Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Fabrazyme (agalsidase beta) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A16AB04

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsFabrazyme
ATC-kóðiA16AB04
Efniagalsidase beta
FramleiðandiGenzyme Europe B.V.

1.HEITI LYFS

Fabrazyme 35 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Fabrazyme 5 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Fabrazyme 35 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Hvert hettuglas af Fabrazyme inniheldur sem samsvarar 35 mg af agalsídasa beta. Eftir blöndun með 7,2 ml af vatni fyrir stungulyf inniheldur hvert hettuglas af Fabrazyme 5 mg/ml (35 mg/7 ml) af agalsídasa beta. Blönduna verður að þynna frekar (sjá kafla 6.6).

Fabrazyme 5 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Hvert hettuglas af Fabrazyme inniheldur sem samsvarar 5 mg af agalsídasa beta. Eftir blöndun með 1,1 ml af vatni fyrir stungulyf inniheldur hvert hettuglas af Fabrazyme 5 mg/ml af agalsídasa beta. Blönduna verður að þynna frekar (sjá kafla 6.6).

Agalsídasi beta er raðbrigða afbrigði manna- -galaktosídasa sem búinn er til með raðbrigða erfðatækni í frumurækt þar sem notaðar eru eggjastokksfrumur úr kínverskum hömstrum (CHO). Amínósýruröð raðbrigðisins svo og kirnisröðin sem próteinið er þýtt eftir eru þær sömu og í náttúrulegum -galaktósídasa A.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1

3.LYFJAFORM

Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn.

Hvítur eða beinhvítur frostþurrkaður massi eða stofn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Fabrazyme er ætlað til langtíma ensímuppbótarmeðferðar hjá sjúklingum þar sem staðfest greining á Fabry-sjúkdómi liggur fyrir (skortur á -galaktosídasa A).

Fabrazyme er ætlað fullorðnum, börnum og unglingum átta ára og eldri.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Fabrazyme ætti að vera undir yfirumsjón læknis sem reyndur er í umönnun sjúklinga með Fabry-sjúkdóm eða aðra arfgenga efnaskiptasjúkdóma.

Skammtar

Ráðlagður skammtur af Fabrazyme er 1 mg/kg líkamsþunga, gefinn einu sinni á tveggja vikna fresti sem innrennsli í bláæð.

Í klínískum rannsóknum hafa verið notaðir minni skammtar. Í einni þessara rannsókna, gerð á fullorðnum karlkynssjúklingum, eftir að gefinn var upphafsskammtur með 1,0 mg/kg á tveggja vikna fresti í 6 mánuði, gæti 0,3 mg/kg skammtur á tveggja vikna fresti viðhaldið úthreinsun GL-3 í ákveðnum frumugerðum hjá sumum sjúklingum, hins vegar hefur klínískt vægi þessara niðurstaðna ekki verið staðfest (sjá kafla 5.1).

Í byrjun má innrennslið ekki vera meira en 0,25 mg/mín. (15 mg/klst.) til að draga úr líkum á innrennslistengdum aukaverkunum. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að sjúklingurinn þoli lyfið vel má auka innrennslishraðann smám saman í næstu gjöfum.

Íhuga má Fabrazyme innrennsli heima, hjá sjúklingum sem þola innrennslið vel. Ákvörðun um að gefa sjúklingi innrennsli heima skal tekin að undangengnu mati og samkvæmt ráðleggingum meðferðalæknis. Sjúklingar sem fá aukaverkanir meðan á innrennsli stendur heima skulu stöðva innrennslið tafarlaust og leita aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks. Vera má að frekari innrennsli þurfi að fara fram á sjúkrastofnun. Ekki skal breyta skammtastærð og innrennslishraða við innrennsli heima nema undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanns.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að breyta skammtastærð fyrir sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Aldraðir

Öryggi og verkun Fabrazyme hjá fullorðnum eldri en 65 ára hefur ekki verið staðfest og ekki er hægt að mæla með ákveðnum skömmtum fyrir þessa sjúklinga.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Fabrazyme hjá börnum á aldrinum 0 til 7 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.1 og 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra hjá börnum á aldrinum 5 til 7 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir hjá börnum 0 til 4 ára.

Engin skammtaaðlögun er nauðsynlegt fyrir börn á aldrinum 8-16 ára.

Lyfjagjöf

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um blöndun og þynningu lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Lífshættulegt ofnæmi (bráðaofnæmisviðbrögð) fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ónæmingargeta (immunogenicity)

Þar sem agalsídasi beta (r-hαGAL) er raðbrigða prótein er búist við myndun IgG mótefna hjá sjúklingum með litla eða enga eftirstandandi ensímvirkni. Flestir sjúklingar mynduðu IgG mótefni gegn r-hαGAL, yfirleitt innan 3 mánaða eftir fyrsta Fabrazyme innrennsli. Með tímanum sýndi meirihluti sermisjákvæðra sjúklinga í klínískum rannsóknum annað hvort fram á lækkun títra (byggt á ≥ 4-faldri lækkun á títrum frá hæstu mælingu til síðustu mælingu) (40% sjúklinga), myndun þols (engin mótefni fundust í 2 geislaónæmis-felliprófum (RIP) sem framkvæmdar voru hvor á eftir annarri) (14% sjúklinga) eða stöðugleika (35% sjúklinga).

Innrennslistengd viðbrögð

Meiri hætta er á innrennslistengdum aukaverkunum, sem skilgreindar eru sem hvers konar aukaverkanir sem tengjast inngjöfinni og koma upp á þeim degi sem innrennsli er gefið, hjá sjúklingum með mótefni gegn r-hαGAL. Gæta skal varúðar við meðferð þessara sjúklinga þegar þeim er aftur gefinn agalsídasi beta (sjá kafla 4.8). Reglulegt eftirlit skal hafa með mótefnamyndun.

Í klínískum rannsóknum fengu sextíu og sjö prósent (67%) sjúklinga að minnsta kosti eina innrennslistengda aukaverkun (sjá kafla 4.8). Tíðni innrennslistengdra aukaverkana minnkaði með tímanum. Sjúklingar sem fengu vægar eða miðlungs miklar innrennslistengdar aukaverkanir þegar þeir

fengu agalsídasa beta í klínískum rannsóknum héldu áfram meðferð eftir að dregið var úr innrennslishraða (~0,15 mg/mín.; 10 mg/klst.) og/eða eftir forlyfjameðferð með antihístamínum, parasetamóli, íbúprófeni og/eða barksterum.

Ofnæmi

Eins og á við um öll próteinlyf sem gefin eru í æð er möguleiki á ofnæmisviðbrögðum.

Lítill hluti sjúklinga hefur sýnt viðbrögð sem benda til bráðaofnæmis (gerð I). Ef alvarleg viðbrögð eins og ofnæmi eða ofnæmislost koma fyrir skal íhuga að hætta samstundis lyfjameðferð með Fabrazyme og hefja viðeigandi meðferð. Fylgja skal núverandi meðferðarráðleggingum varðandi neyðarmeðferð. Endurlyfjagjöf Fabrazymes í kjölfar aukaverkana var framkvæmd með varúð hjá öllum sjúklingunum 6 sem sýndu jákvæða svörun hvað varðar IgE mótefni eða sýndu jákvæða svörun á húðprófi með Fabrazyme í klínískri rannsókn. Í þessari rannsókn var fyrsta endurlyfjagjöf í kjölfar aukaverkana gefin í litlum skammti og með minni innrennslishraða (1/2 af meðferðarskammti við 1/25 af upphaflegum ráðlögðum staðalhraða). Um leið og sjúklingur þolir innrennslið má auka skammtinn þannig að hann nái meðferðarskammtinum 1 mg/kg og auka má innrennslishraðann með hægri títrun upp á við eftir því sem sjúklingur þolir.

Sjúklingar með langt genginn nýrnasjúkdóm

Meðferð með Fabrazyme getur haft takmörkuð áhrif á nýru hjá sjúklingum með langt genginn nýrnasjúkdóm.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum og engar in vitro efnaskiptarannsóknir hafa verið gerðar. Út frá efnaskiptum agalsídasa beta er ólíklegt að lyfið milliverki við sýtókróm P450- miðluð lyf.

Fabrazyme ætti ekki að gefa með klórókíni, amíódaróni, benókíni eða gentamícíni vegna fræðilegrar hættu á heftri innanfrumu -galaktósídasa A virkni.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun agalsídasa beta á meðgöngu.

Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á fósturvísis/fósturþroska (sjá kafla 5.3).

Ekki skal nota Fabrazyme á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf

Agalsídasi beta getur hugsanlega skilast út í brjóstamjólk. Þar sem ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um áhrif agalsídasa beta í brjóstamjólk á nýbura þá er mælt með að brjóstagjöf sé hætt þegar Fabrazyme er notað.

Frjósemi

Rannsóknir til að meta hugsanleg skaðleg áhrif Fabrazyme á frjósemi hafa ekki verið gerðar.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Fabrazyme getur haft smávægileg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla sama dag og Fabrazyme er gefið þar sem sundl, svefnhöfgi, svimi og yfirlið geta komið fyrir (sjá kafla 4.8).

4.8Aukaverkanir

Samantekt öryggissniðs

Þar sem agalsídasi beta (r-hαGAL) er raðbrigða prótein er gert ráð fyrir myndun IgG mótefna hjá sjúklingum með litla eða enga eftirstandandi ensímvirkni. Sjúklingar með mótefni gegn r-hαGAL eru líklegri til að fá innrennslistengdar aukaverkanir (IAR). Hjá fáeinum sjúklingum hefur verið greint frá aukaverkunum sem benda til bráðs (Tegund I) ofnæmis (sjá kafla 4.4).

Mjög algengar aukaverkanir eru m.a. kuldahrollur, sótthiti, kuldatilfinning, ógleði, uppköst, höfuðverkur og breytt húðskyn. Sextíu og sjö prósent (67%) sjúklinga urðu vör við a.m.k. eina innrennslistengda verkun. Greint hefur verið frá bráðaofnæmislíkum viðbrögðum eftir markaðssetningu lyfsins.

Listi aukaverkana

Aukaverkanir sem greint hefur verið frá í klínískum rannsóknum með 168 sjúklingum (154 körlum og 14 konum), sem meðhöndlaðir voru með Fabrazyme í skammtastærðinni 1 mg/kg á tveggja vikna fresti í að minnsta kosti einu innrennsli og í allt að hámark 5 ár, eru taldar upp í töflunni hér fyrir neðan og þeim er raðað eftir líffærakerfi og tíðni (mjög algengar ≥ 1/10, algengar ≥ 1/100 til < 1/10 og sjaldgæfar ≥ 1/1.000 til < 1/100). Aukaverkun sem kom fram hjá einum sjúklingi er skilgreind sem sjaldgæf í ljósi þess hversu fáir sjúklingar fengu meðferð. Aukaverkanir sem voru einungis tilkynntar eftir að lyfið kom á markað má einning finna í töflunni að neðan og tíðni þeirra er flokkuð sem „tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)“. Aukaverkanirnar voru flestar vægar til í meðallagi alvarlegar.

Algengi aukaverkana í meðferð með Fabrazyme

Flokkun eftir

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Tíðni ekki þekkt

líffærum

algengar

 

 

 

Sýkingar af

 

Nefkoksbólga

Nefslímubólga

 

völdum sýkla

 

 

 

 

og sníkjudýra

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

 

Bráðaofnæmislík

 

 

 

 

viðbrögð

Taugakerfi

Höfuðverkur,

Sundl, svefndrungi,

Tilfinninganæmi,

 

 

náladofi

tilfinningadofi,

skjálfti

 

 

 

brunatilfinning,

 

 

 

 

svefnhöfgi, yfirlið

 

 

Augu

 

Aukin táramyndun

Augnkláði, blóðríki í

 

 

 

 

augum

 

 

 

 

 

 

Eyru og

 

Eyrnasuð, svimi

Þroti í eyrum,

 

völundarhús

 

 

eyrnaverkur

 

 

 

 

 

 

Hjarta

 

Hraðsláttur,

Gúlshægsláttur

 

 

 

hjarsláttarónot,

 

 

 

 

hægsláttur

 

 

Æðar

 

Andlitsroði,

Útlimakuldi

 

 

 

háþrýstingur, fölvi,

 

 

 

 

lágþrýstingur,

 

 

 

 

hitakóf

 

 

Öndunarfæri,

 

Mæði, stíflað nef,

Berkjukrampi,

Vefildisskortur

brjósthol og

 

herpingur í hálsi,

verkur í koki og

(hypoxia)

miðmæti

 

más, hósti, aukin

barka, nefrennsli,

 

 

 

mæði

hraðöndun, þroti í

 

 

 

 

efri hluta

 

 

 

 

öndunarfæra

 

Meltingarfæri

Ógleði,

Kviðverkur, verkur í

Meltingarónot,

 

 

uppköst

efri hluta kviðar,

kyngingartregða

 

 

 

óþægindi í kvið,

 

 

 

 

óþægindi í maga,

 

 

 

 

tilfinningadofi í

 

 

 

 

munni, niðurgangur

 

 

Húð og

 

Kláði, ofsakláði,

Marmarahúð,

Hvítkorna-

undirhúð

 

útbrot, húðroði,

roðaútbrot,

sundrandi

 

 

almennur kláði,

kláðaútbrot, upplitun

æðabólga

 

 

ofsabjúgur,

húðar, óþægindi í

 

 

 

andlitsþroti,

húð

 

 

 

dröfnuörðuútbrot

 

 

Stoðkerfi og

 

Verkur í útlimum,

Verkur í stoðkerfi

 

stoðvefur

 

vöðvaþrautir,

 

 

 

 

bakverkur,

 

 

 

 

vöðvakrampi

 

 

 

 

liðverkir, stífir

 

 

 

 

vöðvar, stirðleiki í

 

 

 

 

stoðkerfi

 

 

Almennar

Kuldahrollur,

Þreyta, óþægindi

Hita- og

 

aukaverkanir

sótthiti,

fyrir brjósti,

kuldatilfinning,

 

og

kuldatilfinning

hitatilfinning, bjúgur

inflúensulík

 

aukaverkanir

 

á útlimum, verkur,

veikindi, verkur á

 

á íkomustað

 

slen, brjóstverkur,

innrennslisstað,

 

 

 

andlitsbjúgur,

einkenni á

 

 

 

ofurhiti

innrennslisstað

 

 

 

 

segamyndun á

 

 

 

 

stungustað, vanlíðan,

 

 

 

 

bjúgur

 

Rannsókna-

 

 

 

Minnkuð

niðurstöður

 

 

 

súrefnisþéttni

 

 

 

 

 

Í þessari töflu er ≥ 1% skilgreint sem tilvik sem koma fyrir hjá tveimur eða fleiri sjúklingum. Íðorð yfir aukaverkanir byggjast á Medical Dictionary for Regulatory Activities (MedDRA)

Lýsing á tilteknum aukaverkunum

Innrennslistengd viðbrögð

Algengustu innrennslistengdu aukaverkanirnar voru hiti og kuldahrollur. Aðrar aukaverkanir voru væg eða miðlungs mikil mæði, vefildisskortur (minnkuð súrefnisþéttni), herpingur í hálsi, óþægindi fyrir brjósti, andlitsroði, kláði, ofsakláði, andlitsbjúgur, ofsabjúgur, nefslímubólga, berkjukrampi, hraðöndun, más, háþrýstingur, lágþrýstingur, hraðsláttur, sláttarónot, kviðverkir, ógleði, uppköst, innrennslistengdir verkir, þar á meðal verkir í útlimum, vöðvaþrautir og höfuðverkur.

Brugðist var við innrennslistengdum aukaverkunum með því að draga úr innrennslishraða og gefa bólgueyðandi lyf, andhistamín og/eða barkstera. Sextíu og sjö prósent (67%) sjúklinga urðu varir við að minnsta kosti eina innrennslistengda aukaverkun. Tíðni þessara aukaverkana minnkaði með tímanum. Flestar aukaverkanir má tengja myndun IgG mótefna og/eða virkjun complementkerfisins. Takmarkaður fjöldi sjúklinga mældist með IgE mótefni (sjá kafla 4.4).

Börn

Takmarkaðar upplýsingar úr klínískum rannsóknum gefa til kynna að öryggi Fabrazyme meðferðar hjá börnum á aldrinum 5-7 ára sem fengu 0,5 mg/kg á 2 vikna fresti eða 1,0 mg/kg á 4 vikna fresti var svipað og hjá sjúklingum (eldri en 7 ára) sem fengu 1,0 mg/kg á 2 vikna fresti.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Í klínísku rannsóknunum voru notaðir skammtar allt að 3 mg/kg líkamsþunga.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur meltingarfæra- og efnaskiptalyf, hvatar (ensím). ATC flokkur: A16AB04.

Fabry-sjúkdómur

Fabry-sjúkdómur er arfgengur, misleitur og fjölkerfa (multisystemic), ágengur sjúkdómur sem leggst bæði á karla og konur. Hann einkennist af skorti á -galaktósídasa. Ef virkni -galaktósídasa er skert eða ekki til staðar safnast GL-3 fyrir í leysiögnum í mörgum frumugerðum, þ.m.t. í innþekjufrumum og grunnvefsfrumum, sem að lokum getur leitt til lífshættulegrar klínískrar hrörnunar vegna fylgikvilla í nýrum, hjarta eða heila.

Verkunarháttur

Grundvallarforsenda fyrir ensímuppbótarmeðferð er að endurvekja ensímvirkni nægilega mikið til að hreinsa uppsöfnuð ensímhvarfefni úr vefjum líffæra og þannig koma í veg fyrir áframhaldandi hnignun í virkni þessara líffæra, ná stöðugleika í virkni þeirra eða snúa þróuninni við, áður en þau skemmast óafturkræft.

Eftir inngjöf í bláæð hverfur agalsídasi beta hratt úr blóðrás og er tekinn upp af innþekjufrumum og grunnvefsfrumum í æðum og inn í leysiagnir, líklega í gegnum mannósa-6-fosfat-, mannósa- og asialoglýkóprótein-viðtaka.

Klínísk verkun og öryggi

Virkni og öryggi Fabrazyme var metið í tveimur rannsóknum á börnum, einni skammtarannsókn, tveimur tvíblindum samanburðarrannsóknum með lyfleysu og einni framlengdri, opinni rannsókn á bæði karl- og kvenkyns sjúklingum.

Ískammtarannsókninni voru áhrif metin fyrir skammtana 0,3, 1,0 og 3,0 mg/kg einu sinni á 2 vikna fresti og 1,0 og 3,0 mg/kg einu sinni á 2 daga fresti. Minnkun kom fram á GL-3 í nýrum, hjarta, húð og plasma við allar skammtastærðir. GL-3 í plasma hreinsaðist út á skammtaháðan hátt, en var ekki eins áreiðanlegt við skammtinn 0,3 mg/kg. Þar að auki voru innrennslisháðar aukaverkanir skammtaháðar.

Ífyrstu klínísku samanburðarrannsókninni með lyfleysu var Fabrazyme áhrifaríkt í úthreinsun á GL-3 úr æðaþeli í nýrum eftir 20 vikna meðferð. Þessi hreinsun náðist hjá 69% (20/29) þeirra sjúklinga sem fengu meðferð með Fabrazyme en ekki hjá neinum sjúklingum sem fengu lyfleysu (p<0,001). Auk þess varð einnig tölfræðilega marktæk minnkun á GL-3 innlyksum í nýrum, hjarta og húð til samans og í einstökum líffærum sjúklinga sem fengu agalsídasa beta meðferð miðað við hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu (p<0,001). Viðvarandi úthreinsun GL-3 úr æðaþeli nýrna við agalsidasa beta meðferð kom enn frekar í ljós í framlengda, opna hluta rannsóknarinnar. Þetta kom fram hjá 47 af 49 sjúklingum (96%) sem upplýsingar lágu fyrir um í 6. mánuði og hjá 8 af 8 sjúklingum (100%) sem upplýsingar lágu fyrir um í lok rannsóknarinnar (allt að 5 ára meðferð í heild). Úthreinsun GL-3 var líka náð í fjölmörgum öðrum frumutegundum nýrna. Magn GL-3 í plasma varð fljótt eðlilegt í meðferðinni og hélst eðlilegt í 5 ár.

Nýrnastarfsemi hélst stöðug hjá flestum sjúklingum, samkvæmt mælingum á gauklasíunarhraða (GFR) og kreatínínstyrk í sermi auk próteinmigu. Hins vegar voru áhrif meðferðar með Fabrazyme á nýrnastarfsemi takmörkuð hjá sumum sjúklingum með langt genginn nýrnasjúkdóm.

Þrátt fyrir að engin sérstök rannsókn hafi verið gerð til þess að meta áhrif á taugafræðileg teikn og einkenni benda niðurstöðurnar einnig til þess að hugsanlegt sé að sjúklingar finni síður fyrir sársauka og eigi betra líf ef þeir fá ensímuppbótarmeðferð.

Önnur tvíblind samanburðarrannsókn með lyfleysu á 82 sjúklingum var framkvæmd til að ákveða hvort Fabrazyme drægi úr tíðni nýrna-, hjarta- eða heilasjúkdóma eða dauða. Tíðni klínískra atburða var verulega lægri meðal sjúklinga sem fengu Fabrazyme miðað við þá sem fengu lyfleysu (áhættuminnkun = 53% samkvæmt meðferðar-ákvörðunar greiningu (intent-to-treat) (p=0,0577); áhættuminnkun = 61% samkvæmt meðferðaráætlun (per-protocol) (p=0,0341). Þessi niðurstaða á jafnt við um nýrna-, hjarta- og heilaatburði.

Niðurstöður þessara rannsókna benda til þess að meðferð með Fabrazyme 1 mg/kg á tveggja vikna fresti geri klínískt gagn m.t.t. helstu klínísku niðurstaðna hjá sjúklingum með Fabry-sjúkdóm, á frumstigi eða langt genginn. Þar sem sjúkdómurinn þróast hægt getur skipt sköpum til að útkoman verði sem best að hann sé greindur og að meðferð hefjist snemma.

Í annarri rannsókn til viðbótar tóku 21 karlmenn þátt til að fylgjast með úthreinsun GL-3 í nýrum og húðvef við breytilega skammta. Eftir meðferð með 1 mg/kg aðra hverja viku í 24 vikur, nægðu

0,3 mg/kg skammtar aðra hverja viku í 18 mánuði til að viðhalda hreinsun GL-3 úr frumum í æðaþeli í

nýrum, öðrum nýrnafrumum og húð (æðaþeli í yfirborði húðar) hjá meirihluta sjúklinga En við minni skammta gætu IgG mótefni gegnt hlutverki við úthreinsum GL-3 hjá sumum sjúklingum. Vegna takmarkana rannsóknarinnar (lítill fjöldi sjúkinga), er ekki unnt að draga afgerandi ályktun um viðhaldsskammtastærð en þessar niðurstöður benda til þess að eftir upphafsskammt með 1,0 mg/kg aðra hverja viku, gæti skammtur með 0,3 mg/kg aðra hverja viku nægt sumum sjúklingum til að viðhalda úthreinsun GL-3.

Eftir markaðssetningu lyfsins fékkst reynsla hjá sjúklingum sem hófu meðferð með 1 mg/kg skammti á 2 vikna fresti og fengu síðar minni skammta í langan tíma. Hjá sumum sjúklinganna var greint frá aukningu á einhverjum af eftirfarandi einkennum; verk, náladofa og niðurgangi, auk einkenna frá hjarta, miðtaugakerfi og nýrum. Þessi einkenni líkjast eðlilegum gangi Fabry-sjúkdóms.

Börn

Íeinni opinni rannsókn á börnum höfðu sextán sjúklingar með Fabry-sjúkdóm (8-16 ára; 14 karlkyns og 2 kvenkyns) hlotið meðhöndlun í eitt ár með 1,0 mg/kg á 2 vikna fresti. GL-3 úthreinsun í æðaþeli í yfirborði húðar kom fram hjá öllum sjúklingum sem höfðu uppsafnað GL-3 í upphafi. Kvenkyns sjúklingarnir 2 höfðu litla eða enga GL-3 uppsöfnun í æðaþeli í yfirborði húðar í upphafi og því eiga þessar niðurstöður aðeins við um karlkyns sjúklinga.

Íopinni viðbótarrannsókn á börnum sem stóð í 5 ár var 31 karlkynssjúklingi á aldrinum 5 til 18 ára slembiraðað áður en klínísk einkenni sem tóku til helstu líffæra komu fram og gefnar voru tvær meðferðir með minni skammti af agalsídasa beta, 0,5 mg/kg á 2 vikna fresti eða 1,0 mg/kg á 4 vikna fresti. Niðurstöður voru svipaðar hjá meðferðarhópunum tveimur. Skor fyrir GL-3 í æðaþeli í yfirborði húðar lækkaði niður í núll frá upphafsgildi eða var áfram í núlli allan tímann við meðferð hjá 19/27 sjúklingum sem luku rannsókninni án skammtaaukningar. Vefjasýni úr nýrum við upphaf og eftir 5 ár fengust hjá undirhóp með 6 sjúklingum: hjá öllum hafði GL-3 skor í æðaþeli í nýrum lækkað í núll en mjög mismunandi áhrif sáust fyrir GL-3 hjá fætlufrumum, með lækkun hjá 3 sjúklingum. Tíu (10) sjúklingar náðu viðmiðun skammaaukningar samkvæmt meðferðaráætlun, hjá 2 voru skammtar auknir að ráðlögðum skammti sem er 1,0 mg/kg á 2 vikna fresti.

5.2Lyfjahvörf

Eftir að fullorðnum var gefinn agalsídasi beta í bláæð í skömmtunum 0,3 mg, 1 mg og 3 mg/kg líkamsþunga hækkuðu AUC-gildin meira en í hlutfalli við skammtastærð vegna minnkaðrar úthreinsunar, sem bendir til mettunar úthreinsunar. Helmingunartími brotthvarfs var háður skammtastærð og var á bilinu 45 til 100 mínútur.

Eftir að fullorðnum var gefinn agalsídasi beta í bláæð með u.þ.b. 300 mínútna innrennslistíma og skammtinum 1 mg/kg líkamsþunga á tveggja vikna fresti var meðal Cmax í plasma á bilinu 2000- 3500 ng/ml en AUCinf var á bilinu 370-780 g mín./ml. Vss var á bilinu 8,3-40,8 l, plasmaúthreinsun var á bilinu 119-345 ml/mín. og meðalhelmingunartími brotthvarfs 80-120 mínútur.

Agalsídasi beta er prótein og búist er við að það brotni niður við efnaskipti með peptíð vatnsrofi. Þess vegna er ekki búist við því að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á lyfjahvörf agalsídasa beta á neinn klínískt marktækan hátt. Brotthvarf agalsídasa beta um nýru er talin vera minni háttar úthreinsunarleið.

Börn

Lyfjahvörf Fabrazyme voru einnig metin í tveimur rannsóknum á börnum. Í einni þessara rannsókna fengu 15 sjúklingar á aldrinum 8,5 til 16 ára og 27,1 til 64,9 kg að þyngd, þar sem upplýsingar um lyfjahvörf lágu fyrir, meðferð með 1,0 mg/kg á 2 vikna fresti. Þyngdin hafði ekki áhrif á úthreinsun agalsídasa beta hjá þessum sjúklingahópi. Úthreinsun í upphafi var 77 ml/mín. og Vss var 2,6 l, helmingunartími var 55 mínútur. Í kjölfar mótefnavendingar IgG minnkaði úthreinsun niður í

35 ml/mín., Vss jókst í 5,4 l og helmingunartíminn jókst í 240 mín. Aðaláhrif þessara breytinga í kjölfar mótefnavendingar var 2- til 3-föld aukning útsetningar miðað við AUC og Cmax. Engin óvænt öryggisatriði komu fram hjá sjúklingum með aukna útsetningu eftir mótefnavendingu.

Í annarri rannsókn var 30 sjúklingum á aldrinum 5 til 18 ára, þar sem upplýsingar um lyfjahvörf lágu fyrir, gefnar tvær meðferðir með minni skammti þ.e. 0,5 mg/kg á 2 vikna fresti eða 1,0 mg/kg á

4 vikna fresti, meðalúthreinsun var 4,6 og 2,3 ml/mín./kg, fyrir hvorn hóp, meðal Vss var 0,27 og 0,22 l/kg fyrir hvorn hóp og meðalhelmingunartími útskilnaðar var 88 og 107 mínútur, fyrir hvorn hóp. Í kjölfar mótefnavendingar IgG var engin greinileg breyting á úthreinsun (+24% og +6%, fyrir

hvorn hóp) en Vss var 1,8 og 2,2-falt hærra þar sem hrein áhrif voru örlítil aukning á Cmax (allt að - 34% og -11%, fyrir hvorn hóp) og engin breyting á AUC (-19% og -6%, fyrir hvorn hóp).

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta og eiturverkunum á fóstur/fósturvísi. Rannsóknir er varða önnur þróunarstig hafa ekki verið gerðar. Ekki er að búast við eiturverkunum á erfðaefni eða krabbameinsvaldandi áhrifum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Mannitól

Einbasískt natríumfosfat einhýdrat

Tvíbasískt natríumfosfat heptahýdrat

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Eftir blöndun og þynningu

Frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lyfið strax. Ef það er ekki notað strax eru geymslutími og geymsluskilyrði fyrir notkun á ábyrgð notandans. Ekki má geyma blandað innrennslisþykknið heldur á að þynna það strax. Einungis má geyma þynntu lausnina í allt að 24 klst. við 2 C – 8 C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2 C – 8 C).

Geymsluskilyrði eftir blöndun og þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Fabrazyme 35 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Fabrazyme 35 mg er í glæru 20 ml hettuglasi af gerð I. Glasinu er lokað með silikonbútýltappa og álinnsigli með plastloki, sem rifið er af.

Pakkningar: 1, 5 og 10 hettuglös í öskju.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Fabrazyme 5 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Fabrazyme 5 mg er í glæru 5 ml hettuglasi af gerð I. Glasinu er lokað með silikonbútýltappa og álinnsigli með plastloki, sem rifið er af.

Pakkningar: 1, 5 og 10 hettuglös í öskju.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Stofninn fyrir innrennslisþykkni, lausn verður að blanda með vatni fyrir stungulyf, þynna svo með 0,9% natríumklóríðlausn til inngjafar í bláæð og það er svo gefið með innrennsli í bláæð. Sýnið smitgát.

Ákveðið hversu mörg hettuglös þarf að blanda miðað við þyngd viðkomandi sjúklings og náið í þann fjölda í kælinn svo þau nái stofuhita (á u.þ.b. 30 mínútum). Hvert hettuglas af Fabrazyme er einnota.

Blöndun

Fabrazyme 35 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Sprautið 7,2 ml af vatni fyrir stungulyf í hvert hettuglas með Fabrazyme 35 mg. Sprautið vatninu ekki of harkalega á duftið til að koma í veg fyrir að froða myndist í glasinu. Þetta er gert með því að bæta vatninu fyrir stungulyf í dropatali hægt niður eftir innanverðu glasinu en ekki beint á frostþurrkaða kökuna. Snúið og hallið hverju hettuglasi varlega. Ekki má snúa hettuglasinu á hvolf, hringsnúa því eða hrista það.

Fabrazyme 5 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Sprautið 1,1 ml af vatni fyrir stungulyf í hvert hettuglas með Fabrazyme 5 mg. Sprautið vatninu ekki of harkalega á duftið til að koma í veg fyrir að froða myndist í glasinu. Þetta er gert með því að bæta vatninu fyrir stungulyf í dropatali hægt niður eftir innanverðu glasinu en ekki beint á frostþurrkaða kökuna. Snúið og hallið hverju hettuglasi varlega. Ekki má snúa hettuglasinu á hvolf, hringsnúa því eða hrista það.

Blönduð lausnin inniheldur 5 mg af agalsídasa beta í hverjum ml, og er glær og litlaus. Blandan hefur pH um 7,0. Áður en blandan er þynnt frekar á að skoða hvert hettuglas fyrir sig og gá hvort þar séu einhverjar agnir eða mislitun í lausninni. Notið ekki lausnina ef aðskotaagnir sjást eða ef hún er mislit.

Eftir blöndun á að þynna lyfið þegar í stað, til að halda í lágmarki próteinögnum sem myndast geta með tímanum.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Þynning

Fabrazyme 35 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Áður en viðeigandi rúmmáli af Fabrazyme blöndu, sem þörf er á fyrir sjúklinginn, er bætt í innrennslispokann er mælt með að fjarlægja sama rúmmál af 0,9% natríumklóríðlausn til inngjafar í bláæð úr innrennslispokanum.

Fjarlægið loftrýmið inni í innrennslispokanum til að halda snertifleti lofts/vökva í lágmarki.

Dragið rólega 7,0 ml (samsvarar 35 mg) af blandaðri lausn úr hverju hettuglasi þar til náð er því heildarrúmmáli sem þarf í skammt sjúklingsins. Notið ekki síunálar og forðist froðumyndun.

Dælið síðan blandaðri lausninni beint í 0,9% natríumklóríðlausnina (ekki í loftrými sem eftir situr) þar til lokaþéttni er á bilinu 0,05 mg/ml til 0,7 mg/ml. Ákvarðið heildarrúmmálið af 0,9% natríumklóríðlausn til innrennslis (á bilinu 50 til 500 ml) byggt á skammti sjúklingsins. Fyrir skammta lægri en 35 mg skal nota að minnsta kosti 50 ml, fyrir skammta á bilinu 35 til 70 mg skal nota að minnsta kosti 100 ml, fyrir skammta á bilinu 70 til 100 mg skal nota að minnsta kosti 250 ml og fyrir skammta hærri en 100 mg skal aðeins nota 500 ml. Snúið innrennslispokanum varlega á hvolf eða nuddið hann varlega til að blanda þynnta lausnina. Hristið ekki eða hreyfið innrennslispokann óhóflega.

Fabrazyme 5 mg stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn

Áður en viðeigandi magni af Fabrazyme blöndu, sem þörf er á fyrir sjúklinginn, er bætt í innrennslispokann er mælt með að fjarlægja sama rúmmál af 0,9% natríumklóríðlausn til innrennslis í bláæð úr innrennslispokanum.

Fjarlægið loftrýmið inni í innrennslispokanum til að halda snertifleti lofts/vökva í lágmarki.

Dragið rólega 1,0 ml (samsvarar 5 mg) af blandaðri lausn úr hverju hettuglasi þar til náð er því heildarrúmmáli sem þarf í skammt sjúklingsins. Notið ekki síunálar og forðist froðumyndun.

Dælið síðan blandaðri lausninni beint í 0,9% natríumklóríðlausnina (ekki í loftrými sem eftir situr) þar til lokaþéttni er á bilinu 0,05 mg/ml til 0,7 mg/ml. Ákvarðið heildarrúmmálið af 0,9% natríumklóríðlausn til innrennslis (á bilinu 50 til 500 ml) byggt á skammti sjúklingsins. Fyrir skammta lægri en 35 mg skal nota að minnsta kosti 50 ml, fyrir skammta á bilinu 35 til 70 mg skal nota að minnsta kosti 100 ml, fyrir skammta á bilinu 70 til 100 mg skal nota að minnsta kosti 250 ml og fyrir skammta hærri en 100 mg skal aðeins nota 500 ml. Snúið innrennslispokanum varlega á hvolf eða nuddið hann varlega til að blanda þynnta lausnina. Hristið ekki eða hreyfið innrennslispokann óhóflega.

Lyfjagjöf

Mælt er með að gefa þynntu lausnina um 0,2 µm raðtengda slöngusíu (in-line filter) með lítilli próteinbindingu til þess að fjarlægja próteinagnir án þess að agalsídasa beta virkni tapist. Í byrjun á innrennslishraðinn ekki að vera meiri en 0,25 mg/mín. (15 mg/klst.) til að draga úr líkunum á innrennslistengdum aukaverkunum. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að sjúklingurinn þoli lyfið vel má auka innrennslishraðann smám saman í næstu gjöfum.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Genzyme Europe B.V., Gooimeer 10, 1411 DD Naarden, Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/01/188/001 Fabrazyme 35 mg 1 hettuglas með stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn EU/1/01/188/002 Fabrazyme 35 mg 5 hettuglös með stofni fyrir innrennslisþykkni. lausn EU/1/01/188/003 Fabrazyme 35 mg 10 hettuglös með stofni fyrir innrennslisþykkni. lausn EU/1/01/188/004 Fabrazyme 5 mg 1 hettuglas með stofni fyrir innrennslisþykkni, lausn EU/1/01/188/005 Fabrazyme 5 mg 5 hettuglös með stofni fyrir innrennslisþykkni. lausn EU/1/01/188/006 Fabrazyme 5 mg 10 hettuglös með stofni fyrir innrennslisþykkni. lausn

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 03. ágúst 2001

Dagsetning endurnýjungar markaðsleyfis: 03. ágúst 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar (http://www.serlyfjaskra.is).

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf