Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Clopidogrel Mylan (clopidogrel hydrochloride) – Fylgiseðill - B01AC04

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsClopidogrel Mylan
ATC-kóðiB01AC04
Efniclopidogrel hydrochloride
FramleiðandiMylan S.A.S.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Clopidogrel Mylan 75 mg filmuhúðaðar töflur klópídógrel

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Clopidogrel Mylan og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Clopidogrel Mylan

3.Hvernig nota á Clopidogrel Mylan

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Clopidogrel Mylan

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Clopidogrel Mylan og við hverju það er notað

Clopidogrel Mylan inniheldur klópídógrel og tilheyrir flokki lyfja sem hindra samloðun blóðflagna. Blóðflögur eru mjög smáar agnir í blóðinu, em festast saman við blóðstorknun. Lyf sem hindra samloðun blóðflagna minnka hættuna á myndun blóðkekkja (ferli sem nefnist segamyndun) með því að koma í veg fyrir þessa samloðun.

Clopidogrel Mylan er tekið af fullorðnum til þess að koma í veg fyrir að blóðkökkur (blóðsegi) myndist í kölkuðum æðum (slagæðum), en það ferli er þekkt sem segamyndun vegna æðakölkunar og getur leitt til áfalla af völdum æðakölkunar (svo sem heilablóðfalls, hjartaáfalls eða dauða).

Þér hefur verið ávísað Clopidogrel Mylan til þess að fyrirbyggja myndun blóðkekkja og draga úr hættunni á alvarlegum áföllum vegna þess að:

-þú ert með ástand sem nefnist slagæðakölkun (einnig þekkt sem segamyndun vegna æðakölkunar) og

-þú hefur áður fengið hjartaáfall, heilablóðfall eða þjáist af ástandi þekktu sem útlægur slagæðasjúkdómur, eða

-þú hefur fengið alvarlega gerð af brjóstverk sem kallast „hvikul hjartaöng“ eða „hjartadrep“ (hjartaáfall). Til að meðhöndla sjúkdóminn getur verið að læknirinn hafi komið stoðneti fyrir í stífluðu eða þrengdu slagæðinni til að endurheimta virkt blóðflæði. Læknirinn ætti einnig að gefa þér acetýlsalicýlsýru (efni sem er til staðar í mörgum lyfjum sem notuð eru til að lina verki og lækka hita auk þess að koma í veg fyrir blóðstorknun).

-þú ert með óreglulegan hjartslátt, sjúkdóm sem nefnist „gáttatif“ og ert ófær um að taka lyf sem kallast „segavarnarlyf til inntöku“ (K-vítamínhemlar) sem koma í veg fyrir að nýir blóðtappar myndist og hindrar að þeir blóðtappar sem eru til staðar stækki. Þú ættir að hafa fengið upplýsingar um að segavarnarlyf til inntöku séu áhrifaríkari en acetýlsalicýlsýra eða samhliða notkun á Clopidogrel Mylan og acetýlsalicýlsýru til að meðhöndla sjúkdóminn. Ef þú getur ekki tekið inn segavarnarlyf til inntöku og ert ekki í áhættu fyrir meiriháttar blæðingu ætti læknirinn að hafa ávísað þér Clopidogrel Mylan ásamt acetýlsalicýlsýru.

2. Áður en byrjað er að nota Clopidogrel Mylan

Ekki má nota Clopidogrel Mylan:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir klópídógreli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú ert með virka blæðingu svo sem frá magasári eða blæðingu í heila;

ef þú ert með verulega skerta lifrarstarfsemi;

Ef þetta á við um þig eða ef þú ert í einhverjum vafa skaltu ráðfæra þig við lækninn áður en þú tekur Clopidogrel Mylan.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Segðu lækninum frá því áður en þú tekur Clopidogrel Mylan ef eitthvað af neðantöldu á við um þig:

ef hætta er á blæðingu vegna:

-sjúkdómsástands með hættu á innvortis blæðingu (svo sem magasár)

-blóðsjúkdóms sem eykur tilhneigingu til innvortis blæðingar (blæðingar inni í vefjum, líffærum eða liðum)

-nýlegs, alvarlegs áverka

-nýlegrar skurðaðgerðar (þar með talið tannaðgerðar)

-áætlaðrar skurðaðgerðar (þar með talið tannaðgerðar) næstu sjö daga

ef þú hefur fengið blóðtappa í heilaslagæð (blóðþurrð) á undangengnum sjö dögum

ef þú ert með nýrna- eða lifrarsjúkdóm

ef þú hefur fengið ofnæmi eða ofnæmisviðbrögð við einhverju lyfi við sjúkdómnum.

Meðan á Clopidogrel Mylan meðferð stendur:

Láttu lækninn vita ef áformað er að þú farir í skurðaðgerð (þ.m.t. tannaðgerð).

Láttu lækninn vita um leið og vart verður við sjúkdómseinkenni (einnig þekkt sem blóðflagnafæðarpurpuri með segamyndun (TTP)) sem fela í sér hita og marbletti eða blettablæðingu undir húð sem getur litið út eins og rauðar doppur á stærð við títuprjónsodd, með eða án óútskýrðrar feikilegrar þreytu, rugls, gulnunar húðar eða augna (gulu) (sjá kafla 4 „Hugsanlegar aukaverkanir“).

Ef þú skerð þig eða meiðir getur verið að blæðingin verði lengur en venjulega að stöðvast. Þetta tengist því hvernig lyfið verkar þar sem það hindrar myndun blóðkekkja. Venjulega þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu ef um minni háttar skurði eða meiðsl er að ræða eins og t.d. þegar þú skerð þig við rakstur. Hafðu þó strax samband við lækninn ef þú hefur áhyggjur af blæðingunum (sjá kafla 4 „Hugsanlegar aukaverkanir“).

Læknirinn gæti sent þig í blóðrannsókn.

Börn og unglingar

Gefið börnum ekki þetta lyf vegna þess að það verkar ekki.

Notkun annarra lyfja samhliða Clopidogrel Mylan

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Sum önnur lyf geta haft áhrif á notkun Clopidogrel Mylan og öfugt.

Þú skalt sérstaklega segja lækninum frá því ef þú tekur:

-lyf sem auka blæðingarhættu, svo sem:

o segavarnarlyf til inntöku, lyf sem notuð eru til þess að minnka blóðstorknun,

o bólgueyðandi verkjalyf sem ekki eru sterar, venjulega notuð til þess að meðhöndla sársauka og/eða bólgusjúkdóma í vöðvum og liðum,

o heparín eða önnur stungulyf sem eru notuð til þess að draga úr blóðstorknun, o ticlopidin, annað lyf sem hindrar samloðun blóðflagna,

o sértækan serótónín-endurupptökuhemil (SSRI) (þar á meðal, en ekki einskorðað við, fluoxetin og fluvoxamin), lyf sem eru vanalega notuð við þunglyndi,

-omeprazol eða esomeprazol, lyf við óþægindum í maga,

-fluconazol eða voriconazol, lyf við sveppasýkingum,

-efavirenz, lyf við HIV (alnæmisveiru) sýkingum,carbamazepin, lyf við sumum tegundum flogaveiki

-moklóbemíð, lyf við þunglyndi,

-repaglíníð, lyf við sykursýki,

-paclitaxel, lyf við krabbameini.

Ef þú hefur fengið alvarlegan brjóstverk (hvikul hjartaöng eða hjartaáfall), verður þér hugsanlega ávísað Clopidogrel Mylan samhliða acetýlsalicýlsýru, sem er efni sem er til staðar í mörgum lyfjum sem notuð eru til að lina verki og lækka hita.Notkun acetýlsalicýlsýru öðru hverju (ekki meira en 1.000 mg á sólarhring), ætti almennt ekki að valda vandræðum, en langvarandi notkun við aðrar aðstæður á að ræða við lækninn.

Meðganga og brjóstagjöf

Helst ætti ekki að taka þetta lyf á meðgöngu.

Ef þú ert barnshafandi eða grunar að þú sért barnshafandi skaltu láta lækninn eða lyfjafræðing vita áður en þú tekur Clopidogrel Mylan. Ef þú verður barnshafandi á meðan þú tekur Clopidogrel Mylan skaltu tafarlaust ráðfæra þig við lækninn, því það er ekki ráðlegt að taka inn klópídógrel á meðgöngu.

Konur sem hafa barn á brjósti mega ekki nota lyfið.

Ef þú ert með barn á brjósti eða áformar að hafa barn á brjósti skaltu ræða við lækninn áður en þú byrjar að nota lyfið.

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að Clopidogrel Mylan hafi áhrif á hæfni þína til þess að aka bifreið eða stjórna vélknúnum tækjum.

Clopidogrel Mylan inniheldur herta laxerolíu

Þetta getur valdið ógleði eða niðurgangi.

3.Hvernig nota á Clopidogrel Mylan

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur, þar með talið fyrir sjúklinga með gáttatif (óreglulegur hjartsláttur), er ein 75 mg tafla af Clopidogrel Mylan á sólarhring til inntöku með eða án matar, á sama tíma dag hvern.

Ef þú hefur fundið fyrir verulegum verk fyrir brjósti (hvikul hjartaöng eða hjartaáfall) getur verið að læknirinn gefi þér 300 mg af Clopidogrel Mylan (eina 300 mg töflu eða fjórar 75 mg töflur) í eitt skipti við upphaf meðferðar. Eftir það er ráðlagður skammtur ein 75 mg tafla af Clopidogrel Mylan á sólarhring eins og lýst er hér að ofan.

Þú skalt taka Clopidogrel Mylan meðan læknirinn heldur áfram að ávísa því.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Hafðu samband við lækninn eða næsta sjúkrahús vegna aukinnar blæðingarhættu.

Ef gleymist að taka Clopidogrel Mylan

Ef þú gleymir að taka Clopidogrel Mylan skammt en manst eftir því innan 12 klst. frá venjulegum inntökutíma skaltu taka töfluna strax og síðan næstu töflu á venjulegum tíma.

Ef þú gleymir töflunni lengur en í 12 klst. skaltu taka næsta skammt á venjulegum tíma. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Þú getur fylgst með því hvaða dag þú tókst síðast töflu af Clopidogrel Mylan með því að skoða vikudagana sem prentaðir eru á þynnuna. Þetta á við fyrir pakkningastærðirnar 7, 14, 28, 56 og 84 töflur (dagatalsþynnur).

Ef hætt er að nota Clopidogrel Mylan

Stöðvaðu ekki meðferðina nema læknirinn segir þér að gera það. Hafðu samband við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú hættir að nota lyfið.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú færð:

-hita, merki um sýkingu eða verður mjög þróttlaus. Þetta gæti verið vegna þess að einstaka sinnum fækkar sumum blóðkornum

-einkenni lifrarkvilla svo sem ef húð og/eða augu gulna (gula), hvort sem það tengist blæðingu sem kemur fram undir húð sem rauðar doppur á stærð við títuprjónsodd og/eða rugli eða ekki (sjá kafla 2 „Varnaðarorð og varúðarreglur“)

-munnþrota eða einkenni frá húð svo sem útbrot og kláða eða blöðrur. Þetta geta verið merki um ofnæmisviðbrögð.

Algengasta aukaverkunin sem tilkynnt hefur verið um vegna Clopidogrel Mylan er blæðingar.

Blæðingar geta komið fyrir sem blæðing í maga eða þörmum, mar, margúlar (óvenjulegar blæðingar eða marblettir undir húðinni), blóðnasir, blóð í þvagi. Í stöku tilvikum hefur einnig verið tilkynnt um blæðingu í auga, höfði, í lungum eða liðum.

Ef þú færð langvinnar blæðingar þegar þú tekur Clopidogrel Mylan

Ef þú skerð þig eða meiðir getur verið að blæðingin sé lengur en venjulega að stöðvast. Þetta tengist því hvernig lyfið verkar þar sem það hindrar myndun blóðkekkja. Yfirleitt þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu ef um minni háttar skurði eða meiðsl er að ræða, t.d. þegar þú skerð þig eða við rakstur.

Hafðu þó strax samband við lækninn ef þú hefur áhyggjur af blæðingunum (sjá kafla 2 Varnaðarorð og varúðarreglur“).

Aðrar aukaverkanir eru:

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum): Niðurgangur, kviðverkir, meltingartruflanir eða brjóstsviði.

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum): Höfuðverkur, magasár, uppköst, ógleði, hægðatregða, verulegur vindgangur í maga eða þörmum, útbrot, kláði, sundl, náladofi.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum): Svimi, brjóstastækkun hjá karlmönnum.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

Gula, verulegur kviðverkur, með eða án bakverks; hiti, öndunarörðugleikar, stundum með hósta; almenn ofnæmisviðbrögð (t.d. almenn hitatilfinning sem fylgir skyndileg almenn vanlíðan sem endar með yfirliði), þroti í munni, blöðrur á húð, húðofnæmi,særindi í munni (munnbólga) lækkun blóðþrýstings, rugl, ofskynjanir, liðverkir, vöðvaverkir og breytt bragðskyn.

Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Ofnæmisviðbrögð með brjóst- eða kviðverkjum.

Þessu til viðbótar getur verið að læknirinn greini breytingar á þvag- og blóðprufum.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Clopidogrel Mylan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnunni á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka og ljósi.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

Clopidogrel Mylan inniheldur

Virka innihaldsefnið er klópídógrel. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 75 mg af klópídógreli (sem hýdróklóríð).

Önnur innihaldsefni eru:

-Töflukjarni: örkristallaður sellulósi, vatnsfrí kísilkvoða, króspóvídón (tegund A), makrógól 6000, hert laxerolía(sjá kafla 2 „Clopidogrel Mylan inniheldur herta laxerolíu‟)

-Filmuhúðinni: pólývínýlalkóhól, títantvíoxíð (E171), rautt járnoxíð (E172), gult járnoxíð (E172), talkúm og makrógól 3000.

Lýsing á útliti Clopidogrel Mylan og pakkningastærðir

Filmuhúðuðu töflurnar eru bleikar, kringlóttar og tvíkúptar.

Fáanlegar eru öskjur sem innihalda 7, 14, 28, 30, 50, 56, 84, 90 og 100 filmuhúðaðar töflur í þynnum. Karton með 7, 14, 28, 56, 84 filmuhúðuðum töflum í dagatalsþynnum eru fáanleg.

Karton með 30x1 og 50x1 filmuhúðaðri töflu í rifgötuðum stakskammtaþynnum eru fáanleg.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Mylan S.A.S, 117 allee des Parcs, 69 800 Saint Priest, Frakkland

Framleiðendur

KRKA, d.d., Novo mesto, Šmarješka cesta 6, 8501 Novo mesto, Slóvenía TAD Pharma GmbH, Heinz-Lohmann-Straße 5, 27472 Cuxhaven, Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Mylan bvba/sprl

BGP Products UAB

Tél/Tel: + 0032 2 658 61 00

Tel: +370 5 205 1288

 

България

Luxembourg/Luxemburg

Майлан ЕООД

Mylan bvba/sprl

Тел: +359 2 44 55 400

Tél/Tel: + 0032 2 658 61 00 (Belgium)

Ceská republika

Magyarország

MylanPharmaceuticals s.r.o.

Mylan EPD Kft

Tel: +420 274 770 201

Tel: + 36 1 465 2100

Danmark

Malta

Mylan AB

V.J. Salomone Pharma Ltd

Tel: + 46 8-555 227 50

Tel: + 356 21 22 01 74

Deutschland

Nederland

Mylan dura GmbH

Mylan B.V

Tel: + 49-(0) 6151 9512 0

Tel: + 31 (0)33 2997080

Eesti

Norge

BGP Products Switzerland GmbH Eesti

Mylan AB

filiaal

Tlf: + 46 8-555 227 50 (Sverige)

Tel: + 372 6363 052

 

Ελλάδα

Österreich

Generics Pharma Hellas ΕΠΕ

Arcana Arzneimittel GmbH

Τηλ: +30 210 9936410

Tel: +43 1 416 24 18

España

Polska

Mylan Pharmaceuticals, S.L

Mylan Sp.z.o.o

tel: + 34 93 3786400

Tel: +48 22 5466400

France

Portugal

Mylan SAS

Mylan, Lda.

Tel: +33 4 37 25 75 00

Phone: + 00351 21 412 7200

Hrvatska

România

Mylan Hrvatska d.o.o.

A&G Med Trading SRL

Tel: +385 1 23 50 599

Tel: + 4021 332 49 91

Ireland

Slovenija

Generics [UK] Ltd.

GSP Proizvodi d.o.o.

Tel: + 44 1707 853000

Tel: + 386 1 236 31 85

(United Kingdom)

 

Ísland

Slovenská republika

Mylan AB

Mylan sr.o

Tel: + 46 855 522 750

Tel: +421 2 32 604 901

(Svíþjóð)

 

Italia

Suomi/Finland

Mylan S.p.A

Mylan OY

Tel: + +39/02-61246921

Puh/Tel: + 358 9-46 60 03

Κύπρος

Sverige

Pharmaceutical Trading Co Ltd

Mylan AB

Τηλ: +35 7 24656165

Tel: + 46 8-555 227 50

Latvija

United Kingdom

BGP Products SIA

Generics [UK] Ltd trading as Mylan

 

Tel: +371 676 055 80

Tel: +44 1707 853000

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu

http://www.ema.europa.eu. Þar eru líka tenglar á aðrar heimasíður um sjaldgæfa sjúkdóma og lyf við þeim.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf