Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Ixiaro (Japanese-encephalitis virus, inactivated...) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J07BA02

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsIxiaro
ATC-kóðiJ07BA02
EfniJapanese-encephalitis virus, inactivated (attenuated strain SA14-14-2 grown in vero cells)
FramleiðandiValneva Austria GmbH

1.HEITI LYFS

IXIARO, stungulyf, dreifa

Bóluefni við japanskri heilabólgu (deytt, aðsogað)

2.INNIHALDSLÝSING

1 skammtur (0,5 ml) af IXIARO inniheldur:

Japanska heilabólguveiru stofn SA14-14-2 (deydda)1,2 6 AU3 sem svarar til styrks ≤ 460 ng ED50

1framleidd í Vero frumum

2aðsoguð á hýdrerað álhýdroxíð (u.þ.b. 0,25 milligrömm af Al3+)

3mótefnavakaeiningar

Hjálparefni með þekkta verkun:

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól af kalíum í hverjum skammti og minna en 1 mmól af natríum í hverjum skammti.

Fosfatstillt saltlausn 0,0067 mól/l (í PO4) hefur eftirfarandi saltasamsetningu: NaCl – 9 mg/ml

KH2PO4 – 0,144 mg/ml Na2HPO4 – 0,795 mg/ml.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, dreifa.

Tær lausn með hvítu botnfalli.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

IXIARO er ætlað til virkrar bólusetningar fyrir fullorðna, unglinga, börn og ungbörn frá tveggja mánaða aldri gegn japanskri heilabólgu.

IXIARO ætti að koma til greina fyrir einstaklinga sem hætta er á að komist í snertingu við veiruna á ferðalögum eða vegna starfs síns.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir (18-65 ára)

Frumbólusetning er tveir aðskildir 0,5 ml skammtar, samkvæmt eftirfarandi hefðbundinni áætlun: Fyrsti skammtur á degi 0.

Annar skammtur: 28 dögum eftir fyrsta skammt.

Hröð skammtaáætlun

Hægt er að bólusetja einstaklinga á aldrinum 18–65 ára samkvæmt eftirfarandi hraðri skammtaáætlun: Fyrsti skammtur á degi 0.

Annar skammtur: 7 dögum eftir fyrsta skammt.

Í báðum áætlunum þarf frumbólusetningu að vera lokið minnst einni viku fyrir mögulega útsetningu fyrir japanskri heilabólguveiru (JEV) (sjá kafla 4.4).

Mælt er með því að þeir sem fengu fyrsta skammtinn af IXIARO ljúki tveggja skammta bólusetningar- áætluninni með IXIARO.

Ef frumbólusetningu með tveimur inndælingum er ekki lokið, er ekki víst að fullkomin vörn fáist gegn sjúkdómnum. Fyrir liggja gögn um að önnur inndæling gefin allt að 11 mánuðum eftir fyrsta skammtinn gefi mikla mótefnasvörun (sjá kafla 5.1).

Örvunarskammtur

Gefa skal örvunarskammt (þriðja skammtinn) innan næsta árs (þ.e. 12 – 24 mánuðum) eftir frumbólusetninguna, á undan mögulegri endurtekinni útsetningu fyrir japanskri heilabólguveiru.

Einstaklingar sem eru í stöðugri hættu á að fá japanska heilabólgu (starfsfólk á rannsóknarstofu eða þeir sem búa þar sem sjúkdómurinn er landlægur) ættu að fá örvunarskammt í 12. mánuði eftir frumbólusetningu (sjá kafla 5.1). Upplýsingar um langtíma mótefnavörn eftir fyrsta örvunarskammtinn sem gefinn er 12 –

24 mánuðum eftir frumbólusetningu gefa til kynna að gefa skuli annan örvunarskammt 10 árum eftir fyrsta örvunarskammtinn, á undan mögulegri endurtekinni útsetningu fyrir japanskri heilabólguveiru.

Aldraðir (≥ 65 ára)

Frumbólusetning er tveir aðskildir 0,5 ml skammtar, samkvæmt eftirfarandi áætlun: Fyrsti skammtur á degi 0.

Annar skammtur: 28 dögum eftir fyrsta skammt.

Frumbólusetningunni þarf að vera lokið minnst einni viku fyrir mögulega útsetningu fyrir japanskri heilabólguveiru (JEV) (sjá kafla 4.4).

Mælt er með því að þeir sem fengu fyrsta skammtinn af IXIARO ljúki tveggja skammta bólusetningar- áætluninni með IXIARO.

Ef frumbólusetningu með tveimur inndælingum er ekki lokið, er ekki víst að fullkomin vörn fáist gegn sjúkdómnum. Fyrir liggja gögn um að önnur inndæling gefin allt að 11 mánuðum eftir fyrsta skammtinn gefi mikla mótefnasvörun (sjá kafla 5.1).

Örvunarskammtur

Eins og við á um mörg bóluefni er ónæmissvörun hjá eldra fólki (≥ 65 ára) við IXIARO minni en hjá yngra fólki. Ekki er ljóst hversu lengi vörnin varir hjá eldra fólki og því skal íhuga að gefa örvunarskammt (þriðja skammtinn) áður en frekari útsetning fyrir japanskri heilabólguveiru á sér stað. Langtíma mótefnavörn eftir örvunarskammt er ekki þekkt.

Börn

Börn og unglingar frá 3 ára til < 18 ára aldurs

Frumbólusetning er tveir aðskildir 0,5 ml skammtar, samkvæmt eftirfarandi áætlun: Fyrsti skammtur á degi 0.

Annar skammtur: 28 dögum eftir fyrsta skammt.

Börn á aldrinum 2 mánaða til < 3 ára

Frumbólusetning er tveir aðskildir 0,25 ml skammtar, samkvæmt eftirfarandi áætlun: Fyrsti skammtur á degi 0.

Annar skammtur: 28 dögum eftir fyrsta skammt.

Leiðbeiningar um hvernig á að undirbúa 0,25 ml skammt fyrir börn á aldrinum 2 mánaða til <3 ára er að finna í kafla 6.6.

Mælt er með því að þeir sem fengu fyrsta skammtinn af IXIARO ljúki tveggja skammta bólusetningar- áætluninni með IXIARO.

Örvunarskammtur (börn og unglingar)

Gefa skal örvunarskammt (þriðja skammtinn) innan næsta árs (þ.e. 12 – 24 mánuðum) eftir frumbólusetninguna, á undan mögulegri endurtekinni útsetningu fyrir japanskri heilabólguveiru. Börn og unglingar sem eru í stöðugri hættu á að fá japanska heilabólgu (búa þar sem sjúkdómurinn er landlægur) eiga að fá örvunarskammt í 12. mánuði eftir frumbólusetningu (sjá kafla 5.1).

Börn og unglingar frá 3 ára til < 18 ára aldurs eiga að fá einn 0,5 ml örvunarskammt. Börn á aldrinum 14 mánaða til < 3 ára eiga að fá einn 0,25 ml örvunarskammt.

Leiðbeiningar um hvernig á að útbúa 0,25 ml skammt fyrir börn á aldrinum 2 mánaða til < 3 ára er að finna í kafla 6.6.

Engar upplýsingar um mótefnavörn til lengri tíma en tveggja ára eftir að fyrsti örvunarskammturinn er gefinn einu ári eftir frumbólusetningu liggja fyrir hjá börnum.

Börn yngri en 2 mánaða

Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun IXIARO hjá börnum yngri en 2 mánaða. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Aðferð við lyfjagjöf og íkomuleiðir

Gefa skal bóluefnið sem stungulyf í axlarvöðva. Hjá ungbörnum má nota framanverðan (anterolateral) lærvöðva sem stungustað. IXIARO má aldrei gefa í æð.

Þegar IXIARO er gefið samhliða öðrum bóluefnum, sem gefin eru með inndælingu, skal gefa þau með sér sprautum á mismunandi stungustöðum.

Í undantekningatilfellum má einnig gefa IXIARO undir húð hjá sjúklingum með blóðflagnafæð eða blóðstorkukvilla þar sem blæðing getur orðið við lyfjagjöf í vöðva. Lyfjagjöf undir húð getur valdið ónógri svörun við bóluefninu (sjá kafla 4.4). Hins vegar skal hafa í huga að ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um klíníska virkni við gjöf lyfsins undir húð.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 eða efnaleifunum prótamínsúlfati, formaldehýði, blóðalbúmíni af nautgripauppruna, hýsilfrumu-DNA, natríummetabísúlfíti, hýsilfrumupróteini.

Einstaklingum sem fá ofnæmisviðbrögð eftir fyrsta skammt bóluefnisins ætti ekki að gefa seinni skammtinn. Lyfjagjöf verður að fresta hjá þeim sem eru með alvarlega hitasótt.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eins og við á um öll bóluefni sem gefin eru með sprautu, ætti viðeigandi læknishjálp og eftirlit ávallt að vera fyrir hendi ef upp skyldi koma mjög sjaldgæft bráðaofnæmi eftir gjöf bóluefnisins.

Ekki má undir nokkrum kringumstæðum gefa IXIARO í æð.

Eins og á við um önnur bóluefni, getur verið að IXIARO veiti ekki vörn í öllum tilfellum. IXIARO veitir ekki vörn gegn heilabólgu af völdum annarra örvera.

Eins og á við um aðrar lyfjagjafir í vöðva, má ekki gefa þetta bóluefni í vöðva hjá þeim sem eru með blóðflagnafæð, dreyrasýki eða aðra blóðstorkukvilla (sjá kafla 4.2).

Hjá fullorðnum hefur komið fram 29,4 % mótefnasvörun 10 dögum eftir fyrri bólusetninguna i.m. og 97,3% einni viku eftir seinni bólusetninguna i.m. í hefðbundnu áætluninni. Eftir bólusetningu samkvæmt hröðu skammtaáætluninni hefur komið fram 99% mótefnasvörun 7 dögum eftir seinni bólusetninguna i.m. Því ætti

frumbólusetningu að vera lokið minnst einni viku fyrir mögulega útsetningu fyrir japanskri heilabólguveiru (JEV).

Vörn gegn japanskri heilabólgu er ekki tryggð fyrr en annar skammturinn hefur verið gefinn.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Samhliða gjöf á IXIARO og öðrum bóluefnum:

Samtímis lyfjagjöf með IXIARO og deyddu lifrarbólgu A bóluefni og með deyddu bóluefni gegn hundaæði í tveimur mismunandi áætlunum hefur verið metin í klínískum rannsóknum. Ekki kom fram truflun á ónæmissvörun gegn japanskri heilabólguveiru (JEV) eða bóluefnum gegn lifrarbólgu A (HAV) veiru eða hundaæði (sjá kafla 5.1).

Öryggi IXIARO og annarra bóluefna sem voru rannsökuð var ekki stofnað í hættu við samhliða gjöf.

Hjá sjúklingum sem fá ónæmisbælandi meðferð eða sjúklingum með ónæmisbælingu getur verið að ekki fáist viðunnandi svörun.

Börn

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum hjá börnum og unglingum.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun IXIARO hjá konum á meðgöngu.

Í dýrarannsóknum hafa niðurstöður komið fram sem ekki er vitað hvort hafi klíníska þýðingu. (sjá kafla 5.3). Til öryggis skal ekki nota IXIARO á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort IXIARO skilst út í brjóstamjólk.

Ekki er búist við neinum áhrifum á nýbura/ungbörn sem eru á brjósti vegna þess að IXIARO dreifist í óverulegum mæli með blóðrás um líkama móðurinnar. Samt skal til öryggis forðast að nota IXIARO á meðan barn er haft á brjósti þar eð upplýsingar skortir.

Frjósemi

Rannsókn á rottum benti ekki til áhrifa á æxlun kvendýra, fósturþyngd né lifun eða þroska afkvæma tengd bóluefninu.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

IXIARO hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Yfirlit yfir öryggi

Öryggi IXIARO hefur verið metið í klínískum rannsóknum með og án samanburðar hjá 5.021 heilbrigðum fullorðnum (frá löndum þar sem sjúkdómurinn er ekki landlægur) og hjá 1.559 börnum og unglingum (aðallega frá löndum þar sem sjúkdómurinn er landlægur).

Um 40% þeirra sem fengu meðferðina fengu altækar aukaverkanir og u.þ.b. 54% fengu viðbrögð á stungustað. Þær koma yfirleitt fram innan þriggja daga eftir bólusetningu, þær eru yfirleitt vægar og hjaðna innan nokkurra daga. Ekki kom fram aukinn fjöldi aukaverkana á milli fyrsta og annars skammts eða eftir örvunarskammt hjá fullorðnum.

Meðal algengustu aukaverkana sem tilkynnt var um hjá fullorðnum voru höfuðverkur (20% einstaklinga), vöðvaverkir (13%), verkur á stungustað (33%), eymsli á stungustað (33%) og þreyta (12,9%).

Meðal algengustu aukaverkana sem tilkynnt var um hjá börnum og unglingum voru sótthiti, niðurgangur, inflúensulík einkenni, skapstyggð, verkur á stungustað, eymsli á stungustað og roði á stungustað (sjá töflu 1).

Aukaverkanir eru taldar upp samkvæmt eftirfarandi tíðniflokkum:

Mjög algengar: ≥ 1/10

Algengar: ≥ 1/100 til < 1/10

Sjaldgæfar: ≥1/1.000 til < 1/100

Mjög sjaldgæfar: ≥ 1/10.000 til < 1/1.000

Fullorðnir og eldra fólk (65 ára)

Blóð og eitlar

Sjaldgæfar: eitlabólga

Mjög sjaldgæfar: blóðflagnafæð

Taugakerfi

Mjög algengar: höfuðverkur

Sjaldgæfar: mígreni, svimi

Mjög sjaldgæfar: tilfinningarglöp, taugabólga, bragðtruflanir

Eyru og völundarhús

Sjaldgæfar: sundl

Augu

Mjög sjaldgæfar: bjúgur í augnlokum

Hjarta

Mjög sjaldgæfar: hjartsláttarónot, hraðtaktur

Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti

Mjög sjaldgæfar: mæði

Meltingarfæri

Algengar: ógleði

Sjaldgæfar: uppköst, niðurgangur, kviðverkir

Húð og undirhúð

Sjaldgæfar: útbrot, kláði, ofsvitnun

Mjög sjaldgæfar: ofsakláði, roði

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar: vöðvaverkir

Sjaldgæfar: stirðleiki í stoðkerfi, liðverkir

Mjög sjaldgæfar: verkur í útlimum

Almennar aukaverkanir og aukaverkanir á íkomustað

Mjög algengar: verkur á stungustað, eymsli á stungustað, þreyta

Algengar: flensulík einkenni, sótthiti, önnur viðbrögð á stungustað, t.d. roði, hersli, bólga, kláði Sjaldgæfar: kuldahrollur, lasleiki, þróttleysi

Mjög sjaldgæfar: bjúgur í útlimum

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar: hækkuð gildi lifrarensíma

Börn (2 mánaða til <18 ára)

Tafla 1: Tíðni aukaverkana sem komu fram hjá börnum sem fengu 0,25 ml skammtinn (á aldrinum 2 mánaða til < 3 ára) og hjá börnum og unglingum sem fengu 0,5 ml skammtinn (á aldrinum 3 ára til <18 ára)

 

Tíðni aukaverkana (%) eftir skammti/aldri

Flokkun eftir líffærum

0,25 ml

0,5 ml

Viðurkennt heiti

N=783

N=628

 

2 mánaða til <3 ára

3 til <18 ára

Blóð og eitlar

 

 

Eitlastækkun

0,1

0,0

Efnaskipti og næring

 

 

Minnkuð matarlyst

8,2

1,9

Taugakerfi

 

 

Höfuðverkur

2,9

6,1

Öndunarfæri, brjósthol og

 

 

miðmæti

 

 

Hósti

0,5

0,3

Meltingarfæri

 

 

Niðurgangur

11,9

1,4

Uppköst

7,3

1,9

Ógleði

3,9

1,9

Kviðverkir

0,1

0,0

Húð og undirhúð

 

 

Útbrot

6,3

1,4

Stoðkerfi og stoðvefur

 

 

Vöðvaverkir

3,0

7,1

Almennar aukaverkanir og

 

 

aukaverkanir á íkomustað

 

 

Sótthiti

28,5

10,4

Inflúensulík einkenni

10,9

2,9

Skapstyggð

10,9

1,9

Þreyta

3,5

3,5

Roði á stungustað

10,0

4,1

Verkur á stungustað

6,1

14,1

Eymsli á stungustað

4,2

14,7

Bólga á stungustað

3,6

2,2

Hersli á stungustað

1,2

1,9

Kláði á stungustað

0,6

1,6

Rannsóknaniðurstöður

 

 

Hækkuð gildi lifrarensíma

0,5

0,2

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ekki var tilkynnt um nein einkenni sem tengjast ofskömmtun.

Börn:

Ekki hefur verið tilkynnt um nein tilfelli ofskömmtunar hjá börnum. Sé 0,5 ml skammtur af IXIARO óvart gefinn börnum á aldrinum 1 til <3 ára er það ekki talið hafa áhrif á öryggi (kafli 5.1).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Heilabólgubóluefni. ATC flokkur: J07BA02 Verkunarháttur

Verkunarháttur bóluefnis við japanskri heilabólgu er ekki vel þekktur. Dýrarannsóknir hafa sýnt að bóluefnið vekur framleiðslu ónæmiskerfisins á mótefnum gegn japanskri heilabólguveiru sem veita oftast vörn gegn sjúkdómnum. Gerðar voru rannsóknir á músum með ögrunarskömmtum sem fengu IXIARO antisera úr mönnum. Þessar rannsóknir hafa sýnt að næstum allar mýs með mótefnisstyrk í Plaque Reduction Neutralization Test (PRNT)-prófi sem nam minnst 1:10 höfðu vörn gegn banvænni útsetningu með japanskri heilabólguveiru.

Verkun og öryggi

Ekki hafa verið gerðar neinar framsýnar rannsóknir á virkni. Ónæmingargeta IXIARO var rannsökuð hjá um 3.119 heilbrigðum einstaklingum sem þátt tóku í sjö slembivals klínískum samanburðarrannsóknum og fimm 3. stigs rannsóknum án samanburðar og hjá u.þ.b. 550 heilbrigðum börnum í tveimur slembuðum, klínískum samanburðarrannsóknum og tveimur 3. stigs klínískum rannsóknum án samanburðar.

Lykilrannsókn á ónæmingargetu (fullorðnir)

Ónæmingargeta bóluefnisins var metin í slembivals, virkri samanburðar, blindaðri, fjölsetra 3. stigs klínískri rannsókn með 867 heilbrigðum karlkyns og kvenkyns þátttakendum sem var gefið IXIARO eða bóluefnið JE-VAX gegn japanskri heilabólgu sem viðurkennt er í Bandaríkjunum (BNA) (samkvæmt 0, 7 og 28 daga áætlun með stungulyfi undir húð). Aukaendapunktur var mótefnasvörun (styrkur mótefnis gegn japanskri heilbólgu ≥1:10) og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT) á 56. degi eins og metið með PRNT-prófi fyrir allt rannsóknarþýðið.

Á 56. degi var hlutfall þátttakenda með mótefnasvörun svipað hjá báðum meðferðarhópunum (96,4% fyrir IXIARO á móti 93,8% fyrir JE-VAX). Margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT) jókst eftir 56. dag að 243,6 fyrir IXIARO og að 102,0 fyrir JE-VAX. Mótefnasvörunin sem fékkst með IXIARO var ekki síðri en sú sem fékkst með JE-VAX (Tafla 2).

Tafla 2: Hlutfall mótefnasvörunar og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks með IXIARO og JE-VAX miðað við þýði aðferðarlýsingarinnar. Hlutleysandi mótefnisstyrkur gegn japanskri heilabólgu var mældur gegn JEVstofni SA14-14-2.

Mótefnasvörun

Tímapunktur

IXIARO

JE-VAX

 

N=365

N=370

 

% (n)

% (n)

0. heimsókn (skimum)

3. heimsókn (28. dagur)

54 (197)

86,8 (321)

4. heimsókn (56. dagur)

96,4 (352)

93,8 (347)

Margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (eftir PRNT-próf)

Tímapunktur

IXIARO

JE-VAX

 

N=365

N=370

 

GMT (n)

GMT (n)

0. heimsókn (skimum)

5,0 (365)

5,0 (370)

3. heimsókn (28. dagur)

17,4 (363)

76,9 (367)

4. heimsókn (56. dagur)

243,6 (361)

102,0 (364)

Áhrif aldurs á ónæmissvörun við IXIARO og JE-VAX voru metin sem auka endapunktur í þessari rannsókn með virkum samanburði, þar sem bornir voru saman þátttakendur á aldrinum ≥ 50 ára (N=262, meðalaldur 59,8) og þeir sem voru yngri en 50 ára (N=605, meðalaldur 33,9).

Ekki var marktækur munur á mótefnasvörun með IXIARO og JE-VAX hjá þátttakendum <50 ára miðað við

þá sem voru ≥50 ára á 28. eða 56. degi eftir bólusetningu. Margfeldismeðaltöl mótefnisstyrks voru marktækt hærri á 28. degi hjá þátttakendum <50 ára en hjá þeim ≥50 ára í JE-VAX hópnum (80,9 á móti 45,9, p=0,0236) en enginn marktækur munur var á 56. degi hjá þessum meðferðarhópi. Aldur hafði engin marktæk áhrif á margfeldismeðaltal mótefnisstyrks hjá hópnum sem fékk IXIARO. Hjá hvorugum hópnum var marktækur munur á mótefnasvörun hjá þátttakendum <50 ára miðað við þá sem voru ≥50 ára á 28. eða 56. degi.

Varanleiki mótefnasvörunar (fullorðnir)

Varanleiki mótefnasvörunar var metin í 3. stigs eftirfylgnirannsókn án samanburðar, með þátttakendur sem höfðu lokið tveimur lykilrannsóknum og sem fengu minnst einn skammt af IXIARO. Langtíma ónæmingargeta með IXIARO var metin í undirhóp með 181 þátttakendum í allt að 24 mánuði (þýði sem áætlað var að meðhöndla (ITT)) og hjá 152 þátttakendum í allt að 36 mánuði eftir fyrstu bólusetningu með IXIARO.

Tíðni þátttakenda með PRNT50≥1:10 og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks á 2., 6., 12., 24. og 36. mánuði er tekin saman í Töflu 3 fyrir þýðið sem áætlað var að meðhöndla.

Tafla 3:

Tíðni einstaklinga með PRNT50≥1:10 og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT) í 2., 6.,

 

12., 24. og 36. mánuði eftir bólusetningu með IXIARO (þýði sem áætlað var að meðhöndla,

 

ITT)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tíðni þátttakenda með PRNT50≥1:10

Margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT)

Tímapunktur

 

% (n/N)

95% öryggismörk

GMT (N)

95% öryggismörk

 

 

 

(CI)

 

(CI)

2. mánuður

 

98,9 (179/181)

[96,1; 99,7]

310,8 (181)

[268,8, 359,4]

6. mánuður

 

95,0 (172/181)

[90,8; 97,4]

83,5 (181)

[70,9, 98,4]

12. mánuður

 

83,4 (151/181)

[77,3; 88,1]

41,2 (181)

[34,4, 49,3]

24. mánuður

 

81,8 (148/181)

[75,5; 86,7]

44,3 (181)

[36,7, 53,4]

36. mánuður

 

84,9 (129/152)

[78,3; 89,7]

43,8 (152)

[36,5, 52,6]

Lækkun margfeldismeðaltals mótefnisstyrks sem fram kom var í samræmi við væntingar og sambærileg við gögn um önnur deydd bóluefni við japanskri heilabólgu.

Í annarri 3. stigs, opinni eftirfylgnirannsókn var metinn varanleiki mótefnasvörunar í allt að 24 mánuði eftir frumbólusetningu. Samtals tóku 116 þátttakendur sem höfðu fengið ráðlagða frumbólusetningu með IXIARO samkvæmt áætlun þátt í þessari eftirfylgnirannsókn. Tíðni þátttakenda með PRNT50≥1:10 var 82,8% (95% CI: 74,9; 88,6; N=116) í 6. mánuði og 58,3% í 12. mánuði (95% CI: 49,1; 66,9; N=115). Í 24. mánuði, voru 48,3% (95% CI: 39,4; 57,3; N=116) þátttakenda sem höfðu lokið ráðlagðri frumbólusetningu enn þá með PRNT50 styrk 1:10. Margfeldismeðaltal mótefnisstyrks var 16,2 (95% CI: 13,8; 19,0) í 24. mánuði.

Bólusetning með örvunarskammti (fullorðnir)

Í 3. stigs, opinni rannsókn án samanburðar var gefinn stakur örvunarskammtur með 6 míkróg (0,5 ml) af IXIARO í 15. mánuði eftir frumbólusetningu. Allir 198 þátttakendurnir sem voru meðhöndlaðir voru taldir með sem þýði sem áætlað var að meðhöndla og sem þýði þar sem lagt var mat á öryggi.

Tíðni þátttakenda með PRNT50≥1:10 og margfeldismeðaltal mótefnasvörunar yfir ákveðinn tíma er tekin saman í töflu 4:

Tafla 4: Tíðni þátttakenda með PRNT50≥1:10 og margfeldismeðaltal mótefnasvörunar (GMT) fyrir og í 1., 6. og 12. mánuði eftir stakan 6 míkróg (0,5 ml) örvunarskammt sem gefinn var þátttakendum í 15. mánuði eftir ráðlagða frumbólusetningu með (þýði sem áætlað var að meðhöndla)

 

Tíðni þátttakenda með PRNT50≥1:10

 

GMT

 

 

(95% CI)

 

 

(95% CI)

 

 

 

 

 

 

Fyrir örvunarskammt, 0.

69,2%

[62,4%, 75,2%]

22,5

 

[19,0, 26,7]

dagur (n=198)

 

 

 

 

 

28. dagur (n= 198)

100,0%

[98,1%, 100,0%]

900,1

 

[742,4, 1091,3]

 

 

 

 

 

 

6. mánuður (n=197)

98,5%

[95,6%, 99,5%]

487,4

 

[390,7, 608,1]

 

 

 

 

 

 

12. mánuður (n=194)

98,5%

[95,6%, 99,5%]

361,4

 

[294,5, 443,5]

Varanleiki mótefnasvörunar eftir bólusetningu með örvunarskammti (fullorðnir)

Í opnu framhaldi, án samanburðar, rannsóknarinnar á bólusetningu með örvunarskammti sem lýst er hér að ofan, var 67 þátttakendum fylgt eftir til að ákvarða styrk hlutleysandi mótefna við japanskri heilabólgu u.þ.b. 6 árum eftir örvunarskammt. 96% þátttakenda (64/67) höfðu enn verndandi magn mótefna (PRNT50≥1:10) með margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT) 148 (95% CI: 107; 207). Stærðfræðilíkan var notað til að spá fyrir um meðallengd varnar. Á grundvelli líkansins er áætlað að meðallengd varnar sé 14 ár og 75% bólusettra munu halda verndandi magni mótefna (PRNT50≥1:10) í 10 ár. Því skal gefa annan örvunarskammt 10 árum eftir fyrsta örvunarskammtinn, sem gefinn er einu ári eftir frumbólusetningu, á undan mögulegri endurtekinni útsetningu fyrir japanskri heilabólguveiru.

Hröð bólusetningaráætlun (fullorðnir)

Ónæmingargeta IXIARO sem gefið var samkvæmt hraðri bólusetningaráætlun var metin í slembivals, blindaðri 3. stigs rannsókn. Alls fengu 217 þátttakendur á aldrinum 18–65 ára IXIARO ásamt deyddu bóluefni gegn hundaæði (Rabipur) í hraðri bólusetningaráætlun á degi 0 og degi 7 og 56 þátttakendur fengu IXIARO eitt sér í hefðbundinni bólusetningaráætlun á degi 0 og degi 28. Hlutfall þátttakenda sem sýndu mótefnasvörun eftir 7 og 28 daga frá síðustu bólusetningu var svipað fyrir báðar áætlanirnar. Mótefnasvörun og mótefnisstyrkur héldust einnig sambærilega há í allt að 12 mánuði eftir fyrstu bólusetningu í báðum áætlununum (tafla 5).

Samhliða gjöf á IXIARO og Rabipur var prófuð í hröðu áætluninni en hana má einnig nota við gjöf á IXIARO einu sér þar sem engar truflanir á ónæmi hafa komið fram milli þessara tveggja bóluefna (sjá kafla 4.5).

Tafla 5: Mótefnasvörun og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks fyrir hlutleysandi mótefni við japanskri heilabólgu á degi 0, 14, 21, 35, 56 og 365 eftir bólusetningu með IXIARO og deyddu bóluefni gegn hundaæði í hraðri áætlun og IXIARO eitt sér í hefðbundinni áætlun (miðað við þýði aðferðarlýsingarinnar)

 

 

Mótefnasvörun

Margfeldismeðaltal mótefnisstyrks

 

(tíðni þátttakenda með PRNT50≥1:10)

(PRNT-próf)

 

 

Hröð áætlun

Hefðbundin áætlun

Hröð áætlun

Hefðbundin áætlun

 

% (n/N)

% (n/N)

(N)

(N)

 

 

 

 

 

Bólusetningaráætlun

IXIARO dagur

IXIARO dagur 0,28

IXIARO dagur

IXIARO dagur 0,

 

 

0,7

-

0,7

 

Rabipur dagur

 

Rabipur dagur

-

 

 

0,3,7

 

0,3,7

 

 

 

 

 

 

 

Dagur 0

(13/215)

9 (5/55)

5,63 (215)

5,73 (55)

Dagur 14

(206/209)

NA

715 (209)

NA

 

 

 

 

 

Dagur 21

100 (207/208)

NA

1255 (208)

NA

 

 

 

 

 

 

Dagur 35

(203/206)

100 (47/47)

690 (206)

376 (47)

 

 

 

 

 

 

Dagur 56

(200/204)

100 (49/49)

372 (204)

337 (49)

 

 

 

 

 

 

Dagur 365

(188/199)

88 (42/48)

117 (199)

39 (48)

NA= á ekki við

 

 

 

 

 

Ókláruð frumbólusetning (fullorðnir)

Ónæmingargeta örvunarskammta var einnig metin í rannsókninni sem kannaði varanleika mótefnasvörunar eftir mismunandi frumbólusetningaráætlanir (2x6 míkróg: N=116, 1x12 míkróg: N=116 eða 1x6 míkróg: N=117). Stakur 6 míkróg (0,5 ml) örvunarskammtur var gefinn í 11. eða 23. mánuði eftir fyrsta skammtinn þeim þátttakendum sem voru úrskurðaðir sermisneikvæðir (PRNT50 styrkur < 1:10) í 6. og/eða 12. mánuði eftir frumbólusetninguna. Niðurstöður benda til þess að hægt sé að gefa seinni inndælinguna í frumbólusetningaráætluninni allt að 11 mánuði eftir fyrsta skammtinn. Mótefnasvörun við gjöf fleiri skammt á mismunandi tímapunktum eftir að frumbólusetningu er lokið eða ókláraða frumbólusetningu er sýnd í töflu 6.

Tafla 6: Mótefnasvörun (SCR) og margfeldismeðaltal mótefnasvörunar (GMT) í 4. viku eftir stakan 6 míkróg örvunarskammt sem var gefinn þátttakendum með PRNT50 <1:10 (PRNT50<1:10 þýðir að þátttakandi hefur enga sermisvörn lengur) í 11. eða 23. mánuði eftir ráðlagða frumbólusetningu (2x6 míkróg) eða ókláraða frumbólusetningu (1x6 míkróg) með IXIARO (þýði sem áætlað var að meðhöndla).

 

(n / N)

SCR

GMT

[95% CI]

Örvunarskammtur eftir ráðlagða

 

 

 

 

frumbólusetningu (2x6 míkróg)

 

 

 

 

Örvunarskammtur í 11. mánuði

(17 / 17)

100 %

673,6

[378,7;

 

 

 

 

1198,2]

Örvunarskammtur í 23. mánuði

(27 / 27)

100 %

2536,7

[1467,7;

 

 

 

 

4384,4]

Annar skammtur eftir ókláraða

 

 

 

 

frumbólusetningu (1x6 míkróg)

 

 

 

 

Annar skammtur í 11. mánuði

(99 / 100)

99 %

504,3

[367,3; 692,3]

Annar skammtur í 23. mánuði

(5 / 5)

100 %

571,4

[88,2; 3702,9]

 

 

 

 

 

Samtímis notkun (fullorðnir)

Samhliða gjöf á IXIARO og deyddu bóluefni gegn lifrarbólgu A veiru (HAV) (HAVRIX 1440)

Samtímis notkun IXIARO og deydds bóluefnis (HAVRIX 1440) við lifrarbólgu A veiru (HAV) hefur verið könnuð í einni klínískri rannsókn. Ekki kom fram truflun á ónæmisviðbrögðum við japanskri heilabólguveiru og lifrarbólgu A veiru, hvorri um sig. Sýnt var fram á að samtímis lyfjagjöf með IXIARO og óvirku lifrarbólgu A bóluefni var ekki síðri en stakar bólusetningar með tilliti til margfeldismeðaltals mótefnisstyrks hlutleysandi mótefnis gegn japanskri heilabólgu og mótefnis gegn lifrarbólgu A og einnig til mótefnasvörunar (Tafla 7).

Tafla 7: Mótefnasvörun og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks hlutleysandi mótefnis fyrir á 56. degi og lifrarbólgu A mótefnis á 28. degi hjá hóp samkvæmt aðferðalýsingunni

Mótefnasvörun og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks fyrir hlutleysandi mótefni við japanskri heilabólgu á 56. degi

 

% með

Margfeldismeðaltal

95% öryggismörk

 

mótefnasvörun

mótefnisstyrks

 

Hópur C: IXIARO + HAVRIX1440

100,0

202,7

[153,7, 261,2]

Hópur A: IXIARO + lyfleysa

98,2

192,2

[147,9, 249,8]

Mótefnasvörun og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks fyrir hlutleysandi mótefni við lifrarbólgu A á 28. degi

 

% með

Margfeldismeðaltal

95% öryggismörk

 

mótefnasvörun

mótefnisstyrks

 

Hópur C: IXIARO + HAVRIX 1440

100,0

150,0

[111,7, 202,3]

Hópur B: HAVRIX + lyfleysa

96,2

124,0

[91,4, 168,2]

Samhliða gjöf á IXIARO og deyddu bóluefni gegn hundaæði (Rabipur):

Samhliða gjöf á IXIARO og Rabipur hefur verið rannsökuð í blindri 3. stigs rannsókn hjá fullorðnum á aldrinum 18 til 65 ára með samanburði við viðkomandi stakar bólusetningar í hefðbundinni áætlun. Engar truflanir komu fram að því er varðar margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT) og mótefnasvörun fyrir hlutleysandi mótefni við japanskri heilabólgu (tafla 8). Engin truflun á ónæmissvörun við Rabipur kom heldur fram.

Tafla 8: Mótefnasvörun (hlutfall þátttakenda með PRNT50≥1:10) og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (PRNT-próf) fyrir hlutleysandi mótefni við japanskri heilabólgu eftir gjöf á IXIARO og Rabipur í hefðbundinni áætlun, miðað við þýði aðferðarlýsingarinnar

Mótefnasvörun og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks fyrir hlutleysandi mótefni við japanskri heilabólgu á

56. degi

 

Mótefnasvörun [%] (n/N)

Margfeldismeðaltal

 

 

mótefnisstyrks [95%

 

 

öryggismörk]

 

 

(N)

IXIARO + Rabipur

299 [254–352]

 

(157/157)

(157)

IXIARO

337 [252–451]

 

(49/49)

(49)

Bólusetningaráætlanir: IXIARO: Dagur 0/28, Rabipur: Dagur 0/7/28.

Ónæmingargeta hjá eldra fólki (≥65 ára)

Ónæmingargeta IXIARO var metin í opinni rannsókn án samanburðar hjá 200 heilbrigðum eldra fólki á aldrinum 65 til 83 ára, þ. á m. þátttakendum með stöðugt undirliggjandi ástand eins og kólesterólhækkun, háþrýsting, hjarta- og æðasjúkdóm eða insúlínóháða sykursýki. Hlutleysandi mótefni við japanskri heilabólgu voru mæld 42 dögum eftir seinni skammt frumbólusetningarinnar (dagur 70). Eldra fólk sýnir minni ónæmissvörun við bólusetningu samanborið við yngra fólk og börn með hliðsjón af mótefnasvörun (hlutfall þátttakenda með PRNT50-styrk ≥1:10) og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (tafla 9).

Tafla 9: Mótefnasvörun og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks fyrir hlutleysandi mótefni við japanskri heilabólgu á degi 70, í þýðinu sem áætlað var að meðhöndla, fyrir allt rannsóknarþýðið og lagskipt eftir aldurshópum

Mótefnasvörun og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks fyrir hlutleysandi mótefni við japanskri heilabólgu á

70. Degi

 

n / N

Mótefnasvöru

Margfeldismeðalta

95%

 

 

n

l mótefnisstyrks

öryggismörk

Allt rannsóknarþýðið

128/197

65%

29,2; 47,8

 

 

 

 

 

Aldurshópur 65 – <75 ára

113/173

65,3%

37,2

28,6; 48,3

Aldurshópur ≥75 ára

15/23

65,2%

42,2

19,2; 92,7

 

 

 

 

 

Börn

Í 2. stigs rannsókn á heilbrigðum indverskum börnum á aldrinum ≥1 árs til <3 ára voru 24 börn bólusett með

0,25 ml IXIARO (leyfilegur skammtur fyrir þennan aldurshóp) og 24 börn fengu 0,5 ml fullorðinsskammtinn. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir en enginn munur kom fram á öryggi milli 0,25 ml og 0,5 ml skammtsins hjá þessum aldurshópi.

Ónæmingargeta og öryggi IXIARO hjá börnum og unglingum frá landi þar sem japönsk heilabólga er landlæg.

Öryggi og ónæmingargeta IXIARO voru metin í slembaðri, opinni, klínískri samanburðarrannsókn sem fór fram á Filippseyjum, þar sem japönsk heilabólga er landlæg. Öryggi IXIARO var borið saman við bóluefnin Havrix (gegn lifrarbólgu A, 720 EL.U./0,5 ml samsetning fyrir börn) og Prevenar (7-gilt samtengt bóluefni gegn pneumókokkum [Barnaveiki CRM197 prótein]).

Matið á ónæmingargetu fór fram með mati á undirflokki rannsóknarþýðisins og fól í sér greiningu á mótefnasvörun (SCR), sem var skilgreind sem hlutleysandi mótefnisstyrkur gegn japanskri heilabólgu ≥1:10, hlutfall þátttakenda sem höfðu náð a.m.k. fjórfaldri aukningu á mótefnisstyrk og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT) á 56. degi og í 7. mánuði, eftir skammti og aldurshópi. Ónæmissvörunin sem fékkst með IXIARO er sýnd í töflu 10.

Tafla 10: Mótefnasvörun, hlutfall þátttakenda með a.m.k. 4-falda aukningu hlutleysandi mótefnisstyrks gegn japanskri heilabólgu og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks við grunnlínu, á 56. degi og í 7. mánuði, lagskipt eftir aldurshópum, þýði skv. meðferðaráætlun (ITT)

Skammtur

 

 

0,25 ml

 

0,5 ml

bóluefnis

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aldurshópur

2 mánaða –

 

6 mánaða –

1 árs –

3 ára –

12 ára –

<6 mánaða

 

<12 mánaða

< 3 ára

< 12 ára

< 18 ára

 

 

 

 

 

Mótefnasvörun % (n/N)

 

 

Fyrir bólusetningu

30% (3/10)

 

0% (0/20)

3,2% (4/125)

16,8% (17/101)

45,7% (64/140)

 

 

 

 

 

 

 

56. dagur

100% (9/9)

 

100% (19/19)

99,2% (119/120)

100,0%

100% (137/137)

 

(100/100)

 

 

 

 

 

 

7. mánuður

100% (10/10)

 

100% (18/18)

85,5%

91,0% (91/100)

97,1%

 

 

(106/124)

(133/137)

 

 

 

 

 

Hlutfall þátttakenda sem náðu ≥4-faldri aukningu mótefnisstyrks gegn japanskri heilabólgu % (n/N)

56. dagur

100 (9/9)

 

94,7 (18/19)

96,7 (116/120)

94,0 (94/100)

77,4 (106/137)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

7. mánuður

90,0 (9/10)

 

83,3 (15/18)

75,8 (94/124)

71,0 (71/100)

65,0 (89/137)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (N)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrir bólusetningu

8,42 (10 )

 

5(20)

5,52 (124)

6,54 (101)

13,08 (140)

56. dagur

687,35 (9)

 

377,79 (19)

258,90 (121)

213,67 (100)

175,63 (137)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

7. mánuður

159,27 (10)

 

64,00 (18)

38,91 (125)

43,60 (100)

86,61 (137)

 

 

 

 

 

 

 

◊Neikvæður styrkur fyrir bólusetningu var reiknaður sem 5.

Öryggi og þol var metið hjá öllu rannsóknarþýðinu. Foreldrar eða þátttakendur skráðu aukaverkanir á dagbókarspjald fyrstu sjö dagana eftir hverja bólusetningu. Foreldrar eða þátttakendur voru beðnir um að tilkynna um hvers kyns aukaverkanir, sem ekki var spurt sérstaklega um, á degi annarrar bólusetningar og við heimsóknir, þ.m.t. í læknisskoðun 28 dögum (56. dagur ) og 6 mánuðum (7. mánuður) eftir annan skammt. Öryggi IXIARO var sambærilegt við öryggi Havrix eða Prevanar.

Varanleiki mótefnasvörunar og örvunarskammtur hjá börnum og unglingum frá landi þar sem japönsk heilabólga er landlæg.

Varanleiki hlutleysandi mótefnisstyrks gegn japanskri heilabólgu eftir frumbólusetningu ásamt öryggi og ónæmingargetu IXIARO örvunarskammts 12 mánuðum eftir frumbólusetningu voru metin í slembaðri, opinni, klínískri samanburðarrannsókn sem fór fram á Filippseyjum, þar sem japönsk heilabólga er landlæg (300 börn, meðalaldur 5,3 ár, á bilinu 1,2 – 17,3 ár). 150 börnum var fylgt eftir í þrjú ár án örvunarskammts, 150 börn til viðbótar fengu örvunarskammt eftir 1 ár (0,25 ml ef þau voru yngri en 3 ára þegar örvunarskammturinn var gefinn, 0,5 ml ef þau voru 3 ára og eldri) og var þeim fylgt eftir í tvö ár til viðbótar. Hlutfall mótefnavarnar (SPR) sem skilgreint er sem styrkur hlutleysandi mótefna ≥1: 10 og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT) eru sýnd í töflu 11. Örvunarskammturinn leiddi til greinilegrar hækkunar á GMT og hlutfall mótefnavarnar var 100% tveimur árum eftir örvunarskammtinn.

Tafla 11: Hlutfall mótefnavarnar og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks með og án örvunarskammts með IXIARO í 12., 13., 24. og 36. mánuði, þýði skv. meðferðaráætlun (ITT)

 

Án örvunarskammts

Örvunarskammtur 12 mánuðum eftir frumbólusetningu

 

N = 150

N = 149

 

 

 

 

Tímapunktur eftir

 

0,25 ml örvunarskammtur

0,5 ml örvunarskammtur

frumbólusetningu

 

N=81

N=67

 

Mótefnavörn % (n/N)

 

 

 

 

 

12. mánuður

89,9 (134/149)

97,5 (79/81)

89,6 (60/67)

 

 

 

 

13. mánuður

n.a.

100 (81/81)

100,0 (67/67)

 

 

 

 

24. mánuður

89,0 (130/146)

100 (80/80)

100,0 (67/67)

 

 

 

 

36. mánuður

90,1 (128/142)

100,0 (76/76)

100,0 (67/67)

 

 

 

 

 

Margfeldismeðaltal mótefnisstyrks

 

 

 

 

 

12. mánuður

 

 

 

 

13. mánuður

n.a.

 

 

 

 

24. mánuður

 

 

 

 

36. mánuður

 

 

 

 

n.a. = liggur ekki fyrir

Ónæmingargeta og öryggi hjá börnum og unglingum frá löndum þar sem sjúkdómurinn er ekki landlægur

Öryggi og ónæmingargeta IXIARO voru metin í milligreiningu í yfirstandandi, opinni klínískri rannsókn án samanburðar, sem fer fram í Bandaríkjunum (BNA), Evrópu og Ástralíu, á heilbrigðum karlkyns og kvenkyns þátttakendum sem hugðust ferðast til svæða þar sem japönsk heilabólga er landlæg. Börn og unglingar á aldrinum ≥ 3 til < 18 ára fengu tvo 0,5 ml skammta af bóluefni og börn á aldrinum ≥ 2 mánaða til < 3 ára fengu tvo 0,25 ml skammta af bóluefni á 0. degi og 28. degi með inndælingu í vöðva. Upplýsingar um ónæmingargetu voru metnar hjá 64 þátttakendum. Mótefnasvörun (SCR) og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT) eru sýnd í töflu 12.

Tafla 12: Mótefnasvörun og margfeldismeðaltal hlutleysandi mótefnisstyrks gegn japanskri heilabólgu, eftir skömmtum af bóluefni og aldurshópum. Þýði skv. meðferðaráætlun (ITT)

 

IXIARO-

Tímapunktur

SCR

GMT

95% CI

 

skammtur

 

n / N

 

 

Aldurshópur ≥ 2 mánuðir til < 3 ár

0,25 ml

56. dagur

100%

216,2

106,0;

 

441,0

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

7. mánuður

100%

48,0

0,0;

 

 

 

3214485,7

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aldurshópur ≥ 3 til < 18 ár

0,5 ml

56. dagur

100%

340,7

269,8;

57/57

 

430,3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

7. mánuður

90,6%

57,1

38,4; 84,9

 

 

29/32

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Varanleiki mótefnasvörunar hjá börnum og unglingum frá löndum þar sem sjúkdómurinn er ekki landlægur

Varanleiki mótefnasvörunar var metinn í þrjú ár eftir frumbólusetningu með IXIARO í opinni, klínískri eftirfylgnirannsókn án samanburðar sem gerð var í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Langtíma ónæmingargeta var metin hjá 23 börnum (meðalaldur var 14,3 ár, á bilinu 3 – 18 ára). Hlutfall mótefnavarnar (SPR) og margfeldismeðaltal mótefnisstyrks (GMT) eru sýnd í töflu 13.

Tafla 13: Mótefnasvörun og margfeldismeðaltal hlutleysandi mótefnisstyrks gegn japanskri heilabólgu, eftir skömmtum af bóluefni og aldurshópum. Þýði skv. meðferðaráætlun (ITT)

 

Mótefnasvörun

Margfeldismeðaltal mótefnisstyrks

 

(Tíðni þátttakenda með PRNT50≥1:10)

(PRNT-próf)

 

% (n/N)

GMT [95%CI]

 

Eftir 0,25 ml skammt

Eftir 0,5 ml skammt

Eftir 0,25 ml

Eftir 0,5 ml skammt

 

skammt

 

Frumbólusetning

Frumbólusetning

Frumbólusetning

 

Frumbólusetning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

12. mánuður

0% (0/0)

89,5% (17/19)

-

48 [28; 80]

 

 

 

 

 

24. mánuður

100% (1/1)

90,9% (20/22)

193 [n.a.]

75 [46; 124]

 

 

 

 

 

36. mánuður

100% (1/1)

88,9% (16/18)

136 [n.a.]

61 [35; 106]

n.a. Ekki var hægt að ákvarða 95% öryggismörk (upplýsingar frá einum þátttakanda)

5.2Lyfjahvörf

Ekki er krafist mats á lyfjahvörfum fyrir bóluefni.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar um eiturhrif eru takmarkaðar.

Í rannsókn á eiturverkun á æxlun og á meðgöngu/eftir fæðingu hafa ekki komið fram áhrif á æxlun, þyngd fósturs, lífslíkur og þroska afkvæmis tengd bóluefninu. Hins vegar hefur komið fram ófullkomin beinamyndun í hluta beinagrindar í hópnum sem fékk 2 skammta, en ekki í hópnum sem fékk 3 skammta. Sem stendur er erfitt að skýra hvort þetta fyrirbæri er meðferðartengt eða ekki.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Fosfatstillt saltlausn sem inniheldur:

Natríumklóríð

Kalíumtvívetnisfosfat

Tvínatríumvetnisfosfat

Vatn fyrir stungulyf

Um mótefnisglæðir, sjá kafla 2.

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, þar sem rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

2 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið í upprunalegum pakkningum til varnar gegn ljósi.

6.5Gerð íláts og innihald

0,5 ml af dreifu í áfylltri sprautu (gler af gerð I) með stimpiltappa (klóróbútýl elastómer). Pakkningastærð með 1 sprautu með eða án lausrar nálar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Áfyllta sprautan er einungis einnota og aðeins má nota hana fyrir einn einstakling. Áfyllt sprautan er tilbúin til notkunar. Ef nál fylgir ekki með skal nota sæfða nál.

Notið ekki ef álþynnan á þynnupakkningunni er ekki heil eða ef pakkningin er skemmd.

Við geymslu getur myndast fínt, hvítt botnfall með tærum, litlausum vökva ofan á.

Fyrir lyfjagjöf skal hrista sprautuna vel til að fá fram hvíta, ógegnsæja og einsleita lausn. Ekki skal gefa lyfið ef enn eru smáagnir í lausninni eftir að hún hefur verið hrist eða mislitun sést eða sprautan virðist vera skemmd.

Farga skal öllum lyfjaleifum eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Upplýsingar um gjöf 0,5 ml skammts af IXIARO hjá 3 ára og eldri

Til að gefa allan 0,5 ml skammtinn skal fylgja skrefunum hér að neðan:

1.Hristið sprautuna svo lausnin verði einsleit.

2.Fjarlægið hettuna af sprautuendanum með því að snúa henni varlega. Ekki má reyna að toga né brjóta oddinn af, því það getur skemmt nálina.

3.Setjið nál á áfyllta sprautuna.

Upplýsingar um undirbúning gjafar á 0,25 ml skammti IXIARO til notkunar handa börnum yngri en 3 ára Til að gefa börnum á aldrinum 2 mánaða til < 3 ára 0,25 ml skammt skal fylgja skrefunum hér að neðan:

1.Hristið sprautuna svo lausnin verði einsleit.

2.Fjarlægið hettuna af sprautuendanum með því að snúa henni varlega. Ekki má reyna að toga né brjóta oddinn af, því það getur skemmt nálina.

3.Setjið nál á áfyllta sprautuna.

4.Haldið sprautunni í uppréttri stöðu.

5.Ýtið bullunni upp að brún rauðu línunnar á sprautunni, sem er sýnd með rauðri ör (sjá mynd 1)*, til að losna við umframlausn

6.Setjið nýja sæfða nál á áður en inndæling lausnarinnar sem eftir er hefst.

*Hafi bullunni verið ýtt fram yfir rauðu línuna er 0,25 ml skammtur ekki tryggður og þá skal ný sprauta notuð.

Mynd 1:

Undirbúningur gjafar á 0,25 ml skammti

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Valneva Austria GmbH

Campus Vienna Biocenter 3

A-1030 Vínarborg

Austurríki

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/08/501/001

EU/1/08/501/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFISINS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 31. mars 2009.

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 28. febrúar 2014.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf