Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Foclivia (influenza virus surface antigens, inactivated:...) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J07BB02

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsFoclivia
ATC-kóðiJ07BB02
Efniinfluenza virus surface antigens, inactivated: A/Viet Nam/1194/2004 (H5N1)
FramleiðandiSeqirus S.r.l.  

1.HEITI LYFS

Foclivia stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu

Bóluefni gegn inflúensufaraldri (H5N1) (yfirborðsmótefnavaki, óvirkur, ónæmisglæddur)

2.INNIHALDSLÝSING

Yfirborðsmótefnavakar inflúensuveiru (hemagglútínín og neuraminidasi)* af eftirfarandi stofni:

A/Vietnam/1194/2004 (H5N1)

7,5 míkrógrömm** í hverjum 0,5 ml skammti

*ræktað í eggjum

**tjáð í míkrógrömmum hemagglútíníns.

Ónæmisglæðir MF59C.1 inniheldur:

 

Skvalen

9,75 milligrömm

Pólýsorbat 80

1,175 milligrömm

Sorbítan tríóleat

1,175 milligrömm

Þetta bóluefni er í samræmi við tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og ákvörðun Evrópusambandsins hvað varðar faraldurinn.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu.

Mjólkurhvítur vökvi.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Forvörn gegn inflúensu við aðstæður þar sem faraldri hefur opinberlega verið lýst yfir. Foclivia ætti að nota í samræmi við opinber tilmæli.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir og aldraðir: 0,5 ml á tilteknum degi.

Gefa á annan skammt af bóluefninu eftir minnst 3 vikna hlé.

Foclivia var metið hjá fullorðnum á aldrinum (18 til 60 ára) og öldruðum (eldri en 60 ára) í kjölfar 1, 22 daga frumbólusetningaráætlunar.

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um gjöf þriðja skammts (örvunarskammts) 6 mánuðum eftir fyrsta skammtinn (sjá kafla 4.8 og 5.1).

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Foclivia hjá einstaklingum yngri en 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar varðandi einstaklinga á aldrinum 6 mánaða til 18 ára eru tilgreindar í kafla 5.1 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi börn yngri en 6 mánaða.

Lyfjagjöf

Ónæmisaðgerð ætti að framkvæma með inndælingu í axlarvöðva eða framan við og til hliðar á læri (eftir vöðvamassa).

4.3Frábendingar

Saga um bráðaofnæmisviðbrögð (þ.e. lífshættuleg) við einhverjum innihaldsefnanna eða leifa eggja, kjúklingapróteina, kanamýcín- og neómýcínsúlfats, baríumsúlfats, formaldehýðs og cetýltrímetýlammóníumbrómíðs (CTAB) í bóluefninu. Þegar faraldur er til staðar getur hins vegar verið viðeigandi að gefa bóluefnið, að því tilskildu að endurlífgunarbúnaður sé tafarlaust til reiðu ef á þarf að halda. Sjá kafla 4.4.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Gæta skal varúðar þegar einstaklingi er gefið bóluefnið sem vitað er til að sé með ofnæmi (annað en bráðaofnæmisviðbrögð) fyrir virka innihaldsefninu, fyrir einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 og fyrir eggjum, kjúklingapróteinum, kanamýcín- og neómýcínsúlfati, baríumsúlfati, formaldehýði og cetýltrímetýlammóníumbrómíði (CTAB).

Eins og á við um öll bóluefni í formi stungulyfja ætti viðeigandi læknismeðferð og –umsjón ávallt að vera til reiðu ef mjög sjaldgæf bráðaofnæmisviðbrögð koma fram í kjölfar bólusetningar með bóluefninu. Fresta ætti ónæmisaðgerð hjá sjúklingum með alvarlegan sjúkdóm ásamt hita eða bráða sýkingu,

ef faraldursástand leyfir.

Ekki ætti undir nokkrum kringumstæðum að gefa Foclivia í æð eða undir húð. Því skal heilbrigðisstarfsfólk meta ávinning og hugsanlega áhættu við gjöf bóluefnisins hjá einstaklingum sem þjást af blóðflagnafæð eða blæðingarkvilla sem gæti verið frábending hvað varðar gjöf í vöðva, nema hugsanlegur ávinningur sé þyngri á metunum en hættan á blæðingum.

Hugsanlegt er að mótefnasvörun sé ófullnægjandi hjá sjúklingum með innlæga ónæmisbælingu eða ónæmisbælingu vegna lyfjameðferðar.

Ekki er víst að varnarsvörun komi fram hjá öllum bólusettum (sjá kafla 5.1).

Krossvernd gegn skyldum H5N1 veiruafbrigðum hefur komið fram í klínískum rannsóknum (sjá kafla 5.1). Þar sem annar skammtur er ráðlagður, skal hafa í huga að ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um öryggi, ónæmissvörun eða verkun sem styðja við að hægt sé að skipta Foclivia út fyrir önnur H5N1 eingild bóluefni.

Þótt engar upplýsingar liggi fyrir um notkun Foclivia hefur verið tilkynnt um krampatilvik með og án hita hjá einstaklingum sem hafa verið bólusettir með Focetria, sem er MF59.1 ónæmisglætt bóluefni gegn H1N1-heimsfaraldri, sem svipar til Foclivia.

Meirihluti hitakrampanna kom fram hjá einstaklingum á barnsaldri. Einhver tilvik komu fram hjá einstaklingum með sögu um flogaveiki. Veita skal einstaklingum með flogaveiki sérstaka athygli og læknirinn ætti að upplýsa þá (eða foreldra þeirra) um möguleikana á krömpum. (sjá kafla 4.8).

Eftir, eða jafnvel fyrir, hvers kyns bólusetningu getur yfirlið átt sér stað sem sálræn viðbrögð við nálarstungunni. Þessu geta fylgt nokkur taugafræðileg einkenni eins og skammvinn sjóntruflun, náladofi og þankippahreyfingar í útlimum meðan á bata stendur. Mikilvægt er að hafa ferli til staðar sem miða að því að koma í veg fyrir meiðsli af völdum yfirliða.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki ætti að gefa Foclivia samtímis öðrum bóluefnum. Ef samhliða lyfjagjöf með öðru bóluefni er ráðlögð ætti hins vegar ekki að framkvæma ónæmisaðgerðirnar á sama útlim. Hafa skal hugfast að aukaverkanir geta magnast.

Dregið getur úr ónæmissvörun ef sjúklingur er í ónæmisbælandi meðferð.

Eftir inflúensubólusetningu getur komið fram falskt-jákvæð svörun í sermisprófi með ELISA-aðferðinni við greiningu á mótefni gegn HIV-1, lifrarbólguveiru C og þó einkum og sér í lagi HTLV-1. Í slíkum tilvikum er vesturþrykksaðferðin (Western blot method) neikvæð. Þessi skammvinna, falskt-jákvæða svörun getur verið vegna IgM-svörunar af völdum bóluefnisins.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engin gögn liggja fyrir varðandi notkun Foclivia hjá barnshafandi konum.

Hins vegar liggja fyrir upplýsingar um öryggi hjá þunguðum konum sem fengu Focetria (bóluefni gegn H1N1-heimsfaraldri sem svipar til Foclivia) sem inniheldur MF59C.1 í sama magni og er í Foclivia. Aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu og niðurstöður úr íhlutandi rannsókn benda ekki til beinna eða óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu. Að auki hafa niðurstöður úr tveimur, stórum áhorfsrannsóknum sem hannaðar voru til að meta öryggi Focetria við notkun á meðgöngu ekki sýnt fram á aukna tíðni meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun, fósturláta, andvana fæðinga, lágrar fæðingarþyngdar, fæðinga fyrir tímann, nýburadauða og meðfæddra vanskapana hjá næstum 10.000 bólusettum, þunguðum konum og börnum þeirra samanborið við samanburðarhópa sem ekki fengu bólusetningu. Heilbrigðisstarfsfólk verður að meta ávinning og hugsanlega áhættu af bólusetningu með Foclivia hjá þunguðum konum með hliðsjón af opinberum ráðleggingum.

Brjóstagjöf

Bóluefnið má nota við brjóstagjöf.

Frjósemi

Engar upplýsingar um frjósemi liggja fyrir.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sumar aukaverkanir sem greint er frá í kafla 4.8 „Aukaverkanir“ kunna að hafa áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Fullorðnir og aldraðir (eldri en 18 ára)

Í klínísku rannsóknunum sem gerðar hafa verið með ónæmisglæddu frumgerðarbóluefni gegn H5N1-heimsfaraldri hjá fullorðnum og öldruðum (sjá frekari upplýsingar í kafla 5.1) kom fram að flestar aukaverkananna voru vægar, vörðu stutt og voru í eðli sínu svipaðar þeim sem koma fram af völdum hefðbundinna bóluefna gegn árstíðabundinni inflúensu. Almennt er talið að áhrif ónæmisglæðisins sem leiða til aukinnar ónæmingargetu tengist lítillega aukinni tíðni staðbundinna aukaverkana (aðallega vægur verkur) samanborið við hefðbundin bóluefni, án ónæmisglæðis, gegn inflúensu. Aukaverkanirnar voru færri eftir seinni skammt bólusetningarinnar samanborið við fyrsta skammtinn.

Börn og unglingar á aldrinum 6 mánaða til 17 ára:

Í II. stigs klínískri rannsókn (rannsókn V87P6) var lagt mat á öryggi ónæmisglædds frumgerðarbóluefnis gegn H5N1-heimsfaraldri hjá börnum og unglingum (sjá frekari upplýsingar í kafla 5.1).

Viðbrögðin (reactogenicity) voru meiri eftir fyrsta skammtinn en eftir aðra bólusetninguna, óháð aldri. Viðbrögðin eftir þriðja skammt sem gefinn var tólf mánuðum eftir annan skammtinn voru meiri en eftir bæði fyrsta og annan skammt. Hlutfall þátttakenda sem tilkynnti um staðbundnar aukaverkanir var hærra hjá eldri aldurshópunum, aðallega vegna fleiri tilkynninga um verki. Hjá smábörnum var algengast að tilkynnt væri um hörundsroða og eymsli sem staðbundnar aukaverkanir; skapstyggð og óvenjulegur grátur voru algengustu altæku aukaverkanirnar sem tilkynnt var um. Hjá börnum og unglingum var algengast að tilkynnt væri um verk sem staðbundna aukaverkun og þreyta og höfuðverkur voru algengustu altæku aukaverkanirnar sem tilkynnt var um. Hjá öllum aldurshópum tilkynnti lágt hlutfall einstaklinga um sótthita. Öryggisupplýsingar eftir fyrsta og annan skammt hjá börnum og unglingum með svipuðu faraldursbóluefni (Focetria H1N1v) benda til sambærilegs öryggis og greint var frá fyrir samsetningu aH5N1-frumgerðarbóluefnis (Foclivia).

Tíðni aukaverkana í klínískum rannsóknum og við eftirlit eftir markaðssetningu er tilgreind hér fyrir neðan.

Klínískar rannsóknir

Aukaverkanir í klínískum rannsóknum hjá fullorðnum og öldruðum (eldri en 18 ára)

Tíðni aukaverkana var metin í fjórum klínískum rannsóknum með mismunandi inflúensustofnum og samsetningum (H5N3, H9N2 og H5N1); 3.696 fullorðnir og aldraðir fengu bóluefnið. Meðal þeirra fengu 3.618 einstaklingar frumgerðarbóluefnið Foclivia (A/H5N1) (sjá kafla 5.1).

Aukaverkanir úr klínískum rannsóknum með frumgerðarbóluefninu Foclivia koma fram hér á eftir.

Nýgengi einkenna sem fram komu hjá einstaklingum 60 ára og eldri var lægri en hjá 18-60 ára hópnum.

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst:

Taugakerfi

Algengar (>1/100, <1/10): höfuðverkur

Húð og undirhúð

Algengar (>1/100, <1/10): aukin svitamyndun

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar (>1/100, <1/10): liðverkir og vöðvaverkir

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Algengar (>1/100, <1/10): roði á stungustað, þroti á stungustað, hersli á stungustað, flekkblæðing á stungustað og sársauki á stungustað, hiti, vanlíðan, þreyta og skjálfti

Meirihluti þessara aukaverkana hverfa venjulega innan 1-2 daga án meðferðar.

Aukaverkanir úr klínískum rannsóknum hjá börnum á aldrinum 6 mánaða til 17 ára

Klínísk rannsókn (Rannsókn V87P6) var framkvæmd með H5N1 bóluefni sem var blandað saman við MF59C.1 ónæmisglæði (n=334) á móti bóluefni gegn árstímabundinni inflúensu (n= 137).

 

Fyrsti skammtur

Annar skammtur

Þriðji skammtur

 

 

(21 degi eftir

(12 dögum eftir annan

 

 

fyrsta skammt)

skammt)

 

H5N1 bóluefni með ónæmisglæði

Smábörn (6-<36 mánaða)

N=145

N=138

N=124

Allar

76%

68%

80%

Staðbundnar

47%

46%

60%

Almennar

59%

51%

54%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

0%

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

54%

49%

35%

Börn (3-<9 ára)

N=96

N=93

N=85

Allar

72%

68%

79%

Staðbundnar

66%

58%

74%

Almennar

32%

33%

45%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

4%

2%

6%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

36%

31%

19%

Unglingar (9-<18 ára)

N=93

N=91

N=83

Allar

91%

82%

89%

Staðbundnar

81%

70%

81%

Almennar

69%

52%

69%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

0%

1%

2%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

30%

27%

22%

Focetria (H1N1v)

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir í vikunni eftir bólusetningu með Focetria H1N1v hjá 77 börnum á aldrinum 3–8 ára og hjá 80 börnum og unglingum á aldrinum 9–17 ára sem fengu 7,5 µg samsetningu:

 

Fyrsta inndæling

Önnur inndæling

Börn (3 til 8 ára)

N= 77

N= 75

Allar aukaverkanir

74%

69%

Staðbundnar

62%

56%

Almennar

39%

35%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

4%

1%

Hiti 39°C til 39,9°C

0%

1%

Hiti ≥ 40°C

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

14%

17%

Unglingar (9 til 17 ára)

N= 80

N= 79

Allar aukaverkanir

79%

66%

Staðbundnar

70%

58%

Almennar

45%

30%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

3%

1%

Hiti 39°C til 39,9°C

0%

0%

Hiti ≥ 40°C

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

13%

10%

Gögn um börn og unglinga 3–17 ára benda til lítilsháttar minnkunar viðbragða eftir annan skammtinn og sýna enga hækkun á tíðni sótthita.

Tilkynnt var um mjög algengar aukaverkanir hjá börnum og unglingum 3 til 17 ára: Verk, herslismyndun og hörundsroða, slappleika, vöðvaverk, höfuðverk og þreytu.

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir vikuna eftir bólusetningu með Focetria H1N1v hjá 73 ungbörnum 6–11 mánaða gömlum og hjá 73 smábörnum 12–35 mánaða gömlum, sem fengu 7,5 µg samsetningu:

 

Fyrsta inndæling

Önnur inndæling

Ungbörn (6 til 11 mánaða)

N= 73

N= 68

Allar aukaverkanir

79%

65%

Staðbundnar

44%

26%

Almennar

70%

56%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

11%

9%

Hiti 39°C til 39,9°C

3%

4%

Hiti ≥ 40°C

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

32%

31%

Smábörn (12 til 35 mánaða)

N= 73

N= 71

Allar aukaverkanir

70%

71%

Staðbundnar

51%

49%

Almennar

60%

49%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

10%

11%

Hiti 39°C til 39,9°C

4%

1%

Hiti ≥ 40°C

1%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

21%

24%

Gögn um ungbörn og smábörn 6–35 mánaða gömul benda til lítilsháttar minnkunar viðbragða eftir annan skammtinn og sýna enga hækkun tíðni sótthita.

Mjög algengar aukaverkanir sem tilkynnt var um hjá 146 ungbörnum og smábörnum 6 til 35 mánaða: Eymsli, hörundsroði, skapstyggð, óvenjulegur grátur, syfja, niðurgangur, uppköst og breytingar

á matarvenjum. Herslismyndun og flekkblæðing voru mjög algengar aukaverkanir hjá smábörnum en komu sjaldnar fram hjá ungbörnum.

Eftirlit eftir markaðssetningu

Auk þeirra aukaverkana sem tilkynnt var um í klínískum rannsóknum hefur verið greint frá eftirfarandi aukaverkunum eftir að Focetria H1N1v kom á markað:

Blóð og eitlar

Eitlastækkanir.

Hjarta

Hjartsláttarónot, hraðtaktur.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Þróttleysi.

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaslappleiki, verkur í útlimum.

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Hósti.

Húð og undirhúð

Útbreidd húðviðbrögð, þ.m.t. kláði, ofsakláði eða ótilgreind útbrot; ofsabjúgur.

Meltingarfæri

Meltingarfærakvillar svo sem ógleði, uppköst, kviðverkur og niðurgangur.

Taugakerfi

Höfuðverkur, sundl, svefnhöfgi, yfirlið. Taugakvillar, t.d. taugaverkir, náladofi, krampar og taugabólga.

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbrögð, bráðaofnæmi, þ.m.t. mæði, berkjukrampi og bjúgur í barkakýli, sem í mjög sjaldgæfum tilvikum getur valdið losti.

Við eftirlit eftir markaðssetningu á ónæmisglæddum, þrígildum bóluefnum til notkunar á milli faraldra með uppbyggingu sem svipar til Foclivia, sem er MF59C.1 ónæmisglætt bóluefni gegn H1N1-heimsfaraldri, var tilkynnt um eftirfarandi aukaverkanir til viðbótar:

Mjög sjaldgæfar: (>1/10.000, <1/1.000):

Blóðflagnafæð (sum mjög sjaldgæf tilvik voru alvarleg með blóðflagnafjölda undir 5.000 í hverjum mm3).

Koma örsjaldan fyrir: (<1/10.000):

Æðabólga ásamt skammvinnum nýrnaeinkennum og vessandi regnbogaroðasótt. Taugaraskanir svo sem heila- og mænubólga, taugabólga og Guillain-Barré heilkenni.

Aukaverkanir við eftirlit eftir markaðssetningu á faraldursbóluefninu: á ekki við.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekkert tilvik ofskömmtunar hefur verið tilkynnt.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Inflúensubóluefni, ATC-flokkur: J07BB02

Þessi kafli lýsir klínískri reynslu af H5N1-frumgerðarbóluefnum í kjölfar lyfjagjafar í tveimur skömmtum með 7,5 míkrógrömmum.

Frumgerðarbóluefni innihalda inflúensumótvaka sem eru ólíkir þeim sem finnast í inflúensuveirum sem eru í umferð. Hægt er að líta á þessa mótvaka sem „nýja“ mótvaka og þeir líkja eftir ástandi þar sem markþýði bólusetningarinnar hefur lítið ónæmi (e. immunologically naïve). Upplýsingar sem fengust við notkun frumgerðarbóluefnis munu styðja þá bólusetningaraðferð sem líklegast er að verði notuð fyrir faraldursbóluefnið: gögn sem fengin eru varðandi klínískt öryggi og verkun eiga einnig við um faraldursbóluefni.

Fullorðnir (18-60 ára)

Klínísk II. stigs rannsókn (Rannsókn V87P1) var framkvæmd með H5N1-bóluefni sem var blandað saman við MF59C.1 ónæmisglæði hjá 312 heilbrigðum fullorðnum einstaklingum. Tveir skammtar af bóluefni sem innihélt H5N1 (A/Vietnam/1194/2004; 7,5 míkróg hemagglútínín (HA)/skammt með ónæmisglæði) voru gefnir 156 fullorðnum einstaklingum með þriggja vikna millibili.

Í annarri klínískri rannsókn (III. stigs) (Rannsókn V87P13) tóku þátt 2.693 heilbrigðir fullorðnir einstaklingar sem fengu tvo skammta af bóluefni sem innihélt

H5N1 (A/Vietnam/1194/2004; 7,5 míkróg HA/skammt með ónæmisglæði) sem gefnir voru með þriggja vikna millibili. Ónæmingargeta var metin í undirhópi (n=197) rannsóknarþýðisins.

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 hjá fullorðnum mæld með einssviðs rauðkornarofsprófi (SRH), voru eftirfarandi:

 

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=149

N=197

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

85% (79-91)

91% (87-95)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

85% (78-90)

78% (72-84)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

7,74 (6,6-9,07)

4,03 (3,54-4,59)

 

 

 

 

Rannsókn V87P13

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=69

N=128

Ástand í sermi í upphafi

< 4 mm2

≥ 4 mm2

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

87% (77-94)

94% (88-97)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

87% (77-94)

73% (65-81)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

8,87 (7,09-11)

2,71 (2,38-3,08)

* mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2 ** hlutföll margfeldismeðaltals SRH

Niðurstöður míkróhlutleysingarprófs (MN) gegn A/Vietnam/1194/2004 benda til hlutfalls ómæmisvarnar á bilinu 67% (60-74) til 85% (78-90) og mótefnavendingar á bilinu 65% (58-72) til 83% (77-89). Ónæmissvörun við bólusetningu sem metin var með MN-prófi staðfesti niðurstöður úr SRH-prófi.

Varanleiki mótefna eftir fyrstu bólusetningu hjá þessu þýði var metinn með hömluprófun með rauðkornakekkjun (Hemagglutination Inhibition, HI), SRH- og MN-prófum. Miðað við styrk mótefna sem fékkst á degi 43 eftir að frumbólusetningaráætlun var lokið, hafði mótefnastyrkur

á degi 202 minnkað um 1/5 til ½ af fyrri styrk.

Aldraðir (>60 ára)

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 hjá einstaklingum eldri en 60 ára (takmarkaður fjöldi einstaklinga var eldri en 70 ára), mæld með SRH-prófi í tveimur klínískum rannsóknum, voru eftirfarandi:

 

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=84

N=210

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

80% (70-88)

82% (76-87)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

70% (59-80)

63% (56-69)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

4,96 (3,87-6,37)

2,9 (2,53-3,31)

 

 

 

 

Rannsókn V87P13

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=66

N=143

Ástand í sermi í upphafi

< 4 mm2

≥ 4 mm2

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

82% (70-90)

82% (75-88)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

82% (70-90)

54% (45-62)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

8,58 (6,57-11)

1,91 (1,72-2,12)

* mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2 ** hlutföll margfeldismeðaltals SRH

Niðurstöður MN-prófs gegn A/Vietnam/1194/2004 benda til hlutfalls ónæmisvarnar á bilinu 57% (50-64) til 79% (68-87) og mótefnavendingar á bilinu 55% (48-62) til 58% (47-69). MN-niðurstöður sýndu, rétt eins og SRH-niðurstöður, öfluga ónæmissvörun eftir að fyrstu bólusetningaráætlun var lokið hjá öldruðum einstaklingum.

Varanleiki mótefna eftir fyrstu bólusetningu hjá þessu þýði, metinn með HI-, SRH- og MN-prófum, minnkaði um ½ til 1/5 af styrk eftir bólusetningu á degi 202 miðað við dag 43 eftir að fyrstu bólusetningaráætlun var lokið samkvæmt HI-, SRH- og MN-prófum. Allt að 50% aldraðra einstaklinga sem fengu H5N1-bóluefni með MF59C voru með ónæmisvörn eftir sex mánuði.

Örvunarskammtur

Gefinn var þriðji skammturinn af H5N1-bóluefni með MF59C (örvunarskammtur) 6 mánuðum eftir fyrstu bólusetningaráætlunina. Niðurstöðurnar eru sýndar samkvæmt SRH-prófi.

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 mæld með SRH-prófi, voru eftirfarandi:

 

Rannsókn

Rannsókn

 

V87P1 Fullorðnir

V87P1 Aldraðir

 

örvunarskammtur

örvunarskammtur

 

(6 mán. eftir 2. skammt)

(6 mán. eftir 2. skammt)

SRH

N=71

N=38

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

89% (79-95)

84% (69-94)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

83% (72-91)

63% (46-78)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

5,96 (4,72-7,53)

5,15 (3,46-7,66)

* mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2

 

 

** hlutföll margfeldismeðaltals SRH

 

 

Takmörkuð reynsla er af örvunarskammti hjá öldruðum.

Stuðningsgögn um fullorðna og aldraða

Í tveimur skammtarannsóknum (dose finding studies) fengu 78 fullorðnir einstaklingar ónæmisglætt frumgerðarbóluefni (H5N3 eða H9N2). Tveir skammtar af bóluefni með H5N3 (A/Duck/Singapore/97) stofninum voru gefnir í 3 mismunandi skammtastærðum (7,5; 15 og 30 µg HA/skammt) með þriggja vikna millibili.

Sermissýni voru borin saman við upphaflega H5N3-stofninn og einnig við ýmsa H5N1-stofna. Sermissvörun sem kom fram við SRH-prófið sýndi að 100% einstaklinganna náðu ónæmisvörn og 100% mótefnavendingu eftir tvær 7,5 μg inndælingar. Einnig kom í ljós að bóluefnið sem var ónæmisglætt hvatti mótefni sem veittu víxlvernd gegn H5N1-stofnunum, sem voru einangraðir 2003 og 2004,

sem sýndu fram á nokkurt mótefnavakaflökt miðað við upphaflegu stofnana.

Tveir skammtar af bóluefni sem innihélt H9N2 (A/chicken/Hong Kong/G9/97) stofninn voru gefnir í 4 mismunandi skammtastærðum (3,75; 7,5; 15 og 30 μg HA/skammt) með fjögurra vikna millibili.

Sermissvörun sem fékkst með HI-prófi leiddi í ljós að 92% einstaklinganna náði ónæmisvörn og 75% mótefnavendingu eftir tvær 7,5 μg inndælingar.

Krossónæmissvörun

Fullorðnir (18-60 ára)

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/turkey/Turkey/05 eftir 2. skammt hjá fullorðnum á aldrinum 18-60 ára, mæld með SRH-prófi og HI-prófi voru eftirfarandi:

 

And-HA mótefni

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

 

 

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

 

N=70

N=197

SRH

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

70% (58-80)

59% (52-66)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

Á ekki við***

49% (42-56)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

Á ekki við***

2,37 (2,1-2,67)

 

 

N=69

N=197

HI

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)°

36%(25-49)

23% (18-30)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)°

Á ekki við***

19% (14-25)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)°°

Á ekki við***

1,92 (1,64-2,25)

*mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals SRH ° mælt með HI-prófi ≥ 40

°° hlutföll margfeldismeðaltals HI

***Í V87P1: grunngildi ekki prófuð

Niðurstöður MN-prófs úr klínísku rannsóknunum í töflunni hér að ofan benda til hlutfalls ónæmisvarnar gegn A/turkey/Turkey/05 á bilinu 27% (17-39) (V87P1) til 39% (32-46) (V87P13) og hlutfalls mótefnavendingar 36% (29-43) fyrir rannsókn V87P13. MN-niðurstöður rannsóknar V87P13 gáfu hlutfall margfeldismeðaltals gegn A/turkey/Turkey/05 sem var 2,77 (2,4-3,2).

Aldraðir (>60 ára)

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/turkey/Turkey/05 eftir 2. skammt hjá öldruðum >60 ára, mæld með SRH-prófi og HI-prófi voru eftirfarandi:

 

And-HA mótefni

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

 

 

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

 

N=37

N=207

SRH

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

57% (39-73)

20% (18-23)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

Á ekki við***

48% (41-55)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

Á ekki við***

1,74 (1,57-1,94)

 

 

N=36

N=208

HI

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)°

36%(21-54)

25% (19-32)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)°

Á ekki við***

19% (14-25)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)°°

Á ekki við***

1,79 (1,56-2,06)

*mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals SRH ° mælt með HI-prófi ≥ 40

°° hlutföll margfeldismeðaltals HI

***Í V87P1: grunngildi ekki prófuð

Niðurstöður MN-prófs úr klínísku rannsóknunum í töflunni hér að ofan benda til hlutfalls ónæmisvarnar gegn A/turkey/Turkey/05 á bilinu 11% (3-25) (rannsókn V87P1) til 30% (24-37) (rannsókn V87P13) og hlutfalls mótefnavendingar 25% (19-31) fyrir rannsókn V87P13. MN-niðurstöður rannsóknar V87P13 gáfu hlutfall margfeldismeðaltals gegn A/turkey/Turkey/05 sem var 2,01 (1,78-2,26).

Gögn varðandi börn

Klínísk rannsókn (rannsókn V87P6) var framkvæmd með H5N1-bóluefni sem var blandað við MF59C.1 ónæmisglæði hjá 471 barni á aldrinum 6 mánaða til 17 ára. Tveir skammtar með

7,5 míkrógömmum voru gefnir með þriggja vikna millibili og þriðji skammturinn 12 mánuðum eftir fyrsta skammtinn. Þremur vikum eftir aðra bólusetninguna (dag 43) náðu allir aldurshópar (þ.e. 6-35 mánaða, 3-8 ára og 9-17 ára) miklum styrk mótefna gegn (A/Vietnam/1194/2004) samkvæmt SRH- og HI-prófum eins og fram kemur í töflunni hér að neðan*. Í þessari rannsókn komu engar alvarlegar aukaverkanir fram sem tengdust bóluefninu.

 

 

Smábörn

Börn

Unglingar

 

 

(6-<36 mánaða)

(3-<9 ára)

(9-<18 ára)

 

 

N=134

N=91

N=89

 

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)

97%

97%

89%

 

Dag 43

(92-99)

(91-99)

(80-94)

HI

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)

 

Dag 43 miðað við Dag 1

(109-151)

(97-142)

(51-88)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)

97%

97%

89%

 

Dag 43

(92-99)

(91-99)

(80-94)

 

 

N=133

N=91

N=90

 

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)

100%

100%

100%

 

Dag 43

(97-100)

(96-100)

(96-100)

SRH Mótefnavendingarþáttur (95% CI)

 

Dag 43 miðað við Dag 1

(14-18)

(13-17)

(12-16)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)

98%

100%

99%

 

Dag 43

(95-100)

(96-100)

(94-100)

* Þar sem CHMP gefur ekki út viðmið um ónæmingargetu fyrir börn, er viðmið CHMP sem notað er til að meta bóluefni gegn árstíðabundinni inflúensu hjá fullorðnum notað með upplýsingum úr sermi eftir bólusetningu barna. Hins vegar er þýðing þess í tengslum við klíníska vörn ekki þekkt.

MN-niðurstöður gegn A/Vietnam/1194/2004 benda til hlutfalls ónæmisvarnar sem er 99%

(95%CI: 94-100), hlutfalls mótefnavendingar á bilinu 97% (95% CI: 91-99) til 99% (95% CI: 96-100) og hlutfalls margfeldismeðaltals á bilinu frá 29 (95% CI: 25-35) til 50 (95% CI: 44-58).

Niðurstöður um ónæmingargetu úr klínískum rannsóknum með Focetria H1N1v (Rannsókn V111_03): Hlutfall ónæmisvarnar og hlutfall mótefnavendingar mæld með HI-prófi og mótvendingarþátturinn, tjáður sem hlutföll margfeldismeðaltala HI fyrir and-HA mótefni gegn H1N1v eftir gjöf á einum og tveimur 7,5 µg skömmtum af Focetria, voru metin hjá 70 börnum og unglingum (9-17 ára), 60 börnum (3-8 ára), 58 börnum (12-35 mánaða) og 49 ungbörnum (6-11 mánaða). Viðmið CHMP fyrir ónæmingargetu hjá fullorðnum (18–60 ára) náðust bæði eftir fyrsta og annan skammt í öllum ofangreindum aldurshópum (bæði í heildarþýðinu og í undirhópnum sem var sermineikvæður við grunngildi).

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Foclivia hjá einum eða fleiri undirhópum barna við virka ónæmisaðgerð gegn H5N1-undirflokki inflúensu A veiru (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Foclivia hefur fengið markaðsleyfi samkvæmt ferli um „undantekningartilvik“.

Það þýðir að af vísindalegum ástæðum hefur ekki reynst mögulegt að afla allra tilskilinna upplýsinga um lyfið. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) metur árlega allar nýjar upplýsingar sem hugsanlega koma fram og uppfærir samantekt á eiginleikum lyfsins eftir því sem þörf krefur.

5.2Lyfjahvörf

Á ekki við.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar sem fengust með Foclivia og með bóluefni við árstíðabundinni inflúensu sem inniheldur MF59C.1 ónæmisglæði benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, staðbundnu þoli, frjósemi kvenna og eiturverkunum á æxlun og þroska (allt þar til brjóstagjöf er hætt).

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Natríumklóríð,

kalíumklóríð,

kalíumtvíhýdrógenfosfat,

tvínatríumfosfattvíhýdrat,

magnesíumklóríðhexahýdrat,

kalsíumklóríðtvíhýdrat,

natríumsítrat,

sítrónusýra,

vatn fyrir stungulyf.

Sjá upplýsingar um ónæmisglæði í kafla 2.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

1 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

0,5 ml í áfylltri sprautu (gler af gerð I) með stimpiltappa (brómóbútýlgúmmí). Pakkningar með 1 og 10. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Leyfa ætti bóluefninu að ná stofuhita fyrir notkun. Hristið varlega fyrir notkun.

Skoðið dreifuna fyrir gjöf. Ef vart verður við einhverjar agnir og/eða óeðlilegt útlit skal farga bóluefninu. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Seqirus S.r.l. Via Fiorentina, 1 Siena,

Ítalía

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. október 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19. október 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.ema.europa.eu/.

1. HEITI LYFS

Foclivia stungulyf, dreifa

Bóluefni gegn inflúensufaraldri (H5N1) (yfirborðsmótefnavaki, óvirkur, ónæmisglæddur)

2. INNIHALDSLÝSING

Yfirborðsmótefnavakar inflúensuveiru (hemagglútínín og neuraminidasi)* af eftirfarandi stofni:

A/Vietnam/1194/2004 (H5N1)

7,5 míkrógrömm** í hverjum 0,5 ml skammti

*ræktað í eggjum

**tjáð í míkrógrömmum hemagglútíníns.

Ónæmisglæðir MF59C.1 inniheldur:

 

Skvalen

9,75 milligrömm

Pólýsorbat 80

1,175 milligrömm

Sorbítan tríóleat

1,175 milligrömm

Þetta bóluefni er í samræmi við tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og ákvörðun Evrópusambandsins hvað varðar faraldurinn.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Mjólkurhvítur vökvi.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Forvörn gegn inflúensu við aðstæður þar sem faraldri hefur opinberlega verið lýst yfir. Foclivia ætti að nota í samræmi við opinber tilmæli.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir og aldraðir: 0,5 ml á tilteknum degi.

Gefa á annan skammt af bóluefninu eftir minnst 3 vikna hlé.

Foclivia var metið hjá fullorðnum á aldrinum (18 til 60 ára) og öldruðum (eldri en 60 ára) í kjölfar 1, 22 daga frumbólusetningaráætlunar.

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um gjöf þriðja skammts (örvunarskammts) 6 mánuðum eftir fyrsta skammtinn (sjá kafla 4.8 og 5.1).

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Foclivia hjá einstaklingum yngri en 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar varðandi einstaklinga á aldrinum 6 mánaða til 18 ára eru tilgreindar í kafla 5.1 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi börn yngri en 6 mánaða.

Lyfjagjöf

Ónæmisaðgerð ætti að framkvæma með inndælingu í axlarvöðva eða framan við og til hliðar á læri (eftir vöðvamassa).

4.3 Frábendingar

Saga um bráðaofnæmisviðbrögð (þ.e. lífshættuleg) við einhverjum innihaldsefnanna eða leifa eggja, kjúklingapróteina, kanamýcín- og neómýcínsúlfats, baríumsúlfats, formaldehýðs og cetýltrímetýlammóníumbrómíðs (CTAB) í bóluefninu. Þegar faraldur er til staðar getur hins vegar verið viðeigandi að gefa bóluefnið, að því tilskildu að endurlífgunarbúnaður sé tafarlaust til reiðu ef á þarf að halda. Sjá kafla 4.4.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Gæta skal varúðar þegar einstaklingi er gefið bóluefnið sem vitað er til að sé með ofnæmi (annað en bráðaofnæmisviðbrögð) fyrir virka innihaldsefninu, fyrir einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 og fyrir eggjum, kjúklingapróteinum, kanamýcín- og neómýcínsúlfati, baríumsúlfati, formaldehýði og cetýltrímetýlammóníumbrómíði (CTAB).

Eins og á við um öll bóluefni í formi stungulyfja ætti viðeigandi læknismeðferð og –umsjón ávallt að vera til reiðu ef mjög sjaldgæf bráðaofnæmisviðbrögð koma fram í kjölfar bólusetningar með bóluefninu.

Fresta ætti ónæmisaðgerð hjá sjúklingum með alvarlegan sjúkdóm ásamt hita eða bráða sýkingu, ef faraldursástand leyfir.

Ekki ætti undir nokkrum kringumstæðum að gefa Foclivia í æð eða undir húð. Því skal heilbrigðisstarfsfólk meta ávinning og hugsanlega áhættu við gjöf bóluefnisins hjá einstaklingum sem þjást af blóðflagnafæð eða blæðingarkvilla sem gæti verið frábending hvað varðar gjöf í vöðva, nema hugsanlegur ávinningur sé þyngri á metunum en hættan á blæðingum.

Hugsanlegt er að mótefnasvörun sé ófullnægjandi hjá sjúklingum með innlæga ónæmisbælingu eða ónæmisbælingu vegna lyfjameðferðar.

Ekki er víst að varnarsvörun komi fram hjá öllum bólusettum (sjá kafla 5.1).

Krossvernd gegn skyldum H5N1 veiruafbrigðum hefur komið fram í klínískum rannsóknum (sjá kafla 5.1). Þar sem annar skammtur er ráðlagður, skal hafa í huga að ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um öryggi, ónæmissvörun eða verkun sem styðja við að hægt sé að skipta Foclivia út fyrir önnur

H5N1 eingild bóluefni.

Þótt engar upplýsingar liggi fyrir um notkun Foclivia hefur verið tilkynnt um krampatilvik með og án hita hjá einstaklingum sem hafa verið bólusettir með Focetria, sem er MF59.1 ónæmisglætt bóluefni gegn H1N1-heimsfaraldri sem svipar til Foclivia.

Meirihluti hitakrampanna kom fram hjá einstaklingum á barnsaldri. Einhver tilvik komu fram hjá einstaklingum með sögu um flogaveiki. Veita skal einstaklingum með flogaveiki sérstaka athygli og læknirinn ætti að upplýsa þá (eða foreldra þeirra) um möguleikana á krömpum. (sjá kafla 4.8).

Eftir, eða jafnvel fyrir, hvers kyns bólusetningu getur yfirlið átt sér stað sem sálræn viðbrögð við nálarstungunni. Þessu geta fylgt nokkur taugafræðileg einkenni eins og skammvinn sjóntruflun, náladofi og þankippahreyfingar í útlimum meðan á bata stendur. Mikilvægt er að hafa ferli til staðar sem miða að því að koma í veg fyrir meiðsli af völdum yfirliða.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki ætti að gefa Foclivia samtímis öðrum bóluefnum. Ef samhliða lyfjagjöf með öðru bóluefni er ráðlögð ætti hins vegar ekki að framkvæma ónæmisaðgerðirnar á sama útlim. Hafa skal hugfast að aukaverkanir geta magnast.

Dregið getur úr ónæmissvörun ef sjúklingur er í ónæmisbælandi meðferð.

Eftir inflúensubólusetningu getur komið fram falskt-jákvæð svörun í sermisprófi með ELISA-aðferðinni við greiningu á mótefni gegn HIV-1, lifrarbólguveiru C og þó einkum og sér í lagi HTLV-1. Í slíkum tilvikum er vesturþrykksaðferðin (Western blot method) neikvæð. Þessi skammvinna, falskt-jákvæða svörun getur verið vegna IgM-svörunar af völdum bóluefnisins.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engin gögn liggja fyrir varðandi notkun Foclivia hjá barnshafandi konum.

Hins vegar liggja fyrir upplýsingar um öryggi hjá þunguðum konum sem fengu Focetria (bóluefni gegn H1N1-heimsfaraldri sem svipar til Foclivia) sem inniheldur MF59C.1 í sama magni og er í Foclivia. Aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu og niðurstöður úr íhlutandi rannsókn benda ekki til beinna eða óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu. Að auki hafa niðurstöður úr tveimur, stórum áhorfsrannsóknum sem hannaðar voru til að meta öryggi Focetria við notkun á meðgöngu ekki sýnt fram á aukna tíðni meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun, fósturláta, andvana fæðinga, lágrar fæðingarþyngdar, fæðinga fyrir tímann, nýburadauða og meðfæddra vanskapana hjá næstum 10.000 bólusettum, þunguðum konum og börnum þeirra samanborið við samanburðarhópa sem ekki fengu bólusetningu. Heilbrigðisstarfsfólk verður að meta ávinning og hugsanlega áhættu af bólusetningu með Foclivia hjá þunguðum konum með hliðsjón af opinberum ráðleggingum.

Brjóstagjöf

Bóluefnið má nota við brjóstagjöf.

Frjósemi

Engar upplýsingar um frjósemi liggja fyrir.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sumar aukaverkanir sem greint er frá í kafla 4.8 „Aukaverkanir“ kunna að hafa áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Fullorðnir og aldraðir (eldri en 18 ára)

Í klínísku rannsóknunum sem gerðar hafa verið með ónæmisglæddu frumgerðarbóluefni gegn H5N1-heimsfaraldri hjá fullorðnum og öldruðum (sjá frekari upplýsingar í kafla 5.1) kom fram að flestar aukaverkananna voru vægar, vörðu stutt og voru í eðli sínu svipaðar þeim sem koma fram af völdum hefðbundinna bóluefna gegn árstíðabundinni inflúensu. Almennt er talið að áhrif ónæmisglæðisins sem leiða til aukinnar ónæmingargetu tengist lítillega aukinni tíðni staðbundinna aukaverkana (aðallega vægur verkur) samanborið við hefðbundin bóluefni, án ónæmisglæðis, gegn inflúensu. Aukaverkanirnar voru færri eftir seinni skammt bólusetningarinnar samanborið við fyrsta skammtinn.

Börn og unglingar á aldrinum 6 mánaða til 17 ára:

Í II. stigs klínískri rannsókn (rannsókn V87P6) var lagt mat á öryggi ónæmisglædds frumgerðarbóluefnis gegn H5N1-heimsfaraldri hjá börnum og unglingum (sjá frekari upplýsingar í kafla 5.1).

Viðbrögðin (reactogenicity) voru meiri eftir fyrsta skammtinn en eftir aðra bólusetninguna, óháð aldri. Viðbrögðin eftir þriðja skammt sem gefinn var tólf mánuðum eftir annan skammtinn voru meiri en eftir bæði fyrsta og annan skammt. Hlutfall þátttakenda sem tilkynnti um staðbundnar aukaverkanir var hærra hjá eldri aldurshópunum, aðallega vegna fleiri tilkynninga um verki. Hjá smábörnum var algengast að tilkynnt væri um hörundsroða og eymsli sem staðbundnar aukaverkanir; skapstyggð og óvenjulegur grátur voru algengustu altæku aukaverkanirnar sem tilkynnt var um. Hjá börnum og unglingum var algengast að tilkynnt væri um verk sem staðbundna aukaverkun og þreyta og höfuðverkur voru algengustu altæku aukaverkanirnar sem tilkynnt var um. Hjá öllum aldurshópum tilkynnti lágt hlutfall einstaklinga um sótthita. Öryggisupplýsingar eftir fyrsta og annan skammt hjá börnum og unglingum með svipuðu faraldursbóluefni (Focetria H1N1v) benda til sambærilegs öryggis og greint var frá fyrir samsetningu aH5N1-frumgerðarbóluefnis (Foclivia).

Tíðni aukaverkana í klínískum rannsóknum og við eftirlit eftir markaðssetningu er tilgreind hér fyrir neðan.

Klínískar rannsóknir

Aukaverkanir í klínískum rannsóknum hjá fullorðnum og öldruðum (eldri en 18 ára)

Tíðni aukaverkana var metin í fjórum klínískum rannsóknum með mismunandi inflúensustofnum og samsetningum (H5N3, H9N2 og H5N1); 3.696 fullorðnir og aldraðir fengu bóluefnið. Meðal þeirra fengu 3.618 einstaklingar frumgerðarbóluefnið Foclivia (A/H5N1) (sjá kafla 5.1).

Aukaverkanir úr klínískum rannsóknum með frumgerðarbóluefninu Foclivia koma fram hér á eftir.

Nýgengi einkenna sem fram komu hjá einstaklingum 60 ára og eldri var lægri en hjá 18-60 ára hópnum.

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst:

Taugakerfi

Algengar (>1/100, <1/10): höfuðverkur

Húð og undirhúð

Algengar (>1/100, <1/10): aukin svitamyndun

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar (>1/100, <1/10): liðverkir og vöðvaverkir

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Algengar (>1/100, <1/10): roði á stungustað, þroti á stungustað, hersli á stungustað, flekkblæðing á stungustað og sársauki á stungustað, hiti, vanlíðan, þreyta og skjálfti

Meirihluti þessara aukaverkana hverfa venjulega innan 1-2 daga án meðferðar.

Aukaverkanir úr klínískum rannsóknum hjá börnum á aldrinum 6 mánaða til 17 ára

Klínísk rannsókn (Rannsókn V87P6) var framkvæmd með H5N1 bóluefni sem var blandað saman við MF59C.1 ónæmisglæði (n=334) á móti bóluefni gegn árstímabundinni inflúensu (n= 137).

 

Fyrsta inndæling

Önnur inndæling

Þriðja inndæling

 

H5N1 bóluefni með

H5N1 bóluefni með

H5N1 bóluefni með

 

ónæmisglæði

ónæmisglæði

ónæmisglæði

Smábörn (6-<36 mánaða)

N=145

N=138

N=124

Allar

76%

68%

80%

Staðbundnar

47%

46%

60%

Almennar

59%

51%

54%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

0%

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

54%

49%

35%

Börn (3-<9 ára)

N=96

N=93

N=85

Allar

72%

68%

79%

Staðbundnar

66%

58%

74%

Almennar

32%

33%

45%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

4%

2%

6%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

36%

31%

19%

Unglingar (9-<18 ára)

N=93

N=91

N=83

Allar

91%

82%

89%

Staðbundnar

81%

70%

81%

Almennar

69%

52%

69%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

0%

1%

2%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

30%

27%

22%

Focetria (H1N1v)

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir í vikunni eftir bólusetningu með Focetria H1N1v hjá 77 börnum á aldrinum 3–8 ára og hjá 80 börnum og unglingum á aldrinum 9–17 ára sem fengu 7,5 µg samsetningu:

 

Fyrsta inndæling

Önnur inndæling

Börn (3 til 8 ára)

N = 77

N = 75

Allar aukaverkanir

74%

69%

Staðbundnar

62%

56%

Almennar

39%

35%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

4%

1%

Hiti 39°C til 39,9°C

0%

1%

Hiti ≥ 40°C

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

14%

17%

Unglingar (9 til 17 ára)

N = 80

N = 79

Allar aukaverkanir

79%

66%

Staðbundnar

70%

58%

Almennar

45%

30%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

3%

1%

Hiti 39°C til 39,9°C

0%

0%

Hiti ≥ 40°C

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

13%

10%

Gögn um börn og unglinga 3–17 ára benda til lítilsháttar minnkunar viðbragða eftir annan skammtinn og sýna enga hækkun á tíðni sótthita.

Tilkynnt var um mjög algengar aukaverkanir hjá börnum og unglingum 3 til 17 ára: Verk, herslismyndun og hörundsroða, slappleika, vöðvaverk, höfuðverk og þreytu.

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir vikuna eftir bólusetningu með Focetria H1N1v hjá 73 ungbörnum 6–11 mánaða gömlum og hjá 73 smábörnum 12–35 mánaða gömlum, sem fengu 7,5 µg samsetningu:

 

Fyrsta inndæling

Önnur inndæling

Ungbörn (6 til 11 mánaða)

N = 73

N = 68

Allar aukaverkanir

79%

65%

Staðbundnar

44%

26%

Almennar

70%

56%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

11%

9%

Hiti 39°C til 39,9°C

3%

4%

Hiti ≥ 40°C

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

32%

31%

Smábörn (12 til 35 mánaða)

N = 73

N = 71

Allar aukaverkanir

70%

71%

Staðbundnar

51%

49%

Almennar

60%

49%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

10%

11%

Hiti 39°C til 39,9°C

4%

1%

Hiti ≥ 40°C

1%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

21%

24%

Gögn um ungbörn og smábörn 6–35 mánaða gömul benda til lítilsháttar minnkunar viðbragða eftir annan skammtinn og sýna enga hækkun tíðni sótthita.

Mjög algengar aukaverkanir sem tilkynnt var um hjá 146 ungbörnum og smábörnum 6 til 35 mánaða: Eymsli, hörundsroði, skapstyggð, óvenjulegur grátur, syfja, niðurgangur, uppköst og breytingar

á matarvenjum. Herslismyndun og flekkblæðing voru mjög algengar aukaverkanir hjá smábörnum en komu sjaldnar fram hjá ungbörnum.

Eftirlit eftir markaðssetningu

Auk þeirra aukaverkana sem tilkynnt var um í klínískum rannsóknum hefur verið greint frá eftirfarandi aukaverkunum eftir að Focetria H1N1v kom á markað:

Blóð og eitlar

Eitlastækkanir.

Hjarta

Hjartsláttarónot, hraðtaktur.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Þróttleysi.

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaslappleiki, verkur í útlimum.

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Hósti.

Húð og undirhúð

Útbreidd húðviðbrögð, þ.m.t. kláði, ofsakláði eða ótilgreind útbrot; ofsabjúgur.

Meltingarfæri

Meltingarfærakvillar svo sem ógleði, uppköst, kviðverkur og niðurgangur.

Taugakerfi

Höfuðverkur, sundl, svefnhöfgi, yfirlið. Taugakvillar, t.d. taugaverkir, náladofi, krampar og taugabólga.

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbrögð, bráðaofnæmi, þ.m.t. mæði, berkjukrampi og bjúgur í barkakýli, sem í mjög sjaldgæfum tilvikum getur valdið losti.

Við eftirlit eftir markaðssetningu á ónæmisglæddum, þrígildum bóluefnum til notkunar á milli faraldra með uppbyggingu sem svipar til Foclivia, sem er MF59C.1 ónæmisglætt bóluefni gegn H1N1-heimsfaraldri, var tilkynnt um eftirfarandi aukaverkanir til viðbótar:

Mjög sjaldgæfar: (>1/10.000, <1/1.000):

Blóðflagnafæð (sum mjög sjaldgæf tilvik voru alvarleg með blóðflagnafjölda undir 5.000 í hverjum mm3).

Koma örsjaldan fyrir: (<1/10.000):

Æðabólga ásamt skammvinnum nýrnaeinkennum og vessandi regnbogaroðasótt. Taugaraskanir svo sem heila- og mænubólga, taugabólga og Guillain-Barré heilkenni.

Aukaverkanir við eftirlit eftir markaðssetningu á faraldursbóluefninu: á ekki við.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ekkert tilvik ofskömmtunar hefur verið tilkynnt.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Inflúensubóluefni, ATC-flokkur: J07BB02

Þessi kafli lýsir klínískri reynslu af H5N1-frumgerðarbóluefnum í kjölfar lyfjagjafar í tveimur skömmtum með 7,5 míkrógrömmum.

Frumgerðarbóluefni innihalda inflúensumótvaka sem eru ólíkir þeim sem finnast í inflúensuveirum sem eru í umferð. Hægt er að líta á þessa mótvaka sem „nýja“ mótvaka og þeir líkja eftir ástandi þar sem markþýði bólusetningarinnar hefur lítið ónæmi (e. immunologically naïve). Upplýsingar sem fengust við notkun frumgerðarbóluefnis munu styðja þá bólusetningaraðferð sem líklegast er að verði notuð fyrir faraldursbóluefnið: gögn sem fengin eru varðandi klínískt öryggi og verkun eiga einnig við um faraldursbóluefni.

Fullorðnir (18-60 ára)

Klínísk II. stigs rannsókn (Rannsókn V87P1) var framkvæmd með H5N1-bóluefni sem var blandað saman við MF59C.1 ónæmisglæði hjá 312 heilbrigðum fullorðnum einstaklingum. Tveir skammtar af bóluefni sem innihélt H5N1 (A/Vietnam/1194/2004; 7,5 míkróg hemagglútínín (HA)/skammt með ónæmisglæði) voru gefnir 156 fullorðnum einstaklingum með þriggja vikna millibili.

Í annarri klínískri rannsókn (III. stigs) (Rannsókn V87P13) tóku þátt 2.693 heilbrigðir fullorðnir einstaklingar sem fengu tvo skammta af bóluefni sem innihélt H5N1 (A/Vietnam/1194/2004; 7,5 míkróg HA/skammt með ónæmisglæði) sem gefnir voru með þriggja vikna millibili. Ónæmingargeta var metin í undirhópi (n=197) rannsóknarþýðisins.

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 hjá fullorðnum mæld með einssviðs rauðkornarofsprófi (SRH), voru eftirfarandi:

 

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=149

N=197

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

85% (79-91)

91% (87-95)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

85% (78-90)

78% (72-84)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

7,74 (6,6-9,07)

4,03 (3,54-4,59)

 

 

 

 

Rannsókn V87P13

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=69

N=128

Ástand í sermi í upphafi

< 4 mm2

≥ 4 mm2

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

87% (77-94)

94% (88-97)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

87% (77-94)

73% (65-81)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

8,87 (7,09-11)

2,71 (2,38-3,08)

* mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2 ** hlutföll margfeldismeðaltals SRH

Niðurstöður míkróhlutleysingarprófs (MN) gegn A/Vietnam/1194/2004 benda til hlutfalls ómæmisvarnar á bilinu 67% (60-74) til 85% (78-90) og mótefnavendingar á bilinu 65% (58-72) til 83% (77-89). Ónæmissvörun við bólusetningu sem metin var með MN-prófi staðfesti niðurstöður úr SRH-prófi.

Varanleiki mótefna eftir fyrstu bólusetningu hjá þessu þýði var metinn með hömluprófun með rauðkornakekkjun (Hemagglutination Inhibition, HI), SRH- og MN-prófum. Miðað við styrk mótefna sem fékkst á degi 43 eftir að frumbólusetningaráætlun var lokið, hafði mótefnastyrkur á degi 202 minnkað um 1/5 til ½ af fyrri styrk.

Aldraðir (>60 ára)

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 hjá einstaklingum eldri en 60 ára (takmarkaður fjöldi einstaklinga var eldri en 70 ára), mæld með SRH-prófi í tveimur klínískum rannsóknum, voru eftirfarandi:

 

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=84

N=210

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

80% (70-88)

82% (76-87)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

70% (59-80)

63% (56-69)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

4,96 (3,87-6,37)

2,9 (2,53-3,31)

 

 

 

 

Rannsókn V87P13

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=66

N=143

Ástand í sermi í upphafi

< 4 mm2

≥ 4 mm2

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

82% (70-90)

82% (75-88)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

82% (70-90)

54% (45-62)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

8,58 (6,57-11)

1,91 (1,72-2,12)

* mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2 ** hlutföll margfeldismeðaltals SRH

Niðurstöður MN-prófs gegn A/Vietnam/1194/2004 benda til hlutfalls ónæmisvarnar á bilinu 57% (50-64) til 79% (68-87) og mótefnavendingar á bilinu 55% (48-62) til 58% (47-69). MN-niðurstöður sýndu, rétt eins og SRH-niðurstöður, öfluga ónæmissvörun eftir að fyrstu bólusetningaráætlun var lokið hjá öldruðum einstaklingum.

Varanleiki mótefna eftir fyrstu bólusetningu hjá þessu þýði, metinn með HI-, SRH- og MN-prófum, minnkaði um ½ til 1/5 af styrk eftir bólusetningu á degi 202 miðað við dag 43 eftir að fyrstu bólusetningaráætlun var lokið samkvæmt HI-, SRH- og MN-prófum. Allt að 50% aldraðra einstaklinga sem fengu H5N1-bóluefni með MF59C voru með ónæmisvörn eftir sex mánuði.

Örvunarskammtur

Gefinn var þriðji skammturinn af H5N1-bóluefni með MF59C (örvunarskammtur) 6 mánuðum eftir fyrstu bólusetningaráætlunina. Niðurstöðurnar eru sýndar samkvæmt SRH-prófi.

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 mæld með SRH-prófi, voru eftirfarandi:

 

Rannsókn

Rannsókn

 

V87P1 Fullorðnir

V87P1 Aldraðir

 

örvunarskammtur

örvunarskammtur

 

(6 mán. eftir 2. skammt)

(6 mán. eftir 2. skammt)

SRH

N=71

N=38

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

89% (79-95)

84% (69-94)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

83% (72-91)

63% (46-78)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

5,96 (4,72-7,53)

5,15 (3,46-7,66)

* mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2

 

 

** hlutföll margfeldismeðaltals SRH

 

 

Takmörkuð reynsla er af örvunarskammti hjá öldruðum.

Stuðningsgögn um fullorðna og aldraða

Í tveimur skammtarannsóknum (dose finding studies) fengu 78 fullorðnir einstaklingar ónæmisglætt frumgerðarbóluefni (H5N3 eða H9N2). Tveir skammtar af bóluefni með H5N3 (A/Duck/Singapore/97) stofninum voru gefnir í 3 mismunandi skammtastærðum (7,5; 15 og 30 µg HA/skammt) með þriggja vikna millibili.

Sermissýni voru borin saman við upphaflega H5N3-stofninn og einnig við ýmsa H5N1-stofna. Sermissvörun sem kom fram við SRH-prófið sýndi að 100% einstaklinganna náðu ónæmisvörn og 100% mótefnavendingu eftir tvær 7,5 μg inndælingar. Einnig kom í ljós að bóluefnið sem var ónæmisglætt hvatti mótefni sem veittu víxlvernd gegn H5N1-stofnunum, sem voru einangraðir 2003 og 2004,

sem sýndu fram á nokkurt mótefnavakaflökt miðað við upphaflegu stofnana.

Tveir skammtar af bóluefni sem innihélt H9N2 (A/chicken/Hong Kong/G9/97) stofninn voru gefnir í 4 mismunandi skammtastærðum (3,75; 7,5; 15 og 30 μg HA/skammt) með fjögurra vikna millibili.

Sermissvörun sem fékkst með HI-prófi leiddi í ljós að 92% einstaklinganna náði ónæmisvörn og 75% mótefnavendingu eftir tvær 7,5 μg inndælingar.

Krossónæmissvörun

Fullorðnir (18-60 ára)

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/turkey/Turkey/05 eftir 2. skammt hjá fullorðnum á aldrinum 18-60 ára, mæld með SRH-prófi og HI-prófi voru eftirfarandi:

 

And-HA mótefni

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

 

 

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

 

N=70

N=197

SRH

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

70% (58-80)

59% (52-66)

 

Hlutfall mótefnavendingar(95% CI)*

Á ekki við***

49% (42-56)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

Á ekki við***

2,37 (2,1-2,67)

 

 

N=69

N=197

HI

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)°

36%(25-49)

23% (18-30)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)°

Á ekki við***

19% (14-25)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)°°

Á ekki við***

1,92 (1,64-2,25)

*mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals SRH ° mælt með HI-prófi ≥ 40

°° hlutföll margfeldismeðaltals HI

***Í V87P1: grunngildi ekki prófuð

Niðurstöður MN-prófs úr klínísku rannsóknunum í töflunni hér að ofan benda til hlutfalls ónæmisvarnar gegn A/turkey/Turkey/05 á bilinu 27% (17-39) (V87P1) til 39% (32-46) (V87P13) og hlutfalls mótefnavendingar 36% (29-43) fyrir rannsókn V87P13. MN-niðurstöður rannsóknar V87P13 gáfu hlutfall margfeldismeðaltals gegn A/turkey/Turkey/05 sem var 2,77 (2,4-3,2).

Aldraðir (>60 ára)

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/turkey/Turkey/05 eftir 2. skammt hjá öldruðum >60 ára, mæld með SRH-prófi og HI-prófi voru eftirfarandi:

 

And-HA mótefni

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

 

 

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

 

N=37

N=207

SRH

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

57% (39-73)

20% (18-23)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

Á ekki við***

48% (41-55)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

Á ekki við***

1,74 (1,57-1,94)

 

 

N=36

N=208

HI

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)°

36%(21-54)

25% (19-32)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)°

Á ekki við***

19% (14-25)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)°°

Á ekki við***

1,79 (1,56-2,06)

*mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals SRH ° mælt með HI-prófi ≥ 40

°° hlutföll margfeldismeðaltals HI

***Í V87P1: grunngildi ekki prófuð

Niðurstöður MN-prófs úr klínísku rannsóknunum í töflunni hér að ofan benda til hlutfalls ónæmisvarnar gegn A/turkey/Turkey/05 á bilinu 11% (3-25) (rannsókn V87P1) til 30% (24-37) (rannsókn V87P13) og hlutfalls mótefnavendingar 25% (19-31) fyrir rannsókn V87P13. MN-niðurstöður rannsóknar V87P13 gáfu hlutfall margfeldismeðaltals gegn A/turkey/Turkey/05 sem var 2,01 (1,78-2,26).

Gögn varðandi börn

Klínísk rannsókn (rannsókn V87P6) var framkvæmd með H5N1-bóluefni sem var blandað við MF59C.1 ónæmisglæði hjá 471 barni á aldrinum 6 mánaða til 17 ára. Tveir skammtar

með 7,5 míkrógömmum voru gefnir með þriggja vikna millibili og þriðji skammturinn 12 mánuðum eftir fyrsta skammtinn. Þremur vikum eftir aðra bólusetninguna (dag 43) náðu allir aldurshópar (þ.e. 6-35 mánaða, 3-8 ára og 9-17 ára) miklum styrk mótefna gegn (A/Vietnam/1194/2004) samkvæmt SRH- og HI-prófum eins og fram kemur í töflunni hér að neðan*. Í þessari rannsókn komu engar alvarlegar aukaverkanir fram sem tengdust bóluefninu.

 

 

Smábörn

Börn (3-<9 ára)

Unglingar

 

 

(6-<36 mánaða)

 

(9-<18 ára)

 

 

N=134

N=91

N=89

 

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)

97%

97%

89%

 

Dag 43

(92-99)

(91-99)

(80-94)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)

HI

Dag 43 miðað við Dag 1

(109-151)

(97-142)

(51-88)

 

Hlutfall mótefnavendingar

97%

97%

89%

 

(95% CI)

(92-99)

(91-99)

(80-94)

 

Dag 43

 

 

 

 

 

N=133

N=91

N=90

 

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)

100%

100%

100%

 

Dag 43

(97-100)

(96-100)

(96-100)

SRH

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)

 

Dag 43 miðað við Dag 1

(14-18)

(13-17)

(12-16)

 

Hlutfall mótefnavendingar

98%

100%

99%

 

(95% CI)

(95-100)

(96-100)

(94-100)

 

Dag 43

 

 

 

* Þar sem CHMP gefur ekki út viðmið um ónæmingargetu fyrir börn, er viðmið CHMP sem notað er til að meta bóluefni gegn árstíðabundinni inflúensu hjá fullorðnum notað með upplýsingum úr sermi eftir bólusetningu barna. Hins vegar er þýðing þess í tengslum við klíníska vörn ekki þekkt.

MN-niðurstöður gegn A/Vietnam/1194/2004 benda til hlutfalls ónæmisvarnar sem er 99%

(95%CI: 94-100), hlutfalls mótefnavendingar á bilinu 97% (95% CI: 91-99) til 99% (95% CI: 96-100) og hlutfalls margfeldismeðaltals á bilinu frá 29 (95% CI: 25-35) til 50 (95% CI: 44-58).

Niðurstöður um ónæmingargetu úr klínískum rannsóknum með Focetria H1N1v (Rannsókn V111_03): Hlutfall ónæmisvarnar og hlutfall mótefnavendingar mæld með HI-prófi og mótvendingarþátturinn, tjáður sem hlutföll margfeldismeðaltala HI fyrir and-HA mótefni gegn H1N1v eftir gjöf á einum og tveimur 7,5 µg skömmtum af Focetria, voru metin hjá 70 börnum og unglingum (9-17 ára), 60 börnum (3-8 ára), 58 börnum (12-35 mánaða) og 49 ungbörnum (6-11 mánaða). Viðmið CHMP fyrir ónæmingargetu hjá fullorðnum (18–60 ára) náðust bæði eftir fyrsta og annan skammt í öllum ofangreindum aldurshópum (bæði í heildarþýðinu og í undirhópnum sem var sermineikvæður við grunngildi).

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Foclivia hjá einum eða fleiri undirhópum barna við virka ónæmisaðgerð gegn H5N1-undirflokki inflúensu A veiru (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Foclivia hefur fengið markaðsleyfi samkvæmt ferli um „undantekningartilvik“.

Það þýðir að af vísindalegum ástæðum hefur ekki reynst mögulegt að afla allra tilskilinna upplýsinga um lyfið. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) metur árlega allar nýjar upplýsingar sem hugsanlega koma fram og uppfærir samantekt á eiginleikum lyfsins eftir því sem þörf krefur.

5.2 Lyfjahvörf

Á ekki við.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar sem fengust með Foclivia og með bóluefni við árstíðabundinni inflúensu sem inniheldur MF59C.1 ónæmisglæði benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, staðbundnu þoli, frjósemi kvenna og eiturverkunum á æxlun og þroska (allt þar til brjóstagjöf er hætt).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Natríumklóríð,

kalíumklóríð,

kalíumtvíhýdrógenfosfat,

tvínatríumfosfattvíhýdrat,

magnesíumklóríðhexahýdrat,

kalsíumklóríðtvíhýdrat,

natríumsítrat,

sítrónusýra,

vatn fyrir stungulyf.

Sjá upplýsingar um ónæmisglæði í kafla 2.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3 Geymsluþol

1 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5 Gerð íláts og innihald

0,5 ml í stakskammta hettuglasi (gler af gerð I) með tappa (halóbútýlgúmmí). Pakkningar með 10x.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Leyfa ætti bóluefninu að ná stofuhita fyrir notkun. Hristið varlega fyrir notkun.

Skoðið dreifuna fyrir gjöf. Ef vart verður við einhverjar agnir og/eða óeðlilegt útlit skal farga bóluefninu. Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Seqirus S.r.l. Via Fiorentina, 1 Siena,

Ítalía

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/577/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. október 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19. október 2014

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.ema.europa.eu/.

1. HEITI LYFS

Foclivia stungulyf, dreifa, í fjölskammta íláti

Bóluefni gegn inflúensufaraldri (H5N1) (yfirborðsmótefnavaki, óvirkur, ónæmisglæddur)

2. INNIHALDSLÝSING

Yfirborðsmótefnavakar inflúensuveiru (hemagglútínín og neuraminidasi)* af eftirfarandi stofni:

A/Vietnam/1194/2004 (H5N1)

7,5 míkrógrömm** í hverjum 0,5 ml skammti

*ræktað í eggjum

**tjáð í míkrógrömmum hemagglútíníns.

Ónæmisglæðir MF59C.1 inniheldur:

 

Skvalen

9,75 milligrömm

Pólýsorbat 80

1,175 milligrömm

Sorbítan tríóleat

1,175 milligrömm

Hjálparefni:

 

Thiomersal

0,05 milligrömm

Þetta er fjölskammta ílát. Sjá kafla 6.5 um fjölda skammta í hverju hettuglasi.

Þetta bóluefni er í samræmi við tilmæli frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og ákvörðun Evrópusambandsins hvað varðar faraldurinn.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Mjólkurhvítur vökvi.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Forvörn gegn inflúensu við aðstæður þar sem faraldri hefur opinberlega verið lýst yfir. Foclivia ætti að nota í samræmi við opinber tilmæli.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir og aldraðir: 0,5 ml á tilteknum degi.

Gefa á annan skammt af bóluefninu eftir minnst 3 vikna hlé.

Foclivia var metið hjá fullorðnum á aldrinum (18 til 60 ára) og öldruðum (eldri en 60 ára) í kjölfar 1, 22 daga frumbólusetningaráætlunar.

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um gjöf þriðja skammts (örvunarskammts) 6 mánuðum eftir fyrsta skammtinn (sjá kafla 4.8 og 5.1).

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Foclivia hjá einstaklingum yngri en 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar varðandi einstaklinga á aldrinum 6 mánaða til 18 ára eru tilgreindar í kafla 5.1 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Engar upplýsingar liggja fyrir varðandi börn yngri en 6 mánaða.

Lyfjagjöf

Ónæmisaðgerð ætti að framkvæma með inndælingu í axlarvöðva eða framan við og til hliðar á læri (eftir vöðvamassa).

4.3 Frábendingar

Saga um bráðaofnæmisviðbrögð (þ.e. lífshættuleg) við einhverjum innihaldsefnanna eða leifa eggja, kjúklingapróteina, kanamýcín- og neómýcínsúlfats, baríumsúlfats, formaldehýðs og cetýltrímetýlammóníumbrómíðs (CTAB) í bóluefninu. Þegar faraldur er til staðar getur hins vegar verið viðeigandi að gefa bóluefnið, að því tilskildu að endurlífgunarbúnaður sé tafarlaust til reiðu ef á þarf að halda. Sjá kafla 4.4.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Gæta skal varúðar þegar einstaklingi er gefið bóluefnið sem vitað er til að sé með ofnæmi (annað en bráðaofnæmisviðbrögð) fyrir virka innihaldsefninu, fyrir einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1, fyrir thiomersal og fyrir eggjum, kjúklingapróteinum, kanamýcín- og neómýcínsúlfati, baríumsúlfati, formaldehýði og cetýltrímetýlammóníumbrómíði (CTAB).

Eins og á við um öll bóluefni í formi stungulyfja ætti viðeigandi læknismeðferð og –umsjón ávallt að vera til reiðu ef mjög sjaldgæf bráðaofnæmisviðbrögð koma fram í kjölfar bólusetningar með bóluefninu.

Fresta ætti ónæmisaðgerð hjá sjúklingum með alvarlegan sjúkdóm ásamt hita eða bráða sýkingu, ef faraldursástand leyfir.

Ekki ætti undir nokkrum kringumstæðum að gefa Foclivia í æð eða undir húð. Því skal heilbrigðisstarfsfólk meta ávinning og hugsanlega áhættu við gjöf bóluefnisins hjá einstaklingum sem þjást af blóðflagnafæð eða blæðingarkvilla sem gæti verið frábending hvað varðar gjöf í vöðva, nema hugsanlegur ávinningur sé þyngri á metunum en hættan á blæðingum.

Hugsanlegt er að mótefnasvörun sé ófullnægjandi hjá sjúklingum með innlæga ónæmisbælingu eða ónæmisbælingu vegna lyfjameðferðar.

Ekki er víst að varnarsvörun komi fram hjá öllum bólusettum (sjá kafla 5.1).

Krossvernd gegn skyldum H5N1 veiruafbrigðum hefur komið fram í klínískum rannsóknum (sjá kafla 5.1). Þar sem annar skammtur er ráðlagður, skal hafa í huga að ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um öryggi, ónæmissvörun eða verkun sem styðja við að hægt sé að skipta Foclivia út fyrir önnur H5N1 eingild bóluefni.

Þótt engar upplýsingar liggi fyrir um notkun Foclivia hefur verið tilkynnt um krampatilvik með og án hita hjá einstaklingum sem hafa verið bólusettir með Focetria, sem er MF59.1 ónæmisglætt bóluefni gegn H1N1-heimsfaraldri, sem svipar til Foclivia.

Meirihluti hitakrampanna kom fram hjá einstaklingum á barnsaldri. Einhver tilvik komu fram hjá einstaklingum með sögu um flogaveiki. Veita skal einstaklingum með flogaveiki sérstaka athygli og læknirinn ætti að upplýsa þá (eða foreldra þeirra) um möguleikana á krömpum. (sjá kafla 4.8).

Eftir, eða jafnvel fyrir, hvers kyns bólusetningu getur yfirlið átt sér stað sem sálræn viðbrögð við nálarstungunni. Þessu geta fylgt nokkur taugafræðileg einkenni eins og skammvinn sjóntruflun, náladofi og þankippahreyfingar í útlimum meðan á bata stendur. Mikilvægt er að hafa ferli til staðar sem miða að því að koma í veg fyrir meiðsli af völdum yfirliða.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki ætti að gefa Foclivia samtímis öðrum bóluefnum. Ef samhliða lyfjagjöf með öðru bóluefni er ráðlögð ætti hins vegar ekki að framkvæma ónæmisaðgerðirnar á sama útlim. Hafa skal hugfast að aukaverkanir geta magnast.

Dregið getur úr ónæmissvörun ef sjúklingur er í ónæmisbælandi meðferð.

Eftir inflúensubólusetningu getur komið fram falskt-jákvæð svörun í sermisprófi með ELISA-aðferðinni við greiningu á mótefni gegn HIV-1, lifrarbólguveiru C og þó einkum og sér í lagi HTLV-1. Í slíkum tilvikum er vesturþrykksaðferðin (Western blot method) neikvæð. Þessi skammvinna, falskt-jákvæða svörun getur verið vegna IgM-svörunar af völdum bóluefnisins.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engin gögn liggja fyrir varðandi notkun Foclivia hjá barnshafandi konum.

Hins vegar liggja fyrir upplýsingar um öryggi hjá þunguðum konum sem fengu Focetria (bóluefni gegn H1N1-heimsfaraldri sem svipar til Foclivia) sem inniheldur MF59C.1 í sama magni og er í Foclivia. Aukaverkanir sem greint hefur verið frá eftir markaðssetningu og niðurstöður úr íhlutandi rannsókn benda ekki til beinna eða óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu. Að auki hafa niðurstöður úr tveimur, stórum áhorfsrannsóknum sem hannaðar voru til að meta öryggi Focetria við notkun á meðgöngu ekki sýnt fram á aukna tíðni meðgöngusykursýki, meðgöngueitrun, fósturláta, andvana fæðinga, lágrar fæðingarþyngdar, fæðinga fyrir tímann, nýburadauða og meðfæddra vanskapana hjá næstum 10.000 bólusettum, þunguðum konum og börnum þeirra samanborið við samanburðarhópa sem ekki fengu bólusetningu.

Heilbrigðisstarfsfólk verður að meta ávinning og hugsanlega áhættu af bólusetningu með Foclivia hjá þunguðum konum með hliðsjón af opinberum ráðleggingum.

Brjóstagjöf

Bóluefnið má nota við brjóstagjöf.

Frjósemi

Engar upplýsingar um frjósemi liggja fyrir.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sumar aukaverkanir sem greint er frá í kafla 4.8 „Aukaverkanir“ kunna að hafa áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Fullorðnir og aldraðir (eldri en 18 ára)

Í klínísku rannsóknunum sem gerðar hafa verið með ónæmisglæddu frumgerðarbóluefni gegn H5N1-heimsfaraldri hjá fullorðnum og öldruðum (sjá frekari upplýsingar í kafla 5.1) kom fram að flestar aukaverkananna voru vægar, vörðu stutt og voru í eðli sínu svipaðar þeim sem koma fram af völdum hefðbundinna bóluefna gegn árstíðabundinni inflúensu. Almennt er talið að áhrif ónæmisglæðisins sem leiða til aukinnar ónæmingargetu tengist lítillega aukinni tíðni staðbundinna aukaverkana (aðallega vægur verkur) samanborið við hefðbundin bóluefni, án ónæmisglæðis, gegn inflúensu. Aukaverkanirnar voru færri eftir seinni skammt bólusetningarinnar samanborið við fyrsta skammtinn.

Börn og unglingar á aldrinum 6 mánaða til 17 ára:

Í II. stigs klínískri rannsókn (rannsókn V87P6) var lagt mat á öryggi ónæmisglædds frumgerðarbóluefnis gegn H5N1-heimsfaraldri hjá börnum og unglingum (sjá frekari upplýsingar í kafla 5.1).

Viðbrögðin (reactogenicity) voru meiri eftir fyrsta skammtinn en eftir aðra bólusetninguna, óháð aldri. Viðbrögðin eftir þriðja skammt sem gefinn var tólf mánuðum eftir annan skammtinn voru meiri en eftir bæði fyrsta og annan skammt. Hlutfall þátttakenda sem tilkynnti um staðbundnar aukaverkanir var hærra hjá eldri aldurshópunum, aðallega vegna fleiri tilkynninga um verki. Hjá smábörnum var algengast að tilkynnt væri um hörundsroða og eymsli sem staðbundnar aukaverkanir; skapstyggð og óvenjulegur grátur voru algengustu altæku aukaverkanirnar sem tilkynnt var um. Hjá börnum og unglingum var algengast að tilkynnt væri um verk sem staðbundna aukaverkun og þreyta og höfuðverkur voru algengustu altæku aukaverkanirnar sem tilkynnt var um. Hjá öllum aldurshópum tilkynnti lágt hlutfall einstaklinga um sótthita. Öryggisupplýsingar eftir fyrsta og annan skammt hjá börnum og unglingum með svipuðu faraldursbóluefni (Focetria H1N1v) benda til sambærilegs öryggis og greint var frá fyrir samsetningu aH5N1-frumgerðarbóluefnis (Foclivia).

Tíðni aukaverkana í klínískum rannsóknum og við eftirlit eftir markaðssetningu er tilgreind hér fyrir neðan.

Klínískar rannsóknir

Aukaverkanir í klínískum rannsóknum hjá fullorðnum og öldruðum (eldri en 18 ára)

Tíðni aukaverkana var metin í fjórum klínískum rannsóknum með mismunandi inflúensustofnum og samsetningum (H5N3, H9N2 og H5N1); 3.696 fullorðnir og aldraðir fengu bóluefnið. Meðal þeirra fengu 3.618 einstaklingar frumgerðarbóluefnið Foclivia (A/H5N1) (sjá kafla 5.1).

Aukaverkanir úr klínískum rannsóknum með frumgerðarbóluefninu Foclivia koma fram hér á eftir.

Nýgengi einkenna sem fram komu hjá einstaklingum 60 ára og eldri var lægri en hjá 18-60 ára hópnum.

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst:

Taugakerfi

Algengar (>1/100, <1/10): höfuðverkur

Húð og undirhúð

Algengar (>1/100, <1/10): aukin svitamyndun

Stoðkerfi og stoðvefur

Algengar (>1/100, <1/10): liðverkir og vöðvaverkir

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Algengar (>1/100, <1/10): roði á stungustað, þroti á stungustað, hersli á stungustað, flekkblæðing á stungustað og sársauki á stungustað, hiti, vanlíðan, þreyta og skjálfti

Meirihluti þessara aukaverkana hverfa venjulega innan 1-2 daga án meðferðar.

Aukaverkanir úr klínískum rannsóknum hjá börnum á aldrinum 6 mánaða til 17 ára

Klínísk rannsókn (Rannsókn V87P6) var framkvæmd með H5N1 bóluefni sem var blandað saman við MF59C.1 ónæmisglæði (n=334) á móti bóluefni gegn árstímabundinni inflúensu (n= 137).

 

Fyrsti skammtur

Annar skammtur

Þriðji skammtur

 

 

(21 degi eftir fyrsta

(12 dögum eftir

 

 

skammt)

annan skammt)

 

H5N1 bóluefni með ónæmisglæði

Smábörn (6-<36 mánaða)

N=145

N=138

N=124

Allar

76%

68%

80%

Staðbundnar

47%

46%

60%

Almennar

59%

51%

54%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

0%

0%

0%

Einhverjar aðrar

54%

49%

35%

aukaverkanir

 

 

 

Börn (3-<9 ára)

N=96

N=93

N=85

Allar

72%

68%

79%

Staðbundnar

66%

58%

74%

Almennar

32%

33%

45%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

4%

2%

6%

Einhverjar aðrar

36%

31%

19%

aukaverkanir

 

 

 

Unglingar (9-<18 ára)

N=93

N=91

N=83

Allar

91%

82%

89%

Staðbundnar

81%

70%

81%

Almennar

69%

52%

69%

Hiti ≥ 38°C (≥ 40°C)

0%

1%

2%

Einhverjar aðrar

30%

27%

22%

aukaverkanir

 

 

 

Focetria (H1N1v)

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir í vikunni eftir bólusetningu með Focetria H1N1v hjá 77 börnum á aldrinum 3–8 ára og hjá 80 börnum og unglingum á aldrinum 9–17 ára sem fengu 7,5 µg samsetningu:

 

Fyrsta inndæling

Önnur inndæling

Börn (3 til 8 ára)

N = 77

N = 75

Allar aukaverkanir

74%

69%

Staðbundnar

62%

56%

Almennar

39%

35%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

4%

1%

Hiti 39°C til 39,9°C

0%

1%

Hiti ≥ 40°C

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

14%

17%

Unglingar (9 til 17 ára)

N = 80

N = 79

Allar aukaverkanir

79%

66%

Staðbundnar

70%

58%

Almennar

45%

30%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

3%

1%

Hiti 39°C til 39,9°C

0%

0%

Hiti ≥ 40°C

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

13%

10%

Gögn um börn og unglinga 3–17 ára benda til lítilsháttar minnkunar viðbragða eftir annan skammtinn og sýna enga hækkun á tíðni sótthita.

Tilkynnt var um mjög algengar aukaverkanir hjá börnum og unglingum 3 til 17 ára: Verk, herslismyndun og hörundsroða, slappleika, vöðvaverk, höfuðverk og þreytu.

Tilkynnt var um eftirfarandi aukaverkanir vikuna eftir bólusetningu með Focetria H1N1v hjá 73 ungbörnum 6–11 mánaða gömlum og hjá 73 smábörnum 12–35 mánaða gömlum, sem fengu 7,5 µg samsetningu:

 

Fyrsta inndæling

Önnur inndæling

Ungbörn (6 til 11 mánaða)

N = 73

N = 68

Allar aukaverkanir

79%

65%

Staðbundnar

44%

26%

Almennar

70%

56%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

11%

9%

Hiti 39°C til 39,9°C

3%

4%

Hiti ≥ 40°C

0%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

32%

31%

Smábörn (12 til 35 mánaða)

N = 73

N = 71

Allar aukaverkanir

70%

71%

Staðbundnar

51%

49%

Almennar

60%

49%

Hiti ≥ 38°C til 38,9°C

10%

11%

Hiti 39°C til 39,9°C

4%

1%

Hiti ≥ 40°C

1%

0%

Einhverjar aðrar aukaverkanir

21%

24%

Gögn um ungbörn og smábörn 6–35 mánaða gömul benda til lítilsháttar minnkunar viðbragða eftir annan skammtinn og sýna enga hækkun tíðni sótthita.

Mjög algengar aukaverkanir sem tilkynnt var um hjá 146 ungbörnum og smábörnum 6 til 35 mánaða: Eymsli, hörundsroði, skapstyggð, óvenjulegur grátur, syfja, niðurgangur, uppköst og breytingar

á matarvenjum. Herslismyndun og flekkblæðing voru mjög algengar aukaverkanir hjá smábörnum en komu sjaldnar fram hjá ungbörnum.

Eftirlit eftir markaðssetningu

Auk þeirra aukaverkana sem tilkynnt var um í klínískum rannsóknum hefur verið greint frá eftirfarandi aukaverkunum eftir að Focetria H1N1v kom á markað:

Blóð og eitlar

Eitlastækkanir.

Hjarta

Hjartsláttarónot, hraðtaktur.

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað Þróttleysi.

Stoðkerfi og stoðvefur

Vöðvaslappleiki, verkur í útlimum.

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti Hósti.

Húð og undirhúð

Útbreidd húðviðbrögð, þ.m.t. kláði, ofsakláði eða ótilgreind útbrot; ofsabjúgur.

Meltingarfæri

Meltingarfærakvillar svo sem ógleði, uppköst, kviðverkur og niðurgangur.

Taugakerfi

Höfuðverkur, sundl, svefnhöfgi, yfirlið. Taugakvillar, t.d. taugaverkir, náladofi, krampar og taugabólga.

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbrögð, bráðaofnæmi, þ.m.t. mæði, berkjukrampi og bjúgur í barkakýli, sem í mjög sjaldgæfum tilvikum getur valdið losti.

Við eftirlit eftir markaðssetningu á ónæmisglæddum, þrígildum bóluefnum til notkunar á milli faraldra með uppbyggingu sem svipar til Foclivia, sem er MF59C.1 ónæmisglætt bóluefni gegn H1N1-heimsfaraldri, var tilkynnt um eftirfarandi aukaverkanir til viðbótar:

Mjög sjaldgæfar: (>1/10.000, <1/1.000):

Blóðflagnafæð (sum mjög sjaldgæf tilvik voru alvarleg með blóðflagnafjölda undir 5.000 í hverjum mm3).

Koma örsjaldan fyrir: (<1/10.000):

Æðabólga ásamt skammvinnum nýrnaeinkennum og vessandi regnbogaroðasótt. Taugaraskanir svo sem heila- og mænubólga, taugabólga og Guillain-Barré heilkenni.

Aukaverkanir við eftirlit eftir markaðssetningu á faraldursbóluefninu: á ekki við.

Þetta lyf inniheldur thiomersal (lífrænt kvikasilfursamband) sem rotvarnarefni og þess vegna er hugsanlegt að ofnæmisviðbrögð komi fram (sjá kafla 4.4).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ekkert tilvik ofskömmtunar hefur verið tilkynnt.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Inflúensubóluefni, ATC-flokkur: J07BB02

Þessi kafli lýsir klínískri reynslu af H5N1-frumgerðarbóluefnum í kjölfar lyfjagjafar í tveimur skömmtum með 7,5 míkrógrömmum.

Frumgerðarbóluefni innihalda inflúensumótvaka sem eru ólíkir þeim sem finnast í inflúensuveirum sem eru í umferð. Hægt er að líta á þessa mótvaka sem „nýja“ mótvaka og þeir líkja eftir ástandi þar sem markþýði bólusetningarinnar hefur lítið ónæmi (e. immunologically naïve). Upplýsingar sem fengust við notkun frumgerðarbóluefnis munu styðja þá bólusetningaraðferð sem líklegast er að verði notuð fyrir faraldursbóluefnið: gögn sem fengin eru varðandi klínískt öryggi og verkun eiga einnig við um faraldursbóluefni.

Fullorðnir (18-60 ára)

Klínísk II. stigs rannsókn (Rannsókn V87P1) var framkvæmd með H5N1-bóluefni sem var blandað saman við MF59C.1 ónæmisglæði hjá 312 heilbrigðum fullorðnum einstaklingum. Tveir skammtar af bóluefni sem innihélt H5N1 (A/Vietnam/1194/2004; 7,5 míkróg hemagglútínín (HA)/skammt með ónæmisglæði) voru gefnir 156 fullorðnum einstaklingum með þriggja vikna millibili.

Í annarri klínískri rannsókn (III. stigs) (Rannsókn V87P13) tóku þátt 2.693 heilbrigðir fullorðnir einstaklingar sem fengu tvo skammta af bóluefni sem innihélt

H5N1 (A/Vietnam/1194/2004; 7,5 míkróg HA/skammt með ónæmisglæði) sem gefnir voru með þriggja vikna millibili. Ónæmingargeta var metin í undirhópi (n=197) rannsóknarþýðisins.

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 hjá fullorðnum mæld með einssviðs rauðkornarofsprófi (SRH), voru eftirfarandi:

 

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=149

N=197

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

85% (79-91)

91% (87-95)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

85% (78-90)

78% (72-84)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

7,74 (6,6-9,07)

4,03 (3,54-4,59)

 

 

 

 

Rannsókn V87P13

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=69

N=128

Ástand í sermi í upphafi

< 4 mm2

≥ 4 mm2

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

87% (77-94)

94% (88-97)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

87% (77-94)

73% (65-81)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

8,87 (7,09-11)

2,71 (2,38-3,08)

* mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2 ** hlutföll margfeldismeðaltals SRH

Niðurstöður míkróhlutleysingarprófs (MN) gegn A/Vietnam/1194/2004 benda til hlutfalls ómæmisvarnar á bilinu 67% (60-74) til 85% (78-90) og mótefnavendingar á bilinu 65% (58-72) til 83% (77-89). Ónæmissvörun við bólusetningu sem metin var með MN-prófi staðfesti niðurstöður úr SRH-prófi.

Varanleiki mótefna eftir fyrstu bólusetningu hjá þessu þýði var metinn með hömluprófun með rauðkornakekkjun (Hemagglutination Inhibition, HI), SRH- og MN-prófum. Miðað við styrk mótefna sem fékkst á degi 43 eftir að frumbólusetningaráætlun var lokið, hafði mótefnastyrkur á degi 202 minnkað

um 1/5 til ½ af fyrri styrk.

Aldraðir (>60 ára)

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 hjá einstaklingum eldri en 60 ára (takmarkaður fjöldi einstaklinga var eldri en 70 ára), mæld með SRH-prófi í tveimur klínískum rannsóknum, voru eftirfarandi:

 

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=84

N=210

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

80% (70-88)

82% (76-87)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

70% (59-80)

63% (56-69)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

4,96 (3,87-6,37)

2,9 (2,53-3,31)

 

Rannsókn V87P13

Rannsókn V87P13

And-HA mótefni (SRH)

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

N=66

N=143

Ástand í sermi í upphafi

< 4 mm2

≥ 4 mm2

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

82% (70-90)

82% (75-88)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

82% (70-90)

54% (45-62)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

8,58 (6,57-11)

1,91 (1,72-2,12)

* mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2 ** hlutföll margfeldismeðaltals SRH

Niðurstöður MN-prófs gegn A/Vietnam/1194/2004 benda til hlutfalls ónæmisvarnar á bilinu 57% (50-64) til 79% (68-87) og mótefnavendingar á bilinu 55% (48-62) til 58% (47-69). MN-niðurstöður sýndu, rétt eins og SRH-niðurstöður, öfluga ónæmissvörun eftir að fyrstu bólusetningaráætlun var lokið hjá öldruðum einstaklingum.

Varanleiki mótefna eftir fyrstu bólusetningu hjá þessu þýði, metinn með HI-, SRH- og MN-prófum, minnkaði um ½ til 1/5 af styrk eftir bólusetningu á degi 202 miðað við dag 43 eftir að fyrstu bólusetningaráætlun var lokið samkvæmt HI-, SRH- og MN-prófum. Allt að 50% aldraðra einstaklinga sem fengu H5N1-bóluefni með MF59C voru með ónæmisvörn eftir sex mánuði.

Örvunarskammtur

Gefinn var þriðji skammturinn af H5N1-bóluefni með MF59C (örvunarskammtur) 6 mánuðum eftir fyrstu bólusetningaráætlunina. Niðurstöðurnar eru sýndar samkvæmt SRH-prófi.

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/Vietnam/1194/2004 mæld með SRH-prófi, voru eftirfarandi:

 

Rannsókn V87P1 Fullorðnir

Rannsókn

 

örvunarskammtur (6 mán.

V87P1 Aldraðir

 

eftir 2. skammt)

örvunarskammtur

 

 

(6 mán. eftir 2. skammt)

SRH

N=71

N=38

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

89% (79-95)

84% (69-94)

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

83% (72-91)

63% (46-78)

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

5,96 (4,72-7,53)

5,15 (3,46-7,66)

* mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2 ** hlutföll margfeldismeðaltals SRH

Takmörkuð reynsla er af örvunarskammti hjá öldruðum.

Stuðningsgögn um fullorðna og aldraða

Í tveimur skammtarannsóknum (dose finding studies) fengu 78 fullorðnir einstaklingar ónæmisglætt frumgerðarbóluefni (H5N3 eða H9N2). Tveir skammtar af bóluefni með H5N3 (A/Duck/Singapore/97) stofninum voru gefnir í 3 mismunandi skammtastærðum (7,5; 15 og 30 µg HA/skammt) með þriggja vikna millibili.

Sermissýni voru borin saman við upphaflega H5N3-stofninn og einnig við ýmsa H5N1-stofna. Sermissvörun sem kom fram við SRH-prófið sýndi að 100% einstaklinganna náðu ónæmisvörn og 100% mótefnavendingu eftir tvær 7,5 μg inndælingar. Einnig kom í ljós að bóluefnið sem var ónæmisglætt hvatti mótefni sem veittu víxlvernd gegn H5N1-stofnunum, sem voru einangraðir 2003 og 2004, sem sýndu fram á nokkurt mótefnavakaflökt miðað við upphaflegu stofnana.

Tveir skammtar af bóluefni sem innihélt H9N2 (A/chicken/Hong Kong/G9/97) stofninn voru gefnir í 4 mismunandi skammtastærðum (3,75; 7,5; 15 og 30 μg HA/skammt) með fjögurra vikna millibili.

Sermissvörun sem fékkst með HI-prófi leiddi í ljós að 92% einstaklinganna náði ónæmisvörn og 75% mótefnavendingu eftir tvær 7,5 μg inndælingar.

Krossónæmissvörun

Fullorðnir (18-60 ára)

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/turkey/Turkey/05 eftir 2. skammt hjá fullorðnum á aldrinum 18-60 ára, mæld með SRH-prófi og HI-prófi voru eftirfarandi:

 

And-HA mótefni

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

 

 

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

 

N=70

N=197

SRH

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

70% (58-80)

59% (52-66)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

Á ekki við***

49% (42-56)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

Á ekki við***

2,37 (2,1-2,67)

 

 

N=69

N=197

HI

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)°

36%(25-49)

23% (18-30)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)°

Á ekki við***

19% (14-25)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)°°

Á ekki við***

1,92 (1,64-2,25)

*mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals SRH ° mælt með HI-prófi ≥ 40

°° hlutföll margfeldismeðaltals HI

***Í V87P1: grunngildi ekki prófuð

Niðurstöður MN-prófs úr klínísku rannsóknunum í töflunni hér að ofan benda til hlutfalls ónæmisvarnar gegn A/turkey/Turkey/05 á bilinu 27% (17-39) (V87P1) til 39% (32-46) (V87P13) og hlutfalls mótefnavendingar 36% (29-43) fyrir rannsókn V87P13. MN-niðurstöður rannsóknar V87P13 gáfu hlutfall margfeldismeðaltals gegn A/turkey/Turkey/05 sem var 2,77 (2,4-3,2).

Aldraðir (>60 ára)

Hlutfall ónæmisvarnar*, hlutfall mótefnavendingar* og mótefnavendingarþáttur** and-HA mótefna gegn H5N1 A/turkey/Turkey/05 eftir 2. skammt hjá öldruðum >60 ára, mæld með SRH-prófi og HI-prófi voru eftirfarandi:

 

And-HA mótefni

Rannsókn V87P1

Rannsókn V87P13

 

 

21 degi eftir 2. skammt

21 degi eftir 2. skammt

 

 

N=37

N=207

SRH

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)*

57% (39-73)

20% (18-23)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)*

Á ekki við***

48% (41-55)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)**

Á ekki við***

1,74 (1,57-1,94)

 

 

N=36

N=208

HI

Hlutfall ónæmisvarnar (95% CI)°

36%(21-54)

25% (19-32)

 

Hlutfall mótefnavendingar (95% CI)°

Á ekki við***

19% (14-25)

 

Mótefnavendingarþáttur (95% CI)°°

Á ekki við***

1,79 (1,56-2,06)

*mælt með SRH-prófi ≥ 25 mm2

**hlutföll margfeldismeðaltals SRH ° mælt með HI-prófi ≥ 40

°° hlutföll margfeldismeðaltals HI

***Í V87P1: grunngildi ekki prófuð

Niðurstöður MN-prófs úr klínísku rannsóknunum í töflunni hér að ofan benda til hlutfalls ónæmisvarnar gegn A/turkey/Turkey/05 á bilinu 11% (3-25) (rannsókn V87P1) til 30% (24-37) (rannsókn V87P13) og hlutfalls mótefnavendingar 25% (19-31) fyrir rannsókn V87P13. MN-niðurstöður rannsóknar

V87P13 gáfu hlutfall margfeldismeðaltals gegn A/turkey/Turkey/05 sem var 2,01 (1,78-2,26).

Gögn varðandi börn

Klínísk rannsókn (rannsókn V87P6) var framkvæmd með H5N1 bóluefni sem var blandað við MF59C.1 ónæmisglæði hjá 471 barni á aldrinum 6 mánaða til 17 ára. Tveir skammtar með

7,5 míkrógömmum voru gefnir með þriggja vikna millibili og þriðji skammturinn 12 mánuðum eftir fyrsta skammtinn. Þremur vikum eftir aðra bólusetninguna (dag 43) náðu allir aldurshópar (þ.e. 6-35 mánaða, 3-8 ára og 9-17 ára) miklum styrk mótefna gegn (A/Vietnam/1194/2004) samkvæmt SRH- og HI-prófum eins og fram kemur í töflunni hér að neðan*. Í þessari rannsókn komu engar alvarlegar aukaverkanir fram sem tengdust bóluefninu.

 

 

Smábörn

Börn (3-<9 ára)

Unglingar

 

 

(6-<36 mánaða)

 

(9-<18 ára)

 

 

N=134

N=91

N=89

 

Hlutfall ónæmisvarnar

97%

97%

89%

 

(95% CI)

(92-99)

(91-99)

(80-94)

 

Dag 43

 

 

 

 

Mótefnavendingarþáttur

HI

(95% CI)

(109-151)

(97-142)

(51-88)

Dag 43 miðað við Dag 1

 

 

 

 

Hlutfall

97%

97%

89%

 

mótefnavendingar

(92-99)

(91-99)

(80-94)

 

(95% CI)

 

 

 

 

Dag 43

 

 

 

 

 

N=133

N=91

N=90

 

Hlutfall ónæmisvarnar

100%

100%

100%

 

(95% CI)

(97-100)

(96-100)

(96-100)

 

Dag 43

 

 

 

 

Mótefnavendingarþáttur

SRH

(95% CI)

(14-18)

(13-17)

(12-16)

 

Dag 43 miðað við Dag 1

 

 

 

 

Hlutfall

98%

100%

99%

 

mótefnavendingar

(95-100)

(96-100)

(94-100)

 

(95% CI)

 

 

 

 

Dag 43

 

 

 

* Þar sem CHMP gefur ekki út viðmið um ónæmingargetu fyrir börn, er viðmið CHMP sem notað er til að meta bóluefni gegn árstíðabundinni inflúensu hjá fullorðnum notað með upplýsingum úr sermi eftir bólusetningu barna. Hins vegar er þýðing þess í tengslum við klíníska vörn ekki þekkt.

MN-niðurstöður gegn A/Vietnam/1194/2004 benda til hlutfalls ónæmisvarnar sem er 99%

(95%CI: 94-100), hlutfalls mótefnavendingar á bilinu 97% (95% CI: 91-99) til 99% (95% CI: 96-100) og hlutfalls margfeldismeðaltals á bilinu frá 29 (95% CI: 25-35) til 50 (95% CI: 44-58).

Niðurstöður um ónæmingargetu úr klínískum rannsóknum með Focetria H1N1v (Rannsókn V111_03): Hlutfall ónæmisvarnar og hlutfall mótefnavendingar mæld með HI-prófi og mótvendingarþátturinn, tjáður sem hlutföll margfeldismeðaltala HI fyrir and-HA mótefni gegn H1N1v eftir gjöf á einum og tveimur 7,5 µg skömmtum af Focetria, voru metin hjá 70 börnum og unglingum (9-17 ára), 60 börnum (3-8 ára), 58 börnum (12-35 mánaða) og 49 ungbörnum (6-11 mánaða). Viðmið CHMP fyrir ónæmingargetu hjá fullorðnum (18–60 ára) náðust bæði eftir fyrsta og annan skammt í öllum ofangreindum aldurshópum (bæði í heildarþýðinu og í undirhópnum sem var sermineikvæður

við grunngildi).

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Foclivia hjá einum eða fleiri undirhópum barna við virka ónæmisaðgerð gegn H5N1-undirflokki inflúensu A veiru (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Foclivia hefur fengið markaðsleyfi samkvæmt ferli um „undantekningartilvik“.

Það þýðir að af vísindalegum ástæðum hefur ekki reynst mögulegt að afla allra tilskilinna upplýsinga um lyfið. Lyfjastofnun Evrópu (EMA) metur árlega allar nýjar upplýsingar sem hugsanlega koma fram og uppfærir samantekt á eiginleikum lyfsins eftir því sem þörf krefur.

5.2 Lyfjahvörf

Á ekki við.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar sem fengust með Foclivia og með bóluefni við árstíðabundinni inflúensu sem inniheldur MF59C.1 ónæmisglæði benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna skammta, staðbundnu þoli, frjósemi kvenna og eiturverkunum á æxlun og þroska (allt þar til brjóstagjöf er hætt).

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Natríumklóríð,

kalíumklóríð,

kalíumtvíhýdrógenfosfat,

tvínatríumfosfattvíhýdrat,

magnesíumklóríðhexahýdrat,

kalsíumklóríðtvíhýdrat,

natríumsítrat,

sítrónusýra,

thiomersal,

vatn fyrir stungulyf.

Sjá upplýsingar um ónæmisglæði í kafla 2.

6.2 Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3 Geymsluþol

1 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.

6.5 Gerð íláts og innihald

5,0 ml í 10-skammta hettuglasi (gler af gerð I) með tappa (halóbútýlgúmmí). Pakkningar með 10x.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Skoðið dreifuna fyrir gjöf. Ef vart verður við einhverjar agnir og/eða óeðlilegt útlit skal farga bóluefninu. Hristið fjölskammta hettuglasið varlega í hvert sinn áður en skammtur af bóluefninu (0,5 ml) er dreginn inn í sprautuna. Bóluefnið sem dregið er skal látið ná stofuhita áður en það er gefið.

Foclivia í fjölskammta hettuglösum inniheldur rotvarnarefni sem heftir vöxt örvera en það er þó á ábyrgð notandans að lágmarka hættu á mengun fjölskammta hettuglassins þegar hver skammtur er dreginn. Skráið niður dagsetningu og tíma sem fyrsti skammtur var dreginn á miða hettuglassins.

Geymið fjölskammta hettuglasið við ráðlögð geymsluskilyrði milli 2° og 8° C á milli dælinga. Helst á að nota fjölskammta hettuglasið innan sólarhrings frá fyrstu dælingu.

Upplýsingar liggja fyrir sem benda til að nota megi fjölskammta hettuglös allt til að hámarki 72 klukkustundum eftir fyrstu dælingu en slík langtímageymsla ætti aldrei að vera fyrsti kostur.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Seqirus S.r.l. Via Fiorentina, 1 Siena,

Ítalía

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/09/577/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. október 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 19. október 2014

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.ema.europa.eu/.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf