Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ecalta (anidulafungin) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J02AX06

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEcalta
ATC-kóðiJ02AX06
Efnianidulafungin
FramleiðandiPfizer Limited

1.HEITI LYFS

ECALTA 100 mg innrennslisstofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur 100 mg anidulafungin.

Blönduð lausn inniheldur 3,33 mg/ml anidulafungin og útþynnt lausn inniheldur 0,77 mg/ml anidulafungin.

Hjálparefni með þekkta verkun: Frúktósi 102,5 mg í hverju hettuglasi.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innrennslisstofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Hvítt til beinhvítt frostþurrkað fastefni.

Blönduð lausn er með sýrustig frá 3,5-5,5.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð við ífarandi hvítsveppasýkingu (candidiasis) hjá fullorðnum sjúklingum (sjá kafla 4.4 og 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með ECALTA skal hafin af lækni sem hefur reynslu í meðferð á ífarandi sveppasýkingum. Áður en meðferð hefst á að taka sýni í svepparæktun. Hefja má meðferð áður en vitað er um niðurstöður úr ræktuninni og aðlaga síðar meðferðina til samræmis við niðurstöðurnar þegar þær liggja fyrir.

Skammtar

Á fyrsta degi skal gefa einn 200 mg stakan hleðsluskammt, en eftir það skal gefa 100 mg á sólarhring. Meðferðarlengd skal miðuð við klíníska svörun sjúklingsins. Almennt skal sveppaeyðandi meðferð haldið áfram í a.m.k. 14 daga eftir síðustu jákvæðu ræktun.

Meðferðarlengd

Ekki eru fyrirliggjandi fullnægjandi rannsóknarniðurstöður sem styðja meðferð með 100 mg skammti sem varir lengur en í 35 daga.

Sjúklingar með skerta nýrna- og lifrarstarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með litla, miðlungsmikla eða alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi. Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerðingu nýrnastarfsemi í einhverjum mæli, þ.á m. hjá þeim sem eru í himnuskilun. Gefa má ECALTA án tillits til tímasetningar blóðskilunar (sjá kafla 5.2).

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá fullorðnum sjúklingum m.t.t. kyns, þyngdar, kynþáttar, HIV smits eða aldurs (sjá kafla 5.2).

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun ECALTA hjá börnum yngri en 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Lyfjagjöf

Eingöngu til notkunar í bláæð.

Fyrir notkun skal blanda ECALTA við vatn fyrir stungulyf í þéttni sem er 3,33 mg/ml og því næst þynna út í þéttni sem er 0,77 mg/ml. Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

Mælt er með að gefa ECALTA á innrennslishraða sem er ekki meiri en 1,1 mg/mínútu (samsvarar 1,4 ml/mínútu eftir blöndun og þynningu samkvæmt leiðbeiningum). Innrennslistengd viðbrögð eru fátíð þegar innrennslishraði anidulafungins er ekki meiri en 1,1 mg/mínútu (sjá kafla 4.4).

ECALTA má ekki gefa sem hleðsluinndælingu (bolus injection).

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1. Ofnæmi fyrir öðrum lyfjum í echinocandin flokki.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum ECALTA á sjúklinga með Candida hjartaþelsbólgu, bein- og mergbólgu eða heilahimnubólgu.

Virkni ECALTA hefur aðeins verið metin hjá takmörkuðum fjölda sjúklinga með daufkyrningafæð (sjá kafla 5.1)

Áhrif á lifur

Hækkuð gildi lifrarensíma hafa sést í heilbrigðum einstaklingum og hjá sjúklingum sem eru í meðferð með anidulafungini. Hjá sumum sjúklingum með undirliggjandi alvarlega sjúkdóma sem fengu mörg lyf samtímis ásamt anidulafungini, komu fram klínískt marktæk óeðlileg lifrarpróf. Marktæk skerðing á lifrarstarfsemi, lifrarbólga og lifrarbilun voru sjaldgæf tilvik í klínískum rannsóknum. Hjá sjúklingum með hækkuð lifrarensím meðan á anidulafungin meðferð stendur, skal fylgjast með vísbendingum um versnandi lifrarstarfsemi og skulu þeir metnir m.t.t. áhættu/ávinnings af áframhaldandi anidulafungin meðferð.

Bráðaofnæmisviðbrögð

Tilkynnt hefur verið um bráðaofnæmisviðbrögð, þar með talið lost, við notkun anidulafungins. Ef slík viðbrögð koma fram á að stöðva notkun anidulafungins og veita viðeigandi meðferð.

Innrennslistengdar aukaverkanir

Tilkynnt hefur verið um innrennslistengdar aukaverkanir við notkun anidulafungins, þar með talið útbrot, ofsakláða, roða, kláða, mæði, berkjukrampa og lágþrýsting. Innrennslistengdar aukaverkanir eru mjög sjaldgæfar ef hraði anidulafungins innrennslis fer ekki yfir 1,1 mg/mínútu.

Í rannsóknum sem ekki eru klínískar (rottur) hefur sést elnun innrennslistengdra aukaverkana við samtímis gjöf svæfingarlyfja (sjá kafla 5.3). Klínískt mikilvægi þessa er ekki þekkt. Engu að síður skal gæta varúðar þegar anidulafungin er gefið samtímis svæfingarlyfjum.

Frúktósa innihald

Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er sjaldgæft, skulu ekki nota lyfið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Anidulafungin er ekki klínískt mikilvægt hvarfefni, örvi, eða hemill cýtokróm P450 ísóensíma (1A2, 2B6, 2C8, 2C9, 2C19, 2D6, 3A). Athugið, in vitro rannsóknir útiloka ekki algjörlega möguleika á in vivo milliverkunum.

Gerðar hafa verið rannsóknir á milliverkunum anidulafungins við önnur lyf sem líklegt er að verði gefin samtímis. Skammtaaðlögun er ekki ráðlögð fyrir hvorugt lyfjanna, þegar anidulafungin er gefið samtímis ciklosporíni, vorikónazóli eða trakrolimus og skammtaaðlögun er ekki ráðlögð fyrir anidulafungin, þegar lyfið er gefið samtímis amphoteracíni B eða rifampicíni.

Börn

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar rannsóknarniðurstöður eru um notkun anidulafungin á meðgöngu. Komið hafa fram lítilsháttar áhrif á á þroska afkvæma hjá kanínum sem gefið var anidulafungin á meðgöngu, þegar um var að ræða eiturverkun á móður (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt. Því er notkun anidulafungins ekki ráðlögð á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Dýrarannsóknir hafa sýnt að anidulafungin skilst út í brjóstamjólk. Ekki er vitað hvort anidulafungin skilst út í brjóstamjólk hjá mönnum. Ákvörðun um hvort halda eigi áfram eða hætta brjóstagjöf eða meðferð með anidulafungini skal metin með ávinning brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning anidulafungins fyrir móðurina í huga.

Frjósemi

Engin áhrif af anidulafungin sáust á frjósemi í rannsóknum á karlkyns og kvenkyns rottum (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Í klínískum rannsóknum fengu 1.565 einstaklingar stakan eða endurtekna skammta af anidulafungini í bláæð: 1308 í II./III. stigs rannsóknum (923 sjúklingar með hvítsveppasýkingu í blóði/ífarandi candidasýkingu, 355 sjúklingar með candidasýkingu í munni/vélinda, 30 sjúklingar með ífarandi aspergillussýkingu), og 257 í I. stigs rannsóknum.

Upplýsingar um öryggi anidulafungins byggja á 840 sjúklingum með hvítsveppasýkingu í blóði/ífarandi hvítsveppasýkingu sem fengu ráðlagðan 100 mg dagsskammt í níu rannsóknum. Upprunalega voru 204 sjúklingar rannsakaðir í þremur rannsóknum (einni samanburðarrannsókn við flúkónazól, tveimur rannsóknum sem ekki voru samanburðarrannsóknir). Meðallengd meðferðar í bláæð hjá þessum sjúklingum var 13,5 sólarhringar (bil 1 til 38 sólarhringar) og 119 sjúklingar fengu anidulafungin í ≥ 14 sólarhringa. Í sex öðrum rannsóknum (tveimur samanburðarrannsóknum við caspófungín og fjórum sem ekki voru samanburðarrannsóknir) voru 636 sjúklingar rannsakaðir, þar af 53 sjúklingar með daufkyrningafæð og 131 sjúklingur með sýkingu í djúpvefjum. Meðaltími meðferðar í bláæð hjá sjúklingum með daufkyrningafæð og sjúklingum með sýkingu í djúpvefjum í þessum rannsóknum var annars vegar 10,0 (á tímabilinu 1 til 42 dagar) og hins vegar 14,0 (á tímabilinu 1 til 42 dagar), í þessari röð. Aukaverkanir voru að jafnaði vægar til hóflegar og sjaldan þurfti að hætta meðferð.

Greint hefur verið frá innrennslistengdum aukaverkunum með anidulafungini í klínískum rannsóknum, þar sem aukaverkanirnar voru m.a. roði, hitasteypa , kláði, útbrot og ofsakláði, teknar saman í töflu 1.

Tafla yfir aukaverkanir

Í eftirfarandi töflu eru skráðar aukaverkanir af völdum allra orsaka (MedDRA hugtök) sem fengnar eru frá 840 einstaklingum sem fengu 100 mg af anidulafingini með tíðni sem samsvarar mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10),sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000) og aukaverkunum sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu þar sem tíðni er ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út fyrirliggjandi gögnum). Innan hvers tíðniflokks eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1. Tilkynning aukaverkana

Flokkun eftir

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

Tíðni

líffærum

algengar

≥ 1/100

≥ 1/1000

sjaldgæfar

örsjaldan

óþekkt

 

≥ 1/10

á

á

≥ 1/10,000

fyrir

 

 

 

< 1/10

<1/100

til

<

 

 

 

 

 

<1/1,000

1/10,000

 

Blóð og eitlar

 

 

Storkukvilli

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

 

 

Ofnæmis-

 

 

 

 

 

 

lost,

 

 

 

 

 

 

bráða-

 

 

 

 

 

 

ofnæmis-

 

 

 

 

 

 

viðbrögð*

Efnaskipti og

Blóðkalíum-

Blóðsykurs-

 

 

 

 

næring

lækkun

hækkun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

 

Krampi,

 

 

 

 

 

 

höfuðverkur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æðar

 

Lágþrýstingur,

Roði,

 

 

 

 

 

háþrýstingur

hitasteypa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Öndunarfæri,

 

Berkjukrampi,

 

 

 

 

brjósthol og

 

andnauð

 

 

 

 

miðmæti

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

Niðurgangur,

Uppköst

Verkur í efri

 

 

 

 

ógleði

 

hluta

 

 

 

 

 

 

kviðarhols

 

 

 

Lifur og gall

 

Aukning á

Aukning á

 

 

 

 

 

alanínamínó-

gamma-

 

 

 

 

 

transferasa,

glútamýl-

 

 

 

 

 

aukning á

transferasa

 

 

 

 

 

alkalískum

 

 

 

 

 

 

fosfata í blóði,

 

 

 

 

 

 

aukning á

 

 

 

 

 

 

aspartatamínó-

 

 

 

 

 

 

transferasa,

 

 

 

 

 

 

aukning á

 

 

 

 

 

 

bílírúbíni í

 

 

 

 

 

 

blóði,

 

 

 

 

 

 

gallteppa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húð og

 

Útbrot,

Ofsakláði

 

 

 

undirhúð

 

kláði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tafla 1. Tilkynning aukaverkana

Flokkun eftir

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

Tíðni

líffærum

algengar

≥ 1/100

≥ 1/1000

sjaldgæfar

örsjaldan

óþekkt

 

≥ 1/10

á

á

≥ 1/10,000

fyrir

 

 

 

< 1/10

<1/100

til

<

 

 

 

 

 

<1/1,000

1/10,000

 

Nýru og

 

Aukið

 

 

 

 

þvagfæri

 

kreatínín í

 

 

 

 

 

 

blóði

 

 

 

 

Almennar

 

 

Verkur á

 

 

 

aukaverkanir

 

 

innrennslis-

 

 

 

og

 

 

stað

 

 

 

aukaverkanir á

 

 

 

 

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

 

* Sjá kafla 4.4.

 

 

 

 

 

 

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is.

4.9Ofskömmtun

Eins og á við allar ofskammtanir, skal veita almenna stuðningsmeðferð eins og þörf krefur. Ef um ofskömmtun er að ræða geta aukaverkanir komið fram eins og greint er frá í kafla 4.8.

Á meðan á rannsóknum stóð var 400 mg stakskammtur af anidulafungini af slysni gefinn sem hleðsluskammtur. Ekki var greint frá klínískum aukaverkunum. Í rannsókn á 10 heilbrigðum einstaklingum sem gefinn var 260 mg hleðsluskammtur og 130 mg á sólarhring þar á eftir, komu engar eiturverkanir tengdar skömmtum fram. Þrír af þessum 10 einstaklingum fengu skammvinna, hækkun á transamínasa án einkenna ( 3 x eðlileg efri mörk (upper limit of normal (ULN)).

ECALTA er ekki hægt að fjarlægja með himnuskilun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Sveppalyf til almennrar verkunar, önnur sveppalyf til almennrar notkunar. ATC flokkur: J02AX06

Verkunarháttur

Anidulafungin er hálfsamtengt (semi-synthetic) echinocandin, lípópeptíð efnasamband sem framleitt er úr gerjunarafurð Aspergillus nidulans.

Anidulafungin hindrar sértækt beta-1,3-D-glúcansyntasa, sem er ensím í frumum sveppa, en er ekki til staðar í spendýrafrumum. Þetta veldur hindrun á myndun beta-1,3-D-glúcans sem er nauðsynlegur hluti af sveppafrumuvegg. Sýnt hefur verið fram á að anidulafungin hefur sveppadeyðandi verkun gegn Candida tegundum og verkun gegn svæðum þar sem virkur frumuvöxtur sveppaþráða

Aspergillus fumigatus er.

Verkun in vitro

Anidulafungin sýndi verkun in-vitro gegn C. albicans, C. glabrata, C. parapsilosis, C. krusei og

C. tropicalis. Sjá nánar varðandi klínískt gildi þessara niðurstaðna í „Verkun og öryggi“.

Einangraðir stofnar með stökkbreytingum á heitum reitum (hot spots) markgensins (target gene) hafa verið tengdir klínískum mistökum eða framskotssýkingum (breakthrough infections). Flest klínísk tilvik fela í sér meðferð með caspófúngíni. Í dýratilraunum valda þessar stökkbreytingar hins vegar krossónæmi gegn öllum þremur echinocandin-samböndunum og slíkir einangraðir stofnar eru því flokkaðir sem echinocandin-ónæmir þar til frekari klínísk reynsla hefur fengist varðandi anidulafungin.

In vitro virkni anidulafungins gegn Candida tegundum er ekki einsleit. Nánar tiltekið að því er varðar C. parapsilosis, er lágmarksheftistyrkur anidulafungins hærri en fyrir aðrar Candida tegundir. Stöðluð aðferð fyrir næmisprófanir Candida tegunda fyrir anidulafungini, sem og viðeigandi túlkuð viðmið, hafa verið ákvörðuð af Evrópunefnd um næmisprófanir á örverum (EUCAST, European Committee on Antimicrobial Susceptibility Testing).

Tafla 2. Næmismörk EUCAST

Candida tegundir

Næmismörk lágmarksheftistyrks

 

 

(mg/l)

 

≤N (Næmi)

 

>Þ (Ónæmi)

Candida albicans

0,03

 

0,03

Candida glabrata

0,06

 

0,06

Candida tropicalis

0,06

 

0,06

Candida krusei

0,06

 

0,06

Candida parapsilosis1

0,002

 

Aðrar Candida-tegundir.2

Ekki eru fyrirliggjandi næg gögn

1C. parapsilosis veldur eðlislægri breytingu á markgeninu, sem er líklegri verkunarháttur fyrir hærri lágmarksheftistyrk en með öðrum Candida tegundum. Í klínískum rannsóknum var niðurstaða af notkun anidulafungins samhliða C. parapsilosis ekki tölfræðilega frábrugðin öðrum tegundum, hins vegar má ekki líta á notkun echinocandin við hvítsveppasýkingu í blóði vegna 1C. Parapsilosis sem fyrsta meðferðarval. 2 EUCAST hefur ekki ákvarðað viðmið fyrir næmismörk anidulafungins óháð tegund (non-species).

Verkun in vivo

Anidulafungin gefið í æð var virkt gegn Candida tegundum hjá ónæmishæfum og ónæmisveikluðum músum og kanínum. Meðferð með anidulafungini lengdi lifun og minnkaði einnig álag Candida tegunda á líffæri þegar ákvarðað með 24 til 96 klst. millibili eftir síðustu meðferð.

Meðal tilraunasýkinga voru dreifð C. albicans sýking hjá kanínum með daufkyrningafæð, sýking í munni/koki hjá kanínum með daufkyrningafæð með flúkónazól ónæma C. albicans og dreifð sýking hjá músum með daufkyrningafæð með flúkónazól ónæma C. glabrata.

Verkun og öryggi

Hvítsveppasýking í blóði og aðrar gerðir ífarandi hvítsveppasýkinga

Öryggi og verkun anidulafungins var metin í III. stigs grundvallarrannsókn. Rannsóknin var slembiröðuð, tvíblind, fjölsetra, fjölþjóða rannsókn á aðallega sjúklingum með hvítsveppasýkingu í blóði og sem ekki voru með daufkyrningafæð og hjá takmörkuðum fjölda sjúklinga með hvítsveppasýkingar í djúpvefjum eða með ígerðar-myndandi sjúkdóm. [Sjúklingar með Candida hjartaþelsbólgu, bein- og mergbólgu eða heilahimnubólgu, eða þeir sem voru með sýkingu vegna C. krusei, voru sérstaklega útilokaðir frá rannsókninni]. Sjúklingum var slembiraðað í annað hvort

anidulafungin-meðferðarhóp (200 mg hleðsluskammtur í bláæð og því næst 100 mg í bláæð á sólarhring) eða flúkónazól-meðferðarhóp (800 mg hleðsluskammtur í bláæð og því næst 400 mg í bláæð á sólarhring) og voru lagskiptir eftir APACHE II skori (≤20 og >20) og hvort daufkyrningafæð var til staðar eða ekki. Gefin var meðferð í að minnsta kosti 14 daga og ekki lengur en í 42 daga. Sjúklingar í báðum meðferðarhópum var leyft að skipta yfir í flúkónazól til inntöku eftir að minnsta kosti 10 daga meðferð í bláæð, að því tilskyldu að þeir myndu þola lyf til inntöku og væru hitalausir í að minnsta kosti 24 klst. og að nýjustu blóðræktanir væru neikvæðar fyrir Candida tegundum.

Sjúklingar sem fengu að minnsta kosti einn skammt af rannsóknarlyfinu og voru með jákvæða ræktun fyrir Candida tegundum frá stað sem að öllu jöfnu var ósýktur fyrir inngöngu í rannsóknina, voru settir í the „modified intent-to-treat“ (MITT) þýðið. Í upphafsvirknigreiningu, heildarsvörunar MITT þýðis við lok meðferðar í bláæð, var anidulafungin borið saman við flúkónazól í fyrirframákveðnu tveggja-þrepa tölfræðilegum samanburði (ekki-lakara og síðar yfirburðir). Árangursrík heildarsvörun byggðist í klínískri framför og örverufræðilegri útrýmingu. Eftir að öllum meðferðum lauk var sjúklingum fylgt eftir í 6 vikur.

Tvöhundruð fimmtíu og sex sjúklingar á aldrinum 16 til 91 árs var slembiraðað í meðferðarhópa og fengu að minnsta kosti einn skammt af rannsóknarlyfinu. Algengasta tegundin einangruð við grunnlínu var C albicans (63,8% anidulafungin, 59,3% flúkónazól), næst komu C. glabrata (15,7%, 25,4%), C. parapsilosis (10,2%, 13,6%) og C. tropicalis (11,8%, 9,3%) – með 20, 13 og 15 einangur þriggja síðustu tegunda, talið í réttri röð, í anidulafungin hópnum. Flestir sjúklinganna höfðu Apache II skor ≤ 20 og mjög fáir voru með daufkyrningafæð.

Verkunarniðurstöður, bæði í heildina og eftir ýmsum undirhópum eru sýndar í töflu 3 hér fyrir neðan.

Tafla 3. Víðtækur árangur hjá MITT þýðinu: fyrsti endapunktur og aðrir endapunktar

 

Anidulafungin

Flúkónazól

Misminur milli

 

 

 

hópa a

 

 

 

( 95% CI)

Lok IV Meðferðar (1º endapunktur)

96/127

71/118 (60,2%)

15,42 (3,9, 27,0)

 

(75,6%)

 

 

Aðeins með hvítsveppasýkingu í blóði

88/116

63/103 (61,2%)

14,7 (2,5, 26,9)

 

(75,9%)

 

 

Önnur ósýkt staðsetningb

8/11 (72,7%)

8/15 (53,3%)

-

Skinuvökva/IAc ígerð

 

Önnur

 

 

 

 

 

C. albicansd

60/74 (81,1%)

38/61 (62,3%)

-

Aðrar tegundir en albicansd

32/45 (71,1%)

27/45 (60,0%)

-

 

 

 

 

Apache II skor ≤ 20

82/101

60/98 (61,2%)

-

 

(81,2%)

 

 

Apache II skor 20

14/26 (53,8%)

11/20 (55,0%)

-

 

 

 

 

Ekki með daufkyrningafæð

94/124

69/114 (60,5%)

-

(ANC,cells/mm3>500)

(75,8%)

 

 

Með daufkyrningafæð (ANC, cells/mm3≤500)

-

Við aðra endapunkta

 

 

 

Lok allra meðferða

94/127

67/118 (56,8%)

17,24 (2,9, 31,6)e

 

(74,0%)

 

 

2 vikna eftirfylgni

82/127

58/118 (49,2%)

15,41 (0,4, 30,4)e

 

(64,6%)

 

 

6 vikna eftirfylgni

71/127

52/118 (44,1%)

11,84 (-3,4, 27,0)e

 

(55,9%)

 

 

aReiknað sem anidulafungin að frádregnu flúkónazóli

bMeð eða án samverkandi hvítsveppasýkingu í blóði

c(Intra-abdominal) Innan kviðar

dRannsóknarniðurstöður fyrir sjúklinga með einn sjúkdómsvald við grunnlínu.

e 98.3% öryggisbil, aðlöguð post hoc fyrir margþátta samanburði annarra tímapunkta.

Tíðni dauðsfalla í anidulafungin hópnum og flúkónazól hópnum eru sýnd í töflu 4 hér fyrir neðan.

Tafla 4. Dánartíðni

 

Anidulafungin

Flúkónazól

 

 

 

Heildardánartíðni í rannsókninni

29/127 (22,8%)

37/118 (31,4%)

Dánartíðni á meðan á rannsókn stóð

10/127 (7,9%)

17/118

(14,4%)

Dánartíðni rakin til Candida sýkingar

2/127 (1,6%)

5/118

(4,2%)

Viðbótargögn fyrir sjúklinga með daufkyrningafæð

Verkun anidulafungins (200 mg hleðsluskammtur í bláæð sem fylgt er eftir með 100 mg gjöf í bláæð daglega) hjá fullorðnum sjúklingum með daufkyrningafæð (skilgreind sem heildarfjöldi daufkyrninga ≤ 500 frumur/mm3, hvít blóðkorn ≤ 500 frumur/mm3 eða flokkuð af rannsakanda sem daufkyrningafæð við grunnlínustöðu) með ífarandi hvítsveppasýkingu sem greind var með ræktun, var metin í greiningu á heildargögnum úr fimm framskyggnum rannsóknum (ein samanburðarrannsókn við caspófúngín og fjórar opnar rannsóknir sem ekki voru samanburðarrannsóknir). Sjúklingar voru meðhöndlaðir í að lágmarki 14 daga. Hjá sjúklingum með stöðugt, klínískt ástand var heimilt að skipta yfir í azólmeðferð um munn eftir minnst 5 til 10 daga meðferð með anidulafungini. Samtals 46 sjúklingar eru metnir í greiningunni. Meirihluti þeirra var aðeins með hvítsveppasýkingu (84,8%; 39/46). Algengustu sjúkdómsvaldarnir sem voru einangraðir við grunnlínu voru C tropicalis (34,8%; 16/46), C. krusei (19,6%; 9/46), C. parapsilosis (17,4%; 8/46), C. albicans (15,2%; 7/46), og

C. glabrata (15,2%; 7/46). Hin víðtæka jákvæða svörun við lok meðferðar í bláæð (fyrsti endapunktur) var 26/46 (56,5%) og við lok allrar meðferðar 24/46 (52,2%). Dánartíðni af öllum orsökum fram til loka rannsóknar (með sex vikna eftirfylgnikomu) var 21/46 (45,7%).

Verkun anidulafungins hjá fullorðnum sjúklingum með daufkyrningafæð (skilgreind sem heildarfjöldi daufkyrninga ≤ 500 frumur/mm3 við grunnlínu) með ífarandi hvítsveppasýkingu var metin í framsýnni, tvíblindri, slembaðri samanburðarrannsókn. Sjúklingar sem voru hæfir í rannsóknina fengu annað hvort anidulafungin (200 mg hleðsluskammt í bláæð, fylgt eftir með 100 mg gjöf í bláæð daglega) eða caspófúngín (70 mg hleðsluskammt í bláæð, fylgt eftir með 50 mg gjöf í bláæð daglega) (2:1 slembun). Sjúklingar voru meðhöndlaðir í að lágmarki 14 daga. Hjá sjúklingum í stöðugu, klínísku ástandi var heimilt að skipta yfir í azólmeðferð til inntöku eftir minnst 10 daga rannsóknarmeðferð. Þátttakendur í rannsókninni voru samtals 14 sjúklingar (MITT-þýði) með daufkyrningafæð og ífarandi hvítsveppasýkingu sem staðfest hafði verið með örverufræðilegum aðferðum (11 fengu anidulafungin, 3 fengu caspófúngín). Meirihluti sjúklinga var aðeins með hvítsveppasýkingu. Algengustu sjúkdómsvaldarnir sem voru einangraðir við grunnlinu voru

C. tropicalis (4 anidulafungin, 0 caspófúngín), C. parapsilosis (2 anidulafungin, 1 caspófúngín),

C. krusei (2 anidulafungin, 1 caspófúngín) og C. ciferrii (2 anidulafungin, 0 caspófúngín). Árangursrík heildarsvörun við lok meðferðar í bláæð (aðalendapunktur) var 8/11 (72,7%) fyrir anidulafungin og 3/3 (100,0%) fyrir caspófúngín (mismunur -27,3; 95% CI -80,9; 40,3). Árangursrík heildarsvörun við lok allrar meðferðar var 8/11 (72,7%) fyrir anidulafungin og 3/3 (100,0%) fyrir caspófúngín (mismunur -27,3; 95% CI -80,9; 40,3). Dánartíðni af völdum allra orsaka fram að eftirfylgnikomu eftir sex vikur fyrir anidulafungin (MITT-þýði) var 4/11 (36,4%) og 2/3 (66,7%) fyrir caspófúngín.

Sjúklingar með ífarandi hvítsveppasýkingu sem staðfest hafði verið með örverufræðilegum aðferðum (MITT-þýði) og daufkyrningafæð fundust með greiningu á öllum upplýsingum úr fjórum framskyggnum, opnum rannsóknum sem ekki voru samanburðarrannsóknir og sem voru áþekkar að uppbyggingu. Virkni anidulafungins (200 mg hleðsluskammtur í bláæð, með 100 mg gjöf í bláæð daglega) var metin hjá 35 fullorðnum sjúklingum með daufkyrningafæð sem var skilgreind sem heildarfjöldi daufkyrninga ≤ 500 frumur/mm3 eða hvít blóðkorn ≤ 500 frumur/mm3 hjá 22 sjúklingum, eða flokkað af rannsakanda sem daufkyrningafæð við grunnlínustöðu hjá 13 sjúklingum. Allir

sjúklingar voru meðhöndlaðir í að lágmarki 14 daga. Hjá sjúklingum í stöðugu, klínísku ástandi var heimilt að skipta yfir í azólmeðferð um munn eftir minnst 5 til 10 daga meðferð með anidulafungini. Meirihluti sjúklinga var aðeins með hvítsveppasýkingu (85,7%). Algengustu sjúkdómsvaldarnir sem voru einangraðir í grunnástandi voru C. tropicalis (12 sjúklingar), C. albicans (7 sjúklingar),

C. glabrata (7 sjúklingar), C. krusei (7 sjúklingar) og C. parapsilosis (6 sjúklingar). Árangursrík heildarsvörun við lok meðferðar í bláæð (aðalendapunktur) var 18/35 (51,4%) og 16/35 (45,7%) við lok allrar meðferðar. Dánartíðni af völdum allra orsaka á 28. degi var 10/35 (28,6%). Árangursrík heildarsvörun við lok meðferðar í bláæð, sem og við lok allrar meðferðar, var 7/13 (53,8%) hjá

13 sjúklingunum sem rannsakendur höfðu talið hafa daufkyrningafæð við grunnlínustöðu.

Viðbótargögn fyrir sjúklinga með sýkingu í djúpvefjum

Verkun anidulafungins (200 mg hleðsluskammtur í bláæð, fylgt eftir með 100 mg gjöf í bláæð daglega) hjá fullorðnum sjúklingum með ífarandi sveppasýkingu sem greind var með ræktun, var metin í greiningu á heildargögnum úr fimm framskyggnum rannsóknum (einni samanburðarrannsókn og fjórum opnum rannsóknum). Sjúklingar voru meðhöndlaðir í að lágmarki 14 daga. Í opnu rannsóknunum fjórum var heimilað að skipta yfir í azólmeðferð um munn eftir minnst 5 til 10 daga meðferð með anidulafungini. Alls tóku 129 sjúklingar þátt í rannsókninni. Af þeim var 21 (16,3%) með samhliða hvítsveppasýkingu. Meðalgildi APACHE II var 14,9 (á bilinu 2–44). Algengustu sýkingarsvæði voru m.a. kviðarhol (54,3%; 70 af 129), lifrar- og gallvegir (7,0%; 9 af 129), brjósthol (5,4%; 7 af 129) og nýra (3,1%; 4 af 129). Algengustu sjúkdómsvaldar sem einangraðir voru við grunnlínu á djúpvefjastað voru C. albicans (64,3%; 83 af 129), C. glabrata (31,0%; 40 af 129),

C. tropicalis (11,6%; 15 af 129) og C. krusei (5,4%; 7 af 129). Árangursrík heildarsvörun við lok meðferðar í bláæð (aðalendapunktur) og við lok allrar meðferðar, sem og dánartíðni af völdum allra orsaka upp að 6 vikna eftirfylgnivitjun, er sýnd í töflu 5.

Tafla 5. Tíðni árangursríkrar heildarsvörunara og dánartíðni af völdum allra orsaka hjá sjúklingum með hvítsveppasýkingu – heildargreining

MITT-þýði

n/N (%)

Árangursrík heildarsvörun við lok meðferðar í bláæð (EOIVT)b

Samtals

102/129 (79,1)

Kviðarhol

51/70 (72,9)

Lifrar- og gallvegir

7/9 (77,8)

Brjósthol

6/7 (85,7)

Nýra

3/4 (75,0)

Árangursrík heildarsvörun við lok meðferðar í

94/129 (72,9)

bláæð (EOIVT)b

40/129 (31,0)

Dánartíðni af öllum orsökum

aÁrangursrík heildarsvörun var skilgreind sem bæði klínísk og örverufræðileg

bEOIVT, lok meðferðar í bláæð; EOT, við lok allrar meðferðar

5.2Lyfjahvörf

Einkenni almennra lyfjahvarfa

Lyfjahvörf anidulafungins hafa verið skilgreind hjá heilbrigðum einstaklingum, sérstökum sjúklingahópum og sjúklingum. Milli einstaklinga kom fram lítill breytileiki hvað varðar kerfisbundna útsetningu (breytistuðull ~25%). Jafnvægi náðist á fyrsta sólarhringi eftir hleðsluskammt (tvöfaldur sólarhrings viðhaldsskammtur).

Dreifing

Lyfjahvörf anidulafungins einkennast af skjótum helmingunartíma dreifingar (0,5-1 klst.) og dreifingarrúmmáli, 30-50 l, sem er svipað og heildarmagn líkamsvökva. Hjá mönnum er anidulafungin að miklu leyti bundið (>99%) plasmapróteinum. Sértækar rannsóknir á dreifingu anidulafungins í vefjum hafa ekki verið framkvæmdar hjá mönnum. Því liggja engar upplýsingar fyrir um gegnflæði anidulafungins inn í mænuvökva og/eða yfir blóð-heilaþröskuld.

Umbrot

Umbrot anidulafungins í lifur hafa ekki verið könnuð. Anidulafungin er ekki klínískt mikilvægt hvarfefni, örvi eða hemill cýtokróm P450 ísóensíma. Ólíklegt er að anidulafungin hafi klínískt mikilvæga virkni á efnaskipti lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli cýtokróm P450 ísóensíma.

Við lífeðlisfræðilegt hitastig og sýrustig umbrotnar anidulafungin hægt í opið hringlaga peptíð sem skortir sveppaeyðandi virkni. Helmingunartími in vitro niðurbrots anidulafungins við lífeðlisfræðilegar skilyrði er u.þ.b. 24 klst. In vivo, er hringlaga afurðinni því næst breytt í peptískt niðurbrotsefni og skilst aðallega út með galli.

Brotthvarf

Úthreinsun anidulafungins er u.þ.b. 1 l/klst. Ríkjandi helmingunartími brotthvarfs anidulafungins er u.þ.b 24 klst. sem einkennir meginhluta plasmaþéttnistíma sniðritsins og 40-50 klst. loka helmingunartíma sem einkennir lokabrotthvarfsfasa sniðritsins.

Í klínískri stakskammtarannsókn, var geislamerktu (14C) anidulafungini (~88 mg) gefið heilbrigðum einstaklingum. U.þ.b. 30% af geislavirka skammtinum sem var gefinn skildist út með saur á 9 dögum, og þar af voru minna en 10% óbreytt lyf. Minna en 1% af geislavirka skammtinum sem gefinn var skildist út með þvagi sem bendir til óverulegs útskilnaðar um nýru. Þéttni anidulafungins féll niður fyrir lægri mörk magns 6 daga eftir skömmtun. Óverulegt magn af lyfja-orsakaðri geislavirkni mældist í blóði, þvagi, og saur 8 vikum eftir skömmtun.

Línulegt/ólínulegt samband

Anidúlafúngin sýnir línuleg lyfjahvörf yfir víðfema spönnun á skömmtum einu sinni á sólarhring (15-130 mg).

Sérstakir sjúklingahópar

Sjúklingar með sveppasýkingar

Lyfjahvörf anidulafungins hjá sjúklingum með sveppasýkingar eru svipuð og koma fram hjá heilbrigðum einstaklingum miðað við þýðisgreiningu á lyfjahvörfum. Fyrir skammtabilið 200/100 mg á sólarhring og með innrennslishraða 1,1 mg/mínútu gat jafnvægi Cmax og lágstyrkur (Cmin) náð u.þ.b. 7 og 3 mg/l, talið í sömu röð með meðal jafnvægi AUC u.þ.b. 110 mg klst./l.

Þyngd

Þó svo að þyngd hafi verið skilgreind sem ástæða breytileika á úthreinsun í lyfjahvarfagreiningu hjá þýðinu, hefur þyngd lítil klínísk áhrif á lyfjahvörf anidulafungins.

Kyn

Plasmaþéttni anidulafungins hjá heilbrigðum körlum og konum var svipuð. Í rannsóknum á sjúklingum sem fengu endurtekna skammta, var úthreinsun lyfsins örlítið hraðari hjá mönnum (u.þ.b. 22%).

Aldraðir

Greining á lyfjahvörfum þýðisins sýndi að örlítil munur er á meðalúthreinsun milli aldraðra sjúklinga (sjúklingar ≥ 65, meðalúthreinsun = 1,07 l/klst.) og sjúklinga sem ekki eru aldraðir (sjúklingar < 65, meðalúthreinsun = 1,22 l/klst), hinsvegar var spönnun úthreinsun svipuð.

Kynþáttur

Lyfjahvörf anidulafungins voru svipuð hjá hvítum, svörtum, asíubúum og suður-ameríkubúum (Hispanics).

HIV jákvæðir

Ekki er þörf á skammtaaðlögun m.t.t. HIV smits, án tillits til samtímis andretróveiru meðferðar.

Skert lifrarstarfsemi

Anidulafungin umbrotnar ekki í lifur. Lyfjahvörf anidulafungins voru rannsökuð hjá sjúklingum með lítið til í meðallagi skerta lifrarstarfsemi (child-pugh A, B eða C). Þéttni anidulafungins jókst ekki hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi. Þó svo að smávægileg minnkun á AUC hafi sést hjá sjúklingum með í meðallagi skerta lifrarstarfsemi (child-pugh C), var minnkunin fyrir innan áætlaða spönnun sem sást hjá heilbrigðum einstaklingum.

Skert nýrnastarfsemi

Úthreinsun anidulafungins er óveruleg um nýru (<1%). Í klínískri rannsókn hjá einstaklingum með skerta nýrnastarfsemi sem var væg, meðal, alvarleg og á lokastigi (háðir himnuskilun) voru lyfjahvörf anidulafungins svipuð og hjá einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Anidulafungin er ekki hægt að fjarlægja með himnuskilun og því má gefa það án tillits til tímasetningar himnuskilunar.

Börn

Hjá 24 börnum (2 til 11 ára) og unglingum (12 til 17 ára) með hættu á ónæmi og með daufkyrningafæð voru lyfjahvörf anidulafungins rannsökuð eftir að minnsta kosti 5 sólarhringa skömmtun. Jafnvægi náðist á fyrsta degi eftir hleðsluskammt (tvöfaldur viðhaldsskammtur), og jafnvægi Cmax og AUCss aukningu í hlutfalli við skammta. Kerfistengd útsetning eftir daglegan viðhaldsskammt af 0,75 og 1,5 mg/kg/sólarhring hjá þessum hópi var sambærilegur við það sem kom fram hjá fullorðnum eftir 50 og 100 mg/sólarhring, talið í sömu röð. Báðar meðferðaráætlanirnar þoldust vel af sjúklingum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í þriggja mánaða rannsóknum komu fram, bæði hjá rottum og öpum við skammta 4- til 6-sinnum hærri en áætluð klínísk útsetning, ummerki um eiturverkun á lifur, þ.á m. hækkuð ensím og breytingar á lögun. In vitro og in vivo rannsóknir á eiturverkun anidúlafúngins á erfðaefni benda ekki til neinnar sérstakrar hættu á eiturverkun á efðaefni. Ekki hafa verið gerðar langtíma dýrarannsóknir til að meta krabbameinsvaldandi áhrif anidulafungins.

Gjöf anidulafungins hjá rottum bendir ekki til neinna áhrifa á æxlun, þ.m.t. frjósemi hjá karl- og kvenrottum.

Anidulafungin fer yfir fylgju hjá rottum og fannst í plasma hjá fóstrum.

Framkvæmdar voru rannsóknir á þroska fósturs/fósturvísis við skammta sem voru milli 0,2 og 2-földum (rottur) og milli 1 og 4-földum (kanínur) ráðlagður 100 mg/sólarhring viðhaldsskammtur. Anidulafungin olli engum lyfjatengdum eiturverkunum á þroska hjá rottum við stærsta skammtinn sem prófaður var. Áhrif á þroska kom aðeins fram hjá kanínum (lítilsháttar minnkun á fósturþunga) við stærsta skammt sem prófaður var, skammtur sem orsakaði einnig eiturverkun á móður.

Þéttni anidulafungins í heila var lítil (hlutfall þéttni í heila og plasma u.þ.b. 0,2) hjá ósýktum fullorðnum rottum og nýfæddum rottuungum eftir stakan skammt. Þéttni í heila jókst þó hjá ósýktum nýfæddum rottuungum eftir fimm daglega skammta (hlutfall þéttni í heila og plasma u.þ.b. 0,7).

Í mörgum rannsóknum á kanínum með dreifða hvítsveppasýkingu og músum með hvítsveppasýkingu í miðtaugakerfi hefur verið sýnt fram á að anidulafungin dregur úr sveppabyrði í heilanum.

Rottum var gefið anidulafungin í þremur skammtastærðum og svæfðar á innan við einni klukkustund með samsetningu ketamíns og xýlazíns. Rottur í hópnum sem fékk stóran skammt fengu innrennslistengdar verkanir sem versnuðu við svæfingu. Sumar rottur í hópnum sem fékk meðal skammt fengu svipuð viðbrögð en aðeins eftir gjöf svæfingar. Engar aukaverkanir komu fram í rottum sem fengu littla skammta með eða án svæfingar, og engar innrennslistengdar verkanir í hópnum sem fékk meðal skammt þegar engin svæfing var gefin.

6 LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Frúktósi

Mannitól

Pólýsorbat 80

Tartar sýra

Natríumhýdroxíð (til að stilla sýrustig)

Saltsýra (til að stilla sýrustig)

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf eða gefa samhliða öðrum lyfjum eða elektrólýtum en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

3 ár

Leyfilegt er að hitastig fari í allt að 25°C í 96 klst. og duftið má setja aftur í kæli.

Blönduð lausn:

Blandaða lausn má geyma við allt að 25°C í allt að 24 klst.

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika blandaðrar lausnar í 24 klst. við 25°C.

Eftir að fylgt hefur verið verkferlum við smitgát má út frá örverufræðilegu sjónarmiði nota blandaða lausn í allt að 24 klst. ef hún hefur verið geymd við 25°C.

Innrennslislausn:

Innrennslislausn má geyma við 25°C í 48 klst. eða frosna í a.m.k. 72 klst.

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika innrennslislausnarinnar eftir blöndun í 48 klst. við 25ºC.

Eftir að fylgt hefur verið verkferlum við smitgát má út frá örverufræðilegu sjónarmiði nota innrennslislausn í allt að 48 klst. frá blöndun ef hún hefur verið geymd við 25°C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu.

Geymið lyfið í kæli (2°C - 8°C).

Geymsluskilyrði eftir blöndun og þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

30 ml glerhettuglas af gerð 1, með tappa úr gúmmíi (bútýl-gúmmí með óvirkum polýmerhjúp við snertiflöt lyfsins og smurefni á efra borði til að auðvelda ísetningu tappa í framleiðslu) og ál-innsigli með smelluloki.

Pakkning með 1 hettuglasi.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

Blanda verður ECALTA með vatni fyrir stungulyf og því næst að þynna með ANNAÐHVORT

9 mg/ml (0,9%) af natríumklóríðlausn til innrennslis eða 50 mg/ml (5%) af glúkósa til innrennslis. Samrýmanleiki blandaðs ECALTA með efnum í bláæð, íblöndunarefnum eða öðrum lyfjum en natríumklóríðslausn til innrennslis 9 mg/ml (0,9%) eða glúkósa til innrennslis 50 mg/ml (5%) hefur ekki verið staðfestur.

Blöndun

Blandið við smitgát hvert hettuglas saman 30 ml af vatni fyrir stungulyf) sem gefur þykkni sem er 3,33 mg/ml. Blöndunartíminn getur verið allt að 5 mínútur. Eftir eftirfarandi þynningu skal farga lausninni ef agnir eða upplitun sjást.

Þynning og innrennsli

Umfærið við smitgát innihald blandaða hettuglassins (hettuglasanna) yfir í inndælingarpoka (eða flösku) sem innheldur annað hvort 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðslausn til innrennslis eða 50 mg/ml (5%) glúkósa til innrennslis þannig að úr fáist anidulafungin í styrknum 0,77 mg/ml. Tafla hér fyrir neðan sýnir magnið sem þarf fyrir hvern skammt.

Þynningarkröfur fyrir ECALTA gjöf

Skammtur

Fjöldi

Heildar-

Magn

Heildar-

Innrennslis

Lágmarks

 

hettuglasa

magn

innrennslisA

magn

-hraði

tímalengd

 

með

blöndunna

 

innrennslisB

 

innrennslis

 

innrennsli

r

 

 

 

 

 

s-stofni

 

 

 

 

 

100 mg

30 ml

100 ml

130 ml

1,4 ml/mín.

90 mín.

200 mg

60 ml

200 ml

260 ml

1,4 ml/mín.

180 mín.

AAnnaðhvort 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríðlausn til innrennslis eða 50 mg/ml (5%) glúkósa til innrennslis.

BÞéttni innrennslislausnarinnar er 0,77 mg/ml.

Innrennslishraðinn má ekki vera meiri en 1,1 mg/mín. (samsvarandi 1,4 ml/mínútu eftir blöndun og þynningu samkvæmt leiðbeiningum) (sjá kafla 4.2, 4.4 og 4.8).

Fyrir gjöf skal skoða móðurefnin með tilliti til agna og upplitunar, í hvert sinn sem lausnin og ílátin leyfa. Farga á lausninni ef agnir eða upplitun sjást.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Pfizer Limited

Ramsgate Road, Sandwich

Kent, CT13 9NJ, Bretland.

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/416/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. september 2007.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 23. ágúst 2012

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) http://www.ema.europa.eu

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf