Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Fertavid (follitropin beta) – Samantekt á eiginleikum lyfs - G03GA06

Updated on site: 06-Oct-2017

Nafn lyfsFertavid
ATC-kóðiG03GA06
Efnifollitropin beta
FramleiðandiMerck Sharp

1.HEITI LYFS

Fertavid 50 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

Fertavid 75 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

Fertavid 100 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

Fertavid 150 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

Fertavid 200 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Fertavid 50 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

Eitt hettuglas inniheldur 50 a.e. raðbrigða FSH (recombinant follicle-stimulating hormone) í 0,5 ml vatnslausn. Þessi styrkur samsvarar 100 a.e./ml. Hvert hettuglas inniheldur 5 míkróg af próteini (sértæk líffræðileg verkun in vivo sem jafngildir u.þ.b. 10.000 a.e. FSH / mg prótein). Stungulyf, lausn inniheldur virka efnið follitrópín beta, sem framleitt er með erfðatækni með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO).

Fertavid 75 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

Eitt hettuglas inniheldur 75 a.e. raðbrigða FSH (recombinant follicle-stimulating hormone) í 0,5 ml vatnslausn. Þessi styrkur samsvarar 150 a.e./ml. Hvert hettuglas inniheldur 7,5 míkróg af próteini (sértæk líffræðileg verkun in vivo sem jafngildir u.þ.b. 10.000 a.e. FSH / mg prótein). Stungulyf, lausn inniheldur virka efnið follitrópín beta, sem framleitt er með erfðatækni með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO).

Fertavid 100 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

Eitt hettuglas inniheldur 100 a.e. raðbrigða FSH (recombinant follicle-stimulating hormone) í 0,5 ml vatnslausn. Þessi styrkur samsvarar 200 a.e./ml. Hvert hettuglas inniheldur 10 míkróg af próteini (sértæk líffræðileg verkun in vivo sem jafngildir u.þ.b. 10.000 a.e. FSH / mg prótein). Stungulyf, lausn inniheldur virka efnið follitrópín beta, sem framleitt er með erfðatækni með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO).

Fertavid 150 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

Eitt hettuglas inniheldur 150 a.e. raðbrigða FSH (recombinant follicle-stimulating hormone) í 0,5 ml vatnslausn. Þessi styrkur samsvarar 300 a.e./ml. Hvert hettuglas inniheldur 15 míkróg af próteini (sértæk líffræðileg verkun in vivo sem jafngildir u.þ.b. 10.000 a.e. FSH / mg prótein). Stungulyf, lausn inniheldur virka efnið follitrópín beta, sem framleitt er með erfðatækni með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO).

Fertavid 200 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

Eitt hettuglas inniheldur 200 a.e. raðbrigða FSH (recombinant follicle-stimulating hormone) í 0,5 ml vatnslausn. Þessi styrkur samsvarar 400 a.e./ml. Hvert hettuglas inniheldur 20 míkróg af próteini (sértæk líffræðileg verkun in vivo sem jafngildir u.þ.b. 10.000 a.e. FSH / mg prótein). Stungulyf, lausn inniheldur virka efnið follitrópín beta, sem framleitt er með erfðatækni með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Tær og litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Konur:

Fertavid er ætlað til meðferðar við ófrjósemi kvenna við eftirfarandi klínískar aðstæður:

Konur sem hafa ekki egglos (þ.m.t. fjölblöðrueggjastokka heilkenni, (polycystic ovarian syndrome, PCOS)) og meðferð með klómifensítrati hefur reynst árangurslaus.

Stýrð yfirörvun eggjastokka til að ná fram þroska margra eggbúa við tæknifrjóvgun [t.d. við in vitro glasafrjóvgun/fósturvísisflutning (in vitro fertilisation/embryo transfer (IVF/ET)), kynfrumuflutning í eggjaleiðara (gamete intra-fallopian transfer (GIFT)) og flutning sáðfrumu inn í eggfrumu (intracytoplasmic sperm injection (ICSI))].

Karlar:

Skert sæðisframleiðsla vegna vanseytingar eista af völdum gónadótrópínskorts.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Fertavid skal hefja undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð við ófrjósemi.

Fyrsta inndæling Fertavid skal gefin undir eftirliti læknis.

Skammtar

Skammtar handa konum

Mikill munur er á svörun eggjastokka við utanaðkomandi gónadótrópínum milli einstaklinga og hjá hverjum einstaklingi. Því er ekki hægt að setja upp staðlaða skammtatöflu. Ákvarða þarf skammta fyrir hvern einstakling eftir svörun eggjastokka hverju sinni. Til þess þarf að meta þroska eggbús með ómskoðun. Einnig getur verið gagnlegt að ákvarða þéttni östradíóls í sermi samhliða.

Byggt á niðurstöðum úr klínískum samanburðarrannsóknum er talið viðeigandi að gefa minni heildar skammt af Fertavid en þann sem almennt er notaður af FSH sem unnið er úr þvagi, og gefa hann í styttri tíma. Þetta á ekki aðeins við til að ná ákjósanlegasta þroska eggbús heldur einnig til að draga úr hættu á sjúklegri oförvun eggjastokka (sjá kafla 5.1).

Klínísk reynsla með Fertavid er byggð á allt að þremur meðferðarlotum við báðar ábendingarnar. Heildarreynsla af glasafrjóvgun bendir til þess að almennt haldist meðferðarárangur stöðugur við fyrstu fjórar tilraunirnar en minnki smám saman eftir það.

Ekkert egglos

Mælt er með samfelldri meðferð þar sem byrjað er á daglegri gjöf 50 a.e. af Fertavid. Upphafsskammti er haldið óbreyttum í a.m.k. sjö daga. Ef engin svörun verður í eggjastokkum, er dagsskammtur aukinn smám saman þar til eggbúsvöxtur og/eða þéttni östradíóls í plasma bendir til þess að fullnægjandi lyfhrifum sé náð. Dagleg aukning östradíólþéttni um 40–100% er talin ákjósanlegust. Dagsskammti er síðan haldið óbreyttum þar til undirbúningsfasa eggloss er náð. Undirbúningsfasa eggloss er náð þegar sýnt hefur verið fram á með ómskoðun, að stærsta eggbúið sé a.m.k. 18 mm í þvermál og/eða þegar þéttni östradíóls í plasma hefur náð 300–

900 píkóg/ml (1.000–3.000 pmól/l). Yfirleitt næst þetta eftir 7–14 daga meðferð. Þá er Fertavid gjöf hætt og hægt er að koma af stað egglosi með því að gefa kóríóngónadótrópín úr mönnum (hCG).

Ef fjöldi virkra eggbúa er of mikill eða östradíólþéttni eykst of hratt, þ.e. meira en tvöföldun á þéttni östradíóls á dag tvo eða þrjá daga í röð, á að minnka dagsskammtinn.

Þar sem eggbú sem eru meira en 14 mm í þvermál geta leitt til þungunar, er hætta á fjölburaþungun ef fyrir egglos eru mörg eggbú meira en 14 mm í þvermál. Í því tilviki á ekki að gefa hCG og forðast skal þungun til þess að hindra fjölburaþungun.

Stýrð yfirörvun á eggjastokkum við tæknifrjóvgun

Hægt er að nota mismunandi örvunarmeðferðir. Mælt er með upphafsskammti 100–225 a.e. fyrstu 4 dagana að minnsta kosti. Síðan er skammti breytt fyrir hvern sjúkling fyrir sig eftir

svörun eggjastokka. Í klínískum rannsóknum var sýnt fram á að viðhaldsskammtar frá 75– 375 a.e. í sex til tólf daga eru nægilegir, jafnvel þótt lengri meðferð geti verið nauðsynleg.

Fertavid má annað hvort gefa eitt sér eða, til þess að koma í veg fyrir ótímabæra gulbúsmyndun, með GnRH-örva eða -andörva. Þegar GnRH-örvi er notaður getur þurft stærri heildarmeðferðarskammt af Fertavid til að ná fram fullnægjandi eggbússvörun.

Fylgjast á með svörun eggjastokka með ómskoðun. Einnig getur verið gagnlegt að ákvarða þéttni östradíóls í sermi samhliða. Þegar ómskoðun sýnir að til staðar eru að minnsta kosti þrjú eggbú af stærðinni 16–20 mm og að staðfest hefur verið að östradíólsvörun sé góð (plasmaþéttni um 300–400 píkóg/ml (1.000–1.300 pmól/l) fyrir hvert eggbú sem er meira en 18 mm í þvermál), er lokastig eggbúsþroskans hafið með því að gefa hCG. Eggjataka er síðan framkvæmd 34–35 klst. síðar.

Skammtar handa körlum

Gefa skal Fertavid í 450 a.e. skömmtum á viku, sem helst er skipt í þrjá 150 a.e. skammta og gefa hCG samtímis. Meðferð með Fertavid og hCG skal haldið áfram í minnst 3-4 mánuði áður en búast má við bættri sæðismyndun. Mælt er með sæðisgreiningu 4 til 6 mánuðum eftir að meðferð hefst til að meta svörun. Hafi sjúklingur ekki svarað meðferð eftir þann tíma má halda samsettri meðferð áfram. Klínísk reynsla sem nú er fyrir hendi bendir til þess að meðferð í allt að 18 mánuði eða lengur geti verið nauðsynleg til að ná fram sæðismyndun.

Börn

Notkun Fertavid á ekki við hjá börnum við samþykktu ábendingunni.

Lyfjagjöf

Til að koma í veg fyrir sársaukafulla inndælingu og draga úr leka frá stungustað á að gefa Fertavid hægt í vöðva eða undir húð. Skipta skal um stungustað þegar lyfið er gefið undir húð til þess að koma í veg fyrir fituvefsrýrnun. Allri afgangslausn skal fleygt.

Sjúklingur eða maki hans geta gefið Fertavid undir húð að því tilskildu að læknirinn hafi gefið ítarlegar leiðbeiningar. Einungis þeir sjúklingar sem eru vel undirbúnir, nægilega þjálfaðir og eiga kost á ráðgjöf sérfræðings mega annast Fertavid lyfjagjöfina sjálfir.

4.3Frábendingar

Karlar og konur

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Æxli í eggjastokkum, brjóstum, legi, eistum, heiladingli eða undirstúku.

Vanstarfsemi kynkirtla (primary gonadal failure).

Konur

Blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum orsökum.

Blöðrur á eggjastokkum eða stækkun eggjastokka sem ekki tengist fjölblöðrueggjastokka heilkenni (PCOS).

Vansköpun æxlunarfæra sem mælir gegn þungun.

Bandvefsæxli í legi sem mæla gegn þungun.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sýklalyfjaofnæmi

Fertavid getur innihaldið vott af streptómýsíni og/eða neómýsíni. Þessi sýklalyf geta valdið ofnæmi hjá næmum einstaklingum.

Mat á frjósemi áður en meðferð hefst

Áður en byrjað er á meðferð á að meta frjósemi parsins eftir því sem við á. Sérstaklega á að meta viðkomandi með tilliti til skjaldvakabrests, nýrnahettubilunar, ofgnóttar mjólkurhormóns í blóði og æxla í heiladingli eða undirstúku og veita viðeigandi meðferð.

Konur

Oförvunarheilkenni eggjastokka

Oförvunarheilkenni eggjastokka er læknisfræðilegt ástand frábrugðið stækkun eggjastokka án fylgikvilla. Klínísk einkenni vægs eða meðalalvarlegs oförvunarheilkennis eggjastokka eru kviðverkur, ógleði, niðurgangur, lítil eða miðlungs stækkun eggjastokka og blöðrur á eggjastokkum. Verulegt oförvunarheilkenni eggjastokka getur verið lífshættulegt. Klínísk einkenni verulegs oförvunarheilkennis eggjastokka eru stórar blöðrur á eggjastokkum, bráður kviðverkur, skinuholsvökvi, fleiðruvökvi, vatnsbrjóst (hydrothorax), andþrengsli, þvagþurrð, óeðlileg blóðgildi og þyngdaraukning. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur bláæða- eða slagæðablóðsegarek komið fram í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka. Einnig hefur verið greint frá tímabundnum frávikum á niðurstöðum lifrargilda í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka sem bendir til vanstarfsemi lifrar með eða án formfræðilegra breytinga vefjasýnis úr lifur.

Gjöf kóríóngónadótrópíns úr mönnum (hCG) og þungun (náttúrulegt hCG) getur valdið oförvunarheilkenni eggjastokka. Snemmkomið oförvunarheilkenni eggjastokka kemur venjulega fram innan 10 daga frá gjöf hCG og getur tengst óhóflega mikilli svörun eggjastokka við örvun með gónadótrópíni. Síðkomið oförvunarheilkenni eggjastokka kemur fram meira en 10 dögum eftir gjöf hCG vegna hormónabreytinga við þungun. Vegna hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka skal fylgjast með sjúklingum í a.m.k. tvær vikur eftir gjöf hCG.

Einkum geta konur með þekkta áhættuþætti mikillar svörunar eggjastokka haft tilhneigingu til að fá oförvunarheilkenni eggjastokka meðan á meðferð með Fertavid stendur eða á eftir. Þar sem áhætta hjá konum sem eru í sinni fyrstu meðferðarlotu er ekki þekkt að fullu er ráðlagt að fylgjast vandlega með snemmkomnum einkennum oförvunarheilkennis eggjastokka.

Til að lágmarka hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka skal meta þroska eggbús með ómskoðun fyrir meðferð og reglulega meðan á meðferð stendur. Einnig getur verið gagnlegt að ákvarða þéttni östradíóls í sermi samhliða. Í tæknifrjóvgun er aukin hætta á oförvunarheilkenni eggjastokka þegar 18 eða fleiri eggbú eru 11 mm eða meira í þvermál. Ef fjöldi eggbúa er 30 eða meira er ráðlagt að sleppa gjöf hCG.

Hægt er að hafa eftirfarandi ráðstafanir í huga til að draga úr líkum á oförvunarheilkenni eggjastokka en það ræðst af svörun eggjastokka:

-sleppa frekari örvun með gónadótrópíni í að hámarki 3 daga (coasting)

-sleppa hCG og hætta við meðferðarlotu

-gefa minni skammt en 10.000 a.e. af hCG til að koma af stað fullum þroska eggfrumna, t.d. 5.000 a.e. hCG eða 250 míkróg rec-hCG (sem jafngildir u.þ.b. 6.500 a.e. hCG)

-hætta við uppsetningu og frysta fósturvísa

-forðast skal gjöf hCG sem stuðning við gulbúsfasa.

Ef oförvunarheilkenni eggjastokka kemur fram á að veita hefðbundna og viðeigandi meðferð við oförvunarheilkenni egjastokka og fylgja henni.

Fjölburaþungun

Greint hefur verið frá fjölburaþungunum og -fæðingum eftir allar gónadótrópínmeðferðir þ.m.t. Fertavid. Fjölburaþunganir, einkum ef fóstrin eru mörg, hafa í för með sér aukna hættu fyrir verðandi móður (meðganga og fylgikvillar fæðingar) og nýbura (lítil fæðingarþyngd). Við örvun eggloss hjá konum sem hafa ekki egglos getur eftirlit með þroska eggbús með ómskoðun um leggöng hjálpað til við að ákveða hvort halda eigi meðferðarlotunni áfram eða hætta henni til þess að draga úr líkum á fjölburaþungun. Einnig getur verið gagnlegt að ákvarða þéttni östradíóls í sermi samhliða. Skýra skal sjúklingum frá hugsanlegri hættu á fjölburafæðingum áður en meðferð hefst.

Hjá konum sem gangast undir tæknifrjóvgun er hætta á fjölburaþungun einkum tengd fjölda uppsettra fósturvísa. Við örvun eggloss ætti viðeigandi aðlögun FSH skammts að koma í veg fyrir að mörg eggbú þroskist.

Utanlegsfóstur

Hjá ófrjóum konum sem gangast undir tæknifrjóvgun er aukin hætta á utanlegsfóstri. Þess vegna er mikilvægt að eðlileg þungun (intrauterine) sé staðfest sem fyrst með ómskoðun.

Fósturlát

Tíðni fósturláts hjá konum sem fara í tæknifrjóvgun er hærri en almennt gerist.

Æðafylgikvillar

Greint hefur verið frá segareki með og án tengsla við oförvunarheilkenni eggjastokka eftir meðferð með gónadótrópínum þ.m.t. follitrópín beta. Segamyndun í æðum sem hægt er að rekja til blá- eða slagæða getur dregið úr blóðflæði til meginlíffæra eða útlima. Hjá konum með þekkta áhættuþætti segamyndunar, svo sem eigin sögu eða fjölskyldusögu, mikla yfirþyngd eða segamyndunarhneigð getur meðferð með gónadótrópínum m.a. Fertavid aukið þessa hættu enn frekar. Hjá þessum konum þarf að vega ávinning gjafar gónadótrópíns þ.m.t. Fertavid á móti þessari áhættu. Hins vegar ber að hafa í huga að sjálf þungunin hefur einnig í för með sér aukna hættu á segamyndun.

Meðfæddar fósturskemmdir

Vera má að tíðni meðfæddra fósturskemmda við tæknifrjóvgun sé lítið eitt hærri en við eðlilegan getnað. Þetta getur verið vegna ólíkra sérkenna foreldra (t.d. aldur móður, einkenni sæðis) og fjölburaþungana.

Snúningur eggjastokka

Greint hefur verið frá snúningi eggjastokka (ovarian torsion) eftir meðferð með gónadótrópínum þ.m.t. follitrópín beta. Snúningur eggjastokka gæti tengst öðrum áhættuþáttum eins og oförvunarheilkenni eggjastokka, þungun, skurðaðgerð í kviðarholi, sögu um snúning eggjastokka, sögu um eða núverandi blöðru á eggjastokk og fjölblöðrueggjastokkum. Hægt er að draga úr skemmdum á eggjastokkum vegna skerts blóðflæðis með því að greina ástandið snemma og snúa tafarlaust ofan af eggjastokk.

Æxli í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum

Greint hefur verið frá æxlum í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum, bæði góðkynja og illkynja, hjá konum sem hafa gengist undir fjölda meðferða við ófrjósemi. Ekki hefur verið staðfest hvort meðferð með gónadótrópínum auki hættu á þessum æxlum hjá ófrjóum konum.

Aðrir sjúkdómar

Áður en meðferð með Fertavid hefst á einnig að athuga aðra sjúkdóma sem mæla gegn þungun.

Karlar

Kvillar í eistum

Hækkuð innræn FSH gildi (endogenous FSH levels) hjá körlum benda til truflana sem má rekja til kvilla í eistum (primary testicular failure). Þeir sjúklingar svara ekki Fertavid/hCG meðferð.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Samtímis notkun Fertavid og klómifensítrats getur aukið eggbússvörun. Eftir afnæmingu heiladinguls með GnRH-örva, getur stærri skammtur af Fertavid verið nauðsynlegur til þess að ná fram fullnægjandi eggbússvörun.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Frjósemi

Fertavid er notað hjá konum sem gangast undir örvun á eggjastokkum eða stýrða ofurörvun eggjastokka við tæknifrjóvgun. Hjá körlum er Fertavid notað við meðferð á skertri sæðisframleiðslu vegna kynkirtlavanseytingar af völdum gónadótrópínskorts. Skammtar og lyfjagjöf, sjá kafla 4.2.

Meðganga

Fertavid er ekki ætlað til notkunar handa þunguðum konum. Klínískar upplýsingar eru ekki nægjanlegar til að hægt sé að útiloka fósturskemmandi áhrif vegna útsetningar í ógáti fyrir raðbrigða FSH á meðgöngu. Fram til þessa hefur þó ekki verið skýrt frá neinum sérstökum fósturskemmandi áhrifum. Engin fósturskemmandi áhrif hafa komið fram í dýratilraunum.

Brjóstagjöf

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða rannsóknum á dýrum liggja fyrir um útskilnað follitrópíns beta í brjóstamjólk. Ólíklegt er að follitrópín beta skiljist út í brjóstamjólk hjá mönnum vegna hás mólþunga. Ef follitrópín beta myndi skiljast út í brjóstamjólk hjá mönnum, myndi það brotna niður í meltingarvegi barnsins. Follitrópín beta getur haft áhrif á mjólkurmyndun.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Fertavid hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Klínísk notkun Fertavid í vöðva eða undir húð getur leitt til staðbundinna viðbragða á stungustað (3% allra meðhöndlaðra sjúklinga). Meirihluti þessara staðbundnu viðbragða er vægur og skammvinnur. Útbreidd ofnæmisviðbrögð hafa sést í sjaldgæfum tilvikum (um 0,2% allra sjúklinga meðhöndluðum með follitrópíni beta).

Meðferð hjá konum:

Hjá um það bil 4% af konum meðhöndluðum með follitrópíni beta í klínískum rannsóknum hefur verið tilkynnt um einkenni í tengslum við eggjastokkaoförvunarheilkenni (OHSS) (sjá kafla 4.4). Aukaverkanir sem tengjast þessu heilkenni eru verkur og/eða blóðsókn í grindarhol, verkur og/eða þensla í kviðarholi, ónot í brjóstum og stækkun á eggjastokkum.

Eftirfarandi tafla sýnir aukaverkanir follitrópíns beta í klínískum rannsóknum hjá konum flokkaðar eftir líffærum og tíðni; algengar ( 1/100 til <1/10); sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100).

Líffærakerfi

Tíðni

Aukaverkun

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

Meltingarfæri

Algengar

Þaninn kviður

 

 

Kviðverkur

 

Sjaldgæfar

Óþægindi í kviði

 

 

Hægðatregða

 

 

Niðurgangur

 

 

Ógleði

Æxlunarfæri og brjóst

Algengar

Eggjastokkaoförvunarheilkenni

 

 

Verkur í grindarholi

 

Sjaldgæfar

Ónot í brjóstum1

 

 

Millitíðablæðingar

 

 

Blöðrur á eggjastokkum

 

 

Stækkun eggjastokka

 

 

Snúningur á eggjastokkum

 

 

Stækkun legs

 

 

Blæðing frá leggöngum

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Viðbrögð á stungustað2

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

Sjaldgæfar

Útbreidd ofnæmisviðbrögð3

1.Ónot í brjóstum eru viðkvæmni, verkur og/eða stækkun og verkur í geirvörtum

2.Viðbrögð á stungustað eru mar, verkur, roði, bólga og kláði.

3.Útbreidd ofnæmisviðbrögð eru roðaþot, ofsakláði, útbrot og kláði.

Einnig hefur verið greint frá utanlegsfóstri, fósturmissi og fjölburaþungunum. Þetta er talið vera fylgikvillar tæknifrjóvgunar eða þungunar í kjölfar hennar.

Í einstaka tilvikum hefur segarek verið tengt meðferð með follitrópíni beta/hCG eins og öðrum gónadótrópínum.

Meðferð hjá körlum:

Eftirfarandi tafla sýnir aukaverkanir follitrópíns beta í klínískum rannsóknum hjá körlum (30 sjúklingar fengu skammt) flokkaðar eftir líffærum og tíðni; algengar ( 1/100 til <1/10).

Líffærakerfi

Tíðni 1

Aukaverkun

 

 

 

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

 

 

 

Húð og undirhúð

Algengar

Þrymlabólur

 

 

Útbrot

 

 

 

Æxlunarfæri og brjóst

Algengar

Blaðra á eistalyppu

 

 

Brjóstastækkun

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Viðbrögð á stungustað2

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

 

1.Aukaverkanir sem aðeins er greint frá einu sinni eru flokkaðar sem algengar, því við eina tilkynningu fer tíðnin yfir 1%.

2.Staðbundin viðbrögð á stungustað herslismyndun og verkur.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um bráðar eiturverkanir af völdum Fertavid hjá mönnum, en í dýrarannsóknum hafa bráðar eiturverkanir af völdum Fertavid og lyfja sem innihalda gónadótrópín unnið úr þvagi, reynst vera mjög litlar. Of stór skammtur af FSH getur valdið sjúklegri oförvun eggjastokka (sjá kafla 4.4).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormónar og lyf, sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, Gónadótrópín; ATC flokkur: G03G A06.

Fertavid inniheldur raðbrigða FSH. Það er framleitt með raðbrigða DNA-tækni, með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra, sem í hefur verið bætt FSH erfðavísaundireiningu úr mönnum. Upphafsamínósýruröðin er eins og í náttúrulegu FSH í mönnum. Vitað er um örlítinn mun á kolvetniskeðjubyggingu.

Verkunarháttur

FSH er ómissandi við eðlilegan vöxt og þroska eggbús og myndun stera í kynkirtlum. Hjá konum skiptir magn FSH öllu máli við að koma af stað og viðhalda þroska eggbúanna og síðar fyrir tímasetningu og fjölda eggbúa sem ná fullum þroska. Fertavid má þannig nota til þess að örva þroska eggbús og myndun stera í ákveðnum tilvikum vegna truflana á starfsemi kynkirtla. Auk þess má nota

Fertavid til þess að stuðla að þroska margra eggbúa við tæknifrjóvgun [t.d. in vitro glasafrjóvgun/fósturvísisflutning (IVF/ET), kynfrumuflutning í eggjaleiðara (GIFT) og flutning sáðfrumu inn í eggfrumu (ICSI)]. Á eftir meðferð með Fertavid er yfirleitt gefið hCG til þess að hefja lokastig eggbúsþroska, meiósu og rjúfa eggbú.

Verkun og öryggi

Í klínískum rannsóknum þar sem borið var saman recFSH (follitrópín beta) og FSH sem unnið er úr þvagi, á stýrðri örvun eggjastokka hjá konum í tæknifrjóvgun og á örvun eggloss (sjá töflu 1 og 2 hér fyriri neðan), var follitrópín beta öflugra en FSH sem unnið var úr þvagi hvað varðar minni heildarskammt og styttri meðferðartíma sem þurfti til að ljúka þroska eggbús.

Við stýrða örvun eggjastokka náðust fleiri eggfrumur við minni heildarskammt og styttri meðferðartíma ef follitrópín beta var notað borið saman við FSH sem unnið er úr þvagi.

Tafla 1: Niðurstöður rannsóknar 37.608 (slembiröðuð, samanburðarrannsókn á öryggi og verkun follitrópín beta og FSH sem unnið er út þvagi á stýrðri örvun eggjastokka).

 

follitrópín beta

FSH úr þvagi

 

(n = 546)

(n = 361)

 

 

 

Meðalfjöldi eggfrumna sem náðust við eggheimtu

10,84*

8,95

 

 

 

Meðalheildarskammtur (fjöldi lykja með 75 a.e.)

28,5*

31,8

 

 

 

Meðaltaltími FSH örvunar (dagar)

10,7*

11,3

 

 

 

*Tölfræðilega marktækur munur (p<0,05) var á þessum 2 hópum.

Við örvun eggloss þurfti minni heildarskammt og styttri meðferðartíma með follitropín beta borið saman við FSH sem unnið er úr þvagi.

Tafla 2: Niðurstöður rannsóknar 37.609 (slembiröðuð, samanburðarrannsókn á öryggi og verkun follitrópín beta og FSH sem unnið er út þvagi á örvun eggloss).

 

 

follitrópín beta

FSH úr þvagi

 

 

(n = 105)

(n = 66)

 

 

 

 

Meðalfjöldi eggbúa

12 mm

3,6*

2,6

 

15 mm

2,0

1,7

 

18 mm

1,1

0,9

 

 

 

 

Heildarskammtur (a.e)a

 

750*

1.035

Meðferðartími (dagar)a

 

10,0*

13,0

* Tölfræðilega marktækur munur (p<0,05) var á þessum 2 hópum.

a Á einungis við um konur með örvað egglos (follitropin beta, n = 76; FSH úr þvagi, n = 42).

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir að Fertavid hefur verið gefið í vöðva eða undir húð, næst hámarksþéttni FSH innan u.þ.b. 12 klst. Eftir gjöf Fertavid í vöðva er hámarksþéttni FSH hærri og næst fyrr hjá körlum í samanburði við konur. Vegna langvarandi losunar frá stungustað og um 40 klst. helmingunartíma brotthvarfs (á bilinu frá 12–70 klst.), helst hækkuð FSH þéttni í 24–48 klst. Vegna tiltölulega langs helmingunartíma brotthvarfs veldur endurtekin gjöf sama skammts plasmaþéttni FSH sem er um 1,5–2,5 falt meiri en eftir gjöf eins skammts. Þessi aukning gerir kleift að ná nægilegri meðferðarþéttni FSH.

Enginn marktækur munur er á lyfjahvörfum milli Fertavid gjafar í vöðva og undir húð. Báðar aðferðirnar hafa um 77% nýtingu (absolute bioavailability).

Dreifing, umbrot og brotthvarf

Raðbrigða FSH er lífefnafræðilega mjög svipað FSH sem unnið er úr þvagi manna og dreifist, umbrotnar og skilst út á sama hátt.

5.3Forklínískar upplýsingar

Gjöf stakra skammta af Fertavid hjá rottum olli ekki marktækum eiturverkunum. Við gjöf endurtekinna skammta í rannsóknum á rottum (2 vikur) og hundum (13 vikur) með allt að 100 földum hámarksskömmtum fyrir menn olli Fertavid ekki marktækum eiturverkunum. Fertavid sýndi engin stökkbreytandi áhrif í Ames prófum og ekki heldur í in vitro prófum á litningaskemmdum á eitilfrumum manna.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Fertavid stungulyf, lausn inniheldur:

Súkrósa

Natríumsítrat

L-metíónín

Pólýsorbat 20

Vatn fyrir stungulyf.

Sýrustig (pH) hefur e.t.v. verið stillt með natríumhýdroxíði og/eða saltsýru.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Lausnina skal nota strax eftir að stungið hefur verið á gúmmítappa hettuglassins.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið/-glösin í ytri umbúðum.

Til þæginda fyrir sjúklinginn má hann geyma Fertavid við eða undir 25°C í eitt tímabil sem ekki er lengra en 3 mánuðir.

Geymsluskilyrði eftir opnun hettuglass, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

0,5 ml lausn í 3 ml hettuglasi (gler af tegund I) með tappa (klórbútýl gúmmí). 1, 5 eða 10 hettuglös í pakkningu.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Hvorki má nota lausn sem inniheldur agnir né lausn sem ekki er tær.

Lausnina skal nota strax eftir að stungið hefur verið á gúmmítappa hettuglassins. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Sharp & Dohme Limited

Hertford Road, Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

Fertavid 50 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

EU/1/09/510/001

EU/1/09/510/002

EU/1/09/510/003

Fertavid 75 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

EU/1/09/510/004

EU/1/09/510/005

EU/1/09/510/006

Fertavid 100 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

EU/1/09/510/007

EU/1/09/510/008

EU/1/09/510/009

Fertavid 150 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

EU/1/09/510/010

EU/1/09/510/011

EU/1/09/510/012

Fertavid 200 a.e./0,5 ml stungulyf, lausn

EU/1/09/510/013

EU/1/09/510/014

EU/1/09/510/015

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. mars 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21. febrúar 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Fertavid 150 a.e./0,18 ml stungulyf, lausn

Fertavid 300 a.e./0,36 ml stungulyf, lausn

Fertavid 600 a.e./0,72 ml stungulyf, lausn

Fertavid 900 a.e./1,08 ml stungulyf, lausn

2. INNIHALDSLÝSING

Fertavid 150 a.e./0,18 ml stungulyf, lausn

Hver rörlykja inniheldur 150 a.e. raðbrigða FSH (recombinant follicle-stimulating hormone) heildarskammt í 0,18 ml vatnslausn. Stungulyf, lausn inniheldur virka efnið follitrópín beta, sem framleitt er með erfðatækni með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO) og er í styrkleikanum 833 a.e./ml í vatnslausn. Þessi styrkur samsvarar 83,3 míkróg af próteini / ml (sértæk líffræðileg verkun in vivo sem jafngildir u.þ.b. 10.000 a.e. FSH / mg prótein).

Fertavid 300 a.e./0,36 ml stungulyf, lausn

Hver rörlykja inniheldur 300 a.e. raðbrigða FSH (recombinant follicle-stimulating hormone) heildarskammt í 0,36 ml vatnslausn. Stungulyf, lausn inniheldur virka efnið follitrópín beta, sem framleitt er með erfðatækni með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO) og er í styrkleikanum 833 a.e./ml í vatnslausn. Þessi styrkur samsvarar 83,3 míkróg af próteini / ml (sértæk líffræðileg verkun in vivo sem jafngildir u.þ.b. 10.000 a.e. FSH / mg prótein).

Fertavid 600 a.e./0,72 ml stungulyf, lausn

Hver rörlykja inniheldur 600 a.e. raðbrigða FSH (recombinant follicle-stimulating hormone) heildarskammt í 0,72 ml vatnslausn. Stungulyf, lausn inniheldur virka efnið follitrópín beta, sem framleitt er með erfðatækni með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO) og er í styrkleikanum 833 a.e./ml í vatnslausn. Þessi styrkur samsvarar 83,3 míkróg af próteini / ml (sértæk líffræðileg verkun in vivo sem jafngildir u.þ.b. 10.000 a.e. FSH / mg prótein).

Fertavid 900 a.e./1,08 ml stungulyf, lausn

Hver rörlykja inniheldur 900 a.e. raðbrigða FSH (recombinant follicle-stimulating hormone) heildarskammt í 1,08 ml vatnslausn. Stungulyf, lausn inniheldur virka efnið follitrópín beta, sem framleitt er með erfðatækni með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra (CHO) og er í styrkleikanum 833 a.e./ml í vatnslausn. Þessi styrkur samsvarar 83,3 míkróg af próteini / ml (sértæk líffræðileg verkun in vivo sem jafngildir u.þ.b. 10.000 a.e. FSH / mg prótein).

Hjálparefni með þekkta verkun:

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. er nær natríumfrítt.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf).

Tær og litlaus lausn.

Lyfið er í rörlykjum sem hannaðar eru til notkunar með inndælingarpenna.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Konur:

Fertavid er ætlað til meðferðar við ófrjósemi kvenna við eftirfarandi klínískar aðstæður:

Konur sem hafa ekki egglos (þ.m.t. fjölblöðrueggjastokka heilkenni, (polycystic ovarian syndrome, PCOS)) og meðferð með klómifensítrati hefur reynst árangurslaus.

Stýrð yfirörvun eggjastokka til að ná fram þroska margra eggbúa við tæknifrjóvgun [t.d. við in vitro glasafrjóvgun/fósturvísisflutning (in vitro fertilisation/embryo transfer (IVF/ET)), kynfrumuflutning í eggjaleiðara (gamete intra-fallopian transfer (GIFT)) og flutning sáðfrumu inn í eggfrumu (intracytoplasmic sperm injection (ICSI))].

Karlar:

Skert sæðisframleiðsla vegna vanseytingar eista af völdum gónadótrópínskorts.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Fertavid skal hefja undir eftirliti læknis með reynslu í meðferð við ófrjósemi.

Fyrsta inndæling Fertavid skal gefin undir eftirliti læknis.

Skammtar

Skammtar handa konum

Mikill munur er á svörun eggjastokka við utanaðkomandi gónadótrópínum milli einstaklinga og hjá hverjum einstaklingi. Því er ekki hægt að setja upp staðlaða skammtatöflu. Ákvarða þarf skammta fyrir hvern einstakling eftir svörun eggjastokka hverju sinni. Til þess þarf að meta þroska eggbús með ómskoðun. Einnig getur verið gagnlegt að ákvarða þéttni östradíóls í sermi samhliða.

Þegar inndælingarpenninn er notaður skal hafa í huga að penninn er nákvæmur og gefur nákvæmlega þann skammt sem hann er stilltur fyrir. Sýnt var fram á að meðaltali er 18% stærri skammtur af FSH gefinn með pennanum samanborið við venjulega sprautu. Þetta getur sérstaklega skipt máli þegar skipt er milli penna og venjulegrar sprautu í sömu meðferðarlotunni. Einkum getur þurft að gera smávægilega breytingu á skammti til að koma í veg fyrir að of stór skammtur sé gefinn þegar skipt er frá sprautu yfir í penna.

Byggt á niðurstöðum úr klínískum samanburðarrannsóknum er talið viðeigandi að gefa minni heildar skammt af Fertavid en þann sem almennt er notaður af FSH sem unnið er úr þvagi, og gefa hann í styttri tíma. Þetta á ekki aðeins við til að ná ákjósanlegasta þroska eggbús heldur einnig til að draga úr hættu á sjúklegri oförvun eggjastokka (sjá kafla 5.1).

Klínísk reynsla með Fertavid er byggð á allt að þremur meðferðarlotum við báðar ábendingarnar. Heildarreynsla af glasafrjóvgun bendir til þess að almennt haldist meðferðarárangur stöðugur við fyrstu fjórar tilraunirnar en minnki smám saman eftir það.

Ekkert egglos

Mælt er með samfelldri meðferð þar sem byrjað er á daglegri gjöf 50 a.e. af Fertavid. Upphafsskammti er haldið óbreyttum í a.m.k. sjö daga. Ef engin svörun verður í eggjastokkum, er dagsskammtur aukinn smám saman þar til eggbúsvöxtur og/eða þéttni östradíóls í plasma bendir til þess að fullnægjandi lyfhrifum sé náð. Dagleg aukning östradíólþéttni um 40–100% er talin ákjósanlegust. Dagsskammti er síðan haldið óbreyttum þar til undirbúningsfasa eggloss er náð. Undirbúningsfasa eggloss er náð þegar sýnt hefur verið fram á með ómskoðun, að stærsta eggbúið sé a.m.k. 18 mm í þvermál og/eða þegar þéttni östradíóls í plasma hefur náð 300–

900 píkóg/ml (1.000–3.000 pmól/l). Yfirleitt næst þetta eftir 7–14 daga meðferð. Þá er Fertavid gjöf hætt og hægt er að koma af stað egglosi með því að gefa kóríóngónadótrópín úr mönnum (hCG).

Ef fjöldi virkra eggbúa er of mikill eða östradíólþéttni eykst of hratt, þ.e. meira en tvöföldun á þéttni östradíóls á dag tvo eða þrjá daga í röð, á að minnka dagsskammtinn.

Þar sem eggbú sem eru meira en 14 mm í þvermál geta leitt til þungunar, er hætta á fjölburaþungun ef fyrir egglos eru mörg eggbú meira en 14 mm í þvermál. Í því tilviki á ekki að gefa hCG og forðast skal þungun til þess að hindra fjölburaþungun.

Stýrð yfirörvun á eggjastokkum við tæknifrjóvgun

Hægt er að nota mismunandi örvunarmeðferðir. Mælt er með upphafsskammti 100–225 a.e. fyrstu 4 dagana að minnsta kosti. Síðan er skammti breytt fyrir hvern sjúkling fyrir sig eftir svörun eggjastokka. Í klínískum rannsóknum var sýnt fram á að viðhaldsskammtar frá 75– 375 a.e. í sex til tólf daga eru nægilegir, jafnvel þótt lengri meðferð geti verið nauðsynleg.

Fertavid má annað hvort gefa eitt sér eða, til þess að koma í veg fyrir ótímabæra gulbúsmyndun, með GnRH-örva eða -andörva. Þegar GnRH-örvi er notaður getur þurft stærri heildarmeðferðarskammt af Fertavid til að ná fram fullnægjandi eggbússvörun.

Fylgjast á með svörun eggjastokka með ómskoðun. Einnig getur verið gagnlegt að ákvarða þéttni östradíóls í sermi samhliða. Þegar ómskoðun sýnir að til staðar eru að minnsta kosti þrjú eggbú af stærðinni 16–20 mm og að staðfest hefur verið að östradíólsvörun sé góð (plasmaþéttni um 300–400 píkóg/ml (1.000–1.300 pmól/l) fyrir hvert eggbú sem er meira en 18 mm í þvermál), er lokastig eggbúsþroskans hafið með því að gefa hCG. Eggjataka er síðan framkvæmd 34–35 klst. síðar.

Skammtar handa körlum

Gefa skal Fertavid í 450 a.e. skömmtum á viku, sem helst er skipt í þrjá 150 a.e. skammta og gefa hCG samtímis. Meðferð með Fertavid og hCG skal haldið áfram í minnst 3-4 mánuði áður en búast má við bættri sæðismyndun. Mælt er með sæðisgreiningu 4 til 6 mánuðum eftir að meðferð hefst til að meta svörun. Hafi sjúklingur ekki svarað meðferð eftir þann tíma má halda samsettri meðferð áfram. Klínísk reynsla sem nú er fyrir hendi bendir til þess að meðferð í allt að 18 mánuði eða lengur geti verið nauðsynleg til að ná fram sæðismyndun.

Börn

Notkun Fertavid á ekki við hjá börnum við samþykktu ábendingunni.

Lyfjagjöf

Fertavid stungulyf, lausn í rörlykjum var þróað til notkunar með Puregon Pen og það skal gefið undir húð. Skipta skal um stungustað til þess að koma í veg fyrir fituvefsrýrnun.

Þegar penninn er notaður við gjöf Fertavid getur sjúklingurinn annast lyfjagjöfina að því tilskildu að læknirinn hafi gefið ítarlegar leiðbeiningar.

4.3 Frábendingar

Karlar og konur

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Æxli í eggjastokkum, brjóstum, legi, eistum, heiladingli eða undirstúku.

Vanstarfsemi kynkirtla (primary gonadal failure).

Konur

Blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum orsökum.

Blöðrur á eggjastokkum eða stækkun eggjastokka sem ekki tengist fjölblöðrueggjastokka heilkenni (PCOS).

Vansköpun æxlunarfæra sem mælir gegn þungun.

Bandvefsæxli í legi sem mæla gegn þungun.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sýklalyfjaofnæmi

Fertavid getur innihaldið vott af streptómýsíni og/eða neómýsíni. Þessi sýklalyf geta valdið ofnæmi hjá næmum einstaklingum.

Mat á frjósemi áður en meðferð hefst

• Áður en byrjað er á meðferð á að meta frjósemi parsins eftir því sem við á. Sérstaklega á að meta viðkomandi með tilliti til skjaldvakabrests, nýrnahettubilunar, ofgnóttar mjólkurhormóns í blóði og æxla í heiladingli eða undirstúku og veita viðeigandi meðferð.

Konur

Oförvunarheilkenni eggjastokka

Oförvunarheilkenni eggjastokka er læknisfræðilegt ástand frábrugðið stækkun eggjastokka án fylgikvilla. Klínísk einkenni vægs eða meðalalvarlegs oförvunarheilkennis eggjastokka eru kviðverkur, ógleði, niðurgangur, lítil eða miðlungs stækkun eggjastokka og blöðrur á eggjastokkum. Verulegt oförvunarheilkenni eggjastokka getur verið lífshættulegt. Klínísk einkenni verulegs oförvunarheilkennis eggjastokka eru stórar blöðrur á eggjastokkum, bráður kviðverkur, skinuholsvökvi, fleiðruvökvi, vatnsbrjóst (hydrothorax), andþrengsli, þvagþurrð, óeðlileg blóðgildi og þyngdaraukning. Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur bláæða- eða slagæðablóðsegarek komið fram í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka. Einnig hefur verið greint frá tímabundnum frávikum á niðurstöðum lifrargilda í tengslum við oförvunarheilkenni eggjastokka sem bendir til vanstarfsemi lifrar með eða án formfræðilegra breytinga vefjasýnis úr lifur.

Gjöf kóríóngónadótrópíns úr mönnum (hCG) og þungun (náttúrulegt hCG) getur valdið oförvunarheilkenni eggjastokka. Snemmkomið oförvunarheilkenni eggjastokka kemur venjulega fram innan 10 daga frá gjöf hCG og getur tengst óhóflega mikilli svörun eggjastokka við örvun með gónadótrópíni. Síðkomið oförvunarheilkenni eggjastokka kemur fram meira en 10 dögum eftir gjöf hCG vegna hormónabreytinga við þungun. Vegna hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka skal fylgjast með sjúklingum í a.m.k. tvær vikur eftir gjöf hCG.

Einkum geta konur með þekkta áhættuþætti mikillar svörunar eggjastokka haft tilhneigingu til að fá oförvunarheilkenni eggjastokka meðan á meðferð með Fertavid stendur eða á eftir. Þar sem áhætta hjá konum sem eru í sinni fyrstu meðferðarlotu er ekki þekkt að fullu er ráðlagt að fylgjast vandlega með snemmkomnum einkennum oförvunarheilkennis eggjastokka.

Til að lágmarka hættu á oförvunarheilkenni eggjastokka skal meta þroska eggbús með ómskoðun fyrir meðferð og reglulega meðan á meðferð stendur. Einnig getur verið gagnlegt að ákvarða þéttni östradíóls í sermi samhliða. Í tæknifrjóvgun er aukin hætta á oförvunarheilkenni eggjastokka þegar18 eða fleiri eggbú eru 11 mm eða meira í þvermál. Ef fjöldi eggbúa er 30 eða meira er ráðlagt að sleppa gjöf hCG.

Hægt er að hafa eftirfarandi ráðstafanir í huga til að draga úr líkum á oförvunarheilkenni eggjastokka en það ræðst af svörun eggjastokka:

-sleppa frekari örvun með gónadótrópíni í að hámarki 3 daga (coasting)

-sleppa hCG og hætta við meðferðarlotu

-gefa minni skammt en 10.000 a.e. af hCG til að koma af stað fullum þroska eggfrumna, t.d. 5.000 a.e. hCG eða 250 míkróg rec-hCG (sem jafngildir u.þ.b. 6.500 a.e. hCG)

-hætta við uppsetningu og frysta fósturvísa

-forðast skal gjöf hCG sem stuðning við gulbúsfasa.

Ef oförvunarheilkenni eggjastokka kemur fram á að veita hefðbundna og viðeigandi meðferð við oförvunarheilkenni egjastokka og fylgja henni.

Fjölburaþungun

Greint hefur verið frá fjölburaþungunum og -fæðingum eftir allar gónadótrópínmeðferðir þ.m.t. Fertavid. Fjölburaþunganir, einkum ef fóstrin eru mörg, hafa í för með sér aukna hættu fyrir verðandi móður (meðganga og fylgikvillar fæðingar) og nýbura (lítil fæðingarþyngd). Við örvun eggloss hjá konum sem hafa ekki egglos getur eftirlit með þroska eggbús með ómskoðun um leggöng hjálpað til við að ákveða hvort halda eigi meðferðarlotunni áfram eða hætta henni til þess að draga úr líkum á fjölburaþungun. Einnig getur verið gagnlegt að ákvarða þéttni östradíóls í sermi samhliða. Skýra skal sjúklingum frá hugsanlegri hættu á fjölburafæðingum áður en meðferð hefst.

Hjá konum sem gangast undir tæknifrjóvgun er hætta á fjölburaþungun einkum tengd fjölda uppsettra fósturvísa. Við örvun eggloss ætti viðeigandi aðlögun FSH skammts að koma í veg fyrir að mörg eggbú þroskist.

Utanlegsfóstur

Hjá ófrjóum konum sem gangast undir tæknifrjóvgun er aukin hætta á utanlegsfóstri. Þess vegna er mikilvægt að eðlileg þungun (intrauterine) sé staðfest sem fyrst með ómskoðun.

Fósturlát

Tíðni fósturláts hjá konum sem fara í tæknifrjóvgun er hærri en almennt gerist.

Æðafylgikvillar

Greint hefur verið frá segareki með og án tengsla við oförvunarheilkenni eggjastokka eftir meðferð með gónadótrópínum þ.m.t. follitrópín beta. Segamyndun í æðum sem hægt er að rekja til blá- eða slagæða getur dregið úr blóðflæði til meginlíffæra eða útlima. Hjá konum með þekkta áhættuþætti segamyndunar, svo sem eigin sögu eða fjölskyldusögu, mikla yfirþyngd eða segamyndunarhneigð getur meðferð með gónadótrópínum m.a. Fertavid aukið þessa hættu enn frekar. Hjá þessum konum þarf að vega ávinning gjafar gónadótrópíns þ.m.t. Fertavid á móti þessari áhættu. Hins vegar ber að hafa í huga að sjálf þungunin hefur einnig í för með sér aukna hættu á segamyndun.

Meðfæddar fósturskemmdir

Vera má að tíðni meðfæddra fósturskemmda við tæknifrjóvgun sé lítið eitt hærri en við eðlilegan getnað. Þetta getur verið vegna ólíkra sérkenna foreldra (t.d. aldur móður, einkenni sæðis) og fjölburaþungana.

Snúningur eggjastokka

Greint hefur verið frá snúningi eggjastokka (ovarian torsion) eftir meðferð með gónadótrópínum þ.m.t. follitrópín beta. Snúningur eggjastokka gæti tengst öðrum áhættuþáttum eins og oförvunarheilkenni eggjastokka, þungun, skurðaðgerð í kviðarholi, sögu um snúning eggjastokka, sögu um eða núverandi blöðru á eggjastokk og fjölblöðrueggjastokkum. Hægt er að draga úr skemmdum á eggjastokkum vegna skerts blóðflæðis með því að greina ástandið snemma og snúa tafarlaust ofan af eggjastokk.

Æxli í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum

Greint hefur verið frá æxlum í eggjastokkum og öðrum æxlunarfærum, bæði góðkynja og illkynja, hjá konum sem hafa gengist undir fjölda meðferða við ófrjósemi. Ekki hefur verið staðfest hvort meðferð með gónadótrópínum auki hættu á þessum æxlum hjá ófrjóum konum.

Aðrir sjúkdómar

Áður en meðferð með Fertavid hefst á einnig að athuga aðra sjúkdóma sem mæla gegn þungun.

Karlar

Kvillar í eistum

Hækkuð innræn FSH gildi (endogenous FSH levels) hjá körlum benda til truflana sem má rekja til kvilla í eistum (primary testicular failure). Þeir sjúklingar svara ekki Fertavid/hCG meðferð.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Samtímis notkun Fertavid og klómifensítrats getur aukið eggbússvörun. Eftir afnæmingu heiladinguls með GnRH-örva, getur stærri skammtur af Fertavid verið nauðsynlegur til þess að ná fram fullnægjandi eggbússvörun.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Frjósemi

Fertavid er notað hjá konum sem gangast undir örvun á eggjastokkum eða stýrða ofurörvun eggjastokka við tæknifrjóvgun. Hjá körlum er Fertavid notað við meðferð á skertri sæðisframleiðslu vegna kynkirtlavanseytingar af völdum gónadótrópínskorts. Skammtar og lyfjagjöf, sjá kafla 4.2.

Meðganga

Fertavid er ekki ætlað til notkunar handa þunguðum konum. Klínískar upplýsingar eru ekki nægjanlegar til að hægt sé að útiloka fósturskemmandi áhrif vegna útsetningar í ógáti fyrir raðbrigða

FSH á meðgöngu. Fram til þessa hefur þó ekki verið skýrt frá neinum sérstökum fósturskemmandi áhrifum. Engin fósturskemmandi áhrif hafa komið fram í dýratilraunum.

Brjóstagjöf

Engar upplýsingar úr klínískum rannsóknum eða rannsóknum á dýrum liggja fyrir um útskilnað follitrópíns beta í brjóstamjólk. Ólíklegt er að follitrópín beta skiljist út í brjóstamjólk hjá mönnum vegna hás mólþunga. Ef follitrópín beta myndi skiljast út í brjóstamjólk hjá mönnum, myndi það brotna niður í meltingarvegi barnsins. Follitrópín beta getur haft áhrif á mjólkurmyndun.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Fertavid hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Klínísk notkun Fertavid í vöðva eða undir húð getur leitt til staðbundinna viðbragða á stungustað (3% allra meðhöndlaðra sjúklinga). Meirihluti þessara staðbundnu viðbragða er vægur og skammvinnur. Útbreidd ofnæmisviðbrögð hafa sést í sjaldgæfum tilvikum (um 0,2% allra sjúklinga meðhöndluðum með follitrópíni beta).).

Meðferð hjá konum:

Hjá um það bil 4% af konum meðhöndluðum með follitrópíni beta í klínískum rannsóknum hefur verið tilkynnt um einkenni í tengslum við eggjastokkaoförvunarheilkenni (OHSS) (sjá kafla 4.4). Aukaverkanir sem tengjast þessu heilkenni eru verkur og/eða blóðsókn í grindarhol, verkur og/eða þensla í kviðarholi, ónot í brjóstum og stækkun á eggjastokkum.

Eftirfarandi tafla sýnir aukaverkanir follitrópín beta í klínískum rannsóknum hjá konum flokkaðar eftir líffærum og tíðni; algengar ( 1/100 til <1/10); sjaldgæfar ( 1/1.000 til <1/100).

Líffærakerfi

Tíðni

Aukaverkun

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

Meltingarfæri

Algengar

Þaninn kviður

 

 

Kviðverkur

 

Sjaldgæfar

Óþægindi í kviði

 

 

Hægðatregða

 

 

Niðurgangur

 

 

Ógleði

Æxlunarfæri og brjóst

Algengar

Eggjastokkaoförvunarheilkenni

 

 

Verkur í grindarholi

 

Sjaldgæfar

Ónot í brjóstum1

 

 

Millitíðablæðingar

 

 

Blöðrur á eggjastokkum

 

 

Stækkun eggjastokka

 

 

Snúningur á eggjastokkum

 

 

Stækkun legs

 

 

Blæðing frá leggöngum

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Viðbrögð á stungustað2

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

Sjaldgæfar

Útbreidd ofnæmisviðbrögð3

1.Ónot í brjóstum eru viðkvæmni, verkur og/eða stækkun og verkur í geirvörtum

2.Viðbrögð á stungustað eru mar, verkur, roði, bólga og kláði.

3.Útbreidd ofnæmisviðbrögð eru roðaþot, ofsakláði, útbrot og kláði.

Einnig hefur verið greint frá utanlegsfóstri, fósturmissi og fjölburaþungunum. Þetta er talið vera fylgikvillar tæknifrjóvgunar eða þungunar í kjölfar hennar.

Í einstaka tilvikum hefur segarek verið tengt meðferð með follitrópíni beta/hCG eins og öðrum gónadótrópínum.

Meðferð hjá körlum:

Eftirfarandi tafla sýnir aukaverkanir follitrópíns beta í klínískum rannsóknum hjá körlum (30 sjúklingar fengu skammt) flokkaðar eftir líffærum og tíðni; algengar ( 1/100 til <1/10).

Líffærakerfi

Tíðni 1

Aukaverkun

 

 

 

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

 

 

 

Húð og undirhúð

Algengar

Þrymlabólur

 

 

Útbrot

 

 

 

Æxlunarfæri og brjóst

Algengar

Blaðra á eistalyppu

 

 

Brjóstastækkun

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Viðbrögð á stungustað2

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

 

1.Aukaverkanir sem aðeins er greint frá einu sinni eru flokkaðar sem algengar, því við eina tilkynningu fer tíðnin yfir 1%.

2.Staðbundin viðbrögð á stungustað herslismyndun og verkur.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um bráðar eiturverkanir af völdum Fertavid hjá mönnum, en í dýrarannsóknum hafa bráðar eiturverkanir af völdum Fertavid og lyfja sem innihalda gónadótrópín unnið úr þvagi, reynst vera mjög litlar. Of stór skammtur af FSH getur valdið sjúklegri oförvun eggjastokka (sjá kafla 4.4).

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Kynhormónar og lyf, sem hafa mótandi áhrif á kynfæri, Gónadótrópín; ATC flokkur: G03G A06.

Fertavid inniheldur raðbrigða FSH. Það er framleitt með raðbrigða DNA-tækni, með því að nota frumulínu úr eggjastokkum kínverskra hamstra, sem í hefur verið bætt FSH erfðavísaundireiningu úr mönnum. Upphafsamínósýruröðin er eins og í náttúrulegu FSH í mönnum. Vitað er um örlítinn mun á kolvetniskeðjubyggingu.

Verkunarháttur

FSH er ómissandi við eðlilegan vöxt og þroska eggbús og myndun stera í kynkirtlum. Hjá konum skiptir magn FSH öllu máli við að koma af stað og viðhalda þroska eggbúanna og síðar fyrir tímasetningu og fjölda eggbúa sem ná fullum þroska. Fertavid má þannig nota til þess að örva þroska eggbús og myndun stera í ákveðnum tilvikum vegna truflana á starfsemi kynkirtla. Auk þess má nota Fertavid til þess að stuðla að þroska margra eggbúa við tæknifrjóvgun [t.d. in vitro glasafrjóvgun/fósturvísisflutning (IVF/ET), kynfrumuflutning í eggjaleiðara (GIFT) og flutning

sáðfrumu inn í eggfrumu (ICSI)]. Á eftir meðferð með Fertavid er yfirleitt gefið hCG til þess að hefja lokastig eggbúsþroska, meiósu og rjúfa eggbú.

Verkun og öryggi

Í klínískum rannsóknum þar sem borið var saman recFSH (follitrópín beta) og FSH sem unnið er úr þvagi, á stýrðri örvun eggjastokka hjá konum í tæknifrjóvgun og á örvun eggloss (sjá töflu 1 og 2 hér fyriri neðan), var follitrópín beta öflugra en FSH sem unnið var úr þvagi hvað varðar minni heildarskammt og styttri meðferðartíma sem þurfti til að ljúka þroska eggbús.

Við stýrða örvun eggjastokka náðust fleiri eggfrumur við minni heildarskammt og styttri meðferðartíma ef follitrópín beta var notað borið saman við FSH sem unnið er úr þvagi.

Tafla 1: Niðurstöður rannsóknar 37.608 (slembiröðuð, samanburðarrannsókn á öryggi og verkun follitrópín beta og FSH sem unnið er út þvagi á stýrðri örvun eggjastokka).

 

follitrópín beta

FSH úr þvagi

 

(n = 546)

(n = 361)

 

 

 

Meðalfjöldi eggfrumna sem náðust við eggheimtu

10,84*

8,95

 

 

 

Meðalheildarskammtur (fjöldi lykja með 75 a.e.)

28,5*

31,8

 

 

 

Meðaltaltími FSH örvunar (dagar)

10,7*

11,3

 

 

 

*Tölfræðilega marktækur munur (p<0,05) var á þessum 2 hópum.

Við örvun eggloss þurfti minni heildarskammt og styttri meðferðartíma með follitropín beta borið saman við FSH sem unnið er úr þvagi.

Tafla 2: Niðurstöður rannsóknar 37.609 (slembiröðuð, samanburðarrannsókn á öryggi og verkun follitrópín beta og FSH sem unnið er út þvagi á örvun eggloss).

 

 

follitrópín beta

FSH úr þvagi

 

 

(n = 105)

(n = 66)

 

 

 

 

Meðalfjöldi eggbúa

12 mm

3,6*

2,6

 

15 mm

2,0

1,7

 

18 mm

1,1

0,9

 

 

 

 

Heildarskammtur (a.e)a

 

750*

1.035

Meðferðartími (dagar)a

 

10,0*

13,0

* Tölfræðilega marktækur munur (p<0,05) var á þessum 2 hópum.

a Á einungis við um konur með örvað egglos (follitropin beta, n = 76; FSH úr þvagi, n = 42).

5.2 Lyfjahvörf

Frásog

Eftir að Fertavid hefur verið gefið undir húð, næst hámarksþéttni FSH innan u.þ.b. 12 klst. Vegna langvarandi losunar frá stungustað og um 40 klst. helmingunartíma brotthvarfs (á bilinu frá 12–

70 klst.), helst hækkuð FSH þéttni í 24–48 klst. Vegna tiltölulega langs helmingunartíma brotthvarfs veldur endurtekin gjöf sama skammts plasmaþéttni FSH sem er um 1,5–2,5 falt meiri en eftir gjöf eins skammts. Þessi aukning gerir kleift að ná nægilegri meðferðarþéttni FSH.

Um 77% nýting (absolute bioavailability) er við gjöf Fertavids undir húð.

Dreifing, umbrot og brotthvarf

Raðbrigða FSH er lífefnafræðilega mjög svipað FSH sem unnið er úr þvagi manna og dreifist, umbrotnar og skilst út á sama hátt.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Gjöf stakra skammta af Fertavid hjá rottum olli ekki marktækum eiturverkunum. Við gjöf endurtekinna skammta í rannsóknum á rottum (2 vikur) og hundum (13 vikur) með allt að 100 földum hámarksskömmtum fyrir menn olli Fertavid ekki marktækum eiturverkunum. Fertavid sýndi engin stökkbreytandi áhrif í Ames prófum og ekki heldur í in vitro prófum á litningaskemmdum á eitilfrumum manna.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Fertavid stungulyf, lausn inniheldur:

Súkrósa

Natríumsítrat

L-metíónín

Bensýlalkóhól

Pólýsorbat 20

Vatn fyrir stungulyf.

Sýrustig (pH) hefur e.t.v. verið stillt með natríumhýdroxíði og/eða saltsýru.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3 Geymsluþol

3 ár.

Þegar stungið hefur verið með nál á gúmmítappa rörlykjunnar má geyma lyfið í mest 28 daga.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C). Má ekki frjósa.

Geymið rörlykjuna í ytri umbúðum.

Til þæginda fyrir sjúklinginn má hann geyma Fertavid við eða undir 25°C í eitt tímabil sem ekki er lengra en 3 mánuðir.

Geymsluskilyrði eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald

Fertavid 150 a.e./0,18 ml stungulyf, lausn

0,18 ml lausn í 1,5 ml rörlykju (gler af tegund I) með gráum gúmmístimpli og innsiglistappa úr áli fóðruðum með gúmmíi.

Pakkning með 1 rörlykju og 3 nálum sem nota á með Puregon Pen.

Rörlykjurnar innihalda að lágmarki 225 a.e. FSH virkni í 0,270 ml vatnslausn, sem er nægjanleg fyrir 150 a.e. heildarskammt.

Fertavid 300 a.e./0,36 ml stungulyf, lausn

0,36 ml lausn í 1,5 ml rörlykju (gler af tegund I) með gráum gúmmístimpli og innsiglistappa úr áli fóðruðum með gúmmíi.

Pakkning með 1 rörlykju og 6 nálum sem nota á með Puregon Pen.

Rörlykjurnar innihalda að lágmarki 400 a.e. FSH virkni í 0,480 ml vatnslausn, sem er nægjanleg fyrir 300 a.e. heildarskammt.

Fertavid 600 a.e./0,72 ml stungulyf, lausn

0,72 ml lausn í 1,5 ml rörlykju (gler af tegund I) með gráum gúmmístimpli og innsiglistappa úr áli fóðruðum með gúmmíi.

Pakkning með 1 rörlykju og 6 nálum sem nota á með Puregon Pen.

Rörlykjurnar innihalda að lágmarki 700 a.e. FSH virkni í 0,840 ml vatnslausn, sem er nægjanleg fyrir 600 a.e. heildarskammt.

Fertavid 900 a.e./1,08 ml stungulyf, lausn

1,08 ml lausn í 1,5 ml rörlykju (gler af tegund I) með gráum gúmmístimpli og innsiglistappa úr áli fóðruðum með gúmmíi.

Pakkning með 1 rörlykju og 9 nálum sem nota á með Puregon Pen.

Rörlykjurnar innihalda að lágmarki 1.025 a.e. FSH virkni í 1,230 ml vatnslausn, sem er nægjanleg fyrir 900 a.e. heildarskammt.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Hvorki má nota lausn sem inniheldur agnir né lausn sem ekki er tær. Fertavid stungulyf, lausn er ætluð til notkunar með Puregon Pen. Leiðbeiningum um notkun pennans verður að fylgja nákvæmlega.

Fjarlægja á loftbólur úr rörlykjunni fyrir inndælingu (sjá leiðbeiningar um notkun pennans). Tómar rörlykjur má ekki fylla aftur.

Fertavid rörlykjur eru ekki hannaðar með það fyrir augum að blanda í þær einhverju öðru lyfi. Fargið notuðum nálum strax eftir inndælingu.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Sharp & Dohme Limited

Hertford Road, Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

Fertavid 150 a.e./0,18 ml stungulyf, lausn

EU/1/09/510/016

Fertavid 300 a.e./0,36 ml stungulyf, lausn

EU/1/09/510/017

Fertavid 600 a.e./0,72 ml stungulyf, lausn

EU/1/09/510/018

Fertavid 900 a.e./1,08 ml stungulyf, lausn

EU/1/09/510/019

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. mars 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 21. febrúar 2014

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf