Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Episalvan (betulae cortex dry extract (5-10 : 1);...) – Fylgiseðill - D03AX13

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEpisalvan
ATC-kóðiD03AX13
Efnibetulae cortex dry extract (5-10 : 1); extraction solvent: n-heptane 95% (w/w)
FramleiðandiBirken AG

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

Episalvan hlaup

Birkibarkarútdráttur

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.Upplýsingar um Episalvan og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Episalvan

3.Hvernig nota á Episalvan

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Episalvan

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Episalvan og við hverju það er notað

Episalvan hlaup er jurtalyf sem inniheldur þurran útdrátt úr birkiberki.

Það er notað handa fullorðnum til þess að meðhöndla sár á húð, t.d. vegna brunasára af gráðu 2a eða vegna húðágræðslu með skurðaðgerð. Engin reynsla er af notkun Episalvan til meðferðar við langvinnum sárum, t.d. fótasárum vegna sykursýki eða bláæðasárum á fótleggjum.

2. Áður en byrjað er að nota Episalvan

Ekki má nota Episalvan

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir birkiberki eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). Episalvan inniheldur ekki birkifrjókorn svo það má nota hjá fólki með ofnæmi fyrir birkifrjókornum.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en Episalvan er notað.

Ef þú ert með sýkingu í sárinu getur reynst þörf á frekari meðferð. Sýking í sári er alvarlegur fylgikvilli sem kann að koma fram þegar sárið er að gróa.

Hugsanleg merki um sýkingu í sári eru þau að gulur eða grænn vökvi (gröftur) fer að renna úr sárinu eða húðin kringum sárið verður rauð, heit, þrútin eða sífellt aumari.

Börn og unglingar

Ekki liggur fyrir fullnægjandi reynsla af notkun Episalvan hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára og því skal ekki nota það handa þessum sjúklingum.

Notkun annarra lyfja samhliða Episalvan

 

ema-combined-h3938is

Pg. 16

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Engar rannsóknir hafa verið framkvæmdar til þess að staðfesta hvort Episalvan valdi milliverkunum við önnur lyf. Þar sem mjög lítið magn Episalvan frásogast inn í líkamann er hins vegar ekki búist við að Episalvan valdi milliverkunum við önnur lyf.

Engar upplýsingar liggja fyrir um hugsanlegar milliverkanir milli Episalvan og annarra lyfja sem notuð eru á húð. Notið ekki önnur lyf á sárasvæðið á húðinni á sama tíma og Episalvan er notað.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Engar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum Episalvan á meðgöngu en vegna þess að lyfið frásogast inn í líkamann í afar litlum mæli er hættan sem stafar að ófæddu ungbarni óveruleg. Episalvan má nota á meðgöngu.

Ekki er þekkt hvort Episalvan berst í brjóstamjólk en vegna þessa að lyfið frásogast inn í líkamann í afar litlum mæli er hættan sem stafar að ungbarni óveruleg. Episalvan má nota við brjóstagjöf nema verið sé að meðhöndla bringu.

Áhrif Episalvan á frjósemi hafa ekki verið rannsökuð en vegna þess að lyfið frásogast inn í líkamann í afar litlum mæli er ekki búist við að það hafi áhrif á frjósemi.

Akstur og notkun véla

Hæfni þín til aksturs og stjórnunar véla verður ekki fyrir áhrifum af þessu lyfi.

3.Hvernig nota á Episalvan

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða hjúkrunarfræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingi.

Lyfjagjöf

Ef á þarf að halda skal hreinsa sár með viðeigandi sótthreinsandi lausn fyrir notkun Episalvan

Episalvan skal bera á yfirborð sárs í u.þ.b. 1 mm þykku lagi og hylja með sæfðum sáraumbúðum.

Bera skal hlaupið á aftur í hvert skipti sem skipt er um sáraumbúðir þar til sárið hefur gróið.

þegar búið er að opna einnota túpu skal nota hlaupið tafarlaust og farga túpunni, jafnvel þó eitthvað sé eftir í henni.

Lengd notkunar

Episalvan skal nota þar til sárið er gróið eða í allt að 4 vikur. Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur mun segja þér hversu lengi þú skulir nota hlaupið.

Engin reynsla liggur fyrir varðandi klíníska notkun Episalvan í meira en 4 vikur.

Ef notaður er stærri skammtur Episalvan en mælt er fyrir um

Episalvan er notað á húð og frásog þess inn í líkamann er í lágmarki. Þetta gerir það að verkum að ofskömmtun er mjög ólíkleg, jafnvel þó það sé notað á stór húðsvæði í lengri tíma.

Ef gleymist að nota Episalvan

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Nota skal Episalvan næst þegar á að skipta um sáraumbúðir og halda áfram eins og venjulega.

Ef hætt er að nota Episalvan

Episalvan skal nota samkvæmt ráðleggingum læknisins eða hjúkrunarfræðings. Ekki skal hætta að nota það nema ráðfæra sig við lækninn eða hjúkrunarfræðing. Ef sárið sýnir engin merki um bata með tímanum skal ræða við lækninn eða hjúkrunarfræðing.

 

ema-combined-h3938is

Pg. 17

Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Þær aukaverkanir sem oftast er tilkynnt um eru:

Algengar aukaverkanir (kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

-eymsli í húð

-kláði

-fylgikvillar í tengslum við sár sem er að gróa

Aðrar aukaverkanir eru meðal annars:

Sjaldgæfar aukaverkanir (kunna að koma fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

-sýking í sári

-ofnæmisviðbrögð (ofnæmi)

-erting í húð (húðbólga)

-kláðaútbrot

-fjólublá útbrot

-verkir

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Episalvan

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymið við lægri hita en 30°C.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og túpunni á eftir „Fyrnist“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Þetta lyf er aðeins einnota og þegar búið er að opna umbúðirnar skal nota lyfið tafarlaust. Fargið túpunni eftir fyrstu notkun.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

Episalvan inniheldur

Virka innihaldsefnið er þurr útdráttur (extract) úr birkiberki.

1 g af hlaupi inniheldur: 100 mg af birkibarkarútdrætti (sem þurran, hreinsaðan útdrátt) úr Betula pendula, Betula pubescens auk blendingja beggja tegunda (sem jafngildir 0,5-1,0 g af birkiberki), sem samsvarar 72-88 mg af betúlíni.

Útdráttarleysir: n-heptan.

Önnur innihaldsefni eru hreinsuð sólblómaolía.

 

ema-combined-h3938is

Pg. 18

Lýsing á útliti Episalvan og pakkningastærðir

Episalvan er litlaust eða örlítið gulleitt, ópallýsandi hlaup.

Episalvan hlaupi er pakkað í hvítar áltúpur sem hægt er að brjóta saman. Túpunum er lokað með álhimnu sem sýnir ef átt hefur verið við hana og hvítu pólýprópýlen skrúfloki. Túpan er einnota og henni er pakkað í pappaöskju.

Pakkningastærð:1 túpa með 23,4 g af hlaupi.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Birken AG Streiflingsweg 11

75223 Niefern-Öschelbronn Þýskaland

sími +49 (0) 7233 9749 - 0 bréfasími +49 (0) 7233 9749 – 210 netfang: info@birken.eu

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

 

ema-combined-h3938is

Pg. 19

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf