Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Fampyra (fampridine) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N07XX07

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsFampyra
ATC-kóðiN07XX07
Efnifampridine
FramleiðandiBiogen Idec Ltd  

1.HEITI LYFS

Fampyra 10 mg forðatöflur

2.INNIHALDSLÝSING

Hver forðatafla inniheldur 10 mg famprídín.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Forðatafla.

Beinhvít, filmuhúðuð, sporöskjulaga tvíkúpt 13 x 8 mm tafla með flötum brúnum, merkt A10 á einni hlið.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Fampyra er ætlað að bæta göngu fullorðinna sjúklinga með heila- og mænusigg með skerta gönguhæfni (EDSS 4-7).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Fampyra má eingöngu fara fram eftir ávísun og eftirliti tiltekinna sérfræðilækna sem hafa reynslu af meðhöndlun á heila- og mænusiggi.

Skammtar

Ráðlagður skammtur er ein 10 mg tafla tvisvar á dag með 12 klukkustunda millibili (ein tafla að morgni og ein tafla að kvöldi). Ekki skal gefa Fampyra oftar eða í stærri skömmtum en ráðlagt er (sjá kafla 4.4). Töflurnar á að taka án matar (sjá kafla 5.2).

Upphaf og mat meðferðar með Fampyra

Upphafleg ávísun skal takmarkast við tveggja til fjögurra vikna meðferð þar sem oftast er hægt að meta klínískan ávinning á innan við tveimur til fjórum vikum eftir að gjöf á Fampyra hefst.

Mælt er með mati á gönguhæfni, t.d. „Timed 25 Foot Walk” (T25FW) eða Tólf liða göngukvarða fyrir sjúklinga með heila- og mænusigg (MSWS-12) til að meta ávinning innan tveggja til fjögurra vikna. Ef enginn ávinningur er greinanlegur, skal hætta notkun Fampyra

Hætta skal notkun Fampyra ef sjúklingar greina engan ávinning.

Endurmat meðferðar með Fampyra

Ef gönguhæfni reynist hafa minnkað eiga læknar að íhuga að hætta meðferð til að endurmeta ávinning af Fampyra (sjá að ofan). Slíkt endurmat skal fela í sér að hætta notkun Fampyra og framkvæma mat á gönguhæfni. Hætta skal notkun Fampyra ef enginn ávinningur er fyrir sjúklinga við göngu.

Ef skammtur gleymist

Fylgið alltaf ráðlagðri tilhögun á gjöf skammta. Ekki taka tvöfaldan skammt ef skammtur gleymist.

Aldraðir

Áður en meðferð er hafin með Fampyra skal athuga nýrnastarfsemi hjá öldruðum. Ráðlegt er að eftirlit sé haft með nýrnastarfsemi hjá öldruðum til að greina mögulega skerðingu á starfsemi nýrna (sjá kafla 4.4).

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Sjúklingar með vægt skerta, miðlungsskerta og verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun <80 ml/mín) (sjá kafla 4.3) mega ekki nota Fampyra.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Ekki þarf að breyta skömmtum fyrir sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Fampyra hjá börnum á aldrinum 0 til 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Fampyra er til inntöku.

Gleypa verður töfluna í heilu lagi. Ekki má skipta upp, mylja, leysa upp, sjúga eða tyggja hana.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir famprídíni eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Samtímis meðferð með öðru lyfi sem inniheldur famprídín (4-amínópyridín).

Sjúklingar með sögu um flog eða sem haldnir eru flogum.

Sjúklingar með vægt skerta, miðlungsskerta eða verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun <80 ml/mín).

Samtímis notkun Fampyra með lyfjum sem hamla OCT2 (lífrænum katjónaferjum af tegund 2), svo sem címetidín.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Hætta á flogum

Meðferð með famprídíni eykur líkur á flogum (sjá kafla 4.8).

Gæta skal varúðar þegar Fampyra er gefið ef einhverjir þættir eru til staðar sem lækkað geta flogaþröskuld.

Hætta skal gjöf á Fampyra til sjúklinga sem fá flog meðan á meðferð stendur.

Skert nýrnastarfsemi

Fampyra skilst aðallega út óbreytt um nýru. Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi hafa hærri blóðþéttni sem er tengd meiri aukaverkunum, nánar tiltekið áhrifum á taugakerfið. Ráðlagt er fyrir alla sjúklinga (sérstaklega aldraða sem kunna að hafa skerta nýrnastarfsemi) að nýrnastarfsemi sé

ákvörðuð fyrir meðferð og að reglulegt eftirlit sé haft með henni meðan á meðferð stendur. Hægt er að meta kreatínínhreinsun með Cockroft-Gault formúlu.

Ekki skal gefa Fampyra sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun <80 ml/mín) (sjá kafla 4.3).

Gæta skal varúðar þegar Fampyra er ávísað samhliða lyfjum sem eru hvarfefni OCT2, svo sem karvedílól, própanólól og metformín.

Ofnæmisviðbrögð

Eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um alvarleg ofnæmisviðbrögð (að meðtöldum bráðaofnæmisviðbrögðum), en flest þessara tilfella komu fram á fyrstu viku meðferðar. Sérstaka athygli skal gefa sjúklingum með fyrri sögu um ofnæmisviðbrögð. Ef vart verður við bráðaofnæmisviðbrögð eða önnur alvarleg ofnæmisviðbrögð, skal hætta notkun Fampyra og ekki hefja hana að nýju.

Önnur varnaðarorð og varúðarreglur

Gæta skal varúðar þegar Fampyra er gefið sjúklingum með einkenni hjartsláttatruflana og með leiðslutruflanir frá sínus (SA) og torleiðnihnút (AV) í hjarta (þessi einkenni sjást við ofskömmtun). Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um öryggi fyrir þessa sjúklinga.

Aukin tíðni sundls og jafnvægistruflana við meðferð með Fampyra getur leitt til aukinnar hættu á falli. Sjúklingar ættu því að nota gönguhjálpartæki eins og þörf er á.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

Samhliða meðferð með öðrum lyfjum sem innihalda fampridine (4-amínópýrídín) er ekki ráðlögð (sjá kafla 4.3).

Famprídín skilst aðallega út um nýrun og er virkur útskilnaður um nýru um 60% (sjá kafla 5.2). OCT2 flutningsprótein sér um virkan útskilnað famprídíns. Því má ekki nota famprídín samhliða með lyfjum sem hamla OCT2, svo sem címetidíni (sjá kafla 4.3) og varað er við samhliða notkun fampridine ásamt lyfjum sem eru hvarfefni OCT2 t.d. carvedilol, propanolol og metformin (sjá kafla 4.4).

Interferón: Famprídín hefur verið gefið samhliða interferón-beta án þess að fram kæmu í lyfinu milliverkanir á lyfjahvörf.

Baklófen: Famprídín hefur verið gefið samhliða baklófeni án þess að fram kæmu í lyfinu milliverkanir á lyfjahvörf.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun famprídíns á meðgöngu.

Rannsóknir á dýrum hafa sýnt eituráhrif á æxlun (sjá kafla 5.3). Sem varúðarráðstöfun er æskilegt að forðast notkun Fampyra á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort famprídín skilst út í brjóstamjólk hjá konum eða dýrum. Ekki er ráðlagt að nota Fampyra samtímis brjóstagjöf.

Frjósemi

Ekki komu fram nein áhrif á frjósemi við rannsóknir á dýrum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Fampyra hefur væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla þar sem Fampyra getur valdið sundli.

4.8Aukaverkanir

Öryggi Fampyra hefur verið metið í slembiröðuðum klínískum samanburðarrannsóknum, í opnum langtímarannsóknum og eftir markaðssetningu.

Aukaverkanir eru aðallega frá taugakerfi og á meðal þeirra eru flog, svefnleysi, kvíði, jafnvægisraskanir, sundl, náladofi, skjálfti, höfuðverkur og þróttleysi. Þetta er í samræmi við lyfjafræðilega virkni famprídíns. Í rannsóknum með samanburði við lyfleysu, þar sem sjúklingum með heila og mænusigg var gefið Fampyra í ráðlögðum skammti, voru þvagfærasýkingar algengustu aukaverkanirnar (hjá um 12% sjúklinga).

Hér á eftir eru aukaverkanir taldar upp, flokkaðar eftir líffærum og heildartíðni. Tíðni er skilgreind sem: mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

MedDRA-flokkun

Aukaverkanir

Tíðniflokkur

Sýkingar af völdum sýkla og

Sýking í þvagfærum

Mjög algengar

sníkjudýra

 

 

Ónæmiskerfi

Bráðaofnæmi

Sjaldgæfar

 

Ofnæmisbjúgur

Sjaldgæfar

 

Ofnæmisviðbrögð

Sjaldgæfar

Geðræn vandamál

Svefnleysi

Algengar

 

Kvíði

Algengar

Taugakerfi

Sundl

Algengar

 

Höfuðverkur

Algengar

 

Jafnvægisröskun

Algengar

 

Náladofi

Algengar

 

Skjálfti

Algengar

 

Flog

Sjaldgæfar

 

Versnun á verkjum í

Sjaldgæfar

 

þrenndartaug (trigeminal

 

 

neuralgia)

 

Hjarta

Hjartsláttarónot

Algengar

 

Hraðtaktur

Sjaldgæfar

Æðar

Lágþrýstingur*

Sjaldgæfar

Öndunarfæri, brjósthol og

Mæði

Algengar

miðmæti

Verkir í koki og barka

Algengar

Meltingarfæri

Ógleði

Algengar

 

Uppköst

Algengar

 

Hægðatregða

Algengar

 

Meltingartruflun

Algengar

Húð og undirhúð

Útbrot

Sjaldgæfar

 

Ofsakláði

Sjaldgæfar

Stoðkerfi og stoðvefur

Bakverkur

Algengar

Almennar aukaverkanir og

Þróttleysi

Algengar

aukaverkanir á íkomustað

Óþægindi fyrir brjósti*

Sjaldgæfar

* Þessi einkenni komu fram í tengslum við ofnæmisviðbrögð.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Flog

Eftir markaðssetningu lyfsins hefur verið tilkynnt um flog en tíðni þeirra er ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Sjá frekari upplýsingar um líkur á flogum í kafla 4.3 og 4.4.

Ofnæmisviðbrögð

Eftir markaðssetningu hefur verið tilkynnt um alvarleg ofnæmisviðbrögð (að meðtöldum bráðaofnæmisviðbrögðum), þar sem fram hafa komið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkennum: Mæði, óþægindi fyrir brjósti, lágþýstingur, ofnæmisbjúgur, útbrot og ofsakláði. Um frekari upplýsingar um ofnæmisviðbrögð, sjá kafla 4.3 og 4.4.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni

Bráðaeinkenni ofskömmtunar með Fampyra voru í samræmi við örvun miðtaugakerfis og á meðal þeirra voru ringlun, skjálfti, svitamyndun, flog og minnisleysi.

Á meðal aukaverkana miðtaugakerfis við stóra skammta af 4-amínópyridín voru ringl, flog, síflog, ósjálfráðar hreyfingar og vöðvarykkir. Aðrar aukaverkanir við stóra skammta eru hjartsláttartruflanir (til dæmis ofansleglahraðsláttur og hægsláttur) og sleglahraðsláttur vegna mögulegrar lengingar á QT- bili. Einnig hefur verið greint frá háþrýstingi.

Meðferð

Sjúklingar sem taka of stóran skammt skulu hljóta stuðningsmeðferð. Endurtekin flog skal meðhöndla með benzódíazepíni, fenýtóíni eða annarri meðferð við bráðaflogum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Önnur lyf sem verka á taugakerfið, ATC-flokkur: N07XX07.

Lyfhrif

Fampyra er kalíumgangaloki. Með því að loka á kalíumgöng dregur Fampyra úr jónaleka um þessi göng, sem seinkar endurskautun og hvetur þannig myndun hrifspennu í afmýluðum taugasímum og virkni taugakerfis. Líklega má auka boðsendingar í miðtaugakerfi með því að hrifspenna myndist.

Verkun og öryggi

Þrjár III. stigs slembiraðaðar, tvíblindar staðfestingarrannsóknir með samanburði við lyfleysu (MS-F203, MS-F204 og 218MS305) hafa verið gerðar. Hlutfall þeirra sem sýndu svörun var óháð samhliða notkun ónæmistemprandi lyfja (þ.m.t. með interferónum, glatíramer asetati, fingólímódi og natalízúmabi). Skammtur af Fampyra var 10 mg tvisvar á dag.

Rannsóknir MS-F203 og MS-F204

Aðal endapunktur í rannsóknum MS-F203 og MS-F204 var svörunarhlutfall fyrir gönguhraða, samkvæmt tímamældri 25 feta göngu (T25FW-mælingu). Svörun var skilgreind sem sjúklingur sem hélt meiri gönguhraða í minnst þremur heimsóknum af mest fjórum meðan á tvíblindri meðhöndlun stóð, borið saman við hæsta gildi í fimm heimsóknum utan meðferðar.

Marktækt hærra hlutfall sjúklinga sem fengu meðferð með Fampyra sýndu svörun, borið saman við þá sem tóku lyfleysu (MS-203: 34,8% á móti 8,3%, p<0,001; MS-F204: 42,9% á móti 9,3% p<0,001).

Gönguhraði sjúklinga sem sýndu svörun við Fampyra jókst að meðaltali um 26,3% á móti 5,3% hjá sjúklingum sem tóku lyfleysu (p< 0,001) (MS-F203) og 25,3 á móti 7,8% (p< 0,001) (MS-F204). Framfarir komu fljótt í ljós (innan vikna) eftir að meðferð var hafin með Fampyra.

Tölfræðilega og klínískt marktækar framfarir sáust á göngu, samkvæmt mælingu með 12 liða göngukvarða fyrir sjúklinga með heila- og mænusigg.

Tafla 1: Rannsóknir MS-F203 og MS-F204

RANNSÓKN *

MS-F203

MS-F204

 

 

 

Fampyra

Lyfleysa

 

Fampyra

 

Lyfleysa

 

 

 

 

10 mg tvisvar á

 

 

10 mg tvisvar á

 

 

 

dag

 

 

dag

Fjöldi þátttakenda

 

 

Samfelldur

8,3%

 

34,8%

9,3%

 

42,9%

ávinningur

 

 

26,5%

 

 

33,5%

Mismunur

 

 

 

 

CI95%

 

 

17,6%, 35,4%

 

 

23,2%, 43,9%

P-gildi

 

 

< 0,001

 

 

< 0,001

 

 

 

 

 

 

 

≥20% ávinningur

11,1%

 

31,7%

15,3%

 

34,5%

Mismunur

 

 

20,6%

 

 

19,2%

CI95%

 

 

11,1%, 30,1%

 

 

8,5%, 29,9%

P-gildi

 

 

< 0,001

 

 

< 0,001

 

 

 

 

 

 

 

Gönguhraði í fet/sek.

Fet á sek.

 

Fet á sek.

Fet á sek.

 

Fet á sek.

Upphafspunktur

2,04

 

2,02

2,21

 

2,12

Endapunktur

2,15

 

2,32

2,39

 

2,43

Breyting

0,11

 

0,30

0,18

 

0,31

Mismunur

 

0,19

 

0,12

p-gildi

 

0,010

 

0,038

Meðalprósentubreyting

5,24

 

13,88

7,74

 

14,36

Mismunur

 

8,65

 

6,62

p-gildi

< 0,001

 

0,007

MSWS-12-gildi

 

 

 

 

 

 

(meðaltal með

 

 

 

 

 

 

staðalskekkju)

 

 

 

 

 

 

Upphafspunktur

69,27 (2,22)

 

71,06 (1,34)

67,03 (1,90)

 

73,81 (1,87)

Meðalbreyting

-0,01 (1,46)

 

-2,84 (0,878)

0,87 (1,22)

 

-2,77 (1,20)

Mismunur

 

2,83

 

3,65

p-gildi

 

0,084

 

0,021

LEMMT (meðaltal

 

 

 

 

 

 

með staðalskekkju)

 

 

 

 

 

 

(Lower Extremity

 

 

 

 

 

 

Manual Muscle Test)

 

 

 

 

 

 

Upphafspunktur

3,92 (0,070)

 

4,01 (0,042)

4,01 (0,054)

 

3,95 (0,053)

Meðalbreyting

0,05 (0,024)

 

0,13 (0,014)

0,05 (0,024)

 

0,10 (0,024)

Mismunur

 

0,08

 

0,05

p-gildi

 

0,003

 

0,106

Ashworth-einkunn

 

 

 

 

 

 

(Próf fyrir

 

 

 

 

 

 

vöðvakippi)

 

 

 

 

 

 

Upphafspunktur

0,98 (0,078)

 

0,95 (0,047)

0,79 (0,058)

 

0,87 (0,057)

Meðalbreyting

-0,09 (0,037)

 

-0,18 (0,022)

-0,07 (0,033)

 

-0,17 (0,032)

Mismunur

 

0,10

 

0,10

p-gildi

 

0,021

 

0,015

Rannsókn 218MS305

Rannsókn 218MS305 var gerð hjá 636 þátttakendum með heila- og mænusigg og gönguröskun. Lengd tvíblindu meðferðarinnar var 24 vikur með eftirfylgni 2 vikum eftir meðferð. Aðalendapunkturinn var framför í göngugetu, mæld sem hlutfall sjúklinga sem náði framför sem var að meðaltali ≥ 8 stig frá upphafspunkti MSWS-12-gildis á 24 vikum. Í rannsókninni var tölfræðilega marktækur meðferðarmunur, þar sem hærra hlutfall sjúklinga sem fengu meðferð með Fampyra sýndi framför í göngugetu, samanborið við sjúklinga sem fengu lyfleysu (hlutfallsleg áhætta var 1,38 (95% CI: [1,06; 1,70]). Framfarir komu yfirleitt fram innan 2 til 4 vikna frá upphafi meðferðar og gengu til baka innan 2 vikna frá stöðvun meðferðar.

Sjúklingar sem fengu Fampyra sýndu einnig tölfræðilega marktæka framför á TUG-prófinu (Timed Up and Go test), sem er mælikvarði á jafnvægi í kyrrstöðu og á hreyfingu og á líkamlega hreyfigetu. Í þessum aukaendapunkti náði hærra hlutfall sjúklinga sem fengu meðferð með Fampyra ≥ 15% meðalframför frá upphafspunkti á TUG-hraða á 24 vikna tímabili, samanborið við lyfleysu. Mismunurinn á Berg Balance-mælikvarða (BBS, mælikvarða á kyrrstöðujafnvægi) var ekki tölfræðilega marktækur.

Að auki sýndu sjúklingar sem fengu meðferð með Fampyra tölfræðilega marktæka meðalframför frá upphafspunkti samanborið við lyfleysu í líkamlegri einkunn á MS Impact-mælikvarðanum (MSIS-29) (LSM-munur -3,31; p <0,001).

Tafla 2: Rannsókn 218MS305

Á 24 vikum

Lyfleysa

Fampyra 10 mg

Mismunur (95% CI)

 

N = 318*

tvisvar sinnum á

p - gildi

 

 

dag

 

 

 

N = 315*

 

Hlutfall sjúklinga með

34%

43%

Áhættumunur: 10,4%

meðalávinning upp á ≥8 stig

 

 

(3% ; 17,8%)

frá upphafspunkti MSWS-12

 

 

0,006

gildis

 

 

 

 

 

 

 

MSWS-12-gildi

 

 

LSM: -4,14

Upphafspunktur

65,4

63,6

(-6,22 ; -2,06)

Ávinningur frá

-2,59

-6,73

<0,001

upphafspunkti

 

 

 

TUG

35%

43%

Áhættumunur: 9,2%

Hlutfall sjúklinga með

 

 

(0,9% ; 17,5%)

meðalávinning upp á ≥15% í

 

 

0,03

TUG-hraða

 

 

 

 

 

 

 

TUG

 

 

LSM: -1,36

Upphafspunktur

27,1

24,9

(-2,85 ; 0,12)

Ávinningur frá

-1,94

-3,3

0,07

upphafspunkti (sek.)

 

 

 

MSIS-29 líkamleg einkunn

55,3

52,4

LSM: -3,31

Upphafspunktur

-4,68

-8,00

(-5,13 ; -1,50)

Ávinningur frá

 

 

<0,001

upphafspunkti

 

 

 

BBS-einkunn

 

 

LSM: 0,41

Upphafspunktur

40,2

40,6

(-0,13 ; 0,95)

Ávinningur frá

1,34

1,75

0,141

upphafspunkti

 

 

 

 

 

 

*Meðferðarþýði = 633, LSM = Meðaltal minnstu kvaðrata (Least square mean)

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á Fampyra hjá öllum undirhópum barna með gönguskerðingu vegna heila- og mænusiggs (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Frásog:

Famprídín frásogast hratt og að fullu úr meltingarvegi eftir inntöku. Famprídín er með þröngan lækningalegan stuðul. Heildaraðgengi Fampyra forðataflna hefur ekki verið metið en hlutfallslegt aðgengi (miðað við vatnsmixtúru, lausn) er 95%. Fampyra forðatöflur hafa í för með sér seinkun á frásogi famprídíns, sem lýsir sér í að lengri tími líður þar til hámarksstyrkleika er náð, án þess að hafa áhrif á umfang frásogs.

Þegar Fampyra töflur eru teknar með máltíð minnkar flatarmál undir blóðþéttniferli (AUC0-∞) fyrir famprídín um u.þ.b. 2-7% (10 mg skammtur). Þessi litla minnkun í AUC er ekki talin minnka lækningalega verkun. Hins vegar hækkar Cmax um 15-23%. Þar sem skýr tengsl eru á milli Cmax og skammtaháðra aukaverkana er ráðlagt að taka Fampyra án matar (sjá kafla 4.2).

Dreifing:

Famprídín er fituleysanlegt lyf sem fer greiðlega yfir blóð-heilaþröskuld. Famprídín er í miklum mæli óbundið blóðvökvapróteinum (bundinn hluti var á milli 3-7% í blóðvökva). Dreifingarrúmmál famprídíns er um 2,6 l/kg.

Famprídín er ekki hvarfefni P-glýkópróteins.

Umbrot:

Famprídín umbrotnar í mönnum með oxun í 3-hýdroxý-4-amínópyridín og samtengingu sem myndar 3-hýdroxý-4-amínópyridínsúlfat. Engin lyfjafræðileg virkni greindist hjá umbrotsefnum famprídíns gegn völdum kalíumgöngum in vitro.

3-hýdroxýlering famprídíns í 3-hýdroxý-4-amínópyridín með lifrarfrymisögnum úr mönnum virtist vera hvötuð af cýtókróm P450 2E1 (CYP2E1).

Sýnt var fram á beina hömlun famprídíns á CYP2E1 við 30μM (um 12% hömlun), sem er um 100 sinnum hærra en mæld meðalþéttni famprídíns í plasma eftir inntöku 10 mg töflu.

Meðferð ræktaðra lifrarfrumna úr mönnum með famprídíni hafði lítil eða engin áhrif á framköllun CYP1A2, CYP2B6, CYP2C9, CYP2C19, CYP2E1 eða CYP3A4/5 ensímavirkni.

Brotthvarf:

Aðalbrotthvarfsleið famprídíns er útskilnaður um nýru, en um 90% skammts finnst í þvagi á óbreyttu formi innan sólarhrings. Úthreinsun um nýru (370 ml/mín) er töluvert meiri en gauklasíunarhraði vegna samlagningar gauklasíunar og virks útskilnaðar með OCT2-flutningspróteini í nýrum. Innan við 1% af skammti skilst út í hægðum.

Lyfjahvörf Fampyra eru línuleg (í hlutfalli við skammtastærð) og er helmingunartími brotthvarfs um 6 klst. Hámarksplasmaþéttni (Cmax), og í minna mæli flatarmál undir plasmaþéttni-tímaferli (AUC), eykst í réttu hlutfalli við skammt. Við ráðlagða skammta hjá sjúklingum sem eru með eðlilega nýrnastarfsemi eru engin merki um uppsöfnun famprídíns sem hefur klíníska þýðingu. Hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi er uppsöfnun í hlutfalli við skerðinguna.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir:

Í klínískum rannsóknum á Fampyra var ekki nægjanlegur fjöldi sjúklinga 65 ára eða eldri til að ákvarða hvort þeir bregðist öðruvísi við en yngri sjúklingar. Fampyra er aðallega skilið út óbreytt um nýru og þar sem þekkt er að kretanínínúthreinsun minnkar með hækkandi aldri skal íhuga að hafa eftirlit með nýrnastarfsemi aldraðra sjúklinga (sjá kafla 4.2).

Börn:

Engar upplýsingar liggja fyrir.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi:

Famprídín skilst aðallega út sem óbreytt lyf um nýru og því skal athuga nýrnastarfsemi sjúklinga sem kunna að hafa skerta nýrnastarfsemi. Búast má við því að plasmaþéttni famprídíns hjá sjúklingum með vægt skerta nýrnastarfsemi sé um 1,7 til 1,9 sinnum meiri en hjá sjúklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Ekki má gefa sjúklingum Fampyra sem hafa vægt skerta, miðlungsskerta og verulega skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.3).

5.3Forklínískar upplýsingar

Eiturverkanir endurtekinna skammtafamprídíns voru rannsakaðar hjá ýmsum dýrategundum.

Aukaverkanir eftir inntöku famprídíns komu skjótt fram, oftast innan 2 klukkustunda frá því að skammtur var gefinn. Klínísk einkenni sem greindust eftir stóra einstaka skammta eða endurtekna minni skammta voru svipuð í öllum dýrategundum sem rannsakaðar voru og á meðal þeirra voru skjálfti, krampi, ósamhæfðar vöðvahreyfingar, mæði, útvíkkuð sjáöldur, örmögnun, óeðlileg hljóð, hraðari öndun og óhóflegt munnvatnsrennsli. Afbrigðilegt göngulag og oförvun sáust einnig. Þessi klínísku einkenni voru ekki óvænt og sýna ýkta lyfjafræðilega verkun famprídíns. Auk þess sáust einstök tilvik um banvæna teppu í þvagrás í rottum. Klínískt vægi þessa er ekki að fullu ljóst en ekki er hægt að útiloka orsakasamband við meðferð með famprídíni.

Írannsóknum á eituráhrifum á æxlun hjá rottum og kanínum voru fóstur og afkvæmi minni og lífslíkur þeirra verri við skammta sem höfðu eiturverkun á móður. Hins vegar sáust engin merki um aukna hættu á vansköpun eða skaðleg áhrif á frjósemi.

Ímörgum in vitro og in vivo rannsóknum varð þess ekki vart að famprídín hefði stökkbreytandi, litningasundrandi eða krabbameinsvaldandi áhrif.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni:

Hýprómellósi Örkristallaður sellulósi Vatnsfrí kísilkvoða Magnesíumsterat

Filmuhúð:

Hýprómellósi

Titantvíoxíð (E -171)

Pólýetýlenglýkól 400

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Notið innan 7 daga frá því að glas er fyrst opnað.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið við lægri hita en 25°C. Geymið töflurnar í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi og raka.

6.5Gerð íláts og innihald

Hægt er að fá Fampyra annað hvort í glösum eða þynnum.

Glös

HDPE (háþéttni-pólýeten) glas með loki úr pólýprópýleni, hvert glas inniheldur 14 töflur og rakadrægt kísilgel.

Pakkningastærð 28 töflur (2 glös með 14) Pakkningastærð 56 töflur (4 glös með 14)

Þynnur

Álþynna (ál/ál), hver þynna inniheldur 14 töflur Pakkningastærð með 28 (2 þynnur með 14) töflum Pakkningastærð með 56 (4 þynnur með 14) töflum

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Biogen Idec Limited

Innovation House

70 Norden Road

Maidenhead

Berkshire

SL6 4AY

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/11/699/001

EU/1/11/699/002

EU/1/11/699/003

EU/1/11/699/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 20. júli 2011

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 18. maí 2017

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu: http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf