Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Erelzi (etanercept) – Fylgiseðill - L04AB01

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsErelzi
ATC-kóðiL04AB01
Efnietanercept
FramleiðandiSandoz GmbH

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Erelzi 25 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu

Erelzi 50 mg stungulyf, lausn í áfylltri sprautu etanercept

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn (báðar hliðar) vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Læknirinn mun einnig láta þig fá öryggiskort fyrir sjúklinga, sem inniheldur mikilvægar öryggisreglur, sem þú þarft að þekkja áður en og á meðan á Erelzi meðferð stendur.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota fyrir þig eða barn í þinni umsjá. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða og hjá þér eða barninu sem þú hefur umsjón með.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Erelzi og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Erelzi

3.Hvernig nota á Erelzi

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Erelzi

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

7.Leiðbeiningar fyrir notkun Erelzi áfylltrar sprautu (sjá bakhlið)

1.Upplýsingar um Erelzi og við hverju það er notað

Erelzi inniheldur virka innihaldsefnið etanercept.

Erelzi er lyf sem búið er til úr tveimur próteinum úr mönnum. Það hamlar virkni annars próteins í líkamanum sem veldur bólgu. Erelzi verkar á þann hátt, að minnka bólgur sem tengjast ákveðnum sjúkdómum.

Hægt er að nota Erelzi hjá fullorðnum (18 ára og eldri) við meðferð á:

meðal svæsinni til svæsinni iktsýki;

sóragigt;

svæsnum áslægum hryggbólgusjúkdómi, þ.m.t. hryggikt;

meðal svæsnum til svæsnum psoriasis.

Erelzi er yfirleitt notað í öllum tilfellum þegar aðrar mikið notaðar meðferðir hafa verið án fullnægjandi árangurs eða henta ekki.

Erelzi er venjulega notað í samsettri meðferð með metótrexati við iktsýki, þó svo einnig sé hægt að nota það eitt sér ef metótrexat meðferð hentar ekki. Hvort sem það er notað eitt sér eða ásamt metótrexati, getur Erelzi dregið úr liðskemmdum af völdum sjúkdómsins og aukið hæfni til daglegrar virkni.

Hjá sjúklingum með sóragigt í mörgum liðum, getur Erelzi aukið hæfni til daglegrar virkni.

Hjá sjúklingum með marga samhverfa sársaukafulla eða bólgna liði (t.d. hendur, úlnliðir og fætur), getur Erelzi hægt á skemmdum á liðum vegna sjúkdómsins.

Erelzi er einnig ávísað til meðferðar á eftirfarandi sjúkdómum hjá börnum og unglingum:

Eftirtaldar gerðir sjálfvakinnar barnaliðagigtar þegar meðferð með metótrexati hefur ekki borið nægilegan árangur eða hentar sjúklingnum ekki:

Fjölliðagigt (hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð fyrir gigtarþætti) og margliðagigt hjá sjúklingum frá 2 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira.

Sóragigt hjá sjúklingum frá 12 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira.

Festumeinstengd liðagigt hjá sjúklingum frá 12 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira þegar meðferð með öðrum algengum aðferðum hefur ekki borið nægilegan árangur eða hentar sjúklingnum ekki.

Svæsinn psoriasis hjá sjúklingum frá 6 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira sem ekki hafa fengið næga svörun með (eða geta ekki notað) ljósameðferð eða öðrum meðferðum er taka til alls líkamans.

2. Áður en byrjað er að nota Erelzi

Ekki má nota Erelzi

ef þú eða barnið sem þú hefur umsjón með, eruð með ofnæmi fyrir etanercept eða einhverju öðru innihaldsefni Erelzi (talin upp í kafla 6). Ef þú eða barnið, fáið ofnæmisviðbrögð eins og til dæmis þyngsli fyrir brjósti, erfiðleika við öndun, svima eða útbrot, þá skaltu ekki sprauta meiru af Erelzi og hafa samband við lækni strax.

ef þú eða barnið, hafið fengið eða átt á hættu að fá alvarlega blóðsýkingu sem kölluð er blóðeitrun. Ef þú ert ekki viss, hafðu samband við lækni.

ef þú eða barnið, hafið einhvers konar sýkingu. Ef þú ert ekki viss, hafðu samband við lækni.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Erelzi er notað.

Ofnæmisviðbrögð: Ef þú eða barnið fáið ofnæmisviðbrögð eins og þyngsli fyrir brjósti, öndunarerfiðleika, sundl eða útbrot, sprautaðu þig ekki með meira af Erelzi og hafðu strax samband við lækninn.

Sýking/skurðaðgerð: Ef þú eða barnið fáið sýkingu eða eruð að fara í stóra skurðaðgerð, gæti læknirinn viljað fylgjast með Erelzi meðferðinni.

Sýking/sykursýki: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið, hafið átt það til að fá endurteknar sýkingar eða eruð með sykursýki eða annað ástand sem eykur líkur á sýkingu.

Sýking/eftirlit: Segðu lækninum frá því ef þú hefur nýlega ferðast út fyrir Evrópu. Ef þú eða barnið þitt sýnið merki um sýkingu eins og til dæmis hita, kuldahroll eða hósta skaltu strax hafa samband við lækninn. Læknirinn getur ákveðið að fylgjast með hvort þú eða barnið fáið sýkingu eftir að þú eða barnið eruð hætt að nota Erelzi.

Berklar: Þar sem greint hefur verið frá berklatilfellum hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Erelzi, verður læknirinn að athuga hvort þú hefur einkenni um berkla, áður en þú byrjar á meðferð með Erelzi. Það getur falið í sér nákvæma sjúkrasögu, röntgenmynd af brjóstholi og berklapróf. Niðurstöðu þessara prófana á að skrá á öryggiskortið. Það er mjög mikilvægt að þú segir lækninum frá því ef þú eða barnið hafið fengið berkla, eða ef þú hefur verið í náinni snertingu við einhvern sem hefur fengið berkla. Ef einkenni um berklasýkingu (eins og stöðugur hósti, þyngdartap, deyfð, vægur sótthiti) eða einhverjar aðrar sýkingar koma fyrir á meðan eða eftir meðferð, skaltu segja lækninum frá því tafarlaust.

Lifrarbólga B: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með lifrarbólgu B eða hafið einhvern tímann fengið hana. Læknirinn ætti að framkvæma próf fyrir sýkingu lifrarbólgu B áður en þú eða barnið hefjið meðferð með Erelzi. Meðferð með Erelzi getur leitt til endurvakningar á lifrarbólgu B hjá sjúklingum sem hafa áður sýkst af lifrarbólguveiru B. Ef það gerist skal hætta notkun Erelzi.

Lifrarbólga C: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með lifrarbólgu C. Læknirinn getur ákveðið að fylgjast með Erelzi meðferðinni ef til þess kemur að sýkingin versni.

Truflanir á blóðmynd: Leitaðu tafarlaust til læknis ef þú eða barnið hafið einhver merki eða einkenni svo sem þrálátan hita, særindi í hálsi, marbletti, blæðingar eða fölva. Slík einkenni geta bent til blóðsjúkdóms, sem getur verið lífshættulegur og það gæti þurft að stöðva Erelzi meðferðina.

Taugakerfis- og augnkvillar: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með MS sjúkdóm (multiple sclerosis) eða sjóntaugaþrota (bólgur í augntaugum) eða þverrofsmænubólgu (sérstök tegund bólgu í mænu). Læknirinn mun ákvarða hvort Erelzi sé ákjósanleg meðferð.

Hjartabilun: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með sjúkdómssögu um hjartabilun, þar sem gæta þarf varúðar við notkun á Erelzi við þessar aðstæður.

Krabbamein: Segðu lækninum frá því ef þú ert með eða hefur verið með eitilæxli (ein gerð blóðkrabbameins) eða annars konar krabbamein áður en þú færð Erelzi.

Sjúklingar með svæsna iktsýki sem hafa verið með sjúkdóminn lengi geta verið í meiri hættu en almennt er á að fá eitilæxli.

Börn og fullorðnir sem taka Erelzi geta verið í aukinni hættu á að fá eitilæxli eða annars konar krabbamein.

Sum börn og ungmenni sem hafa fengið Erelzi eða önnur lyf sem verka á sama hátt og Erelzi hafa fengið krabbamein, þar með taldar óvenjulegar gerðir þeirra, og hafa þau stundum leitt til dauða.

Sumir sjúklingar sem fá Erelzi hafa fengið húðkrabbamein. Segðu lækninum frá því ef einhverjar húðbreytingar eða vöxtur í húð koma fram hjá þér eða barninu.

Hlaupabóla: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð útsett fyrir hlaupabólu meðan á Erelzi meðferð stendur. Læknirinn mun ákveða hvort beita skuli viðeigandi forvarnarmeðferð við hlaupabólu.

Misnotkun áfengis: Ekki skal nota Erelzi við meðferð lifrarbólgu sem tengist misnotkun áfengis. Vinsamlegast segðu lækninum frá því ef þú eða barnið í umsjá þinni hafið sögu um misnotkun áfengis.

Wegener hnúðabólgur: Erelzi er ekki ætlað til notkunar á Wegener hnúðabólgum, sjaldgæfum bólgusjúkdómi. Ef þú eða barnið sem er í þinni umsjá eruð með Wegener hnúðabólgur, hafðu samband við lækninn.

Sykursýkilyf: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með sykursýki eða takið lyf til að meðhöndla sykursýki. Læknirinn gæti ákveðið að þú eða barnið þurfið minni skammta af sykursýkilyfjum á meðan Erelzi er notað.

Bólusetningar: Sum bóluefni, eins og t.d. bóluefni til inntöku gegn mænusótt á ekki að gefa á meðan á Erelzi meðferð stendur. Ráðfærðu þig við lækni áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Börn og unglingar

Erelzi er ekki ætlað til notkunar hjá börnum og unglingum sem vega minna en 62,5 kg.

Bólusetning: Ef mögulegt er, ætti öllum bólusetningum að vera lokið á réttum tíma áður en barnið notar Erelzi. Sum bóluefni, eins og t.d. bóluefni til inntöku gegn mænusótt á ekki að gefa á meðan á Erelzi meðferð stendur. Ráðfærðu þig við lækni áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Bólgusjúkdómur í þörmum: Greint hefur verið frá bólgusjúkdómi í þörmum hjá sjúklingum með sjálfvakta barnaliðagigt sem fengu meðferð með Erelzi. Segðu lækninum frá því ef barnið fær krampa eða verki í kviðarhol, niðurgang, léttist eða er með blóð í hægðum.

Yfirleitt ætti ekki að nota Erelzi hjá börnum með fjölliðagigt eða margliðagigt yngri en 2 ára eða sem vega minna en 62,5 kg, hjá börnum með festumeinstengda liðagigt eða sóragigt yngri en 12 ára eða sem vega minna en 62,5 kg eða hjá börnum með psoriasis yngri en 6 ára eða sem vega minna en 62,5 kg.

Notkun annarra lyfja samhliða Erelzi

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð (þar með talið anakinra, abatacept eða súlfasalazín), einnig þau sem læknirinn hefur

ekki ávísað.

Þú eða barnið eigið ekki að nota Erelzi ásamt lyfjum sem innihalda virka efnið anakinra eða abatacept.

Meðganga og brjóstagjöf

Ráðleggja skal konum á barneignaraldri að nota viðeigandi getnaðarvarnir til að koma í veg fyrir þungun meðan á Erelzi meðferð stendur og í þrjár vikur eftir að meðferð er hætt.

Ekki er ráðlagt að nota Erelzi meðan á meðgöngu stendur. Hafið samband við lækni við þungun, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð.

Ef þú hefur fengið Erelzi meðan á meðgöngu stendur er hugsanlegt að ungbarnið sé í meiri sýkingarhættu. Auk þess, benti ein rannsókn til þess að fæðingargallar væru meiri þegar móðir hafði fengið etanercept á meðgöngu miðað við mæður sem ekki höfðu fengið etanercept eða svipuð lyf (TNF-hemla) en ekkert mynstur var í tegundum fæðingargalla sem tilkynnt var um. Mikilvægt er að tilkynna læknum ungbarnsins og öðru heilbrigðisstarfsfólki um notkun Erelzi á meðgöngu, áður en ungbarnið fær einhver bóluefni (sjá frekari upplýsingar í kafla 2, „Bólusetning“).

Konur eiga ekki að hafa barn á brjósti þar sem Erelzi skilst út í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort notkun á Erelzi hafi áhrif á hæfni til aksturs né til stjórnunar á tækjum og vélum.

Erelzi inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í 25 mg eða 50 mg, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

3.Hvernig nota á Erelzi

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Leitaðu til læknis eða lyfjafræðings ef þér finnst áhrifin af Erelzi of mikil eða lítil.

Erelzi er fáanlegt í 25 mg styrkleika og í 50 mg styrkleika.

Notkun hjá fullorðnum (18 ára og eldri)

Iktsýki, sóragigt og áslægur hryggbólgusjúkdómur, þ.m.t. hryggikt

Venjulegur skammtur er 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku sem innspýting undir húð. Læknir gæti þó ákveðið aðra tíðni á skömmtun á Erelzi.

Skellupsoriasis

Venjulegur skammtur er 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku.

Einnig getur verið að þér séu gefin 50 mg tvisvar í viku í allt að 12 vikur og síðan 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku.

Læknirinn mun ákveða hversu lengi þú átt að nota Erelzi og hvort þörf er á endurmeðhöndlun byggt á

svörun þinni. Ef Erelzi hefur ekki haft neina virkni hjá þér eftir 12 vikna meðferð, getur verið að læknirinn segi þér að hætta að nota þetta lyf.

Notkun handa börnum og unglingum

Skammtur og tíðni skammta fyrir barnið eða unglinginn er háð líkamsþyngd og sjúkdómnum. Læknirinn mun ákveða réttan skammt fyrir barnið og ávísa viðeigandi styrk af etanercept. Börnum sem vega 62,5 kg eða meira má gefa 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku með því að nota áfyllta sprautu eða áfylltan lyfjapenna með föstum skammti.

Önnur etanercept lyf með viðeigandi skammtaformum fyrir börn eru fáanleg.

Venjulegur skammtur fyrir sjúklinga með fjölliðagigt eða margliðagigt frá 2 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira eða festumeinstengda liðagigt eða sóragigt frá 12 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira er 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku.

Venjulegur skammtur fyrir sjúklinga með psoriasis frá 6 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira er 50 mg og ætti að gefa einu sinni í viku. Hafi Erelzi engin áhrif á ástand barnsins eftir 12 vikur gæti læknirinn ráðlagt þér að hætta notkun lyfsins.

Læknirinn mun gefa þér ítarlegar leiðbeiningar um undirbúning og mælingu á hæfilegum skammti.

Aðferð við lyfjagjöf

Erelzi er gefið með því að sprauta því undir húð (til notkunar undir húð).

Ítarlegar upplýsingar um hvernig á að undirbúa og sprauta Erelzi eru gefnar í kafla 7, „Leiðbeiningar fyrir notkun Erelzi áfylltrar sprautu“.

Ekki skal blanda Erelzi lausninni við önnur lyf.

Til að hjálpa þér að muna getur verið hjálplegt að skrifa í dagbók hvaða vikudaga á að nota Erelzi.

Ef notaður er stærri skammtur Erelzi en mælt er fyrir um

Ef þú notaðir meira af Erelzi en þú ættir (annað hvort með því að sprauta of miklu í eitt skipti eða nota það of oft) ættir þú að tala strax við lækni eða lyfjafræðing. Taktu alltaf með þér ytri umbúðir lyfsins, jafnvel þótt þær séu tómar.

Ef gleymist að nota Erelzi

Ef þú gleymir skammti, skaltu sprauta honum um leið og þú manst eftir því nema næsti skammtur sé áætlaður daginn eftir, en þá skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Haltu síðan áfram að nota lyfið á venjulegum dögum. Ef þú manst ekki eftir skammtinum fyrr en komið er að næsta skammti, ekki tvöfalda skammt (tveir skammtar sama daginn) til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að gefa.

Ef hætt er að nota Erelzi

Einkenni geta komið aftur ef meðferð er hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ofnæmi

Ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir, ekki nota meira Erelzi. Segðu lækninum strax frá því, eða farðu á næstu bráðamóttöku.

Erfiðleikar við að kyngja eða anda

Þroti í andliti, hálsi, höndum eða fótum

Ef þér finnst þú taugaóstyrkur eða kvíðinn, sláttartilfinning, skyndilegur roði í húð og/eða hitatilfinning

Alvarleg útbrot, kláði eða ofsakláði (upphækkaðir blettir þar sem húðin er rauð eða föl og oft kláði)

Alvarleg ofnæmisviðbrögð eru mjög sjaldgæf. Samt sem áður geta ofannefnd einkenni bent til ofnæmisviðbragða við Erelzi, svo þú skalt leita strax læknishjálpar.

Alvarlegar aukaverkanir

Ef þú tekur eftir einhverju eftirfarandi, getur þú eða barnið þurft á bráðri læknishjálp að halda.

Merki um alvarlega sýkingu (þar með talin lungnabólga, djúpar húðsýkingar, liðsýkingar og blóðsýkingar), eins og háan hita, sem fylgt getur hósti, mæði, hrollur, máttleysi, eða heitt, rautt, viðkvæmt, sárt svæði á húð eða liðum;

Merki um truflun á blóðmynd eins og blæðingar, marblettir eða fölvi;

Merki um taugatruflanir, eins og doði, náladofi, breytingar á sjón, augnverkur, eða máttleysi í hendi eða fæti;

Merki um hjartabilun eða versnun hjartabilunar, eins og þreyta eða mæði við áreynslu, bólgnir ökklar, tilfinning um fyllingu í hálsi eða kvið, mæði eða hósti að nóttu, blámi á nöglum eða vörum;

Merki um krabbamein: krabbamein getur haft áhrif á alla líkamshluta, þ.m.t. húð og blóð, og hugsanleg merki um það munu fara eftir gerð þess og staðsetningu. Meðal þessara merkja eru þyngdartap, hiti, bólga (með eða án verkja), viðvarandi hósti og hnútar eða útvöxtur í húð;

Merki um sjálfsofnæmisviðbrögð (þar sem sjálfsmótefni myndast og geta skaðað eðlilega líkamsvefi) svo sem verkur, kláði, máttleysi og truflanir á öndun, hugsun, skynjun og sjón;

Merki um rauða úlfa (lupus) eða heilkenni sem líkist rauðum úlfum, svo sem þyngdarbreytingar, viðvarandi útbrot, hiti, lið- eða vöðvaverkir eða þreyta;

Merki um bólgu í æðum svo sem verkur, hiti, roði eða hiti í húð, eða kláði.

Þetta eru mjög sjaldgæfar eða sjaldgæfar aukaverkanir, en eru alvarlegt ástand (sumar geta í einstökum tilvikum valdið dauða). Ef eitthvað af ofangreindu kemur fram, segðu lækninum strax frá því, eða farðu á næstu bráðavakt.

Meðal þekktra aukaverkana Erelzi eru eftirtaldar, þær algengustu eru taldar fyrst:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Sýkingar (þar með talið kvef, skútabólga, berkjubólga, þvagfærasýkingar og sýkingar í húð); sýkingar á stungustað (þar með talið blæðing, marblettir, roði, kláði, verkur og bólga). Viðbrögð á stungustað (koma sjaldnar fyrir eftir fyrsta mánuð meðferðar). Sumir sjúklingar hafa fengið viðbrögð á stungustað sem hefur áður verið notaður.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum): Ofnæmisviðbrögð, hiti, kláði, mótefni sem beinast gegn eðlilegum vef (mótefnamyndun).

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Fækkun blóðflagna; krabbamein í húð (sem ekki er sortuæxli); staðbundin húðbólga (ofsabjúgur); ofsakláði (hækkaðir rauðir eða fölir blettir á húð sem oft valda kláða); augnbólga, psoriasis (nýtt eða versnandi); útbrot; bólga eða bandvefsmyndun í lungum; bólga í æðum sem hefur áhrif á mörg líffæri.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (þar með taldar alvarlegar staðbundnar bólgur í húð og önghljóð); eitilæxli (ein gerð blóðkrabbameins); sortuæxli (ein gerð húðkrabbameins), sambland af fækkun á blóðflögum, rauðum og hvítum blóðkornum (blóðfrumnafæð); truflanir í taugakerfi (með alvarlegum vöðvaslappleika og einkennum sem líkjast MS-sjúkdómi eða bólgu í augntaugum (sjóntaugarþroti) eða þverrofsmænubólgu (sérstök gerð bólgu í mænu)); berklar; hjartabilun: krampar; rauðir úlfar eða heilkenni rauðra úlfa (einkenni geta meðal annars verið viðvarandi útbrot, hiti, liðverkir og þreyta); fækkun rauðra blóðkorna, fækkun hvítra blóðkorna, fækkun hlutleysiskyrninga (ein tegund hvítra blóðkorna); hækkuð lifrarensím; útbrot á húð sem geta leitt til alvarlegrar blöðrumyndunar og flögnun húðarinnar; bólga í lifur fyrir tilstilli eigin ónæmiskerfis (sjálfsónæmislifrarbólga), ónæmiskvilli sem getur haft áhrif á lungu, húð og eitla (sarklíki); tækifærissýkingar (sýkingar sem eiga sér stað vegna veiklaðs ónæmiskerfis).

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum): Beinmergur getur ekki myndað nauðsynlegar blóðfrumur; taugaskemmdir, þ.m.t. Guillain-Barré heilkenni (alvarlegt ástand sem getur haft áhrif á öndun og skemmt líffæri); eitrunardrep í húðþekju (lífshættulegur húðsjúkdómur).

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Hvítblæði (krabbamein sem hefur áhrif á blóð og beinmerg); bjálkakrabbamein (ein gerð húðkrabbameins); ofvirkjun hvítra blóðfrumna sem tengd er bólgu (stórátfrumuvirkjunarheilkenni), endurvakning lifrarbólgu B (sýking í lifur). Versnun á einkennum sjúkdóms sem kallast húð- og vöðvabólga (vöðvabólga og þróttleysi ásamt húðútbrotum); Listeria (bakteríusýking).

Aukaverkanir hjá börnum og unglingum

Gerð og tíðni aukaverkana hjá börnum og unglingum eru svipaðar því sem lýst er hér að ofan.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Erelzi

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og límmiða áfylltu sprautunnar á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2 °C – 8 °C). Má ekki frjósa.

Geymið áfylltu sprauturnar í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Eftir að sprautan hefur verið tekin úr kælinum, bíðið í um það bil 15-30 mínútur til að leyfa Erelzi lausninni í sprautunni að ná stofuhita (15-30 mínútur). Hitið ekki upp á neinn annan hátt. Eftir það er mælt með að nota lyfið strax.

Áður en Erelzi lausnin er útbúin er hægt að geyma Erelzi utan kæliskáps við hitastig að hámarki allt að 25 °C í samfelldan tíma allt að fjórum vikum; eftir það ætti ekki að geyma lyfið í kæli á ný. Farga á Erelzi ef það er ekki notað innan fjögurra vikna eftir að það er tekið úr kæli. Mælt er með því að skrá dagsetninguna sem Erelzi er tekið úr kæli og dagsetninguna sem ætti að farga Erelzi (ekki seinna en

4 vikum eftir að lyfið er tekið úr kæli).

Skoðið lausnina í sprautunni. Hún á að vera tær eða örlítið mjólkurlituð, litlaus eða örlítið gulleit og hún kann að innihalda litlar hvítar eða hálfgagnsæjar próteinagnir. Þannig er eðlilegt útlit Erelzi. Ekki má nota lausnina ef hún er upplituð eða skýjuð eða ef aðrar agnir en þær sem hér er lýst eru til staðar. Leitaðu til lyfjafræðings ef þú hefur áhyggjur af útliti lausnarinnar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Erelzi inniheldur

Virka innihaldsefnið er etanercept.

Hver áfyllt sprauta inniheldur 25 mg af etanercept eða 50 mg af etanercept.

Önnur innihaldsefni eru: vatnsfrí sítrónusýra, natríum sítrat tvíhýdrat, natríum klóríð, súkrósi, L-lýsín hýdróklóríð, natríum hýdroxíð, saltsýra og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Erelzi og pakkningastærðir

Erelzi er afhent sem áfyllt sprauta með tærri eða örlítið mjólkurlitaðri, litlausri eða örlítið gulleitri lausn (stungulyf). Hver pakkning inniheldur 1, 2 eða 4 áfylltar sprautur með nálarvörn, fjölpakkningar innihalda 12 (3 pakkningar með 4) áfylltar sprautur með nálarvörn. Ekki er víst að allar pakkningar séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Sandoz GmbH

Biochemiestr. 10

A-6250 Kundl

Austurríki

Framleiðandi

Sandoz GmbH Schaftenau

Biochemiestr. 10

A-6336 Langkampfen

Austurríki

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar www.serlyfjaskra.is.

7.Leiðbeiningar fyrir notkun Erelzi áfylltrar sprautu

Lestu ALLAR þessar leiðbeiningar áður en þú gefur inndælingu. Sömu upplýsingar er einnig að finna á www.erelzi.eu og með kóðanum hér á eftir.

www.erelzi.eu

Mikilvægt er að þú reynir ekki að gefa þér lyfið sjálf/sjálfur fyrr en þú hefur fengið þjálfun hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi. Askjan inniheldur Erelzi áfyllta sprautu (áfylltar sprautur) sem hvor fyrir sig er innsigluð í plastþynnu.

NOTIÐ EKKI

Í þessari útgáfu er nálaröryggisbúnaðurinn VIRKJAÐUR,

 

NOTIÐ EKKI áfylltu sprautuna

 

Í þessari útgáfu er nálaröryggisbúnaðurinn EKKI

TILBÚIN TIL NOTKUNAR

VIRKJAÐUR og áfyllta sprautan er tilbúin til notkunar

Erelzi áfyllta sprautan með nálaröryggisbúnaði og viðbættri fingrabrún

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nálaröryggisbúnaður

 

 

 

 

Stimpill

 

 

 

 

Fingrabrún

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stimpil-

 

 

 

Skjár, merkimiði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nálaröryggis-

 

 

 

 

 

Nálarhetta

 

og fyrningardag-

 

 

 

endi

 

 

vængir

 

 

 

 

 

setning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir að lyfið hefur verið gefið virkjast nálaröryggisbúnaðurinn þannig að hún hylur nálina. Þetta er ætlað til að hjálpa til við að verja heilbrigðisstarfsmenn, sjúklinga sem gefa sér sjálfir lyf sem ávísað hefur verið af lækni og einstaklinga sem aðstoða sjúklinga sem gefa sér lyfið sjálfir, fyrir áverkum af völdum nálarstunga fyrir slysni.

Hvað þú þarft til viðbótar fyrir inndælinguna:

Sprittþurrka.

Bómullarhnoðri eða grisja.

Ílát fyrir beitta hluti.

beittir hlutir

þurrka

Mikilvægar öryggisupplýsingar

Varúð: Geymið sprautuna þar sem börn hvorki ná til né sjá.

1.Ekki opna ytri öskjuna fyrr en þú ert tilbúin/tilbúinn að nota lyfið.

2.Ekki nota lyfið ef innsiglið á þynnunni hefur verið rofið því verið getur að það sé ekki öruggt að nota hana.

3.Ekki hrista sprautuna

4.Aldrei skilja sprautuna eftir á glámbekk þar sem aðrir gætu átt við hana.

5.Áfyllta sprautan er með nálaröryggisbúnað sem virkjast til þess að hylja nálina eftir að inndælingu er lokið. Nálaröryggisbúnaðurinn hjálpar til við að koma í veg fyrir áverka af völdum nálarstungu hjá þeim sem meðhöndlar áfylltu sprautuna.

Gættu þess að snerta ekki vængina á nálaröryggisbúnaðinum fyrir notkun. Með því að snerta þá getur verið að nálaröryggisbúnaðurinn virkist of snemma.

6.Ekki fjarlægja nálarhettuna fyrr en rétt áður en þú gefur inndælinguna.

7.Ekki er hægt að nota sprautuna aftur. Farga skal notuðum sprautum strax eftir notkun í ílát fyrir beitta hluti.

Geymsla Erelzi áfylltrar sprautu

1.Geymið lyfið innsiglað í öskjunni til að verja það gegn ljósi. Geymið í kæli við 2 °C til 8 °C. MÁ EKKI FRJÓSA.

2.Mundu að taka þynnuna úr kælinum til að hún nái stofuhita áður en hún er undirbúin fyrir inndælinguna (15-30 mínútur).

3.Ekki skal nota sprautuna eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri öskjunni eða merkimiðanum á sprautunni á eftir „EXP“. Ef lyfið er útrunnið skal skila allri pakkningunni í apótekið.

Stungustaðurinn

Stungustaðurinn er sá staður á líkamanum þar sem þú ætlar að nota

áfylltu sprautuna.

Ráðlagður staður er framan á lærum. Þú getur einnig notað neðri hluta kviðar, en ekki svæðið sem er 5 sentimetra í kring um naflann.

Veldu mismunandi stað í hvert skipti sem þú gefur þér inndælingu.

Ekki gefa lyfið í svæði þar sem húðin er aum, marin, rauð, flögnuð eða hörð. Forðist svæði með örum eða slitförum.

Ef þú ert með psoriasis skaltu EKKI sprauta beint í upphækkuð, þykk, rauð eða flagnandi húðsvæði eða meinsemdir („psoriasis meinsemdir

á húð“).

Ef umönnunaraðili gefur þér inndælinguna má einnig nota svæðið utanvert á upphandleggjum.

Undirbúningur fyrir notkun Erelzi áfylltu sprautunnar

1.Taktu þynnuna út úr kælinum og láttu hana standa óopnaða í um það bil 15-30 mínútur til að hún nái stofuhita.

2.Þegar þú ert tilbúin að nota sprautuna skaltu opna þynnuna og þvo þér vandlega um hendurnar með sápu og vatni.

3.Hreinsaðu stungustaðinn með sprittþurrku.

4.Taktu sprautuna úr þynnunni.

5.Skoðaðu sprautuna. Vökvinn á að vera tær eða örlítið mjólkurlitaður, litlaus til örlítið gulleitur og getur innihaldið litlar hvítar eða hálfgagnsæjar próteinagnir. Þannig er eðlilegt útlit Erelzi. Ekki nota lyfið ef vökvinn er skýjaður eða er upplitaður eða inniheldur stóra klumpa, flögur eða litaðar agnir. Ekki nota lyfið ef sprautan er brotin eða ef nálaröryggisbúnaðurinn er virkjaður. Í öllum þessum tilvikum skal skila allri pakkningunni í apótekið.

Hvernig nota á áfyllta Erelzi sprautu

Fjarlægðu nálarhettuna varlega af sprautunni. Fargaðu nálarhettunni. Það getur verið dropi af vökva á endanum á nálinni. Það er eðlilegt.

Klíptu varlega saman húðina á stungustaðnum og stingdu nálinni inn eins og sýnt er. Þrýstu nálinni alla leið inn til að tryggja að hægt sé að gefa lyfið að fullu.

Haltu fingrabrún sprautunnar eins og sýnt er. Þrýstu stimplinum hægt niður eins langt og hann kemst þannig að stimpilendinn sé allur á milli vængjanna á nálaröryggisbúnaðinum.

Haltu stimplinum alveg niðri á meðan þú heldur sprautunni á staðnum í 5 sekúndur.

Haltu stimplinum alveg niðri meðan þú dregur nálina varlega beint út úr stungustaðnum.

Losaðu hægt um stimpilinn þannig að nálaröryggisbúnaðinum hylji nálina sjálfkrafa.

Það getur verið smá blóð á stungustaðnum. Þú getur þrýst bómullarhnoðra eða grisju yfir stungustaðinn og haldið í 10 sekúndur. Ekki nudda stungustaðinn. Þú getur sett lítinn plástur yfir stungustaðinn ef þörf krefur.

Leiðbeiningar varðandi förgun

Farga skal notuðu sprautunni í ílát fyrir beitta hluti (lokanlegt, stunguþolið ílát). Vegna öryggis og heilsu þinnar og annarra má aldrei nota aftur nálar og notaðar sprautur.

beittir hlutir

Ef spurningar vakna skaltu tala við lækni, hjúkrunarfræðing eða lyfjafræðing sem þekkir til Erelzi.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Erelzi 50 mg stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna etanercept

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Læknirinn mun einnig láta þig fá öryggiskort fyrir sjúklinga, sem inniheldur mikilvægar öryggisreglur, sem þú þarft að þekkja áður en og á meðan á Erelzi meðferð stendur.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota fyrir þig eða barn í þinni umsjá. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða og hjá þér eða barninu sem þú hefur umsjón með.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Erelzi og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Erelzi

3.Hvernig nota á Erelzi

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Erelzi

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

7.Leiðbeiningar fyrir notkun Erelzi SensoReady áfyllts lyfjapenna

1. Upplýsingar um Erelzi og við hverju það er notað

Erelzi inniheldur virka innihaldsefnið etanercept.

Erelzi er lyf sem búið er til úr tveimur próteinum úr mönnum. Það hamlar virkni annars próteins í líkamanum sem veldur bólgu. Erelzi verkar á þann hátt, að minnka bólgur sem tengjast ákveðnum sjúkdómum.

Hægt er að nota Erelzi hjá fullorðnum (18 ára og eldri) við meðferð á:

meðal svæsinni til svæsinni iktsýki;

sóragigt;

svæsnum áslægum hryggbólgusjúkdómi, þ.m.t. hryggikt;

meðal svæsnum til svæsnum psoriasis.

Erelzi er yfirleitt notað í öllum tilfellum þegar aðrar mikið notaðar meðferðir hafa verið án fullnægjandi árangurs eða henta ekki.

Erelzi er venjulega notað í samsettri meðferð með metótrexati við iktsýki, þó svo einnig sé hægt að nota það eitt sér ef metótrexat meðferð hentar ekki. Hvort sem það er notað eitt sér eða ásamt metótrexati, getur Erelzi dregið úr liðskemmdum af völdum sjúkdómsins og aukið hæfni til daglegrar virkni.

Hjá sjúklingum með sóragigt í mörgum liðum, getur Erelzi aukið hæfni til daglegrar virkni.

Hjá sjúklingum með marga samhverfa sársaukafulla eða bólgna liði (t.d. hendur, úlnliðir og fætur), getur Erelzi hægt á skemmdum á liðum vegna sjúkdómsins.

Erelzi er einnig ávísað til meðferðar á eftirfarandi sjúkdómum hjá börnum og unglingum:

Eftirtaldar gerðir sjálfvakinnar barnaliðagigtar þegar meðferð með metótrexati hefur ekki borið nægilegan árangur eða hentar sjúklingnum ekki:

Fjölliðagigt (hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð fyrir gigtarþætti) og margliðagigt hjá sjúklingum frá 2 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira.

Sóragigt hjá sjúklingum frá 12 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira.

Festumeinstengd liðagigt hjá sjúklingum frá 12 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira þegar meðferð með öðrum algengum aðferðum hefur ekki borið nægilegan árangur eða hentar sjúklingnum ekki.

Svæsinn psoriasis hjá sjúklingum frá 6 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira sem ekki hafa fengið næga svörun með (eða geta ekki notað) ljósameðferð eða öðrum meðferðum er taka til alls líkamans.

2. Áður en byrjað er að nota Erelzi

Ekki má nota Erelzi

ef þú eða barnið sem þú hefur umsjón með, eruð með ofnæmi fyrir etanercept eða einhverju öðru innihaldsefni Erelzi (talin upp í kafla 6). Ef þú eða barnið, fáið ofnæmisviðbrögð eins og til dæmis þyngsli fyrir brjósti, erfiðleika við öndun, svima eða útbrot, þá skaltu ekki sprauta meiru af Erelzi og hafa samband við lækni strax.

ef þú eða barnið, hafið fengið eða átt á hættu að fá alvarlega blóðsýkingu sem kölluð er blóðeitrun. Ef þú ert ekki viss, hafðu samband við lækni.

ef þú eða barnið, hafið einhvers konar sýkingu. Ef þú ert ekki viss, hafðu samband við lækni.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum áður en Erelzi er notað.

Ofnæmisviðbrögð: Ef þú eða barnið fáið ofnæmisviðbrögð eins og þyngsli fyrir brjósti, öndunarerfiðleika, sundl eða útbrot, sprautaðu þig ekki með meira af Erelzi og hafðu strax samband við lækninn.

Sýking/skurðaðgerð: Ef þú eða barnið fáið sýkingu eða eruð að fara í stóra skurðaðgerð, gæti læknirinn viljað fylgjast með Erelzi meðferðinni.

Sýking/sykursýki: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið, hafið átt það til að fá endurteknar sýkingar eða eruð með sykursýki eða annað ástand sem eykur líkur á sýkingu.

Sýking/eftirlit: Segðu lækninum frá því ef þú hefur nýlega ferðast út fyrir Evrópu. Ef þú eða barnið þitt sýnið merki um sýkingu eins og til dæmis hita, kuldahroll eða hósta skaltu strax hafa samband við lækninn. Læknirinn getur ákveðið að fylgjast með hvort þú eða barnið fáið sýkingu eftir að þú eða barnið eruð hætt að nota Erelzi.

Berklar: Þar sem greint hefur verið frá berklatilfellum hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Erelzi, verður læknirinn að athuga hvort þú hefur einkenni um berkla, áður en þú byrjar á meðferð með Erelzi. Það getur falið í sér nákvæma sjúkrasögu, röntgenmynd af brjóstholi og berklapróf. Niðurstöðu þessara prófana á að skrá á öryggiskortið. Það er mjög mikilvægt að þú segir lækninum frá því ef þú eða barnið hafið fengið berkla, eða ef þú hefur verið í náinni snertingu við einhvern sem hefur fengið berkla. Ef einkenni um berklasýkingu (eins og stöðugur hósti, þyngdartap, deyfð, vægur sótthiti) eða einhverjar aðrar sýkingar koma fyrir á meðan eða eftir meðferð, skaltu segja lækninum frá því tafarlaust.

Lifrarbólga B: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með lifrarbólgu B eða hafið einhvern tímann fengið hana. Læknirinn ætti að framkvæma próf fyrir sýkingu lifrarbólgu B áður en þú eða barnið hefjið meðferð með Erelzi. Meðferð með Erelzi getur leitt til endurvakningar á lifrarbólgu B hjá sjúklingum sem hafa áður sýkst af lifrarbólguveiru B. Ef það gerist skal hætta notkun Erelzi.

Lifrarbólga C: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með lifrarbólgu C. Læknirinn getur ákveðið að fylgjast með Erelzi meðferðinni ef til þess kemur að sýkingin versni.

Truflanir á blóðmynd: Leitaðu tafarlaust til læknis ef þú eða barnið hafið einhver merki eða einkenni svo sem þrálátan hita, særindi í hálsi, marbletti, blæðingar eða fölva. Slík einkenni geta bent til blóðsjúkdóms, sem getur verið lífshættulegur og það gæti þurft að stöðva Erelzi meðferðina.

Taugakerfis- og augnkvillar: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með MS sjúkdóm (multiple sclerosis) eða sjóntaugaþrota (bólgur í augntaugum) eða þverrofsmænubólgu (sérstök tegund bólgu í mænu). Læknirinn mun ákvarða hvort Erelzi sé ákjósanleg meðferð.

Hjartabilun: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með sjúkdómssögu um hjartabilun, þar sem gæta þarf varúðar við notkun á Erelzi við þessar aðstæður.

Krabbamein: Segðu lækninum frá því ef þú ert með eða hefur verið með eitilæxli (ein gerð blóðkrabbameins) eða annars konar krabbamein áður en þú færð Erelzi.

Sjúklingar með svæsna iktsýki sem hafa verið með sjúkdóminn lengi geta verið í meiri hættu en almennt er á að fá eitilæxli.

Börn og fullorðnir sem taka Erelzi geta verið í aukinni hættu á að fá eitilæxli eða annars konar krabbamein.

Sum börn og ungmenni sem hafa fengið Erelzi eða önnur lyf sem verka á sama hátt og Erelzi hafa fengið krabbamein, þar með taldar óvenjulegar gerðir þeirra, og hafa þau stundum leitt til dauða.

Sumir sjúklingar sem fá Erelzi hafa fengið húðkrabbamein. Segðu lækninum frá því ef einhverjar húðbreytingar eða vöxtur í húð koma fram hjá þér eða barninu.

Hlaupabóla: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð útsett fyrir hlaupabólu meðan á Erelzi meðferð stendur. Læknirinn mun ákveða hvort beita skuli viðeigandi forvarnarmeðferð við hlaupabólu.

Misnotkun áfengis: Ekki skal nota Erelzi við meðferð lifrarbólgu sem tengist misnotkun áfengis. Vinsamlegast segðu lækninum frá því ef þú eða barnið í umsjá þinni hafið sögu um misnotkun áfengis.

Wegener hnúðabólgur: Erelzi er ekki ætlað til notkunar á Wegener hnúðabólgum, sjaldgæfum bólgusjúkdómi. Ef þú eða barnið sem er í þinni umsjá eruð með Wegener hnúðabólgur, hafðu samband við lækninn.

Sykursýkilyf: Segðu lækninum frá því ef þú eða barnið eruð með sykursýki eða takið lyf til að meðhöndla sykursýki. Læknirinn gæti ákveðið að þú eða barnið þurfið minni skammta af sykursýkilyfjum á meðan Erelzi er notað.

Bólusetningar: Sum bóluefni, eins og t.d. bóluefni til inntöku gegn mænusótt á ekki að gefa á meðan á Erelzi meðferð stendur. Ráðfærðu þig við lækni áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Börn og unglingar

Erelzi er ekki ætlað til notkunar hjá börnum og unglingum sem vega minna en 62,5 kg.

Bólusetning: Ef mögulegt er, ætti öllum bólusetningum að vera lokið á réttum tíma áður en barnið notar Erelzi. Sum bóluefni, eins og t.d. bóluefni til inntöku gegn mænusótt á ekki að gefa á meðan á Erelzi meðferð stendur. Ráðfærðu þig við lækni áður en þú eða barnið eruð bólusett.

Bólgusjúkdómur í þörmum: Greint hefur verið frá bólgusjúkdómi í þörmum hjá sjúklingum með sjálfvakta barnaliðagigt sem fengu meðferð með Erelzi. Segðu lækninum frá því ef barnið fær krampa eða verki í kviðarhol, niðurgang, léttist eða er með blóð í hægðum.

Yfirleitt ætti ekki að nota Erelzi hjá börnum með fjölliðagigt eða margliðagigt yngri en 2 ára eða sem vega minna en 62,5 kg, hjá börnum með festumeinstengda liðagigt eða sóragigt yngri en 12 ára eða sem vega minna en 62,5 kg eða hjá börnum með psoriasis yngri en 6 ára eða sem vega minna en 62,5 kg.

Notkun annarra lyfja samhliða Erelzi

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð (þar með talið anakinra, abatacept eða súlfasalazín), einnig þau sem læknirinn hefur ekki ávísað.

Þú eða barnið eigið ekki að nota Erelzi ásamt lyfjum sem innihalda virka efnið anakinra eða abatacept.

Meðganga og brjóstagjöf

Ráðleggja skal konum á barneignaraldri að nota viðeigandi getnaðarvarnir til að koma í veg fyrir þungun meðan á Erelzi meðferð stendur og í þrjár vikur eftir að meðferð er hætt.

Ekki er ráðlagt að nota Erelzi meðan á meðgöngu stendur. Hafið samband við lækni við þungun, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð.

Ef þú hefur fengið Erelzi meðan á meðgöngu stendur er hugsanlegt að ungbarnið sé í meiri sýkingarhættu. Auk þess, benti ein rannsókn til þess að fæðingargallar væru meiri þegar móðir hafði fengið etanercept á meðgöngu miðað við mæður sem ekki höfðu fengið etanercept eða svipuð lyf (TNF-hemla) en ekkert mynstur var í tegundum fæðingargalla sem tilkynnt var um. Mikilvægt er að tilkynna læknum ungbarnsins og öðru heilbrigðisstarfsfólki um notkun Erelzi á meðgöngu, áður en ungbarnið fær einhver bóluefni (sjá frekari upplýsingar í kafla 2, „Bólusetning“).

Konur eiga ekki að hafa barn á brjósti þar sem Erelzi skilst út í brjóstamjólk.

Akstur og notkun véla

Engar upplýsingar liggja fyrir um hvort notkun á Erelzi hafi áhrif á hæfni til aksturs né til stjórnunar á tækjum og vélum.

Erelzi inniheldur natríum

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í 50 mg, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

3. Hvernig nota á Erelzi

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Leitaðu til læknis eða lyfjafræðings ef þér finnst áhrifin af Erelzi of mikil eða lítil.

Þér hefur verið ávísað Erelzi í 50 mg styrkleika. Styrkleiki sem nemur 25 mg af Erelzi er fáanlegur fyrir 25 mg skammta.

Notkun hjá fullorðnum (18 ára og eldri)

Iktsýki, sóragigt og áslægur hryggbólgusjúkdómur, þ.m.t. hryggikt

Venjulegur skammtur er 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku sem innspýting undir húð. Læknir gæti þó ákveðið aðra tíðni á skömmtun á Erelzi.

Skellupsoriasis

Venjulegur skammtur er 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku.

Einnig getur verið að þér séu gefin 50 mg tvisvar í viku í allt að 12 vikur og síðan 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku.

Læknirinn mun ákveða hversu lengi þú átt að nota Erelzi og hvort þörf er á endurmeðhöndlun byggt á svörun þinni. Ef Erelzi hefur ekki haft neina virkni hjá þér eftir 12 vikna meðferð, getur verið að læknirinn segi þér að hætta að nota þetta lyf.

Notkun handa börnum og unglingum

Skammtur og tíðni skammta fyrir barnið eða unglinginn er háð líkamsþyngd og sjúkdómnum. Læknirinn mun ákveða réttan skammt fyrir barnið og ávísa viðeigandi styrk af etanercept. Börnum sem vega 62,5 kg eða meira má gefa 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku með því að nota áfyllta sprautu eða áfylltan lyfjapenna með föstum skammti.

Önnur etanercept lyf með viðeigandi skammtaformum fyrir börn eru fáanleg.

Venjulegur skammtur fyrir sjúklinga með fjölliðagigt eða margliðagigt frá 2 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira eða festumeinstengda liðagigt eða sóragigt frá 12 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira er 25 mg tvisvar í viku eða 50 mg einu sinni í viku.

Venjulegur skammtur fyrir sjúklinga með psoriasis frá 6 ára aldri sem vega 62,5 kg eða meira er 50 mg og ætti að gefa einu sinni í viku. Hafi Erelzi engin áhrif á ástand barnsins eftir 12 vikur gæti læknirinn ráðlagt þér að hætta notkun lyfsins.

Læknirinn mun gefa þér ítarlegar leiðbeiningar um undirbúning og mælingu á hæfilegum skammti.

Aðferð við lyfjagjöf

Erelzi er gefið með því að sprauta því undir húð (til notkunar undir húð).

Ítarlegar upplýsingar um hvernig á að undirbúa og sprauta Erelzi eru gefnar í kafla 7, „Leiðbeiningar fyrir notkun Erelzi SensoReady lyfjapenna“.

Ekki skal blanda Erelzi lausninni við önnur lyf.

Til að hjálpa þér að muna getur verið hjálplegt að skrifa í dagbók hvaða vikudaga á að nota Erelzi.

Ef notaður er stærri skammtur Erelzi en mælt er fyrir um

Ef þú notaðir meira af Erelzi en þú ættir (annað hvort með því að sprauta of miklu í eitt skipti eða nota það of oft) ættir þú að tala strax við lækni eða lyfjafræðing. Taktu alltaf með þér ytri umbúðir lyfsins, jafnvel þótt þær séu tómar.

Ef gleymist að nota Erelzi

Ef þú gleymir skammti, skaltu sprauta honum um leið og þú manst eftir því nema næsti skammtur sé áætlaður daginn eftir, en þá skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Haltu síðan áfram að nota lyfið á venjulegum dögum. Ef þú manst ekki eftir skammtinum fyrr en komið er að næsta skammti, ekki tvöfalda skammt (tveir skammtar sama daginn) til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að gefa.

Ef hætt er að nota Erelzi

Einkenni geta komið aftur ef meðferð er hætt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ofnæmi

Ef eitthvað af eftirfarandi kemur fyrir, ekki nota meira Erelzi. Segðu lækninum strax frá því, eða farðu á næstu bráðamóttöku.

Erfiðleikar við að kyngja eða anda

Þroti í andliti, hálsi, höndum eða fótum

Ef þér finnst þú taugaóstyrkur eða kvíðinn, sláttartilfinning, skyndilegur roði í húð og/eða hitatilfinning

Alvarleg útbrot, kláði eða ofsakláði (upphækkaðir blettir þar sem húðin er rauð eða föl og oft kláði)

Alvarleg ofnæmisviðbrögð eru mjög sjaldgæf. Samt sem áður geta ofannefnd einkenni bent til ofnæmisviðbragða við Erelzi, svo þú skalt leita strax læknishjálpar.

Alvarlegar aukaverkanir

Ef þú tekur eftir einhverju eftirfarandi, getur þú eða barnið þurft á bráðri læknishjálp að halda.

Merki um alvarlega sýkingu (þar með talin lungnabólga, djúpar húðsýkingar, liðsýkingar og blóðsýkingar), eins og háan hita, sem fylgt getur hósti, mæði, hrollur, máttleysi, eða heitt, rautt, viðkvæmt, sárt svæði á húð eða liðum;

Merki um truflun á blóðmynd eins og blæðingar, marblettir eða fölvi;

Merki um taugatruflanir, eins og doði, náladofi, breytingar á sjón, augnverkur, eða máttleysi í hendi eða fæti;

Merki um hjartabilun eða versnun hjartabilunar, eins og þreyta eða mæði við áreynslu, bólgnir ökklar, tilfinning um fyllingu í hálsi eða kvið, mæði eða hósti að nóttu, blámi á nöglum eða vörum;

Merki um krabbamein: krabbamein getur haft áhrif á alla líkamshluta, þ.m.t. húð og blóð, og hugsanleg merki um það munu fara eftir gerð þess og staðsetningu. Meðal þessara merkja eru þyngdartap, hiti, bólga (með eða án verkja), viðvarandi hósti og hnútar eða útvöxtur í húð;

Merki um sjálfsofnæmisviðbrögð (þar sem sjálfsmótefni myndast og geta skaðað eðlilega líkamsvefi) svo sem verkur, kláði, máttleysi og truflanir á öndun, hugsun, skynjun og sjón;

Merki um rauða úlfa (lupus) eða heilkenni sem líkist rauðum úlfum, svo sem þyngdarbreytingar, viðvarandi útbrot, hiti, lið- eða vöðvaverkir eða þreyta;

Merki um bólgu í æðum svo sem verkur, hiti, roði eða hiti í húð, eða kláði.

Þetta eru stök tilvik eða sjaldgæfar aukaverkanir, en eru alvarlegt ástand (sumar geta í einstökum tilvikum valdið dauða). Ef eitthvað af ofangreindu kemur fram, segðu lækninum strax frá því, eða farðu á næstu bráðavakt.

Meðal þekktra aukaverkana Erelzi eru eftirtaldar, þær algengustu eru taldar fyrst:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):

Sýkingar (þar með talið kvef, skútabólga, berkjubólga, þvagfærasýkingar og sýkingar í húð); sýkingar á stungustað (þar með talið blæðing, marblettir, roði, kláði, verkur og bólga). Viðbrögð á stungustað (koma sjaldnar fyrir eftir fyrsta mánuð meðferðar). Sumir sjúklingar hafa fengið viðbrögð á stungustað sem hefur áður verið notaður.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum): Ofnæmisviðbrögð, hiti, kláði, mótefni sem beinast gegn eðlilegum vef (mótefnamyndun).

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

Fækkun blóðflagna; krabbamein í húð (sem ekki er sortuæxli); staðbundin húðbólga (ofsabjúgur); ofsakláði (hækkaðir rauðir eða fölir blettir á húð sem oft valda kláða); augnbólga, psoriasis (nýtt eða versnandi); útbrot; bólga eða bandvefsmyndun í lungum; bólga í æðum sem hefur áhrif á mörg líffæri.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Alvarleg ofnæmisviðbrögð (þar með taldar alvarlegar staðbundnar bólgur í húð og önghljóð); eitilæxli (ein gerð blóðkrabbameins); sortuæxli (ein gerð húðkrabbameins), sambland af fækkun á blóðflögum, rauðum og hvítum blóðkornum (blóðfrumnafæð); truflanir í taugakerfi (með alvarlegum vöðvaslappleika og einkennum sem líkjast MS-sjúkdómi eða bólgu í augntaugum (sjóntaugarþroti) eða þverrofsmænubólgu (sérstök gerð bólgu í mænu)); berklar; versnandi hjartabilun: krampar; rauðir úlfar eða heilkenni rauðra úlfa (einkenni geta meðal annars verið viðvarandi útbrot, hiti, liðverkir og þreyta); fækkun rauðra blóðkorna, fækkun hvítra blóðkorna, fækkun hlutleysiskyrninga (ein tegund hvítra blóðkorna); hækkuð lifrarensím; útbrot á húð sem geta leitt til alvarlegrar blöðrumyndunar og flögnun húðarinnar; bólga í lifur fyrir tilstilli eigin ónæmiskerfis (sjálfsónæmislifrarbólga), ónæmiskvilli sem getur haft áhrif á lungu, húð og eitla (sarklíki); tækifærissýkingar (sýkingar sem eiga sér stað vegna veiklaðs ónæmiskerfis).

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum): Beinmergur getur ekki myndað nauðsynlegar blóðfrumur; taugaskemmdir, þ.m.t. Guillain-Barré heilkenni (alvarlegt ástand sem getur haft áhrif á öndun og skemmt líffæri); eitrunardrep í húðþekju (lífshættulegur húðsjúkdómur).

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Hvítblæði (krabbamein sem hefur áhrif á blóð og beinmerg); bjálkakrabbamein (ein gerð húðkrabbameins); ofvirkjun hvítra blóðfrumna sem tengd er bólgu (stórátfrumuvirkjunarheilkenni), endurvakning lifrarbólgu B (sýking í lifur). Versnun á einkennum sjúkdóms sem kallast húð- og vöðvabólga (vöðvabólga og þróttleysi ásamt húðútbrotum); Listeria (bakteríusýking).

Aukaverkanir hjá börnum og unglingum

Gerð og tíðni aukaverkana hjá börnum og unglingum eru svipaðar því sem lýst er hér að ofan.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Erelzi

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og límmiða SensoReady áfyllta lyfjapennans á eftir „EXP“. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í kæli (2 °C– 8 °C). Má ekki frjósa.

Geymið áfylltu lyfjapennana í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Eftir að áfylltur lyfjapenni hefur verið tekin úr kælinum, bíðið í um það bil 15-30 mínútur til að leyfa Erelzi lausninni í lyfjapennanum að ná stofuhita (15-30 mínútur). Hitið ekki upp á neinn annan hátt. Eftir það er mælt með að nota lyfið strax.

Áður en Erelzi lausnin er útbúin er hægt að geyma Erelzi utan kæliskáps við hitastig að hámarki allt að 25 °C í samfelldan tíma allt að fjórum vikum; eftir það ætti ekki að geyma lyfið í kæli á ný. Farga á Erelzi ef það er ekki notað innan fjögurra vikna eftir að það er tekið úr kæli. Mælt er með því að skrá

dagsetninguna sem Erelzi er tekið úr kæli og dagsetninguna sem ætti að farga Erelzi (ekki seinna en 4 vikum eftir að lyfið er tekið úr kæli).

Skoðið lausnina í lyfjapennanum með því að líta á glæra skjáinn. Lausnin á að vera tær eða örlítið mjólkurlituð, litlaus eða örlítið gulleit og hún kann að innihalda litlar hvítar eða hálfgagnsæjar próteinagnir. Þannig er eðlilegt útlit Erelzi. Ekki má nota lausnina ef hún er upplituð eða skýjuð eða ef aðrar agnir en þær sem hér er lýst eru til staðar.

Leitaðu til lyfjafræðings ef þú hefur áhyggjur af útliti lausnarinnar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Erelzi inniheldur

Virka innihaldsefnið er etanercept.

Hver áfylltur lyfjapenni inniheldur 50 mg af etanercept.

Önnur innihaldsefni eru: vatnsfrí sítrónusýra, natríum sítrat tvíhýdrat, natríum klóríð, súkrósi, L-lýsín hýdróklóríð, natríum hýdroxíð, saltsýra og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti Erelzi og pakkningastærðir

Erelzi er afhent sem stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna (SensoReady). SensoReady lyfjapenninn inniheldur tæra eða örlítið mjólkurlitaða, litlausa eða örlítið gulleita lausn (stungulyf).

Hver pakkning inniheldur 1, 2 eða 4 lyfjapenna, fjölpakkningar innihalda 12 (3 pakkningar með 4) lyfjapenna.

Ekki er víst að allar pakkningar séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Sandoz GmbH

Biochemiestr. 10

A-6250 Kundl

Austurríki

Framleiðandi

Sandoz GmbH Schaftenau

Biochemiestr. 10

A-6336 Langkampfen

Austurríki

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar www.serlyfjaskra.is.

7.Notkunarleiðbeiningar fyrir Erelzi SensoReady lyfjapenna

Lestu ALLAR þessar leiðbeiningar fyrir inndælingu. Sömu upplýsingar er einnig að finna á www.erelzi.eu og með kóðanum hér á eftir.

www.erelzi.eu

Þessar leiðbeiningar eru til að hjálpa þér að nota Erelzi SensoReady lyfjapennann á réttan hátt.

Mikilvægt er að reyna ekki að gefa þér lyfið sjálf/sjálfur fyrr en þú hefur fengið þjálfun hjá lækninum, hjúkrunarfræðingnum eða lyfjafræðingi.

Erelzi SensoReady lyfjapenninn:

Nál

Nálaröryggisbúnað

Hetta

Skjár

Innra nálarhulstur

Erelzi SensoReady lyfjapenni þegar hettan hefur verið tekin af. Ekki fjarlægja hettuna fyrr en þú ert tilbúin/tilbúinn að gefa lyfið.

Það sem þú þarft fyrir inndælinguna:

Geymdu öskjuna með lyfjapennanum í kæli við 2 °C til 8 °C og þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki frysta lyfjapennann.

Ekki hrista lyfjapennann.

Ekki nota lyfjapennann ef hann hefur dottið þegar hettan var ekki á honum.

Til að inndælingin sé þægilegri skaltu taka lyfjapennann úr kælinum

15-30 mínútum fyrir inndælinguna

þannig að hann nái stofuhita.

Fylgir í öskjunni:

Nýr og ónotaður Erelzi SensoReady lyfjapenni.

Fylgir ekki í öskjunni:

Sprittþurrka

Bómullarhnoðri eða grisja

Ílát fyrir beitta hluti

þurrka

Fyrir inndælingu:

1. Mikilvæg öryggisatriði sem þarf að skoða fyrir inndælingu:

Skoðunargluggi Lausnin á að vera tær eða örlítið mjólkurlituð, litlaus til örlítið gulleit og hún kann að innihalda litlar hvítar eða hálfgagnsæjar próteinagnir. Þannig er eðlilegt útlit Erelzi.

Ekki nota lyfið ef vökvinn er skýjaður eða er upplitaður eða inniheldur stóra klumpa, flögur eða litaðar agnir.

Ekki nota lyfjapennann ef komið er fram yfir fyrningardagsetninguna.

Ekki nota lyfið ef innsiglið hefur verið rofið.

Hafðu samband við lyfjafræðing ef lyfjapenninn stenst ekki allar þessar skoðanir.

2a. Veldu stungustað:

Ráðlagður staður er framan á lærum. Þú getur einnig notað neðri hluta kviðar, en ekki svæðið sem er 5 sentimetra í kring um naflann.

Veldu mismunandi stað í hvert skipti sem þú gefur þér inndælingu.

Ekki gefa lyfið í svæði þar sem húðin er aum, marin, rauð, flögnuð eða hörð. Forðist svæði með örum eða húðsliti. Ef þú ert með psoriasis skaltu EKKI sprauta beint í upphækkuð, þykk, rauð eða flagnandi húðsvæði eða meinsemdir („psoriasis meinsemdir á húð“).

2b. Umönnunaraðilar og heilbrigðisstarfsfólk eingöngu:

Ef umönnunaraðili eða heilbrigðisstarfsmaður gefur þér inndælinguna má einnig nota svæðið utanvert á upphandleggjum.

3. Stungustaðurinn hreinsaður:

Þvoðu þér um hendurnar með sápu og heitu vatni.

Hreinsaðu stungustaðinn með sprittþurrku með hringlaga hreyfingu. Láttu hann þorna áður en sprautað er.

Ekki snerta hreinsaða svæðið aftur áður en sprautað er.

Inndælingin:

4. Hettan fjarlægð:

Ekki fjarlægja hettuna fyrr en þú ert tilbúin/tilbúinn að nota lyfjapennann.

Snúðu hettuna af í áttina sem örvarnar vísa.

Þegar hettan hefur verið tekin af skal farga henni. Ekki reyna að setja hettuna aftur á.

Notaðu lyfjapennann innan 5 mínútna frá því að hettan var tekin af.

5. Haldið á lyfjapennanum:

• Haldið lyfjapennanum í 90°við hreinsaða stungustaðinn.

Rétt Rangt

ÞÚ VERÐUR AÐ LESA ÞETTA FYRIR INNDÆLINGU.

Meðan á inndælingunni stendur munt þú heyra 2 háværa smelli.

Fyrri smellurinn gefur til kynna að inndælingin sé hafin. Nokkrum sekúndum síðar mun síðari smellurinn gefa til kynna að inndælingunni sé næstum lokið.

Þú verður að halda lyfjapennanum áfram þétt upp að húðinni þar til þú sérð grænan vísi fylla gluggann og hætta að hreyfast.

6. Inndælingin hafin:

Þrýstu lyfjapennanum þétt upp að húðinni til að hefja inndælinguna.

Fyrri smellurinn gefur til kynna að inndælingin sé hafin.

Haltu lyfjapennanum áfram þétt upp að húðinni.

Græni vísirinn sýnir framgang inndælingarinnar.

7. Inndælingunni lokið:

Hlustaðu eftir síðari smellinum. Hann bendir til þess að að inndælingunni sé næstum lokið.

Skoðaðu hvort græni vísirinn fylli gluggann og sé hættur að hreyfast.

Nú má fjarlægja lyfjapennann.

Eftir inndælinguna:

8. Skoðaðu hvort græni vísirinn fylli gluggann:

Það þýðir að lyfið hefur verið gefið. Hafðu samband við lækninn ef græni vísirinn er ekki sjáanlegur.

Það getur verið smá blóð á stungustaðnum. Þú getur þrýst bómullarhnoðra eða grisju yfir stungustaðinn og haldið í

10 sekúndur. Ekki nudda stungustaðinn. Þú getur sett lítinn plástur yfir stungustaðinn ef þörf krefur.

9. Förgun á SensoReady Erelzi lyfjapennanum:

Farga skal notuðum lyfjapenna í ílát fyrir beitta hluti (þ.e. stunguþolið, lokanlegt ílát, eða sambærilegt).

Reyndu aldrei að endurnota lyfjapenna.

beittir hlutir

Ef spurningar vakna skaltu tala við lækni, hjúkrunarfræðing eða lyfjafræðing sem þekkir til Erelzi.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf