Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Fareston (toremifene) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L02BA02

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsFareston
ATC-kóðiL02BA02
Efnitoremifene
FramleiðandiOrion Corporation

1.HEITI LYFS

Fareston 60 mg töflur.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver tafla inniheldur 60 mg toremifen (sem sítrat).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Hver tafla inniheldur 28,5 mg af laktósa.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Tafla.

Hvít, kringlótt, flöt tafla með sniðbrún merkt „TO 60“ á annarri hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Upphafs hormónameðferð við hormónaháðu brjóstakrabbameini með meinvörpum hjá sjúklingum eftir tíðahvörf. Ekki er mælt með notkun Fareston handa sjúklingum með æxli án estrógenviðtaka.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 60 mg á sólarhring.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki þarf að breyta skömmtum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Nota skal toremifen með gætni handa sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (sjá einnig kafla 5.2).

Börn

Notkun Fareston á ekki við hjá börnum.

Lyfjagjöf

Toremifen er til inntöku. Toremifen má taka með eða án matar.

4.3Frábendingar

-Fyrirliggjandi legslímhúðarþykknun og verulega skert lifrarstarfsemi eru frábendingar við langtímameðferð með toremifeni.

-Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

-Bæði forklínískar rannsóknir og rannsóknir á mönnum hafa sýnt breytingar á raflífeðlisfræði hjartans í kjölfar gjafar toremifens, sem birtist sem lenging QT bils. Með tilliti til öryggis lyfsins er ekki ráðlegt að gefa toremifen sjúklingum með:

-Meðfædda eða staðfesta áunna lengingu QT bils

-Saltaójafnvægi, sérstaklega ómeðhöndlað lága kalíumþéttni

-Hægslátt sem hefur klíníska þýðingu

-Hjartabilun með skertu úfallsbroti vinstri slegils sem hefur klíníska þýðingu

-Fyrri sögu um hjartsláttartruflanir.

Ekki ætti að nota Toremifen samhliða öðrum lyfjum sem lengja QT bilið (sjá einnig kafla 4.5).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Framkvæma á kvensjúkdómaskoðun áður en meðferð hefst og skoða vandlega hvort legslímhúðin sé óeðlileg. Kvensjúkdómaskoðun skal svo endurtaka að lágmarki einu sinni á ári. Sjúklingar með aukna hættu á legslímhúðarkrabbameini, t.d. sjúklingar með háþrýsting eða sykursýki, hátt BMI (> 30) eða með sögu um uppbótarmeðferð með hormónum ættu að vera undir nánu eftirliti (sjá einnig kafla 4.8).

Greint hefur verið frá lifrarskaða, þ.m.t. hækkun lifrarensíma (> 10-föld efri mörk þess sem eðlilegt er), lifrarbólgu og gulu við notkun toremifens. Yfirleitt kom þetta fram á fyrstu mánuðum meðferðar. Lifrarskemmdir voru aðallega í tengslum við lifrarfrumur.

Sjúklinga með sögu um alvarlega segarekssjúkdóma ætti almennt ekki að meðhöndla með toremifeni (sjá einnig kafla 4.8).

Greint hefur verið frá blóðleysi, hvítkornafæð og blóðflagnafæð. Fylgjast skal með fjölda rauðra blóðkorna, hvítra blóðkorna og blóðflagna meðan á meðferð með Fareston stendur.

Sýnt hefur verið fram á að Fareston valdi skammtaháðri lengingu QTc bils á hjartarafriti hjá sumum sjúklingum. Eftirfarandi upplýsingar varðandi QT lengingu eru því sérstaklega mikilvægar (um frábendingar sjá kafla 4.3).

Klínísk rannsókn á QT bili sem gerð var á 5 samhliða hópum (lyfleysa, monxifloxacin 400 mg, toremifen 20 mg, 80 mg og 300 mg) með á 250 karlkyns sjúklingum til að lýsa áhrifum toremifens á lengd QTc bilsins. Niðurstöðurnar sýndu skýrt jákvæð áhrif toremifens hjá 80 mg hópnum með meðal lengingu upp á 21 – 26 ms. Varðandi 20 mg hópinn þá voru áhrifin líka marktæk, samkvæmt

ICH leiðbeiningum, með efri öryggisvikmörk upp á 10 – 12 ms. Þessar niðurstöður benda sterklega til mikilvægra skammtaháðra áhrifa. Þar sem upphafsgildi QTc bils hjá konum er yfirleitt lengra en hjá körlum gætu konur verið næmari fyrir áhrifum lyfja sem lengja QTc bil. Aldraðir sjúklingar gætu líka verið mótækilegri fyrir áhrifum lyfja á QT bilið.

Nota ætti Fareston með varúð hjá sjúklingum með sjúkdóma sem geta framkallað hjartsláttaróreglu (proarrhytmic conditions) (sérstaklega hjá öldruðum sjúklingum) svo sem bráða blóðþurð í hjartavöðva eða lengingu QT bils þar sem það gæti leitt til aukinnar hættu á hjartsláttaróreglu í sleglum. (þ.a.m. Torsade de pointes) og hjartastoppi (sjá einnig kafla 4.3).

Ef vísbending eða einkenni sem gætu tengst hjartsláttartruflun koma fyrir meðan á meðferð með Fareston stendur á að hætta meðferð og taka hjartarafrit.

Ef QTc bilið er > 500 ms á ekki að nota Fareston.

Fylgjast á náið með sjúklingum með versnandi skerta hjartastarfsemi eða alvarlega hjartaöng.

Blóðkalsíumhækkun getur komið fram í upphafi meðferðar með toremifeni hjá sjúklingum með meinvörp í beinum og á því að fylgjast vel með þessum sjúklingum.

Ekki eru til neinar upplýsingar sem safnað hefur verið með kerfisbundum hætti hvað varðar sjúklinga með ófullnægjandi stjórn á sykursýki, sjúklinga sem eru við lélega heilsu (severely altered performance status) eða sjúklinga með hjartabilun.

Fareston töflur innihalda laktósa (28,5 mg/töflu). Sjúklingar með sjaldgæft arfgengt galaktósaóþol, Lapplactasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, eiga ekki að nota lyfið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki er hægt að útiloka viðbótar lengingu QT bils ef Fareston er gefið samhliða eftirfarandi lyfjum og/eða öðrum lyfjum sem lengja QTc bil. Þetta gæti leitt til aukinnar hættu á hjartsláttaróreglu í sleglum, þ.a.m. Torsade de pointes. Því er samhliða gjöf á Fareston og einhvers eftirfarandi lyfja frábending (sjá einnig kafla 4.3):

-lyf við hjartsláttartruflunum af flokki IA (t.d. quinidin, hydroquinidin, disopyramid) eða,

-lyf við hjartsláttartruflunum af flokki III (t.d amiodaron, sotalol, dofetilid, ibutilid),

-geðrofslyf (t.d. phenothiazin, pimozid, sertindol, haloperidol, sultoprid),

-ákveðin sýklalyf (moxifloxacin, erythromycin í æð, pentamidin, lyf gegn malariu sérstaklega halofantrin),

-ákveðin ofnæmislyf (terfenadin, astemizol, mizolastin),

-önnur (cisaprid, vincamin í æð, bepridil, diphemanil.

Lyf sem minnka útskilnað kalsíums um nýru t.d. þvagræsilyf af flokki tíasíða, geta aukið hættu á blóðkalísumhækkun.

Ensímhvatar eins og fenobarbital, fenytoin og carbamazepin geta flýtt umbrotum toremifens og því minnkað sermisþéttni við jafnvægi (steady state). Í þeim tilvikum getur verið nauðsynlegt að tvöfalda dagsskammtinn.

Þekkt er milliverkun andestrogena og segavarnarlyfja af flokki warfarins, sem leiðir til alvarlegrar lengingar blæðingartíma. Því ætti að forðast samtímis notkun toremifens og slíkra lyfja.

Lyf sem vitað er að hamla CYP 3A ensímkerfinu, sem sagt er vera helsta umbrotaleið toremifens, hamla fræðilega séð umbrotum toremifens. Dæmi um slík lyf eru sveppaeyðandi imidazol (ketoconazol); önnur sveppaeyðandi lyf (itraconazol, voriconazol, posaconazol); próteasahemlar (ritonavir, nelfinavir), makrólíðar (clarithromycin, erythromycin, telithromycin). Íhuga skal vandlega samhliða notkun þessara lyfja og toremifens.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknarniðurstöður um notkun Fareston á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhætta fyrir menn er ekki þekkt.

Fareston ætti ekki að nota á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Hjá rottum sást hægari þyngdaraukning afkvæma þann tíma sem þau voru á spena.

Fareston ætti ekki að nota meðan barn er á brjósti.

Frjósemi

Toremifen er ætlað konum eftir tíðahvörf.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Toremifen hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanirnar eru hitasteypur, sviti, blæðingar frá legi, hvít klæðaföll, þreyta, ógleði, útbrot, kláði, sundl og geðlægð. Þessar verkanir eru venjulega vægar og stafa aðallega af hormónaverkun toremifens.

Tíðni aukaverkana er flokkuð á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥ 1/10)

Algengar (≥ 1/100 til < 1/10) Sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100)

Mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000)

Koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000), tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Líffæraflokkur

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög

Koma

Tíðni ekki

 

algengar

 

 

sjaldgæfar

örsjaldan fyrir

þekkt

 

 

 

 

 

 

 

Æxli,

 

 

 

 

Krabbamein í

 

góðkynja og

 

 

 

 

legslímhúð

 

illkynja

 

 

 

 

 

 

(einnig blöðrur

 

 

 

 

 

 

og separ)

 

 

 

 

 

 

Blóð og eitlar

 

 

 

 

 

Blóðflagnafæð,

 

 

 

 

 

 

blóðleysi og

 

 

 

 

 

 

hvítkornafæð

Efnaskipti og

 

 

Lystarleysi

 

 

 

næring

 

 

 

 

 

 

Geðræn

 

Geðlægð

Svefnleysi

 

 

 

vandamál

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

 

Sundl

Höfuðverkur

 

 

 

Augu

 

 

 

 

Tímabundið

 

 

 

 

 

 

ógegnsæi

 

 

 

 

 

 

glæru

 

Eyru og

 

 

 

Svimi

 

 

völundarhús

 

 

 

 

 

 

Æðar

Hitasteypur

 

Æðastíflur og

 

 

 

 

 

 

segarek

 

 

 

Öndunarfæri

 

 

Mæði

 

 

 

Meltingarfæri

 

Ógleði,

hægðartregða

 

 

 

 

 

uppköst

 

 

 

 

Lifur og gall

 

 

 

Aukning

Gula

Lifrarbólga

 

 

 

 

transamínasa

 

 

Húð og

Aukin

Útbrot, kláði

 

 

Hárlos

 

undirhúð

svitamyndun

 

 

 

 

 

Æxlunarfæri

 

Blæðingar frá

Legslím-

Legslím-

Óeðlilegur

 

og brjóst

 

legi, hvít

húðar-

húðar separ

vöxtur

 

 

 

klæðaföll

þykknun

 

legslímhúðar

 

 

 

 

(endometrial

 

 

 

 

 

 

hypertrophy)

 

 

 

Almennar

 

Þreyta, bjúgur

Þyngdar-

 

 

 

 

 

 

aukning,

 

 

 

Atvik tengd segareki eru segamyndun í djúpum bláæðum, segabláæðabólga og segarek til lungna (sjá einnig kafla 4.4).

Breytingar á gildum lifrarensíma (aukning transaminasa) og mjög fá tilfelli alvarlegrar óeðlilegrar lifrarstarfsemi (gula) hafa verið tengd meðferð með toremifeni.

Greint hefur verið frá nokkrum tilvikum um blóðkalsíumhækkun í upphafi meðferðar með toremifeni, hjá sjúklingum með meinvörp í beinum.

Legslímhúðarstækkun getur orðið meðan á meðferð stendur vegna þess að toremifen hefur að hluta til estrógenverkun. Hætta er á auknum legslímhúðar breytingum þar á meðal vexti, sepum og krabbameini. Þetta getur orðið vegna undirliggjandi verkunarmáta/estrógenörvunar (sjá einnig

kafla 4.4).

Fareston veldur skammtaháðri lengingu QTc bils (sjá einnig kafla 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Svimi, höfuðverkur og sundl sáust í rannsóknum hjá heilbrigðum einstaklingum sem fengu daglega 680 mg skammta. Hugsanleg skammtaháð lenging QTc bils af völdum Fareston skal höfð í huga við ofskömmtun. Ekkert sértækt mótefni er til og meðferð er í samræmi við einkenni.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Andestrogen, ATC flokkur: L02BA02.

Toremifen er trífenýletýlenafleiða sem er ekki steri. Eins og önnur lyf í þessum flokki, t.d. tamoxifen og clomifen bindst toremifen estrogenviðtökum og getur framkallað estrogenáhrif, andestrogenáhrif eða hvoru tveggja, háð lengd meðferðar, dýrategund, kyni, marklíffæri og breytu sem valin er. Almennt hafa trífenýletýlenafleiður sem ekki eru sterar, hinsvegar aðallega andestrogen verkun í rottum og mönnum og estrogen verkun í músum.

Hjá sjúklingum sem eru með brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf er meðferð með toremifeni tengd lítilsháttar minnkun bæði heildarkólesteróls í sermi og lípópróteina með lága eðlisþyngd (LDL).

Toremifen binst sértækt við estrogenviðtaka, í samkeppni við estradiol og hindrar estrogenhvatta örvun DNA nýmyndunar og frumuskiptingar. Í sumum rannsóknakrabbameinum og/eða við stóra skammta, hefur toremifen hemjandi verkun á æxli sem ekki eru estrogenháð.

Æxlishemjandi áhrif toremifens á brjóstakrabbamein eru aðallega vegna andestrógen áhrifa þó svo að aðrir þættir (breytingar í tjáningu æxlisgens, seyting vaxtarþáttar, hvötun stjórnaðs frumudauða (apoptosis) og áhrif á hraða frumuhringsins) kunni einnig að eiga þátt í æxlishemjandi áhrifum.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Toremifen frásogast greiðlega eftir inntöku. Hámarksþéttni í sermi næst innan 3 (á bilinu 2-5) klst. Neysla fæðu hefur engin áhrif á heildar frásog en getur seinkað hámarksþéttni um 1,5-2 klst. Breytingar vegna fæðuneyslu eru ekki klínískt marktækar.

Dreifing

Sermisþéttniferlinum má lýsa með tveggja fasa veldisvísisjöfnu. Helmingunartími fyrsta (dreifingar) fasans er 4 (á bilinu 2-12) klst. og seinni (brotthvarfs) fasans 5 (á bilinu 2-10) dagar. Ekki var unnt að leggja mat á grunnbreytur brotthvarfs (CL og V) vegna þess að ekki hefur verið gerð rannsókn þar sem lyfið er gefið í bláæð. Toremifen er mikið (>99,5%) bundið próteinum í sermi, aðallega albúmíni. Lyfjahvörf toremifens eru línuleg í sermi við daglega skammta á bilinu 11 til 680 mg. Meðalþéttni toremifens við jafnvægi er 0,9 (á bilinu 0,6-1,3) μg/ml við ráðlagðan 60 mg skammt á sólarhring.

Umbrot

Toremifen umbrotnar í miklum mæli. Í sermi manna er aðalumbrotsefnið N-demetýltoremifen með meðalhelmingunartímann 11 (á bilinu 4-20) daga. Þéttni þess við jafnvægi er um tvöfalt meiri samanborið við lyfið sjálft. Það hefur svipuð andestrógenáhrif þó svo að áhrif þess á æxli séu minni en áhrif toremifens.

Það binst plasmapróteinum jafnvel enn meira en toremifen, hlutfall bundins efnis er > 99,9%. Þrjú minni háttar umbrotsefni hafa greinst í sermi manna: (deamínóhýdroxý)toremifen, 4-hýdroxýtoremifen og N,N-dídemetýltoremifen. Þó svo að þau hafi fræðilega áhugaverð hormónaáhrif er þéttni þeirra við meðferð með toremifeni of lítil til að hafa umtalsvert líffræðilegt vægi.

Brotthvarf

Brotthvarf toremifens verður aðallega á formi umbrotsefna í hægðum. Búast má við hringrás um þarma og lifur. Brotthvarf um 10% af gefnum skammti verður í þvagi á formi umbrotsefna. Vegna þess hve brotthvarfið er hægt næst stöðug sermisþéttni á 4 til 6 vikum.

Sérkenni sjúklings

Klínísk æxlishemjandi áhrif og sermisþéttni hafa ekki skýra fylgni við ráðlagðan 60 mg dagsskammt.

Engar upplýsingar eru til hvað varðar fjölforma umbrot. Ensímflétta, sem vitað er að veldur umbroti toremifens í mönnum, er sýtókróm P450-háður oxídasi í lifur, með blandaða virkni. Aðalumbrota- leiðin, N-metýlsvipting, verður einkum fyrir tilstilli CYP 3A.

Lyfjahvörf toremifens voru rannsökuð í opinni rannsókn hjá fjórum samhliða hópum sem í voru 10 einstaklingar: Heilbrigðir einstaklingar, sjúklingar með skerta (meðalgildi AST 57 einingar/l - meðalgildi ALT 76 einingar/l - meðalgildi gamma GT 329 einingar/l) eða virkjaða lifrarstarfsemi (meðalgildi AST 25 einingar/l - meðalgildi ALT 30 einingar/l - meðalgildi gamma GT 91 eining/l - sjúklingar meðhöndlaðir með flogaveikilyfjum) og sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi (kreatínín:

176 μmól/l). Í þessari rannsókn voru lyfjahvörf toremifens hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi ekki marktækt frábrugðin því sem var hjá heilbrigðum einstaklingum. Brotthvarf toremifens og umbrotsefna þess var marktækt meira hjá sjúklingum með virka lifrarstarfsemi og minna hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Bráðar eiturverkanir toremifens eru litlar og LD-50 er yfir 2.000 mg/kg hjá rottum og músum. Í rannsóknum á eiturverkunum eftir endurtekna skammta drápust rottur vegna magavíkkunar. Í rannsóknum á bráðum og langvarandi eiturverkunum tengdust flestar niðurstöður hormónaáhrifum toremifens. Aðrar niðurstöður eru ekki eitrunarfræðilega marktækar. Ekki hefur verið sýnt fram á að toremifen hafi eiturverkanir á erfðaefni og það hefur ekki reynst vera krabbameinsvaldandi í rottum. Hjá músum hvetja estrógen æxli í eggjastokkum og eistum og einnig beinauka (hyperostosis) og beinsarkmein. Toremifen hefur tegundarsértæka estrógenlíka verkun í músum og veldur svipuðum æxlum. Þessar niðurstöður eru taldar hafa litla þýðingu hvað varðar öryggi hjá mönnum þar sem toremifen verkar aðallega sem andestrógen.

Rannsóknir in vitro og in vivo sem ekki eru klínískar hafa sýnt fram á möguleika toremifens og umbrotsefna þess til að lengja endurskautun hjartans með því að blokka hERG göng.

Há plasma þéttni in vivo i öpum olli 24% lengingu á QTc bili sem er í samræmi við lengd QTc bils fundið hjá mönnum.

Það er eftirtektarvert að Cmax mælt í öpunum (1.800 ng/ml) er tvöfalt hærri í samanburði við meðalgildi Cmax mælt í mönnum sem fengu 60 mg skammt á sólarhring.

Boðspennurannsóknir á einangruðu kanínuhjarta hafa sýnt að toremifen veldur raflífeðlisfræðilegum breytingum á hjarta sem byrja að koma fram við u.þ.b. 10 falda þéttni samanborið við útreiknaða þéttni á óbundnu toremifeni við lækningalega skammta hjá mönnum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Maíssterkja

Laktósi

Povidon Natríumsterkjuglýkollat Magnesíumsterat Örkristölluð sellulósa Vatnsfrí kísilkvoða

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Græn PVC þynna og álþynna í pappaöskju.

Pakkningastærðir: 30 og 100 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Orion Corporation

Orionintie 1

FIN-02200 Espoo

Finnland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/96/004/001

EU/1/96/004/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

14. febrúar 1996 / 2. febrúar 2006

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.emea.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf