Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Iblias (octocog alfa) – Samantekt á eiginleikum lyfs - B02BD02

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsIblias
ATC-kóðiB02BD02
Efnioctocog alfa
FramleiðandiBayer AG

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Iblias 250 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Iblias 500 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Iblias 1000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Iblias 2000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

Iblias 3000 a.e. stungulyfsstofn og leysir, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur 250/500/1000/2000/3000 a.e. af mannastorkuþætti VIII.

Einn ml af Iblias 250 a.e. inniheldur u.þ.b. 100 a.e. (250 a.e. / 2,5 ml) af raðbrigða mannastorkuþætti VIII (INN: októkóg alfa) eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf.

Einn ml af Iblias 500 a.e. inniheldur u.þ.b. 200 a.e. (500 a.e. / 2,5 ml) af raðbrigða mannastorkuþætti VIII (INN: októkóg alfa) eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf.

Einn ml af Iblias 1000 a.e. inniheldur u.þ.b. 400 a.e. (1.000 a.e. / 2,5 ml) af raðbrigða mannastorkuþætti VIII (INN: októkóg alfa) eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf.

Einn ml af Iblias 2000 a.e. inniheldur u.þ.b. 400 a.e. (2.000 a.e. / 5 ml) af raðbrigða mannastorkuþætti VIII (INN: októkóg alfa) eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf.

Einn ml af Iblias 3000 a.e. inniheldur u.þ.b. 600 a.e. (3.000 a.e. / 5 ml) af raðbrigða mannastorkuþætti VIII (INN: októkóg alfa) eftir blöndun með vatni fyrir stungulyf.

Virknin (a.e.) er ákvörðuð með því að nota litmyndunargreiningu samkvæmt Evrópsku lyfjaskránni. Eðlisvirkni Iblias er u.þ.b. 4.000 a.e./mg próteins.

Októkóg alfa (raðbrigða mannastorkuþáttur VIII (rDNA)) í fullri lengd) er hreinsað prótein sem inniheldur 2.332 amínósýrur. Það er framleitt með raðbrigða DNA erfðatækni í nýrnafrumum úr hamstursungum (BHK-frumum), þar sem geni mannastorkuþáttar VIII hefur verið komið fyrir. Iblias er framleitt án þess að próteini úr manni eða dýri sé bætt við í frumuræktinni, hreinsuninni eða endanlegu samsetningunni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Stungulyfsstofn: fast efni, hvítt eða lítið eitt gulleitt.

Leysir: vatn fyrir stungulyf, tær vökvi.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Meðferð og varnandi meðferð við blæðingum hjá sjúklingum með dreyrasýki A (meðfæddan skort á storkuþætti VIII). Iblias má nota fyrir alla aldurshópa.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð þarf að vera undir eftirliti læknis sem hefur reynslu í meðferð við dreyrasýki.

Skammtar

Skammturinn og lengd uppbótarmeðferðarinnar eru háð því hversu alvarlegur skorturinn á storkuþætti VIII er, staðsetningu og umfangi blæðingarinnar og klínísku ástandi sjúklingsins.

Fjöldi gefinna eininga af storkuþætti VIII er skilgreindur sem alþjóða einingar (a.e.) og tengjast gildandi WHO staðli fyrir lyf sem innihalda storkuþátt VIII. Virkni storkuþáttar VIII í plasma er annaðhvort gefin til kynna sem hundraðshluti (miðað við eðlilegt plasma manna) eða sem alþjóða einingar (miðað við alþjóðlegan staðal fyrir storkuþátt VIII í plasma).

Ein alþjóða eining (a.e.) af virkni storkuþáttar VIII er jafngild magni storkuþáttar VIII í einum ml af eðlilegu plasma manna.

Meðferð eftir þörfum

Ákvörðun á hæfilegum skammti af storkuþætti VIII er byggð á þeirri reynslu að ein alþjóða eining (a.e.) af storkuþætti VIII fyrir hvert kg líkamsþunga eykur virkni storkuþáttar VIII í plasma um 1,5% til 2,5% af eðlilegri virkni.

Hæfilegur skammtur er reiknaður út með því að nota eftirfarandi jöfnu:

Hæfilegt magn eininga = líkamsþungi (kg) x hækkun storkuþáttar VIII sem óskað er eftir (% eða a.e./dl) x margföldunarumhverfan af merkjanlegri aukningu (þ.e. 0,5 fyrir aukningu upp á 2,0%).

Magn og tíðni lyfjagjafa skal alltaf miðast við þá klínísku virkni sem óskað er eftir í hverju einstöku tilviki.

Í tilvikum eftirfarandi blæðinga, skal virkni storkuþáttar VIII ekki fara niður fyrir uppgefið gildi (% af eðlilegu) á samsvarandi tímabili. Eftirfarandi töflu má nota til leiðbeininga við blæðingar og skurðaðgerðir:

Tafla 1: Leiðbeiningar um skömmtun við blæðingar og skurðaðgerðir

Alvarleiki blæðingar /

Blóðgildi

Skammtatíðni (klst.) /

Tegund aðgerðar

storkuþáttar VIII sem

Meðferðarlengd (dagar)

 

óskað er eftir (%)

 

 

(a.e./dl)

 

Blæðing

 

Endurtaka á gjöf á 12 til 24 klst.

 

 

fresti. Að minnsta kosti 1 dagur, þar

Byrjandi liðblæðing, blæðing

20 - 40

til blæðing, sem verkir gefa til

í vöðva eða blæðing í

 

kynna, hefur stöðvast eða sár hafa

munnholi

 

gróið nægjanlega vel.

Alvarlegri liðblæðingar,

30 - 60

Endurtaka á innrennsli á 12 –

blæðingar í vöðva eða

 

24 klst. fresti í 3 – 4 daga eða

margúll (haematoma)

 

lengur þar til verkur og bráð

 

 

hreyfihömlun (disability) hefur

 

 

lagast nægjanlega vel.

Lífshættuleg blæðing

60 - 100

Endurtaka á innrennsli á 8 – 24 klst.

 

 

fresti þar til hætta er afstaðin.

Aðgerðir

 

Á 24 klst. fresti í að minnsta kosti

 

 

Minni aðgerðir

30 - 60

1 dag þar til sár hefur gróið

þar með talið tanndráttur

 

nægjanlega vel.

Stórar aðgerðir

80 - 100

Endurtaka á innrennsli á 8 – 24 klst.

 

(fyrir og eftir aðgerð)

fresti þar til sár hefur gróið

 

 

nægjanlega vel og síðan veita

 

 

meðferð í að minnsta kosti 7 daga

 

 

til viðbótar til að viðhalda 30% -

 

 

60% virkni storkuþáttar VIII

 

 

(a.e./dl).

Forvörn

Við langvarandi, fyrirbyggjandi meðferð við blæðingu hjá sjúklingum með alvarlega dreyrasýki A eru venjulegir skammtar fyrir unglinga (≥ 12 ára) og fullorðna sjúklinga 20 til 40 a.e. af Iblias fyrir hvert kg líkamsþunga tvisvar til þrisvar í viku.

Í sumum tilvikum, sérstaklega hjá ungum sjúklingum, getur þurft að hafa styttra milli skammta og gefa stærri skammta.

Áður ómeðhöndaðir sjúklingar

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Iblias hjá áður ómeðhöndluðum sjúklingum. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir.

Börn

Rannsókn á öryggi og verkun hefur verið gerð hjá börnum 0-12 ára (sjá kafla 5.1), takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um börn yngri en 1 árs.

Ráðlagðir fyrirbyggjandi skammtar eru 20-50 a.e./kg tvisvar í viku, þrisvar í viku eða annan hvern dag eftir þörfum. Hjá börnum eldri en 12 ára eru ráðlagðir skammtar þeir sömu og fyrir fullorðna.

Lyfjagjöf

Til notkunar í bláæð.

Iblias er gefið með inndælingu í bláæð á 2 til 5 mínútum, sem fer eftir heildarmagninu. Hraði inndælingar fer eftir ástandi sjúklings (hámarkshraði inndælingar: 2 ml/mínútu).

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 og fylgiseðli um blöndun lyfsins fyrir gjöf.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Þekkt ofnæmisviðbrögð fyrir músa- eða hamsturspróteinum.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Ofnæmi

Ofnæmi er hugsanlegt við notkun Iblias.

Ef einkenni um ofnæmi koma fram skal ráðleggja sjúklingi að hætta notkun lyfsins án tafar og hafa samband við lækninn.

Upplýsa skal sjúklinga um fyrstu merki um ofnæmisviðbrögð svo sem kláða, ógleði, almennan ofsakláða, þyngsli fyrir brjósti, más, lágþrýsting og bráðaofnæmi.

Fái sjúklingur lost skal veita almenna meðferð við losti.

Blokkar

Myndun hlutleysandi mótefna (blokka) gegn storkuþætti VIII er þekktur fylgikvilli í meðferð hjá sjúklingum með dreyrasýki A. Þessi mótefni eru venjulega IgG ónæmisglóbúlín og hamla forhleypandi virkni (procoagulant activity) storkuþáttar VIII, sem mæld er í sérstökum Bethesda einingum (Modified Bethesda Units (BU)) í ml af plasma með notkun breyttrar mælingar (modified assay). Hætta á myndun mótefna er tengd útsetningu fyrir storkuþætti VIII og fyrir genaþáttum m.a. og er hættan mest fyrstu 20 dagana. Mótefni geta myndast eftir fyrstu 100 útsetningardagana, en það er sjaldgæft.

Tilvik eru um að mótefni hafi myndast aftur (lágur títri) eftir að skipt hefur verið frá einum storkuþætti VIII í annan hjá sjúklingum sem áður hafa verið meðhöndlaðir lengur en í 100 daga og eru með sögu um mótefnamyndun. Því er ráðlagt að fylgjast vel með mótefnamyndun hjá öllum sjúklingum þegar skipt er frá einum storkuþætti í annan.

Almennt skal fylgjast vel með hvort sjúklingar sem meðhöndlaðir eru með lyfjum sem innihalda storkuþátt VIII myndi mótefni og skal það gert með viðeigandi klínísku eftirliti og blóðrannsóknum. Ef ætluðum gildum varðandi virkni storkuþáttar VIII í plasma er ekki náð eða ef ekki tekst að stöðva blæðingu með viðeigandi skammti, skal framkvæma próf til þess að kanna hvort blokkar gegn storkuþætti VIII eru fyrir hendi. Hjá sjúklingum með há gildi blokka er ekki víst að meðferð með storkuþætti VIII beri árangur og íhuga skal aðra meðferðarmöguleika. Umönnun slíkra sjúklinga ætti að vera í umsjón lækna með reynslu af umsjón með dreyrasýki og blokkum gegn storkuþætti VIII.

Hjarta- og æðakvillar

Sjúklingar með dreyrasýki og með áhættuþætti eða sjúkdóma tengda hjarta og æðakerfi kunna að eiga sömu hættu á því að fá hjarta- og æðakvilla og sjúklingar sem ekki eru með dreyrasýki, þegar storknun hefur verið leiðrétt með FVIII. Hækkun á gildum storkuþáttar VIII eftir gjöf, sérstaklega hjá þeim sem eru með áhættuþætti tengda hjarta og æðakerfi, kann að valda því að sjúklingar verði í sömu hættu á blóðtappa eða hjartadrepi og sjúklingar sem ekki eru með dreyrasýki. Því þarf að meta sjúklinga með tilliti til áhættuþátta á hjarta.

Fylgikvillar tengdir æðalegg

Ef nota þarf miðlægan bláæðalegg (CVAD) skal íhuga hættu á fylgikvillum í tengslum við miðlægan bláæðalegg, svo sem staðbundnum sýkingum, bakteríudreyra og segamyndun við æðalegg. Þessir fylgikvillar hafa ekki verið tengdir við sjálft lyfið.

Skráning

Eindregið er mælt með því að í hvert skipti sem Iblias er gefið sjúklingi séu nafn og lotunúmer skráð til þess að viðhalda rekjanleika á milli sjúklings og lotu lyfsins.

Börn

Varnaðarorð og varúðarreglur sem hér koma fram eiga bæði við um fullorðna og börn.

Natríuminnihald

Styrkurinn 250/500/1000 a.e.:

Eftir blöndun inniheldur lyfið 0,081 mmól af natríum í hverju hettuglasi af blandaðri lausn (sem samsvarar 1,86 mg í hverju hettuglasi). Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

Styrkurinn 2000/3000 a.e.:

Eftir blöndun inniheldur lyfið 0,156 mmól af natríum í hverju hettuglasi af blandaðri lausn (sem samsvarar 3,59 mg í hverju hettuglasi). Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum í hverjum skammti, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Ekki hefur verið tilkynnt um milliverkanir lyfja sem innihalda mannastorkuþátt VIII (rDNA) við önnur lyf.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Þar sem tíðni dreyrasýki A hjá konum er mjög lítil er engin reynsla af notkun storkuþáttar VIII á meðgöngu. Dýrarannsóknir á æxlun hafa ekki verið gerðar með storkuþætti VIII.

Því skal aðeins nota storkuþátt VIII á meðgöngu ef brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort Iblias skilst út í brjóstamjólk. Útskilnaður hjá dýrum hefur ekki verið rannsakaður. Því skal aðeins nota storkuþátt VIII meðan á brjóstagjöf stendur ef brýna nauðsyn beri til.

Frjósemi

Engar dýrarannsóknir til að kanna áhrif á frjósemi hafa verið gerðar með Iblias og áhrif þess á frjósemi hjá mönnum hafa ekki verið staðfest í klínískum samanburðarrannsóknum. Þar sem Iblias er prótein sem bætir upp eigin skort á storkuþætti VIII er ekki gert ráð fyrir neinum aukaverkunum á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Ef sjúklingar finna fyrir sundli eða öðrum einkennum sem hafa áhrif á færni þeirra til einbeitingar og viðbragðs er ráðlagt að þeir hvorki aki né stjórni vélum þar til áhrifin ganga til baka.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisatriðum

Ofnæmi eða ofnæmisviðbrögð (sem kunna að fela í sér ofsabjúg, sviða og sársauka á innrennslisstað, kuldahroll, andlitsroða, útbreiddan ofsakláða, höfuðverk, ofsakláða, lágþrýsting, svefndrunga, ógleði, óróleika, hraðtakt, þrengsli fyrir brjósti, náladofa, uppköst, más) hafa komið fram og þau geta í sjaldgæfum tilvikum þróast yfir í alvarleg bráðaofnæmisviðbrögð (þar með talið lost).

Myndun mótefna gegn músa- og hamsturspróteinum ásamt tengdum ofnæmisviðbrögðum geta komið fram.

Sjúklingar með dreyrasýki A kunna að mynda hlutleysandi mótefni (blokka) gegn storkuþætti VIII. Ef slíkir blokkar myndast, mun það koma fram sem ónóg klínísk svörun. Í slíkum tilfellum er mælt með að haft sé samband við sérstaka blæðaramiðstöð.

Tafla yfir aukaverkanir

Taflan sem kemur fram hér á eftir er í samræmi við MedDRA líffæraflokkun (líffæraflokkun og ákjósanlegasta heiti). Tíðnin hefur verið metin samkvæmt eftirfarandi venju: Algengar

(≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100).

Innan tíðniflokka eru algengustu aukaverkanirnar taldar upp í röð eftir minnkandi alvarleika.

Tafla 2: Tíðni aukaverkana í klínískum rannsóknum

 

MedDRA líffæraflokkur

Aukaverkun

Tíðni

 

 

 

Blóð og eitlar

Eitlastækkun

Algengar

Hjarta

Hjartsláttarónot,

Algengar

 

sínushraðtaktur

 

Meltingarfæri

Kviðverkir, óþægindi í

Algengar

 

kvið, meltingartruflanir

 

Almennar aukaverkanir og

Sótthiti, óþægindi fyrir

Algengar

aukaverkanir á íkomustað

brjósti, viðbrögð á

 

 

stungustað*

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmi

Sjaldgæfar

Taugakerfi

Höfuðverkur, sundl

Algengar

 

Truflað bragðskyn

Sjaldgæfar

Geðræn vandamál

Svefnleysi

Algengar

Húð og undirhúð

Kláði, útbrot**,

Algengar

 

ofnæmishúðbólga

 

 

Ofsakláði

Sjaldgæfar

Æðar

Andlitsroði

Sjaldgæfar

*þ.m.t. utanæðablæðing á stungustað, margúll, verkur á innrennslisstað, kláði, þroti **útbrot, útbrot með roða, útbrot með kláða

Lýsing á völdum aukaverkunum

Ónæmingargeta

Ónæmingargeta Iblias var metin hjá sjúklingum sem höfðu fengið meðferð áður. Á meðan á klínískum rannsóknum með Iblias stóð hjá u.þ.b. 200 börnum og fullorðnum sjúklingum sem greindust með alvarlega dreyrasýki A (FVIII < 1%) og fyrri útsetningu fyrir þykknum (concentrates) með storkuþætti VIII ≥ 50 útsetningardaga á lyfinu (ED), komu engin tilvik blokkamyndunar fram.

Börn

Í klínískum rannsóknum sem er lokið hjá 71 barni sem hafði fengið meðferð áður reyndist tíðni, gerð og vægi aukaverkana hjá börnum vera sambærileg og hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki hefur verið greint frá neinum einkennum ofskömmtunar raðbrigða mannastorkuþáttar VIII.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Blæðingalyf: storkuþáttur VIII, ATC-flokkur: B02BD02

Verkunarháttur

Storkuþáttur VIII/von Willebrand storkuþáttar (vWF) flétta samanstendur af tveimur sameindum (storkuþáttur VIII og vWF) með mismunandi lífeðlisfræðilega verkun. Við innrennsli í sjúkling með dreyrasýki binst storkuþáttur VIII við vWF í blóðrás sjúklingsins. Virkjaður storkuþáttur VIII verkar sem hjálparþáttur (cofactor) virkjaðs storkuþáttar IX og hraðar umbreytingu á storkuþætti X í virkjaðan storkuþátt X. Virkjaður storkuþáttur X umbreytir prótrombíni í trombín. Trombín umbreytir síðan fíbrínógeni í fíbrín og kökkur getur myndast. Dreyrasýki A er kynbundinn arfgengur galli í blóðstorknun sem stafar af lækkuðum gildum storkuþáttar VIII:C og leiðir til mikilla blæðinga inn á liði, vöðva og innri líffæri annaðhvort af sjálfu sér eða vegna áverka í slysum eða við skurðaðgerðir. Með uppbótarmeðferð er styrkur storkuþáttar VIII í plasma aukinn og þannig er möguleg tímabundin leiðrétting á storkuþáttarskorti og stilling á blæðingarhneigð.

Iblias inniheldur ekki von Willebrand storkuþátt.

Lyfhrif

Virkjaði trombóplasmíntíminn (activated partial thromboplastin time (aPTT)) er lengdur hjá einstaklingum með dreyrasýki. Ákvörðun á aPTT er hentugt in vitro próf til að meta líffræðilega virkni storkuþáttar VIII. Meðferð með rFVIII kemur aPTT í eðlilegt horf á svipaðan hátt og sést eftir gjöf storkuþáttar VIII sem unninn er úr plasma manna.

Verkun og öryggi

Stjórn og fyrirbygging blæðinga

Gerðar voru tvær fjölsetra, opnar, slembaðar rannsóknir með víxlun og án samanburðar hjá fullorðnum/unglingum með alvarlega dreyrasýki A (< 1%) sem höfðu fengið meðferð áður og ein fjölsetra, opin, rannsókn án samanburðar hjá börnum < 12 ára með alvarlega dreyrasýki A sem höfðu fengið meðferð áður.

Alls hafa 204 sjúklingar tekið þátt í klínískum rannsóknunum, 153 einstaklingar ≥ 12 ára og

51 einstaklingur < 12 ára. 140 einstaklingar voru meðhöndlaðir í a.m.k. 12 mánuði og 55 þessara einstaklinga í að miðgildi 24 mánuði.

Tafla 3: Notkun og almennt árangurshlutfall (eingöngu sjúklingar á fyrirbyggjandi meðferð)

 

Yngri

Eldri

Unglingar og fullorðnir

Alls

 

börn

börn

 

12-65 ára

 

 

 

(0 < 6

(6 < 12

 

 

 

 

 

ára)

ára)

 

 

 

 

 

 

 

Rannsók

Rannsók

Rannsók

 

 

 

 

n 1

n 2

n 2

 

 

 

 

 

2 x/viku

3 x/viku

 

 

 

 

 

skömmtu

skömmtu

 

 

 

 

 

n

n

 

Þátttakendur í

rannsókn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skammtur/fyrirby

36 a.e./kg

32 a.e./kg

31 a.e./kg

30 a.e./kg

37 a.e./kg

32 a.e./kg

ggjandi inndæling,

(21;

(22;

(21-43 a.e

(21-34 a.e

(30-42 a.e

(21-58 a.e./kg)

a.e./kg

58 a.e./kg

50 a.e./kg)

./kg)

./kg)

./kg)

 

líkamsþyngdar

)

 

 

 

 

 

miðgildi (lágmark,

 

 

 

 

 

 

hámark)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ABR – allar

2,0

0,9

1,0

4,0

2,0

2,0

blæðingar

(0,0; 6,0)

(0,0; 5,8)

(0,0; 5,1)

(0,0; 8,0)

(0,0; 4,9)

(0,0; 6,1)

(miðgildi, Q1,Q3)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skammtur/inndæl

39 a.e./kg

32 a.e./kg

29 a.e./kg

28 a.e./kg

31 a.e./kg

31 a.e./kg

ing til meðferðar á

(21;72 a.e

(22;

(13;

(19;

(21;

(13;

blæðingu

./kg)

50 a.e./kg)

54 a.e./kg

39 a.e./kg

49 a.e./kg

72 a.e./kg)

Miðgildi

 

 

)

)

)

 

(lágmark,

 

 

 

 

 

 

hámark)

 

 

 

 

 

 

Árangurshlutfall*

92,4%

86,7%

86,3%

95,0%

97,7%

91,4%

ABR: árleg blæðingatíðni

Q1 fyrsti fjórðungur, Q3 þriðji fjórðungur

*Árangurshlutfall skilgreint sem % af blæðingum sem meðhöndlaðar voru með góðum árangri eftir =/< 2 inndælingar

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf (PK) Iblias voru metin hjá sjúklingum sem áður hafa fengið meðferð og eru með alvarlega dreyrasýki A eftir gjöf á 50 a.e./kg hjá 21 einstaklingi ≥ 18 ára, 5 sjúklingum ≥ 12 ára og < 18 ára og 19 sjúklingum < 12 ára.

Þróað var líkan fyrir lyfjahvörf þýðis sem byggir á öllum tiltækum FVIII mælingum sem gerðar voru (frá tíðum lyfjahvarfasýnatökum og öllum batasýnum) á meðan á öllum 3 klínísku rannsóknum stóð, sem leyfir útreikning á lyfjahvarfabreytum hjá einstaklingum í öllum rannsóknunum. Tafla 4 hér að neðan sýnir lyfjahvarfabreytur sem byggðar eru á líkaninu fyrir lyfjahvörf þýðis.

Tafla 4: Lyfjahvarfabreytur (margfeldismeðaltal (%CV)) byggðar á litmyndunargreiningu.*

Lyfjahvarfabreytur

18 ára

12-< 18 ára

6-< 12 ára

0-< 6 ára

 

N=109

N=23

N=27

N=24

T1/2 (klst.)

14,8 (34)

13,3 (24)

14,1 (31)

13,3 (24)

AUC (a.e.klst./dl) **

1.858 (38)

1.523 (27)

1.242 (35)

970 (25)

CL (dl/klst./kg)

0,03 (38)

0,03 (27)

0,04 (35)

0,05 (25)

Vss (dl/kg)

0,56 (14)

0,61 (14)

0,77 (15)

0,92 (11)

* Byggt á áætluðum lyfjahvörfum þýðis

**Flatarmál undir ferli (AUC) reiknað fyrir skammtinn 50 a.e./kg

Endurteknar lyfjahvarfamælingar eftir 6 til 12 mánaða fyrirbyggjandi meðferð með Iblias gáfu ekki til kynna neinar breytingar á lyfjahvarfaeiginleikum eftir langtímameðferð.

Í alþjóðlegri rannsókn sem tók til 41 klínískrar rannsóknarstofu, var árangur Iblias í FVIII: C prófunum metinn og borinn saman við markaðssett rFVIII lyf af fullri lengd. Samhljóða niðurstöður komu fram fyrir bæði lyfin. FVIII: C fyrir Iblias má mæla í plasma með einsþreps storkuprófi eða litmyndunargreiningu sem eru hefðbundnar aðferðir á rannsóknarstofum.

Greining á öllum skráðum tilvikum um stigvaxandi bata hjá sjúklingum sem áður voru meðhöndlaðir sýndi miðgildishækkun > 2% (> 2 a.e./dl) fyrir hverja a.e./ kg líkamsþyngdar fyrir Iblias. Þetta er svipað og fyrir storkuþátt VIII sem unninn er úr plasma manna. Engin marktæk breyting kom fram á 6-12 mánaða meðferðartímanum.

Tafla 5: III. stigs niðurstöður fyrir stigvaxandi bata

 

Þátttakendur í rannsókninni

N=115

Niðurstöður úr litmyndunargreiningu

2,3 (1,8; 2,6)

Miðgildi; (Q1; Q3) (a.e./dl / a.e./kg)

 

Niðurstöður úr einsþreps prófi

2,2 (1,8; 2,4)

Miðgildi; (Q1; Q3) (a.e./dl / a.e./kg)

 

5.3 Forklínískar upplýsingar

 

Forklínískar rannsóknir benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi og eituráhrifum á erfðaefni in vitro og skammtíma rannsókna á eiturverkunum eftir endurtekna skammta. Rannsóknir á eituráhrifum eftir endurtekna skammta sem standa yfir lengur en í 5 daga, rannsóknir á eiturverkunum á æxlun og rannsóknir á krabbameinsvaldandi áhrifum hafa ekki verið gerðar. Slíkar rannsóknir eru ekki taldar skipta máli vegna myndunar mótefna gegn framandi mannapróteininu hjá dýrum. (Að auki er FVIII prótein sem er líkamanum eðlilegt og ekki er vitað til þess að það hafi áhrif á æxlun eða sé krabbameinsvaldandi.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stungulyfsstofn

Súkrósi

Histidín

Glýsín

Natríumklóríð

Kalsíumklóríð

Pólýsorbat 80

Leysir

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

Aðeins má nota meðfylgjandi innrennslissett við blöndun og lyfjagjöf þar sem meðferð getur misfarist sem afleiðing af aðsogi mannastorkuþáttar VIII á innra byrði sumra annarra innrennslissetta.

6.3Geymsluþol

30 mánuðir

Sýnt hefur verið fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika eftir blöndun í 3 klukkustundir við stofuhita.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lyfið strax eftir blöndun. Ef það er ekki notað strax eru geymslutími við notkun og ástand fyrir notkun á ábyrgð notanda.

Má ekki geyma í kæli eftir blöndun.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið hettuglösin í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Meðan á 30 mánaða heildargeymslutíma stendur má geyma lyfið í ytri umbúðum við allt að 25°C í takmarkaðan tíma, allt að 12 mánuði. Í því tilviki fyrnist lyfið í lok þessa 12 mánaða tímabils eða við fyrningardagsetningu hettuglassins með lyfinu, hvort sem fyrr verður. Nýja fyrningardagsetningu skal skrifa á öskjuna.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5 Gerð íláts og innihald, sérstakur búnaður til notkunar lyfsins, lyfjagjafar eða ísetningar þess

Hver pakkning af Iblias inniheldur:

Eitt hettuglas með stungulyfsstofni (10 ml glært hettuglas úr gleri af tegund 1 með gráum gúmmítappa úr halogenbútýl og álinnsigli).

Eitt hettuglas með leysi (6 ml glært hettuglas úr gleri af tegund 1 með gráum gúmmítappa úr klóróbútýl og álinnsigli).

Viðbótarpakki með:

-1 yfirfærslubúnaði með síu 20/20 [Mix2Vial]

-1 setti til bláæðarástungu

-1 einnota 5 ml sprautu

-2 einnota sprittþurrkum

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Nákvæm lýsing á tilbúningi og gjöf er í fylgiseðlinum sem fylgir Iblias.

Blandað lyf er tær og litlaus lausn.

Iblias stungulyfsstofn á aðeins að leysa upp í meðfylgjandi leysi (2,5 ml eða 5,0 ml af vatni fyrir stungulyf) með því að nota sæfða yfirfærslubúnaðinn með síu fyrir hettuglas. Blöndun fyrir innrennsli á að fara fram að viðhafðri smitgát. Sé einhver hluti pakkningarinnar rofinn eða skemmdur skal ekki nota pakkninguna.

Eftir blöndun er lausnin tær. Lyf sem notuð eru í æð skal skoða fyrir lyfjagjöf með tilliti til agna og mislitunar. Notið ekki Iblias ef það inniheldur sýnilegar agnir eða er ekki tært.

Eftir blöndun á að draga lausnina upp í gegnum sæfða yfirfærslubúnaðinn með síu fyrir hettuglas í sæfðu, einnota sprautuna (hvort tveggja fylgir með). Iblias á að blanda og gefa með þeim áhöldum sem fylgja með pakkningunni (millistykki fyrir hettuglas, hettuglasi með vatni fyrir stungulyf, einnota sprautu, bláæðaástungusetti).

Blandaða lausn á að sía fyrir gjöf til að fjarlægja hugsanlegar agnir í lausninni. Lausnin er síuð með því að nota millistykkið fyrir hettuglas.

Aðeins til nota í eitt skipti.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Bayer AG

51368 Leverkusen Þýskaland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1077/001 - Iblias 250 a.e.

EU/1/15/1077/002 - Iblias 500 a.e.

EU/1/15/1077/003 - Iblias 1000 a.e.

EU/1/15/1077/004 - Iblias 2000 a.e.

EU/1/15/1077/005 - Iblias 3000 a.e.

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis:

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf