Efnisyfirlit
- 1. Upplýsingar um Eperzan og við hverju það er notað
- 2. Áður en byrjað er að nota Eperzan
- 3. Hvernig nota á Eperzan
- 4. Hugsanlegar aukaverkanir
- 5. Hvernig geyma á Eperzan
- 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar
- 1. Upplýsingar um Eperzan og við hverju það er notað
- 2. Áður en byrjað er að nota Eperzan
- 3. Hvernig nota á Eperzan
- 4. Hugsanlegar aukaverkanir
- 5. Hvernig geyma á Eperzan
- 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar
- skammt.
- 1. Upplýsingar um Eperzan og við hverju það er notað
- 2. Áður en byrjað er að nota Eperzan
- 3. Hvernig nota á Eperzan
- 4. Hugsanlegar aukaverkanir
- 5. Hvernig geyma á Eperzan
- 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar
- 1. Upplýsingar um Eperzan og við hverju það er notað
- 2. Áður en byrjað er að nota Eperzan
- 3. Hvernig nota á Eperzan
- 4. Hugsanlegar aukaverkanir
- 5. Hvernig geyma á Eperzan
- 6. Pakkningar og aðrar upplýsingar
Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling
Eperzan 30 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn
Albiglútíð
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.
-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
- Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.
-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:
1.Upplýsingar um Eperzan og við hverju það er notað
2.Áður en byrjað er að nota Eperzan
3.Hvernig nota á Eperzan
4.Hugsanlegar aukaverkanir
5.Hvernig geyma á Eperzan
6.Pakkningar og aðrar upplýsingar
Leiðbeiningar um notkun áfyllta lyfjapennans (bakhlið)
Spurningar og svör varðandi leiðbeiningar um notkun áfyllta lyfjapennans
Lesið báðar hliðar fylgiseðilsins
1.Upplýsingar um Eperzan og við hverju það er notað
Eperzan inniheldur virka innihaldsefnið albiglútíð sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast
Þú ert með sykursýki af tegund 2 annaðhvort:
•vegna þess að líkaminn framleiðir ekki nægilegt insúlín til að stjórna blóðsykrinum eða
•vegna þess að líkaminn nýtir ekki insúlínið á fullnægjandi hátt.
Eperzan hjálpar líkamanum að auka framleiðslu insúlíns þegar blóðsykurinn er hár.
Eperzan er notað til að ná stjórn á blóðsykrinum, annaðhvort:
-eitt sér ef ekki næst fullnægjandi stjórn á blóðsykrinum með mataræði og líkamsrækt eingöngu og þú getur ekki tekið metformín (annað sykursýkislyf)
eða
-ásamt öðrum sykursýkislyfjum til inntöku (svo sem metformíni, eða lyfjum sem kallast súlfónýlúrealyf, eða tíazólidíndíónum) eða insúlíni.
Það er mjög mikilvægt að þú haldir áfram að fylgja ráðleggingum læknisins um mataræði og líkamsrækt á meðan þú tekur Eperzan.
2. Áður en byrjað er að nota Eperzan
Ekki má nota Eperzan :
• ef um er að ræða ofnæmi fyrir albiglútíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
Ef þú heldur að þetta eigi við um þig skalt þú ekki nota Eperzan fyrr en þú hefur ráðfært þig við lækninn þinn, hjúkrunarfræðing eða lyfjafræðing.
Varnaðarorð og varúðarreglur
Leitið ráða hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi áður en Eperzan er notað:
•ef þú ert með sykursýki af tegund 1 (insúlínháða) eða ketónblóðsýringu (mjög alvarlegur fylgikvilli sykursýki sem kemur fram ef líkaminn getur ekki brotið niður glúkósa vegna skorts á insúlíni), er þetta ekki rétta lyfið fyrir þig. Fáðu upplýsingar hjá lækninum um hvernig er hægt að þekkja einkenni ketónblóðsýringar og leitaðu eftir bráðameðferð ef þau koma fram.
•ef þú hefur einhvern tíma fengið brisbólgu. Læknirinn ákveður hvort þú getur notað Eperzan og mun útskýra einkenni brisbólgu (sjá kafla 4).
•ef þú tekur súlfónýlúrealyf eða insúlín við sykursýkinni, þar sem blóðsykur getur orðið of lágur. Læknirinn getur þurft að breyta skammti hinna lyfjanna til að minnka þessa áhættu. (Sjá einkenni lágs blóðsykurs í „Mjög algengar aukaverkanir“ í kafla 4).
•ef þú átt í verulegum vandræðum með að tæma magann (magalömun) eða ert með alvarlegan þarmasjúkdóm (alvarlegan meltingarfærasjúkdóm). Ekki er mælt með notkun Eperzan ef um er að ræða slíka sjúkdóma.
Leitið ráða hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi áður en Eperzan er notað ef þú heldur að eitthvað af ofangreindu eigi við um þig.
Börn og unglingar
Ekki er vitað hvort notkun Eperzan er örugg og áhrifarík hjá einstaklingum yngri en 18 ára. Notkun Eperzan er ekki ráðlögð hjá börnum og unglingum.
Notkun annarra lyfja samhliða Eperzan
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, (sjá einnig framar í kafla 2, „Varnaðarorð og varúðarreglur“).
Þú skalt ekki taka akarbósa ef þú ert með þarmastíflu.
Talaðu við lækninn ef þú tekur akarbósa og Eperzan á sama tíma.
Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi
Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Ef þú getur hugsanlega orðið þunguð verður þú að nota örugga getnaðarvörn meðan þú notar þetta lyf.
Meðganga
Láttu lækninn, hjúkrunarfræðinginn eða lyfjafræðing strax vita ef þú verður þunguð meðan á meðferð með Eperzan stendur.
Engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi notkunar Eperzan hjá barnshafandi konum. Þú skalt ekki nota Eperzan ef þú ert barnshafandi.
Ef þú ráðgerir að eignast barn getur læknirinn ákveðið að hætta meðferðinni með Eperzan a.m.k. einum mánuði áður en þú reynir að verða barnshafandi. Þetta er vegna þess að það tekur tíma fyrir Eperzan að hreinsast úr líkamanum.
Brjóstagjöf
Ef þú ert með barn á brjósti verður þú að leita ráða hjá lækninum áður en þú notar Eperzan. Ekki er vitað hvort Eperzan berst yfir í brjóstamjólk. Þú og læknirinn skuluð ákveða hvort þú notar Eperzan eða heldur áfram brjóstagjöf. Þú skalt ekki gera bæði.
Frjósemi
Ekki er vitað hvort Eperzan getur haft áhrif á frjósemi.
Akstur og notkun véla
Eperzan hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Ef þú tekur Eperzan ásamt súlfónýlúrealyfi eða insúlíni getur blóðsykur þinn hins vegar orðið of lágur. Þetta getur valdið einbeitingarerfiðleikum og valdið sundli eða syfju. Ef þetta gerist skalt þú hvorki aka né nota vélar.
Natríuminnihald
Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt.
3.Hvernig nota á Eperzan
Notið lyfið alltaf eins og læknirinn, hjúkrunarfræðingurinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi.
Ráðlagður skammtur er 30 mg einu sinni í viku, gefið með inndælingu á sama degi í hverri viku. Læknirinn getur aukið skammtinn í 50 mg einu sinni í viku ef ekki næst stjórn á blóðsykrinum með 30 mg skammtinum. Ef nauðsyn krefur getur þú breytt vikudeginum sem Eperzan er notað, svo framarlega að liðnir séu a.m.k. 4 dagar frá síðasta skammti.
Þú getur notað Eperzan á hvaða tíma dags sem er, óháð máltíðum.
Eperzan fæst í lyfjapenna sem þú getur sjálf/ur dælt lyfinu inn með. Ræðið við lækninn, hjúkrunarfræðinginn eða lyfjafræðing um hvernig á að dæla lyfinu inn á réttan hátt. Eperzan er dælt undir húð á maganum, lærinu eða aftanverðum upphandlegg. Þú getur dælt inn á sama líkamssvæði í hverri viku, en ekki dæla inn á nákvæmlega sama stað í hvert sinn.
Eperzan má ekki dæla inn í bláæð eða í vöðva.
Lyfjapenninn inniheldur duft og vatn sem þarf að blanda saman fyrir notkun. Eftir kafla 6 í þessum fylgiseðli eru Leiðbeiningar um notkun þar sem er að finna leiðbeiningar
Insúlíni og Eperzan má aldrei blanda saman. Ef þú þarft að gefa þér bæði lyfin á sama tíma skalt þú gera það í tveimur aðskildum inndælingum. Gefa má báðar inndælingar á sama líkamssvæði (t.d. á maga), en ekki gefa þær mjög nálægt hver annarri.
Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um
Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi ef notað er of mikið af Eperzan. Sýndu þeim pakkninguna, eða þennan fylgiseðil ef unnt er. Þú gætir fundið fyrir verulegri ógleði, fengið uppköst eða höfuðverk.
Ef gleymist að nota Eperzan
Ef skammtur gleymist skal dæla inn næsta skammti eins fljótt og unnt er innan 3 daga eftir að skammturinn gleymdist. Eftir það er hægt að halda áfram að dæla inn á venjulegum degi. Ef liðnir eru meira en 3 dagar frá því skammturinn gleymdist, skal bíða þar til næsta dag sem gefa á lyfið samkvæmt venjulegri áætlun. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.
Ef hætt er að nota Eperzan
Notið Eperzan eins lengi og læknirinn mælir með því. Ef hætt er að nota Eperzan getur blóðsykursþéttnin orðið fyrir áhrifum. Ekki hætta nema samkvæmt ráðleggingum læknisins.
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.
4.Hugsanlegar aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.
Hætta á bráðri brisbólgu
Greint hefur verið frá brisbólgu sem sjaldgæfri aukaverkun. Þetta getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum. Brisbólga getur verið alvarleg og lífshættuleg.
Ef þú færð:
• slæman magaverk (kviðverk) sem hverfur ekki, getur það verið einkenni brisbólgu. Verkurinn getur komið fram með eða án uppkasta. Þér getur fundist verkurinn berast frá kvið aftur í bak.
Hættu að taka Eperzan og leitaðu strax til læknis.
Aðrar aukaverkanir sem greint hefur verið frá við notkun Eperzan
Mjög algengar: geta komið fyrir hjá meira en 1 af hverjum 10 einstaklingum:
• lágur blóðsykur þegar Eperzan er notað ásamt insúlíni eða súlfónýlúrealyfjum. Viðvörunareinkenni vegna of lágs blóðsykurs geta verið m.a. kaldur sviti, kuldi og fölvi í húð, höfuðverkur, svefnhöfgi, máttleysi, sundl, rugl eða pirringur, hungurtilfinning, hraður hjartsláttur og taugaóstyrkur. Læknirinn segir þér hvað gera skal ef blóðsykur verður of lágur.
•niðurgangur
•ógleði
•útbrot, roði eða kláði þar sem Eperzan var dælt inn
Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:
•sýking í brjóstholi (lungnabólga)
•lágur blóðsykur ef Eperzan er notað eitt sér eða ásamt metformíni eða píóglítazóni
•óreglulegur hjartsláttur
•uppköst
•hægðatregða
•meltingartruflanir
•brjóstsviði (vélindabakflæði)
Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum:
• þarmastífla
Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum:
• ofnæmisviðbrögð; þar með talin eru einkenni svo sem staðbundin eða útbreydd útbrot, roði eða kláði í húð og öndunarerfiðleikar

Auk þess hefur verið tilkynnt um nokkrar aðrar aukaverkanir (tíðni ekki þekki, ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):
• minnkuð matarlyst
Tilkynning aukaverkana
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.
5.Hvernig geyma á Eperzan
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á lyfjapennanum og öskjunni á eftir Fyrnist/EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.
Geymið lyfjapenna og nálar í upprunalegu öskjunni fram að notkun.
Geymið í kæli
•Þegar búið er að blanda duftinu við vökvann í pennanum skal nota pennann innan 8 klst.
•Notið pennann strax og nálin hefur verið fest og undirbúin, annars getur lausnin þornað innan í nálinni og stíflað hana.
Hvern penna skal aðeins nota einu sinni.
Ekki skal fjarlægja nálina eftir notkun pennans. Fargið pennanum samkvæmt leiðbeiningum frá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.
Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.
6. Pakkningar og aðrar upplýsingar
Eperzan inniheldur
-Virka innihaldsefnið er albiglútíð.
Hver 30 mg lyfjapenni gefur 30 mg af albiglútíði í rúmmáli sem er 0,5 ml.
-Leysirinn er vatn fyrir stungulyf.
-Önnur innihaldsefni eru: natríumtvíhýdrógenfosfateinhýdrat og vatnsfrítt tvínatríumfosfat (sjá „Natríuminnihald“ í kafla 2), trehalósatvíhýdrat, mannitól, pólýsorbat 80.
Lýsing á útliti Eperzan og pakkningastærðir
Eperzan fæst sem lyfjapenni til sjálfsinndælingar. Hver penni inniheldur hvítt til gult duft og litlausan leysi í aðskildum hólfum. Nál fylgir hverjum penna.
Pennarnir fást í pakkningum með 4 pennum og 4 nálum og fjölpakkningu sem inniheldur 3 pakkningar, sem hver inniheldur 4 penna og 4 nálar.
Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.
Markaðsleyfishafi
GlaxoSmithKline Trading Services Limited, Currabinny, Carrigaline, County Cork, Írland.
Nafn og heimilisfang framleiðanda sem er ábyrgur fyrir lokasamþykkt:
Glaxo Operations UK Limited (Trading as Glaxo Wellcome Operations)
Harmire Road
Barnard Castle
Durham
DL12 8DT
Bretlandi
Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:
België/Belgique/Belgien | Luxembourg/Luxemburg |
GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v. | GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v. |
Tél/Tel: + 32 (0)10 85 52 00 | Belgique/Belgien |
| Tél/Tel: + 32 (0)10 85 52 00 |
България | Magyarország |
ГлаксоСмитКлайн ЕООД | GlaxoSmithKline Kft. |
Teл.: + 359 2 953 10 34 | Tel.: + 36 1 225 5300 |
Česká republika | Malta |
GlaxoSmithKline s.r.o. | GlaxoSmithKline Malta |
Tel: + 420 222 001 111 | Tel: + 356 21 238131 |
cz.info@gsk.com |
|
Danmark | Nederland |
GlaxoSmithKline Pharma A/S | GlaxoSmithKline BV |
Tlf: + 45 36 35 91 00 | Tel: + 31 (0)30 6938100 |
info@glaxosmithkline.dk | nlinfo@gsk.com |
Deutschland | Norge |
GlaxoSmithKline GmbH & Co. KG | GlaxoSmithKline AS |
Tel.: + 49 (0)89 36044 8701 | Tlf: + 47 22 70 20 00 |
produkt.info@gsk.com | firmapost@gsk.no |
Eesti | Österreich |
GlaxoSmithKline Eesti OU | GlaxoSmithKline Pharma GmbH |
Tel: + 372 6676 900 | Tel: + 43 (0)1 97075 0 |
estonia@gsk.com | at.info@gsk.com |
Ελλάδα | Polska |
GlaxoSmithKline A.E.B.E. | GSK Services Sp. z.o.o. |
Τηλ: + 30 210 68 82 100 | Tel.: + 48 (0)22 576 9000 |
España | Portugal |
GlaxoSmithKline, S.A. | GlaxoSmithKline – Produtos |
Tel: + 34 902 202 700 | Farmacêuticos, Lda. |
Tel: + 351 21 412 95 00 |
| FI.PT@gsk.com |
France | România |
Laboratoire GlaxoSmithKline | GlaxoSmithKline (GSK) S.R.L. |
Tél: + 33 (0)1 39 17 84 44 | Tel: + 4021 3028 208 |
diam@gsk.com |
|
Hrvatska |
|
GlaxoSmithKline d.o.o. |
|
Tel:++385 1 6051 999 |
|
| Slovenija |
Ireland | GlaxoSmithKline d.o.o. |
GlaxoSmithKline (Ireland) Limited | Tel: + 386 (0)1 280 25 00 |
Tel: + 353 (0)1 4955000 | medical.x.si@gsk.com |
Ísland | Slovenská republika |
Vistor hf. | GlaxoSmithKline Slovakia s. r. o. |
Sími: + 354 535 7000 | Tel: + 421 (0)2 48 26 11 11 |
| recepcia.sk@gsk.com |
Italia | Suomi/Finland |
GlaxoSmithKline S.p.A. | GlaxoSmithKline Oy |
Tel: + 39 (0)45 9218 111 | Puh/Tel: + 358 (0)10 30 30 30 |
| Finland.tuoteinfo@gsk.com |
Κύπρος | Sverige |
GlaxoSmithKline (Cyprus) Ltd | GlaxoSmithKline AB |
Τηλ: + 357 22 39 70 00 | Tel: + 46 (0)31 67 09 00 |
gskcyprus@gsk.com | info.produkt@gsk.com |
Latvija | United Kingdom |
GlaxoSmithKline Latvia SIA | GlaxoSmithKline UK |
Tel: + 371 67312687 | Tel: + 44 (0)800 221441 |
customercontactuk@gsk.com | |
Lietuva |
|
GlaxoSmithKline Lietuva UAB |
|
Tel: + 370 5 264 90 00 |
|
info.lt@gsk.com |
|
Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður <{MM/ÁÁÁÁ}>
Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar
Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Eperzan 30 mg lyfjapenni einu sinni í viku | Glær |
rörlykja | |
|
|
Lesið allar leiðbeiningarnar þ.m.t. Spurningar og svör og fylgið skrefunum hér á eftir við að blanda lyfið og undirbúa pennann fyrir inndælingu.
Geymið þessar leiðbeiningar og notið þær í hvert skipti sem lyfið er undirbúið.
Ef skrefum A til C er ekki fylgt í réttri röð getur það valdið skemmdum á pennanum.
Eiginleikar pennans
➢Penninn inniheldur lyfjaduftið í einu hólfi og vatnið í öðru hólfi. Þessu þarf að blanda saman með því að snúa pennanum.
GLUGGI
Númer 3: Stórar loftbólur fjarlægðar, inndælingarhnappurinn skýst út og penninn er tilbúinn.
Númer 2: Lyfjaduftinu og vatninu er blandað saman. Bíðið í 15 mínútur, festið síðan nálina.
Númer 1: Penninn er tilbúinn til að byrja. Lyfjaduftið og vatnið eru í aðskildum hólfum í glæru rörlykjunni.
Inndælingarhnappur*
*Inndælingarhnappur er innan í pennanumþar til penninn er tilbúinn til inndælingar.
VARÚÐ:
Penninn má ekki frjósa. Fargið honum ef hann er frosinn.
Ef hann er geymdur í kæli, skal hann fá að vera við stofuhita í 15 mínútur áður en byrjað er á skrefi A.
Ekki nota nálar aftur, ekki setja hlífar aftur á, eða taka nálar úr pennanum. Fargið pennanum strax eftir inndælingu.
Áður en byrjað er: Þvoið hendur, safnið hlutum saman og skoðið þá
➢Þvoið hendurnar.
➢Takið penna og nýja nál úr öskjunni og skoðið miðann á pennanum til að ganga úr skugga um að þetta sé skammturinn sem ávísað var af lyfinu.
➢Náið í hreint tómt glas til að geyma pennann í á meðan lyfið blandast, klukku til að mæla tímann á meðan lyfið er að blandast og ílát til að farga pennanum í (þessir hlutir fylgja lyfinu ekki).
|
|
|
|
| Eperzan 30 mg einnota lyfjapenni |
Nál |
|
|
| ||
|
|
|
| ||
|
|
|
|
|
|
|
|
|
| Ytri nálarhlíf |
|
|
|
|
| Innri |
|
|
|
|
| nálarhlíf |
|
|
|
|
| Nál |
|
|
|
|
| Flipi |
|
|
|
|
|
| |
|
|
|
|
| |
|
| EKKI festa nálina fyrr en |
| ||
|
| sagt er til um það í skrefi B |
| ||
|
|
|
|
|
|

Hreint tómt glas | Klukka |
SKREF A: Skoðið pennann og blandið lyfið
Skoðið pennann
➢Gangið úr skugga um að allt sem þarf að nota og talið er upp hér að ofan sé til staðar (penni, nál, glas, klukka, förgunarbúnaður).
➢Athugið fyrningardagsetningu pennans. Ekki nota fyrndan penna.
ATHUGIÐ FYRNINGARDAG
➢Gangið úr skugga um að [1] sé í talnaglugganum.
EKKI NOTA ef [1] sést ekki.
Snúið pennanum til að blanda lyfið
➢Haldið um aðalhluta pennans og snúið glæru rörlykjunni upp á við þannig að [1] sjáist í talnaglugganum.
➢Snúið glæru rörlykjunni með hinni hendinni í stefnu örvanna (réttsælis) þar til þú finnur/heyrir "smell" þegar penninn er kominn á réttan stað og [2] sést í talnaglugganum. Þetta blandar lyfjaduftinu og vökvanum saman í glæru rörlykjunni.

„KLIKK"
➢ Veltið pennanum hægt og varlega fram og til baka 5 sinnum til að blanda lyfið (eins og rúðuþurrkur).
EKKI HRISTA pennann til að forðast froðumyndun sem getur haft áhrif á skammtinn.
5 SINNUM
EKKI hrista pennann harkalega.
Bíðið eftir að lyfið leysist upp
➢Setjið pennann í hreina, tóma glasið til að glæra lykjan snúi áfram upp.
➢Stillið klukkuna á 15 mínútur.
Bið-
tími
Það verða að líða 15 mínútur svo lyfið leysist upp áður en haldið er áfram að skrefi B.
Eftir blöndun má ekki geyma pennann í meira en 8 klst. áður en haldið er áfram með Skref B. Þegar nálin hefur verið fest verður að nota pennann strax.

SKREF B: Festið nálina og undirbúið pennann fyrir inndælingu
Eftir 15 mínútna bið, skal þvo hendurnar og ljúka skrefunum sem eftir eru án tafar.
Skoðið uppleyst lyfið
➢ Veltið pennanum aftur varlega til hliðanna 5 sinnum til að blanda lyfið aftur (eins og rúðuþurrka). EKKI hrista pennann harkalega til að forðast froðumyndun sem getur haft áhrif á skammtinn.
VELTIÐ AFTUR | 5 SINNUM |
|
|
EKKI hrista pennann harkalega
➢ Lítið inn um gluggann til að ganga úr skugga um að vökvinn í rörlykjunni sé tær og laus við agnir.
LEITIÐ AÐ ÖGNUM
Ef enn sjást agnir í vökvanum,
EKKI nota pennann.
➢Vökvinn er gulur að lit og efst í honum eru stórar loftbólur.
Festið nálina
➢Flettið flipanum af ytri nálarhlífinni.
➢Haldið pennanum þannig að glæra rörlykjan snúi upp
➢Þrýstið nálinni beint niður, þétt inn í glæru rörlykjuna þar til „smellur“ finnst/heyrist – Það þýðir að nálin er föst.

„KLIKK”
ÞRÝSTIÐ ÞÉTT NIÐUR
EKKI snúa nálinni eða festa hana á ská
Bankið vegna loftbólanna
➢ Bankið varlega í glæru rörlykjuna, með nálina upp á við,
BANKIÐ LYKJUNA
Hafið pennann nnnuppréttan
Litlar loftbólur eru í lagi og þurfa ekki að nást alla leið upp.
Snúið pennanum til að undirbúa nálina
➢ ÞEGAR nálin er orðin áföst, á meðan númer [2] er í glugganum, skaltu snúa glæru rörlykjunni rólega nokkrum sinnum í stefnu örvanna (réttsælis) þar til þú finnur/heyrir „smell“ í pennanum og [3] sést í talnaglugganum. Þetta fjarlægir stóru loftbólurnar úr glæru rörlykjunni. Inndælingarhnappurinn skýst líka út úr botni pennans.
„KLIKK”

SKREF C
Fjarlægið báðar nálarhlífarnar og dælið lyfinu inn
Nálarhlífar fjarlægðar
➢ Fjarlægið ytri nálarhlífina varlega, síðan innri nálarhlífina. Nokkrir dropar af vökva getið lekið út úr nálinni. Þetta er eðlilegt.
Skref 1: Ytri nálarhlíf | Skref 2: Innri nálarhlíf |
fjarlægð | fjarlægð |
Dælið lyfinu inn
➢ Setjið nálina inn í húðina á kvið, læri eða upphandlegg samkvæmt leiðbeiningum læknisins eða hjúkrunarfræðings.
Stungustaðir
➢Þrýstið hægt og jafnt á inndælingarhnappinn með þumlinum til að dæla lyfinu inn. Því hægar sem þrýst er, því minna finnur þú fyrir inndælingunni.
➢Haldið inndælingarhnappnum niðri þar til „smellur“ heyrist. Haldið þumlinum áfram á hnappnum og teljið rólega upp í 5 til að gefa allan skammtinn af lyfinu.

„KLIKK” |
| Teljið hægt upp |
|
| í 5 |
| ||
|
|
|
Dælið jafnt og rólega. Teljið rólega upp í 5 eftir að „smellur" heyrist til að gefa allan skammtinn
➢Þegar talið hefur verið upp í 5 skal draga nálina út úr húðinni.
Förgun pennans
➢Ekki endurnýta nálina eða fjarlægja hana af pennanum.
➢Ekki farga notuðum penna með heimilissorpi. Fargið honum samkvæmt leiðbeiningum frá lækninum eða lyfjafræðingi.
Spurningar og svör
Talnagluggi
Vel ég skammtinn af lyfinu með tölunum 1, 2 & 3?
➢ Nei, þú þarft ekki að velja skammtinn. Tölurnar eru til að auðvelda undirbúning og gjöf lyfsins.
Númer 1 – Penninn er tilbúinn til notkunar. Lyfjaduft og vatn eru í aðskildum hólfum í glæru rörlykjunni.
Númer 2 – Lyfjadufti og vatni er blandað saman og síðan velt varlega. Bíðið í 15 mínútur, festið síðan nálina.
Númer 3 – Stórar loftbólur eru fjarlægðar, inndælingarhnappurinn skýst út og penninn er tilbúinn til inndælingar.
Hvað á að gera ef ekki heyrist „smellur“ þegar 2 og 3 flytjast í talnagluggann?
➢ Ef ekki heyrist „smellur“ þegar númer 2 og númer 3 flytjast í gluggann er ekki víst að talan sé alveg fyrir miðjum glugganum. Snúið glæru rörlykjunni aðeins í stefnu örvarinnar til að „smellur“ heyrist og talan sé fyrir miðjum glugganum.

Skref A - Skoðið pennann og blandið lyfið
Hvað ef ekki er beðið í 15 mínútur eftir að pennanum er snúið að númer 2?
➢ Ef ekki er beðið í allar 15 mínúturnar er ekki víst að lyfið hafi að fullu blandast vatninu. Þetta getur valdið því að agnir fljóti í glæru rörlykjunni, skammturinn verði óvirkur og/eða nálin stíflist. Með því að bíða í allar 15 mínúturnar er tryggt að lyfjaduftið og vatnið hafi náð að blandast alveg, jafnvel þó svo geti virst sem blandan sé tilbúinn fyrr.
Hvað ef penninn er geymdur í meira en 15 mínútur eftir að honum er snúið á númer 2 í skrefi A?
➢Svo lengi sem nálin hefur ekki verið fest, má nota pennann í allt að 8 klst. frá því að byrjað var
áskrefi A. Ef liðnar eru meira en 8 klst. frá því lyfið var blandað í skrefi A skal farga pennanum og nota annan.
Skref B - Nálin fest og penninn undirbúinn fyrir inndælingu
Hvað ef penninn er skilinn eftir með nálina festa í skrefi B og komið aftur síðar til að ljúka skrefi C?
➢Þetta getur valdið því að nálin stíflist, halda skal áfram frá skrefi B að skrefi C án tafar.
Hvað ef nálin er ekki fest í skrefi B eins og sagt er fyrir um?
➢Ekki festa nálina á í skrefi A. Ef nálin er fest í skrefi A, getur hluti lyfsins tapast við blöndun. Ef nálin er fest á í skrefi A skal farga pennanum og nota annan.
➢Festið nálina á þegar númer 2 sést í talnaglugganum áður en rörlykjunni er snúið í næstu stöðu (númer 3). Þetta leyfir lofti inni í rörlykjuni að komast út um nálina.
o Ef nálin er fest á eftir að númer 3 sést í talnaglugganum getur verið að pennninn gefi ekki fullan skammt eða hann getur orðið fastur. Fargið pennanum og notið annan penna.
➢Þrýsta skal nálinni á þar til finnst/heyrist „smellur“ frekar en að snúa henni á. Ef nálinni er fyrir slysni snúið á frekar en þrýst á og númer 2 er enn í glugganum má samt sem áður nota pennann.
➢Ef ekki er hægt að snúa að númer 3 skaltu farga pennanum og nota annan penna.
Skref C - Báðar nálarhlífar fjarlægðar og lyfinu dælt inn
Enn svolítið af litlum loftbólum eftir. Má samt nota pennann?
➢ Já, það er eðlilegt að sjá litlar loftbólur sem eru eftir og réttur skammtur fæst af lyfinu. Litlu loftbólurnar eru ekki skaðlegar.
Eftir að lyfið er gefið er enn svolítill vökvi sýnilegur í glæru rörlykjunni.
➢Þetta er eðlilegt. Ef þú hefur heyrt/fundið „smell“ í inndælingarhnappnum og talið rólega upp
í 5 áður en nálin var dregin út úr húðinni hefur réttur skammtur af lyfinu verið gefinn.
Gangið úr skugga um að |
|
verið sé að nota réttan | 30 mg |
skammt. | |
Þessar leiðbeiningar eru |
fyrir:
Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling
Eperzan 50 mg stungulyfsstofn og leysir, lausn
Albiglútíð
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.
Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.
- Rolufta - GlaxoSmithKline Trading Services Limited
- Strimvelis - GlaxoSmithKline Trading Services Limited
Skráð lyfseðilsskylt lyf. Framleiðandi: "GlaxoSmithKline Trading Services Limited"
-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
- Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.
-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:
1.Upplýsingar um Eperzan og við hverju það er notað
2.Áður en byrjað er að nota Eperzan
3.Hvernig nota á Eperzan
4.Hugsanlegar aukaverkanir
5.Hvernig geyma á Eperzan
6.Pakkningar og aðrar upplýsingar
Leiðbeiningar um notkun áfyllta lyfjapennans (bakhlið)
Spurningar og svör varðandi leiðbeiningar um notkun áfyllta lyfjapennans
Lesið báðar hliðar fylgiseðilsins
1.Upplýsingar um Eperzan og við hverju það er notað
Eperzan inniheldur virka innihaldsefnið albiglútíð sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast GLP
Þú ert með sykursýki af tegund 2 annaðhvort:
•vegna þess að líkaminn framleiðir ekki nægilegt insúlín til að stjórna blóðsykrinum eða
•vegna þess að líkaminn nýtir ekki insúlínið á fullnægjandi hátt.
Eperzan hjálpar líkamanum að auka framleiðslu insúlíns þegar blóðsykurinn er hár.
Eperzan er notað til að ná stjórn á blóðsykrinum, annaðhvort:
-eitt sér ef ekki næst fullnægjandi stjórn á blóðsykrinum með mataræði og líkamsrækt eingöngu og þú getur ekki tekið metformín (annað sykursýkislyf)
eða
-ásamt öðrum sykursýkislyfjum til inntöku (svo sem metformíni, eða lyfjum sem kallast súlfónýlúrealyf, eða tíazólidíndíónum) eða insúlíni.
Það er mjög mikilvægt að þú haldir áfram að fylgja ráðleggingum læknisins um mataræði og líkamsrækt á meðan þú tekur Eperzan.
2. Áður en byrjað er að nota Eperzan
Ekki má nota Eperzan :
• ef um er að ræða ofnæmi fyrir albiglútíði eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
Ef þú heldur að þetta eigi við um þig skalt þú ekki nota Eperzan fyrr en þú hefur ráðfært þig við lækninn þinn, hjúkrunarfræðing eða lyfjafræðing.
Varnaðarorð og varúðarreglur
Leitið ráða hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi áður en Eperzan er notað:
•ef þú ert með sykursýki af tegund 1 (insúlínháða) eða ketónblóðsýringu (mjög alvarlegur fylgikvilli sykursýki sem kemur fram ef líkaminn getur ekki brotið niður glúkósa vegna skorts á insúlíni), er þetta ekki rétta lyfið fyrir þig. Fáðu upplýsingar hjá lækninum um hvernig er hægt að þekkja einkenni ketónblóðsýringar og leitaðu eftir bráðameðferð ef þau koma fram.
•ef þú hefur einhvern tíma fengið brisbólgu. Læknirinn ákveður hvort þú getur notað Eperzan og mun útskýra einkenni brisbólgu (sjá kafla 4).
•ef þú tekur súlfónýlúrealyf eða insúlín við sykursýkinni, þar sem blóðsykur getur orðið of lágur. Læknirinn getur þurft að breyta skammti hinna lyfjanna til að minnka þessa áhættu. (Sjá einkenni lágs blóðsykurs í „Mjög algengar aukaverkanir“ í kafla 4).
•ef þú átt í verulegum vandræðum með að tæma magann (magalömun) eða ert með alvarlegan þarmasjúkdóm (alvarlegan meltingarfærasjúkdóm). Ekki er mælt með notkun Eperzan ef um er að ræða slíka sjúkdóma.
Leitaðu ráða hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi áður en þú notar Eperzan ef þú heldur að eitthvað af ofangreindu eigi við um þig.
Börn og unglingar
Ekki er vitað hvort notkun Eperzan er örugg og áhrifarík hjá einstaklingum yngri en 18 ára. Notkun Eperzan er ekki ráðlögð hjá börnum og unglingum.
Notkun annarra lyfja samhliða Eperzan
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, (sjá einnig framar í kafla 2, „Varnaðarorð og varúðarreglur“).
Þú skalt ekki taka akarbósa ef þú ert með þarmastíflu.
Talaðu við lækninn ef þú tekur akarbósa og Eperzan á sama tíma.
Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi
Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Ef þú getur hugsanlega orðið þunguð verður þú að nota örugga getnaðarvörn meðan þú notar þetta lyf.
Meðganga
Láttu lækninn, hjúkrunarfræðinginn eða lyfjafræðing strax vita ef þú verður þunguð meðan á meðferð með Eperzan stendur.
Engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi notkunar Eperzan hjá barnshafandi konum. Þú skalt ekki nota Eperzan ef þú ert barnshafandi.
Ef þú ráðgerir að eignast barn getur læknirinn ákveðið að hætta meðferðinni með Eperzan a.m.k. einum mánuði áður en þú reynir að verða barnshafandi. Þetta er vegna þess að það tekur tíma fyrir Eperzan að hreinsast úr líkamanum.
Brjóstagjöf
Ef þú ert með barn á brjósti verður þú að leita ráða hjá lækninum áður en þú notar Eperzan. Ekki er vitað hvort Eperzan berst yfir í brjóstamjólk. Þú og læknirinn skuluð ákveða hvort þú notar Eperzan eða heldur áfram brjóstagjöf. Þú skalt ekki gera bæði.
Frjósemi
Ekki er vitað hvort Eperzan getur haft áhrif á frjósemi.
Akstur og notkun véla
Eperzan hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Ef þú tekur Eperzan ásamt súlfónýlúrealyfi eða insúlíni getur blóðsykur þinn hins vegar orðið of lágur. Þetta getur valdið einbeitingarerfiðleikum og valdið sundli eða syfju. Ef þetta gerist skalt þú hvorki aka né nota vélar.
Natríuminnihald
Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt.
3.Hvernig nota á Eperzan
Notið lyfið alltaf eins og læknirinn, hjúkrunarfræðingurinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi.
Ráðlagður skammtur er 30 mg einu sinni í viku, gefið með inndælingu á sama degi í hverri viku. Læknirinn getur aukið skammtinn í 50 mg einu sinni í viku ef ekki næst stjórn á blóðsykrinum með 30 mg skammtinum. Ef nauðsyn krefur getur þú breytt vikudeginum sem Eperzan er notað, svo framarlega að liðnir séu a.m.k. 4 dagar frá síðasta skammti.
Þú getur notað Eperzan á hvaða tíma dags sem er, óháð máltíðum.
Eperzan fæst í lyfjapenna sem þú getur sjálf/ur dælt lyfinu inn með. Ræðið við lækninn, hjúkrunarfræðinginn eða lyfjafræðing um hvernig á að dæla lyfinu inn á réttan hátt. Eperzan er dælt undir húð á maganum, lærinu eða aftanverðum upphandlegg. Þú getur dælt inn á sama líkamssvæði í hverri viku, en ekki dæla inn á nákvæmlega sama stað í hvert sinn.
Eperzan má ekki dæla inn í bláæð eða í vöðva.
Lyfjapenninn inniheldur duft og vatn sem þarf að blanda saman fyrir notkun. Eftir kafla 6 í þessum fylgiseðli eru Leiðbeiningar um notkun þar sem er að finna leiðbeiningar
Insúlíni og Eperzan má aldrei blanda saman. Ef þú þarft að gefa þér bæði lyfin á sama tíma skalt þú gera það í tveimur aðskildum inndælingum. Gefa má báðar inndælingar á sama líkamssvæði (t.d. á maga), en ekki gefa þær mjög nálægt hver annarri.
Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um
Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi ef notað er of mikið af Eperzan. Sýndu þeim pakkninguna, eða þennan fylgiseðil ef unnt er. Þú gætir fundið fyrir verulegri ógleði, fengið uppköst eða höfuðverk.
Ef gleymist að nota Eperzan
Ef skammtur gleymist skal dæla inn næsta skammti eins fljótt og unnt er innan 3 daga eftir að skammturinn gleymdist. Eftir það er hægt að halda áfram að dæla inn á venjulegum degi. Ef liðnir eru meira en 3 dagar frá því skammturinn gleymdist, skal bíða þar til næsta dag sem gefa á lyfið samkvæmt venjulegri áætlun. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.
Ef hætt er að nota Eperzan
Notið Eperzan eins lengi og læknirinn mælir með því. Ef hætt er að nota Eperzan getur blóðsykursþéttnin orðið fyrir áhrifum. Ekki hætta nema samkvæmt ráðleggingum læknisins.
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.
4.Hugsanlegar aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.
Hætta á bráðri brisbólgu
Greint hefur verið frá brisbólgu sem sjaldgæfri aukaverkun. Þetta getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum. Brisbólga getur verið alvarleg og lífshættuleg.
Ef þú færð:
• slæman magaverk (kviðverk) sem hverfur ekki, getur það verið einkenni brisbólgu. Verkurinn getur komið fram með eða án uppkasta. Þér getur fundist verkurinn berast frá kvið aftur í bak.
Hættu að taka Eperzan og leitaðu strax til læknis.
Aðrar aukaverkanir sem greint hefur verið frá við notkun Eperzan
Mjög algengar: geta komið fyrir hjá meira en 1 af hverjum 10 einstaklingum:
•lágur blóðsykur þegar Eperzan er notað ásamt insúlíni eða súlfónýlúrealyfjum. Viðvörunareinkenni vegna of lágs blóðsykurs geta verið m.a. kaldur sviti, kuldi og fölvi í húð, höfuðverkur, svefnhöfgi, máttleysi, sundl, rugl eða pirringur, hungurtilfinning, hraður hjartsláttur og taugaóstyrkur. Læknirinn segir þér hvað gera skal ef blóðsykur verður of lágur.
•niðurgangur
•ógleði
•útbrot, roði eða kláði þar sem Eperzan var dælt inn
Algengar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:
•sýking í brjóstholi (lungnabólga)
•lágur blóðsykur ef Eperzan er notað eitt sér eða ásamt metformíni eða píóglítazóni
•óreglulegur hjartsláttur
•uppköst
•hægðatregða
•meltingartruflanir
•brjóstsviði (vélindabakflæði)
Sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum:
• þarmastífla
Mjög sjaldgæfar: geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum:

• ofnæmisviðbrögð; þar með talin eru einkenni svo sem staðbundin eða útbreydd útbrot, roði eða kláði í húð og öndunarerfiðleikar
Auk þess hefur verið tilkynnt um nokkrar aðrar aukaverkanir (tíðni ekki þekki, ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):
• minnkuð matarlyst
Tilkynning aukaverkana
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.
5.Hvernig geyma á Eperzan
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á lyfjapennanum og öskjunni á eftir Fyrnist/EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.
Geymið lyfjapenna og nálar í upprunalegu öskjunni fram að notkun.
Geymið í kæli
•Þegar búið er að blanda duftinu við vökvann í pennanum skal nota pennann innan 8 klst.
•Notið pennann strax og nálin hefur verið fest og undirbúin, annars getur lausnin þornað innan í nálinni og stíflað hana.
Hvern penna skal aðeins nota einu sinni.
Ekki skal fjarlægja nálina eftir notkun pennans. Fargið pennanum samkvæmt leiðbeiningum frá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.
Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.
6. Pakkningar og aðrar upplýsingar
Eperzan inniheldur
-Virka innihaldsefnið er albiglútíð.
Hver 50 mg lyfjapenni gefur 50 mg af albiglútíði í rúmmáli sem er 0,5 ml.
-Leysirinn er vatn fyrir stungulyf.
-Önnur innihaldsefni eru: natríumtvíhýdrógenfosfateinhýdrat og vatnsfrítt tvínatríumfosfat (sjá „Natríuminnihald“ í kafla 2), trehalósatvíhýdrat, mannitól, pólýsorbat 80.
Lýsing á útliti Eperzan og pakkningastærðir
Eperzan fæst sem lyfjapenni til sjálfsinndælingar. Hver penni inniheldur hvítt til gult duft og litlausan leysi í aðskildum hólfum. Nál fylgir hverjum penna.
Pennarnir fást í pakkningum með 4 pennum og 4 nálum og fjölpakkningu sem inniheldur 3 pakkningar, sem hver inniheldur 4 penna og 4 nálar.
Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.
Markaðsleyfishafi
GlaxoSmithKline Trading Services Limited, Currabinny, Carrigaline, County Cork, Írland.
Nafn og heimilisfang framleiðanda sem er ábyrgur fyrir lokasamþykkt:
Glaxo Operations UK Limited (Trading as Glaxo Wellcome Operations)
Harmire Road
Barnard Castle
Durham
DL12 8DT
Bretlandi
Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:
België/Belgique/Belgien | Luxembourg/Luxemburg |
GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v. | GlaxoSmithKline Pharmaceuticals s.a./n.v. |
Tél/Tel: + 32 (0)10 85 52 00 | Belgique/Belgien |
| Tél/Tel: + 32 (0)10 85 52 00 |
България | Magyarország |
ГлаксоСмитКлайн ЕООД | GlaxoSmithKline Kft. |
Teл.: + 359 2 953 10 34 | Tel.: + 36 1 225 5300 |
Česká republika | Malta |
GlaxoSmithKline s.r.o. | GlaxoSmithKline Malta |
Tel: + 420 222 001 111 | Tel: + 356 21 238131 |
cz.info@gsk.com |
|
Danmark | Nederland |
GlaxoSmithKline Pharma A/S | GlaxoSmithKline BV |
Tlf: + 45 36 35 91 00 | Tel: + 31 (0)30 6938100 |
info@glaxosmithkline.dk | nlinfo@gsk.com |
Deutschland | Norge |
GlaxoSmithKline GmbH & Co. KG | GlaxoSmithKline AS |
Tel.: + 49 (0)89 36044 8701 | Tlf: + 47 22 70 20 00 |
produkt.info@gsk.com | firmapost@gsk.no |
Eesti | Österreich |
GlaxoSmithKline Eesti OU | GlaxoSmithKline Pharma GmbH |
Tel: + 372 6676 900 | Tel: + 43 (0)1 97075 0 |
estonia@gsk.com | at.info@gsk.com |
Ελλάδα | Polska |
GlaxoSmithKline A.E.B.E. | GSK Services Sp. z.o.o. |
Τηλ: + 30 210 68 82 100 | Tel.: + 48 (0)22 576 9000 |
España | Portugal |
GlaxoSmithKline, S.A. | GlaxoSmithKline – Produtos |
Tel: + 34 902 202 700 | Farmacêuticos, Lda. |
|
Tel: + 351 21 412 95 00 | |
| FI.PT@gsk.com |
France | România |
Laboratoire GlaxoSmithKline | GlaxoSmithKline (GSK) S.R.L. |
Tél: + 33 (0)1 39 17 84 44 | Tel: + 4021 3028 208 |
diam@gsk.com |
|
Hrvatska |
|
GlaxoSmithKline d.o.o. |
|
Tel:++385 1 6051 999 |
|
| Slovenija |
Ireland | GlaxoSmithKline d.o.o. |
GlaxoSmithKline (Ireland) Limited | Tel: + 386 (0)1 280 25 00 |
Tel: + 353 (0)1 4955000 | medical.x.si@gsk.com |
Ísland | Slovenská republika |
Vistor hf. | GlaxoSmithKline Slovakia s. r. o. |
Sími: + 354 535 7000 | Tel: + 421 (0)2 48 26 11 11 |
| recepcia.sk@gsk.com |
Italia | Suomi/Finland |
GlaxoSmithKline S.p.A. | GlaxoSmithKline Oy |
Tel: + 39 (0)45 9218 111 | Puh/Tel: + 358 (0)10 30 30 30 |
| Finland.tuoteinfo@gsk.com |
Κύπρος | Sverige |
GlaxoSmithKline (Cyprus) Ltd | GlaxoSmithKline AB |
Τηλ: + 357 22 39 70 00 | Tel: + 46 (0)31 67 09 00 |
gskcyprus@gsk.com | info.produkt@gsk.com |
Latvija | United Kingdom |
GlaxoSmithKline Latvia SIA | GlaxoSmithKline UK |
Tel: + 371 67312687 | Tel: + 44 (0)800 221441 |
customercontactuk@gsk.com | |
Lietuva |
|
GlaxoSmithKline Lietuva UAB |
|
Tel: + 370 5 264 90 00 |
|
info.lt@gsk.com |
|
Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður <{MM/ÁÁÁÁ}>
Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar
Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

LEIÐBEININGAR UM NOTKUN
Eperzan 50 mg lyfjapenni einu sinni í viku | Glær |
| rörlykja |
Lesið allar leiðbeiningarnar þ.m.t. Spurningar og svör og fylgið skrefunum hér á eftir við að blanda lyfið og undirbúa pennann fyrir inndælingu.
Geymið þessar leiðbeiningar og notið þær í hvert skipti sem lyfið er undirbúið.
Penninn,
Ef skrefum A til C er ekki fylgt í réttri röð getur það aðalhluti valdið skemmdum á pennanum.
Eiginleikar pennans
➢Penninn inniheldur lyfjaduftið í einu hólfi og vatnið í öðru hólfi. Þessu þarf að blanda saman með því að snúa pennanum.
GLUGGI
Númer 3: Stórar loftbólur fjarlægðar, inndælingarhnappurinn skýst út og penninn er tilbúinn.
Númer 2: Lyfjaduftinu og vatninu er blandað saman. Bíðið í 15 mínútur, festið síðan nálina.
Númer 1: Penninn er tilbúinn til að byrja. Lyfjaduftið og vatnið eru í aðskildum hólfum í glæru rörlykjunni.
Inndælingarhnappur*
Inndælingarhnappur er innan í pennanum þar til penninn er tilbúinn til inndælingar.
VARÚÐ:
Penninn má ekki frjósa. Fargið honum ef hann er frosinn.
Ef hann er geymdur í kæli, skal hann fá að vera við stofuhita í 30 mínútur áður en byrjað er á skrefi A.
Ekki nota nálar aftur, ekki setja hlífar aftur á, eða taka nálar úr pennanum. Fargið pennanum strax eftir inndælingu.
Áður en byrjað er: Þvoið hendur, safnið hlutum saman og skoðið þá
➢Þvoið hendurnar.
➢Takið penna og nýja nál úr öskjunni og skoðið miðann á pennanum til að ganga úr skugga um að þetta sé skammturinn sem ávísað var af lyfinu.
➢Náið í hreint tómt glas til að geyma pennann í á meðan lyfið blandast, klukku til að mæla tímann á meðan lyfið er að blandast og ílát til að farga pennanum í (þessir hlutir fylgja lyfinu ekki).
Nál
Ytri nálarhlíf
Innri nálarhlíf
Nál
Flipi
EKKI festa nálina fyrr en sagt er til um það í skrefi B
Eperzan 50 mg einnota lyfjapenni
Nauðsynlegur biðtími fyrir þennan EPERZAN 50 mg lyfjapenna er 30 mínútur fyrir blöndun lyfjaduftsins og vatnsins í skrefi A. Þetta er öðru vísi en fyrir EPERZAN 30 mg lyfjapennnann sem þú hefur hugsanlega notað

Hreint tómt glas | Klukka |
SKREF A: Skoðið pennann og blandið lyfið
Skoðið pennann
➢Gangið úr skugga um að allt sem þarf að nota og talið er upp hér að ofan sé til staðar (penni, nál, glas, klukka, förgunarbúnaður).
➢Athugið fyrningardagsetningu pennans. Ekki nota fyrndan penna.
ATHUGIÐ FYRNINGARDAG
➢Gangið úr skugga um að [1] sé í talnaglugganum.
EKKI NOTA ef [1] sést ekki.
Snúið pennanum til að blanda lyfið
➢Haldið um aðalhluta pennans og snúið glæru rörlykjunni upp á við þannig að [1] sjáist í talnaglugganum.
➢Snúið glæru rörlykjunni með hinni hendinni í stefnu örvanna (réttsælis) þar til þú finnur/heyrir "smell" þegar penninn er kominn á réttan stað og [2] sést í talnaglugganum. Þetta blandar lyfjaduftinu og vökvanum saman í glæru rörlykjunni.

„KLIKK"
➢ Veltið pennanum hægt og varlega fram og til baka 5 sinnum til að blanda lyfið (eins og rúðuþurrkur).
EKKI HRISTA pennann til að forðast froðumyndun sem getur haft áhrif á skammtinn.
5 SINNUM
EKKI hrista pennann harkalega.
Bíðið eftir að lyfið leysist upp
➢Setjið pennann í hreina, tóma glasið til að glæra lykjan snúi áfram upp.
➢Stillið klukkuna á 30 mínútur.
BÍÐIÐ 30 MÍNÚTUR
Þú verður að bíða í 30 mínútur á meðan lyfið leysist upp áður en haldið er áfram með skref B
Eftir blöndun má ekki geyma pennann í meira en 8 klst. áður en haldið er áfram með Skref B. Þegar nálin hefur verið fest verður að nota pennann strax.

SKREF B: Festið nálina og undirbúið pennann fyrir inndælingu
Eftir 30 mínútna bið, skal þvo hendurnar og ljúka skrefunum sem eftir eru án tafar.
Skoðið uppleyst lyfið
➢ Veltið pennanum aftur varlega til hliðanna 5 sinnum til að blanda lyfið aftur (eins og rúðuþurrka). EKKI hrista pennann harkalega til að forðast froðumyndun sem getur haft áhrif á skammtinn.
5 SINNUM
VELTIÐ AFTUR
EKKI hrista pennann harkalega
➢ Lítið inn um gluggann til að ganga úr skugga um að vökvinn í rörlykjunni sé tær og laus við agnir.
LEITIÐ AÐ ÖGNUM
Ef enn sjást agnir í vökvanum,
EKKI nota pennann.
➢Vökvinn er gulur að lit og efst í honum eru stórar loftbólur.
Festið nálina
➢Flettið flipanum af ytri nálarhlífinni.
➢Haldið pennanum þannig að glæra rörlykjan snúi upp

➢ Þrýstið nálinni beint niður, þétt inn í glæru rörlykjuna þar til „smellur“ finnst/heyrist – Það þýðir að nálin er föst.
„KLIKK”
ÞRÝSTIÐ ÞÉTT NIÐUR
EKKI snúa nálinni eða festa hana á ská
Bankið vegna loftbólanna
➢ Bankið varlega í glæru rörlykjuna, með nálina upp á við,
BANKIÐ LYKJUNA
Hafið pennann nnn uppréttan
Litlar loftbólur eru í lagi og þurfa ekki að nást alla leið upp.
Snúið pennanum til að undirbúa nálina
➢ ÞEGAR nálin er orðin áföst, á meðan númer [2] er í glugganum, skaltu snúa glæru rörlykjunni rólega nokkrum sinnum í stefnu örvanna (réttsælis) þar til þú finnur/heyrir „smell“ í pennanum og [3] sést í talnaglugganum. Þetta fjarlægir stóru loftbólurnar úr glæru rörlykjunni. Inndælingarhnappurinn skýst líka út úr botni pennans.
„KLIKK”

SKREF C
Fjarlægið báðar nálarhlífarnar og dælið lyfinu inn
Nálarhlífar fjarlægðar
➢ Fjarlægið ytri nálarhlífina varlega, síðan innri nálarhlífina. Nokkrir dropar af vökva getið lekið út úr nálinni. Þetta er eðlilegt.
Skref 1: Ytri nálarhlíf | Skref 2: Innri nálarhlíf |
fjarlægð | fjarlægð |
Dælið lyfinu inn
➢ Setjið nálina inn í húðina á kvið, læri eða upphandlegg samkvæmt leiðbeiningum læknisins eða hjúkrunarfræðings.
Stungustaðir
➢Þrýstið hægt og jafnt á inndælingarhnappinn með þumlinum til að dæla lyfinu inn. Því hægar sem þrýst er, því minna finnur þú fyrir inndælingunni.
➢Haldið inndælingarhnappnum niðri þar til „smellur“ heyrist. Haldið þumlinum áfram á hnappnum og teljið rólega upp í 5 til að gefa allan skammtinn af lyfinu.

„KLIKK" |
| Teljið hægt |
|
| upp í 5 |
| ||
|
|
|
Dælið jafnt og rólega. Teljið rólega upp í 5 eftir að "smellur" heyrist til að gefa allan skammtinn
➢Þegar talið hefur verið upp í 5 skal draga nálina út úr húðinni.
Förgun pennans
➢Ekki endurnýta nálina eða fjarlægja hana af pennanum.
➢Ekki farga notuðum penna með heimilissorpi. Fargið honum samkvæmt leiðbeiningum frá lækninum eða lyfjafræðingi.
Spurningar og svör
Talnagluggi
Vel ég skammtinn af lyfinu með tölunum 1, 2 & 3?
➢ Nei, þú þarft ekki að velja skammtinn. Tölurnar eru til að auðvelda undirbúning og gjöf lyfsins.
Númer 1 – Penninn er tilbúinn til notkunar. Lyfjaduft og vatn eru í aðskildum hólfum í glæru rörlykjunni.
Númer 2 – Lyfjadufti og vatni er blandað saman og síðan velt varlega. Bíðið í 30 mínútur, festið síðan nálina.
Númer 3 – Stórar loftbólur eru fjarlægðar, inndælingarhnappurinn skýst út og penninn er tilbúinn til inndælingar.
Hvað á að gera ef ekki heyrist „smellur“ þegar 2 og 3 flytjast í talnagluggann?
➢ Ef ekki heyrist „smellur“ þegar númer 2 og númer 3 flytjast í gluggann er ekki víst að talan sé alveg fyrir miðjum glugganum. Snúið glæru rörlykjunni aðeins í stefnu örvarinnar til að
„smellur“ heyrist og talan sé fyrir miðjum glugganum.
Skref A - Skoðið pennann og blandið lyfið
Hvað ef ekki er beðið í 30 mínútur eftir að pennanum er snúið að númer 2?
➢ Ef ekki er beðið í allar 30 mínúturnar er ekki víst að lyfið hafi að fullu blandast vatninu. Þetta getur valdið því að agnir fljóti í glæru rörlykjunni, skammturinn verði óvirkur og/eða nálin stíflist.

Með því að bíða í allar 30 mínúturnar er tryggt að lyfjaduftið og vatnið hafi náð að blandast alveg, jafnvel þó svo geti virst sem blandan sé tilbúinn fyrr.
Hvað ef penninn er geymdur í meira en 30 mínútur eftir að honum er snúið á númer 2 í skrefi A?
➢Svo lengi sem nálin hefur ekki verið fest, má nota pennann í allt að 8 klst. frá því að byrjað var
áskrefi A. Ef liðnar eru meira en 8 klst. frá því lyfið var blandað í skrefi A skal farga pennanum og nota annan.
Skref B - Nálin fest og penninn undirbúinn fyrir inndælingu
Hvað ef penninn er skilinn eftir með nálina festa í skrefi B og komið aftur síðar til að ljúka skrefi C?
➢Þetta getur valdið því að nálin stíflist, halda skal áfram frá skrefi B að skrefi C án tafar.
Hvað ef nálin er ekki fest í skrefi B eins og sagt er fyrir um?
➢Ekki festa nálina á í skrefi A. Ef nálin er fest í skrefi A, getur hluti lyfsins tapast við blöndun. Ef nálin er fest á í skrefi A skal farga pennanum og nota annan.
➢Festið nálina á þegar númer 2 sést í talnaglugganum áður en rörlykjunni er snúið í næstu stöðu (númer 3). Þetta leyfir lofti inni í rörlykjuni að komast út um nálina.
o Ef nálin er fest á eftir að númer 3 sést í talnaglugganum getur verið að pennninn gefi ekki fullan skammt eða hann getur orðið fastur. Fargið pennanum og notið annan penna.
➢Þrýsta skal nálinni á þar til finnst/heyrist „smellur“ frekar en að snúa henni á. Ef nálinni er fyrir slysni snúið á frekar en þrýst á og númer 2 er enn í glugganum má samt sem áður nota pennann.
➢Ef ekki er hægt að snúa að númer 3 skaltu farga pennanum og nota annan penna.
Skref C - Báðar nálarhlífar fjarlægðar og lyfinu dælt inn
Enn svolítið af litlum loftbólum eftir. Má samt nota pennann?
➢ Já, það er eðlilegt að sjá litlar loftbólur sem eru eftir og réttur skammtur fæst af lyfinu. Litlu loftbólurnar eru ekki skaðlegar.
Eftir að lyfið er gefið er enn svolítill vökvi sýnilegur í glæru rörlykjunni.
- Daklinza
- Levetiracetam teva
- Hirobriz breezhaler
- Bondenza (ibandronic acid roche)
- Imprida
Skráð lyfseðilsskylt lyf:
➢Þetta er eðlilegt. Ef þú hefur heyrt/fundið „smell“ í inndælingarhnappnum og talið rólega upp
í5 áður en nálin var dregin út úr húðinni hefur réttur skammtur af lyfinu verið gefinn.
Gangið úr skugga um að verið sé | 50 mg |
að nota réttan skammt. | |
Þessar leiðbeiningar eru fyrir: |
Athugasemdir