Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Byetta (exenatide) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A10BX04

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsByetta
ATC-kóðiA10BX04
Efniexenatide
FramleiðandiAstraZeneca AB

1.HEITI LYFS

Byetta 5 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Byetta 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

2.INNIHALDSLÝSING

Hver skammtur inniheldur 5 míkrógrömm (míkróg) af exenatíði í 20 míkrólítrum (míkról), (0,25 mg exenatíð í hverjum ml).

Hver skammtur inniheldur 10 míkrógrömm (míkróg) af exenatíði í 40 míkrólítrum (míkról), (0,25 mg exenatíð í hverjum ml).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Byetta 5 míkróg: Hver skammtur inniheldur 44 míkróg af metakresóli.

Byetta 10 míkróg: Hver skammtur inniheldur 88 míkróg af metakresóli.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Byetta er ætlað til meðhöndlunar á sykursýki af tegund 2 í samhliða meðferð með

-metformíni

-súlfónýlúrea

-thíazólidínedíon

-metformíni og súlfónýlúrea

-metformíni og thíazólidínedíon

hjá fullorðnum sem hafa ekki náð fullnægjandi sykurstjórnun á hámarks þolanlegum skömmtum af þessum lyfjum til inntöku.

Byetta er einnig ætlað sem viðbótarmeðferð við grunnmeðferð insúlíns með eða án metformíns og/eða píoglitazóns hjá fullorðnum sem ekki hafa náð viðunandi blóðsykurstjórnun á þessum lyfjum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Meðferð með exenatíði með hraða losun (Byetta) skal hefja með 5 míkróg af exenatíði í hverjum skammti gefið tvisvar á dag í að minnsta kosti einn mánuð til að bæta þol. Eftir það má hækka skammt exenatíð í 10 míkróg tvisvar á dag til að bæta sykurstjórnun enn frekar. Skammtar hærri en 10 míkróg tvisvar á dag eru ekki ráðlagðir.

Exenatíð með hraða losun (Byetta) fæst sem áfylltur lyfjapenni með annaðhvort 5 míkróg eða 10 míkróg af exenatíði í hverjum skammti.

Gefa má exenatíð með hraða losun hvenær sem er innan 60 mínútna fyrir morgun- og kvöldmat (eða tvær aðalmáltíðar dagsins, með um það bil 6 klst. eða lengra millibili). Ekki ætti að gefa exenatíð með hraða losun eftir máltíð. Ef inndæling gleymist skal halda meðferð áfram með næsta áætlaða skammti.

Mælt er með notkun exenatíðs með hraða losun hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 sem þegar eru að taka metformín, súlfónýlúrea, píoglitazón og/eða grunnmeðferð insúlíns. Halda má áfram notkun exenatíðs með hraða losun þegar grunnmeðferð með insúlíni er bætt við þá meðferð sem fyrir er. Þegar exenatíði með hraða losun er bætt við metformín og/eða píoglitazón meðferð sem er þegar til staðar, má halda áfram að gefa óbreyttan skammt af metformíni og/eða píoglitazóni þar sem engin fyrirsjáanleg aukin hætta er á blóðsykurslækkun, samanborið við metformín eða píoglitazón eitt sér. Þegar exenatíði með hraða losun er bætt við súlfónýlúrea meðferð má íhuga að lækka skammt súlfónýlúrea til að draga úr hættu á blóðsykurslækkun (sjá kafla 4.4). Þegar exenatíð með hraða losun er notað ásamt grunnmeðferð insúlíns skal meta skammt grunninsúlíns. Hjá sjúklingum í aukinni hættu á að fá lágan blóðsykur skal íhuga að minnka skammt grunninsúlíns (sjá kafla 4.8).

Ekki er þörf á skammtaaðlögun fyrir exenatíð með hraða losun frá degi til dags á grundvelli sjálfvöktunar sykurmagns í blóði. Hins vegar getur verið nauðsynlegt að sjúklingur fylgist sjálfur með blóðsykrinum til að aðlaga skammta súlfónýlúrea eða skammt grunninsúlíns.

Sérstakir hópar

Aldraðir

Hjá sjúklingum >70 ára skal nota exenatíð með hraða losun með varúð og varlega auka skammtinn úr 5 míkróg í 10 míkróg. Klínísk reynsla er mjög takmörkuð hjá sjúklingum >75 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun 50 - 80 ml/mín.).

Hjá sjúklingum með miðlungs skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun 30-50 ml/mín.), skal hækka skammta varlega úr 5 míkróg í 10 míkróg (sjá kafla 5.2).

Notkun exenatíðs hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi eða verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun <30 ml/mín.) er ekki ráðlögð (sjá kafla 4.4).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun fyrir hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun exenatíðs hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri (sjá kafla 5.2).

Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Hvern skammt á að gefa sem inndælingu undir húð í læri, kvið eða upphandlegg. Exenatíð með hraða losun og grunninsúlín skal gefa sem tvær aðskildar inndælingar.

Leiðbeiningar um notkun pennans er að finna í kafla 6.6 og í notkunarleiðbeiningunum sem fylgja fylgiseðlinum.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ekki ætti að nota exenatíð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 eða til að meðhöndla ketónblóðsýringu af völdum sykursýki.

Exenatíð með hraða losun má ekki gefa sem inndælingu í bláæð eða í vöðva.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi og voru í himnuskilun, jókst tíðni og alvarleiki aukaverkana frá meltingarfærum við staka skammta af exenatíði með hraða losun 5 míkróg. Notkun exenatíðs hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi eða alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun <30 ml/mín.) er ekki ráðlögð. Klínísk reynsla hjá sjúklingum með miðlungs skerta nýrnastarfsemi er mjög takmörkuð (sjá kafla 4.2).

Í sjaldgæfum tilvikum hafa borist aukaverkanatilkynningar vegna breyttrar nýrnastarfsemi, þar með talið hækkað kreatínín í sermi, skert nýrnastarfsemi og versnun á langvinnri og bráðri nýrnabilun, sem stundum þarfnast blóðskilunar. Sumar þessara aukaverkana sem komu fram hjá sjúklingum gætu haft áhrif á vökvajafnvægi, þar með talin ógleði, uppköst og/eða niðurgangur og/eða meðferð með lyfjum sem vitað er að hafa áhrif á nýrnastarfsemi/vökvajafnvægi. Lyf notuð samhliða voru ACE hemlar, angíótensín II blokkar, bólgueyðandi gigtarlyf án stera og þvagræsilyf. Hægt hefur verið að snúa brenglaðri nýrnastarfsemi við með stuðningsmeðferð og með því að stöðva notkun lyfja sem hugsanlega geta valdið brenglaðri nýrnastarfsemi, þar með talið exenatíð.

Bráð brisbólga

Notkun GLP-1 viðtakaörva hefur verið tengd við hættu á bráðri brisbólgu. Aukaverkanatilkynningar hafa borist um bráða brisbólgu við notkun exenatíðs eftir markaðssetningu. Hægt er að ráða bót á brisbólgu með stuðningsmeðferð en örsjaldan hefur verið tilkynnt um brisbólgu með drepi eða blæðandi brisbólgu og/eða dauðsfall. Upplýsa þarf sjúklinga um einkenni bráðrar brisbólgu: viðvarandi, miklir kviðverkir. Ef grunur er um brisbólgu, skal hætta notkun exenatíðs; ef bráð brisbólga er staðfest, skal ekki hefja meðferð með exenatíði aftur. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með sögu um brisbólgu.

Alvarlegir meltingarfærasjúkdómar

Exenatíð hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega meltingarfærasjúkdóma, þar með talið þarmalömun. Notkun þess er oft tengd aukaverkunum frá meltingarfærum, þar með talið ógleði, uppköstum og niðurgangi. Þess vegna er notkun exenatíðs hjá sjúklingum með alvarlega meltingarfærasjúkdóma ekki ráðlögð.

Blóðsykurslækkun

Þegar exenatíð með hraða losun var notað ásamt súlfónýlúrea, jókst tíðni blóðsykurslækkunar samanborið við þegar lyfleysa var gefin með súlfónýlúrea. Í klínískum rannsóknum á sjúklingum, sem fengu samhliða meðferð með súlfónýlúrea, jókst tíðni blóðsykurslækkunar hjá þeim sem höfðu vægt skerta nýrnastarfsemi samanborið við sjúklinga með eðlilega nýrnastarfsemi. Til þess að draga úr hættunni á blóðsykurslækkun í tengslum við notkun á súlfónýlúrea, skal íhuga að lækka skammtinn af súlfónýlúrea.

Ört þyngdartap

Þyngdartap sem nemur meira en 1,5 kg á viku hefur komið fram hjá um 5% sjúklinga í klínískum rannsóknum sem meðhöndlaðir eru með exenatíði. Þyngdartap á þessum hraða getur haft alvarlegar afleiðingar. Fylgjast skal með sjúklingum með ört þyngdartap með tilliti til gallsteina.

Samhliðanotkun

Exenatíð með hraða losun hægir á magatæmingu og getur því dregið úr frásogsmagni og frásogshraða lyfja sem tekin eru inn. Gæta skal varúðar þegar exenatíð með hraða losun er notað hjá sjúklingum sem eru á lyfjum til inntöku sem þurfa að frásogast hratt frá meltingarvegi og lyfjum sem eru með þröngt lækningalegt hlutfall. Sérstakar ráðleggingar varðandi inntöku slíkra lyfja í tengslum við notkun exenatíðs með hraða losun eru gefnar í kafla 4.5.

Samhliðanotkun exenatíðs með hraða losun með D-phenýlalanín afleiðum (meglítíníðum), alfa-glúkósíðasa hemlum, dípeptídýl peptíðasa-4 hemlum eða öðrum GLP-1 viðtakaörvum hefur ekki verið rannsökuð og því ekki hægt að mæla með henni.

Hjálparefni

Lyfið inniheldur metakresól, sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum í hverjum skammti þ.e.a.s. er nær „natríum-frítt“.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Exenatíð með hraða losun hægir á magatæmingu og getur dregið úr frásogsmagni og frásogshraða lyfja sem tekin eru inn. Fylgjast skal náið með sjúklingum sem taka lyf með þröngt lækningalegt hlutfall eða lyf sem krefjast nákvæms klínísks eftirlits. Taka skal þessi lyf á ákveðinn hátt í tengslum við inndælingu á exenatíði með hraða losun. Ef taka á slík lyf með mat skal ráðleggja sjúklingum, ef mögulegt er, að taka þau með máltíð þegar exenatíð með hraða losun er ekki gefið.

Ráðleggja skal sjúklingum sem taka lyf til inntöku sem eru sérstaklega háð þéttniþröskuldi fyrir virkni, eins og sýklalyf, að taka þessi lyf að minnsta kosti 1 klst. fyrir inndælingu á exenatíði með hraða losun.

Taka skal sýruþolin lyf, sem innihalda efni sem eru viðkvæm fyrir niðurbroti í maga, svo sem prótónupumpuhemlar, a.m.k. 1 klst. fyrir eða meira en 4 klst. eftir inndælingu á exenatíði með hraða losun.

Dígoxín, lísinópríl og warfarín

Þegar dígoxín, lísinópríl eða warfarín var gefið 30 mínútum eftir exenatíð kom fram seinkun á tmax sem nam um 2 klst. Engin klínískt markverð áhrif á Cmax eða AUC komu fram. Eftir markaðssetningu hefur hinsvegar verið greint frá hækkun á INR (International Normalized Ratio) við samhliðanotkun warfaríns og exenatíðs. Fylgjast skal náið með INR við upphaf meðferðar og við stækkun skammta exenatíðs með hraða losun hjá sjúklingum sem fá warfarín og/eða kúmarínafleiður (sjá kafla 4.8).

Metformín eða súlfónýlúrea

Ekki er gert ráð fyrir að exenatíð með hraða losun hafi nein marktæk klínísk áhrif á lyfjahvörf metformíns eða súlfónýlúrea. Þar af leiðandi er ekki þörf á tímatakmörkum hvað varðar inntöku þessara lyfja í tengslum við inndælingu exenatíðs með hraða losun.

Parasetamól

Parasetamól var notað sem líkan af lyfi til að meta áhrif exenatíðs á magatæmingu. Þegar 1.000 mg af parasetamóli voru gefin með 10 míkróg exenatíðs með hraða losun (0 klst.) og 1 klst., 2 klst. og 4 klst. eftir inndælingu exenatíðs með hraða losun, lækkaði AUC fyrir parasetamól um 21 %, 23 %, 24 % og 14 % í hverri mælingu fyrir sig; Cmax lækkaði um 37 %, 56 %, 54 % og 41 % í hverri mælingu fyrir sig; tmax hækkaði úr 0,6 klst. á samanburðartímanum í 0,9 klst., 4,2 klst., 3,3 klst., og 1,6 klst. í hverri mælingu fyrir sig. AUC, Cmax og tmax fyrir parasetamól breyttust ekki marktækt þegar parasetamól var gefið 1 klukkustund fyrir inndælingu með exenatíði með hraða losun. Samkvæmt niðurstöðum þessara tilrauna þarf ekki að aðlaga skammta parasetamóls.

Hýdroxý Metýl Glutarýl Kóensím A (HMG CoA) redúktasa hemlar

AUC fyrir lovastatin lækkaði um það bil um 40% og Cmax um 28%, og tmax seinkaði um það bil um 4 klst. þegar exenatíð með hraða losun (10 míkróg tvisvar á dag) var gefið samhliða stökum skammti

af lovastatini (40 mg) samanborið við lovastatin gefið eitt sér. Í klínískum samanburðarrannsóknum með lyfleysu sem stóðu í 30 vikur var samhliðanotkun á exenatíði með hraða losun og HMG CoA redúktasa hemlum ekki tengd samkvæmum breytingum á blóðfitumælingum (sjá kafla 5.1). Breytingar á LDL-C eða heildar kólesteróli eru hugsanlegar, þó er fyrirfram ákveðin skammtaaðlögun ekki nauðsynleg. Fylgjast skal reglulega með blóðfitum.

Etinýlestradíól og levónorgestrel

Ekki urðu breytingar á AUC, Cmax eða Cmin, hvorki hjá etinýlestradíóli né levónorgestreli, þegar samsettar getnaðarvarnartöflur (30 míkróg etinýlestradíól ásamt 150 míkróg levónorgestrel) voru teknar inn einni klukkustund á undan exenatíði með hraða losun (10 míkróg tvisvar á dag). Engin áhrif urðu á AUC en Cmax fyrir etinýlestradíól lækkaði um 45 % og Cmax fyrir levónorgestrel lækkaði um 27-41 % og tmax seinkaði um 2-4 klukkustundir vegna seinkunar á magatæmingu, ef getnaðarvarnartöflur voru teknar inn 30 mínútum á eftir exenatíði með hraða losun. Lækkun Cmax hefur takmarkaða klíníska þýðingu og ekki er þörf á því að breyta skammtinum á getnaðarvarnartöflunum.

Börn

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri

Hætta skal meðferð með exenatíði ef sjúklingurinn óskar eftir að verða þunguð eða ef þungun á sér stað.

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun exenatíðs á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Exenatíð ætti ekki að nota á meðgöngu og mælt er með notkun á insúlíni.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort exenatíð skilst út í brjóstamjólk. Ekki skal nota exenatíð með brjóstagjöf.

Frjósemi

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á frjósemi hjá mönnum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Exenatíð hefur lítil áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Þegar exenatíð er notað samtímis meðferð með súlfónýlúrea eða með grunninsúlíni skal ráðleggja sjúklingum að gera varúðarráðstafanir til að forðast blóðsykurslækkun meðan á akstri stendur og við notkun véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á aukaverkunum

Algengustu aukaverkanirnar tengjast helst meltingarfærum (ógleði, uppköst og niðurgangur). Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt hefur verið um er ógleði í upphafi meðferðar og rénaði með tímanum. Sjúklingar geta fengið blóðsykursfall þegar exenatíð með hraða losun er notað samhliða súlfónýlúrea. Flestar aukaverkanir sem tengjast notkun exenatíðs með hraða losun voru vægar til miðlungs miklar.

Frá því að exenatíð með hraða losun var markaðssett hefur verið tilkynnt um bráða brisbólgu með tíðninni ekki þekkt og bráða nýrnabilun með tíðninni sjaldgæft (sjá kafla 4.4).

Aukaverkanir taldar upp í töflu

Tafla 1 sýnir aukaverkanir sem tilkynntar voru fyrir exenatíð með hraða losun í klínískum rannsóknum og eftir markaðssetningu (komu ekki fram í klínískum rannsóknum, tíðni ekki þekkt).

Grunnmeðferðir í klínískum rannsóknum eru m.a. metformín, súlfónýlúrea, thíazólidínedíonlyf eða samsett meðferð með lyfjum til inntöku sem lækka glúkósa.

Aukaverkanir eru skráðar samkvæmt MedDRA hugtakakerfinu eftir líffærakerfum og heildartíðni. Tíðnin er skilgreind sem: Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til

<1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og tíðni ekki

þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 1: Aukaverkanir exenatíðs með hraða losun sem komu fram í klínískum rannsóknum og aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið eftir markaðssetningu.

Líffærakerfi/Aukaverkun

 

 

Tíðni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mjög

Koma

Tíðni

 

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

sjaldgæfar

örsjaldan

ekki

 

algengar

 

 

 

fyrir

þekkt

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

 

 

Bráðaofnæmisviðbrögð

 

 

 

X1

 

 

Efnaskipti og næring

 

 

 

 

 

 

Blóðsykurslækkun (með

X1

 

 

 

 

 

metformíni og

 

 

 

 

 

 

súlfónýlúrea)2

 

 

 

 

 

 

Blóðsykurslækkun (með

X1

 

 

 

 

 

súlfónýlúrea)

 

 

 

 

 

 

Lystarleysi

 

X1

 

 

 

 

Vökvaskortur sem aðallega

 

 

X1

 

 

 

tengist ógleði, uppköstum

 

 

 

 

 

 

og/eða niðurgangi

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

 

 

 

 

 

 

Höfuðverkur2

 

X1

 

 

 

 

Sundl

 

X1

 

 

 

 

Bragðskynstruflanir

 

 

X1

 

 

 

Svefnhöfgi

 

 

X1

 

 

 

Meltingarfæri

 

 

 

 

 

 

Garnateppa

 

 

 

X1

 

 

Ógleði

X1

 

 

 

 

 

Uppköst

X1

 

 

 

 

 

Niðurgangur

X1

 

 

 

 

 

Meltingartruflanir

 

X1

 

 

 

 

Kviðverkir

 

X1

 

 

 

 

Maga- og vélindisbakflæði

 

X1

 

 

 

 

Vindgangur

 

X1

 

 

 

 

Bráð brisbólga (sjá

 

 

 

 

 

X3

kafla 4.4)

 

 

 

 

 

 

Ropi

 

 

X1

 

 

 

Hægðatregða

 

X1

 

 

 

 

Uppþemba

 

X1

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

 

 

 

 

 

Ofsvitnun2

 

X1

 

 

 

 

Skalli

 

 

X1

 

 

 

Dröfnuútbrot og örðuútbrot

 

 

 

 

 

X3

Kláði og/eða ofsakláði

 

X1

 

 

 

 

Ofnæmisbjúgur

 

 

 

 

 

X3

Nýru og þvagfæri

 

 

 

 

 

 

Breytt nýrnastarfsemi þar

 

 

X1

 

 

 

með talin bráð nýrnabilun,

 

 

 

 

 

 

versnun á langvinnri

 

 

 

 

 

 

nýrnabilun, skert

 

 

 

 

 

 

nýrnastarfssemi, hækkað

 

 

 

 

 

 

kreatínín í sermi

 

 

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir

 

 

 

 

 

 

og aukaverkanir á

 

íkomustað

 

Taugaspenna

X1

Þróttleysi2

X1

Viðbrögð á stungustað

X1

Rannsóknaniðurstöður

 

Þyngdartap

X1

Hækkað INR (international

X3

normalised ratio) við

 

samtímis notkun á

 

warfaríni, sum tilvik

 

tengdust blæðingum

 

1Tíðni byggð á yfirstöðnum langtímarannsóknum á verkun og öryggi exenatíðs með hraða losun n=5763 samanlagt (sjúklingar sem fengu súlfónýlúrea n=2971).

2Í insúlín samanburðarlyfjarannsóknum þar sem lyfin metformín og súlfónýlúrea voru gefin samhliða var tíðni þessara aukaverkana svipuð hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með insúlíni og exenatíði með hraða losun.

3Tilkynningar eftir markaðssetningu (heildarfjöldi sjúklinga ekki þekktur)

Þegar exenatíð með hraða losun var notað með grunn meðferð insúlíns var tíðni og tegund aukaverkana svipuð og sú tíðni sem sást í klínískum samanburðarrannsóknum með exenatíði sem einlyfjameðferð, með metformíni og/eða súlfónýlúrea eða thiazólidínedíónum með eða án metformíns.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Blóðsykurslækkun

Í rannsóknum á sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með exenatíði með hraða losun og súlfónýlúrea (með eða án metformíns), var tíðni blóðsykurslækkunar aukin samanborið við lyfleysu (23,5 % og 25,2 % á móti 12,6 % og 3,3 %) og virtist vera háð skammtastærð bæði exenatíðs með hraða losun og súlfónýlúrea.

Ekki var klínískt marktækur munur á tíðni eða alvarleika blóðsykurslækkunar við exenatíð meðferð miðað við lyfleysu, þegar það er gefið ásamt thíazólidínedíon með eða án metformíns. Greint var frá blóðsykurslækkun hjá 11 % sjúklinga sem fengu meðferð með exenatíði og 7 % sjúklinga sem fengu lyfleysu.

Flest tilfelli blóðsykurslækkunar voru væg til miðlungs alvarleg, og leystist með inntöku á kolvetnum.

Í30 vikna rannsókn þar sem exenatíð með hraða losun eða lyfleysu var bætt við grunnmeðferð með

insúlíni (insúlín glargín) var skammtur grunninsúlíns lækkaður um 20% hjá sjúklingum með HbA1c ≤ 8,0% í hverri rannsóknaráætlun í þeim tilgangi að draga úr hættunni á blóðsykurfalli. Báðir meðferðararmar voru stilltir af til að ná markgildi fastandi blóðsykurs (sjá kafla 5.1). Ekki var marktækur munur á tíðni tilvika vegna lækkaðs blóðsykurs hjá hópnum sem fékk exenatíð með hraða losun borið saman við lyfleysu (25% og 29%, talið í sömu röð). Engin tilfelli alvarlegrar blóðsykurslækkunar komu upp hjá hópnum sem fékk exenatíð með hraða losun.

Í24 vikna rannsókn þar sem annaðhvort insúlín lispro prótamín dreifu eða insúlín glargín var bætt við meðferð með exenatíði með hraða losun og metformíni eða metformíni auk thíazolidíedion var hlutfall sjúklinga sem fengu í sömu röð í það minnsta eitt minniháttar tilfelli lækkaðs blóðsykurs 18% og 9% og einn sjúklingur fékk alvarlegt blóðsykurfall. Hjá sjúklingum sem einnig voru á meðferð með súlfónýlúrea var hlutfall sjúklinga sem fengu í sömu röð að minnsta kosti eitt tilvik af vægt lækkuðum blóðsykri 48% og 54% og einn sjúklingur fékk alvarlegt blóðsykursfall.

Ógleði

Ógleði var algengasta aukaverkunin sem tilkynnt var. Hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með

5 míkróg eða 10 míkróg af exenatíði með hraða losun fengu 36 % a.m.k. eitt ógleðikast. Oftast var um að ræða væga eða miðlungs mikla ógleði, sem var skammtaháð. Við áframhaldandi meðferð lækkaði tíðnin og það dró úr alvarleikanum hjá flestum sjúklingum sem upphaflega fundu fyrir ógleði.

Hlutfall sjúklinga sem hættu vegna aukaverkana var 8 % hjá þeim sem voru meðhöndlaðir með exenatíði með hraða losun, 3 % hjá þeim sem fengu lyfleysu og 1 % hjá sjúklingum sem fengu insúlín í langtíma samanburðarrannsóknum (16 vikna eða lengri). Algengasta aukaverkunin sem leiddi til þess að sjúklingar sem meðhöndlaðir voru með exenatíði með hraða losun hættu meðferð var ógleði (4 % sjúklinga) og uppköst (1 %). Hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með lyfleysu eða insúlíni hættu <1 % vegna ógleði eða uppkasta.

Sjúklingar meðhöndlaðir með exenatíði með hraða losun í opinni framhaldsrannsókn sem stóð í 82 vikur urðu varir við svipaðar aukaverkanir og komu fram í samanburðarrannsóknum.

Viðbrögð á stungustað

Tilkynnt hefur verið um viðbrögð á stungustað hjá um 5,1 % einstaklinga sem fengu exenatíð með hraða losun í langtíma samanburðarrannsóknum (16 vikna eða lengri). Þessi áhrif hafa yfirleitt verið væg og leiddu venjulega ekki til þess að sjúklingarnir hættu að nota exenatíð með hraða losun.

Ónæmingargeta

Í samræmi við hugsanlega ónæmingareiginleika prótein- og peptíðlyfja, geta sjúklingar þróað með sér mótefni gegn exenatíði eftir meðferð með exenatíði með hraða losun. Hjá flestum sjúklingum sem þróa með sér mótefni, minnkar mótefnatítrinn með tímanum og helst lágur út 82 vikur.

Samræmi var milli heildarprósentu af mótefna jákvæðum sjúklingum í klínísku rannsóknunum. Sjúklingar sem mynda mótefni gegn exenatíði eru líklegri til að fá fleiri aukaverkanir á stungustað (til dæmis: roða í húð og kláða), en að öðru leiti með svipað hlutfall og tegundir aukaverkana og þeir sem höfðu engin mótefni gegn exenatíði. Í þremur samanburðarrannsóknum með lyfleysu (n=963) höfðu 38% sjúklinga lágt exenatíð mótefnatítur eftir 30 vikur. Hjá þessum hópi var sykurstjórnun (HbA1c) almennt sambærileg við það sem sást hjá þeim sem voru ekki með mótefnatítra. Önnur 6% sjúklinga höfðu hærra mótefnatítur eftir 30 vikur. Um helmingur þessara 6% (3% af öllum sjúklingum sem fengu exenatíð með hraða losun í samanburðarrannsóknunum) fengu enga sýnilega sykursvörun við exenatíði með hraða losun. Í þremur insúlín-samanburðarlyfjarannsóknum (n=790) sást sambærileg virkni og aukaverkanir hjá sjúklingum sem voru meðhöndlaðir með exenatíði með hraða losun, óháð niðurstöðum mótefnatítra.

Athugun á jákvæðum mótefnasýnum úr einni langtímarannsókn sem var ekki samanburðarrannsókn sýndi engin marktæk víxlviðbrögð með svipuðum innlægum peptíðum (glúkagon eða GLP-1).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni ofskömmtunar geta verið alvarleg ógleði, alvarleg uppköst og hraðlækkandi þéttni glúkósa í blóði. Ef ofskömmtun verður þarf að gefa viðeigandi stuðningsmeðferð (hugsanlega sem inndælingu) samkvæmt klínískum einkennum sjúklings.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sykursýkislyf, önnur blóðsykurslækkandi lyf nema insúlín, ATC flokkur: A10BX04.

Verkunarháttur

Exenatíð er glúkagonlíkt peptíð-1 (GLP-1) viðtakaörvi sem sýnir ýmis áhrif gegn blóðsykurshækkun líkt og glúkagonlíkt peptíd-1 (GLP-1). Amínósýruröð exenatíðs skarast að hluta til við manna GLP-1. Sýnt hefur verið fram á að exenatíð binst við og virkjar þekktan GLP-1 viðtaka í mönnum in vitro, verkunarháttur þess er stýrður af hringlaga AMP og/eða öðrum innanfrumu boðtaugabrautum.

Exenatíð eykur, á glúkósaháðum grunni, seytingu insúlíns frá betafrumum í brisi. Eftir því sem glúkósastyrkur í blóði minnkar, dvínar insúlínseyting. Þegar exenatíð var notað í samhliða meðferð með metformíni einu sér sást ekki aukin tíðni blóðsykurslækkunar fram yfir það sem sást með samsetningunni lyfleysa og metformín, sem gæti verið vegna þessara glúkósaháðra örvunaráhrifa á insúlínframleiðslu og virkni (sjá kafla 4.4).

Exenatíð bælir seytingu glúkagons sem vitað er að er hækkuð, þegar það á ekki við, hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Lægri glúkagonstyrkur leiðir til minni útskilnaðar á glúkósa frá lifur. Samt sem áður veikir exenatíð ekki eðlilega glúkagon svörun og önnur hormónasvör við blóðsykurslækkun. Exenatíð hægir á magatæmingu og veldur þannig því að glúkósi í fæðunni skilar sér hægar út í blóðrásina.

Lyfhrif

Exenatíð með hraða losun bætir sykurstjórnun með því að lækka glúkósastyrk strax og viðhalda lægri glúkósastyrk bæði eftir mat og í föstu hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2.

Verkun og öryggi

Rannsóknir á exenatíði með hraða losun ásamt metformíni, súlfónýlúrea eða hvoru tveggja sem grunnmeðferð

Klínískar rannsóknir tóku til 3.945 einstaklinga (2.997 meðhöndlaðir með exenatíði), 56 % karlmenn og 44 % konur, 319 einstaklingar (230 meðhöndlaðir með exenatíði) voru ≥70 ára og 34 einstaklingar (27 meðhöndlaðir með exenatíði) voru ≥75 ára.

Exenatíð með hraða losun lækkaði HbA1c og líkamsþyngd hjá sjúklingum meðhöndluðum í 30 vikur í þremur samanburðarrannsóknum með lyfleysu, hvort sem exenatíði með hraða losun var bætt við metformín, súlfónýlúrea eða samsetningu beggja. Þessi lækkun á HbA1c kom almennt fram eftir

12 vikur frá upphafi meðferðar. Sjá töflu 2. Sýnt var fram á áframhaldandi lækkun á HbA1c og þyngdartap í allt að 82 vikur hjá undirhópi sjúklinga á 10 míkróg tvisvar á dag, sem luku bæði lyfleysu samanburðarrannsóknunum og framhaldsrannsóknum sem voru án samanburðar (n=137).

Tafla 2: Sameinaðar niðurstöður úr 30 vikna samanburðarrannsóknum með lyfleysu (intent to treat patients)

 

Lyfleysa

Exenatíð með hraða

Exenatíð með hraða

 

 

losun 5 míkróg

losun 10 míkróg

 

 

tvisvar á dag

tvisvar á dag

N

HbA1c (%) við upphaf

8,48

8,42

8,45

rannsóknar

 

 

 

Breyting á HbA1c (%)

0,08

-0,59

-0,89

frá upphafi rannsóknar

 

 

 

Hlutfall sjúklinga (%)

7,9

25,3

33,6

sem ná HbA1c ≤7%

 

 

 

Hlutfall sjúklinga (%)

10,0

29,6

38,5

sem ná HbA1c ≤7%

 

 

 

(sjúklingar sem luku við

 

 

 

rannsóknirnar)

 

 

 

Þyngd við upphaf

99,26

97,10

98,11

rannsóknar (kg)

 

 

 

Breytingar á þyngd frá

-0,65

-1,41

-1,91

upphafi rannsóknar (kg)

 

 

 

Í samanburðarrannsóknum við insúlín, sýndi exenatíð með hraða losun (5 míkróg tvisvar á dag í

4 vikur, síðan 10 míkróg tvisvar á dag eftir það), í samhliða meðferð með metformíni og súlfónýlúrea, marktækt bætta (tölfræðilega og klínískt) sykurstjórnun, mælt með lækkun á HbA1c. Þessi meðferðaráhrif eru samanburðarhæf við insúlín glargín í 26 vikna rannsókn (meðaltals insúlín skammtur 24,9 a.e./dag, bil 4-95 a.e./dag, við lok rannsóknar) og tvífasa insúlínaspart í 52 vikna rannsókn (meðaltals insúlín skammtur 24,4 a.e./dag, bil 3-78 a.e./dag, við lok rannsóknar). Exenatíð með hraða losun lækkaði HbA1c frá 8,21 (n=228) og 8,6% (n=222) um 1,13 og 1,01% á meðan insúlínglargín lækkaði frá 8,24 (n=227) um 1,10% og tvífasa insúlínaspart frá 8,67 (n=224) um 0,86%. Þyngdartap sem nam 2,3 kg (2,6%) náðist með exenatíði með hraða losun í 26 vikna rannsókn og þyngdartap upp á 2,5 kg (2,7%) í 52 vikna rannsókn, hinsvegar var meðferð með insúlíni tengd þyngdaraukningu. Munurinn á meðferðum (exenatíð með hraða losun að samanburði frádregnum) var -4,1 kg í 26 vikna rannsókninni og -5,4 kg í 52 vikna rannsókninni. Eftir inndælingu exenatíðs með hraða losun, sýndi sjálfvaktað blóðglúkósasnið, tekið yfir 7 punkta (fyrir og eftir máltíðir og kl. 3 að nóttu), fram á marktækt lækkuð glúkósagildi eftir máltíðir, samanborið við insúlín. Styrkur glúkósa í blóði fyrir máltíðir var yfirleitt lægri hjá sjúklingum sem tóku insúlín, samanborið við exenatíð með hraða losun. Meðaltal daglegra blóðglúkósagilda voru svipuð með exenatíði með hraða losun og insúlíni. Í þessum rannsóknum var tíðni blóðsykurslækkunar svipuð fyrir meðferð með exenatíði með hraða losun og insúlíni.

Rannsóknir á exenatíði með hraða losun ásamt metformíni, thíazólidínedíón eða hvoru tveggja, sem grunnmeðferð

Framkvæmdar voru tvær samanburðarrannsóknir með lyfleysu: önnur þeirra stóð yfir í 16 vikur og þátt tóku 121 sjúklingar á meðferð með exenatíði með hraða losun og 112 sjúklingar sem fengu lyfleysu, hin rannsóknin stóð yfir í 26 vikur og þátt tóku 111 sjúklingar á meðferð með exenatíði með hraða losun og 54 sjúklingar sem fengu lyfleysu, sem viðbót við thíazólidínedíón meðferð með eða án metformíns. 12 % sjúklinga sem fengu exenatíð með hraða losun fengu einnig thíazólidínedíón og 82% sjúklinga á exenatíði með hraða losun fengu thíazólidínedíón og metformín. Í 16 vikna rannsókninni leiddi meðferð með exenatíði með hraða losun (5 míkróg tvisvar á dag í 4 vikur, fylgt eftir með 10 míkróg tvisvar á dag) til tölfræðilega marktækrar lækkunar á HbA1c frá upphafi rannsóknar, borið saman við lyfleysu (-0,7% á móti +0,1%), svo og marktækrar lækkunar á líkamsþyngd (-1,5 á móti 0 kg). Rannsóknin sem stóð yfir í 26 vikur sýndi sambærilegar niðurstöður með tölfræðilega marktækri lækkun frá grunngildi HbA1c samanborið við lyfleysu (-0,8% samanborið við -0,1%). Engin marktækur munur var á breytingu á líkamsþyngd frá grunngildi að endapunkti (-1,4 samanborið við -0,8 kg).

Þegar exenatíð með hraða losun var gefið í samhliða meðferð með thíazólidínedíóni var tíðni blóðsykurslækkunar svipuð og þegar notuð var lyfleysa ásamt thíazólidínedíóni. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá sjúklingum >65 ára og hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Tíðni og flokkur annarra aukaverkana sem komu fram voru sambærilegar við þær aukaverkanir sem sáust í

30 vikna samanburðarrannsóknum með súlfónýlúrea, metformíni eða hvoru tveggja.

Rannsóknir á exenatíði með hraða losun ásamt grunnmeðferð með insúlíni

Í30 vikna rannsókn var annaðhvort exenatíð með hraða losun (5 míkróg tvisvar á dag í 4 vikur, síðan 10 míkróg tvisvar á dag eftir það) eða lyfleysu bætt við meðferð með insúlín glargín (með eða án metformíns, píóglitazóns eða hvoru tveggja). Á meðan á rannsókninni stóð voru skammtar insúlíns glargín stilltir af hjá báðum meðferðarörmum með því að nota algrím sem endurspeglar núverandi klíníska notkun til að finna út markgildi fyrir fastandi blóðsykur sem er um það bil 5,6 mmól/l. Meðalaldur þátttakenda var 59 ára og meðal tímalengd sykursýki var 12,3 ár.

Ílok rannsóknar sýndi exenatíð með hraða losun (n=137) tölfræðilega marktæka lækkun á HbA1c og þyngdarlækkun borið saman við lyfleysu (n=122). Exenatíð með hraða losun lækkaði HbA1c um 1,7% frá 8,3 % sem grunngildi 8,3 borið saman við lyfleysu sem lækkaði HbA1c um 1% frá 8,5 sem grunngildi. Hlutfall þeirra sjúklinga sem náðu HbA1c <7% var 56% og HbA1c ≤6,5% var 42% með exenatíði með hraða losun og 29% og 13% með lyfleysu. Í ljós kom þyngdartap sem nam 1,8 kg frá 95 kg sem grunngildi með exenatíði með hraða losun en þyngdaraukningu um 1,0 kg frá 94 kg sem grunngildi með lyfleysu.

Hjá arminum sem fékk exenatíð með hraða losun hækkaði insúlín skammturinn um 13 einingar/dag borið saman við 20 einingar á dag hjá arminum sem fékk lyfleysu. Exenatíð með hraða losun lækkaði fastandi blóðsykursgildi um 1,3 mmól/l og lyfleysa um 0,9 mmól/l. Exenatíð með hraða losun armurinn hafði marktækt minni breytileika í blóðsykri eftir morgunverð (-2,0 á móti -0,2 mmól/l) og eftir kvöldverð (-1,6 á móti +0.1 mmól/l). Engin munur var á milli meðferða um hádegi.

Í24 vikna rannsókn þar sem annaðhvort insúlín lispro prótamín dreifa eða insúlín glargín var bætt við meðferð með exenatíð með hraða losun og metformín, metformín og súlfónýlúrea eða metformín og

píóglitazón, var HbA1c lækkað um 1,2% (n=170) og um 1,4% (n=167) hjá hvorum hópi fyrir sig, frá grunngildi sem var 8,2%. Þyngdaraukning um 0,2 kg sást hjá sjúklingum sem fengu insúlín lispro prótamín dreifu miðað við grunngildi 102 kg og 0,6 kg hjá sjúklingum sem fengu insúlín glargín miðað við grunngildi 103 kg.

Í30 vikna opinni jafngildisrannsókn með virkum samanburði var öryggi og verkun exenatíðs með hraða losun (n=315) borin saman við insúlín lispro, sem búið var að stilla af, þrisvar sinnum á sólarhring (n=312) hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2, þar sem grunnmeðferð var kjörmeðferð með grunninsúlín glargíni og metformíni.

Eftir að skammtar grunninsúlíns höfðu verið stilltir af (basal insulin optimization [BIO] phase), var sjúklingum með HbA1c >7,0% slembiraðað og fengu þeir annaðhvort exenatíð með hraða losun eða insúlín lispro til viðbótar við þá meðferð með insúlín glargíni og metformíni sem þeir voru á. Hjá báðum meðferðarhópum voru skammtar insúlíns glargín áfram stilltir af með því að nota algrím sem endurspeglaði núverandi klíníska notkun.

Allir sjúklingar sem fengu exenatíð með hraða losun fengu í upphafi 5 míkróg tvisvar sinnum á sólarhring í fjórar vikur. Eftir fjórar vikur var skammturinn aukinn í 10 míkróg tvisvar sinnum á

sólarhring. Hjá sjúklingum í exenatíð með hraða losun hópnum með HbA1c ≤8,0% við lok BIO tímabilsins voru skammtar insúlíns glargín minnkaðir um að minnsta kosti 10%.

Exenatíð með hraða losun lækkaði HbA1c um 1,1% miðað við grunngildi 8,3% og insúlín lispro lækkaði HbA1c um 1,1% miðað við grunngildi 8,2% og sýnt var fram á jafngildi exenatíðs með hraða losun við títrað lispro. Hlutfall sjúklinga sem náðu HbA1c <7% var 47,9% með exenatíði með hraða

losun og 41,8% með insúlín lispro. 2,6 kg þyngdartap miðað við grunngildi 89,9 kg sást með exenatíði með hraða losun en 1,9 kg þyngdaraukning miðað við grunngildi 89,3 kg sást með insúlín lispro.

Fastandi blóðfitugildi

Engin aukaáhrif á fitugildi hafa komið fram hjá exenatíði með hraða losun. Tilhneiging til lækkunar á þríglýseríðum hefur komið fram við þyngdartap.

Starfsemi betafrumna

Með notkun vísa eins og líkans fyrir mat á samvægi fyrir starfsemi betafrumna (HOMA-B) og hlutfall milli forinsúlíns og insúlíns hefur verið sýnt fram á, í klínískum rannsóknum, að exenatíð með hraða losun bætir starfsemi betafrumna. Rannsókn á lyfhrifum sýndi að með því að gefa sjúklingum með sykursýki af tegund 2 (n=13) stakan skammt af glúkósa í bláæð mátti endurvekja fyrsta fasa insúlínseytingu og bæta annars fasa insúlínseytingu.

Líkamsþyngd

Í allt að 52 vikna langtíma samanburðarrannsóknum sást lækkun á líkamsþyngd hjá sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með exenatíði með hraða losun án tillits til þess hvort ógleði kom fram eða ekki, þó að lækkunin væri meiri hjá þeim hópi sem fékk ógleði (meðaltalslækkun 2,4 kg á móti 1,7 kg).

Með gjöf á exenatíði hefur verið sýnt fram á að það dregur úr fæðuinntöku vegna minnkaðrar matarlystar og aukinnar saðningar.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á exenatíði með hraða losun hjá einum eða fleiri undirhópum barna með sykursýki af tegund 2 (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Exenatíð nær hæsta meðaltalsstyrk í sermi 2 klst. eftir gjöf undir húð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2. Hæsta meðaltalsþéttni exenatíðs (Cmax) var 211 pg/ml og meðaltals heildarflatarmál undir blóðþéttniferli (AUC0-inf) var 1036 pg •h/ml eftir gjöf á 10 míkróg af exenatíð undir húð. Útsetning fyrir exenatíði jókst hlutfallslega á meðferðarskammtabili frá 5 míkróg til 10 míkróg. Svipuð útsetning næst með gjöf exenatíðs undir húð í kvið, læri eða handlegg.

Dreifing

Sýnilegt (apparent) meðaldreifirúmmál exenatíðs eftir staka gjöf á exenatíði undir húð er 28 l.

Umbrot og brotthvarf

Rannsóknir aðrar en klínískar hafa sýnt að exenatíð er aðallega útskilið með nýrnahnoðrasíun með próteinsundrandi niðurbroti þar á eftir. Meðalúthreinsun exenatíðs hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 er 9 l/klst. og meðalhelmingunartíminn er 2,4 klst. Lyfjahvarfafræði exenatíðs er ekki háð skammti.

Sérstakir hópar

Skert nýrnastarfsemi

Einungis væg minnkun sást á úthreinsun exenatíðs hjá sjúklingum með vægt (kreatínín úthreinsun 50 til 80 ml/mín.) til miðlungs skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun 30 til 50 ml/mín.) samanborið við úthreinsun einstaklinga með eðlilega nýrnastarfsemi (13% minnkun við vægt skerta og 36% við miðlungs skerta nýrnastarfsemi). Úthreinsun minnkaði marktækt um 84% hjá sjúklingum í himnuskiljun með nýrnasjúkdóm á lokastigi (sjá kafla 4.2).

Skert lifrarstarfsemi

Engar rannsóknir á lyfjahvörfum hafa verið framkvæmdar á sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Exenatíð skilst aðallega út um nýrun og því er ekki búist við að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á blóðþéttni exenatíðs.

Kyn og kynþáttur

Kyn og kynþáttur hafa engin marktæk áhrif á lyfjahvörf exenatíðs.

Aldraðir

Takmarkaðar langtíma samanburðarupplýsingar liggja fyrir um aldraða, en benda þó ekki til greinilegra breytinga á útsetningu exenatíðs með hækkandi aldri til allt að 75 ára aldurs. Í rannsókn á lyfjahvörfum hjá sjúklingum með sykursýki af gerð 2, orsakaði exenatíð lyfjagjöf (10 míkróg) meðal hækkun á AUC exenatíðs um 36 % hjá 15 öldruðum einstaklingum á aldrinum 75 til 85 ára samanborið við 15 einstaklinga á aldrinum 45 til 65 ára, líklega tengt minnkaðri nýrnastarfssemi hjá eldri aldurshópnum (sjá kafla 4.2).

Börn

Í einskammta rannsókn á lyfhrifum sem gerð var á 13 sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og á aldrinum 12 til 16 ára, orsakaði exenatíð lyfjagjöf (5 míkróg) örlítið lægri miðgildi AUC (16 % lægri) og Cmax (25 % lægri) samanborið við það sem sést hefur hjá fullorðnum sjúklingum).

5.3Forklínískar upplýsingar

Niðurstöður úr öðrum rannsóknum en klínískum benda ekki til neinnar sérstakrar áhættu fyrir menn, byggt á hefðbundnum rannsóknum á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta eða eiturverkunum á erfðaefni.

Í kvenkyns rottum sem fengu exenatíð í 2 ár kom fram aukin tíðni góðkynja skjaldkirtils C-frumuæxla við hæsta skammt, 250 míkróg/kg/dag, það er skammtur sem olli 130-falt hærri útsetningu exenatíðs í plasma heldur en fæst við klíníska útsetningu í mönnum. Þessi aukning var ekki tölfræðilega marktæk þegar leiðrétt var fyrir lifun. Engin æxlissvörun kom fram hjá karlkyns rottum né hjá músum af báðum kynjum.

Dýrarannsóknir benda ekki til beinna skaðlegra áhrifa með tilliti til frjósemi eða á meðgöngu. Háir skammtar af exenatíði um miðbik meðgöngutímans ollu áhrifum á beinagrind og drógu úr vexti fósturs hjá músum og drógu úr vexti fósturs hjá kanínum. Háir skammtar gefnir í lok meðgöngutíma músa og hjá mjólkandi músum drógu úr vexti nýbura.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

metakresól

mannitól

ísediksýra natríumasetat þríhýdrat vatn til inndælingar

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár

Lyfjapenni í notkun: 30 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2 ºC - 8 ºC).

Má ekki frjósa.

Í notkun

Geymið við lægri hita en 25 °C.

Ekki má geyma lyfjapennann með nálinni áfastri.

Setjið lokið aftur á lyfjapennann til að verja hann gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Gler rörlykja af gerð I með (brómóbútýl) gúmmístimpli, gúmmídisk og álinnsigli. Hver rörlykja er innbyggð í einnota inndælingarlyfjapenna (lyfjapenna).

5 míkróg: Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 60 skammta (um það bil 1,2 ml af lausn). 10 míkróg: Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 60 skammta (um það bil 2,4 ml af lausn).

Pakkningastærð 1 og 3 lyfjapennar. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Sprautunálar eru ekki meðfylgjandi.

Nálar frá Becton, Dickinsson and Company má nota með Byetta lyfjapennanum.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Ráðleggja skal sjúklingnum að farga nálinni eftir hverja inndælingu. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Leiðbeiningar um notkun

Byetta er ætlað til notkunar af aðeins einni manneskju.

Leiðbeiningar um notkun lyfjapennans eru meðfylgjandi í fylgiseðli lyfsins og skal þeim vandlega fylgt.

Lyfjapennann má ekki geyma með áfastri nál.

Ekki á að nota Byetta ef agnir eru sýnilegar eða ef lausnin er skýjuð og/eða lituð. Ekki má nota Byetta sem hefur frosið.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

AstraZeneca AB

SE-151 85 Södertälje

Svíþjóð

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. nóvember 2006

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 20. nóvember 2011

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf