Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Helicobacter Test INFAI (13C-urea) – Samantekt á eiginleikum lyfs - V04CX

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsHelicobacter Test INFAI
ATC-kóðiV04CX
Efni13C-urea
FramleiðandiINFAI, Institut für biomedizinische Analytik

1.HEITI LYFS

Helicobacter Test INFAI 75 mg mixtúruduft, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Ein krukka inniheldur 75 mg 13C-þvagefni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Bvítt, kristallað mixtúruduft, lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Helicobacter Test INFAI er ætlað til greiningar á Helicobacter pylori sýkingu hjá:

fullorðnum

unglingum, sem eru í áhættuhópi fyrir bólgu-eða sárasjúkdóma í maga.

Þetta lyf er einungis notað til greiningar.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Lyfið skal gefið af heilbrigðisstarfsmanni og viðeigandi eftirlit á að vera til staðar.

Skammtar

Helicobacter Test INFAI er öndunarpróf. Börn 12 ára og eldri og fullorðnir taka innihald einnar krukku með 75 mg. Prófið er framkvæmt einu sinni.

Lyfjagjöf

Fyrir framkvæmdina þarf 200 ml af 100% hreinum appelsínusafa (gefið rétt fyrir prófið) fyrir sjúklinga 12 ára og eldri auk kranavatns sem er nauðsynlegt til upplausnar á 13C - þvagefnisduftinu.

Sjúklingurinn á að hafa fastað í meira en 6 klukkustundir, helst næturlangt. Framkvæmd prófsins tekur um það bil 40 mínútur.

Þurfi að endurtaka prófið skal það í fyrsta lagi gert einum sólarhring eftir fyrra próf.

Bæling á vexti H. pylori getur gefið falskt negatíft svar. Prófið skal þess vegna framkvæmt fjórum vikum eftir lok meðferðar með sýkladrepandi lyfjum og tveimur vikum eftir síðasta skammt af lyfjum sem hemja sýrulosun. Hvort tveggja getur haft áhrif á H. pylori sýkingu. Þetta er sérlega mikilvægt eftir Helicobacter upprætingarmeðferð.

Mikilvægt er að fylgja nákvæmlega notkunarleiðbeiningum eins og lýst er í lið 6.6, annars geta niðurstöður orðið vafasamar.

4.3Frábendingar

Ekki skal framkvæma próf á sjúklingum með staðfesta eða þar sem grunur leikur á að um sýkingu í maga eða magavisnun sé að ræða því það getur haft áhrif á niðurstöður greiningar á þvagefni í útöndunarlofti. Sjá lið 4.2 (Skammtar og lyfjagjöf).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Jákvæð greining á þvagefni í útöndunarlofti ein og sér staðfestir ekki að beita skuli upprætingarmeðferð. Ráðlagðar eru frekari sjúkdómsgreiningar með speglun meltingarvegar til að útiloka aðra sjúkdóma svo sem magasár, magabólgur vegna virkni ónæmiskerfisins eða æxli.

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um áreiðanleika greiningar með Helicobacter Test INFAI svo hægt sé að ráðleggja notkun þess fyrir sjúklinga sem hluti maga hefur verið fjarlægður úr.

Fyrir börn frá 3 ára aldri, er tiltækt Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára.

Í einstökum tilfellum þegar um er að ræða magavisnun (atrophic gastritis) getur greining á þvagefni í útöndunarlofti gefið falskt jákvætt svar, þannig að beita þarf öðrum greiningaraðferðum til að staðfesta að um H. pylori sé að ræða.

Ef sjúklingurinn kastar upp á meðan á greiningunni stendur, þannig að endurtaka þarf prófið skal það gert fastandi og ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta dag, eins og greint er frá í lið 4.2.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Allar meðferðir sem áhrif hafa á H. pylori eða úreasavirkni geta haft áhrif á niðurstöður mælinga með Helicobacter Test INFAI.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Ekki er vitað til þess að rannsóknin hafi ósækileg áhrif á meðgöngu eða brjóstagjöf. Nauðsynlegt er að kynna sér vel upplýsingar um áhrif upprætingarmeðferðar á konur á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Helicobacter Test INFAI hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Engar þekktar.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Vegna þess að einungis er gefið 75 mg af 13C-þvagefninu, er ofskömmtunar ekki að vænta.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Lyfjaflokkun: Önnur sjúkdómsgreiningarefni, ATC flokkur: V04CX

Ekki hefur verið lýst lyfhrifum af 75 mg skammti af 13C-þvagefni sem svarar til skammtsins sem gefinn er við greiningu á útöndunarloftinu.

Eftir inntöku kemst merkta þvagefnið í snertingu við þekju magans. Í nærveru H. pylori sundrar ensímið úreasi frá H. pylori 13C-þvagefninu.

Ensímið úreasi

2H2N(13CO)NH2 + 2H2O –––––––––––––> 4NH3 + 213CO2

Koltvíoxíð flyst inn í æðakerfið. Þaðan er það flutt sem bíkarbónat til lungna og losað sem 13CO2 í útöndunarlofti.

Hlutfallið af 13C / 12C samsætunum breytist marktækt í útöndunarloftinu, þegar úreasi frá bakteríunum er til staðar. Hlutur 13CO2 í útöndunarsýnum er mældur með massagreiningu á hlutfalli samsæta (IRMS) og sett fram sem tölulegur mismunur (Δδ-gildi) á milli viðmiðunarsýna (00-mínútu-gildi) og sýna sem tekin eru 30 mínútum eftir inntöku greiningarlausnar (30-mínútu-gildi).

Úreasavirkni í maga er einungis til staðar hjá sjúklingum sem sýktir eru af H. pylori. Aðrar bakteríur sem mynda úreasa eru sjaldgæfar í magaflórunni.

Markgildið sem skilur á milli Helicobacter pylori neikvæðra og jákvæðra sjúklinga hefur verið

ákvarðað sem ∆δ-gildi 4 ‰. Það þýðir að ef ∆δ-gildið eykst meira en um 4 ‰ gefur það til kynna að um sýkingu sé að ræða. Þegar niðurstöður greininga með öndunarprófii í klínískum tilraunum með 457 sjúklingum voru bornar saman við H.pylori sjúkdómsgreiningu með vefjasýnum kom í ljós næmni 96.5 % til 97.9 % [95 %-CI: 94.05 % - 99.72 %], og sértæki 96.7 % til 100 %. [95 %-CI: 94.17 % - 103.63 %], en í klínískum tilraunum á 93 börnum á aldrinum 12-17 ára greindist næmni 97.7 % [90 %-CI: 91.3 %] og sértæki náðist að 96.0 % [90 %-CI: 89.7 %].

Þegar úreasi frá bakteríum er ekki til staðar er allt þvagefnið sem gefið er tekið upp í meltingarveginum og síðan meðhöndlað á sama hátt og þvagefnið sem framleitt er í líkamanum. Ammóníakið sem myndast við sundrungu af völdum baktería eins og sýnt er hér að ofan gengur inn í efnaferla líkamans sem NH4+.

5.2Lyfjahvörf

13C-þvagefnið sem tekið er inn sundrast annaðhvort í koltvíoxið og ammóníak eða það gengur inn í þvagefnishringinn í líkamanum. Aukning í 13CO2 er mæld með greiningu á samsætum.

Upptaka og dreifing á 13CO2 er hraðari en úreasahvarfið. Það sem ákvarðar hraðann á öllu ferlinu er því sundrunin á 13C-þvagefninu með úreasanum frá H. pylori.

Fyrstu 30 mínúturnar eftir inntöku á 75 mg af merktu þvagefni hækkar hlutur 13CO2 marktækt í útöndunarlofti sjúklinga sem sýktir eru af H. pylori.

5.3Forklínískar upplýsingar

Ekkert sem bendir til sérstakrar hættu í tengslum við klíníska notkun efnisins.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Engin.

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við

6.3Geymsluþol

3 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C.

6.5Gerð íláts og innihald

Prófunarsamstæðan inniheldur eftirfarandi:

Nr

Innihald

Fjöldi

Krukka (10 ml, polystyren með polyetylen smelluloki) sem inniheldur

75 mg af 13C-þvagefnis mixtúrudufti, lausn

 

Merkt gler- eða plastílát til sýnatöku, geymslu og flutnings á

 

útöndunarlofti til greiningar

 

Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi

 

 

Sýnatökutími: 30-mínútu-gildi

Sveigjanlegt rör til að safna útöndunarlofti í sýnaílát

Eyðublað sjúklings

Fylgiseðill

Örk með strikamerktum miðum og límmiða

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

1.Prófið skal framkvæmt af þjálfuðum heilbrigðisstarfsmanni.

2.Upplýsingar um sjúkling skulu skráðar samkvæmt meðfylgjandi eyðublaði sjúklings. Mælt er með að prófið sé framkvæmt þegar sjúklingurinn er í hvíldarstöðu.

3.Prófið hefst á töku viðmiðunarsýnis (00-mínútu-gildi)

Takið rörið og ílátin tvö sem merkt eru “Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi” úr prófunarsamstæðunni.

Takið tappann úr öðru sýnatökuílátinu, fjarlægið umbúðir af útöndunarröri og komið því fyrir í sýnatökuílátinu.

Látið sjúklinginn anda varlega út um rörið þar til að döggvar á innra borði sýnatökuílátsins

Um leið og sjúklingurinn andar stöðugt frá sér er rörið dregið upp úr sýnatökuílátinu og því lokað samstundis. (Ef sýnatökuílátið stendur opið lengur en í 30 sekúndur er hætta á að niðurstöður verði rangar).

Haldið sýnatökuílátinu uppréttu og límið á strikamerkta miðann sem merktur er “00- mínútu-gildi” um sýnatökuílátin þannig að línurnar á strikamerkinu séu láréttar.

4.Fyllið hitt sýnatökuílátið sem merkt er “Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi” á sama hátt.

5.Nú verður sjúklingurinn tafarlaust að drekka 200 ml af 100% appelsínusafa eða 1 g af sítrónusýru í 200 ml af vatni.

6.Nú er komið að því að búa til greiningarlausnina.

Takið krukkuna sem merkt er 13C-þvagefnis mixtúruduft” úr prófunarsamstæðunni, opnið hana og fyllið að þremur fjórða hluta með kranavatni.

Lokið krukkunni og hristið vandlega þar til að allt duftið er uppleyst. Hellið innihaldinu í drykkjarílát.

Barmafyllið 13C-þvagefniskrukkuna í annað og þriðja sinn með kranavatni og hellið í drykkjarílátið (heildarrúmmál kranavatns skal vera um það bil 30 ml).

7.Þessa greiningarlausn verður sjúklingurinn að drekka tafarlaust og tímasetning inntöku skal skráð niður.

8.Þrjátíu mínútum eftir inntöku greiningarlausnarinnar (þrep 7), eru 30-mínútu-gildis sýnin tekin í sýnatökuílátin tvö, sem eru eftir í prófunarsamstæðunni (Merkt “Sýnatökutími: 30-mínútu- gildi”) eins og lýst er í þrepum 3 og 4. Notið strikamerktu miðana sem merktir eru “30-mínútu- gildi” á þessi sýni.

9.Límið viðeigandi strikamerktan miða á eyðublað sjúklingsins. Límið pakkninguna aftur með límmiðanum.

10.Sýnatökuílátin skal senda í upprunalegum umbúðum til rannsóknarstofu sem er fær um að greina sýnin.

Greining á útöndunarsýnum og tæknilýsing fyrir rannsóknarstofur

Útöndunarsýnin sem safnað var í 10 ml gler- eða plastílát eru mæld með massagreiningu á hlutfalli samsæta (IRMS).

Greining á hlutfalli 13C / 12C samsætunum í koltvíoxíði í útöndunarloftinu er órjúfanlegur hluti af Helicobacter Test INFAI prófinu. Greiningin á útöndunarloftinu vegur þungt varðandi nákvæmni prófsins. Tæknileg atriði varðandi massagreininn svo sem línuleiki, stöðugleiki (með tilliti til nákvæmni viðmiðunarloftegundar) og nákvæmni mælinga eru grundvallaratriði hvað varðar nákvæmni mæliaðferðarinnar.

Gæta skal þess að greiningin fari fram á rannsóknarstofu sem er fær um að greina sýnin. Staðfest aðferð er eftirfarandi:

Undirbúningur sýna fyrir IMRS

Til að greina hlutfall 13C / 12C samsætana í koltvíoxíði í útöndunarloftinu með massagreiningu verður að skilja koltvíoxíðið frá útöndunarloftinu og leiða það inn í massagreininn. Undirbúningur öndunarsýna fyrir massagreiningu á hlutfalli samsæta (IMRS) byggir á sjálfvirkri gasskiljugreiningu við stöðugt flæði.

Vatn er fjarlægt úr sýninu með Nafion vatnsgildru eða með gasskiljusúlu sem skilur að einstakar loftegundir með helium. Á leiðinni í gegnum súluna eru einstakar lofttegundir greindar með jóníserandi nema. Sá hluti sýnisins sem inniheldur koltvíoxíð, sem er greint út frá rástíma þess, er leitt inn í massagreininn.

Massagreining

Til að greina einangruðu koltvíoxíðlofttegundina verður að jónísera sameindirnar, safna þeim saman í geisla, hraða þeim í rafsviði, láta þær sveigja í segulsviði og nema þær að lokum. Þessir fimm ferlar gerast í massagreininum, sem samanstendur af þremur aðskildum einingum: gjafa, greiningarlampa og safnara. Jóníseringin, geislamyndunin og hröðunin gerist í gjafanum, sveiging í segulsviði í greiningarlampanum og skynjunin á sér stað í safnaranum.

Inngjöf sýnis

Margskonar útbúnaður er fáanlegur til að gefa koltvíoxíð inn í greininn. Við greiningu á útöndunarlofti er mikilvægt að greina koltvíoxíðið í útöndunarsýninu og bera það saman við þekkt staðalloft. Það tryggir nákvæmni kerfisins, því útreikningur á samsætum í koltvíoxíðinu er gerður með tilliti til óháðs staðals.

Tæknilýsing fyrir greiningu á 13C / 12C hlutfalli

Útöndunarprófið grundvallast á því að gefið er sérstakt 13C-merkt þvagefni og fylgst með sundrun þess með því að mæla 13CO2 í útöndunarlofti.

Massagreinirinn verður að geta:

Margar endurteknar greiningar: Lágmark 3 endurteknar mælingar á sama sýni við greiningu

Öryggi við aðgengi:

Örugg varðveisla á mæligildum og niðurstöðum, og takmarkað

 

aðgengi til að forðast síðari breytingar

Stilling:

13C / 12C-hlutfallið miðað við PDB (Pee Dee Beliminate)

Rúmmál sýnis

< 200 míkrólítrar

Mikilvægustu prófanirnar til að sannreyna tæknilýsinguna eru línuleiki, stöðugleiki (nákvæmni á staðallofti) og nákvæmni mælinga.

Allir massagreinar til greininga á útöndunarlofti verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

Línuleiki:

≤ 0,5‰ fyrir útöndunarsýni með breytilegan styrk CO2 á bilinu 1%

 

til 7%

Stöðugleiki:

≤ 0,2‰ á 10 endurteknum mælingum

Nákvæmni:

≤ 0,3‰ af 13C sem til staðar í útöndunarlofti með 3% CO2 í 10 ml

 

sýnatökuíláti

Sjúklingur er sjúkdómsgreindur með H. pylori sýkingu ef mismunur 13C / 12C á milli viðmiðunargildisins og 30- mínútu-gildisins er meiri en 4,0‰.

Nota má einhverja aðra viðurkennda aðferð sem framkvæmd er af til þess hæfri rannsóknarstofu.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

INFAI, Institut für biomedizinische Analytik & NMR-Imaging GmbH Universitätsstraβe 142

D-44799 Bochum Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/045/001

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 14. ágúst 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 14. ágúst 2007

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Helicobacter Test INFAI 75 mg mixtúruduft, lausn

2. INNIHALDSLÝSING

Ein krukka inniheldur 75 mg 13C-þvagefni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Bvítt, kristallað mixtúruduft, lausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Helicobacter Test INFAI er ætlað til greiningar á Helicobacter pylori sýkingu hjá:

fullorðnum

unglingum, sem eru í áhættuhópi fyrir bólgu-eða sárasjúkdóma í maga.

Þetta lyf er einungis notað til greiningar.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Lyfið skal gefið af heilbrigðisstarfsmanni og viðeigandi eftirlit á að vera til staðar.

Skammtar

Helicobacter Test INFAI er öndunarpróf. Börn 12 ára og eldri og fullorðnir taka innihald einnar krukku með 75 mg. Prófið er framkvæmt einu sinni.

Lyfjagjöf

Fyrir framkvæmdina þarf 200 ml af 100% hreinum appelsínusafa eða 1 g af sítrónusýru í 200 ml af vatni (gefið rétt fyrir prófið) fyrir sjúklinga 12 ára og eldri auk kranavatns sem er nauðsynlegt til upplausnar á 13C - þvagefnisduftinu.

Sjúklingurinn á að hafa fastað í meira en 6 klukkustundir, helst næturlangt. Framkvæmd prófsins tekur um það bil 40 mínútur.

Þurfi að endurtaka prófið skal það í fyrsta lagi gert einum sólarhring eftir fyrra próf.

Bæling á vexti H. pylori getur gefið falskt negatíft svar. Prófið skal þess vegna framkvæmt fjórum vikum eftir lok meðferðar með sýkladrepandi lyfjum og tveimur vikum eftir síðasta skammt af lyfjum sem hemja sýrulosun. Hvort tveggja getur haft áhrif á H. pylori sýkingu. Þetta er sérlega mikilvægt eftir Helicobacter upprætingarmeðferð.

Mikilvægt er að fylgja nákvæmlega notkunarleiðbeiningum eins og lýst er í lið 6.6, annars geta niðurstöður orðið vafasamar.

4.3 Frábendingar

Ekki skal framkvæma próf á sjúklingum með staðfesta eða þar sem grunur leikur á að um sýkingu í maga eða magavisnun sé að ræða því það getur haft áhrif á niðurstöður greiningar á þvagefni í útöndunarlofti. Sjá lið 4.2 (Skammtar og lyfjagjöf).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Jákvæð greining á þvagefni í útöndunarlofti ein og sér staðfestir ekki að beita skuli upprætingarmeðferð. Ráðlagðar eru frekari sjúkdómsgreiningar með speglun meltingarvegar til að útiloka aðra sjúkdóma svo sem magasár, magabólgur vegna virkni ónæmiskerfisins eða æxli.

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um áreiðanleika greiningar með Helicobacter Test INFAI svo hægt sé að ráðleggja notkun þess fyrir sjúklinga sem hluti maga hefur verið fjarlægður úr.

Fyrir börn frá 3 ára aldri, er tiltækt Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára.

Í einstökum tilfellum þegar um er að ræða magavisnun (atrophic gastritis) getur greining á þvagefni í útöndunarlofti gefið falskt jákvætt svar, þannig að beita þarf öðrum greiningaraðferðum til að staðfesta að um H. pylori sé að ræða.

Ef sjúklingurinn kastar upp á meðan á greiningunni stendur, þannig að endurtaka þarf prófið skal það gert fastandi og ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta dag, eins og greint er frá í lið 4.2.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Allar meðferðir sem áhrif hafa á H. pylori eða úreasavirkni geta haft áhrif á niðurstöður mælinga með Helicobacter Test INFAI.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Ekki er vitað til þess að rannsóknin hafi ósækileg áhrif á meðgöngu eða brjóstagjöf. Nauðsynlegt er að kynna sér vel upplýsingar um áhrif upprætingarmeðferðar á konur á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Helicobacter Test INFAI hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Engar þekktar.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Vegna þess að einungis eru gefin 75 mg af 13C-þvagefninu, er ofskömmtunar ekki að vænta.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Lyfjaflokkun: Önnur sjúkdómsgreiningarefni, ATC flokkur: V04CX

Ekki hefur verið lýst lyfhrifum af 75 mg skammti af 13C-þvagefni sem svarar til skammtsins sem gefinn er við greiningu á útöndunarloftinu.

Eftir inntöku kemst merkta þvagefnið í snertingu við þekju magans. Í nærveru H. pylori sundrar ensímið úreasi frá H. pylori 13C-þvagefninu.

Ensímið úreasi

2H2N(13CO)NH2 + 2H2O –––––––––––––> 4NH3 + 213CO2

Koltvíoxíð flyst inn í æðakerfið. Þaðan er það flutt sem bíkarbónat til lungna og losað sem 13CO2 í útöndunarlofti.

Hlutfallið af 13C / 12C samsætunum breytist marktækt í útöndunarloftinu, þegar úreasi frá bakteríunum er til staðar. Hlutur 13CO2 í útöndunarsýnum er mældur með massagreiningu á hlutfalli samsæta (IRMS) og sett fram sem tölulegur mismunur (Δδ-gildi) á milli viðmiðunarsýna (00-mínútu-gildi) og sýna sem tekin eru 30 mínútum eftir inntöku greiningarlausnar (30-mínútu-gildi).

Úreasavirkni í maga er einungis til staðar hjá sjúklingum sem sýktir eru af H. pylori. Aðrar bakteríur sem mynda úreasa eru sjaldgæfar í magaflórunni.

Markgildið sem skilur á milli Helicobacter pylori neikvæðra og jákvæðra sjúklinga hefur verið

ákvarðað sem ∆δ-gildi 4 ‰. Það þýðir að ef ∆δ-gildið eykst meira en um 4 ‰ gefur það til kynna að um sýkingu sé að ræða. Þegar niðurstöður greininga með öndunarprófii í klínískum tilraunum með 457 sjúklingum voru bornar saman við H.pylori sjúkdómsgreiningu með vefjasýnum kom í ljós næmni 96.5 % til 97.9 % [95 %-CI: 94.05 % - 99.72 %], og sértæki 96.7 % til 100 %. [95 %-CI: 94.17 % - 103.63 %], en í klínískum tilraunum á 93 börnum á aldrinum 12-17 ára greindist næmni 97.7 % [90 %-CI: 91.3 %] og sértæki náðist að 96.0 % [90 %-CI: 89.7 %].

Þegar úreasi frá bakteríum er ekki til staðar er allt þvagefnið sem gefið er tekið upp í meltingarveginum og síðan meðhöndlað á sama hátt og þvagefnið sem framleitt er í líkamanum. Ammóníakið sem myndast við sundrungu af völdum baktería eins og sýnt er hér að ofan gengur inn í efnaferla líkamans sem NH4+.

5.2 Lyfjahvörf

13C-þvagefnið sem tekið er inn sundrast annaðhvort í koltvíoxið og ammóníak eða það gengur inn í þvagefnishringinn í líkamanum. Aukning í 13CO2 er mæld með greiningu á samsætum.

Upptaka og dreifing á 13CO2 er hraðari en úreasahvarfið. Það sem ákvarðar hraðann á öllu ferlinu er því sundrunin á 13C-þvagefninu með úreasanum frá H. pylori.

Fyrstu 30 mínúturnar eftir inntöku á 75 mg af merktu þvagefni hækkar hlutur 13CO2 marktækt í útöndunarlofti sjúklinga sem sýktir eru af H. pylori.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Ekkert sem bendir til sérstakrar hættu í tengslum við klíníska notkun efnisins.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Engin.

6.2 Ósamrýmanleiki

Áekki við

6.3 Geymsluþol

3 ár

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C

6.5 Gerð íláts og innihald

Eitt próf inniheldur 1 krukku ásamt aukalegu hlutunum

Nr

Innihald

Fjöldi

Krukka (10 ml, polystyren með polyetylen smelluloki) sem inniheldur

75 mg af 13C-þvagefnis mixtúrudufti, lausn

 

Útöndunarpokar:

 

Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi

 

Sýnatökutími: 30-mínútu-gildi

Sveigjanlegt rör til að safna útöndunarlofti í útöndunarpokana

Eyðublað sjúklings

Fylgiseðill

Örk með strikamerktum miðum og límmiða

Prófsett inniheldur 50 krukkur ásamt aukalegu hlutunum

 

Nr

Innihald

Fjöldi

Krukka (10 ml, polystyren með polyetylen smelluloki) sem inniheldur

75 mg af 13C-þvagefni mixtúrudufti, lausn

 

Útöndunarpokar:

 

Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi

 

Sýnatökutími: 30-mínútu-gildi

Sveigjanlegt rör til að safna útöndunarlofti í útöndunarpokana

Eyðublað sjúklings

Fylgiseðill

Örk með strikamerktum miðum og límmiða

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

1.Prófið skal framkvæmt af þjálfuðum heilbrigðisstarfsmanni.

2.Upplýsingar um sjúkling skulu skráðar samkvæmt meðfylgjandi eyðublaði sjúklings. Mælt er með að prófið sé framkvæmt þegar sjúklingurinn er í hvíldarstöðu.

3.Prófið hefst á töku viðmiðunarsýnis (00-mínútu-gildi)

Takið rörið og útöndunarpokann sem merktur er “Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi” úr prófunarsamstæðunni.

Takið tappann úr útöndunarpokanum, fjarlægið umbúðir af rörinu og komið því fyrir í útöndunarpokanum.

Látið sjúklinginn anda varlega út um rörið.

Sjúklingurinn verður að anda stöðugt frá sér, draga rörið upp og loka útöndunarpokanum samstundis með tappanum. (Ef útöndunarpokinn stendur opinn lengur en í 30 sekúndur er hætta á að niðurstöður verði rangar).

Haldið útöndunarpokanum uppréttum og límið strikamerkta miðann sem merktur er “00- mínútu-gildi” á útöndunarpokann.

4.Nú verður sjúklingurinn tafarlaust að drekka 200 ml af 100% appelsínusafa eða 1 g af sítrónusýru í 200 ml af vatni.

5.Nú er komið að því að búa til greiningarlausnina.

Takið krukkuna sem merkt er 13C-þvagefnis mixtúruduft” úr prófunarsamstæðunni, opnið hann og fyllið að þremur fjórða hluta með kranavatni.

Lokið krukkunni og hristið vandlega þar til að allt duftið er uppleyst. Hellið innihaldinu í drykkjarílát.

Barmafyllið 13C-þvagefniskrukkuna í annað og þriðja sinn með kranavatni og hellið í drykkjarílátið (heildarrúmmál kranavatns skal vera um það bil 30 ml).

6.Þessa greiningarlausn verður sjúklingurinn að drekka tafarlaust og tímasetning inntöku skal skráð niður.

7.Þrjátíu mínútum eftir inntöku greiningarlausnarinnar (þrep 6), er 30-mínútu-gilda sýnið tekið í útöndunarpokann, sem er eftir í prófunarsamstæðunni (Merktur “Sýnatökutími: 30-mínútu- gildi”) eins og lýst er í þrepi 3.Notið strikamerkta miðann sem merktur er “30-mínútu-gildi” á þetta sýni.

8.Límið viðeigandi strikamerktan miða á eyðublað sjúklingsins. Límið pakkninguna aftur með límmiðanum.

9.Útöndunarpokana skal senda í upprunalegum umbúðum til rannsóknarstofu sem er fær um að greina sýnin.

Greining á útöndunarsýnum og tæknilýsing fyrir rannsóknarstofur

Útöndunarsýnin sem safnað var í 100 ml útöndunarpoka eru mæld með ódreifðri innrauðri litrófsmælingu (NDIR, non-dispersive infrared spectrometry).

Greining á hlutfalli 13C/12C samsætanna í koltvíoxíði í útöndunarloftinu er órjúfanlegur hluti af Helicobacter INFAI prófinu. Greiningin á útöndunarloftinu vegur þungt varðandi nákvæmni prófsins. Tæknileg atriði varðandi greininguna á útöndunarlofti svo sem línuleiki, stöðugleiki (með tilliti til nákvæmni viðmiðunarlofttegundar) og nákvæmni mælinga eru grundvallaratriði hvað varðar nákvæmni mæliaðferðarinnar.

Gæta skal þess að greiningin fari fram á rannsóknarstofu sem er fær um að greina sýnin. Mælt er með að mæling fari fram eins fljótt og auðið er eftir að útöndunarlofti er safnað, og í síðasta lagi innan fjögurra vikna.

Staðfest aðferð er eftirfarandi:

Undirbúningur sýna fyrir NDIR (ódreifða innrauða litrófsmælingu)

Ákvörðun á hlutfalli 13C/12C samsætanna í koltvíoxíði í sýnunum fer fram beint í útöndunarloftinu. Útöndunarloftið úr pokunum er gefið inn í NDIR litrófsmælinn með því að nota breytilega gasdælu. Vatnsinnihaldi útöndunarloftsins er haldið að mestu leyti stöðugu með Nafion vatnsgildru. Til kvörðunar og mælinga er nauðsynlegt að CO2-laust loft (núll-lofttegund) sé gefið um samþættan CO2- gleypi inn í greiningartækið.

Greining með innrauðri litrófssjá

Til að greina koltvísýringinn í útöndunarlofti er sent bandbreitt innrautt geislaknippi frá innrauðri geislauppsprettu á víxl gegnum mælihólf og viðmiðunarhólf með notkun geislarofa. Mótaðir innrauðir geislarnir fara síðan inn í skynjara fyrir innrauða geisla, sem eru tveggja laga sendingarskynjarar með fram- og afturhólfi sem hvort um sig er fyllt með annarri hvorri af samsætuhreinu lofttegundunum

(13CO2 eða 12CO2, eftir því sem við á) sem mæla skal. Innrauða geislunin í mælihólfinu veikist af lofttegundarþættinum sem mæla skal. Þannig truflast geislajafnvægið milli mælingar- og viðmiðunargeislans. Af því leiðir hitasveifla sem hefur í för með sér þrýstingssveiflu í fremra hólfi innrauða skynjarans. Himnuþéttir tengdur þessu hólfi, sem útsettur er fyrir beinni spennu með miklu viðnámi, breytir þessum þrýstingssveiflum í riðspennu, sem er mælikvarði á samsætusamsetningu koltvíoxíðs útöndunarloftsins.

Inngjöf sýnis

Hálfsjálfvirkur inngjafarbúnaður gefur mælilofttegundina í ákveðnum skömmtum inn í núll- lofttegundina sem berst um gashringrásina í innrauða litrófsmælinum. Þetta gerir kleift að mæla 13C/12C hlutfallið, hver sem styrkur CO2 er, allt frá 1%.

Tæknilýsing fyrir greiningu á13C/12C hlutfalli

Útöndunarprófið byggist á því að gefið er til inntöku 13C-merkt þvagefni og fylgst með hvatastýrðu vatnsrofi þess með því að mæla 13CO2 í útöndunarlofti með ódreifðri innrauðri litrófsmælingu (NDIR).

• Innrauðir litrófsmælar til að greina útöndunarloft verða að samræmast eftirfarandi tæknilýsingu:

Margar endurteknar greiningar: Lágmark 3 endurteknar mælingar á einu og sama sýni við greiningu

Öryggi við aðgengi:

Örugg varðveisla á mæligildum og niðurstöðum, og takmarkað aðgengi

 

til að forðast síðari breytingar

Til að sannreyna tæknilýsinguna verður að prófa línuleika, stöðugleika og nákvæmni mælinga.

Núllpunktur í skynjurunum er stilltur með núll-lofttegund sem mynduð er í litrófsmælinum. Endapunktur í skynjurunum er stilltur með kvörðunarlofttegund með nákvæmlega þekktum styrk.

Línuleiki:

≤ 0,5‰ fyrir útöndunarsýni með breytilegan styrk CO2 á bilinu 1% til

 

7%

Stöðugleiki:

≤ 0,3‰ á 10 endurteknum mælingum

Nákvæmni:

≤ 0,5‰ af 13C sem til staðar í útöndunarlofti með 3% CO2 í 100 ml

 

útöndunarpoka

Sjúklingur er sjúkdómsgreindur með H. pylori sýkingu ef mismunur 13C / 12C á milli viðmiðunargildisins og 30- mínútu-gildisins er meiri en 4,0‰.

Nota má einhverja aðra viðurkennda aðferð sem framkvæmd er af til þess hæfri rannsóknarstofu.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

INFAI, Institut für biomedizinische Analytik & NMR-Imaging GmbH Universitätsstraβe 142

D-44799 Bochum Þýskaland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/045/002

EU/1/97/045/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 14. ágúst 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 14. ágúst 2007

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára, 45 mg mixtúruduft, lausn

2. INNIHALDSLÝSING

Ein krukka inniheldur 45 mg 13C-þvagefni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Bvítt, kristallað mixtúruduft, lausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára er ætlað til sjúkdómsgreiningar á Helicobacter pylori sýkingu í maga eða skeifugörn:

til að meta árangur upprætingarmeðferðar

þegar ekki er ráðlegt að beita inngripsmiklum rannsóknum

þegar ágreiningur rís um niðurstöður slíkra rannsókna.

Þetta lyf er einungis notað til greiningar.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Lyfið skal gefið af heilbrigðisstarfsmanni og viðeigandi eftirlit á að vera til staðar.

Skammtar

Helicobacter Test INFAI er úrea útöndunarpróf. Sjúklingar á aldrinum 3 til 11 ára eiga að taka inn innihald einnar krukku með Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára mg af mixtúrudufti. Í prófinu er efnið gefið í einum skammti.

Lyfjagjöf

Til að framkvæma prófið er nauðsynlegt að nota 100 ml af 100% appelsínusafa (sem gefið er rétt fyrir prófið), auk kranavatns (til að leysa upp 13C-þvagefnismixtúruduftið).

Sjúklingurinn á að hafa fastað í meira en 6 klukkustundir, helst næturlangt. Framkvæmd prófsins tekur um það bil 40 mínútur.

Þurfi að endurtaka prófið skal það í fyrsta lagi gert einum sólarhring eftir fyrra próf.

Bæling á vexti H. pylori getur gefið falskt negatíft svar. Prófið skal þess vegna framkvæmt fjórum vikum eftir lok meðferðar með sýkladrepandi lyfjum og tveimur vikum eftir síðasta skammt af lyfjum sem hemja sýrulosun. Hvort tveggja getur haft áhrif á H. pylori sýkingu. Þetta er sérlega mikilvægt eftir Helicobacter upprætingarmeðferð.

Mikilvægt er að fylgja nákvæmlega notkunarleiðbeiningum eins og lýst er í lið 6.6, annars geta niðurstöður orðið vafasamar.

4.3 Frábendingar

Ekki skal framkvæma próf á sjúklingum með staðfesta eða þar sem grunur leikur á að um sýkingu í maga eða magavisnun sé að ræða því það getur haft áhrif á niðurstöður greiningar á þvagefni í útöndunarlofti (sjá kafla 4.2).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Jákvæð greining á þvagefni í útöndunarlofti ein og sér staðfestir ekki að beita skuli upprætingarmeðferð. Ráðlagðar eru frekari sjúkdómsgreiningar með speglun meltingarvegar til að útiloka aðra sjúkdóma svo sem magasár, magabólgur vegna virkni ónæmiskerfisins eða æxli.

Ekki liggja fyrir nægjanleg gögn varðandi áreiðanleika sjúkdómsgreininga með Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára til að geta mælt með notkun hennar hjá sjúklingum sem hluti maga hefur verið fjarlægður úr eða hjá börnum yngri en 3 ára.

Í einstökum tilfellum þegar um er að ræða magavisnun (atrophic gastritis) getur greining á þvagefni í útöndunarlofti gefið falskt jákvætt svar, þannig að beita þarf öðrum greiningaraðferðum til að staðfesta að um H. pylori sé að ræða.

Ef sjúklingurinn kastar upp á meðan á greiningunni stendur, þannig að endurtaka þarf prófið skal það gert fastandi og ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta dag (sjá kafla 4.2).

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Allar meðferðir sem áhrif hafa á H. pylori eða úreasavirkni geta haft áhrif á niðurstöður mælinga með Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Á ekki við.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Á ekki við.

4.8 Aukaverkanir

Engar þekktar.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Vegna þess að einungis 45 mg eru gefin af 13C-þvagefninu, er ofskömmtunar ekki að vænta.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Lyfjaflokkun: Önnur sjúkdómsgreiningarefni, ATC flokkur: V04CX

Ekki hefur verið lýst lyfhrifum af Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára mg skammti af 13C-þvagefni sem svarar til skammtsins sem gefinn er við greiningu á útöndunarloftinu.

Eftir inntöku kemst merkta þvagefnið í snertingu við þekju magans. Í nærveru H. pylori sundrar ensímið úreasi frá H. pylori 13C-þvagefninu.

Ensímið úreasi

2H2N(13CO)NH2 + 2H2O –––––––––––––> 4NH3 + 213CO2

Koltvíoxíð flyst inn í æðakerfið. Þaðan er það flutt sem bíkarbónat til lungna og losað sem 13CO2 í útöndunarlofti.

Hlutfallið af 13C / 12C samsætunum breytist marktækt í útöndunarloftinu, þegar úreasi frá bakteríunum er til staðar. Hlutur 13CO2 í útöndunarsýnum er mældur með massagreiningu á hlutfalli samsæta (IRMS) og sett fram sem tölulegur mismunur (Δδ-gildi) á milli viðmiðunarsýna (00-mínútu-gildi) og sýna sem tekin eru 30 mínútum eftir inntöku greiningarlausnar (30-mínútu-gildi).

Úreasavirkni í maga er einungis til staðar hjá sjúklingum sem sýktir eru af H. pylori. Aðrar bakteríur sem mynda úreasa eru sjaldgæfar í magaflórunni.

Markgildið sem skilur á milli H. pylori neikvæðra og jákvæðra sjúklinga hefur verið ákvarðað sem Δδ- gildið 4‰. Það þýðir að ef Δδ-gildið eykst meir en um 4‰ gefur það til kynna að um sýkingu sé að ræða. Þegar niðurstöður greininga á útöndunarlofti í klínískum tilraunum með 180 sjúklinga á aldrinum 3 til 11voru bornar saman við H. pylori sjúkdómsgreiningar á vefjasýnum kom í ljós næmnin 96,8 % [90%-CI: ≥91,8] og aðgreiningin 98,3% [90%-CI: ≥95,5%].

Þegar úreasi frá bakteríum er ekki til staðar er allt þvagefnið sem gefið er tekið upp í meltingarveginum og síðan meðhöndlað á sama hátt og þvagefnið sem framleitt er í líkamanum. Ammóníakið sem myndast við sundrungu af völdum baktería eins og sýnt er hér að ofan gengur inn í efnaferla líkamans sem NH4+.

5.2 Lyfjahvörf

13C-þvagefnið sem tekið er inn sundrast annaðhvort í koltvíoxið og ammóníak eða það gengur inn í þvagefnishringinn í líkamanum. Aukning í 13CO2 er mæld með greiningu á samsætum.

Upptaka og dreifing á 13CO2 er hraðari en úreasahvarfið. Það sem ákvarðar hraðann á öllu ferlinu er því sundrunin á 13C-þvagefninu með úreasanum frá H. pylori.

Fyrstu 30 mínúturnar eftir inntöku á Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára mg af merktu þvagefni hækkar hlutur 13CO2 marktækt í útöndunarlofti sjúklinga sem sýktir eru af H. pylori.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Ekkert sem bendir til sérstakrar hættu í tengslum við klíníska notkun efnisins.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Engin.

6.2 Ósamrýmanleiki

Áekki við

6.3 Geymsluþol

3 ár

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C.

6.5 Gerð íláts og innihald

Prófunarsamstæðan inniheldur eftirfarandi:

Nr

Innihald

Fjöldi

Krukka (10 ml, polystyren með polyetylen smelluloki) sem inniheldur

45 mg af 13C-þvagefnis mixtúrudufti, lausn

 

Merkt gler- eða plastílát til sýnatöku, geymslu og flutnings á

 

útöndunarlofti til greiningar

 

Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi

 

 

Sýnatökutími: 30-mínútu-gildi

Sveigjanlegt rör til að safna útöndunarlofti í sýnaílát

Eyðublað sjúklings

Fylgiseðill

Örk með strikamerktum miðum og límmiða

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

1.Prófið skal framkvæmt af þjálfuðum heilbrigðisstarfsmanni.

2.Upplýsingar um sjúkling skulu skráðar samkvæmt meðfylgjandi eyðublaði sjúklings. Mælt er með að prófið sé framkvæmt þegar sjúklingurinn er í hvíldarstöðu.

3.Prófið hefst á töku viðmiðunarsýnis (00-mínútu-gildi)

Takið rörið og ílátin tvö sem merkt eru “Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi” úr prófunarsamstæðunni.

Takið tappann úr öðru sýnatökuílátinu, fjarlægið umbúðir af útöndunarröri og komið því fyrir í sýnatökuílátinu.

Látið sjúklinginn anda varlega út um rörið þar til að döggvar á innra borði sýnatökuílátsins

Um leið og sjúklingurinn andar stöðugt frá sér er rörið dregið upp úr sýnatökuílátinu og því lokað samstundis. (Ef sýnatökuílátið stendur opið lengur en í 30 sekúndur er hætta á að niðurstöður verði rangar).

Haldið sýnatökuílátinu uppréttu og límið á strikamerkta miðann sem merktur er “00- mínútu-gildi” um sýnatökuílátin þannig að línurnar á strikamerkinu séu láréttar.

4.Fyllið hitt sýnatökuílátið sem merkt er “Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi” á sama hátt.

5.Nú verður sjúklingurinn tafarlaust að drekka 100 ml af 100% appelsínusafa.

6.Nú er komið að því að búa til greiningarlausnina.

Takið krukkuna sem merkt er 13C-þvagefnis mixtúruduft” úr prófunarsamstæðunni, opnið hana og fyllið að þremur fjórða hluta með kranavatni.

Lokið krukkunni og hristið vandlega þar til að allt duftið er uppleyst. Hellið innihaldinu í drykkjarílát.

Barmafyllið 13C-þvagefniskrukkuna í annað og þriðja sinn með kranavatni og hellið í drykkjarílátið (heildarrúmmál kranavatns skal vera um það bil 30 ml).

7.Þessa greiningarlausn verður sjúklingurinn að drekka tafarlaust og tímasetning inntöku skal skráð niður.

8.Þrjátíu mínútum eftir inntöku greiningarlausnarinnar (þrep 7), eru 30-mínútu-gildis sýnin tekin í sýnatökuílátin tvö, sem eru eftir í prófunarsamstæðunni (Merkt “Sýnatökutími: 30-mínútu- gildi”) eins og lýst er í þrepum 3 og 4. Notið strikamerktu miðana sem merktir eru “30-mínútu- gildi” á þessi sýni.

9.Límið viðeigandi strikamerktan miða á eyðublað sjúklingsins. Límið pakkninguna aftur með límmiðanum.

10.Sýnatökuílátin skal senda í upprunalegum umbúðum til rannsóknarstofu sem er fær um að greina sýnin.

Greining á útöndunarsýnum og tæknilýsing fyrir rannsóknarstofur

Útöndunarsýnin sem safnað var í 10 ml gler- eða plastílát eru mæld með massagreiningu á hlutfalli samsæta (IRMS).

Greining á hlutfalli 13C / 12C samsætunum í koltvíoxíði í útöndunarloftinu er órjúfanlegur hluti af Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára prófinu. Greiningin á útöndunarloftinu vegur þungt varðandi nákvæmni prófsins. Tæknileg atriði varðandi massagreininn svo sem línuleiki, stöðugleiki (með tilliti til nákvæmni viðmiðunarloftegundar) og nákvæmni mælinga eru grundvallaratriði hvað varðar nákvæmni mæliaðferðarinnar.

Gæta skal þess að greiningin fari fram á rannsóknarstofu sem er fær um að greina sýnin. Staðfest aðferð er eftirfarandi:

Undirbúningur sýna fyrir IMRS

Til að greina hlutfall 13C / 12C samsætana í koltvíoxíði í útöndunarloftinu með massagreiningu verður að skilja koltvíoxíðið frá útöndunarloftinu og leiða það inn í massagreininn. Undirbúningur öndunarsýna fyrir massagreiningu á hlutfalli samsæta (IMRS) byggir á sjálfvirkri gasskiljugreiningu við stöðugt flæði. Vatn er fjarlægt úr sýninu með Nafion vatnsgildru eða með gasskiljusúlu sem skilur að einstakar loftegundir með helium. Á leiðinni í gegnum súluna eru einstakar lofttegundir greindar með jóníserandi nema. Sá hluti sýnisins sem inniheldur koltvíoxíð, sem er greint út frá rástíma þess, er leitt inn í massagreininn.

Massagreining

Til að greina einangruðu koltvíoxíðlofttegundina verður að jónísera sameindirnar, safna þeim saman í geisla, hraða þeim í rafsviði, láta þær sveigja í segulsviði og nema þær að lokum. Þessir fimm ferlar gerast í massagreininum, sem samanstendur af þremur aðskildum einingum: gjafa, greiningarlampa og safnara. Jóníseringin, geislamyndunin og hröðunin gerist í gjafanum, sveiging í segulsviði í greiningarlampanum og skynjunin á sér stað í safnaranum.

Inngjöf sýnis

Margskonar útbúnaður er fáanlegur til að gefa koltvíoxíð inn í greininn. Við greiningu á útöndunarlofti er mikilvægt að greina koltvíoxíðið í útöndunarsýninu og bera það saman við þekkt staðalloft. Það tryggir nákvæmni kerfisins, því útreikningur á samsætum í koltvíoxíðinu er gerður með tilliti til óháðs staðals.

Tæknilýsing fyrir greiningu á 13C / 12C hlutfalli

Útöndunarprófið grundvallast á því að gefið er sérstakt 13C-merkt þvagefni og fylgst með sundrun þess með því að mæla 13CO2 í útöndunarlofti.

Massagreinirinn verður að geta:

Margar endurteknar greiningar: Lágmark 3 endurteknar mælingar á sama sýni við greiningu

Öryggi við aðgengi:

Örugg varðveisla á mæligildum og niðurstöðum, og takmarkað

 

aðgengi til að forðast síðari breytingar

Stilling:

13C / 12C-hlutfallið miðað við PDB (Pee Dee Beliminate)

Rúmmál sýnis

< 200 míkrólítrar

Mikilvægustu prófanirnar til að sannreyna tæknilýsinguna eru línuleiki, stöðugleiki (nákvæmni á staðallofti) og nákvæmni mælinga.

Allir massagreinar til greininga á útöndunarloft verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Línuleiki:

≤ 0,5‰ fyrir útöndunarsýni með breytilegan styrk CO2 á bilinu 1%

 

til 7%

Stöðugleiki:

≤ 0,2‰ á 10 endurteknum mælingum

Nákvæmni:

≤ 0,3‰ af 13C sem til staðar í útöndunarlofti með 3% CO2 í 10 ml

 

sýnatökuíláti

Sjúklingur er sjúkdómsgreindur með H. pylori sýkingu ef mismunur 13C / 12C á milli viðmiðunargildisins og 30- mínútu-gildisins er meiri en 4,0‰.

Nota má einhverja aðra viðurkennda aðferð sem framkvæmd er af til þess hæfri rannsóknarstofu.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

INFAI, Institut für biomedizinische Analytik & NMR-Imaging GmbH Universitätsstraβe 142

D-44799 Bochum Þýskaland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/045/003

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 14. ágúst 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 14. ágúst 2007

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Helicobacter Test INFAI 75 mg mixtúruduft, lausn

2. INNIHALDSLÝSING

Ein krukka inniheldur 75 mg 13C-þvagefni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Bvítt, kristallað mixtúruduft, lausn.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Helicobacter Test INFAI er ætlað til greiningar á Helicobacter pylori sýkingu hjá:

fullorðnum

unglingum, sem eru í áhættuhópi fyrir bólgu-eða sárasjúkdóma í maga.

Þetta lyf er einungis notað til greiningar.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Lyfið skal gefið af heilbrigðisstarfsmanni og viðeigandi eftirlit á að vera til staðar.

Skammtar

Helicobacter Test INFAI er öndunarpróf. Börn 12 ára og eldri og fullorðnir taka innihald einnar krukku með 75 mg. Prófið er framkvæmt einu sinni.

Lyfjagjöf

Fyrir framkvæmdina þarf 200 ml af 100% hreinum appelsínusafa eða 1 g af sítrónusýru í 200 ml af vatni (gefið rétt fyrir prófið) fyrir sjúklinga 12 ára og eldri auk kranavatns sem er nauðsynlegt til upplausnar á 13C – þvagefnisduftinu.

Sjúklingurinn á að hafa fastað í meira en 6 klukkustundir, helst næturlangt. Framkvæmd prófsins tekur um það bil 40 mínútur.

Þurfi að endurtaka prófið skal það í fyrsta lagi gert einum sólarhring eftir fyrra próf.

Bæling á vexti H. pylori getur gefið falskt negatíft svar. Prófið skal þess vegna framkvæmt fjórum vikum eftir lok meðferðar með sýkladrepandi lyfjum og tveimur vikum eftir síðasta skammt af lyfjum sem hemja sýrulosun. Hvort tveggja getur haft áhrif á H. pylori sýkingu. Þetta er sérlega mikilvægt eftir Helicobacter upprætingarmeðferð.

Mikilvægt er að fylgja nákvæmlega notkunarleiðbeiningum eins og lýst er í lið 6.6, annars geta niðurstöður orðið vafasamar.

4.3 Frábendingar

Ekki skal framkvæma próf á sjúklingum með staðfesta eða þar sem grunur leikur á að um sýkingu í maga eða magavisnun sé að ræða því það getur haft áhrif á niðurstöður greiningar á þvagefni í útöndunarlofti. Sjá lið 4.2 (Skammtar og lyfjagjöf).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Jákvæð greining á þvagefni í útöndunarlofti ein og sér staðfestir ekki að beita skuli upprætingarmeðferð. Ráðlagðar eru frekari sjúkdómsgreiningar með speglun meltingarvegar til að útiloka aðra sjúkdóma svo sem magasár, magabólgur vegna virkni ónæmiskerfisins eða æxli.

Ekki liggja fyrir nægjanlegar upplýsingar um áreiðanleika greiningar með Helicobacter Test INFAI svo hægt sé að ráðleggja notkun þess fyrir sjúklinga sem hluti maga hefur verið fjarlægður úr.

Fyrir börn frá 3 ára aldri, er tiltækt Helicobacter Test INFAI fyrir börn á aldrinum 3-11 ára.

Í einstökum tilfellum þegar um er að ræða magavisnun (atrophic gastritis) getur greining á þvagefni í útöndunarlofti gefið falskt jákvætt svar, þannig að beita þarf öðrum greiningaraðferðum til að staðfesta að um H. pylori sé að ræða.

Ef sjúklingurinn kastar upp á meðan á greiningunni stendur, þannig að endurtaka þarf prófið skal það gert fastandi og ekki fyrr en í fyrsta lagi næsta dag, eins og greint er frá í lið 4.2.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Allar meðferðir sem áhrif hafa á H. pylori eða úreasavirkni geta haft áhrif á niðurstöður mælinga með Helicobacter Test INFAI.

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Ekki er vitað til þess að rannsóknin hafi ósækileg áhrif á meðgöngu eða brjóstagjöf. Nauðsynlegt er að kynna sér vel upplýsingar um áhrif upprætingarmeðferðar á konur á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Helicobacter Test INFAI hefur engin áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

4.8 Aukaverkanir

Engar þekktar.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Vegna þess að einungis eru gefin 75 mg af 13C-þvagefninu, er ofskömmtunar ekki að vænta.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Lyfjaflokkun: Önnur sjúkdómsgreiningarefni, ATC flokkur: V04CX

Ekki hefur verið lýst lyfhrifum af 75 mg skammti af 13C-þvagefni sem svarar til skammtsins sem gefinn er við greiningu á útöndunarloftinu.

Eftir inntöku kemst merkta þvagefnið í snertingu við þekju magans. Í nærveru H. pylori sundrar ensímið úreasi frá H. pylori 13C-þvagefninu.

Ensímið úreasi

2H2N(13CO)NH2 + 2H2O –––––––––––––> 4NH3 + 213CO2

Koltvíoxíð flyst inn í æðakerfið. Þaðan er það flutt sem bíkarbónat til lungna og losað sem 13CO2 í útöndunarlofti.

Hlutfallið af 13C / 12C samsætunum breytist marktækt í útöndunarloftinu, þegar úreasi frá bakteríunum er til staðar. Hlutur 13CO2 í útöndunarsýnum er mældur með massagreiningu á hlutfalli samsæta (IRMS) og sett fram sem tölulegur mismunur (Δδ-gildi) á milli viðmiðunarsýna (00-mínútu-gildi) og sýna sem tekin eru 30 mínútum eftir inntöku greiningarlausnar (30-mínútu-gildi).

Úreasavirkni í maga er einungis til staðar hjá sjúklingum sem sýktir eru af H. pylori. Aðrar bakteríur sem mynda úreasa eru sjaldgæfar í magaflórunni.

Markgildið sem skilur á milli Helicobacter pylori neikvæðra og jákvæðra sjúklinga hefur verið

ákvarðað sem ∆δ-gildi 4 ‰. Það þýðir að ef ∆δ-gildið eykst meira en um 4 ‰ gefur það til kynna að um sýkingu sé að ræða. Þegar niðurstöður greininga með öndunarprófii í klínískum tilraunum með 457 sjúklingum voru bornar saman við H.pylori sjúkdómsgreiningu með vefjasýnum kom í ljós næmni 96.5 % til 97.9 % [95 %-CI: 94.05 % - 99.72 %], og sértæki 96.7 % til 100 %. [95 %-CI: 94.17 % - 103.63 %], en í klínískum tilraunum á 93 börnum á aldrinum 12-17 ára greindist næmni 97.7 % [90 %-CI: 91.3 %] og sértæki náðist að 96.0 % [90 %-CI: 89.7 %].

Þegar úreasi frá bakteríum er ekki til staðar er allt þvagefnið sem gefið er tekið upp í meltingarveginum og síðan meðhöndlað á sama hátt og þvagefnið sem framleitt er í líkamanum. Ammóníakið sem myndast við sundrungu af völdum baktería eins og sýnt er hér að ofan gengur inn í efnaferla líkamans sem NH4+.

5.2 Lyfjahvörf

13C-þvagefnið sem tekið er inn sundrast annaðhvort í koltvíoxið og ammóníak eða það gengur inn í þvagefnishringinn í líkamanum. Aukning í 13CO2 er mæld með greiningu á samsætum.

Upptaka og dreifing á 13CO2 er hraðari en úreasahvarfið. Það sem ákvarðar hraðann á öllu ferlinu er því sundrunin á 13C-þvagefninu með úreasanum frá H. pylori.

Fyrstu 30 mínúturnar eftir inntöku á 75 mg af merktu þvagefni hækkar hlutur 13CO2 marktækt í útöndunarlofti sjúklinga sem sýktir eru af H. pylori.

5.3 Forklínískar upplýsingar

Ekkert sem bendir til sérstakrar hættu í tengslum við klíníska notkun efnisins.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Engin.

6.2 Ósamrýmanleiki

Áekki við

6.3 Geymsluþol

3 ár

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C

6.5 Gerð íláts og innihald

Prófsett inniheldur 50 krukkur ásamt aukalegu hlutunum:

Nr

Innihald

Fjöldi

Krukka (10 ml, polystyren með polyetylen smelluloki) sem inniheldur

75 mg af 13C-þvagefnis mixtúrudufti, lausn

Eyðublað sjúklings

Fylgiseðill

Örk með strikamerktum miðum og límmiða

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

1.Prófið skal framkvæmt af þjálfuðum heilbrigðisstarfsmanni.

2.Upplýsingar um sjúkling skulu skráðar samkvæmt meðfylgjandi eyðublaði sjúklings. Mælt er með að prófið sé framkvæmt þegar sjúklingurinn er í hvíldarstöðu.

3.Prófið hefst á töku viðmiðunarsýnis (00-mínútu-gildi)

Takið útöndunarrörið og öndunarsýnaílátin (tilraunaglas eða útöndunarpoki) sem merkt eru “Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi” úr prófunarsamstæðunni.

Takið tappann úr öðru öndunarsýnaílátinu (tilraunaglas eða útöndunarpoki), fjarlægið umbúðir af útöndunarröri og komið því fyrir í ílátinu.

Látið sjúklinginn anda varlega út um rörið og inn í öndunarsýnaílátið

Um leið og sjúklingurinn andar stöðugt frá sér er rörið dregið upp úr öndunarsýnaílátinu (tilraunaglas eða útöndunarpoki) og því lokað samstundis. (Ef sýnatökuílátið stendur opið lengur en í 30 sekúndur er hætta á að niðurstöður verði rangar).

Haldið tilraunaglasinu eða útöndunarpokanum uppréttu og límið á strikamerkta miðann sem merktur er “00-mínútu-gildi” um sýnatökuílátin þannig að línurnar á strikamerkinu séu láréttar.

4.Fyllið hitt tilraunaglasið (Merkt “Sýnatökutími: 00-mínútu-gildi”) á sama hátt. Ef um er að ræða innrauða greiningu skal aðeins nota einn útöndunarpoka.

5.Nú verður sjúklingurinn tafarlaust að drekka 200 ml af 100% appelsínusafa eða 1 g af sítrónusýru í 200 ml af vatni.

6.Nú er komið að því að búa til greiningarlausnina.

Takið krukkuna sem merkt er 13C-þvagefnis mixtúruduft” úr prófunarsamstæðunni, opnið hana og fyllið að þremur fjórða hluta með kranavatni.

Lokið krukkunni og hristið vandlega þar til að allt duftið er uppleyst. Hellið innihaldinu í drykkjarílát.

Barmafyllið 13C-þvagefniskrukkuna í annað og þriðja sinn með kranavatni og hellið í drykkjarílátið (heildarrúmmál kranavatns skal vera um það bil 30 ml).

7.Þessa greiningarlausn verður sjúklingurinn að drekka tafarlaust og tímasetning inntöku skal skráð niður.

8.Þrjátíu mínútum eftir inntöku greiningarlausnarinnar (þrep 7), eru 30-mínútu-gildis sýnin tekin í öndunarsýnaílátið (tilraunaglas eða útöndunarpoki)(Merkt “Sýnatökutími: 30-mínútu-gildi”) eins og lýst er í þrepum 3 til 4. Notið strikamerktu miðana sem merktir eru “30-mínútu-gildi” á þessi sýni.

9.Límið viðeigandi strikamerktan miða á eyðublað sjúklingsins. Límið pakkninguna aftur með límmiðanum.

10.Öndunarsýnaílátin (tilraunaglös eða útöndunarpoka) skal senda til rannsóknarstofu sem er fær um að greina sýnin.

Greining á útöndunarsýnum og tæknilýsing fyrir rannsóknarstofur fyrir innrauða greiningu eða massagreiningu á hlutfalli samsæta (IRMS)

Innrauð litrófsmæling (NDIR)

Útöndunarsýnin sem safnað var í 100 ml útöndunarpoka eru mæld með ódreifðri innrauðri litrófsmælingu (NDIR, non-dispersive infrared spectrometry).

Greining á hlutfalli 13C/12C samsætanna í koltvíoxíði í útöndunarloftinu er órjúfanlegur hluti af Helicobacter INFAI prófinu. Greiningin á útöndunarloftinu vegur þungt varðandi nákvæmni prófsins. Tæknileg atriði varðandi greininguna á útöndunarlofti svo sem línuleiki, stöðugleiki (með tilliti til nákvæmni viðmiðunarlofttegundar) og nákvæmni mælinga eru grundvallaratriði hvað varðar nákvæmni mæliaðferðarinnar.

Gæta skal þess að greiningin fari fram á rannsóknarstofu sem er fær um að greina sýnin. Mælt er með að mæling fari fram eins fljótt og auðið er eftir að útöndunarlofti er safnað, og í síðasta lagi innan fjögurra vikna.

Staðfest aðferð er eftirfarandi:

Undirbúningur sýna fyrir NDIR (ódreifða innrauða litrófsmælingu)

Ákvörðun á hlutfalli 13C/12C samsætanna í koltvíoxíði í sýnunum fer fram beint í útöndunarloftinu. Útöndunarloftið úr pokunum er gefið inn í NDIR litrófsmælinn með því að nota breytilega gasdælu. Vatnsinnihaldi útöndunarloftsins er haldið að mestu leyti stöðugu með Nafion vatnsgildru. Til kvörðunar og mælinga er nauðsynlegt að CO2-laust loft (núll-lofttegund) sé gefið um samþættan CO2- gleypi inn í greiningartækið.

Greining með innrauðri litrófssjá

Til að greina koltvísýringinn í útöndunarlofti er sent bandbreitt innrautt geislaknippi frá innrauðri geislauppsprettu á víxl gegnum mælihólf og viðmiðunarhólf með notkun geislarofa. Mótaðir innrauðir geislarnir fara síðan inn í skynjara fyrir innrauða geisla, sem eru tveggja laga sendingarskynjarar með fram- og afturhólfi sem hvort um sig er fyllt með annarri hvorri af samsætuhreinu lofttegundunum (13CO2 eða 12CO2, eftir því sem við á) sem mæla skal. Innrauða geislunin í mælihólfinu veikist af lofttegundarþættinum sem mæla skal. Þannig truflast geislajafnvægið milli mælingar- og viðmiðunargeislans. Af því leiðir hitasveifla sem hefur í för með sér þrýstingssveiflu í fremra hólfi innrauða skynjarans. Himnuþéttir tengdur þessu hólfi, sem útsettur er fyrir beinni spennu með miklu viðnámi, breytir þessum þrýstingssveiflum í riðspennu, sem er mælikvarði á samsætusamsetningu koltvíoxíðs útöndunarloftsins.

Inngjöf sýnis

Hálfsjálfvirkur inngjafarbúnaður gefur mælilofttegundina í ákveðnum skömmtum inn í núll- lofttegundina sem berst um gashringrásina í innrauða litrófsmælinum. Þetta gerir kleift að mæla 13C/12C hlutfallið, hver sem styrkur CO2 er, allt frá 1%.

Tæknilýsing fyrir greiningu á13C/12C hlutfalli

Útöndunarprófið byggist á því að gefið er til inntöku 13C-merkt þvagefni og fylgst með hvatastýrðu vatnsrofi þess með því að mæla 13CO2 í útöndunarlofti með ódreifðri innrauðri litrófsmælingu (NDIR).

• Innrauðir litrófsmælar til að greina útöndunarloft verða að samræmast eftirfarandi tæknilýsingu:

Margar endurteknar greiningar: Lágmark 3 endurteknar mælingar á einu og sama sýni við greiningu

Öryggi við aðgengi:

Örugg varðveisla á mæligildum og niðurstöðum, og takmarkað aðgengi

 

til að forðast síðari breytingar

Til að sannreyna tæknilýsinguna verður að prófa línuleika, stöðugleika og nákvæmni mælinga.

Núllpunktur í skynjurunum er stilltur með núll-lofttegund sem mynduð er í litrófsmælinum. Endapunktur í skynjurunum er stilltur með kvörðunarlofttegund með nákvæmlega þekktum styrk.

Línuleiki:

≤ 0,5‰ fyrir útöndunarsýni með breytilegan styrk CO2 á bilinu 1% til

 

7%

Stöðugleiki:

≤ 0,3‰ á 10 endurteknum mælingum

Nákvæmni:

≤ 0,5‰ af 13C sem til staðar í útöndunarlofti með 3% CO2 í 100 ml

 

útöndunarpoka

Sjúklingur er sjúkdómsgreindur með H. pylori sýkingu ef mismunur 13C / 12C á milli viðmiðunargildisins og 30- mínútu-gildisins er meiri en 4,0‰.

Nota má einhverja aðra viðurkennda aðferð sem framkvæmd er af til þess hæfri rannsóknarstofu.

Greining á útöndunarsýnum og tæknilýsing fyrir rannsóknarstofur

Massagreining á hlutfalli samsæta

Útöndunarsýnin sem safnað var í 10 ml gler- eða plastílát eru mæld með massagreiningu á hlutfalli samsæta (IRMS).

Greining á hlutfalli 13C / 12C samsætunum í koltvíoxíði í útöndunarloftinu er órjúfanlegur hluti af Helicobacter Test INFAI prófinu. Greiningin á útöndunarloftinu vegur þungt varðandi nákvæmni prófsins. Tæknileg atriði varðandi massagreininn svo sem línuleiki, stöðugleiki (með tilliti til nákvæmni viðmiðunarloftegundar) og nákvæmni mælinga eru grundvallaratriði hvað varðar nákvæmni mæliaðferðarinnar.

Gæta skal þess að greiningin fari fram á rannsóknarstofu sem er fær um að greina sýnin. Staðfest aðferð er eftirfarandi:

Undirbúningur sýna fyrir IMRS

Til að greina hlutfall 13C / 12C samsætana í koltvíoxíði í útöndunarloftinu með massagreiningu verður að skilja koltvíoxíðið frá útöndunarloftinu og leiða það inn í massagreininn. Undirbúningur öndunarsýna fyrir massagreiningu á hlutfalli samsæta (IMRS) byggir á sjálfvirkri gasskiljugreiningu við stöðugt flæði.

Vatn er fjarlægt úr sýninu með Nafion vatnsgildru eða með gasskiljusúlu sem skilur að einstakar loftegundir með helium. Á leiðinni í gegnum súluna eru einstakar lofttegundir greindar með jóníserandi nema. Sá hluti sýnisins sem inniheldur koltvíoxíð, sem er greint út frá rástíma þess, er leitt inn í massagreininn.

Massagreining

Til að greina einangruðu koltvíoxíðlofttegundina verður að jónísera sameindirnar, safna þeim saman í geisla, hraða þeim í rafsviði, láta þær sveigja í segulsviði og nema þær að lokum. Þessir fimm ferlar gerast í massagreininum, sem samanstendur af þremur aðskildum einingum: gjafa, greiningarlampa og safnara. Jóníseringin, geislamyndunin og hröðunin gerist í gjafanum, sveiging í segulsviði í greiningarlampanum og skynjunin á sér stað í safnaranum.

Inngjöf sýnis

Margskonar útbúnaður er fáanlegur til að gefa koltvíoxíð inn í greininn. Við greiningu á útöndunarlofti er mikilvægt að greina koltvíoxíðið í útöndunarsýninu og bera það saman við þekkt staðalloft. Það tryggir nákvæmni kerfisins, því útreikningur á samsætum í koltvíoxíðinu er gerður með tilliti til óháðs staðals.

Tæknilýsing fyrir greiningu á 13C / 12C hlutfalli

Útöndunarprófið grundvallast á því að gefið er sérstakt 13C-merkt þvagefni og fylgst með sundrun þess með því að mæla 13CO2 í útöndunarlofti.

Massagreinirinn verður að geta:

Margar endurteknar greiningar: Lágmark 3 endurteknar mælingar á sama sýni við greiningu

Öryggi við aðgengi:

Örugg varðveisla á mæligildum og niðurstöðum, og takmarkað

 

aðgengi til að forðast síðari breytingar

Stilling:

13C / 12C-hlutfallið miðað við PDB (Pee Dee Beliminate)

Rúmmál sýnis

< 200 míkrólítrar

Mikilvægustu prófanirnar til að sannreyna tæknilýsinguna eru línuleiki, stöðugleiki (nákvæmni á staðallofti) og nákvæmni mælinga.

Allir massagreinar til greininga á útöndunarlofti verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði.

Línuleiki:

≤ 0,5‰ fyrir útöndunarsýni með breytilegan styrk CO2 á bilinu 1%

 

til 7%

Stöðugleiki:

≤ 0,2‰ á 10 endurteknum mælingum

Nákvæmni:

≤ 0,3‰ af 13C sem til staðar í útöndunarlofti með 3% CO2 í 10 ml

 

sýnatökuíláti

Sjúklingur er sjúkdómsgreindur með H. pylori sýkingu ef mismunur 13C / 12C á milli viðmiðunargildisins og 30- mínútu-gildisins er meiri en 4,0‰.

Nota má einhverja aðra viðurkennda aðferð sem framkvæmd er af til þess hæfri rannsóknarstofu.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

INFAI, Institut für biomedizinische Analytik & NMR-Imaging GmbH

Universitätsstraβe 142

D-44799 Bochum Þýskaland

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/97/045/005

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 14. ágúst 1997

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 14. ágúst 2007

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf