Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Dafiro HCT (amlodipine besylate / valsartan / hydrochlorothiazide) – Samantekt á eiginleikum lyfs - C09DX01

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsDafiro HCT
ATC-kóðiC09DX01
Efniamlodipine besylate / valsartan / hydrochlorothiazide
FramleiðandiNovartis Europharm Limited

1.HEITI LYFS

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Dafiro HCT 10 mg/320 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

2.INNIHALDSLÝSING

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur amlodipin 5 mg (sem amlodipinbesylat), valsartan 160 mg og hýdróklórtíazíð 12,5 mg.

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur amlodipin 10 mg (sem amlodipinbesylat), valsartan 160 mg og hýdróklórtíazíð 12,5 mg.

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur amlodipin 5 mg (sem amlodipinbesylat), valsartan 160 mg og hýdróklórtíazíð 25 mg.

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur amlodipin 10 mg (sem amlodipinbesylat), valsartan 160 mg og hýdróklórtíazíð 25 mg.

Dafiro HCT 10 mg/320 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur amlodipin 10 mg (sem amlodipinbesylat), valsartan 320 mg og hýdróklórtíazíð 25 mg.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla (tafla)

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

Hvítar, sporöskjulaga töflur með sniðbrún og kúptar á báðum hliðum, auðkenndar með „NVR“ á annarri hliðinni og „VCL“ á hinni hliðinni.

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

Fölgular, sporöskjulaga töflur með sniðbrún og kúptar á báðum hliðum, auðkenndar með „NVR“ á annarri hliðinni og „VDL“ á hinni hliðinni.

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Gular, sporöskjulaga töflur með sniðbrún og kúptar á báðum hliðum, auðkenndar með „NVR“ á annarri hliðinni og „VEL“ á hinni hliðinni.

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Gulbrúnar, sporöskjulaga töflur með sniðbrún og kúptar á báðum hliðum, auðkenndar með „NVR“ á annarri hliðinni og „VHL“ á hinni hliðinni.

Dafiro HCT 10 mg/320 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Gulbrúnar, sporöskjulaga töflur með sniðbrún og kúptar á báðum hliðum, auðkenndar með „NVR“ á annarri hliðinni og „VFL“ á hinni hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð við háþrýstingi af óþekktri orsök (essential hypertension) hjá fullorðnum sjúklingum sem náð hafa viðunandi blóðþrýstingslækkun með amlodipini, valsartani og hýdróklórtíazíði (HCT) hvort sem lyfin eru tekin hvert fyrir sig eða tvö í samsettu lyfjaformi og eitt sér.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur Dafiro HCT er ein tafla á sólarhring, sem helst á að taka að morgni.

Áður en skipt er yfir á meðferð með Dafiro HCT á að hafa náðst stjórn á blóðþrýstingi sjúklings á stöðugum skammti af hverju innihaldsefni fyrir sig þegar þau eru tekin á sama tíma. Skammtur af Dafiro HCT skal grundvallast á skammti hvers innihaldsefnis í samsetningunni fyrir sig á þeim tímapunkti sem skipt er yfir.

Stærsti ráðlagði skammtur af Dafiro HCT er 10 mg/320 mg/25 mg.

Viðbótarupplýsingar um sérstaka hópa Skert nýrnastarfsemi

Vegna hýdróklórtíazíð innihaldsins má ekki nota Dafiro HCT handa sjúklingum með þvagþurrð (sjá kafla 4.3) og handa sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (gaukulsíunarhraði

(GFR) <30 ml/mín./1,73 m2) (sjá kafla 4.3, 4.4 og 5.2).

Ekki þarf að aðlaga upphafsskammt hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Vegna valsartan innihaldsins má ekki nota Dafiro HCT handa sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.3). Um sjúklinga sem eru með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi án gallteppu gildir að ráðlagður hámarksskammtur af valsartan er 80 mg og því hentar Dafiro HCT ekki þeim sjúklingum (sjá kafla 4.3, 4.4 og 5.2). Ekki hafa verið ákvarðaðir skammtar amlodipins fyrir sjúklinga með vægt eða í meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Þegar skipt er um meðferð hjá sjúklingum með háþrýsting og skerta lifrarstarfsemi, þar sem við á (sjá kafla 4.1), yfir á meðferð með Dafiro HCT, skal nota þann styrkleika Dafiro HCT sem inniheldur lægsta skammtinn af amlodipini.

Hjartabilun og kransæðasjúkdómur

Takmörkuð reynsla er af notkun Dafiro HCT, sérstaklega við hámarksskammt, hjá sjúklingum með hjartabilun og kransæðasjúkdóm. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun og kransæðasjúkdóm, sérstaklega við hámarksskammt Dafiro HCT, 10 mg/320 mg/25 mg.

Aldraðir (65 ára og eldri)

Gæta skal varúðar og fylgjast oftar með blóðþrýstingi hjá öldruðum sjúklingum, sérstaklega við hámarksskammt Dafiro HCT, 10 mg/320 mg/25 mg, þar sem fyrirliggjandi gögn um þennan sjúklingahóp eru takmörkuð. Þegar skipt er um meðferð hjá öldruðum sjúklingum með háþrýsting, þar sem við á (sjá kafla 4.1), yfir á meðferð með Dafiro HCT, skal nota þann styrkleika Dafiro HCT sem inniheldur lægsta skammtinn af amlodipini.

Börn

Notkun Dafiro HCT á ekki við hjá börnum (sjúklingar yngri en 18 ára) við ábendingunni háþrýstingur af óþekktri orsök.

Lyfjagjöf Til inntöku.

Nota má Dafiro HCT með eða án fæðu.

Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með dálitlu af vatni, á sama tíma sólarhringsins og helst að morgni.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virku efnunum, öðrum súlfonamíðafleiðum, dihydropyridinafleiðum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Annar og síðasti þriðjungur meðgöngu (sjá kafla 4.4 og 4.6).

Skert lifrarstarfsemi, gallskorpulifur eða gallteppa.

Alvarlega skert nýrnastarfsemi (GFR <30 ml/mín./1,73 m²), þvagþurrð, og sjúklingar í skilunarmeðferð.

Ekki má nota Dafiro HCT samhliða lyfjum sem innihalda aliskiren hjá sjúklingum með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi (GFR <60 ml/mín./1,73 m2) (sjá kafla 4.5 og 5.1).

Þrálát blóðkalíumlækkun, blóðnatríumlækkun, blóðkalsíumhækkun og óhóflega mikið magn þvagsýru í sermi með einkennum.

Alvarlegur lágþrýstingur.

Lost (þ.á m. hjartalost).

Heft flæði frá vinstri slegli (t.d. ofvaxtarhjartavöðvakvilli með teppu og mikil ósæðarþrengsli).

Blóðaflfræðilega óstöðug hjartabilun eftir brátt drep í hjartavöðva.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi og verkun amlodipins við lífshættulega blóðþrýstingshækkun (hypertensive crisis).

Sjúklingar með natríumskort og/eða minnkað blóðrúmmál

Verulegur lágþrýstingur, þar með talið réttstöðulágþrýstingur, kom fram hjá 1,7% sjúklinga sem fengu meðferð með hámarksskammti af Dafiro HCT (10 mg/320 mg/25 mg) samanborið við 1,8% sjúklinga sem fengu valsartan/hýdróklórtíazíð (320 mg/25 mg), 0,4% sjúklinga sem fengu amlodipin/valsartan (10 mg/320 mg) og 0,2% sjúklinga sem fengu hýdróklórtíazíð/amlodipin (25 mg/10 mg) í samanburðarrannsókn hjá sjúklingum með í meðallagi alvarlegan eða alvarlegan háþrýsting án fylgikvilla.

Hjá sjúklingum með natríumskort og/eða minnkað blóðrúmmál, svo sem þeim sem fá stóra skammta af þvagræsilyfjum, getur lágur blóðþrýstingur með einkennum komið fyrir þegar meðferð með Dafiro HCT er hafin. Dafiro HCT skal aðeins nota eftir að natríumskortur og/eða minnkað blóðrúmmál hefur verið leiðrétt.

Komi fram verulegur lágþrýstingur í tengslum við Dafiro HCT skal leggja sjúklinginn útaf og ef þess gerist þörf skal gefa jafnþrýstið saltvatn með innrennsli í bláæð. Halda má meðferð áfram þegar blóðþrýstingurinn hefur náð jafnvægi.

Breytingar á söltum í sermi

Amlodipin/valsartan/hýdróklórtíazíð

Í samanburðarrannsókninni á Dafiro HCT jöfnuðust mótverkandi áhrif valsartans 320 mg og hýdróklórtíazíðs 25 mg á kalíum í sermi, um það bil út hjá mörgum sjúklingum. Hjá öðrum sjúklingum voru önnur hvor áhrifin yfirgnæfandi. Mæla skal þéttni salta í sermi með viðeigandi millibili til að greina hugsanlegar breytingar á söltum.

Mæla skal þéttni salta í sermi, og sérstaklega kalíums, reglulega með viðeigandi millibili til að greina hugsanlegt ójafnvægi á blóðsöltum, einkum hjá sjúklingum með aðra áhættuþætti, svo sem skerta nýrnastarfsemi, meðferð með öðrum lyfjum eða sem hafa áður verið með ójafnvægi á blóðsöltum.

Valsartan

Ekki er mælt með samhliða notkun kalíumuppbótar, kalíumsparandi þvagræsilyfja, saltauppbótar sem inniheldur kalíum eða annarra lyfja sem geta aukið þéttni kalíums (heparín o.s.frv.). Fylgjast skal með kalíumþéttni eftir því sem tilefni er til.

Hýdróklórtíazíð

Einungis skal hefja meðferð með Dafiro HCT eftir að blóðkalíumlækkun og sérhver samfarandi blóðmagnesíumlækkun hefur verið leiðrétt. Tíazíð þvagræsilyf geta leitt til blóðkalíumlækkunar eða aukið blóðkalíumlækkun sem þegar er til staðar. Nota skal tíazíð þvagræsilyf með varúð hjá sjúklingum sem hafa sjúkdóma sem valda kalíumtapi, t.d. nýrnasjúkdóma sem valda tapi blóðsalta sem og skerta nýrnastarfsemi af völdum hjartasjúkóms. Ef blóðkalíumlækkun kemur fram meðan á meðferð með hýdróklórtíazíði stendur, skal stöðva meðferð með Dafiro HCT þar til kalíumþéttni hefur verið leiðrétt og hún helst stöðug.

Tíazíð þvagræsilyf geta leitt til blóðnatríumlækkunar og blóðlýtingar af völdum blóðklóríðlækkunar og þau geta einnig aukið blóðnatríumlækkun sem þegar er til staðar. Blóðnatríumlækkun með einkennum frá taugakerfi (ógleði, vaxandi rugli, sinnuleysi) hefur komið fram. Einungis skal hefja meðferð með hýdróklórtíazíði eftir að blóðnatríumlækkun, sem þegar er til staðar, hefur verið leiðrétt. Ef veruleg eða hröð blóðnatríumlækkun kemur fram meðan á meðferð með Dafiro HCT stendur, skal stöðva meðferð þar til þéttni natríums í blóði er aftur orðin eðlileg.

Hafa skal reglulegt eftirlit með jafnvægi blóðsalta, sérstaklega kalíums, natríums og magnesíums, hjá öllum sjúklingum sem fá tíazíð þvagræsilyf.

Skert nýrnastarfsemi

Tíazíð þvagræsilyf geta valdið auknu köfnunarefni í blóði hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm. Þegar Dafiro HCT er notað hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, er ráðlagt að hafa reglulegt eftirlit með þéttni blóðsalta í sermi (þar með talið kalíums), kreatíníns og þvagsýru. Ekki má nota Dafiro HCT hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi, þvagþurrð eða sem eru í skilunarmeðferð (sjá kafla 4.3).

Ekki þarf að breyta skömmtum Dafiro HCT handa sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi (GFR ≥30 ml/mín./1,73 m²).

Nýrnaslagæðarþrengsli

Gæta skal varúðar við notkun Dafiro HCT við háþrýstingi hjá sjúklingum með nýrnaslagæðarþrengsli öðrum megin eða báðum megin eða hjá sjúklingum sem eru með eitt nýra og nýrnaslagæðarþrengsli vegna þess að þvagefni í blóði og kreatínín í sermi geta aukist hjá slíkum sjúklingum.

Nýrnaígræðsla

Enn sem komið er liggur ekki fyrir nein reynsla af öryggi við notkun Dafiro HCT handa sjúklingum sem nýlega hafa gengist undir nýrnaígræðslu.

Skert lifrarstarfsemi

Brotthvarf valsartans verður einkum á óbreyttu formi í galli. Helmingunartími amlodipins er lengri og AUC-gildi eru hærri hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, engar skammtaleiðbeiningar liggja fyrir. Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi án gallteppu, er hámarks ráðlagður skammtur 80 mg af valsartani og því hentar Dafiro HCT ekki þessum sjúklingum (sjá

kafla 4.2, 4.3 og 5.2).

Ofsabjúgur

Greint hefur verið frá ofsabjúg, þar með talið þrota í barkakýli og raddfærum, sem veldur þrengingu í öndunarvegi og/eða þrota í andliti, á vörum, koki og/eða tungu, hjá sjúklingum á meðferð með valsartani. Sumir þessara sjúklinga höfðu áður fengið ofsabjúg við meðferð með öðrum lyfjum, þar með talið ACE-hemlum. Tafarlaust skal stöðva meðferð með Dafiro HCT hjá sjúklingum sem fá ofsabjúg og ekki skal hefja meðferð að nýju.

Hjartabilun og kransæðasjúkdómur/í kjölfar hjartadreps (post-myocardial infarction)

Gera má ráð fyrir að hömlun á renin-angiotensin-aldosteronkerfinu valdi breytingum á nýrnastarfsemi hjá þeim sem eru næmir fyrir slíku. Hjá sjúklingum með alvarlega hjartabilun, en vera má að nýrnastarfsemi þeirra sé háð virkni renin-angiotensin-aldosteronkerfisins, hefur meðferð með ACE-hemlum og angiotensin viðtakablokkum verið tengd þvagþurrð og/eða versnandi blóðnituraukningu sem (í mjög sjaldgæfum tilvikum) getur leitt til bráðrar nýrnabilunar og/eða dauða. Greint hefur verið frá svipuðum niðurstöðum vegna valsartans. Mat á sjúklingum með hjartabilun eða sem hafa fengið hjartadrep skal alltaf fela í sér mat á nýrnastarfsemi.

Í langtíma rannsókn á amlodipini með samanburði við lyfleysu (PRAISE-2) hjá sjúklingum með hjartabilun í NYHA (New York Heart Association Classification) flokkum III og IV, sem ekki var vegna blóðþurrðar, tengdist amlodipin fjölgun tilkynninga um lungnabjúg þrátt fyrir að enginn marktækur munur væri á tíðni versnunar hjartabilunar, samanborið við lyfleysu.

Gæta skal varúðar við notkun kalsíumgangaloka, þ.m.t. amlodipins, hjá sjúklingum með hjartabilun þar sem þeir geta aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og dauðsföllum.

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með hjartabilun og kransæðasjúkdóm, sérstaklega við hámarksskammt Dafiro HCT, 10 mg/320 mg/25 mg, þar sem upplýsingar um þessa sjúklinga eru takmarkaðar.

Ósæðar- og míturlokuþrengsli

Eins og við á um öll önnur æðavíkkandi lyf, skal gæta sérstakrar varúðar hjá sjúklingum með míturlokuþrengsli eða veruleg ósæðarþrengsli sem ekki eru alvarleg.

Meðganga

Ekki skal hefja meðferð með angiotensin II viðtakablokkum á meðgöngu. Hjá sjúklingum sem fyrirhuga þungun skal skipta yfir á aðra meðferð við háþrýstingi, sem hefur verið staðfest að sé örugg til notkunar á meðgöngu, nema áframhaldandi meðferð með angiotensin II viðtakablokkum sé talin nauðsynleg. Verði kona þunguð skal stöðva meðferð með angiotensin II viðtakablokkum án tafar, og hefja aðra meðferð í staðinn, ef við á (sjá kafla 4.3 og 4.6).

Frumkomið aldosteronheilkenni

Ekki ætti að nota angiotensin II viðtakablokkann valsartan handa sjúklingum með frumkomið aldosteronheilkenni vegna þess að sjúkdómurinn hefur áhrif á renin-angiotensinkerfið. Því er ekki ráðlagt að nota Dafiro HCT hjá þessum sjúklingum.

Rauðir úlfar

Greint hefur verið frá því að þvagræsilyf af flokki tíazíða, þ.m.t. hýdróklórtíazíð, geti valdið versnun eða virkjun rauðra úlfa.

Aðrar efnaskiptatruflanir

Þvagræsilyf af flokki tíazíða, þ.m.t. hýdróklórtíazíð, geta breytt sykurþoli og aukið þéttni kólesteróls, þríglýseríða og þvagsýru í sermi. Hjá sjúklingum með sykursýki getur þurft að breyta skömmtum insúlíns eða sykursýkislyfja til inntöku.

Vegna hýdróklórtíazíðhlutans, má ekki nota Dafiro HCT þegar þvagsýruhækkun í blóði með einkennum er til staðar. Hýdróklórtíazíð getur aukið magn þvagsýru í sermi vegna minnkaðrar úthreinsunar þvagsýru og getur þannig valdið enn meiri þvagsýruhækkun í blóði og þar með þvagsýrugigt hjá sjúklingum sem eru næmir fyrir því.

Tíazíð draga úr útskilnaði kalsíums í þvagi og geta valdið smávægilegri, ósamfelldri hækkun kalsíums í sermi án þess að þekktar truflanir á efnaskiptum kalsíums séu til staðar. Sjúklingar með blóðkalsíumhækkun mega ekki nota Dafiro HCT og einungis skal nota það eftir að blóðkalsíumhækkun sem er til staðar hefur verið leiðrétt. Stöðva skal meðferð með Dafiro HCT ef blóðkalsíumhækkun kemur fram meðan á meðferð stendur. Hafa skal reglulegt eftirlit með sermisþéttni kalsíums meðan á meðferð með tíazíðum stendur. Veruleg blóðkalsíumhækkun getur bent til dulinnar ofstarfsemi í kalkkirtlum. Hætta skal meðferð með tíazíðum áður en virkni kalkkirtla er rannsökuð.

Ljósnæmi

Greint hefur verið frá tilvikum um ljósnæmisviðbrögð við meðferð með þvagræsilyfjum af flokki tíazíða (sjá kafla 4.8). Ef ljósnæmisviðbrögð koma fram meðan á meðferð með Dafiro HCT stendur er mælt með því að stöðva meðferðina. Ef talið er nauðsynlegt að hefja aftur meðferð með þvagræsilyfi, er mælt með því að svæði sem eru útsett fyrir sólarljósi eða tilbúnum UVA geislum séu varin.

Bráð þrönghornsgláka

Í tengslum við notkun hýdróklórtíazíðs, sem er súlfónamíð, hafa komið fram viðbrögð sem leitt hafa til bráðrar tímabundinnar þrengingar ljósops og bráðrar þrönghornsgláku. Einkennin eru m.a. brátt tilkomin minnkuð sjónskerpa eða verkir í augum og yfirleitt koma þau innan nokkurra klukkustunda eða viku frá því að meðferð hefst. Ómeðhöndluð bráð þrönghornsgláka getur leitt til óafturkræfs sjóntaps.

Aðalmeðferðin er að stöðva notkun hýdróklórtíazíðs eins hratt og hægt er. Nauðsynlegt getur verið að íhuga skjóta lyfjameðferð eða skurðaðgerð ef augnþrýstingurinn er áfram hár. Áhættuþættir bráðrar þrönghornsgláku geta m.a. verið saga um ofnæmi fyrir súlfónamíðum og penicillínofnæmi.

Almenn atriði

Gæta skal varúðar hjá sjúklingum sem fengið hafa ofnæmi fyrir öðrum angiotensin II viðtakablokkum. Ofnæmi fyrir hýdróklórtíazíði er líklegra hjá sjúklingum með ofnæmi og astma.

Aldraðir (65 ára og eldri)

Gæta skal varúðar og fylgjast oftar með blóðþrýstingi hjá öldruðum sjúklingum, sérstaklega við hámarksskammt Dafiro HCT, 10 mg/320 mg/25 mg, þar sem fyrirliggjandi gögn um þennan sjúklingahóp eru takmörkuð.

Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu

Vísbendingar eru um að samhliðanotkun ACE-hemla, angíótensín II viðtakablokka eða aliskirens auki hættu á blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun). Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með samsettri meðferð með ACE-hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni er þess vegna ekki ráðlögð (sjá kafla 4.5 og 5.1).

Ef meðferð sem tvöfaldar hömlun er talin bráðnauðsynleg, skal hún einungis fara fram undir eftirliti sérfræðings og með tíðu eftirliti með nýrnastarfsemi, blóðsöltum og blóðþrýstingi. Ekki skal nota ACE-hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar formlegar rannsóknir á milliverkunum við önnur lyf með Dafiro HCT. Þess vegna eru í þessum kafla einungis tilgreindar milliverkanir við önnur lyf sem þekktar eru fyrir hvert virku innihaldsefnanna fyrir sig.

Engu að síður er mikilvægt að hafa í huga að Dafiro HCT getur aukið blóðþrýstingslækkandi áhrif annarra blóðþrýstingslækkandi lyfja.

Samhliða notkun ekki ráðlögð

Innihaldsefni

Þekktar milliverkanir

Áhrif milliverkunarinnar við önnur lyf

Dafiro HCT

við eftirtalin lyf

 

hvert um sig

 

 

Valsartan og

Litíum

Greint hefur verið frá afturkræfri aukningu á sermisþéttni

HCT

 

litíums og eiturverkunum, við samhliða notkun litíums og

 

 

ACE-hemla, angiotensin II viðtakablokka, þar með talið

 

 

valsartan, eða tíazíða. Vegna þess að tíazíð draga úr

 

 

úthreinsun litíums um nýru má búast við að hætta á

 

 

litíumeitrun aukist enn frekar við notkun Dafiro HCT.

 

 

Því er mælt með nánu eftirliti með sermisþéttni litíums

 

 

meðan á samhliða meðferð stendur.

Valsartan

Kalíumsparandi

Ef samhliða valsartani er talið nauðsynlegt að nota lyf

 

þvagræsilyf,

sem hefur áhrif á kalíumþéttni er mælt með tíðu eftirliti

 

kalíumuppbót,

með plasmaþéttni kalíums.

 

saltauppbót sem

 

 

inniheldur kalíum og

 

 

annað sem getur

 

 

hækkað kalíumþéttni

 

Amlodipin

Greipaldin eða

Notkun amlodipins með greipaldini eða greipaldinsafa er

 

greipaldinsafi

ekki ráðlögð vegna þess að aðgengi getur aukist hjá

 

 

sumum sjúklingum, sem veldur auknum

 

 

blóðþrýstingslækkandi áhrifum.

Gæta þarf varúðar við samhliða notkun

 

Innihaldsefni

Þekktar milliverkanir

Áhrif milliverkunarinnar við önnur lyf

Dafiro HCT

við eftirtalin lyf

 

hvert um sig

 

 

Amlodipin

CYP3A4 hemlar (þ.e.

Notkun amlodipins samtímis öflugum eða miðlungi

 

ketoconazol,

öflugum CYP3A4 hemlum (próteasa hemlum, azól

 

itraconazol, ritonavir)

sveppalyfjum, makrólíðum svo sem erytrómýsíni eða

 

 

klaritrómýsíni, verapamíli eða diltíazemi) getur aukið

 

 

útsetningu fyrir amlódipíni marktækt. Klínísk áhrif

 

 

þessara breytinga á lyfjahvörfum geta verið meiri hjá

 

 

öldruðum. Nauðsynlegt getur verið að fylgjast með

 

 

sjúklingum og breyta skammtastærðum.

 

CYP3A4 hvatar

Engin gögn liggja fyrir um áhrif CYP3A4-hvata á

 

(flogaveikilyf [t.d.

amlodipin. Samtímis notkun CYP3A4-hvata (t.d.

 

carbamazepin,

rifampicín, Hypericum perforatum) getur leitt til

 

fenobarbital, fenytoin,

minnkaðrar plasmaþéttni amlodipins. Gæta skal varúðar

 

fosfenytoin, primidon],

við samtímis notkun amlodipins og CYP3A4-hvata.

 

rifampicin, Hypericum

 

 

perforatum

 

 

[jóhannesarjurt])

 

 

Simvastatin

Samhliða notkun endurtekinna 10 mg skammta af

 

 

amlodipini og 80 mg af simvastatini olli 77% aukningu á

 

 

útsetningu fyrir simvastatini samanborið við notkun

 

 

simvastatins eins sér. Ráðlagt er að takmarka skammt

 

 

simvastatins við 20 mg á sólarhring hjá sjúklingum á

 

 

meðferð með amlodipini.

 

Dantrolen (innrennsli)

Vart hefur orðið við banvænt sleglatif og lost vegna

 

 

hjartaáfalls í tengslum við hækkun kalíums í blóði eftir

 

 

gjöf verapamíls og dantrolens í æð hjá dýrum. Vegna

 

 

hættu á hækkun kalíums í blóði er mælt með því að

 

 

forðast samtímis gjöf kalsíumgangaloka svo sem

 

 

amlodipins hjá sjúklingum sem eiga á hættu að fá

 

 

illkynja háhita (malignant hyperthermia) og við

 

 

meðhöndlun illkynja háhita.

Valsartan og

Bólgueyðandi verkjalyf

Bólgueyðandi verkjalyf geta aukið

HCT

(NSAID), þ.m.t.

blóðþrýstingslækkandi áhrif bæði angiotensin II

 

sértækir

viðtakablokka og hýdróklórtíazíðs þegar þau eru gefin

 

cýklóoxýgenasa-2

samhliða. Ennfremur getur samhliða notkun Dafiro HCT

 

hemlar (COX-2

og bólgueyðandi verkjalyfja leitt til versnunar

 

hemlar),

nýrnastarfsemi og aukið sermisþéttni kalíums. Því er

 

acetylsalicylsýra

mælt með að í upphafi meðferðar sé fylgst með

 

(>3 g/sólarhring) og

nýrnastarfsemi og þess gætt að sjúklingurinn fái nægan

 

ósértæk bólgueyðandi

vökva.

 

verkjalyf (NSAID)

 

Valsartan

Hemlar á

Niðurstöður in vitro rannsóknar á lifrarvef úr mönnum

 

upptökuflutnings-

benda til þess að valsartan sé hvarfefni

 

prótein (rifampicin,

upptökuflutningspróteinsins OATP1B1 og

 

ciclosporin) eða

útflæðisflutningspróteinsins MRP2, í lifrarfrumum.

 

útflæðisflutnings-

Samhliða notkun með hemlum á upptökuflutningsprótein

 

prótein (ritonavir)

(rifampicin, ciclosporin) eða útflæðisflutningsprótein

 

 

(ritonavir) getur aukið útsetningu fyrir valsartani.

HCT

Áfengi, barbítúröt og

Samhliða gjöf tíazíð þvagræsilyfja og efna sem einnig

 

ávanabindandi

hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif (t.d. með því að draga

 

verkjalyf

úr adrenvirkni í miðtaugakerfinu eða með því að hafa

 

 

bein æðavíkkandi áhrif) getur aukið stöðubundinn

 

 

lágþrýsting.

 

Amantadin

Tíazíð, þ.m.t. hýdróklórtíazíð, geta aukið hættu á

 

 

aukaverkunum af völdum amantadins.

 

Andkólínvirk lyf og

Andkólínvirk lyf (t.d. atropin, biperiden) geta aukið

 

önnur lyf sem hafa

aðgengi þvagræsilyfja af flokki tíazíða, vegna minni

 

áhrif á hreyfingar

hreyfinga meltingarvegar og hægari magatæmingar. Hins

 

meltingarvegar

vegar er búist við að lyf sem auka hreyfingar

 

 

meltingarvegarins, svo sem cisaprid, geti dregið úr

 

 

aðgengi þvagræsilyfja af flokki tíazíða.

 

Lyf við sykursýki (t.d.

Tíazíð geta breytt sykurþoli. Nauðsynlegt getur verið að

 

insúlín og sykursýkilyf

aðlaga skammta sykursýkilyfja.

 

til inntöku)

 

 

Metformin

Gæta skal varúðar við notkun metformins vegna hættu á

 

 

mjólkursýrublóðsýringu af völdum mögulegrar

 

 

starfrænnar nýrnabilunar í tengslum við notkun

 

 

hýdróklórtíazíðs.

 

Beta-blokkar og

Samhliða notkun þvagræsilyfja af flokki tíazíða, þ.m.t.

 

diazoxid

hýdróklórtíazíðs, og beta-blokka getur aukið hættuna á

 

 

blóðsykurshækkun. Þvagræsilyf af flokki tíazíða, þ.m.t.

 

 

hýdróklórtíazíð, geta aukið blóðsykurshækkandi áhrif

 

 

diazoxids.

 

Ciclosporin

Samhliða meðferð með ciclosporini getur aukið hættu á

 

 

óhóflega miklu magni þvagsýru í sermi og

 

 

þvagsýrugigtarkvillum.

 

Frumueyðandi lyf

Tíazíð, þ.m.t. hýdróklórtíazíð, geta minnkað útskilnað

 

 

frumueyðandi lyfja (t.d. cyclofosfamid, metotrexat) um

 

 

nýru og aukið mergbælandi áhrif þeirra.

 

Digitalisglýkósíðar

Blóðkalíumlækkun eða blóðmagnesíumlækkun af völdum

 

 

tíazíða geta komið fram sem aukaverkanir og aukið hættu

 

 

á hjartsláttartruflunum af völdum digitalis.

 

Skuggaefni sem

Við vökvaskort vegna þvagræsimeðferðar er aukin hætta

 

innihalda joð

á bráðri nýrnabilun, sérstaklega þegar um er að ræða

 

 

stóra skammta af skuggaefnum sem innihalda joð.

 

 

Leiðrétta skal vökvajafnvægi fyrir gjöf skuggaefnisins.

 

Jónaskiptaresín

Colestyramin og colestipol draga úr frásogi tíazíð

 

 

þvagræsilyfja, þ.m.t. hýdróklórtíazíðs. Þetta getur leitt til

 

 

þess að meðferðaráhrif tíazíð þvagræsilyfja náist ekki.

 

 

Hins vegar, ef skömmtun hýdróklórtíazíðs og resína er

 

 

sett þannig upp að hýdróklórtíazíð sé gefið að minnsta

 

 

kosti 4 klst. áður eða 4-6 klst. eftir að resín eru gefin,

 

 

gæti það haldið þessari milliverkun í lágmarki.

 

Lyf sem hafa áhrif á

Samhliða gjöf kalíumlosandi þvagræsilyfja, barkstera,

 

kalíumþéttni í sermi

hægðalyfja, ACTH (adrenocorticotropic hormone),

 

 

amfotericins, carbenoxolons, penicillins G og

 

 

salicylsýruafleiða eða lyfja við hjartsláttaróreglu geta

 

 

aukið kalíumlækkandi áhrif hýdróklórtíazíðs. Ef nota á

 

 

þessi lyf ásamt samsetningu

 

 

amlodipins/valsartans/hýdróklórtíazíðs er mælt með að

 

 

fylgst sé með kalíumþéttni í plasma.

 

 

 

Lyf sem hafa áhrif á

Áhrif þvagræsilyfja til blóðnatríumlækkunar geta aukist

 

natríumþéttni í sermi

við samhliða gjöf lyfja svo sem þunglyndislyfja,

 

 

geðrofslyfja, flogaveikilyfja o.s.frv. Gæta skal varúðar

 

 

við langtímanotkun þessara lyfja.

 

Lyf sem gætu valdið

Vegna hættu á blóðkalíumlækkun skal gefa

 

torsades de pointes

hýdróklórtíazíð með varúð þegar það er gefið í tengslum

 

 

við lyf sem geta valdið torsades de pointes, sérstaklega

 

 

lyf við hjartsláttaróreglu í flokki Ia og flokki III og sum

 

 

geðrofslyf.

 

Lyf til meðferðar við

Aðlögun á skammti lyfja sem auka útskilnað þvagsýru

 

þvagsýrugigt

getur verið nauðsynleg vegna þess að hýdróklórtíazíð

 

(probenecid,

getur aukið sermisþéttni þvagsýru. Nauðsynlegt getur

 

sulfinpyrazon og

verið að stækka skammta probenecids eða

 

allopurinol)

sulfinpyrazons.

 

 

Samhliða notkun með þvagræsilyfjum af flokki tíazíða,

 

 

þ.m.t. hýdróklórtíazíði, getur aukið tíðni ofnæmis fyrir

 

 

allopurinoli.

 

Metyldopa

Greint hefur verið frá einstökum tilvikum um

 

 

blóðlýsublóðleysi hjá sjúklingum á samhliða meðferð

 

 

með hýdróklórtíazíði og metyldopa.

 

Vöðvaslakandi lyf sem

Tíazíð, þ.m.t. hýdróklórtíazíð, auka verkun

 

ekki valda afskautun

curareafleiðna.

 

(t.d. tubocurarin)

 

 

Önnur lyf við háum

Tíazíð auka blóðþrýstingslækkandi verkun annara

 

blóðþrýstingi

blóðþrýstingslækkandi lyfja (t.d. guanetidíns, metýldópa,

 

 

betablokka, æðavíkkandi lyfja, kalsíumgangaloka,

 

 

ACE-hemla, angíótensínblokka og renínhemla með beina

 

 

verkun).

 

Blóðþrýstingshækkandi

Hýdróklórtíazíð geta dregið úr svörun við

 

amín (t.d. noradrenalín

blóðþrýstingslækkandi amínum svo sem noradrenalíni.

 

og adrenalín)

Klínískt mikilvægi þessara áhrifa er ekki fullþekkt og

 

 

ekki nægilega mikið til þess að útiloka notkun þeirra.

 

D-vítamín og

Samhliða notkun þvagræsilyfja af flokki tíazíða, þ.m.t.

 

kalsíumsölt

hýdróklórtíazíðs, og D-vítamíns eða kalsíumsalta getur

 

 

aukið hækkun á þéttni kalsíums í sermi. Samhliða notkun

 

 

þvagræsilyfja af flokki tíazíða getur leitt til

 

 

blóðkalsíumhækkunar hjá sjúklingum sem eru útsettir

 

 

fyrir blóðkalsíumhækkun (t.d. vegna kalkvakaóhófs,

 

 

illkynja sjúkdóms eða D-vítamín miðlaðs

 

 

sjúkdómsástands) með því að auka endurupptöku

 

 

kalsíums í nýrnapíplum.

Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með angíótensín II viðtakablokkum, ACE-hemlum eða aliskireni

Upplýsingar úr klínískri rannsókn hafa sýnt að tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu með samsettri meðferð með ACE-hemlum, angíótensín II viðtakablokkum eða aliskireni tengist hærri tíðni aukaverkana eins og blóðþrýstingslækkun, blóðkalíumhækkun og skerðingu á nýrnastarfsemi (þ.m.t. bráðri nýrnabilun) samanborið við notkun á einu lyfi sem hamlar renín-angíótensín- aldósterónkerfinu (sjá kafla 4.3, 4.4 og 5.1).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Amlodipin

Öryggi við notkun amlodipins á meðgöngu er ekki þekkt. Í dýrarannsóknum sáust eituráhrif á æxlun við háa skammta (sjá kafla 5.3). Notkun á meðgöngu er aðeins ráðlögð ef ekki finnst annar öruggur meðferðarmöguleiki og ef sjálfur sjúkdómurinn hefur í för með sér meiri hættu fyrir heilsu móðurinnar og fóstursins.

Valsartan

Notkun angiotensin II viðtakablokka er ekki ráðlögð á fyrsta þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.4). Ekki má nota angiotensin II viðtakablokka á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna á hættu á vansköpunum í kjölfar útsetningar fyrir ACE-hemlum á fyrsta þriðjungi meðgöngu hafa ekki staðfest slíka hættu. Þó er ekki hægt að útiloka lítillega aukna áhættu. Á meðan engar niðurstöður liggja fyrir úr faraldsfræðilegum samanburðarrannsóknum hvað varðar áhættu í tengslum við notkun angiotensin II viðtakablokka, má vera að svipuð hætta sé til staðar fyrir þennan lyfjaflokk. Sjúklingum sem fyrirhuga þungun skal skipta yfir á aðra meðferð við háþrýstingi, sem hefur verið staðfest að sé örugg til notkunar á meðgöngu, nema áframhaldandi meðferð með angiotensin II viðtakablokkum sé talin nauðsynleg. Verði kona þunguð skal stöðva meðferð með angiotensin II viðtakablokkum án tafar, og hefja aðra meðferð í staðinn, ef við á.

Þekkt er að útsetning fyrir angiotensin II viðtakablokkum á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu eykur líkur á fósturskemmdum (skertri nýrnastarfsemi, legvatnsbresti, seinkaðri beinmyndun höfuðkúpu) og eiturverkunum á nýbura (nýrnabilun, lágþrýstingi, kalíumhækkun í blóði) (sjá kafla 5.3).

Hafi þunguð kona notað angiotensin II viðtakablokka á öðrum eða síðasta þriðjungi meðgöngu er mælt með ómskoðun á nýrnastarfsemi og höfuðkúpu.

Börn mæðra sem notuðu angiotensin II viðtakablokka á meðgöngu skulu vera undir nánu eftirliti hvað varðar lágþrýsting (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Hýdróklórtíazíð

Takmörkuð reynsla er af meðferð með hýdróklórtíazíði á meðgöngu, einkum á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Dýrarannsóknir eru ófullnægjandi.

Hýdróklórtíazíð fer yfir fylgju. Á grundvelli lyfjafræðilegs verkunarháttar hýdróklórtíazíðs getur notkun þess á öðrum og síðasta þriðjungi meðgöngu haft áhrif á flæði milli fósturs og fylgju og getur m.a. valdið gulu, truflunum á saltajafnvægi og blóðflagnafæð hjá fóstri eða nýbura.

Amlodipin/valsartan/hýdróklórtíazíð

Engin reynsla er af notkun Dafiro HCT hjá þunguðum konum. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum um innihaldsefnin er notkun Dafiro HCT ekki ráðlögð á fyrsta þriðjungi meðgöngu og lyfið má alls ekki nota á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Brjóstagjöf

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun valsartans og/eða amlodipins við brjóstagjöf. Hýdróklórtíazíð skilst í litlu magni út í brjóstamjólk. Stórir skammtar af tíazíðum sem valda mikið auknum þvaglátum geta hamlað mjólkurmyndun. Ekki er mælt með að nota Dafiro HCT meðan barn er haft á brjósti. Ef konur sem hafa barn á brjósti nota Dafiro HCT skal nota eins litla skammta og hægt er. Æskilegra er að nota aðra meðferð þar sem nánari upplýsingar um öryggi hjá konum með barn á brjósti liggja fyrir um, einkum þegar um er að ræða brjóstagjöf handa nýburum eða fyrirburum.

Frjósemi

Engar klínískar frjósemisrannsóknir hafa verið gerðar með Dafiro HCT.

Valsartan

Valsartan hafði engar aukaverkanir á æxlunarhæfni rotta, hvorki karlkyns né kvenkyns, við skammta til inntöku sem voru allt að 200 mg/kg/sólarhring. Sá skammtur er 6 faldur ráðlagður hámarksskammtur fyrir menn miðað við mg/m2 (útreikningar miðast við 320 mg sólarhringsskammt til inntöku og 60 kg sjúkling).

Amlodipin

Tilkynnt hefur verið um afturkræfar lífefnafræðilegar breytingar í höfði sáðfruma hjá sumum sjúklingum sem hafa fengið kalsíumgangaloka. Klínískar niðurstöður varðandi hugsanleg áhrif amlodipins á frjósemi eru ófullnægjandi. Í einni rannsókn á rottum komu í ljós áhrif á frjósemi hjá karldýrum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sjúklingar á meðferð með Dafiro HCT sem aka eða nota vélar skulu hafa í huga að stundum geta komið fram sundl og þreyta.

Amlodipin getur haft lítil eða væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ef sjúklingur sem tekur Dafiro HCT finnur fyrir sundli, höfuðverk, þreytu eða ógleði getur það haft áhrif á viðbragðsflýti hans.

4.8Aukaverkanir

Neðangreindar upplýsingar varðandi öryggi Dafiro HCT byggjast á klínískum rannsóknum sem gerðar hafa verið á Dafiro HCT og þekktum upplýsingum um öryggi hvers innihaldsefnis fyrir sig, þ.e. amlodipins, valsartans og hýdróklórtíazíðs.

Samantekt á upplýsingum um öryggi

Lagt hefur verið mat á öryggi Dafiro HCT við hámarksskammt þess, sem er 10 mg/320 mg/25 mg, í einni skammtíma (8 vikna) klínískri samanburðarrannsókn hjá 2.271 sjúklingi, þar af fengu

582 valsartan í samsetningu með amlodipini og hýdróklórtíazíði. Aukaverkanir voru almennt vægar og tímabundnar og sjaldan þurfti að hætta meðferð vegna þeirra. Í þessari klínísku samanburðarrannsókn með virkum samanburði voru sundl og lágþrýstingur (0,7%) algengustu ástæður þess að hætta þurfti meðferð með Dafiro HCT.

Íklínísku samanburðarrannsókninni sem stóð yfir í 8 vikur komu ekki fram neinar nýjar marktækar eða óvæntar aukaverkanir af þriggja lyfja meðferðinni samanborið við þekktar aukaverkanir af meðferð með lyfjunum einum sér eða tveggja lyfja samsetningum.

Íklínísku samanburðarrannsókninni sem stóð yfir í 8 vikur voru breytingar á rannsóknastofugildum sem komu fram í tengslum við Dafiro HCT samsetninguna, minniháttar og í samræmi við lyfjafræðilegan verkunarmáta lyfjanna hvers fyrir sig. Valsartan hlutinn í þriggja lyfja samsetningunni dró úr blóðkalíumlækkandi áhrifum hýdróklórtíazíðs.

Aukaverkanir teknar saman í töflu

Eftirtaldar aukaverkanir, sem tilgreindar eru samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum og tíðni, tengjast Dafiro HCT (amlodipin/valsartan/HCT) og amlodipini, valsartani og HCT hverju fyrir sig.

Mjög algengar: ≥1/10, algengar: ≥1/100 til <1/10, sjaldgæfar: ≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar: ≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir: <1/10.000, tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

MedDRA

Aukaverkanir

Tíðni

 

 

 

flokkun eftir

 

Dafiro

Amlodipin

Valsartan

HCT

líffærum

 

HCT

 

 

 

Blóð og eitlar

Kyrningaleysi,

--

--

--

Koma

 

beinmergsbrestur

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

Lækkun blóðrauða og

--

--

Tíðni ekki

--

 

blóðkornaskila

 

 

þekkt

 

 

Rauðalosblóðleysi

--

--

--

Koma

 

 

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

Hvítfrumnafæð

--

Koma

--

Koma

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

örsjaldan fyrir

 

Daufkyrningafæð

--

--

Tíðni ekki

--

 

 

 

 

þekkt

 

 

Blóðflagnafæð, stundum

--

Koma

Tíðni ekki

Mjög

 

ásamt purpura

 

örsjaldan fyrir

þekkt

sjaldgæfar

 

Vanmyndunarblóðleysi

--

--

--

Tíðni ekki

 

 

 

 

 

þekkt

Ónæmiskerfi

Ofnæmi

--

Koma

Tíðni ekki

Koma

 

 

 

örsjaldan fyrir

þekkt

örsjaldan fyrir

Efnaskipti og

Lystarleysi

Sjaldgæfar

--

--

--

næring

Blóðkalsíumhækkun

Sjaldgæfar

--

--

Mjög

 

 

 

 

 

sjaldgæfar

 

Blóðsykurshækkun

--

Koma

--

Mjög

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

sjaldgæfar

 

Blóðfituhækkun

Sjaldgæfar

--

--

--

 

Þvagsýruhækkun

Sjaldgæfar

--

--

Algengar

 

Blóðlýting af völdum

--

--

--

Koma

 

blóðklóríðlækkunar

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

Blóðkalíumlækkun

Algengar

--

--

Mjög algengar

 

Blóðmagnesíumlækkun

--

--

--

Algengar

 

Blóðnatríumlækkun

Sjaldgæfar

--

--

Algengar

 

Versnun

--

--

--

Mjög

 

sykurefnaskipta

 

 

 

sjaldgæfar

Geðræn

Þunglyndi

--

Sjaldgæfar

--

Mjög

vandamál

 

 

 

 

sjaldgæfar

 

Svefnleysi/svefn-

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

Mjög

 

truflanir

 

 

 

sjaldgæfar

 

Skapsveiflur

--

Sjaldgæfar

--

 

 

Rugl

--

Mjög

--

--

 

 

 

sjaldgæfar

 

 

Taugakerfi

Röskun á samhæfingu

Sjaldgæfar

--

--

--

 

Sundl

Algengar

Algengar

--

Mjög

 

 

 

 

 

sjaldgæfar

 

Stöðubundið sundl,

Sjaldgæfar

--

--

--

 

sundl við áreynslu

 

 

 

 

 

Breytingar á bragðskyni

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

--

 

Utanstrýtuheilkenni

--

Tíðni ekki

--

--

 

 

 

þekkt

 

 

 

Höfuðverkur

Algengar

Algengar

--

Mjög

 

 

 

 

 

sjaldgæfar

 

Ofstæling

--

Koma

--

--

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

 

 

Þróttleysi

Sjaldgæfar

--

--

--

 

Dofi/náladofi

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

Mjög

 

 

 

 

 

sjaldgæfar

 

Úttaugakvilli,

Sjaldgæfar

Koma

--

--

 

taugakvilli

 

örsjaldan fyrir

 

 

 

Svefnhöfgi

Sjaldgæfar

Algengar

--

--

 

Yfirlið

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

--

 

Skjálfti

--

Sjaldgæfar

--

--

 

Skert húðskyn

--

Sjaldgæfar

--

--

Augu

Bráð þrönghornsgláka

--

--

--

Tíðni ekki

 

 

 

 

 

þekkt

 

Sjóntruflanir

--

Sjaldgæfar

--

--

 

Sjónskerðing

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

Mjög

 

 

 

 

 

sjaldgæfar

Eyru og

Suð fyrir eyrum

--

Sjaldgæfar

--

--

völundarhús

Svimi

Sjaldgæfar

--

Sjaldgæfar

--

Hjarta

Hjartsláttarónot

--

Algengar

--

--

 

Hraðsláttur

Sjaldgæfar

--

--

--

 

Hjartsláttartruflanir (þar

--

Koma

--

Mjög

 

með talið hægsláttur,

 

örsjaldan fyrir

 

sjaldgæfar

 

sleglahraðsláttur og

 

 

 

 

 

gáttatif)

 

 

 

 

 

Hjartadrep

--

Koma

--

--

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

 

Æðar

Roði í húð

--

Algengar

--

--

 

Lágþrýstingur

Algengar

Sjaldgæfar

--

--

 

Réttstöðulágþrýstingur

Sjaldgæfar

--

--

Algengar

 

Bláæðabólga,

Sjaldgæfar

--

--

--

 

segabláæðabólga

 

 

 

 

 

Æðabólga

--

Koma

Tíðni ekki

--

 

 

 

örsjaldan fyrir

þekkt

 

Öndunarfæri,

Hósti

Sjaldgæfar

Koma

Sjaldgæfar

--

brjósthol og

 

 

örsjaldan fyrir

 

 

miðmæti

Mæði

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

--

 

Andnauð, lungnabjúgur,

--

--

--

Koma

 

lungnabólga

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

Nefslímubólga

--

Sjaldgæfar

--

--

 

Erting í hálsi

Sjaldgæfar

--

--

--

Meltingarfæri

Óþægindi í kvið, verkir í

Sjaldgæfar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

 

efri hluta kviðar

 

 

 

sjaldgæfar

 

Slæm lykt frá munni

Sjaldgæfar

--

--

--

 

Breyting á

--

Sjaldgæfar

--

--

 

hægðavenjum

 

 

 

 

 

Hægðatregða

--

--

--

Mjög

 

 

 

 

 

sjaldgæfar

 

Minnkuð matarlyst

--

--

--

Algengar

 

Niðurgangur

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

Mjög

 

 

 

 

 

sjaldgæfar

 

Munnþurrkur

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

--

 

Meltingartruflanir

Algengar

Sjaldgæfar

--

--

 

Magabólga

--

Koma

--

--

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

 

 

Ofvöxtur tannholds

--

Koma

--

--

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

 

 

Ógleði

Sjaldgæfar

Algengar

--

Algengar

 

Brisbólga

--

Koma

--

Koma

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

örsjaldan fyrir

 

Uppköst

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

Algengar

Lifur og gall

Óeðlilegar niðurstöður

--

Koma

Tíðni ekki

--

 

úr prófunum á

 

örsjaldan

þekkt

 

 

lifrarstarfsemi, þ.m.t.

 

fyrir**

 

 

 

hækkun bilirubins í

 

 

 

 

 

blóði

 

 

 

 

 

Lifrarbólga

--

Koma

--

--

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

 

 

Gallteppa í lifur, gula

--

Koma

--

Mjög

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

sjaldgæfar

Húð og

Hárlos

--

Sjaldgæfar

--

 

undirhúð

Ofsabjúgur

--

Koma

Tíðni ekki

--

 

 

 

örsjaldan fyrir

þekkt

 

 

Blöðruhúðbólga

--

--

Tíðni ekki

--

 

 

 

 

þekkt

 

 

Viðbrögð í húð sem

--

--

--

Koma

 

líkjast rauðum úlfum,

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

endurvakning á rauðum

 

 

 

 

 

úlfum í húð

 

 

 

 

 

Regnbogaroðaþot

--

Koma

--

Tíðni ekki

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

þekkt

 

Útþot

--

Sjaldgæfar

--

--

 

Ofsvitnun

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

--

 

Ljósnæmisviðbrögð*

--

Koma

--

Mjög

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

sjaldgæfar

 

Kláði

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki

--

 

 

 

 

þekkt

 

 

Purpuri

--

Sjaldgæfar

--

Mjög

 

 

 

 

 

sjaldgæfar

 

Útbrot

--

Sjaldgæfar

Tíðni ekki

Algengar

 

 

 

 

þekkt

 

 

Mislitun húðar

--

Sjaldgæfar

--

--

 

Ofsakláði og annars

--

Koma

--

Algengar

 

konar útbrot

 

örsjaldan fyrir

 

 

 

Æðabólga með drepi og

--

--

--

Koma

 

drep í húðþekju

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

Skinnflagningsbólga

--

Koma

--

--

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

 

 

Stevens Johnson

--

Koma

--

--

 

heilkenni

 

örsjaldan fyrir

 

 

 

Quinckes bjúgur

--

Koma

--

--

 

 

 

örsjaldan fyrir

 

 

Stoðkerfi og

Liðverkir

--

Sjaldgæfar

--

--

stoðvefur

Bakverkur

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

--

 

Liðbólgur

Sjaldgæfar

--

--

--

 

Vöðvakippir

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

Tíðni ekki

 

 

 

 

 

þekkt

 

Vöðvaslappleiki

Sjaldgæfar

--

--

--

 

Vöðvaverkir

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki

--

 

 

 

 

þekkt

 

 

Verkir í útlimum

Sjaldgæfar

--

--

--

 

Ökklabjúgur

--

Algengar

--

--

Nýru og

Aukning kreatíníns í

Sjaldgæfar

--

Tíðni ekki

--

þvagfæri

blóði

 

 

þekkt

 

 

Truflun á þvaglátum

 

Sjaldgæfar

 

 

 

Næturmiga

--

Sjaldgæfar

--

--

 

Óeðlilega tíð þvaglát

Algengar

Sjaldgæfar

 

 

 

Skert nýrnastarfsemi

--

--

--

Tíðni ekki

 

 

 

 

 

þekkt

 

Bráð nýrnabilun

Sjaldgæfar

--

--

Tíðni ekki

 

 

 

 

 

þekkt

 

Nýrnabilun og skert

--

--

Tíðni ekki

Mjög

 

nýrnastarfsemi

 

 

þekkt

sjaldgæfar

 

 

 

 

 

Æxlunarfæri og

Getuleysi

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

Algengar

brjóst

Brjóstastækkun hjá

 

Sjaldgæfar

--

--

 

körlum

 

 

 

 

Almennar

Gangstol, gangtruflanir

Sjaldgæfar

--

--

--

aukaverkanir

Þróttleysi

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

Tíðni ekki

og

 

 

 

 

þekkt

aukaverkanir á

Vanlíðan, slappleiki

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

--

íkomustað

Þreyta

Algengar

Algengar

Sjaldgæfar

--

 

Brjóstverkur sem ekki

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

--

 

tengist hjarta

 

 

 

 

 

Bjúgur

Algengar

Algengar

--

--

 

Verkir

--

Sjaldgæfar

--

--

 

Hiti

--

--

--

Tíðni ekki

 

 

 

 

 

þekkt

Rannsókna-

Aukning lípíða

 

--

 

Mjög algengar

niðurstöður

Aukning köfnunarefnis

Sjaldgæfar

--

--

--

 

úr þvagefni í blóði

 

 

 

 

 

(BUN)

 

 

 

 

 

Aukin þvagsýra í blóði

Sjaldgæfar

--

--

 

 

Sykurmiga

 

 

 

Mjög

 

 

 

 

 

sjaldgæfar

 

Kalíumlækkun í blóði

Sjaldgæfar

--

--

--

 

Kalíumhækkun í blóði

--

--

Tíðni ekki

--

 

 

 

 

þekkt

 

 

Þyngdaraukning

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

--

--

 

Þyngdartap

--

Sjaldgæfar

--

--

*Sjá kafla 4.4 Ljósnæmi

**Yfirleitt í tengslum við gallteppu

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Engar upplýsingar liggja fyrir um ofskömmtun með Dafiro HCT. Helsta einkenni ofskömmtunar með valsartani er hugsanlega mikill lágþrýstingur með sundli. Ofskömmtun með amlodipini getur leitt til mikillar útlægrar æðavíkkunar og hugsanlega hraðsláttar vegna þess. Greint hefur verið frá umtalsverðum og hugsanlega langvinnum lágþrýstingi sem getur meðal annars endað í losti og verið banvænn, í tengslum við meðferð með amlodipini.

Meðferð

Amlodipin/Valsartan/Hýdróklórtíazíð

Klínískt marktækur lágþrýstingur vegna ofskömmtunar með Dafiro HCT krefst inngrips til stuðnings við hjarta og blóðrás, þ.m.t. ört eftirlit með hjartastarfsemi og öndun, útlimum haldið í hárri stellingu og eftirlit með blóðrúmmáli og þvagmyndun. Æðaherpandi lyf gæti komið að gagni við að ná upp æðaspennu og blóðþrýstingi, svo framarlega sem ekki er frábending fyrir slíkri notkun. Gjöf kalsíumglúkonats í bláæð gæti komið að gagni við að snúa við áhrifum af lokun kalsíumganga.

Amlodipin

Ef skammt er um liðið frá því lyfið var tekið inn má íhuga að framkalla uppköst eða beita magaskolun. Sýnt hefur verið fram á að gjöf lyfjakola handa heilbrigðum sjálfboðaliðum, tafarlaust eða allt að tveimur klst. eftir inntöku amlodipins, dregur marktækt úr frásogi amlodipins.

Ólíklegt er að hægt sé að fjarlægja amlodipin með blóðskilun.

Valsartan

Ólíklegt er að hægt sé að fjarlægja valsartan með blóðskilun.

Hýdróklórtíazíð

Ofskömmtun með hýdróklórtíazíði tengist minnkun á blóðsöltum (blóðkalíumlækkun, blóðklóríðalækkun) og ofþornun vegna mikillar þvagræsingar. Algengustu einkenni ofskömmtunar eru ógleði og svefnhöfgi. Blóðkalíumlækkun getur valdið vöðvakippum og/eða áberandi hjartsláttartruflunum í tengslum við samhliða notkun með digitalis glýkósíðum eða ákveðnum lyfjum við hjartsláttartruflunum.

Ekki hefur verið ákvarðað að hve miklu leyti hægt sé að fjarlægja hýdróklórtíazíð með blóðskilun

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf með verkun á renín-angíótensínkerfið, angíótensín II blokkar, aðrar blöndur, ATC-flokkur: C09DX01.

Verkunarháttur

Í Dafiro eru þrjú blóðþrýstingslækkandi lyf sem með mismunandi verkunarmáta lækka blóðþrýsting hjá sjúklingum með frumkominn háþrýsting: Amlodipin tilheyrir flokki kalsíumgangaloka, valsartan tilheyrir flokki angiotensin II viðtakablokka og hýdróklórtíazíð tilheyrir þvagræsilyfjum af flokki tíazíða. Samsetning þessara lyfja hefur samleggjandi blóðþrýstingslækkandi verkun.

Amlodipin/Valsartan/Hýdróklórtíazíð

Verkun og öryggi

Dafiro HCT var rannsakað í tvíblindri samanburðarrannsókn með virkum samanburði hjá sjúklingum með háþrýsting. Samtals 2.271 sjúklingur með í meðallagi alvarlegan eða alvarlegan háþrýsting (meðal slagbils-/þanbilsþrýstingur var 170/107 mmHg) fékk meðferð með amlodipini/valsartani/hýdróklórtíazíði 10 mg/320 mg/25 mg, valsartani/hýdróklórtíazíði

320 mg/25 mg, amlodipini/valsartani 10 mg/320 mg eða hýdróklórtíazíði/amlodipini 25 mg/10 mg. Í upphafi rannsóknarinnar fengu sjúklingarnir ávísað lægri skömmtum af samsetningunni sem þeir fengu meðferð með og voru skammtarnir auknir smám saman þar til fullum meðferðarskammti var náð á 2. viku.

Á 8. viku var meðal lækkun á slagbils-/þanbilsþrýstingi 39,7/24,7 mmHg hjá þeim sem fengu Dafiro HCT, 32,0/19,7 mmHg hjá þeim sem fengu valsartan/hýdróklórtíazíð, 33,5/21,5 mmHg hjá þeim sem fengu amlodipin/valsartan og 31,5/19,5 mmHg hjá þeim sem fengu amlodipin/hýdróklórtíazíð.

Meðferðin með þriggja lyfja samsetningunni hafði tölfræðilega yfirburði yfir meðferð með öllum þremur tveggja lyfja samsetningunum hvað varðar lækkun á þanbils- og slagbilsþrýstingi. Lækkun slagbils-/þanbilsþrýstings hjá þeim sem fengu Dafiro HCT var 7,6/5,0 mmHg meiri en hjá þeim sem fengu valsartan/hýdróklórtíazíð, 6,2/3,3 mmHg meiri en hjá þeim sem fengu amlodipin/valsartan og 8,2/5,3 mmHg meiri en hjá þeim sem fengu amlodipin/hýdróklórtíazíð. Hámarks blóðþrýstings- lækkandi áhrif komu fram 2 vikum eftir að meðferð með hámarksskammti af Dafiro HCT hófst. Tölfræðilega hærra hlutfall sjúklinga náði stjórn á blóðþrýstingi (<140/90 mmHg) með Dafiro HCT (71%) samanborið við allar hinar þrjár tveggja lyfja meðferðirnar, hverja fyrir sig (45-54%) (p<0,0001).

Þegar sjónum var beint að skráningu ferliblóðþrýstings með sírita (ambulatory blood pressure monitoring), hjá undirhópi 283 sjúklinga, komu fram klínískir og tölfræðilegir yfirburðir hvað varðar lækkun á 24 klukkustunda slagbils- og þanbilsþrýstingi hjá þeim sem fengu þriggja lyfja meðferðina, samanborið við meðferð með valsartani/hýdróklórtíazíði, valsartani/amlodipini og hýdróklórtíazíði/amlodipini.

Amlodipin

Verkunarháttur

Virka innihaldsefnið amlodipin í Dafiro HCT kemur í veg fyrir að kalsíumjónir komist yfir himnur inn í slétta vöðva í hjarta og æðum. Blóðþrýstingslækkandi verkun amlodipins verður vegna beinna slakandi áhrifa á slétta vöðva í æðum, sem dregur úr mótstöðu í útlægum æðum og blóðþrýstingi.

Lyfhrif

Upplýsingar úr rannsóknum benda til þess að amlodipin bindist bæði við bindiset dihydropyridins og bindiset sem ekki binda dihydropyridin. Samdráttarferli í hjartavöðva og sléttum vöðvum í æðum eru háð flutningi kalsíumjóna utan frumna inn í þessar frumur um sértæk jónagöng.

Eftir gjöf ráðlagðra skammta handa sjúklingum með háþrýsting veldur amlodipin æðavíkkun sem hefur í för með sér lækkun blóðþrýstings í útafliggjandi og uppréttri stöðu. Þessari lækkun blóðþrýstings fylgir ekki marktæk breyting á hjartsláttarhraða eða plasmaþéttni adrenvirkra efna við langvarandi notkun lyfsins.

Plasmaþéttni er í gagnkvæmu samræmi við áhrif hjá bæði ungum og öldruðum sjúklingum.

Hjá háþrýstingssjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi leiddu ráðlagðir skammtar amlodipins til minni æðamótstöðu í nýrum og til aukinnar gauklasíunar og virks plasmaflæðis um nýru, án breytinga á síunarhlutanum eða próteinmigu.

Eins og við á um aðra kalsíumgangaloka hafa blóðaflfræðilegar mælingar á hjartastarfsemi í hvíld og við álag (eða hröðun með gervigangráði) hjá sjúklingum með eðlilega sleglastarfsemi sem fengið hafa meðferð með amlodipini, yfirleitt sýnt smávegis aukningu hjartaútfalls án marktækra áhrifa á dP/dt eða á lokaþrýsting þanbils í vinstri slegli eða rúmmál í vinstri slegli. Í blóðaflfræðilegum rannsóknum hefur amlodipin ekki tengst neikvæðum áhrifum á samdráttarkraft hjartans þegar það er notað á ráðlögðu skammtabili handa heilbrigðum dýrum eða mönnum, jafnvel þegar það hefur verið notað samhliða beta-blokkum handa mönnum.

Amlodipin hefur hvorki áhrif á virkni gúlps- og hnallarhnúts (sinoatrial nodal function) né á leiðni milli gátta og slegla hjá heilbrigðum dýrum og mönnum. Í klínískum rannsóknum þar sem sjúklingum með annað hvort háþrýsting eða hjartaöng var gefið amlodipin ásamt beta-blokkum komu ekki fram nein áhrif á mæligildi hjartalínurits.

Notkun amlodipins hefur verið rannsökuð hjá sjúklingum með langvarandi áreynslubundna hjartaöng, æðakrampahjartaöng og kransæðasjúkdóm sem hefur verið staðfestur með æðamyndatöku.

Verkun og öryggi

Notkun hjá sjúklingum með háþrýsting

Slembiröðuð, tvíblind rannsókn á sjúkdómum – dauðsföllum (morbidity-mortality) sem kallast ALLHAT (Antihypertensive and Lipid-Lowering treatment to prevent Heart Attack Trial) var gerð til að bera nýrri meðferðir: amlodipin 2,5-10 mg/sólarhring (kalsíumgangaloki) eða lisinopril

10-40 mg/sólarhring (ACE-hemill) sem fyrsta valkost meðferðar, saman við meðferð með þvagræsilyfi af flokki tíazíða, clortalidon 12,5-25 mg/sólarhring við vægum eða í meðallagi alvarlegum háþrýstingi.

Samtals 33.357 sjúklingum með háþrýsting á aldrinum 55 ára eða eldri var slembiraðað og fylgt eftir í að meðaltali 4,9 ár. Sjúklingarnir voru með að minnsta kosti einn viðbótar áhættuþátt fyrir kransæðasjúkdómum, þar með talið: sögu um hjartadrep eða heilaslag (>6 mánuðum áður en þeir hófu þátttöku í rannsókninni) eða skráða sögu um aðra hjarta- og æðasjúkdóma vegna æðakölkunar (samtals 51,5%), sykursýki af tegund 2 (36,1%), HDL (high density lipoprotein) kólesteról <35 mg/dl eða <0,906 mmól/l (11,6%), þykknun á vinstri slegli sem greind hefur verið með hjartalínuriti eða hjartaómun (20,9%), reykingar (21,9%).

Aðalendapunkturinn var samsettur úr banvænum kransæðasjúkdómi eða hjartadrepi sem ekki leiddi til dauða. Enginn marktækur munur var á aðalendapunkti milli meðferðar sem grundvallaðist á amlodipini og meðferðar sem grundvallaðist á clortalidoni: áhættuhlutfall (RR – risk ratio) 0,98 95% öryggismörk (0,90-1,07) p=0,65. Á meðal aukaendapunkta var tíðni hjartabilunar (hluti af samsettum sameinuðum endapunkti fyrir hjarta- og æðasjúkdóma) marktækt hærri hjá þeim sem fengu amlodipin samanborið við þá sem fengu clortalidon (10,2% samanborið við 7,7%, áhættuhlutfall 1,38, 95% öryggismörk [1,25-1,52] P<0,001). Hinsvegar var enginn marktækur munur á dauðsföllum af öllum orsökum milli þeirra sem fengu meðferð sem grundvallaðist á amlodipini og þeirra sem fengu meðferð sem grundvallaðist á clortalidoni, áhættuhlutfall 0,96 95% öryggismörk [0,89-1,02] P=0,20.

Valsartan

Verkunarháttur

Valsartan er öflugur, sértækur angiotensin II viðtakablokki sem er virkur eftir inntöku. Það hefur sértæka verkun á AT1 undirflokk viðtaka en þekkt áhrif angiotensin II verða fyrir tilstilli hans.

Verkun og öryggi

Notkun valsartans handa sjúklingum með háþrýsting veldur lækkun á blóðþrýstingi án þess að hafa áhrif á hjartsláttartíðni.

Eftir notkun staks skammts kemur blóðþrýstingslækkandi verkun fram hjá flestum sjúklingum innan 2 klst. og hámarkslækkun blóðþrýstings næst innan 4-6 klst. Blóðþrýstingslækkandi áhrif vara í meira en 24 klst. eftir inntöku. Við endurtekna skammta næst hámarkslækkun blóðþrýstings, hvaða skammts sem er, yfirleitt innan 2-4 vikna.

Hýdróklórtíazíð

Verkunarháttur

Verkunarstaður þvagræsilyfja af flokki tíazíða er einkum í fjærpíplum nýrna (renal distal convoluted tubule). Sýnt hefur verið fram á að hásækniviðtaki í nýrnaberki er helsti bindistaður hvað varðar verkun þvagræsilyfja af flokki tíazíða og hömlun á NaCl (natríumklóríð) flutningi í fjærpíplum nýrna. Verkunarháttur tíazíða er hömlun á Na+Cl- dælu, hugsanlega með því að keppa um Cl- bindistað og hafa þannig áhrif á endurupptöku salta: bein áhrif með auknum útskilnaði natríums og klóríðs í nokkurn veginn sama magni og óbein áhrif með þvagræsingu sem minnkar plasmarúmmál, sem aftur leiðir til aukinnar virkni reníns í plasma, seytingar aldósteróns og kalíumtaps í þvagi, sem og minnkunar á kalíum í sermi.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Dafiro HCT hjá öllum undirhópum barna við frumkomnum háþrýstingi (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Annað: Tvöföld hömlun á renín-angíótensín-aldósterónkerfinu

Í tveimur stórum slembiröðuðum samanburðarrannsóknum (ONTARGET [ONgoing Telmisartan Alone and in combination with Ramipril Global Endpoint Trial] og VA NEPHRON-D [The Veterans Affairs Nephropathy in Diabetes]) var samsett meðferð með ACE-hemli og angíótensín II viðtakablokka rannsökuð.

ONTARGET rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sögu um hjarta- og æðasjúkdóm eða sjúkdóm í heilaæðum, eða sykursýki af tegund 2 ásamt vísbendingum um skemmdir í marklíffæri. VA NEPHRON-D rannsóknin var gerð hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og nýrnakvilla vegna sykursýki.

Þessar rannsóknir sýndu engan marktækan ávinning af meðferð hvað varðar nýru og/eða hjarta- og æðakerfi eða dánartíðni en á hinn bóginn kom fram aukin hætta á blóðkalíumhækkun, bráðum nýrnaskaða og/eða lágþrýstingi samanborið við einlyfjameðferð. Vegna líkra lyfhrifa þessara lyfja eiga þessar niðurstöður einnig við aðra ACE-hemla og angíótensín II viðtakablokka.

Þess vegna skal ekki nota ACE-hemla og angíótensín II viðtakablokka samhliða hjá sjúklingum með nýrnakvilla vegna sykursýki (sjá kafla 4.4).

ALTITUDE (Aliskiren Trial in Type 2 Diabetes Using Cardiovascular and Renal Disease Endpoints) rannsóknin var hönnuð til að kanna ávinning af því að bæta aliskireni við hefðbundna meðferð með ACE-hemli eða angíótensín II viðtakablokka hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 2 og langvinnan nýrnasjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóm eða hvort tveggja. Rannsóknin var stöðvuð snemma vegna aukinnar hættu á aukaverkunum. Dauðsfall vegna hjarta- og æðasjúkdóms og heilablóðfall var algengara hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu og oftar var tilkynnt um aukaverkanir og þær alvarlegu aukaverkanir sem sérstaklega var fylgst með (blóðkalíumhækkun, lágþrýstingur og vanstarfsemi nýrna) hjá hópnum sem fékk aliskiren en hjá hópnum sem fékk lyfleysu.

5.2Lyfjahvörf

Línulegt samband

Lyfjahvörf amlodipins, valsartans og hýdróklórtíazíðs eru línuleg.

Amlodipin/valsartan/hýdróklórtíazíð

Eftir inntöku Dafiro HCT hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum næst hámarks plasmaþéttni amlodipins á 6-8 klukkustundum, valsartans á 3 klukkustundum og hýdróklórtíazíðs á

2 klukkustundum. Hraði og magn frásogs amlodipins, valsartans og hýdróklórtíazíðs úr Dafiro HCT er það sama og þegar lyfin eru gefin hvert fyrir sig.

Amlodipin

Frásog

Eftir inntöku ráðlagðra skammta af amlodipini einu sér næst hámarksþéttni amlodipins í plasma á 6-12 klst. Reiknað hefur verið út að heildaraðgengi sé 64% til 80%. Fæðuneysla hefur ekki áhrif á aðgengi amlodipins.

Dreifing

Dreifingarrúmmál er um það bil 21 l/kg. Í in vitro rannsóknum á amlodipini hefur verið sýnt fram á að um það bil 97,5% af lyfinu í blóðrásinni eru bundin plasmapróteinum.

Umbrot

Amlodipin umbrotnar mikið (um það bil 90%) í lifur, í óvirk umbrotsefni.

Brotthvarf

Brotthvarf amlodipins úr plasma verður í tveimur köflum og lokahelmingunartími brotthvarfs er um það bil 30 til 50 klst. Jafnvægisþéttni í plasma næst eftir samfellda notkun í 7-8 daga. 10% af amlodipini sjálfu og 60% af umbrotsefnum amlodipins skiljast út í þvagi.

Valsartan

Frásog

Eftir inntöku valsartans eins sér næst hámarksþéttni valsartans í plasma á 2-4 klst. Heildaraðgengi valsartans er að meðaltali 23%. Fæða dregur úr útsetningu (metið á grundvelli AUC) fyrir valsartani um u.þ.b. 40% og minnkar hámarksþéttni í plasma (Cmax) um u.þ.b. 50%, enda þótt plasmaþéttni valsartans sé sambærileg 8 klst. eftir inntöku hjá bæði þeim hópnum sem var fastandi og þeim sem ekki var fastandi. Þessi minnkun AUC tengist hins vegar ekki klínískt marktækri minnkun meðferðarverkunar og því má nota valsartan með mat eða án.

Dreifing

Dreifingarrúmmál valsartans við jafnvægi, eftir notkun í bláæð, er um það bil 17 lítrar, sem bendir til þess að valsartan dreifist ekki mikið til vefja. Valsartan er mikið bundið sermispróteinum (94-97%), einkum albumini í sermi.

Umbrot

Valsartan umbrotnar ekki mikið, því einungis um það bil 20% af gefnum skammti endurheimtist sem umbrotsefni. Lág þéttni hýdroxýumbrotsefnis hefur mælst í plasma (innan við 10% af AUC fyrir valsartan). Þetta umbrotsefni er lyfjafræðilega óvirkt.

Brotthvarf

Lyfjahvörf valsartans gerast í mörgum veldisföllum (multiexponential decay kinetics) (t½α <1 klst. og t½β u.þ.b. 9 klst.). Brotthvarf valsartans verður einkum í hægðum (um það bil 83% skammtsins) og þvagi (um það bil 13% skammtsins), aðallega í óumbreyttu formi. Eftir gjöf í bláæð er úthreinsun valsartans úr plasma um það bil 2 l/klst. og nýrnaúthreinsunin er 0,62 l/klst. (um það bil 30% af heildarúthreinsun). Helmingunartími valsartans er um það bil 6 klst.

Hýdróklórtíazíð

Frásog

Frásog hýdróklórtíazíðs eftir inntöku er hratt (tmax um 2 klukkustundir). Aukning í meðaltali AUC er línuleg og í réttu hlutfalli við skammta á meðferðarbilinu.

Áhrif fæðu á frásog hýdróklórtíazíðs, ef einhver eru, hafa lítið klínískt mikilvægi. Heildaraðgengi hýdróklórtíazíðs er 70% eftir inntöku.

Dreifing

Sýnilegt (apparent) dreifingarrúmmál er 4-8 l/kg. Hýdróklórtíazíð í blóðrásinni er bundið próteinum í sermi (40-70%), einkum albúmíni í sermi. Hýdróklórtíazíð safnast einnig upp í rauðu blóðkornunum í um það bil 3 faldri þeirri þéttni sem er í plasma.

Umbrot

Hýdróklórtíazíð skilst aðallega út á óbreyttu formi.

Brotthvarf

Helmingunartími útskilnaðar hýdróklórtíazíðs úr plasma er að meðaltali 6 til 15 klst. í endanlega útskilnaðarfasanum. Engin breyting er á lyfjahvörfum hýdróklórtíazíðs eftir endurtekna skammta og uppsöfnun er í lágmarki þegar lyfið er gefið einu sinni á dag. Meira en 95% af skammtinum sem frásogast, skilst út á óbreyttu formi í þvagi. Úthreinsun um nýru verður annars vegar með síun og hins vegar með virkri seytingu inn í nýrnapíplur.

Sérstakir sjúklingahópar

Börn (yngri en 18 ára)

Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um lyfjahvörf hjá börnum.

Aldraðir (65 ára og eldri)

Hámarksþéttni amlodipins í plasma næst á svipuðum tíma hjá ungum og öldruðum sjúklingum. Hjá öldruðum sjúklingum er tilhneiging til hægari úthreinsunar amlodipins sem leiðir til stækkunar flatarmáls undir ferli (AUC) og lengri helmingunartíma brotthvarfs. Meðaltalsgildi almenns (systemic) AUC fyrir valsartan er yfir 70% hærra hjá öldruðum en ungum og skal því gæta varúðar þegar skammtar eru stækkaðir.

Almenn útsetning fyrir valsartani er örlítið meiri hjá öldruðum samanborið við unga einstaklinga, en ekki hefur verið sýnt fram á að þetta sé klínískt mikilvægt.

Takmarkaðar upplýsingar benda til þess að almenn (systemic) úthreinsun hýdróklórtíazíðs sé minni hjá öldruðum, bæði heilbrigðum og þeim sem eru með háþrýsting, samanborið við unga heilbrigða sjálfboðaliða.

Þar sem öll þrjú virku innihaldsefnin þolast jafn vel hjá yngri og eldri sjúklingum, er ráðlagt að nota venjulega skammta (sjá kafla 4.2).

Skert nýrnastarfsemi

Skert nýrnastarfsemi hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf amlodipins. Eins og gera má ráð fyrir varðandi lyf sem um gildir að nýrnaúthreinsun er einungis 30% af heildarúthreinsun úr plasma, kom ekki fram neitt gagnkvæmt samband milli nýrnastarfsemi og almennrar (systemic) útsetningar fyrir valsartani.

Sjúklingar með vægt eða í meðallagi skerta nýrnastarfsemi mega því fá venjulegan upphafsskammt (sjá kafla 4.2 og 4.4).

Þegar um skerðingu á nýrnastarfsemi er að ræða verður hækkun á meðalgildum hámarksþéttni í plasma og AUC fyrir hýdróklórtíazíð og hraði útskilnaðar með þvagi minni. Hjá sjúklingum með vægt til í meðallagi skerta nýrnastarfsemi hefur komið fram 3 föld aukning á AUC fyrir hýdróklórtíazíð. Hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi hefur komið fram 8 föld aukning á AUC. Ekki má nota Dafiro HCT handa sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi, þvagþurrð eða sem eru í skilunarmeðferð (sjá kafla 4.3).

Skert lifrarstarfsemi

Mjög takmarkaðar klínískar upplýsingar liggja fyrir um notkun amlodipins hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi er úthreinsun amlodipins hægari, sem leiðir til um það bil 40-60% aukningar AUC. Hjá sjúklingum með vægan til í meðallagi alvarlegan, langvarandi lifrarsjúkdóm er útsetning (metið á grundvelli gilda AUC) fyrir valsartani að meðaltali tvöföld á við það sem gerist hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum (parað miðað við aldur, kyn og líkamsþyngd). Skert lifrarstarfsemi er frábending við notkun Dafiro HCT vegna þess að það inniheldur valsartan (sjá kafla 4.2 og 4.3).

5.3Forklínískar upplýsingar

Amlodipin/valsartan/hýdróklórtíazíð

Í margskonar forklínískum rannsóknum á öryggi sem gerðar voru hjá nokkrum dýrategundum á amlodipini, valsartani, hýdróklórtíazíði, valsartani/hýdróklórtíazíði, amlodipini/valsartani og amlodipini/valsartani/hýdróklórtíazíði (Dafiro HCT), kom ekkert fram sem benti til almennra eiturverkana eða eiturverkana á marklíffæri sem hafði slæm áhrif á þróun Dafiro HCT til klínískrar notkunar hjá mönnum.

Forklínískar rannsóknir á öryggi sem stóðu yfir í allt að 13 vikur voru gerðar á amlodipini/valsartani/hýdróklórtíazíði hjá rottum. Samsetningin olli viðbúinni fækkun rauðra blóðkorna (blóðkorna, blóðrauða, blóðkornaskila og netfrumna), aukningu þvagefnis í sermi, aukningu kreatíníns í sermi, aukningu kalíums í sermi, ofvexti juxtaglomerular frumna í nýrum og staðbundnum fleiðrum í kirtilmaga rotta. Allar þessar breytingar gengu til baka eftir 4 vikna batatímabil og voru taldar vera ýkt lyfhrif.

Amlodipin/valsartan/hýdróklórtíazíð samsetningin var ekki rannsökuð með tilliti til eiturverkana á erfðaefni eða krabbameinsvaldandi áhrifa þar sem ekkert benti til milliverkana milli þessara lyfja, sem hafa lengi verið á markaði. Amlodipin, valsartan og hýdróklórtíazíð hafa hins vegar verið rannsökuð hvert í sínu lagi með tilliti til eiturverkana á erfðaefni eða krabbameinsvaldandi áhrifa og voru niðurstöðurnar neikvæðar.

Amlodipin

Eiturverkun á æxlun

Í rannsóknum á æxlun hjá rottum og músum hefur orðið vart við seinkun gots, lengingu hríða og minni lifun unga við skammta u.þ.b. 50 sinnum stærri en hámarks ráðlagður skammtur hjá mönnum, í mg/kg.

Skert frjósemi

Engin áhrif sáust á frjósemi hjá rottum sem fengu amlodipin (karldýr í 64 daga og kvendýr í 14 daga fyrir mökun) í skömmtum allt að 10 mg/kg/dag (8 sinnum* hámarks ráðlagður skammtur hjá mönnum, 10 mg sé miðað við mg/m2). Í annarri rannsókn, þar sem karlkyns rottur fengu amlodipin besilat í

30 daga í skömmtum sambærilegum við skammta hjá mönnum í mg/kg, varð vart við lækkuð gildi eggbússtýrihormóns (follicle-stimulating hormone, FSH) og testósteróns í plasma, auk minnkaðrar þéttni sáðfrumna og minni fjölda þroskaðra sáðfrumna og Sertoli frumna.

Krabbameinsvaldandi og stökkbreytandi áhrif

Engin merki sáust um krabbameinsvaldandi áhrif hjá rottum og músum sem fengu amlodipin í fæðu í tvö ár í styrk sem dugði til að gefa dagsskammta sem námu 0,5, 1,25 og 2,5 mg/kg/dag. Hæsti styrkurinn (sem hjá músum var svipaður og hámarks ráðlagður klínískur skammtur, 10 mg sé miðað við mg/m2, en hjá rottum tvisvar sinnum* stærri) var nálægt hæsta skammti sem þoldist hjá músum, en ekki hjá rottum.

Í rannsóknum á stökkbreytandi áhrifum komu ekki í ljós nein áhrif sem tengdust lyfinu, hvorki á gen né litninga.

*Miðað við að líkamsþyngd sjúklings sé 50 kg

Valsartan

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum, eiturverkunum á æxlun og þroska.

Hjá rottum reyndust skammtar, sem ollu eiturverkunum á mæður (600 mg/kg/dag) og gefnir voru á síðustu dögum meðgöngu og meðan afkvæmin voru höfð á spena, hafa í för með sér skemmri lifun, minni þyngdaraukningu og seinkaðan þroska (los á úteyra og op á hlust) hjá afkvæmum (sjá

kafla 4.6). Þessir skammtar hjá rottum (600 mg/kg/dag) samsvara u.þ.b. 18 földum hámarksskammti sem ráðlagður er fyrir menn miðað við mg/m2 (útreikningar miðast við að tekinn sé inn 320 mg skammtur á dag og sjúklingurinn sé 60 kg).

Íöðrum rannsóknum á öryggi en klínískum rannsóknum höfðu stórir skammtar af valsartani (200 til 600 mg/kg líkamsþyngdar) hjá rottum í för með sér lækkun á gildum rauðra blóðfrumna (rauð blóðkorn, blóðrauði, blóðkornaskil) og vísbendingar um breytingar á nýrnablóðflæði (lítið eitt aukið þvagefni í blóði og ofvöxt og lútsækni (basophilia) í nýrnapíplum hjá karldýrum). Þessir skammtar hjá

rottum (200 til 600 mg/kg/dag) samsvara u.þ.b. 6 og 18 földum hámarksskammti sem ráðlagður er fyrir menn miðað við mg/m2 (útreikningar miðast við að tekinn sé inn 320 mg skammtur á dag og sjúklingurinn sé 60 kg).

Ísilkiöpum höfðu sambærilegir skammtar í för með sér hliðstæðar breytingar, en þó alvarlegri, sérstaklega í nýrunum þar sem breytingarnar þróuðust í nýrnakvilla (nephropathy) sem hafði í för með sér hækkun á þvagefni og kreatíníni í blóði.

Ofvöxtur júxtaglómerúlarfrumna í nýrum kom einnig fram hjá báðum tegundunum Allar breytingar voru taldar stafa af lyfjafræðilegri verkun valsartans sem veldur langvarandi lágþrýstingi, sérstaklega hjá silkiöpum. Ofvöxtur júxtaglómerúlarfrumna í nýrum virðist ekki skipta neinu máli hjá mönnum sem fá meðferðarskammta af valsartani.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

Töflukjarni

Örkristölluð sellulósa Crospovidon Vatnsfrí kísilkvoða Magnesíumsterat

Töfluhúð

Hýprómellósa

Títantvíoxíð (E171)

Macrogol 4000

Talkúm

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

Töflukjarni

Örkristölluð sellulósa Crospovidon Vatnsfrí kísilkvoða Magnesíumsterat

Töfluhúð

Hýprómellósa

Macrogol 4000

Talkúm

Títantvíoxíð (E171)

Gult járnoxíð (E172)

Rautt járnoxíð (E172)

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Töflukjarni

Örkristölluð sellulósa Crospovidon Vatnsfrí kísilkvoða Magnesíumsterat

Töfluhúð

Hýprómellósa

Macrogol 4000

Talkúm

Títantvíoxíð (E171)

Gult járnoxíð (E172)

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Töflukjarni

Örkristölluð sellulósa Crospovidon Vatnsfrí kísilkvoða Magnesíumsterat

Töfluhúð

Hýprómellósa

Macrogol 4000

Talkúm

Gult járnoxíð (E172)

Dafiro HCT 10 mg/320 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

Töflukjarni

Örkristölluð sellulósa Crospovidon Vatnsfrí kísilkvoða Magnesíumsterat

Töfluhúð

Hýprómellósa

Macrogol 4000

Talkúm

Gult járnoxíð (E172)

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 30°C.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

6.5Gerð íláts og innihald

PVC/PVDC þynnur. Ein þynna inniheldur 7, 10 eða 14 filmuhúðaðar töflur. Pakkningastærðir: 14, 28, 30, 56, 90, 98 eða 280 filmuhúðaðar töflur.

Fjölpakkningar með 280 töflum, sem samanstanda af 20 öskjum, sem hver inniheldur 14 töflur.

PVC/PVDC rifgataðar stakskammtaþynnur til notkunar á sjúkrahúsum: Pakkningastærðir: 56, 98 eða 280 filmuhúðaðar töflur.

Fjölpakkningar með 280 töflum, sem samanstanda af 4 öskjum, sem hver inniheldur 70 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Novartis Europharm Limited

Frimley Business Park

Camberley GU16 7SR

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/09/574/001-012

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/09/574/013-024

Dafiro HCT 5 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/09/574/025-036

Dafiro HCT 10 mg/160 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/09/574/037-048

Dafiro HCT 10 mg/320 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur

EU/1/09/574/049-060

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 04. nóvember2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 06. nóvember2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf