Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Imbruvica (ibrutinib) – Fylgiseðill - L01XE27

Updated on site: 07-Oct-2017

Nafn lyfsImbruvica
ATC-kóðiL01XE27
Efniibrutinib
FramleiðandiJanssen-Cilag International NV

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling

IMBRUVICA 140 mg hörð hylki ibrutinib

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um IMBRUVICA og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota IMBRUVICA

3.Hvernig nota á IMBRUVICA

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á IMBRUVICA

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um IMBRUVICA og við hverju það er notað

Hvað er IMBRUVICA

IMBRUVICA er krabbameinslyf sem inniheldur virka efnið ibrutinib. Það tilheyrir flokki lyfja sem nefnist prótein kínasahemlar.

Við hverju IMBRUVICA er notað

Það er notað við eftirfarandi krabbameini í blóði hjá fullorðnum:

Möttulfrumu eitlaæxli (MCL) en það er gerð krabbameins sem hefur áhrif á eitla hjá sjúklingum þegar sjúkdómurinn hefur komið aftur eða ekki svarað meðferð.

Langvinnu eitilfrumuhvítblæði (CLL) en það er gerð krabbameins sem hefur áhrif á hvít blóðkorn sem nefnast eitilfrumur sem einnig varða eitla. IMBRUVICA er notað hjá sjúklingum sem ekki hafa áður fengið meðferð við CLL eða þegar sjúkdómurinn hefur komið aftur eða ekki svarað meðferð.

Waldenström risaglóbúlínblæði (WM) en það er gerð krabbameins sem hefur áhrif á hvít blóðkorn sem nefnast eitilfrumur. Lyfið er notað þegar sjúkdómurinn hefur komið aftur eða ekki svarað meðferð eða hjá sjúklingum sem ólíklegt er að hafi gagn af krabbameinslyfjameðferð ásamt mótefni.

Verkun IMBRUVICA

Þegar um er að ræða MCL, CLL og WM verkar IMBRUVICA með því að hindra „Burton‘s tyrósín kínasa“, en það er prótein í líkamanum sem hjálpar þessum krabbameinsfrumum að lifa og vaxa. Með því að hindra þetta prótein stuðlar IMBRUVICA að því að deyða og draga úr fjölda krabbameinsfrumna. Það hægir einnig á versnun krabbameinsins.

2. Áður en byrjað er að nota IMBRUVICA

Ekki má nota IMBRUVICA

ef um er að ræða ofnæmi fyrir ibrutinibi eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef þú notar jurtalyf sem kallast jóhannesarjurt, notað við þunglyndi. Leitaðu ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en þú notar lyfið ef þú ert ekki viss.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en IMBRUVICA er notað:

ef þú hefur áður fengið óvanalega marbletti eða blæðingar eða notar einhver lyf eða fæðubótarefni sem auka hættu á blæðingum (sjá kaflann „Notkun annarra lyfja samhliða IMBRUVICA“)

ef þú hefur sögu um óreglulegan hjartslátt (gáttatif) eða verulega hjartabilun, sem veldur mæði og getur leitt til þrota í fótleggjum

ef þú ert með lifrar- eða nýrnasjúkdóma

ef þú hefur nýlega gengist undir skurðaðgerð, sérstaklega ef það gæti haft áhrif á hvernig þú nýtir fæðu eða frásog lyfja frá maga eða þörmum

ef skurðaðgerð er fyrirhuguð – læknirinn gæti beðið þig um að hætta að taka IMBRUVICA í stuttan tíma.

Leitaðu ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum ef eitthvað af þessu á við (eða ef þú ert ekki viss) áður en þú notar lyfið.

Þegar IMBRUVICA er notað skaltu tafarlaust segja lækninum frá því ef þú eða einhver annar verður var við minnistap hjá þér, hugsanavandamál, erfiðleika við gang eða sjóntap – þetta getur verið vegna alvarlegrar sýkingar í heila sem örsjaldan kemur fyrir og getur verið banvæn (ágeng fjölhreiðra innlyksuheilabólga (PML)).

Prófanir og skoðanir áður en meðferð hefst og meðan á henni stendur

Æxlislýsuheilkenni: Óvenjuleg gildi efna í blóði sem stafa af hröðu niðurbroti krabbameinsfrumna sem hefur orðið meðan á krabbameinsmeðferð stendur og stundum jafnvel án meðferðar. Þetta getur leitt til breytinga á nýrnastarfsemi, óeðlilegs hjartsláttar eða krampa. Læknirinn eða annar heilbrigðisstarfsmaður gæti gert blóðpróf til að kanna hvort um æxlislýsuheilkenni sé að ræða.

Eitilfrumufjölgun: Við blóðkornatalningu geta rannsóknaniðurstöður sýnt aukinn fjölda hvítra blóðkorna (eitilfrumur) í blóði á fyrstu vikum meðferðar. Við þessu er búist og getur varað í nokkra mánuði. Þetta þarf ekki að þýða að krabbamein í blóði sé að versna. Læknirinn fylgist með fjölda blóðkorna áður en meðferð hefst og meðan á henni stendur og gæti í undantekningartilvikum þurft að gefa þér annað lyf. Leitaðu til læknisins varðandi útskýringar á rannsóknaniðurstöðum.

Börn og unglingar

IMBRUVICA á ekki að nota hjá börnum og unglingum. Það er af því að lyfið hefur ekki verið rannsakað hjá þessum aldurshópi.

Notkun annarra lyfja samhliða IMBRUVICA

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, jurtalyf og fæðubótarefni. Þetta er vegna þess að IMBRUVICA getur haft áhrif á hvernig önnur lyf verka. Einnig geta nokkur önnur lyf haft áhrif á hvernig IMBRUVICA verkar.

IMBRUVICA getur ýtt undir blæðingar. Þetta þýðir að þú ættir að láta lækninn vita ef þú notar önnur lyf sem auka blæðingahættu. Þar með talin eru:

acetýlsalicýlsýra og bólgueyðandi verkjalyf sem ekki eru sterar, svo sem ibuprofen eða naproxen

blóðþynningarlyf svo sem warfarín, heparín eða önnur lyf gegn blóðtappa

fæðubótarefni sem geta aukið hættu á blæðingum svo sem lýsi (fiskiolía), E-vítamín og hörfræ.

Leitaðu ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi ef eitthvað af þessu á við (eða ef þú ert ekki viss) áður en þú notar IMBRUVICA.

Láttu lækninn einnig vita ef þú notar einhver eftirtalinna lyfja – Þau geta haft áhrif á IMBRUVICA og IMBRUVICA getur haft áhrif á eftirtalin lyf ef þau eru tekin samhliða:

lyf sem nefnast sýklalyf, við bakteríusýkingum – claritromycin, telitromycin, ciprófloxacin, erytromycin eða rifampicin

lyf við sveppasýkingum – ketaconazol, intraconazol, fluconazol eða voriconazol

lyf við HIV-sýkingu – ritonavir, cobicistat, indinavir, nelfinavir, saquinavir, amprenavir, atazanavir, darunavir/ritonavir eða fosamprenavir

lyf til að hindra ógleði og uppköst í tengslum við lyfjameðferð – aprepitant

lyf við þunglyndi – nefazodon

lyf kölluð kínasahemlar til meðferðar á öðru krabbameini – crizotinib eða imatinib

lyf sem nefnast kalsíumgangalokar, við háum blóðþrýstingi eða brjóstverk, - diltiazem eða verapamil

lyf sem nefnast statín, við of háu kólesteróli - rosuvastatin

hjartalyf/lyf við hjartsláttaróreglu – amiodaron eða dronedaron

lyf til að hindra krampa eða við flogaveiki eða lyf við sársauka í andliti, sem nefnist vangahvot (trigeminal neuralgia) – carbamazepin eða phenytoin.

Leitaðu ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi ef eitthvað af þessu á við (eða ef þú ert ekki viss) áður en þú notar IMBRUVICA.

Ef tekið er digoxin, lyf við hjartakvillum, eða metotrexat, lyf við öðrum krabbameinum og sem dregur úr virkni ónæmiskerfisins (t.d. við liðagigt eða psoriasis) skal taka það a.m.k. 6 klst. fyrir eða eftir töku IMBRUVICA.

Notkun IMBRUVICA með mat

Ekki á að taka IMBRUVICA með greipaldini eða Seville-appelsínum (bitrar appelsínur) – það þýðir að ekki á að borða ávextina, drekka safann eða nota fæðubótarefni sem gæti innihaldið þá. Það er vegna þess að það getur aukið magn IMBRUVICA í blóði.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Meðan lyfið er notað á að koma í veg fyrir þungun. Við meðgöngu eða brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi áður en lyfið er notað.

Ekki má nota IMBRUVICA á meðgöngu. Engar upplýsingar liggja fyrir um öryggi IMBRUVICA á meðgöngu.

Konur á barneignaraldri verða að nota mjög örugga getnaðarvörn á meðan IMBRUVICA er notað og í allt að þrjá mánuði eftir að notkun lýkur til að koma í veg fyrir þungun meðan á meðferð IMBRUVICA stendur. Ef hormónagetnaðarvörn, svo sem pillan eða önnur getnaðarvörn er notuð, verður einnig að nota sæðishindrandi getnaðarvörn (t.d. smokka).

Látið lækninn tafarlaust vita ef þungun verður.

Ekki á að hafa barn á brjósti á meðan lyfið er notað.

Akstur og notkun véla

Þú getur fundið fyrir þreytu eða sundli eftir töku IMBRUVICA sem getur haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

3.Hvernig nota á IMBRUVICA

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn, lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Hve mikið skal taka

Möttulfrumu eitlaæxli (MCL)

Ráðlagður skammtur af IMBRUVICA er fjögur hylki (560 mg) einu sinni á sólarhring.

Langvinnt eitilfrumuhvítblæði (CLL)/Waldenström risaglóbúlínblæði (WM)

Ráðlagður skammtur af IMBRUVICA er þrjú hylki (420 mg) einu sinni á sólarhring.

Læknirinn getur aðlagað skammtinn.

Inntaka lyfsins

Takið hylkin inn (um munn) með glasi af vatni.

Takið hylkin um það bil á sama tíma dag hvern.

Gleypið hylkin heil. Ekki opna þau, brjóta eða tyggja.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um á tafarlaust að hafa samband við lækni eða sjúkrahús. Taktu hylkin og þennan fylgiseðil með þér.

Ef gleymist að taka IMBRUVICA

Ef skammtur gleymist má taka skammtinn eins fljótt og mögulegt er samdægurs og halda eðlilegri áætlun næsta dag.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum ef vafi er um hvenær á að taka næsta skammt.

Ef hætt er að nota IMBRUVICA

Ekki á að hætta notkun lyfsins nema samkvæmt fyrirmælum læknisins.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Eftirfarandi aukaverkanir lyfsins geta komið fram:

Hættu að nota IMBRUVICA og láttu lækninn strax vita ef þú tekur eftir einhverri af eftirtöldum aukaverkunum:

Þrútin kláðaútbrot, öndunarerfiðleikar, þroti í andliti, vörum, tungu eða koki – þú getur hafa fengið ofnæmisviðbrögð við lyfinu.

Láttu lækninn strax vita ef þú tekur eftir einhverri af eftirtöldum aukaverkunum:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum)

hiti, hrollur, líkamsverkir, þreytutilfinning, kvef- eða flensueinkenni, mæði – þetta geta verið einkenni sýkingar (veiru-, bakteríu-, eða sveppasýkingar). Þar með taldar eru sýkingar í nefi, kinnholum eða hálsi (sýking í efri hluta öndunarfæra) eða lungum eða húð.

marblettir eða aukin tilhneiging til að fá marbletti.

Algengar (geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 100 einstaklingum)

svæsin sýking dreifð um líkamann (sýklasótt)

þvagfærasýkingar

blóðnasir, litlir rauðir eða fjólubláir blettir vegna blæðinga undir húð

blóð í hægðum eða þvagi, svæsnari tíðablæðingar, óstöðvandi blæðing úr sári, ringlun, höfuðverkur samfara óskýrum talanda eða yfirliðstilfinningu – þetta gætu verið einkenni alvarlegrar innvortis blæðingar í maga, þörmum eða heila

hraður hjartsláttur, hjartað sleppir úr slögum, veikur eða ójafn púls (einkenni gáttatifs)

aukinn fjöldi hvítra blóðkorna eða aukið hlutfall þeirra kemur fram í blóðprófum

lítill fjöldi talinna hvítra blóðkorna samhliða hita (daufkyrningafæð ásamt hita)

óeðlileg gildi efna í blóði vegna hraðs niðurbrots krabbameinsfrumna hafa komið fyrir meðan á krabbameinsmeðferð stendur og stundum jafnvel án meðferðar (æxlislýsuheilkenni)

húðkrabbamein sem ekki er sortuæxli, algengust eru flöguþekjukrabbamein og grunnfrumukrabbamein

svimatilfinning

þokusýn

hár blóðþrýstingur

roði í húð

mikið magn þvagsýru í blóði (kemur fram í blóðprufum), sem getur valdið þvagsýrugigt

bólga í lungum sem leitt getur til varanlegra skemmda

brotnar neglur.

Sjaldgæfar (geta komið fram hjá fleiri en 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

veruleg fjölgun hvítra blóðkorna sem getur orsakað að frumur loði saman

ofnæmisviðbrögð, sem geta stundum verið alvarleg, geta verið þroti í andliti, vörum, munni, tugu eða hálsi, kyngingarerfiðleikar eða erfiðleikar við öndun og útbrot með kláða (ofsakláði).

Aðrar mjög algengar aukaverkanir

sár í munni

höfuðverkur

hægðatregða

ógleði eða uppköst

niðurgangur, læknirinn getur þurft að gefa þér vökva og sölt eða annað lyf

útbrot á húð

verkur í hand- eða fótleggjum

bak- eða liðverkir

vöðvakrampar, verkir eða krampar

fáar frumur sem stuðla að blóðstorknun (blóðflögur), mjög fá hvít blóðkorn – kemur fram í blóðprófum

bólgnar hendur, ökklar eða fætur.

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni úr frá fyrirliggjandi gögnum)

lifrarbilun

mikil útbrot með blöðrum og húðflögnun, sérstaklega í kringum munn, nef, augu og kynfæri (Stevens-Johnson heilkenni).

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á IMBRUVICA

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og glasinu á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

IMBRUVICA inniheldur

Virka innihaldsefnið er ibrutinib. Hvert hart hylki inniheldur 140 mg af ibrutinibi.

Önnur innihaldsefni eru:

-Innihald hylkis; kroskarmellósanatríum, magnesíumsterat, örkristallaður sellulósi og natríumlaurýlsúlfat

-Hylki; gelatína og títandioxíð (E171)

-Prentblek: lyfjagljái, svart járnoxíð (E172) og própýlenglýkól.

Lýsing á útliti IMBRUVICA og pakkningastærðir

IMBRUVICA eru hvít ógegnsæ hörð hylki merkt með „ibr 140 mg“ með svörtu bleki á annarri hliðinni.

Hylkjunum er pakkað í plastglös með barnaöryggisloki úr polyprópýlen. Hvert glas inniheldur annaðhvort 90 eða 120 hylki. Hver pakkning inniheldur eitt glas.

Markaðsleyfishafi

Janssen-Cilag International NV

Turnhoutseweg 30

B-2340 Beerse

Belgía

Framleiðandi

Janssen Pharmaceutica NV

Turnhoutseweg 30

B-2340 Beerse

Belgía

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Janssen-Cilag NV

UAB "JOHNSON & JOHNSON"

Antwerpseweg 15-17

Geležinio Vilko g. 18A

B-2340 Beerse

LT-08104 Vilnius

Tel/Tél: +32 14 64 94 11

Tel: +370 5 278 68 88

България

Luxembourg/Luxemburg

„Джонсън & Джонсън България” ЕООД

Janssen-Cilag NV

ж.к. Младост 4

Antwerpseweg 15-17

Бизнес Парк София, сграда 4

B-2340 Beerse

София 1766

Belgique/Belgien

Тел.: +359 2 489 94 00

Tél/Tel: +32 14 649 411

Česká republika

Janssen-Cilag s.r.o. Karla Engliše 3201/06

CZ-150 00 Praha 5 - Smíchov Tel. +420 227 012 227

Danmark

Janssen-Cilag A/S

Bregnerødvej 133

DK-3460 Birkerød

Tlf: +45 45 94 82 82

Deutschland

Janssen-Cilag GmbH

Johnson & Johnson Platz 1

D-41470 Neuss

Tel: +49 2137 955 955

Eesti

UAB "JOHNSON & JOHNSON" Eesti filiaal Lõõtsa 2

EE-11415 Tallinn

Tel: +372 617 7410

Ελλάδα

Janssen-Cilag Φαρμακευτική Α.Ε.Β.Ε. Λεωφόρος Ειρήνης 56

GR-151 21 Πεύκη, Αθήνα Tηλ: +30 210 80 90 000

España

Janssen-Cilag, S.A.

E-28042 Madrid

Tel: +34 91 722 81 00

France

Janssen-Cilag

1, rue Camille Desmoulins, TSA 91003 F-92787 Issy Les Moulineaux, Cedex 9 Tél: 0 800 25 50 75 / +33 1 55 00 40 03

Hrvatska

Johnson & Johnson S.E. d.o.o.

Oreškovićeva 6H

HR-10010 Zagreb

Tel: + 385 1 66 10 700

Magyarország

Janssen-Cilag Kft.

Nagyenyed u. 8-14

H-Budapest, 1123

Tel.: +36 1 884 2858

Malta

Am Mangion Ltd.

Mangion Building, Triq Ġdida fi Triq Valletta MT-Ħal-Luqa LQA 6000

Tel: +356 2397 6000

Nederland

Janssen-Cilag B.V.

Dr. Paul Janssenweg 150

NL-5026 RH Tilburg

Tel: +31 13 583 73 73

Norge

Janssen-Cilag AS

Postboks 144

NO-1325-Lysaker

Tlf: +47 24 12 65 00

Österreich

Janssen-Cilag Pharma GmbH Vorgartenstraße 206B A-1020 Wien

Tel: +43 1 610 300

Polska

Janssen-Cilag Polska Sp. z o.o. ul. Iłżecka 24

PL-02-135 Warszawa

Tel.+48 22 237 60 00

Portugal

Janssen-Cilag Farmacêutica, Lda.

Estrada Consiglieri Pedroso, 69 A

Queluz de Baixo

PT-2734-503 Barcarena

Tel: +351 21 43 68 835

România

Johnson & Johnson România SRL

Strada Tipografilor Nr. 11-15

Clădirea S-Park, Corp B3-B4, Etaj 3

013714 Bucureşti, ROMANIA

Tel: +40 21 207 18 00

Ireland

Slovenija

Janssen-Cilag Ltd.

Johnson & Johnson d.o.o.

50-100 Holmers Farm Way

Šmartinska cesta 53

High Wycombe

SI-1000 Ljubljana

Buckinghamshire HP12 4EG

Tel: +386 1 401 18 30

United Kingdom

 

Tel: +44 1494 567 567

 

Ísland

Slovenská republika

Janssen-Cilag AB

Johnson & Johnson, s.r.o.

c/o Vistor hf.

CBC III, Karadžičova 12

Hörgatúni 2

SK-821 08 Bratislava

IS-210 Garðabær

Tel: +421 232 408 400

Sími: +354 535 7000

 

Italia

Suomi/Finland

Janssen-Cilag SpA

Janssen-Cilag Oy

Via M.Buonarroti, 23

Vaisalantie/Vaisalavägen 2

I-20093 Cologno Monzese MI

FI-02130 Espoo/Esbo

Tel: +39 02 2510 1

Puh/Tel: +358 207 531 300

Κύπρος

Sverige

Βαρνάβας Χατζηπαναγής Λτδ

Janssen-Cilag AB

Λεωφόρος Γιάννου Κρανιδιώτη 226

Box 4042

Λατσιά

SE-169 04 Solna

CY-2234 Λευκωσία

Tel: +46 8 626 50 00

Τηλ: ++357 22 207 700

 

Latvija

United Kingdom

UAB "JOHNSON & JOHNSON" filiāle Latvijā

Janssen-Cilag Ltd.

Mūkusalas iela 101

50-100 Holmers Farm Way

Rīga, LV-1004

High Wycombe

Tel: +371 678 93561

Buckinghamshire HP12 4EG - UK

 

Tel: +44 1494 567 444.

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður

 

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf