Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Fosavance (alendronic acid / colecalciferol) – Fylgiseðill - M05BB03

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsFosavance
ATC-kóðiM05BB03
Efnialendronic acid / colecalciferol
FramleiðandiMerck Sharp

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

FOSAVANCE 70 mg/2.800 a.e. töflur FOSAVANCE 70 mg/5.600 a.e. töflur alendrónsýra/kólekalsíferól

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

-Það er sérstaklega mikilvægt að lesa og skilja kafla 3 áður en lyfið er tekið.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um FOSAVANCE og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota FOSAVANCE

3.Hvernig nota á FOSAVANCE

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á FOSAVANCE

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um FOSAVANCE og við hverju það er notað

Hvað er FOSAVANCE?

FOSAVANCE er tafla sem inniheldur tvö virk efni, alendrónsýru (yfirleitt kölluð alendrónat) og kólekalsíferól, þekkt sem D3-vítamín.

Hvað er alendrónat?

Alendrónat tilheyrir flokki lyfja sem ekki eru hormón og kallast bisfosfónöt. Alendrónat fyrirbyggir beinþynningu sem fram kemur hjá konum eftir tíðahvörf og hjálpar til við að endurmynda beinin. Það dregur úr hættu á samfalli hryggjarliða og mjaðmarbrotum.

Hvað er D-vítamín?

D-vítamín er ómissandi næringarefni sem þörf er á við upptöku á kalki og til að viðhalda heilbrigði beinanna. Líkaminn getur aðeins nýtt kalkið úr fæðunni á fullnægjandi hátt ef nægjanlegt D-vítamín er til staðar. Mjög fáar fæðutegundir innihalda D-vítamín. Aðaluppspretta D-vítamíns er þegar sólin skín á húðina og myndar D-vítamín í húðinni. Þegar árin færast yfir fer húðin þó að framleiða minna D-vítamín. Of lítið D-vítamín getur valdið úrkölkun beina og beinþynningu. Alvarlegur D-vítamínskortur getur valdið vöðvaslappleika með aukinni hættu á falli og beinbrotum í kjölfarið.

Til hvers er FOSAVANCE notað?

Læknirinn hefur ávísað FOSAVANCE til að meðhöndla beinþynningu hjá þér og vegna hættu á D-vítamínskorti. Það dregur úr hættu á samfalli hryggjarliða og mjaðmarbrotum hjá konum eftir tíðahvörf.

Hvað er beinþynning?

Beinþynning veldur rýrnun og veikingu beina og er það algengt hjá konum eftir tíðahvörf. Við tíðahvörf hætta eggjastokkarnir að framleiða kvenhormónið östrógen sem stuðlar að heilbrigði beinagrindarinnar. Þar af leiðandi þynnast beinin og þau verða veikbyggðari. Því fyrr sem konur upplifa tíðahvörf þeim mun meiri er hættan á beinþynningu.

Í fyrstu er beinþynning oftast einkennalaus. Án meðhöndlunar sjúkdómsins er hætta á að beinin brotni. Þrátt fyrir að beinbrot séu yfirleitt sársaukafull geta brot á beinum í hryggnum átt sér stað án þess að tekið sé eftir því á annan hátt en að líkamshæðin fer að minnka. Brot geta átt sér stað við almenna hreyfingu s.s. við að lyfta hlutum, eða af völdum minniháttar áverka sem venjulega valda ekki beinbrotum. Brot eiga sér venjulega stað í mjöðm, hrygg eða úlnlið og geta, auk þess að valda sársauka, orsakað umtalsverða bæklun og óþægindi s.s. hokna líkamsstöðu (eða kryppu) og minnkaða hreyfigetu.

Hvernig er hægt að meðhöndla beinþynningu?

Í viðbót við meðferðina með FOSAVANCE getur verið að læknirinn mæli með breytingum á lífsstíl sem einnig hjálpa til við að draga úr beinþynningu. Þessar breytingar geta verið:

Reykingabindindi

Reykingar virðast hraða beinþynningu og geta því aukið hættuna á

 

beinbrotum.

Líkamsþjálfun

Eins og vöðvarnir þurfa beinin á æfingum að halda til að viðhalda

 

styrk og heilbrigði. Ráðfærðu þig við lækninn, ef þú ætlar að hefja

 

reglulega líkamsþjálfun.

Heilsusamlegt mataræði

Læknirinn getur veitt ráðleggingar um mataræði og hvort þú þurfir á

 

fæðubótarefnum að halda.

2. Áður en byrjað er að nota FOSAVANCE

Ekki má nota FOSAVANCE

ef um er að ræða ofnæmi fyrir alendrónsýru, kólekalsíferóli eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6),

ef þú átt við ákveðin vandamál að stríða í vélindanu (vélindað er líffæri sem tengir saman munninn og magann) svo sem þrengsli eða kyngingarerfiðleika,

ef þú ert ófær um að sitja eða standa upprétt(ur) í a.m.k. 30 mínútur,

ef læknirinn hefur sagt þér að þú hafir lágan styrk kalks í blóði.

Ef þú heldur að eitthvert þessara atriða eigi við þig skaltu ekki taka töflurnar. Talaðu við lækninn fyrst og fylgdu leiðbeiningum hans.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en FOSAVANCE er notað ef:

þú ert með nýrnavandamál,

þú ert með eða hefur nýlega verið með kyngingarörðugleika eða meltingarvandamál,

læknirinn hefur sagt þér að þú hafir Barrett´s sjúkdóm í vélinda (ástand tengt við breytingar í frumum sem þekja neðri hluta vélindans),

þér hefur verið sagt að þú eigir erfitt með að frásoga steinefni í maganum eða þörmum (vanfrásogsheilkenni),

ástand tanna er lélegt, þú ert með tannholdssjúkdóm, ráðgert hefur verið að draga tönn úr þér eða þú færð ekki reglulegt eftirlit hjá tannlækni,

þú ert með krabbamein,

þú ert í krabbameinslyfjameðferð eða geislameðferð,

þú tekur lyf sem hindra æðamyndun (svo sem bevacízúmab eða thalidomíð) sem notuð eru til meðferðar gegn krabbameini,

þú tekur barkstera (svo sem prednisón eða dexametasón) sem eru notaðir til meðferðar gegn sjúkdómum eins og astma, iktsýki og alvarlegum ofnæmum,

þú reykir eða hefur reykt (þar sem það getur aukið hættuna á tannsjúkdómum).

Það getur verið að þér verði ráðlagt að fara í skoðun hjá tannlækni áður en þú byrjar í meðferð með FOSAVANCE.

Það er mikilvægt að viðhalda góðri munnhirðu meðan á meðferð með FOSAVANCE stendur. Þú skalt fara reglulega í skoðun hjá tannlækni meðan á meðferð stendur og hafa samband við lækni eða tannlækni ef þú verður var/vör við einhver vandamál í munni eða tönnum, eins og lausar tennur, verki eða bólgur.

Erting, bólga eða sár í vélinda (líffæri sem tengir saman munn og maga), oft með einkennum eins og brjóstverk, brjóstsviða/nábít eða erfiðleikum og sársauka við kyngingu, getur komið fyrir, sérstaklega ef sjúklingurinn drekkur ekki fullt glas af vatni og/eða ef hann leggst útaf áður en 30 mínútur eru liðnar frá töku FOSAVANCE. Þessar aukaverkanir geta versnað ef sjúklingurinn heldur áfram að taka FOSAVANCE eftir að einkennin koma fram.

Börn og unglingar

FOSAVANCE á ekki að gefa börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða FOSAVANCE

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Það er líklegt að kalkfæðubótarefni, magasýrulyf og sum önnur lyf sem tekin eru inn hafi áhrif á upptöku FOSAVANCE séu þau notuð samtímis. Þess vegna er mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningunum í 3. kafla og bíðir í a.m.k. 30 mínútur áður en önnur lyf eða fæðubótarefni eru tekin.

Ákveðin lyf við gigt eða langvarandi verkjum, kölluð NSAID-lyf (t.d. acetýlsalicýlsýra eða íbúprófen), geta valdið meltingartruflunum. Því skal gæta varúðar þegar þessi lyf eru notuð samtímis FOSAVANCE.

Það er líklegt að sum lyf eða fæðubótarefni hindri að D-vítamínið í FOSAVANCE nýtist líkama þínum, þar með talið gervifita, steinefnaolíur, offitulyfið orlistat og kólesteróllækkandi lyfin cholestýramín og colestipól. Lyf við krömpum (flogum) (svo sem fenýtóín eða fenóbarbital) geta dregið úr áhrifum D-vítamíns. Viðbótargjöf D-vítamína þarf að skoða á einstaklingsgrundvelli.

Notkun FOSAVANCE með mat eða drykk

Áhrif meðferðar gætu minnkað ef FOSAVANCE er tekið samtímis fæðu eða drykk (sódavatn þar með talið). Þess vegna er mikilvægt að þú fylgir leiðbeiningunum í 3. kafla. Þú verður að bíða í a.m.k.

30 mínútur áður en þú neytir matar eða drykkjar, að vatni undanskildu.

Meðganga og brjóstagjöf

FOSAVANCE er eingöngu ætlað konum eftir tíðahvörf. Ekki taka FOSAVANCE ef þú ert þunguð eða telur þig vera það, eða ef þú ert með barn á brjósti.

Akstur og notkun véla

Ákveðnar aukaverkanir (t.d. þokusjón, svimi og svæsnir verkir í beinum, vöðvum eða liðum), sem tilkynnt hefur verið um við notkun FOSAVANCE, geta haft áhrif á hæfni sjúklinga til aksturs eða stjórnunar véla (sjá kafla 4 ). Ef þú finnur fyrir þessum aukaverkunum ættir þú ekki að aka fyrr en þér líður betur.

FOSAVANCE inniheldur laktósa og súkrósa.

Ef þú hefur fengið þær upplýsingar hjá lækninum að þú hafir óþol fyrir sumum sykrum, skaltu hafa samband við lækninn áður en þú tekur lyfið.

3.Hvernig nota á FOSAVANCE

Notið FOSAVANCE alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Takið eina FOSAVANCE töflu einu sinni í viku.

Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum nákvæmlega:

1)Veldu þann vikudag sem hentar þér best. Taktu eina töflu af FOSAVANCE í hverri viku á þessum sama vikudegi.

Það er mjög mikilvægt að þú fylgir eftirfarandi leiðbeiningum 2), 3), 4), og 5), til að flýta fyrir komu FOSAVANCE niður í magann og draga þannig úr líkum á ertingu í vélinda (líffærinu sem tengir saman munninn og magann):

2)Þegar þú ferð á fætur á morgnana, áður en þú borðar fyrstu máltíð dagsins eða neytir drykkjar eða tekur önnur lyf, skaltu gleypa FOSAVANCE töfluna heila með fullu glasi af vatni og ekki öðrum drykk (ekki sódavatni) (og ekki minna en 200 ml) svo að FOSAVANCE frásogist nægilega mikið.

Þú mátt ekki drekka sódavatn með töflunni (hvorki freyðandi né goslaust)

Ekki drekka kaffi eða te með töflunni

Ekki drekka safa eða mjólk með töflunni

Þú mátt ekki mylja eða tyggja töfluna eða láta hana leysast upp í munni vegna möguleika á sáramyndun í munni.

3)Eftir að þú hefur gleypt töfluna máttu ekki leggjast útaf, heldur vera upprétt(ur) (sitja, standa eða ganga) í minnst 30 mínútur. Þú mátt ekki leggjast útaf fyrr en eftir að þú hefur neytt fyrstu máltíðar dagsins.

4)FOSAVANCE á hvorki að taka fyrir svefn né áður en farið er á fætur að morgni.

5)Hættu að taka FOSAVANCE og hafðu samband við lækninn ef þú átt í erfiðleikum með að kyngja eða hefur verki við kyngingu, hefur verk í brjósti, færð brjóstsviða/nábít sem fer versnandi eða sem hefur ekki áður verið til staðar.

6)Eftir að þú hefur gleypt FOSAVANCE töfluna skulu líða minnst 30 mínútur áður en fæðu eða drykkjar er neytt eða önnur lyf eru tekin, þar með talin magasýrulyf, kalkfæðubótarefni og vítamín. FOSAVANCE hefur einungis áhrif ef maginn er tómur.

Ef notaður er stærri skammtur af FOSAVANCE en mælt er fyrir um

Ef þú hefur tekið inn of margar töflur fyrir mistök, skaltu drekka fullt glas af mjólk og hafa samband við lækni tafarlaust. Ekki framkalla uppköst og ekki leggjast útaf.

Ef gleymist að taka FOSAVANCE

Ef þú gleymir skammti skaltu taka eina töflu strax morguninn eftir að þú uppgötvaðir það. Taktu ekki tvær töflur sama daginn. Haltu síðan áfram að taka eina töflu einu sinni í viku, á þeim degi sem upphaflega var valinn.

Ef hætt er að nota FOSAVANCE

Það er mikilvægt að þú takir FOSAVANCE eins lengi og læknirinn mælir fyrir um. Þar sem það er ekki vitað hversu lengi þú átt að taka FOSAVANCE, ættir þú að ræða nauðsyn þess að vera á lyfinu við lækninn reglulega til að ákvarða hvort FOSAVANCE er enn rétt fyrir þig.

Leiðbeiningakort fylgir FOSAVANCE öskjunni. Það inniheldur mikilvægar upplýsingar sem hjálpa þér að muna hvernig á að nota FOSAVANCE á réttan hátt.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Hafðu strax samband við lækninn ef þú finnur fyrir einhverjum af eftirfarandi aukaverkunum, sem geta verið alvarlegar og þú gætir þurft á áríðandi læknismeðferð að halda:

Algengar (geta komið hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

brjóstsviði/nábítur; kyngingartregða, kyngingarverkur, vélindasár (líffærinu sem tengir munn við maga) sem getur valdið brjóstverk, brjóstsviða/nábít og kyngingartregðu eða verk þegar kyngt er.

Mjög sjaldgæfar (geta komið hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Ofnæmisviðbrögð svo sem ofsakláði, þroti í andliti, vörum, tungu og/eða hálsi sem hugsanlega geta valdið erfiðleikum við öndun eða við að kyngja, alvarleg húðviðbrögð,

verkur í munni og/eða kjálka, bólga eða sár í munnholi, doði eða tilfinning um þyngsli í kjálka eða laus tönn. Þetta geta verið einkenni um skemmd í kjálkabeini (beindrep í kjálka) sem vanalega tengist því að sár gróa seint og sýkingu, oft í kjölfar tanndráttar. Hafðu samband við lækni eða tannlækni ef þú verður var/vör við slík einkenni,

í mjög sjaldgæfum tilvikum geta óvenjuleg brot á lærlegg komið fyrir, sérstaklega hjá sjúklingum í langtímameðferð við beinþynningu. Hafðu samband við lækninn ef þú finnur fyrir verkjum, máttleysi eða óþægindum í læri, mjöðm eða nára því það geta verið snemmbúnar vísbendingar um hugsanlegt brot á lærleggnum,

bein-, vöðva- og/eða liðverkir sem eru verulegir.

Aðrar aukaverkanir eru m.a.

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum):bein-, vöðva- og/eða liðverkir sem stundum eru verulegir.

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum):

liðbólga,

kviðverkir, magaóþægindi eða ropi eftir máltíð; hægðatregða; mettunar eða þembutilfinning í maga; niðurgangur; vindgangur,

hármissir; kláði,

höfuðverkur; sundl,

þreyta; bólga á höndum eða fótum.

Sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum):

ógleði; uppköst,

erting eða bólga í vélinda (líffærinu sem tengir munn við maga) eða maga,

svartar eða tjörulíkar hægðir,

þokusýn; sársauki eða roði í auga,

útbrot, húðroði,

skammvinn flensulík einkenni, s.s. vöðvaeymsli, almenn vanlíðan og stundum með hita, venjulega við upphaf meðferðar,

bragðtruflanir.

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

einkenni um lágt kalkmagn í blóði, þar með taldir vöðvakrampar eða kippir og/eða náladofi í fingrum eða kringum munn,

maga- eða ætissár (stundum alvarleg eða með blæðingu),

vélindaþrengsli (vélinda er líffærið sem tengir munninn við magann),

útbrot sem versnar við sólarljós,

munnsár.

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum):

hafðu samband við lækninn ef þú færð verk í eyra, útferð úr eyra og/eða sýkingu í eyra. Þetta gæti verið merki um beinskemmd í eyranu.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á FOSAVANCE

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og þynnunni, á eftir EXP eða fyrnist. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Geymið í upprunalegum þynnuumbúðum til varnar gegn raka og ljósi.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

FOSAVANCE inniheldur

Virku innihaldsefnin eru alendrónsýra og kólekalsíferól (D3-vítamín). Hver FOSAVANCE

70 mg/2.800 a.e. tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru (sem natríumþríhýdrat) og 70 míkrógrömm (2.800 a.e.) af kólekalsíferóli (D3-vítamín). Hver FOSAVANCE 70 mg/5.600 a.e. tafla inniheldur 70 mg af alendrónsýru (sem natríumþríhýdrat) og 140 míkrógrömm (5.600 a.e.) af kólekalsíferóli (D3-vítamín).

Önnur innihaldsefni eru örkristallaður sellulósi (E460), vatnsfrír laktósi (sjá kafla 2), þríglýseríð - meðallangar keðjur, gelatín, natríumkroskarmellósi, súkrósi (sjá kafla 2), kísilkvoðutvíoxíð, magnesíumsterat (E572), bútýlhýdroxýtólúen (E321), umbreytt sterkja (maís), natríumálsílikat (E554).

Lýsing á útliti FOSAVANCE og pakkningastærðir

FOSAVANCE 70 mg/2.800 a.e. töflur eru fáanlegar sem afrúnaðar hylkislaga, hvítar til beinhvítar töflur merktar útlínum beins á annarri hliðinni og ‘710’ á hinni. FOSAVANCE 70 mg/2.800 a.e. töflur eru fáanlegar í pakkningum með 2, 4, 6 eða 12 töflum.

FOSAVANCE 70 mg/5.600 a.e. töflur eru fáanlegar sem afrúnaðar rétthyrndar, hvítar til beinhvítar töflur merktar útlínum beins á annarri hliðinni og ‘270’ á hinni. FOSAVANCE 70 mg/5.600 a.e. töflur eru fáanlegar í pakkningum með 2, 4 eða 12 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme Limited

Hertford Road, Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretland

Framleiðandi

Merck Sharp & Dohme BV

Waarderweg 39

2031 BN, Haarlem

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

Belgique/België/Belgien

S.A. Grünenthal N.V. beinfo@grunenthal.com

България

Мерк Шарп и Доум България ЕООД Тел.: +359 2 819 3737 info-msdbg@merck.com

Česká republika

Merck Sharp & Dohme s.r.o. Tel.: +420 233 010 111 dpoc_czechslovak@merck.com

Danmark

MSD Danmark ApS Tlf: +45 44824000 dkmail@merck.com

Deutschland

Grünenthal GmbH

Tel: +49 (0)241 569 1111 service@grunenthal.com

Eesti

Merck Sharp & Dohme OÜ Tel.: +372 6144 200 msdeesti@merck.com

Eλλάδα

BIANEΞ Α.Ε

Τηλ: +3 0210 80091 11 Mailbox@vianex.gr

España

Grünenthal Pharma, S.A.

C/Dr. Zamenhof, 36

E-28027 Madrid

Tel: +34 (91) 301 93 00

France

LABORATOIRES GRÜNENTHAL

Tél : + 33 (0) 1 41 49 45 80

Lietuva

UAB Merck Sharp & Dohme Tel.: +370 5 278 02 47 msd_lietuva@merck.com

Luxembourg/Luxemburg

S.A. Grünenthal N.V. beinfo@grunenthal.com

Magyarország

MSD Pharma Hungary Kft. Tel.: +36 1 888 53 00 hungary_msd@merck.com

Malta

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited Tel: 8007 4433 (+356 99917558) malta_info@merck.com

Nederland

Grünenthal B.V.

Tel: +31 (0)30 6046370 info.nl@grunenthal.com

Norge

MSD (Norge) AS Tlf: +47 32 20 73 00 msdnorge@msd.no

Österreich

Merck Sharp & Dohme Ges.m.b.H. Tel: +43 (0) 1 26 044 msd-medizin@merck.com

Polska

MSD Polska Sp.z o.o. Tel.: +48 22 549 51 00 msdpolska@merck.com

Portugal

Merck Sharp & Dohme, Lda. Tel: +351 214 456 700 clic@merck.com

Hrvatska

Merck Sharp & Dohme d.o.o. Tel: + 385 1 6611 333 croatia_info@merck.com

Ireland

Merck Sharp & Dohme Ireland (Human Health) Limited

Tel: +353 (0)1 2998700 medinfo_ireland@merck.com

Ísland

Vistor hf.

Sími: +354 535 7000

Ιtalia

MSD Italia S.r.l. Tel: +39 06 361911

medicalinformation.it@merck.com

Κύπρος

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited Τηλ: 80000 673 (+357 22866700) cyprus_info@merck.com

Latvija

SIA Merck Sharp & Dohme Latvija Tel: +371 67364 224 msd_lv@merck.com

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í.

România

Merck Sharp & Dohme Romania S.R.L. Tel: + 4021 529 29 00 msdromania@merck.com

Slovenija

Merck Sharp & Dohme, inovativna zdravila d.o.o.

Tel: + 386 1 5204201 msd_slovenia@merck.com

Slovenská republika

Merck Sharp & Dohme, s. r. o. Tel.: +421 2 58282010 dpoc_czechslovak@merck.com

Suomi/Finland

MSD Finland Oy

Puh/Tel: +358 (0) 9 804650 info@msd.fi

Sverige

Merck Sharp & Dohme (Sweden) AB Tel: +46 77 5700488 medicinskinfo@merck.com

United Kingdom

Merck Sharp & Dohme Limited Tel: +44 (0) 1992 467272 medicalinformationuk@merck.com

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu. Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf