Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Caelyx (doxorubicin hydrochloride) – Fylgiseðill - L01DB

Updated on site: 05-Oct-2017

Nafn lyfsCaelyx
ATC-kóðiL01DB
Efnidoxorubicin hydrochloride
FramleiðandiJanssen-Cilag International N.V.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Caelyx 2 mg/ml innrennslisþykkni, lausn pegýlerað lípósom doxórúbicín hýdróklóríð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Caelyx og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Caelyx

3.Hvernig nota á Caelyx

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Caelyx

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Caelyx og við hverju það er notað

Caelyx er æxlishemjandi lyf.

Caelyx er notað til meðhöndlunar á brjóstakrabbameini hjá sjúklingum sem eru í hættu að fá hjartasjúkdóma. Caelyx er einnig notað til meðferðar á krabbameini í eggjastokkum. Það er notað til að drepa krabbameinsfrumur, draga úr stærð æxlis, seinka vexti æxlis og auka lífslíkur sjúklings.

Caelyx er einnig notað í samsettri meðferð með öðru lyfi, bortezomibi, til meðferðar á mergæxli, sem er krabbamein í blóði, hjá sjúklingum sem hafa að minnsta kosti fengið eina fyrri meðferð.

Caelyx er einnig notað til að bæta einkenni Kaposi-sarkmeins, þ.m.t að halda krabbameininu niðri og jafnvel að draga úr því. Önnur einkenni Kaposi-sarkmeins eins og t.d. bólga í kringum æxlið getur rénað eða horfið.

Caelyx inniheldur lyf sem drepur krabbameinsfrumur á sértækan hátt. Doxórúbicín hýdróklóríð í Caelyx er umlukið þunnum hjúp sem kallaður er pegýlerað lípósom, en það hjálpar lyfinu að komast úr blóðrás til krabbameinsvefja frekar en til heilbrigðra vefja.

2. Áður en byrjað er að nota Caelyx

Ekki má nota Caelyx

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir doxórúbicín hýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Þú skalt segja lækninum frá því ef um er að ræða eitthvað af eftirfarandi:

-ef þú ert í einhverri meðferð við hjartasjúkdómi eða lifrarsjúkdómi;

-ef þú ert með sykursýki, þar sem Caelyx inniheldur sykur sem getur orðið til þess að aðlaga þurfi skammta lyfsins að sykursýkismeðferðinni;

-ef þú ert með Kaposi-sarkmein og miltað hefur verið fjarlægt;

-ef þú tekur eftir sárum, mislitun eða óþægindum í munni.

Börn og unglingar

Caelyx er ekki ætlað börnum og unglingum þar sem ekki er vitað hvaða áhrif lyfið muni hafa á þá.

Notkun annarra lyfja samhliða Caelyx

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita

-um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, einnig þau sem fengin eru án lyfseðils;

-ef þið hafið verið eða eruð í einhverri annarri krabbameinsmeðferð, einkum verður að gæta varúðar ef meðferðin veldur hvítkornafæð vegna þess að um frekari fækkun hvítra blóðkorna getur orðið. Ræðið um það við lækni ef þið eruð ekki viss um meðferðir eða sjúkdóma sem þið hafið fengið.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Þar sem virka efnið doxórúbicín hýdróklóríð í Caelyx getur valdið fósturskaða, er nauðsynlegt að láta lækni vita ef um þungun er að ræða. Konum á barneignaraldri skal ráðlagt að forðast þungun á meðan þær eða makar þeirra fá meðferð með Caelyx og næstu sex mánuði eftir að meðferð með Caelyx lýkur.

Þar sem doxórúbicín hýdróklóríð getur verið hættulegt fyrir brjóstmylkinga verða konur að hætta brjóstagjöf áður en meðferð með Caelyx hefst. Til að komast hjá HIV-smiti mæla sérfræðingar í heilbrigðismálum með að HIV-smitaðar konur gefi ekki undir nokkrum kringumstæðum börnum brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Stjórnið hvorki tækjum né vélum ef þið finnið fyrir þreytu eða syfju vegna meðferðar með Caelyx.

3.Hvernig nota á Caelyx

Caelyx er lyf sem er með sértæka lyfjahvarfafræðilega eiginleika. Því má ekki gefa önnur doxórúbicín hýdróklóríð lyf í staðinn.

Stærð Caelyx skammts

Ef þú ert í meðferð við brjóstakrabbameini eða krabbameini í eggjastokkum, er Caelyx gefið í skammtinum 50 mg á hvern fermetra líkamsyfirborðs (fer eftir hæð og þyngd). Skammturinn er endurtekinn á 4 vikna fresti eins lengi og engin versnun verður á sjúkdómnum og þú þolir meðferðina.

Ef þú ert í meðferð við mergæxli og hefur að minnsta kosti fengið eina fyrri meðferð, er Caelyx gefið í skammtinum 30 mg á hvern fermetra líkamsyfirborðs (miðað við hæð þína og þyngd) með klukkustundar innrennsli í bláæð á degi 4 í þriggja vikna meðferðarlotu bortezomibs, strax á eftir innrennsli bortezomibs. Skammturinn er endurtekinn eins lengi og svörun og þol er fullnægjandi.

Ef þú ert í meðferð við Kaposi-sarkmeini, er Caelyx gefið í skammtinum 20 mg á hvern fermetra líkamsyfirborðs (fer eftir hæð og þyngd). Skammturinn er endurtekinn á tveggja til þriggja vikna fresti í 2-3 mánuði, síðan má gefa lyfið eins oft og nauðsyn þykir til að viðhalda batanum.

Aðferð við gjöf Caelyx

Caelyx er gefið af lækni sem dreypi (innrennsli) í bláæð. Innrennslið getur tekið frá 30 mínútum til meira en klukkustundar (t.d. 90 mínútur), háð stærð skammts og ábendingu.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Bráðaofskömmtun veldur því að aukaverkanir verða alvarlegri t.d. sár í munni og hvítkornafæð og blóðflagnafæð. Meðferð er m.a. gjöf sýklalyfja, blóðgjöf, notkun faktors sem hvetur framleiðslu hvítra blóðkorna og einkennabundin meðferð við sárum í munni.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Meðan á innrennsli Caelyx stendur geta eftirtaldar aukaverkanir komið fyrir: andlitsroði, andnauð, höfuðverkur, hrollur, bakverkur, þrenging fyrir brjósti og/eða hálsi, særindi í hálsi, lág- eða háþrýstingur, hraður hjartsláttur, andlitsbjúgur, hiti, svimi, ógleði, meltingartruflanir, kláði, útbrot og svitamyndun. Örsjaldan hafa flog (rykkjakrampar) komið fram. Sviði eða bólga á stungustað getur einnig komið fyrir. Ef sviði eða særindi koma fyrir meðan á innrennsli stendur, skal strax gera lækni viðvart.

Hafið strax samband við lækni ef:

-húð á höndum og fótum verður rauð og sársauki fylgir;

-vart verður við sársaukafullan roða á húð og/eða blöðrur á húð á líkama eða í munni;

-vart verður við truflanir á hjartastarfsemi;

-þú færð sár í munn;

-þú færð hita eða einhver önnur einkenni um sýkingu;

-þú verður skyndilega andstutt/-ur eða færð sáran brjóstverk sem getur versnað við djúpan andardrátt eða hósta;

-þú finnur fyrir þrota, hita eða viðkvæmni í mjúkvefjum fótleggja, stundum ásamt verk, sem versnar við stöðu eða göngu.

Aðrar aukaverkanir

Á milli innrennslisskammta getur eftirfarandi gerst:

Mjög algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

-roði, bólga og sár í lófum og iljum. Þessar aukaverkanir hafa oft sést og eru stundum alvarlegar.

Íalvarlegum tilfellum geta þessar aukaverkanir truflað daglegt líf og geta varað í 4 vikur eða lengur áður en þær lagast alveg. Læknirinn getur farið fram á að fresta meðferð og/eða minnka skammtinn í næstu meðferð (sjá leiðbeiningar hér að neðan um hvernig koma má í veg fyrir handa-fótaheilkenni),

-verkur eða særindi í munni eða hálsi, ógleði, uppköst, niðurgangur, hægðatregða, lystarleysi, þyngdartap,

-fækkun hvítra blóðkorna sem getur aukið hættuna á sýkingum. Blóðleysi (fækkun rauðra blóðkorna) getur valdið þreytu, og fækkun blóðflagna í blóði getur aukið hættuna á blæðingum.

Ímjög sjaldgæfum tilfellum getur lítið magn hvítra blóðkorna valdið alvarlegum sýkingum. Hugsanlegar breytingar á blóðfrumum eru ástæðan fyrir nauðsyn reglulegra blóðmælinga. Í klínískri rannsókn sem fram fór á sjúklingum með alnæmistengt Kaposi-sarkmein, þar sem bornar voru saman meðferð með Caelyx og önnur lyfjameðferð (bleomycin/vincristine) kom fram að hugsanlega er meiri hætta á sýkingum við meðferð með Caelyx. Andstætt reynslu sjúklinga með alnæmistengt Kaposi-sarkmein, kom fram að þegar meðferð með Caelyx var borin saman við hefðbundna lyfjameðferð við langvinnu krabbameini í eggjastokkum (topotecan), var talsvert minni hætta á sýkingum hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Caelyx. Hættan á lágu blóðgildi og sýkingum var álíka lítil og í rannsóknum á brjóstakrabbameini. Sum þessara áhrifa geta tengst sjúkdómnum sjálfum en ekki Caelyx,

-almenn þreytutilfinning, þróttleysi, náladofi eða verkur í höndum og fótum,

-hárlos.

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

-magaverkur,

-þruska í munni (sveppasýking í munni), sár í nefi, blóðnasir, áblástrar og bólga í tungu,

-gildi rannsóknarniðurstaðna á lifrarstarfsemi geta annaðhvort hækkað eða lækkað meðan á meðferð með Caelyx stendur,

-syfja, sundl, aðsvif, beinverkur, brjóstverkur, óeðlileg vöðvaspenna, vöðvaverkur, krampar eða þroti í fótleggjum, úbreiddur þroti, bólga í sjónhimnu (ljósnæma himnan í auganu), aukin táramyndun, þokusjón, náladofi eða verkur í höndum og fótum,

-bólga í hársekkjum, hreistruð húð, bólga eða útbrot, óeðlilegur húðlitur (litur) og naglakvillar,

-hjartakvillar, t.d. óreglulegur hjartsláttur, æðavíkkun,

-hiti, hitahækkun eða önnur sýkingareinkenni sem geta tengst sjúkdómnum sem þú ert með,

-vandamál sem tengjast öndunarfærum, t.d. öndunarerfiðleikar eða hósti sem gæti tengst sýkingum sem þú hefur fengið vegna sjúkdómsins sem þú ert með,

-vökvaskortur í líkamanum (vessaþurrð), mikið þyngdartap og vöðvarýrnun, lág gildi kalsíums, magnesíums, kalíums eða natríums í blóði, há gildi kalíums í blóði,

-bólga í vélinda, bólga í magaslímhúð, erfiðleikar við að gleypa, munnþurrkur, vindgangur, bólgnir gómar (tannholdsbólga), breytingar á bragðskyni,

-leggangabólga,

-verkur við þvaglát,

-ef þú hefur einhvern tíma fengið húðviðbrögð, t.d. verk, roða og húðþurrk, meðan á geislameðferð stóð, gætir þú einnig fengið slík viðbrögð við meðferð með Caelyx,

-liðverkir, minnkuð eða óeðlileg tilfinning við örvun, bólga í hornhimnu, rauð augu, roði á pung getur komið fram við samsetta meðferð með Caelyx og bortezomibi.

Þegar Caelyx er notað eitt og sér eru minni líkur á að þessar aukaverkanir komi fram og sumar hafa alls ekki komið fram.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

-ringlun,

-bólga í bláæðum og myndun blóðtappa í bláæðum sem gæti leitt til teppu blóðflæðis til lungna og valdið öndunarerfiðleikum, brjóstverk og hjartsláttarónotum.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

-alvarleg húðviðbrögð, eins og útbreidd flögnun húðar, blöðrur og jafnframt fleiður á slímhúð (Stevens-Johnson-heilkenni/eitrunardreplos í húðþekju),

-krabbamein í munni getur komið fyrir þegar Caelyx er notað í langan tíma (lengur en eitt ár).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

Leiðbeiningar um hvernig koma má í veg fyrir handa-fótaheilkenni fela í sér að:

-dýfa höndum og fótum í fat með köldu vatni þegar tækifæri gefst til (t.d. meðan horft er á sjónvarp, lesið eða hlustað á útvarp);

-vera berhent og berfætt (ekki nota hanska, sokka o.s.frv.);

-halda sig á köldum stöðum;

-fara í kalt bað þegar heitt er í veðri;

-forðast kröftugar æfingar sem gætu valdið meiðslum á fótum (t.d. skokk);

-forðast að húðin komist í snertingu við mjög heitt vatn (t.d. heitur pottur, gufubað);

-forðast þröngan fótabúnað eða háhælaða skó.

Pýridoxín (B6-vítamín):

-B6-vítamín fæst án lyfseðils.

-takið 50-150 mg daglega í upphafi fyrstu merkja um roða eða dofa;

5.Hvernig geyma á Caelyx

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið í kæli (2°C–8°C). Má ekki frjósa.

Eftir þynningu:

Sýnt hefur verið fram á að efna- og eðlisfræðilegt geymsluþol lyfsins er 24 klukkustundir við 2°C til 8°C.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði ætti að nota lyfið strax. Ef það er ekki notað strax er geymslutími og ástand lyfsins fyrir notkun á ábyrgð notandans og ætti ekki að fara yfir 24 klukkustundir við 2°C-8°C. Farga skal hettuglasi með lyfjaleifum.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum og öskjunni.

Ekki skal nota lyfið ef sýnileg merki eru um skemmdir eða einhverjar agnir.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Caelyx inniheldur

-Virka innihaldsefnið er doxórúbicín hýdróklóríð. Einn ml af Caelyx inniheldur 2 mg doxórúbicín hýdróklóríð í pegýleruðu lípósóm formi.

-Önnur innihaldsefni eru -(2-1,2-tvístearóýl-sn-glýceró(3)fosfooxý ethýlcarbamoýl)- - metoxýpólý(oxýetýlen)-40 natríumsalt (MPEG-DSPE), að fullu hýdrógenerað soja fosfatidýlkólín (HSPC), kólesteról, ammoníum súlfat, súkrósa, histidín, vatn fyrir stungulyf, saltsýra, natríumhýdroxíð.

Caelyx innrennslisþykkni, lausn: Hettuglös með 10 ml (20 mg) eða 25 ml (50 mg).

Lýsing á útliti Caelyx og pakkningastærðir

Innrennslislyfið, lausnin er sæfð, hálfgagnsæ og rauð. Caelyx er afgreitt sem gler hettuglas, eitt eða tíu hettuglös í pakkningu.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

B-2340 Beerse

Belgía

Framleiðandi

Janssen Pharmaceutica NV

Turnhoutseweg 30

B-2340 Beerse

Belgía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Janssen-Cilag NV

UAB "JOHNSON & JOHNSON"

Antwerpseweg 15-17

Geležinio Vilko g. 18A

B-2340 Beerse

LT-08104 Vilnius

Tel/Tél: +32 14 64 94 11

Tel: +370 5 278 68 88

България

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД ж.к. Младост 4 Бизнес Парк София, сграда 4 София 1766

Тел.: +359 2 489 94 00

Česká republika

Janssen-Cilag s.r.o. Karla Engliše 3201/06

CZ-150 00 Praha 5 - Smíchov Tel.: +420 227 012 227

Danmark

Janssen-Cilag A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Deutschland

Janssen-Cilag GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137 955 955

Eesti

UAB "JOHNSON & JOHNSON"Eesti filiaal Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Ελλάδα

Janssen-Cilag Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε. Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη, Αθήνα Tηλ: +30 210 80 90 000

España

Janssen-Cilag, S.A.

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

France

Janssen-Cilag

1, rue Camille Desmoulins, TSA 91003 F-92787 Issy Les Moulineaux, Cedex 9 Tél: 0 800 25 50 75 / +33 1 55 00 40 03

Hrvatska

Johnson & Johnson S.E. d.o.o. Oreškovićeva 6h

10010 Zagreb

Tel: +385 1 6610 700

Luxembourg/Luxemburg

Janssen-Cilag NV

Antwerpseweg 15-17

B-2340 Beerse

Belgique/Belgien

Tél/Tel: +32 14 64 94 11

Magyarország

Janssen-Cilag Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel.: +36 1 884 2858

Malta

AM MANGION LTD.

Mangion Building, Triq Ġdida fi Triq Valletta MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Tel: +356 2397 6000

Nederland

Janssen-Cilag B.V.

Graaf Engelbertlaan 75

NL-4837 DS Breda

Tel: +31 76 711 1111

Norge

Janssen-Cilag AS

Postboks 144

NO-1325-Lysaker

Tlf: +47 24 12 65 00

Österreich

Janssen-Cilag Pharma GmbH Vorgartenstraße 206B A-1020 Wien

Tel: +43 1 610 300

Polska

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o. ul. Iłżecka 24

PL-02-135 Warszawa

Tel.: +48 22 237 60 00

Portugal

Janssen-Cilag Farmacêutica, Lda.

Estrada Consiglieri Pedroso, 69 A

Queluz de Baixo

PT-2734-503 Barcarena

Tel: +351 21 43 68 835

România

Johnson & Johnson România SRL Str. Tipografilor nr. 11-15

Clădirea S-Park, Corp B3-B4, Etaj 3 013714 Bucureşti, ROMÂNIA

Tel: +40 21 207 1800

Ireland

Slovenija

Janssen-Cilag Ltd.

Johnson & Johnson d.o.o.

50-100 Holmers Farm Way

Šmartinska cesta 53

High Wycombe

SI-1000 Ljubljana

Buckinghamshire HP12 4EG

Tel: +386 1 401 18 30

United Kingdom

 

Tel: +44 1 494 567 444

 

Ísland

Slovenská republika

Janssen-Cilag AB

Johnson & Johnson, s.r.o.

c/o Vistor hf.

CBC III, Karadžičova 12

Hörgatúni 2

SK-821 08 Bratislava

IS-210 Garðabær

Tel: +421 232 408 400

Sími: +354 535 7000

 

Italia

Suomi/Finland

Janssen-Cilag SpA

Janssen-Cilag Oy

Via M.Buonarroti, 23

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

I-20093 Cologno Monzese MI

FI-02130 Espoo/Esbo

Tel: +39 02 2510 1

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Sverige

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Janssen-Cilag AB

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Box 4042

Λατσιά

SE-16904 Solna

CY-2234 Λευκωσία

Tel: +46 8 626 50 00

Τηλ: +357 22 207 700

 

Latvija

United Kingdom

UAB "JOHNSON & JOHNSON"filiāle Latvijā

Janssen-Cilag Ltd.

Mūkusalas iela 101

50-100 Holmers Farm Way

Rīga, LV-1004

High Wycombe

Tel: +371 678 93561

Buckinghamshire HP12 4EG - UK

 

Tel: +44 1 494 567 444

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

 

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsmönnum (sjá kafla 3):

Aðgát skal höfð við meðhöndlun Caelyx lausnar. Notkun hanska er nauðsynleg. Ef Caelyx kemst í snertingu við húð eða slímhúð, skal strax þvo svæðið vandlega með sápu og vatni. Meðhöndlun og förgun Caelyx skal fara fram á sama hátt og gildir fyrir önnur krabbameinslyf.

Ákveðið skammt Caelyx (fer eftir ráðlögðum skammti og líkamsflatarmáli sjúklingsins). Dragið viðeigandi magn af Caelyx upp í sæfða sprautu. Þar sem Caelyx inniheldur engin rotvarnar- eða bakteríuheftandi efni verður að viðhafa smitgát. Viðeigandi skammt Caelyx skal þynna í 5% (50 mg/ml) glúkósalausn til innrennslis áður en lyfið er gefið. Fyrir skammtinn < 90 mg, þynnið Caelyx í 250 ml, fyrir skammtinn 90 mg, þynnið Caelyx í 500 ml.

Til að minnka hættuna á innrennslistengdum aukaverkunum er byrjunarskammturinn ekki gefinn hraðar en 1 mg/mín. Ef ekki kemur til innrennslistengdra aukaverkana, má gefa seinni Caelyx innrennsli á 60 mínútum.

Í rannsóknaráætlun á brjóstakrabbameini, var heimiluð eftirfarandi breyting á innrennslinu hjá þeim sjúklingum sem urðu fyrir innrennslistengdum aukaverkunum: 5% heildarskammtsins var gefinn hægt fyrstu 15 mínúturnar. Ef sjúklingur þoldi hann án aukaverkana var innrennslishraðinn tvöfaldaður næstu 15 mínúturnar. Ef hann þoldist án aukaverkana var innrennsli lyfsins lokið á næsta klukkutímanum og var því heildarinnrennslistíminn 90 mínútur.

Ef sjúklingur fær fljótt einkenni eða sýnir merki um innrennslistengdar aukaverkanir, skal strax stöðva innrennsli, gefa viðeigandi forlyfjagjöf (andhistamín og/eða skammverkandi barkstera) og síðan hefja innrennsli aftur með minni hraða.

Botnfall getur myndast í Caelyx lausninni ef önnur lausn en 5% (50 mg/ml) glúkósa innrennslisvökvi, lausn er notuð til þynningar eða ef einhver bakteríuheftandi efni eru til staðar eins og bensýlalkóhól.

Mælt er með að Caelyx innrennslisslangan sé tengd í hliðartengi bláæðarslöngu með glúkósa 5% (50 mg/ml) til innrennslis. Tengja má innrennslið við útæð. Ekki má nota slöngu með síu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf