Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Evicel (human fibrinogen / human thrombin) – Fylgiseðill - B02BC

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsEvicel
ATC-kóðiB02BC
Efnihuman fibrinogen / human thrombin
FramleiðandiOmrix Biopharmaceuticals N. V.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

EVICEL lausnir fyrir vefjalím

Manna fíbrínógen, manna trombín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Ífylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um EVICEL og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota EVICEL

3.Hvernig nota á EVICEL

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á EVICEL

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um EVICEL og við hverju það er notað

EVICEL er manna fíbrín vefjalím og fæst sem pakkning sem samanstendur af tveimur aðskildum hettuglösum, sem hvert fyrir sig inniheldur 1 ml, 2 ml eða 5 ml af lausn (manna fíbrínógen og manna trombín í sitt hvoru glasinu).

Áhald til lyfjagjafar og viðeigandi fylgistútar fylgja með í sér pakka.

Fíbrínógen er þykkni með storkupróteini og trombín er ensím sem veldur því að storkuprótein rennur saman. Því storkna þættirnir tveir um leið og þeim er blandað saman.

EVICEL er notað við skurðaðgerðir til að draga úr blæðingum og vætli við og eftir aðgerðina.

EVICEL má einnig nota við æðaskurðaðgerðir og í skurðaðgerðum milli þarma og aftari hluta kviðarholsveggjar. Einnig má nota EVICEL til að styðja við vatnshelda lokun á heilabastinu (dura mater) við taugaskurðaðgerð þegar önnur skurðtækni er ófullnægjandi.

Því er dreypt eða úðað á skurðsvæði þar sem það myndar þunnt lag sem þéttir vefinn og/eða stöðvar blæðingu.

2. Áður en byrjað er að nota EVICEL

Ekki má nota EVICEL

Ef um er að ræða ofnæmi fyrir lyfjum sem unnin eru úr blóði manna eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6). Merki um þannig viðbrögð eru m.a. ofsakláði, útbrot, þyngsli fyrir brjósti, önghljóð, blóðþrýstingsfall og öndunarerfiðleikar. Komi þessi einkenni fram verður að hætta lyfjagjöfinni samstundis.

Ekki á að nota EVICEL við aðgerðir með holsjá. Um kviðarholsspeglun, sjá ráðleggingar hér fyrir neðan.

EVICEL má ekki nota til að þétta saumlínu í heilabasti ef bilið sem er til staðar eftir saum er stærra en 2 mm.

EVICEL má ekki nota sem lím til að festa heilabastsplástra.

EVICEL má ekki nota sem þéttiefni þegar ekki er hægt að sauma heilabastið.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Til að koma í veg fyrir lífshættulegt loftblóðrek má aðeins úða EVICEL með CO2 undir þrýstingi.

Áður en EVICEL er borið á, þarf að þurrka yfirborð sársins með hefðbundnum aðferðum (t.d. með því að leggja á grisjur, bómull með jöfnu millibili eða með sogbúnaði).

Þegar EVICEL er borið á við skurðaðgerðir verður skurðlæknirinn að tryggja að það sé eingöngu borið á yfirborð vefjarins. EVICEL má ekki sprauta inn í vefi eða æðar þar sem það myndi valda storku sem gæti reynst banvæn.

Notkun EVICEL hefur ekki verið rannsökuð við eftirfarandi aðgerðir og eru því engar upplýsingar fyrirliggjandi sem sýna fram á virkni þess í eftirfarandi aðgerðum:

líma saman vefi

skurðaðgerðir á heila eða mænu nema til að styðja við vatnsþétta lokun á heilabasti (dura mater)

stöðvun blæðinga í maga eða þörmum með því að koma lyfinu fyrir með holsjá (slöngu)

þétta viðgerðir sem hafa verið gerðar með skurðaðgerðum á þörmum.

þétta saumlínu við heilaskurðaðgerð þar sem farið er inn í gegnum nef og við eyrnataugaskurðaðgerðir.

Ekki er vitað hvort geislameðferð kunni að hafa áhrif á virkni fíbrínþéttiefnis þegar það er notað til að þétta saumlínu við taugaskurðaðgerðir.

Notkun á EVICEL við taugaskurðaðgerð hjá sjúklingum sem er einnig verið að meðhöndla með ígræðslu eða með heilabastsplástrum hefur ekki verið metin í klínískum rannsóknum.

Stjórn skal vera komin á blæðingu áður en EVICEL er notað til að þétta saumlínu heilabasts.

EVICEL er borið á í þunnu lagi. Of mikil storknun getur haft neikvæð áhrif á virkni lyfsins og hvernig sárið grær.

Lífshættulegt loftblóðrek hefur komið fram við notkun úðaáhalds með þrýstijafnara við gjöf EVICEL. Þessi aukaverkun virðist tengjast notkun úðaáhaldsins við meiri en ráðlagðan þrýsting og/eða nálægt yfirborði vefjarins. Aðeins má gefa EVICEL með úðaáhaldi þegar hægt er að meta nákvæmlega úr hvaða fjarlægð úðað er, einkum við kviðarholsspeglun. Fjarlægð frá vef og þrýstingur skal vera innan marka sem framleiðandi mælir með (sjá töflu í kaflanum leiðbeiningar um notkun). Þegar EVICEL er úðað skal fylgjast með breytingum á blóðþrýstingi, hjartslætti, súrefnismettun og koltvísýringi við lok útöndunar vegna mögulegs loftblóðreks. Leiðbeiningar og ráðleggingar um þrýsting og fjarlægð frá yfirborði vefjarins fylgja með úðabúnaði og fylgistútum og þeim skal fylgja gaumgæfilega.

Verja á aðlæg svæði til tryggja að EVICEL sé aðeins borið á svæðið sem á að meðhöndla.

Eins og við á um allar vörur sem innihalda prótein er möguleiki á ofnæmisviðbrögðum. Meðal merkja um slík viðbrögð eru ofsakláði, útbrot, þyngsli fyrir brjósti, önghljóð, blóðþrýstingsfall og bráðaofnæmi. Komi þessi einkenni fyrir, verður að hætta gjöf lyfsins strax.

Þegar lyf eru framleidd úr blóði eða plasma úr mönnum eru gerðar ákveðnar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að sýkingar berist í sjúklinga. Meðal þeirra er vandlegt val þeirra sem gefa blóð eða plasma til að tryggja að þeir sem gætu borðið sýkingar séu útilokaðir og skimun hverrar blóðgjafar og plasmasafna fyrir veirum/sýkingum. Framleiðendur þessara lyfja beita einnig aðferðum í framleiðsluferlinu úr blóði og plasma sem geta óvirkjað eða fjarlægt veirur. Þrátt fyrir þessar aðgerðir er ekki hægt að útiloka algerlega möguleika á að sýking berist við notkun lyfja

sem búin eru til úr blóði eða plasma manna. Þetta á einnig við um allar óþekktar eða nýframkomnar veirur eða aðrar gerðir af sýkingum.

Álitið er að ráðstafanirnar sem gerðar eru við framleiðslu á fíbrínógeni og trombíni séu virkar gegn fituhjúpuðum veirum eins og alnæmisveirum (HIV), lifrarbólgu B og lifrarbólgu C veirum og hjúplausu lifrarbólgu A veirunum. Verið getur að ráðstafanirnar sem eru gerðar hafi takmarkað gildi gegn parvóveiru B19. Parvóveiru B19 sýking gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þungaðar konur (fóstursýking) og fyrir ónæmisbælda einstaklinga eða einstaklinga með ákveðnar gerðir blóðleysis (t.d. sigðkornablóðleysi eða rauðlosablóðleysi).

Heilbrigðisstarfsfólkið skráir nafn og lotunúmer lyfsins til að hægt sé að finna allar mögulegar smitleiðir.

Notkun annarra lyfja samhliða EVICEL

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Einnig þau sem fengin eru án lyfseðils.

Meðganga og brjóstagjöf

Ekki eru til nægar upplýsingar til að vita hvort sérstök áhætta sé í tengslum við notkun EVICEL á meðgöngu eða meðan barn er á brjósti. Þar sem EVICEL er notað við skurðaðgerðir verður þú að ræða heildaráhættu aðgerðarinnar við lækninn ef þú ert ófrísk eða með barn á brjósti.

Notkun hjá börnum

Ekki liggja fyrir nægilegar upplýsingar um öryggi og virkni EVICEL hjá börnum.

3.Hvernig nota á EVICEL

Læknirinn sem meðhöndlar þig ber EVICEL á meðan á skurðaðgerð stendur. Læknirinn dreypir eða úðar EVICEL með áhaldi til lyfjagjafar sem fylgir með, á opna vefi. Áhaldið sér um að jafnt magn EVICEL þáttanna tveggja sé borið á í einu og tryggir jafna blöndun þeirra sem er mikilvægt fyrir hámarksverkun vefjalímsins.

Magn EVICEL sem borið er á fer eftir flatarmáli yfirborðs vefjarins sem á að meðhöndla í aðgerðinni. Því verður dreift á vefinn í mjög litlu magni eða úðað með stuttum hrinum (0,1–0,2 ml) þannig að þunnt jafnt lag myndist. Stöðvi áburður eins lags af EVICEL ekki blæðinguna algerlega, má bera á annað lag.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Eftirfarandi aukaverkanir sem komu fyrir í klínískum rannsóknum voru taldar tengjast EVICEL:

Alvarlegustu aukaverkanir

-Vatnskenndur vökvi berst út úr sárinu eða gegnum nefið (leki á heila- og mænuvökva / nefrennsli heila- og mænuvökva)

-Höfuðverkur, ógleði og uppköst (vegna vessabelgs undir heilabasti, sem er uppsöfnun heila- og mænuvökva í rýminu undir heilabastinu)

-Hiti eða langvarandi hægðatregða, vindgangur (vegna ígerðar í kvið)

Aukaverkanir sem taldar voru upp hér að ofan voru algengar (geta haft áhrif á 1 af hverjum 10 einstaklingum).

- Dofi eða sársauki í útlimum, breytingar á húðlit (vegna ígræðslustíflu eða vegna segamyndunar) Þessar aukaverkanir voru sjaldgæfar (geta haft áhrif á 1 af hverjum 100 einstaklingum).

Ef þú finnur fyrir einhverjum ofangreindra einkenna eða öðrum einkennum er tengjast skurðaðgerð þinni, vinsamlegast hafðu umsvifalaust samband við lækni eða skurðlækni. Segðu lækninum strax frá ef þú finnur fyrir vanlíðan, jafnvel þó einkennin séu önnur en þau sem lýst er hér að framan.

Aðrar aukaverkanir

Aðrar aukaverkanir sem algengt var að tilkynnt væri um í klínískum rannsóknum á EVICEL (þ.e. sem geta haft áhrif á 1 af hverjum 10 einstaklingum) voru heilahimnubólga og uppsöfnun á heila- og mænuvökva í holrýmum höfuðkúpunnar (vatnshöfuð). Allar þessar aukaverkanir voru algengar.

Aukaverkanir sem voru sjaldgæfar í klínískum rannsóknum með EVICEL (þ.e. sem geta haft áhrif á 1 af hverjum 100 einstaklingum) voru sýking, uppsöfnun blóðs (margúll), bólga, lækkuð hemóglóbíngildi og sára-fylgikvillar eftir aðgerð (þ.m.t. blæðing eða sýking).

EVICEL er fíbrín vefjalím. Almennt gildir það fyrir fíbrín vefjalím að þau geta í mjög sjaldgæfum tilvikum (allt að 1 sjúklingur af 1.000) valdið ofnæmisviðbrögðum. Finnir þú fyrir ofnæmisviðbrögðum gætir þú fengið eitt eða fleiri eftirtalinna einkenna: húðútbrot, ofsakláða eða kláðabletti, þyngsli fyrir brjósti, kuldahroll, húðroða, höfuðverk, lágþrýsting, svefnhöfga, ógleði, eirðarleysi, aukinn hjartslátt, náladofa, uppköst eða önghljóð. Hingað til hefur aldrei verið tilkynnt um ofnæmisviðbrögð hjá sjúklingum sem hafa fengið meðferð með EVICEL.

Fræðilegur möguleiki er einnig á að þú getir myndað mótefni gegn próteinunum í EVICEL, sem mögulega geta truflað blóðstorkuna. Tíðni þessarar tegundar tilvika er ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á EVICEL

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á merkimiðanum sem og á öskjunni á eftir Fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið hettuglösin þannig að þau standi upprétt.

Geymið í frysti við –18°C eða lægra hitastig. Geymið hettuglösin í ytri öskjunni til varnar gegn ljósi. Frystið ekki aftur.

Eftir þiðnun má geyma órofin hettuglös við 2-8°C varin ljósi í allt að 30 daga án þess að þau séu fryst aftur á því tímabili. Nýju fyrningardagsetninguna við 2-8°C skal taka fram á öskjunni en hún má ekki fara fram yfir fyrningardagsetningu sem framleiðandi hefur látið prenta á öskjuna og merkimiðann. Í lok þessa tímabils verður að nota lyfið eða farga því.

Fíbrínógen og trombín þættirnir eru stöðugir við stofuhita í allt að 24 klst. Ekki má geyma EVICEL í kæli eftir að það hefur náð stofuhita.

Þegar lausnirnar hafa verið dregnar upp í áhaldið, verður að nota lyfið strax. Farga skal öllum lyfjaleifum eftir 24 klst. við stofuhita.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

EVICEL inniheldur

Virku innihaldsefnin eru:

Þáttur 1: Manna storkuprótein (50-90 mg/ml) Þáttur 2: Manna trombín (800–1.200 a.e./ml)

Önnur innihaldsefni eru:

Þáttur 1: arginín hýdróklóríð, glýsín, natríumklóríð, natríumcítrat, kalsíumklóríð og vatn fyrir stungulyf.

Þáttur 2: kalsíumklóríð, manna albúmín, mannitól, natríumacetat og vatn fyrir stungulyf.

Pakkningastærðir

EVICEL fæst í eftirtöldum pakkningastærðum: 2 x 1 ml, 2 x 2 ml og 2 x 5 ml. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Lýsing á útliti EVICEL og pakkningastærðir

EVICEL er manna fíbrín vefjalím og fæst sem pakkning sem samanstendur af tveimur aðskildum hettuglösum, sem hvert fyrir sig inniheldur 1 ml, 2 ml eða 5 ml af lausn með manna fíbrínógeni og manna trombíni í sitt hvoru glasinu.

Áhald til lyfjagjafar og viðeigandi fylgistútar fylgja með í sérstökum pakka.

Fíbrínógen og trombín er pakkað saman í tveimur aðskildum hettuglösum sem hvort um sig inniheldur sama rúmmál (1 ml, 2 ml eða 5 ml) frosinnar, sæfðrar lausnar, sem er litlaus eða gulleit þegar hún hefur verið þídd. Fíbrínógen er þykkni storkupróteina og trombín er ensím sem veldur samruna storkupróteina. Þættirnir tveir mynda því samstundis storku þegar þeim er blandað saman.

Markaðsleyfishafi

Omrix Biopharmaceuticals N.V.

Leonardo Da Vinci Laan 15

B-1831 Diegem

Belgíu

Sími: + 32 2 746 30 00

Fax: + 32 2 746 30 01

Hafið samband við framleiðanda ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Lyfjagátardeild

Omrix Biopharmaceuticals Ltd

Plasma Fractionation Institute

Sheba Hospital, Tel Hashomer

Ramat Gan 5262000, Ísrael

Sími: +972-3-5316512

Fax: +972-3-5316590

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki

NOTKUNARLEIÐBEININGAR

Lesið þetta áður en umbúðir eru opnaðar

EVICEL er afgreitt í sæfðum pakkningum og því er mikilvægt að nota aðeins óskemmdar pakkningar sem hafa ekki verið opnaðar (ekki er hægt að sæfa eftir á).

Undirbúningur

Engar nálar koma við sögu í undirbúningi EVICEL fyrir lyfjagjöfina. Dragið innihald hettuglasanna tveggja upp í áhaldið til lyfjagjafar og fylgið við það notkunarleiðbeiningunum sem eru í pakkanum með áhaldinu. Fylla á báðar sprauturnar með jafn miklu magni og engar loftbólur eiga að vera í þeim. Farga skal öllum lyfjaleifum eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur. Lausnirnar eiga að vera tærar eða lítillega ópallýsandi. Notið ekki lausnir sem eru skýjaðar eða með útfellingum.

GEYMSLA EVICEL

Viðurkennt geymsluþol EVICEL er 24 mánuðir við ≤ -18°C.

Eftir þiðnun, innan þessa 24 mánaða geymsluþols, má geyma órofin hettuglös við 2-8°C varin ljósi í allt að 30 daga. Hettuglösin má geyma við stofuhita í allt að 24 klst.

Geymið hettuglösin þannig að þau standi upprétt.

Notið ekki eftir fyrningardagsetningu sem er á öskjunni og merkimiðanum.

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Fíbrínógen og trombín:

Langtímageymsla

Geymið í frysti við –18°C eða lægra hitastig. Ekki má nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem er á öskjunni.

Skammtímageymsla

Geymið við 2–8°C (í kæli) ekki lengur en í 30 daga. Skrifa á dagsetninguna sem geymsla í kæli hófst í reitinn sem til þess er ætlaður á öskjunni. Ekki má frysta lyfið aftur.

Fíbrínógen og trombín eru stöðug við stofuhita í 24 klst., en eftir að þau hafa verið dregin upp í áhaldið til lyfjagjafar verður að nota þau strax.

Áhald til lyfjagjafar:

Geymist aðskilið frá fíbrínógeni og trombíni við stofuhita.

Þiðnun

Hettuglösin á að þíða samkvæmt einni af eftirtöldum leiðum:

2-8°C (kælikápur): Hettuglösin þiðna á innan við sólarhring, eða 20–25°C (stofuhiti): Hettuglösin þiðna á innan við 1 klukkustund, eða

37°C: (t.d. vatnsbað með smitgát, eða með því að verma hettuglösin í lófanum) hettuglösin eiga að þiðna á innan við 10 mínútum en ættu ekki að vera lengur við þetta hitastig en 10 mínútur eða þar til innihaldið er þiðnað að fullu.

Hitastigið má ekki fara yfir 37°C.

Lyfið verður að ná 20-30°C hita fyrir notkun.

Undirbúningur

Lausnirnar eru tærar eða lítillega ópallýsandi. Notið ekki lausnir sem eru skýjaðar eða með útfellingum.

EVICEL á einungis að bera á með því að nota CE-merkta EVICEL áhaldið til lyfjagjafar og ef þarf er útbúnaði með stút bætt við áhaldið. Bæklingar með nákvæmum leiðbeiningum um notkun EVICEL með áhaldinu til lyfjagjafar og fylgihlutum fylgja með pakkningunni með áhaldinu til lyfjagjafar og valkvæmu fylgihlutunum. Einungis þeir sem hafa fengið nægilega þjálfum í kviðarholspeglunaraðgerðum, skurðaðgerðum með aðstoð kviðarholsjár eða opnum skurðaðgerðum eiga að nota viðbótar stútana. Lyfið má aðeins blanda og gefa í samræmi við leiðbeiningar og með þeim búnaði sem mælt er með fyrir lyfið.

Til að koma í veg fyrir mögulega hættu á lífshættulegu loftblóðreki ætti aðeins að úða EVICEL með CO2 undir þrýstingi.

Fylgið leiðbeiningunum í pakkanum með áhaldinu við að draga innihald hettuglasanna tveggja upp í áhaldið til lyfjagjafar. Fylla á báðar sprauturnar með jafn miklu magni, og engar loftbólur eiga að vera í þeim. Engar nálar koma við sögu í undirbúningi EVICEL fyrir lyfjagjöfina.

Áður en EVICEL er borið á, þarf að þurrka yfirborð sársins með hefðbundnum aðferðum (t.d. með því að leggja á grisjur, bómull með jöfnu millibili eða með sogbúnaði).

Borið á með dreypingu

Haldið enda áhaldsins eins nálægt yfirborði vefjarins og hægt er, án þess þó að snerta vefinn meðan á áburði stendur og dreifið lyfinu í dropatali yfir svæðið sem á að meðhöndla. Stíflist áburðarstúturinn, má skera framan af holleggnum í 0,5 cm bútum.

Borið á með úðun

EVICEL má eingöngu úða með því að nota CO2 undir þrýstingi.

Tengið stuttu slönguna á áhaldinu til lyfjagjafar við útstæða „luer-lock“ endann á löngu loftslöngunni. Tengið innlæga „luer-lock“ tengi loftslöngunnar (með 0,2 míkróm bakteríuhemjandi síunni) við þrýstijafnara. Nota skal þrýstijafnarann í samræmi við leiðbeiningar framleiðandans.

Þegar EVICEL er gefið með úðaáhaldi á að nota þrýsting innan þeirra marka sem framleiðandi áhaldsins ráðleggur.

 

Aðgerð

Úðabúnaður

 

Áhaldsstútar sem

Þrýstings-

 

Fjarlægð frá vef

Úða-

 

 

 

sem nota

 

nota skal

jafnari

 

 

 

 

þrýstingur

 

 

 

skal

 

 

 

sem nota

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

skal

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

6 cm sveigjanlegur

 

 

 

 

 

 

 

 

Opin

 

 

stútur

 

 

10 – 15 cm

 

20 – 25 psi

 

 

 

35 cm stífur stútur

 

 

 

(1,4 – 1,7

 

skurðaðgerð

 

 

 

 

(4 – 6 tommur)

 

 

 

 

45 cm sveigjanlegur

Omrix

 

 

bör)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

EVICEL

 

stútur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

áhald til

 

 

 

þrýstings-

 

 

 

 

15 – 20 psi

 

 

Kviðarhols-

 

lyfjagjafar

 

35 cm stífur stútur

 

jafnari

 

4 – 10 cm

 

 

(1,0 – 1,4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

bör)

 

 

speglun

 

 

 

 

 

 

 

(1,6 – 4 tommur)

 

 

 

 

 

 

 

45 cm sveigjanlegur

 

 

 

 

 

20 psi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

stútur

 

 

 

 

 

 

(1,4 bör)

 

Úða á lyfinu síðan á yfirborð vefjarins í stuttum úðahrinum (0,1-0,2 ml) svo að þunnt, jafnt lag myndist. EVICEL myndar glæra himnu yfir svæðið sem borið er á.

Þegar EVICEL er úðað skal fylgjast með breytingum á blóðþrýstingi, hjartslætti, súrefnismettun og koltvísýringi við lok útöndunar vegna mögulegs loftblóðreks.

Förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf