Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Effentora (fentanyl) – Fylgiseðill - N02AB03

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEffentora
ATC-kóðiN02AB03
Efnifentanyl
FramleiðandiTeva B.V.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Effentora 100 míkrógramma kinntöflur

Effentora 200 míkrógramma kinntöflur

Effentora 400 míkrógramma kinntöflur

Effentora 600 míkrógramma kinntöflur

Effentora 800 míkrógramma kinntöflur

Fentanýl

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Effentora og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Effentora

3.Hvernig nota á Effentora

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Effentora

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Effentora og við hverju það er notað

Virka efnið í Effentora er fentanýl sítrat. Effentora er verkjadeyfandi lyf af þeirri tegund sem kallast ópíóíðar. Verkjalyfið er notað til að meðhöndla gegnumbrotsverki hjá fullorðnum sjúklingum með krabbamein sem þegar eru að taka aðra ópíóíða við þrálátum krabbameinsverkjum (allan sólarhringinn).

Með gegnumbrotsverk er átt við skyndilegan viðbótarverk sem kemur fram þrátt fyrir að venjulegur skammtur hafi verið tekinn af verkjadeyfandi ópíóíðlyfinu sem tekið er að staðaldri.

2. Áður en byrjað er að nota Effentora

EKKI má nota Effentora

ef þú notar ekki reglulega ávísað verkjadeyfandi ópíóíðlyf (t.d. kódín, fentanýl, hýdrómorfón, morfín, oxýkódon, petidín), á reglubundinn hátt daglega í að minnsta kosti viku til þess að hafa hemil á þrálátum verkjum. Ef þú hefur ekki verið að nota lyf af þessu tagi mátt þú alls ekki nota Effentora því það gæti aukið hættuna á að öndun verði hættulega hæg og/eða grunn, eða jafnvel stöðvist.

ef um er að ræða ofnæmi fyrir fentanýli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú átt við alvarleg öndunarvandamál eða alvarlegan teppusjúkdóm í lungum að stríða.

ef þú ert með skammtímaverk annan en gegnumbrotsverk, eins og verki eftir áverka eða skurðaðgerð, höfuðverk eða mígreni.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Effentora er notað.Haltu áfram að nota ópíóíðverkjalyfið sem þú ert að taka við þrálátum krabbameinsverkjum (allan sólarhringinn) meðan þú færð Effentora meðferð.

Á meðan verið er að meðhöndla þig með Effentora máttu ekki nota aðra fentanýlmeðferð sem þú hefur áður fengið við gegnumbrotsverkjum. Ef þú átt enn eitthvað af þessum fentanýllyfjum heima skal hafa samband við lyfjafræðing til að athuga hvernig á að farga þeim.

Ef eitthvað af eftirfarandi á við um þig skaltu ræða við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú byrjar að nota Effentora:

ef notkun þín á öðru ópíóíðverkjalyfi við þrálátum krabbameinsverkjum (allan sólarhringinn) er enn ekki komin í fastar skorður.

ef þú hrjáist af einhverju sem hefur áhrif á öndun (á borð við astma, önghljóð í lungunum eða mæði).

ef þú hefur fengið höfuðáverka.

ef hjartsláttur þinn er einstaklega hægur eða önnur hjartavandamál eru að hrjá þig.

ef þú átt við vandamál að stríða í lifur eða nýrum, þar sem þessi líffæri hafa áhrif á niðurbrot lyfsins í líkamanum.

ef þú ert með lítið vökvamagn í blóðrásinni eða lágan blóðþrýsting.

ef þú ert með hjartakvilla, einkum hægan hjartslátt.

ef þú tekur geðdeyfðarlyf eða geðrofslyf skaltu lesa kaflann um notkun annarra lyfja samhliða Effentora.

ef notkun ópíóíða hefur leitt til vanstarfsemi í nýrnahettum hjá þér (sjá kafla 4 undir alvarlegum aukaverkunum)

ef þú hefur sögu um áfengissýki eða aðra misnotkun fíkniefna eða fíkn.

ef þú drekkur áfengi, skaltu lesa kaflann Notkun Effentora með mat, drykk eða áfengi.

Hvað á að gera ef einhver tekur Effentora fyrir slysni

Ef þú telur að einhver hafi tekið Effentora fyrir slysni skaltu samstundis leita læknishjálpar. Reyndu að halda viðkomandi vakandi þar til bráðahjálp berst.

Sá sem hefur tekið Effentora fyrir slysni gæti fengið sömu aukaverkanir og lýst er í kaflanum: „Ef notaður er stærri skammtur af Effentora en mælt er fyrir um“.

Börn og unglingar

Ekki gefa lyfið börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Effentora

Áður en byrjað er að taka Effentora, látið þá lækninn eða lyfjafræðing vita um eftirfarandi lyf ef þau eru notuð nú, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð:

öll lyf sem að öllu jöfnu valda syfju (hafa sljóvgandi áhrif) á borð við svefnlyf, kvíðastillandi lyf, andhistamín eða róandi lyf.

öll lyf sem gætu haft áhrif á niðurbrot Effentora í líkamanum, t.d. rítónavír, nelfínavír, amprenavír og fosamprenavír (lyf sem hjálpa til við að hafa hemil á HIV-sýkingu) eða aðrir svokallaðir CYP3A4-hemlar á borð við ketókónazól, ítrakónazól eða flúkónazól (lyf sem notuð eru til meðferðar við sveppasýkingum), tróleandómýcín, klaritrómýcín eða erýtrómýcín (lyf sem notuð eru til meðferðar við bakteríusýkingum), aprepítant (notað við alvarlegri velgju) og diltíazem og verapamíl (lyf til meðferðar við háum blóðþrýstingi eða hjartasjúkdómum).

Lyf sem kölluð eru mónóamínoxídasa-(MAO)-hemlar (sem notuð eru við alvarlegu þunglyndi), annaðhvort nú eða á síðustu 2 vikum.

Ákveðin tegund sterkra verkjalyfja sem kölluð eru hlutaörvar/-blokkar ópíóíðviðtaka, t.d. búprenorfín, nalbúfín og pentazocín (verkjastillandi lyf). Þú gætir fundið fyrir einkennum lyfjafráhvarfsheilkennis (ógleði, uppköstum, niðurgangi, kvíða, kuldahrolli, skjálfta og svitamyndun) meðan þú notar þessi lyf.

Hættan á aukaverkunum eykst ef þú tekur lyf á borð við tiltekin geðdeyfðarlyf eða geðrofslyf. Effentora getur valdið milliverkunum við þessi lyf og þú kannt að finna fyrir breytingum á andlegu ástandi (t.d. óróleiki, ofskynjanir, dá), og öðrum áhrifum svo sem líkamshita yfir 38°C, aukinni hjartsláttartíðni, óstöðugum blóðþrýstingi og ýktum viðbrögðum, vöðvastífni, skorti á samhæfingu hreyfinga og/eða einkennum í meltingarvegi (t.d. ógleði, uppköst, niðurgangur). Læknirinn mun láta þig vita hvort Effentora henti þér.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Notkun Effentora með mat, drykk eða áfengi

Nota má Effentora fyrir eða eftir máltíðir, en ekki meðan á þeim stendur. Drekka má svolítið vatn áður en Effentora er notað til þess að hjálpa til við að væta munninn, en ekki má drekka eða borða neitt meðan verið er að taka lyfið.

Ekki má drekka greipaldinsafa meðan verið er að nota Effentora því það getur haft áhrif niðurbrot Effentora í líkamanum.

Ekki má drekka áfengi meðan verið er að nota Effentora. Það getur aukið hættuna á að vart verði við alvarlegar aukaverkanir, þ.m.t. dauða.

Meðganga og brjóstagjöf

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Ekki skal nota Effentora á meðgöngu nema það hafi verið rætt sérstaklega við lækninn. Ef Effentora er notað í langan tíma á meðgöngu er einnig hætta á því að nýburinn fái

fráhvarfseinkenni sem gætu reynst lífshættuleg ef þau eru ekki greind og meðhöndluð af lækni.

Ekki skal nota Effentora meðan á barnsfæðingu stendur því fentanýl gæti valdið öndunarbælingu hjá nýburum.

Brjóstagjöf

Fentanýl getur borist í brjóstamjólk og gæti valdið aukaverkunum hjá brjóstmylkingum. Ekki má nota Effentora meðan barn er haft á brjósti. Ekki á að hefja brjóstagjöf fyrr en a.m.k. 5 dögum frá síðasta skammtinum af Effentora.

Akstur og notkun véla

Ræddu við lækninn hvort þér sé óhætt að aka eða stjórna vélum eftir að hafa tekið Effentora. Ekki má aka eða stjórna vélum: ef þú finnur fyrir syfju eða sundli; ef þú sérð allt í þoku eða sérð tvöfalt; eða ef þú átt erfitt með að einbeita þér. Mikilvægt er að þú vitir hvernig þú bregst við Effentora áður en þú ekur eða stjórnar vélum.

Effentora inniheldur natríum

Hver 100 míkrógramma tafla af Effentora inniheldur 10 mg af natríum. Effentora 200 míkrógrömm, Effentora 400 míkrógrömm, Effentora 600 míkrógrömm og Effentora 800 míkrógrömm innihalda 20 mg af natríum hver tafla. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga og leita ráða hjá lækni.

3.Hvernig nota á Effentora

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skammtar og tíðni

Þegar byrjað er að nota Effentora í fyrsta skipti mun læknirinn leita samvinnu þinnar við að finna rétta skammtinn til að deyfa gegnumbrotsverkina. Mjög mikilvægt er að þú notir Effentora alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Upphafsskammtur er 100 míkrógrömm. Meðan verið er að finna rétta skammtinn gæti læknirinn gefið fyrirmæli um að taka fleiri en eina töflu í hverju kasti. Hafi gegnumbrotsverkur ekki hjaðnað eftir 30 mínútur skal einungis nota 1 töflu af Effentora í vibót á meðan verið er að ákvarða skammtinn.

Um leið og rétti skammturinn hefur verið fundinn í samvinnu við lækninn, skal sem almenna viðmiðun nota 1 töflu við gegnumbrotsverkjaköstum. Við áframhaldandi meðferð getur þörf fyrir verkjastillandi meðferð breyst. Nota getur þurft stærri skammta. Hafi gegnumbrotsverkur ekki hjaðnað eftir 30 mínútur skal einungis nota 1 töflu af Effentora í viðbót á þessu tímabili skammtaaðlögunar.

Hafa skal samband við lækninn ef rétti skammturinn af Effentora deyfir ekki gegnumbrotsverkinn. Læknirinn ákveður hvort breyta þurfi skammtinum.

Bíddu að minnsta kosti 4 klst. áður en þú meðhöndlar annað gegnumbrotsverkjakast með Effentora.

Nauðsynlegt er að láta lækninn umsvifalaust vita ef farið er að nota Effentora oftar en fjórum sinnum

ádag því hann gæti þá breytt lyfinu sem notað er að staðaldri við þrálátum verkjum. Þegar tekist hefur

áný að halda hinum þrálátu verkjum í skefjum, kann læknirinn að þurfa að breyta skammtinum á Effentora. Til þess að verkjadeyfingin takist sem allra best skaltu láta lækninn vita um verkina og hversu vel Effentora gagnist þér þannig að unnt sé að breyta skammtinum ef nauðsyn krefur.

Ekki má breyta skömmtum af Effentora eða öðrum verkjalyfjum á eigin spýtur. Læknirinn verður að ávísa breyttum skammti og hafa eftirlit með hvernig hann virkar.

Ef þú ert ekki viss um rétta skammtinn, eða ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi lyfjatökuna, skaltu hafa samband við lækninn.

Lyfjagjöf

Effentora kinntöflur eru til notkunar í munnhol. Þegar töflunni er komið fyrir í munninum leysist hún upp og lyfið frásogast gegnum munnslímhúðina inn í blóðrásina. Þegar lyfið er tekið á þennan hátt getur það frásogast hratt og deyft gegnumbrotsverkinn.

Hvernig á að taka lyfið

Ekki má opna þynnupakkninguna fyrr en komið er að því að taka lyfið. Nauðsynlegt er að nota töfluna um leið og hún er tekin úr þynnupakkningunni.

Rífið eina einingu af þynnupakkningunni eftir gatalínunum.

Beygið afrifnu þynnueininguna eftir áprentuðu línunni eins og tilgreint er.

Flettið bakþynnunni af þannig að taflan verði sýnileg. Reynið ALLS EKKI að þrýsta töflunni gegnum þynnuna, því það gæti skemmt töfluna.

Takið töfluna upp úr þynnueiningunni og stingið henni samstundis í heilu lagi nærri jaxli milli tannholdsins og kinnarinnar (eins og sést á myndinni). Stundum vill læknirinn að töflunni sé komið fyrir undir tungunni í staðinn.

Reynið alls ekki að mylja töfluna eða skipta henni í smærri einingar.

Ekki má bíta í töfluna, sjúga, bryðja eða gleypa hana, því það dregur úr verkjadeyfingunni miðað við réttu aðferðina við lyfjatöku.

Láta ber töfluna liggja kyrra milli kinnarinnar og tannholdsins þar til hún leysist upp, en það tekur venjulega u.þ.b. 14 til 25 mínútur.

Vart gæti orðið við örlitla froðumyndun milli kinnarinnar og tannholdsins meðan taflan er að leysast upp.

Ef vart verður við ertingu má breyta staðsetningu töflunnar á tannholdinu.

Ef enn eru leifar af töflunni eftir 30 mínútur má kyngja þeim með glasi af vatni.

Ef notaður er stærri skammtur af Effentora en mælt er fyrir um

Algengustu aukaverkanirnar eru syfja, velgja eða sundl. Ef vart verður við mikið sundl eða mikla syfju áður en taflan er orðin fyllilega uppleyst skal tafarlaust skola munninn með vatni og spýta töflubrotunum sem eftir eru í vask eða salerni.

Alvarleg aukaverkun af Effentora er hæg og/eða grunn öndun. Það getur gerst ef skammturinn af Effentora er of stór eða ef tekið er of mikið af Effentora. Ef þessa verður vart ber samstundis að leita læknishjálpar.

Ef gleymist að nota Effentora

Ef gegnumbrotsverkurinn hefur enn ekki rénað má taka Effentora samkvæmt ávísun læknisins. Hafi gegnumbrotsverkurinn stöðvast skal ekki taka Effentora fyrr en í næsta gegnumbrotsverkjakasti.

Ef hætt er að nota Effentora

Þú skalt hætta að nota Effentora þegar þú færð ekki lengur gegnumbrotsverkjaköst. Þú verður hins vegar að halda áfram að taka þín venjulegu ópíóíðaverkjalyf við hinum þrálátu krabbameinsverkjum samkvæmt ráðleggingum læknisins. Þú gætir fundið fyrir fráhvarfseinkennum sem líkjast hugsanlegum aukaverkunum Effentora þegar þú hættir meðferð með Effentora. Ef þú finnur fyrir fráhvarfseinkennum eða ef þú hefur áhyggjur af verkjameðferð þinni, skaltu hafa samband við lækninn. Læknirinn mun meta hvort þú þurfir lyf til að draga úr eða koma í veg fyrir fráhvarfseinkenni.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Ef vart verður við aukaverkanir skal hafa samband við lækninn.

Alvarlegar aukaverkanir

Alvarlegustu aukaverkanirnar eru grunn öndun, lágur blóðþrýstingur og lost. Eins og önnur fentanýl-lyf getur Effentora valdið mjög alvarlegum öndunarvandamálum sem geta leitt til dauða. Ef vart verður mikillar syfju eða hægrar og/eða grunnrar öndunar

þarft þú eða umönnunaraðili þinn að hafa samstundis samband við lækninn og hringja eftir bráðahjálp.

Hafðu tafarlaust samband við lækninn ef þú finnur fyrir einhverjum af eftirfarandi einkennum samtímis

- Ógleði, uppköst, lystarstol, þreyta, slappleiki, sundl og lágur blóðþrýstingur

Ef þessi einkenni koma fram samtímis getur það verið merki um lífshættulegt ástand sem nefnist vanstarfsemi nýrnahetta. Það lýsir sér í því að nýrnahetturnar framleiða ekki nægilegt magn hormóna.

Aðrar aukaverkanir

Mjög algengar: geta komið fyrir hjá fleiri en 1 einstaklingi af hverjum 10

sundl, höfuðverkur

velgja, uppköst

á íkomustað töflunnar: verkir, sár, erting, blæðing, dofi, tilfinningarleysi, roði, þroti eða blettir

Algengar: geta komið fyrir hjá 1 til 10 einstaklingum af hverjum 100

kvíði eða rugl, þunglyndi, svefnleysi

óeðlilegt bragð, þyngdartap

syfja, sljóvgun óhófleg þreyta, þróttleysi, mígreni, dofi, þroti í hand- eða fótleggjum, lyfjafráhvarfsheilkenni, (getur komið fram sem eftirtaldar aukaverkanir: ógleði, uppköst, niðurgangur, kvíði, kuldahrollur, skjálfti og svitamyndun), skjálfti, dettni, kuldahrollur

hægðatregða, bólga í munni, munnþurrkur, niðurgangur, brjóstsviði, lystarleysi, kviðverkur, óþægindi í maga, meltingartruflun, tannpína, þruska (hvítsveppasýking í munni)

kláði, óhófleg svitamyndun, útbrot

mæði, verkir í hálsi

fækkun hvítra blóðkorna í blóði, fækkun rauðra blóðkorna, lækkaður eða hækkaður blóðþrýstingur, óvenjulega hraður hjartsláttur

vöðvaverkur, bakverkur

þreyta

Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá 1 til 10 einstaklingum af hverjum 1.000

særindi í hálsi

fækkun á frumum sem hjálpa blóðinu að storkna

að finna fyrir ofsakæti, taugaveiklun, óeðlilegri tilfinningu, taugaspennu eða seinlæti; að sjá eða heyra eitthvað sem samræmist ekki raunveruleikanum (ofskynjanir), skert meðvitund, breyting á andlegu ástandi, ávanabinding (að vera háður lyfinu, fíkn), áttamissir, einbeitingarskortur, jafnvægisskortur, svimi, talörðugleikar, eyrnasuð, óþægindi í eyrum

trufluð eða þokukennd sjón, rauð augu

óeðlilega hægur hjartsláttur, mikil hitatilfinning (hitakóf)

alvarlegir öndunarerfiðleikar, öndunarerfiðleikar í svefni

eitt eða fleiri af eftirtöldum vandamálum í munni: sár, tilfinningarskortur, óþægindi, óvenjulegur litur, mjúkvefjakvillar, tungukvillar, verkir eða blöðrur eða sár á tungu, tannholdsverkir, sprungnar varir, tannkvillar

bólga í vélinda, lömun í meltingarvegi, gallblöðruröskun

kaldsviti, þroti í andliti, útbreiddur kláði, hárlos, vöðvakippir, vöðvaslappleiki, lasleikatilfinning, óþægindi í brjóstkassa, þorsti, kuldatilfinning, hitatilfinning, erfiðleikar við þvaglát

vanlíðan

roðaþot

Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá 1 til 10 einstaklingum af hverjum 10.000

truflanir í hugsun, hreyfitruflanir

blöðrur í munni, þurrar varir, graftarsöfnun undir slímhúð í munni

testósterónskortur, óeðlileg tilfinning í auga, blossasýn, stökkar neglur

Ofnæmisviðbrögð á borð við útbrot, roða, þrota í vör og andliti, ofsakláða

Tíðni ekki þekkt: (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

meðvitundarleysi, öndunarstöðvun, krampar (köst)

skortur á kynhormónum (andrógenskortur)

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

5.Hvernig geyma á Effentora

Verkjalyfið í Effentora er afar öflugt og gæti verið lífshættulegt fyrir börn sem taka það fyrir slysni. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningar-/notist fyrir dagsetningu sem tilgreind er í áletrun þynnupakkningarinnar og á öskjunni. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

Effentora inniheldur

Virka innihaldsefnið er fentanýl. Hver tafla inniheldur annaðhvort:

100 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat)

200 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat)

400 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat)

600 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat)

800 míkrógrömm fentanýl (sem sítrat)

Önnur innihaldsefni eru mannitól, natríumsterkjuglýkólat af gerð A, natríumhýdrógenkarbónat, vatnsfrítt natríumkarbónat, vatnsfrí sítrussýra, magnesíumsterat.

Lýsing á útliti Effentora og pakkningastærðir

Kinntöflurnar eru flatar og kringlóttar töflur með sneiddum brúnum, merktar á annarri hliðinni með „C“ og á hinni hliðinni eru Effentora 100 míkrógramma töflur merktar með „1“, Effentora

200 míkrógrömm með „2“, Effentora 400 míkrógrömm með „4“, Effentora 600 míkrógrömm með „6“ og Effentora 800 míkrógrömm með „8“.

Hver þynnupakkning inniheldur 4 kinntöflur, sem afgreiddar eru í öskjum með 4 eða 28 kinntöflum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

TEVA B.V.

Swensweg 5

2031 GA Haarlem

Holland

Framleiðandi

Teva Pharmaceuticals Europe B.V.

Swensweg 5

2031 GA HAARLEM

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið eða hringið í eftirfarandi númer:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Teva Pharma Belgium N.V./S.A. /AG

UAB “Sicor Biotech”

Tel/Tél: +32 3 820 73 73

Tel: +370 5 266 02 03

България

Luxembourg/Luxemburg

Тева Фармасютикълс България ЕООД

Teva Pharma Belgium N.V./S.A./AG.

Teл.: +359 2 489 95 82

Tél: +32 3 820 73 73

Česká republika

Magyarország

Teva Pharmaceuticals CR, s.r.o.

Teva Gyógyszergyár Zrt.

Tel: +420 251 007 111

Tel.: (+ 36) 1 288 6400

Danmark

Malta

Teva Denmark A/S

Teva Pharmaceuticals Ireland

Tlf: +45 44 98 55 11

Tel: +353 51 321740

Deutschland

Nederland

TEVA GmbH

Teva Nederland B.V.

Tel: +49 731 402 08

Tel: +31 (0) 800 0228 400

Eesti

Norge

Teva Eesti esindus

Teva Norway AS

UAB Sicor Biotech

Tlf: +47 66 77 55 90

Eesti filiaal

 

Tel: + 372 661 0801

 

Ελλάδα

Österreich

Teva Ελλάς Α.Ε.

ratiopharm Arzneimittel Vertriebs-GmbH

Τηλ: +30 210 72 79 099

Tel.Nr.: +43/1/97007 0

España

Polska

Teva Pharma, S.L.U.

Teva Pharmaceuticals Polska Sp. z o.o.

Tel: + 34 91 387 32 80

Tel.: +48 22 345 93 00

France

Portugal

Teva Santé

Teva Pharma - Produtos Farmacêuticos, Lda.

Tél: +33 1 55 91 78 00

Tel: +351 21 476 75 50

Hrvatska

România

Pliva Hrvatska d.o.o

Teva Pharmaceuticals S.R.L.

Tel: + 385 1 37 20 000

Tel: +4021 230 65 24

Ireland

Slovenija

Teva Pharmaceuticals

Pliva Ljubljana d.o.o.

Ireland

Tel: +386 1 58 90 390

Tel: +353 (0) 51 321 740

 

Ísland

Slovenská republika

Teva Norway AS

TEVA Pharmaceuticals Slovakia s.r.o.

Sími: +47 66 77 55 90

Tel: +421257267911

Italia

Suomi/Finland

Teva Italia S.r.l.

ratiopharm Oy

Tel: +39 028917981

Puh/Tel: +358 20 180 5900

Κύπρος

Sverige

Teva Ελλάς Α.Ε.

Teva Sweden AB

Τηλ: +30 210 72 79 099

Tel: +46 (0) 42 12 11 00

Latvija

United Kingdom

Sicor Biotech filiāle Latvijā

Teva UK Limited

Tel: +371 67 323 666

Tel: +44 1977628500

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf