Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Exalief (eslicarbazepine acetate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N03AF04

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsExalief
ATC-kóðiN03AF04
Efnieslicarbazepine acetate
FramleiðandiBIAL - Portela

1.HEITI LYFS

Exalief 400 mg töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 400 mg af eslikarbazepín asetati.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tafla.

Hvítar kringlóttar tvíkúptar töflur, merktar ‘ESL 400’ á annarri hliðinni og með deiliskoru á hinni hliðinni. Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni svo auðveldara sé að kyngja henni en ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Exalief er ætlað sem víðbótarmeðferð hjá fullorðnum með staðbundin hlutaflog, með eða án síðkominna krampaalfloga.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Exalief skal bæta við krampaleysandi meðferð sem er til staðar. Ráðlagður upphafsskammtur er

400 mg einu sinni á dag, sem skal auka í 800 mg einu sinni á dag eftir eina eða tvær vikur. Skammtinn má hækka í 1200 mg einu sinni á dag, í samræmi við einstaklingsbundna svörun (sjá kafla 5.1).

Aldraðir (eldri en 65 ára)

Gæta skal varúðar við meðferð aldraðra sjúklinga þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir varðandi öryggi notkunar Exalief hjá þessum sjúklingum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Exalief hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi og aðlaga skammtinn samkvæmt kreatínínúthreinsun (CLCR) á eftirfarandi hátt:

-CLCR >60 ml/mín: Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg

-CLCR 30-60 ml/mín: Upphafsskammtur er 400 mg annan hvern dag í 2 vikur, fylgt eftir með

400 mg skammti einu sinni á dag. Skammta má hins vegar hækka, samkvæmt einstaklingsbundinni svörun

-CLCR < 30 ml/mín: Notkun er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi vegna ófullnægjandi gagna.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg hjá sjúklingum með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi. Lyfjahvörf eslikarbazepíns hafa ekki verið metin hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4 og 5.2) og notkun því ekki ráðlögð hjá þannig sjúklingum.

Lyfjagjöf

Exalief má taka með eða án fæðu.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum karboxamíðafleiðum (t.d. karbamazepíni, oxkabazepíni) eða einhverju hjálparefnanna.

Þekkt gátta- sleglarof af annarri eða þriðju gráðu.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Exalief hefur verið tengt aukaverkunum á miðtaugakerfi, svo sem svima og svefndrunga, sem gæti valdið því að fólk slasi sig oftar.

Exalief getur dregið úr virkni hormónagetnaðarvarnarlyfja. Mælt er með notkun annarra getnaðarvarna sem ekki eru hormónar til viðbótar meðan á notkun Exalief stendur (sjá kafla 4.5 og 4.6).

Ef hætta á notkun Exalief, er ráðlagt að gera það smám saman, eins og á við um önnur lyf gegn flogaveiki, til að lágmarka hættu á aukinni tíðni floga.

Samhliða notkun Exalief og oxkarbazepíns er ekki ráðlögð, þar sem þetta gæti valdið of mikilli útsetningu fyrir virku umbrotsefnunum.

Engin reynsla er af því að hætta notkun flogaveikilyfja sem notuð hafa verið samhliða meðan á Exalief meðferð stendur (skipta yfir á einlyfjameðferð).

Útbrot komu fram sem aukaverkun hjá 1,1% af heildarþýði sem meðhöndlað var með Exalief í rannsóknum á notkun lyfsins með öðrum lyfjum, í samanburði við lyfleysu, hjá sjúklingum með flogaveiki. Ef einkenni ofnæmis koma fram verður að hætta notkun Exalief.

Ekki hefur verið greint frá neinum tilfellum af alvarlegum viðbrögðum í húð við notkun eslikarbazepín asetats. Sýnt hefur verið fram á að HLA-B*1502 samsæta sem finnst í einstaklingum frá Kína (Han Kínverjum) og Tælandi tengist verulega hættu á að fá Stevens-Johnson heilkenni við meðferð með karbamazepíni. Því ætti að alltaf skima fyrir þessari samsætu hjá Han Kínverjum og Tælendingum þegar það er mögulegt áður en meðferð með karbamaexpíni eða efnafræðilega skyldum lyfjum er hafin. Hjá öðrum kynstofnum eru hverfandi líkur á að HLA-B*1502 samsætan sé til staðar. HLA-B*1502 samsætan tengist ekki Stevens-Johanson heilkenni hjá hvíta kynstofninum.

Greint hefur verið frá blóðnatríumlækkun sem aukaverkun hjá innan við 1% sjúklinga í meðferð með Exalief. Blóðnatríumlækkun er í flestum tilvikum einkennalaus, hins vegar geta fylgt henni klínísk einkenni svo sem versnandi flog, rugl, skert meðvitund. Tíðni blóðnatríumlækkunar jókst við hækkun skammts af eslikarbazepín asetati. Hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm fyrir, sem veldur blóðnatríumlækkun, eða hjá sjúklingum í samhliða meðferð með lyfjum sem geta sjálf valdið blóðnatríumlækkun (t.d. þvagræsilyfjum, desmópressíni), ætti að kanna þéttni natríums í sermi fyrir og meðan á meðferð með eslikarbazepín asetati stendur. Einnig ætti að mæla þéttni natríums í sermi ef klínísk einkenni blóðnatríumlækkunar koma fram. Auk þessa skal mæla þéttni natríums við reglubundnar rannsóknir. Ef klínískt mikilvæg blóðnatríumlækkun kemur fram skal hætta notkun Exalief.

Áhrif Exalief á frumkomin alflog hafa ekki verið rannsökuð. Notkun er því ekki ráðlögð hjá þannig sjúklingum.

Lengingar á PR bili hafa komið fram í klínískum rannsóknum á eslikarbazepín asetati. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með sjúkdóma (t.d. lága þéttni týroxíns, leiðslutruflanir í hjarta), eða við samhliða notkun lyfja, sem vitað er að tengjast lengingu PR bils.

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi og aðlaga skal skamtinn að kretatínínúthreinsun (sjá kafla 4.2). Notkun er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með CLCR < 30 ml/mín vegna skorts á gögnum.

Þar sem klínísk gögn takmarkast við sjúklinga með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og gögn varðandi lyfjahvörf og klínísk gögn vantar fyrir sjúklinga með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi, skal gæta varúðar við notkun Exalief hjá sjúklingum með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og hún er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Greint hefur verið frá sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun hjá sjúklingum í meðferð með virkum efnum gegn flogaveiki vegna ýmissa ábendinga. Safngreining á slembuðum rannsóknum á flogaveikilyfjum, í samanburði við lyfleysu, sýndi einnig örlítið aukna hættu á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun. Ekki er vitað hvað veldur þessari hættu og fyrirliggjandi upplýsingar útiloka ekki hugsanlega aukna áhættu í tengslum við notkun eslikarbazepín asetats. Því skal fylgjast með sjúklingum m.t.t. einkenna um sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun og viðeigandi meðferð íhuguð. Sjúklingum (og umönnunaraðilum sjúklinga) skal ráðlagt að leita ráða hjá lækni ef fram koma einkenni um sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

Eslikarbazepín asetati er að verulegu leyti umbreytt í eslikarbazepín, sem hverfur brott aðallega með glúkúróníðsamtengingu. In vitro er eslikarbazepín vægur örvi CYP3A4 og UDP-glúkúrónýl transferasa. In vivo sýndi eslikarbazepín örvandi áhrif á umbrot lyfja sem aðallega hverfa brott með umbrotum fyrir tisltilli CYP3A4. Því gæti þurft að hækka skammtinn af lyfjum sem eru umbrotin aðallega fyrir tilstilli CYP3A4, við notkun samhliða Exalief. Eslikarbazepín gæti því in vivo haft örvandi áhrif á umbrot lyfja sem aðallega hverfa brott með samtengingu fyrir tilstilli UDP-glúkúrónýl transferasa. Við upphaf eða lok meðferðar með Exalief eða við breytingar á skömmtum, getur það tekið 2 til 3 vikur að ná hinu nýja marki ensímvirkni. Þessa töf þarf að hafa í huga þegar Exalief er notað rétt fyrir eða samhliða öðrum lyfjum sem krefjast skammtaaðlögunar við gjöf samhliða Exalief. Eslikarbazepín hefur hindrandi eiginleika gagnvart CYP2C19. Milliverkanir geta þannig komið fram við samhliða gjöf hárra skammta af eslikarbazepín asetati og lyfja sem eru umbrotin aðallega af CYP2C19.

Milliverkanir við önnur flogaveikilyf

Karbamazepín

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum, leiddi samhliða gjöf eslikarbazepín asetats 800 mg einu sinni á dag og karbamazepíns 400 mg tvisvar á dag til 32% meðallækkunar í útsetningu fyrir virka umbrotsefninu eslikarbazepíni, líklegast af völdum örvunar á samtengingu við glúkúrónið. Engin breyting varð á útsetningu fyrir karbamazepíni eða umbrotsefni þess, karbamazepín-epoxíði kom fram. Skammtinn af Exalief gæti þurft að hækka í samræmi við einstaklingsbundna svörun ef það er notað samhliða kabamazepíni. Niðurstöður úr rannsóknum hjá sjúklingum sýndu að samhliða meðferð jók hættuna á eftirfarandi aukaverkunum: tvísýni (11,4% sjúklinga sem fengu karbamazepín samhliða, 2,4% sjúklinga án samhliða notkunar karbamazepíns), óeðlileg samhæfing (6,7% sjúklinga sem fengu karbamazepín samhliða, 2,7% sjúklinga án samhliða notkunar karbamazepíns) og sundl (30,0% sjúklinga sem fengu karbamazepín samhliða, 11,5% sjúklinga án samhliða notkunar karbamazepíns). Ekki er hægt að útiloka hættu á aukningu annarra sértækra aukaverkana af völdum samhliða notkunar karbamazepíns og eslikarbazepín asetats.

Fenýtóín

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum, leiddi samhliða gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni á dag og fenýtóíns til 31-33% meðallækkunar á útsetningu fyrir virka umbrotsefninu eslikarbazepíni, líklegast vegna örvunar glúkúróníðtengingar og 31-35% meðalhækkunar á útsetningu

fyrir fenýtóíni, líklegast vegna hindrunar CYP2C19. Því gæti þurft að hækka skammtinn af Exalief og lækka skammtinn af fenýtóíni, samkvæmt einstaklingsbundinni svörun.

Lamótrigín

Glúkúróníðtenging er megin umbrotsferill bæði eslikarbazepíns og lamótrigíns og því mætti búast við milliverkun. Rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum með eslikarbazepín asetati 1200 mg einu sinni á dag sýndi að meðaltali væga lyfjahvarfamilliverkun (útsetning lamótrigíns lækkaði um 15%) á milli eslikarbazepín asetats og lamótrigíns og því er skammtaaðlögun ekki nauðsynleg. Vegna einstaklingsbundins breytileika gætu áhrifin hins vegar haft klíníska þýðingu hjá sumum einstaklingum.

Tópíramat

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum olli samhliða gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni

ádag og tópíramats ekki neinni marktækri breytingu á útsetningu fyrir eslikarbazepíni, en 18% lækkun

áútsetningu fyrir tópíramati, líklegast vegna skerts aðgengis topíramats. Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg.

Valpróat og levetíracetam

Greining á lyfjahvörfum hjá fullorðnum sjúklingum með flogaveiki, í 3. stigs rannsóknum bendir til að samhliða gjöf valpróats eða levetíracetams hafi ekki áhrif á útsetningu fyrir eslikarbazepíni, en það hefur ekki verið staðfest með hefðbundum rannsóknum á milliverkunum.

Önnur lyf

Getnaðarvarnarlyf til inntöku

Við gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni á dag hjá konum sem notuðu samsett getnaðarvarnarlyf til inntöku kom fram 37% meðallækkun á almennri útsetningu fyrir levonorgestrel og 42% fyrir etínýlestradíóli, líklegast vegna örvunar CYP3A4. Konur á barneignaraldri þurfa því að nota viðeigandi getnaðarvarnir meðan á meðferð með Exalief stendur og allt að lokum yfirstandandi tíðahrings þegar meðferð er hætt (sjá kafla 4.4 og 4.6).

Simvastatín

Rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum sýndi 50% meðallækkun í almennri (systemic) útsetningu fyrir simvastatíni við gjöf samhliða eslikarbazepín asetati 800 mg einu sinni á dag, sennilega af völdum örvunar CYP3A4. Hækka gæti þurft skammtinn af simvastatíni við notkun samhliða eslikarbazepín asetati.

Warfarín

Við samhliða gjöf eslikarbazepíns asetats 1200 mg einu sinni á dag og warfaríns kom fram lítil (23%) en tölfræðilega marktæk lækkun á útsetningu fyrir S-warfaríni. Engin áhrif komu fram á lyfjahvörf R-warfaríns eða blóðstorknun. Vegna einstaklingsbundins breytileika í milliverkuninni, skal hins vegar fylgjast sérstaklega með INR á fyrstu vikunum eftir að samhliða meðferð með warfaríni og eslikarbazepín asetati er hafin, eða henni hætt.

Digoxín

Engin áhrif komu fram í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum, við gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni á dag, á lyfjahvörf digoxíns, sem bendir til þess að eslikarbazepín asetat hafi engin áhrif á P-glýkóflutningspróteinið.

Mónóamínoxidasa hemlar (MAO-hemlar)

Vegna byggingarlegra tengsla eslikarbazepín asetats og þríhringlaga þunglyndislyfja, er milliverkun á milli eslikarbazepíns og MAO-hemla fræðilega hugsanleg.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Hætta tengd flogaveiki og flogaveikilyfjum almennt

Sýnt hefur verið fram á að tíðni vansköpunar hjá börnum kvenna með flogaveiki er tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau um það bil 3% sem eru til staðar í almennu þýði. Oftast er greint frá skarði í vör,

hjartagöllum og göllum í taugapíplum. Fjöllyfjameðferð gegn flogaveiki gæti tengst hærri tíðni fæðingargalla en einlyfjameðferð, því er mikilvægt að einlyfjameðferð sé ávallt beitt ef unnt er. Konur sem líklegt er að verði þungaðar, eða eru á barneignaraldri skulu fá sérfræðiráðgjöf. Endurskoða skal þörf á flogaveikimeðferð þegar kona ætlar að verða þunguð. Ekki skal hætta meðferð við flogaveiki skyndilega, þar sem það getur valdið gegnumbrotsflogum sem gætu haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir móður og barn.

Meðganga

Engin gögn liggja fyrir varðandi notkun eslikarbazepín asetats hjá þunguðum konum. Rannsóknir hjá dýrum hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá Frjósemi). Ef konur sem taka eslikarazepín asetat verða þungaðar eða ætla að verða þungaðar skal notkun Exalief vandlega endurmetin. Nota ætti lægstu virku skammta og einlyfjameðferð alltaf þegar það er hægt, a.m.k. fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar. Sjúklingar skulu fá ráðgjöf varðandi hugsanlega aukna hættu á fæðingargöllum og boðin fósturskimun.

Eftirlit og forvarnir

Flogaveikilyf geta valdið fólínsýruskorti, sem hugsanlega á þátt í að valda fósturskemmdum. Mælt er með töku fólínsýru fyrir og á meðgöngu. Þar sem verkun þessa fæðubótarefnis er ekki sönnuð, er einnig hægt að bjóða konum í viðbótarmeðferð með fólínsýru sértæka fósturgreiningu.

Hjá nýburanum

Greint hefur verið frá blæðingatruflunum hjá nýburum af völdum flogaveikilyfja. Sem varnandi meðferð skal gefa K1 vítamín á síðustu vikum meðgöngu og síðan nýburanum.

Konur á barneignaraldri/getnaðarvarnir

Eslikarbazepín asetat dregur úr verkun getnaðarvarnarlyfja til inntöku. Því skal nota aðra virka og örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og til loka yfirstandandi tíðahrings þegar meðferð er hætt.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort eslikarbazepín asetat skilst út í brjóstamjólk hjá konum. Eslikarbazepín hefur reynst skiljast út í móðurmjólk í dýrarannsóknum. Þar sem ekki er hægt að útiloka áhættu fyrir brjóstmylkinginn skal brjóstagjöf hætt meðan á meðferð með Exalief stendur.

Frjósemi

Hugsanlegar aukaverkanir eslikarbazepín asetats á frjósemi foreldra og F1 kynslóðar voru metnar hjá rottum og músum. Í rannsókn á frjósmemi hjá karl- og kvenrottum, kom fram skerðing á frjósemi hjá kvenrottum af völdum eslikarbazepín asetats. Í rannsókn á frjósemi hjá músum komu fram áhrif á þroska fóstranna; hins vegar gátu áhrif einnig stafað af fækkun gulbúa og skerðing á frjósemi komið fram með þeim hætti. Hjá músum var heildartíðni alvarlegra frávika og tíðni alvarlegra beinagrindargalla aukin. Engin áhrif á frjósemisbreytur komu fram hjá F1 rottum eða músum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Sumir sjúklingar gætu fundið fyrir svima, svefndrunga eða sjóntruflunum, einkum í upphafi meðferðar. Því skal ráðleggja sjúklingum að sú líkamlega og/eða andlega færni þeirra sem nauðsynleg er til að stjórna vélum eða aka gæti verið skert og þeim ráðlagt að gera ekki slíkt fyrr en það liggur fyrir að hæfni þeirra til slíkra verka skerðist ekki.

4.8Aukaverkanir

Í rannsóknum með samanburði við lyfleysu sem 1.192 fullorðnir sjúklingar með hlutaflog tóku þátt í (856 sjúklingar fengu meðferð með eslikarbazepín asetati og 336 fengu meðferð með lyfleysu), fundu 45,3% sjúklinga sem fengu eslikarbazepín asetat og 24,4% sjúklinga sem fengu lyfleysu fyrir aukaverkunum.

Aukaverkanir voru yfirleitt vægar til miðlungi alvarlegar og komu aðallega fram á fyrstu vikum meðferðar með eslikarbazepín asetati.

Í töflunni hér fyrir neðan eru allar aukaverkanir sem komu fram í tíðni hærri en hjá lyfleysu og komu fram hjá meira en 1 sjúklingi skráðar eftir líffæraflokkum og tíðni:

Mjög algengar ≥1/10, algengar ≥1/100 til <1/10, sjaldgæfar ≥1/1.000 til <1/100, mjög sjaldgæfar ≥1/10.000 til <1/1.000. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffæraflokkur

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

 

algengar

 

 

sjaldgæfar

Blóð og eitlar

 

 

Blóðleysi

Blóðflagnafæð,

 

 

 

 

hvítkornafæð

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi

 

Innkirtlar

 

 

Vanstarfsemi

 

 

 

 

skjaldkirtils

 

Efnaskipti og næring

 

 

Aukin matarlyst,

 

 

 

 

minnkuð matarlyst,

 

 

 

 

blóðnatríumlækkun,

 

 

 

 

ójafnvægi blóðsalta,

 

 

 

 

kröm (cachexia),

 

 

 

 

ofþornun, offita

 

Geðræn vandamál

 

 

Svefnleysi, sinnuleysi,

 

 

 

 

þunglyndi,

 

 

 

 

taugaóstyrkur, æsingur,

 

 

 

 

pirringur,

 

 

 

 

athyglisbrestur/ofvirkni,

 

 

 

 

ruglástand, skapsveiflur,

 

 

 

 

grátur,

 

 

 

 

skynhreyfihömlun,

 

 

 

 

streita, geðsjúkdómur

 

Taugakerfi

Sundl,

Höfuðverkur,

Minnisskerðing,

 

 

svefnhöfgi

óeðlileg samhæfing,

jafnvægistruflanir,

 

 

 

einbeitingartruflanir,

minnisleysi, svefnsækni,

 

 

 

skjálfti

sefjun, málstol,

 

 

 

 

tilfinningartruflun,

 

 

 

 

trufluð vöðvaspenna,

 

 

 

 

svefnhöfgi, lyktarglöp,

 

 

 

 

ójafnvægi í ósjálfráða

 

 

 

 

taugakerfinu,

 

 

 

 

hnykilslingur (cerebellar

 

 

 

 

ataxia), hnykils

 

 

 

 

heilkenni (cerebellar

 

 

 

 

syndrome), þankippa

 

 

 

 

krampi (grand mal),

 

 

 

 

úttaugakvilli, truflanir á

 

 

 

 

takti svefnfasa, augntin,

 

 

 

 

taltruflanir, tormæli,

 

 

 

 

snertiskynsminnkun,

 

 

 

 

skert bragðskyn,

 

 

 

 

sviðatilfinning

 

Augu

 

Tvísýni*, óskýr sjón

Sjóntruflanir,

 

 

 

 

sveiflusýni (oscillopsia),

 

 

 

 

hreyfitruflun í báðum

 

 

 

 

augum, blóðaukning í

 

 

 

 

auga (ocular

 

 

 

 

hyperaemia),

 

 

 

 

augnrykkir, augnverkur

 

Eyru og völundarhús

 

Svimi

Eyrnaverkur,

 

 

 

 

heyrnarskerðing,

 

 

 

 

eyrnasuð

 

Hjarta

 

 

Hjartsláttarónot,

 

 

 

 

hægsláttur,

 

 

 

 

skútahægsláttur (sinus

 

 

 

 

bradycardia)

 

Æðar

 

 

Háþrýstingur,

 

 

 

 

lágþrýstingur,

 

 

 

 

réttstöðulágþrýstingur

 

Öndunarfæri,

 

 

Raddtruflun, blóðnasir,

 

brjósthol og miðmæti

 

 

brjóstverkur

 

Meltingarfæri

 

Ógleði, uppköst,

Meltingartruflanir,

 

 

 

niðurgangur

magabólga, kviðverkir,

 

 

 

 

munnþurrkur, óþægindi

 

 

 

 

í kvið, þaninn kviður,

 

 

 

 

skeifugarnarbólga,

 

 

 

 

uppmagálsóþægindi,

 

 

 

 

ofvöxtur í tannholdi,

 

 

 

 

tannholdsbólga, iðraólga

 

 

 

 

(irritable bowel

 

 

 

 

syndrome), svartar

 

 

 

 

hægðir,

 

 

 

 

kyngingarsársauki,

 

 

 

 

óþægindi í maga,

 

 

 

 

munnbólga, tannverkur

 

Lifur og gall

 

 

Lifrartruflanir

 

Húð og undirhúð

 

Útbrot

Skalli, þurr húð, ofsviti,

 

 

 

 

roðaþot, naglakvilli,

 

 

 

 

húðkvilli

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

Vöðvaverkur,

 

 

 

 

bakverkur, hálsverkur

 

Nýru og þvagfæri

 

 

Næturþvaglát,

 

 

 

 

þvagfærasýking

 

Æxlunarfæri og brjóst

 

 

Óreglulegar

 

 

 

 

tíðablæðingar

 

Almennar

 

Þreyta, truflanir á

Máttleysi, lasleiki,

 

aukaverkanir og

 

göngulagi

kuldahrollur, bjúgur í

 

aukaverkanir á

 

 

útlimum, aukaverkanir,

 

íkomustað

 

 

kuldi í útlimum

 

Rannsóknaniðurstöður

 

 

Lækkun blóðþrýstings,

 

 

 

 

þyngdartap, lækkun

 

 

 

 

þanbilsþrýstings,

 

 

 

 

hækkun blóðþrýstings,

 

 

 

 

lækkun

 

 

 

 

slagbilsþrýstings,

 

 

 

 

blóðnatríumlækkun,

 

 

 

 

lækkuð blóðkornaskil,

 

 

 

 

lækkun blóðrauða, aukin

 

 

 

 

hjartsláttartíðni, hækkun

 

 

 

 

transamínasa, hækkun

 

 

 

 

þríglýseríða, lækkun

 

 

 

 

óbundins þrí-joðtýroníns

 

 

 

 

(T3), lækkun óbundins

 

 

 

 

týroxíns (T4)

 

Áverkar og eitranir

 

 

Lyfjaeitrun, fall, áverkar

 

 

 

 

á liðum, eitranir,

 

húðskaði

*Oftar var greint frá tvísýni, óeðlilegri samhæfingu og sundli hjá sjúklingum í samhliða meðferð með karbamazepíni og eslikarbazepín asetati í rannsóknum með samanburði við lyfleysu.

Noktun eslikarbazepín asetats tengist lengingu á PR bili. Aukaverkanir tengdar lengingu PR bils (t.d. gátta- sleglarof, yfirlið, hægsláttur) gætu komið fram. Ekki hefur komið fram gátta- sleglarof af annarri gráðu eða hærri hjá sjúklingum í meðferð með eslikarbazepín asetati.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir svo sem beinmergsbæling, bráðaofnæmisviðbrögð, alvarleg viðbrögð í húð (t.d. Stevens-Johnson heilkenni), almennur helluroði eða alvarlegar hjartsláttartruflanir komu ekki fram í rannsóknunum með samanburði við lyfleysu í flogaveikiáætluninni fyrir eslikarbazepín asetat.

Hins vegar hefur verið greint frá þeim fyrir oxkarbazepín. Því er ekki hægt að útiloka að þær komi fram við meðferð með Exalief.

4.9Ofskömmtun

Einkenni frá miðtaugakerfi svo sem svimi, óstöðugt göngulag og helftarlömun (hemiparesis) hafa komið fram við ofskömmtun Exalief fyrir slysni. Ekkert sértækt mótefni er þekkt. Veita skal viðeigandi einkennabundna stuðningsmeðferð. Umbrotsefni eslikarbazepín asetats er hægt að hreinsa með blóðskilun á árangursríkan hátt, ef nauðsyn krefur (sjá kafla 5.2).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Flogaveikilyf, karboxamíðafleiður, ATC flokkur: N03AF04.

Verkunarháttur

Verkunarháttur eslikarbazepín asetats er ekki þekktur nákvæmlega. Raflífeðlisfræðilegar rannsóknir in vitro benda hins vegar til að bæði eslikarbazepín asetat og umbrotsefni þess auki stöðugleika óvirkra spennustýrðra natríum ganga, komi í veg fyrir að þau fari aftur í virkt ástand og viðhaldi þannig endurteknum taugaboðum.

Lyfhrif

Eslikarbazepín asetat og virk umbrotsefni þess komu í veg fyrir þróun floga í forklínískum líkönum til að spá fyrir um krampaleysandi verkun hjá mönnum. Lyfjafræðileg verkun eslikarbazepín asetats hjá mönnum er aðallega fyrir tilstilli virka umbrotsefnisins eslikarbazepíns.

Klínísk verkun og öryggi

Sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi eslikarbazepín asetats í þremur 3. stigs tvíblindum rannsóknum með samanburði við lyfleysu hjá 1.049 fullorðnum sjúklingum með hlutaflog sem ekki hefur tekist að stjórna með einu til þremur flogaveikilyfjum samhliða. Samhliða notkun oxkarbazepíns og felbamats var ekki leyfð í þessum rannsóknum. Eslikarbazepín asetat var prófað í skömmtum sem voru 400 mg, 800 mg og 1200 mg einu sinni á dag. Eslikarbazepín asetat 800 mg einu sinni á dag og 1200 mg einu sinni á dag voru marktækt virkari en lyfleysa við að lækka tíðni floga á 12 vikna viðhaldstímabili. Hlutfall einstaklinga með 50% lækkun í tíðni floga í öllum 3. stigs rannsóknunum var 19% fyrir lyfleysu, 21% fyrir eslikarbazepín asetat 400 mg, 34% fyrir eslikarbazepín asetat

800 mg og 36% fyrir eslikarbazepín asetat 1200 mg á dag.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eslikarbazepín asetati er að verulegu leyti breytt í eslikarbazepín. Eftir inntöku helst þéttni eslikarbazepín asetats í plasma yfirleitt undir magngreiningarmörkum. Tmax fyrir eslikarbazepín næst 2

til 3 klst. eftir inntöku. Gera má ráð fyrir miklu aðgengi vegna þess að magn umbrotsefna sem finnst í þvagi svarar til meira en 90% af skammti eslikarbazepín asetats.

Dreifing

Próteinbinding eslikarbazepíns í plasma er tiltölulega lítil (<40%) og óháð þéttni. In vitro rannsóknir hafa sýnt að warfarín, díazepam, digoxín, fenýtóín og tolbútamíð höfðu ekki marktæk áhrif á próteinbindingu í plasma. Návist eslikarbazepíns hafði ekki marktæk áhrif á bindingu warfaríns, díazepams, digoxíns, fenýtóíns og tolbútamíðs.

Umbrot

Eslikarbazepín asetat er umbrotið hratt og að verulegu marki í virka aðalumbrotsefnið eslikarbazepín með vatnsrofi í fyrstu umferð um lifur. Hármarksþéttni í plasma (Cmax) fyrir eslikarbazepín næst 2-3 klst. eftir inntöku og jafnvægisþéttni í plasma er náð eftir 4 til 5 daga við skömmtun einu sinni á dag, sem er í samræmi við virkan helmingunartíma á bilinu 20-24 klst. Í rannsóknum hjá heilbrigðum einstaklingum og fullorðnum sjúklingum með flogaveiki, virtist helmingunartími eslikarbazepín vera annars vegar 10-20 klst. og hins vegar 13-20 klst. Minniháttar umbrotsefni í plasma eru R-líkarbazepín og oxkarbazepín, sem sýnt var fram á að væru virk og einnig eslikarbazepín asetat, R-líkarbazepín, og oxkarbazepín tengd glúkúrónsýru.

Eslikarbazepín asetat hefur ekki áhrif á eigin umbrot eða úthreinsun.

Í rannsóknum með eslikarbazepíni í nýjum lifrarfrumum úr mönnum kom fram væg virkjun glúkúróníðtengingar fyrir tilstilli UGT1A1.

Útskilnaður

Umbrotsefni eslikarbazepín asetats eru skilin út úr blóðrásinni aðallega með útskilnaði um nýru, óbreytt og glúkúróníðtengd. Eslikarbazepín og glúkúróníð þess svara alls til yfir 90% af öllum umbrotsefnum sem skilin eru út í þvagi, um tveir þriðju í óbreyttu formi og einn þriðji glúkúróníðtengdur.

Línuleg/ólínuleg

Lyfjahvörf eslikarbazepíns eru línuleg og skammtaháð á bilinu 400-1200 mg bæði hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum.

Aldraðir (eldri en 65 ára)

Lyfjahvörf eslikarbazepín asetats verða ekki fyrir áhrifum hjá öldruðum sjúklingum með kreatínín úthreinsun > 60 ml/mín (sjá kafla 4.2).

Skert nýrnastarfsemi

Umbrotsefni eslikarbazepín asetats eru skilin út úr blóði aðallega með útskilnaði um nýru. Rannsókn hjá sjúklingum með væga til alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi sýndi að úthreinsun er háð nýrnastarfsemi. Skammtaaðlögun er ráðlögð meðan á meðferð með Exalief stendur hjá sjúklingum með kreatínín úthreinsun < 60 ml/mín (sjá kafla 4.2).

Blóðskilun fjarlægir umbrotsefni eslikarbazepín asetats úr plasma.

Skert lifrarstarfsemi

Lyfjahvörf og umbrot eslikarbazepín asetats voru metin hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með miðlungi mikla skerðingu á lifrarstarfsemi eftir endurtekna skammta til inntöku. Miðlungi mikil skerðing á lifrarstarfsemi hafði ekki áhrif á lyfjahvörf eslikarbazepín asetats. Engin skammtaaðlögun er ráðlögð hjá sjúklingum með væga til miðlungi mikla skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2).

Lyfjahvörf eslikarbazepíns hafa ekki verið metin hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Kyn

Rannsóknir hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum sýndu að kyn hefur ekki áhrif á lyfjahvörf eslikarbazepíns asetats.

5.3Forklínískar upplýsingar

Aukaverkanir sem komu fram í dýrarannsóknum urðu við útsetningu sem var töluvert lægri en útsetning fyrir eslikarbazepíni (virka aðalumbrotsefni eslikarbazepín asetats) við klíníska notkun. Öryggismörk byggð á samanburði á útsetningu liggja því ekki fyrir.

Vísbendingar um eiturverkun á taugar kom fram í rannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá rottum, en kom ekki fram í rannsóknum hjá músum eða hundum og er í samræmi við versnun sjálfvakins, langvinns, framsækins nýrnasjúkdóms hjá þessari tegund.

Vefjaauki í lifrarblöðum (liver centrilobular hypertrophy) kom fram í rannsóknum á eiturverkunum við endurtekna skammta hjá músum og rottum og aukin tíðni lifraræxla kom fram í rannsókninni á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá músum; þessar niðurstöður eru í samræmi við örvun ensíma lifrarfrymisagna, áhrif sem ekki hafa komið fram hjá sjúklingum sem fengið hafa eslikarbazepín asetat.

Rannsóknir á eiturverkunum á erfðaefni með eslikarbazepín asetati benda ekki til sérstakrar hættu fyrir menn.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Póvidón K 29/32

Natríumkroskarmellósi

Magnesíumsterat

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Exalief 400 mg töflum er pakkað í ál/ál eða ál/PVC þynnur í pappaöskjum sem innihalda 7, 14 eða 28 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

BIAL - Portela & Cª , SA

À Av. da Siderurgia Nacional 4745-457 S. Mamede do Coronado –Portúgal sími: +351 22 986 61 00

fax: +351 22 986 61 99 netfang: info@bial.com

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/520/001-006

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markadsleyfis: 21/04/2009

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Exalief 600 mg töflur.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 600 mg af eslikarbazepín asetati.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Tafla.

Hvítar ílangar töflur, merktar með ‘ESL 600’ á annarri hliðinni og með deiliskoru á hinni. Töflunni má skipta í jafna helminga.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Exalief er ætlað sem víðbótarmeðferð hjá fullorðnum með staðbundin hlutaflog, með eða án síðkominna krampaalfloga.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Exalief skal bæta við krampaleysandi meðferð sem er til staðar. Ráðlagður upphafsskammtur er

400 mg einu sinni á dag, sem skal auka í 800 mg einu sinni á dag eftir eina eða tvær vikur. Skammtinn má hækka í 1200 mg einu sinni á dag, í samræmi við einstaklingsbundna svörun (sjá kafla 5.1).

Aldraðir (eldri en 65 ára)

Gæta skal varúðar við meðferð aldraðra sjúklinga þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir varðandi öryggi notkunar Exalief hjá þessum sjúklingum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Exalief hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi og aðlaga skammtinn samkvæmt kreatínínúthreinsun (CLCR) á eftirfarandi hátt:

-CLCR >60 ml/mín: Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg

-CLCR 30-60 ml/mín: Upphafsskammtur er 400 mg annan hvern dag í 2 vikur, fylgt eftir með

400 mg skammti einu sinni á dag. Skammta má hins vegar hækka, samkvæmt einstaklingsbundinni svörun

-CLCR < 30 ml/mín: Notkun er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi vegna ófullnægjandi gagna.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg hjá sjúklingum með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi. Lyfjahvörf eslikarbazepíns hafa ekki verið metin hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4 og 5.2) og notkun því ekki ráðlögð hjá þannig sjúklingum.

Lyfjagjöf

Exalief má taka með eða án fæðu.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum karboxamíðafleiðum (t.d. karbamazepíni, oxkabazepíni) eða einhverju hjálparefnanna.

Þekkt gátta- sleglarof af annarri eða þriðju gráðu.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Exalief hefur verið tengt aukaverkunum á miðtaugakerfi, svo sem svima og svefndrunga, sem gæti valdið því að fólk slasi sig oftar.

Exalief getur dregið úr virkni hormónagetnaðarvarnarlyfja. Mælt er með notkun annarra getnaðarvarna sem ekki eru hormónar til viðbótar meðan á notkun Exalief stendur (sjá kafla 4.5 og 4.6).

Ef hætta á notkun Exalief, er ráðlagt að gera það smám saman, eins og á við um önnur lyf gegn flogaveiki, til að lágmarka hættu á aukinni tíðni floga.

Samhliða notkun Exalief og oxkarbazepíns er ekki ráðlögð, þar sem þetta gæti valdið of mikilli útsetningu fyrir virku umbrotsefnunum.

Engin reynsla er af því að hætta notkun flogaveikilyfja sem notuð hafa verið samhliða meðan á Exalief meðferð stendur (skipta yfir á einlyfjameðferð).

Útbrot komu fram sem aukaverkun hjá 1,1% af heildarþýði sem meðhöndlað var með Exalief í rannsóknum á notkun lyfsins með öðrum lyfjum, í samanburði við lyfleysu, hjá sjúklingum með flogaveiki. Ef einkenni ofnæmis koma fram verður að hætta notkun Exalief.

Ekki hefur verið greint frá neinum tilfellum af alvarlegum viðbrögðum í húð við notkun eslikarbazepín asetats. Sýnt hefur verið fram á að HLA-B*1502 samsæta sem finnst í einstaklingum frá Kína (Han Kínverjum) og Tælandi tengist verulega hættu á að fá Stevens-Johnson heilkenni við meðferð með karbamazepíni. Því ætti að alltaf skima fyrir þessari samsætu hjá Han Kínverjum og Tælendingum þegar það er mögulegt áður en meðferð með karbamaexpíni eða efnafræðilega skyldum lyfjum er hafin. Hjá öðrum kynstofnum eru hverfandi líkur á að HLA-B*1502 samsætan sé til staðar. HLA-B*1502 samsætan tengist ekki Stevens-Johanson heilkenni hjá hvíta kynstofninum.

Greint hefur verið frá blóðnatríumlækkun sem aukaverkun hjá innan við 1% sjúklinga í meðferð með Exalief. Blóðnatríumlækkun er í flestum tilvikum einkennalaus, hins vegar geta fylgt henni klínísk einkenni svo sem versnandi flog, rugl, skert meðvitund. Tíðni blóðnatríumlækkunar jókst við hækkun skammts af eslikarbazepín asetati. Hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm fyrir, sem veldur blóðnatríumlækkun, eða hjá sjúklingum í samhliða meðferð með lyfjum sem geta sjálf valdið blóðnatríumlækkun (t.d. þvagræsilyfjum, desmópressíni), ætti að kanna þéttni natríums í sermi fyrir og meðan á meðferð með eslikarbazepín asetati stendur. Einnig ætti að mæla þéttni natríums í sermi ef klínísk einkenni blóðnatríumlækkunar koma fram. Auk þessa skal mæla þéttni natríums við reglubundnar rannsóknir. Ef klínískt mikilvæg blóðnatríumlækkun kemur fram skal hætta notkun Exalief.

Áhrif Exalief á frumkomin alflog hafa ekki verið rannsökuð. Notkun er því ekki ráðlögð hjá þannig sjúklingum.

Lengingar á PR bili hafa komið fram í klínískum rannsóknum á eslikarbazepín asetati. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með sjúkdóma (t.d. lága þéttni týroxíns, leiðslutruflanir í hjarta), eða við samhliða notkun lyfja, sem vitað er að tengjast lengingu PR bils.

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi og aðlaga skal skamtinn að kretatínínúthreinsun (sjá kafla 4.2). Notkun er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með CLCR < 30 ml/mín vegna skorts á gögnum.

Þar sem klínísk gögn takmarkast við sjúklinga með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og gögn varðandi lyfjahvörf og klínísk gögn vantar fyrir sjúklinga með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi, skal gæta varúðar við notkun Exalief hjá sjúklingum með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og hún er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Greint hefur verið frá sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun hjá sjúklingum í meðferð með virkum efnum gegn flogaveiki vegna ýmissa ábendinga. Safngreining á slembuðum rannsóknum á flogaveikilyfjum, í samanburði við lyfleysu, sýndi einnig örlítið aukna hættu á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun. Ekki er vitað hvað veldur þessari hættu og fyrirliggjandi upplýsingar útiloka ekki hugsanlega aukna áhættu í tengslum við notkun eslikarbazepín asetats. Því skal fylgjast með sjúklingum m.t.t. einkenna um sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun og viðeigandi meðferð íhuguð. Sjúklingum (og umönnunaraðilum sjúklinga) skal ráðlagt að leita ráða hjá lækni ef fram koma einkenni um sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

Eslikarbazepín asetati er að verulegu leyti umbreytt í eslikarbazepín, sem hverfur brott aðallega með glúkúróníðsamtengingu. In vitro er eslikarbazepín vægur örvi CYP3A4 og UDP-glúkúrónýl transferasa. In vivo sýndi eslikarbazepín örvandi áhrif á umbrot lyfja sem aðallega hverfa brott með umbrotum fyrir tisltilli CYP3A4. Því gæti þurft að hækka skammtinn af lyfjum sem eru umbrotin aðallega fyrir tilstilli CYP3A4, við notkun samhliða Exalief. Eslikarbazepín gæti því in vivo haft örvandi áhrif á umbrot lyfja sem aðallega hverfa brott með samtengingu fyrir tilstilli UDP-glúkúrónýl transferasa. Við upphaf eða lok meðferðar með Exalief eða við breytingar á skömmtum, getur það tekið 2 til 3 vikur að ná hinu nýja marki ensímvirkni. Þessa töf þarf að hafa í huga þegar Exalief er notað rétt fyrir eða samhliða öðrum lyfjum sem krefjast skammtaaðlögunar við gjöf samhliða Exalief. Eslikarbazepín hefur hindrandi eiginleika gagnvart CYP2C19. Milliverkanir geta þannig komið fram við samhliða gjöf hárra skammta af eslikarbazepín asetati og lyfja sem eru umbrotin aðallega af CYP2C19.

Milliverkanir við önnur flogaveikilyf

Karbamazepín

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum, leiddi samhliða gjöf eslikarbazepín asetats 800 mg einu sinni á dag og karbamazepíns 400 mg tvisvar á dag til 32% meðallækkunar í útsetningu fyrir virka umbrotsefninu eslikarbazepíni, líklegast af völdum örvunar á samtengingu við glúkúrónið. Engin breyting varð á útsetningu fyrir karbamazepíni eða umbrotsefni þess, karbamazepín-epoxíði kom fram. Skammtinn af Exalief gæti þurft að hækka í samræmi við einstaklingsbundna svörun ef það er notað samhliða kabamazepíni. Niðurstöður úr rannsóknum hjá sjúklingum sýndu að samhliða meðferð jók hættuna á eftirfarandi aukaverkunum: tvísýni (11,4% sjúklinga sem fengu karbamazepín samhliða, 2,4% sjúklinga án samhliða notkunar karbamazepíns), óeðlileg samhæfing (6,7% sjúklinga sem fengu karbamazepín samhliða, 2,7% sjúklinga án samhliða notkunar karbamazepíns) og sundl (30,0% sjúklinga sem fengu karbamazepín samhliða, 11,5% sjúklinga án samhliða notkunar karbamazepíns). Ekki er hægt að útiloka hættu á aukningu annarra sértækra aukaverkana af völdum samhliða notkunar karbamazepíns og eslikarbazepín asetats.

Fenýtóín

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum, leiddi samhliða gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni á dag og fenýtóíns til 31-33% meðallækkunar á útsetningu fyrir virka umbrotsefninu eslikarbazepíni, líklegast vegna örvunar glúkúróníðtengingar og 31-35% meðalhækkunar á útsetningu fyrir fenýtóíni, líklegast vegna hindrunar CYP2C19. Því gæti þurft að hækka skammtinn af Exalief og lækka skammtinn af fenýtóíni, samkvæmt einstaklingsbundinni svörun.

Lamótrigín

Glúkúróníðtenging er megin umbrotsferill bæði eslikarbazepíns og lamótrigíns og því mætti búast við milliverkun. Rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum með eslikarbazepín asetati 1200 mg einu sinni á dag sýndi að meðaltali væga lyfjahvarfamilliverkun (útsetning lamótrigíns lækkaði um 15%) á milli eslikarbazepín asetats og lamótrigíns og því er skammtaaðlögun ekki nauðsynleg. Vegna einstaklingsbundins breytileika gætu áhrifin hins vegar haft klíníska þýðingu hjá sumum einstaklingum.

Tópíramat

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum olli samhliða gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni

ádag og tópíramats ekki neinni marktækri breytingu á útsetningu fyrir eslikarbazepíni, en 18% lækkun

áútsetningu fyrir tópíramati, líklegast vegna skerts aðgengis topíramats. Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg.

Valpróat og levetíracetam

Greining á lyfjahvörfum hjá fullorðnum sjúklingum með flogaveiki, í 3. stigs rannsóknum bendir til að samhliða gjöf valpróats eða levetíracetams hafi ekki áhrif á útsetningu fyrir eslikarbazepíni, en það hefur ekki verið staðfest með hefðbundum rannsóknum á milliverkunum.

Önnur lyf

Getnaðarvarnarlyf til inntöku

Við gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni á dag hjá konum sem notuðu samsett getnaðarvarnarlyf til inntöku kom fram 37% meðallækkun á almennri útsetningu fyrir levonorgestrel og 42% fyrir etínýlestradíóli, líklegast vegna örvunar CYP3A4. Konur á barneignaraldri þurfa því að nota viðeigandi getnaðarvarnir meðan á meðferð með Exalief stendur og allt að lokum yfirstandandi tíðahrings þegar meðferð er hætt (sjá kafla 4.4 og 4.6).

Simvastatín

Rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum sýndi 50% meðallækkun í almennri (systemic) útsetningu fyrir simvastatíni við gjöf samhliða eslikarbazepín asetati 800 mg einu sinni á dag, sennilega af völdum örvunar CYP3A4. Hækka gæti þurft skammtinn af simvastatíni við notkun samhliða eslikarbazepín asetati.

Warfarín

Við samhliða gjöf eslikarbazepíns asetats 1200 mg einu sinni á dag og warfaríns kom fram lítil (23%) en tölfræðilega marktæk lækkun á útsetningu fyrir S-warfaríni. Engin áhrif komu fram á lyfjahvörf R-warfaríns eða blóðstorknun. Vegna einstaklingsbundins breytileika í milliverkuninni, skal hins vegar fylgjast sérstaklega með INR á fyrstu vikunum eftir að samhliða meðferð með warfaríni og eslikarbazepín asetati er hafin, eða henni hætt.

Digoxín

Engin áhrif komu fram í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum, við gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni á dag, á lyfjahvörf digoxíns, sem bendir til þess að eslikarbazepín asetat hafi engin áhrif á P-glýkóflutningspróteinið.

Mónóamínoxidasa hemlar (MAO-hemlar)

Vegna byggingarlegra tengsla eslikarbazepín asetats og þríhringlaga þunglyndislyfja, er milliverkun á milli eslikarbazepíns og MAO-hemla fræðilega hugsanleg.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Hætta tengd flogaveiki og flogaveikilyfjum almennt

Sýnt hefur verið fram á að tíðni vansköpunar hjá börnum kvenna með flogaveiki er tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau um það bil 3% sem eru til staðar í almennu þýði. Oftast er greint frá skarði í vör, hjartagöllum og göllum í taugapíplum. Fjöllyfjameðferð gegn flogaveiki gæti tengst hærri tíðni fæðingargalla en einlyfjameðferð, því er mikilvægt að einlyfjameðferð sé ávallt beitt ef unnt er. Konur

sem líklegt er að verði þungaðar, eða eru á barneignaraldri skulu fá sérfræðiráðgjöf. Endurskoða skal þörf á flogaveikimeðferð þegar kona ætlar að verða þunguð. Ekki skal hætta meðferð við flogaveiki skyndilega, þar sem það getur valdið gegnumbrotsflogum sem gætu haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir móður og barn.

Meðganga

Engin gögn liggja fyrir varðandi notkun eslikarbazepín asetats hjá þunguðum konum. Rannsóknir hjá dýrum hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá Frjósemi). Ef konur sem taka eslikarazepín asetat verða þungaðar eða ætla að verða þungaðar skal notkun Exalief vandlega endurmetin. Nota ætti lægstu virku skammta og einlyfjameðferð alltaf þegar það er hægt, a.m.k. fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar. Sjúklingar skulu fá ráðgjöf varðandi hugsanlega aukna hættu á fæðingargöllum og boðin fósturskimun.

Eftirlit og forvarnir

Flogaveikilyf geta valdið fólínsýruskorti, sem hugsanlega á þátt í að valda fósturskemmdum. Mælt er með töku fólínsýru fyrir og á meðgöngu. Þar sem verkun þessa fæðubótarefnis er ekki sönnuð, er einnig hægt að bjóða konum í viðbótarmeðferð með fólínsýru sértæka fósturgreiningu.

Hjá nýburanum

Greint hefur verið frá blæðingatruflunum hjá nýburum af völdum flogaveikilyfja. Sem varnandi meðferð skal gefa K1 vítamín á síðustu vikum meðgöngu og síðan nýburanum.

Konur á barneignaraldri/getnaðarvarnir

Eslikarbazepín asetat dregur úr verkun getnaðarvarnarlyfja til inntöku. Því skal nota aðra virka og örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og til loka yfirstandandi tíðahrings þegar meðferð er hætt.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort eslikarbazepín asetat skilst út í brjóstamjólk hjá konum. Eslikarbazepín hefur reynst skiljast út í móðurmjólk í dýrarannsóknum. Þar sem ekki er hægt að útiloka áhættu fyrir brjóstmylkinginn skal brjóstagjöf hætt meðan á meðferð með Exalief stendur.

Frjósemi

Hugsanlegar aukaverkanir eslikarbazepín asetats á frjósemi foreldra og F1 kynslóðar voru metnar hjá rottum og músum. Í rannsókn á frjósmemi hjá karl- og kvenrottum, kom fram skerðing á frjósemi hjá kvenrottum af völdum eslikarbazepín asetats. Í rannsókn á frjósemi hjá músum komu fram áhrif á þroska fóstranna; hins vegar gátu áhrif einnig stafað af fækkun gulbúa og skerðing á frjósemi komið fram með þeim hætti. Hjá músum var heildartíðni alvarlegra frávika og tíðni alvarlegra beinagrindargalla aukin. Engin áhrif á frjósemisbreytur komu fram hjá F1 rottum eða músum.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Sumir sjúklingar gætu fundið fyrir svima, svefndrunga eða sjóntruflunum, einkum í upphafi meðferðar. Því skal ráðleggja sjúklingum að sú líkamlega og/eða andlega færni þeirra sem nauðsynleg er til að stjórna vélum eða aka gæti verið skert og þeim ráðlagt að gera ekki slíkt fyrr en það liggur fyrir að hæfni þeirra til slíkra verka skerðist ekki.

4.8 Aukaverkanir

Í rannsóknum með samanburði við lyfleysu sem 1.192 fullorðnir sjúklingar með hlutaflog tóku þátt í (856 sjúklingar fengu meðferð með eslikarbazepín asetati og 336 fengu meðferð með lyfleysu), fundu 45,3% sjúklinga sem fengu eslikarbazepín asetat og 24,4% sjúklinga sem fengu lyfleysu fyrir aukaverkunum.

Aukaverkanir voru yfirleitt vægar til miðlungi alvarlegar og komu aðallega fram á fyrstu vikum meðferðar með eslikarbazepín asetati.

Í töflunni hér fyrir neðan eru allar aukaverkanir sem komu fram í tíðni hærri en hjá lyfleysu og komu fram hjá meira en 1 sjúklingi skráðar eftir líffæraflokkum og tíðni:

Mjög algengar ≥1/10, algengar ≥1/100 til <1/10, sjaldgæfar ≥1/1.000 til <1/100, mjög sjaldgæfar ≥1/10.000 til <1/1.000. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffæraflokkur

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

 

algengar

 

 

sjaldgæfar

Blóð og eitlar

 

 

Blóðleysi

Blóðflagnafæð,

 

 

 

 

hvítkornafæð

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi

 

Innkirtlar

 

 

Vanstarfsemi

 

 

 

 

skjaldkirtils

 

Efnaskipti og næring

 

 

Aukin matarlyst,

 

 

 

 

minnkuð matarlyst,

 

 

 

 

blóðnatríumlækkun,

 

 

 

 

ójafnvægi blóðsalta,

 

 

 

 

kröm (cachexia),

 

 

 

 

ofþornun, offita

 

Geðræn vandamál

 

 

Svefnleysi, sinnuleysi,

 

 

 

 

þunglyndi,

 

 

 

 

taugaóstyrkur, æsingur,

 

 

 

 

pirringur,

 

 

 

 

athyglisbrestur/ofvirkni,

 

 

 

 

ruglástand, skapsveiflur,

 

 

 

 

grátur,

 

 

 

 

skynhreyfihömlun,

 

 

 

 

streita, geðsjúkdómur

 

Taugakerfi

Sundl,

Höfuðverkur,

Minnisskerðing,

 

 

svefnhöfgi

óeðlileg samhæfing,

jafnvægistruflanir,

 

 

 

einbeitingartruflanir,

minnisleysi, svefnsækni,

 

 

 

skjálfti

sefjun, málstol,

 

 

 

 

tilfinningartruflun,

 

 

 

 

trufluð vöðvaspenna,

 

 

 

 

svefnhöfgi, lyktarglöp,

 

 

 

 

ójafnvægi í ósjálfráða

 

 

 

 

taugakerfinu,

 

 

 

 

hnykilslingur (cerebellar

 

 

 

 

ataxia), hnykils

 

 

 

 

heilkenni (cerebellar

 

 

 

 

syndrome), þankippa

 

 

 

 

krampi (grand mal),

 

 

 

 

úttaugakvilli, truflanir á

 

 

 

 

takti svefnfasa, augntin,

 

 

 

 

taltruflanir, tormæli,

 

 

 

 

snertiskynsminnkun,

 

 

 

 

skert bragðskyn,

 

 

 

 

sviðatilfinning

 

Augu

 

Tvísýni*, óskýr sjón

Sjóntruflanir,

 

 

 

 

sveiflusýni (oscillopsia),

 

 

 

 

hreyfitruflun í báðum

 

 

 

 

augum, blóðaukning í

 

 

 

 

auga (ocular

 

 

 

 

hyperaemia),

 

 

 

 

augnrykkir, augnverkur

 

Eyru og völundarhús

 

Svimi

Eyrnaverkur,

 

 

 

 

heyrnarskerðing,

 

 

 

 

 

 

 

 

eyrnasuð

 

Hjarta

 

 

Hjartsláttarónot,

 

 

 

 

hægsláttur,

 

 

 

 

skútahægsláttur (sinus

 

 

 

 

bradycardia)

 

Æðar

 

 

Háþrýstingur,

 

 

 

 

lágþrýstingur,

 

 

 

 

réttstöðulágþrýstingur

 

Öndunarfæri,

 

 

Raddtruflun, blóðnasir,

 

brjósthol og miðmæti

 

 

brjóstverkur

 

Meltingarfæri

 

Ógleði, uppköst,

Meltingartruflanir,

 

 

 

niðurgangur

magabólga, kviðverkir,

 

 

 

 

munnþurrkur, óþægindi

 

 

 

 

í kvið, þaninn kviður,

 

 

 

 

skeifugarnarbólga,

 

 

 

 

uppmagálsóþægindi,

 

 

 

 

ofvöxtur í tannholdi,

 

 

 

 

tannholdsbólga, iðraólga

 

 

 

 

(irritable bowel

 

 

 

 

syndrome), svartar

 

 

 

 

hægðir,

 

 

 

 

kyngingarsársauki,

 

 

 

 

óþægindi í maga,

 

 

 

 

munnbólga, tannverkur

 

Lifur og gall

 

 

Lifrartruflanir

 

Húð og undirhúð

 

Útbrot

Skalli, þurr húð, ofsviti,

 

 

 

 

roðaþot, naglakvilli,

 

 

 

 

húðkvilli

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

Vöðvaverkur,

 

 

 

 

bakverkur, hálsverkur

 

Nýru og þvagfæri

 

 

Næturþvaglát,

 

 

 

 

þvagfærasýking

 

Æxlunarfæri og brjóst

 

 

Óreglulegar

 

 

 

 

tíðablæðingar

 

Almennar

 

Þreyta, truflanir á

Máttleysi, lasleiki,

 

aukaverkanir og

 

göngulagi

kuldahrollur, bjúgur í

 

aukaverkanir á

 

 

útlimum, aukaverkanir,

 

íkomustað

 

 

kuldi í útlimum

 

Rannsóknaniðurstöður

 

 

Lækkun blóðþrýstings,

 

 

 

 

þyngdartap, lækkun

 

 

 

 

þanbilsþrýstings,

 

 

 

 

hækkun blóðþrýstings,

 

 

 

 

lækkun

 

 

 

 

slagbilsþrýstings,

 

 

 

 

blóðnatríumlækkun,

 

 

 

 

lækkuð blóðkornaskil,

 

 

 

 

lækkun blóðrauða, aukin

 

 

 

 

hjartsláttartíðni, hækkun

 

 

 

 

transamínasa, hækkun

 

 

 

 

þríglýseríða, lækkun

 

 

 

 

óbundins þrí-joðtýroníns

 

 

 

 

(T3), lækkun óbundins

 

 

 

 

týroxíns (T4)

 

Áverkar og eitranir

 

 

Lyfjaeitrun, fall, áverkar

 

 

 

 

á liðum, eitranir,

 

 

 

 

húðskaði

 

*Oftar var greint frá tvísýni, óeðlilegri samhæfingu og sundli hjá sjúklingum í samhliða meðferð með karbamazepíni og eslikarbazepín asetati í rannsóknum með samanburði við lyfleysu.

Noktun eslikarbazepín asetats tengist lengingu á PR bili. Aukaverkanir tengdar lengingu PR bils (t.d. gátta- sleglarof, yfirlið, hægsláttur) gætu komið fram. Ekki hefur komið fram gátta- sleglarof af annarri gráðu eða hærri hjá sjúklingum í meðferð með eslikarbazepín asetati.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir svo sem beinmergsbæling, bráðaofnæmisviðbrögð, alvarleg viðbrögð í húð (t.d. Stevens-Johnson heilkenni), almennur helluroði eða alvarlegar hjartsláttartruflanir komu ekki fram í rannsóknunum með samanburði við lyfleysu í flogaveikiáætluninni fyrir eslikarbazepín asetat.

Hins vegar hefur verið greint frá þeim fyrir oxkarbazepín. Því er ekki hægt að útiloka að þær komi fram við meðferð með Exalief.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni frá miðtaugakerfi svo sem svimi, óstöðugt göngulag og helftarlömun (hemiparesis) hafa komið fram við ofskömmtun Exalief fyrir slysni. Ekkert sértækt mótefni er þekkt. Veita skal viðeigandi einkennabundna stuðningsmeðferð. Umbrotsefni eslikarbazepín asetats er hægt að hreinsa með blóðskilun á árangursríkan hátt, ef nauðsyn krefur (sjá kafla 5.2).

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Flogaveikilyf, karboxamíðafleiður, ATC flokkur: N03AF04.

Verkunarháttur

Verkunarháttur eslikarbazepín asetats er ekki þekktur nákvæmlega. Raflífeðlisfræðilegar rannsóknir in vitro benda hins vegar til að bæði eslikarbazepín asetat og umbrotsefni þess auki stöðugleika óvirkra spennustýrðra natríum ganga, komi í veg fyrir að þau fari aftur í virkt ástand og viðhaldi þannig endurteknum taugaboðum.

Lyfhrif

Eslikarbazepín asetat og virk umbrotsefni þess komu í veg fyrir þróun floga í forklínískum líkönum til að spá fyrir um krampaleysandi verkun hjá mönnum. Lyfjafræðileg verkun eslikarbazepín asetats hjá mönnum er aðallega fyrir tilstilli virka umbrotsefnisins eslikarbazepíns.

Klínísk verkun og öryggi

Sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi eslikarbazepín asetats í þremur 3. stigs tvíblindum rannsóknum með samanburði við lyfleysu hjá 1.049 fullorðnum sjúklingum með hlutaflog sem ekki hefur tekist að stjórna með einu til þremur flogaveikilyfjum samhliða. Samhliða notkun oxkarbazepíns og felbamats var ekki leyfð í þessum rannsóknum. Eslikarbazepín asetat var prófað í skömmtum sem voru 400 mg, 800 mg og 1200 mg einu sinni á dag. Eslikarbazepín asetat 800 mg einu sinni á dag og 1200 mg einu sinni á dag voru marktækt virkari en lyfleysa við að lækka tíðni floga á 12 vikna viðhaldstímabili. Hlutfall einstaklinga með 50% lækkun í tíðni floga í öllum 3. stigs rannsóknunum var 19% fyrir lyfleysu, 21% fyrir eslikarbazepín asetat 400 mg, 34% fyrir eslikarbazepín asetat

800 mg og 36% fyrir eslikarbazepín asetat 1200 mg á dag.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Eslikarbazepín asetati er að verulegu leyti breytt í eslikarbazepín. Eftir inntöku helst þéttni eslikarbazepín asetats í plasma yfirleitt undir magngreiningarmörkum. Tmax fyrir eslikarbazepín næst 2 til 3 klst. eftir inntöku. Gera má ráð fyrir miklu aðgengi vegna þess að magn umbrotsefna sem finnst í þvagi svarar til meira en 90% af skammti eslikarbazepín asetats.

Dreifing

Próteinbinding eslikarbazepíns í plasma er tiltölulega lítil (<40%) og óháð þéttni. In vitro rannsóknir hafa sýnt að warfarín, díazepam, digoxín, fenýtóín og tolbútamíð höfðu ekki marktæk áhrif á próteinbindingu í plasma. Návist eslikarbazepíns hafði ekki marktæk áhrif á bindingu warfaríns, díazepams, digoxíns, fenýtóíns og tolbútamíðs.

Umbrot

Eslikarbazepín asetat er umbrotið hratt og að verulegu marki í virka aðalumbrotsefnið eslikarbazepín með vatnsrofi í fyrstu umferð um lifur. Hármarksþéttni í plasma (Cmax) fyrir eslikarbazepín næst 2-3 klst. eftir inntöku og jafnvægisþéttni í plasma er náð eftir 4 til 5 daga við skömmtun einu sinni á dag, sem er í samræmi við virkan helmingunartíma á bilinu 20-24 klst. Í rannsóknum hjá heilbrigðum einstaklingum og fullorðnum sjúklingum með flogaveiki, virtist helmingunartími eslikarbazepín vera annars vegar 10-20 klst. og hins vegar 13-20 klst. Minniháttar umbrotsefni í plasma eru R-líkarbazepín og oxkarbazepín, sem sýnt var fram á að væru virk og einnig eslikarbazepín asetat, R-líkarbazepín, og oxkarbazepín tengd glúkúrónsýru.

Eslikarbazepín asetat hefur ekki áhrif á eigin umbrot eða úthreinsun.

Í rannsóknum með eslikarbazepíni í nýjum lifrarfrumum úr mönnum kom fram væg virkjun glúkúróníðtengingar fyrir tilstilli UGT1A1.

Útskilnaður

Umbrotsefni eslikarbazepín asetats eru skilin út úr blóðrásinni aðallega með útskilnaði um nýru, óbreytt og glúkúróníðtengd. Eslikarbazepín og glúkúróníð þess svara alls til yfir 90% af öllum umbrotsefnum sem skilin eru út í þvagi, um tveir þriðju í óbreyttu formi og einn þriðji glúkúróníðtengdur.

Línuleg/ólínuleg

Lyfjahvörf eslikarbazepíns eru línuleg og skammtaháð á bilinu 400-1200 mg bæði hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum.

Aldraðir (eldri en 65 ára)

Lyfjahvörf eslikarbazepín asetats verða ekki fyrir áhrifum hjá öldruðum sjúklingum með kreatínín úthreinsun > 60 ml/mín (sjá kafla 4.2).

Skert nýrnastarfsemi

Umbrotsefni eslikarbazepín asetats eru skilin út úr blóði aðallega með útskilnaði um nýru. Rannsókn hjá sjúklingum með væga til alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi sýndi að úthreinsun er háð nýrnastarfsemi. Skammtaaðlögun er ráðlögð meðan á meðferð með Exalief stendur hjá sjúklingum með kreatínín úthreinsun < 60 ml/mín (sjá kafla 4.2).

Blóðskilun fjarlægir umbrotsefni eslikarbazepín asetats úr plasma.

Skert lifrarstarfsemi

Lyfjahvörf og umbrot eslikarbazepín asetats voru metin hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með miðlungi mikla skerðingu á lifrarstarfsemi eftir endurtekna skammta til inntöku. Miðlungi mikil skerðing á lifrarstarfsemi hafði ekki áhrif á lyfjahvörf eslikarbazepín asetats. Engin skammtaaðlögun er ráðlögð hjá sjúklingum með væga til miðlungi mikla skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2).

Lyfjahvörf eslikarbazepíns hafa ekki verið metin hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Kyn

Rannsóknir hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum sýndu að kyn hefur ekki áhrif á lyfjahvörf eslikarbazepíns asetats.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Aukaverkanir sem komu fram í dýrarannsóknum urðu við útsetningu sem var töluvert lægri en útsetning fyrir eslikarbazepíni (virka aðalumbrotsefni eslikarbazepín asetats) við klíníska notkun. Öryggismörk byggð á samanburði á útsetningu liggja því ekki fyrir.

Vísbendingar um eiturverkun á taugar kom fram í rannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá rottum, en kom ekki fram í rannsóknum hjá músum eða hundum og er í samræmi við versnun sjálfvakins, langvinns, framsækins nýrnasjúkdóms hjá þessari tegund.

Vefjaauki í lifrarblöðum (liver centrilobular hypertrophy) kom fram í rannsóknum á eiturverkunum við endurtekna skammta hjá músum og rottum og aukin tíðni lifraræxla kom fram í rannsókninni á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá músum; þessar niðurstöður eru í samræmi við örvun ensíma lifrarfrymisagna, áhrif sem ekki hafa komið fram hjá sjúklingum sem fengið hafa eslikarbazepín asetat.

Rannsóknir á eiturverkunum á erfðaefni með eslikarbazepín asetati benda ekki til sérstakrar hættu fyrir menn.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Póvidón K 29/32

Natríumkroskarmellósi

Magnesíumsterat

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

4 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5 Gerð íláts og innihald

Exalief 600 mg töflum er pakkað í ál/ál eða ál/PVC þynnur í pappaöskjum sem innihalda 30 eða 60 töflur.

Exalief 600 mg töflum er pakkað í HDPE glös með pólýprópýlen loki með barnaöryggi, í pappaöskjum sem innihalda 90 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

BIAL - Portela & Cª , SA

À Av. da Siderurgia Nacional 4745-457 S. Mamede do Coronado –Portúgal

sími: +351 22 986 61 00 fax: +351 22 986 61 99 netfang: info@bial.com

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/520/007-011

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markadsleyfis: 21/04/2009

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Exalief 800 mg töflur

2. INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 800 mg af eslikarbazepín asetati.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Tafla.

Hvítar ílangar töflur, merktar með ‘ESL 800’ á annarri hliðinni og með deiliskoru á hinni. Töflunni má skipta í jafna helminga.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Exalief er ætlað sem víðbótarmeðferð hjá fullorðnum með staðbundin hlutaflog, með eða án síðkominna krampaalfloga.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Exalief skal bæta við krampaleysandi meðferð sem er til staðar. Ráðlagður upphafsskammtur er

400 mg einu sinni á dag, sem skal auka í 800 mg einu sinni á dag eftir eina eða tvær vikur. Skammtinn má hækka í 1200 mg einu sinni á dag, í samræmi við einstaklingsbundna svörun (sjá kafla 5.1).

Aldraðir (eldri en 65 ára)

Gæta skal varúðar við meðferð aldraðra sjúklinga þar sem takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir varðandi öryggi notkunar Exalief hjá þessum sjúklingum.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Exalief hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi og aðlaga skammtinn samkvæmt kreatínínúthreinsun (CLCR) á eftirfarandi hátt:

-CLCR >60 ml/mín: Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg

-CLCR 30-60 ml/mín: Upphafsskammtur er 400 mg annan hvern dag í 2 vikur, fylgt eftir með

400 mg skammti einu sinni á dag. Skammta má hins vegar hækka, samkvæmt einstaklingsbundinni svörun

-CLCR < 30 ml/mín: Notkun er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi vegna ófullnægjandi gagna.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg hjá sjúklingum með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi. Lyfjahvörf eslikarbazepíns hafa ekki verið metin hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4 og 5.2) og notkun því ekki ráðlögð hjá þannig sjúklingum.

Lyfjagjöf

Exalief má taka með eða án fæðu.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, öðrum karboxamíðafleiðum (t.d. karbamazepíni, oxkabazepíni) eða einhverju hjálparefnanna.

Þekkt gátta- sleglarof af annarri eða þriðju gráðu.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Exalief hefur verið tengt aukaverkunum á miðtaugakerfi, svo sem svima og svefndrunga, sem gæti valdið því að fólk slasi sig oftar.

Exalief getur dregið úr virkni hormónagetnaðarvarnarlyfja. Mælt er með notkun annarra getnaðarvarna sem ekki eru hormónar til viðbótar meðan á notkun Exalief stendur (sjá kafla 4.5 og 4.6).

Ef hætta á notkun Exalief, er ráðlagt að gera það smám saman, eins og á við um önnur lyf gegn flogaveiki, til að lágmarka hættu á aukinni tíðni floga.

Samhliða notkun Exalief og oxkarbazepíns er ekki ráðlögð, þar sem þetta gæti valdið of mikilli útsetningu fyrir virku umbrotsefnunum.

Engin reynsla er af því að hætta notkun flogaveikilyfja sem notuð hafa verið samhliða meðan á Exalief meðferð stendur (skipta yfir á einlyfjameðferð).

Útbrot komu fram sem aukaverkun hjá 1,1% af heildarþýði sem meðhöndlað var með Exalief í rannsóknum á notkun lyfsins með öðrum lyfjum, í samanburði við lyfleysu, hjá sjúklingum með flogaveiki. Ef einkenni ofnæmis koma fram verður að hætta notkun Exalief.

Ekki hefur verið greint frá neinum tilfellum af alvarlegum viðbrögðum í húð við notkun eslikarbazepín asetats. Sýnt hefur verið fram á að HLA-B*1502 samsæta sem finnst í einstaklingum frá Kína (Han Kínverjum) og Tælandi tengist verulega hættu á að fá Stevens-Johnson heilkenni við meðferð með karbamazepíni. Því ætti að alltaf skima fyrir þessari samsætu hjá Han Kínverjum og Tælendingum þegar það er mögulegt áður en meðferð með karbamaexpíni eða efnafræðilega skyldum lyfjum er hafin. Hjá öðrum kynstofnum eru hverfandi líkur á að HLA-B*1502 samsætan sé til staðar. HLA-B*1502 samsætan tengist ekki Stevens-Johanson heilkenni hjá hvíta kynstofninum.

Greint hefur verið frá blóðnatríumlækkun sem aukaverkun hjá innan við 1% sjúklinga í meðferð með Exalief. Blóðnatríumlækkun er í flestum tilvikum einkennalaus, hins vegar geta fylgt henni klínísk einkenni svo sem versnandi flog, rugl, skert meðvitund. Tíðni blóðnatríumlækkunar jókst við hækkun skammts af eslikarbazepín asetati. Hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm fyrir, sem veldur blóðnatríumlækkun, eða hjá sjúklingum í samhliða meðferð með lyfjum sem geta sjálf valdið blóðnatríumlækkun (t.d. þvagræsilyfjum, desmópressíni), ætti að kanna þéttni natríums í sermi fyrir og meðan á meðferð með eslikarbazepín asetati stendur. Einnig ætti að mæla þéttni natríums í sermi ef klínísk einkenni blóðnatríumlækkunar koma fram. Auk þessa skal mæla þéttni natríums við reglubundnar rannsóknir. Ef klínískt mikilvæg blóðnatríumlækkun kemur fram skal hætta notkun Exalief.

Áhrif Exalief á frumkomin alflog hafa ekki verið rannsökuð. Notkun er því ekki ráðlögð hjá þannig sjúklingum.

Lengingar á PR bili hafa komið fram í klínískum rannsóknum á eslikarbazepín asetati. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með sjúkdóma (t.d. lága þéttni týroxíns, leiðslutruflanir í hjarta), eða við samhliða notkun lyfja, sem vitað er að tengjast lengingu PR bils.

Gæta skal varúðar við meðferð sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi og aðlaga skal skamtinn að kretatínínúthreinsun (sjá kafla 4.2). Notkun er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með CLCR < 30 ml/mín vegna skorts á gögnum.

Þar sem klínísk gögn takmarkast við sjúklinga með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og gögn varðandi lyfjahvörf og klínísk gögn vantar fyrir sjúklinga með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi, skal gæta varúðar við notkun Exalief hjá sjúklingum með væga til miðlungi alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og hún er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Greint hefur verið frá sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun hjá sjúklingum í meðferð með virkum efnum gegn flogaveiki vegna ýmissa ábendinga. Safngreining á slembuðum rannsóknum á flogaveikilyfjum, í samanburði við lyfleysu, sýndi einnig örlítið aukna hættu á sjálfsvígshugsunum og sjálfsvígshegðun. Ekki er vitað hvað veldur þessari hættu og fyrirliggjandi upplýsingar útiloka ekki hugsanlega aukna áhættu í tengslum við notkun eslikarbazepín asetats. Því skal fylgjast með sjúklingum m.t.t. einkenna um sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun og viðeigandi meðferð íhuguð. Sjúklingum (og umönnunaraðilum sjúklinga) skal ráðlagt að leita ráða hjá lækni ef fram koma einkenni um sjálfsvígshugsanir eða sjálfsvígshegðun.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

Eslikarbazepín asetati er að verulegu leyti umbreytt í eslikarbazepín, sem hverfur brott aðallega með glúkúróníðsamtengingu. In vitro er eslikarbazepín vægur örvi CYP3A4 og UDP-glúkúrónýl transferasa. In vivo sýndi eslikarbazepín örvandi áhrif á umbrot lyfja sem aðallega hverfa brott með umbrotum fyrir tisltilli CYP3A4. Því gæti þurft að hækka skammtinn af lyfjum sem eru umbrotin aðallega fyrir tilstilli CYP3A4, við notkun samhliða Exalief. Eslikarbazepín gæti því in vivo haft örvandi áhrif á umbrot lyfja sem aðallega hverfa brott með samtengingu fyrir tilstilli UDP-glúkúrónýl transferasa. Við upphaf eða lok meðferðar með Exalief eða við breytingar á skömmtum, getur það tekið 2 til 3 vikur að ná hinu nýja marki ensímvirkni. Þessa töf þarf að hafa í huga þegar Exalief er notað rétt fyrir eða samhliða öðrum lyfjum sem krefjast skammtaaðlögunar við gjöf samhliða Exalief. Eslikarbazepín hefur hindrandi eiginleika gagnvart CYP2C19. Milliverkanir geta þannig komið fram við samhliða gjöf hárra skammta af eslikarbazepín asetati og lyfja sem eru umbrotin aðallega af CYP2C19.

Milliverkanir við önnur flogaveikilyf

Karbamazepín

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum, leiddi samhliða gjöf eslikarbazepín asetats 800 mg einu sinni á dag og karbamazepíns 400 mg tvisvar á dag til 32% meðallækkunar í útsetningu fyrir virka umbrotsefninu eslikarbazepíni, líklegast af völdum örvunar á samtengingu við glúkúrónið. Engin breyting varð á útsetningu fyrir karbamazepíni eða umbrotsefni þess, karbamazepín-epoxíði kom fram. Skammtinn af Exalief gæti þurft að hækka í samræmi við einstaklingsbundna svörun ef það er notað samhliða kabamazepíni. Niðurstöður úr rannsóknum hjá sjúklingum sýndu að samhliða meðferð jók hættuna á eftirfarandi aukaverkunum: tvísýni (11,4% sjúklinga sem fengu karbamazepín samhliða, 2,4% sjúklinga án samhliða notkunar karbamazepíns), óeðlileg samhæfing (6,7% sjúklinga sem fengu karbamazepín samhliða, 2,7% sjúklinga án samhliða notkunar karbamazepíns) og sundl (30,0% sjúklinga sem fengu karbamazepín samhliða, 11,5% sjúklinga án samhliða notkunar karbamazepíns). Ekki er hægt að útiloka hættu á aukningu annarra sértækra aukaverkana af völdum samhliða notkunar karbamazepíns og eslikarbazepín asetats.

Fenýtóín

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum, leiddi samhliða gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni á dag og fenýtóíns til 31-33% meðallækkunar á útsetningu fyrir virka umbrotsefninu eslikarbazepíni, líklegast vegna örvunar glúkúróníðtengingar og 31-35% meðalhækkunar á útsetningu fyrir fenýtóíni, líklegast vegna hindrunar CYP2C19. Því gæti þurft að hækka skammtinn af Exalief og lækka skammtinn af fenýtóíni, samkvæmt einstaklingsbundinni svörun.

Lamótrigín

Glúkúróníðtenging er megin umbrotsferill bæði eslikarbazepíns og lamótrigíns og því mætti búast við milliverkun. Rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum með eslikarbazepín asetati 1200 mg einu sinni á dag sýndi að meðaltali væga lyfjahvarfamilliverkun (útsetning lamótrigíns lækkaði um 15%) á milli eslikarbazepín asetats og lamótrigíns og því er skammtaaðlögun ekki nauðsynleg. Vegna einstaklingsbundins breytileika gætu áhrifin hins vegar haft klíníska þýðingu hjá sumum einstaklingum.

Tópíramat

Í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum olli samhliða gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni

ádag og tópíramats ekki neinni marktækri breytingu á útsetningu fyrir eslikarbazepíni, en 18% lækkun

áútsetningu fyrir tópíramati, líklegast vegna skerts aðgengis topíramats. Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg.

Valpróat og levetíracetam

Greining á lyfjahvörfum hjá fullorðnum sjúklingum með flogaveiki, í 3. stigs rannsóknum bendir til að samhliða gjöf valpróats eða levetíracetams hafi ekki áhrif á útsetningu fyrir eslikarbazepíni, en það hefur ekki verið staðfest með hefðbundum rannsóknum á milliverkunum.

Önnur lyf

Getnaðarvarnarlyf til inntöku

Við gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni á dag hjá konum sem notuðu samsett getnaðarvarnarlyf til inntöku kom fram 37% meðallækkun á almennri útsetningu fyrir levonorgestrel og 42% fyrir etínýlestradíóli, líklegast vegna örvunar CYP3A4. Konur á barneignaraldri þurfa því að nota viðeigandi getnaðarvarnir meðan á meðferð með Exalief stendur og allt að lokum yfirstandandi tíðahrings þegar meðferð er hætt (sjá kafla 4.4 og 4.6).

Simvastatín

Rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum sýndi 50% meðallækkun í almennri (systemic) útsetningu fyrir simvastatíni við gjöf samhliða eslikarbazepín asetati 800 mg einu sinni á dag, sennilega af völdum örvunar CYP3A4. Hækka gæti þurft skammtinn af simvastatíni við notkun samhliða eslikarbazepín asetati.

Warfarín

Við samhliða gjöf eslikarbazepíns asetats 1200 mg einu sinni á dag og warfaríns kom fram lítil (23%) en tölfræðilega marktæk lækkun á útsetningu fyrir S-warfaríni. Engin áhrif komu fram á lyfjahvörf R-warfaríns eða blóðstorknun. Vegna einstaklingsbundins breytileika í milliverkuninni, skal hins vegar fylgjast sérstaklega með INR á fyrstu vikunum eftir að samhliða meðferð með warfaríni og eslikarbazepín asetati er hafin, eða henni hætt.

Digoxín

Engin áhrif komu fram í rannsókn hjá heilbrigðum einstaklingum, við gjöf eslikarbazepín asetats 1200 mg einu sinni á dag, á lyfjahvörf digoxíns, sem bendir til þess að eslikarbazepín asetat hafi engin áhrif á P-glýkóflutningspróteinið.

Mónóamínoxidasa hemlar (MAO-hemlar)

Vegna byggingarlegra tengsla eslikarbazepín asetats og þríhringlaga þunglyndislyfja, er milliverkun á milli eslikarbazepíns og MAO-hemla fræðilega hugsanleg.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Hætta tengd flogaveiki og flogaveikilyfjum almennt

Sýnt hefur verið fram á að tíðni vansköpunar hjá börnum kvenna með flogaveiki er tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau um það bil 3% sem eru til staðar í almennu þýði. Oftast er greint frá skarði í vör, hjartagöllum og göllum í taugapíplum. Fjöllyfjameðferð gegn flogaveiki gæti tengst hærri tíðni fæðingargalla en einlyfjameðferð, því er mikilvægt að einlyfjameðferð sé ávallt beitt ef unnt er. Konur

sem líklegt er að verði þungaðar, eða eru á barneignaraldri skulu fá sérfræðiráðgjöf. Endurskoða skal þörf á flogaveikimeðferð þegar kona ætlar að verða þunguð. Ekki skal hætta meðferð við flogaveiki skyndilega, þar sem það getur valdið gegnumbrotsflogum sem gætu haft alvarlegar afleiðingar bæði fyrir móður og barn.

Meðganga

Engin gögn liggja fyrir varðandi notkun eslikarbazepín asetats hjá þunguðum konum. Rannsóknir hjá dýrum hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá Frjósemi). Ef konur sem taka eslikarazepín asetat verða þungaðar eða ætla að verða þungaðar skal notkun Exalief vandlega endurmetin. Nota ætti lægstu virku skammta og einlyfjameðferð alltaf þegar það er hægt, a.m.k. fyrstu þrjá mánuði meðgöngunnar. Sjúklingar skulu fá ráðgjöf varðandi hugsanlega aukna hættu á fæðingargöllum og boðin fósturskimun.

Eftirlit og forvarnir

Flogaveikilyf geta valdið fólínsýruskorti, sem hugsanlega á þátt í að valda fósturskemmdum. Mælt er með töku fólínsýru fyrir og á meðgöngu. Þar sem verkun þessa fæðubótarefnis er ekki sönnuð, er einnig hægt að bjóða konum í viðbótarmeðferð með fólínsýru sértæka fósturgreiningu.

Hjá nýburanum

Greint hefur verið frá blæðingatruflunum hjá nýburum af völdum flogaveikilyfja. Sem varnandi meðferð skal gefa K1 vítamín á síðustu vikum meðgöngu og síðan nýburanum.

Konur á barneignaraldri/getnaðarvarnir

Eslikarbazepín asetat dregur úr verkun getnaðarvarnarlyfja til inntöku. Því skal nota aðra virka og örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og til loka yfirstandandi tíðahrings þegar meðferð er hætt.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort eslikarbazepín asetat skilst út í brjóstamjólk hjá konum. Eslikarbazepín hefur reynst skiljast út í móðurmjólk í dýrarannsóknum. Þar sem ekki er hægt að útiloka áhættu fyrir brjóstmylkinginn skal brjóstagjöf hætt meðan á meðferð með Exalief stendur.

Frjósemi

Hugsanlegar aukaverkanir eslikarbazepín asetats á frjósemi foreldra og F1 kynslóðar voru metnar hjá rottum og músum. Í rannsókn á frjósmemi hjá karl- og kvenrottum, kom fram skerðing á frjósemi hjá kvenrottum af völdum eslikarbazepín asetats. Í rannsókn á frjósemi hjá músum komu fram áhrif á þroska fóstranna; hins vegar gátu áhrif einnig stafað af fækkun gulbúa og skerðing á frjósemi komið fram með þeim hætti. Hjá músum var heildartíðni alvarlegra frávika og tíðni alvarlegra beinagrindargalla aukin. Engin áhrif á frjósemisbreytur komu fram hjá F1 rottum eða músum.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Sumir sjúklingar gætu fundið fyrir svima, svefndrunga eða sjóntruflunum, einkum í upphafi meðferðar. Því skal ráðleggja sjúklingum að sú líkamlega og/eða andlega færni þeirra sem nauðsynleg er til að stjórna vélum eða aka gæti verið skert og þeim ráðlagt að gera ekki slíkt fyrr en það liggur fyrir að hæfni þeirra til slíkra verka skerðist ekki.

4.8 Aukaverkanir

Í rannsóknum með samanburði við lyfleysu sem 1.192 fullorðnir sjúklingar með hlutaflog tóku þátt í (856 sjúklingar fengu meðferð með eslikarbazepín asetati og 336 fengu meðferð með lyfleysu), fundu 45,3% sjúklinga sem fengu eslikarbazepín asetat og 24,4% sjúklinga sem fengu lyfleysu fyrir aukaverkunum.

Aukaverkanir voru yfirleitt vægar til miðlungi alvarlegar og komu aðallega fram á fyrstu vikum meðferðar með eslikarbazepín asetati.

Í töflunni hér fyrir neðan eru allar aukaverkanir sem komu fram í tíðni hærri en hjá lyfleysu og komu fram hjá meira en 1 sjúklingi skráðar eftir líffæraflokkum og tíðni:

Mjög algengar ≥1/10, algengar ≥1/100 til <1/10, sjaldgæfar ≥1/1.000 til <1/100, mjög sjaldgæfar ≥1/10.000 til <1/1.000. Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffæraflokkur

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

 

algengar

 

 

sjaldgæfar

Blóð og eitlar

 

 

Blóðleysi

Blóðflagnafæð,

 

 

 

 

hvítkornafæð

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmi

 

Innkirtlar

 

 

Vanstarfsemi

 

 

 

 

skjaldkirtils

 

Efnaskipti og næring

 

 

Aukin matarlyst,

 

 

 

 

minnkuð matarlyst,

 

 

 

 

blóðnatríumlækkun,

 

 

 

 

ójafnvægi blóðsalta,

 

 

 

 

kröm (cachexia),

 

 

 

 

ofþornun, offita

 

Geðræn vandamál

 

 

Svefnleysi, sinnuleysi,

 

 

 

 

þunglyndi,

 

 

 

 

taugaóstyrkur, æsingur,

 

 

 

 

pirringur,

 

 

 

 

athyglisbrestur/ofvirkni,

 

 

 

 

ruglástand, skapsveiflur,

 

 

 

 

grátur,

 

 

 

 

skynhreyfihömlun,

 

 

 

 

streita, geðsjúkdómur

 

Taugakerfi

Sundl,

Höfuðverkur,

Minnisskerðing,

 

 

svefnhöfgi

óeðlileg samhæfing,

jafnvægistruflanir,

 

 

 

einbeitingartruflanir,

minnisleysi, svefnsækni,

 

 

 

skjálfti

sefjun, málstol,

 

 

 

 

tilfinningartruflun,

 

 

 

 

trufluð vöðvaspenna,

 

 

 

 

svefnhöfgi, lyktarglöp,

 

 

 

 

ójafnvægi í ósjálfráða

 

 

 

 

taugakerfinu,

 

 

 

 

hnykilslingur (cerebellar

 

 

 

 

ataxia), hnykils

 

 

 

 

heilkenni (cerebellar

 

 

 

 

syndrome), þankippa

 

 

 

 

krampi (grand mal),

 

 

 

 

úttaugakvilli, truflanir á

 

 

 

 

takti svefnfasa, augntin,

 

 

 

 

taltruflanir, tormæli,

 

 

 

 

snertiskynsminnkun,

 

 

 

 

skert bragðskyn,

 

 

 

 

sviðatilfinning

 

Augu

 

Tvísýni*, óskýr sjón

Sjóntruflanir,

 

 

 

 

sveiflusýni (oscillopsia),

 

 

 

 

hreyfitruflun í báðum

 

 

 

 

augum, blóðaukning í

 

 

 

 

auga (ocular

 

 

 

 

hyperaemia),

 

 

 

 

augnrykkir, augnverkur

 

Eyru og völundarhús

 

Svimi

Eyrnaverkur,

 

 

 

 

heyrnarskerðing,

 

 

 

 

 

 

 

 

eyrnasuð

 

Hjarta

 

 

Hjartsláttarónot,

 

 

 

 

hægsláttur,

 

 

 

 

skútahægsláttur (sinus

 

 

 

 

bradycardia)

 

Æðar

 

 

Háþrýstingur,

 

 

 

 

lágþrýstingur,

 

 

 

 

réttstöðulágþrýstingur

 

Öndunarfæri,

 

 

Raddtruflun, blóðnasir,

 

brjósthol og miðmæti

 

 

brjóstverkur

 

Meltingarfæri

 

Ógleði, uppköst,

Meltingartruflanir,

 

 

 

niðurgangur

magabólga, kviðverkir,

 

 

 

 

munnþurrkur, óþægindi

 

 

 

 

í kvið, þaninn kviður,

 

 

 

 

skeifugarnarbólga,

 

 

 

 

uppmagálsóþægindi,

 

 

 

 

ofvöxtur í tannholdi,

 

 

 

 

tannholdsbólga, iðraólga

 

 

 

 

(irritable bowel

 

 

 

 

syndrome), svartar

 

 

 

 

hægðir,

 

 

 

 

kyngingarsársauki,

 

 

 

 

óþægindi í maga,

 

 

 

 

munnbólga, tannverkur

 

Lifur og gall

 

 

Lifrartruflanir

 

Húð og undirhúð

 

Útbrot

Skalli, þurr húð, ofsviti,

 

 

 

 

roðaþot, naglakvilli,

 

 

 

 

húðkvilli

 

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

Vöðvaverkur,

 

 

 

 

bakverkur, hálsverkur

 

Nýru og þvagfæri

 

 

Næturþvaglát,

 

 

 

 

þvagfærasýking

 

Æxlunarfæri og brjóst

 

 

Óreglulegar

 

 

 

 

tíðablæðingar

 

Almennar

 

Þreyta, truflanir á

Máttleysi, lasleiki,

 

aukaverkanir og

 

göngulagi

kuldahrollur, bjúgur í

 

aukaverkanir á

 

 

útlimum, aukaverkanir,

 

íkomustað

 

 

kuldi í útlimum

 

Rannsóknaniðurstöður

 

 

Lækkun blóðþrýstings,

 

 

 

 

þyngdartap, lækkun

 

 

 

 

þanbilsþrýstings,

 

 

 

 

hækkun blóðþrýstings,

 

 

 

 

lækkun

 

 

 

 

slagbilsþrýstings,

 

 

 

 

blóðnatríumlækkun,

 

 

 

 

lækkuð blóðkornaskil,

 

 

 

 

lækkun blóðrauða, aukin

 

 

 

 

hjartsláttartíðni, hækkun

 

 

 

 

transamínasa, hækkun

 

 

 

 

þríglýseríða, lækkun

 

 

 

 

óbundins þrí-joðtýroníns

 

 

 

 

(T3), lækkun óbundins

 

 

 

 

týroxíns (T4)

 

Áverkar og eitranir

 

 

Lyfjaeitrun, fall, áverkar

 

 

 

 

á liðum, eitranir,

 

 

 

 

húðskaði

 

*Oftar var greint frá tvísýni, óeðlilegri samhæfingu og sundli hjá sjúklingum í samhliða meðferð með karbamazepíni og eslikarbazepín asetati í rannsóknum með samanburði við lyfleysu.

Noktun eslikarbazepín asetats tengist lengingu á PR bili. Aukaverkanir tengdar lengingu PR bils (t.d. gátta- sleglarof, yfirlið, hægsláttur) gætu komið fram. Ekki hefur komið fram gátta- sleglarof af annarri gráðu eða hærri hjá sjúklingum í meðferð með eslikarbazepín asetati.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir svo sem beinmergsbæling, bráðaofnæmisviðbrögð, alvarleg viðbrögð í húð (t.d. Stevens-Johnson heilkenni), almennur helluroði eða alvarlegar hjartsláttartruflanir komu ekki fram í rannsóknunum með samanburði við lyfleysu í flogaveikiáætluninni fyrir eslikarbazepín asetat.

Hins vegar hefur verið greint frá þeim fyrir oxkarbazepín. Því er ekki hægt að útiloka að þær komi fram við meðferð með Exalief.

4.9 Ofskömmtun

Einkenni frá miðtaugakerfi svo sem svimi, óstöðugt göngulag og helftarlömun (hemiparesis) hafa komið fram við ofskömmtun Exalief fyrir slysni. Ekkert sértækt mótefni er þekkt. Veita skal viðeigandi einkennabundna stuðningsmeðferð. Umbrotsefni eslikarbazepín asetats er hægt að hreinsa með blóðskilun á árangursríkan hátt, ef nauðsyn krefur (sjá kafla 5.2).

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Flogaveikilyf, karboxamíðafleiður, ATC flokkur: N03AF04.

Verkunarháttur

Verkunarháttur eslikarbazepín asetats er ekki þekktur nákvæmlega. Raflífeðlisfræðilegar rannsóknir in vitro benda hins vegar til að bæði eslikarbazepín asetat og umbrotsefni þess auki stöðugleika óvirkra spennustýrðra natríum ganga, komi í veg fyrir að þau fari aftur í virkt ástand og viðhaldi þannig endurteknum taugaboðum.

Lyfhrif

Eslikarbazepín asetat og virk umbrotsefni þess komu í veg fyrir þróun floga í forklínískum líkönum til að spá fyrir um krampaleysandi verkun hjá mönnum. Lyfjafræðileg verkun eslikarbazepín asetats hjá mönnum er aðallega fyrir tilstilli virka umbrotsefnisins eslikarbazepíns.

Klínísk verkun og öryggi

Sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi eslikarbazepín asetats í þremur 3. stigs tvíblindum rannsóknum með samanburði við lyfleysu hjá 1.049 fullorðnum sjúklingum með hlutaflog sem ekki hefur tekist að stjórna með einu til þremur flogaveikilyfjum samhliða. Samhliða notkun oxkarbazepíns og felbamats var ekki leyfð í þessum rannsóknum. Eslikarbazepín asetat var prófað í skömmtum sem voru 400 mg, 800 mg og 1200 mg einu sinni á dag. Eslikarbazepín asetat 800 mg einu sinni á dag og 1200 mg einu sinni á dag voru marktækt virkari en lyfleysa við að lækka tíðni floga á 12 vikna viðhaldstímabili. Hlutfall einstaklinga með 50% lækkun í tíðni floga í öllum 3. stigs rannsóknunum var 19% fyrir lyfleysu, 21% fyrir eslikarbazepín asetat 400 mg, 34% fyrir eslikarbazepín asetat

800 mg og 36% fyrir eslikarbazepín asetat 1200 mg á dag.

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Eslikarbazepín asetati er að verulegu leyti breytt í eslikarbazepín. Eftir inntöku helst þéttni eslikarbazepín asetats í plasma yfirleitt undir magngreiningarmörkum. Tmax fyrir eslikarbazepín næst 2 til 3 klst. eftir inntöku. Gera má ráð fyrir miklu aðgengi vegna þess að magn umbrotsefna sem finnst í þvagi svarar til meira en 90% af skammti eslikarbazepín asetats.

Dreifing

Próteinbinding eslikarbazepíns í plasma er tiltölulega lítil (<40%) og óháð þéttni. In vitro rannsóknir hafa sýnt að warfarín, díazepam, digoxín, fenýtóín og tolbútamíð höfðu ekki marktæk áhrif á próteinbindingu í plasma. Návist eslikarbazepíns hafði ekki marktæk áhrif á bindingu warfaríns, díazepams, digoxíns, fenýtóíns og tolbútamíðs.

Umbrot

Eslikarbazepín asetat er umbrotið hratt og að verulegu marki í virka aðalumbrotsefnið eslikarbazepín með vatnsrofi í fyrstu umferð um lifur. Hármarksþéttni í plasma (Cmax) fyrir eslikarbazepín næst 2-3 klst. eftir inntöku og jafnvægisþéttni í plasma er náð eftir 4 til 5 daga við skömmtun einu sinni á dag, sem er í samræmi við virkan helmingunartíma á bilinu 20-24 klst. Í rannsóknum hjá heilbrigðum einstaklingum og fullorðnum sjúklingum með flogaveiki, virtist helmingunartími eslikarbazepín vera annars vegar 10-20 klst. og hins vegar 13-20 klst. Minniháttar umbrotsefni í plasma eru R-líkarbazepín og oxkarbazepín, sem sýnt var fram á að væru virk og einnig eslikarbazepín asetat, R-líkarbazepín, og oxkarbazepín tengd glúkúrónsýru.

Eslikarbazepín asetat hefur ekki áhrif á eigin umbrot eða úthreinsun.

Í rannsóknum með eslikarbazepíni í nýjum lifrarfrumum úr mönnum kom fram væg virkjun glúkúróníðtengingar fyrir tilstilli UGT1A1.

Útskilnaður

Umbrotsefni eslikarbazepín asetats eru skilin út úr blóðrásinni aðallega með útskilnaði um nýru, óbreytt og glúkúróníðtengd. Eslikarbazepín og glúkúróníð þess svara alls til yfir 90% af öllum umbrotsefnum sem skilin eru út í þvagi, um tveir þriðju í óbreyttu formi og einn þriðji glúkúróníðtengdur.

Línuleg/ólínuleg

Lyfjahvörf eslikarbazepíns eru línuleg og skammtaháð á bilinu 400-1200 mg bæði hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum.

Aldraðir (eldri en 65 ára)

Lyfjahvörf eslikarbazepín asetats verða ekki fyrir áhrifum hjá öldruðum sjúklingum með kreatínín úthreinsun > 60 ml/mín (sjá kafla 4.2).

Skert nýrnastarfsemi

Umbrotsefni eslikarbazepín asetats eru skilin út úr blóði aðallega með útskilnaði um nýru. Rannsókn hjá sjúklingum með væga til alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi sýndi að úthreinsun er háð nýrnastarfsemi. Skammtaaðlögun er ráðlögð meðan á meðferð með Exalief stendur hjá sjúklingum með kreatínín úthreinsun < 60 ml/mín (sjá kafla 4.2).

Blóðskilun fjarlægir umbrotsefni eslikarbazepín asetats úr plasma.

Skert lifrarstarfsemi

Lyfjahvörf og umbrot eslikarbazepín asetats voru metin hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með miðlungi mikla skerðingu á lifrarstarfsemi eftir endurtekna skammta til inntöku. Miðlungi mikil skerðing á lifrarstarfsemi hafði ekki áhrif á lyfjahvörf eslikarbazepín asetats. Engin skammtaaðlögun er ráðlögð hjá sjúklingum með væga til miðlungi mikla skerðingu á lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.2).

Lyfjahvörf eslikarbazepíns hafa ekki verið metin hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Kyn

Rannsóknir hjá heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum sýndu að kyn hefur ekki áhrif á lyfjahvörf eslikarbazepíns asetats.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Aukaverkanir sem komu fram í dýrarannsóknum urðu við útsetningu sem var töluvert lægri en útsetning fyrir eslikarbazepíni (virka aðalumbrotsefni eslikarbazepín asetats) við klíníska notkun. Öryggismörk byggð á samanburði á útsetningu liggja því ekki fyrir.

Vísbendingar um eiturverkun á taugar kom fram í rannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá rottum, en kom ekki fram í rannsóknum hjá músum eða hundum og er í samræmi við versnun sjálfvakins, langvinns, framsækins nýrnasjúkdóms hjá þessari tegund.

Vefjaauki í lifrarblöðum (liver centrilobular hypertrophy) kom fram í rannsóknum á eiturverkunum við endurtekna skammta hjá músum og rottum og aukin tíðni lifraræxla kom fram í rannsókninni á krabbameinsvaldandi áhrifum hjá músum; þessar niðurstöður eru í samræmi við örvun ensíma lifrarfrymisagna, áhrif sem ekki hafa komið fram hjá sjúklingum sem fengið hafa eslikarbazepín asetat.

Rannsóknir á eiturverkunum á erfðaefni með eslikarbazepín asetati benda ekki til sérstakrar hættu fyrir menn.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Póvidón K 29/32

Natríumkroskarmellósi

Magnesíumsterat

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

4 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5 Gerð íláts og innihald

Exalief 800 mg töflum er pakkað í ál/ál eða ál/PVC þynnur í pappaöskjum sem innihalda 20, 30, 60 eða 90 töflur.

Exalief 800 mg töflum er pakkað í HDPE glös með pólýprópýlen loki með barnaöryggi, í pappaöskjum sem innihalda 90 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

BIAL - Portela & Cª , SA

À Av. da Siderurgia Nacional 4745-457 S. Mamede do Coronado –Portúgal

sími: +351 22 986 61 00 fax: +351 22 986 61 99 netfang: info@bial.com

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/520/012-020

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markadsleyfis: 21/04/2009

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf