Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Dexdor (dexmedetomidine hydrochloride) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N05CM18

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsDexdor
ATC-kóðiN05CM18
Efnidexmedetomidine hydrochloride
FramleiðandiOrion Corporation

1.HEITI LYFS

Dexdor 100 míkrógrömm/ml innrennslisþykkni, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml af þykkni inniheldur dexmedetomidín hýdróklóríð sem jafngildir 100 míkrógrömmum af dexmedetomidíni.

Hver 2 ml lykja inniheldur 200 míkrógrömm dexmedetomidín.

Hvert 2 ml hettuglas inniheldur 200 míkrógrömm dexmedetomidín.

Hvert 4 ml hettuglas inniheldur 400 míkrógrömm dexmedetomidín.

Hvert 10 ml hettuglas inniheldur 1.000 míkrógrömm dexmedetomidín.

Eftir þynningu á þéttni endanlegrar lausnar að vera annaðhvort 4 míkrógrömm/ml eða 8 míkrógrömm/ml.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innrennslisþykkni, lausn (sæft þykkni).

Þykknið er tær, litlaus lausn, pH 4,5 – 7,0.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Róandi lyf handa fullorðnum sjúklingum á gjörgæslu sem þurfa slævingu sem er ekki meiri en að hægt er að vekja sjúklinginn með því að tala við hann (samkvæmt Richmond Agitation-Sedation Scale (RASS) 0 til -3).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Eingöngu til notkunar á sjúkrahúsi. Gjöf Dexdor á að vera í höndum heilbrigðisstarfsfólks sem hefur fengið þjálfun í meðferð gjörgæslusjúklinga.

Skammtar

Skipta má yfir í dexmedetomidín hjá sjúklingum sem þegar hafa verið barkaþræddir og fengið slævingu, með upphafsinnrennslishraða 0,7 míkrógrömm/kg/klst. sem síðan má stilla smám saman í skammta á bilinu 0,2 til 1,4 míkrógrömm/kg/klst. til þess að ná fram ákjósanlegri slævingu eftir svörun sjúklings. Íhuga skal hægari upphafsinnrennslishraða hjá veikburða sjúklingum. Dexmedetomidín er mjög öflugt og innrennslishraði er gefinn í

klukkustundum.

Eftir breytingu skammta getur það tekið allt að 1 klst. áður en stöðugt ástand slævingar næst á ný.

Hámarksskammtur

Hámarksskammtur skal ekki vera stærri en, 1,4 míkrógrömm/kg/klst. Nái sjúklingar ekki nægjanlegri slævingu með hámarksskammti af dexmedetomidín á að skipta yfir í annað lyf til slævingar.

Ekki er mælt með notkun hleðsluskammts af Dexdor þar sem hann tengist auknum aukaverkunum. Hægt er að gefa propofol eða midazolam ef þörf krefur þar til klínískum áhrifum dexmedetomidíns er náð.

Meðferðarlengd

Engin reynsla er af notkun Dexdor lengur en í 14 daga. Lengri notkun Dexdor þarf að endurmeta reglulega.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Yfirleitt þarf ekki að breyta skömmtum hjá öldruðum.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Dexmedetomidín umbrotnar í lifur og gæta þarf varúðar þegar það er notað hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Hugsanlega má nota minni viðhaldsskammt (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Dexdor hjá börnum á aldrinum 0 til 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 4.8, 5.1 og 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Dexdor má aðeins gefa eftir þynningu með innrennsli í bláæð með vottuðum innrennslisbúnaði. Upplýsingar um þynningu lyfsins fyrir lyfjagjöf, sjá kafla 6.6.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Verulegt leiðslurof (2. eða 3. gráðu) nema sjúklingur sé með gangráð.

Lágþrýstingur sem ekki næst stjórn á.

Bráð tilvik um heilaæðasjúkdóma (cerebrovascular conditions).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eftirlit

Dexdor á að nota á gjörgæslu og ekki er mælt með notkun annars staðar. Fylgjast skal stöðugt með hjartastarfsemi meðan á Dexdor innrennsli stendur. Fylgjast skal með öndun hjá sjúklingum sem ekki hafa verið barkaþræddir vegna hættu á öndunarbælingu og í einhverjum tilfellum öndunarstöðvun (sjá kafla 4.8).

Almennar varúðarráðstafanir

Þar sem ekki á að gefa Dexdor sem hleðsluskammt eða stakan skammt, skal sá sem gefur lyfið vera viðbúinn því að nota annað slævandi lyf við skyndilegri geðæsingu eða meðan á aðgerð stendur, sérstaklega á fyrstu klukkustundum meðferðar.

Komið hefur í ljós að suma sjúklinga er auðvelt að vekja og eru vakandi við örvun. Þetta eitt og sér á ekki að líta á sem skort á verkun ef önnur klínísk einkenni eru ekki til staðar.

Dexdor á hvorki að nota fyrir barkaþræðingu né til slævingar meðan á vöðvaslakandi meðferð stendur.

Dexmedetomidín hefur ekki sömu krampastillandi verkun og sum önnur slævandi lyf og mun ekki bæla undirliggjandi krampavirkni.

Gæta skal varúðar ef dexmedetomidín er gefið ásamt öðrum slævandi lyfjum eða lyfjum sem hafa áhrif á hjarta og æðar þar sem viðbótaráhrif geta komið fram.

Áhrif á hjarta- og æðar og varúðarráðstafanir

Dexmedetomidín hægir á hjartslætti og lækkar blóðþrýsting vegna miðlægra andadrenvirkra áhrifa en veldur útlægri æðaþrengingu við hærri þéttni sem veldur háþrýstingi (sjá kafla 5.1). Dexmedetomidín veldur yfirleitt ekki djúpri slævingu og auðvelt er að vekja sjúklinga. Dexmedetomidín hentar því ekki sjúklingum þegar þessi verkun á ekki við, t.d. þegar samfelld djúp slæving er nauðsynleg eða þegar um alvarlegan óstöðugleika í hjarta og æðum er að ræða.

Gæta skal varúðar þegar dexmedetomidín er gefið sjúklingum með hægslátt. Upplýsingar um áhrif Dexdor hjá sjúklingum með púls <60 eru mjög takmarkaðar og gæta skal sérstakrar varúðar hjá þeim sjúklingum. Yfirleitt er ekki nauðsynlegt að meðhöndla hægslátt en hann svarar oftast andkólínvirkum lyfjum eða skammtaminnkun þar sem þess er þörf. Sjúklingar í mjög mikilli líkamlegri þjálfun og með lágan hvíldarpúls geta verið sérstaklega næmir fyrir hægsláttaráhrifum alfa-2 viðtaka hemla og greint hefur verið frá tilvikum um tímabundna sínusstöðvun (sinus arrest).

Blóðþrýstingslækkandi áhrif dexmedetomidíns geta verið meiri hjá sjúklingum sem eru með lágþrýsting fyrir (einkum ef þeir sýna ekki svörun við æðaþrengjandi lyfjum), blóðþurrð, langvinnan lágþrýsting eða minnkaða starfshæfni æða t.d. sjúklingar með verulega vanstarfsemi í slegli og hjá öldruðum og gæta þarf sérstakrar varúðar í þeim tilvikum (sjá kafla 4.3). Yfirleitt er ekki nauðsynlega að meðhöndla lágþrýsting sérstaklega en læknar þurfa að vera tilbúnir til að grípa inn í og minnka skammt, gefa vökva og/eða æðaþrengjandi lyf.

Hjá sjúklingum með skerta útlæga ósjálfráða virkni (t.d. vegna mænuskaða) geta breytingar á blóðflæði verið meiri eftir að meðferð með dexmedetomidíni hefst og því þarf að gæta varúðar við meðferð þeirra.

Skammvinnur háþrýstingur hefur komið fram aðallega meðan á gjöf hleðsluskammts stendur í tengslum við áhrif dexmedetomidíns á útlæga æðaþrengingu og hleðsluskammtur er ekki ráðlagður. Yfirleitt hefur ekki verið nauðsynlegt að meðhöndla háþrýsting en ráðlegt getur verið að draga úr hraða samfellda innrennslisins.

Staðbundin æðaþrenging við hærri þéttni getur verið meiri hjá sjúklingum með blóðþurrðarhjartasjúkdóm eða alvarlegan sjúkdóm í heilaæðum og þarf að fylgjast náið með. Hugsanlega þarf að minnka skammta eða hætta meðferð hjá sjúklingum sem fá blóðþurrðareinkenni í hjarta eða heila.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Gæta á varúðar þegar um verulega skerta lifrarstarfsemi er að ræða þar sem minni blóðhreinsun getur valdið því að skammtur lyfsins verði of stór en það eykur hættu á aukaverkunum, of mikilli slævingu eða langvarandi áhrifum.

Sjúklingar með taugaskaða

Takmörkuð reynsla er af dexmedetomidíni við alvarlega taugaskaða eins og eftir höfuðáverka og eftir taugaskurðaðgerð og gæta skal varúðar í þeim tilvikum, einkum ef djúp slæving er nauðsynleg. Dexmedetomidín getur dregið úr blóðflæði í heila og innankúpuþrýstingi og það ber að hafa í huga við val á meðferð.

Annað

Alpha-2 örvar hafa sjaldan verið tengdir fráhvarfseinkennum þegar notkun eftir langtíma notkun hefur snögglega verið hætt. Þennan möguleika þarf að hafa í huga ef geðæsing og háþrýstingur koma fram hjá sjúklingi skömmu eftir að gjöf dexmedetomidíns hefur verið hætt.

Ekki er vitað hvort notkun dexmedetomidíns sé örugg hjá sjúklingum sem eru næmir fyrir illkynja ofhitnun, því er ekki mælt með notkun þess. Dexdor meðferð á að hætta þegar um viðvarandi óútskýrðan hita er að ræða.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

Þegar dexmedetomidín er gefið ásamt svæfingarlyfjum, slævandi lyfjum, svefnlyfjum og ópíóíðum er viðbúið að áhrifin magnist, þar á meðal róandi og svæfandi áhrif, sem og áhrif á hjarta og lungu. Sérstakar rannsóknir á isoflúrani, propofol, alfentanil og midazolam hafa staðfest aukin áhrif.

Ekki hefur verið sýnt farm á milliverkanir á lyfjahvörfum dexmedetomidíns og isoflúrans, propofols, alfentanils og midazolams. Vegna hugsanlegra lyfhrifamilliverkana þegar þessi lyf eru gefin ásamt dexmedetomidíni getur þó þurft að minnka skammt dexmedetomidíns eða svæfingarlyfsins, slævandi lyfsins, svefnlyfsins eða ópíóíða sem gefin eru samhliða.

Rannsókn hefur verið gerð með örveruræktun á lifrarfrymisögnum úr mönnum (human liver microsome incubations) á hömlun dexmedetomidíns á CYP ensím, þar með talið CYP2B6. Rannsókn in vitro bendir til hugsanlegrar milliverkunar hjá dexmedetomidíni og hvarfefna sem umbrotna aðallega fyrir tilstuðlan CYP2B6.

Virkjun dexmedetomidíns in vitro sást hjá CYP1A2, CYP2B6, CYP2C8, CYP2C9 og CYP3A4, og ekki er hægt að útiloka virkjun in vivo. Klínísk marktækni þessa er ekki þekkt.

Hafa þarf í huga mögulega aukningu á blóðþrýstingslækkandi áhrifum og auknum áhrifum á hægslátt hjá sjúklingum sem fá önnur lyf sem hafa þessi áhrif til dæmis beta-blokkar, þó svo rannsókn á milliverkunum við esmolol hafi sýnt lítilsháttar aukningu áhrifa.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun dexmedetomidíns á meðgöngu.

Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Dexdor er hvorki ætlað til notkunar á meðgöngu né handa konum á barneignaraldri sem ekki nota getnaðarvarnir.

Brjóstagjöf

Fyrirliggjandi upplýsingar hjá rottum sýna að dexmedetomidín eða umbrotsefni skiljast út í móðurmjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta meðferð með dexmedetomidíni.

Frjósemi

Dexmedetomidín hafði ekki áhrif á frjósemi hjá karlkyns eða kvenkyns dýrum í rannsókn á frjósemi hjá rottum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Á ekki við.

4.8Aukaverkanir

Yfirlit yfir öryggi

Algengustu aukaverkanir dexmedetomidíns sem greint hefur verið frá eru lágþrýstingur sem kemur fram hjá u.þ.b. 25% sjúklinga, háþrýstingur hjá u.þ.b. 15% og hægsláttur sem kemur fram hjá u.þ.b. 13% sjúklinga.

Lágþrýstingur og hægsláttur voru einnig algengustu alvarlegu aukaverkanirnar í tengslum við dexmedetomidín og komu fram hjá 1,7% og 0,9% sjúklingum á gjörgæsludeild, sem valdir voru með slembivali.

Tafla með aukaverkunum

Aukaverkunum sem taldar eru upp í töflu 1 hefur verið safnað saman úr klínískum rannsóknum á gjörgæsludeildum.

Aukaverkanirnar eru taldar upp samkvæmt tíðni, algengustu aukaverkanirnar eru taldar upp fyrst, samkvæmt eftirfarandi: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000).

Tafla 1. Aukaverkanir

Efnaskipti og næring

Algengar:

Hár blóðsykur, lágur blóðsykur

Sjaldgæfar:

Efnaskiptablóðsýring, lágt albúmín í blóði

Geðræn vandamál

Algengar: Óróleiki

Sjaldgæfar: Ofskynjanir

Hjarta

 

Mjög algengar:

Hægsláttur*

Algengar:

Blóðþurrð í hjarta eða hjartadrep , hraðsláttur

Sjaldgæfar:

Gáttasleglarof af fyrstu gráðu, minnkað hjartaútfall

Æðar

 

Mjög algengar:

Lágþrýstingur*, háþrýstingur*

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Algengar:

Öndunarbæling

Sjaldgæfar:

Mæði, öndunarstöðvun

Meltingarfæri

 

Algengar:

Ógleði, uppköst, munnþurrkur

Sjaldgæfar:

Uppþemba

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Algengar:

Fráhvarfseinkenni, ofurhiti (hyperthermia)

Sjaldgæfar:

Lyfið hefur ekki áhrif, þorsti.

* Sjá kaflann Lýsing á völdum aukaverkunum

Lýsing á völdum aukaverkunum

Klínískt marktækan lágþrýsting eða hægslátt á að meðhöndla eins og lýst er í kafla 4.4.

Hjá tiltölulega heilbrigðum einstaklingum sem ekki voru á gjörgæsludeild og fengu dexmedetomidín leiddi hægsláttur stundum til hjartastopps eða hjartsláttarhlés. Einkennin gengu til baka þegar fótum var lyft eða andkólínvirk lyf eins og atrópín eða glycopyrrolat voru gefin. Einstaka tilvik hægsláttar hafa þróast í rafleysu (asystole) hjá sjúklingum sem voru fyrir með hægslátt.

Háþrýstingur hefur verið tengdur notkun hleðsluskammts og hægt er að draga úr þessum áhrifum með því að forðast hleðsluskammt, draga úr innrennslishraða eða minnka hleðsluskammtinn.

Börn

Börn > 1 mánaða, aðallega börn sem gengist höfðu undir aðgerð, voru metin við meðferð í allt að 24 klst. á gjörgæslu og sýnt var fram á svipað öryggi og hjá fullorðnum. Mjög takmarkaðar

upplýsingar eru fyrirliggjandi varðandi nýbura (eftir 28 – 44 vikna meðgöngu) og eru þær takmarkaðar við ≤ 0,2 míkrógrömm/kg/klst. viðhaldsskammta. Í gögnum hefur verið greint frá einu tilviki hægsláttar vegna lækkunar líkamshita hjá nýbura.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Greint hefur verið frá nokkrum tilvikum ofskömmtunar í klínískum rannsóknum og eftir markaðs- setningu. Mesti innrennslishraði dexmedetomidíns sem greint hefur verið frá í þessum tilvikum hefur verið allt að 60 míkrógrömm/kg/klst. í 36 mínútur hjá 20 mánaða barni og 30 míkrógrömm /kg/klst. í 15 mínútur hjá fullorðnum. Algengustu aukaverkanirnar sem greint var frá í tengslum við ofskömmtun í þessum tilvikum voru m.a. hægsláttur, lágþrýstingur, ofslæving, svefnhöfgi og hjartastopp.

Meðferð

Draga á úr eða hætta alveg innrennsli með dexmedetomidíni í tilvikum ofskömmtunar með klínískum einkennum. Fyrst og fremst má búast við áhrifum á hjarta og æðar sem ber að meðhöndla samkvæmt klínískum einkennum (sjá kafla 4.4). Við mikla þéttni getur háþrýstingur verið meira áberandi en lágþrýstingur. Í klínískum rannsóknum gekk sínusstöðvun sjálfkrafa til baka eða svaraði meðferð með atrópíni og glycopyrrolati. Í einstaka tilviki var endurlífgun nauðsynleg þegar um verulega ofskömmtun, sem olli hjartastoppi, var að ræða.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Svefnlyf og slævandi lyf, önnur svefnlyf og slævandi lyf. ATC flokkur: N05CM18

Dexmedetomidín er sértækur alfa-2 viðtaka örvi með margskonar lyfjafræðilega eiginleika. Lyfið hefur andadrenvirk áhrif með því að draga úr losun noradrenalíns frá taugaendum í semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins. Róandi áhrifin stafa af samdrætti í taugaboðum frá coeruleus kjarna, sem er helsti noradrenvirki kjarninn, staðsettur í heilastofni. Dexmedetomidín hefur verkjastillandi áhrif og dregur úr þörf fyrir notkun svefn- og verkjalyfja. Áhrif á hjarta og æðar eru skammtaháð, með minni innrennslishraða eru miðlæg áhrif ríkjandi sem leiðir til hægari hjartsláttar og lægri blóðþrýstings. Við stærri skammta er útlæg æðaþrenging ríkjandi sem veldur auknu æðaviðnámi og blóðþrýstingshækkun, og þá dregur frekar úr hjartsláttartíðni. Dexmedetomidín hefur lítil öndunarbælandi áhrif þegar gefið heilbrigðum einstaklingum sem einlyfjameðferð.

Í samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá sjúklingum á gjörgæsludeild, sem höfðu gengist undir aðgerð, verið barkaþræddir og slævðir með midazolam eða propofoli, dró Dexdor marktækt úr þörf fyrir slævandi lyfi til viðbótar (midazolam eða propofoli) og ópíóíðum meðan á allt að 24 klst. slævingu stóð. Flestir sjúklinga sem fengu dexmedetomidín þurftu ekki viðbótar slævingu. Hægt var að gera barkaþræðingu á sjúklingum vandræðalaust án þess að stöðva Dexdor innrennsli. Rannsóknir utan gjörgæsludeilda hafa staðfest að hægt er að gefa sjúklingum Dexdor án barkaþræðingar á öruggan máta ef nægjanlegt eftirlit er tryggt.

Dexmedetomidín var svipað midazolami (hlutfall 1,07; 95% CI 0,971, 1,176) og propofoli (hlutfall 1,00; 95% CI 0,922, 1,075) varðandi tímann sem það tók að ná þeirri slævingu sem stefnt var að, hjá sjúklingum sem þurftu létta til í meðallagi mikla slævingu (RASS 0 til -3) á gjörgæsludeild í allt að 14 daga, það stytti tímann sem sjúklingur þurfti að vera í öndunarvél borið saman við midazolam og stytti tímann þar til hægt var að taka út barkaopspípu samanborið við midazolam og propofol. Samanborið við propofol og midazolam var auðveldara að vekja sjúklinga, þeir voru samvinnuþýðari og hæfari til að láta vita hvort þeir væru með verki eða ekki. Hjá sjúklingum sem fengu dexmedetomidín kom oftar fram lágþrýstingur og hægsláttur en sjaldnar hraðsláttur, borið saman við þá sem fengu midazolam, og hraðsláttur var algengari, en lágþrýstingur var svipaður og hjá þeim sem fengu propofol. Í rannsókn dró úr óráði samkvæmt CAM-ICU kvarða samanborið við þá sem fengu midazolam og tíðni aukaverkana tengdum óráði var lægri hjá þeim sem fengu dexmedetomidín samanborið við þá sem fengu propofol.

Breytt var um lyf hjá sjúklingum sem voru teknir úr rannsókninni vegna ónógrar slævingar og þeim gefið annaðhvort propofol eða midazolam. Hættan á ónógri slævingu jókst hjá sjúklingum, sem erfitt var að slæva með staðlaðri meðferð, skömmu áður en breytt var um lyf.

Sýnt var fram á verkun hjá börnum í rannsókn með samanburði á skömmtum, sem gerð var á gjörgæsludeild, hjá sjúklingum á aldrinum 1 mánaða til ≤ 17 ára, sem flestir höfðu gengist undir skurðaðgerð. Um það bil 50% sjúklinga, sem fengu meðferð með dexmedetomidíni, þurftu ekki neyðargjöf til viðbótar af midzolami á meðferðartímabili að miðgildi 20,3 klst., sem var ekki lengra en 24 klst. Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi meðferð í > 24 klst. Mjög takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi varðandi nýbura (eftir 28 – 44 vikna meðgöngu) og eru þær takmarkaðar við litla skammta (≤ 0,2 míkrógrömm/kg/klst.) (sjá kafla 5.2 og 4.4). Nýburar geta verið sérstaklega næmir fyrir hægsláttar áhrifum Dexdor þegar um kælingu er að ræða og við minnkað hjartsláttartíðni háð blóðflæði til hjartans.

Í tvíblindri samanburðarrannsókn sem gerð var á sjúklingum á gjörgæsludeild var tíðni kortisól- bælingar hjá þeim sem fengu dexmedetomidín (n=778) 0,5% samanborið við 0% hjá þeim sem fengu annaðhvort midazolam (n=338) eða propofol (n=275). Atvikin voru tilkynnt sem væg í 1 tilviki og í meðallagi mikil í 3 tilvikum.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf dexmedetomidíns hafa verið metin eftir skammtíma gjöf í bláæð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum og langtíma innrennsli hjá sjúklingum á gjörgæsludeild.

Dreifing

Dexmedetomidín fylgir tveggja hólfa líkani. Hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum dreifist lyfið hratt með um 6 mínútna miðlægt áætluðum helmingunartíma (t1/2α) á dreifingarfasa. Áætlaður meðal loka helmingunartími útskilnaðar (t1/2) er um það bil 1,9 til 2,5 klst. (lágmark 1,35, hámark 3,68 klst.) og áætlað meðal dreifingarrúmmál í jafnvægi (volume of steady state = Vss) er um það bil 1,16 til 2,16 l/kg (90 til 151 lítri). Áætlað meðal gildi plasmaúthreinsunar (Cl) er um 0,46 til 0,73 l/klst./kg (35,7 til 51,1 l/klst.). Þessi gildi, dreifingarrúmmál í jafnvægi (Vss) og úthreinsun (Cl), miðast við líkamsþyngd sem var að meðaltali 69 kg. Lyfjahvörf dexmedetomidíns í plasma eru svipuð hjá

sjúklingum á gjörgæsludeild eftir innrennsli >24 klst. Áætluð gildi fyrir lyfjahvörf dexmedetomidíns eru: t1/2 u.þ.b. 1,5 klst., Vss u.þ.b. 93 lítrar og Cl u.þ.b. 43 l/klst. Lyfjahvörf dexmedetomidíns eru línuleg á skammtabilinu frá 0,2 til 1,4 míkróg/kg/klst. og uppsöfnun verður ekki þó meðferð standi í allt að 14 daga. Dexmedetomidín er 94% próteinbundið. Próteinbinding í plasma er stöðug á þéttnibilinu 0,85 til 85 ng/ml. Dexmedetomidín binst bæði albúmíni í sermi og Alfa-1-sýru glýkópróteini en albúmín er aðal bindiprótein dexmedetomidíns í plasma.

Umbrot og brotthvarf

Brotthvarf dexmedetomidíns úr líkamanum verður að miklu leyti vegna mikilla umbrota í lifur. Um er að ræða þrjár gerðir af upphaflegum efnahvörfum; bein binding köfnunarefnis við glúkúrónsýru (N- glucuronidation), bein N-metýlun og cýtokróm P450 hvötuð oxun. Algengustu umbrotsefni dexmedetomidíns í blóðrás eru tvær N-glúkúrónsýru hverfur (isomer). Umbrotsefni H-1, N-methýl 3- hýdroxýmethýl dexmedetomidín O-glúkúrón er einnig algengt niðurbrotsefni dexmedetomidíns í blóðrás. Cýtókróm P-450 hvatar myndun tveggja hvarfefna sem hafa litla þéttni, 3-hýdroxýmethýl dexmedetomidín sem myndast við hýdroxýltengingu við 3-methýl hóp dexmedetomidíns og H-3 sem myndast við oxun í ímídazól hringnum. Fyrirliggjandi gögn benda til þess að myndun umbrotsefna með oxun verði til fyrir tilstilli nokkurra CYP hvata (CYP2A6, CYP1A2, CYP2E1, CYP2D6 og CYP2C19). Þessi umbrotsefni hafa hverfandi lyfjafræðilega verkun.

Eftir gjöf geislamerkts dexmedetomidíns í bláæð fannst 95% geislavirka efnisins í þvagi og 4% í saur eftir níu daga. Aðal umbrotsefnin í þvagi voru N-glúkúrónsýru ísómerarnir tveir, sem samanlagt svöruðu til 34% skammtsins og N-methýl 3-hýdroxýmethýl dexmedetomidín O-glúkúrón sem svaraði til 14,51% skammtsins. Auka umbrotsefnin dexmedetomidín karboxýlsýra, 3-hýdroxýmethýl dexmedetomidín og O-glúkúrónsýru afleiðan svöruðu til 1,11 til 7,66% af skammtinum. Minna en 1% af óbreyttu upphafsefninu fannst í þvagi. Um það bil 28% af umbrotsefnunum í þvagi eru óþekkt auka umbrotsefni.

Sérstakir sjúklingahópar

Enginn meirihátta munur á lyfjahvörfum hefur komið fram sem tengist kyni eða aldri.

Próteinbinding dexmedetomidíns í plasma er minni hjá einstaklingum með skerta lifrarstarfsemi samanborið við heilbrigða einstaklinga. Meðal hundraðshluti óbundins dexmedetomidíns í plasma var á bilinu frá 8,5% í heilbrigðum einstaklingum til 17,9% hjá einstaklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi. Einstaklingar með mismunandi mikið skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh Class A, B, eða C) voru með minni lifrar útskilnað dexmedetomidíns og helmingunartími brotthvarfs úr plasma (t1/2) var lengdur. Meðalgildi blóðhreinsunar óbundins dexmedetomidíns hjá einstaklingum með væga, í meðallagi mikla og verulega skerta lifrarstarfsemi voru 59%, 51% og 32% þeirra sem sáust hjá heilbrigðum einstaklingum talið í sömu röð. Meðalgildi t1/2 hjá einstaklingum með væga, í meðallagi mikla og verulega lifrarbilun lengdist í 3,9; 5,4 og 7,4 klst., talið í sömu röð. Þó svo dexmedetomidín sé gefið þar til áhrif koma fram, getur verið nauðsynlegt að íhuga að minnka

upphafsskammt/viðhaldsskammt hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi allt eftir því hversu mikil skerðingin er og svörun.

Lyfjahvörf dexmedetomidíns hjá einstaklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun <30 ml/mín.) er óbreytt samanborið við heilbrigða einstaklinga.

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir varðandi börn, frá nýburum (eftir 28 – 44 vikna meðgöngu) til 17 ára aldurs. Helmingunartími dexmedetomidíns hjá börnum (1 mánaða til 17 ára) virðist svipaður og sést hjá fullorðnum, en hjá nýburum (yngri en 1 mánaða) virðist helmingunartíminn lengri. Í aldurshópnum 1 mánaða til 6 ára virtist heildarúthreinsun hærri, þegar leiðrétt var fyrir líkamsþyngd, en minni hjá eldri börnum. Heildarúthreinsun, leiðrétt fyrir líkamsþyngd, hjá nýburum (yngri en

1 mánaða) virtist minni (0,9 l/klst./kg) en hjá eldri aldurshópnum, vegna þroskaleysis. Fyrirliggjandi upplýsingar eru teknar saman í eftirfarandi töflu;

 

 

Meðaltal (95% öryggisbil)

Aldur

N

Öryggisbil (l/klst./kg)

tími1/2 (klst.)

Yngri en 1 mánaða

0,93

4,47

(0,76; 1,14)

(3,81; 5,25)

 

 

1 til < 6 mánaða

1,21

2,05

(0,99; 1,48)

(1,59; 2,65)

 

 

6 til < 12 mánaða

1,11

2,01

(0,94; 1,31)

(1,81; 2,22)

 

 

12 til < 24 mánaða

1,06

1,97

(0,87; 1,29)

(1,62; 2,39)

 

 

2 til < 6 ára

1,11

1,75

(1,00; 1,23)

(1,57; 1,96)

 

 

6 til < 17 ára

0,80

2,03

(0,69; 0,92)

(1,78; 2,31)

 

 

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta og eiturverkunum á erfðaefni.

Í rannsóknum á eiturverkunum á æxlun hafði dexmedetomidín engin áhrif á frjósemi hjá karl og kvenrottum, og engin vanskapandi áhrif sáust hjá rottum og kanínum. Í rannsókninni á kanínum gaf hámarksskammtur 96 míkrógrömm/kg/sólarhring í bláæð útsetningu sem var svipuð klínískri útsetningu. Hjá rottum olli hámarksskammtur 200 míkrógrömm/kg/sólarhring , undir húð, auknum fósturdauða og minnkaði fósturþyngd.

Þessar aukaverkanir tengjast augljóslegri eiturverkun á móður. Í frjósemisrannsókn hjá rottum sást einnig minnkuð fósturþyngd í skömmtum 18 míkrógrömm/kg/sólarhring og því fylgdi seinkuð beingerð í skömmtum 54 míkrógrömm/kg/sólarhring. Mörk útsetningar hjá rottunum eru lægri en klínísk mörk útsetningar.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumklóríð

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

Rannsóknir á samrýmanleika hafa sýnt fram á möguleika á ásogi dexmedetomidíns á nokkrar tegundir náttúrulegs gúmmís. Þótt dexmedetomidín sé skammtað eftir verkun er ráðlegt að nota innrennslisslöngu úr gerviefni eða húðuðu náttúrulegu gúmmíi.

6.3Geymsluþol

3 ár

Eftir þynningu

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika meðan á notkun stendur í 24 klst. við 25°C.

Út frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lyfið tafarlaust. Ef það er ekki gert er ástand fyrir notkun og geymslutími meðan á notkun stendur á ábyrgð notandans og á venjulega ekki að vera lengri en 24 klst. við 2° til 8°C, nema ef þynning hefur verið gerð við gildaðar aðstæður að viðhafðri smitgát.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök hitaskilyrði. Geymið lykjurnar eða hettuglösin í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

2 ml glerlykjur af tegund I

2, 5 eða 10 ml glerhettuglös af tegund I (fyllt upp með 2, 4 og 10 ml), grár brómóbútýl gúmmí tappi húðaður með flúoropólymer.

Pakkningastærðir

5 x 2 ml lykjur

25 x 2 ml lykjur

5 x 2 ml hettuglös

4 x 4 ml hettuglös

4 x 10 ml hettuglös

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Lykjur og hettuglös eru ætlaðar til notkunar fyrir einn sjúkling eingöngu.

Lausnin útbúin

Dexdor má þynna með glúkósa 50 mg/ml (5%), Ringers, mannitóli eða 9 mg/ml (0,9%) natríum klóríð lausn fyrir stungulyf til þess að ná fram nauðsynlegri þéttni fyrir lyfjagjöf þ.e. annaðhvort

4 míkrógrömm/ml eða 8 míkrógrömm/ml. Taflan hér að neðan sýnir magnið sem þarf til þess að útbúa innrennslislausnina.

Ef nauðsynleg þéttni er 4 míkrógrömm/ml:

Magn af Dexdor 100 míkróg/ml

Magn þynningarlausnar

Heildarmagn

innrennslisþykkni, lausn

innrennslislausnar

 

 

 

 

2 ml

48 ml

50 ml

 

 

 

4 ml

96 ml

100 ml

 

 

 

10 ml

240 ml

250 ml

 

 

 

20 ml

480 ml

500 ml

 

 

 

Ef nauðsynleg þéttni er 8 míkrógrömm/ml:

 

 

 

 

Magn af Dexdor 100 míkróg/ml

Magn þynningarlausnar

Heildarmagn

innrennslisþykkni, lausn

innrennslislausnar

 

 

 

 

4 ml

46 ml

50 ml

 

 

 

8 ml

92 ml

100 ml

 

 

 

20 ml

230 ml

250 ml

 

 

 

40 ml

460 ml

500 ml

 

 

 

Blandið lausnina með því að hrista varlega.

Stungulyf á að skoða með tilliti til agna og mislitunar fyrir lyfjagjöf.

Sýnt hefur verið fram á að Dexdor er samrýmanlegt eftirtöldum vökvum og lyfjum sem gefin eru í bláæð:

Ringer laktat, 5% glúkósa lausn, 9 mg/ml (0,9%) natríum klóríð lausn fyrir stungulyf, 200 mg/ml (20%) mannitól, thiopental natríum, etomidat, vecuronium brómíð, pancuronium brómíð, succinylcholin, atracurium besylat, mivacurium klóríð, rocuronium brómíð, glycopyrrolat brómíð, phenylephrin hýdróklóríð, atropin súlfat, dopamin, noradrenalin, dobutamín, midazolam, morfín súlfat, fentanýl sítrat og blóðþenslulyfi (plasma substitute).

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Orion Corporation

Orionintie 1

FI-02200 Espoo

Finnland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/718/001-002, EU/1/11/718/004, EU/1/11/718/006-007

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 16. september 2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 26. maí 2016

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/ og á vef Lyfjastofnunar http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf