Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Bronchitol (mannitol) – Fylgiseðill - R05CB16

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsBronchitol
ATC-kóðiR05CB16
Efnimannitol
FramleiðandiPharmaxis Pharmaceuticals Limited

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Bronchitol 40 mg innöndunarduft, hörð hylki

Mannitól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Bronchitol og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Bronchitol

3.Hvernig nota á Bronchitol

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Bronchitol

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Bronchitol og við hverju það er notað

Upplýsingar um Bronchitol

Bronchitol inniheldur lyf sem kallast mannitól sem er slímþynnandi lyf.

Við hverju er Bronchitol notað

Bronchitol er notað hjá fullorðnum 18 ára og eldri. Yfirleitt heldur þú áfram að nota önnur lyf sem þú tekur við slímseigjusjúkdómi samhliða Bronchitol.

Hvernig verkar Bronchitol

Bronchitol er andað ofan í lungu til að vinna gegn slímseigjusjúkdómi, arfgengum sjúkdómi sem hefur áhrif á kirtla í lungum, görnum og brisi sem seyta vökva svo sem slími og meltingarsöfum.

Bronchitol hjálpar með því að auka magn vatns á yfirborði öndunarvegs og í slíminu. Þetta auðveldar slímlosun úr lungum. Það hjálpar einnig við að bæta ástand lungnanna og öndun. Af þessum ástæðum getur þú fengið hósta með uppgangi, sem hjálpar einnig við að fjarlægja slím úr lungunum.

2. Áður en byrjað er að nota Bronchitol

Ekki má nota Bronchitol :

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir mannitóli

-ef þú ert viðkvæm/ur fyrir mannitóli. Áður en þú byrjar á meðferð með Bronchitol, mun

læknirinn kanna hvort öndunarvegurinn hjá þér sé of næmur fyrir mannitóli. Ef þú ert of næm/ur fyrir mannitóli, verða þrengingar í öndunarvegi og þér getur þótt erfiðara að anda.

Ef annað hvort þessara atriða á við um þig (eða ef þú ert ekki viss), skalt þú ræða við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú notar þetta lyf.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Talaðu við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú notar þetta lyf:

-ef þú ert með astma;

-ef þú hefur einhvern tíma hóstað upp blóði eða blóð verið í hráka hjá þér;

-ef þú ert með alvarlegan slímseigjusjúkdóm, einkum ef lungnastarfsemi mæld með rúmmáli fráblásturs á fyrstu sekúndu (FEV1) er yfirleitt innan við 30%.

Innöndunarlyf geta veldið þyngslum fyrir brjósti og blísturshljóðum við öndun og þetta getur gerst strax eftir að þú tekur þetta lyf. Læknirinn mun hjálpa þér að taka fyrsta skammtinn af Bronchitol og kanna lungnastarfsemi fyrir, við og eftir skömmtun. Það getur verið að læknirinn biðji þig að nota önnur lyf svo sem berkjuvíkkandi lyf áður en þú tekur Bronchitol.

Innöndunarlyf geta einnig valdið hósta og þetta getur gerst eftir Bronchitol. Talaðu við lækninn ef hóstinn hættir ekki eða veldur þér áhyggjum.

Börn og unglingar

Ekki ætti að nota Bronchitol hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Þetta er vegna þess að takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um þennan hóp.

Notkun annarra lyfja samhliða Bronchitol

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Þú getur haldið áfram að nota lyfin þín við slímseigjusjúkdómi þegar þú notar Bronchitol, þetta á einnig við um sýklalyf til innöndunar svo sem tobramýcín og colistimetatnatríum. Talaðu við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú notar Bronchitol ef þú ert ekki viss.

Meðganga og brjóstagjöf

-Ef þú ert þunguð, heldur að þú gætir verið þunguð eða ráðgerir að eignast barn skaltu leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Þú skalt forðast að nota lyfið ef þú ert þunguð.

-Ef þú ert með barn á brjósti eða ráðgerir að hafa barn á brjósti skaltu leita ráða hjá lækninum áður en lyfið er notað. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að Bronchitol hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar tækja eða véla.

3.Hvernig nota á Bronchitol

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Taktu alltaf berkjuvíkkandi lyfið áður en þú notar Bronchitol.

Hve mikið á að nota

Fullorðnir 18 ára og eldri

Upphafsskammtur

Áður en Bronchitol er ávísað handa þér mun læknirinn hjálpa þér að taka fyrsta skammtinn af Bronchitol og prófa lungnastarfsemi við hvert þrep til að tryggja að þú sért ekki viðkvæm/ur fyrir mannitóli. Fyrsti skammturinn er tekinn í 4 þrepum:

Þrep 1 - 1 hylki (40 mg) Þrep 2 - 2 hylki (80 mg) Þrep 3 - 3 hylki (120 mg) Þrep 4 - 4 hylki (160 mg)

Í lok upphafsskammtsins hefur þú tekið 10 hylki (400 mg) sem jafngilda venjulegum skammti.

Meðferðarskammtur (2-vikna pakkning)

-Þú verður að taka Bronchitol á hverjum degi.

-Venjulegur skammtur er 10 hylki (400 mg) til innöndunar að morgni og 10 hylki til innöndunar að kvöldi.

-Taktu kvöldskammtinn 2 til 3 klst. áður en þú ferð að sofa.

-Til að ná sem bestum árangri skalt þú anda að þér innihaldi hylkjanna hverju á fætur öðru, þannig að tími á milli hylkja sé eins lítill og hægt er.

Röðin sem taka skal þetta lyf í

Notið Bronchitol sem hluta reglulegrar daglegrar meðferðar. Lagt er til að þetta sé gert í eftirfarandi röð, nema læknirinn hafi ráðlagt annað:

1.Notaðu berkjuvíkkandi lyfið;

2.Bíddu í 5 til 15 mínútur;

3.Notaðu Bronchitol fyrir sjúkraþjálfun ef hún er hluti af reglulegri meðferð;

4.Dornase alfa (Pulmozyme) ef það er hluti af reglulegri meðferð;

5.Sýklalyf til innöndunar ef þau eru hluti af reglulegri meðferð.

Hvernig nota á lyfið

-Bronchitol er andað inn sem dufti úr hylkinu með innöndunartækinu sem fylgir í pakkningunni. Lyfið er aðeins til innöndunar og má ekki nota það á annan hátt. Ekki má kyngja hylkjunum.

-Duftið í hylkjunum er aðeins til innöndunar með notkun innöndunartækisins sem fylgir í pakkningunni.

-Notaðu nýtt innöndunartæki eftir hverja viku.

-Hylkin 10 eru öll sett í innöndunartækið, eitt og eitt í einu.

-Andaðu innihaldi hylkisins að þér með innöndunartækinu, í einum eða tveimur andardráttum.

Sjá leiðbeiningar um notkun innöndunartækisins í lok fylgiseðilsins.

Ef notaður er stærri skammtur af Bronchitol en mælt er fyrir um

Ef þú heldur að þú hafir notað of mikið af lyfinu skalt þú láta lækninn eða lyfjafræðing vita án tafar. Einkenni geta verið:

-þér finnst þú ekki geta andað;

-blísturshljóð heyrist við öndun;

-mikill hósti.

Læknirinn getur gefið þér súrefni og lyf sem aðstoða við öndunina.

Ef gleymist að nota Bronchitol

-Ef þú gleymir skammti skalt þú nota hann um leið og þú manst eftir því og halda áfram eins og venjulega. Ef hins vegar er næstum komið að næsta skammti skalt þú sleppa skammtinum sem gleymdist.

-Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota Bronchitol

Ef þú hættir að nota Bronchitol geta einkenni þín versnað. Ekki hætta að nota Bronchitol án þess að ræða fyrst við lækninn, jafnvel þó þér líði betur. Læknirinn mun segja þér hve lengi þú átt að nota lyfið.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hættu strax að nota Bronchitol og leitaðu til læknis ef eftirtaldar alvarlegar aukaverkanir koma fram:

-Öndunarörðugleikar sem geta verið vegna þrenginga í öndunarvegi, verri einskenni astma eða blísturshljóð við öndun. Algengt er að þetta komi fram, hjá allt að 1 af hverjum

10 einstaklingum.

-Hóstað er upp blóði eða blóð er í hráka. Algengt er að þetta komið fyrir.

Láttu lækninn strax vita ef eftirfarandi aukaverkanir koma fram:

-Blóðhósti, sem er algengur.

-Versnun einkenna, sem er algeng.

Aðrar aukaverkanir eru m.a.:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá meira en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

-Hósti Algengar

-Óþægindi fyrir brjósti

-Höfuðverkur

-Verkur aftarlega í munni og hálsi og óþægindi þegar kyngt er

-Erting í hálsi

-Uppköst, uppköst í kjölfar hósta

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá á allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

-Sviði eða óþægileg tilfinning á tungunni

-Sykursýki tengd slímseigjusjúkdómi

-Verkur í brjóst- og kviðarholi

-Raddbreytingar

-Kaldur sviti

-Vökvasókn

-Ofþornun

-Minnkuð matarlyst

-Niðurgangur

-Eyrnaverkur

-Þreyta

-Sundl

-Vanlíðan

-Flensa og hiti

-Vindgangur

-Brjóstsviði

-Verkur vegna kviðslits

-Oföndun

-Kláði, útbrot, þrymlabólur

-Stirðleiki og verkur í liðum

-Sjúklegar hugsanir

-Sár í munni

-Sýking í öndunarvegi

-Nefrennsli

-Sýking í hráka

-Svefnvandamál

-Sveppasýking í munni (þruska)

-Þvagleki

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Bronchitol

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Notið hylkið strax og það hefur verið fjarlægt úr þynnunni.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

Bronchitol inniheldur

Virka innihaldsefnið er mannitól. Hvert hylki inniheldur 40 milligrömm af mannitóli. Úr hverju hylki er að meðaltali andað inn 32,2 milligrömmum af mannitóli.

Lýsing á útliti Bronchitol og pakkningastærðir

Bronchitol er innöndunarduft sem er sett í hörð hylki. Bronchitol 40 mg innöndunarduft, hörð hylki innihalda hvítt eða næstum hvítt duft sem komið er fyrir í gagnsæjum, litlausum, hörðum hylkjum með áletruninni „PXS 40“. Duftinu er andað ofan í lungu með því að nota innöndunartækið sem fylgir í pakkningunni.

Ein pakkning með upphafsskammti af Bronchitol inniheldur 1 þynnu með 10 hylkjum og

1 innöndunartæki. Pakkningin með upphafsskammtinum er notuð við mat á upphafsskammti með lækninum.

Ein 2-vikna meðferðarpakkning með Bronchitol inniheldur 28 þynnur með 10 hylkjum hver (alls 280 hylki) og 2 innöndunartæki. 2-vikna pakkningin er til að nota við meðferð.

Markaðsleyfishafi

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited, 25 Moorgate, London, EC2R 6AY, Bretland.

Framleiðandi

Mawdsleys Clinical Services, Unit 22, Quest Park, Wheatley Hall Road, Doncaster, DN2 4LT, Bretland.

Arvato distribution GmbH, Gottlieb-Daimler Straβe 1, 33428 Harsewinkel,

North Rhine-Westphalia, Þýskaland.

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

UAB "PharmaSwiss

Tél/Tel: + 44 (0) 1628 902121

Tel: + 370 5 279 07 62

България

Luxembourg/Luxemburg

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Teл.: + 44 (0) 1628 902121

Tél/Tel: + 44 (0) 1628 902121

Česká republika

Magyarország

4 Life Pharma CZ, s.r.o.

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Tel: +420 244 403 003

Tel.: +36 30 303 96 31

Danmark

Malta

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Tlf:+44(0) 1628 902121

Tel: + 44 (0) 1628 902121

Deutschland

Nederland

Chiesi GmbH

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Tel: +49 (0) 40 897 240

Tel: + 44 (0) 1628 902121

Eesti

Norge

PharmaSwiss Eesti OÜ

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Tel: + 372 6827400

Tlf: + 44 (0) 1628 902121

Ελλάδα

Österreich

Pharmaswiss Hellas SA

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Τηλ: + 30 210 8108460

Tel: + 44 (0) 1628 902121

España

Polska

Medicare Pharma S.L.C

IMED Poland Sp. z o. o.

Tel: +34 91 848 9534

Tel: +48 22 663 43 10

France

Portugal

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Tél: + 44 (0) 1628 902121

Tel: + 44 (0) 1628 902121

Hrvatska

România

PharmaSwiss d.o.o

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Tel: + 385(1)6311-833

Tel:+44(0)1628902121

Ireland

Slovenija

Cheisi Limited

PharmaSwiss d.o.o

Tel: + 44 (0)161 488 5555

Tel: + 386 (0) 1 2364 700

Ísland

Slovenská republika

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

4 Life Pharma SK, s.r.o.

Sími: +44 (0) 1628 902121

Tel: + 420 244 403 003

Italia

Suomi/Finland

Chiesi Farmaceutici S.p.A

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Tel: +39 0521 2791

Puh/Tel: + 44 (0) 1628 902121

Κύπρος

Sverige

Pharmaswiss Hellas SA

Pharmaxis Pharmaceuticals Limited

Τηλ: + 30 210 8108460

Tel: + 44 (0) 1628 902121

Latvija

United Kingdom

UAB PharmaSwiss

Chiesi Limited

Tel: + 371 67502185

Tel: + 44 (0)161 488 5555

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður 05/2017.

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðra vefi um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hvernig nota á innöndunartækið

Hér fyrir neðan er skýringarmynd sem sýnir hvernig innöndunartækið lítur út. Einungis má nota Bronchitol hylki með innöndunartækinu sem fylgir í pakkningunni.

Mouthpiece = Munnstykki

Spinning Chamber = Snúningshólf

Filter = Sía

Piercing Buttons = Götunarhnappar

Piercing Chamber = Götunarhólf

Innöndunartækið

Eftirfarandi þrep skýra notkun innöndunartækisins. Sjá nánari upplýsingar um umhirðu innöndunartækisins í lok leiðbeininganna.

1.

Taktu lokið af

-

Haltu innöndunartækinu uppréttu með báðum höndum og

 

taktu lokið af.

2.

Opnaðu innöndunartækið

-Haltu þétt um botn innöndunartækisins með annarri hendi.

-Þú skalt halda um botn innöndunartækisins til að tryggja að þú þrýstir ekki á götunarhnappana.

-Opnaðu það síðan með því að snúa munnstykkinu í stefnu örvarinnar á innöndunartækinu.

3.

Settu hylkið í

-

Fyrst skaltu vera viss um að hendurnar séu þurrar.

-

Taktu síðan hylki úr þynnunni (ekki taka hylkið úr fyrr en

 

rétt fyrir notkun).

-

Settu hylkið inn í hylkislaga rýmið í botni

 

innöndunartækisins.

4.

Lokaðu innöndunartækinu

-Hafðu innöndunartækið áfram í uppréttri stöðu.

-Snúðu síðan munnstykkinu í lokaða stöðu - þú heyrir smell þegar það lokast.

5.Gerðu gat á hylkið

-Þetta gerir losun duftsins úr hylkinu mögulega þegar þú andar að þér. Í þessum fylgiseðli köllum við það götun að búa götin til.

-Haltu innöndunartækinu uppréttu og þrýstu samtímis báðum götunarhnöppunum á hliðum innöndunartækisins alveg inn, slepptu þeim síðan. Þetta skal aðeins gera einu sinni. Það er vegna þess að ef hylkið er gatað oftar en einu sinni getur það klofnað eða rifnað.

6. Búðu þig undir innöndun

-Hallaðu innöndunartækinu þannig að munnstykkið vísi aðeins niður.

-Við þetta dettur hylkið niður í snúningshólfið.

-Hafðu innöndunartækið áfram hallandi á þennan hátt og andaðu alveg frá þér (í átt frá innöndunartækinu).

7.Andaðu að þér

-Hallaðu höfðinu svolítið aftur.

-Settu innöndunartækið, sem enn hallar niður, í munninn og vertu viss um að varirnar lokist þétt utan um munnstykkið.

-Andaðu að þér, jafnt og djúpt, til að fylla lungun - haltu síðan í þér andanum í

5 sekúndur. Þegar þú andar að þér ættir þú að heyra skrölt þegar hylkið snýst innan í innöndunartækinu. Ef þetta gerist ekki getur verið að hylkið sé fast.

-Ef þú heyrir ekkert skrölt, haltu þá innöndunartækinu með munnstykkið niður og bankaðu þétt á botninn. Ekki reyna að losa hylkið með því að þrýsta aftur á götunarhnappana. Endurtaktu innöndunina til að fá skammtinn.

8.Andaðu frá þér

-Taktu innöndunartækið úr munninum.

-Andaðu frá þér og andaðu síðan aftur venjulega.

9.Skoðaðu hylkið

-Gáðu hvort hylkið sé tómt - hylkið þarf að snúast í innöndunartækinu til að tæmast. Ef hylkið hefur ekki tæmst getur þú þurft að endurtaka þrep 6 til 8.

10.Taktu notaða hylkið úr

-Hvolfdu innöndunartækinu, bankaðu á botninn og hentu tóma hylkinu.

11.Endurtaktu þrep 3 til 10 fyrir hvert hylki

-Farðu í gegnum þessi þrep fyrir öll hylkin tíu.

-Til að árangur af notkun Bronchitol verði sem bestur skaltu anda að þér innihaldi hylkjanna, hverju á eftir öðru.

Viðbótarupplýsingar um umhirðu innöndunartækisins

-Geymdu innöndunartækið þurrt og vertu alltaf viss um að hendur þínar séu þurrar áður en þú notar það.

-Þú skalt aldrei anda eða hósta inn í innöndunartækið.

-Þú skalt aldrei taka innöndunartækið í sundur.

-Þú skalt aldrei setja hylki beint í munnstykki innöndunartækisins.

-Þú skalt aldrei skilja notað hylki eftir í hólfi innöndunartækisins.

-Notaðu nýtt innöndunartæki í hverri viku.

-Ef innöndunartækið bilar skalt þú nota hitt innöndunartækið og hafa samband við lækninn.

Hreinsun innöndunartækisins - Innöndunartækið gefur þér venjulega réttan skammt af lyfi í 7 daga án þess að þörf sé á hreinsun. Ef innöndunartækið þarfnast hins vegar hreinsunar, skal það gert í eftirfarandi þrepum:

1.Vertu viss um að innöndunartækið sé tómt.

2.Þvoðu innöndunartækið í volgu vatni með munnstykkið opið.

3.Hristu það þar til engir stórir vatnsdropar eru eftir í innöndunartækinu.

4.Leyfðu því að loftþorna - legðu það á hliðina með munnstykkið opið.

5.Þú verður að leyfa því að þorna alveg, þetta getur tekið upp í 24 klst. Notaðu hitt innöndunartækið á meðan þetta er að þorna.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf