Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Hetlioz (tasimelteon) – Samantekt á eiginleikum lyfs - N05CH

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsHetlioz
ATC-kóðiN05CH
Efnitasimelteon
FramleiðandiVanda Pharmaceuticals Ltd

Þetta ly er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsm enn eru hvattir til að til ynna allar aukaverkanir sem grunur er um að ten gist lyfinu. Í kafla 4.8 e ru upplýsin gar um hver ig tilkynna á aukaverka nir.

1.HEITI LYFS

HETLIOZ 20 mg hörð ylki

2.INN IHALDSL ÝSING

Hvert hart h ylki innihel dur 20 mg af tasimelteoni.

Hjálparefni með þekkta verkun: Hve rt hart hylki inniheldur 183,25 mg af laktósa (vatnsfríum) og 0,03 mg af Orange Yellow S (E110).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LY FJAFORM

Hart hylki.

Dökkblátt, matt, hart hylki merkt „VANDA 20 m g“ með hvítu bleki. Stæ rð hylkisins er „stærð 1“ (19,4 x 6,9 mm).

4.KLÍNÍSKAR U PPLÝSING AR

4.1Ábe ndingar

HETLIOZ r ætlað til m eðferðar á svefntruflunum af völdum dægursveifluröskunar ( Non-24-Hour Sleep- Wake Disor der (Non-24 )) hjá alblin dum, fullorðnum einstaklingum.

4.2Skammtar og l yfjagjöf

Skammtar

Skammtast rð og tímasetning

Ráðlagður s kammtur H ETLIOZ er 2 0 mg (1 hyl ki) á dag, se m tekið er ei nni klukkustund fyrir háttatíma, á sama tíma á hverju kvöldi.

HETLIOZ að taka á fa standi maga. Ef sjúklingar hafa borðað fituríka m áltíð er ráðl gt að þeir bíði í að minnsta kos ti 2 klst áður en HETLI Z er tekið (sjá kafla 5.2 .

Ráðleggja skal sjúkling m að hefja HETLIOZ m eðferð án tillits til stöðu dægursveifl u. Læknar s kulu meta svörun sjúklings við tas melteoni þr mur mánuð um eftir að eðferð hefs með viðtali sem miðar ð því að meta heildarvirkni sjúklings með áh erslu á vanda mál vegna svefns og vö u.

HETLIOZ r ætlað til la ngtímameðferðar.

Aldraðir

Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skam mta hjá einstaklingum el dri en 65 ára (sjá kafla 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skam mta hjá sjúkl ingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá sjúklingum með vægt eða miðlungi skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 5.2). HETLIOZ hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child- Pugh flokkur C) og því skal gæta varúðar þegar HETLIOZ er ávísað til sjúklinga með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

Börn

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun tasimelteons hjá börnum og unglingum á aldrinum 0 til 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Til inntöku. Hörð hylki á að gleypa heil.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eftir að HETLIOZ er tekið ættu sjúklingar að takmarka athafnir sínar við undirbúning fyrir svefn.

Gæta skal varúðar þegar HETLIOZ er notað samhliða flúvoxamíni eða öðrum öflugum CYP1A2 hemlum vegna hættu á mikilli aukningu útsetningar fyrir tasimelteoni og aukinnar hættu á aukaverkunum (sjá kafla 4.5).

Forðast skal notkun HETLIOZ samhliða rífampíni eða öðrum CYP3A4 örvum vegna hættu á mikilli minnkun útsetningar fyrir tasimelteoni ásamt minnkaðri verkun (sjá kafla 4.5).

Gæta skal varúðar þegar HETLIOZ er notað samhliða ómeprazóli eða öðrum öflugum CYP2C19 hemlum þar sem ekki hafa verið gerðar rannsóknir á hættu á aukningu útsetningar fyrir tasimelteoni (sjá kafla 4.5).

Hjálparefni

HETLIOZ hörð hylki innihalda laktósa. Sjúklingar með galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa- galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir, arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið.

HETLIOZ hörð hylki innihalda azo-litarefnið Orange Yellow S (E110), sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Möguleikar á að önnur lyf hafi áhrif á tasimelteon

CYP1A2 og CYP3A4 eru ensím sem sýnt hefur verið fram á að gegni hlutverki við umbrot tasimelteons. Sýnt hefur verið fram á að lyf sem hindra CYP1A2 og CYP3A4 breyta umbrotum tasimelteons in vivo. Ekki er vitað hvort önnur ensím (t.d. CYP2C19) taka þátt í umbrotum tasimelteons.

Öflugir CYP1A2 hemlar (t.d. flúvoxamín, ciprofloxasín og enoxasín)

Gæta skal varúðar þegar tasimelteon er notað samhliða flúvoxamíni eða öðrum öflugum CYP1A2 hemlum á borð við ciprofloxasín og enoxasín vegna mögulegrar mikillar aukningar á útsetningu fyrir tasimelteoni og aukinni hættu á aukaverkunum: AUC0-inf fyrir tasimelteon jókst 7-falt og Cmax jókst 2-falt þegar það var

notað samhliða 50 mg af flúvoxamíni (eftir 50 mg af flúvoxamíní á dag í 6 daga).

Öflugir CYP2C19 hemlar (t.d. ómeprazól, flúvoxamín og moclóbemíð)

Gæta skal varúðar þegar tasimelteon er notað samhliða öflugum CYP2C19 hemlum á borð við ómeprazól þar sem óvissa ríkir um hlutverk CYP2C19 og áhrif samhliða notkunar öflugra CYP2C19 hemla hafa ekki verið rannsökuð.

Öflugir CYP3A4 hemlar (t.d. ketókónazól)

Útsetning fyrir tasimelteoni jókst um u.þ.b. 50% þegar það var notað samhliða 400 mg af ketókónazóli (eftir 400 mg af ketókónazóli á dag í 5 daga).

Öflugir CYP3A4 örvar (t.d. rífampín)

Varast skal notkun tasimelteons samhliða rífampíni eða öðrum CYP3A4 örvum vegna hættu á mikilli minnkun á útsetningu fyrir tasimelteoni ásamt minnkaðri verkun: útsetning fyrir tasimelteoni minnkaði um u.þ.b. 90% þegar það var notað samhliða 600 mg af rífampíni (eftir 600 mg af rífampíni á dag í 11 daga).

Reykingar (meðalörvun á CYP1A2)

Útsetning fyrir tasimelteoni minnkaði um u.þ.b. 40% hjá reykingafólki samanborið við þá sem ekki reyktu (sjá kafla 5.2). Þessi minnkaða útsetning er ekki talin vera klínískt mikilvæg og því er ekki nauðsynlegt að aðlaga skammta.

Betablokkar

Verkun tasimelteons kann að minna hjá sjúklingum sem nota betablokka samtímis.

Möguleg áhrif alkóhóls á tasimelteon

Í rannsókn á 28 heilbrigðum sjálfboðaliðum var stakur skammtur af etanóli (0,6 g/kg fyrir konur og 0,7 g/kg fyrir karla) gefinn samhliða 20 mg skammti af tasimelteoni. Í sumum mælikvörðum á skynhreifigetu (ölvíma, ölvun, árvekni/syfja, jafnvægispróf), var tilhneiging til meiri áhrifa tasimelteons og etanóls samanborið við etanól eingöngu, en áhrifin töldust ekki marktæk.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun tasimelteons á meðgöngu. Í dýrarannsóknum olli notkun tasimelteons á meðgöngu eiturverkun á þroskun (fósturdauði, skert taugaatferli og minnkaður vöxtur og þroski afkvæma) við skammta sem voru stærri en klínískir skammtar. Til öryggis ætti að forðast notkun tasimelteons á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort tasimelteon/umbrotsefni skiljist út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva meðferð með tasimelteoni.

Frjósemi

Engin gögn liggja fyrir um áhrif tasimelteons á frjósemi manna. Rannsóknir á eiturverkun á æxlun og þroska sýndu að tíðahringur lengdist hjá rottum við stóra skammta af tasimelteoni, án áhrifa á mökunargetu eða frjósemi karldýra og aðeins með litlum áhrifum á frjósemi kvendýra.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Tasimelteon getur valdið svefnhöfga. Eftir inntöku tasimelteons ættu sjúklingar að takmarka athafnir sínar við undirbúning fyrir svefn en ekki nota vélar þar sem tasimelteon getur takmarkað getu til athafna sem krefjast árvekni.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggissniði

Algengustu aukaverkanirnar (>3%) í klínískum rannsóknum voru höfuðverkur (10,4%), svefnhöfgi (8,6%), ógleði (4,0%) og sundl (3,1%). Þær aukaverkanir sem oftast var tilkynnt um voru einkum vægar til miðlungs alvarlegar og skammvinnar.

Aukaverkanir sem leiddu til meðferðarrofs komu fram hjá 2,3% sjúklinga sem fengu tasimelteon. Algengustu aukaverkanirnar sem leiddu til meðferðarrofs voru: svefnhöfgi (0,23%), martraðir (0,23%) og höfuðverkur (0,17%).

Tafla yfir aukaverkanir

Í eftirfarandi töflu eru þær aukaverkanir sem komu fram hjá fullorðnum sjúklingum sem fengu tasimelteon, byggt á rannsóknum á 1772 sjúklingum sem fengu tasimelteon. Flokkun og tíðni er í samræmi við MedDRA flokkun eftir líffærum: Mjög algengar (≥1/10), algengar (≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (<1/10.000). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1: Samantekt á aukaverkunum

Flokkun eftir líffærum

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

 

 

 

 

Geðræn vandamál

 

Svefntruflanir, svefnleysi,

Martraðir

 

 

óeðlilegir draumar

 

Taugakerfi

Höfuðverkur

Svefnhöfgi, sundl

Bragðtruflun

Eyru og völundarhús

 

 

Eyrnasuð

Meltingarfæri

 

Meltingartruflanir, ógleði,

 

 

 

munnþurrkur

 

Nýru og þvagfæri

 

 

Aukin þvaglátatíðni

Almennar aukaverkanir

 

 

 

og aukaverkanir á

 

Þreyta

Þokukennd hugsun

íkomustað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aukning á aspartat

Rannsóknarniðurstöður

 

Aukning á alanín

amínótransferasa, aukning á

 

 

amínótransferasa

gamma-glútamýl transferasa

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandi milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Takmörkuð klínísk reynsla er af áhrifum ofskömmtunar tasimelteons.

Líkt og á við um meðferð á allri ofskömmtun skal beita almennri einkennameðferð og stuðningsmeðferð, auk þess að beita umsvifalaust magaskolun, ef við á. Gefa skal vökva í æð eftir þörfum. Vakta skal öndun, hjartslátt, blóðþrýsting og önnur viðeigandi lífsmörk og beita almennri stuðningsmeðferð.

Þó tasimelteon og helstu umbrotsefni þess hafi skilist vel út með blóðskilun hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi, er ekki þekkt hvort blóðskilun dragi á skilvirkan hátt úr útsetningu ef um ofskömmtun er að ræða.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Geðlyf (psycholeptics), melatónín-viðtakaörvar, ATC-flokkur: N05CH03

Verkunarháttur

Tasimelteon er dægursveiflugangstillir sem endurstillir líkamsklukkuna í undirstúku heilans (suprachiasmatic nucleus - SCN). Tasimelteon verkar sem tvöfaldur melatónínviðtakaörvi (Dual Melatoin Receptor Agonist - DMRA) og örvar sértækt MT1 og MT2 viðtakana. Talið er að þessir viðtakar komi að stjórnun dægursveiflu.

Líkamsklukkan stjórnar dægursveiflu hormóna, þ.m.t. melatóníns og kortisóls og samstillir lífeðlisfræðilega ferla svefns og vöku og samvægi efnaskipta og hjarta- og æðakerfis.

Lyfhrif

Tasimelteon verkar sem DMRA á MT1 og MT2 viðtakana. Tasimelteon hefur meiri sækni í MT2 viðtakann en MT1 viðtakann. Algengustu niðurbrotsefni tasimelteons hafa innan við tíunda hluta bindisækni móðursameindarinnar í bæði MT1 og MT2 viðtakana.

Tasimelteon og algengustu niðurbrotsefni þess hafa enga teljandi sækni í yfir 160 aðra lyfjafræðilega mikilvæga viðtaka. Þeirra á meðal eru GABA viðtakaflókinn, bindiset fyrir svefnlyf og róandi lyf og viðtakar sem binda taugapeptíð, cýtókín, serótónín, noradrenalín, asetýlkólín og ópíöt.

Verkun og öryggi

Sýnt var fram á verkun tasimelteons við meðhöndlun á svefntruflunum af völdum dægursveifluröskunar í tveimur slembiröðuðum, tvíblindum, fjölsetra, samhliða samanburðarrannsóknum við lyfleysu (SET og RESET) hjá alblindum sjúklingum með dægursveifluröskun.

Í SET var 84 sjúklingum með dægursveifluröskun (miðgildi aldurs var 54 ár) slembiraðað til að fá 20 mg af tasimelteoni eða lyfleysu, einni klukkustund fyrir háttatíma, á sama tíma á hverju kvöldi í allt að 6 mánuði.

RESET var slembiröðuð fráhvarfsrannsókn hjá 20 sjúklingum með dægursveifluröskun (miðgildi aldurs var 55 ár), sem var hönnuð til að meta viðhald verkunar tasimelteons eftir 12 vikur. Sjúklingar voru meðhöndlaðir í u.þ.b. 12 vikur með 20 mg af tasimelteoni einni klukkustund fyrir háttatíma, á sama tíma á hverju kvöldi. Sjúklingum, þar sem reiknaður tími hámarksstyrks melatóníns (melatonin acrophase) var nokkurn veginn á sama tíma dagsins (öfugt við vænta, daglega seinkun) á upphafstíma, var slembiraðað til að fá lyfleysu eða halda áfram daglegri meðferð með 20 mg af tasimelteoni í 8 vikur.

SET og RESET mátu samstillingu líkamsklukkunnar með mælingum á aMT6s og kortisóli. Báðar rannsóknir sýndu fram á getu tasimelteons til að samstilla líkamsklukkuna hjá sjúklingum með dægursveifluröskun og RESET sýndi fram á að stöðug, dagleg notkun tasimelteons er nauðsynleg til að viðhalda samstillingu.

Samstilling hjá sjúklingum með svefntruflanir af völdum dægursveifluröskunar

Í SET var samstilling dægursveiflu eftir 1 mánuð marktækt betri hjá þeim sem fengu tasimelteon en hjá lyfleysuhópnum samkvæmt mælingum á aMT6s og kortisóli (aMT6s: 20% með tasimelteoni og 2,6% með lyfleysu og kortisól: 17,5% með tasimelteoni og 2,6% með lyfleysu). Greining á samstillingu eftir 7 mánuði hjá undirhópi sjúklinga sýndi að 59% þeirra sem fengu tasimelteon voru samstilltir eftir 7 mánuði sem bendir til að svörun við meðferð taki vikur eða mánuði hjá sumum sjúklingum. RESET sýndi fram á viðvarandi samstillingu hjá þeim sem fengu tasimelteon samanborið við lyfleysufráhvarf (aMT6s: 90% með tasimelteoni og 20% fyrir lyfleysufráhvarf og kortisól: 80% með tasimelteoni og 20% fyrir lyfleysufráhvarf). Klínísk svörun hjá sjúklingum með svefntruflanir af völdum dægursveifluröskunar

Verkun tasimelteons við meðferð á klínískum einkennum, þ.m.t. dægursveiflulotu og klínískri, almennri virkni hjá sjúklingum með dægursveifluröskun var staðfest í SET og RESET (Tafla 3). Samsettur kvarði með 4 mælingum á lengd og tímasetningu nætursvefns og dagsvefns og almennri virkni var notaður til að meta klíníska svörun í SET. Til að flokkast sem klínísk svörun varð að koma fram samstilling auk ≥3 stiga á þessum kvarða, sem kallaðist Klínískur svörunarkvarði fyrir dægursveifluröskun (Non-24 Clinical Response Scale (N24CRS)). Einingar kvarðans má finna í Töflu 2.

Tafla 2:

Kvarði klínískrar svörunar fyrir dægursveifluröskun

 

 

 

 

 

Mat

 

Greinimark svörunar

 

 

 

 

Nætursvefn á 25% nátta með mest einkenni

>45 mínútna aukning á meðallengd nætursvefns

 

 

 

 

Dagsvefn á 25% daga með mest einkenni

>45 mínútna minnkun á meðallengd dagsvefns

 

 

 

 

 

Tímasetning svefns

>30 mínútna aukning og staðalfrávik <2 klukkustundir

 

í tvíblindaða fasanum

 

 

 

 

CGI-C

 

<2,0 frá meðaltali dags 112 og dags 183 samaborið

 

 

við upphafsgildi

 

 

 

 

 

 

 

Klínísk svörun í mælingum á lengd og tímasetningu svefns og vöku

SET og RESET mátu lengd og tímasetningu nætursvefns og dúra að degi til samkvæmt dagbókum sjúklinga. Í SET rannsókninni héldu sjúklingar dagbækur í að meðaltali 88 daga við skimun og 133 daga eftir slembiröðun. Í RESET rannsókninni héldu sjúklingar dagbækur í að meðaltali 57 daga á innleiðingarfasa og 59 daga í slembiröðuðum fráhvarfsfasa.

Þar sem einkenni röskunar á nætursvefni og syfju að degi til eru lotubundin hjá sjúklingum með dægursveifluröskun, þar sem alvarleiki þeirra er breytilegur eftir því hversu mikil frávik dægursveiflu hvers sjúklings eru frá 24 klukkustunda sólarhring (vægust þegar frávik er ekkert, alvarlegust þegar frávik er 12 klukkustundir), eru endapunktar verkunar fyrir heildarnætursvefn og lengd dúra að degi til byggðir á 25% nátta með stystan nætursvefn og 25% með lengstu dúra að degi til. Í SET fengu sjúklingar sem fengu tasimelteon í upphafi að meðaltali 195 mínútur í nætursvefn á 25% nátta þar sem einkenni voru mest og 137 mínútur í dúra að degi til á 25% daga þar sem einkenni voru mest. Mat var lagt á hlutfallslega meðaltímalengd svefns miðað við æskilegan heildarsvefntíma einstaklings yfir a.m.k. eina dægurlotu. Meðferð með tasimelteoni leiddi til marktæks bata, samanborið við lyfleysu, fyrir alla þessa endapunkta í SET og RESET (sjá Töflu 3).

Tafla 3: Áhrif meðferðar með 20 mg af tasimelteoni á klíníska svörun hjá sjúklingum með dægursveifluröskun (Non-24)

 

Tasimelteon 20 mg

Lyfleysa

% munur

p-gildi

 

 

 

 

 

SET rannsókn

 

 

 

 

Klínísk svörun (samstilling + N24CRS ≥3)(1)

9/38 (23,7)

0/34 (0,0)

23,7

0,0028

N24CRS ≥ 3(2)

11/38 (28,9)

1/34 (2,9)

26,0

0,0031

N24CRS ≥ 2(2)

22/38 (57,9)

7/34 (20,6)

37,3

0,0014

Nætursvefn á 25% nátta með mest einkenni

 

 

 

 

(mínútur)(3)

56,80

17,08

39,71

0,0055

Dagsvefn á 25% daga með mest einkenni

 

 

 

 

(mínútur)(3),(4)

-46,48

-17,87

-28,61

0,0050

≥ 45 mín bæting í svefni bæði að nóttu og

 

 

 

 

degi (%)(5)

31,6

8,8

22,8

0,0177

Tímasetning svefns (mínútur)(1),(3)

35,00

14,48

20,52

0,0123

RESET rannsókn

 

 

 

 

Nætursvefn á 25% nátta með mest einkenni

 

 

 

 

(mínútur)(3)

-6,74

-73,74

67,00

0,0233

Dagsvefn á 25% daga með mest einkenni

 

 

 

 

(mínútur)(3),(4)

-9,31

49,95

-59,25

0,0266

Tímasetning svefns (mínútur)(1), (3)

19,99

-16,05

36,04

0,0108

(1) Hærri tölur tákna bata

(2)Næmisgreining

(3)P-gildi var byggt á greiningu á samdreifnilíkani, einingar eru minnstu fervik (LS) meðal mínútna

(4)Lægri tölur tákna bata

(5)Greining gerð eftirá (post-hoc)

Svörun í mælingum á klínískri, almennri virkni (Clinical Global Functioning)

Sjúklingar sem fengu tasimelteon fengu á heildina bata í klínískri, almennri virkni (CGI-C = 2,6) samanborið við sjúklinga sem fengu lyfleysu, sem sýndu engan bata (CGI-C = 3,4) samanborið við alvarleika dægursveifluröskunar í upphafi (LS meðaltals munar = -0,8; p=0,0093) (Tafla 4). Verkun tasimelteons við að bæta klíníska, almenna virkni var metin í SET. Clinical Global Impression of Change (CGI-C) er mat á almennri félagslegri, starfs- og heilsutengdri virkni sjúklings með 7-þrepa kvarða þar sem miðgildið er engin breyting (4), sem rannsakendur nota til að gefa bata sjúklings frá upphafsgildi einkunn á grundvelli einkenna almennrar virkni. Einkunnirnar voru: 1 = mjög mikill bati; 2 = mikill bati; 3 = lítill bati; 4 = engin breyting; 5 = lítil versnun; 6 = mikil versnun; eða 7 = mjög mikil versnun.

Tafla 4: Clinical Global Functioning hjá Non-24 sjúklingum

 

Tasimelteon 20 mg

Lyfleysa

p-gildi

 

 

 

 

CGI-C (LS meðaltal)

2,6

3,4

0,0093

 

 

 

 

Sjá upplýsingar um öryggi í kafla 4.8.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á HETLIOZ hjá einum eða fleiri undirhópum alblindra barna með dægursveifluröskun (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf tasimelteons eru línuleg með skömmtum frá 3 til 300 mg (0,15- til 15-faldur ráðlagður dagskammtur). Lyfjahvörf tasimelteons og umbrotsefna þess breyttust ekki við endurtekna dagskammta.

Frásog

Hámarksþéttni (Tmax) tasimelteons náðist u.þ.b. 0,5 klst. eftir inntöku á fastandi maga. Meðaltal algilds aðgengis tasimelteons eftir inntöku er 38%.

Þegar tasimelteon var tekið með fituríkri máltíð var Cmax þess 44% lægra en þegar það var tekið á fastandi maga og miðgildi Tmax var seinkað um u.þ.b. 1,75 klst. Því ætti að taka tasimelteon á fastandi maga. Ef sjúklingar hafa borðað fituríka máltíð er ráðlagt að bíða í að minnsta kosti 2 klst áður en tasimelteon er tekið.

Dreifing

Dreifingarrúmmál um munn við jafnvægi tasimelteons hjá ungum, heilbrigðum einstaklingum er u.þ.b. 59 - 126 L. Við meðferðarstyrk eru u.þ.b. 88,6 - 90,1% tasimelteons bundin við prótein.

Umbrot

Tasimelteon umbrotnar í miklum mæli. Umbrot tasimelteons felast að mestu í oxun á fleiri en einum stað og oxandi afalkýleringu sem veldur því að díhýdrófúranhringurinn opnast og við frekari oxun myndast karboxýlsýra. CYP1A2 og CYP3A4 eru ensím sem sýnt hefur verið fram á að gegni hlutverki við umbrot tasimelteons. Ekki er vitað hvort önnur ensím (t.d. CYP2C19) taka þátt í umbrotum tasimelteons.

Helsta umbrotsferlið í fasa II er tenging fenóls og glúkúroníðs.

Helstu umbrotsefni höfðu virkni við melatónín viðtaka sem var 13-föld eða minni í samanburði við tasimelteon.

Brotthvarf

Eftir inntöku geislamerkts tasimelteons skildust 80% af heildar geislavirkninni út með þvagi og u.þ.b. 4% með saur, sem þýddi meðalheimtur sem námu 84%. Innan við 1% af skammtinum skildist út með þvagi sem móðurefni.

Meðaltal helmingunartíma útskilnaðar tasimelteons er 1,3 ± 0,4 klukkustundir. Meðaltal helmingunartíma ± staðafráviks endanlegs útskilnaðar helstu umbrotsefna er á bilinu 1,3 ± 0,5 til 3,7 ± 2,2.

Endurtekinn skammtur tasimelteons einu sinni á dag veldur ekki breytingu á lyfjahvörfum eða marktækri uppsöfnun á tasimelteoni.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Hjá öldruðum jókst útsetning fyrir tasimelteoni u.þ.b. tvöfalt í samanburði við aðra fullorðna einstaklinga. Vegna heildarbreytileika milli einstaklinga var þessi aukning ekki klínískt marktæk og ekki er mælt með aðlögun skammta.

Kyn

Meðaltal útsetningar fyrir tasimelteoni var u.þ.b. 1,6-falt hærra hjá konum en körlum. Vegna heildarbreytileika milli einstaklinga var þessi aukning ekki klínískt marktæk og ekki er mælt með aðlögun skammta.

Kynþáttur

Kynþáttur hefur ekki áhrif á sýnilegan útskilnað tasimelteons.

Skert lifrarstarfsemi

Lyfjahvörf 20 mg skammts af tasimelteoni voru borin saman hjá 8 einstaklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh gildi ≥5 og ≤6 stig), 8 einstaklingum með miðlungi skerta lifrarstarfsemi (Child- Pugh gildi ≥7 og ≤9 stig) og 13 heilbrigðum, pöruðum einstaklingum til viðmiðunar. Útsetning fyrir tasimelteoni jókst innan við tvöfalt hjá einstaklingum með miðlungi skerta lifrarstarfsemi. Því er skammtaaðlögun ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með vægt eða miðlungi skerta lifrarstarfsemi. Tasimelteon hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur C) og því skal gæta varúðar þegar HETLIOZ er ávísað til sjúklinga með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

Skert nýrnastarfsemi

Lyfjahvörf 20 mg skammts af tasimelteoni voru borin saman hjá 8 einstaklingum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (áætlaður gaukulsíunarhraði [eGFR] ≤ 29 ml/mín/1,73m2), 8 einstaklingum með

nýrnasjúkdóm á lokastigi (ESRD) (GFR < 15 ml/mín/1.73m2) sem þurftu blóðskilun og 16 heilbrigðum, pöruðum einstaklingum til viðmiðunar. Ekki voru nein greinileg tengsl milli úthreinsunar eftir inntöku (CL/F) og virkni nýrna, hvorki samkvæmt áætlaðri kreatínínúthreinsun eða eGFR. Einstaklingar með alvarlega skerta nýrnastarfsemi höfðu 30% lægri CL/F úthreinsun en paraðir viðmiðunareinstaklingar en þegar breytileiki var tekinn með í reikninginn var munurinn ekki marktækur. Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Reykingafólk (reykingar eru vægur CYP1A2 örvi)

Útsetning fyrir tasimelteoni minnkaði um u.þ.b. 40% hjá reykingafólki samanborið við þá sem ekki reyktu (sjá kafla 4.5).

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Í forklínískum rannsóknum komu eiturverkanir einungis fram við skömmtun sem talin er vera það langt yfir

hámarksskömmtun fyrir menn að litlu skipti fyrir klíníska notkun.

Eiturverkun a æxlun

Hjá þunguðum rottum sem fengu tasimelteon meðan á líffæramyndun stóð, komu ekki fram nein áhrif á fósturþroska. Hjá þunguðum kanínum sem fengu tasimelteon meðan á líffæramyndun stóð, kom fram fósturdauði og eiturverkun á fóstur (minnkuð fósturþyngd og seinkuð beingerð) við stærsta skammtinn sem prófaður var (200 mg/kg/dag).

Hjá rottum sem fengu tasimelteon um munn meðan á líffæramyndun og brjóstagjöf stóð kom fram viðvarandi minnkun líkamsþyngdar, seinkaður kynþroski og líkamlegur þroski og skert taugaatferli hjá afkvæmum við stærsta skammtinn sem prófaður var og minnkuð líkamsþyngd hjá afkvæmum við miðskammtinn sem prófaður var. Mörk um engin merkjanleg áhrif (50 mg/kg/dag) eru u.þ.b. 25 sinnum stærri en ráðlagður skammtur fyrir menn, miðað við mg/m2.

Krabbameinsmyndun

Engin merki um krabbameinsmyndandi áhrif komu fram hjá músum; stærsti skammturinn sem var prófaður var 75 sinnum stærri, miðað við mg/m2 en ráðlagður skammtur fyrir menn sem nemur 20 mg/dag. Hjá rottum varð auking á æxlum í lifur hjá karldýrum (kirtilæxlum og krabbameinsæxlum) og kvendýrum (kirtilæxlum) við 100 og 250 mg/kg/dag; tíðni æxla í legi (kirtilkrabbamein í legslímu) og legi og leghálsi (flöguþekjukrabbamein) jókst við 250 mg/kg/dag. Engin aukning varð á æxlum hjá rottum við minnstu skammta sem prófaðir voru, en þeir voru u.þ.b. 10 sinnum stærri en ráðlagður skammtur fyrir menn, miðað við mg/m2.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Hylkiskjarni Laktósi, vatnsfrír

Örkristallaður sellulósi Natríum kroskarmellósi Kísill, kvoðukenndur vatnsfrír Magnesíumsterat

Hylkisskel

Gelatín

Títantvíoxíð

Brilliant Blue FCF

Erýtrósín

Orange Yellow S (E110)

Hvítt prentblek

Shellak

Própýlenglýkól

Natríumhýdroxíð

Póvidón K17

Títantvíoxíð

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Eftir að glasið er fyrst opnað: 30 dagar

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum og hafið glasið vandlega lokað til varnar gegn raka og ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

Plastglas (HDPE) sem inniheldur 30 hörð hylki, með barnaöryggisloki úr pólýprópýleni og innsigli úr pólýprópýlenkvoðu. Hvert glas inniheldur einnig 1,5 g hylki af kísilþurrkefni og pólýestertróð. Eitt HDPE glas í hverri pappaöskju.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Vanda Pharmaceuticals Limited

25 Old Broad Street, Level 21A, London, EC2N 1HQ Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1008/001

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf