Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Byetta (exenatide) – Fylgiseðill - A10BX04

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsByetta
ATC-kóðiA10BX04
Efniexenatide
FramleiðandiAstraZeneca AB

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Byetta 5 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna Byetta 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna exenatíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Byetta og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Byetta

3.Hvernig nota á Byetta

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Byetta

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Byetta og við hverju það er notað

Byetta inniheldur virka efnið exenatíð. Lyfið er stungulyf og er notað til að bæta blóðsykurstjórnun hjá fullorðnum með sykursýki af tegund 2 (ekki insúlínháð).

Byetta er notað með öðrum lyfjum við sykursýki sem nefnast metformín, súlfónýlúrea, thíazólidínedíon og grunnmeðferð insúlíns eða langverkandi insúlín. Læknirinn ávísar nú Byetta sem viðbótarlyfi til að hjálpa til við stjórnun blóðsykursins. Halda skal áfram með matar- og æfingaáætlun.

Þú færð sykursýki ef líkami framleiðir ekki nægilega mikið insúlín til að stjórna blóðsykursmagni í blóðinu eða ef líkaminn getur ekki nýtt insúlínið nægilega. Lyfið í Byetta hjálpar líkama þínum að auka framleiðslu insúlíns þegar blóðsykurinn er hár.

2. Áður en byrjað er að nota Byetta

Ekki má nota Byetta:

-Ef um er að ræða ofnæmi fyrir exenatíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkideild um eftirfarandi áður en Byetta er notað:

-Notkun lyfsins ásamt súlfónýlúrea, vegna þess að lágur blóðsykur (blóðsykurslækkun) getur komið fram. Ef þú ert ekki viss skaltu spyrja lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild hvort eitthvert þinna lyfja innihaldi súlfónýlúrea.

-Ef þú ert með sykursýki af tegund 1 eða ketónblóðsýringu (hættulegt ástand sem getur komið upp með sykursýki) því þú átt ekki að nota þetta lyf.

-Hvernig á að sprauta lyfinu. Sprauta á lyfinu undir húð og ekki í æð eða í vöðva.

-Ef þú hefur alvarleg vandamál við hæga magatæmingu eða við meltingu fæðu því þá er notkun þessa lyfs ekki ráðlögð. Virka efnið í þessu lyfi hægir á magatæmingu þannig að fæða fer hægar í gegnum magann.

-Ef þú hefur einhvern tíma fengið brisbólgu (sjá kafla 4).

-Ef þú léttist of hratt (um meira en 1,5 kg á viku) skaltu ræða við lækninn því það getur valdið vandamálum eins og gallsteinum.

-Ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm eða ef þú ert í himnuskilun því þá er notkun þessa lyfs ekki ráðlögð. Lítil reynsla er af notkun þessa lyfs hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóma.

Börn og unglingar

Ekki má gefa börnum og unglingum yngri en 18 ára þetta lyf því engin reynsla er af notkun þessa lyfs hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða Byetta

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, sérstaklega:

-lyf sem eru notuð til meðferðar á sykursýki af tegund 2 með svipaða verkun og Byetta (t.d. líraglútíð og exenatíð með forðaverkun) því notkun þessara lyfja með Byetta er ekki ráðlögð.

-lyf sem notuð eru til að þynna blóðið (segavarnarlyf), t.d. warfarín, því fylgjast þarf betur með breytingum á INR (mæling á blóðþynningu) þegar meðferð með þessu lyfi er hafin.

Spyrðu lækninn hvort þú þurfir að breyta tímanum sem þú tekur inn einhverjar töflur þar sem þetta lyf hægir á magatæmingu og getur haft áhrif á lyf sem þurfa að komast hratt í gegnum magann, t.d.

-Sýruþolnar töflur eða hylki (t.d. lyf sem minnka magasýru (prótónpumpuhemlar)) sem ekki ættu að vera lengi í maganum getur þurft að taka inn einni klst. fyrir eða fjórum klst. eftir þetta lyf.

-Sum sýklalyf getur þurft að taka inn einni klst. fyrir inndælingu Byetta.

-Töflur sem þarf að taka með mat er best að taka með máltíð þegar þetta lyf er ekki gefið.

Ef Byetta er notað með mat

Notaðu þetta lyf hvenær sem er innan 60 mínútna (1 klukkustund) fyrir máltíð. (Sjá kafla 3 Hvernig á að nota Byetta“). Ekki skal nota þetta lyf eftir máltíð.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort þetta lyf geti skaðað ófætt barn þitt. Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað, þar sem ekki skal nota það á meðgöngu.

Ekki er vitað hvort exenatíð berst í brjóstamjólk. Ekki skal nota þetta lyf meðan á brjóstagjöf stendur.

Akstur og notkun véla

Ef þú notar þetta lyf samhliða súlfónýlúrea eða insúlíni getur blóðsykurslækkun átt sér stað. Blóðsykurslækkun getur minnkað einbeitingarhæfni þína. Vinsamlegast hafðu þetta hugsanlega vandamál í huga við allar aðstæður þar sem þú gætir sett þig og aðra í hættu (t.d. við akstur eða notkun véla).

Byetta inniheldur metakresól

Metakresól getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

Byetta inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af natríum (23 mg) í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær „ natríum- frítt“.

3.Hvernig nota á Byetta

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingur á sykursýkideild hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi á sykursýkideild.

Byetta er til í tveimur styrkleikum: Byetta 5 míkrógrömm og Byetta 10 míkrógrömm. Læknirinn þinn gæti sagt þér að nota Byetta 5 míkrógrömm tvisvar á dag til að byrja með. Eftir að hafa notað Byetta 5 míkrógrömm tvisvar á dag í 30 daga gæti læknirinn aukið Byetta skammtinn í 10 míkrógrömm tvisvar á dag.

Ef þú ert 70 ára eða eldri eða ert með nýrnavandamál getur það tekið meira en 30 daga að mynda þol fyrir Byetta 5 míkrógramma skammti og því getur verið að læknirinn auki ekki skammtinn.

Ein inndæling með áfyllta lyfjapennanum gefur skammtinn þinn. Ekki breyta skammtinum nema læknirinn hafi sagt þér að gera það.

Þú skalt gefa þetta lyf með inndælingu hvenær sem er innan 60 mínútna (1 klukkustund) fyrir morgun- og kvöldmat eða fyrir tvær aðalmáltíðir dagsins sem ættu að vera með um 6 klukkustunda millibili eða meira. Ekki skal nota þetta lyf eftir máltíð.

Þú skalt gefa þetta lyf með inndælingu undir húð (inndæling undir húð) á læri, magasvæði (kvið) eða upphandlegg. Ef þú notar Byetta ásamt insúlíni verður þú að gefa lyfin í tveim aðskildum inndælingum.

Þú munt ekki þurfa að fylgjast daglega með blóðsykursgildum sjálf(ur) til þess að ákvarða skammt Byetta. Hinsvegar, ef þú notar einnig súlfónýlúrea eða insúlín þá er hugsanlegt að læknirinn biðji þig um að athuga blóðsykursgildi þín til að stilla skammta fyrir súlfónýlúrea eða insúlín.

Sjá meðfylgjandi Notkunarleiðbeiningar fyrir Byetta lyfjapennann.

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur verður að kenna þér hvernig þú sprautar þig með Byetta áður en þú notar það í fyrsta skipti.

Nálar frá Becton, Dickinson and Company má nota með Byetta lyfjapennanum. Sprautunálar eru ekki meðfylgjandi.

Notaðu nýja nál fyrir hverja inndælingu og fargaðu henni eftir hverja notkun. Þetta lyf er fyrir þig; þú mátt aldrei deila Byetta lyfjapenna með öðrum.

Ef stærri skammtur af Byetta en mælt er fyrir um er notaður

Ef þú notar meira af þessu lyfi en mælt er fyrir um skaltu tafarlaust hafa samband við lækni eða fara á sjúkrahús. Notkun of mikils af þessu lyfi getur valdið ógleði, uppköstum, svima eða einkennum um lágan blóðsykur (sjá kafla 4).

Ef gleymist að nota Byetta

Ef þú gleymir skammti af þessu lyfi, slepptu þeim skammti og notaðu næsta skammt á næsta áætlaða tíma. Ekki skal nota viðbótarskammt eða auka magnið í næsta skammti til að bæta fyrir þann sem þú gleymdir.

Ef hætt er að nota Byetta

Ráðfærðu þig við lækninn ef þér finnst þú ættir að hætta að nota þetta lyf. Ef þú hættir að nota þetta lyf getur það haft áhrif á blóðsykursgildi þín.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings á sykursýkisdeild ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Tilkynnt hefur verið um alvarleg ofnæmisviðbrögð (bráðaofnæmi) en það er mjög sjaldgæft (getur haft áhrif á allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum).

Þú skalt tafarlaust leita læknis ef þú finnur fyrir einkennum svo sem:

Þrota í andliti, tungu eða hálsi (ofnæmisbjúgur)

Útbrotum, kláða og hraðri bólgumyndun í vef í hálsi, andliti, munni eða kverkum

Erfiðleikum við að kyngja

Ofsakláða og öndunarerfiðleikum

Tilkynnt hefur verið um tilfelli brisbólgu hjá sjúklingum sem fá þetta lyf (tíðni ekki þekkt). Brisbólga getur verið alvarlegt og hugsanlega lífshættulegt ástand.

Láttu lækninn vita ef þú hefur verið með brisbólgu, gallsteina, áfengissýki eða mjög há gildi þríglýseríða. Þessir sjúkdómar geta aukið hættuna á brisbólgu eða að hún komi upp aftur hvort sem þetta lyf er tekið eða ekki.

HÆTTU að nota þetta lyf og hafðu samstundis samband við lækninn ef þú færð mikla og viðvarandi kviðverki, með eða án uppkasta, þar sem þú gætir verið með bólgur í brisinu (brisbólgu).

Mjög algengar aukaverkanir (getur haft áhrif á fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

ógleði (ógleði er algengust fyrst eftir að byrjað er að nota þetta lyf en hjá flestum sjúklingum dregur úr henni með tímanum)

uppköst

niðurgangur

lágur blóðsykur

Þegar þetta lyf er notað með lyfi sem inniheldur súlfónýlúrea eða insúlín er mjög algengt að fá væg til miðlungs alvarleg tilfelli af of lágum blóðsykri (blóðsykursfall). Hugsanlega þarf að minnka súlfónýlúrea eða insúlín skammtinn meðan þú notar þetta lyf. Einkenni lágs blóðsykurs geta verið höfuðverkur, syfja, þróttleysi, svimi, rugl, pirringur, svengd, hraður hjartsláttur, aukin svitamyndun og taugaspenna. Læknirinn þinn á að segja þér hvernig á að meðhöndla lágan blóðsykur.

Algengar aukaverkanir (getur haft áhrif á 1 af hverjum 10 einstaklingum):

sundl

höfuðverkur

taugaspenna

hægðatregða

kviðverkir

uppþemba

meltingartruflanir

kláði (með eða án útbrota)

vindgangur

aukin svitamyndun

þróttleysi

brjóstsviði

minnkuð matarlyst

Þetta lyf getur dregið úr matarlyst, magni fæðu sem þú innbyrðir og þyngd þinni.

Segðu lækninum frá því ef þú léttist of hratt (meira en 1,5 kg á viku) þar sem það getur valdið vandamálum eins og gallsteinum.

Sjaldgæfar aukaverkanir (getur haft áhrif á allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

skert nýrnastarfsemi

vökvaskortur, oft í tenglum við ógleði, uppköst og/eða niðurgang

óeðlilegt bragð í munni

ropi

viðbrögð á stungustað (roði)

syfja

hármissir

þyngdartap

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (getur haft áhrif á allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

• garnateppa (stífla í meltingarvegi)

Að auki hafa aðrar aukaverkanir verið tilkynntar (tíðni ekki þekkt, ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Tilkynnt hefur verið um breytingar á INR (mæling á blóðþynningu) þegar lyfið er notað ásamt warfaríni.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing á sykursýkideild vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Byetta

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á límmiðanum og á ytri umbúðum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2 °C – 8 °C). Eftir að lyfjapenninn er tekinn í notkun skal geyma hann við lægra hitastig en 25 °C í 30 daga. Fargið notuðum lyfjapenna eftir 30 daga, jafnvel þó eitthvert lyf sé eftir í lyfjapennanum.

Setjið lokið aftur á lyfjapennann til að verja hann gegn ljósi. Má ekki frjósa. Fargið öllum Byetta lyfjapennum sem hafa frosið.

Ekki má nota þetta lyf ef vart verður við agnir í lausninni eða ef lausnin er skýjuð eða lituð.

Geymið ekki lyfjapennann með nálinni áfastri. Ef nálin er skilin eftir á lyfjapennanum getur lyf lekið úr lyfjapennanum eða loftbólur myndast í rörlykjunni.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Byetta inniheldur

-Virka innihaldsefnið er exenatíð.

-Tveir áfylltir lyfjapennar eru fáanlegir, einn sem gefur skammta með 5 míkrógrömm og annar sem gefur 10 míkrógrömm.

-Hver skammtur af Byetta 5 míkrógrömm, stungulyf, lausn (stungulyf) inniheldur 5 míkrógrömm exenatíð í 20 míkrólítrum.

-Hver skammtur af Byetta 10 míkrógrömm, stungulyf, lausn (stungulyf) inniheldur 10 míkrógrömm exenatíð í 40 míkrólítrum.

-Hver millilítri (ml) af stungulyfi, lausn, inniheldur 0,25 milligrömm (mg) af exenatíði.

-Önnur innihaldsefni eru metakresól (44 míkrógrömm/skammt í Byetta 5 míkrógrömm, stungulyf, lausn og 88 míkrógrömm/skammt í Byetta 10 míkrógrömm, stungulyf, lausn), mannitól, ísediksýra, natríum asetat þríhýdrat og vatn til inndælingar (sjá kafla 2).

Lýsing á útliti Byetta og pakkningastærðir

Byetta er tær og litlaus vökvi (stungulyf, lausn) í rörlykju úr gleri sem er inni í lyfjapenna. Þú getur ekki notað lyfjapennann aftur þegar hann er tómur. Hver lyfjapenni inniheldur 60 skammta sem gefur 30 daga skammt með inndælingu tvisvar á dag.

Byetta er fáanlegt í pakkningum með 1 og 3 áfylltum lyfjapennum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

AstraZeneca AB

SE-151 85 Södertälje

Svíþjóð

Framleiðandi

AstraZeneca UK Limited

Silk Road Business Park,

Macclesfield, Cheshire, SK10 2NA

Bretland

Swords Laboratories T/A Lawrence Laboratories

Unit 12 Distribution Centre, Shannon Industrial Estate, Shannon, Co. Clare Írland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

AstraZeneca S.A./N.V.

UAB AstraZeneca Lietuva

Tel: +32 2 370 48 11

Tel: +370 5 2660550

България

Luxembourg/Luxemburg

АстраЗенека България ЕООД

AstraZeneca S.A./N.V.

Тел.: +359 24455000

Tél/Tel: +32 2 370 48 11

Česká republika

Magyarország

AstraZeneca Czech Republic s.r.o.

AstraZeneca Kft.

Tel: +420 222 807 111

Tel.: +36 1 883 6500

Danmark

Malta

AstraZeneca A/S

Associated Drug Co. Ltd

Tlf: +45 43 66 64 62

Tel: +356 2277 8000

Deutschland

Nederland

AstraZeneca GmbH

AstraZeneca BV

Tel: +49 41 03 7080

Tel: +31 79 363 2222

Eesti

Norge

AstraZeneca

AstraZeneca AS

Tel: +372 6549 600

Tlf: +47 21 00 64 00

Ελλάδα

Österreich

AstraZeneca A.E.

AstraZeneca Österreich GmbH

Τηλ: +30 210 6871500

Tel: +43 1 711 31 0

España

Polska

AstraZeneca Farmacéutica Spain, S.A.

AstraZeneca Pharma Poland Sp. z o.o.

Tel: +34 91 301 91 00

Tel.: +48 22 245 73 00

France

Portugal

AstraZeneca

AstraZeneca Produtos Farmacêuticos, Lda.

Tél: +33 1 41 29 40 00

Tel: +351 21 434 61 00

Hrvatska

România

AstraZeneca d.o.o.

AstraZeneca Pharma SRL

Tel: +385 1 4628 000

Tel: +40 21 317 60 41

Ireland

Slovenija

AstraZeneca Pharmaceuticals (Ireland) Ltd

AstraZeneca UK Limited

Tel: +353 1609 7100

Tel: +386 1 51 35 600

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

AstraZeneca AB, o.z.

Sími: +354 535 7000

Tel: +421 2 5737 7777

Italia

Suomi/Finland

AstraZeneca S.p.A.

AstraZeneca Oy

Tel: +39 02 9801 1

Puh/Tel: +358 10 23 010

Κύπρος

Sverige

Αλέκτωρ Φαρµακευτική Λτδ

AstraZeneca AB

Τηλ: +357 22490305

Tel: +46 8 553 26 000

Latvija

United Kingdom

SIA AstraZeneca Latvija

AstraZeneca UK Ltd

Tel: +371 67377100

Tel: +44 1582 836 836

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is

NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR LYFJAPENNANN Byetta 5 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna (exenatíð)

1.hluti. ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM BYETTA LYFJAPENNANN ÞINN

Lestu þennan hluta allan áður en þú byrjar, færðu þig síðan yfir í 2. hluta – Hvernig á að byrja.

Lestu þessar leiðbeiningar vandlega ÁÐUR en þú byrjar að nota Byetta lyfjapennann þinn. Einnig skaltu lesa fylgiseðilinn fyrir Byetta sem kemur með umbúðum Byetta lyfjapennans.

Þú þarft að nota lyfjapennann á réttan hátt til að Byetta gagnist þér sem best. Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt vandlega getur það til dæmis leitt til rangrar skömmtunar, bilunar lyfjapennans eða sýkingar.

Þessar leiðbeiningar koma ekki í staðinn fyrir samtal við heilbrigðisstarfsmann um sjúkdómsástand þitt eða meðferð. Ef þú ert í vandræðum með notkun Byetta lyfjapennans, hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann.

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM BYETTA LYFJAPENNANN ÞINN

Byetta er sprautað tvisvar á dag, lyfjapenninn inniheldur nægan skammt fyrir 30 daga. Þú þarft ekki að mæla hvern skammt sjálf(ur) heldur gerir penninn það fyrir þig.

EKKI FLYTJA LYFIÐ Í BYETTA LYFJAPENNANUM YFIR Í SPRAUTU.

Ekki nota lyfjapennann þinn ef einhver hluti hans virðist bilaður eða skemmdur.

Ekki deila pennanum eða nálum með öðrum þar sem það getur aukið hættuna á smiti af völdum sýkla.

Ekki er mælt með notkun þessa lyfjapenna fyrir blinda eða sjónskerta án aðstoðar frá fólki sem er þjálfað í notkun lyfsins.

Heilbrigðisstarfsmenn eða annað umönnunarfólk á að fylgja staðar- eða stofnunarreglum varðandi meðhöndlun nála.

Fylgdu leiðbeiningum um hreinlæti við inndælingu sem heilbrigðisstarfsmaður mælir með.

Fylgið leiðbeiningum í 2. hluta aðeins þegar nýr lyfjapenni er tekinn í notkun.

Fylgið 3. hluta leiðbeininganna fyrir hverja notkun.

UM SPRAUTUNÁLAR

Sprautunálar frá Becton, Dickinson and Company henta Byetta lyfjapennanum þínum.

Á ég að nota nýja nál fyrir hverja inndælingu?

Já, ekki má nota sömu nálina tvisvar.

Fjarlægðu nálina strax við lok hverrar inndælingar. Það kemur í veg fyrir að Byetta leki úr lyfjapennanum, loftbólur myndist eða nálar stíflist, og einnig minnkar það hættu á sýkingu.

Aldrei má þrýsta á inndælingarhnappinn nema nál sé föst á lyfjapennanum.

Hvernig farga ég nálum?

Fargaðu öllum notuðum nálum í þar til gert nálarbox eða samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisstarfsmanns.

Ekki fleygja lyfjapennanum með nálinni áfastri.

GEYMSLA BYETTA LYFJAPENNANS

Hvernig geymi ég Byetta lyfjapennann?

Geymið í kæli (2 ° til 8 °C).

Má ekki frjósa. Fargið öllum Byetta lyfjapennum sem hafa frosið.

Eftir að Byetta lyfjapenni hefur verið tekinn í notkun á að geyma hann við lægri hita en 25 °C.

Setja á lokið aftur á pennann til varnar gegn ljósi.

Ekki geyma Byetta lyfjapennann með nálinni áfastri. Ef nálin er skilin eftir á lyfjapennanum getur lyf lekið úr Byetta lyfjapennanum eða loftbólur gætu myndast í rörlykjunni.

Geymið lyfjapennann og nálarnar þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Hve lengi get ég notað Byetta lyfjapenna?

Notið Byetta lyfjapenna eingöngu í 30 daga eftir uppsetningu nýs lyfjapenna fyrir fyrstu notkun.

Eftir 30 daga skal farga Byetta lyfjapennanum, jafnvel þótt eitthvað lyf sé eftir í honum.

Skrifaðu, á svæðið hér að neðan, dagsetningu fyrstu notkunar og dagsetningu 30 dögum síðar.

Dagsetning fyrstu notkunar

Dagsetning þegar farga á lyfjapennanum

Ekki má nota Byetta eftir fyrningardagsetningu sem er tilgreind á pennanum og öskjunni á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Hvernig hreinsa ég Byetta lyfjapennann

Ef þörf er á, þurrkið lyfjapennann að utanverðu með hreinum, rökum klút.

Við venjulega notkun geta hvítar agnir birst á enda rörlykjunnar að utanverðu. Þú getur fjarlægt þær með spritti eða með sprittþurrkum.

Vinsamlegast lesið meðfylgjandi fylgiseðil fyrir Byetta. Hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann ef þörf er á frekari upplýsingum.

2. hluti HVERNIG Á AÐ BYRJA

Lestu og fylgdu leiðbeiningunum í þessum hluta aðeins eftir að þú hefur lesið 1. hluta-Það sem þú þarft að vita um Byetta lyfjapennann þinn.

Uppsetning nýs lyfjapenna er gerð rétt áður en hann er notaður í fyrsta skipti. Fylgdu uppsetningu nýs lyfjapenna aðeins einu sinni. Ekki endurtaka uppsetningu nýs lyfjapenna fyrir hverja venjubundna notkun. Ef þú gerir það mun Byetta lyfjapenninn ekki duga í 30 daga.

HLUTIR BYETTA LYFJAPENNANS

Blátt pennalok

Rörlykja Byetta

Merkimiði Skammta- Skammta- Inndælingarhnappur

 

vökvi

gluggi

takki

NÁLARHLUTAR

 

 

TÁKN SKAMMTAGLUGGANS

(Nálar ekki meðfylgjandi)

 

tilbúinn að toga skammtatakka út

 

 

 

 

 

 

 

 

tilbúinn að fara í skammtastöðu

 

 

 

 

tilbúinn að dæla 5 míkrógrömmum

 

 

 

 

(míkróg)

Ytri

Innri

Nál

Pappírs-

skammtatakki inni og tilbúinn til

nálarhlíf

nálarhlíf

 

innsigli

endurstillingar

UPPSETNING NÝS LYFJAPENNA – AÐEINS GERT EINU SINNI

SKREF A Prófun lyfjapennans

Þvoðu hendur fyrir notkun.

Skoðaðu merkimiða lyfjapennans til að fullvissa þig um að þetta sé þinn rétti 5 míkróg lyfjapenni.

Togaðu bláa pennalokið af.

Athugaðu Byetta í rörlykjunni. Vökvinn á að vera glær, litlaus og laus við agnir. Ef ekki, skaltu ekki nota lyfið.

Athugið: Eðlilegt er að lítil loftbóla sé í rörlykjunni

SKREF B Festið nálina á

Fjarlægðu pappírsinnsigli af ytri nálarhlíf.

Þrýstu ytri nálarhlíf með nál beint á lyfjapennann. Skrúfaðu síðan nálina á þar til hún er föst.

Dragðu ytri nálarhlífina af en fleygðu henni ekki. Ytri nálarhlífina á að nota þegar nálin er tekin af lyfjapennanum eftir inndælingu.

Dragðu innri nálarhlífina af og fleygðu. Lítill dropi af vökva getur komið í ljós. Það er eðlilegt.

SKREF C Skammtur valinn

Athugaðu hvort sé í skammtaglugganum. Ef ekki, snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Togaðu skammtatakkann út þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast við . Fullvissaðu þig um að 5 undirstrikað sé í miðjum skammtaglugganum.

Athugið: Ef ekki er hægt að snúa skammtatakkanum réttsælis að , sjá Algengar spurningar, númer 9, í 4.hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF D Lyfjapenninn undirbúinn

Vísið nálinni upp og frá líkamanum.

Sekúndur

ÞRÝSTIÐ & HALDIÐ

Notaðu þumalfingurinn til að þrýsta inndælingarhnappnum inn þar til hann stöðvast, haltu síðan inndælingarhnappnum áfram inni og teldu hægt upp að 5.

Ef þú sérð ekki bunu eða nokkra dropa koma út um nálarendann, endurtaktu þá skref C & D.

Undirbúningi pennans er lokið þegar sést í miðjum skammtaglugganum OG þú hefur séð bunu eða nokkra dropa koma frá nálarendanum.

Athugið: Ef enginn vökvi sést eftir 4 tilraunir, sjá Algengar spurningar, númer 3, í 4. hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF E Ljúkið uppsetningu lyfjapennans

Snúið skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Uppsetningu nýja lyfjapennans er nú lokið. Ekki endurtaka 2.hluta fyrir venjubundna notkun, ef þú gerir það, mun Byetta lyfjapenninn ekki duga í 30 daga.

Nú ert þú tilbúin að fá fyrsta Byetta skammtinn þinn.

Farðu yfir í 3. hluta, Skref 3, að leiðbeiningum um inndælingu fyrsta lyfjaskammts.

Athugið: Ef þú getur ekki snúið skammtatakkanum, sjá Algengar spurningar, númer 9, í 4. hluta þessara notkunarleiðbeininga.

3. hluti VENJUBUNDIN NOTKUN

Nú hefur þú lokið við uppsetningu nýja lyfjapennans, fylgið leiðbeiningum í 3. hluta fyrir allar inndælingar.

SKREF 1 Athugið lyfjapennann

Þvoðu hendur fyrir notkun.

Skoðaðu merkimiða lyfjapennans til að fullvissa þig um að þetta sé þinn rétti 5 míkróg lyfjapenni.

Togaðu bláa pennalokið af.

Athugaðu Byetta í rörlykjunni.

Vökvinn á að vera glær, litlaus og laus við agnir. Ef ekki, ekki nota lyfið.

Athugið: Lítil loftbóla mun ekki valda þér skaða eða hafa áhrif á skammtinn þinn.

SKREF 2 Nálin sett á

Fjarlægðu pappírsinnsigli af ytri nálarhlíf.

Þrýstu ytri nálarhlíf með nál beint á lyfjapennann. Skrúfaðu síðan nálina á þar til hún er föst.

Dragðu ytri nálarhlífina af. Ekki fleygja. Ytri nálarhlífina á að nota þegar nálin er tekin af lyfjapennanum eftir inndælingu.

Dragðu innri nálarhlífina af og fleygðu. Lítill dropi af vökva getur komið í ljós. Það er eðlilegt.

SKREF 3 Skammtur valinn

Athugaðu hvort

sé í skammtaglugganum. Ef ekki, snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til

 

hann stöðvast og

er í skammtaglugganum.

Togaðu skammtatakkann út þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast við . Fullvissaðu þig um að 5 undirstrikað sé í miðjum skammtaglugganum.

Athugið: Ef ekki er hægt að snúa skammtatakkanum réttsælis að , sjá Algengar Spurningar, númer 9, í 4. hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF 4 Skammti dælt inn

Haltu þéttingsfast um lyfjapennann.

Forðastu að klípa húðina þétt saman fyrir inndælingu. Stingdu nálinni í húðina og gættu hreinlætis við inndælingu eins og mælt var með af heilbrigðisstarfsmanni.

sekúndur

ÞRÝSTIÐ & HALDIÐ

Notaðu þumalfingurinn til að þrýsta inndælingarhnappnum inn þar til hann stöðvast, haltu inndælingarhnappnum áfram inni og teldu hægt upp að 5 til að ná fullum skammti.

Haltu þrýstingnum á inndælingarhnappnum þegar þú fjarlægir nálina úr húðinni. Sjá Algengar

Spurningar 4.

Inndælingu er lokið þegar er í miðjum skammtaglugganum.

Lyfjapenninn er tilbúinn til endurstillingar.

Athugið: Ef nokkrir dropar af Byetta leka úr nálinni eftir inndælingu hefur inndælingarhnappnum ekki verið þrýst alla leið. Sjá Algengar spurningar, númer 5, í 4. hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF 5 Endurstilling lyfjapennans

Snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Athugið: Ef þú getur ekki snúið skammtatakkanum eða ef lyfjapenninn lekur, hefur þú ekki fengið fullan skammt. Sjá Algengar spurningar, númer 5 og 9, í 4. hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF 6 Fjarlægið og fargið nálinni

Fjarlægið nálina eftir hverja inndælingu.

Setjið ytri nálarhlífina varlega yfir nálina.

Skrúfið nálina af.

Setjið bláa lokið á lyfjapennann fyrir geymslu.

Fargið nálinni í nálabox eða samkvæmt leiðbeiningum frá heilbrigðisstarfsmanni.

SKREF 7 Geymsla pennans fyrir næsta skammt

Geymdu Byetta lyfjapennann rétt (Sjá Geymsla Byetta lyfjapennans í 1. hluta þessara notkunarleiðbeininga).

Þegar komið er að næsta venjubundna skammti, farið yfir í

3. hluta, Skref 1

og endurtakið skref 1 – 7.

4. hluti

ALGENGAR SPURNINGAR

1. Þarf ég að framkvæma uppsetningu nýs lyfjapenna fyrir hvern skammt?

• Nei. Uppsetning nýs lyfjapenna er framkvæmd aðeins einu sinni, aðeins áður en nýr lyfjapenni er tekinn í notkun í fyrsta skipti.

• Tilgangur uppsetningarinnar er að tryggja að Byetta lyfjapenninn þinn sé tilbúinn til notkunar fyrir næstu 30 daga.

Ef þú endurtekur uppsetningu nýs lyfjapenna fyrir hverja venjubundna inndælingu, nærð þú ekki 30 daga skammti af Byetta. Það litla magn af Byetta sem er notað í uppsetningu nýs lyfjapenna mun ekki hafa áhrif á 30 daga birgðir af Byetta.

2. Af hverju eru loftbólur í rörlykjunni?

Lítil loftbóla er eðlileg. Hún mun ekki skaða þig eða hafa áhrif á skammtinn þinn.

Ef lyfjapenninn er geymdur með nálinni á, þá geta loftbólur myndast í rörlykjunni. Geymið ekki lyfjapennann með nálinni áfastri.

3. Hvað á ég að gera ef Byetta kemur ekki út úr nálinni eftir fjórar tilraunir í uppsetningu nýs lyfjapenna?

Fjarlægið nálina varlega með því að setja ytri nálarhlífina aftur yfir nálina. Skrúfið nálina af og fargið eins og við á.

Setjið nýja nál á og endurtakið Uppsetning nýs lyfjapenna, Skref B – E, í 2. hluta þessara notkunarleiðbeininga. Þegar þú sérð nokkra dropa eða bunu koma út um nálarendann, er uppsetningu lokið.

4.Af hverju sé ég agnir í rörlykjunni eftir inndælingu?

Agnir eða litabreyting geta komið fram í rörlykjunni eftir inndælingu. Þetta getur komið fyrir ef húðin er klemmd of fast saman fyrir inndælingu eða ef þrýstingnum á inndælingarhnappnum er ekki haldið alveg þar til nálin er fjarlægð úr húðinni.

5. Af hverju sé ég Byetta leka úr nálinni eftir að ég hef lokið inndælingu?

Það er eðlilegt að dropi verði eftir á nálarendanum eftir að inndælingu lýkur. Ef þú sérð meira en einn dropa:

Það er hugsanlegt að þú hafir ekki fengið fullan skammt. Ekki dæla inn öðrum skammti.

Ráðfærðu þig við heilbrigðisstarfsmann um það hvernig meðhöndla eigi hlutaskammt.

Til að koma í veg fyrir þetta við næsta skammt, þrýstu fast og haltu inndælingarhnappnum inni og teldu hægt upp að 5 (sjá 3. hluta, skref 4: Skammti dælt inn).

6.Hvað þýða örvarnar?

Örvarnar þýða að þú ert tilbúinn í næsta skref. Örvarnar sýna í hvaða átt á að toga eða snúa

skammtatakkanum. Þetta tákn þýðir að skammtatakkanum hefur verið þrýst inn og lyfjapenninn er tilbúinn fyrir endurstillingu.

7. Hvernig get ég séð hvort inndælingu er lokið?

Inndælingu er lokið þegar:

Þú hefur þrýst inndælingarhnappnum fast inn þar til hann stöðvast

og

Þú hefur talið hægt upp að 5 á meðan þú heldur inndælingarhnappnum inni og nálin er enn í húðinni.

og

Þegar sést í miðjum skammtaglugganum.

8.Hvar á ég að dæla Byetta

Byetta á að dæla í kvið, læri, eða upphandlegg með inndælingartækni sem heilbrigðisstarfsmaður mælti með.

Framan Aftan

9. Hvað ef ég get ekki togað, snúið eða þrýst á skammtatakkann?

Athugaðu táknið í skammtaglugganum. Fylgdu leiðbeiningunum við hvert tákn.

Ef er í skammtaglugganum:

Togaðu skammtatakkann út þar til er í skammtaglugganum.

Ef

er í skammtaglugganum og ekki er hægt að snúa skammtatakkanum:

Það er hugsanlegt að rörlykjan í Byetta lyfjapennanum þínum hafi ekki nægilega mikinn vökva til að gefa fullan skammt. Lítið magn af Byetta verður alltaf eftir í rörlykjunni. Ef rörlykjan inniheldur lítið magn eða virðist tóm, fáðu nýjan Byetta lyfjapenna.

Ef og hluti af eru í skammtaglugganum og ekki er hægt að þrýsta skammtatakkanum inn?

Skammtatakkanum hefur ekki verið snúið alla leið. Haltu áfram að snúa skammtatakkanum réttsælis þar til er í miðju skammtagluggans.

Ef hluti af og hluti af eru í skammtaglugganum og ekki er hægt að þrýsta skammtatakkanum inn:

Nálin gæti verið stífluð, beygluð eða ekki sett rétt á.

Settu nýja nál á. Fullvissaðu þig um að nálin sé bein og skrúfuð alla leið.

Þrýstu ákveðið á inndælingarhnappinn alla leið. Byetta ætti að koma út um nálaroddinn.

Ef er í skammtaglugganum og ekki er hægt að snúa skammtatakkanum:

Inndælingarhnappnum hefur ekki verið ýtt alla leið inn og þú hefur ekki fengið fullan skammt.

Ráðfærðu þig við heilbrigðisstarfsmann um það hvernig meðhöndla eigi hlutaskammt.

Fylgdu þessum leiðbeiningum um það hvernig eigi að endurstilla lyfjapennann fyrir næstu inndælingu:

- Þrýstu inndælingarhnappnum ákveðið inn alla leið þar til hann stöðvast. Haltu

inndælingarhnappnum inni og teldu hægt upp að 5. Snúðu síðan inndælingarhnappnum

réttsælis þar til kemur í skammtagluggann.

- Ef þú getur ekki snúið skammtaglugganum, getur verið að nálin sé stífluð. Settu nýja nál á og endurtaktu skrefið hér að ofan.

Við næsta skammt, vertu viss um að þrýsta ákveðið og halda inndælingarhnappnum inni og telja hægt upp að 5 áður en nálin er fjarlægð úr húðinni.

Vinsamlegast sjáið meðfylgjandi fylgiseðil. Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR FYRIR LYFJAPENNANN Byetta 10 míkrógrömm stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna (exenatíð)

1.hluti. ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA UM BYETTA LYFJAPENNANN ÞINN

Lestu þennan hluta allan áður en þú byrjar, færðu þig síðan yfir í 2. hluta – Hvernig á að byrja.

Lestu þessar leiðbeiningar vandlega ÁÐUR en þú byrjar að nota Byetta lyfjapennann þinn. Einnig skaltu lesa fylgiseðilinn fyrir Byetta sem kemur með umbúðum Byetta lyfjapennans.

Þú þarft að nota lyfjapennann á réttan hátt til að Byetta gagnist þér sem best. Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt vandlega getur það til dæmis leitt til rangrar skömmtunar, bilunar lyfjapennans eða sýkingar.

Þessar leiðbeiningar koma ekki í staðinn fyrir samtal við heilbrigðisstarfsmann um sjúkdómsástand þitt eða meðferð. Ef þú ert í vandræðum með notkun Byetta lyfjapennans, hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann.

MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR UM BYETTA LYFJAPENNANN ÞINN

Byetta er sprautað tvisvar á dag, lyfjapenninn inniheldur nægan skammt fyrir 30 daga. Þú þarft ekki að mæla hvern skammt sjálf(ur) heldur gerir penninn það fyrir þig.

EKKI FLYTJA LYFIÐ Í BYETTA LYFJAPENNANUM YFIR Í SPRAUTU.

Ekki nota lyfjapennann þinn ef einhver hluti hans virðist bilaður eða skemmdur.

Ekki deila pennanum eða nálum með öðrum þar sem það getur aukið hættuna á smiti af völdum sýkla.

Ekki er mælt með notkun þessa lyfjapenna fyrir blinda eða sjónskerta án aðstoðar frá fólki sem er þjálfað í notkun lyfsins.

Heilbrigðisstarfsmenn eða annað umönnunarfólk á að fylgja staðar- eða stofnunarreglum varðandi meðhöndlun nála.

Fylgdu leiðbeiningum um hreinlæti við inndælingu sem heilbrigðisstarfsmaður mælir með.

Fylgið leiðbeiningum í 2. hluta aðeins þegar nýr lyfjapenni er tekinn í notkun.

Fylgið 3. hluta leiðbeininganna fyrir hverja notkun.

UM SPRAUTUNÁLAR

Sprautunálar frá Becton, Dickinson and Company henta Byetta lyfjapennanum þínum.

Á ég að nota nýja nál fyrir hverja inndælingu?

Já, ekki má nota sömu nálina tvisvar.

Fjarlægðu nálina strax við lok hverrar inndælingar. Það kemur í veg fyrir að Byetta leki úr lyfjapennanum, loftbólur myndist eða nálar stíflist, og einnig minnkar það hættu á sýkingu.

Aldrei má þrýsta á inndælingarhnappinn nema nál sé föst á lyfjapennanum.

Hvernig farga ég nálum?

Fargaðu öllum notuðum nálum í þar til gert nálarbox eða samkvæmt leiðbeiningum heilbrigðisstarfsmanns.

Ekki fleygja lyfjapennanum með nálinni áfastri.

GEYMSLA BYETTA LYFJAPENNANS

Hvernig geymi ég Byetta lyfjapennann?

Geymið í kæli (2 ° til 8 °C).

Má ekki frjósa. Fargið öllum Byetta lyfjapennum sem hafa frosið.

Eftir að Byetta lyfjapenni hefur verið tekinn í notkun á að geyma hann við lægri hita en 25 °C.

Setja á lokið aftur á pennann til varnar gegn ljósi.

Ekki geyma Byetta lyfjapennann með nálinni áfastri. Ef nálin er skilin eftir á lyfjapennanum getur lyf lekið úr Byetta lyfjapennanum eða loftbólur gætu myndast í rörlykjunni.

Geymið lyfjapennann og nálarnar þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Hve lengi get ég notað Byetta lyfjapenna?

Notið Byetta lyfjapenna eingöngu í 30 daga eftir uppsetningu nýs lyfjapenna fyrir fyrstu notkun.

Eftir 30 daga skal farga Byetta lyfjapennanum, jafnvel þótt eitthvað lyf sé eftir í honum.

Skrifaðu, á svæðið hér að neðan, dagsetningu fyrstu notkunar og dagsetningu 30 dögum síðar.

Dagsetning fyrstu notkunar

Dagsetning þegar farga á lyfjapennanum

Ekki má nota Byetta eftir fyrningardagsetningu sem er tilgreind á pennanum og öskjunni á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Hvernig hreinsa ég Byetta lyfjapennann

Ef þörf er á, þurrkið lyfjapennann að utanverðu með hreinum, rökum klút.

Við venjulega notkun geta hvítar agnir birst á enda rörlykjunnar að utanverðu. Þú getur fjarlægt þær með spritti eða með sprittþurrkum.

Vinsamlegast lesið meðfylgjandi fylgiseðil fyrir Byetta. Hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann ef þörf er á frekari upplýsingum.

2. hluti HVERNIG Á AÐ BYRJA

Lestu og fylgdu leiðbeiningunum í þessum hluta aðeins eftir að þú hefur lesið 1. hluta-Það sem þú þarft að vita um Byetta lyfjapennann þinn.

Uppsetning nýs lyfjapenna er gerð rétt áður en hann er notaður í fyrsta skipti. Fylgdu uppsetningu nýs lyfjapenna aðeins einu sinni. Ekki endurtaka uppsetningu nýs lyfjapenna fyrir hverja venjubundna notkun. Ef þú gerir það mun Byetta lyfjapenninn ekki duga í 30 daga.

HLUTIR BYETTA LYFJAPENNANS

Blátt pennalok

Rörlykja Byetta

Merkimiði Skammta- Skammta- Inndælingarhnappur

 

vökvi

gluggi

takki

NÁLARHLUTAR

 

 

TÁKN SKAMMTAGLUGGANS

(Nálar ekki meðfylgjandi)

 

tilbúinn að toga skammtatakka út

 

 

 

 

 

 

 

 

tilbúinn að fara í skammtastöðu

 

 

 

 

tilbúinn að dæla 10 míkrógrömmum

 

 

 

 

(míkróg)

Ytri

Innri

Nál

Pappírs-

skammtatakki inni og tilbúinn til

nálarhlíf

nálarhlíf

 

innsigli

endurstillingar

UPPSETNING NÝS LYFJAPENNA – AÐEINS GERT EINU SINNI

SKREF A Prófun lyfjapennans

Þvoðu hendur fyrir notkun.

Skoðaðu merkimiða lyfjapennans til að fullvissa þig um að þetta sé þinn rétti 10 míkróg lyfjapenni.

Togaðu bláa pennalokið af.

Athugaðu Byetta í rörlykjunni. Vökvinn á að vera glær, litlaus og laus við agnir. Ef ekki, skaltu ekki nota lyfið.

Athugið: Eðlilegt er að lítil loftbóla sé í rörlykjunni

SKREF B Festið nálina á

Fjarlægðu pappírsinnsigli af ytri nálarhlíf.

Þrýstu ytri nálarhlíf með nál beint á lyfjapennann. Skrúfaðu síðan nálina á þar til hún er föst.

Dragðu ytri nálarhlífina af en fleygðu henni ekki. Ytri nálarhlífina á að nota þegar nálin er tekin af lyfjapennanum eftir inndælingu.

Dragðu innri nálarhlífina af og fleygðu. Lítill dropi af vökva getur komið í ljós. Það er eðlilegt.

SKREF C Skammtur valinn

Athugaðu hvort sé í skammtaglugganum. Ef ekki, snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Togaðu skammtatakkann út þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast við . Fullvissaðu þig um að 10 undirstrikað sé í miðjum skammtaglugganum.

Athugið: Ef ekki er hægt að snúa skammtatakkanum réttsælis að , sjá Algengar spurningar, númer 9, í 4.hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF D Lyfjapenninn undirbúinn

Vísið nálinni upp og frá líkamanum.

Sekúndur

ÞRÝSTIÐ & HALDIÐ

Notaðu þumalfingurinn til að þrýsta inndælingarhnappnum inn þar til hann stöðvast, haltu síðan inndælingarhnappnum áfram inni og teldu hægt upp að 5.

Ef þú sérð ekki bunu eða nokkra dropa koma út um nálarendann, endurtaktu þá skref C & D.

Undirbúningi pennans er lokið þegar sést í miðjum skammtaglugganum OG þú hefur séð bunu eða nokkra dropa koma frá nálarendanum.

Athugið: Ef enginn vökvi sést eftir 4 tilraunir, sjá Algengar spurningar, númer 3, í 4. hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF E Ljúkið uppsetningu lyfjapennans

Snúið skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Uppsetningu nýja lyfjapennans er nú lokið. Ekki endurtaka 2.hluta fyrir venjubundna notkun, ef þú gerir það, mun Byetta lyfjapenninn ekki duga í 30 daga.

Nú ert þú tilbúin að fá fyrsta Byetta skammtinn þinn.

Farðu yfir í 3. hluta, Skref 3, að leiðbeiningum um inndælingu fyrsta lyfjaskammts.

Athugið: Ef þú getur ekki snúið skammtatakkanum, sjá Algengar spurningar, númer 9, í 4. hluta þessara notkunarleiðbeininga.

3. hluti VENJUBUNDIN NOTKUN

Nú hefur þú lokið við uppsetningu nýja lyfjapennans, fylgið leiðbeiningum í 3. hluta fyrir allar venjubundnar inndælingar.

SKREF 1 Athugið lyfjapennann

Þvoðu hendur fyrir notkun.

Skoðaðu merkimiða lyfjapennans til að fullvissa þig um að þetta sé þinn rétti 10 míkróg lyfjapenni.

Togaðu bláa pennalokið af.

Athugaðu Byetta í rörlykjunni.

Vökvinn á að vera glær, litlaus og laus við agnir. Ef ekki, ekki nota lyfið.

Athugið: Lítil loftbóla mun ekki valda þér skaða eða hafa áhrif á skammtinn þinn.

SKREF 2 Nálin sett á

Fjarlægðu pappírsinnsigli af ytri nálarhlíf.

Þrýstu ytri nálarhlíf með nál beint á lyfjapennann. Skrúfaðu síðan nálina á þar til hún er föst.

Dragðu ytri nálarhlífina af. Ekki fleygja. Ytri nálarhlífina á að nota þegar nálin er tekin af lyfjapennanum eftir inndælingu.

Dragðu innri nálarhlífina af og fleygðu. Lítill dropi af vökva getur komið í ljós. Það er eðlilegt.

SKREF 3 Skammtur valinn

Athugaðu hvort

sé í skammtaglugganum. Ef ekki, snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til

 

hann stöðvast og

er í skammtaglugganum.

Togaðu skammtatakkann út þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast við. Fullvissaðu þig um að 10 undirstrikað sé í miðjum skammtaglugganum.

Athugið: Ef ekki er hægt að snúa skammtatakkanum réttsælis að, sjá Algengar Spurningar, númer 9, í 4.hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF 4 Skammti dælt inn

Haltu þéttingsfast um lyfjapennann.

Forðastu að klípa húðina þétt saman fyrir inndælingu. Stingdu nálinni í húðina og gættu hreinlætis við inndælingu eins og mælt var með af heilbrigðisstarfsmanni.

sekúndur

ÞRÝSTIÐ & HALDIÐ

Notaðu þumalfingurinn til að þrýsta inndælingarhnappnum inn þar til hann stöðvast, haltu inndælingarhnappnum áfram inni og teldu hægt upp að 5 til að ná fullum skammti.

Haltu þrýstingnum á inndælingarhnappnum þegar þú fjarlægir nálina úr húðinni. Sjá Algengar spurningar 4.

Inndælingu er lokið þegar er í miðjum skammtaglugganum.

Lyfjapenninn er tilbúinn til endurstillingar.

Athugið: Ef nokkrir dropar af Byetta leka úr nálinni eftir inndælingu hefur inndælingarhnappnum ekki verið þrýst alla leið. Sjá Algengar spurningar, númer 5, í 4. hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF 5 Endurstilling lyfjapennans

Snúðu skammtatakkanum réttsælis þar til hann stöðvast og er í skammtaglugganum.

Athugið: Ef þú getur ekki snúið skammtatakkanum eða ef lyfjapenninn lekur, hefur þú ekki fengið fullan skammt. Sjá Algengar spurningar, númer 5 og 9, í 4. hluta þessara notkunarleiðbeininga.

SKREF 6 Fjarlægið og fargið nálinni

Fjarlægið nálina eftir hverja inndælingu.

Setjið ytri nálarhlífina varlega yfir nálina.

Skrúfið nálina af.

Setjið bláa lokið á lyfjapennann fyrir geymslu.

Fargið nálinni í nálabox eða samkvæmt leiðbeiningum frá heilbrigðisstarfsmanni.

SKREF 7 Geymsla pennans fyrir næsta skammt

Geymdu Byetta lyfjapennann rétt (Sjá Geymsla Byetta lyfjapennans í 1. hluta þessara notkunarleiðbeininga).

Þegar komið er að næsta venjubundna skammti, farið yfir í 3. hluta, Skref 1 og endurtakið skref 1 – 7.

4.hluti

ALGENGAR SPURNINGAR

1. Þarf ég að framkvæma uppsetningu nýs lyfjapenna fyrir hvern skammt?

Nei. Uppsetning nýs lyfjapenna er framkvæmd aðeins einu sinni, aðeins áður en nýr lyfjapenni er tekinn í notkun í fyrsta skipti.

Tilgangur uppsetningarinnar er að tryggja að Byetta lyfjapenninn þinn sé tilbúinn til notkunar fyrir næstu 30 daga.

Ef þú endurtekur uppsetningu nýs lyfjapenna fyrir hverja venjubundna inndælingu, nærð þú ekki 30 daga skammti af Byetta. Það litla magn af Byetta sem er notað í uppsetningu nýs lyfjapenna mun ekki hafa áhrif á 30 daga birgðir af Byetta.

2. Af hverju eru loftbólur í rörlykjunni?

Lítil loftbóla er eðlileg. Hún mun ekki skaða þig eða hafa áhrif á skammtinn þinn.

Ef lyfjapenninn er geymdur með nálinni á, þá geta loftbólur myndast í rörlykjunni. Geymið ekki lyfjapennann með nálinni áfastri.

3. Hvað á ég að gera ef Byetta kemur ekki út úr nálinni eftir fjórar tilraunir í uppsetningu nýs lyfjapenna?

Fjarlægið nálina varlega með því að setja ytri nálarhlífina aftur yfir nálina. Skrúfið nálina af og fargið eins og við á.

Setjið nýja nál á og endurtakið Uppsetning nýs lyfjapenna, Skref B – E, í 2. hluta þessara notkunarleiðbeininga. Þegar þú sérð nokkra dropa eða bunu koma út um nálarendann, er uppsetningu lokið.

4. Af hverju sé ég agnir í rörlykjunni eftir inndælingu?

Agnir eða litabreyting getur komið fram eftir inndælingu. Þetta getur komið fyrir ef húðin er klemmd of fast saman fyrir inndælingu eða ef þrýstingnum á inndælingarhnappnum er ekki haldið alveg þar til nálin er fjarlægð úr húðinni.

5. Af hverju sé ég Byetta leka úr nálinni eftir að ég hef lokið inndælingu?

Það er eðlilegt að dropi verði eftir á nálarendanum eftir að inndælingu lýkur. Ef þú sérð meira en einn dropa:

Það er hugsanlegt að þú hafir ekki fengið fullan skammt. Ekki dæla inn öðrum skammti.

Ráðfærðu þig við heilbrigðisstarfsmann um það hvernig meðhöndla eigi hlutaskammt.

Til að koma í veg fyrir þetta við næsta skammt, þrýstu fast og haltu inndælingarhnappnum inni og teldu hægt upp að 5 (sjá 3. hluta, skref 4: Skammti dælt inn).

6. Hvað þýða örvarnar?

Örvarnar þýða að þú ert tilbúinn í næsta skref. Örvarnar sýna í hvaða átt á að toga eða snúa

skammtatakkanum. Þetta tákn þýðir að skammtatakkanum hefur verið þrýst inn og lyfjapenninn er tilbúinn fyrir endurstillingu.

7. Hvernig get ég séð hvort inndælingu er lokið?

Inndælingu er lokið þegar:

Þú hefur þrýst inndælingarhnappnum fast inn þar til hann stöðvast

og

Þú hefur talið hægt upp að 5 á meðan þú heldur inndælingarhnappnum inni og nálin er enn í húðinni.

og

Þegar sést í miðjum skammtaglugganum.

8. Hvar á ég að dæla Byetta

Byetta á að dæla í kvið, læri,eða upphandlegg með inndælingartækni sem heilbrigðisstarfsmaður mælti með.

Framan Aftan

9. Hvað ef ég get ekki togað, snúið eða þrýst á skammtatakkann?

Athugaðu táknið í skammtaglugganum. Fylgdu leiðbeiningunum við hvert tákn.

Ef er í skammtaglugganum:

Togaðu skammtatakkann út þar til er í skammtaglugganum.

Ef

er í skammtaglugganum og ekki er hægt að snúa skammtatakkanum:

Það er hugsanlegt að rörlykjan í Byetta lyfjapennanum þínum hafi ekki nægilega mikinn vökva til að gefa fullan skammt. Lítið magn af Byetta verður alltaf eftir í rörlykjunni. Ef rörlykjan inniheldur lítið magn eða virðist tóm, fáðu nýjan Byetta lyfjapenna.

Ef og hluti af eru í skammtaglugganum og ekki er hægt að þrýsta skammtatakkanum inn?

Skammtatakkanum hefur ekki verið snúið alla leið. Haltu áfram að snúa skammtatakkanum réttsælis þar til er í miðju skammtagluggans.

Ef hluti af og hluti af eru í skammtaglugganum og ekki er hægt að þrýsta skammtatakkanum inn:

Nálin gæti verið stífluð, beygluð eða ekki sett rétt á.

Settu nýja nál á. Fullvissaðu þig um að nálin sé bein og skrúfuð alla leið.

Þrýstu ákveðið á inndælingarhnappinn alla leið. Byetta ætti að koma út um nálaroddinn.

Ef er í skammtaglugganum og ekki er hægt að snúa skammtatakkanum:

Inndælingarhnappnum hefur ekki verið ýtt alla leið inn og þú hefur ekki fengið fullan skammt.

Ráðfærðu þig við heilbrigðisstarfsmann um það hvernig meðhöndla eigi hlutaskammt.

Fylgdu þessum leiðbeiningum um það hvernig eigi að endurstilla lyfjapennann fyrir næstu inndælingu.

- Þrýstu inndælingarhnappnum ákveðið inn alla leið þar til hann stöðvast. Haltu

inndælingarhnappnum inni og teldu hægt upp að 5. Snúðu síðan inndælingarhnappnum

réttsælis þar til kemur í skammtagluggann.

- Ef þú getur ekki snúið skammtaglugganum, getur verið að nálin sé stífluð. Settu nýja nál á og endurtaktu skrefið hér að ofan.

Við næsta skammt, vertu viss um að þrýsta ákveðið og halda inndælingarhnappnum inni og telja hægt upp að 5 áður en nálin er fjarlægð úr húðinni.

Vinsamlegast sjáið meðfylgjandi fylgiseðil. Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband við heilbrigðisstarfsmann.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf