Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ifirmacombi (irbesartan / hydrochlorothiazide) – Fylgiseðill - C09DA04

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsIfirmacombi
ATC-kóðiC09DA04
Efniirbesartan / hydrochlorothiazide
FramleiðandiKrka, d.d., Novo mesto

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Ifirmacombi 150 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur Ifirmacombi 300 mg/12,5 mg filmuhúðaðar töflur Ifirmacombi 300 mg/25 mg filmuhúðaðar töflur irbesartan/hýdróklórtíazíð

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um Ifirmacombi og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Ifirmacombi

3.Hvernig nota á Ifirmacombi

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Ifirmacombi

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Ifirmacombi og við hverju það er notað

Ifirmacombi er blanda tveggja virkra efna, irbesartans og hýdróklórtíazíðs.

Irbesartan tilheyrir flokki lyfja sem þekkt eru undir heitinu angíótensín-II blokkar. Angíótensín-II er efni sem myndast í líkamanum, það binst viðtökum í æðum og veldur þrengingu þeirra. Þetta leiðir til hækkunar á blóðþrýstingi. Irbesartan hindrar bindingu angíótensín-II við þessa viðtaka þannig að það slaknar á æðum og blóðþrýstingur lækkar.

Hýdróklórtíazíð tilheyrir flokki lyfja (svonefndra tíazíð þvagræsilyfja) sem auka þvagútskilnað úr líkamanum og hafa þannig blóðþrýstingslækkandi áhrif.

Þessi tvö virku efni í Ifirmacombi vinna saman og lækka blóðþrýsting meira en þegar þau eru notuð ein sér.

Ifirmacombi er notað til meðferðar á of háum blóðþrýstingi þegar meðferð með irbesartani eða hýdróklórtíazíði einu sér hefur ekki gefið viðunandi blóðþrýstingsstjórn.

2.Áður en byrjað er að nota Ifirmacombi

Ekki má taka Ifirmacombi

- ef um er að ræða ofnæmi fyrir irbesartani eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

-ef þú ert með ofnæmi fyrir hýdróklórtíazíði eða fyrir einhverjum öðrum lyfjum sem eru súlfónamíðafleiður

- eftir þriðja mánuð meðgöngu (Einnig er betra að forðast notkun Ifirmacombi snemma á meðgöngu – sjá kaflann um meðgöngu)

- ef þú ert með alvarlega lifrar- eða nýrnasjúkdóma - ef þú átt í erfiðleikum með þvaglát

- ef læknirinn metur að þú hafir langvarandi há kalsíum eða lág kalíum gildi í blóði

-ef þú ert með sykursýki eða skerta nýrnastarfsemi og ert á meðferð með blóðþrýstingslækkandi lyfi sem inniheldur aliskiren.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Látið lækninn vita áður en Ifirmacombi er notað og ef eitthvert af eftirtöldu á við um þig:

-ef þú ert með mikil uppköst eða niðurgang

-ef þú ert með nýrnasjúkdóm eða ert með ígrætt nýra

-ef þú ert með hjartasjúkdóm

-ef þú ert með lifrarsjúkdóm

-ef þú ert með sykursýki

-ef þú ert með rauða úlfa (einnig þekkt sem lúpus eða helluroði)

-ef þú ert með frumkomið aldósterónheilkenni (ástand sem tengist of mikilli framleiðslu aldósterónhormóns, sem veldur uppsöfnun natríums og þar af leiðandi hækkun blóðþrýstings)

-ef þú notar eitthvert af eftirtöldum lyfjum sem notuð eru til að meðhöndla háan blóðþrýsting:

-ACE-hemil (til dæmis enalapríl, lisinopríl, ramipríl) sérstaklega ef þú ert með nýrnakvilla sem tengjast sykursýki.

-aliskiren.

Hugsanlegt er að læknirinn rannsaki nýrnastarfsemi, mæli blóðþrýsting og magn blóðsalta (t.d. kalíums) með reglulegu millibili.

Sjá einnig upplýsingar í kaflanum „Ekki má taka Ifirmacombi“.

Láttu lækninn vita ef þig grunar að þú sért (eða gætir orðið) barnshafandi. Ekki er mælt með notkun Ifirmacombi snemma á meðgöngu og það má alls ekki taka þegar liðnir eru meira en 3 mánuðir af meðgöngunni þar sem notkun lyfsins á þeim tíma getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið (sjá kaflann um meðgöngu).

Þú átt einnig að segja lækninum frá því:

-ef þú ert á saltsnauðu fæði

-ef þú finnur fyrir einkennum eins og óeðlilegum þorsta, munnþurrki, almennu þróttleysi, sljóleika, vöðvaverkjum eða sinadrætti, ógleði, uppköstum eða óeðlilega hröðum hjartslætti, en það getur verið merki um of mikil áhrif af hýdróklórtíazíði (innihaldsefni í Ifirmacombi)

-ef þú finnur fyrir að húðin verður viðkvæmari fyrir sólinni með einkennum sólbruna (svo sem roða, kláða, þrota eða blöðrumyndun) sem á sér stað hraðar en venjulega

-ef þú þarft að fara í skurðaðgerð eða svæfingu.

-ef breytingar verða á sjón eða ef þú finnur fyrir verk í öðru eða báðum augum meðan á töku Ifirmacombi stendur. Þetta getur verið merki um gláku, vegna aukins augnþrýstings. Þú skalt hætta meðferð með Ifirmacombi og leita til læknis.

Vegna hýdróklórtíazíð innihalds lyfsins geta niðurstöður úr lyfjaprófum orðið jákvæðar.

Börn og unglingar

Ifirmacombi á ekki að gefa börnum og unglingum (yngri en 18 ára).

Notkun annarra lyfja samhliða Ifirmacombi

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Þvagræsandi lyf eins og hýdróklórtíazíð, sem er í Ifirmacombi, geta haft áhrif á önnur lyf. Lyf sem innihalda litíum á ekki að taka samtímis Ifirmacombi nema undir nákvæmu eftirliti læknis.

Vera má að læknirinn þurfi að breyta skömmtum þeirra lyfja og/eða gera aðrar varúðarráðstafanir:

-Ef þú notar ACE-hemil eða aliskiren (sjá einnig upplýsingar undir „Ekki má taka Ifirmacombi“ og „Varnaðarorð og varúðarreglur“).

Þú gætir þurft að fara í blóðprufu ef þú tekur:

-kalíumuppbót

-saltuppbót sem inniheldur kalíum

-kalíumsparandi lyf eða önnur þvagræsilyf (vatnslosandi töflur)

-sum hægðalyf

-lyf við þvagsýrugigt

-lækningalega skammta af D-vítamíni

-lyf sem hafa áhrif á hjartsláttartíðni

-lyf við sykursýki (til inntöku eða insúlín)

-carbamazepín (lyf við flogaveiki).

Það er einnig mikilvægt að láta lækninn vita ef þú notar önnur lyf sem lækka blóðþrýsting, stera og krabbameinslyf, verkjalyf, lyf við liðagigt eða kólestýramín og kólestipól resín til að lækka kólesteról í blóði.

Ef Ifirmacombi er tekið með mat eða drykk

Ifirmacombi má taka með eða án matar.

Ef þú drekkur áfengi meðan þú ert á meðferð með Ifirmacombi gætir þú fundið fyrir auknum svima einkum þegar þú stendur upp úr sitjandi stöðu, vegna hýdróklórtíazíðs innihalds í lyfinu.

Meðganga og brjóstagjöf Meðganga

Láttu lækninn vita ef þig grunar að þú sért (eða gætir orðið) barnshafandi. Læknirinn mun yfirleitt mæla með því að þú hættir að taka Ifirmacombi áður en þú verður barnshafandi eða um leið og þú veist að þú ert barnshafandi og ráðleggja þér að taka annað lyf í stað Ifirmacombi l. Ekki er mælt með notkun Ifirmacombi á meðgöngu og það má alls ekki taka þegar liðnir eru meira en 3 mánuðir af meðgöngunni þar sem notkun lyfsins á þeim tíma getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barnið.

Brjóstagjöf

Segðu lækninum frá því ef þú ert með barn á brjósti eða ert að hefja brjóstagjöf. Ekki er mælt með notkun Ifirmacombi hjá mæðrum sem eru með börn á brjósti og læknirinn gæti valið aðra meðferð fyrir þig ef þú vilt hafa barn á brjósti, sérstaklega ef barnið er nýfætt eða hefur fæðst fyrir tímann.

Akstur og notkun véla

Engar rannsóknir á áhrifum á hæfni til aksturs eða stjórnunar véla hafa verið gerðar. Ólíklegt er talið að Ifirmacombi hafi áhrif á hæfni til aksturs eða stjórnunar véla. Þó getur stöku sinnum orðið vart við svima eða þreytu þegar verið er að meðhöndla háan blóðþrýsting. Ef þú færð þessi einkenni skaltu ræða við lækninn áður en reynt er að aka eða stjórna stórum vélum.

3.Hvernig nota á Ifirmacombi

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skömmtun Ifirmacombi 150 mg/12,5 mg

Ráðlagður skammtur af Ifirmacombi 150 mg/12,5 mg er ein tafla á sólarhring. Í flestum tilvikum mun læknirinn ávísa Ifirmacombi 150 mg/12,5 mg þegar fyrri meðferð lækkaði blóðþrýstinginn ekki nægjanlega mikið. Læknirinn mun segja þér hvernig þú átt að skipta af fyrri meðferð yfir í Ifirmacombi.

Ef þessi skammtur hjálpar ekki við að lækka blóðþrýstinginn hjá þér eins og þörf er á getur læknirinn ávísað Ifirmacombi 300 mg/12,5 mg handa þér.

Skömmtun Ifirmacombi 300 mg/12,5 mg

Ráðlagður skammtur af Ifirmacombi 300 mg/12,5 mg er ein tafla á sólarhring.

Í flestum tilvikum mun læknirinn ávísa Ifirmacombi 300 mg/12,5 mg þegar fyrri meðferð lækkaði blóðþrýstinginn ekki nægjanlega mikið. Læknirinn mun segja þér hvernig þú átt að skipta af fyrri meðferð yfir í Ifirmacombi.

Ef þessi skammtur hjálpar ekki við að lækka blóðþrýstinginn hjá þér eins og þörf er á getur læknirinn ávísað Ifirmacombi 300 mg/25 mg handa þér.

Skömmtun Ifirmacombi 300 mg/25 mg

Ráðlagður skammtur af Ifirmacombi 300 mg/25 mg er ein tafla á sólarhring. Þennan skammt á ekki að hækka. Í flestum tilvikum mun læknirinn ávísa Ifirmacombi 300 mg/25 mg þegar fyrri meðferð lækkaði blóðþrýstinginn ekki nægjanlega mikið. Læknirinn mun segja þér hvernig þú átt að skipta af fyrri meðferð yfir í Ifirmacombi.

Ef þetta lyf hjálpar ekki við að lækka blóðþrýstinginn hjá þér eins og þörf er á mun læknirinn ávísa viðbótarmeðferð handa þér.

Aðferð við lyfjagjöf

Ifirmacombi er til inntöku. Gleypið töflurnar með nægum vökva (t.d. fullu vatnsglasi). Þú getur tekið Ifirmacombi með eða án matar. Reyndu að taka skammtinn á svipuðum tíma á hverjum degi. Mikilvægt er að þú haldir áfram að taka Ifirmacombi þar til læknirinn ákveður annað.

Hámarks blóðþrýstingslækkandi verkun ætti að nást 6 - 8 vikum eftir að meðferð hefst.

Ef stærri skammtur af Ifirmacombi en mælt er fyrir um er tekinn

Ef þú tekur of margar töflur fyrir slysni skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn.

Börn eiga ekki að taka Ifirmacombi

Ifirmacombi á ekki að gefa börnum yngri en 18 ára að aldri. Ef barn gleypir einhverjar töflur, á að hafa samband við lækni tafarlaust.

Ef gleymist að taka Ifirmacombi

Ef þú af slysni gleymir að taka sólarhringsskammt, skaltu taka næsta skammt eins og venjulega. Ekki á að taka tvöfaldan skammt til að bæta upp skammta sem gleymst hefur að taka.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Sumar aukaverkanir geta reynst alvarlegar og getur þurft að meðhöndla.

Í mjög sjaldgæfum tilfellum hefur verið tilkynnt um ofnæmisviðbrögð á húð (útbrot, ofsakláði), svo og staðbundna bólgu í andliti, vörum og/eða tungu hjá sjúklingum sem taka irbesartan.

Ef þú færð eitthvert ofantalinna einkenna eða ef þú átt erfitt með öndun skaltu hætta töku Ifirmacombi og leita tafarlaust til læknis.

Tíðni aukaverkana er skilgreind samkvæmt eftirfarandi venju:

Algengar: Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum.

Sjaldgæfar: Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum.

Aukaverkanirnar sem tilkynnt hefur verið um í klínískum rannsóknum á sjúklingum sem fengu Ifirmacombi meðferð voru:

Algengar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1af hverjum 10 einstaklingum)

-ógleði/uppköst

-óeðlileg þvaglát

-þreyta

-svimi (þar með talið þegar risið er upp úr liggjandi eða sitjandi stöðu)

-blóðrannsóknir geta sýnt aukið magn ensíms (kreatínkínasa), sem er mælikvarði á vöðva- og hjartastarfsemi eða aukið magn efna (blóðnitur og kreatínín í blóði) sem eru mælikvarði á

starfsemi nýrna.

Ef einhver þessara aukaverkana valda þér óþægindum skaltu hafa samband við lækninn

Sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum)

-niðurgangur

-lágur blóðþrýstingur

-yfirlið

-hraðari hjartsláttur

-andlitsroði

-bólga

-minnkuð kyngeta (vandamál við kynlíf)

-hugsanlega sýna blóðrannsóknir kalíum- og natríumskort.

Ef einhver þessara aukaverkana valda þér óþægindum skaltu hafa samband við lækninn

Aukaverkanir sem tilkynnt hefur verið um eftir markaðssetningu samsetningar irbesartans og hýdróklórtíazíðs

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá nokkrum aukaverkunum Ifirmacombi. Aukaverkanir þar sem tíðni er ekki þekkt eru:

-höfuðverkur,

-suð fyrir eyrum,

-hósti,

-truflanir á bragðskyni,

-meltingartruflanir,

-verkir í liðum og vöðvum,

-óeðlileg lifrarstarfsemi og skert nýrnastarfsemi,

-aukið magn kalíums í blóðinu,

-ofnæmi svo sem útbrot, ofsakláði, bólga í andliti, vörum, munni, tungu eða hálsi,

-einnig hefur verið greint frá sjaldgæfum tilvikum gulu (gullitun húðar og/eða augnhvítu).

Eins og við á um öll lyf sem innihalda tvö virk efni er ekki hægt að útiloka að aukaverkanir komi fram af hvoru efni fyrir sig.

Aukaverkanir sem tengjast irbesartani einu og sér

Tilkynnt hefur verið um verk fyrir brjósti auk framangreindra aukaverkana.

Aukaverkanir sem tengjast hýdróklórtíazíði einu sér

Lystarleysi; óþægindi í maga; magakrampar; hægðatregða; gula (gullitun húðar og/eða hvítu í augum); brisbólga, sem lýsir sér sem verulegur verkur ofarlega í kvið, oft með ógleði og uppköstum; svefntruflanir; þunglyndi; þokusýn; skortur á hvítum blóðkornum, sem getur leitt til tíðra sýkinga, sótthiti; fækkun blóðflagna (blóðfrumur, nauðsynlegar fyrir storknun blóðsins), fækkun rauðra blóðkorna (blóðleysi) sem einkennist af þreytu, höfuðverk, mæði við líkamsáreynslu, svima og fölu útliti; nýrnasjúkdómur; lungnasjúkdómur þar með talin lungnabólga og vökvasöfnun í lungum; aukin viðkvæmni húðar fyrir sól; bólga í æðum; húðsjúkdómur sem einkennist af húðflögnun út um allan líkamann; rauðir úlfar (helluroði), sem einkennist af útbrotum sem geta verið í andliti, á hálsi og í hársverði; ofnæmisviðbrögð; máttleysi og vöðvakrampar; breytt hjartsláttartíðni; lágþrýstingur eftir að breytt er um líkamsstöðu; bólga í munnvatnskirtlum; há blóðsykursgildi; sykur í þvagi; hækkun á sumum tegundum blóðfitu; hátt gildi þvagsýru í blóði, sem getur valdið þvagsýrugigt.

Vitað er að aukaverkanir sem tengjast hýdróklórtíazíði geta aukist með auknum skammti af hýdróklórtíazíði.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Ifirmacombi

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Ifirmacombi inniheldur

-Virku innihaldsefnin eru irbesartan og hýdróklórtíazíð.

Hver Ifirmacombi 150 mg/12,5 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 150 mg af irbesartani (sem irbesartanhýdróklóríð) og 12,5 mg af hýdróklórtíazíði.

Hver Ifirmacombi 300 mg/12,5 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 300 mg af irbesartani (sem irbesartanhýdróklóríð) og 12,5 mg af hýdróklórtíazíði.

Hver Ifirmacombi 300 mg/25 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 300 mg af irbesartani (sem irbesartanhýdróklóríð) og 25 mg af hýdróklórtíazíði.

-Önnur innihaldsefni eru:

Ifirmacombi 150 mg/12,5 mg:

mannitól, hýdroxýprópýlsellulósi, umbreyttur hýdroxýprópýlsellulósi, natríumsterkjuglýkólat, talkúm, makrógól 6000, hert laxerolía í töflukjarnanum og pólývínýlalkóhól, títantvíoxíð (E171), makrógól, talkúm, gult járnoxíð (E172) og rautt járnoxíð (E172) í filmuhúðinni.

Ifirmacombi 300 mg/12,5 mg:

mannitól, hýdroxýprópýlsellulósi, umbreyttur hýdroxýprópýlsellulósi, natríumsterkjuglýkólat, talkúm, makrógól 6000, hert laxerolía í töflukjarnanum og pólývínýlalkóhól, títantvíoxíð (E171), makrógól og talkúm í filmuhúðinni.

Ifirmacombi 300 mg/25 mg:

mannitól, hýdroxýprópýlsellulósi, umbreyttur hýdroxýprópýlsellulósi, natríumsterkjuglýkólat, talkúm, makrógól 6000, hert laxerolía í töflukjarnanum og pólývínýlalkóhól, títantvíoxíð (E171), makrógól, talkúm, gult járnoxíð (E172) og rautt járnoxíð (E172) í filmuhúðinni.

Lýsing á útliti Ifirmacombi og pakkningastærðir

Ifirmacombi 150 mg/12,5 mg

Fölbleikar, tvíkúptar, sporöskjulaga, filmuhúðaðar töflur (töflur).

Ifirmacombi 300 mg/12,5 mg

Hvítar, tvíkúptar, hylkislaga, filmuhúðaðar töflur (töflur).

Ifirmacombi 300 mg/25 mg

Fölbleikar, tvíkúptar, hylkislaga, filmuhúðaðar töflur (töflur).

Öskjur með 14, 28, 30, 56, 56 x 1, 84, 90 og 98 filmuhúðuðum töflum eru fáanlegar. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

KRKA, d.d., Novo mesto, Šmarješka cesta 6, 8501 Novo mesto, Slóvenía

Framleiðandi

KRKA, d.d., Novo mesto, Šmarješka cesta 6, 8501 Novo mesto, Slóvenía TAD Pharma GmbH, Heinz-Lohmann-Straße 5, 27472 Cuxhaven, Þýskaland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

KRKA, d.d., Novo mesto

UAB KRKA Lietuva

Tél/Tel: + 32 (0)3 321 63 52

Tel: + 370 5 236 27 40

България

Luxembourg/Luxemburg

КРКА България ЕООД

KRKA, d.d., Novo mesto

Teл.: + 359 (02) 962 34 50

Tél/Tel: + 32 (0)3 321 63 52

Česká republika

Magyarország

KRKA ČR, s.r.o.

KRKA Magyarország Kereskedelmi Kft.

Tel: + 420 (0) 221 115 150

Tel.: + 361 (0) 355 8490

Danmark

Malta

KRKA Sverige AB

E. J. Busuttil Ltd.

Tlf: + 46 (0)8 643 67 66 (SE)

Tel: + 356 21 445 885

Deutschland

Nederland

TAD Pharma GmbH

KRKA, d.d., Novo mesto

Tel: + 32 3 321 63 52 (BE)

Eesti

Norge

KRKA, d.d., Novo mesto Eesti filiaal

KRKA Sverige AB

Tel: + 372 (0) 6 671 658

Tlf: + 46 (0)8 643 67 66 (SE)

Ελλάδα

Österreich

QUALIA PHARMA S.A.

KRKA Pharma GmbH, Wien

Τηλ: +30 (0)210 2832941

Tel: + 43 (0)1 66 24 300

España

Polska

KRKA Farmacéutica, S.L.

KRKA-POLSKA Sp. z o.o.

Tel: + 34 911 61 03 81

Tel.: + 48 (0)22 573 7500

France

Portugal

KRKA France Eurl

KRKA Farmacêutica, Sociedade Unipessoal Lda.

Tél: + 33 (0)1 57 40 82 25

Tel: + 351 (0)21 46 43 650

Hrvatska

România

KRKA - FARMA d.o.o.

KRKA Romania S.R.L., Bucharest

Tel: + 385 1 6312 100

Tel: + 4 021 310 66 05

Ireland

Slovenija

KRKA Pharma Dublin, Ltd.

KRKA, d.d., Novo mesto

Tel: + 353 1 293 91 80

Tel: + 386 (0) 1 47 51 100

Ísland

Slovenská republika

KRKA Sverige AB

KRKA Slovensko, s.r.o.

Sími: + 46 (0)8 643 67 66 (SE)

Tel: + 421 (0) 2 571 04 501

Italia

Suomi/Finland

KRKA Farmaceutici Milano S.r.l.

KRKA Sverige AB

Tel: + 39 02 3300 8841

Puh/Tel: + 46 (0)8 643 67 66 (SE)

Κύπρος

Sverige

Kipa Pharmacal Ltd.

KRKA Sverige AB

Τηλ: + 357 24 651 882

Tel: + 46 (0)8 643 67 66 (SE)

Latvija

United Kingdom

KRKA Latvija SIA

Consilient Health (UK) Ltd.

Tel: + 371 6 733 86 10

Tel: + 44(0)203 751 1888

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

 

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf