Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

EndolucinBeta (lutetium (177 Lu) chloride) – Fylgiseðill - V10X

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEndolucinBeta
ATC-kóðiV10X
Efnilutetium (177 Lu) chloride
FramleiðandiITG Isotope Technologies Garching GmbH

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

EndolucinBeta 40 GBq/ml forefni fyrir geislavirkt lyf, lausn

Lútesín (177Lu) klóríð

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið með EndolucinBeta. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Ef frekari spurningar vakna skal spyrja geislunarlækninn sem hefur umsjón með ferlinu.

-Látið geislunarlækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.Upplýsingar um EndolucinBeta og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota lyfið sem er geislamerkt með EndolucinBeta

3.Hvernig nota á lyfið sem er geislamerkt með EndolucinBeta

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á EndolucinBeta

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um EndolucinBeta og við hverju það er notað

EndolucinBeta er ekki lyf og það er ekki ætlað til notkunar eitt og sér. Það skal notað með öðrum lyfjum (burðarlyfjum).

EndolucinBeta er lyf sem kallað er forefni fyrir geislavirkt lyf. Það inniheldur virka efnið lútesín (177) klóríð sem gefur frá sér beta-geislun og býður þannig upp á staðbundin geislunaráhrif. Geislunin er notuð við meðferð á ákveðnum sjúkdómum.

Blanda skal EndolucinBeta saman við burðarlyf með aðferð sem kölluð er geislamerking, áður en það er gefið. Burðarlyfið flytur síðan EndolucinBeta að sjúkdómsstaðnum í líkamanum. Burðarlyfin eru sérstaklega þróuð til að nota með lútesín (177) klóríði og geta verið efni sem hafa verið hönnuð til að finna ákveðna frumugerð í líkamanum.

Notkun geislamerktra lyfja með EndolucinBeta felur í sér snertingu við geislavirkni. Læknirinn og geislunarlæknirinn hafa metið gagnið sem mun fást af meðferðinni með geislavirka lyfinu mikilvægara en hættuna sem hlýst af geisluninni.

Vinsamlegast lesið fylgiseðil lyfsins sem er geislamerkt með EndolucinBeta.

2.Áður en byrjað er að nota lyfið sem er geislamerkt með EndolucinBeta

Ekki má nota geislamerkt lyf með EndolucinBeta

-ef þú hefur ofnæmi fyrir lútesín (177Lu) klóríði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú ert þunguð eða telur að þú gætir verið þunguð.

Vinsamlegast lesið fylgiseðil lyfsins sem er geislamerkt með EndolucinBeta til að fá frekari upplýsingar.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Gefið sjúklingum ekki EndolucinBeta beint.

Gætið sérstakrar varúðar við notkun lyfja sem geislamerkt eru með EndolucinBeta:

-ef þú ert með barn á brjósti

-ef þú ert með skerta nýrnastarfsemi eða beinmergssjúkdóm.

Vinsamlegast lesið fylgiseðil lyfsins sem er geislamerkt með EndolucinBeta til að fá frekari upplýsingar um varnaðarorð og varúðarráðstafanir.

Börn og unglingar

Ekki skal nota EndolucinBeta með beinum hætti hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri.

Önnur lyf sem eru geislamerkt með EndolucinBeta

Látið geislunarlækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, þar sem þau geta haft áhrif á meðferðina.

Ekki er vitað hvort lútesín (177Lu) klóríð geti haft áhrif á önnur lyf þar sem engar sértækar rannsóknir hafa verið gerðar.

Meðganga og brjóstagjöf

Áður en notkun lyfs, sem hefur verið geislamerkt með EndolucinBeta, hefst er nauðsynlegt að láta geislunarlækninn vita um hugsanlega þungun, ef þú hefur ekki fengið blæðingar nýlega eða ef þú ert með barn á brjósti.

Ef þú ert í vafa er mikilvægt að þú ráðfærir þig við geislunarlækninn sem sér um meðferðina.

Ef þú ert þunguð

Lyf sem hafa verið geislamerkt með EndolucinBeta má ekki gefa barnshafandi konum.

Ef þú ert með barn á brjósti

Þú verður beðin um að hætta brjóstagjöf.

Ráðfærðu þig við geislunarlækninn um hvenær þú getur byrjað brjóstagjöf að nýju.

Akstur og notkun véla

Lyfin, sem notuð eru með EndolucinBeta, geta haft áhrif á hæfileika þína til aksturs og notkunar véla. Lesið fylgiseðil lyfsins vandlega.

3.Hvernig nota á lyfið sem er geislamerkt með EndolucinBeta

Það gilda ströng lög um notkun, meðhöndlun og förgun geislavirkra lyfja. Lyf, sem hafa verið geislamerkt með EndolucinBeta, eiga aðeins að vera notuð á sérútbúnum svæðum. Lyfið verður aðeins meðhöndlað og gefið af einstaklingum sem hafa verið þjálfaðir og eru hæfir til að nota það á öruggan hátt. Þessir aðilar munu gæta þess sérstaklega að nota lyfið á öruggan hátt og veita þér upplýsingar um aðgerðir sínar.

Geislunarlæknirinn, sem hefur umsjón með meðferðinni, ákvarðar skammtastærð lyfsins, sem geislamerkt er með EndolucinBeta, og nota á í þínu tilviki. Það mun vera eins lítill skammtur og hægt er til að ná æskilegri niðurstöðu með tilliti til lyfsins sem gefið er með EndolucinBeta og ætlaðri notkun þess.

Gjöf lyfsins sem geislamerkt er með EndolucinBeta og framkvæmd meðferðarinnar

EndolucinBeta má aðeins nota ásamt öðru lyfi (burðarlyfi) sem hefur verið sérstaklega þróað og samþykkt til notkunar með lútesín (177) klóríði. Gjöfin fer eftir gerð burðarlyfsins. Lesið fylgiseðil lyfsins.

Lengd meðferðarinnar

Geislunarlæknirinn þinn mun upplýsa þig um venjulega tímalengd meðferðarinnar.

Eftir gjöf lyfsins, sem geislamerkt er með EndolucinBeta, er lokið

Geislunarlæknirinn mun upplýsa þig ef þú þarft að grípa til sérstakra varúðarráðstafana eftir gjöf á lyfi sem er geislamerkt með EndolucinBeta. Hafðu samband við geislunarlækninn ef einhverjar spurningar vakna.

Ef þú hefur fengið stærri skammt af lyfinu sem er geislamerkt með EndolucinBeta en þú áttir að fá

Þar sem lyfið, sem er geislamerkt með EndolucinBeta, er í umsjá geislunarlæknis undir ströngum eftirlitsskilyrðum eru mjög litlar líkur á mögulegri ofskömmtun. Ef ofskömmtun á sér stað eða inndæling á ómerkta lyfinu í bláæð fyrir slysni færðu viðeigandi meðferð til að fjarlægja geislavirku samsætuna úr líkamanum.

Ef frekari spurningar vakna um notkun lyfsins, sem er geislamerkt með EndolucinBeta, skaltu hafa samband við geislunarlækninn sem hefur umsjón með meðferðinni.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf geta lyf, sem eru geislamerkt með EndolucinBeta, valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Eftir gjöf á lyfi, sem er geislamerkt með EndolucinBeta, mun það gefa frá sér ákveðið magn af jónandi geislum (geislavirkni) sem getur haft í för með sér áhættu á krabbameini og þróun á erfðagöllum. Áhættan af geisluninni vegur í öllum tilvikum minna en mögulegur ávinningur af því að fá geislamerkta lyfið.

Sjá nánari upplýsingar í fylgiseðli lyfsins sem á að geislamerkja.

Tilkynning aukaverkana

Látið geislunarlækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju land fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á EndolucinBeta

Þú þarft ekki að geyma lyfið. Það er á ábyrgð sérfræðingsins að geyma lyfið á viðeigandi geymslustað. Geymsla geislavirkra lyfja er í samræmi við reglugerðir hvers lands um geymslu geislavirkra efna.

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar sérfræðingnum: Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki má nota EndolucinBeta eftir fyrningardagsetninguna og tímann sem kemur fram á umbúðunum eftir EXP.

EndolucinBeta er geymt í upprunalegu umbúðunum sem veitir vernd gegn geislun.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Innihald EndolucinBeta

-Virka efnið er lútesín (177Lu) klóríð.

-1 ml af sæfðri lausn inniheldur 40 GBq af lútesín (177Lu) klóríði á viðmiðunartíma (samsvarar 10 míkrógrömmum af lútesíni (177Lu) sem lútesín (177Lu klóríð). (GBq: GigaBecquerel er mælieining geislunarinnar).

-Hitt innihaldsefnið er saltsýrulausn.

Lýsing á útliti EndolucinBeta og pakkningastærðir

EndolucinBeta er forefni fyrir geislavirkt lyf, lausn. Það er tær og litlaus lausn í 2 ml eða 10 ml hettuglasi úr litlausu gleri af tegund I með V-laga og flötum botni og brómóbútýl tappa og lokað með álinnsigli.

Hver pakkning inniheldur 1 hettuglas í blýumbúðum til að verja það og er því komið fyrir í málmdós og ytri öskju.

Rúmmál eins hettuglass er á bilinu 0,075 3,75 ml lausn (samsvarar 3 150 GBq á viðmiðunartíma). Rúmmálið fer eftir magni lyfsins sem notað er með EndolucinBeta til að geislunarlæknirinn geti gefið það.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

ITG Isotope Technologies Garching GmbH Lichtenbergstrasse 1 D-85748 Garching

Þýskalandi

Sími: + 49-89-289 139-08 info@itg-garching.de

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í {mánuður ÁÁÁÁ}

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu.

Þessi fylgiseðill er birtur á vef Lyfjastofnunar Evrópu á tungumálum allra ríkja Evrópska efnahagssvæðisins.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Heildarsamantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir EndolucinBeta liggur fyrir í sérstöku skjali í pakkningunni með lyfinu til að veita heilbrigðisstarfsmönnum vísindalegar og hagnýtar upplýsingar um gjöf og notkun þessa geislavirka lyfs til viðbótar.

Vinsamlegast lesið samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC).

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf