Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Elocta (efmoroctocog alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B02BD02

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsElocta
ATC-kóðiB02BD02
Efniefmoroctocog alfa
FramleiðandiSwedish Orphan Biovitrum AB (publ)

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

ELOCTA 250 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

ELOCTA 500 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

ELOCTA 750 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

ELOCTA 1000 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

ELOCTA 1500 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

ELOCTA 2000 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

ELOCTA 3000 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

ELOCTA 250 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 250 IU af efmoroctocog alfa. Eftir blöndun inniheldur hver ml af stungulyfi, lausn u.þ.b. 83 IU af efmoroctocog alfa.

ELOCTA 500 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 500 IU af efmoroctocog alfa. Eftir blöndun inniheldur hver ml af stungulyfi, lausn u.þ.b. 167 IU af efmoroctocog alfa.

ELOCTA 750 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 750 IU af efmoroctocog alfa. Eftir blöndun inniheldur hver ml af stungulyfi, lausn u.þ.b. 250 IU af efmoroctocog alfa.

ELOCTA 1000 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 1000 IUaf efmoroctocog alfa. Eftir blöndun inniheldur hver ml af stungulyfi, lausn u.þ.b. 333 IU af efmoroctocog alfa.

ELOCTA 1500 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 1500 IU af efmoroctocog alfa. Eftir blöndun inniheldur hver ml af stungulyfi, lausn u.þ.b. 500 IU af efmoroctocog alfa.

ELOCTA 2000 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 2000 IU af efmoroctocog alfa. Eftir blöndun inniheldur hver ml af stungulyfi, lausn u.þ.b. 667 IU af efmoroctocog alfa.

ELOCTA 3000 IU stungulyfsstofn og leysir, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 3000 IU af efmoroctocog alfa. Eftir blöndun inniheldur hver ml af stungulyfi, lausn u.þ.b. 1000 IU af efmoroctocog alfa.

Virknin (alþjóðlegar einingar) er ákvörðuð með litmyndunarprófi (cromogenic assay), samkvæmt Evrópsku lyfjaskránni sem borið er saman við staðal rannsóknarstofu sem miðaður er við staðal

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvað varðar þátt VIII. Eðlisvirkni ELOCTA er 4000-10200 IU./mg prótíns.

Efmoroctocog alfa (raðbrigða storkuþáttur manna VIII, Fc samrunaprótín (rFVIIIFc)) felur í sér

1890 amínósýrur. Það er framleitt með raðbrigða DNA tækni í frumulínu úr nýra mannsfósturs (HEK) án þess að utanaðkomandi prótínum úr mönnum eða dýrum sé bætt við í frumuræktunarferlinu, við hreinsun eða við endanlega samsetningu.

Hjálparefni með þekkta verkun

0,6 mmól (eða 14 mg) af natríum í hettuglasi.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Stofn: frostþurrkaður, hvítur eða beinhvítur stofn eða klumpur.

Leysir: vatn fyrir stungulyf, tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til að meðhöndla og fyrirbyggja blæðingu hjá sjúklingum með dreyrasýki A (meðfæddur skortur á þætti VIII).

ELOCTA má nota handa öllum aldurshópum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Hefja skal meðferð undir eftirliti læknis sem hefur reynslu af meðferð dreyrasýki.

Sjúklingar sem hafa ekki fengið meðferð áður

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun ELOCTA hjá sjúklingum sem ekki hafa fengið meðferð áður. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Skammtar

Skammtur og lengd uppbótarmeðferðar fara eftir því hversu alvarlegur skortur á þætti VIII er, eftir staðsetningu og umfangi blæðingar og eftir klínísku ástandi sjúklings.

Sá fjöldi eininga sem gefinn er af raðbrigða þætti VIII Fc er gefinn upp í alþjóðlegum einingum (IU) sem eru tengdar núverandi staðli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar fyrir lyf sem innihalda þátt VIII. Virkni þáttar VIII í blóðvökva kemur ýmist fram sem prósentuhlutfall (miðað við eðlilegan blóðvökva manna) eða sem alþjóðlegar einingar (miðað við alþjóðlega staðla fyrir þátt VIII í blóðvökva).

Ein IU af virkni raðbrigða þáttar VIII Fc jafngildir magni þáttar VIII í einum ml af eðlilegum blóðvökva manna.

Meðferð eftir þörfum

Útreikningur á nauðsynlegum skammti af raðbrigða þætti VIII Fc byggist á þeirri reynslu að 1 alþjóðleg eining (IU) af þætti VIII á kg líkamsþyngdar hækkar virkni þáttar VIII í blóðvökva sem nemur 2 IU/dl. Nauðsynlegur skammtur er ákvarðaður með eftirfarandi formúlu:

Nauðsynlegar einingar = líkamsþyngd (kg) x æskileg hækkun þáttar VIII (%) (IU/dl) x 0.5 (IU/kg á IU/dl)

Það magn sem gefa skal og tíðni lyfjagjafar skulu ávallt miðast við klíníska verkun í hverju tilviki fyrir sig (sjá kafla 5.2). Ekki er búist við því að tími fram að hámarks virkni lengist.

Ef eftirfarandi blæðingartilvik eiga sér stað ætti virkni þáttar VIII ekki að verða minni en sem nemur tilgreindri virkni í blóðvökva (í % af eðlilegu gildi eða IU/dl) á viðkomandi tímabili. Nota má töflu 1 til leiðbeiningar um skömmtun í tengslum við blæðingu og skurðaðgerðir:

Tafla 1: Leiðbeiningar varðandi skömmtun ELOCTA til að meðhöndla blæðingu og við skurðaðgerðir

Stig blæðingar / Tegund

Nauðsynleg virkni

Skammtatíðni (klst.) /

skurðaðgerðar

þáttar VIII (%)

Lengd meðferðar (dagar)

 

(IU/dl)

 

Blæðing

 

 

Byrjun blæðingar í liðum,

20-40

Endurtakið inndælingu á 12 til 24 klst. fresti í

blæðing í vöðvum eða

 

a.m.k. 1 dag þar til blæðing hefur stöðvast

blæðingí munni

 

eftir verkjum að dæma eða sár hafa gróið. 1

Umfangsmeiri blæðing í

30-60

Endurtakið inndælingu á 12 til 24 klst. fresti í

liðum, blæðing í vöðvum

 

3-4 daga eða meira þar til verkir og bráð

eða margúll

 

fötlun eru

 

 

liðin hjá. 1

Lífshættulegar blæðingar

60-100

Endurtakið inndælingu á 8 til 24 klst. fresti

 

 

þar til hættan er liðin hjá.

 

 

 

Skurðaðgerð

 

 

Minni háttar skurðaðgerð

30-60

Endurtakið inndælingu á 24 klst. fresti í

þ.m.t. tanndráttur

 

a.m.k. 1 dag, þar til sár hafa gróið.

 

 

 

Stór skurðaðgerð

80-100

Endurtakið inndælingu á 8 til 24 klst. fresti

 

(fyrir og eftir aðgerð)

eftir þörfum þar til sár hafa gróið á viðunandi

 

 

hátt, haldið meðferð síðan áfram í a.m.k.

 

 

7 daga til viðbótar til að viðhalda virkni

 

 

þáttar VIII sem nemur 30% til 60% (IU/dl).

 

 

 

1 Hjá sumum sjúklingum og við ákveðnar aðstæður má lengja bilið milli skammta í allt að 36 klst. Sjá kafla 5.2 hvað varðar upplýsingar um lyfjahvörf.

Fyrirbyggjandi meðferð

Ef um langtíma fyrirbyggjandi meðferð er að ræða er ráðlagður skammtur 50 IU/kg 3. til 5. hvern dag. Skammtinn má aðlaga samkvæmt svörun sjúklinga á bilinu 25 til 65 IU/kg (sjá kafla 5.1 og 5.2). Í sumum tilvikum, einkum hjá ungum sjúklingum, kann að reynast þörf á styttri skammtahléum eða stærri skömmtum.

Eftirlit með meðferð

Meðan meðferð á sér stað er ráðlagt að ákvarða magn þáttar VIII á viðeigandi hátt (með einföldu storku- eða litmyndunarprófi) til þess að finna þann skammt sem gefa skal og tíðni endurtekinna inndælinga. Mismunandi sjúklingar kunna að sýna mismunandi svörun gagnvart þætti VIII og kunna því að sýna ólíkan helmingunartíma og bata. Hugsanlegt er að aðlaga þurfi skammt byggðan á líkamsþyngd hjá sjúklingum sem eru undir og yfir kjörþyngd. Ef um er að ræða stórar skurðaðgerðir er einkum nauðsynlegt að hafa náið eftirlit með uppbótarmeðferð með storkugreiningu (virkni þáttar VIII í blóðvökva).

Þegar notað er einfalt storkupróf byggt á in vitro trombóplastíntíma (aPTT) til að ákvarða virkni þáttar VIII í blóðsýnum sjúklinga, getur tegund aPTT hvarfefnisins og viðmiðunarstaðallinn sem notaður er í prófinu haft áhrif á niðurstöður ákvarðana á virkni þáttar VIII í blóðvökva. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar skipt er um rannsóknarstofu og/eða prófefnið sem notað er í prófinu.

Aldraðir

Takmörkuð reynsla liggur fyrir varðandi sjúklinga sem eru ≥65 ára.

Börn

Börn undir 12 ára kunna að þurfa tíðari og stærri skammta (kafli 5.1). Sömu ráðleggingar eiga við um skammta fyrir unglinga, 12 ára og eldri, eins og fyrir fullorðna.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

ELOCTA skal sprauta í bláæð á nokkrum mínútum. Hraði lyfjagjafar skal miðast við þægindi sjúklings og ætti ekki að vera meiri en sem nemur 10 ml/mín.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu (raðbrigða storkuþætti manna VIII og/eða Fc svæði) eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmi

Ofnæmisviðbrögð eru möguleg með ELOCTA. Ef vart verður við ofnæmiseinkenni skal ráðleggja sjúklingum að hætta notkun lyfsins tafarlaust og hafa samband við lækninn.

Upplýsa skal sjúklinga um merki um ofnæmisviðbrögð, svo sem kláða, almennan ofsakláða, þrengsli fyrir brjósti, más, lágþrýsting og bráðaofnæmi.

Ef um ofnæmislost er að ræða skal veita staðlaða læknismeðferð við losti.

Mótefni (hemlar)

Myndun hlutleysandi mótefna (hemla) gagnvart þætti VIII er þekktur fylgikvilli við umönnun einstaklinga með dreyrasýki A. Þessir hemlar eru venjulega IgG immúnóglóbúlín sem beint er gegn storkuörvandi virkni þáttar VIII, sem mælt er í Bethesda einingum (B.U.) á ml blóðvökva með breyttri mælingu. Hættan á myndun hemla er í orsakasamhengi við útsetningu fyrir þætti VIII, en þessi hætta er mest á fyrstu

20 dögum útsetningar. Mjög sjaldan kunna hemlar að myndast eftir fyrstu 100 daga útsetningar.

Fram hafa komið tilvik þar sem hemlar (lágur títri) myndast aftur þegar skipt er úr einu lyfi með þætti VIII yfir í annað lyf hjá sjúklingum sem áður höfðu fengið meðferð lengur en í 100 daga og eru með sögu um hemlamyndun. Því er ráðlagt að fylgjast náið með sjúklingum með tilliti til hemlamyndunar þegar skipt er yfir í annað lyf.

Almennt skal fylgjast vandlega með sjúklingum sem meðhöndlaðir eru með lyfjum sem innihalda þátt VIII hvað varðar myndun hemla, með viðeigandi klínískum athugunum og rannsóknarprófum. Ef tilætluð virkni þáttar VIII næst ekki í blóðvökva, eða ef ekki tekst að stöðva blæðingu með viðeigandi skammti, skal rannsaka hvort mótefnahemill þáttar VIII sé fyrir hendi. Hjá sjúklingum með mikið hemlamagn er ekki víst að meðferð með þætti VIII beri árangur og íhuga skal aðra meðferðarmöguleika. Umsjón með slíkum sjúklingum skal vera í höndum lækna sem hafa reynslu af umönnun dreyrasýki og hemlum þáttar VIII.

Hjarta- og æðasjúkdómar

Uppbótarmeðferð með FVIII getur aukið hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum hjá sjúklingum með áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma.

Fylgikvillar í tengslum við hollegg

Ef þörf er á miðlægum bláæðalegg skal íhuga hættu á fylgikvillum tengdum miðlægum bláæðalegg, svo sem staðbundnum sýkingum, blóðsýkingum og segamyndun kringum hollegg.

Skráning lotunúmers

Eindregið er mælt með því að skrá heiti og lotunúmer lyfsins í hvert skipti sem sjúklingi er gefið ELOCTA til þess að viðhalda tengingu á milli sjúklings og lotu lyfsins.

Börn

Varnaðarorð og varúðarreglur sem hér koma fram eiga bæði við um fullorðna og börn.

Til athugunar í tengslum við hjálparefni

Lyfið inniheldur 0,6 mmól (eða 14 mg) af natríum í hverju hettuglasi. Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hefur verið tilkynnt um neinar milliverkanir storkuþáttar manna VIII (rDNA) við önnur lyf. Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum með ELOCTA.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga og brjóstagjöf

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á æxlun dýra með ELOCTA. Rannsókn var framkvæmd á flutningi um fylgju hjá músum (sjá kafla 5.3). Þar sem dreyrasýki A er sjaldgæf hjá konum liggur ekki fyrir nein reynsla af notkun þáttar VIII við meðgöngu og brjóstagjöf. Því á aðeins að nota þátt VIII á meðgöngu og við brjóstagjöf ef brýna nauðsyn ber til.

Frjósemi

Engin gögn liggja fyrir um áhrif á frjósemi. Engar frjósemisrannsóknir hafa verið framkvæmdar á dýrum með ELOCTA.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

ELOCTA hefur engin áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggisupplýsinga

Mjög sjaldan hefur orðið vart við ofnæmi eða ofnæmisviðbrögð (þ.m.t. þroti í andliti, útbrot, ofsakláði, þrengsli fyrir brjósti og öndunarerfiðleikar, sviði og stingir á innrennslisstað, kuldahrollur, roðaþot, almennur ofsakláði, höfuðverkur, lágþrýstingur, svefndrungi, ógleði, eirðarleysi, hraðtaktur) en þau geta í sumum tilvikum þróast yfir í alvarlegt bráðaofnæmi (þ.m.t. lost).

Sjúklingar með dreyrasýki A kunna að mynda hlutleysandi mótefni (hemla) gegn þætti VIII. Ef slík mótefnahemlun á sér stað lýsir ástandið sér í ónógri klínískri svörun. Í slíkum tilvikum er ráðlagt að hafa samband við blæðaramiðstöð, sem er sérstök deild fyrir dreyrasýki.

Tafla yfir aukaverkanir

Tíðnin í töflu 2 hér fyrir neðan kom fram í III. stigs klínískum rannsóknum og framlengdri rannsókn hjá samtals 233 sjúklingum með alvarlega dreyrasýki A. Heildarfjöldi daga sem útsetning átti sér stað var 34.746 með að miðgildi 129 (á bilinu 1-326) daga sem útsetning átti sér stað hjá hverjum einstaklingi.

Tafla 2 sem kemur fyrir hér að neðan samræmist MedDRA flokkun eftir líffærum (flokkun eftir líffærum og ákjósanleg heiti).

Tíðni hefur verið metin samkvæmt eftirfarandi venju: mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 2: Aukaverkanir sem tilkynnt var um með ELOCTA í klínískum rannsóknum

MedDRA flokkun eftir líffærum

Aukaverkanir

Tíðniflokkur

Taugakerfi

Höfuðverkur

Sjaldgæfar

 

Sundl

Sjaldgæfar

 

Bragðskynstruflun

Sjaldgæfar

Hjarta

Hægtaktur

Sjaldgæfar

Æðar

Háþrýstingur

Sjaldgæfar

 

Hitakóf

Sjaldgæfar

 

Æðakvilli1

Sjaldgæfar

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Hósti

Sjaldgæfar

Meltingarfæri

Verkur í neðri hluta

Sjaldgæfar

 

kviðar

 

Húð og undirhúð

Útbrot

Sjaldgæfar

Stoðkerfi og stoðvefur

Liðverkir

Sjaldgæfar

 

Vöðvaverkir

Sjaldgæfar

 

Bakverkir

Sjaldgæfar

 

Þroti í liðum

Sjaldgæfar

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Vanlíðan

Sjaldgæfar

 

Verkur fyrir brjósti

Sjaldgæfar

 

Kuldatilfinning

Sjaldgæfar

 

Hitatilfinning

Sjaldgæfar

Rannsóknaniðurstöður

Jákvæð mótefnamæling

Sjaldgæfar

 

gegn storkuþætti VIII2

 

Áverkar og eitranir

Lágþrýstingur í

Sjaldgæfar

 

tengslum við aðgerð

 

1Heiti samkvæmt rannsakanda: æðaverkir eftir inndælingu ELOCTA

2Einn fullorðinn einstaklingur var með jákvæða mótefnamælingu gegn storkuþætti VIII samhliða einni mælingu á hlutleysandi mótefnatítra sem var 0,73 Bethesda einingar/ml í viku 14. Hlutleysandi mótefnið var ekki staðfest við endurtekna mælingu 18 dögum síðar og var neikvætt í síðari heimsóknum. Aukning varð á úthreinsun (CL) í viku

14sem gekk til baka með áframhaldandi meðferð með rFVIIIFc.

Reynsla eftir markaðssetningu

Eftir markaðssetningu hefur orðið vart við myndun FVIII hemla.

Börn

Ekki hefur orðið vart við neinn aldurstengdan mun á aukaverkunum hjá börnum og fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið tilkynnt um nein einkenni ofskömmtunar.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: blæðingarlyf, storkuþáttur VIII, ATC-flokkur: B02BD02

Verkunarháttur

Efnaflókinn þáttur VIII/von Willebrand þáttur felur í sér 2 sameindir (þátt VIII og von Willebrand þátt) sem hafa mismunandi virkni. Þegar storkuferlið er virkjað umbreytist þáttur VIII yfir í virkjaðan þátt VIII og hann losnar frá von Willebrand þætti. Virkjaður þáttur VIII virkar sem hjálparþáttur fyrir virkjaðan þátt IX og hraðar umbreytingu þáttar X yfir í virkjaðan þátt X á yfirborði fosfólipíða. Virkjaðu þáttur X umbreytir próþrombíni yfir í þrombín. Þrombín umbreytir síðan fíbrínógeni yfir í fíbrín og þá getur blóðið storknað.

Dreyrasýki A er X-tengd arfgeng röskun á blóðstorknun sem stafar af lækkuðum gildum virkniþáttar VIII og veldur blæðingu inn í liði, vöðva eða innri líffæri, ýmist af sjálfu sér eða vegna áverka af völdum slysa eða skurðaðgerða. Með uppbótarmeðferð hækka gildi þáttar VIII í blóðvökva og þar með er unnt að leiðrétta tímabundið skort á þættinum og leiðrétta tilhneigingu til blæðingar.

ELOCTA (efmoroctocog alfa) er fullkomlega raðbrigða samrunaprótín með lengdan helmingunartíma. ELOCTA felur í sér raðbrigða storkuþátt manna VIII án B-hluta sem er tengdur á samgildan hátt við

Fc hluta immúnóglóbúlíns manna G1. Fc svæði immúnóglóbúlíns manna G1 binst Fc viðtaka nýbura. Þessi viðtaki er tjáður allt lífið og er hluti af náttúrulegri leið sem verndar immúnóglóbúlín gegn niðurbroti í leysikornum með því að koma þessum prótínum aftur inn í blóðrás, sem veldur löngum helmingunartíma í blóðvökva. Efmoroctocog alfa binst Fc viðtaka nýbura og notar því sömu náttúrulegu leið til þess að seinka niðurbroti í leysikornum og veita lengri helmingunartíma í blóðvökva en innrænn þáttur VIII.

Verkun og öryggi

Öryggi, verkun og lyfjahvörf ELOCTA voru metin í 2 fjölþjóðlegum, opnum, lykilrannsóknum; 3. stigs rannsókn nefnd rannsókn I og 3. stigs rannsókn á börnum nefnd rannsókn II (sjá Börn).

Í rannsókn I var verkun fyrirbyggjandi meðferðaráætlananna tveggja (einstaklingsmiðaðrar og vikulegrar) borin saman við meðferð eftir þörfum, hvor fyrir sig. Í rannsókninni tóku alls þátt 165 karlkyns sjúklingar sem þegar höfðu fengið meðferð (12 til 65 ára) og voru með alvarlega dreyrasýki A. Einstaklingar sem fengu fyrirbyggjandi meðferð áður en þeir hófu þátttöku í rannsókninni voru settir í einstaklingsmiðaðan fyrirbyggjandi meðferðararm. Einstaklingar sem fengu meðferð eftir þörfum áður en þátttaka hófst voru ýmist settir í einstaklingsmiðaðan fyrirbyggjandi meðferðararm eða þeim var slembiraðað í vikulegan fyrirbyggjandi meðferðararm eða arm þar sem meðferð var gefin eftir þörfum. Í einstaklingsmiðaða fyrirbyggjandi meðferðararminum fengu einstaklingar til að byrja með meðferð tvisvar í viku þar sem gefnar voru 25 IU/kg á fyrsta degi og síðan 50 IU/kg á fjórða degi. Einstaklingsmiðaður fyrirbyggjandi skammtur og skammtabil voru aðlöguð á bilinu 25 til 65 IU/kg á 3 til 5 daga fresti. Vikulegur fyrirbyggjandi skammtur var 65 IU/kg. Auk þess var blóðstöðvandi verkun til þess að meðhöndla blæðingartilvik metin í rannsókn I; og ákvörðuð blóðstöðvandi verkun við umönnun í kringum aðgerð hjá einstaklingum sem þurfa að gangast undir stórar skurðaðgerðir.

Einstaklingsmiðuð fyrirbyggjandi meðferð: Hjá 117 einstaklingum sem hægt var að meta og tóku þátt í einstaklingsmiðaða fyrirbyggjandi meðferðararmi rannsóknar I var miðgildi skammtabils 3,51 (fjórðungsbil 3,17-4,43) dagar og miðgildi heildar vikuskammts var 77,90 (fjórðungsbil 72,35-91,20) IU/kg.

Miðgildi árlegrar blæðingartíðni hjá sjúklingum sem hægt var að meta með tilliti til virkni var 1,60 (fjórðungsbil 0,0-4,69) hjá einstaklingum í einstaklingsmiðaða fyrirbyggjandi meðferðararminum, 3,59 (1,86-8,36) hjá einstaklingum í vikulega fyrirbyggjandi meðferðararminum og 33,57 (21,14-48,69) hjá einstaklingum í arminum þar sem meðferð var gefin eftir þörfum. Engin blæðingartilvik komu fram hjá 45,3% einstaklinga meðan á einstaklingsmiðaðri fyrirbyggjandi meðferð stóð og hjá 17,4% einstaklinga meðan á vikulegri fyrirbyggjandi meðferð stóð.

Meðferð við blæðingu: Af 757 blæðingartilvikum sem komu fram í rannsókn I tókst að meðhöndla 87,3% með 1 inndælingu og í heildina tókst að meðhöndla 97,8% með 2 eða færri inndælingum. Miðgildi skammts í hverri inndælingu til þess að meðhöndla blæðingartilvik var 27,35 (fjórðungsbil 22,73-32,71) IU/kg. Miðgildi heildarskammts til þess að meðhöndla blæðingartilvik var 31,32 IU/kg (23,53-52,53) í einstaklingsmiðaða fyrirbyggjandi meðferðararminum og í vikulega fyrirbyggjandi meðferðararminum og 27,35 IU/kg (22,59-32,71) í arminum þar sem meðferð var gefin eftir þörfum.

Umönnun kringum aðgerð (fyrirbyggjandi meðferð í tengslum við skurðaðgerð): Alls voru 23 stórar skurðaðgerðir framkvæmdar og metnar hjá 22 einstaklingum í rannsókn I og framlengdri rannsókn. Flestir einstaklingar (95,7%) fengu stakan skammt fyrir aðgerð til þess að viðhalda blóðstöðvandi virkni meðan á skurðaðgerð stóð. Miðgildi skammts til þess að viðhalda blóðstöðvandi virkni meðan á skurðaðgerð stóð

var 58,3 (á bilinu 45-102) IU/kg. Daginn sem skurðaðgerð fór fram fengu flestir einstaklingar aðra inndælingu. Heildarskammtur daginn sem skurðaðgerð fór fram var á bilinu 50,8 til 126,6 IU/kg.

Börn <12 ára

Í rannsókn II tóku þátt alls 71 drengur sem hafði áður fengið meðferð og var með alvarlega dreyrasýki A. Af þeim 71 einstaklingi sem tók þátt fengu 69 minnst 1 skammt af ELOCTA og voru metanlegir hvað varðar verkun. Þátttakendur voru yngri en 12 ára (35 voru <6 ára og 34 voru 6 til <12 ára). Til að byrja með fól fyrirbyggjandi meðferðaráætlun í sér 25 IU/kg á fyrsta degi og síðan 50 IU/kg á fjórða degi. Nota mátti skammta allt að 80 IU/kg og skammtabil allt frá 2 dögum sem notað var af takmörkuðum fjölda sjúklinga í rannsókninni.

Einstaklingsmiðuð fyrirbyggjandi meðferð: Hjá börnum í einstaklingsmiðaðri fyrirbyggjandi meðferð var miðgildi skammtabils 3,49 (fjórðungsbil 3,46-3,51) dagar og miðgildi vikulegs heildarskammts var 91,63 (fjórðungsbil 84,72-104,56) IU/kg hjá einstaklingum sem voru <6 ára og 86,88 (fjórðungsbil 79,12-103,08) IU/kg hjá einstaklingum sem voru 6 til <12 ára. Meirihluti sjúklinga (78,3%) hélt áfram að fá lyfið í mismunandi skömmtum (miðgildi 31,73 IU/kg fyrir lægri skammt og 55,87 IU/kg fyrir hærri skammt). Miðgildi árlegrar heildarblæðingartíðni var 1,96 (fjórðungsbil 0,00-3,96). Engin blæðingartilvik komu fram hjá 46,4% barna.

Meðferð við blæðingu: Af þeim 86 blæðingartilvikum sem komu fram í rannsókn II tókst að meðhöndla 81,4% með 1 inndælingu og í heildina tókst að meðhöndla 93,0% blæðingartilvika með 2 eða færri inndælingum. Miðgildi skammts við inndælingu til þess að meðhöndla blæðingartilvik var 49,69 (fjórðungsbil 29,41-56,82) IU/kg. Miðgildi heildarskammts til þess að meðhöndla blæðingartilvik var 54,90 IU/kg (29,41-71,09).

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á ELOCTA hjá einum eða fleiri undirhópum barna við meðferð við arfgengum skorti á VIII þætti (sjá upplýsingar í

kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Allar lyfjahvarfarannsóknir á ELOCTA voru framkvæmdar á sjúklingum með alvarlega dreyrasýki A sem höfðu fengið meðferð áður. Upplýsingarnar sem koma fram í þessum kafla eru fengnar með litmyndunarprófi og einföldu storkuprófi. Lyfjahvarfabreytur úr upplýsingum úr litmyndunarprófinu voru svipaðar og fram kom með einfalda prófinu.

Lyfjahvarfafræðilegir eiginleikar voru metnir hjá 28 einstaklingum (≥15 ára) sem fengu ELOCTA (rFVIIIFc). Að loknu skolunarferli sem stóð yfir í a.m.k. 96 klst. (4 daga) fengu einstaklingarnir stakan skammt með 50 IU/kg af ELOCTA. Lyfjahvarfasýnum var safnað fyrir skömmtun og síðan á 7 tímapunktum allt að 120 klst. (5 dögum) eftir skömmtun. Lyfjahvarfabreytur sem komu fram eftir 50 IU/kg skammt af ELOCTA er að finna í töflum 3 og 4.

Tafla 3: Lyfjahvarfabreytur fyrir ELOCTA með notkun á einföldu storkuprófi

Lyfjahvarfabreytur1

ELOCTA

(95% CI)

 

 

N=28

Stigvaxandi heimtur (IU/dl á IU/kg)

2,24

(2,11-2,38)

 

AUC/skammtur

51,2

(IU*klst./dl á IU/kg)

(45,0-58,4)

Cmax (IU/dl)

(101-115)

 

CL (ml/klst./kg)

1,95

(1,71-2,22)

 

t½ (klst.)

19,0

(17,0-21,1)

 

MRT (klst.)

25,2

(22,7-27,9)

 

Vss (ml/kg)

49,1

(46,6-51,7)

 

1 Lyfjahvarfabreytur koma fram sem margfeldismeðaltal (95% CI)

Skammstafanir: CI = öryggisbil; Cmax= hámarksvirkni; AUC = flatarmál undir FVIII virknitímaferlinum; t½= lokahelmingunartími; CL = úthreinsun; Vss = dreifingarrúmmál við jafnvægi; MRT = meðaldvalartími.

Tafla 4: Lyfjahvarfabreytur fyrir ELOCTA með notkun á litmyndunarprófi

Lyfjahvarfabreytur1

ELOCTA

(95% CI)

 

 

N=27

Stigvaxandi heimtur (IU/dl á IU/kg)

2,49

(2,28-2,73)

 

AUC/skammtur

47,5

(IU*klst./dl á IU/kg)

(41,6-54,2)

Cmax (IU/dl)

(104-165)

 

CL (ml/klst./kg)

2,11

(1,85-2,41)

 

t½ (klst.)

20,9

(18,2-23,9)

 

MRT (klst.)

25,0

(22,4-27,8)

 

Vss (ml/kg)

52,6

(47,4-58,3)

 

1 Lyfjahvarfabreytur koma fram sem margfeldismeðaltal (95% CI)

Skammstafanir: CI = öryggisbil; Cmax= hámarksvirkni; AUC = flatarmál undir FVIII virknitímaferlinum; t½= lokahelmingunartími; CL = úthreinsun; Vss = dreifingarrúmmál við jafnvægi; MRT = meðaldvalartími.

Lyfjahvarfaupplýsingar sýna að ELOCTA hefur framlengdan helmingunartíma í blóðrás.

Börn

Lyfjahvarfabreytur fyrir ELOCTA voru ákvarðaðar fyrir unglinga í rannsókn I (lyfjahvarfasýnum var safnað fyrir skömmtun og síðan var framkvæmt mat á ýmsum tímapunktum allt að 120 klst. (5 dögum) eftir skömmtun) og hjá börnum í rannsókn II (lyfjahvarfasýnum var safnað fyrir skömmtun og síðan var framkvæmt mat á ýmsum tímapunktum 72 klst. (3 dögum) eftir skömmtun). Á töflu 5 og 6 er að finna lyfjahvarfabreytur reiknaðar út frá upplýsingum um börn yngri en 18 ára.

Tafla 5: Lyfjahvarfabreytur fyrir ELOCTA hjá börnum með notkun á einföldu storkuprófi

 

Rannsókn II

 

Rannsókn I*

 

 

 

 

 

Lyfjahvarfabreytur1

< 6 ára

6 til < 12 ára

 

12 til < 18 ára

 

N = 23

N = 31

 

N = 11

 

 

 

 

 

Stigvaxandi heimtur

1,90

2,30

 

1,81

(IU/dl á IU/kg)

(1,79-2,02)

(2,04-2,59)

 

(1,56-2,09)

 

 

 

 

 

AUC/skammtur

28,9

38,4

 

38,2

(IU*klst./dl á IU/kg)

(25,6-32,7)

(33,2-44,4)

 

(34,0-42,9)

 

 

 

 

 

t½ (klst.)

12,3

13,5

 

16,0

 

(11,0-13,7)

(11,4-15,8)

 

(13,9-18,5)

 

 

 

 

 

MRT (klst.)

16,8

19,0

 

22,7

 

(15,1-18,6)

(16,2-22,3)

 

(19,7-26,1)

 

 

 

 

 

CL (ml/klst./kg)

3,46

2,61

 

2,62

 

(3,06-3,91)

(2,26-3,01)

 

(2,33-2,95)

 

 

 

 

 

Vss (ml/kg)

57,9

49,5

 

59,4

 

(54,1-62,0)

(44,1-55,6)

 

(52,7-67,0)

 

 

 

 

 

1 Lyfjahvarfabreytur koma fram sem margfeldismeðaltal (95% CI)

Skammstafanir: CI = öryggisbil; AUC = flatarmál undir FVIII virknitímaferlinum; t½ = lokahelmingunartími;

CL = úthreinsun; MRT = meðaldvalartími; Vss = dreifingarrúmmál við jafnvægi *lyfjahvarfabreytur hjá 12 til <18 ára áttu við um einstaklinga úr öllum örmum rannsóknar I með mismunandi aðferðum við sýnatöku

Tafla 6: Lyfjahvarfabreytur fyrir ELOCTA hjá börnum með notkun á litmyndunarprófi

 

Rannsókn II

 

Rannsókn I*

 

 

 

 

 

Lyfjahvarfabreytur1

< 6 ára

6 til < 12 ára

 

12 til < 18 ára

 

N = 24

N = 27

 

N = 11

 

 

 

 

 

Stigvaxandi heimtur

1,88

2,08

 

1,91

(IU/dl á IU/kg)

(1,73-2,05)

(1,91-2,25)

 

(1,61-2,27)

 

 

 

 

 

AUC/skammtur

25,9

32,8

 

40,8

(IU*klst./dl á IU/kg)

(23,4-28,7)

(28,2-38,2)

 

(29,3-56,7)

 

 

 

 

 

t½ (klst.)

14,3

15,9

 

17,5

 

(12,6-16,2)

(13,8-18,2)

 

(12,7-24,0)

 

 

 

 

 

MRT (klst.)

17,2

20,7

 

23,5

 

(15,4-19,3)

(18,0-23,8)

 

(17,0-32,4)

 

 

 

 

 

CL (ml/klst./kg)

3,86

3,05

 

2,45

 

(3,48-4,28)

(2,62-3,55)

 

(1,76-3,41)

 

 

 

 

 

Vss (ml/kg)

66,5

63,1

 

57,6

 

(59,8-73,9)

(56,3-70,9)

 

(50,2-65,9)

 

 

 

 

 

1 Lyfjahvarfabreytur koma fram sem margfeldismeðaltal (95% CI)

Skammstafanir: CI = öryggisbil; AUC = flatarmál undir FVIII virknitímaferlinum; t½ = lokahelmingunartími;

CL = úthreinsun; MRT = meðaldvalartími; Vss = dreifingarrúmmál við jafnvægi

* lyfjahvarfabreytur hjá 12 til <18 ára áttu við um einstaklinga úr öllum örmum rannsóknar I með mismunandi aðferðum við sýnatöku

Samanborið við unglinga og fullorðna kunna börn yngri en 12 ára að sýna meiri úthreinsun og styttri helmingunartíma sem er í samræmi við það sem komið hefur fram með öðrum storkuþáttum. Taka skal mið af þessum þáttum við skömmtun.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli rannsókna á bráðum eiturverkunum og eiturverkunum eftir endurtekna skammta (sem fólu í sér mat á staðbundnum eiturverkunum og lyfjafræðilegu öryggi). Ekki hafa verið framkvæmdar rannsóknir á eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum, eiturverkunum á æxlun eða þroska fósturvísa og fóstra. Í rannsókn á flutningi um fylgju reyndist ELOCTA berast í fylgju hjá músum í litlu magni.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stofn

Súkrósi

Natríumklóríð

L-Histidín

Kalsíumklóríð díhýdrat

Pólýsorbat 20

Natríumhýdroxíð (til pH aðlögunar)

Saltsýra (til pH aðlögunar)

Leysir

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

Aðeins skal nota meðfylgjandi innrennslissett þar sem meðferð getur brugðist ef storkuþáttur VIII ásogast á innra byrði inndælingarbúnaðar.

6.3Geymsluþol

Órofið hettuglas 3 ár

Meðan á geymslutíma stendur má geyma lyfið við stofuhita (allt að 30°C) eitt samfellt tímabil sem ekki er lengra en 6 mánuðir. Skrá skal dagsetninguna þegar lyfið er tekið úr kæli á öskjuna. Eftir geymslu við stofuhita má ekki setja lyfið aftur í kæli. Ekki skal nota það eftir fyrningardagsetningu sem prentuð er á hettuglasið eða sex mánuðum eftir að askjan er fjarlægð úr kæli, hvort sem fyrr kemur.

Eftir blöndun

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika í 6 klst. eftir blöndun þegar lyfið hefur verið geymt við stofuhita (allt að 30°C). Verjið lyfið frá beinu sólarljósi. Eftir blöndun verður að farga lyfinu ef það er ekki notað innan 6 klst. Frá örverufræðilegu sjónarmiði skal nota lyfið tafarlaust eftir blöndun. Ef það er ekki notað tafarlaust eru geymslutími við notkun og ástand fyrir notkun á ábyrgð notanda.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C-8°C). Má ekki frjósa. Geymið hettuglas í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Hver pakkning inniheldur:

-stofn í hettuglasi úr gleri af gerð 1 með latexfríum klóróbútýl gúmmítappa

-3 ml af leysi í áfylltri sprautu úr gleri af gerð 1 með latexfríum klóróbútýl gúmmíbullutappa

-bullustöng

-sæft millistykki til blöndunar fyrir hettuglas

-sæft innrennslissett

-tvær sprittþurrkur

-tvo plástra

-eina grisju.

Pakkningastærð með 1.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Blanda verður frostþurrkaða stungulyfsstofninum í hettuglasinu við meðfylgjandi leysi (vatn fyrir stungulyf) úr áfylltri sprautu og nota skal til þess sæft millistykki til blöndunar fyrir hettuglas. Þyrla skal hettuglasinu varlega þar til allur stofninn hefur leyst upp.

Sjá fylgiseðil hvað varðar frekari upplýsingar um blöndun og lyfjagjöf.

Blandaða lausnin á að vera tær eða örlítið ópallýsandi og litlaus. Ekki skal nota lausnir sem eru gruggugar eða ef vart verður við botnfall. Skoða skal blandað lyf með tilliti til agna og upplitunar fyrir gjöf.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Swedish Orphan Biovitrum AB (publ)

SE-112 76 Stockholm

Svíþjóð

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1046/001

EU/1/15/1046/002

EU/1/15/1046/003

EU/1/15/1046/004

EU/1/15/1046/005

EU/1/15/1046/006

EU/1/15/1046/007

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. nóvember 2015

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf