Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Bridion (sugammadex) – Fylgiseðill - V03AB35

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsBridion
ATC-kóðiV03AB35
Efnisugammadex
FramleiðandiMerck Sharp

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Bridion 100 mg/ml stungulyf, lausn súgammadex

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að gefa lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til svæfingalæknisins eða læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Látið svæfingalækninn eða annan lækni vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.Upplýsingar um Bridion og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að gefa Bridion

3.Hvernig gefa á Bridion

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Bridion

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Bridion og við hverju það er notað

Upplýsingar um Bridion

Bridion inniheldur virka efnið súgammadex. Bridion er talið vera sértækt bindiefni á slakandi lyf þar sem það verkar einungis með ákveðnum vöðvaslakandi lyfjum, rókúróníum brómíði eða vekúróníum brómíði.

Við hverju er Bridion notað

Þegar sumar skurðaðgerðir eru gerðar verða vöðvarnir að vera alveg slakir. Þá er auðveldara fyrir skurðlækninn að gera aðgerðina. Í þessum tilgangi eru lyf í svæfingarlyfinu sem þér eru gefin sem slaka á vöðvunum. Þau eru nefnd vöðvaslakandi lyf og dæmi um þau eru rókúróníum brómíð og vekúróníum brómíð. Þar sem þessi lyf gera það líka að verkum að það slaknar á öndunarvöðvunum, þarf að hjálpa til við öndunina (öndunaraðstoð, gerviöndun) meðan á aðgerð stendur og eftir hana þar til öndun er eðlileg að nýju.

Bridion er notað til að flýta fyrir því að vöðvarnir nái sér eftir skurðaðgerð til þess að þú getir andað fyrr af sjálfsdáðum. Það gerir það með því að bindast rókúróníum brómíði eða verkúróníum brómíði í líkamanum. Það má nota hjá fullorðnum þegar rókúróníum brómíð eða verkúróníum brómíð er notað og hjá börnum og unglingum (á aldrinum 2 til 17 ára) þegar rókúróníum brómíð er notað við miðlungsmikla slökun.

2. Áður en byrjað er að gefa Bridion

Ekki má gefa Bridion

ef um er að ræða ofnæmi fyrir súgammadexi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

→ Láttu svæfingalækninn vita ef það á við.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá svæfingalækninum áður en Bridion er gefið.

ef nýrnasjúkdómur er eða hefur verið til staðar. Þetta er áríðandi þar sem losun Bridion úr líkamanum fer fram um nýrun.

ef lifrarsjúkdómur er eða hefur verið til staðar.

ef vökvauppsöfnun á sér stað (bjúgur).

ef þú ert með sjúkdóma sem vitað er að auka blæðingarhættu (truflun á blóðstorknun) eða tekur segavarnarlyf.

Börn og unglingar

Ekki er ráðlagt að gefa ungbörnum yngri en 2 ára lyfið.

Notkun annarra lyfja samhliða Bridion

Látið svæfingalækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð, eða kynnu að verða notuð. Bridion getur haft áhrif á önnur lyf eða orðið fyrir áhrifum af öðrum lyfjum.

Sum lyf draga úr áhrifum Bridion

→ Það er sérlega áríðandi að láta svæfingalækninn vita ef nýlega hefur verið tekið:

tóremífen (notað til meðferðar við brjóstakrabbameini).

fúsídínsýra (sýklalyf).

Bridion getur haft áhrif á getnaðarvarnarlyf með hormónum

Bridion getur dregið úr áhrifamætti getnaðarvarnarlyfja með hormónum, að meðtöldum getnaðarvarnartöflum (,,p-pillunni”), getnaðarvarnarhring, getnaðarvarnarstöfum eða leginnleggi með hormónum, þar sem það dregur úr magni hormónsins prógestógens. Magn þess prógestógens sem fer forgörðum við að nota Bridion er u.þ.b. það sama og þegar ein getnaðarvarnartafla gleymist.

Ef getnaðarvarnartaflan er tekin á sama degi og Bridion er gefið á að fara eftir leiðbeiningum í fylgiseðli getnaðarvarnartöflunnar um skammt sem gleymist.

Ef verið er að nota önnur getnaðarvarnarlyf með hormónum (t.d. getnaðarvarnarhring, getnaðarvarnarstaf eða leginnlegg) á að nota að auki getnaðarvörn án hormóna (svo sem verjur) næstu 7 dagana og fylgja ráðleggingum í fylgiseðli.

Áhrif á niðurstöður blóðrannsókna

Yfirleitt hefur Bridion ekki áhrif á rannsóknarstofupróf. Það getur þó haft áhrif á niðurstöður úr blóðrannsókn á hormóni sem nefnist prógesterón. Ræðið við lækninn ef mæla þarf magn prógesteróns á sama degi og þú færð Bridion.

Meðganga og brjóstagjöf

→ Láttu svæfingalækninn vita ef þú ert þunguð eða gætir verið þunguð. Verið getur að þér sé samt gefið Bridion, en það þarf að ræða það fyrst.

Nota má Bridion á meðan þú ert með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Bridion hefur engin þekkt áhrif á hæfni til aksturs eða notkun véla.

Bridion inniheldur natríum

Láttu svæfingalækninn vita ef þú ert á saltsnauðu mataræði.

3.Hvernig gefa á Bridion

Bridion er gefið af svæfingalækninum eða í umsjá svæfingalæknisins.

Skammturinn

Svæfingalæknirinn finnur réttan skammt af Bridion miðað við:

þyngd þína

þau áhrif sem vöðvaslakandi lyfið hefur enn á þig.

Venjulegur skammtur er 2-4 mg á hvert kg líkamsþyngdar. Nota má 16 mg/kg hjá fullorðnum ef brýnt er að aflétta vöðvaslökun.

Skammtur Bridion fyrir börn er 2 mg/kg (börn og unglingar á aldrinum 2-17 ára).

Hvernig Bridion er gefið

Svæfingalæknirinn gefur Bridion. Það er gefið sem ein inndæling í bláæðarlegg.

Ef gefinn er stærri skammtur af Bridion en mælt er fyrir um

Þar sem svæfingalæknirinn fylgist vel með ástandi þínu er ólíklegt að þú fáir of mikið Bridion. Komi það samt sem áður fyrir er ólíklegt að það valdi nokkrum vandræðum.

Leitið til svæfingalæknisins eða annars læknis ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef slíkar aukaverkanir koma fram meðan á svæfingu stendur verður svæfingalæknirinn var við þær og veitir meðferð.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Hósti

Vandamál í öndunarvegi sem geta verið hósti eða hreyfing eins og þú sért að vakna eða draga andann

Svæfing léttist - verið getur að svefninn léttist svo nota þurfi meira af svefnlyfi. Það getur leitt til hreyfingar eða hósta í lok aðgerðar

Vandkvæði meðan á aðgerð stendur eins og breytingar á hjartslætti, hósti eða hreyfing

Minnkaður blóðþrýstingur meðan á aðgerð stendur.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

Mæði vegna vöðvakrampa í öndunarvegi (berkjukrampa) kom fyrir hjá sjúklingum með sögu um lungnasjúkdóma

Ofnæmisviðbrögð (lyfjaofnæmi) svo sem útbrot, hörundsroði, bólgin tunga og/eða kok, mæði, breyting á blóðþrýstingi eða hjartslætti sem getur valdið verulegri blóðþrýstingslækkun. Veruleg ofnæmisviðbrögð eða ofnæmislík viðbrögð geta verið lífshættuleg.

Algengara var að tilkynnt væri um ofnæmisviðbrögð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum með meðvitund

Vöðvaslökun kemur fram aftur eftir aðgerð.

Tíðni ekki þekkt

Það getur hægst verulega á hjartslætti og hægst á hjartslætti í allt að hjartastopp þegar Bridion er gefið.

Tilkynning aukaverkana

Látið svæfingalækninn eða annan lækni vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Bridion

Lyfið er geymt af heilbrigðisstarfsfólki.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og merkimiðanum á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið ekki við hærri hita en 30°C. Má ekki frjósa. Geymið hettuglasið í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Eftir að umbúðir hafa verið rofnar og lyfið þynnt, geymið við 2 til 8°C og notið innan 24 klukkustunda.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Bridion inniheldur

-Virka innihaldsefnið er súgammadex.

1 ml af stungulyfi, lausn inniheldur súgammadex natríum sem jafngildir 100 mg af súgammadexi.

Hvert 2 ml hettuglas inniheldur súgammadex natríum sem jafngildir 200 mg af súgammadexi. Hvert 5 ml hettuglas inniheldur súgammadex natríum sem jafngildir 500 mg af súgammadexi.

-Önnur innihaldsefni eru vatn fyrir stungulyf, saltsýra 3,7% og/eða natríumhýdroxíð.

Lýsing á útliti Bridion og pakkningastærðir

Bridion er tært og litlaust eða gulleitt stungulyf, lausn.

Það kemur í tveimur mismunandi pakkningastærðum sem í eru annaðhvort 10 hettuglös með 2 ml eða 10 hettuglös með 5 ml af stungulyfi, lausn.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme Limited, Hertford Road, Hoddesdon, Hertfordshire EN11 9BU, Bretland

Framleiðendur

N.V. Organon, Kloosterstraat 6, 5349 AB Oss, Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

MSD Belgium BVBA/SPRL

Tel/Tél: 0800 38 693 (+32(0)27766211) dpoc_belux@merck.com

България

Мерк Шарп и Доум България ЕООД Тел.: +359 2 819 3737 info-msdbg@merck.com

Česká republika

Merck Sharp & Dohme s.r.o. Tel.: +420 233 010 111 dpoc_czechslovak@merck.com

Danmark

MSD Danmark ApS Tlf: +45 4482 4000 dkmail@merck.com

Lietuva

UAB Merck Sharp & Dohme Tel.: +370 5 278 02 47 msd_lietuva@merck.com

Luxembourg/Luxemburg

MSD Belgium BVBA/SPRL Tel/Tél: +32(0)27766211 dpoc_belux@merck.com

Magyarország

MSD Pharma Hungary Kft. Tel.: +36 1 888 5300 hungary_msd@merck.com

Malta

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited Tel: 8007 4433 (+356 99917558) malta_info@merck.com

Deutschland

Nederland

Grünenthal GmbH

Merck Sharp & Dohme BV

Tel: +49 (0) 241 569 1111

Tel: 0800 9999000 (+31 23 5153153)

service@grunenthal.com

medicalinfo.nl@merck.com

Eesti

Norge

Merck Sharp & Dohme OÜ

MSD (Norge) AS

Tel: + 372 6144 200

Tlf: +47 32 20 73 00

msdeesti@merck.com

msdnorge@msd.no

Eλλάδα

Österreich

MSD Α.Φ.Β.Ε.Ε.

Merck Sharp & Dohme Ges.m.b.H.

Τηλ: + 30 210 98 97 300

Tel: +43 (0) 1 26 044

dpoc_greece@merck.com

msd-medizin@merck.com

España

Polska

Merck Sharp & Dohme de España, S.A.

MSD Polska Sp. z o.o.

Tel: +34 91 321 06 00

Tel.: +48 22 549 51 00

msd_info@merck.com

msdpolska@merck.com

France

Portugal

MSD France

Merck Sharp & Dohme, Lda

Tél: + 33-(0)1 80 46 40 40

Tel: + 351 21 446 57 00

 

clic@merck.com

Hrvatska

România

Merck Sharp & Dohme d.o.o.

Merck Sharp & Dohme Romania S.R.L.

Tel: + 385 1 6611 333

Tel: + 40 21 529 29 00

croatia_info@merck.com

msdromania@merck.com

Ireland

Slovenija

Merck Sharp and Dohme Ireland (Human Health)

Merck Sharp & Dohme, inovativna zdravila

Limited

d.o.o.

Tel: +353 (0)1 2998700

Tel: + 386 1 5204201

medinfo_ireland@merck.com

msd_slovenia@merck.com

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

Merck Sharp & Dohme, s. r. o.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 58282010

 

dpoc_czechslovak@merck.com

Ιtalia

Suomi/Finland

MSD Italia S.r.l.

MSD Finland Oy

Tel: +39 06 361911

Puh/Tel: +358 (0) 9 804650

medicalinformation.it@merck.com

info@msd.fi

Κύπρος

Sverige

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited

Merck Sharp & Dohme (Sweden) AB

Τηλ: 800 00 673

Tel: +46 77 5700488

+357 22866700

medicinskinfo@merck.com

cyprus_info@merck.com

 

Latvija

United Kingdom

SIA Merck Sharp & Dohme Latvija

Merck Sharp & Dohme Limited

Tel: + 371 67 364224

Tel: + 44 (0) 1992 467272

msd_lv@merck.com

medicalinformationuk@merck.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Sjá samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir BRIDION varðandi ítarlegar upplýsingar.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf