Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Bydureon (exenatide) – Fylgiseðill - A10BX04

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsBydureon
ATC-kóðiA10BX04
Efniexenatide
FramleiðandiAstraZeneca AB

Efnisyfirlit

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Bydureon 2 mg stungulyfsstofn og leysir, forðadreifa exenatíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings á sykursýkideild ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Bydureon og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Bydureon

3.Hvernig nota á Bydureon

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Bydureon

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Bydureon og við hverju það er notað

Bydureon inniheldur virka efnið exenatíð. Það er stungulyf notað til að bæta blóðsykurstjórnun hjá fullorðnum með sykursýki af tegund 2.

Lyfið er notað samhliða eftirfarandi lyfjum við sykursýki: Metformín, súlfónýlúrealyf og thíazolidínedíon. Læknirinn þinn ávísar nú lyfinu sem viðbótarlyfi til að hjálpa til við stjórnun blóðsykursins. Haltu áfram með matar- og æfingaáætlun þína.

Þú ert með sykursýki af því að líkami þinn framleiðir ekki nægilega mikið insúlín til að stjórna blóðsykursmagni í blóðinu eða líkaminn getur ekki nýtt insúlínið nægilega. Virka efnið í lyfinu hjálpar líkama þínum að auka framleiðslu insúlíns þegar blóðsykurinn er hár.

2. Áður en byrjað er að nota Bydureon

Ekki má nota Bydureon

-Ef um er að ræða ofnæmi fyrir exenatíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkideild áður en Bydureon er notað um eftirtalin atriði:

-Notkun lyfsins ásamt súlfónýlúrealyfi, vegna þess að lágur blóðsykur (blóðsykurslækkun) getur komið fram. Mælið blóðsykurinn reglulega. Ef þú ert ekki viss skaltu spyrja lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild hvort eitthvert þinna lyfja innihaldi súlfónýlúrealyf.

-Ef þú ert með sykursýki af tegund 1 eða ketónblóðsýringu vegna sykursýki, vegna þess að þá má ekki nota þetta lyf.

-Hvernig nota á lyfið. Lyfinu á að sprauta undir húð og ekki í æð eða í vöðva.

-Ef þú hefur alvarleg vandamál við magatæmingu (þar með talið þarmalömun) eða við meltingu, vegna þess að notkun þessa lyfs er þá ekki ráðlögð. Virka efnið í lyfinu hægir á magatæmingu þannig að fæða fer hægar í gegnum magann.

-Ef þú hefur einhvern tíma fengið bólgur í brisi (brisbólgu) (sjá kafla 4).

-Ef þú léttist of mikið á skömmum tíma (meira en 1,5 kg á viku) vegna þess að þetta getur valdið vandamálum eins og gallsteinum.

-Ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm eða ef þú ert í himnuskilun, vegna þess að notkun þessa lyfs er þá ekki ráðlögð. Lítil reynsla er af notkun lyfsins hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóma.

Börn og unglingar

Ekki gefa börnum og unglingum yngri en 18 ára lyfið, vegna þess að engin reynsla er af notkun lyfsins hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Bydureon

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, sérstaklega:

-lyf sem eru notuð til að meðhöndla sykursýki af tegund 2, til dæmis insúlín og önnur lyf sem verka eins og Bydureon (t.d. líraglútíð og Byetta [exenatíð með hraða losun]), vegna þess að notkun þessara lyfja með Bydureon er ekki ráðlögð.

-lyf sem eru notuð til að þynna blóðið (segavarnarlyf), t.d. warfarín, vegna þess að fylgjast þarf með breytingum á INR (mæling á blóðþynningu) við upphaf meðferðar með þessu lyfi.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort lyfið geti skaðað ófætt barn þitt, því skaltu ekki nota það á meðgöngu og í að minnsta kosti 3 mánuði áður en þú áformar að verða þunguð.

Ekki er vitað hvort exenatíð berst í brjóstamjólk. Ekki nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Þú átt að nota getnaðarvörn ef þú gætir orðið þunguð meðan á meðferð með lyfinu stendur.

Akstur og notkun véla

Ef þú notar lyfið samhliða súlfónýlúrealyfi getur blóðsykurslækkun átt sér stað. Blóðsykurslækkun getur minnkað einbeitingarhæfni þína. Vinsamlegast hafðu þetta hugsanlega vandamál í huga við allar aðstæður þar sem þú gætir sett þig og aðra í hættu (t.d. við akstur eða notkun véla).

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Bydureon

Þetta lyf inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær “natríum- frítt”.

3.Hvernig nota á Bydureon

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur á sykursýkideild hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkideild.

Þú átt að nota lyfið einu sinni í viku sem inndælingu á hvað tíma dags sem er, með eða án matar.

Þú átt að sprauta lyfinu undir húð á magasvæði (kvið), efri hluta fótleggs (læri) eða í aftanverðan upphandlegg.

Þú getur notað sama líkamshluta vikulega. Vertu viss um að velja mismunandi stungustað á því svæði.

Mældu blóðsykurinn reglulega, það er sérlega mikilvægt ef þú ert einnig að taka súlfónýlúrealyf.

Fylgið notkunarleiðbeiningunum sem fylgja pakkningunni, til inndælingar á Bydureon

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur á sykursýkideild eiga að kenna þér hvernig þú sprautar þig með lyfinu áður en þú notar það í fyrsta skipti.

Skoðið vökvann í sprautunni fyrir notkun, hann á að vera tær og laus við agnir. Notið einungis ef dreifan er hvít til beinhvít og skýjuð eftir blöndun. Ef þú sérð kekki af hvítu dufti á hliðum eða á botni hettuglassins, þá hefur lyfið EKKI blandast vel. Hristið dreifuna aftur kröftuglega þar til hún er vel blönduð.

Þú átt að nota lyfið strax eftir blöndun duftsins við leysinn.

Notið nýja nál fyrir hverja inndælingu og fargið á öruggan máta nálum sem búið er að nota samkvæmt leiðbeiningum frá lækninum eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkideild.

Ef stærri skammtur af Bydureon en mælt er fyrir um er notaður

Ef þú notar of mikið af lyfinu gætir þú þurft læknismeðferð. Notkun of mikils af lyfinu getur valdið ógleði, uppköstum, sundli eða einkennum um lágan blóðsykur (sjá kafla 4).

Ef gleymist að nota Bydureon

Hugsanlega munt þú velja ákveðinn vikudag sem þú munt alltaf nota til inndælingar á Bydureon. Ef þú gleymir skammti skaltu gefa þér hann eins fljótt og hægt er. Næsta inndæling á eftir má síðan vera á vikudeginum sem valinn var, þó má aðeins gefa eina inndælingu á 24 klukkustunda tímabili. Þú getur líka skipt um dag sem þú sprautar þig á. Ekki má gefa tvær inndælingar á sama degi.

Ef þú ert ekki viss um hvort þú hafir fengið allan skammtinn af Bydureon

Ekki sprauta þig með öðrum skammti af lyfinu ef þú ert ekki viss hvort þú hefur tekið allan skammtinn heldur skaltu nota næsta skammt eftir viku samkvæmt áætlun.

Ef hætt er að nota Bydureon

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú telur þig þurfa að hætta að nota lyfið. Ef þú hættir að nota lyfið getur það haft áhrif á blóðsykursgildi þín.

Leitið til læknisins,lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings á sykursýkideild ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Greint hefur verið frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum (bráðaofnæmi) en það er mjög sjaldgæft (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum).

Þú skalt tafarlaust leita til læknis ef þú finnur fyrir einkennum svo sem:

Þrota í andliti, tungu eða hálsi (ofnæmisbjúgur)

Ofnæmi (útbrot, kláði og hröð bólgumyndun í vef í hálsi, andliti, munni eða kverkum)

Erfiðleikum við að kyngja

Ofsakláða og öndunarerfiðleikum

Tilkynnt hefur verið um tilfelli brisbólgu (tíðni ekki þekkt) hjá sjúklingum sem fá lyfið. Brisbólga getur verið alvarlegt, hugsanlega lífshættulegt ástand.

Láttu lækninn vita ef þú hefur verið með brisbólgu, gallsteina, áfengissýki eða mjög há gildi þríglýseríða. Þessir sjúkdómar geta aukið hættuna á brisbólgu eða að hún komi upp aftur, hvort sem lyfið er notað eða ekki.

HÆTTU að nota lyfið og hafðu samstundis samband við lækninn ef þú færð mikla og viðvarandi kviðverki, með eða án uppkasta, þar sem þú gætir verið með bólgur í brisinu (brisbólgu).

Mjög algengar aukaverkanir Bydureon (geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum

10einstaklingum):

ógleði (ógleði er algengust fyrst eftir að byrjað er að nota lyfið en minnkar með tímanum hjá flestum sjúklingum)

niðurgangur

blóðsykurlækkun

Þegar lyfið er notað ásamt lyfi sem inniheldur súlfónýlúrealyf geta komið tímabil með lækkuðum blóðsykri (blóðsykurlækkun, venjulega væg til miðlungs mikil). Hugsanlega getur verið þörf á að minnka skammt af súlfónýlúrealyfi á meðan þú notar lyfið. Einkenni lágs blóðsykurs geta verið höfuðverkur, sljóleiki, slappleiki, sundl, rugl, skapstyggð, hungurtilfinning, hraður hjartsláttur, svitamyndun og taugaspenna. Læknirinn á að segja þér hvernig á að meðhöndla lágan blóðsykur.

Algengar aukaverkanir Bydureon (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

sundl

höfuðverkur

uppköst

orkuleysi og máttleysi

þreyta

hægðatregða

kviðverkir

uppþemba

meltingartruflanir

vindgangur

brjóstsviði

minnkuð matarlyst

Lyfið getur dregið úr matarlyst, magni fæðu sem þú innbyrðir og líkamsþyngd.

Láttu lækninn vita ef þú léttist of hratt (meira en 1,5 kg á viku) þar sem það gæti valdið kvillum eins og gallsteinum.

aukaverkanir á stungustað

Ef þú færð aukaverkanir á stungustað (roða, útbrot eða kláða) getur verið að þú viljir ráðfæra þig við lækninn og fá eitthvað sem dregur úr einkennunum. Það er hugsanlegt að þú sjáir eða finnir lítinn hnúð undir húðinni eftir inndælingu sem ætti að hverfa eftir 4 til 8 vikur. Þú ættir ekki að þurfa að hætta á meðferðinni.

Sjaldgæfar aukaverkanir Bydureon (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

skert nýrnastarfssemi

vökvaskortur, stundum ásamt skertri nýrnastarfsemi

garnateppa (stífla í meltingarvegi)

ropi

óvenjulegt bragð í munni

aukin svitamyndun

hárlos

syfja

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir Bydureon (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

taugaspenna

Að auki hefur verið greint frá öðrum aukaverkunum (tíðni ekki þekkt, ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

breytingar á INR (mæling á blóðstorknun) þegar lyfið er notað ásamt warfaríni.

viðbrögð í húð á stungustað eftir inndælingu með exenatíði. Þau eru m.a.: graftarkýli og þrútin, eða rauð húð með hita- og eymslatilfinningu (húðbeðsbólga).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Bydureon

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á miðanum og öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C til 8°C). Má ekki frjósa.

Geyma má lyfið og búnaðinn í allt að 4 vikur við lægri hita en 30oC fyrir notkun. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Fargið öllum Bydureon stakskammtabúnaði sem hefur frosið.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Bydureon inniheldur

-Virka innihaldsefnið er exenatíð. Hvert hettuglas inniheldur 2 mg af exenatíði.

-Önnur innihaldsefni eru:

-Í stungulyfsstofninum: poly (D, L- laktíð-co-glykólíð) og súkrósi.

-Í leysinum: natríum karmellósi, natríum klóríð, pólýsorbat 20, natríum tvíhýdrógen fosfat mónóhýdrat, dínatríum fosfat heptahýdrat og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Bydureon og pakkningastærðir

Stungulyfsstofn og leysir, forðadreifa.

Duftið (stungulyfsstofn) er hvítt til beinhvítt og leysirinn er tær, litlaus til ljósgul út í að vera ljósbrún lausn.

Hver stakskammtabúnaður inniheldur eitt hettuglas með 2 mg af exenatíð dreifu, eina áfyllta sprautu með 0,65 ml leysi, eitt millistykki fyrir hettuglas og tvær nálar. Ein nálin er aukanál.

Lyfið er til í pakkningum með 4 stakskammtabúnuðum og 3 pakkningar saman með 4 stakskammtabúnuðum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

AstraZeneca AB

SE-151 85 Södertälje

Svíþjóð

Framleiðandi

AstraZeneca UK Limited

Silk Road Business Park,

Macclesfield, Cheshire, SK10 2NA

Bretland

Swords Laboratories T/A Lawrence Laboratories

Unit 12 Distribution Centre, Shannon Industrial Estate, Shannon, Co. Clare Írland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

AstraZeneca S.A./N.V.

UAB AstraZeneca Lietuva

Tel: +32 2 370 48 11

Tel: +370 5 2660550

България

Luxembourg/Luxemburg

АстраЗенека България ЕООД

AstraZeneca S.A./N.V.

Тел.: +359 (2) 44 55 000

Tél/Tel: +32 2 370 48 11

Česká republika

Magyarország

AstraZeneca Czech Republic s.r.o.

AstraZeneca Kft.

Tel: +420 222 807 111

Tel.: +36 1 883 6500

Danmark

Malta

AstraZeneca A/S

Associated Drug Co. Ltd

Tlf: +45 43 66 64 62

Tel: +356 2277 8000

Deutschland

Nederland

AstraZeneca GmbH

AstraZeneca BV

Tel: +49 41 03 7080

Tel: +31 79 363 2222

Eesti

Norge

AstraZeneca

AstraZeneca AS

Tel: +372 6549 600

Tlf: +47 21 00 64 00

Ελλάδα

Österreich

AstraZeneca A.E.

AstraZeneca Österreich GmbH

Τηλ: +30 210 6871500

Tel: +43 1 711 31 0

España

Polska

AstraZeneca Farmacéutica Spain, S.A.

AstraZeneca Pharma Poland Sp. z o.o.

Tel: +34 91 301 91 00

Tel.: +48 22 245 73 00

France

Portugal

AstraZeneca

AstraZeneca Produtos Farmacêuticos, Lda.

Tél: +33 1 41 29 40 00

Tel: +351 21 434 61 00

Hrvatska

România

AstraZeneca d.o.o.

AstraZeneca Pharma SRL

Tel: +385 1 4628 000

Tel: +40 21 317 60 41

Ireland

Slovenija

AstraZeneca Pharmaceuticals (Ireland) Ltd

AstraZeneca UK Limited

Tel: +353 1609 7100

Tel: +386 1 51 35 600

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

AstraZeneca AB, o.z.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5737 7777

Italia

Suomi/Finland

AstraZeneca S.p.A.

AstraZeneca Oy

Tel: +39 02 9801 1

Puh/Tel: +358 10 23 010

Κύπρος

Sverige

Αλέκτωρ Φαρµακευτική Λτδ

AstraZeneca AB

Τηλ: +357 22490305

Tel: +46 8 553 26 000

Latvija

United Kingdom

SIA AstraZeneca Latvija

AstraZeneca UK Ltd

Tel: +371 67377100

Tel: +44 1582 836 836

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Bydureon 2 mg stungulyfsstofn og leysir, forðadreifa, í áfylltum lyfjapenna exenatíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings á sykursýkideild ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Bydureon og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Bydureon

3.Hvernig nota á Bydureon

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Bydureon

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Bydureon og við hverju það er notað

Bydureon inniheldur virka efnið exenatíð. Það er stungulyf notað til að bæta blóðsykurstjórnun hjá fullorðnum með sykursýki af tegund 2.

Lyfið er notað samhliða eftirfarandi lyfjum við sykursýki: Metformín, súlfónýlúrealyf og thíazolidínedíon. Læknirinn þinn ávísar nú lyfinu sem viðbótarlyfi til að hjálpa til við stjórnun blóðsykursins. Haltu áfram með matar- og æfingaáætlun þína.

Þú ert með sykursýki af því að líkami þinn framleiðir ekki nægilega mikið insúlín til að stjórna blóðsykursmagni í blóðinu eða líkaminn getur ekki nýtt insúlínið nægilega. Virka efnið í lyfinu hjálpar líkama þínum að auka framleiðslu insúlíns þegar blóðsykurinn er hár.

2. Áður en byrjað er að nota Bydureon

Ekki má nota Bydureon

-Ef um er að ræða ofnæmi fyrir exenatíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkideild áður en Bydureon er notað um eftirtalin atriði:

-Notkun lyfsins ásamt súlfónýlúrealyfi, vegna þess að lágur blóðsykur (blóðsykurslækkun) getur komið fram. Mælið blóðsykurinn reglulega. Ef þú ert ekki viss skaltu spyrja lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild hvort eitthvert þinna lyfja innihaldi súlfónýlúrealyf.

-Ef þú ert með sykursýki af tegund 1 eða ketónblóðsýringu vegna sykursýki, vegna þess að þá má ekki nota þetta lyf.

-Hvernig nota á lyfið. Lyfinu á að sprauta undir húð og ekki í æð eða í vöðva.

-Ef þú hefur alvarleg vandamál við magatæmingu (þar með talið þarmalömun) eða við meltingu, vegna þess að notkun þessa lyfs er þá ekki ráðlögð. Virka efnið í lyfinu hægir á magatæmingu þannig að fæða fer hægar í gegnum magann.

-Ef þú hefur einhvern tíma fengið bólgur í brisi (brisbólgu) (sjá kafla 4).

-Ef þú léttist of mikið á skömmum tíma (meira en 1,5 kg á viku) vegna þess að þetta getur valdið vandamálum eins og gallsteinum.

-Ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm eða ef þú ert í himnuskilun, vegna þess að notkun þessa lyfs er þá ekki ráðlögð. Lítil reynsla er af notkun lyfsins hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóma.

Börn og unglingar

Ekki gefa börnum og unglingum yngri en 18 ára lyfið, vegna þess að engin reynsla er af notkun lyfsins hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Bydureon

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, sérstaklega:

-lyf sem eru notuð til að meðhöndla sykursýki af tegund 2, til dæmis insúlín og önnur lyf sem verka eins og Bydureon (t.d. líraglútíð og Byetta [exenatíð með hraða losun]), vegna þess að notkun þessara lyfja með Bydureon er ekki ráðlögð.

-lyf sem eru notuð til að þynna blóðið (segavarnarlyf), t.d. warfarín, vegna þess að fylgjast þarf með breytingum á INR (mæling á blóðþynningu) við upphaf meðferðar með þessu lyfi.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort lyfið geti skaðað ófætt barn þitt, því skaltu ekki nota það á meðgöngu og í að minnsta kosti 3 mánuði áður en þú áformar að verða þunguð.

Ekki er vitað hvort exenatíð berst í brjóstamjólk. Ekki nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur.

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Þú átt að nota getnaðarvörn ef þú gætir orðið þunguð meðan á meðferð með lyfinu stendur.

Akstur og notkun véla

Ef þú notar lyfið samhliða súlfónýlúrealyfi getur blóðsykurslækkun átt sér stað. Blóðsykurslækkun getur minnkað einbeitingarhæfni þína. Vinsamlegast hafðu þetta hugsanlega vandamál í huga við allar aðstæður þar sem þú gætir sett þig og aðra í hættu (t.d. við akstur eða notkun véla).

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni Bydureon

Þetta lyf inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær “natríum- frítt”.

3.Hvernig nota á Bydureon

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur á sykursýkideild hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkideild.

Þú átt að nota lyfið einu sinni í viku sem inndælingu á hvað tíma dags sem er, með eða án matar.

Þú átt að sprauta lyfinu undir húð á magasvæði (kvið), efri hluta fótleggs (læri) eða í aftanverðan upphandlegg.

Þú getur notað sama líkamshluta vikulega. Vertu viss um að velja mismunandi stungustað á því svæði.

Mældu blóðsykurinn reglulega, það er sérlega mikilvægt ef þú ert einnig að taka súlfónýlúrealyf.

Fylgið notkunarleiðbeiningunum sem fylgja pakkningunni, til inndælingar á Bydureon

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur á sykursýkideild eiga að kenna þér hvernig þú sprautar þig með lyfinu áður en þú notar það í fyrsta skipti.

Skoðið vökvann í lyfjapennanum fyrir notkun, hann á að vera tær og laus við agnir. Notið dreifuna einungis ef blandan er hvít til beinhvít og skýjuð eftir blöndun vökvans við duftið. Ef þú sérð kekki af hvítu dufti á hliðum eða á botni lyfjapennans, þá hefur lyfið EKKI blandast vel. Bankið aftur kröftuglega þar til lausnin er vel blönduð.

Þú átt að nota lyfið strax eftir blöndun dreifunnar við leysinn.

Notið nýjan lyfjapenna fyrir hverja inndælingu. Fargið lyfjapennum á öruggan máta, með nálinni áfastri, eftir notkun, samkvæmt leiðbeiningum frá lækninum eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkisdeild.

Ef stærri skammtur af Bydureon en mælt er fyrir um er notaður

Ef þú notar of mikið af lyfinu gætir þú þurft læknismeðferð. Notkun of mikils af lyfinu getur valdið ógleði, uppköstum, sundli eða einkennum um lágan blóðsykur (sjá kafla 4).

Ef gleymist að nota Bydureon

Hugsanlega munt þú velja ákveðinn vikudag sem þú munt alltaf nota til inndælingar á Bydureon. Ef þú gleymir skammti skaltu gefa þér hann eins fljótt og hægt er. Næsta inndæling á eftir má síðan vera á vikudeginum sem valinn var, þó má aðeins gefa eina inndælingu á 24 klukkustunda tímabili. Þú getur líka skipt um dag sem þú sprautar þig á. Ekki má gefa tvær inndælingar á sama degi.

Ef þú ert ekki viss um hvort þú hafir fengið allan skammtinn af Bydureon

Ekki sprauta þig með öðrum skammti af lyfinu ef þú ert ekki viss hvort þú hefur tekið allan skammtinn heldur skaltu nota næsta skammt eftir viku samkvæmt áætlun.

Ef hætt er að nota Bydureon

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú telur þig þurfa að hætta að nota lyfið. Ef þú hættir að nota lyfið getur það haft áhrif á blóðsykursgildi þín.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings á sykursýkideild ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Greint hefur verið frá alvarlegum ofnæmisviðbrögðum (bráðaofnæmi) en það er mjög sjaldgæft (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum).

Þú skalt tafarlaust leita til læknis ef þú finnur fyrir einkennum svo sem:

Þrota í andliti, tungu eða hálsi (ofnæmisbjúgur)

Ofnæmi (útbrot, kláði og hröð bólgumyndun í vef í hálsi, andliti, munni eða kverkum)

Erfiðleikum við að kyngja

Ofsakláða og öndunarerfiðleikum

Tilkynnt hefur verið um tilfelli brisbólgu (tíðni ekki þekkt) hjá sjúklingum sem fá lyfið. Brisbólga getur verið alvarlegt, hugsanlega lífshættulegt ástand.

Láttu lækninn vita ef þú hefur verið með brisbólgu, gallsteina, áfengissýki eða mjög há gildi þríglýseríða. Þessir sjúkdómar geta aukið hættuna á brisbólgu eða að hún komi upp aftur, hvort sem lyfið er notað eða ekki.

HÆTTU að nota lyfið og hafðu samstundis samband við lækninn ef þú færð mikla og viðvarandi kviðverki, með eða án uppkasta, þar sem þú gætir verið með bólgur í brisinu (brisbólgu).

Mjög algengar aukaverkanir Bydureon (geta komið fyrir hjá fleirum en 1 af hverjum

10einstaklingum):

ógleði (ógleði er algengust fyrst eftir að byrjað er að nota lyfið en minnkar með tímanum hjá flestum sjúklingum)

niðurgangur

blóðsykurlækkun

Þegar lyfið er notað ásamt lyfi sem inniheldur súlfónýlúrealyf geta komið tímabil með lækkuðum blóðsykri (blóðsykurlækkun, venjulega væg til miðlungs mikil). Hugsanlega getur verið þörf á að minnka skammt af súlfónýlúrealyfi á meðan þú notar lyfið. Einkenni lágs blóðsykurs geta verið höfuðverkur, sljóleiki, slappleiki, sundl, rugl, skapstyggð, hungurtilfinning, hraður hjartsláttur, svitamyndun og taugaspenna. Læknirinn á að segja þér hvernig á að meðhöndla lágan blóðsykur.

Algengar aukaverkanir Bydureon (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

sundl

höfuðverkur

uppköst

orkuleysi og máttleysi

þreyta

hægðatregða

kviðverkir

uppþemba

meltingartruflanir

vindgangur

brjóstsviði

minnkuð matarlyst

Lyfið getur dregið úr matarlyst, magni fæðu sem þú innbyrðir og líkamsþyngd. Láttu lækninn vita ef þú léttist of hratt (meira en 1,5 kg á viku) þar sem það gæti valdið kvillum eins og gallsteinum.

aukaverkanir á stungustað

Ef þú færð aukaverkanir á stungustað (roða, útbrot eða kláða) getur verið að þú viljir ráðfæra þig við lækninn og fá eitthvað sem dregur úr einkennunum. Það er hugsanlegt að þú sjáir eða finnir lítinn hnúð undir húðinni eftir inndælingu sem ætti að hverfa eftir 4 til 8 vikur. Þú ættir ekki að þurfa að hætta á meðferðinni.

Sjaldgæfar aukaverkanir Bydureon (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

skert nýrnastarfssemi

vökvaskortur, stundum ásamt skertri nýrnastarfsemi

garnateppa (stífla í meltingarvegi)

ropi

óvenjulegt bragð í munni

aukin svitamyndun

hárlos

syfja

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir Bydureon (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

taugaspenna

Að auki hefur verið greint frá öðrum aukaverkunum (tíðni ekki þekkt, ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

breytingar á INR (mæling á blóðstorknun) þegar lyfið er notað ásamt warfaríni.

Viðbrögð í húð á stungustað eftir inndælingu með exenatíði. Þær eru m.a.: graftarkýli og þrútin, rauð húð með hita- og eymslatilfinningu (húðbeðsbólga).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Bydureon

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á miðanum og öskjunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2°C til 8°C). Má ekki frjósa.

Geyma má lyfjapennann í allt að 4 vikur við lægri hita en 30oC fyrir notkun.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Fargið öllum Bydureon lyfjapennum sem hafa frosið.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Bydureon inniheldur

-Virka innihaldsefnið er exenatíð. Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 2 mg af exenatíði. Eftir blöndun er skammturinn sem gefinn er 2 mg/0,65 ml.

-Önnur innihaldsefni eru:

-Í stungulyfsstofninum: poly (D, L- laktíð-co-glykólíð) og súkrósi.

-Í leysinum: natríum karmellósi, natríum klóríð, pólýsorbat 20, natríum díhýdrógen fosfat mónóhýdrat, dínatríum fosfat heptahýdrat, vatn fyrir stungulyf og natríumhýdroxíð (til að stilla sýrustig (pH)).

Lýsing á útlit Bydureon og pakkningastærðir

Þetta lyf kemur sem stungulyfsstofn (duft) og leysir (vökvi) í áfylltum lyfjapenna. Duftið (stungulyfsstofn, 2 mg) í öðru hólfinu er hvítt til beinhvítt og leysirinn (0,65 ml) í hinu hólfinu er tær, litlaus til ljósgul út í að vera ljósbrún lausn. Með hverjum stakskammta áfylltum lyfjapenna fylgir ein sérgerð nál. Hver askja inniheldur einnig eina nál til vara.

Lyfið er til í pakkningum með 4 stakskammta áfylltum lyfjapennum og fjölpakkning með 12 (3 x 4) stakskammta áfylltum lyfjapennum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

AstraZeneca AB

SE-151 85 Södertälje

Svíþjóð

Framleiðandi

AstraZeneca UK Limited

Silk Road Business Park,

Macclesfield, Cheshire, SK10 2NA

Bretland

Swords Laboratories T/A Lawrence Laboratories

Unit 12 Distribution Centre, Shannon Industrial Estate, Shannon, Co. Clare Írland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

AstraZeneca S.A./N.V.

UAB AstraZeneca Lietuva

Tel: +32 2 370 48 11

Tel: +370 5 2660550

България

Luxembourg/Luxemburg

АстраЗенека България ЕООД

AstraZeneca S.A./N.V.

Тел.: +359 (2) 44 55 000

Tél/Tel: +32 2 370 48 11

Česká republika

Magyarország

AstraZeneca Czech Republic s.r.o.

AstraZeneca Kft.

Tel: +420 222 807 111

Tel.: +36 1 883 6500

Danmark

Malta

AstraZeneca A/S

Associated Drug Co. Ltd

Tlf: +45 43 66 64 62

Tel: +356 2277 8000

Deutschland

Nederland

AstraZeneca GmbH

AstraZeneca BV

Tel: +49 41 03 7080

Tel: +31 79 363 2222

Eesti

Norge

AstraZeneca

AstraZeneca AS

Tel: +372 6549 600

Tlf: +47 21 00 64 00

Ελλάδα

Österreich

AstraZeneca A.E.

AstraZeneca Österreich GmbH

Τηλ: +30 210 6871500

Tel: +43 1 711 31 0

España

Polska

AstraZeneca Farmacéutica Spain, S.A.

AstraZeneca Pharma Poland Sp. z o.o.

Tel: +34 91 301 91 00

Tel.: +48 22 245 73 00

France

Portugal

AstraZeneca

AstraZeneca Produtos Farmacêuticos, Lda.

Tél: +33 1 41 29 40 00

Tel: +351 21 434 61 00

Hrvatska

România

AstraZeneca d.o.o.

AstraZeneca Pharma SRL

Tel: +385 1 4628 000

Tel: +40 21 317 60 41

Ireland

Slovenija

AstraZeneca Pharmaceuticals (Ireland) Ltd

AstraZeneca UK Limited

Tel: +353 1609 7100

Tel: +386 1 51 35 600

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

AstraZeneca AB, o.z.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5737 7777

Italia

Suomi/Finland

AstraZeneca S.p.A.

AstraZeneca Oy

Tel: +39 02 9801 1

Puh/Tel: +358 10 23 010

Κύπρος

Sverige

Αλέκτωρ Φαρµακευτική Λτδ

AstraZeneca AB

Τηλ: +357 22490305

Tel: +46 8 553 26 000

Latvija

United Kingdom

SIA AstraZeneca Latvija

AstraZeneca UK Ltd

Tel: +371 67377100

Tel: +44 1582 836 836

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Notkun sýnd skref fyrir skref

Bydureon 2 mg stungulyfsstofn og leysir, forðadreifa

Ef þú hefur einhverjar spurningar er varða notkun Bydureon

Sjá nánar í Algengar spurningar og svör

Hjálplegar leiðbeiningar

Gefðu þér góðan tíma.

Fylgið leiðbeiningunum skref fyrir skref.

Þú munt þurfa góðan tíma til þess að klára öll skrefin án hlés.

Þú munt líklega þurfa minni tíma eftir því sem þú gefur þér lyfið oftar.

MIKILVÆGT:

Lesið og fylgið þessum leiðbeiningum vandlega í hvert sinn sem þú notar Bydureon. Ekki sleppa neinum skrefum. Lesið einnig fylgiseðilinn sem er í pakkanum.

Leiðbeiningar um hluti búnaðarins

Stakskammtabúnaður

Lyftið hér til að skoða hlutina betur

Haldið þessum flipa opnum svo þú getir skoðað hlutina um leið og þú ferð yfir skrefin

 

Stimpill

 

Vökvi

Hvít hetta

Sprauta

 

(leysir) innan í

 

 

 

 

Hettuglas

 

 

Skammtamælir

 

 

Millistykki fyrir hettuglas

 

 

Græn hetta

 

 

Pappírsinnsigli

Duftið í

 

Pakkning með

 

hettuglasinu er

 

millistykki

 

lyfið þitt

 

 

 

 

 

 

 

Appelsínugult

 

 

 

Nál (monoject)

millistykkki

 

 

 

Stakskammtabúnaðurinn er með

Blá hetta

Nál

Nálarhlíf

aukanál (ekki sýnd) ef þörf er á.

 

 

Leiðbeiningar um hluti búnaðarins

Stakskammtabúnaður

Sprauta

Nálar (2)

Millistykki fyrir

Hettuglas hettuglas

(vial connector)

Hvað inniheldur pakkningin

Lesið hvern lið svo hverju skrefi verði fylgt og réttur skammtur sé gefinn.

Þessum leiðbeiningum er skipt í liði:

1Hvernig á að byrja

2Tenging hlutanna

3Blöndun lyfsins og áfylling á sprautuna

4Inndæling lyfsins

Algengar spurningar og svör.

1. Hvernig á að byrja

1a Taktu stakskammtabúnaðinn úr kælinum.

Undirbúðu örugga förgun á notuðum nálum og sprautum. Hafðu það sem þarf til að farga nálum og sprautum á öruggan hátt við hendina.

1b Þvoðu hendurnar.

1c

Lyftið lokinu til að opna.

Fjarlægðu sprautuna. Vökvinn í sprautunni á að vera tær og laus við agnir. Það er í lagi þó það séu loftbólur til staðar.

Leggðu nálina, pakkann með millistykki fyrir hettuglas, hettuglas og sprautu á hreint og slétt yfirborð.

1d

Taktu nálina upp og skrúfaðu bláu hettuna af.

Leggðu frá þér nálina með nálarhlífinni. Nálin er nú tilbúin. Þú munt þurfa að nota hana síðar. Það fylgir aukanál ef þörf er á.

1e

Sláið!

Taktu hettuglasið upp.

Sláið hettuglasinu nokkrum sinnum við hart yfirborð til að losa duftið.

1f

Notaðu þumalfingurinn til að fjarlægja grænu hettuna.

Leggðu frá þér hettuglasið.

2.Tenging hlutanna

2a

Taktu upp pakkninguna með millistykkinu fyrir hettuglas og fjarlægðu pappírsinnsiglið. Ekki snerta appelsínugula millistykkið að innanverðu.

2b

Haldið á pakkningunni fyrir millistykkið.

Haldið á hettuglasinu í hinni hendinni.

2c

Þrýstið efri hluta hettuglassins þétt inn í appelsínugula millistykkið.

2d

Lyftið hettuglasinu með appelsínugula millistykkinu upp úr umbúðunum.

2e

Svona á hettuglasið að líta út núna.

Geymið þar til síðar.

2f

Takið upp sprautuna.

Haldið þétt um gráu ferningana tvo á hvítu hettunni með hinni hendinni.

2g Smell!

Brjótið hettuna af

Farið varlega svo stimpillinn þrýstist ekki inn.

Brjóttu hettuna líkt og þú myndir brjóta spýtu (eða litla trjágrein).

2h

Svona lítur brotin hetta út.

Þú munt ekki þurfa á hettunni að halda og mátt farga henni.

2i

Svona lítur sprautan út núna.

2j

Taktu núna upp hettuglasið með áföstu appelsínugula millistykkinu.

Skrúfaðu appelsínugula millistykkið við sprautuna þar til það er fast. Haldið um appelsínugula millistykkið á meðan þið skrúfið. Ekki skrúfa of fast. Farðu varlega svo stimpillinn þrýstist ekki inn.

2k

Svona líta hlutirnir út eftir að þeir hafa verið tengdir

3. Blöndun lyfsins og áfylling á sprautuna.

MIKILVÆGT:

Í næstu skrefum munt þú blanda lyfið og fylla á sprautuna. Notaðu lyfið um leið og það hefur verið blandað. Ekki má geyma blandað lyf til að nota síðar.

3a

Þrýstu stimplinum niður með þumalfingri þar til hann stöðvast og haltu honum.

Þér mun finnast stimpillinn ætla að þrýstast aðeins til baka.

3b

Haltu áfram að þrýsta stimplinum niður með þumalfingri og hristu kröftuglega. Hristu áfram þar til vökvinn og duftið hafa blandast vel.

Hafðu ekki áhyggjur af því að hettuglasið fari af. Appelsínugula millistykkið heldur því föstu við sprautuna.

Hristu kröftuglega líkt og þú myndir hrista flösku af salat-dressingu úr olíu og ediki.

3c

Lyfið er skýjað ef það er vel blandað.

Ef þú sérð kekki af þurru dufti á hliðum eða botni hettuglassins þá er lyfið EKKI nógu vel blandað.

Hristu aftur kröftuglega þar til það er vel blandað.

Haltu áfram að þrýsta stimplinum niður með þumalfingri á meðan þú hristir.

3e

Haltu nú hettuglasinu þannig að sprautan vísi upp. Haldið áfram að þrýsta stimplinum með þumalfingri þar til hann stöðvast og haldið stöðugum.

3f

Sláðu varlega á hettuglasið með annarri hendinni. Haltu áfram að þrýsta stimplinum með þumalfingri til að halda honum á réttum stað.

Með því að slá á hettuglasið lekur lyfið niður veggina á hettuglasinu. Það er í lagi þó það séu loftbólur.

3g

Togaðu stimpilinn niður fyrir svörtu brotnu skammtalínuna.

Þetta dregur lyfið úr hettuglasinu yfir í sprautuna. Loftbólur geta sést. Það er eðlilegt. Örlítill vökvi getur verið fastur við hliðar hettuglassins. Þetta er einnig eðlilegt.

3h

Haltu stimplinum á sínum stað með annarri hendi svo hann hreyfist ekki.

3i

Snúðu appelsínugula millistykkinu með hinni hendinni og fjarlægðu það.

Ekki þrýsta stimplinum niður eftir að millistykkið hefur verið fjarlægt.

3j

Svona lítur sprautan út núna.

4. Inndæling lyfsins (lyfinu sprautað)

MIKILVÆGT:

Lestu eftirfarandi skref vandlega og skoðaðu myndirnar vel. Þetta hjálpar þér við að fá réttan skammt.

4a

Festu nálina á með því að snúa

henni.

Ekki fjarlægja nálarhlífina strax.

Ekki þrýsta stimplinum niður.

4b

Þrýstið

hægt

Efst á stimpli

Þrýstu rólega á stimpilinn svo að efsti hluti hans verði í beinni línu við svörtu brotalínuna (skammtalína).

Taktu síðan þumalfingurinn af stimplinum.

Það er mikilvægt að hætta að þrýsta á stimpilinn á þessu stigi þar sem þú getur sóað lyfinu og þú munt ekki fá réttan skammt.

4c

Efsti hluti stimpilsins verður að haldast við svörtu brotalínuna, skammtalínuna, þar til þú ferð yfir í næsta skref. Það hjálpar þér að fá réttan skammt af lyfinu.

MIKILVÆGT:

Það er eðlilegt að sjá nokkrar loftbólur í blöndunni. Loftbólurnar munu hvorki skaða þig né hafa áhrif á skammtinn.

4d

Aftanverður upphandleggur

Kviður

Læri

Að framan

Að aftan

Svæði til inndælingar

Þú getur sprautað þig á magasvæði (kvið), læri eða á aftanverðan upphandlegg.

Þú getur notað sama svæði í hverri viku. En vertu viss um að þú notir annan stungustað á því svæði.

4e

Haltu á sprautunni nálægt svörtu brotalínunni, skammtalínunni.

4f

Toga

Togaðu nálarhlífina beint af.

Ekki snúa.

Varist að þrýsta ekki á stimpilinn.

Þú getur séð 1 eða 2 dropa af vökva þegar þú fjarlægir hlífina. Þetta er eðlilegt.

4g

Notaðu inndælingartækni sem þér hefur verið kennd af lækninum eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkideild.

Mundu: Þú átt að sprauta þig með Bydureon strax eftir blöndun lyfsins.

Stingdu nálinni undir húð. Þrýstu á stimpilinn með þumalfingri þar til hann stöðvast til að fá fullan skammt.

Dragðu nálina út.

Lestu fylgiseðilinn (kafla 3) ef þú ert ekki viss um að þú hafir fengið fullan skammt.

4h. Fargið sprautunni með nálinni enn áfastri eins og ráðlegt er af lækninum eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkideild. EKKI reyna að setja nálarhlífina aftur á eða nota nálina aftur.

Þú þarft ekki að geyma neina hluti. Hver stakskammtabúnaður er með allt sem þarf fyrir vikulega lyfjagjöf af Bydureon.

Ekki má fleygja lyfjum í skólplagnir eða heimilissorp. Leitið ráða hjá lyfjafræðingi um hvernig heppilegast er að losna við lyf sem ekki þarf að nota lengur. Þetta er gert til þess að vernda umhverfið.

Byrjaðu aftur á skrefi 1 þegar kemur að næstu vikulegu lyfjagjöf.

Algengar spurningar og svör

 

Ef þú hefur spurningu um:

Sjá spurningu númer:

Hversu fljótt má sprauta lyfinu eftir blöndun

Blöndun lyfsins

Loftbólur í sprautunni

Nálin fest

Nálarhlífin fjarlægð

Stimpill ekki í beinni línu við svörtu brotalínuna,

skammtalínuna

 

Ekki hægt að þrýsta stimplinum niður við inndælingu

Algengar spurningar og svör

1. Hve lengi má ég bíða með að sprauta mig eftir að ég blanda lyfið?

Þú átt að sprauta þig með Bydureon um leið og þú hefur blandað lyfið. Ef þú sprautar þig ekki strax með Bydureon mun lyfið mynda litla kekki í sprautunni. Þessi kekkir geta stíflað nálina þegar þú sprautar þig (sjá spurningu 7).

2. Hvernig veit ég að lyfið er vel blandað?

Þegar lyfið er vel blandað er það skýjað. Það á ekki að vera þurrt púður á hliðum eða á botni hettuglassins. Haltu áfram að hrista kröftuglega á meðan þú þrýstir stimplinum niður með þumalfingri ef þú sérð eitthvert þurrt duft. (Þessi spurning á við skrefin sem sýnd eru í liðum 3a til 3d).

3. Ég er tilbúin(n) að sprauta mig, hvað á ég að gera ef ég sé loftbólur í sprautunni?

Það er eðlilegt að það séu loftbólur í sprautunni. Loftbólurnar munu hvorki skaða þig né hafa áhrif á skammtinn. Bydureon er sprautað undir húð. Loftbólur eru ekki vandamál við þesskonar inndælingu.

4. Hvað á ég að gera ef ég lendi í vandræðum með að festa nálina?

Vertu viss um að bláa hettan hafi verið fjarlægð. Síðan skaltu snúa nálinni þar til hún er föst. Til að koma í veg fyrir að þú tapir lyfinu skaltu ekki þrýsta á stimpilinn á meðan þú festir nálina. Ræddu við heilbrigðisstarfsmann um frekari upplýsingar um inndælingarartækni.

(Þessi spurning á við um skref 4a.)

5. Hvað á ég að gera ef ég er í vandræðum með að fjarlægja nálarhlífina?

Haltu á sprautunni með annarri hendi nálægt svörtu brotalínunni, skammtalínunni. Haltu um nálarhlífina með hinni hendinni. Togaðu nálarhlífina beint af. Ekki snúa henni. (Þessi spurning á við um skref 4f.)

6. Ég er í skrefi 4c. Hvað á ég að gera ef efsta hluta stimpilsins hefur verið þrýst yfir svörtu brotalínuna, skammtalínuna?

Svarta brotalínan, skammtalínan, sýnir réttan skammt. Ef efsta hluta stimpilsins hefur verið þrýst yfir línuna átt þú að halda áfram frá skrefi 4d og gefa lyfið. Skoðaðu vandlega leiðbeiningarnar í skrefum 3a til 4h fyrir næstu inndælingu eftir eina viku.

7. Hvað á ég að gera ef ég get ekki þrýst stimplinum alla leið þegar ég er að sprauta mig?

Þetta þýðir að nálin hefur stíflast. Fjarlægðu nálina og settu aukanálina á sem fylgir búnaðinum. Veldu síðan annan stungustað og kláraðu lyfjagjöfina.

Til að skoða hvernig á að:

fjarlægja bláu hettuna af nálinni, sjá skref 1d

festa nálina á, sjá skref 4a

fjarlægja nálarhlífina og sprauta mig, sjá skref 4e til 4g

Dragðu nálina út ef þú getur ekki enn þrýst stimplinum alla leið niður. Skoðaðu fylgiseðilinn (kafli 3) og lestu þar hvað á að gera ef þú ert ekki viss um að hafa fengið réttan skammt.

Blandið lyfið alltaf vel og sprautið ykkur strax eftir blöndun til að koma í veg fyrir að nálin stíflist.

Bydureon á aðeins að nota einu sinni í viku.

Skráðu hjá þér að þú hafir notað Bydureon í dag og merktu hjá þér inn á dagatal hvenær þú átt að sprauta þig næst.

Hvar get ég fengið frekari upplýsingar um Bydureon

Hafðu samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild

Lestu fylgiseðilinn vandlega

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Lesið leiðbeiningarnar vandlega fyrir notkun

Bydureon 2 mg stungulyfsstofn og leysir, forðadreifa í áfylltum lyfjapenna Hvernig nota á Bydureon áfylltan lyfjapenna

Blöndunargluggi

Röndóttur miði

Hnappur

Hetta

Nál Efri hluti penna

Skoðunargluggi

Grænn miði

Appelsínugulur

 

miði

Áður en lyfjapenninn er notaður er mælt með því að læknirinn eða hjúkrunarfræðingur á sykursýkideild veiti þjálfun í réttri notkun hans.

Ekki er mælt með því að blindir eða sjónskertir noti lyfið nema að einstaklingur sem hefur fengið þjálfun hjálpi við að gefa lyfið.

Skref 1: Lyfjapenninn undirbúinn

Látið lyfjapennann hitna. Takið einn lyfjapenna úr kælinum og látið standa við stofuhita í a.m.k. 15 mínútur. EKKI nota lyfjapenna eftir fyrningardagsetningu.

Þvoið hendurnar á meðan lyfjapenninn hitnar.

Opnið bakkann með því að toga í flipann í horninu.Takið síðan lyfjapennann og nálina. EKKI nota lyfjapennann eða nálina ef einhverjir hlutar hafa laskast eða vantar.

Skoðaðu vökvann í gegnum skoðunargluggann. Hann á að vera tær og laus við agnir. Það er eðlilegt að sjá loftbólur í vökvanum.

BÍÐIÐ mínútur

Taktu pappírsflipann af nálarhettunni.

Festu nálina við lyfjapennann með því að ýta henni og skrúfa á enda lyfjapennans þar til hún situr þétt. EKKI fjarlægja nálarhettuna strax.

Skref 2: Skammturinn blandaður

Blandið lyfið. Snúið hnappinum hægt rangsælis á meðan lyfjapennanum er haldið uppréttum með nálarhettuna efst. STOPPIÐ þegar smellur heyrist og græna merkingin hverfur.

Sláið lyfjapennanum ákveðið í lófann til að blanda. Haldið í enda lyfjapennans með appelsínugula merkimiðann og sláið honum ákveðið í lófann. SNÚIÐ lyfjapennanum á nokkurra skipta fresti ÁN þess að snúa hnappinum. Sláið áfyllta lyfjapennanum þar til blandan er orðin kekkjalaus, einsleit og skýjuð. Það getur þurft að slá lyfjapennanum við lófann 80 sinnum eða oftar.

Haldið upprétt

80 sinnum eða oftar

Athugaðu dreifuna. Berið lyfjapennann upp að ljósi og horfið í gegnum báðar hliðar gluggans.

Lausnin á að vera ÁN KEKKJA og vera einsleit og skýjuð.

Ekki vel blandað

Vel blandað

Kekkir, ekki -einsleit lausn

ENGIR kekkir, einsleit, skýjuð lausn

Til að fá fullan skammt verður lyfið að vera vel blandað.

Ef það er ekki vel blandað skal slá því lengur og ákveðnar við.

EKKI halda áfram nema að lyfið sé vel blandað.

STOP

Til að fá fullan skammt verður lyfið að vera vel blandað. Ef það er ekki vel blandað skal slá því lengur og ákveðnar við. Það er eðlilegt að loftbólur sjáist í vökvanum. Þær valda ekki skaða.

Berðu báðar hliðar gluggans saman við myndirnar hér að neðan með því að halda lyfjapennanum upp við blaðið. Takið vel eftir neðsta hlutanum. Ef ekki sjást kekkir er lyfið tilbúið til inndælingar.

Skoðið lyfjapennann hér

Sláið áfram

Tilbúið til inndælingar

Skref 3: Inndæling skammtsins

MIKILVÆGT: Þegar búið er að blanda lyfið vel verður að nota það strax. Ekki má geyma það til nota síðar.

Veljið stað til að sprauta lyfinu annaðhvort í kvið, læri eða í aftanverðan upphandlegg. Þú getur notað sama líkamshluta vikulega en veldu annan stungustað á því svæði. Hreinsaðu staðinn varlega með sápu og vatni eða með sprittklúti.

Snúið hnappnum til að losa um

 

 

inndælingartakkann. Snúið hnappinum

 

 

rangsælis á meðan lyfjapennanum er haldið

 

 

uppréttum með nálarhettuna efst þar til

Haldið

Inndælingartakki

appelsínugula merkimiðinn hverfur og það losnar

upprétt

 

um inndælingartakkann. EKKI ýta strax á

 

 

inndælingartakkann.

 

 

Takið hettuna af nálinni með því að toga hana

 

 

beint upp. EKKI snúa. Nokkrir dropar geta verið

 

 

sjáanlegir á nálinni eða í nálarhettunni.

 

 

Sprautið lyfinu. Stingið nálinni í húðina (inndæling undir húð). Ýtið á inndælingartakkann með þumalfingri þar til smellur heyrist. Bíðið í 10 sekúndur til að vera viss um að þú fáir fullan skammt.

TOGA

ÞRÝSTIÐ OG HALDIÐ

sekúndur

Fargaðu lyfjapennanum á viðeigandi hátt í stunguhelt ílát með nálinni áfastri. EKKI reyna að setja hettuna á aftur eða nota nálina aftur.

Algengar spurningar og svör

1.Hvernig veit ég að lyfið er vel blandað?

Lyfið er vel blandað þegar vökvinn er skýjaður að sjá í báðum hliðum gluggans. Þú átt ekki að sjá neina kekki í vökvanum. Það getur hjálpað að halda lyfjapennanum upp að ljósi til að sjá inn í gluggann. Ef þú sérð kekki, sama hve stóra eða smáa, skaltu halda áfram að slá lyfjapennanum ákveðið í lófann þar til blöndun hefur orðið.

2.Mér gengur illa að blanda lyfjaskammtinn. Hvað ætti ég að gera?

Áður en þú blandar lyfjaskammtinn skaltu muna að taka lyfjapennann úr kælinum og láta hann bíða í a.m.k. 15 mínútur. Það lætur lyfjapennann hitna að stofuhita. Það er auðveldara að blanda lyfið ef lyfjapenninn er við stofuhita.

Vertu viss um að halda í þann enda lyfjapennans þar sem hnappurinn og appelsínuguli miðinn er. Það hjálpar þér að halda betur um lyfjapennann og slá honum ákveðnar í lófann.

Það getur líka hjálpað að slá báðum hliðum gluggans við lófann. Ef þú sérð einhverja kekki skaltu halda áfram að slá.

3.Hve lengi má bíða með inndælingu eftir að ég hef blandað lyfið?

Þú verður að sprauta skammtinum strax eftir blöndun. Ef þú sprautar skammtinum ekki strax geta myndast litlir kekkir í lyfjapennanum og þú færð ekki fullan skammt.

4.Ég er tilbúin að sprauta mig. Hvað á ég að gera ef ég sé loftbólur í lyfjapennanum?

Það er eðlilegt að það séu loftbólur í lyfjapennanum. Lyfinu er sprautað í húðina (undir húð). Loftbólur valda þér hvorki skaða né hafa áhrif á þesskonar inndælingu.

5. Hvað á ég að gera ef ég get ekki ýtt inndælingartakkanum alla leið þegar ég sprauta skammtinum?

Gakktu úr skugga um að þú hafir skrúfað nálina alveg á lyfjapennann. Vertu einnig viss um að hnappinum hafi verið snúið þar til hann stöðvaðist, appelsínuguli miðinn hvarf og inndælingartakkinn birtist.

Ef þú getur ennþá ekki ýtt takkanum inn getur það verið vegna þess að nálin er stífluð. Taktu nálina úr húðinni og settu varanálina á sem er í öskjunni. Rifjaðu upp hvernig nálin er tengd. Veldu síðan nýjan stungustað og ljúktu við inndælinguna.

Ef þú getur samt ekki ýtt takkanum alla leið skaltu taka nálina úr húðinni. Notaðu stunguhelt ílát til að farga lyfjapennanum með nálinni áfastri.

6.Hvernig veit ég að ég hef sprautað fullum skammti?

Til að vera viss um að þú fáir fullan skammt skaltu ýta inndælingartakkanum með þumlinum þar til þú heyrir smell. Eftir smellinn skaltu halda nálinni í húðinni í 10 sekúndur. Það er nægur tími fyrir allt lyfið að fara úr lyfjapennanum undir húðina.

7.Hvernig farga ég Bydureon lyfjapennanum?

Þú þarft stunguhelt ílát sem er nógu stórt til að rúma allan lyfjapennann með nálinni áfastri. Vertu viss um að ílátið sé með loki. Þú getur notað ílát undir mengandi lífrænan úrgang, annað ílát úr hörðu plasti eða málmílát. Ílát fylgir ekki með öskjunni.

Leitið ráða í apóteki um hvernig eigi að farga ílátinu með lyfjapennum og nálum á öruggan hátt. Ekki farga ílátinu með heimilissorpi.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf