Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ganfort (bimatoprost / timolol) – Samantekt á eiginleikum lyfs - S01ED51

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsGanfort
ATC-kóðiS01ED51
Efnibimatoprost / timolol
FramleiðandiAllergan Pharmaceuticals Ireland

1.HEITI LYFS

GANFORT 0,3 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hver ml af lausn inniheldur 0,3 mg bimatoprost og 5 mg timolol (sem 6,8 mg timololmaleat).

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver ml af lausn inniheldur 0,05 mg af benzalkonklóríði.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Augndropar, lausn.

Litlaus til lítið eitt gulleit lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til að lækka augnþrýsting hjá fullorðnum sjúklingum með gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel meðferð með beta-blokkandi augnlyfjum eða prostaglandinhliðstæðum.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur handa fullorðnum (einnig eldra fólki)

Ráðlagður skammtur er einn dropi af GANFORT í sjúkt auga/sjúk augu einu sinni á sólarhring, annað hvort að morgni eða kvöldi. Lyfið skal nota á sama tíma á hverjum degi.

Birtar rannsóknarniðurstöður fyrir GANFORT benda til þess að notkun að kvöldi kunni að hafa meiri augnþrýstingslækkandi áhrif en notkun að morgni. Þó skal meta líkur á réttri notkun lyfsins þegar ákvörðun er tekin um hvort lyfið skuli notað að morgni eða kvöldi (sjá kafla 5.1).

Ef einn skammtur gleymist skal halda meðferð áfram með næsta skammti í samræmi við áætlun. Ekki má nota stærri skammt en einn dropa í sjúkt auga/sjúk augu á dag.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Notkun GANFORT hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Því skal gæta varúðar við meðhöndlun slíkra sjúklinga.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun GANFORT hjá börnum á aldrinum 0 til 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Ef nota á fleiri en eitt augnlyf til staðbundinnar notkunar samhliða skulu líða að minnsta kosti 5 mínútur milli þess sem lyfin eru notuð.

Hægt er að draga úr frásogi með því að þrýsta samtímis á tárakirtla og nef (nasolacrimal occlusion) eða loka augum í 2 mínútur. Þannig má draga úr altækum aukaverkunum og auka staðbundna verkun.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1

Teppusjúkdómur í öndunarvegum (reactive airway disease), þ.e. astmi eða saga um astma, alvarlegur langvinnur teppulungnasjúkdómur.

Gúlshægsláttur, sjúkur sínushnútur, leiðslurof í gáttum, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof án gangráðs. Greinileg hjartabilun, hjartalost.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eins og við á um önnur augnlyf geta virk innihaldsefni (timolol/bimatoprost) GANFORT frásogast út í blóðrásina. Þess hefur ekki orðið vart að virku efnin auki frásog hvors annars.

Vegna beta-adrenvirka innihaldsefnisins timolols geta komið fram samskonar aukaverkanir á hjarta/æðar og lungu og aðrar aukaverkanir sambærilegar þeim sem sjást þegar notaðir eru beta-blokkar með altæka verkun. Tíðni altækra aukaverkana eftir staðbundna lyfjagjöf í augu er lægri en eftir altæka lyfjagjöf. Til að draga úr frásogi, sjá kafla 4.2.

Hjarta

Meta skal vandlega hvort meðferð með öðrum lyfjum skal íhuguð hjá sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma (t.d. kransæðasjúkdóm, Prinzmetal hjartaöng og hjartabilun) og lágþrýstingsmeðferð með beta-blokkurum. Fylgjast skal með sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma með tilliti til einkenna versnandi ástands og aukaverkana.

Vegna neikvæðra áhrifa beta-blokka á leiðnitíma skal gæta fyllstu varúðar þegar þeir eru gefnir sjúklingum með gáttasleglarof af fyrstu gráðu.

Æðar

Gæta skal varúðar við meðferð hjá sjúklingum með verulegar blóðrásartruflanir í útlimum (þ.e. alvarleg tilfelli af Raynauds sjúkdómi eða Raynauds heilkenni).

Öndunarfæri

Greint hefur verið frá áhrifum á öndun, þ.m.t. dauðsföllum vegna berkjukrampa hjá sjúklingum með astma, í tengslum við notkun sumra beta-blokka í augnlyfjaformi.

Gæta skal varúðar þegar GANFORT er notað hjá sjúklingum með væga/miðlungs langvinna lungnateppu (COPD) og þá aðeins ef mögulegur ávinningur er meiri en möguleg áhætta.

Innkirtlar

Nota skal lyf sem blokka beta-adrenvirkni, með varúð handa sjúklingum sem hætt er við sjálfsprottinni blóðsykurslækkun og sjúklingum sem eru með hvikula sykursýki, því beta-blokkar geta dulið einkenni bráðrar blóðsykurslækkunar.

Beta-blokkar geta einnig dulið einkenni skjaldvakaeitrunar.

Glærukvillar

Augnlyf með beta-blokkum geta valdið augnþurrki. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með glærukvilla.

Aðrir beta-blokkar

Áhrif á augnþrýsting eða þekkt áhrif altækrar beta-blokkunar kunna að aukast þegar timolol er gefið sjúklingum sem þegar fá beta-blokka með altæka verkun. Fylgjast skal náið með viðbrögðum þessara sjúklinga. Ekki er mælt með notkun tveggja staðbundinna beta-blokka (sjá kafla 4.5).

Bráðaofnæmisviðbrögð

Hugsanlegt er að sjúklingar sem eru með sögu um ofnæmi eða sögu um alvarlegt bráðaofnæmi fyrir ýmsum vökum sýni aukin viðbrögð við endurtekna notkun slíkra vaka og svari ekki venjulegum skammti adrenalíns, sem notaður er til meðferðar við bráðaofnæmi meðan þeir nota beta-blokka.

Æðulos

Greint hefur verið frá æðulosi við meðferð með lyfjum sem draga úr vökvamyndun (t.d. timolol, acetazolamid) eftir aðgerð á síuvef.

Svæfing

Augnlyf með beta-blokkum geta hamlað altæk áhrif beta-örva t.d. adrenalíns. Ef sjúklingurinn er á timolol meðferð á að upplýsa svæfingalækninn.

Lifur

Hjá sjúklingum með sögu um vægan lifrarsjúkdóm eða óeðlileg gildi alaninaminotransferasa (ALT), aspartataminotransferasa (AST) og/eða bilirubins við upphaf meðferðar, hafði bimatoprost engin neikvæð áhrif á lifrarstarfsemi eftir 24 mánaða meðferð. Ekki eru þekktar neinar aukaverkanir á lifur við notkun timolols í augu.

Augu

Áður en meðferð hefst skal upplýsa sjúklinga um hugsanlegan aukinn vöxt augnhára, dökknun húðar á augnlokum eða umhverfis augað og aukningu brúns litarefnis í litu, vegna þess að þetta hefur komið fyrir í meðferð með bimatoprosti og GANFORT. Aukning litarefnis í litu er líklega varanleg og kann að leiða til mismunar á útliti augna ef einungis annað augað er meðhöndlað. Vera má að litarbreyting í litu sé varanleg eftir að notkun GANFORT er hætt. Eftir 12 mánaða meðferð með GANFORT var tíðni litarbreytingar í litu 0,2%. Eftir 12 mánaða meðferð með bimatoprost augndropum einum sér var tíðnin 1,5% og jókst ekki eftir 3 ára meðferð. Breyting á lit er vegna aukins magns melaníns í sortufrumum fremur en fjölgunar sortufruma. Langtímaáhrif aukningar á litarefnis í litu eru ekki þekkt. Litarbreyting í litu sem komið hefur fram við gjöf bimatoprosts í auga kemur hugsanlega ekki fram fyrr en eftir nokkra mánuði eða ár. Meðferðin virðist hvorki hafa áhrif á fæðingarbletti né freknur í litu. Fram hefur komið að aukning litarefnis í vef umhverfis auga hefur gengið til baka hjá einhverjum sjúklingum.

Greint hefur verið frá blettabjúg (macular oedema), þ.m.t. blöðrublettabjúg (cystoid macular oedema) í meðferð með GANFORT. Því skal nota GANFORT með varúð handa sjúklingum án augasteins, sjúklingum með gerviaugastein og rifið, baklægt augasteinshýði (torn posterior lens capsules) eða hjá sjúklingum með þekkta áhættuþætti varðandi blettabjúg (t.d. aðgerðir á auga, bláæðalokun í sjónhimnu, bólgusjúkdóm í auga og sykursýkissjónukvilla).

Nota skal GANFORT með varúð handa sjúklingum með virka bólgu í auga (t.d. æðahjúpsbólgu (uveitis)) þar sem bólgan kann að versna.

Húð

Hugsanlegt er að hárvöxtur verði þar sem GANFORT lausnin kemst í endurtekna snertingu við yfirborð húðar. Því er mikilvægt að nota GANFORT eins og mælt er fyrir um og koma í veg fyrir að lyfið renni niður á kinn eða á aðra hluta húðarinnar.

Hjálparefni

GANFORT er rotvarið með benzalkonklóríði sem getur valdið augnertingu. Taka á augnlinsur af augum áður en lyfið er notað og bíða í að minnsta kosti 15 mínútur þar til þær eru settar á augun að nýju. Þekkt er að benzalkonklóríð getur litað mjúkar augnlinsur. Forðast skal að lyfið komist í snertingu við mjúkar augnlinsur.

Greint hefur verið frá því að benzalkonklóríð hafi valdið blettaglærukvilla (punctate keratopathy) og/eða eitrunarglærukvilla með sárum (toxic ulcerative keratopathy). Þess vegna þarf að viðhafa eftirlit við tíða eða langvarandi notkun GANFORT handa sjúklingum með augnþurrk eða ef glæran er í sérstakri hættu.

Aðrir sjúkdómar

Notkun GANFORT hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með bólgu í auga, sjúklingum með gláku með lokuðu horni, nýmyndun æða og bólgu, sjúklingum með meðfædda gláku eða þrönghornsgláku.

Í rannsóknum á bimatoprosti 0,3 mg/l hjá sjúklingum með gláku eða hækkaðan augnþrýsting hefur komið fram að tíðari útsetning augans fyrir meira en 1 skammti af bimatoprosti á dag kann að draga úr augnþrýstingslækkandi áhrifum þess. Fylgjast skal með breytingum á augnþrýstingi hjá sjúklingum sem nota GANFORT með öðrum prostaglandinhliðstæðum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum með samsetta lyfinu bimatoprost/timolol.

Hugsanlegt er að fram komi samleggjandi áhrif sem leiða til lágþrýstings og/eða greinilegs hægsláttar þegar augndropar með beta-blokkum eru notaðir samhliða kalsíumgangalokum til inntöku, guanetidini, beta-adrenvirkum blokkum, adrenvirkum lyfjum, lyfjum við hjartsláttartruflunum (þar með talið amiodaron) og digitalisglýkósíðum.

Greint hefur verið frá auknum altækum áhrifum beta-blokka (t.d. hægslætti, þunglyndi) við samhliða meðferð með CYP2D6-hemlum (t.d. kínidín, flúoxetín, paroxetín) og timololi.

Í einstaka tilfellum hefur verið greint frá ljósopsstækkun vegna samhliða notkunar beta-blokka í augnlyfjum og adrenalíns.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun samsetta lyfsins bimatoprost/timolols á meðgöngu. GANFORT á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Til að draga úr frásogi, sjá kafla 4.2.

Bimatoprost

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi við stóra skammta sem hafa eiturverkanir á móðurina (sjá kafla 5.3).

Timolol

Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa ekki leitt í ljós vanskapandi áhrif en hafa hins vegar sýnt hættu á hægari fósturvexti þegar notaðir eru beta-blokkar til inntöku. Að auki hafa sum einkenni beta-blokkunar (t.d. hægsláttur, lágþrýstingur, andnauð og blóðsykurslækkun) sést hjá nýburanum þegar beta-blokkar hafa verið notaðir fram að fæðingu. Ef GANFORT er notað fram að fæðingu skal fylgjast náið með nýburanum fyrstu dagana eftir fæðingu. Dýrarannsóknir á timololi hafa sýnt eitur- verkanir á æxlun við skammta sem eru umtalsvert stærri en notaðir eru til lækninga (sjá kafla 5.3).

Brjóstagjöf

Timolol

Beta-blokkar skiljast út í brjóstamjólk. Hins vegar er ólíklegt að meðferðarskammtar timolols í augndropum séu í nægilegu magni í brjóstamjólk til þess að valda klínískum einkennum beta-blokka hjá barninu. Til að draga úr frásogi, sjá kafla 4.2.

Bimatoprost

Ekki er þekkt hvort bimatoprost skilst út í brjóstamjólk en lyfið skilst út í mjólk rottna. Konur sem eru með barn á brjósti eiga ekki að nota GANFORT.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif GANFORT á frjósemi hjá mönnum.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

GANFORT hefur óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ef tímabundin þokusýn kemur fram eftir að lyfinu hefur verið dreypt í auga gildir, eins og við á um öll augnlyf, að sjúklingurinn á að bíða þar til sjón skýrist áður en hann stundar akstur eða notar vélar.

4.8Aukaverkanir

GANFORT

Samantekt á öryggi lyfsins

Í klínískum rannsóknum á GANFORT var ekki greint frá öðrum aukaverkunum en þeim sem áður hafði verið greint frá fyrir virku innihaldsefnin bimatoprost og timolol, hvort fyrir sig. Ekki hefur verið greint frá nýjum aukaverkunum sem eru sértækar fyrir GANFORT í klínískum rannsóknum.

Flestar aukaverkanirnar sem greint var frá í klínískum rannsóknum á GANFORT tengdust augum, voru vægar og engin þeirra var alvarleg. Á grundvelli upplýsinga úr 12 mánaða notkun í klínískum rannsóknum voru algengustu aukaverkanir sem greint var frá, aukin blóðsókn til táru (yfirleitt mjög lítil eða væg og ekki talin tengjast bólgu) hjá um það bil 26% sjúklinga og 1,5% sjúklinga hættu notkun lyfsins vegna þessa.

Tafla yfir aukaverkanir

Tafla 1 sýnir þær aukaverkanir sem greint hefur verið frá í klínískum rannsóknum á öllum GANFORT samsetningum (fjölskammta og stakskammta) eða eftir markaðssetningu (innan hvers tíðniflokks eru aukaverkanir tilgreindar eftir minnkandi alvarleika).

Tíðni aukaverkana, sem taldar eru upp hér fyrir neðan, er skilgreind á eftirfarandi hátt:

Mjög algengar

≥1/10

 

 

Algengar

≥1/100 til <1/10

 

 

Sjaldgæfar

≥1/1.000 til <1/100

 

 

Mjög sjaldgæfar

≥1/10.000 til <1/1.000

 

 

Koma örsjaldan fyrir

<1/10.000

 

 

Tíðni ekki þekkt

Ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Tafla 1

 

 

 

 

 

 

 

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

 

Ónæmiskerfi

Tíðni ekki þekkt

ofnæmisviðbrögð, þ.m.t.

 

 

 

einkenni um ofnæmishúðbólgu,

 

 

 

ofsabjúg, ofnæmi í auga

 

Geðræn vandamál

Tíðni ekki þekkt

svefnleysi2, martraðir2

 

Taugakerfi

Algengar

höfuðverkur, sundl2

 

 

Tíðni ekki þekkt

bragðskynstruflun2

 

Augu

Mjög algengar

aukin blóðsókn til táru

 

 

 

 

 

 

 

 

Algengar

blettaglærubólga (punctate

 

 

keratitis), glærufleiður2,

 

 

sviðatilfinning2, erting í táru1,

 

 

augnkláði, stingir í auga2,

 

 

tilfinning fyrir korni í auga,

 

 

þurrkur í auga, roði á

 

 

augnlokum, augnverkur,

 

 

ljósfælni, útferð úr auga2,

 

 

sjóntruflanir2, kláði í

 

 

augnlokum, skert sjónskerpa2,

 

 

hvarmabólga2, bjúgur á

 

 

augnlokum, erting í auga, aukin

 

 

táraseyting, vöxtur augnhára

 

Sjaldgæfar

litubólga2, tárubjúgur2, verkur í

 

 

augnlokum2, óeðlileg tilfinning í

 

 

auga1, augnþreyta, innhverfing

 

 

augnhára2, aukning litarefnis í

 

 

lithimnu2, dýpkun á neðri skor

 

 

(sulcus) augnloks2, inndregin

 

 

augnlok2, litabreyting á

 

 

augnhárum (dökknun)1

 

Tíðni ekki þekkt

blöðrublettabjúgur (cystoid

 

 

macular oedema)2, þroti í auga,

 

 

þokusýn2

Hjarta

Tíðni ekki þekkt

hægsláttur

Öndunarfæri, brjósthol og

Algengar

nefslímubólga2

miðmæti

 

 

 

 

 

 

Sjaldgæfar

andnauð

 

Ekki er hægt að áætla tíðni út

berkjukrampi (einkum hjá

 

frá fyrirliggjandi gögnum

sjúklingum sem fyrir eru með

 

 

sjúkdóma sem valda

 

 

berkjukrampa) 2, astmi

Húð og undirhúð

Algengar

hvarmalitun2, hárvöxtur2,

 

 

dökknun húðar (umhverfis

 

 

augu)

 

Tíðni ekki þekkt

hárlos2

Almennar aukaverkanir og

Tíðni ekki þekkt

þreyta

aukaverkanir á íkomustað

 

 

1aukaverkanir komu eingöngu fram við notkun GANFORT stakskammtasamsetningar

2aukaverkanir komu eingöngu fram við notkun GANFORT fjölskammtasamsetningar

Rétt eins og önnur staðbundin lyf í augu frásogast GANFORT (bimatoprost/timolol) í blóðrásina. Frásog timolols kann að valda svipuðum aukaverkunum og sjást við notkun beta-blokka með altæka verkun. Tíðni altækra aukaverkana eftir gjöf í augu er lægri en eftir altæka lyfjagjöf. Til að draga úr frásogi, sjá kafla 4.2.

Aðrar aukaverkanir sem sést hafa í tengslum við annað hvort virku innihaldsefnanna (bimatoprost eða timolol) og gætu hugsanlega komið fram við notkun GANFORT má sjá hér á eftir í töflu 2:

Tafla 2

Flokkun eftir líffærum

 

Aukaverkanir

Ónæmiskerfi

 

altæk ofnæmisviðbrögð, þar á meðal

 

 

bráðaofnæmi1

 

 

Efnaskipti og næring

blóðsykurslækkun1

Geðræn vandamál

þunglyndi1, minnistap1

Taugakerfi

yfirlið1, heilablóðfall1, versnun einkenna

 

vöðvaslensfárs1, dofi/náladofi (paraesthesia)1,

 

heilablóðþurrð1

Augu

minnkað næmi glæru1, tvísýni1, lokbrá1, æðulos í

 

kjölfar síuvefsskurðar (filtration surgery)1 (sjá

 

kafla 4.4), glærubólga1, hvarmakrampi2,

 

blæðingar í sjónu2, æðahjúpsbólga (uveitis)2

Hjarta

gáttasleglarof1, hjartastopp1, hjartsláttartruflanir1,

 

hjartabilun1, blóðríkishjartabilun1, brjóstverkur1,

 

hjartsláttarónot1, bjúgur1

Æðar

lágþrýstingur1, háþrýstingur2,

 

æðakrampaheilkenni (Raynaud’s phenomenon)1,

 

hand- og fótkuldi1

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

versnun astma2, versnun langvinnrar

 

lungnateppu2, hósti1

Meltingarfæri

ógleði1,2, niðurgangur1, meltingartruflanir1,

 

munnþurrkur1, kviðverkir1, uppköst1

Húð og undirhúð

sóralík útbrot1 eða versnun sóra1, útbrot1

Stoðkerfi og stoðvefur

vöðvaþrautir1

Æxlunarfæri og brjóst

truflun á kynlífi1, minnkuð kynhvöt1

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á

þróttleysi1,2

íkomustað

 

Rannsóknaniðurstöður

óeðlilegar niðurstöður úr lifrarprófum2

1aukaverkanir sem komu fram við Timolol einlyfjameðferð

2aukaverkanir sem komu fram við Bimatoprost einlyfjameðferð

Aukaverkanir sem greint hefur verið frá við notkun augndropa sem innihalda fosfat

Hjá sjúklingum með töluvert skemmda hornhimnu hefur örsjaldan verið greint frá tilvikum kölkunar í hornhimnu í tengslum við notkun augndropa sem innihalda fosfat.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ofskömmtun og eiturverkun GANFORT er ólíkleg við staðbundna notkun í auga.

Bimatoprost

Ef GANFORT er fyrir slysni tekið inn gætu eftirfarandi upplýsingar komið að gagni: Í tveggja vikna rannsókn á rottum og músum, þar sem bimatoprost var gefið með inntöku, höfðu skammtar, allt að 100 mg/kg/sólarhring, ekki í för með sér neinar eiturverkanir. Þessi skammtur er í mg/m2 að minnsta kosti 70 sinnum stærri en ef 10 kg barn tekur fyrir slysni inn eitt glas af GANFORT.

Timolol

Einkenni ofskömmtunar eftir inntöku timolols eru m.a.: Hægsláttur, lágþrýstingur, berkjukrampar, höfuðverkur, sundl, mæði og hjartastopp. Í rannsókn á sjúklingum með nýrnabilun kom fram að timolol er ekki auðfjarlægt með skilun.

Eigi ofskömmtun sér stað skal veita stuðningsmeðferð og meðferð í samræmi við einkenni.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Augnlyf, beta-blokkar, ATC-flokkur: S01ED51.

Verkunarháttur

Í GANFORT eru tvö virk efni: bimatoprost og timolol. Bæði efnin lækka hækkaðan augnþrýsting með samleggjandi verkunarhætti og heildaráhrifin eru meiri lækkun augnþrýstings en þegar hvort lyfið er notað fyrir sig. Verkun GANFORT kemur fljótt fram.

Bimatoprost er öflugt augnþrýstingslækkandi virkt innihaldsefni. Það er samtengt prostamid, byggingarlega skylt prostaglandini F2 (PGF2 ) og áhrif þess stafa ekki af verkun á neinn þekktra viðtaka prostaglandina. Bimatoprost líkir sértækt eftir áhrifum náttúrulegra efna sem voru nýlega uppgötvuð og kallast prostamid. Bygging prostamidviðtakans hefur þó ekki enn verið skilgreind. Bimatoprost dregur úr augnþrýstingi hjá mönnum með því að auka útflæði augnvökva gegnum bjálkanetið (trabecular meshwork) og með því að auka útflæði frá æðahjúp og hvítu (uveoscleral outflow).

Timolol er ósértækur blokki beta1 og beta2 adrenvirkra viðtaka sem hefur engin marktæk eigin adren- virk, bein hjartavöðvabælandi eða staðdeyfandi (himnustöðugleikaaukandi) áhrif. Timolol lækkar augnþrýsting með því að draga úr myndun augnvökva. Nákvæmur verkunarháttur er ekki fyllilega þekktur en líklega er um að ræða hömlun á aukinni nýmyndun cAMP af völdum innrænnar beta- adrenvirkrar örvunar.

Klínísk áhrif

Augnþrýstingslækkandi áhrif GANFORT eru ekki meiri en þau sem fást með því að nota saman bimatoprost (einu sinni á dag) og timolol (tvisvar sinnum á dag).

Birtar rannsóknarniðurstöður fyrir GANFORT benda til þess að notkun að kvöldi kunni að hafa meiri augnþrýstingslækkandi áhrif en notkun að morgni. Þó skal meta líkur á réttri notkun lyfsins þegar ákvörðun er tekin um hvort lyfið skuli notað að morgni eða kvöldi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun GANFORT hjá börnum á aldrinum 0 til 18 ára.

5.2Lyfjahvörf

GANFORT

Plasmaþéttni bimatoprosts og timolols var metin í víxlunarrannsókn (crossover study) þar sem meðferð með GANFORT var borin saman við notkun hvors virka efnisins fyrir sig hjá heilbrigðum einstaklingum. Frásog hvors efnis fyrir sig út í blóðrásina var óverulegt og notkun beggja efnanna í sama lyfinu hafði ekki áhrif á frásogið.

Í tveimur 12 mánaða rannsóknum, þar sem frásog út í blóðrásina var mælt, sást engin uppsöfnun virku efnanna.

Bimatoprost

Bimatoprost berst greiðlega gegnum hornhimnu og hvítu manna in vitro. Eftir gjöf í auga er almenn (systemic) útsetning fyrir bimatoprosti mjög lítil og engin uppsöfnun á sér stað með tímanum. Eftir gjöf eins dropa af bimatoprosti 0,03% í hvort auga einu sinni á dag í tvær vikur, náði blóðþéttni hámarki innan 10 mínútna frá lyfjagjöf og féll niður fyrir greiningarmörk (0,025 ng/ml) innan 1,5 klst. frá lyfjagjöf. Meðaltalsgildi Cmax og AUC0-24 klst. voru ámóta á 7. og 14. degi eða um það bil 0,08 ng/ml og 0,09 ng·klst./ml, tilgreint í sömu röð, sem gefur til kynna að jafnvægi lyfjaþéttni hafi náðst á fyrstu viku lyfjagjafar í augu.

Bimatoprost dreifist í meðallagi mikið til líkamsvefja og almennt (systemic) dreifingarrúmmál hjá mönnum var 0,67 l/kg við jafnvægi. Í blóði manna er bimatoprost aðallega að finna í plasma. Bimatoprost er um það bil 88% bundið við plasmaprótein.

Bimatoprost er helsta efnið í blóðrásinni, eftir að það hefur náð út í blóðrásina í kjölfar notkunar í auga. Margvísleg umbrotsefni myndast síðan fyrir tilstilli oxunar á bimatoprosti, N-etýlsviptingar og glúkúronsamtengingar.

Brotthvarf bimatoprosts verður einkum með útskilnaði um nýru. Allt að 67% skammts sem gefinn var heilbrigðum sjálfboðaliðum í bláæð skildist út með þvagi, en 25% skildust út í hægðum. Helmingunar- tími brotthvarfs, sem ákvarðaður var eftir gjöf í bláæð, var um 45 mínútur, heildarblóðúthreinsun var 1,5 l/klst./kg.

Sérkenni hjá eldra fólki

Eftir gjöf tvisvar sinnum á sólarhring var meðaltalsgildi AUC0-24 klst. fyrir bimatoprost hjá öldruðum (65 ára og eldri) 0,0634 ng·klst./ml sem er marktækt stærra en 0,0218 ng·klst./ml hjá ungu og heil- brigðu, fullorðnu fólki. Þetta skiptir þó ekki klínísku máli því almenn (systemic) útsetning hjá bæði öldruðum og ungum einstaklingum hélst mjög lítil eftir gjöf í auga. Engin uppsöfnun bimatoprosts í blóði sást með tímanum og öryggi við notkun var sambærilegt hjá öldruðum og ungum sjúklingum.

Timolol

Eftir notkun 0,5% lausnar í auga hjá mönnum, við aðgerð vegna drers á auga, náðist hámarksþéttni timolols, 898 ng/ml, í augnvökva einni klst. eftir notkun lyfsins. Eitthvað af lyfinu frásogast út í blóð- rásina þar sem það verður fyrir miklum umbrotum í lifur. Helmingunartími timolols í plasma er um það bil 7 klst. Timolol umbrotnar að hluta til í lifur og timolol og umbrotsefni þess skiljast út um nýru. Timolol er ekki mikið bundið plasmapróteinum.

5.3Forklínískar upplýsingar

GANFORT

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta GANFORT í auga sýndu enga sérstaka hættu fyrir menn. Öryggi hvors efnis um sig er vel staðfest, hvort sem er fyrir notkun í auga eða almenna (systemic) notkun.

Bimatoprost

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum. Rannsóknir á nagdýrum sýndu tegundarsértæk fósturlát við almenna útsetningu sem var 33 til 97-föld útsetning hjá mönnum eftir notkun í auga.

Hjá öpum sem gefið var bimatoprost í auga, í ≥0,03% styrkleika, daglega í 1 ár, kom fram aukning litarefnis í litu og afturkræf skammtaháð áhrif umhverfis augu, sem einkenndust af áberandi efri og/eða neðri skor (sulcus) og víkkun hvarmaglufu (palpebral fissure). Svo virðist sem aukning litar- efnis í litu stafi af aukinni örvun á myndun melaníns í sortufrumum en ekki af fjölgun sortufrumna. Ekki hafa sést neinar starfrænar eða smásæjar breytingar tengdar áhrifum umhverfis auga og verkunar- mátinn sem veldur breytingum umhverfis auga er óþekktur.

Timolol

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Benzalkonklóríð

Natríumklóríð

Dinatríumhýdrógenfosfatheptahýdrat

Sítónusýrumonohýdrat

Saltsýra eða natríumhýdroxíð (til að stilla pH)

Hreinsað vatn

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika við notkun í 28 daga við 25°C.

Hvað varðar hugsanlega örverumengun er notkunartími og geymsla á ábyrgð notandans og á almennt ekki að vera umfram 28 daga við 25°C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Hvítar, ógegnsæjar flöskur úr lágþéttni polyetyleni með skrúftappa úr polystyreni. Hver flaska inniheldur 3 ml.

Lyfið er fáanlegt í eftirtöldum pakkningastærðum: Öskjur með 1 eða 3 flöskum sem hver um sig inniheldur 3 ml. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Allergan Pharmaceuticals Ireland Castlebar Road

Westport

Co. Mayo Írland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/06/340/001

EU/1/06/340/002

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. maí 2006

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 23. júní 2011

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

<{MM/ÁÁÁÁ}.>

<{DD/MM/ÁÁÁÁ}.> <{DD. mánuður ÁÁÁÁ}.>

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

GANFORT 0,3 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn, í stakskammtaíláti.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver ml af lausn inniheldur 0,3 mg bimatoprost og 5 mg timolol (sem 6,8 mg timololmaleat).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Augndropar, lausn, í stakskammtaíláti.

Litlaus til lítið eitt gulleit lausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Til að lækka augnþrýsting hjá fullorðnum sjúklingum með gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel meðferð með beta-blokkandi augnlyfjum eða prostaglandinhliðstæðum.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur handa fullorðnum (einnig eldra fólki)

Ráðlagður skammtur er einn dropi af GANFORT stakskammta í sjúkt auga/sjúk augu einu sinni á sólarhring, annað hvort að morgni eða kvöldi. Lyfið skal nota á sama tíma á hverjum degi.

Birtar rannsóknarniðurstöður fyrir GANFORT (fjölskammtasamsetningu) benda til þess að notkun að kvöldi kunni að hafa meiri augnþrýstingslækkandi áhrif en notkun að morgni. Þó skal meta líkur á réttri notkun lyfsins þegar ákvörðun er tekin um hvort lyfið skuli notað að morgni eða kvöldi (sjá kafla 5.1).

Stakskammtaílátin eru einnota; eitt ílát nægir til að meðhöndla bæði augun. Farga skal ónotaðri lausn strax eftir notkun. Ef einn skammtur gleymist skal halda meðferð áfram með næsta skammti í samræmi við áætlun. Ekki má nota stærri skammt en einn dropa í sjúkt auga/sjúk augu á dag.

Skert nýrna- og lifrarstarfsemi

Notkun GANFORT stakskammta hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi. Því skal gæta varúðar við meðhöndlun slíkra sjúklinga.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun GANFORT stakskammta hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Ef nota á fleiri en eitt augnlyf til staðbundinnar notkunar samhliða skulu líða að minnsta kosti 5 mínútur milli þess sem lyfin eru notuð.

Hægt er að draga úr frásogi með því að þrýsta samtímis á tárakirtla og nef (nasolacrimal occlusion) eða loka augum í 2 mínútur. Þannig má draga úr altækum aukaverkunum og auka staðbundna verkun.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1

Teppusjúkdómur í öndunarvegum (reactive airway disease), þ.e. astmi eða saga um astma, alvarlegur langvinnur teppulungnasjúkdómur.

Gúlshægsláttur, sjúkur sínushnútur, leiðslurof í gáttum, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof án gangráðs. Greinileg hjartabilun, hjartalost.

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eins og við á um önnur augnlyf geta virk innihaldsefni (timolol/bimatoprost) GANFORT stakskammta frásogast út í blóðrásina. Þess hefur ekki orðið vart að virku efnin auki frásog hvors annars við notkun GANFORT (fjölskammtasamsetningu).

Vegna beta-adrenvirka innihaldsefnisins timolols geta komið fram samskonar aukaverkanir á hjarta/æðar og lungu og aðrar aukaverkanir (ADR) sambærilegar þeim sem sjást þegar notaðir eru beta-blokkar með altæka verkun. Tíðni altækra aukaverkana eftir staðbundna lyfjagjöf í augu er lægri en eftir altæka lyfjagjöf. Til að draga úr frásogi, sjá kafla 4.2.

Hjarta

Meta skal vandlega hvort meðferð með öðrum lyfjum skal íhuguð hjá sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma (t.d. kransæðasjúkdóm, Prinzmetal hjartaöng og hjartabilun) sem fá lágþrýstingsmeðferð með beta-blokkurum. Fylgjast skal með sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma með tilliti til einkenna versnandi ástands og aukaverkana.

Vegna neikvæðra áhrifa á leiðnitíma skal gæta fyllstu varúðar þegar beta-blokkar eru gefnir sjúklingum með gáttasleglarof af fyrstu gráðu.

Æðar

Gæta skal varúðar við meðferð hjá sjúklingum með verulegar blóðrásartruflanir í útlimum (þ.e. alvarleg tilfelli af Raynauds sjúkdómi eða Raynauds heilkenni).

Öndunarfæri

Greint hefur verið frá áhrifum á öndun, þ.m.t. dauðsföllum vegna berkjukrampa hjá sjúklingum með astma, í tengslum við notkun sumra beta-blokka í augnlyfjaformi.

Gæta skal varúðar þegar GANFORT stakskammta er notað hjá sjúklingum með væga/miðlungs langvinna lungnateppu (COPD) og þá aðeins ef mögulegur ávinningur er meiri en möguleg áhætta.

Innkirtlar

Nota skal lyf sem blokka beta-adrenvirkni með varúð handa sjúklingum sem hætt er við sjálfsprottinni blóðsykurslækkun og sjúklingum sem eru með hvikula sykursýki, því beta-blokkar geta dulið einkenni bráðrar blóðsykurslækkunar.

Beta-blokkar geta einnig dulið einkenni skjaldvakaeitrunar.

Glærukvillar

Augnlyf með beta-blokkum geta valdið augnþurrki. Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með glærukvilla.

Aðrir beta-blokkar

Áhrif á augnþrýsting eða þekkt áhrif altækrar beta-blokkunar kunna að aukast þegar timolol er gefið sjúklingum sem þegar fá beta-blokka með altæka verkun. Fylgjast skal náið með viðbrögðum þessara sjúklinga. Ekki er mælt með notkun tveggja staðbundinna beta-blokka (sjá kafla 4.5).

Bráðaofnæmisviðbrögð

Hugsanlegt er að sjúklingar sem eru með sögu um ofnæmi eða sögu um alvarlegt bráðaofnæmi fyrir ýmsum vökum sýni aukin viðbrögð við endurtekna notkun slíkra vaka og svari ekki venjulegum skammti adrenalíns, sem notaður er til meðferðar við bráðaofnæmi meðan þeir nota beta-blokka.

Æðulos

Greint hefur verið frá æðulosi við meðferð með lyfjum sem draga úr vökvamyndun (t.d. timolol, acetazolamid) eftir aðgerð á síuvef.

Svæfing

Augnlyf með beta-blokkum geta hamlað altæk áhrif beta-örva t.d. adrenalíns. Ef sjúklingurinn er á timolol meðferð á að upplýsa svæfingalækninn.

Lifur

Hjá sjúklingum með sögu um vægan lifrarsjúkdóm eða óeðlileg gildi alaninaminotransferasa (ALT), aspartataminotransferasa (AST) og/eða bilirubins við upphaf meðferðar, höfðu bimatoprost augndropar engin neikvæð áhrif á lifrarstarfsemi eftir 24 mánaða meðferð. Ekki eru þekktar neinar aukaverkanir á lifur við notkun timolols í augu.

Augu

Áður en meðferð hefst skal upplýsa sjúklinga um hugsanlegan aukinn vöxt augnhára og mislitun á húð umhverfis augu, vegna þess að þetta hefur komið fyrir í meðferð með GANFORT stakskammta. Aukning brúns litarefnis í litu hefur einnig komið fyrir í meðferð með GANFORT (fjölskammtasamsetningu). Aukning litarefnis í litu er líklega varanleg og kann að leiða til mismunar á útliti augna ef einungis annað augað er meðhöndlað. Vera má að litarbreyting í litu sé varanleg eftir að notkun GANFORT er hætt. Eftir 12 mánaða meðferð með GANFORT (fjölskammta samsetningu) var tíðni litarbreytingar í litu 0,2%. Eftir 12 mánaða meðferð með bimatoprost augndropum einum sér var tíðnin 1,5% og jókst ekki eftir 3 ára meðferð. Breyting á lit er vegna aukins magns melaníns í sortufrumum fremur en fjölgunar sortufruma. Langtímaáhrif aukningar á litarefnis í litu eru ekki þekkt. Litarbreyting í litu sem komið hefur fram við gjöf bimatoprosts í auga kemur hugsanlega ekki fram fyrr en eftir nokkra mánuði eða ár. Meðferðin virðist hvorki hafa áhrif á fæðingarbletti né freknur í litu. Fram hefur komið að aukning litarefnis í vef umhverfis auga hefur gengið til baka hjá einhverjum sjúklingum.

Greint hefur verið frá blettabjúg (macular oedema), þ.m.t. blöðrublettabjúg (cystoid macular oedema) í meðferð með GANFORT (fjölskammtasamsetningu). Því skal nota GANFORT stakskammta með varúð handa sjúklingum án augasteins, sjúklingum með gerviaugastein og rifið, baklægt augasteinshýði (torn posterior lens capsules) eða hjá sjúklingum með þekkta áhættuþætti varðandi blettabjúg (t.d. aðgerðir á auga, bláæðalokun í sjónhimnu, bólgusjúkdóm í auga og sykursýkissjónukvilla).

Nota skal GANFORT með varúð handa sjúklingum með virka bólgu í auga (t.d. æðahjúpsbólgu (uveitis)) þar sem bólgan kann að versna.

Húð

Hugsanlegt er að hárvöxtur verði þar sem GANFORT lausnin kemst í endurtekna snertingu við yfirborð húðar. Því er mikilvægt að nota GANFORT eins og mælt er fyrir um og koma í veg fyrir að lyfið renni niður á kinn eða á aðra hluta húðarinnar.

Aðrir sjúkdómar

Notkun GANFORT stakskammta hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með bólgu í auga, sjúklingum með gláku með lokuðu horni, nýmyndun æða og bólgu eða hjá sjúklingum með meðfædda gláku eða þrönghornsgláku.

Í rannsóknum á bimatoprosti 0,3 mg/l hjá sjúklingum með gláku eða hækkaðan augnþrýsting hefur komið fram að tíðari útsetning augans fyrir meira en 1 skammti af bimatoprosti á dag kann að draga úr augnþrýstingslækkandi áhrifum þess. Fylgjast skal með breytingum á augnþrýstingi hjá sjúklingum sem nota GANFORT með öðrum prostaglandinhliðstæðum.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum með samsetta lyfinu bimatoprost/timolol.

Hugsanlegt er að fram komi samleggjandi áhrif sem leiða til lágþrýstings og/eða greinilegs hægsláttar þegar augndropar með beta-blokkum eru notaðir samhliða kalsíumgangalokum til inntöku, guanetidini, beta-adrenvirkum blokkum, adrenvirkum lyfjum, lyfjum við hjartsláttartruflunum (þar með talið amiodaron) og digitalisglýkósíðum.

Greint hefur verið frá auknum altækum áhrifum beta-blokka (t.d. hægslætti, þunglyndi) við samhliða meðferð með CYP2D6-hemlum (t.d. kínidín, flúoxetín, paroxetín) og timololi.

Í einstaka tilfellum hefur verið greint frá ljósopsstækkun vegna samhliða notkunar beta-blokka í augnlyfjum og adrenalíns.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi upplýsingar um notkun samsetta lyfsins bimatoprost/timolols á meðgöngu. GANFORT stakskammta á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Til að draga úr frásogi, sjá kafla 4.2.

Bimatoprost

Ekki liggja fyrir neinar fullnægjandi rannsóknaniðurstöður um notkun á meðgöngu. Rannsóknir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif á frjósemi við stóra skammta sem hafa eiturverkanir á móðurina (sjá kafla 5.3).

Timolol

Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa ekki leitt í ljós vanskapandi áhrif en hafa hins vegar sýnt hættu á hægari fósturvexti þegar notaðir eru beta-blokkar til inntöku. Að auki hafa sum einkenni beta-blokkunar (t.d. hægsláttur, lágþrýstingur, andnauð og blóðsykurslækkun) sést hjá nýburanum þegar beta-blokkar hafa verið notaðir fram að fæðingu. Ef GANFORT stakskammta er notað fram að fæðingu skal fylgjast náið með nýburanum fyrstu dagana eftir fæðingu. Dýrarannsóknir á timololi hafa sýnt eiturverkanir á æxlun við skammta sem eru umtalsvert stærri en notaðir eru til lækninga (sjá kafla 5.3).

Brjóstagjöf

Timolol

Beta-blokkar skiljast út í brjóstamjólk. Hins vegar er ólíklegt að meðferðarskammtar timolols í augndropum séu í nægilegu magni í brjóstamjólk til þess að valda klínískum einkennum beta-blokka hjá barninu. Til að draga úr frásogi, sjá kafla 4.2.

Bimatoprost

Ekki er þekkt hvort bimatoprost skilst út í brjóstamjólk en lyfið skilst út í mjólk rottna. Konur sem eru með barn á brjósti eiga ekki að nota GANFORT stakskammta.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif GANFORT stakskammta á frjósemi hjá mönnum.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

GANFORT stakskammta hefur óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Ef tímabundin þokusýn kemur fram eftir að lyfinu hefur verið dreypt í auga gildir, eins og við á um öll augnlyf, að sjúklingurinn á að bíða þar til sjón skýrist áður en hann stundar akstur eða notar vélar.

4.8 Aukaverkanir

GANFORT stakskammta

Samantekt á öryggi lyfsins

Í klínísku rannsókninni á GANFORT stakskammta var ekki greint frá öðrum aukaverkunum en þeim sem áður hafði verið greint frá fyrir annaðhvort GANFORT (fjölskammtasamsetningu) eða fyrir virku innihaldsefnin bimatoprost eða timolol. Ekki hefur verið greint frá nýjum aukaverkunum sem eru sértækar fyrir GANFORT stakskammta í klínískum rannsóknum.

Flestar aukaverkanirnar sem greint var frá fyrir GANFORT stakskammta tengdust augum, voru vægar og engin þeirra var alvarleg. Samkvæmt 12 vikna rannsókn á GANFORT stakskammta sem gefið var einu sinni á dag, var algengasta aukaverkunin sem greint var frá fyrir GANFORT stakskammta aukin blóðsókn til táru (yfirleitt mjög lítil eða væg og ekki talin tengjast bólgu) hjá um það bil 21% sjúklinga og 1,4% sjúklinga hættu notkun lyfsins vegna þessa.

Tafla yfir aukaverkanir

Tafla 1 sýnir þær aukaverkanir sem greint var frá í klínískum rannsóknum á bæði GANFORT stakskammta og GANFORT fjölskammtasamsetningum eða eftir markaðssetningu (innan hvers tíðniflokks eru aukaverkanir tilgreindar eftir minnkandi alvarleika).

Tíðni aukaverkana, sem taldar eru upp hér fyrir neðan, er skilgreind á eftirfarandi hátt:

Mjög algengar

≥1/10

 

 

Algengar

≥1/100 til <1/10

 

 

Sjaldgæfar

≥1/1.000 til <1/100

 

 

Mjög sjaldgæfar

≥1/10.000 til <1/1.000

 

 

Koma örsjaldan fyrir

<1/10.000

 

 

Tíðni ekki þekkt

Ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum

Tafla 1

 

 

 

 

 

 

 

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkanir

 

Ónæmiskerfi

Tíðni ekki þekkt

ofnæmisviðbrögð, þ.m.t.

 

 

 

einkenni um ofnæmishúðbólgu,

 

 

 

ofsabjúg, ofnæmi í auga

 

Geðræn vandamál

Tíðni ekki þekkt

svefnleysi2, martraðir2

 

Taugakerfi

Algengar

höfuðverkur, sundl2

 

 

Tíðni ekki þekkt

bragðskynstruflun2

 

Augu

Mjög algengar

aukin blóðsókn til táru

 

 

 

 

 

 

Algengar

blettaglærubólga (punctate

 

 

 

keratitis), glærufleiður2,

 

 

 

sviðatilfinning2, erting í táru1,

 

 

 

augnkláði, stingir í auga2,

 

 

 

tilfinning fyrir korni í auga,

 

 

 

þurrkur í auga, roði á

 

 

 

augnlokum, augnverkur,

 

 

 

ljósfælni, útferð úr auga2,

 

 

 

sjóntruflanir2, kláði í

 

 

 

 

 

 

augnlokum, skert sjónskerpa2,

 

 

hvarmabólga2, bjúgur á

 

 

augnlokum, erting í auga, aukin

 

 

táraseyting, vöxtur augnhára

 

Sjaldgæfar

litubólga2, tárubjúgur2, verkur í

 

 

augnlokum2, óeðlileg tilfinning í

 

 

auga1, augnþreyta, innhverfing

 

 

augnhára2, aukning litarefnis í

 

 

lithimnu2, dýpkun á neðri skor

 

 

(sulcus) augnloks2, inndregin

 

 

augnlok2, litabreyting á

 

 

augnhárum (dökknun)1

 

Tíðni ekki þekkt

blöðrublettabjúgur (cystoid

 

 

macular oedema) 2, þroti í auga,

 

 

þokusýn2

Hjarta

Tíðni ekki þekkt

hægsláttur

Öndunarfæri, brjósthol og

Algengar

nefslímubólga2

miðmæti

 

 

 

 

 

 

Sjaldgæfar

andnauð

 

Tíðni ekki þekkt

berkjukrampi (einkum hjá

 

 

sjúklingum sem fyrir eru með

 

 

sjúkdóma sem valda

 

 

berkjukrampa) 2, astmi

Húð og undirhúð

Algengar

hvarmalitun2, hárvöxtur2,

 

 

dökknun húðar (umhverfis

 

 

augu)

 

Tíðni ekki þekkt

hárlos2

Almennar aukaverkanir og

Tíðni ekki þekkt

þreyta

aukaverkanir á íkomustað

 

 

1aukaverkanir komu eingöngu fram við notkun GANFORT stakskammtasamsetningar

2aukaverkanir komu eingöngu fram við notkun GANFORT fjölskammtasamsetningar

Rétt eins og önnur staðbundin lyf í augu frásogast GANFORT (bimatoprost/timolol) í blóðrásina. Frásog timolols kann að valda svipuðum aukaverkunum og sjást við notkun beta-blokka með altæka verkun. Tíðni altækra aukaverkana eftir gjöf í augu er lægri en eftir altæka lyfjagjöf. Til að draga úr frásogi, sjá kafla 4.2.

Aðrar aukaverkanir sem sést hafa í tengslum við annað hvort virku innihaldsefnanna (bimatoprost eða timolol) og gætu hugsanlega komið fram við notkun GANFORT má sjá hér á eftir í töflu 2:

Tafla 2

Flokkun eftir líffærum

 

Aukaverkanir

Ónæmiskerfi

 

altæk ofnæmisviðbrögð, þar á meðal

 

 

bráðaofnæmi1

Efnaskipti og næring

 

blóðsykurslækkun1

Geðræn vandamál

 

þunglyndi1, minnistap1

Taugakerfi

 

yfirlið1, heilablóðfall1, versnun einkenna

 

 

vöðvaslensfárs1, dofi/náladofi (paraesthesia)1,

 

 

heilablóðþurrð1

Augu

 

minnkað næmi glæru1, tvísýni1, lokbrá1, æðulos í

 

 

kjölfar síuvefsskurðar (filtration surgery)1 (sjá

 

 

kafla 4.4), glærubólga1, hvarmakrampi2,

 

 

blæðingar í sjónu2, æðahjúpsbólga (uveitis)2

Hjarta

 

gáttasleglarof1, hjartastopp1, hjartsláttartruflanir1,

 

 

 

hjartabilun1, blóðríkishjartabilun1, brjóstverkur1,

 

hjartsláttarónot1, bjúgur1

Æðar

lágþrýstingur1, háþrýstingur2,

 

æðakrampaheilkenni (Raynaud’s phenomenon) 1,

 

hand- og fótkuldi1

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

versnun astma2, versnun langvinnrar

 

lungnateppu2, hósti1

Meltingarfæri

ógleði1,2, niðurgangur1, meltingartruflanir1,

 

munnþurrkur1, kviðverkir1, uppköst1

Húð og undirhúð

sóralík útbrot1 eða versnun sóra1, útbrot1

Stoðkerfi og stoðvefur

vöðvaþrautir1

Æxlunarfæri og brjóst

truflun á kynlífi1, minnkuð kynhvöt1

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á

þróttleysi1,2

íkomustað

 

Rannsóknaniðurstöður

óeðlilegar niðurstöður úr lifrarprófum2

1aukaverkanir sem komu fram við Timolol einlyfjameðferð

2aukaverkanir sem komu fram við Bimatoprost einlyfjameðferð

Aukaverkanir sem greint hefur verið frá við notkun augndropa sem innihalda fosfat

Hjá sjúklingum með töluvert skemmda hornhimnu hefur örsjaldan verið greint frá tilvikum kölkunar í hornhimnu í tengslum við notkun augndropa sem innihalda fosfat.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Ofskömmtun og eiturverkun GANFORT stakskammta er ólíkleg við staðbundna notkun í auga.

Bimatoprost

Ef GANFORT stakskammta er fyrir slysni tekið inn, gætu eftirfarandi upplýsingar komið að gagni: Í tveggja vikna rannsókn á músum og rottum þar sem bimatoprost var gefið með inntöku, höfðu

skammtar allt að 100 mg/kg/dag ekki í för með sér neinar eiturverkanir; þetta samsvarar skammtastærð fyrir menn upp á 8,1 og 16,2 mg/kg. Þessir skammtar eru að minnsta kosti 7,5 sinnum stærri en magn bimatoprost ef allt innihald öskju af GANFORT stakskammta er tekið inn fyrir slysni (90 stakskammtaílát x 0,4 ml, 36 ml) í 10 kg barni [(36 ml * 0,3 mg / ml bimatoprost) / 10 kg; 1,08 mg/kg].

Timolol

Einkenni ofskömmtunar eftir inntöku timolols eru m.a.: Hægsláttur, lágþrýstingur, berkjukrampar, höfuðverkur, sundl, mæði og hjartastopp. Í rannsókn á sjúklingum með nýrnabilun kom fram að timolol er ekki auðfjarlægt með skilun.

Eigi ofskömmtun sér stað skal veita stuðningsmeðferð og meðferð í samræmi við einkenni.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Augnlyf, beta-blokkar, ATC-flokkur: S01ED51.

Verkunarháttur

Í GANFORT stakskammta eru tvö virk efni: bimatoprost og timolol. Bæði efnin lækka hækkaðan augnþrýsting með samleggjandi verkunarhætti og heildaráhrifin eru meiri lækkun augnþrýstings en þegar hvort lyfið er notað fyrir sig. Verkun GANFORT stakskammta kemur fljótt fram.

Bimatoprost er öflugt augnþrýstingslækkandi virkt innihaldsefni. Það er samtengt prostamid, byggingarlega skylt prostaglandini F2 (PGF2 ) og áhrif þess stafa ekki af verkun á neinn þekktra viðtaka prostaglandina. Bimatoprost líkir sértækt eftir áhrifum náttúrulegra efna sem voru nýlega uppgötvuð og kallast prostamid. Bygging prostamidviðtakans hefur þó ekki enn verið skilgreind. Bimatoprost dregur úr augnþrýstingi hjá mönnum með því að auka útflæði augnvökva gegnum bjálkanetið (trabecular meshwork) og með því að auka útflæði frá æðahjúp og hvítu (uveoscleral outflow).

Timolol er ósértækur blokki beta1 og beta2 adrenvirkra viðtaka sem hefur engin marktæk eigin adren- virk, bein hjartavöðvabælandi eða staðdeyfandi (himnustöðugleikaaukandi) áhrif. Timolol lækkar augnþrýsting með því að draga úr myndun augnvökva. Nákvæmur verkunarháttur er ekki fyllilega þekktur en líklega er um að ræða hömlun á aukinni nýmyndun cAMP af völdum innrænnar beta- adrenvirkrar örvunar.

Klínísk áhrif

Í 12 vikna (tvíblindri, slembiraðaðri, samhliða hópa) klínískri rannsókn var borið saman öryggi og verkun GANFORT stakskammta við GANFORT (fjölskammtasamsetningu) hjá sjúklingum með gláku eða hækkaðan augnþrýsting. GANFORT stakskammta náði ekki fram meiri (non-inferior) augnþrýstingslækkandi áhrifum en GANFORT (fjölskammtasamsetning): Efri mörk 95% CI af muninum milli meðferða voru innan við fyrirframskilgreind 1,5 mm Hg vikmörk á hverjum tímapunkti mælingar (klst. 0, 2, og 8) í viku 12 (fyrir aðalgreiningu) og einnig í vikum 2 og 6, fyrir meðaltalsbreytingu á augnþrýstingi í verra auga frá grunnlínu (augnþrýstingur í verra auga vísar til augans sem er með hærri daglegan meðaltalsaugnþrýsting í upphafi). Í rauninni fóru efri mörk 95% CI ekki yfir 0,14 mm Hg við 12. viku.

Báðir meðferðarhóparnir sýndu tölfræðilega og klínískt marktæka meðaltalslækkun frá upphafsgildi augnþrýstings í verra auga á öllum tímapunktum eftirfylgni meðan á rannsókninni stóð (p <0,001). Meðalbreytingar frá grunngildum augnþrýstings í verra auga voru á bilinu frá -9,16 til -7,98 mm Hg fyrir GANFORT (stakskammta) hópinn og frá -9,03 til -7,72 mm Hg fyrir GANFORT (fjölskammtasamsetningu) hópinn í 12 vikna rannsókninni.

GANFORT stakskammta náði einnig fram sambærilegri augnþrýstingslækkandi verkun og GANFORT (fjölskammtasamsetning) í meðalauga og verri augnþrýstingi á hverjum eftirfylgni tímapunkti í viku 2, 6 og 12.

Samkvæmt rannsóknum á GANFORT (fjölskammtasamsetningu) eru augnþrýstingslækkandi áhrif GANFORT eru ekki meiri en þau sem fást með því að nota saman bimatoprost (einu sinni á dag) og timolol (tvisvar sinnum á dag).

Birtar rannsóknarniðurstöður fyrir GANFORT (fjölskammtasamsetningu) benda til þess að notkun að kvöldi kunni að hafa meiri augnþrýstingslækkandi áhrif en notkun að morgni. Þó skal meta líkur á réttri notkun lyfsins þegar ákvörðun er tekin um hvort lyfið skuli notað að morgni eða kvöldi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun GANFORT stakskammta hjá börnum yngri en 18 ára.

5.2 Lyfjahvörf

GANFORT

Plasmaþéttni bimatoprosts og timolols var metin í víxlunarrannsókn (crossover study) þar sem meðferð með GANFORT (fjölskammtasamsetningu) var borin saman við notkun hvors virka efnisins

fyrir sig hjá heilbrigðum einstaklingum. Frásog hvors efnis fyrir sig út í blóðrásina var óverulegt og notkun beggja efnanna í sama lyfinu hafði ekki áhrif á frásogið.

Í tveimur 12 mánaða rannsóknum á GANFORT (fjölskammtasamsetningu), þar sem frásog út í blóðrásina var mælt, sást engin uppsöfnun virku efnanna.

Bimatoprost

Bimatoprost berst greiðlega gegnum hornhimnu og hvítu manna in vitro. Eftir gjöf í auga er almenn (systemic) útsetning fyrir bimatoprosti mjög lítil og engin uppsöfnun á sér stað með tímanum. Eftir gjöf eins dropa af bimatoprosti 0,03% í hvort auga einu sinni á dag í tvær vikur, náði blóðþéttni hámarki innan 10 mínútna frá lyfjagjöf og féll niður fyrir greiningarmörk (0,025 ng/ml) innan 1,5 klst. frá lyfjagjöf. Meðaltalsgildi Cmax og AUC0-24 klst. voru ámóta á 7. og 14. degi eða um það bil 0,08 ng/ml og 0,09 ng·klst./ml, tilgreint í sömu röð, sem gefur til kynna að jafnvægi lyfjaþéttni hafi náðst á fyrstu viku lyfjagjafar í augu.

Bimatoprost dreifist í meðallagi mikið til líkamsvefja og almennt (systemic) dreifingarrúmmál hjá mönnum var 0,67 l/kg við jafnvægi. Í blóði manna er bimatoprost aðallega að finna í plasma. Bimatoprost er um það bil 88% bundið við plasmaprótein.

Bimatoprost er helsta efnið í blóðrásinni, eftir að það hefur náð út í blóðrásina í kjölfar notkunar í auga. Margvísleg umbrotsefni myndast síðan fyrir tilstilli oxunar á bimatoprosti, N-etýlsviptingar og glúkúronsamtengingar.

Brotthvarf bimatoprosts verður einkum með útskilnaði um nýru. Allt að 67% skammts sem gefinn var heilbrigðum sjálfboðaliðum í bláæð skildist út með þvagi, en 25% skildust út í hægðum. Helmingunar- tími brotthvarfs, sem ákvarðaður var eftir gjöf í bláæð, var um 45 mínútur, heildarblóðúthreinsun var 1,5 l/klst./kg.

Sérkenni hjá eldra fólki

Eftir gjöf bimatoprost 0,3 mg/mg tvisvar sinnum á sólarhring, var meðaltalsgildi AUC0-24 klst. fyrir bimatoprost hjá öldruðum (65 ára og eldri) 0,0634 ng·klst./ml sem er marktækt stærra en

0,0218 ng·klst./ml hjá ungu og heilbrigðu, fullorðnu fólki. Þetta skiptir þó ekki klínísku máli því almenn (systemic) útsetning hjá bæði öldruðum og ungum einstaklingum hélst mjög lítil eftir gjöf í auga. Engin uppsöfnun bimatoprosts í blóði sást með tímanum og öryggi við notkun var sambærilegt hjá öldruðum og ungum sjúklingum.

Timolol

Eftir notkun 0,5% lausnar í auga hjá mönnum, við aðgerð vegna drers á auga, náðist hámarksþéttni timolols, 898 ng/ml, í augnvökva einni klst. eftir notkun lyfsins. Eitthvað af lyfinu frásogast út í blóð- rásina þar sem það verður fyrir miklum umbrotum í lifur. Helmingunartími timolols í plasma er um það bil 7 klst. Timolol umbrotnar að hluta til í lifur og timolol og umbrotsefni þess skiljast út um nýru. Timolol er ekki mikið bundið plasmapróteinum.

5.3 Forklínískar upplýsingar

GANFORT

Rannsóknir á eiturverkunum eftir endurtekna skammta GANFORT (fjölskammtasamsetningu) í auga sýndu enga sérstaka hættu fyrir menn. Öryggi hvors efnis um sig er vel staðfest, hvort sem er fyrir notkun í auga eða almenna (systemic) notkun.

Bimatoprost

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum. Rannsóknir á nagdýrum sýndu tegundarsértæk fósturlát við almenna útsetningu sem var 33 til 97-föld útsetning hjá mönnum eftir notkun í auga.

Hjá öpum sem gefið var bimatoprost í auga, í ≥0,03% styrkleika, daglega í 1 ár, kom fram aukning litarefnis í litu og afturkræf skammtaháð áhrif umhverfis augu, sem einkenndust af áberandi efri og/eða neðri skor (sulcus) og víkkun hvarmaglufu (palpebral fissure). Svo virðist sem aukning litar- efnis í litu stafi af aukinni örvun á myndun melaníns í sortufrumum en ekki af fjölgun sortufrumna. Ekki hafa sést neinar starfrænar eða smásæjar breytingar tengdar áhrifum umhverfis auga og verkunar- mátinn sem veldur breytingum umhverfis auga er óþekktur.

Timolol

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Natríumklóríð

Dinatríumhýdrógenfosfatheptahýdrat

Sítónusýrumonohýdrat

Saltsýra eða natríumhýdroxíð (til að stilla pH)

Hreinsað vatn

6.2 Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3 Geymsluþol

2 ár

Notið innan 7 daga eftir að pokinn hefur verið opnaður. Fleygið opnuðu stakskammtaílátinu strax eftir fyrstu notkun.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluhitastig lyfsins. Geymið stakskammtaílátið í pokanum til varnar gegn ljósi og raka.

6.5 Gerð íláts og innihald

Gegnsæ stakskammtaílát úr lágþéttnipólýetýlen (LDPE) með skrúftappa.

Hvert stakskammtaílát inniheldur 0,4 ml af lausn.

Lyfið er fáanlegt í eftirtöldum pakkningastærðum: Öskjur með 5, 30 eða 90 stakskammtaílátum; hverri ræmu með 5 stakskammtaílátum er pakkað í álþynnupoka. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Allergan Pharmaceuticals Ireland Castlebar Road

Westport

Co. Mayo Írland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/06/340/003 5 stakskammtaílát

EU/1/06/340/004 30 stakskammtaílát

EU/1/06/340/005 90 stakskammtaílát

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 19. maí 2006

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 23. júní 2011

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

<{MM/ÁÁÁÁ}.>

<{DD/MM/ÁÁÁÁ}.> <{DD. mánuður ÁÁÁÁ}.>

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf