Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Empliciti (elotuzumab) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L01XC

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEmpliciti
ATC-kóðiL01XC
Efnielotuzumab
FramleiðandiBristol-Myers Squibb

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Empliciti 300 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Empliciti 400 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Empliciti 300 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 300 mg elotuzumab*.

Empliciti 400 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Hvert hettuglas inniheldur 400 mg elotuzumab.

Eftir blöndun inniheldur hver ml af þykkni 25 mg elotuzumab.

* Elotuzumab er framleitt í NS0 frumum með raðbrigða erfðatækni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn (þykknisstofn).

Stofninn er hvítur til beinhvítur massi í heilu lagi eða í molum.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Empliciti er ætlað í samsettri meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni til meðferðar á mergæxli hjá fullorðnum sem hafa fengið að minnsta kosti eina meðferð áður (sjá kafla 4.2 og 5.1).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Læknir með reynslu í meðferð á mergæxli á að hefja meðferð með elotuzumabi og hafa eftirlit með henni.

Forlyfjagjöf til að koma í veg fyrir innrennslisviðbrögð

Eftirfarandi forlyfjagjöf er nauðsynleg 45-90 mínútum fyrir Empliciti innrennsli (sjá kafla 4.4): Dexamethason 8 mg í bláæð

H1 blokki: diphenhydramin (25-50 mg til inntöku eða í bláæð) eða jafngildur H1 blokki. H2 blokki: ranitidin (50 mg í bláæð eða 150 mg til inntöku) eða jafngildur H2 blokki. Paracetamól (650-1000 mg til inntöku).

Stjórn náð á innrennslisviðbrögðum

Gera verður hlé á innrennsli ef ≥ 2. stigs innrennslisviðbrögð koma fram meðan á gjöf Empliciti stendur. Þegar viðbrögð ganga til baka að ≤ 1. stigs á að hefja meðferð með Empliciti aftur með

0,5 ml/mín og auka má smám saman um 0,5 ml/mín. á 30 mínútna fresti eins og þolist þar til innrennslisviðbrögð koma fram. Ef innrennslisviðbrögð kom ekki aftur fram má halda áfram að auka innrennslið (sjá töflu 2).

Hjá sjúklingum sem fá innrennslisviðbrögð á að fylgjast með lífsmörkum á 30 mínútna fresti í 2 klst. eftir að Empliciti innrennsli er lokið. Ef innrennslisviðbrögð koma aftur fram verður að stöðva Empliciti innrennsli og hefja það ekki aftur þann daginn (sjá kafla 4.4). Nauðsynlegt getur verið að hætta meðferð með Empliciti fyrir fullt og allt og grípa til bráðaaðgerða ef mjög alvarleg innrennslisviðbrögð (≥ 3. stigs) koma fram.

Skammtar og lyfjagjöf fyrir lenalidomid og dexamethason

Skammtaáætlun er í töflu 1.

Meðferð á að halda áfram þar til sjúkdómur versnar eða eiturverkanir verða óásættanlegar.

Ráðlagður skammtur af Empliciti er 10 mg/kg í bláæð vikulega (28 daga lota), dag 1, 8, 15 og 22 fyrstu tvær loturnar og síðan á tveggja vikna fresti, dag 1 og 15.

Ráðlagður skammtur af lenalidomidi er 25 mg til inntöku einu sinni á dag, á degi 1-21 í endurteknum 28 daga lotum og a.m.k. 2 klst. eftir Empliciti innrennsli þegar það er gefið sama dag.

Gjöf dexamethasons er eftirfarandi:

Þá daga sem Empliciti er gefið á að gefa dexamethason 28 mg til inntöku einu sinni á sólarhring 3 til 24 klst. fyrir gjöf Empliciti ásamt 8 mg í bláæð 45 til 90 mínútum fyrir Empliciti, á degi 1, 8, 15 og 22 í endurteknum 28 daga lotum.

Þá daga sem Empliciti er ekki gefið en skammtur dexamethasons er áætlaður (dag 8 og 22 í lotu 3 og öllum síðari lotum) á að gefa 40 mg dexamethason til inntöku.

Tafla 1: Ráðlögð skammtaáætlun fyrir Empliciti í samsettri meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni

Lota

 

 

28 daga lotur 1 og 2

 

 

 

 

28 daga lotur 3+

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagur lotu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Forlyfjagjöf

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Empliciti (mg/kg) í bláæð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lenalidomid (25 mg) til inntöku

 

 

 

Dagur 1-21

 

 

 

 

 

Dagur 1-21

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dexamethason (mg) til inntöku

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagur lotu

 

 

 

Fyrir viðbótarupplýsingar um lenalidomid og dexamethason sjá samantektir á eiginleikum viðkomandi lyfja.

Sjá Lyfjagjöf hér fyrir neðan fyrir upplýsingar um innrennslishraða.

Skammti frestað, hlé eða stöðvun meðferðar

Ef seinkun verður á gjöf einhvers lyfs í meðferðaráætluninni, hlé gert eða meðferð þess stöðvuð má halda meðferð með hinum lyfjunum áfram eins og áætlað var. Ef meðferð með dexamethasoni til inntöku eða í bláæð er seinkað eða hlé gert á meðferðinni á gjöf Empliciti þó að byggjast á klínísku mati (t.d. hættu á ofnæmi) (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar

Börn

Notkun Empliciti á ekki við hjá börnum við ábendingunni mergæxli.

Aldraðir

Ekki þarf að aðlaga skammta elotuzumabs hjá sjúklingum eldri en 65 ára (sjá kafla 5.2). Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um öryggi og verkun elotuzumabs hjá sjúklingum eldri en 85 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammta Empliciti hjá sjúklingum með vægt skerta

(kreatínínúthreinsun = 60 til 89 ml/mín.), meðalskerta (kreatínínúthreinsun = 30 til 59 ml/mín.), alvarlega skerta (kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín.) nýrnastarfsemi eða nýrnasjúkdóm á lokastigi sem krefst himnuskilunar (sjá kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki þarf að aðlaga skammta Empliciti hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi (heildarbilirúbín ≤ eðlileg efri mörk og AST > eðlileg efri mörk eða heildarbilirúbín < 1 til 1,5-föld eðlileg efri mörk og hvaða AST sem er). Empliciti hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með meðalskerta (heildarbilirúbín > 1,5 til 3-föld eðlileg efri mörk og hvaða AST sem er) eða alvarlega skerta (heildarbilirúbín > 3-föld eðlileg efri mörk og hvaða AST sem er) lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2).

Lyfjagjöf

Empliciti er eingöngu til notkunar í bláæð.

Upphafsinnrennslishraði eftir blöndun og þynningu verður að vera 0,5 ml/mín. Ef innrennslið þolist vel má auka hraðann í þrepum eins og lýst er í töflu 2. Hámarksinnrennslishraði má ekki vera meiri en 5 ml/mín.

Tafla 2:

Innrennslishraði fyrir Empliciti

 

 

Lota 1, skammtur 1

Lota 1, skammtur 2

Lota 1, skammtur 3 og 4

 

 

 

 

 

og allar síðari lotur

 

 

 

 

 

 

Tími

 

Hraði

Tími

Hraði

Hraði

 

 

 

 

 

 

0 - 30 mín.

 

0,5 ml/mín.

0 - 30 mín.

3 ml/mín.

 

30 - 60 mín.

 

1 ml/mín.

≥ 30 mín.

4 ml/mín.*

5 ml/mín.*

≥ 60 mín.

 

2 ml/mín.*

-

-

 

*Þessum hraða haldið áfram þar til innrennsli er lokið, u.þ.b. 1 klst. byggt á þyngd sjúklings.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun og þynningu Empliciti fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Áður en meðferð hefst er mikilvægt að skoða samantektir á eiginleikum allra lyfja sem notuð eru samhliða Empliciti.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Viðbrögð við innrennsli

Greint hefur verið frá innrennslisviðbrögðum hjá sjúklingum sem fá elotuzumab (sjá kafla 4.8).

Forlyfjagjöf sem samanstendur af dexamethasoni, H1 blokka, H2 blokka og paracetamóli er nauðsynleg fyrir Empliciti innrennsli (sjá kafla 4.2 Forlyfjagjöf). Tíðni innrennslisviðbragða var mikið hærri hjá sjúklingum sem fengu ekki forlyfjagjöf.

Ef einhver einkenni innrennslisviðbragða ná ≥ 2. stigi verður að gera hlé á Empliciti innrennsli og beita viðeigandi læknisfræðilegum aðgerðum og stuðningi. Hjá sjúklingum sem fá innrennslisviðbrögð á að fylgjast með lífsmörkum á 30 mínútna fresti í 2 klst. eftir að Empliciti innrennsli er lokið. Þegar viðbrögðin hafa gengið til baka (einkenni≤ 1. stig) má hefja innrennsli með Empliciti aftur á upphafsinnrennslishraðanum 0,5 ml/mín. Ef einkennin koma ekki aftur fram má auka innrennslishraðann smám saman á 30 mínútna fresti í að hámarki 5 ml/mín. (sjá kafla 4.2 Lyfjagjöf).

Nauðsynlegt getur verið að hætta meðferð með Empliciti fyrir fullt og allt og grípa til bráðaaðgerða ef mjög alvarleg innrennslisviðbrögð koma fram. Sjúklingar með væg eða miðlungsmikil innrennslisviðbrögð geta haldið áfram að fá Empliciti með minni innrennslishraða og undir nánu eftirliti (sjá kafla 4.2 Lyfjagjöf).

Ábendingar fyrir lyf sem notuð eru ásamt Empliciti

Empliciti er notað ásamt öðrum lyfjum, því eiga ábendingar fyrir þau lyf einnig við í samsettri meðferð. Áður en meðferð hefst er mikilvægt að skoða samantektir á eiginleikum allra lyfja sem notuð eru samhliða Empliciti.

Sýkingar

Í klínískum rannsóknum á sjúklingum með mergæxli er tíðni allra sýkinga þ.m.t. lungnabólgu hærri hjá sjúklingum sem fá Empliciti (sjá kafla 4.8). Fylgjast á með sjúklingum og ráða bót á sýkingum með hefðbundinni meðferð.

Aðrir frumkomnir illkynja sjúkdómar

Í klínískri rannsókn á sjúklingum með mergæxli þar sem gerður var samanburður á meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni og meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni (rannsókn 1) var tíðni annarra frumkominna illkynja sjúkdóma og einkum fastra æxla og húðkrabbameins sem ekki var sortuæxli hærra hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Empliciti (sjá kafla 4.8). Þekkt er að aðrir frumkomnir illkynja sjúkdómar tengjast útsetningu fyrir lenalidomidi sem jókst hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni miðað við meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni. Tíðni illkynja blóðsjúkdóma var sú sama hjá báðum meðferðarhópunum. Fylgjast á með sjúklingum með tilliti til annarra frumkominna illkynja sjúkdóma.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á lyfjahvarfamilliverkunum hafa ekki verið gerðar. Þar sem Empliciti er mannaaðlagað einstofna mótefni er ekki gert ráð fyrir að það umbrotni fyrir tilstilli cýtókróm P450 (CYP) ensíma eða annarra umbrotsensíma lyfja og ekki er gert ráð fyrir að hömlun eða örvum þessara ensíma við samhliða gjöf annarra lyfja hafi áhrif á lyfjahvörf Empliciti.

Empliciti getur greinst við rafdrátt sermispróteina og greiningu með mótefnalitun hjá sjúklingum með mergæxli sem getur truflað rétta skilgreiningu á svörun. Elotuzumab í blóði sjúklings getur valdið litlum toppi snemma á gamma sviði við rafdrátt sermispróteina, sem er IgGƙ við mótefnalitun. Þessi truflun getur haft áhrif á ákvörðun á algjörri svörun og hugsanlegu bakslagi eftir algjöra svörun hjá sjúklingum með IgG kappa mergæxlisprótein.

Ef aukatoppar eru til staðar við mótefnalitun, skal útiloka möguleikann á tvístofna gammagalla (biclonal gammopathy).

Áður en meðferð hefst er mikilvægt að skoða samantektir á eiginleikum allra lyfja sem notuð eru samhliða Empliciti.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri/Getnaðarvarnir hjá körlum og konum

Ekki má nota Empliciti á meðgöngu og hjá konum á barneignaraldri nema meðferð með elotuzumabi sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar. Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn.

Karlkyns sjúklingar verða að nota öruggar getnaðarvarnir á meðan á meðferð stendur og í 180 daga eftir meðferð ef að rekkjunautur er þungaður eða á barneignaraldri og notar ekki örugga getnaðarvörn.

Meðganga

Reynsla af notkun elotuzumabs á meðgöngu er ekki fyrir hendi. Elotuzumab verður gefið ásamt lenalidomidi sem má ekki nota á meðgöngu. Upplýsingar úr dýrarannsóknum á eiturverkun á æxlun eru ekki fyrirliggjandi, þar sem hentugt dýralíkan er ekki fyrir hendi. Ekki má nota Empliciti á meðgöngu nema meðferð með elotuzumabi sé nauðsynleg vegna sjúkdómsástands konunnar.

Áður en meðferð hefst er mikilvægt að skoða samantektir á eiginleikum allra lyfja sem notuð eru samhliða Empliciti. Þegar Empliciti er notað ásamt lenalidomidi er hætta á skaðlegum áhrifum á fóstur þ. á m. verulegum lífshættulegum fæðingargöllum í tengslum við þessi lyf og nauðsynlegt er að fylgja kröfum um að koma í veg fyrir þungun þ.m.t. þungunarpróf og getnaðarvarnir. Lenalidomid er í blóði og sæði hjá sjúklingum sem nota lyfið. Sjá samantekt á eiginleikum lyfsins varðandi kröfur um getnaðarvarnir þar sem lyfið greinist í sæði og smitast með sæði og fyrir nánari upplýsingar. Sjúklingar sem fá Empliciti ásamt lenalidomidi eiga að fylgja áætlun lenalidomids til að koma í veg fyrir þungun.

Brjóstagjöf

Ekki er gert ráð fyrir að elotuzumab skiljist út í brjóstamjólk. Elotuzumab verður gefið ásamt lenalidomidi og stöðva á brjóstagjöf vegna meðferðar með lenalidomidi.

Frjósemi

Rannsóknir til að meta áhrif elotuzumabs á frjósemi hafa ekki verið gerðar. Því eru áhrif elotuzumabs á frjósemi hjá körlum og konum ekki þekkt.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Miðað við aukaverkanir sem greint hefur verið frá er ekki gert ráð fyrir að Empliciti hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Ráðleggja skal sjúklingum sem fá innrennslisviðbrögð að aka hvorki né nota vélar fyrr en einkennin ganga til baka.

4.8Aukaverkanir

Yfirlit yfir öryggi

Öryggi elotuzumabs hefur verið metið hjá alls 554 sjúklingum með mergæxli sem hafa fengið elotuzumab ásamt lenalidomidi og dexamethasoni (451 sjúklingur) eða bortezomibi og dexamethasoni (103 sjúklingar) í 6 sameinuðum klínískum rannsóknum. Flestar aukaverkanirnar voru vægar til miðlungsmiklar (1. eða 2. stigs).

Alvarlegasta aukaverkunin sem getur komið fram meðan á meðferð með elotuzumabi stendur er lungnabólga.

Algengustu aukaverkanirnar (koma fyrir hjá > 10% sjúklinga) við elotuzumab meðferð eru viðbrögð tengd innrennslinu, niðurgangur, ristill, nefkoksbólga, hósti, lungnabólga, sýking í efri öndunarvegi, eitilfrumnafæð og þyngdartap.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir sem greint var frá hjá 554 sjúklingum með mergæxli sem fengu elotuzumab í 6 klínískum rannsóknum eru sýndar í töflu 3.

Aukaverkanirnar eru flokkaðar eftir líffærum og tíðni. Tíðnin er skilgreind sem: mjög algengar

(≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10); sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100); mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000); koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000); og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tafla 3:

Aukaverkanir hjá sjúklingum með mergæxli sem fá meðferð með Empliciti

Líffærakerfi

Aukaverkanir

Heildartíðni

Tíðni 3/4 stigs

Sýkingar af völdum

Ristilla

Mjög algengar

Algengar

sýkla og sníkjudýra

Nefkoksbólga

Mjög algengar

Engar tilkynntar

 

 

Lungnabólgab

Mjög algengar

Mjög algengar

 

 

Sýking í efri

Mjög algengar

Algengar

 

 

öndunarvegi

 

 

Blóð og eitlar

Eitilfrumnafæðc

Mjög algengar

Mjög algengar

Ónæmiskerfi

 

Bráðaofnæmisviðbrögð

Sjaldgæfar

Sjaldgæfar

 

 

Ofnæmi

Algengar

Sjaldgæfar

Geðræn vandamál

Breytt geðslag

Algengar

Engar tilkynntar

Taugakerfi

 

Höfuðverkur

Mjög algengar

Sjaldgæfar

 

 

Snertiskynsminnkun

Algengar

Sjaldgæfar

Æðar

 

Segamyndun í

Algengar

Algengar

 

 

djúplægum bláæðum

 

 

Öndunarfæri, brjósthol

Hóstid

Mjög algengar

Sjaldgæfar

og miðmæti

 

Verkur í munni og koki

Algengar

Engar tilkynntar

Meltingarfæri

Niðurgangur

Mjög algengar

Algengar

Húð og undirhúð

Nætursviti

Algengar

Engar tilkynntar

Almennar aukaverkanir

Brjóstverkur

Algengar

Algengar

og aukaverkanir á

Þreyta

Mjög algengar

Algengar

íkomustað

 

Sótthiti

Mjög algengar

Algengar

Rannsóknaniðurstöður

Þyngdartap

Mjög algengar

Sjaldgæfar

Áverkar, eitranir og

Innrennslistengd

Algengar

Algengar

fylgikvillar aðgerðar

viðbrögð

 

 

aHugtakið ristill felur í sér eftirfarandi: ristill, herpes í munni og herpesveirusýking.

bHugtakið lungnabólga felur í sér eftirfarandi: lungnabólga, ódæmigerð lungnabólga, berkjulungnabólga, blaðlungnabólga (lobar pneumonia), lungnabólga af völdum baktería, lungnabólga af völdum sveppa, inflúensulungnabólga og lungnabólga af völdum pneumokokka.

cHugtakið eitilfrumnafæð felur í sér eftirfarandi: eitilfrumnafæð og fækkun eitilfrumna.

dHugtakið hósti felur í sér eftirfarandi: hósti, hósti með uppgangi, heilkenni hósta í efri öndunarvegi.

Tíðni aukaverkana að teknu tilliti til útsetningar (öll stig og stig 3/4) í rannsókn 1 sem er klínísk rannsókn á sjúklingum með mergæxli þar sem gerður er samanburður á meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni (N = 318) og meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni (N = 317) er sýnd í töflu 4.

Tafla 4: Tíðni aukaverkana að teknu tilliti til útsetningar hjá sjúklingum á meðferð með Empliciti miðað við sjúklinga á meðferð með lenolidomidi og dexamethasoni [felur í sér fjölda tilvika hjá öllum sjúklingum sem fengu meðferð]

 

 

 

 

Empliciti +

 

 

Lenalidomid og dexamethason

 

 

 

 

Lenalidomid og dexamethason

 

 

 

 

 

 

 

 

N = 318

 

 

N = 317

 

 

 

 

 

Öll stig

 

 

Öll stig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aukaverkun

 

Fjöld

Tíðni

Fjöld

Tíðni

Fjöld

Tíðni

Fjöld

Tíðni

 

 

 

i

(tíðni

i

(tíðni

i

(tíðni

i

(tíðni

 

 

 

tilvik

tilvika/100

tilvik

tilvika/100

tilvik

tilvika/100

tilvik

tilvika/100

 

 

 

a

sjúklingaá

a

sjúklingaá

a

sjúklingaá

a

sjúklingaá

 

 

 

 

r)

 

r)

 

r)

 

r)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Niðurgangur

 

59,2

3,7

49,3

3,1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sótthiti

 

 

43,0

1,6

27,7

2,4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þreyta

 

 

40,0

6,4

34,7

6,2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hóstia

 

 

33,2

0,2

20,3

-

-

Nefkoksbólga

 

29,5

-

-

27,7

-

-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sýking

í

efri

25,2

0,4

22,7

1,0

öndunarvegi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eitilfrumnafæðb

17,6

12,7

13,6

7,4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Höfuðverkur

 

17,2

0,2

9,6

0,2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lungnabólgac

 

15,6

10,5

12,9

8,1

Ristilld

 

 

10,0

1,0

5,7

0,7

Verkur í munni og

8,8

-

-

4,1

-

-

koki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þyngdartap

 

8,6

0,8

4,8

-

-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nætursviti

 

 

6,1

-

-

2,9

-

-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Brjóstverkur

 

5,7

0,4

2,9

0,2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Segamyndun í

 

5,1

3,5

2,9

1,7

djúplægum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bláæðum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Snertiskynsminnk

4,9

0,2

2,9

-

-

un

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Breytt geðslag

 

4,5

-

-

1,9

-

-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ofnæmi

 

 

2,0

-

-

1,0

0,2

aHugtakið hósti felur í sér eftirfarandi: hósti, hósti með uppgangi, heilkenni hósta í efri öndunarvegi.

bHugtakið eitilfrumnafæð felur í sér eftirfarandi: eitilfrumnafæð og fækkun eitilfrumna.

cHugtakið lungnabólga felur í sér eftirfarandi: lungnabólga, ódæmigerð lungnabólga, berkjulungnabólga, blaðlungnabólga (lobar pneumonia), lungnabólga af völdum baktería, lungnabólga af völdum sveppa, inflúensulungnabólga og lungnabólga af völdum pneumokokka.

dHugtakið ristill nær yfir eftirfarandi: ristill, herpes í munni og herpesveirusýkingu.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Innrennslisviðbrögð

Í klínískri rannsókn á sjúklingum með mergæxli (rannsókn 1) var greint frá innrennslisviðbrögðum hjá u.þ.b. 10% sjúklinga sem fengu forlyfjagjöf og voru á meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og

dexamethasoni (N = 318) (sjá kafla 4.4). Tíðni vægra og miðlungsmikilla innrennslisviðbragða var > 50% hjá sjúklingum sem fengu ekki forlyfjagjöf. Öll tilvik innrennslisviðbragða voru ≤ 3 stigs. 3. stigs innrennslisviðbrögð komu fram hjá 1% sjúklinga. Algengustu einkenni innrennslisviðbragða

voru m.a. hiti, kuldahrollur og háþrýstingur. Hjá fimm prósent (5%) sjúklinga þurfti að gera hlé á gjöf Empliciti í 25 mínútur (miðgildi) vegna innrennslisviðbragða og meðferðinni var hætt hjá 1% vegna innrennslisviðbragða. Af sjúklingum sem fengu innrennslisviðbrögð fengu 70% (23/33) innrennslisviðbrögð við gjöf fyrsta skammts.

Sýkingar

Tíðni sýkinga þ.m.t. lungnabólgu var hærri við Empliciti meðferð en með samanburði (sjá kafla 4.4). Í klínískri rannsókn hjá sjúklingum með mergæxli (rannsókn 1) var greint frá sýkingum hjá 81,4% sjúklinga í hópnum sem fékk Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni (N = 318) og 74,4% í hópnum sem fékk lenalidomid og dexamethason (N = 317). Sýkingar 3-4 stigs komu fram hjá 28% þeirra sem fengu Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni og 24,3% þeirra sem fengu lenalidomid og dexamethason. Banvænar sýkingar voru sjaldgæfar og komu fram hjá 2,5% þeirra sem fengu Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethason og 2,2% þeirra sem fengu lenalidomid og dexamethason. Tíðni lungnabólgu var hærri hjá þeim sem fengu Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni eða 15,1% og banvæn tilvik 0,6% miðað við hjá þeim sem fengu lenalidomid og dexamethason eða 11,7%, þar sem banvæn tilvik voru 0%.

Aðrir frumkomnir illkynja sjúkdómar

Tíðni annarra frumkominna illkynja sjúkdóma var hærri við Empliciti meðferð en með samanburði (sjá kafla 4.4). Í klínískri rannsókn á sjúklingum með mergæxli (rannsókn 1) komu ífarandi frumkomnir illkynja sjúkdómar í ljós hjá 6,9% sjúklinga sem fengu meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni (N = 318) og 4,1% sjúklinga sem fengu meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni (N = 317). Þekkt er að aðrir frumkomnir illkynja sjúkdómar tengjast útsetningu fyrir lenalidomidi sem jókst hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni miðað við meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni. Tíðni illkynja blóðsjúkdóma var sú sama hjá báðum meðferðarhópunum (1,6%). Greint var frá föstum æxlum hjá 2,5% sjúklinga sem fengu meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni og 1,9% sjúklinga sem fengu meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni. Greint var frá húðkrabbameini sem ekki var sortuæxli hjá 3,1% sjúklinga sem fengu meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni og 1,6% sjúklinga sem fengu meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni.

Segamyndun í djúplægum bláæðum

Í klínískri rannsókn á sjúklingum með mergæxli (rannsókn 1) var greint frá segamyndun í djúplægum bláæðum hjá 7,2% sjúklinga sem fengu meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni (N = 318) og 3,8% sjúklinga sem fengu meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni (N = 317). Hjá sjúklingum sem fengu meðferð með aspiríni var greint frá segamyndun í djúplægum bláæðum hjá 4,1% sjúklinga sem fengu meðferð með Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni (E-Ld) og 1,4% sjúklinga sem fengu meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni (Ld). Tíðni segamyndunar í djúplægum bláæðum borin saman milli meðferðarhópa var svipuð hjá sjúklingum sem fengu fyrirbyggjandi meðferð með heparíni með lítinn sameindaþunga (2,2% hjá báðum meðferðarhópum) og hjá sjúklingum sem fengu K-vítamín tálma var tíðnin 0% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með E-Ld og 6,7% hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Ld.

Ónæmismyndun

Eins og við á um öll lyfjaprótein er ónæmismyndun gegn Empliciti hugsanleg.

Af 390 sjúklingum í fjórum klínískum rannsóknum sem fengu meðferð með Empliciti og sem hægt var að meta með tilliti til mótefna gegn lyfinu, reyndust 72 sjúklingar (18,5%) jákvæðir fyrir mótefnum gegn lyfinu vegna meðferðarinnar samkvæmt ECL (electrochemiluminescence) mótefnamælingu. Hlutleysandi mótefni greindust hjá 19 af 299 sjúklingum í rannsókn 1. Hjá meirihluta sjúklinga kom ónæmismyndun snemma fram á meðferðartímanum og var tímabundin og gekk til baka á 2 til 4 mánuðum. Engar greinilegar vísbendingar voru um orsakatengsl við breytt lyfjahvörf, verkun eða eiturverkanir vegna mótefna fyrir lyfinu, byggt á greiningu á lyfjahvörfum og greiningu á svörun við útsetningu.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Greint var frá ofskömmtun hjá einum sjúklingi eftir 23,3 mg/kg af elotuzumabi ásamt lenalidomidi og dexamethasoni. Sjúklingurinn var einkennalaus og þurfti enga meðferð vegna ofskömmtunarinnar og var fær um að halda áfram á meðferð með elotuzumabi.

Í klínískum rannsóknum voru u.þ.b. 78 sjúklingar metnir m.t.t. elotuzumab 20 mg/kg án greinanlegra eiturverkana.

Við ofskömmtun á að fylgjast náið með sjúklingum m.t.t. vísbendinga og einkenna aukaverkana og hefja viðeigandi einkennameðferð.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Æxlishemjandi lyf, einstofna mótefni. ATC flokkur: L01XC23.

Verkunarháttur

Elotuzumab er ónæmisörvandi IgG1 einstofna mannaaðlagað mótefni sem beinist einkum að SLAMF7 (signaling lymphocyte activation molecule family member 7) próteininu. SLAMF7 er tjáð í miklum mæli í mergæxlisfrumum óháð afbrigðilegum frumuerfðum. SLAMF7 er einnig tjáð í náttúrulegum drápsfrumum, eðlilegum plasmafrumum og öðrum ónæmisfrumum þ.m.t. nokkrum T frumu undirhópum, einkjörnungum, B frumum og pDC (plasmacytoid dendritic cells) frumum en greinist ekki í eðlilegum föstum vefjum eða blóðmyndandi stofnfrumum.

Elotuzumab virkjar beint náttúrulegar drápsfrumur gegnum SLAMF7 ferlið og Fc viðtaka og eykur and-mergæxlisvirkni in vitro. Elotuzumab beinist einnig að SLAMF7 á mergæxlisfrumum og auðveldar tengsl við náttúrulegar drápsfrumur til þess að miðla drápi mergæxlisfrumna með mótefnaháðu frumumiðluðu frumudrápi (antibody-dependent cellular cytotoxicity (ADCC)). Í forklínískum líkönum hefur verið sýnt fram á samverkandi áhrif elotuzumabs þegar það er gefið ásamt lenalidomidi eða bortezomibi.

Verkun og öryggi

Ítveimur slembuðum, opnum rannsóknum var verkun og öryggi Empliciti (elotuzumab) metið hjá fullorðnum sjúklingum með mergæxli sem höfðu fengið eina eða fleiri meðferðir áður.

Írannsókn 1 komu fram lykilupplýsingar fyrir ábendingu fyrir Empliciti í samsettri meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni.

Rannsókn 1

Í slembaðri, opinni rannsókn var verkun og öryggi Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni metið hjá sjúklingum með mergæxli sem höfðu fengið eina til þrjár meðferðir áður. Hjá öllum sjúklingunum hafði sjúkdómsversnun verið staðfest að lokinni síðustu meðferðinni. Sjúklingar sem svöruðu ekki lenalidomidi voru útilokaðir og 6% sjúklinganna hafði fengið meðferð með lenalidomidi áður. Eftir ígræðslu þurftu sjúklingar að jafna sig í a.m.k. 12 vikur eftir eigin stofnfrumuígræðslu og 16 vikur eftir ósamgena stofnfrumuígræðslu. Sjúklingar með mýlildi í hjarta eða plasmafrumuhvítblæði voru útilokaðir frá rannsókninni.

Hæfum sjúklingum var slembiraðað í hlutfallinu 1:1 og fengu Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni eða lenalidomid og dexamethason. Um 4-vikna meðferðarlotur var að ræða þar til sjúkdómur versnaði eða eiturverkanir urðu óásættanlegar. Elotuzumab 10 mg/kg var gefið í bláæð vikulega fyrstu 2 loturnar og á tveggja vikna fresti eftir það. Fyrir Empliciti innrennsli var dexamethason gefið í aðskildum skömmtum: 28 mg til inntöku og 8 mg í bláæð. Í samanburðarhópnum og vikum án Empliciti var dexamethason 40 mg gefið til inntöku vikulega sem stakur skammtur. Lenalidomid 25 mg var gefið til inntöku einu sinni á dag fyrstu 3 vikur hverrar lotu. Æxlissvörun var metin á 4 vikna fresti.

Alls var 646 sjúklingum slembiraðað í meðferðarhópa: 321 fékk Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni og 325 fengu lenalidomid og dexamethason.

Jafnvægi var á lýðfræðilegum einkennum og upphafseinkennum hjá meðferðarhópunum. Miðgildi aldurs var 66 ár (á bilinu 37 til 91); 57% sjúklinganna voru eldri en 65 ára; 60% sjúklinganna voru karlar; 84% voru hvítir, 10% af asískum uppruna og 4% svartir. Stigun I samkvæmt ISS (International Staging System) var hjá 43% sjúklinga, stigun II hjá 32% og stigun III hjá 21% sjúklinga. Þeir frumuerfðafræðilegu þættir sem auka áhættu, del17p og t(4;14) voru til staðar hjá 32% sjúklinga og hjá 9%, í þeirri röð. Miðgildisfjöldi fyrri meðferða var 2. Þrjátíu og fimm prósent (35%) sjúklinga svöruðu ekki meðferð (versnun á eða innan 60 daga síðustu meðferðar) og 65% fengu bakslag (versnun 60 dögum eftir síðustu meðferð). Fyrri meðferðir fólu í sér: stofnfrumuígræðslu (55%), bortezomib (70%) melphalan (65%), thalidomid (48%) og lenalidomid (6%).

Aðalendapunktur rannsóknarinnar, lifun án versnunar (progression-free survival (PFS)) var metinn þar sem áhættuhlutfall og heildarsvörunarhlutfall (overall response rate (ORR)) var ákvarðað samkvæmt mati blindaðrar óháðrar nefndar. Verkunarniðurstöður eru sýndar í töflu 5 og mynd 1. Miðgildisfjöldi meðferðarlota var 19 hjá Empliciti hópnum og 14 hjá samanburðarhópnum.

Tafla 5:

Verkunarniðurstöður í rannsókn 1

 

 

 

 

 

Empliciti +

 

 

 

 

lenalidomid/

Lenalidomid/

 

 

 

dexamethason

dexamethason

 

 

 

N = 321

N = 325

PFS (ITT)

 

 

 

 

Áhættuhlutfall [97,61% CI]

 

0,68 [0,55; 0,85]

 

Lagskipt log-rank próf p-gildia

 

 

0,0001

Tíðni 1 árs lifunar án versnunar (%) [95% CI]

68 [63, 73]

56 [50, 61]

Tíðni tveggja ára lifunar án versnunar (%)

 

39 [34, 45]

26 [21, 31]

[95% CI]

 

 

 

Tíðni þriggja ára lifunar án versnunarb

(%)

23 [18, 28]

15 [10, 20]

[95% CI]

 

 

 

Miðgildi lifunar án versnunar í mánuðum [95%

18,5 [16,5; 21,4]

14,3 [12,0; 16,0]

CI]

 

 

 

 

Svörun

 

 

 

 

Tíðni heildarsvörunar (ORR)c n (%) [95% CI]

252 (78,5) [73,6; 82,9]

213 (65,5) [60,1; 70,7]

 

p-gildid

 

 

0,0002

Algjör svörun (CR + sCR)e n (%)

 

14 (4,4)f

24 (7,4)

Mjög góð hlutasvörun (VGPR) n (%)

 

91 (28,3)

67 (20,6)

Hlutasvörun (RR/PR) n (%)

 

147 (45,8)

122 (37,5)

Sameinuð svörun (CR+sCR+VGPR) n (%)

 

105 (32,7)

91 (28,0)

Heildarlifung

 

 

 

 

Áhættuhlutfall [95% CI]

 

0,77 [0,61; 0,97]

Lagskipt log-rank próf p-gildi

 

0,0257h

Miðgildi heildarlifunar í mánuðum [95% CI]

43,7 [40,34; NE]

39,6 [33,25;NE]

ap-gildi byggt á log-rank prófi lagskipt samkvæmt B2 microglobulinum (<3,5 mg/l á móti ≥ 3,5 mg/l), fjöldi fyrri meðferða (1 á móti 2 eða 3) og fyrri ónæmistemprandi meðferð (engin miðað við fyrri thalidomid meðferð, aðeins miðað við aðra meðferð).

bFyrirfram skilgreind greining á tíðni 3-ára lifunar án versnunar var gerð og byggðist á að lágmarki 33 mánaða eftirfylgni.

cViðmið EBMT (European Group for Blood and Marrow Transplantation).

dp-gildi byggt á Cochran-Mantel-Haenszel kí-kvaðrat prófi lagskipt samkvæmt B2 microglobulinum (<3,5 mg/l miðað við ≥ 3,5 mg/l), fjöldi fyrri meðferða (1 miðað við 2 eða 3) og fyrri ónæmistemprandi meðferð (engin miðað við fyrri thalidomid meðferð, aðeins miðað við aðra meðferð).

eAlgjör svörun (CR) + ströng algjör svörun (sCR).

fTíðni algjörrar svörunar hjá Empliciti hópnum getur verið vanmetin vegna truflandi áhrifa einstofna mótefna elotuzumabs við mótefnalitun og greiningu sermispróteina við rafdrátt.

gFyrirframskilgreind bráðabirgðagreining á heildarlifun var gerð sem byggist á 35,4 mánaða lágmarks eftirfylgni.

hBráðabirgðagreining á heildarlifun uppfyllti ekki sérskilgreind mörk í meðferðaráætluninni til þess að stöðva snemma fyrir heildarlifun (p ≤ 0,014).

Mynd 1: Lifun án versnunar

E-Ld

Ld

Án versnunar - líkur (%)

HR (97,61% CI): 0,68 (0,55; 0,85) p-gildi: 0,0001

Lifun án versnunar (mánuðir)

Fjöldi þátttakenda í áhættu

 

 

 

 

 

 

 

E-Ld

Ld

 

Samræmi var á bata sem kom í ljós við lifun án versnunar hjá öllum undirhópum án tillits til aldurs (< 65 á móti ≥ 65), áhættu, hvort sem um var að ræða frumuerfðafræðilegu skilgreiningarnar del17p eða t(4;14), stigun samkvæmt ISS, fjölda fyrri meðferða, fyrri útsetningu fyrir ónæmistemprun, fyrri útsetningu fyrir bortezomibi, stöðu bakslags, hvort meðferð var svarað eða ekki, eða nýrnastarfsemi eins og sýnt er í töflu 6.

Tafla 6:

Verkunarniðurstöður undirhópa

 

 

 

 

 

E-Ld

 

Ld

 

 

 

N = 321

N = 325

 

Lýsing á undirhópi

Miðgildi lifunar án

Miðgildi lifunar án

Áhættuhlutfall

 

 

versnunar (mánuðir)

versnunar (mánuðir)

[95% CI]

 

 

[95% CI]

[95% CI]

 

Aldur

 

 

 

 

 

< 65 ára

 

19,4 [15,9; 23,1]

15,7

[11,2; 18,5]

0,74 [0,55; 1,00]

> 65 ára

 

18,5 [15,7; 22,2]

12,9

[10,9; 14,9]

0,64 [0,50; 0,82]

Áhættuþættir

 

 

 

 

 

Mikil áhætta

14,8 [9,1; 19,6]

7,2

[5,6; 11,2]

0,63 [0,41; 0,95]

Meðaláhætta

19,4 [16,5; 22,7]

16,4

[13,9; 18,5]

0,75 [0,59; 0,94]

Frumuerfðafræðilegir flokkar

 

 

 

 

del17p til staðar

19,6 [15,8; NE]

14,9

[10,6; 17,5]

0,65 [0,45; 0,93]

del17p ekki til staðar

18,5 [15,8; 22,1]

13,9

[11,1; 16,4]

0,68 [0,54; 0,86]

t(4;14) til staðar

15,8 [8,4; 18,4]

5,5

[3,1; 10,3]

0,55 [0,32; 0,98]

t(4;14) ekki til staðar

19,6 [17,0; 23,0]

14,9

[12,4; 17,1]

0,68 [0,55; 0,84]

ISS stigun

 

 

 

 

I

22,2 [17,8; 31,3]

16,4

[14,5; 18,6]

0,61 [0,45; 0,83]

II

15,9 [9,5; 23,1]

12,9

[11,1; 18,5]

0,83 [0,60; 1,16]

III

14,0 [9,3; 17,3]

7,4

[5,6; 11,7]

0,70 [0,48; 1,04]

Fyrri meðferðir

 

 

 

 

Fjöldi fyrri meðferða = 1

18,5 [15,8; 20,7]

14,5

[10,9; 17,5]

0,71 [0,54; 0,94]

Fjöldi fyrri meðferða = 2 eða 3

18,5 [15,9; 23,9]

14,0

[11,1; 15,7]

0,65 [0,50; 0,85]

Fyrri thalidomid meðferð

18,4 [14,1; 23,1]

12,3 [9,3; 14,9]

0,61 [0,46; 0,80]

Engin ónæmistemprandi meðferð

18,9 [15,8; 22,2]

17,5

[13,0; 20,0]

0,78 [0,59; 1,04]

áður

 

 

 

 

Fyrri útsetning fyrir bortezomib

17,8 [15,8; 20,3]

12,3

[10,2; 14,9]

0,67 [0,53; 0,84]

Engin útsetning fyrir bortezomib

21,4 [16,6; NE]

17,5

[13,1; 21,3]

0,70 [0,48; 1,00]

áður

 

 

 

 

Svar við meðferð

 

 

 

 

Bakslag

19,4 [16,6; 22,2]

16,6

[13,0; 18,9]

0,75 [0,59; 0,96]

Svöruðu ekki

16,6 [14,5; 23,3]

10,4 [6,6; 13,3]

0,55 [0,40; 0,76]

Nýrnastarfsemi

 

 

 

 

Upphafsgildi

18,5 [14,8; 23,3]

11,7 [7,5; 17,4]

0,56 [0,39; 0,80]

kreatínínúthreinsunar < 60 ml/mín.

 

 

 

 

Upphafsgildi

18,5 [15,9; 22,2]

14,9

[12,1; 16,7]

0,72 [0,57; 0,90]

kreatínínúthreinsunar >60 ml/mín.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tíðni 1-, 2- og 3-ára heildarlifunar fyrir Empliciti ásamt lenalidomidi og dexamethasoni var 91%, 73% og 60%, talið í sömu röð, miðað við 83%, 69% og 53%, talið í sömu röð, fyrir meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni (sjá mynd 2).

Mynd 2: Heildarlifun

E-Ld

Ld

Líkur lifandi (%)

HR (95% CI): 0,77 (0,61; 0,97) p-gildi: 0,0257

Heildarlifun (mánuðir)

Fjöldi þátttakenda í áhættu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

E-Ld

Ld

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á öllum undirhópum barna við mergæxli (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf elotuzumabs voru rannsökuð hjá sjúklingum með mergæxli. Lyfjahvörf elotuzumabs eru ólínuleg, þar sem úthreinsun minnkar með stærri skömmtum frá 0,5-20 mg/kg.

Frásog

Elotuzumab er gefið í bláæð og því er aðgengi tafarlaust og algjört.

Dreifing

Margfeldismeðaltal dreifingarrúmmáls elotuzumabs við 10 mg/kg (í samsettri meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni) við jafnvægi er 6,02 l (CV: 22,1%).

Umbrot

Umbrotsferli elotuzumabs hefur ekki verið lýst. Þar sem um IgG einstofna mótefni er að ræða er gert ráð fyrir að elotuzumab brotni niður í lítil peptíð og amínósýrur með niðurbrotsferlum.

Brotthvarf

Margfeldismeðaltal heildar úthreinsunar elotuzumabs við 10 mg/kg (í samsettri meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni) við jafnvægi er 0,194 l/sólarhring (CV: 62,9%). Þegar notkun elotuzumabs í samsettri meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni er hætt minnkar þéttni elotuzumabs í u.þ.b. 3% (u.þ.b. 97% skilst út eins og áætlað með 5 helmingunartímum) af áætlaðri hámarkssermisþéttni við jafnvægi sem gengið er út frá, á 3 mánuðum.

Sérstakir sjúklingahópar

Byggt á greiningu á lyfjahvörfum hjá 375 sjúklingum eykst úthreinsun elotuzumabs með aukinni líkamsþyngd sem styður að skammtar byggjast á þyngd. Greining á lyfjahvörfum bendir til að eftirfarandi þættir hafi engin klínísk mikilvæg áhrif á úthreinsun elotuzumabs: aldur (37 til 88 ár), kyn, kynþáttur, upphafsgildi LDH, albumín, skert nýrnastarfsemi og vægt skert lifrarstarfsemi.

Skert nýrnastarfsemi

Í opinni rannsókn var lagt mat á lyfjahvörf elotuzumabs í samsettri meðferð með lenalidomidi og dexamethasoni hjá sjúklingum með mergæxli með misskerta nýrnastarfsemi (flokkað samkvæmt gildum kreatínínúthreinsunar). Áhrif skertrar nýrnastarfsemi á lyfjahvörf elotuzumabs voru metin hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun > 90 ml/mín.; N = 8), alvarlega skerta nýrnastarfsemi án skilunar (kreatínínúthreinsun <30 ml/mín.; N = 9) eða lokastigsnýrnasjúkdóm sem þarfnast skilunar (kreatínínúthreinsun < 30 ml/mín.; N = 9). Klínískt marktækur munur á lyfjahvörfum elotuzumabs var ekki fyrir hendi hjá sjúklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (með eða án skilunar) og sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.2).

Skert lifrarstarfsemi

Empliciti er IgG1 einstofna mótefni sem skilst aðallega út með niðurbroti. Þannig að ólíklegt er að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á úthreinsun þess. Áhrif skertrar lifrarstarfsemi á úthreinsun Empliciti voru metin með greiningu á lyfjahvörfum hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstafsemi (heildarbilirúbín ≤ og eðlileg efri mörk og AST > eðlileg efri mörk eða heildarbilirúbín < 1 til 1,5-föld eðlileg efri mörk og hvaða AST sem er; N = 33). Klínískt marktækur munur var ekki fyrir hendi á úthreinsun Empliciti hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi og sjúklingum með eðlilega lifrarstarfsemi. Elotuzumab hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með meðalskerta (heildarbilirúbín > 1,5 til 3-föld eðlileg efri mörk og hvaða AST sem er) eða alvarlega skerta (heildarbilirúbín > 3-föld eðlileg efri mörk og hvaða AST sem er) lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2).

5.3Forklínískar upplýsingar

Elotuzumab þekkir aðeins manna SLAMF7 prótein. Þar sem elotuzumab þekkir ekki SLAMF7 prótein nema úr mönnum, eiga in vivo upplýsingar úr dýrarannsóknum ekki við. Á sama hátt eru upplýsingar um krabbameinsvaldandi áhrif elotuzumabs hjá dýrum ekki fyrir hendi og rannsóknir á eiturverkunum á frjósemi og fóstur-fósturvísi voru ekki heldur gerðar. Forklínískar rannsóknir á öryggi samanstanda aðallega af takmörkuðum in vitro mannafrumu/vefjarannsóknum þar sem engar upplýsingar um öryggi komu fram.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Súkrósi

Natríumsítrat

Sítrónusýrueinhýdrat

Pólýsorbat 80

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

Órofið hettuglas 3 ár.

Eftir blöndun og þynningu

Tafarlaust skal færa blönduðu lausnina úr hettuglasinu yfir í innrennslispokann.

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika eftir blöndun og þynningu í 24 klst. við 2°C - 8°C og varið gegn ljósi.

Út frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota innrennslislausnina strax. Ef hún er ekki notuð strax eru geymslutími og geymsluaðstæður fyrir notkun á ábyrgð notanda og á venjulega ekki að vera lengri en 24 klst. við 2°C - 8°C varið gegn ljósi. Hvorki má frysta blönduðu né þynntu lausnina. Innrennslislausnina má geyma að hámarki í 8 klst. af heildar 24 klst. við 20°C − 25°C og í ljósi. Tímabil lyfjagjafar á að vera innifalið í þessum 8 klst.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

Sjá kafla 6.3 fyrir geymsluskilyrði eftir blöndun eða þynningu lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

20 ml glerhettuglas af tegund I, lokað með gráum bútýltappa og innsiglað með álhettu með pólýpropylen smelluhnappi og inniheldur annaðhvort 300 mg eða 400 mg elotuzumab. Innsiglissmelluhnappurinn er beinhvítur fyrir 300 mg og blár fyrir 400 mg. Pakkningastærð er 1 hettuglas.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Útreikningur skammts

Skammt skal reikna út (mg) og ákvarða fjölda hettuglasa sem þarf fyrir skammt sem er 10 mg/kg byggt á þyngd sjúklings. Fleiri en eitt hettuglas af Empliciti getur þurft til að fá heildarskammt fyrir sjúklinginn.

Heildarskammtur elotuzumabs í mg = þyngd sjúklings í kg x 10.

Undirbúningur innrennslisgjafar

Hvert hettuglas Empliciti er blandað með smitgát með hentugri stærð af sprautu og nál af vídd 18 eða minni eins og sýnt er í töflu 7. Lítilsháttar bakþrýstingur getur orðið þegar vatnið fyrir stungulyf er látið út í, sem er eðlilegt.

Tafla 7:

Leiðbeiningar um blöndun

 

 

Styrkur

 

Magn af vatni fyrir

Endanlegt magn blandaðs

Styrkur eftir

 

 

stungulyf sem er

Empliciti í hettuglasinu

blöndun

 

 

nauðsynlegt til blöndunar

(að meðtöldu magninu

 

 

 

 

sem kemur í stað

 

 

 

 

massans)

 

300 mg hettuglas

13,0 ml

13,6 ml

25 mg/ml

400 mg hettuglas

17,0 ml

17,6 ml

25 mg/ml

Haldið hettuglasinu uppréttu og þyrlið lausninni með því að snúa hettuglasinu til að leysa frostþurrkaða massann upp. Hvolfið hettuglasinu nokkrum sinnum til þess að leysa allt duft upp sem getur verið efst í hettuglasinu eða á tappanum. Forðist kröftugar hreyfingar. EKKI HRISTA. Frostþurrkaða duftið á að leysast upp á innan við 10 mínútum.

Þegar allt fasta efnið er alveg uppleyst á að láta blönduðu lausnina standa í 5 til 10 mínútur. Blandaða lausnin er litlaus til lítilsháttar gullleit, og tær eða mjög ópallýsandi lausn. Empliciti á að skoða með tilliti til agna og mislitunar fyrir lyfjagjöf. Ef agnir eða mislitun kemur í ljós á að fleygja lausninni.

Að lokinni blöndun á að draga nauðsynlegt magn fyrir útreiknaðan skammt úr hverju hettuglasi að hámarki 16 ml úr 400 mg hettuglasi og 12 ml úr 300 mg hettuglasi. Þynnið blönduðu lausnina með 230 ml af annaðhvort natríumklóríði 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi eða 5% glúkósa stungulyfi, í innrennslispoka úr pólývinylklóríði eða pólýolefin. Magn natríumklóríðs 9 mg/ml (0,9%) stungulyfs eða 5% glúkósa stungulyfs á að aðlaga þannig að það fari ekki yfir 5 ml/kg líkamsþyngdar sjúklings fyrir hvern skammt af Empliciti.

Lyfjagjöf

Allt Empliciti innrennslið skal vera í gegnum sæfða síu í innrennslissetti sem er án sótthitavalda og með litla próteinbindandi eiginleika (gatastærð 0,2-1,2 µm), með sjálfvirkri innrennslisdælu.

Empliciti innrennsli er samrýmanlegt með:

ílátum úr PVC og pólýolefin

PVC innrennslissettum

pólýethersulfon og nælon síu með gatastærð 0,2 μm til 1,2 μm.

Empliciti innrennsli á að hefja með innrennslishraða 0,5 ml/mín. Ef lyfið þolist vel má auka innrennslishraðann smátt og smátt eins og lýst er í töflu 2 (sjá kafla 4.2 Lyfjagjöf). Hámarksinnrennslishraði má ekki vera meiri en 5 ml/mín.

Empliciti innrennslislausn á að nota strax. Ef hún er ekki notuð strax eru geymslutími og geymsluaðstæður fyrir notkun á ábyrgð notanda og á venjulega ekki að vera lengri en 24 klst. við 2°C − 8°C varið gegn ljósi. Hvorki má frysta blönduðu né þynntu lausnina. Innrennslislausnina má geyma að hámarki í 8 klst. af heildar 24 klst. við 20°C − 25°C og í ljósi. Tímabil lyfjagjafar á að vera innifalið í þessum 8 klst.

Förgun

Ekki skal geyma hluta innrennslislausnar til þess að nota síðar. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Bristol-Myers Squibb Pharma EEIG

Uxbridge Business Park

Sanderson Road

Uxbridge UB8 1DH

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/16/1088/001-002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 11. maí 2016.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf