Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Cabometyx (cabozantinib s-malate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L01XE26

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsCabometyx
ATC-kóðiL01XE26
Efnicabozantinib s-malate
FramleiðandiIpsen Pharma

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

CABOMETYX 20 mg filmuhúðaðar töflur

CABOMETYX 40 mg filmuhúðaðar töflur

CABOMETYX 60 mg filmuhúðaðar töflur

2.INNIHALDSLÝSING

CABOMETYX 20 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur cabozantinib (S)-malat sem samsvarar 20 mg af cabozantinibi.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 15,54 mg af laktósa.

CABOMETYX 40 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur cabozantinib (S)-malat sem samsvarar 40 mg af cabozantinibi.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 31,07 mg af laktósa.

CABOMETYX 60 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur cabozantinib (S)-malat sem samsvarar 60 mg af cabozantinibi.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 46,61 mg af laktósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla.

CABOMETYX 20 mg filmuhúðaðar töflur

Töflurnar eru gular og kringlóttar án skoru, merktar með „XL“ á annarri hliðinni og „20“ á hinni hlið töflunnar.

CABOMETYX 40 mg filmuhúðaðar töflur

Töflurnar eru gular og þríhyrndar án skoru, merktar með „XL“ á annarri hliðinni og „40“ á hinni hlið töflunnar.

CABOMETYX 60 mg filmuhúðaðar töflur

Töflurnar eru gular og sporöskjulaga án skoru, merktar með „XL“ á annarri hliðinni og „60“ á hinni hlið töflunnar.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

CABOMETYX er ætlað til meðferðar við langt gengnu nýrnafrumukrabbameini (renal cell carcinoma, RCC) hjá fullorðnum eftir meðferð sem beinist að æðaþekjuvaxtarþætti (vascular endothelial growth factor, VEGF).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir með reynslu af gjöf krabbameinslyfja skal hefja meðferð með CABOMETYX.

Skammtar

CABOMETYX (cabozantinib) töflur og COMETRIQ (cabozantinib) hylki eru ekki jafngild og ætti ekki að nota jöfnum höndum (sjá kafla 5.2). Ef sjúklingur þarf að skipta úr cabozantinib hylkjum yfir í cabozantinib töflur á sjúklingurinn að halda áfram á CABOMETYX skammti sem ekki fer yfir 60 mg eða á sínum venjulega skammti af COMETRIQ (hvor sem er lægri).

Ráðlagður skammtur af CABOMETYX er 60 mg einu sinni á dag. Meðferð skal haldið áfram þar til sjúklingur hefur ekki lengur klínískan ávinning af meðferðinni eða óviðunandi eiturverkanir koma fram.

Þegar grunur leikur á aukaverkunum getur þurft að gera hlé á meðferðinni og/eða minnka skammta af CABOMETYX (sjá töflu 1). Þegar nauðsynlegt er að minnka skammta er ráðlagt að minnka skammtinn fyrst í 40 mg á dag og síðan í 20 mg á dag. Ráðlagt er að gera hlé á meðferð vegna eiturverkana af CTCAE stigi 3 eða hærra eða eiturverkana af stigi 2 sem eru óbærilegar. Mælt er með minnkun skammta ef um er að ræða aukaverkanir sem gætu orðið alvarlegar eða óbærilegar ef þær yrðu viðvarandi.

Ef sjúklingur gleymir að taka skammt skal ekki bæta þann skammt upp ef taka á næsta skammt innan 12 klukkustunda.

Tafla 1: Ráðlagðar breytingar á skömmtum CABOMETYX vegna aukaverkana

Aukaverkun og alvarleiki

Breyting á meðferð

 

 

Aukaverkanir af stigi 1 eða 2 sem eru

Yfirleitt er ekki þörf á skammtaaðlögun.

ásættanlegar og sem auðvelt er að

Íhugið að veita stuðningsmeðferð eftir þörfum.

meðhöndla

 

 

 

Aukaverkanir af stigi 2 sem eru

Gerið hlé á meðferðinni þar til aukaverkanirnar eru komnar

óbærilegar og ekki er hægt að

niður í stig ≤1.

meðhöndla með skammtaminnkun eða

Veitið stuðningsmeðferð eftir þörfum.

stuðningsmeðferð

Íhugið að hefja meðferð á ný með minnkuðum skammti.

 

 

 

Aukaverkanir af stigi 3 (nema

Gerið hlé á meðferðinni þar til aukaverkanirnar eru komnar

rannsóknastofufrávik sem ekki eru

niður í stig ≤1.

klínískt marktæk)

Veitið stuðningsmeðferð eftir þörfum.

 

 

Hefjið meðferð á ný með minnkuðum skammti.

 

 

Aukaverkanir af stigi 4 (nema

Gerið hlé á meðferð.

rannsóknastofufrávik sem ekki eru

Veitið viðeigandi læknishjálp.

klínískt marktæk)

Ef aukaverkunin lækkar niður í stig ≤1 skal hefja meðferð að

 

 

nýju með minnkuðum skammti.

 

Ef aukaverkunin lagast ekki skal hætta notkun CABOMETYX

 

til frambúðar.

 

 

Athugið: Stig eiturverkana eru í samræmi við viðmið National Cancer Institute fyrir aukaverkanir (National Cancer Institute Common Terminology Criteria for Adverse Events), útgáfu 4.0 (NCI-CTCAE v4)

Samhliða notkun annarra lyfja

Sýna skal aðgát við samhliða notkun lyfja sem eru öflugir CYP3A4-hemlar og forðast skal langtímanotkun lyfja sem eru öflugir CYP3A4-örvar (sjá kafla 4.4 og 4.5).

Íhuga skal val á lyfjum sem hafa lítil eða engin áhrif sem hemlar eða örvar á CYP3A4 til samhliða notkunar.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar

Ekki er mælt með sérstakri skammtaaðlögun cabozantinibs hjá eldra fólki (≥ 65 ára).

Kynþáttur

Lítil reynsla er af notkun cabozantinibs hjá sjúklingum af öðrum kynþáttum en þeim hvíta.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Gæta skal varúðar við notkun cabozantinibs hjá sjúklingum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á nýrnastarfsemi.

Ekki er mælt með notkun cabozantinibs hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi þar sem ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá þeim sjúklingahópi.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á lifrarstarfsemi er ráðlagður skammtur cabozantinibs 40 mg einu sinni á dag. Fylgjast skal með sjúklingum með tilliti til aukaverkana og íhuga á að aðlaga skammta, eða gera hlé á meðferð eins og nauðsynlegt þykir (sjá kafla 4.2). Ekki er mælt með notkun cabozantinibs hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi þar sem ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá þeim sjúklingahópi.

Sjúklingar með skerta hjartastarfsemi

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með skerta hjartastarfsemi. Ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun cabozantinibs hjá börnum og unglingum <18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

CABOMETYX er til inntöku. Töflurnar á að gleypa í heilu lagi og þær má ekki mylja. Ráðleggja skal sjúklingum að borða ekki a.m.k. 2 klst. fyrir og 1 klst. eftir inntöku CABOMETYX.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Þar sem flest tilvik geta komið fram snemma í meðferðinni þarf læknirinn að fylgjast náið með sjúklingnum á fyrstu átta vikum meðferðar til að ákvarða hvort réttmætt sé að breyta skömmtum. Tilvik sem almennt koma snemma fram eru blóðkalsíumlækkun, blóðkalíumlækkun, blóðflagnafæð, háþrýstingur, handa- fótaheilkenni (PPES), prótín í þvagi og aukaverkanir frá meltingarvegi (kviðverkir, bólga í slímhúð, hægðatregða, niðurgangur, uppköst).

Í klínísku lykilrannsókninni var skömmtum breytt vegna aukaverkana hjá 59,8% sjúklinga sem fengu cabozantinib og hlé gert á meðferð vegna aukaverkana hjá 70% sjúklinga sem fengu cabozantinib. Hjá 19,3% sjúklinga þurfti að breyta skömmtum tvisvar. Miðgildi tímalengdar fram að fyrstu skammtaminnkun var 55 dagar og miðgildi tímalengdar fram að fyrsta hléi á meðferð var 38 dagar.

Rof og fistlar

Alvarleg rof í meltingarvegi og fistlar, sem geta leitt til dauða, hafa komið fram við notkun cabozantinibs. Sjúklingar sem eru með bólgusjúkdóm í meltingarvegi (t.d. Crohns-sjúkdóm, sáraristilbólgu, lífhimnubólgu, sarpbólgu eða botnlangabólgu), eru með íferð æxlis í meltingarvegi eða stríða við aukaverkanir vegna aðgerðar á meltingarvegi (einkum í tengslum við seinkaða eða ófullkomna græðslu) skulu gangast undir ítarlegt mat áður en meðferð með cabozantinibi hefst og fylgjast skal vel með einkennum sem tengjast rofi og fistlum, þ.m.t. ígerðum. Viðvarandi eða endurtekin niðurgangur meðan á meðferð stendur getur verið áhættuþáttur fyrir þróun endaþarmsfistils. Hætta skal notkun cabozantinibs hjá sjúklingum sem fá rof í meltingarveg eða fistil sem ekki er hægt að meðhöndla á fullnægjandi hátt.

Segarekstilvik

Komið hafa upp tilvik segareks í bláæðum, þ.m.t. lungnablóðrek, og segareks í slagæðum við notkun cabozantinibs. Nota skal cabozantinib með varúð hjá sjúklingum sem eiga slíkt á hættu eða hafa sögu um slíkt. Hætta skal notkun cabozantinibs hjá sjúklingum sem fá brátt hjartadrep eða aðra fylgikvilla tengda segareki í slagæðum sem eru klínískt mikilvægir.

Blæðingar

Alvarlegar blæðingar hafa komið fram við notkun cabozantinibs. Sjúklingar sem hafa sögu um alvarlega blæðingu skulu metnir vandlega áður en meðferð með cabozantinibi hefst. Cabozantinib skal ekki gefa sjúklingum sem hafa fengið eða eru í hættu á að fá alvarlegar blæðingar.

Vandamál vegna sára

Komið hafa upp vandamál við græðslu sára við notkun cabozantinibs. Stöðva skal meðferð með cabozantinibi a.m.k. 28 dögum fyrir skurðaðgerð, þ.m.t. tannaðgerð, ef mögulegt er. Ákvörðun um hvort hefja skuli cabozantinib meðferð að nýju eftir aðgerð skal byggja á klínísku mati á fullnægjandi græðslu sára. Hætta skal notkun cabozantinibs hjá sjúklingum þar sem vandamál við græðslu sára þarfnast læknismeðferðar.

Háþrýstingur

Háþrýstingur hefur komið fram við notkun cabozantinibs. Hafa skal góða stjórn á blóðþrýstingi áður en meðferð með cabozantinibi er hafin. Meðan á meðferð með cabozantinibi stendur skal fylgjast með blóðþrýstingi hjá öllum sjúklingum og veita þeim hefðbundna meðferð við háþrýstingi eftir þörfum. Ef um er

að ræða viðvarandi háþrýsting þrátt fyrir notkun háþrýstingslyfja skal minnka skammta cabozantinibs. Hætta skal notkun cabozantinibs ef háþrýstingur er alvarlegur og viðvarandi þrátt fyrir notkun háþrýstingslyfja og minnkun skammta cabozantinibs. Ef upp kemur lífshættuleg blóðþrýstingshækkun (hypertensive crisis) skal hætta notkun cabozantinibs.

Handa- og fótaheilkenni

Handa- og fótaheilkenni (palmar-plantar erythrodysaesthesia syndrome (PPES)) hefur komið fram við notkun cabozantinibs.Í alvarlegum tilfellum handa- og fótaheilkennis skal íhuga að gera hlé á meðferð með cabozantinibi. Hefja skal meðferð með cabozantinibi að nýju með minni skammti þegar handa- og fótaheilkenni er komið niður á stig 1.

Prótín í þvagi

Prótín í þvagi hefur komið fram við notkun cabozantinibs. Fylgjast skal reglulega með prótíni í þvagi meðan á meðferð með cabozantinibi stendur. Hætta skal notkun cabozantinibs hjá sjúklingum sem fá nýrungaheilkenni.

Afturkræft baklægt innlyksuheilabólguheilkenni

Afturkræft baklægt innlyksuheilabólguheilkenni (reversible posterior leukoencephalopathy syndrome, RPLS), einnig þekkt sem afturkræft aftara heilakvillaheilkenni (posterior reversible encephalopathy syndrome, PRES) hefur komið fram við notkun cabozantinibs. Hafa skal þetta heilkenni í huga hjá öllum sjúklingum með margvísleg einkenni, þar á meðal flog, höfuðverk, sjóntruflanir, rugl eða breytta heilastarfsemi. Hætta skal notkun cabozantinibs hjá sjúklingum með RPLS.

Lenging QT-bils

Gæta skal varúðar við notkun cabozantinibs hjá sjúklingum með sögu um lengingu QT-bils, sjúklingum sem taka lyf við hjartsláttartruflunum og sjúklingum sem fyrir eru með hjartasjúkdóm, hægslátt eða raskanir á blóðsöltum sem skipta máli. Íhuga á reglulegt eftirlit með hjartarafriti og mælingum á blóðsöltum (kalsíum, kalíum og magnesíum í sermi) meðan á meðferð með cabozantinibi stendur.

CYP3A4-örvar og -hemlar

Cabozantinib er hvarfefni CYP3A4. Samhliða notkun cabozantinibs og ketókónazóls, sem er öflugur CYP3A4-hemill, olli auknum styrk cabozantinibs í plasma. Gæta skal varúðar þegar cabozantinib er gefið með lyfjum sem eru öflugir hemlar á CYP3A4. Samhliða notkun cabozantinibs og rífampisíns, sem er öflugur örvi á CYP3A4, olli minnkuðum styrk cabozantinibs í plasma. Því skal forðast langtímanotkun lyfja sem eru öflugir örvar á CYP3A4 samhliða cabozantinibi (sjá kafla 4.2 og 4.5).

P-glýkóprótín hvarfefni

Cabozantinib var hemill á (IC50 = 7,0 μM), en ekki hvarfefni fyrir P-glýkóprótín (P-gp) flutningsvirkni í tvíátta greiningarkerfi sem notaði MDCK-MDR1 frumur. Því kann cabozantinib að hafa getu til að auka styrk P-gp hvarfefna í plasma sem notuð eru samhliða cabozantinibi. Því skal vara sjúklinga við notkun P-gp hvarfefna (t.d. fexófenadíns, aliskírens, ambrisentans, dabigatran etexílats, dígoxíns, kolkisíns, maravíriks, posakónazóls, ranolazíns, saxagliptíns, sitagliptíns, talinolóls, tolvaptans) samhliða cabozantinibi (sjá kafla 4.5).

MRP2-hemlar

Notkun MRP2-hemla getur aukið styrk cabozantinibs í plasma. Því ætti að gæta varúðar við samhliða notkun MRP2-hemla (t.d. cýklósporíns, efavírens, emtricitabíns) og cabozantinibs (sjá kafla 4.5).

Varnaðarorð sem tengjast hjálparefnum

Sjúklingar með galaktósaóþol, Lapp laktasaskort eða vanfrásog galaktósa og glúkósa, sem eru sjaldgæfir arfgengir kvillar, ættu ekki að taka þetta lyf.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Áhrif annarra lyfja á cabozantinib

CYP3A4-hemlar og -örvar

Þegar heilbrigðum sjálfboðaliðum var gefið ketókónazól, sem er öflugur CYP3A4-hemill (400 mg á dag í 27 daga), minnkaði úthreinsun cabozantinibs (um 29%) og útsetning í plasma eftir stakan skammt cabozantinibs (AUC) jókst um 38%. Því skal gæta varúðar við samhliða notkun öflugra CYP3A4-hemla (t.d. rítónavírs, ítrakónazóls, erýtrómýsíns, claritrómýsíns, greipaldinsafa) og cabozantinibs.

Þegar heilbrigðum sjálfboðaliðum var gefið rífampisín, sem er öflugur CYP3A4-örvi (600 mg á dag í

31 dag), jókst úthreinsun cabozantinibs (4,3-falt) og útsetning í plasma eftir stakan skammt cabozantinibs (AUC) minnkaði um 77%. Því skal forðast langtímanotkun öflugra CYP3A4-örva (t.d. fenýtóíns, karbamazepíns, rífampisíns, fenóbarbitals eða jurtalyfja sem innihalda jóhannesarjurt [Hypericum perforatum]) samhliða cabozantinibi.

Lyf sem breyta sýrustigi í maga

Þegar heilbrigðum sjálfboðaliðum var samhliða gefinn prótónpumpuhemillinn esómeprazól (40 mg daglega í 6 daga) og stakur 100 mg skammtur af cabozantinibi hafði það engin klínísk marktæk áhrif á útsetningu cabozantinibs í plasma (AUC). Breyting á skammtastærð er ekki nauðsynleg þegar lyf sem breyta sýrustigi í maga (t.d. PPI, H2 viðtakablokka og sýrubindandi lyf) eru gefin samhliða cabozantinibi.

MRP2-hemlar

Gögn úr in vitro rannsóknum sýna að cabozantinib er hvarfefni MRP2. Því getur notkun MRP2-hemla aukið styrk cabozantinibs í plasma.

Lyf sem binda gallsölt

Lyf sem binda gallsölt, svo sem kólestýramín og kólestagel, kunna að hafa áhrif á frásog (eða endurfrásog) cabozantinibs og geta mögulega dregið úr útsetningu þess (sjá kafla 5.2). Klínískt mikilvægi þessarar hugsanlegu milliverkunar er óþekkt.

Áhrif cabozantinibs á önnur lyf

Áhrif cabozantinibs á lyfjahvörf getnaðarvarnarstera hafa ekki verið rannsökuð. Þar sem ekki er hægt að tryggja óbreytta virkni getnaðarvarnar er ráðlagt að nota viðbótargetnaðarvörn sem hindrar sæði.

P-glýkóprótín hvarfefni

Cabozantinib var hemill á (IC50 = 7,0 μM), en ekki hvarfefni fyrir P-gp flutningsvirkni í tvíátta greiningarkerfi sem notaði MDCK-MDR1 frumur. Því kann cabozantinib að hafa getu til að auka styrk P-gp hvarfefna í plasma sem notuð eru samhliða cabozantinibi. Því skal vara sjúklinga við notkun P-gp hvarfefna (t.d. fexófenadíns, aliskírens, ambrisentans, dabigatran etexílats, dígoxíns, kolkisíns, maravíroks, posakónazóls, ranolazíns, saxagliptíns, sitagliptíns, talinolóls, tolvaptans) samhliða cabozantinibi.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri / getnaðarvarnir hjá körlum og konum

Ráðleggja verður konum á barneignaraldri að forðast þungun á meðan cabozantinib er notað. Konur karla sem nota cabozantinib verða einnig að forðast þungun. Bæði karl- og kvensjúklingar og makar þeirra verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur og í a.m.k. 4 mánuði eftir að henni lýkur. Þar sem getnaðarvarnir til inntöku eru hugsanlega ekki „örugg getnaðarvörn“ skal nota þær ásamt annarri getnaðarvörn, svo sem sæðishindrandi getnaðarvörn (sjá kafla 4.5).

Meðganga

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á þunguðum konum sem nota cabozantinib. Dýrarannsóknir hafa sýnt áhrif á fósturvísa-fóstur og vansköpun (sjá kafla 5.3). Möguleg hætta fyrir menn er ekki þekkt. Ekki má nota cabozantinib á meðgöngu nema meðferð með cabozantinibi sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort cabozantinib og/eða umbrotsefni þess skiljast út í brjóstamjólk. Vegna mögulegra skaðlegra áhrifa á ungbarnið skulu mæður hætta brjóstagjöf meðan á meðferð með cabozantinibi stendur og í a.m.k. 4 mánuði eftir að meðferð lýkur.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um frjósemi hjá mönnum. Forklínískar niðurstöður benda til þess að cabozantinib kunni að hafa áhrif á frjósemi hjá bæði körlum og konum (sjá kafla 5.3). Því ættu bæði karlar og konur að leita ráðgjafar og íhuga að varðveita sæði eða egg áður en meðferð hefst.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Cabozantinib hefur væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Aukaverkanir á borð við þreytu og máttleysi hafa verið tengdar cabozantinibi. Því skal gæta varúðar við akstur eða notkun véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Algengustu alvarlegu aukaverkanirnar sem tengjast cabozantinibi eru kviðverkir (3%), fleiðruvökvi (3%), niðurgangur (2%) og ógleði (2%). Algengustu aukaverkanirnar af öllum tíðniflokkum (sem komu fram hjá a.m.k. 25% sjúklinga) voru niðurgangur (74%), þreyta (56%), ógleði (50%), minnkuð matarlyst (46%), handa-fótaheilkenni (PPES) (42%), háþrýstingur (37%), uppköst (32%), þyngdartap (31%) og hægðatregða (25%).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir eru taldar upp í töflu 2 samkvæmt MedDRA-flokkun eftir líffærum og tíðni. Tíðnin er byggð á

öllum stigum og skilgreind sem: mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til

<1/100). Innan tíðniflokka eru algengustu aukaverkanirnar taldar upp í röð eftir minnkandi alvarleika.

Tafla 2: Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um við notkun cabozantinibs

MedDRA-flokkun

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

eftir líffærum

 

 

 

 

 

 

 

Sýkingar af völdum

 

ígerð

 

sýkla og sníkjudýra

 

 

 

 

 

 

 

Blóð og eitlar

blóðleysi

 

 

 

 

 

 

Innkirtlar

skjaldvakaskortur

 

 

 

 

 

 

Efnaskipti og næring

minnkuð matarlyst,

vessaþurrð

 

 

blóðfosfatlækkun,

 

 

 

blóðalbúmínlækkun,

 

 

 

blóðmagnesíumlækkun,

 

 

 

blóðnatríumlækkun,

 

 

 

blóðkalíumlækkun,

 

 

 

blóðkalíumhækkun,

 

 

 

blóðkalsíumlækkun,

 

 

 

gallrauðadreyri

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

bragðtruflun,

 

krampi

 

höfuðverkur, sundl

 

 

 

 

 

 

Eyru og völundarhús

 

eyrnasuð

 

 

 

 

 

Æðar

háþrýstingur

lungnablóðrek

 

 

 

 

 

Öndunarfæri, brjósthol

raddtruflun, mæði, hósti

 

 

og miðmæti

 

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

niðurgangur, ógleði,

verkir í efri hluta kviðar,

endaþarmsfistill,

 

uppköst, munnbólga,

vélindabakflæði,

brisbólga

 

hægðatregða, kviðverkir,

gyllinæð

 

 

meltingartruflanir

 

 

 

 

 

 

Lifur og gall

 

 

gallteppulifrarbólga

 

 

 

 

Húð og undirhúð

handa- og fótaheilkenni,

kláði, hárlos

 

 

útbrot, húðþurrkur

 

 

 

 

 

 

Stoðkerfi og stoðvefur

verkir í útlimum,

 

beindrep í kjálka

 

vöðvakrampar, liðverkir

 

 

 

 

 

 

Nýru og þvagfæri

prótínmiga

 

 

 

 

 

 

Almennar aukaverkanir

þreyta, bólga í slímhúð,

bjúgur á útlimum

 

og aukaverkanir á

þróttleysi

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

 

 

MedDRA-flokkun

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

eftir líffærum

 

 

 

 

 

 

 

Rannsóknaniðurstöður

þyngdartap, hækkað ALT,

 

 

 

AST og ALP í sermi,

 

 

 

kreatínínhækkun, aukning

 

 

 

á þríglýseríðum,

 

 

 

blóðsykurshækkun,

 

 

 

blóðsykurslækkun,

 

 

 

hvítkornafæð,

 

 

 

daufkyrningafæð,

 

 

 

blóðflagnafæð, hækkað

 

 

 

GGT, hækkaður amýlasi,

 

 

 

aukning á kólesteróli í

 

 

 

blóði, hækkaður lípasi

 

 

 

 

 

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

Upplýsingarnar um eftirfarandi aukaverkanir er byggðar á sjúklingum sem fengu Cabometyx 60 mg einu sinni á dag til inntöku í lykilrannsókninni á nýrnafrumukrabbameini (kafli 5.1).

Rof í meltingarvegi

Tilkynnt var um rof í meltingarvegi hjá 0,9% sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein sem fengu meðferð með cabozantinibi (3/331). Tilvikin voru af gráðu 2 eða 3. Miðgildi tíma fram að fyrstu einkennum var

10,0 vikur. Banvænt rof hefur komið fram í klínískum rannsóknum með cabozantinibi.

Fistlar

Tilkynnt var um fistla hjá 1,2% (4/331) sjúklinga sem fengu meðferð með cabozantinibi og endaþarmsfistla hjá 0,6% (2/331) sjúklinga sem fengu meðferð með cabozantinibi. Eitt tilvik var af gráðu 3, afgangurinn var af gráðu 2. Miðgildi tíma fram að fyrstu einkennum var 30,3 vikur.

Blæðingar

Tíðni alvarlegra blæðingartilfella (stig ≥ 3) var 2,1% hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein sem fengu meðferð með cabozantinibi (7/331). Miðgildi tíma fram að fyrstu einkennum var 20,9 vikur. Banvænar blæðingar hafa komið fram í klínískum rannsóknum með cabozantinibi.

Afturkræft baklægt innlyksuheilabólguheilkenni (reversible posterior leukoencephalopathy syndrome (RPLS))

Ekki var tilkynnt um neitt tilvik RPLS í þessari rannsókn, en tilkynnt hefur verið um RPLS í öðrum klínískum rannsóknum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki er nein sértæk meðferð við ofskömmtun cabozantinibs og hugsanleg einkenni ofskömmtunar eru ekki þekkt.

Ef grunur leikur á ofskömmtun skal hætta meðferð með cabozantinibi og hefja stuðningsmeðferð. Fylgjast skal með klínískum rannsóknarniðurstöðum á efnaskiptum minnst vikulega eða eins og talið er klínískt nauðsynlegt til að meta hugsanlegar breytingar. Meðhöndla skal einkenni aukaverkana í tengslum við ofskömmtun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Æxlishemjandi lyf, prótínkínasahemill, ATC flokkur: L01XE26.

Verkunarháttur

Cabozantinib er lítil sameind sem er hemill á fjölda týrosínkínasaviðtaka (receptor tyrosine kinase (RTK)) sem tengjast æxlisvexti og nýæðamyndun, sjúklegum efnaskiptum beina, lyfjaþoli og framgangi krabbameins með meinvörpum. Hemlunarvirkni cabozantinibs á ýmsa kínasa var metin og reyndist það hemill á MET (viðtakaprótín vaxtarþáttar lifrarþekjufrumna) og VEGF (æðaþelsvaxtaþáttur) viðtaka. Auk þess er cabozantinib hemill á aðra týrosínkínasa á borð við GAS6 viðtakann (AXL), RET, ROS1, TYRO3, MER, stofnfrumuþáttarviðtakann (KIT), TRKB, Fms-líkan týrosínkínasa-3 (FLT3) og TIE-2.

Lyfhrif

Cabozantinib sýndi skammtaháð, hamlandi áhrif á æxlisvöxt, æxlisminnkun og/eða hamlaði meinvörpum í fjölbreyttum forklínískum æxlislíkönum.

Raflífeðlisfræði hjartans

Lenging QT-bils miðað við upphafsgildi, með Fridericia-leiðréttingu (QTcF) sem nam 10 - 15 msek. á

degi 29 (en ekki á degi 1) eftir upphaf meðferðar með cabozantinibi (með 140 mg skammti einu sinni á dag) kom fram í klínískri samanburðarrannsókn hjá sjúklingum með ágengt kjarnakrabbamein í skjaldkirtli (medullary thyroid cancer). Þessi áhrif tengdust ekki breytingum á lögun hjartalínurits eða nýjum takti. Enginn sjúklingur sem fékk meðferð með cabozantinibi í rannsókninni var með staðfest QTcF >500 msek., né heldur þeir sem fengu meðferð með cabozantinibi í rannsókninni hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein (með skammtinum 60 mg).

Verkun og öryggi

Klínískar upplýsingar er varða nýrnafrumukrabbamein (RCC)

Öryggi og verkun CABOMETYX voru metin í slembiraðaðri, opinni, fjölsetra, 3. stigs rannsókn. Sjúklingar (N=658) með langt gengið nýrnafrumukrabbamein með hreinum starfsfrumuþætti (clear cell component) sem áður höfðu fengið að minnsta kosti 1 týrósínkínasahemil á VEGF (æðaþelsvaxtaþáttur) viðtaka (VEGFR TKI) var slembiraðað (1:1) til að fá CABOMETYX (N=330) eða everolimus (N=328). Sjúklingar máttu hafa fengið aðrar meðferðir, þar á meðal frumuboða og mótefni gegn VEGF, PD-1-viðtakann (programmed death-1-receptor) eða bindla hans. Sjúklingar með meðhöndluð meinvörp í heila voru leyfðir. Lifun án versnunar sjúkdóms (progression-free survival (PFS)) var metin af blindaðri, óháðri matsnefnd fyrir geislagreiningu og frumgreining var framkvæmd hjá fyrstu 375 einstaklingum með slembivali. Aukaendapunktar verkunar voru hlutlæg svörunartíðni (ORR) og heildarlifun (OS). Mat á æxlum var framkvæmt á 8 vikna fresti fyrstu 12 mánuðina, svo á 12 vikna fresti.

Lýðfræðilegir eiginleikar og sjúkdómseinkenni í upphafi voru sambærileg í CABOMETYX- og everolimus- hópunum. Meirihluti sjúklinganna voru karlar (75%), miðgildi aldurs var 62 ár. Sjötíu og eitt prósent (71%) höfðu áður aðeins fengið eitt VEGFR TKI; 41% sjúklinga fengu sunitinib áður, sem var þeirra eina VEGFR TKI. Samkvæmt Memorial Sloan Kettering Cancer Center viðmiðum fyrir mat á horfum voru 46% með góðar horfur (0 áhættuþættir), 42% í meðallagi (1 áhættuþáttur) og 13% með slæmar horfur (2 eða

3 áhættuþættir). Fimmtíu og fjögur prósent (54%) sjúklinga voru með 3 eða fleiri líffæri með krabbameini með meinvörpum, þar með talið í lungum (63%), eitlum (62%), lifur (29%) og beinum (22%). Miðgildi meðferðarlengdar var 7,6 mánuðir (á bilinu 0,3–20,5) hjá sjúklingum sem fengu CABOMETYX og

4,4 mánuðir (á bilinu 0,21–18,9) hjá sjúklingum sem fengu everolimus.

Sýnt var fram á tölfræðilega marktækan bata á PFS fyrir CABOMETYX samanborið við everolimus (mynd 1 og tafla 3). Skipulögð bráðabirgðagreining á heildarlifun (overall survival (OS)) var framkvæmd á sama tíma og PFS-greiningarnar og náði ekki bráðabirgðamörkum fyrir tölfræðilega marktækni (HR=0,68 [0,51; 0,90], p=0,006). Í síðari óskipulagðri bráðabirgðagreiningu á heildarlifun var sýnt fram á tölfræðilega marktækan bata hjá sjúklingum sem var slembiraðað til að fá CABOMETYX samanborið við everolimus (miðgildi 21,4 mánuðir á móti 16,5 mánuðum; áhættuhlutfall (HR)=0,66 [0,53; 0,83], p=0,0003; mynd 2).

Rannsóknargreiningar á lifun án versnunar sjúkdóms og heildarlifun hjá þýðinu sem til stóð að meðhöndla (ITT) hafa einnig sýnt sambærilega niðurstöðu sem er hagstæð fyrir CABOMETYX samanborið við everolimus í mismunandi undirflokkum í samræmi við aldur (<65 á móti ≥ 65), kyn, MSKCC-áhættuhópur (hagstæð, í meðallagi, léleg), ECOG-staða (0 á móti 1), tími frá greiningu að slembivali (<1 ár á móti ≥1 ár), MET-staða æxla (hátt á móti lágt á móti óþekkt), meinvörp í beinum (ekki til staðar eða til staðar), meinvörp í innyflum (ekki til staðar eða til staðar), meinvörp í innyflum og beinum (ekki til staðar eða til staðar), fjöldi fyrri VEGFR-TKI (1 á móti ≥2), tímalengd fyrsta VEGFR-TKI (≤6 mánuðir á móti >6 mánuðir).

Niðurstöður fyrir hlutlæga svörunartíðni eru teknar saman í töflu 4.

Mynd 1: Kaplan-Meier-ferill fyrir lifun án versnunar samkvæmt óháðri matsnefnd um geislagreiningu (fyrstu 375 slembiröðuðu)

 

l

1,0

 

 

 

iva

0,9

 

 

versnunar

Seefr-n u rv

 

 

0,8

 

 

 

 

 

 

 

 

0,7

 

 

án

s io

0,6

 

 

 

 

 

lifun

og r e s

0,5

 

 

0,4

 

 

Líkurá

ilityo f P r

 

 

0,3

 

 

 

 

 

 

 

b a b

0,2

 

 

 

0,1

 

 

 

P r o

 

 

 

0,0

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjöldi í hættu:

 

 

No. at Risk

 

 

 

CABOMETYX

Everolimusi

 

CABOMETYX

Everolimus

1 2

1 5

1 8

 

 

Mánuðiro n t h s

 

 

 

Tafla 3: Samantekt á niðurstöðum hvað varðar lifun án versnunar sjúkdóms (PFS) samkvæmt óháðri matsnefnd um geislagreiningu

 

 

Aðalgreiningarþýði fyrir PFS

Meðferðarþýði (Intent-To-Treat

 

 

 

 

Population)

Endapunktur

 

CABOMETYX

Everolimus

CABOMETYX

Everolimus

 

 

N = 187

N = 188

N = 330

N = 328

Miðgildi PFS (95%

 

7,4 (5,6; 9,1)

3,8 (3,7; 5,4)

7,4 (6,6; 9,1)

3,9 (3,7; 5,1)

öryggisbil),

 

 

 

 

 

mánuðir

 

 

 

 

 

HR (95%

 

0,58 (0,45; 0,74), P<0,0001

0,51 (0,41; 0,62), P<0,0001

öryggisbil), p-gildi1

 

 

 

 

 

1 lagskipt log-rank próf

 

 

 

 

Mynd 2: Kaplan-Meier ferill fyrir heildarlifun

 

1,0

 

0,9

iv a l

0,8

u r v

0,7

heildarlifun raevOfo ll S

0,6

 

 

0,5

Líkurá baility

0,4

0,3

 

o b

0,2

P r

0,1

 

 

0,0

Fjöldi í hættu:

CABOMETYX 330 Everolimus 328

CABOMETYX

C A B O M E T Y X

EverolimusE v e ro lim u s

1 2

1 5

1 8

2 1

2 4

2 7

3 0

 

 

 

 

Mánuðir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

M o n th s

 

 

 

 

 

Tafla 4: Samantekt á hlutlægri svörunartíðni (ORR) fyrir hverja endurskoðun óháðu matsnefndarinnar um geislagreiningu (IRC) og endurskoðun rannsakanda

 

Frumgreining á hlutlægri

Hlutlæg svörunartíðni fyrir

 

svörunartíðni hjá meðferðarþýði

hverja endurskoðun rannsakanda

 

(IRC)

hjá meðferðarþýði

Endapunktur

CABOMETYX

Everolimus

CABOMETYX

Everolimus

 

N = 330

N = 328

N = 330

N = 328

Hlutlæg

17% (13%; 22%)

3% (2%; 6%)

24% (19%; 29%)

4% (2%; 7%)

svörunartíðni

 

 

 

 

(eingöngu

 

 

 

 

hlutasvörun) (95%

 

 

 

 

öryggisbil)

 

 

 

 

p-gildi1

p<0,0001

p<0,0001

Hlutasvörun

17%

3%

24%

4%

Miðgildi

1,91 (1,6; 11,0)

2,14 (1,9; 9,2)

1,91 (1,3; 9,8)

3,50 (1,8; 5,6)

tímalengdar fram

 

 

 

 

að fyrstu

 

 

 

 

viðbrögðum,

 

 

 

 

mánuðir (95%

 

 

 

 

öryggisbil)

 

 

 

 

Stöðugur

65%

62%

63%

63%

sjúkdómur sem

 

 

 

 

besta svörun

 

 

 

 

Framsækinn

12%

27%

9%

27%

sjúkdómur sem

 

 

 

 

besta svörun

 

 

 

 

1 kí-kvaðrat próf

 

 

 

 

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á CABOMETYX í öllum undirhópum barna fyrir meðferð á krabbameini í nýrum eða nýrnaskjóðum (að undanskildu nýrnakímsæxli (nephroblastoma), forstig nýrnakímsæxlis (nephroblastomatosis), glærufrumusarkmeini (clear cell sarcoma), nýrnakirtilsarkmeini hjá fóstri eða nýbura (mesoblastic nephroma), nýrnamergskrabbameini (renal medullary carcinoma) og staffrumukrabbameini í nýrum (rhabdoid tumour of the kidney)) (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir inntöku cabozantinibs næst hámarksstyrkur cabozantinibs í plasma 2 til 3 klst. eftir inntöku. Mælingar á styrk cabozantinibs í plasma sýna annan frásogstopp u.þ.b. 24 klukkustundum eftir inntöku, sem bendir til þess að cabozantinib fari um lifrar-þarma hringrásina (enterohepatic recirculation).

Endurtekinn dagskammtur sem nam 140 mg í 19 daga leiddi til u.þ.b. 4- til 5-faldrar meðaluppsöfnunar cabozantinibs (byggt á AUC) samanborið við stakan skammt; stöðugt ástand næst u.þ.b. á degi 15.

Fiturík máltíð jók Cmax og AUC gildin (41% annars vegar og 57% hins vegar) samanborið við föstu hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum sem fengu stakan 140 mg skammt af cabozantinibi til inntöku. Engar upplýsingar liggja fyrir um nákvæm áhrif matar þegar hans er neytt 1 klst. eftir inntöku cabozantinibs.

Ekki var hægt að sýna fram á jafngildi milli cabozantinib hylkja og taflna eftir stakan 140 mg skammt hjá heilbrigðum einstaklingum. Fram kom 19% aukning á Cmax á töfluformi (CABOMETYX) miðað við hylki (COMETRIQ). Minna en 10% munur á AUC kom fram milli cabozantinib taflna (CABOMETYX) og hylkja (COMETRIQ).

Dreifing

Cabozantinib er að mestu leyti prótínbundið í plasma hjá mönnum in vitro (≥ 99,7%). Samkvæmt líkani fyrir lyfjahvörf (PK) þýðis er dreifingarrúmmálið (Vz) u.þ.b. 319 l (SE: ± 2,7%). Prótínbinding breyttist ekki hjá sjúklingum með væga eða miðlungsmikla skerðingu á nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Umbrot

Cabozantinib umbrotnaði in vivo. Fjögur umbrotsefni voru til staðar í plasma með útsetningu (AUC) hærri en 10% af móðurefninu: XL184-N-oxíð, XL184 amíð klofningsafurð, XL184 mónóhýdroxýsúlfat og 6-desmetýlamíð klofningsafurðarsúlfat. Tvö ótengd umbrotsefni (XL184-N-oxíð og XL184 amíð klofningsafurð), sem höfðu <1% af kínasa markhemlunargetu cabozantinibs og hvort um sig samsvaraði <10% af heildarútsetningu tengdri lyfinu í plasma.

Cabozantinib er hvarfefni fyrir umbrot CYP3A4 in vitro, þar sem hlutleysandi mótefni við CYP3A4 hindraði myndun umbrotsefnisins XL184 N-oxíðs sem nam >80% í NADPH-hvataðri kvíun í netbólum úr mannalifur (human liver microsome (HML)); hins vegar höfðu hlutleysandi mótefni við CYP1A2, CYP2A6, CYP2B6, CYP2C8, CYP2C19, CYP2D6 og CYP2E1 engin áhrif á myndun umbrotsefna cabozantinibs. Hlutleysandi mótefni við CYP2C9 sýndi smávægileg áhrif á myndun umbrotsefna cabozantinibs (þ.e. <20% lækkun).

Brotthvarf

Í þýðisgreiningu á lyfjahvörfum cabozantinibs með upplýsingum frá 318 sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein og 63 heilbrigðum sjálfboðaliðum eftir gjöf skammta sem voru 60 mg, 40 mg og 20 mg til inntöku var helmingunartími brotthvarfs cabozantinibs í plasma u.þ.b. 99 klst. Meðalbrotthvarf (CL/F) við jafnvægi var áætlað 2,2 l/klst. Innan 48-daga söfnunartímabils eftir stakan skammt af 14C--cabozantinibi hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum endurheimtist u.þ.b. 81% af heildargeislavirkninni sem gefin var og þar af voru 54% í hægðum og 27% í þvagi.

Lyfjahvörf í sérstökum sjúklingahópum

Skert nýrnastarfsemi

Niðurstöður rannsóknar á sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi benda til þess að hlutfall margfeldismeðaltala minnstu ferninga (ratios of geometric LS mean) fyrir cabozantinib í plasma, Cmax og AUC0-inf sé 19% og 30% hærra hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi (90% öryggisbil fyrir Cmax 91,60% til 155,51%; AUC0-inf 98,79% til 171,26%) og 2% og 6–7% hærra (90% öryggisbil fyrir Cmax 78,64% til 133,52%; AUC0-inf 79,61% til 140,11%) hjá sjúklingum með miðlungs skerta nýrnastarfsemi, samanborið við sjúklinga með eðlilega nýrnastarfsemi. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Niðurstöður rannsóknar á sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi benda til þess að útsetning (AUC0-inf) aukist um 81% hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi og 63% hjá sjúklingum með miðlungs skerta lifrarstarfsemi (90% öryggisbil fyrir AUC0-inf: 121,44% til 270,34% fyrir vægt skerta og 107,37% til 246,67% fyrir miðlungsskerta lifrarstarfsemi). Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

Kynþáttur

Þýðisgreining á lyfjahvörfum sýndi ekki fram á klínískt marktækan mun á lyfjahvörfum cabozantinibs á grundvelli kynþáttar.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aukaverkanir sem ekki komu fram í klínískum rannsóknum en sáust hjá dýrum við skömmtun sem er svipuð meðferðarskömmtun og skipta hugsanlega máli við klíníska notkun, voru sem hér segir:

Í rannsóknum á eiturverkun með endurteknum skömmtum sem stóðu yfir í allt að 6 mánuði hjá rottum og hundum voru marklíffæri fyrir eiturverkanir meltingarvegur, beinmergur, eitlavefur, nýru, nýrnahettuvefur og vefur í æxlunarfærum. Mörk um engin skaðleg áhrif (NOAEL) voru lægri en klínísk útsetning hjá mönnum við meðferðarskammta.

Cabozantinib hefur ekki sýnt stökkbreytandi eða litningasundrandi verkun í stöðluðum prófunum á eiturverkunum á erfðaefni. Cabozantinib var ekki krabbameinsvaldandi í rasH2-músalíkaninu við lítillega meiri útsetningu en ætlunin er að ná við meðferð hjá mönnum.

Rannsóknir á frjósemi hjá rottum hafa sýnt fram á minnkaða frjósemi hjá bæði karl- og kvendýrum. Auk þess kom fram vanmyndun sæðisfrumna hjá hundum við mörk útsetningar sem eru innan við klíníska útsetningu við meðferðarskammta hjá mönnum.

Rannsóknir á fósturvísis-/fósturþroska voru gerðar á rottum og kanínum. Hjá rottum olli cabozantinib fósturvísisláti, fósturbjúg, klofnum gómi/vör, vefjabresti í húð og snúnum eða vanþroskuðum hala. Hjá kanínum olli cabozantinib breytingum í mjúkvefjum fóstra (minnkun á brisi, minnkun eða tapi á miðblaði lunga) og aukinni tíðni meiriháttar vansköpunar í fóstrum. NOAEL-mörkin fyrir eiturverkun á fósturvísis- /fósturþroska og vansköpun voru lægri en klínísk útsetning hjá mönnum við meðferðarskammta.

Ungar rottur (sambærilegar við börn >2 ára að aldri) sem fengu cabozantinib reyndust hafa hækkuð hvítfrumugildi, minnkaða blóðkornamyndun, vanþroskuð kvenkyns æxlunarfæri (án seinkaðrar leggangaopnunar), afbrigðilegar tennur, minnkun steinefna og þéttleika í beinum, litun lifrar og ofvöxt í eitlum. Einkenni í legi/eggjastokkum og minnkuð blóðkornamyndun virðast vera skammvinn en áhrif á bein og litun lifrar voru langvinn. Ungar rottur (sambærilegar við börn <2 ára að aldri) sýndu svipuð meðferðartengd einkenni en virtust vera næmari fyrir eiturverkunum tengdum cabozantinibi við sambærilega skammta.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Innihald töflu Örkristallaður sellulósi Vatnsfrír laktósi Hýdroxýprópýlsellulósi Natríumkroskarmellósi Vatnsfrí kísilkvoða Magnesíumsterat

Filmuhúð

Hýprómellósi 2910

Títantvíoxíð (E171)

Tríasetín

Gult járnoxíð (E172)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ekki er þörf á sérstökum geymsluskilyrðum fyrir lyfið.

6.5Gerð íláts og innihald

PVC/PCTFE-þynna með bakhlið úr álpappírsþynnu, sem inniheldur 7 filmuhúðaðar töflur. Hver askja inniheldur 4 þynnur með 28 filmuhúðuðum töflum.

HDPE-glas með barnaöryggi úr pólýprópýleni og þremur rakadrægum kísilgelhylkjum. Hvert glas inniheldur 30 filmuhúðaðar töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Ipsen Pharma

65 quai Georges Gorse

92100 Boulogne-Billancourt Frakkland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

CABOMETYX 20 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/16/1136/001

EU/1/16/1136/002

CABOMETYX 40 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/16/1136/003

EU/1/16/1136/004

CABOMETYX 60 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/16/1136/005

EU/1/16/1136/006

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf