Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ivemend (fosaprepitant) – Samantekt á eiginleikum lyfs - A04AD12

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsIvemend
ATC-kóðiA04AD12
Efnifosaprepitant
FramleiðandiMerck Sharp

1.HEITI LYFS

IVEMEND 150 mg innrennslisstofn, lausn.

2.INNIHALDSLÝSING

Hvert hettuglas inniheldur fosaprepitant dímeglúmín sem jafngildir 150 mg af fosaprepitanti, sem samsvarar 130,5 mg af aprepitanti. Eftir blöndun og þynningu inniheldur 1 ml af lausn 1 mg af fosaprepitanti (1 mg/ml) (sjá kafla 6.6).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innrennslisstofn, lausn.

Hvítt eða beinhvítt formlaust duft.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til varnar bráðri og síðkominni ógleði og uppköstum hjá fullorðnum vegna meðferðar með krabbameinslyfjablöndum sem innihalda cisplatin, sem eru mjög uppsölu- og ógleðivaldandi.

Til varnar ógleði og uppköstum hjá fullorðnum vegna krabbameinslyfjameðferðar sem veldur fremur miklum uppsölum og ógleði.

IVEMEND 150 mg er gefið sem hluti af samsettri meðferð (sjá kafla 4.2).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Ráðlagður skammtur er 150 mg, gefinn sem innrennsli á 20-30 mínútum á fyrsta degi, gjöf skal hefja u.þ.b. 30 mínútum fyrir krabbameinslyfjameðferð (sjá kafla 6.6). IVEMEND á að gefa ásamt barkstera og 5-HT3-viðtakablokka samkvæmt töflu hér að neðan.

Mælt er með eftirfarandi meðferðaráætlunum til að fyrirbyggja ógleði og uppköst er fylgja meðferð með krabbameinslyfjum sem eru uppsöluvaldandi.

Meðferðaráætlun við afar uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð

 

1. dagur

2. dagur

3. dagur

4. dagur

IVEMEND

150 mg í bláæð

ekkert

ekkert

ekkert

Dexametasón

12 mg

8 mg

8 mg

8 mg

 

til inntöku

til inntöku

til inntöku

til inntöku

 

 

 

tvisvar á

tvisvar á

 

 

 

dag

dag

5-HT3 viðtakablokkar

Ráðlagður skammtur

ekkert

ekkert

ekkert

 

5-HT3 viðtakablokka.

 

 

 

 

Sjá viðeigandi

 

 

 

 

upplýsingar um

 

 

 

 

skömmtun í

 

 

 

 

upplýsingum um lyfið

 

 

 

 

fyrir þann 5-HT3

 

 

 

 

viðtakablokka sem

 

 

 

 

valinn er.

 

 

 

Dexametasón skal gefa 30 mínútum fyrir krabbameinslyfjameðferð á degi 1 og að morgni

2. til 4. dags. Dexametasón skal einnig gefa að kvöldi 3. og 4. dags. Skammtur dexametasóns tekur mið af milliverkunum milli virkra efna.

Meðferðaráætlun við miðlungsmikið uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð

 

1. dagur

IVEMEND

150 mg í bláæð

Dexametasón

12 mg til inntöku

5-HT3 viðtakablokkar

Ráðlagður skammtur

 

5-HT3 viðtakablokka. Sjá

 

viðeigandi upplýsingar

 

um skömmtun í

 

upplýsingum um lyfið

 

fyrir þann 5-HT3

 

viðtakablokka sem valinn

 

er.

Dexametasón skal gefa 30 mínútum fyrir krabbameinslyfjameðferð á degi 1. Skammtur dexametasóns tekur mið af milliverkunum milli virkra efna.

Takmarkaðar upplýsingar eru til um virkni lyfsins með öðrum barksterum og 5-HT3 viðtakablokkum. Sjá kafla 4.5 varðandi nánari upplýsingar um samhliða gjöf samhliða barksterum.

Vísað er til samantekta á eiginleikum lyfs fyrir þá 5-HT3 viðtakablokka sem notaðir eru samhliða.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir(>65 ára)

Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá öldruðum (sjá kafla 5.2).

Kyn

Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta eftir kyni (sjá kafla 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi eða sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi sem gangast undir blóðskilun (sjá kafla 5.2).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá sjúklingum með lítilsháttar skerta lifrarstarfsemi. Takmarkaðar upplýsingar eru til um sjúklinga með miðlungs mikla skerðingu á lifrarstarfsemi og engar upplýsingar um sjúklinga með verulega skerðingu á lifrarstarfsemi. IVEMEND á að nota með varúð hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 4.4 og 5.2).

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun IVEMEND hjá börnum yngri en 18 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.1 og 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Gjöf

IVEMEND 150 mg á að gefa í bláæð en ekki í vöðva eða undir húð. Innrennsli í bláæð á helst að gefa á 20-30 mínútum (sjá kafla 6.6). Ekki má gefa IVEMEND sem staka innspýtingu (bolus) eða sem óþynnta lausn.

Varðandi leiðbeiningar um blöndun og þynningu lyfsins fyrir lyfjagjöf, sjá kafla 6.6.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu, pólýsorbati 80 eða einhverju af hinum hjálparefnunum sem talin eru upp í kafla 6.1.

Samtímis gjöf pímózíðs, terfenadíns, astemízóls eða cisapríðs (sjá kafla 4.5).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Sjúklingar með miðlungs eða verulega skerðingu á lifrarstarfsemi

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með miðlungs skerðingu á lifrarstarfsemi og engar um sjúklinga með verulega skerðingu á lifrarstarfsemi. IVEMEND á því að nota með varúð hjá þessum sjúklingum (sjá kafla 5.2).

Milliverkanir vegna CYP3A4

IVEMEND á að nota með varúð hjá sjúklingum sem fá samtímis virk efni sem umbrotna aðallega fyrir tilstilli CYP3A4 og eru með þröngan lækningalegan stuðul svo sem, cíklósporín, takrólimus, sírolimus, everolímus, alfentaníl, afleiður ergotalkalóíða, fentanýl og kínidín (sjá kafla 4.5). Að auki skal gæta sérstakrar varúðar við samtímis notkunar á írínótekani þar sem hún gæti leitt til aukinnar eiturvirkni.

Notkun samtímis warfaríni (hvarfefni fyrir CYP2C9)

Hjá sjúklingum á langvarandi warfarínmeðferð á að fylgjast náið með INR (International Normalized Ratio) í 14 daga eftir meðferð með fosaprepitanti (sjá kafla 4.5).

Notkun samtímis hormónagetnaðarvarnarlyfjum

Virkni hormónagetnaðarvarnarlyfja getur minnkað þegar fosaprepitant er notað og í allt að 28 daga eftir notkun. Nota þarf til viðbótar aðra getnaðarvörn án hormóna, meðan á meðferð með fosaprepitanti stendur og í 2 mánuði eftir að henni lýkur (sjá kafla 4.5).

Ofnæmisviðbrögð

Tafarlaus ofnæmisviðbrögð hafa komið fram meðan á innrennsli fosaprepitants stendur eða fljótlega að því loknu, þar með talið, roði, roðaþot, mæði og bráðaofnæmi/bráðaofnæmislost. Þessi ofnæmisviðbrögð hafa yfirleitt gengið til baka þegar innrennsli er hætt og svarað viðeigandi meðferð. Ekki er mælt með að hefja innrennsli aftur hjá sjúklingum sem fá ofnæmisviðbrögð.

Viðbrögð á innrennslisstað

IVEMEND á ekki að gefa sem staka innspýtingu (bolus). Það á alltaf að þynna lyfið og gefa í hægu innrennsli í bláæð (sjá kafla 4.2). IVEMEND á hvorki að gefa í vöðva né undir húð (sjá kafla 5.3). Komið hefur fram væg segamyndun á stungustað við stærri skammta. Ef fram koma einkenni um staðbundna ertingu á að stöðva inndælingu eða innrennsli og hefja það að nýju í aðra bláæð.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Fosaprepitant breytist hratt í aprepitant þegar það er gefið í bláæð.

Líklegt er að milliverkanir við önnur lyf eftir gjöf fosaprepitants í bláæð verði við virk efni sem hafa milliverkanir við aprepitant til inntöku. Eftirfarandi upplýsingar fengust úr rannsóknum á aprepitanti til inntöku og rannsóknum á fosaprepitanti sem gefið var í bláæð, samtímis dexametasóni, mídazólami eða diltíazemi.

Fosaprepitant 150 mg, gefið í stökum skammti, er veikur CYP3A4 hemill. Ekki virðist sem fosaprepitant milliverki við P-glýkóprótein flutningskerfið, sem má sjá á skorti á milliverkunum á milli aprepitant til inntöku og dígoxíns. Gert er ráð fyrir að fosaprepitant valdi minni eða a.m.k. ekki meiri örvun á CYP2C9, CYP3A4 og glúkúróntengingu en aprepitant til inntöku. Gögn um áhrif á CYP2C8 og CYP2C19 liggja ekki fyrir.

Áhrif fosaprepitants á lyfjahvörf annarra virkra efna

CYP3A4 hömlun

Sem veikur CYP3A4 hemill, getur fosaprepitant 150 mg í stökum skammti aukið tímabundið plasmaþéttni virkra efna sem gefin eru samtímis og umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4. Heildar útsetning fyrir CYP3A4 hvarfefnum getur allt að því tvöfaldast á degi 1 og 2 eftir að þau eru gefin samtímis stökum skammti af fosaprepitant 150 mg. Fosaprepitant má ekki nota samtímis pímózíði, terfenadíni, astemízóli eða cisapríði. Hömlun fosaprepitants á CYP3A4 gæti valdið aukinni þéttni þessara virku efna í plasma og hugsanlega valdið alvarlegum eða lífshættulegum viðbrögðum (sjá kafla 4.3).

Gæta þarf varúðar þegar fosaprepitant er gefið samhliða virkum efnum sem umbrotna aðallega fyrir tilstilli CYP3A4 og hafa þröngan lækningalegan stuðul svo sem, cíklósporín, takrólimus, sírolimus, everolímus, alfentaníl, díergotamín, ergotamín, fentanýl og kínidín (sjá kafla 4.4).

Barksterar:

Dexametasón: Skammt dexametasóns til inntöku á degi 1 og 2 á að minnka um um það bil 50% þegar lyfið er gefið samtímis fosaprepitanti 150 mg á degi 1, til að ná svipaðri útsetningu fyrir dexametasóni og fæst þegar það er gefið án fosaprepitant 150 mg. Fosaprepitant 150 mg gefið í stökum skammti í

bláæð á degi 1 jók AUC0-24klst fyrir dexametasón, sem er hvarfefni fyrir CYP3A4, um 100% á degi 1, 86% á degi 2 og 18% á degi 3 þegar dexametasón var gefið samtímis sem stakur 8 mg skammtur til

inntöku á degi 1, 2, og 3.

Krabbameinslyf

Milliverkanir fosaprepitants 150 mg og krabbameinslyfja hafa ekki verið rannsakaðar, samt sem áður er ekki gert ráð fyrir því að IVEMEND 150 mg hafi klínískt mikilvægar milliverkanir við dócetaxel og vínórelbín þegar þau lyf eru gefin í bláæð, byggt á rannsóknum á aprepitant til inntöku ásamt dócetaxel og vínórelbín. Ekki hægt að útiloka að milliverkun geti orðið við krabbameinslyf til inntöku, sem umbrotna aðallega eða að hluta til fyrir tilstilli CYP3A4 (t.d. etópósíð, vínorelbín). Ráðlagt er að fara með gát og fylgjast sérstaklega vel með sjúklingum sem fá lyf sem umbrotna aðallega eða að hluta til fyrir tilstilli CYP3A4 (sjá kafla 4.4). Við samhliða gjöf fosaprepitants og ífosfamíðs eftir markaðssetningu lyfsins hefur verið greint frá eiturverkunum á taugar, sem er hugsanleg aukaverkun ífosfamíðs.

Ónæmisbælandi lyf

Eftir stakan 150 mg skammt af fosaprepitant er gert ráð fyrir skammvinnri miðlungs hækkun í tvo daga og síðan hugsanlega vægri lækkun á útsetningu fyrir ónæmisbælandi lyfjum, sem brotin eru niður af CYP3A4 (t.d. cíklósporín, takrólímus, everólímus og sírólímus). Þegar tekið er tillit til þess að útsetning er aðeins hækkuð í skamman tíma, er ekki mælt með skammtalækkun ónæmisbælandi lyfja á grundvelli vöktunar lækningalegra skammta (therapeutic dose monitoring) daginn sem IVEMEND er gefið og daginn eftir.

Mídazólam

Fosaprepitant 150 mg gefið í stökum skammti í bláæð á degi 1 jók AUC0-∞ mídazólams um 77% á degi 1 og hafði engin áhrif á degi 4 þegar mídazólam var gefið samtímis sem stakur 2 mg skammtur til

inntöku á degi 1 og 4. Fosaprepitant 150 mg er veikur CYP3A4 hemill ef það er gefið í stökum skammti á degi 1 og ekkert bendir til þess að það hamli eða örvi CYP3A4 á degi 4.

Hafa ætti í huga hugsanleg áhrif aukinnar þéttni mídazólams í plasma eða annarra benzódíazepína sem umbrotna fyrir tilstilli CYP3A4 (alprazólam, tríazólam), þegar þessi lyf eru gefin samtímis IVEMEND.

Diltíazem

Milliverkanir fosaprepitants 150 mg og diltíazems hafa ekki verið rannsakaðar, en hafa ætti eftirfarandi rannsókn á 100 mg af fosaprepitant í huga þegar IVEMEND 150 mg er notað ásamt diltíazemi. Hjá sjúklingum með vægan eða miðlungs mikinn háþrýsting olli innrennsli á 100 mg af fosaprepitanti á 15 mínútum ásamt 120 mg af diltíazemi 3 sinnum á dag 1,4 faldri aukningu á AUC fyrir diltíazem og lítilsháttar en klínískt mikilvægri lækkun á blóðþrýstingi. Þetta olli ekki breytingu á hjartslætti eða PR-bili sem hafði klíníska þýðingu.

Örvun

Í rannsókn á milliverkunum við mídazólam örvaði stakur 150 mg skammtur af fosaprepitant ekki CYP3A4 á degi 1 og 4. Gert er ráð fyrir að IVEMEND valdi minni eða a.m.k. ekki meiri örvun á CYP2C9, CYP3A4 og glúkúróntengingu en aprepitant til inntöku samkvæmt 3 daga meðferðaráætlun, sem hefur sýnt tímabundna örvun sem nær hámarki 6-8 dögum eftir fyrsta skammt af aprepitant.

3 daga meðferðaráætlun með aprepitant til inntöku olli u.þ.b. 30-35% minnkun á AUC fyrir CYP2C9 hvarfefni og allt að 64% minnkun á lággildisþéttni etinýl estradíóls. Ekki eru til upplýsingar um áhrif á CYP2C8 og CYP2C19. Gæta skal varúðar þegar warfarín, acenókúmaról, tolbútamíð, fenýtóín eða önnur virk efni sem vitað er að umbrotna fyrir tilstilli CYP2C9 eru gefin ásamt IVEMEND.

Warfarín

Hjá sjúklingum á langvarandi warfarínmeðferð skal fylgjast náið með prótrombíntíma (INR) meðan á meðferð með IVEMEND stendur og í 14 daga á eftir að henni lýkur til að koma í veg fyrir fyrir ógleði og uppköst vegna krabbameinslyfjameðferðar (sjá kafla 4.4).

Hormónagetnaðarvarnarlyf

Verkun hormónagetnaðarvarnarlyfja getur minnkað við gjöf fosaprepitants og í 28 daga eftir hana. Nota þarf til viðbótar aðrar getnaðarvarnir án hormóna, meðan á meðferð með fosaprepitanti stendur og í 2 mánuði eftir að henni lýkur.

5-HT3 viðtakablokkar

Milliverkanir fosaprepitants 150 mg og 5-HT3 viðtakablokka hafa ekki verið rannsakaðar, en í klínískri rannsókn á milliverkunum reyndist aprepitant til inntöku ekki hafa klínískt mikilvæg áhrif á lyfjahvörf ondansetróns, granisetróns eða hýdródólasetróns (virkt umbrotsefni dólasetróns). Því bendir ekkert til milliverkana við notkun IVEMEND 150 mg og 5-HT3 viðtakablokka.

Áhrif annarra lyfja á lyfjahvörf aprepitants vegna gjafar fosaprepitant 150 mg

Gæta skal varúðar við samtímis notkun fosaprepitants og virkra efna sem hindra virkni CYP3A4 (t.d. ketókónazól, itrakónazól, vorikónazól, posakónazól, klarítrómýcín, telitrómýcín, nefazódón og próteasahemlar) þar sem gera má ráð fyrir að slík notkun leiði til margfalt aukinnar þéttni aprepitants í plasma (sjá kafla 4.4). Ketókónazól jók endanlegan helmingunartíma aprepitants til inntöku u.þ.b. þrefalt.

Forðast skal samtímis notkun fosaprepitants og virkra efna sem auka verulega virkni CYP3A4 (t.d. rífampisín, fenýtóín, karbamazepín, fenóbarbital) þar sem slík notkun gæti valdið minni þéttni aprepitants í plasma sem getur leitt til minni virkni aprepitants. Ekki er mælt með samtímis gjöf fosaprepitants og náttúrulyfja sem innihalda jóhannesarjurt/jónsmessurunna (Hypericum perforatum). Rífampisín minnkaði meðalgildi endanlegs helmingunartíma aprepitants til inntöku um 68%.

Diltíazem

Milliverkanir fosaprepitants 150 mg og diltíazems hafa ekki verið rannsakaðar, en hafa ætti eftirtalda rannsókn á 100 mg af fosaprepitant í huga þegar IVEMEND 150 mg er notað ásamt diltíazemi.

Innrennsli 100 mg af fosaprepitanti á 15 mínútum ásamt 120 mg af diltíazemi 3 sinnum á dag, leiddi til 1,5-faldrar aukningar á AUC fyrir aprepitant. Þessi áhrif voru ekki talin hafa klíníska þýðingu.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Getnaðarvarnir karla og kvenna

Verkun hormónagetnaðarvarna getur minnkað við gjöf og í 28 daga eftir gjöf fosaprepitants. Nota þarf til viðbótar aðra getnaðarvörn án hormóna, meðan á meðferð með fosaprepitanti stendur og í 2 mánuði eftir að síðasti skammtur af fosaprepitanti var tekinn (sjá kafla 4.4 og 4.5).

Meðganga

Engin klínísk gögn liggja fyrir um notkun fosaprepitants og aprepitants á meðgöngu. Hugsanlegar eiturverkanir á æxlun hafa ekki verið auðkenndar að fullu þar sem ekki reyndist unnt að ná blóðgildum í dýratilraunum sem voru hærri en meðferðarblóðgildi í mönnum. Þessar rannsóknir bentu hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á meðgöngu, fósturvísis/fósturþroska, fæðingu eða þroska eftir fæðingu (sjá kafla 5.3). Hugsanleg áhrif breytinga á neurokínín stýringu á æxlun eru ekki þekkt. IVEMEND á ekki að nota á meðgöngu nema það sé algerlega nauðsyn.

Brjóstagjöf

Aprepitant skilst út í spenamjólk hjá rottum eftir gjöf fosaprepitants í bláæð sem og eftir gjöf aprepitants til inntöku. Það er ekki vitað hvort aprepitant skilst út í brjóstamjólk; því er brjóstagjöf ekki ráðlögð meðan á meðferð með IVEMEND stendur.

Frjósemi

Hugsanleg áhrif fosaprepitants og aprepitants á frjósemi hafa ekki verið auðkennd að fullu þar sem ekki reyndist unnt að ná blóðgildum í dýratilraunum sem voru hærri en meðferðarblóðgildi í mönnum. Rannsóknir á frjósemi benda ekki til beinna eða óbeinna áhrifa á mökun, frjósemi, fósturþroska eða fjölda og hreyfanleika sáðfrumna (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

IVEMEND getur haft lítil áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Sundl og þreyta geta komið fram eftir gjöf IVEMEND (sjá kafla 4.8).

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Í klínískum rannsóknum hafa mismunandi lyfjaform fosaprepitants verið gefin 2.687 fullorðnum, þar á meðal 371 heilbrigðum einstaklingum og 2.084 sjúklingum með ógleði og uppköst vegna krabbameinslyfjameðferðar. Þar sem fosaprepitant breytist í aprepitant, er talið að aukaverkanir sem tengjast aprepitanti komi fram við notkun fosaprepitants. Öryggi aprepitant var metið hjá um það bil 6.500 einstaklingum.

Aprepitant til inntöku:

Algengustu aukaverkanirnar sem oftar var tilkynnt um hjá fullorðnum sem fengu meðferð skv. aprepitant meðferðaráætluninni en hjá sjúklingum í hefðbundinni meðferð með afar uppsöluvaldandi krabbameinslyfjum, voru: Hiksti (4,6% miðað við 2,9%), hækkuð alanín amínótransferasa (ALAT) gildi (2,8% miðað við 1,5%), meltingartruflanir (2,6% miðað við 2,0%), hægðatregða (2,4% miðað við 2,0%), höfuðverkur (2,0% miðað við 1,8%) og minnkuð matarlyst (2,0% miðað við 0,5%). Algengasta aukaverkunin sem oftar var tilkynnt um hjá sjúklingum sem fengu meðferð skv. aprepitant meðferðaráætluninni, en hjá sjúklingum sem fengu hefðbundna meðferð með miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinslyfjum var þreyta (1,4% miðað við 0,9%).

Tafla yfir aukaverkanir - aprepitant

Eftirtaldar aukaverkanir komu fram í hærri tíðni í heildargreiningu rannsókna á afar uppsöluvaldandi krabbameinslyfjum og miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinslyfjum hjá fullorðnum sem fengu

aprepitant til inntöku miðað við þá sem fengu hefðbundna meðferð eða við notkun eftir markaðssetningu lyfsins.

Skilgreining á tíðniflokkum er eftirfarandi: mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni óþekkt (ekki hægt að meta út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkanir

Tíðni

Sýkingar af völdum sýkla og

hvítsveppasýking, sýking af völdum

mjög sjaldgæfar

sníkjudýra

stafýlókokka

 

 

 

 

Blóð og eitlar

daufkyrningafæð með hita, blóðleysi

sjaldgæfar

Ónæmiskerfi

ofnæmisviðbrögð, þ.m.t. ofnæmislost

tíðni óþekkt

Efnaskipti og næring

minnkuð matarlyst

algengar

 

 

sjaldgæfar

 

ofþorsti

mjög sjaldgæfar

Geðræn vandamál

kvíði

sjaldgæfar

 

vistarfirring (disorientation), sæluvíma

mjög sjaldgæfar

Taugakerfi

höfuðverkur

algengar

 

 

 

 

sundl, svefndrungi

sjaldgæfar

 

vitsmunaröskun, þreyta, truflun á bragðskyni

mjög sjaldgæfar

Augu

tárubólga

mjög sjaldgæfar

 

 

 

Eyru og völundarhús

eyrnasuð

mjög sjaldgæfar

 

 

 

Hjarta

hjartsláttarónot

sjaldgæfar

 

hægur hjartsláttur, hjarta- og æða kvillar

mjög sjaldgæfar

Æðar

hitasteypa

sjaldgæfar

Öndunarfæri, brjósthol og

hiksti

algengar

miðmæti

 

 

 

 

 

 

verkur í munnkoki, hnerrar, hósti, nefholsleki

mjög sjaldgæfar

 

(postnasal drip), erting í hálsi

 

Meltingarfæri

hægðatregða, meltingartruflanir

algengar

 

 

sjaldgæfar

 

ropi, ógleði*, uppköst*, bakflæðissjúkdómur,

sjaldgæfar

 

kviðverkur, munnþurrkur, vindgangur

 

 

skeifugarnarsár með rofi, munnbólga, þaninn

mjög sjaldgæfar

 

kviður, harðar hægðir, ristilbólga af völdum

 

 

daufkyrningafæðar (neutropenic colitis)

 

Húð og undirhúð

útbrot, þrymlabólur,

sjaldgæfar

 

 

 

 

ljósnæmisviðbrögð, ofsvitnun, fitug húð, húðsár,

mjög sjaldgæfar

 

útbrot sem fylgir kláði, Steven-Johnson

 

 

heilkenni/eitrunardrep í húðþekju

 

 

kláði, ofsakláði

tíðni ekki þekkt

Stoðkerfi og stoðvefur

vöðvaslappleiki, vöðvakippir

mjög sjaldgæfar

 

 

 

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkanir

Tíðni

Nýru og þvagfæri

þvaglátstregða

sjaldgæfar

 

óeðlilega tíð þvaglát

mjög sjaldgæfar

Almennar aukaverkanir og

þreyta

algengar

aukaverkanir á íkomustað

 

 

 

 

 

 

þróttleysi, lasleiki

sjaldgæfar

 

bjúgur, óþægindi fyrir brjósti, truflun á

mjög sjaldgæfar

 

göngulagi

 

Rannsóknaniðurstöður

hækkuð ALAT gildi

algengar

 

 

 

 

hækkuð ASAT gildi, hækkun alkalísks fosfatasa

sjaldgæfar

 

rauð blóðkorn í þvagi, lækkuð gildi natríums í

mjög sjaldgæfar

 

blóði, þyngdartap, minnkaður fjöldi

 

 

daufkyrninga, sykur í þvagi, aukinn

 

 

þvagútskilnaður

 

*Ógleði og uppköst voru kennistærð verkunar fyrstu 5 daga meðferðar eftir krabbameinslyfjameðferð og voru ekki skráð sem aukaverkanir fyrr en eftir það.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Aukaverkunarmynstrið sem kom fram við áframhaldandi meðferð í rannsókn á afar uppsöluvaldandi krabbameinslyfjum og miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinslyfjum hjá fullorðnum, í allt að 6 viðbótar meðferðarlotum krabbameinslyfjameðferðar, reyndist almennt svipað því sem kom fram í 1. lotu.

Í viðbótar klínískri samanburðarrannsókn við virkt efni hjá 1.169 fullorðnum sjúklingum sem fengu aprepitant og afar uppsöluvaldandi krabbameinslyf, voru aukaverkanirnar almennt svipaðar og sést hafa í öðrum rannsóknum á afar uppsöluvaldandi krabbameinslyfjum með aprepitant.

Að auki komu fram eftirtaldar aukaverkanir hjá fullorðnum sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með aprepitanti við ógleði og uppköstum eftir aðgerðir og oftar en með ondansetróni: Verkur í efri hluta kviðar, óeðlileg iðrahljóð, hægðatregða*, tormæli, mæði, snertiskynsminnkun, svefnleysi, ljósopsþrenging, ógleði, skyntruflun, magaóþægindi, garnastífluvottur (sub-ileus)*, minnkuð sjónskerpa, önghljóð.

*Greint var frá þessu hjá sjúklingum sem tóku stærri skammt af aprepitanti.

Fosaprepitant

Öryggi var metið hjá 1.143 fullorðnum sjúklingum sem fengu 1 dags meðferð af IVEMEND 150 mg samanborið við 1.169 fullorðna sjúklinga sem fengu 3ja daga meðferð með aprepitanti í klínískri samanburðarrannsókn við virkt efni hjá sjúklingum sem fengu afar uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð. Öryggi var auk þess metið í klínískri samanburðarrannsókn með lyfleysu hjá fullorðnum sjúklingum sem fengu miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð, þar sem 504 sjúklingar fengu stakan skammt af IVEMEND 150 mg miðað við 497 sjúklinga sem fengu samanburðarmeðferð.

Öryggi var almennt svipað og sást í aprepitant töflunni hér fyrir ofan.

Tafla yfir aukaverkanir - fosaprepitant

Eftirfarandi eru aukaverkanir sem tilkynntar hafa verið hjá fullorðnum sjúklingum sem fengu fosaprepitant í klínískum rannsóknum eða rannsóknum eftir markaðssetningu en hafa ekki verið tilkynntar fyrir aprepitant eins og lýst er hér að ofan.

Skilgreining á tíðniflokkum er eftirfarandi: mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000) og koma örsjaldan fyrir (<1/10.000), tíðni óþekkt (ekki hægt að meta út frá fyrirliggjandi gögnum).

Flokkun eftir líffærum

Aukaverkanir

Tíðni

Æðar

roði, segabláæðabólga (aðallega við

sjaldgæfar

 

stungustað)

 

Húð og undirhúð

roðaþot

sjaldgæfar

Almennar aukaverkanir og

roðaþot á innrennslisstað, verkur á

sjaldgæfar

aukaverkanir á íkomustað

innrennslisstað, kláði á innrennslisstað

 

 

herslismyndun á innrennslisstað,

mjög sjaldgæfar

 

bráð ofnæmisviðbrögð, þ.m.t. roði, roðaþot,

tíðni ekki þekkt

 

mæði,

 

 

bráðaofnæmisviðbrögð/bráðaofnæmislost

 

Rannsóknaniðurstöður

hækkaður blóðþrýstingur

sjaldgæfar

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Eigi ofskömmtun sér stað skal hætta notkun fosaprepitants og beita almennri stuðningsmeðferð og eftirliti. Vegna áhrifa aprepitants er draga úr ógleði og uppköstum er ekki víst að hægt sé að framkalla uppköst með lyfjum.

Ekki er hægt að fjarlægja aprepitant með blóðskilun.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við uppköstum og lyf við ógleði, ATC flokkur: A04AD12

Fosaprepitant er forlyf aprepitants og þegar gefið í bláæð breytist það hratt í aprepitant (sjá kafla 5.2). Hlutur fosaprepitants í heildar áhrifunum á móti ógleði, hefur ekki verið að fullu útskýrður, en ekki er hægt að útiloka að um skammvinnt framlag í upphafi meðferðarinnar sé að ræða. Aprepitant er sértækur hemill með mikla sækni í stuttkeðju fjölpeptíð (taugaboðefni sem flytur sársaukaboð) (human substance P) neurókínín 1 (NK1) viðtaka hjá mönnum. Áhrif fosaprepitants stafa af því að lyfið breytist í aprepitant.

Afar uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð

Í slembiraðaðri, tvíblindri rannsókn með samhliða hópum og samanburði við virkt efni var IVEMEND 150 mg (N=1.147) borið saman við 3 daga meðferðaráætlun með aprepitant (N=1.175) hjá fullorðnum sjúklingum sem fengu afar uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð sem innihélt cisplatín

(≥70 mg/m2). Meðferðaráætlunin með fosaprepitant samanstóð af fosaprepitant 150 mg á degi 1 ásamt ondansetrón 32 mg í bláæð á degi 1 og dexametasón 12 mg á degi 1, 8 mg á degi 2, og 8 mg tvisvar á dag á degi 3 og 4. Meðferðaráætlunin með aprepitant samanstóð af aprepitant 125 mg á degi 1 og

80 mg/dag á degi 2 og 3 ásamt ondansetrón 32 mg í bláæð á degi 1 og dexametasón 12 mg á degi 1 og 8 mg á dag á degi 2 til 4. Blindun rannsóknarinnar var tryggð með fosaprepitant lyfleysu, aprepitant lyfleysu, og dexametasón lyfleysu (að kvöldi dags 3 og 4) (sjá kafla 4.2). Þó að 32 mg skammtur af ondansetróni í bláæð hafi verið notað í klínískum rannsóknum er það ekki lengur ráðlagður skammtur. Sjá upplýsingar um skammta í samantekt á eiginleikum lyfs fyrir viðeigandi 5-HT3 viðtakablokka.

Mat á virkni byggðist á eftirtöldum samsettum mælikvörðum: alger svörun, bæði yfir allt tímabilið og í seinkuðum fasa og engin uppköst yfir allt tímabilið. Niðurstöður sýndu að IVEMEND 150 mg var

ekki síðri kostur en 3 daga meðferðaráætlunin með aprepitant. Samantekt aðal og auka endapunkta er sýnd í töflu 1.

Tafla 1

Hlutfall fullorðinna sjúklinga sem fengu afar uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð, svörun eftir meðferðarhóp og fasa - 1. meðferðarlota

ENDAPUNKTAR*

Fosaprepitant

Aprepitant

Mismunur†

 

meðferðaráætlun

meðferðaráætlun

(95% CI)

 

(N =1.106) **

(N =1.134) **

 

 

%

%

 

Alger svörun‡

 

 

 

Yfir allt tímabilið§

71,9

72,3

-0,4 (-4,1; 3,3)

Seinkaður fasi§§

74,3

74,2

0,1 (-3,5; 3,7)

Engin uppköst

 

 

 

Yfir allt tímabilið§

72,9

74,6

-1,7 (-5,3; 2,0)

*Aðalendapunktur er feitletraður.

**N: Fjöldi sjúklinga sem var með í aðalgreiningunni á algerri svörun.

†Mismunur og öryggismörk (CI) voru reiknuð samkvæmt aðferð sem Miettinen og Nurminen lögðu til og leiðrétt fyrir kyni.

‡Alger svörun = engin uppköst og engin notkun neyðarmeðferðar.

§Allt tímabilið = 0 til 120 klukkustundum eftir upphaf krabbameinslyfjameðferðar með cisplatín. §§Seinkaður fasi = 25 til 120 klukkustundum eftir upphaf krabbameinslyfjameðferðar með cisplatín.

Miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð

Í slembiraðaðri, tvíblindri samanburðarrannsókn með lyfleysu og samhliðahópum var IVEMEND 150 mg (N=502) ásamt ondansetróni og dexametasóni borið saman við ondansetrón ásamt dexametasóni eingöngu (samanburðarmeðferð) (N=498) hjá fullorðnum sjúklingum sem fengu meðferð með miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinlyfjum. Fosaprepitant meðferðaráætlunin

samanstóð af 150 mg af fosaprepitanti á degi 1 ásamt 8 mg af ondasetróni til inntöku í 2 skömmtum og 12 mg af dexametasóni til inntöku. Á degi 2 og 3 fengu sjúklingar í fosaprepitant hópnum lyfleysu í stað ondansetróns á 12 klst. fresti. Samanburðarmeðferðin samanstóð af 150 mg fosaprepitant lyfleysu í bláæð á degi 1 ásamt 8 mg af ondansetróni til inntöku í 2 skömmtum og 20 mg af dexametasóni til inntöku. Á degi 2 og 3 fengu sjúklingar í samanburðarhópnum 8 mg af ondansetróni til inntöku á

12 klst. fresti. Stuðst var við fosaprepitant lyfleysu og dexametasón lyfleysu (á degi 1) til að viðhalda blindun.

Verkun fosaprepitants var metin á grundvelli aðal- og auka endapunkts eins og talið er upp í töflu 2 og sýndi yfirburði yfir samanburðarmeðferðinni með tilliti til algerrar svörunar í síðkomnum og heildar fasa.

Tafla 2

Hlutfall fullorðinna sjúklinga eftir meðferðarhópi og fasa sem fengu miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð

ENDAPUNKTAR*

Fosaprepitant

Samanburðar

P-gildi

 

meðferðaráætlun

meðferðaráætlun

 

 

(N =502) **

(N =498) **

 

 

%

%

 

Alger svörun

 

 

 

Síðkominn fasi

78,9

68,5

<0,001

Alger svörun

 

 

 

Allt tímabilið§

77,1

66,9

<0,001

Bráðafasi§§

93,2

0,184

*Aðalendapunktar eru feitletraðir.

**N: Fjöldi fullorðinna sjúklinga í hópnum sem ætlað var að meðhöndla.

† Alger svörun = engin uppköst og engin notkun neyðarmeðferðar.

‡ Seinkaður fasi = 25 til 120 klst. eftir upphaf krabbameinslyfjameðferðar. § Allt tímabilið = 0 til 120 klst. eftir upphaf krabbameinslyfjameðferðar. §§ Bráðafasi = 0 til 24 klst. eftir upphaf krabbameinslyfjameðferðar.

Áætlaður tími fram að fyrstu uppsölu er sýndur í Kaplan-Meier grafi á mynd 1.

Mynd 1

Hlutfall fullorðinna sjúklinga sem fengu miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð sem ekki fá uppköst, sýnt á tímaási

Hlutfall sjúklinga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fosaprepitant meðferðaráætlun (N=502)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samanburðarmeðferð (N=498)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tími (klst.) frá fyrstu gjöf miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinslyfja

Börn

Lyfjahvörf, öryggi og þol og könnun á verkun fosaprepitants við gjöf í bláæð, samhliða ondansetroni, með eða án dexametasóni, var metið í 1. stigs klínískri rannsókn (N=34) hjá börnum með krabbamein sem fengu miðlungs uppsöluvaldandi krabbameinslyfjameðferð. Upplýsingar um verkun og öryggi í þessari litlu rannsókn styðja hins vegar ekki ályktanir um ákjósanlegustu skammtameðferð. Frekari rannsóknir á notkun fosaprepitants hjá börnum standa yfir.

5.2Lyfjahvörf

Fosaprepitant, forlyf aprepitants, breytist hratt í aprepitant þegar það er gefið í bláæð. Plasmaþéttni fosaprepitants er undir greinanlegum mörkum innan 30 mínútna frá því að innrennsli er lokið.

Aprepitant eftir gjöf fosaprepitants

Eftir stakan 150 mg skammt af fosaprepitanti í bláæð gefið heilbrigðum fullorðnum sjálfboðaliðum sem 20 mínútna innrennsli, var AUC0-∞ fyrir aprepitant 35,0 μg klst./ml að meðaltali og hámarksþéttni aprepitants var 4,01 μg/ml að meðaltali.

Dreifing

Aprepitant er verulega próteinbundið, 97% að meðaltali. Margfeldismeðaltal dreifingarrúmmáls aprepitants við jafnvægi (Vdss), metið út frá stökum 150 mg skammti af fosaprepitanti í bláæð, er um það bil 82 lítrar hjá mönnum.

Umbrot

Fosaprepitant breyttist hratt í aprepitant í in vitro kvíunum (incubations) með lifrarsýnum úr mönnum. Auk þess varð fosaprepitant fyrir hraðri og nær algerri umbreytingu í aprepitant í S9 sýnum úr öðrum mannavefjum, þar með talið nýrum, lungum og dausgörn. Að þeim sökum virðist umbreyting fosaprepitants í aprepitant koma fram í mörgum vefjum. Fosaprepitant gefið í bláæð breyttist hratt í aprepitant á innan við 30 mínútum eftir að innrennsli lauk hjá mönnum

Aprepitant umbrotnar að verulegu leyti. Hjá heilbrigðum ungum fullorðnum einstaklingum, er aprepritant um 19% af geislavirkni plasma 72 klst. eftir gjöf eins 100 mg skammts af [14C]-fosaprepitanti, forlyfi aprepitants í bláæð, sem bendir til þess að magn umbrotsefna í plasma sé umtalsvert. Tólf umbrotsefni aprepitants hafa greinst í plasma manna. Umbrot aprepitants fer að verulegu leyti fram með oxun morfólínhringsins og hliðarkeðja hans og umbrotsefnin sem myndast eru aðeins lítillega virk. In vitro rannsóknir með notkun lifrarmíkrósóma úr mönnum benda til að aprepitant umbrotni aðallega vegna CYP3A4 og hugsanlega að óverulegu leyti vegna CYP1A2 og CYP2C19.

Öll umbrotsefni sem koma fram í þvagi, saur og plasma eftir gjöf 100 mg [14C]-fosaprepitants skammts í bláæð koma einnig fram eftir [14C]-aprepitant skammt til inntöku. Við umbreytingu á 245,3 mg af fosaprepitant dimeglúmíni (samsvarar 150 mg af fosaprepitant) í aprepitant, losna 23,9 mg af fosfórsýru og 95,3 mg af meglúmíni.

Brotthvarf

Aprepitant skilst ekki út óbreytt með þvagi. Umbrotsefni skiljast út með þvagi og með galli í saur. Eftir stakan 100 mg skammt af [14C]-fosaprepitanti í bláæð hjá heilbrigðum einstaklingum, fannst 57% geislavirkninnar í þvagi og 45% í saur.

Lyfjahvörf aprepitants eru ekki línuleg á klínísku skammtabili. Lokahelmingunartími aprepitants eftir 150 mg skammt af fosaprepitanti í æð var u.þ.b. 11 klst. Margfeldismeðaltal plasmaúthreinsunar aprepitants eftir 150 mg skammt af fosaprepitanti í æð var u.þ.b. 73 ml/mín.

Lyfjahvörf hjá sérstökum sjúklingahópum

Skert lifrarstarfsemi: Fosaprepitant umbrotnar í ýmsum vefjum utan lifrar. Því er ekki talið að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á umbreytingu fosaprepitants í aprepitant. Væg skerðing á lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur A) hefur ekki klínískt mikilvæg áhrif á lyfjahvörf aprepitants. Ekki er þörf á aðlögun skammta fyrir sjúklinga með væga skerðingu á lifrarstarfsemi. Ekki er hægt að draga ályktanir varðandi áhrif miðlungs mikillar skerðingar á lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur B) á lyfjahvörf aprepitants út frá fyrirliggjandi upplýsingum. Engin klínísk eða lyfjahvarfafræðileg gögn eru til fyrir sjúklinga með verulega skerðingu á lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkur C).

Skert nýrnastarfsemi: Stakur 240 mg skammtur af aprepitant til inntöku var gefinn sjúklingum með verulega skerðingu á nýrnastarfsemi (CrCl <30 ml/mín.) og sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi sem þurfa á blóðskilun að halda.

Hjá sjúklingum með verulega skerðingu á nýrnastarfsemi var AUC0-∞ fyrir heildar aprepitant (óbundið og próteinbundið) 21% lægra og Cmax 32% lægra en hjá heilbrigðum einstaklingum. Hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi sem gengust undir blóðskilun, lækkaði AUC0-∞ fyrir heildar aprepitant um 42% og Cmax lækkaði um 32%. Vegna lítilsháttar minnkunar á próteinbindingu aprepitants hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm, varð AUC fyrir lyfjafræðilega virkt óbundið aprepitant, ekki fyrir verulegum áhrifum hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi samanborið við heilbrigða einstaklinga. Blóðskilun framkvæmd 4 eða 48 klst. eftir skömmtun hafði engin marktæk áhrif á lyfjahvörf aprepitants; minna en 0,2% af skammtinum fannst í skilunarvökvanum.

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi eða hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi sem gangast undir blóðskilun.

Börn: Eftir gjöf staks 150 mg skammts af fosaprepitanti í bláæð hjá sjúklingum á unglingsaldri (á aldrinum 12 til 17 ára) var meðalgildi Cmax og AUC0-∞ fyrir aprepitant u.þ.b. 5,9 µg/ml og

43.6 µg•klst./ml, talið í sömu röð. Eftir gjöf staks skammts af fosaprepitanti í bláæð sem nam 3 mg/kg

hjá sjúklingum á aldrinum frá 6 mánaða til <12 ára var meðalgildi Cmax og AUC0-∞ fyrir aprepitant u.þ.b. 2,4 µg/ml og 20,8 µg•klst./ml, talið í sömu röð.

Samband þéttni og virkni

Með notkun mjög sértæks NK1-viðtaka sporefnis (tracer), hafa rannsóknir með jáeindaskanna (PET) á heilbrigðum ungum mönnum, sem fengu stakan skammt af 150 mg fosaprepitanti í bláæð (N=8), sýnt fram á ≥100% bindingu NK1 viðtaka í heila við Tmax og 24 klst., ≥97% við 48 klst., og milli 41% og 75% við 120 klst., eftir lyfjagjöf. Í þessari rannsókn var fylgni á milli bindingar NK1 viðtaka í heila og plasmaþéttni aprepitants.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar um gjöf fosaprepitants í bláæð og aprepitants til inntöku benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn. Þetta er byggt á hefðbundnum rannsóknum á: eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni (að meðtöldum in vitro prófunum) og eiturverkunum á æxlun og þroska.

Hugsanleg krabbameinsvaldandi áhrif á nagdýr voru aðeins athuguð m.t.t. aprepitants til inntöku. Þó skal hafa í huga að gildi eitrunarrannsókna á nagdýrum, kanínum og öpum þ.m.t. rannsóknir á eitrunaráhrifum á frjósemi, er takmarkað því útsetning fosaprepitants og aprepitants var einungis svipuð eða jafnvel minni en útsetningin er við meðferð hjá mönnum. Í lyfjaöryggisrannsóknum og rannsóknum á eituráhrifum vegna endurtekinna skammta á hundum, voru Cmax og AUC aprepitants allt að 3 sinnum (lyfjaöryggi) og 40 sinnum (eituráhr. vegna endurtekinna skammta) hærri en klínísk gildi.

Í rannsókn á eiturverkun hjá ungum hundum sem fengu meðferð með fosaprepitanti frá degi 14 eftir got til dags 42 sást minnkuð þyngd eistna og stærð Leydig frumna hjá karlkyns hundum við skammtana 6 mg/kg/sólarhring og aukin þyngd legs, ofvöxtur í legi og leghálsi og þroti í vefjum í leggöngum hjá kvenkyns hundum við skammtana 4 mg/kg/sólarhring. Í rannsókn á eiturverkun hjá ungum rottum sem fengu meðferð með aprepitanti frá degi 10 eftir got til dags 63 kom fram opnun legganga fram snemma hjá kvenkynsrottum við skammtana 250 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring og seinkun í aðgreiningu forhúðar hjá karlkyns rottum við skammtana 10 mg/kg tvisvar sinnum á sólarhring. Ekki kom fram nein meðferðartengd verkun á æxlun, frjósemi eða lifun fósturvísa/fóstra og engar meinafræðilegar breytingar á æxlunarfærum. Engin mörk voru á útsetningu fyrir aprepitanti sem klínískt skiptu máli. Þessar niðurstöður eru taldar ólíklegar til að hafa klínískt mikilvægi í skammtímameðferð.

Fosaprepitant (á lyfjaformi sem ekki er markaðssett) olli eitrunaráhrifum í æðakerfi og rauðkornarofi hjá tilraunastofudýrum við þéttni sem var lægri en 1 mg/ml og einnig hærri, það fór eftir lyfjaforminu. Í þvegnum blóðfrumum manna (human washed blood cells), komu einnig fram einkenni rauðkornarofs með tilraunum á lyfjaformi fosaprepitants sem ekki er markaðssett, við þéttnina 2,3 mg/ml og hærri, þó rannsóknir á heilblóði manna sýndi það ekki. Ekkert rauðkornarof fannst við notkun þess lyfjaforms fosaprepitants sem er markaðssett, við þéttnina 1 mg/ml í heilblóði manna og í þvegnum rauðkornum manna.

Hjá kanínum olli fosaprepitant bráðri staðbundinni, tímabundinni bólgu í upphafi eftir gjöf við bláæð (paravenous), undir húð og í vöðva. Í lok eftirfylgni (8 dögum eftir síðasta skammt), sást allt að dálítil staðbundin meðalbráð bólga eftir gjöf við bláæð og í vöðva og að auki allt að miðlungsmikil staðbundin visnun/drep í vöðva með endurnýjun vöðva eftir gjöf í vöðva.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Dínatríum edetat (E-386)

Pólýsorbat 80 (E-433)

Laktósi, vatnsfrír

Natríumhýdroxíð (E-524) (til að stilla sýrustig) og/eða

Saltsýra ( þynnt E-507) (til að stilla sýrustig)

6.2Ósamrýmanleiki

IVEMEND er ekki leysanlegt í neinum lausnum sem innihalda tvígildar katjónir (t.d. Ca2+, Mg2+), þ.m.t. Hartmans og ringer laktat lausnum. Ekki má blanda þessu lyfi saman við nein önnur lyf en þau sem nefnd eru í kafla 6.6.

6.3Geymsluþol

2 ár.

Eftir blöndun og þynningu, hefur verið sýnt fram á efna og eðlisfræðilegan stöðugleika við notkun í 24 klst. við 25°C.

Frá örverufræðilegu sjónarmiði á að nota lyfið strax. Ef það er ekki notað strax, er geymslutími meðan á notkun stendur og aðstæður fyrir notkun á ábyrgð notanda og á við eðlilegar aðstæður ekki að vera lengri en 24 klst. við 2 til 8°C.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C - 8°C).

Fyrir geymsluaðstæður eftir blöndun og þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

10 ml hettuglas úr glæru gleri af gerð I með klóróbútýl eða brómóbútýl gúmmítappa og innsigli úr áli með grárri hettu með plastflipa.

Pakkningastærð: 1 eða 10 hettuglös.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

IVEMEND verður að blanda og síðan þynna fyrir gjöf.

Undirbúningur IVEMEND 150 mg fyrir gjöf í bláæð:

1.Dælið 5 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn í hettuglasið. Tryggið að natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn sem bætt er í sé látin renna eftir hlið glassins til að forðast froðumyndun. Snúið hettuglasinu varlega. Forðist að hrista og spýta natríumklóríð

9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn hratt í hettuglasið.

2.Útbúið innrennslispoka með 145 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn (t.d. með því að fjarlægja 105 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn úr innrennslispoka með 250 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn).

3.Dragið allt rúmmálið upp úr hettuglasinu og flytjið í innrennslispokann sem inniheldur 145 ml af natríumklóríð 9 mg/ml (0,9%) stungulyfi, lausn þannig að úr verður heildarrúmmál sem nemur 150 ml. Hvolfið pokanum varlega 2-3 sinnum.

Ekki má þynna lyfið með lausnum né blanda lyfinu við lausnir þegar ekki hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan samrýmanleika (sjá kafla 6.2).

Útlit blandaðrar lausnar er eins og útlit leysis.

Fyrir gjöf skal skoða blönduðu og þynntu lausnina með tilliti til agna og upplitunar.

Engin sérstök skilyrði við förgun.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Merck Sharp & Dohme Ltd.

Hertford Road, Hoddesdon

Hertfordshire EN 11 9BU

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/07/437/003

EU/1/07/437/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 11. janúar 2008

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 11. janúar 2013

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

{MM/ÁÁÁÁ}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar (http://www.serlyfjaskra.is).

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf