfellum EDSS ≥6 síðastliðin tvö ár) geti hjálpað að finna sjúklinga með virkan sjúkdóm.

Í báðum rannsóknum kom fram minnkun fjölda (30%) klíniskra kasta hjá sjúklingum í Betaferon meðferð með MS sem versnar stöðugt. Engar vísbendingar eru um að Betaferon hafi áhrif á tímalengd kasta.

Eitt klínískt tilfelli sem bendir til MS

Ein klínísk samanburðarrannsókn var gerð á Betaferon hjá sjúklingum með eitt klínískt tilfelli og segulsneiðmyndun sem gefur til kynna MS sjúkdóm (minnst tveir klínískt óljósir áverkar á T2 mynd úr segulsneiðmyndun). Meðtaldir voru sjúklingar með einhreiðra og fjölhreiðra upptök sjúkdómsins (þ.e. sjúklingar sem sýndu fram á klínísk einkenni eins áverka, annars vegar, og tvö eða fleiri, hins vegar, á miðtaugakerfi). Útiloka þurfti aðra sjúkdóma en MS sem gætu hugsanlega frekar valdið merkjum og einkennum á sjúklingi. Rannsóknin var í tveimur áföngum, samanburðarrannsókn með lyfleysu og síðan fyrirfram skipulögð eftirfylgni. Samanburðarrannsóknin með lyfleysu stóð yfir í 2 ár eða þar til sjúklingar fengu klínískt skilgreindan MS sjúkdóm (CDMS), hvort heldur sem kom á undan. Eftir að samanburðarrannsóknarhlutanum með lyfleysu lauk, hófst fyrirfram skipulagður eftirfylgnihluti rannsóknarinnar á Betaferon, til að meta áhrif meðferðar með Betaferon frá upphafi rannsóknar annars vegar og hins vegar þegar Betaferon meðferð hófst ekki strax. Sjúklingunum sem var í upphafi slembiraðað á Betaferon (hópur sem fékk meðferð strax), eða á lyfleysu (hópur sem ekki fékk meðferð strax) voru bornir saman. Sjúklingar og rannsakendur voru áfram blindaðir fyrir úthlutun meðferðar.

Tafla 3: Helstu niðurstöður um virkni úr BENEFIT og BENEFIT eftirfylgnirannsókninni

 

Niðurstöður eftir 2 ár

Niðurstöður eftir 3 ár

Niðurstöður eftir 5 ár

 

Samanburðarstig við

Opin eftirfylgni

Opin eftirfylgni

 

lyfleysu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Betaferon

 

Lyfleysa

Tafarlaust

Frestað

Tafarlaust

Frestað

 

250 míkróg

 

 

Betaferon

Betaferon

Betaferon

Betaferon

 

 

 

 

250 míkróg

250 míkróg

 

n=292

 

n=176

n=292

míkróg

n=292

míkróg

 

 

n=176

n=176

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi sjúklinga

 

 

 

 

 

 

 

sem lauk

271 (93%)

 

249 (85%)

143 (81%)

235 (80%)

123 (70%)

rannsóknarstigi

 

 

(94%)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalvirknibreytur

Tími að klínískri skilgreiningu á MS sjúkómi (CDMS)

Kaplan-Meier mat

28%

 

45%

37%

51%

46%

 

57%

 

 

 

 

 

 

 

Áhættuminnkun

47% á móti lyfleysu

41% á móti seinkun á

37% á móti seinkun á

 

 

 

 

Betaferon

 

Betaferon

 

Áhættuhlutfall (HR)

HR = 0,53 [0,39, 0,73]

HR = 0,59 [0,42, 0,83]

HR = 0,63 [0,48, 0,83]

með 95% öryggisbili

 

 

 

 

 

 

 

 

log-rank próf

p < 0,0001

 

p = 0,0011

 

p = 0,0027

 

 

Betaferon lengdi

 

 

 

 

 

 

tímann að CDMS um

 

 

 

 

 

 

363 daga, úr 255

 

 

 

 

 

 

dögum hjá lyfleysuhópi

 

 

 

 

 

 

í 618 daga hjá hópnum

 

 

 

 

 

 

á Betaferon (byggt á 25

 

 

 

 

 

 

prósentu mörkum)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími að McDonald MS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaplan-Meier mat

69%

 

85%

Enginn

 

Enginn

 

 

 

 

 

viðmiðunarpunktur

viðmiðunarpunktur

 

 

 

 

 

 

 

 

Áhættuminnkun

43% á móti lyfleysu

 

 

 

 

 

Áhættuhlutfall (HR)

HR = 0,57 [0,46, 0,71]

 

 

 

 

 

með 95% öryggisbili

 

 

 

 

 

 

 

 

log-rank próf

p < 0,00001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími að staðfestri EDSS framvindu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaplan-Meier mat

Enginn

 

16%

24%

25%

 

29%

 

viðmiðunarpunktur

 

 

 

 

 

Áhættuminnkun

40% á móti seinkun á

24% á móti seinkun á

 

 

 

 

 

 

 

Betaferon

 

Betaferon

 

Áhættuhlutfall (HR)

 

 

 

HR = 0,60 [0,39, 0,92]

HR = 0,76 [0,52, 1,11]

með 95% öryggisbili

 

 

 

 

 

 

 

 

log-rank próf

 

 

 

p = 0,022

 

p=0,177

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í samanburðarrannsóknarhlutanum með lyfleysu seinkaði Betaferon framgangi sjúkdóms, frá fyrsta klíníska tilfelli til klínísks skilgreinds MS sjúkdóms (CDMS), á tölfræðilega marktækan og klínískt mikilvægan hátt. Styrkur meðferðarinnar kom einnig fram í seinkun á framgangi MS sjúkdómsins samkvæmt McDonald viðmiði (Tafla 3).

Kannanir á undirhópum miðað við grunngildi sýndu fram á merki um virkni við framvindu til CDMS- stigs í öllum undirhópum sem metnir voru. Hætta á framgangi sjúkdómsins til CDMS-stigs innan 2 ára var meiri hjá einhreiðra sjúklingum með minnst 9 T2 áverka eða Gd-skyggingu á heilasegulsneiðmynd við grunngildi. Hjá fjölhreiðra sjúklingum tengdust niðurstöður segulsneiðmyndunar við grunngildi ekki CDMS áhættu, sem bendir til mikillar hættu áCDMS vegna útbreiðslu sjúkdómsins, samkvæmt klínískum skoðunum. Eins og staðan er, er ekki til nein föst skilgreining á sjúklingi í mikilum áhættuhópi, þó svo að venjan sé að telja a.m.k. 9 mikla T2 áverka á upphafs segulsneiðmynd og a.m.k. einn nýjan T2 eða einn nýjan áverka við Gd-skyggingu á eftirfylgnissneiðmynd sem tekin er a.m.k. einum mánuði eftir upphafssneiðmynd. Í öllum tilfellum skyldi aðeins íhuga meðferð fyrir þá sjúklinga sem teljast í miklum áhættuhópi.

Meðferð með Betaferon gekk vel þar sem langflestir kláruðu meðferð (93% í Betaferon hópnum). Skammtaaðlögunartími var notaður og bólgueyðandi lyf án stera voru gefin í upphafi meðferðar til að auka þol gegn Betaferon. Auk þess notuðu flestir sjúklingar sjálfvirkar sprautur meðan á meðferðinni stóð.

Í opna eftirfylgnihlutanum voru meðferðaráhrifin á CDMS enn greinileg að 3 og 5 árum liðnum (Tafla 3), jafnvel þótt meirihluti sjúklinga úr lyfleysuhópi fengi Betaferon ekki síðar en frá öðru ári eftirfylgninnar. EDSS framvinda í eftirfylgnihlutanum (staðfest aukning á EDSS um a.m.k. eitt stig miðað við grunngildi) var hægari hjá hópnum sem fékk tafarlausa meðferð (Tafla 3, marktæk áhrif eftir 3 ár, engin marktæk áhrif eftir 5 ár). Hjá meirihluta sjúklinga í báðum meðferðarhópum jókst fötlun ekki á 5 ára tímabilinu. Ekki var hægt að sýna fram á sterkar vísbendingar um ávinning samkvæmt þessari virknibreytu hvað varðar „tafarlausa“ meðferð. Ekki varð vart við neinn ávinning varðandi lífsgæði (sem mældur var með starfsemismati (FAMS – Functional Assessment of MS: Treatment Outcomes Index (Vísitala meðferðarárangurs))) sem rekja mátti til tafarlausrar meðferðar með Betaferon.

RR-MS, SP-MS og eitt stakt tilfelli sem bendir til MS:

Betaferon virkaði í öllum MS rannsóknum til minnkunar sjúkdómsvirkni (bráðrar bólgu í miðtaugakerfinu og varanlegra vefjabreytinga) skv. mælingum með segulsneiðmyndun (MRI). Enn er ekki að fullu þekkt hvert sambandið er á milli virkni MS sjúkdóms sem mæld er með MRI og klínísks ástands.

5.2Lyfjahvörf

Fylgst var með styrk lyfsins í sermi sjúklinga og sjálfboðaliða með líffræðilegri greiningaraðferð sem er ekki fullkomlega sérhæf. Mesti styrkur í sermi reyndist vera 40 a.e./ml, 1-8 klst. eftir að 500 míkrógrömm (16,0 milljón a.e.) af interferón beta-1b voru gefin undir húð. Af allmörgum rannsóknum hafa menn dregið þá ályktun að meðalúthreinsun hafi í mesta lagi verið 30 ml/mín/kg og meðal helmingunartími í dreifingarfasa í sermi hafi ekki verið yfir 5 klst.

Þegar lyfið er notað annan hvern dag, eykur það ekki styrk lyfsins í sermi og virðist heldur ekki hafa áhrif á lyfjahvörf lyfsins.

Heildar aðgengi interferóns beta-1b sem gefið er undir húð var um 50%.

5.3Forklínískar upplýsingar

Engar rannsóknir á bráðum eitrunaráhrifum hafa verið gerðar. Þar sem nagdýr svara ekki interferóni beta úr mönnum, var áhættumat byggt á endurteknum skammtarannsóknum með rhesus öpum. Skammvinn hækkun á líkamshita kom í ljós, einnig marktæk fjölgun á eitilfrumum og marktæk fækkun á blóðflögum og deili-hlutleysiskyrningum. Engar langtímarannsóknir hafa verið framkvæmdar.

Engar langtímarannsóknir hafa verið gerðar. Frjósemisrannsóknir á reshus öpum leiddu í ljós eituráhrif á móður og fóstur sem olli aukinni tíðni fósturláta. Engin vansköpun sást hjá eftirlifandi dýrum. Engar frjósemisrannsóknir hafa verið framkvæmdar. Engin áhrif sáust á tímgunarhring apa. Reynsla byggð á öðrum interferónum gefur til kynna mögulega hættu á skertri frjósemi hjá konum og körlum.

Í einni rannsókn á erfðaeituráhrifum (Ames próf) sáust engar stökkbreytingar. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum. In vitro frumubreytingapróf gaf ekki neina vísbendingu um hugsanleg æxlismyndandi áhrif.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Hettuglas (með stungulyfsstofni, lausn)

Albúmín úr mönnum (human albumin)

Mannitól

Leysir (Natríumklóríð lausn 5,4 mg/ml (0,54% w/v)):

Natríumklóríð

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en meðfylgjandi leysi sem nefndur er í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

2 ár.

Þegar lyfið hefur verið blandað er mælt með að það sé notað tafarlaust. Þó hefur verið sýnt fram á að efna- og eðliseiginleikar þess haldist óraskaðir í 3 klukkustundir við 2-8°C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Má ekki frjósa.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Hettuglas (með stungulyfsstofni, lausn):

3 ml glært hettuglas (úr gleri af gerð I) með bútýlgúmmítappa (af gerð I) og innsiglað með álhettu.

Leysir (með natríumklóríð lausn 5,4 mg/ml (0,54% w/v)): 1,2 ml áfyllt sprauta (úr gleri af gerð I) með 1,2 ml leysi.

Pakkningastærðir:

-5 hettuglös með stofni og 5 áfylltar sprautur með leysi eða

-15 hettuglös með stofni og 15 áfylltar sprautur með leysi.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Blöndun:

Til að blanda frostþurrkað interferón beta-1b fyrir innspýtingu skal nota meðfylgjandi áfyllta sprautu með leysi og nál til þess að sprauta 1,2 ml af leysi (natríumklóríð lausn, 5,4 mg/ml (0.54 % w/v)) í Betaferon hettuglasið. Leysið duftið alveg upp án þess að hrista glasið. Eftir blöndun skal draga 1,0 ml úr hettuglasinu upp í sprautu til að gefa 250 míkrógrömm af Betaferóni.

Athugun fyrir notkun

Skoðið lausnina með berum augum áður en hún er notuð. Uppleyst er efnið frá litlausu yfir í daufgult og með a.m.k. daufum ópalblæ.

Innihaldi lausnin einhverjar agnir eða sé hún mislit, skal fleygja henni.

Förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Bayer AG

51368 Leverkusen Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/95/003/003

EU/1/95/003/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu: 30. nóvember 1995

Dagsetning síðustu endurnýjunar: 31. janúar 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

1. HEITI LYFS

Betaferon 250 míkrógrömm/ml, stungulyfsstofn og leysir, lausn

2. INNIHALDSLÝSING

Raðbrigði af interferóni beta-1b 250 míkrógrömm (8,0 milljón alþjóðlegar einingar) á hvern ml eftir blöndun.

Betaferon inniheldur 300 míkrógrömm (9,6 milljón a.e.) af raðbrigði af interferóni beta-1b í hverju hettuglasi.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Sæfður hvítur til beinhvítur stofn.

4. KLÍNISKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Betaferon er ætlað til meðferðar á

sjúklingum sem hafa orðið fyrir mergslíðursviptingu einu sinni með virkri bólgumyndun, ef hún er svo alvarlega að barksteragjöf í æð er réttlætanleg, ef önnur sjúkdómsgreining hefur verið útilokuð og þeir teljast eiga mikla hættu á að fá staðfestanMS sjúkdóm (sjá kafla 5.1).

sjúklingum með MS sjúkdóm með köstum og bata á milli (relapsing remitting MS) og tveimur eða fleiri köstum síðastliðin tvö ár.

sjúklingum með síversnandi MS sjúkdóm (secondary progressive MS) með virkum sjúkdómi, sem sést með köstum.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Ákvörðun um meðferð með Betaferon skal vera í höndum læknis með reynslu í meðferð á sjúkdómnum.

Skammtar

Fullorðnir

Ráðlagður skammtur af Betaferon, er 250 míkrógrömm (8,0 milljón alþjóðlegar einingar) sem jafngildir 1 ml af tilbúinni lausn (sjá kafla 6.6) sem gefinn er undir húð annan hvorn dag.

Börn

Engar klínískar rannsóknir eða lyfjahvarfarannsóknir hafa verið gerðar á börnum eða unglingum. Samt sem áður gefa takmörkuð birt gögn til kynna að öryggi hjá unglingum frá 12 til 16 ára sem fengu Betaferon 8,0 milljón a.e. undir húð annan hvern dag sé svipað því sem sést hjá fullorðnum. Betaferon hefur ekki verið rannsakað hjá börnum undir 12 ára aldri. Betaferon er því ekki ætlað fyrir þennan aldurshóp.

Framleitt með erfðatæknilegum aðferðum úr stofni af Escherichia coli.

Venjulega er mælt með að fundinn sé hæfilegur skammtur með aðlögunartíma í upphafi meðferðar.

Sjúklingar ættu að fá 62,5 míkrógrömm (0,25 ml) undir húð annan hvern dag til að byrja með og auka skyldi svo skammtinn hægt og rólega í 250 míkrógrömm (1,0 ml) annan hvern dag (sjá töflu A). Breyta má aðlögunartímanum ef verulegar aukaverkanir koma fram. Til að ná fram nægilegri virkni þarf að gefa 250 míkrógramma (1,0 ml) skammt annan hvern dag

Aðlögunarpakki með fjórum þreföldum pakkningum er fáanlegur til notkunar á aðlögunartímanum og til upphafsmeðferðar sjúklingsins með Betaferon. Pakkinn inniheldur það sem sjúklingurinn þarf fyrir fyrstu 12 inndælingarnar. Þreföldu pakkningarnar eru merktar í mismunandi lit (sjá kafla 6.5).

Tafla A: áætlun skammtaaðlögunartíma*

meðferðardagur

skammtur

magn

1, 3, 5

62,5

míkrógrömm

0,25

ml

7, 9, 11

míkrógrömm

0,5

ml

13, 15, 17

187,5

míkrógrömm

0,75

ml

19, 21, 23 o.s.frv.

míkrógrömm

1,0

ml

* Aðlögunartímanum má breyta ef verulegar aukaverkanir koma fram.

Ákjósanlegasta skömmtun er þó ekki að fullu þekkt.

Sem stendur er ekki vitað hversu lengi skal meðhöndla sjúklinginn. Til staðar eru eftirlitsupplýsingar við klínískar meðferðarrannsóknir með samanburðarhóp fyrir sjúklinga með MS-sjúkdóm, sem lýsir sér í ýmist köstum eða bata, í allt að 5 ár og fyrir sjúklinga með síðágengan MS-sjúkdóm í allt að 3 ár. Sýnt hefur verið fram á virkni við MS sjúkdómi sem lýsir sér í ýmist köstum eða bata, fyrstu 2 árin. Þau gögn sem eru til staðar fyrir þjú ár til viðbótar benda til þess að Betaferon haldi lækningalegu notagildi yfir allan tímann.

Hjá sjúklingum með stakt klínískt tilfelli sem bendir til MS sjúkdóms seinkaði framrás yfir í klínískt staðfestan MS-sjúkdóm marktækt á fimm ára tímabili.

Ekki er mælt með meðferð á sjúklingum með MS-sjúkdóm sem lýsir sér með köstum og bata á milli sem hafa fengið færri en 2 köst á síðastliðnum 2 árum eða hjá sjúklingum með síversnandi MS sem hafa ekki haft virkan sjúkdóm síðastliðin 2 ár.

Ef sjúklingurinn svarar ekki meðferðinni, t.d. ef stöðug versnun á EDSS (expanded disability status scale) á sér stað í 6 mánuði eða ef nauðsynlegt reynist að gefa meðferðarkúra með ACTH eða barksterum oftar en þrisvar sinnum á árstímabili, þrátt fyrir meðhöndlun með Betaferon, skal hætta meðferðinni með Betaferon.

Lyfjagjöf

Til inndælingar undir húð.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3 Frábendingar

-Upphaf meðferðar á meðgöngu (sjá kafla 4.6)

-Sjúklingar með sögu um ofnæmi fyrir náttúrulegu eða raðbrigða interferóni beta, manna albúmíni eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-Sjúklingar með alvarlegt þunglyndi og/eða sjálfsvígshugleiðingar (sjá kafla 4.4 og 4.8).

-Sjúklingar með vantempraðan lifrarsjúkdóm (sjá kafla 4.4, 4.5 og 4.8).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ónæmiskerfiskvillar

Notkun frumuboðefna við meðferð sjúklinga með einstofna gammagalla hefur verið tengd þróun háræðalekaheilkenna í líkamanum með einkennum sem líkjast losti og enda með dauða.

Meltingarfærakvillar

Í mjög sjaldgæfum tilfellum greindist brisbólga við Betaferon-notkun, oft samfara háum styrk þríglýseríða í blóði.

Taugakerfiskvillar

Gefa ætti Betaferon með varúð handa sjúklingum með þunglyndi eða sögu um slíkt, sérstaklega þeim sem eru með sögu um sjálfsvíghugleiðingar (sjá kafla 4.3). Þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingar finnast oftar hjá einstaklingum með MS sjúkdóm og í tengslum við interferón notkun. Sjúklingum sem fá Betaferon skal ráðlagt að greina lækni sem ávísar lyfinu strax frá öllum einkennum um þunglyndi og/eða sjálfsvígshugleiðingar. Fylgjast skal vel með sjúklingum sem verða þunglyndir við meðferð á Betaferon og þeir meðhöndlaðir eins og við á. Íhuga skal að hætta meðferð með Betaferon (sjá einnig kafla 4.3 og 4.8).

Gefa skal Betaferon með varúð handa sjúklingum með sögu um krampa og handa þeim sem eru á flogaveikilyfjum, sérstaklega ef flogaveikin er ekki vel stýrt með flogaveikilyfjum (sjá kafla 4.5 og 4.8).

Þetta lyf inniheldur albúmín úr mönnum og því er fyrir hendi gífurlega fjarlægur möguleiki á að það beri veirusjúkdóma. Einnig er ekki hægt að útiloka að lyfið geti borið Creutzfeld-Jacob veiki.

Rannsóknarstofupróf

Mælt er með að framkvæmd séu skjaldkirtilspróf reglulega hjá sjúklingum með sögu um truflanir á starfsemi skjaldkirtils eða sem hafa klíníska ábendingu.

Til viðbótar við þeim prófum sem venjulega þarf við eftirlit sjúklinga með MS-sjúkdóm er mælt með heildarblóðprófum á deilitalningu hvítra blóðkorna, blóðflagna og blóðefnafræði, þar á meðal

lifrarprófa (t.d. AST (SGOT), ALT (SGPT) og γ-GT), áður en meðferð hefst og með reglulegu millibili eftir að Betaferon-meðferð er hafin og svo eftir að klínísk sjúkdómseinkenni eru ekki lengur til staðar.

Hugsanlega þarf að fylgjast náið með sjúklingum með blóðleysi, blóðflagnafæð, hvítkornafæð (stök einkenni eða sambland einkenna) hvað varðar heildarblóðkornatölu, deilitalningu og blóðflagnatölur. Fylgjast skal náið með hita og sýkingareinkennum hjá sjúklingum sem fá hlutleysiskyrningafæð.

Greint hefur verið frá blóðflagnafæð þar sem blóðflagnatala lækkaði gífurlega mikið.

Lifrar- og gallkvillar

Í klínískum rannsóknum á Betaferon voru mjög algengar einkennalausar transamínasa hækkanir í blóði. Í flestum tilfellum voru þær vægar og gengu til baka. Líkt og fyrir önnur beta interferón hefur verið tilkynnt um mjög sjaldgæf tilvik af alvarlegum lifraskemmdum, þar með talin lifrabilun, hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Betaferon. Alvarlegustu tilfellin áttu sér oft stað hjá sjúklingum sem fengu önnur lyf eða efni sem þekkt eru fyrir tengsl við lifrarskemmdir eða ef um er að ræða sjúklegt ástand (t.d. illkynja sjúkdóm með meinvörpum, alvarlega sýkingu og blóðeitrun, misnotkun alkóhóls).

Fylgjast ætti með einkennum um lifrarskemmdir hjá sjúklingum. Ef hækkun á transamínasa í blóði kemur fram, þarf að fylgjast vel með sjúklingnum. Íhuga skal hvort hætta þurfi á Betaferon, ef magnið hækkar marktækt eða er tengt klínískum einkennum eins og gulu. Eftir að lifrarensím eru komin í eðlilegt horf, má íhuga að hefja meðferðina aftur með viðeigandi áframhaldandi athugunum á lifrarstarfsemi ef klíniskar vísbendingar fyrir lifrarskemmdum eru ekki til staðar.

Nýrna- og þvagfærakvillar

Gæta skal varúðar og fylgjast náið með sjúklingum með alvarlega nýrnabilun ef þeim er gefið interferón beta.

Nýrungaheilkenni

Tilkynnt hefur verið um tilvik nýrungaheilkennis með mismunandi undirliggjandi nýrnakvillum, þ.á.m. samfallsafbrigði nýrungaheilkennis með staðbundnum og geirabundnum nýrahnoðra- meinsemdum (collapsing focal segmental glomerulosclerosis, FSGS), nýrungaheilkenni með minniháttar nýrahnoðraafbrigði (minimal change disease, MCD), himnu- og fjölgunarnýrnahnoðra- bólgu (membranoproliferative glomerulonephritis, MPGN) og himnunýrnahnoðrabólgu (membranous glomerulopathy, MGN) meðan á meðferð með lyfjum sem innihalda interferón beta stendur. Tilkynnt var um þessi tilvik á mismunandi tímapunktum meðan á meðferð stóð og þau geta komið fram eftir nokkurra ára meðferð með interferón beta. Ráðlagt er að viðhafa reglulegt eftirlit með fyrstu ummerkjum og einkennum, t.d. bjúg, próteinmigu og skertri nýrnastarfsemi, einkum hjá sjúklingum sem eru í aukinni hættu á að fá nýrnasjúkdóm. Nýrungaheilkenni krefst tafarlausrar meðferðar og íhuga skal að hætta meðferð með Betaferon.

Hjartakvillar

Einnig skal gæta varúðar við notkun Betaferon hjá sjúklingum sem þjást af fyrri hjartakvillum. Fylgjast skal með hvort einkenni hjá sjúklingum með alvarlega hjartakvilla eins og hjartabilun, kransæðasjúkdóm eða hjartsláttartruflun versni, sérstaklega í upphafi Betaferon-meðferðar.

Þótt ekki sé vitað til þess að Betaferon hafi bein eituráhrif á hjarta, þá geta flensulík einkenni sem tengjast beta interferónum valdið streitu hjá sjúklingum með meiriháttar hjartasjúkdóma. Eftir að lyfið kom á markað var örsjaldan greint frá því að einkenni sjúklinga með alvarlega hjartasjúkdóma hefðu tímabundið versnað þegar Betaferon-meðferð hófst.

Mjög sjaldgæft er að tilkynnt hafi verið um hjartavöðvakvilla. Ef slíkur kvilli kemur upp og grunur leikur á að Betaferon tengist honum skal hætta meðferð.

Segaöræðakvilli

Tilkynnt hefur verið um tilfelli segaöræðakvilla, sem kemur fram sem blóðflagnafæðarpurpuri með segamyndun eða þvageitrunarblóðlýsa, þ.m.t. banvæn tilfelli, við meðferð með interferón beta lyfjum. Tilkynnt var um tilvik á ýmsum tímapunktum meðferðar og þau geta komið fram allt frá nokkrum vikum til mörgum árum eftir að meðferð er hafin með interferón beta. Snemmbúin klínísk einkenni eru blóðflagnafæð, nýtilkominn háþrýstingur, hiti, einkenni frá miðtaugakerfi (t.d. ringlun, máttminnkun

(paresis)) og skert nýrnastarfsemi. Rannsóknaniðurstöður sem benda til segaöræðakvilla eru blóðflagnafæð, hækkun á laktatdehýdrógenasa í sermi vegna blóðlýsu og rauðkornabrot (schistocytes) í blóðstroki. Ef klínísk einkenni segaöræðakvilla koma fram er því ráðlagt að gera

frekari rannsóknir á magni blóðflagna, magni laktatdehýdrógenasa í sermi, blóðstroki og nýrnastarfsemi. Greining á segaöræðakvilla krefst tafarlausrar meðferðar (íhuga skal blóðvökvaskipti) og mælt er með tafarlausri stöðvun meðferðar með Betaferon.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Alvarlega ofnæmisviðbrögð (mjög sjaldgæf bráðaeinkenni eins og berkjukrampi, bráðaofnæmi og ofsakláði) eru hugsanleg. Ef ofnæmisviðbrögð eru alvarleg skal hætta Betaferon-meðferð og hefja viðeigandi meðferð á einkennum.

Greint hefur frá drepi á stungustað hjá sjúklingum í Betaferon-meðferð (sjá kafla 4.8). Það getur verið útbreitt um vöðvafell og fitu og getur því myndað ör. Stundum getur sárahreinsun verið nauðsynleg og í fáum tilfellum getur verið þörf á húðágræðslu sem tekur allt að 6 mánuði að gróa.

Ef húð á sjúklingi rofnar og hugsanlegt er að það tengist bólgum eða vessalosun á stungustað skal sjúklingur ráðfæra sig við lækninn áður en inngjöf með Betaferon heldur áfram.

Ef sjúklingur fær margar vefjaskemmdir skal hætta notkun Betaferon þar til þær eru grónar. Sjúklingar með stakar vefjaskemmdir geta haldið áfram Betaferon-meðferð svo lengi sem drep er ekki of útbreitt, þar sem slíkar skemmdir á stungustað hafa gróið hjá sumum sjúklingum við Betaferon-meðferð.

Til að draga úr hættu á drepi á stungustað er sjúklingum ráðlagt að:

sprauta sig með fullri smitgát

skipta um stungustað við hverja gjöf.

Draga má úr tíðni aukaverkana á stungustað með því að nota sjálfvirkar sprautur. Í miðstýrðu rannsókninni á sjúklingum með eitt tilfelli sem bendir til MS sjúkdóms, voru slíkar sprautur notaðar af flestum sjúklingum. Aukaverkanir og drep á stungustað komu sjaldnar fram í þessari rannsókn en í öðrum miðstýrðum rannsóknum.

Fylgjast skal reglulega með hvernig sjúklingur sprautar sig sjálfur, sérstaklega ef viðbrögð á stungustað hafa komið fram.

Mótefnamyndun

Eins og við á um öll meðferðarprótein, þá er hætta á mótefnamyndun. Safnað var blóðsýnum á þriggja mánaða fresti í klínískum meðferðarprófunum með samanburðarhóp til að kanna myndun mótefna við Betaferon.

Í mismunandi klínískum samanburðarrannsóknum á MS sjúkdómi með köstum og bata á milli og síversnandi MS sjúkdómi mynduðu milli 23% og 41% sjúklinga interferón beta 1b hlutleysandi mótefni í sermi, staðfest af a.m.k. tveimur samfelldum jákvæðum mælingum, á milli 43% og 55% af þessum sjúklingum töpuðu hlutleysandi mótefnum varanlega á athugunartímabili sem eftir fór í viðkomandi rannsókn (staðfest af a.m.k. tveimur samfelldum neikvæðum mælingum).

Myndun hlutleysandi mótefna í þessum rannsóknum er tengd minnkaðri klínískri virkni sem kemur einungis fram í fjölda kasta. Sumar rannsóknir sýna að þessi áhrif gætu verið meiri hjá sjúklingum með hærri títra af hlutleysandi mótefnum.

Í rannsóknum á sjúklingum með eitt tilfelli sem bendir til MS sjúkdóm var hlutleysandi virkni mæld á 6 mánaða fresti og kom hún fram a.m.k. einu sinni hjá 32% (89) sjúklinga sem fengu Betaferon meðferð strax. Af þeim fengu 60% (53) aftur neikvæða niðurstöðu á grundvelli síðasta fyrirliggjandi mats á fimm ára tímabilinu. Meðan á þessu tímabili stóð var þróun á hlutleysandi virkni tengd marktækri aukningu á nýlegum virkum áverkum og stærð T2 áverka á segulsneiðmyndum. Þetta virtist hins vegar ekki tengjast klínískri virkni (með tilliti til tíma sem leið fram að klínískt öruggum MS sjúkdómi (CDMS), tíma að staðfestri EDSS (expanded disability status scale) aukningu og bakslagstíðni).

Nýjar aukaverkanir hafa ekki verið tengdar myndun á hlutleysandi mótefnum.

Sýnt hefur verið fram á in vitro að Betaferon krossvirki við náttúrulegt beta interferón. Hins vegar hefur þetta ekki verið rannsakað in vivo og óvíst er um klíniskt mikilvægi þess.

Það eru litlar og ófullnægjadi upplýsingar til um sjúklinga sem myndað hafa hlutleysandi mótefni og hafa lokið Betaferon meðferð.

Ákvörðun um að halda áfram eða stöðva meðferð ætti að byggja á heildarsjúkdómsstöðu sjúklings frekar en stöðu hlutleysandi mótefna einni sér.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum.

Áhrif þess að gefa 250 míkrógrömm (8 milljón alþjóðlegar einingar) af Betaferon annan hvern dag á lyfjaumbrot í MS sjúklingum eru óþekkt. Sjúklingar á Betaferon hafa þolað vel meðferð með barksterum eða ACTH meðferð við köstum í allt að 28 daga.

Þar sem klíniska reynslu vantar hjá MS sjúklingum er ekki mælt með notkun Betaferon með lyfjum sem hafa áhrif á ónæmiskerfið öðrum en barksterum og ACTH.

Greint hefur verið frá að ýmis interferón dragi úr virkni cýtókróm P450-háðra lifrarensíma í mönnum og dýrum. Varúðar skal gætt við samhliða gjöf lyfja sem hafa þröng meðferðarbil og byggja aðallega á cýtókróm P450 kerfinu í lifur við úthreinsun, t.d. flogaveikilyf. Sérstakar varúðar skal gætt við samhliða gjöf lyfja sem hafa áhrif á blóðmyndunarkerfið.

Engar rannsóknir á milliverkunum við flogaveikilyf hafa verið framkvæmdar.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar eru til um notkun Betaferon á meðgöngu. Þau gögn sem til eru benda til að áhætta geti aukist á skyndilegum fósturmissi. Upphaf meðferðar á meðgöngu er frábending (sjá kafla 4.3).

Konur á barneignaraldri

Konur á frjósemisskeiði ættu að nota viðeigandi getnaðarvarnir. Ef sjúklingur verður barnshafandi eða áformar að verða það meðan á Betaferon-meðferð stendur, ber að upplýsa konuna um þær hættur sem slíku geta fylgt, og ber að íhuga að hætta meðferðinni (sjá kafla 5.3). Hjá sjúklingum með háa tíðni bakslaga fyrir meðferð, er hættan á alvarlegu bakslagi við stöðvun á Betaferon gjöf og við meðgöngu skal leggja mat á það varðandi hættuna á skyndilegu fósturláti.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort interferón beta-1b skilst út í móðurmjólk. Vegna möguleika á því að Betaferon geti haft alvarlegar aukaverkanir á barn á brjósti skal ákveða hvoru skuli hætta, brjóstagjöfinni eða Betaferon meðferðinni.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum á hæfni til aksturs og notkunar véla.

Betaferon meðferð getur valdið aukaverkunum frá miðtaugakerfi sem gæti haft áhrif á hæfni til aksturs og stjórnunar véla hjá viðkvæmum sjúklingum.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Í upphafi meðferðar er mikið um aukaverkanir en að jafnaði dregur úr þeim þegar meðferðinni er haldið áfram. Þær aukaverkanir sem oftast koma fram eru inflúensulík einkenni (sótthiti, kölduhrollur, liðverkir, slappleiki, sviti, höfuðverkur eða verkur í vöðvum), sem tengist aðallega lyfjafræðilegum áhrifum lyfsins og óþægindi á stungustað. Viðbrögð á stungustað voru algeng eftir Betaferon-inngjöf. Umtalsverð tengsl voru á milli 250 míkrógramma (8 milljón a.e.) Betaferon-skammts og roða, bólgu, litabreytinga, verkja, ofnæmis, dreps og almennra viðbragða.

Venjulega er mælt með að fundinn sé hæfilegur skammtur með aðlögunartíma í upphafi meðferðar til að auka þol gegn Betaferon (sjá kafla 4.2). Einning má draga úr inflúensulíkum einkennum með því að gefa bólgueyðandi lyf sem ekki innihalda stera.Draga má úr tíðni aukaverkana á stungustað með því að nota sjálfvirkar sprautur.

Tafla yfir aukaverkanir

Eftirfarandi yfirlit um aukaverkanir er byggt á skýrslum um klínískar prófanir (Tafla 1, aukaverkanir og óeðlileg rannsóknarstofupróf) og um könnun á notkun Betaferon eftir markaðssetningu (Tafla 2, þar sem tíðni aukaverkana er þekkt, eru útreikningar byggðir á samanlögðum gögnum úr klínískum rannsóknum (mjög algengar ≥ 1/10, algengar ≥1/100 til <1/10, sjaldgæfar ≥1/1.000 til < 1/100, mjög sjaldgæfar ≥1/10. 000 til < 1/1.000 og koma örsjaldan fyrir < 1/10.000)) við notkun Betaferon. Reynsla af Betaferon hjá sjúklingum með MS er takmörkuð og getur því verið að enn hafi menn ekki gefið gaum að þeim aukaverkunum sem koma örsjaldan fyrir.

Tafla 1: Aukaverkanir og óeðlileg rannsóknarstofupróf, með tíðni >10% eða meira, ásamt prósentutölum fyrir lyfleysu; aukaverkanir með tíðni <10% byggt á tilkynningum úr klínískum prófunum.

Flokkun eftir líffærum

Eitt tilfelli sem

Síversnandi

Síversnandi

MS með

Aukaverkun

bendir til

MS

MS

köstum og bata

og óeðlileg

MS sjúkdóms

(rannsókn frá

(rannsókn frá

á milli

rannsóknarstofupróf

(BENEFIT) #

Evrópu)

Norður-

 

 

 

 

 

 

 

Ameríku)

 

 

 

Betaferon

Betaferon

Betaferon

Betaferon

 

 

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

 

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

 

n=292 (n=176)

n=360 (n=358)

n=317(n=308)

n=124 (n=123)

Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

 

 

Sýking

6%

(3%)

13%

(11%)

11%

(10%)

14%

(13%)

Graftarkýli

0%

(1%)

4%

(2%)

4%

(5%)

1%

(6%)

Blóð og eitlar

 

 

 

 

 

 

 

 

Fækkun eitilfruma

79%

(45%)

53%

(28%)

88%

(68%)

82%

(67%)

(<1.500/mm3 ) Λ°

 

 

 

 

 

 

 

 

Fækkun hlutl.kyrn.

11% (2%)

18% (5%)

4% (10%)

18% (5%)

(<1.500/mm3 ) Λ

 

 

 

 

 

 

 

 

Fækkun hvítra

11% (2%)

13% (4%)

13% (4%)

16% (4%)

blóðfruma

 

 

 

 

 

 

 

 

(<3.000/mm3) Λ* °

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitlakvillar

1%

(1%)

3%

(1%)

11% (5%)

14%

(11%)

Efnaskipti og næring

 

 

 

 

 

 

 

 

Lækkun glúkósa í blóði

3%

(5%)

27%

(27%)

5%

(3%)

15%

(13%)

(< 55 mg/dl)

 

 

 

 

 

 

 

 

Geðræn vandamál

 

 

 

 

 

 

 

 

Þunglyndi

10%

(11%)

24%

(31%)

44%

(41%)

25%

(24%)

Kvíði

3%

(5%)

6%

(5%)

10%

(11%)

15%

(13%)

Taugakerfi

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfuðverkur Λ

27%

(17%)

47%

(41%)

55%

(46%)

84%

(77%)

Sundl

3%

(4%)

14%

(14%)

28%

(26%)

35%

(28%)

Svefnleysi

8%

(4%)

12% (8%)

26%

(25%)

31%

(33%)

Mígreni

2%

(2%)

4%

(3%)

5%

(4%)

12%(7%)

Dofi

16%

(17%)

35%

(39%)

40%

(43%)

19%

(21%)

Augu

 

 

 

 

 

 

 

 

Tárubólga

1%

(1%)

2%

(3%)

6%

(6%)

12%

(10%)

Óeðlileg sjón Λ

3%

(1%)

11%

(15%)

11%

(11%)

7%

(4%)

Eyru og völundarhús

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyrnaverkur

0%

(1%)

<1% (1%)

6%

(8%)

16%

(15%)

Hjarta

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjartsláttarónot *

1%

(1%)

2%

(3%)

5%

(2%)

8%

(2%)

Æðar

 

 

 

 

 

 

 

 

Æðavíkkun

0%

(0%)

6%

(4%)

13% (8%)

18%

(17%)

Flokkun eftir líffærum

Eitt tilfelli sem

Síversnandi

Síversnandi

MS með

Aukaverkun

bendir til

MS

MS

köstum og bata

og óeðlileg

MS sjúkdóms

(rannsókn frá

(rannsókn frá

á milli

rannsóknarstofupróf

(BENEFIT) #

Evrópu)

Norður-

 

 

 

 

 

 

 

Ameríku)

 

 

 

Betaferon

Betaferon

Betaferon

Betaferon

 

 

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

 

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

 

n=292 (n=176)

n=360 (n=358)

n=317(n=308)

n=124 (n=123)

Háþrýstingur °

2%

(0%)

4%

(2%)

9%

(8%)

7%

(2%)

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

 

 

 

 

 

 

Sýking í efri hluta

18%

(19%)

3%

(2%)

 

 

 

 

öndunarvegs

 

 

 

 

 

 

 

 

Skútabólga

4%

(6%)

6%

(6%)

16%

(18%)

36%

(26%)

Aukinn hósti

2%

(2%)

5% (10%)

11%

(15%)

31%

(23%)

Hvíldarmæði *

0%

(0%)

3%

(2%)

8%

(6%)

8%

(2%)

Meltingarfæri

 

 

 

 

 

 

 

 

Niðurgangur

4%

(2%)

7% (10%)

21%

(19%)

35%

(29%)

Hægðatregða

1%

(1%)

12%

(12%)

22%

(24%)

24%

(18%)

Ógleði

3%

(4%)

13%

(13%)

32%

(30%)

48%

(49%)

Uppköst Λ

5%

(1%)

4%

(6%)

10%

(12%)

21%

(19%)

Kviðverkir °

5%

(3%)

11% (6%)

18%

(16%)

32%

(24%)

Lifur og gall

 

 

 

 

 

 

 

 

Aukning alanín-

18% (5%)

14% (5%)

4%

(2%)

19% (6%)

amínótransferasa

 

 

 

 

 

 

 

 

(SGPT >5 sinnum

 

 

 

 

 

 

 

 

grunngildi) Λ * °

 

 

 

 

 

 

 

 

Aukning aspartat-

6%

(1%)

4%

(1%)

2%

(1%)

4%

(0%)

amínótransferasa

 

 

 

 

 

 

 

 

(SGOT >5 sinnum

 

 

 

 

 

 

 

 

grunngildi) Λ * °

 

 

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

 

 

 

 

 

 

 

Húðkvilli

1%

(0%)

4%

(4%)

19%

(17%)

6%

(8%)

Útbrot Λ°

11% (3%)

20%

(12%)

26%

(20%)

27%

(32%)

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

 

 

 

 

 

 

Vöðvaspenna °

2%

(1%)

41%

(31%)

57%

(57%)

26%

(24%)

Vöðvaverkir * °

8%

(8%)

23% (9%)

19%

(29%)

44%

(28%)

Vöðvaslen

2%

(2%)

39%

(40%)

57%

(60%)

13%

(10%)

Bakverkir

10% (7%)

26%

(24%)

31%

(32%)

36%

(37%)

Sársauki í útlim

6%

(3%)

14%

(12%)

 

 

0%

(0%)

Nýru og þvagfæri

 

 

 

 

 

 

 

 

Þvagteppa

1%

(1%)

4%

(6%)

15%

(13%)

 

-

Prótein í þvagi (> 1+)

25%

(26%)

14%

(11%)

5%

(5%)

5%

(3%)

Tíð þvaglát

1%

(1%)

6%

(5%)

12%

(11%)

3%

(5%)

Þvagleki

1%

(1%)

8% (15%)

20%

(19%)

2%

(1%)

Bráð þvaglát

1%

(1%)

8%

(7%)

21%

(17%)

4%

(2%)

Æxlunarfæri og brjóst

 

 

 

 

 

 

 

 

Tíðaverkir

2%

(0%)

<1% (<1%)

6%

(5%)

18%

(11%)

Óreglulegar blæðingar *

1%

(2%)

9% (13%)

10% (8%)

17% (8%)

Millitíðablæðingar

2%

(0%)

12% (6%)

10%

(10%)

15% (8%)

Getuleysi

1%

(0%)

7%

(4%)

10%

(11%)

2%

(1%)

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Flokkun eftir líffærum

Eitt tilfelli sem

Síversnandi

Síversnandi

MS með

Aukaverkun

bendir til

MS

MS

köstum og bata

og óeðlileg

MS sjúkdóms

(rannsókn frá

(rannsókn frá

á milli

rannsóknarstofupróf

(BENEFIT) #

Evrópu)

Norður-

 

 

 

 

 

 

 

Ameríku)

 

 

 

Betaferon

Betaferon

Betaferon

Betaferon

 

 

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

míkrógrömm

 

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

(lyfleysa)

 

n=292 (n=176)

n=360 (n=358)

n=317(n=308)

n=124 (n=123)

Aukaverkanir frá

52%

(11%)

78%

(20%)

89%

(37%)

85%

(37%)

stungustað (ýmis konar)

 

 

 

 

 

 

 

 

Λ * ° §

 

 

 

 

 

 

 

 

Drep á stungustað * °

1%

(0%)

5%

(0%)

6%

(0%)

5%

(0%)

Einkenni lík inflúensu *

44%

(18%)

61%

(40%)

43%

(33%)

52%

(48%)

°

 

 

 

 

 

 

 

 

Sótthiti * °

13% (5%)

40%

(13%)

29%

(24%)

59%

(41%)

Sársauki

4%

(4%)

31%

(25%)

59%

(59%)

52%

(48%)

Brjóstverkir °

1%

(0%)

5%

(4%)

15% (8%)

15%

(15%)

Bjúgur í útlimum

0%

(0%)

26%

(24%)

31%

(32%)

36%

(37%)

Þróttleysi *

22%

(17%)

63%

(58%)

64%

(58%)

49%

(35%)

Kölduhrollur * °

5%

(1%)

23% (7%)

22%

(12%)

46%

(19%)

Sviti *

2%

(1%)

6%

(6%)

10%

(10%)

23%

(11%)

Slappleiki *

0%

(1%)

8%

(5%)

6%

(2%)

15% (3%)

Óeðlileg rannsóknarstofupróf

Λ Marktæk tengsl við Betaferon-meðferð fyrir sjúklinga með fyrsta tilfelli sem gefur til kynna MS, p < 0,05

* Marktæk tengsl við Betaferon-meðferð við MS með köstum og bata, p < 0,05 ° Marktæk tengsl við Betaferon meðferð við síversnandi MS, p < 0,05

§ Aukaverkun á stungustað (ýmis konar) á við um allar aukaverkanir á stungustað, þ.e. eftirfarandi: blæðing á stungustað, ofnæmisviðbrögð á stungustað, bólga á stungustað, þykkildi á á stungustað, drep á stungustað, verkur á stungustað, viðbrögð á stungustað, bjúgur á stungustað og vefjarýrnun á stungustað

& “Einkenni lík inflúensu” á við um einkenni inflúensu og/eða sambland minnst tveggja eftirfarandi aukaverkana: sótthiti, kölduhrollur, vöðvaverkir, slappleiki, sviti.

# Meðan á BENEFIT eftirfylgnirannsókninni stóð komu ekki fram neinar breytingar á þekktum áhættuþáttum Betaferon.

Það MedDRA heiti sem best á við er notað til að lýsa ákveðinni aukaverkun, auk samheita og skyldra kvilla.

Tafla 2: Aukaverkanir sem komu fram eftir markaðssetningu (þar sem tíðni er þekkt eru útreikningar byggðir á samlögðum gögnum úr klínískum rannsóknum N= 1093)

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

 

algengar

( ≥ 1/100 til

(≥ 1/1.000 til

( ≥ 1/10.000 til

þekkt

 

(≥ 1/10) 1

< 1/10) 1

< 1/100) 1

< 1/1.000) 1

 

 

 

 

 

 

 

Blóð og eitlar

 

Blóðleysi

Blóðflagnafæð

Segaöræðakvilli, þ.

 

 

 

 

 

á m.

 

 

 

 

 

blóðflagnafæðarpur

 

 

 

 

 

puri með

 

 

 

 

 

segamyndun/þvage

 

 

 

 

 

itrunarblóðlýsa3

 

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

 

algengar

( ≥ 1/100 til

(≥ 1/1.000 til

( ≥ 1/10.000 til

þekkt

 

(≥ 1/10) 1

< 1/10) 1

< 1/100) 1

< 1/1.000) 1

 

 

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Bráða-

Heilkenni

 

 

 

 

ofnæmisviðbrögð

háræðaleka

 

 

 

 

 

hjá

 

 

 

 

 

sjúklingum

 

 

 

 

 

með

 

 

 

 

 

undirliggjandi

 

 

 

 

 

einstofna

 

 

 

 

 

gammagalla2

 

 

 

 

 

 

Innkirtlar

 

Skjaldvakabrestur

 

Skjaldvakaeitrun

 

 

 

 

 

Skjaldkirtilstruflun

 

Efnaskipti og

 

Þyngdaraukning

Hækkun á

Lystarleysi2

 

næring

 

Þyngdartap

þríglýseríðum í

 

 

 

 

 

blóði

 

 

Geðræn

 

Ringlun

Sjálfsvígstilraunir

 

 

vandamál

 

 

(sjá einnig kafla

 

 

 

 

 

4.4),

 

 

 

 

 

Hverflyndi

 

 

Taugakerfi

 

 

Krampar

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Hraðtaktur

 

Hjartavöðvakvilli2

 

 

 

 

 

 

 

Öndunarfæri

 

 

 

Berkjukrampi2

Lungna-

brjósthol og

 

 

 

 

háþrýstingur4

miðmæti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

 

 

Brisbólga

 

Lifur og gall

 

Aukning á

Aukning á gamma-

Lifrarskemmd (þar

 

 

 

bilirubini í blóði

glútamýltransferasa

með talin

 

 

 

 

Lifrarbólga

lifrarbólga),

 

 

 

 

 

Lifrarbilun2

 

Húð og

 

Ofsakláði

Mislitun húðar

 

 

undirhúð

 

Kláði

 

 

 

 

 

Hárlos

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stoðkerfi og

Liðverkir

 

 

 

Helluroði af

stoðvefur

 

 

 

 

völdum lyfja

Nýru og

 

 

Nýrungaheilkenni

 

 

þvagfæri

 

 

Nýrnahnoðrahersli

 

 

 

 

 

(sjá kafla 4.4)2, 3

 

 

Æxlunarfæri

 

Asatíðir

 

 

 

og brjóst

 

 

 

 

 

1 Tíðni byggð á samanlögðum gögnum úr klínískum rannsóknum (mjög algengar ≥1/10, algengar ≥1/100 til <1/10, sjaldgæfar ≥ 1/1.000 til < 1/100, mjög sjaldgæfar ≥1/10.000 til <1/1.000, koma örsjaldan fyrir < 1/10.000).

2 Aukaverkanir sem eingöngu hafa komið fram eftir markaðssetningu 3 Áhrif tengd lyfjaflokki interferón beta lyfja (sjá kafla 4.4)

4. Áhrif tengd lyfjaflokki interferón lyfja, sjá lungnaháþrýsting hér neðar.

Best viðeigandi MedDRA heiti er notað til að lýsa ákveðinni aukaverkun auk samheita og skyldra kvilla.

Lungnaháþrýstingur

Greint hefur verið frá tilvikum lungnaháþrýstings við notkun lyfja sem innihalda interferón beta. Greint var frá þessum tilvikum á ýmsum tímum þ.m.t. allt að nokkrum árum eftir að meðferð með inerferón beta hófst.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Interferón beta-1b hefur verið gefið fullorðnum krabbameinssjúklingum í skömmtum sem voru allt að 5.500 míkrógrömm (176 milljón alþjóðlegar einingar) í æð, þrisvar í viku án þess að það hefði alvarlegar aukaverkanir á lífsnauðsynlega líkamsstarfsemi.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Frumuboðefni, Interferón,

ATC flokkur: L03 AB 08

Verkunarháttur

Interferón tilheyra flokki náttúrulegra próteina sem nefnast cýtókín. Sameindaþyngd interferóna er á milli 15000 og 21000 Dalton. Greindir hafa verið 3 aðalflokkar interferóna: alfa, beta og gamma. Líffræðileg áhrif interferóns alfa, interferóns beta og interferóns gamma skarast en eru samt ólík. Áhrif interferóns beta-1b eru tegundartengd og þess vegna er sú lyfjafræðilega vitneskja sem skiptir mestu máli fengin með rannsóknum á áhrifum þess á ræktaðar frumur úr mannslíkama eða in vivo rannsóknum á mönnum.

Komið hefur í ljós að interferón beta-1b verkar bæði gegn veirum og hefur áhrif á ónæmiskerfið. Ekki er fullkomlega ljóst á hvern hátt interferón beta-1b verkar hjá MS sjúklingum. En víst er að líffræðileg áhrif interferóns beta 1-b verða til fyrir áhrif þess á tiltekna frumuviðtaka á yfirborði frumna mannslíkamans. Tenging interferóns beta-1b við þessa viðtaka veldur tjáningu ýmissa genaafurða sem talið er að valdi líffræðilegum áhrifum interferóns beta-1b. Sum þessara efna hafa verið mæld í sermi og frumuþáttum úr blóði sjúklinga sem fengið hafa interferón beta-1b. Interferón beta-1b dregur úr bindigetu en eykur um leið innfrumun og niðurbrot interferón-gamma viðtakans. Interferón beta-1b eykur líka bælandi áhrif einkjarna frumna í útæðablóði.

Engar aðskildar rannsóknir voru framkvæmdar varðandi áhrif Betaferon á hjarta og æðakerfið, öndunarfærin eða starfsemi innkirtlalíffæra.

Klínísk verkun og öryggi

RR-MS

Ein stýrð klínisk rannsókn á Betaferon hjá sjúklingum með MS sjúkdóm með köstum og bata á milli sem gátu gengið án aðstoðar (grunnlínu EDSS 0 til 5,5) var framkvæmd. Sjúklingar sem fengu Betaferon sýndu minnkun á tíðni (30%) og alvarleika klíniskra kasta, svo og fjölda innlagna á sjúkrahús vegna sjúkdómsins. Auk þess lengdist tímabilið milli kasta. Það eru engin merki um áhrif Betaferon á lengd kastanna eða á einkennin milli kasta og engin marktæk áhrif sáust á framvindu sjúkdómsins í MS sjúkdómi með köstum og bata á milli.

SP-MS

Framkvæmdar voru tvær stýrðar klíniskar rannsóknir á Betaferon sem tóku til 1.657 sjúklinga með síversnandi MS sjúkdóm (grunnlínu EDSS 3 til 6,5, þ.e. sjúklingar gátu gengið). Sjúklingar með vægan sjúkdóm og þeir sem ekki gátu gengið voru ekki rannsakaðir. Þessum tveim rannsóknum bar ekki saman um þann tíma sem leiða að viðmiðunarpunkti fyrir staðfesta versnun sjúkdómsins, sem gefur til kynna seinkun á skerðingu á starfsgetu.

Önnur af þessum tveimur rannsóknum sýndi fram á tölfræðilega marktæka seinkun á skerðingu starfsgetu (áhættuhlutfall (Hazard Ratio) = 0,69, 95% öryggisbil (0,55, 0,86), p=0,0010, sem svarar til 31% áhættuminnkunar af völdum Betaferon) og seinkun á því að verða bundinn hjólastól (áhættuhlutfall = 0,61, 95% öryggisbil (0,44, 0,85), p=0,0036, sem svarar til 39% áhættuminnkunar af völdum Betaferon) hjá sjúklingum sem fengu Betaferon. Þessi áhrif héldu áfram allan tímann sem fylgst var með sjúklingunum, allt að 33 mánuði. Áhrif meðferðarinnar komu fram í sjúklingum á öllum stigum fötlunar sem rannsökuð voru og óháð virkni kasta.

Íseinni rannsókninni á Betaferon í tengslum við síversnandi MS, kom ekki í ljós nein seinkun á framvindu fötlunar. Vísbendingar eru um að sjúklingar sem tóku þátt í þessari rannsókn hafi í heildina haft minni virkni sjúkdómsins en um var að ræða í hinni rannsókninni á síversnandi MS.

Íafturvirkri heildargreiningu (retrospective meta-analyses) þar sem stuðst var við gögn úr báðum rannsóknum, kom í ljós heildarmeðferðarverkun sem var tölfræðilega marktæk (p=0,0076, 8,0 millj. a.e. Betaferon á móti öllum sjúklingum sem fengu lyfleysu).

Íafturvirkum rannsóknum þar sem skoðaðir voru undirhópar kom fram að meðferðaráhrif á framvindu fötlunar eru líklegust í sjúklingum sem hafa virkan sjúkdóm áður en meðferð hefst (áhættuhlutfall 0,72, 95% öryggismörk (0,59, 0,88), p=0,0011, sem svarar til 28% áhættuminnkunar af völdum Betaferon í sjúklingum með köst eða áberandi EDSS framvindu, 8,0 millj. a.e. Betaferon á móti öllum sjúklingum sem fengu lyfleysu). Þessar afturvirku rannsóknir á undirhópum gáfu vísbendingar um að

köst og jafnframt áberandi EDSS framvinda (EDSS > 1 stig eða > 0,5 stig í tilfellum EDSS ≥6 síðastliðin tvö ár) geti hjálpað að finna sjúklinga með virkan sjúkdóm.

Í báðum rannsóknum kom fram minnkun fjölda (30%) klíniskra kasta hjá sjúklingum í Betaferon meðferð með MS sem versnar stöðugt. Engar vísbendingar eru um að Betaferon hafi áhrif á tímalengd kasta.

Eitt klínískt tilfelli sem bendir til MS

Ein klínísk samanburðarrannsókn var gerð á Betaferon hjá sjúklingum með eitt klínískt tilfelli og segulsneiðmyndun sem gefur til kynna MS sjúkdóm (minnst tveir klínískt óljósir áverkar á T2 mynd úr segulsneiðmyndun). Meðtaldir voru sjúklingar með einhreiðra og fjölhreiðra upptök sjúkdómsins (þ.e. sjúklingar sem sýndu fram á klínísk einkenni eins áverka, annars vegar, og tvö eða fleiri, hins vegar, á miðtaugakerfi). Útiloka þurfti aðra sjúkdóma en MS sem gætu hugsanlega frekar valdið merkjum og einkennum á sjúklingi. Rannsóknin var í tveimur áföngum, samanburðarrannsókn með lyfleysu og síðan fyrirfram skipulögð eftirfylgni. Samanburðarrannsóknin með lyfleysu stóð yfir í 2 ár eða þar til sjúklingar fengu klínískt skilgreindan MS sjúkdóm (CDMS), hvort heldur sem kom á undan. Eftir að samanburðarrannsóknarhlutanum með lyfleysu lauk, hófst fyrirfram skipulagður eftirfylgnihluti rannsóknarinnar á Betaferon, til að meta áhrif meðferðar með Betaferon frá upphafi rannsóknar annars vegar og hins vegar þegar Betaferon meðferð hófst ekki strax. Sjúklingunum sem var í upphafi slembiraðað á Betaferon (hópur sem fékk meðferð strax), eða á lyfleysu (hópur sem ekki fékk meðferð strax) voru bornir saman. Sjúklingar og rannsakendur voru áfram blindaðir fyrir úthlutun meðferðar.

Tafla 3: Helstu niðurstöður um virkni úr BENEFIT og BENEFIT eftirfylgnirannsókninni

 

Niðurstöður eftir 2 ár

Niðurstöður eftir 3 ár

Niðurstöður eftir 5 ár

 

Samanburðarstig við

Opin eftirfylgni

Opin eftirfylgni

 

lyfleysu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Betaferon

Lyfleysa

Tafarlaust

Frestað

Tafarlaust

Frestað

 

250 míkróg

 

Betaferon

Betaferon

Betaferon

Betaferon

 

 

 

 

 

 

 

 

 

250 míkróg

250 míkróg

 

 

 

n=292

 

 

n=176

 

 

n=292

míkróg

n=292

míkróg

 

 

 

 

 

 

 

n=176

n=176

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi sjúklinga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

sem lauk

 

271 (93%)

 

 

 

249 (85%)

143 (81%)

235 (80%)

 

123 (70%)

rannsóknarstigi

 

 

 

 

 

 

(94%)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalvirknibreytur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími að klínískri skilgreiningu á MS sjúkómi (CDMS)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaplan-Meier mat

 

 

28%

 

 

45%

 

 

37%

51%

46%

 

57%

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áhættuminnkun

 

 

47% á móti lyfleysu

 

41% á móti seinkun á

37% á móti seinkun á

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Betaferon

 

Betaferon

 

Áhættuhlutfall (HR)

 

HR = 0,53 [0,39, 0,73]

 

HR = 0,59 [0,42, 0,83]

HR = 0,63 [0,48, 0,83]

með 95% öryggisbili

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

log-rank próf

 

 

p < 0,0001

 

 

 

p = 0,0011

 

p = 0,0027

 

 

 

 

 

Betaferon lengdi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

tímann að CDMS um

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

363 daga, úr 255

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

dögum hjá lyfleysuhópi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

í 618 daga hjá hópnum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

á Betaferon (byggt á 25

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

prósentu mörkum)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími að McDonald MS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaplan-Meier mat

 

 

69%

 

 

85%

 

 

Enginn

 

Enginn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

viðmiðunarpunktur

viðmiðunarpunktur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áhættuminnkun

 

 

43% á móti lyfleysu

 

 

 

 

 

 

Áhættuhlutfall (HR)

 

HR = 0,57 [0,46, 0,71]

 

 

 

 

 

 

með 95% öryggisbili

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

log-rank próf

 

 

p < 0,00001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími að staðfestri EDSS framvindu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kaplan-Meier mat

 

 

Enginn

 

16%

24%

25%

 

29%

 

 

 

 

viðmiðunarpunktur

 

 

 

 

 

 

Áhættuminnkun

 

 

 

40% á móti seinkun á

24% á móti seinkun á

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Betaferon

 

Betaferon

 

Áhættuhlutfall (HR)

 

 

 

 

 

 

 

HR = 0,60 [0,39, 0,92]

HR = 0,76 [0,52, 1,11]

með 95% öryggisbili

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

log-rank próf

 

 

 

 

 

 

 

 

p = 0,022

 

p=0,177

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í samanburðarrannsóknarhlutanum með lyfleysu seinkaði Betaferon framgangi sjúkdóms, frá fyrsta klíníska tilfelli til klínísks skilgreinds MS sjúkdóms (CDMS), á tölfræðilega marktækan og klínískt mikilvægan hátt. Styrkur meðferðarinnar kom einnig fram í seinkun á framgangi MS sjúkdómsins samkvæmt McDonald viðmiði (Tafla 3).

Kannanir á undirhópum miðað við grunngildi sýndu fram á merki um virkni við framvindu til CDMS- stigs í öllum undirhópum sem metnir voru. Hætta á framgangi sjúkdómsins til CDMS-stigs innan 2 ára var meiri hjá einhreiðra sjúklingum með minnst 9 T2 áverka eða Gd-skyggingu á heilasegulsneiðmynd við grunngildi. Hjá fjölhreiðra sjúklingum tengdust niðurstöður segulsneiðmyndunar við grunngildi ekki CDMS áhættu, sem bendir til mikillar hættu áCDMS vegna útbreiðslu sjúkdómsins, samkvæmt klínískum skoðunum. Eins og staðan er, er ekki til nein föst skilgreining á sjúklingi í mikilum áhættuhópi, þó svo að venjan sé að telja a.m.k. 9 mikla T2 áverka á upphafs segulsneiðmynd og a.m.k. einn nýjan T2 eða einn nýjan áverka við Gd-skyggingu á eftirfylgnissneiðmynd sem tekin er a.m.k. einum mánuði eftir upphafssneiðmynd. Í öllum tilfellum skyldi aðeins íhuga meðferð fyrir þá sjúklinga sem teljast í miklum áhættuhópi.

Meðferð með Betaferon gekk vel þar sem langflestir kláruðu meðferð (93% í Betaferon hópnum). Skammtaaðlögunartími var notaður og bólgueyðandi lyf án stera voru gefin í upphafi meðferðar til að auka þol gegn Betaferon. Auk þess notuðu flestir sjúklingar sjálfvirkar sprautur meðan á meðferðinni stóð.

Í opna eftirfylgnihlutanum voru meðferðaráhrifin á CDMS enn greinileg að 3 og 5 árum liðnum (Tafla 3), jafnvel þótt meirihluti sjúklinga úr lyfleysuhópi fengi Betaferon ekki síðar en frá öðru ári eftirfylgninnar. EDSS framvinda í eftirfylgnihlutanum (staðfest aukning á EDSS um a.m.k. eitt stig miðað við grunngildi) var hægari hjá hópnum sem fékk tafarlausa meðferð (Tafla 3, marktæk áhrif eftir 3 ár, engin marktæk áhrif eftir 5 ár). Hjá meirihluta sjúklinga í báðum meðferðarhópum jókst fötlun ekki á 5 ára tímabilinu. Ekki var hægt að sýna fram á sterkar vísbendingar um ávinning samkvæmt þessari virknibreytu hvað varðar „tafarlausa“ meðferð. Ekki varð vart við neinn ávinning varðandi lífsgæði (sem mældur var með starfsemismati (FAMS – Functional Assessment of MS: Treatment Outcomes Index (Vísitala meðferðarárangurs))) sem rekja mátti til tafarlausrar meðferðar með Betaferon.

RR-MS, SP-MS og eitt stakt tilfelli sem bendir til MS:

Betaferon virkaði í öllum MS rannsóknum til minnkunar sjúkdómsvirkni (bráðrar bólgu í miðtaugakerfinu og varanlegra vefjabreytinga) skv. mælingum með segulsneiðmyndun (MRI). Enn er ekki að fullu þekkt hvert sambandið er á milli virkni MS sjúkdóms sem mæld er með MRI og klínísks ástands.

5.2 Lyfjahvörf

Fylgst var með styrk lyfsins í sermi sjúklinga og sjálfboðaliða með líffræðilegri greiningaraðferð sem er ekki fullkomlega sérhæf. Mesti styrkur í sermi reyndist vera 40 a.e./ml, 1-8 klst. eftir að 500 míkrógrömm (16,0 milljón a.e.) af interferón beta-1b voru gefin undir húð. Af allmörgum rannsóknum hafa menn dregið þá ályktun að meðalúthreinsun hafi í mesta lagi verið 30 ml/mín/kg og meðal helmingunartími í dreifingarfasa í sermi hafi ekki verið yfir 5 klst.

Þegar lyfið er notað annan hvern dag, eykur það ekki styrk lyfsins í sermi og virðist heldur ekki hafa áhrif á lyfjahvörf lyfsins.

Heildar aðgengi interferóns beta-1b sem gefið er undir húð var um 50%.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Engar rannsóknir á bráðum eitrunaráhrifum hafa verið gerðar. Þar sem nagdýr svara ekki interferóni beta úr mönnum, var áhættumat byggt á endurteknum skammtarannsóknum með rhesus öpum. Skammvinn hækkun á líkamshita kom í ljós, einnig marktæk fjölgun á eitilfrumum og marktæk fækkun á blóðflögum og deili-hlutleysiskyrningum. Engar langtímarannsóknir hafa verið framkvæmdar.

Engar langtímarannsóknir hafa verið gerðar. Frjósemisrannsóknir á reshus öpum leiddu í ljós eituráhrif á móður og fóstur sem olli aukinni tíðni fósturláta. Engin vansköpun sást hjá eftirlifandi dýrum. Engar frjósemisrannsóknir hafa verið framkvæmdar. Engin áhrif sáust á tímgunarhring apa. Reynsla byggð á öðrum interferónum gefur til kynna mögulega hættu á skertri frjósemi hjá konum og körlum.

Í einni rannsókn á erfðaeituráhrifum (Ames próf) sáust engar stökkbreytingar. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum. In vitro frumubreytingapróf gaf ekki neina vísbendingu um hugsanleg æxlismyndandi áhrif.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Hettuglas (með stungulyfsstofni, lausn)

Albúmín úr mönnum (human albumin)

Mannitól

Leysir (Natríumklóríð lausn 5,4 mg/ml (0,54% w/v)):

Natríumklóríð

Vatn fyrir stungulyf

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en meðfylgjandi leysi sem nefndur er í kafla 6.6.

6.3 Geymsluþol

2 ár.

Þegar lyfið hefur verið blandað er mælt með að það sé notað tafarlaust. Þó hefur verið sýnt fram á að efna- og eðliseiginleikar þess haldist óraskaðir í 3 klukkustundir við 2-8°C.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25°C.

Má ekki frjósa.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Hettuglas (með stungulyfsstofni, lausn):

3 ml glært hettuglas (úr gleri af gerð I) með bútýlgúmmítappa (af gerð I) og innsiglað með álhettu.

Leysir (með natríumklóríð lausn 5,4 mg/ml (0,54% w/v)): 2,25 ml áfyllt sprauta (af gerð I úr gleri) með 1,2 ml leysi.

Pakkningastærðir:

-pakkning með 5 stökum pakkningum sem hver inniheldur 1 hettuglas með stofni, 1 áfyllta sprautu með leysi, 1 hettuglassáhald með nál og 2 þurrkur vættar spritti eða

-pakkning með 15 stökum pakkningum sem hver inniheldur 1 hettuglas með stofni, 1 áfyllta sprautu með leysi, 1 hettuglassáhald með nál og 2 þurrkur vættar spritti eða

-pakkning með 14 stökum pakkningum sem hver inniheldur 1 hettuglas með stofni, 1 áfyllta sprautu með leysi, 1 hettuglassáhald með nál og 2 þurrkur vættar spritti eða

-pakkning með 12 stökum pakkningum sem hver inniheldur 1 hettuglas með stofni, 1 áfyllta sprautu með leysi, 1 hettuglassáhald með nál og 2 þurrkur vættar spritti eða

-2 mánaða pakkning með 2 x 14 stökum pakkningum sem hver inniheldur 1 hettuglas með stofni, 1 áfyllta sprautu með leysi, 1 hettuglassáhald með nál og 2 þurrkur vættar spritti eða

-3 mánaða pakkning með 3 x 15 stökum pakkningum sem hver inniheldur 1 hettuglas með stofni, 1 áfyllta sprautu með leysi, 1 hettuglassáhald með nál og 2 þurrkur vættar spritti.

-3 mánaða pakkning með 3 x 14 stökum pakkningum sem hver inniheldur 1 hettuglas með stofni, 1 áfyllta sprautu með leysi, 1 hettuglassáhald með nál og 2 þurrkur vættar spritti eða

-aðlögunarpakki fyrir skammtaaðlögun með 4 þreföldum pakkningum í mismunandi lit og með mismunandi númeri:

-gul, með númerinu „1“ (meðferðardagar 1, 3 og 5; sprauta kvörðuð með 0,25 ml marki)

-rauð, með númerinu „2“ (meðferðardagar 7, 9 og 11; sprauta kvörðuð með 0,5 ml marki)

-græn, með númerinu „3“ (meðferðardagar 13, 15 og 17; sprauta kvörðuð með 0,75 marki)

-blá, með númerinu „4“ (meðferðardagar 19, 21 og 23; sprauta kvörðuð með 0,25; 0,5; 0,75 og 1 ml marki)

Hver þreföld pakkning inniheldur 3 hettuglös með stofni, 3 áfylltar sprautur með leysi, 3 hettuglassáhöld með áfastri nál og 6 þurrkur vættar spritti til þrifa á húð og hettuglasi.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Blöndun:

Til að blanda frostþurrkað interferón beta-1b fyrir innspýtingu skal setja hettuglasáhaldið með nál á hettuglasið. Tengja áfylltu sprautuna með leysinum við hettuglasáhaldið og sprauta 1,2 ml af leysi (natríumklóríð lausn, 5,4 mg/ml (0.54 % w/v)) í Betaferon hettuglasið. Leysið duftið alveg upp án þess að hrista glasið.

Eftir blöndun skal draga 1,0 ml úr hettuglasinu upp í sprautu til að gefa 250 míkrógrömm af Betaferóni. Fyrir aðlögun skammta við upphaf meðferðar skal draga rétt magn eins og lýst er í kafla 4.2 Skammtar og lyfjagjöf.

Fjarlægið hettuglasið með hettuglassáhaldinu af áfylltu sprautunni fyrir stungu. Einnig má gefa Betaferon með viðeigandi sjálfvirkri sprautu.

Athugun fyrir notkun

Skoðið lausnina með berum augum áður en hún er notuð. Uppleyst er efnið frá litlausu yfir í daufgult og með a.m.k. daufum ópalblæ.

Innihaldi lausnin einhverjar agnir eða sé hún mislit, skal fleygja henni.

Förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Bayer AG

51368 Leverkusen Þýskaland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/95/003/005

EU/1/95/003/006

EU/1/95/003/007

EU/1/95/003/008

EU/1/95/003/009

EU/1/95/003/010

EU/1/95/003/011

EU/1/95/003/012

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu: 30. nóvember 1995

Dagsetning síðustu endurnýjunar: 31. janúar 2006

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf