Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Jylamvo (methotrexate) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L01BA01

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsJylamvo
ATC-kóðiL01BA01
Efnimethotrexate
FramleiðandiTherakind Limited

1.HEITI LYFS

Jylamvo 2mg/ml mixtúra, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Einn ml af lausn inniheldur 2 mg af metótrexati.

Hjálparefni með þekkta verkun

Einn ml af lausn inniheldur 2 mg af metýlhýdroxýbensóati (sem natríumsalt) og 0,2 mg af etýlhýdroxýbensóati.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Mixtúra, lausn.

Ljósgul lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Jylamvo er notað við eftirfarandi ábendingum:

Við gigtar- og húðsjúkdómum

Virk iktsýki hjá fullorðnum sjúklingum.

Fjölliðagigtarform af virkri, alvarlegri, sjálfvakinni barnaliðagigt (JIA) hjá unglingum og börnum 3 ára og eldri, þegar svörun við bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID) er ófullnægjandi.

Alvarlegur, þrálátur sóri, sem dregur úr starfsgetu og sýnir ekki næga svörun við öðrum meðferðum á borð við ljósameðferð, meðferð með psoraleni og útfjólubláum A geislum (PUVA) og retínóíðum, og alvarleg sóraliðbólga hjá fullorðnum sjúklingum.

Við krabbameini

Viðhaldsmeðferð við bráðu eitilfrumuhvítblæði (ALL) hjá fullorðnum, unglingum og börnum 3 ára og eldri.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Metótrexat skal aðeins ávísað af læknum með reynslu af eiginleikum lyfsins og verkunarhætti þess.

Skammtar

Gigtar- og húðsjúkdómar

Mikilvæg varnaðarorð varðandi skömmtun metótrexats

Við meðferð gigtar- eða húðsjúkdóma má aðeins taka metótrexat einu sinni í viku. Röng skömmtun við notkun metótrexats getur valdið alvarlegum aukaverkunum, þ.m.t. dauða. Lesið þennan kafla samantektar á eiginleikum lyfs mjög vandlega.

Sá sem ávísar lyfinu getur skráð inntökudag lyfsins á lyfið.

Skammtur og lengd meðferðar eru ákveðin sérstaklega fyrir hvern og einn, byggt á klínískum upplýsingum um sjúkling og þol gagnvart metótrexati. Meðferð við iktsýki, alvarlegri sjálfvakinni barnaliðagigt, alvarlegum sóra og alvarlegri sóraliðbólgu er langtímameðferð.

Ekki skal gefa meira en 25 mg (12,5 ml) á viku. Stærri skammtar en 20 mg (10 ml)/viku geta valdið verulegri aukningu eiturverkana, einkum beinmergsbælingu.

Að auki skal gefa samtímis uppbótarmeðferð með 5 mg af fólínsýru tvisvar í viku (nema daginn sem lyfjagjöf fer fram).

Skömmtun handa fullorðnum sjúklingum með iktsýki

Ráðlagður upphafsskammtur er 7,5 mg (3,75 ml) af metótrexati einu sinni í viku.

Byggt á virkni sjúkdóms og þoli sjúklings má auka skammtinn smátt og smátt um 2,5 mg (1,25 ml) á viku.

Búast má við svörun við meðferð eftir u.þ.b. 4-8 vikur.

Þegar tilætluðum árangri af meðferð er náð skal smátt og smátt minnka skammtinn niður í minnsta árangursríka viðhaldsskammt.

Hugsanlegt er að einkenni komi fram að nýju eftir að meðferð er hætt.

Skömmtun handa börnum og unglingum með fjölliðagigtarform afsjálfvakta barnaliðagigt (JIA)

Sjúklingum með barnaliðagigt skal ávallt vísa til gigtardeildar sem sérhæfir sig í meðferð barna/unglinga.

Ráðlagður skammtur er 10-15 mg (5-7,5 ml)/m² líkamsyfirborðs/viku. Ef meðferð ber ekki árangur má auka vikulega skömmtun í 20 mg (10 ml)/m² líkamsyfirborðs/viku. Hins vegar skal viðhafa tíðara eftirlit ef skammtar eru auknir.

Skömmtun handa fullorðnum með alvarlegan sóra og fullorðum sjúklingum með sóraliðbólgu

Ráðlagt er að gefa prufuskammt sem nemur 2,5-5 mg (1,25-2,5 ml) einni viku áður en meðferð er hafin, til þess að greina snemmkomnar aukaverkanir. Ef viðeigandi rannsóknarpróf eru eðlileg einni viku seinna má hefja meðferð. Ráðlagður upphafsskammtur er 7,5 mg (3,75 ml) af metótrexati einu sinni í viku. Auka skal skammtinn smátt og smátt en hann á þó almennt ekki að vera stærri en vikuskammtur sem nemur 25 mg (10 ml) af metótrexati. Venjulegur skammtur er 10 mg–

25 mg (5 ml–12,5 ml) tekinn einu sinni í viku. Skammtar sem eru stærri en 20 mg (10 ml) á viku geta valdið verulegri aukningu eiturverkana, einkum beinmergsbælingu.

Almennt má búast við svörun við meðferð eftir u.þ.b. 4-8 vikur. Þegar tilætluðum árangri af meðferð er náð skal smátt og smátt minnka skammtinn niður í minnsta árangursríka viðhaldsskammt.

Á þeim degi sem taka á skammtinn má einnig taka allan vikuskammtinn í einu lagi eða skipta honum í 2 til 3 aðskilda skammta. Í báðum tilfellum er skammturinn aðeins tekinn einu sinni í viku.

Krabbamein

Skömmtun við bráðu eitilfrumuhvítblæði

Metótrexat í litlum skömmtum er notað til viðhaldsmeðferðar við bráðu eitilfrumuhvítblæði hjá börnum 3 ára og eldri, unglingum og fullorðnum þegar um er að ræða flóknar meðferðaráætlanir samhliða öðrum frumuhemjandi lyfjum. Meðferð skal vera í samræmi við gildandi meðferðarleiðbeiningar.

Almennt eru stakir viðurkenndir skammtar á bilinu 20-40 mg (10-20 ml)/m² líkamsyfirborðs.

Ef metótrexat er gefið samhliða öðrum krabbameinslyfjameðferðum skal taka mið af hugsanlegri skörun eiturverkana vegna annarra lyfja við skömmtun.

Stærri skammta skal gefa í æð.

Börn

Gæta skal varúðar við notkun metótrexats handa börnum. Meðferð skal vera í samræmi við gildandi, birtar meðferðarleiðbeiningar fyrir börn (sjá kafla 4.4).

Skammtar eru venjulega byggðir á líkamsyfirborði sjúklings og viðhaldsmeðferð er langtímameðferð.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Nota skal metótrexat með varúð handa sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4).

Aðlaga skal skammtinn sem hér segir fyrir sjúklinga með iktsýki, sjálfvakta barnaliðagigt, sóra og sóraliðbólgu. Hvað varðar ábendinguna krabbamein gilda einnig tilmæli í birtum meðferðarleiðbeiningum.

Kreatínínúthreinsun

% skammts til lyfjagjafar

(ml/mín.)

 

>60

 

 

30- 59

 

 

<30

Ekki má gefa Jylamvo.

 

 

Skert lifrarstarfsemi

Metótrexat skal aðeins gefa með mikilli varúð, ef það er gefið yfir höfuð, hjá sjúklingum sem eru með eða hafa fengið verulegan lifarsjúkdóm, einkum ef hann stafar af notkun áfengis. Ef gallrauðagildi eru >5 mg/dl (85,5 µmól/l) skal ekki nota metótrexat (sjá kafla 4.3 og 4.4).

Börn

Ekki er mælt með notkun handa börnum yngri en 3 ára þar sem ekki liggja fyrir nægar upplýsingar um verkun og öryggi varðandi þennan hóp sjúklinga.

Aldraðir

Íhuga skal að minnka skammta hjá öldruðum sjúklingum (65 ára og eldri) þar sem lifrar- og nýrnastarfsemi og fólínsýruforði minnka með hækkandi aldri. Auk þess er mælt með nánu eftirliti með sjúklingum hvað varðar snemmkomin merki um eiturverkanir (sjá kafla 4.4, 4.5, 4.8 og 5.2).

Sjúklingar með sjúklega vökvasöfnun (fleiðruvökvi, skinuholsvökvi)

Þar sem helmingunartími metótrexats getur lengst fjórfalt hjá sjúklingum með sjúklega vökvasöfnun getur þurft að minnka skammtinn og í sumum tilfellum jafnvel að hætta notkun metótrexats (sjá kafla 4.4 og 5.2). Meta á hversu mikið skuli minnka skammta í hverju einstöku tilfelli.

Lyfjagjöf

Jylamvo er aðeins til inntöku.

Taka má lyfið með eða án matar.

Lausnin fæst tilbúin til notkunar og hana þarf að gleypa með dálitlu vatni til þess að fjarlægja hugsanlegar leifar metótrexats úr munnholinu.

10 ml munngjafarsprauta til skömmtunar fylgir með svo mæla megi nákvæmlega ávísaðan skammt (sjá fylgiseðil).

Ef inntaka ber ekki árangur skal skipta yfir í stungulyf. Þetta má gera með því að gefa metótrexat í vöðva eða undir húð og mælt er með því fyrir sjúklinga sem sýna ekki nægt frásog við notkun metótrexats til inntöku eða sem þola inntöku ekki vel.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1

Skert lifrarstarfsemi (gallrauðagildi eru >5 mg/dl [85,5 µmól/l], sjá kafla 4.2)

Misnotkun áfengis

Alvarlega skert nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 30 ml/mín., sjá kafla 4.2)

Undirliggjandi blóðsjúkdómar, svo sem vanþroski í beinmergsvef, hvítfrumnafæð, blóðflagnafæð eða verulegt blóðleysi

Ónæmisbæling

Alvarlegar, bráðar eða langvinnar sýkingar, svo sem berklar og HIV

Munnbólga, sár í munnholi og þekkt virk sár í meltingarvegi

Brjóstagjöf (sjá kafla 4.6)

Samtímis bólusetning með lifandi bóluefnum

Auk þess, hvað varðar aðrar ábendingar en krabbamein

Meðganga (sjá kafla 4.6)

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Mixtúran inniheldur 2 mg af metótrexati í hverjum ml af lausn; skammtasprautan er kvörðuð í ml en ekki mg; gæta skal þess að ávísa réttu skammtarúmmáli.

Upplýsa verður sjúklinga með gigtar- og húðsjúkdóma á ótvíræðan hátt um að meðferð skuli aðeins fara fram einu sinni í viku en ekki daglega. Röng notkun metótrexats getur valdið alvarlegum og jafnvel banvænum aukaverkunum. Gefa skal heilbrigðisstarfsmönnum og sjúklinum skýr fyrirmæli.

Sá sem ávísar lyfinu kann að láta skrá inntökudag lyfsins á lyfið.

Sjúklingum verður að vera kunnugt um mikilvægi þess að fylgja inntöku einu sinni í viku.

Hafa þarf viðeigandi eftirlit með sjúklingum meðan á meðferð stendur svo greina megi og meta merki um hugsanlegar eiturverkanir eða aukaverkanir án tafar.

Því skal metótrexat aðeins gefið af eða undir umsjón lækna með þekkingu og reynslu hvað varðar meðferð með andmetabólítum.

Hafa skal afar strangt eftirlit með sjúklingi í kjölfar fyrri geislameðferðar (einkum á mjaðmagrind), starfsskerðingar í blóðmyndandi kerfi (t.d. eftir fyrri geisla- eða krabbameinslyfjameðferð), skerts almennts heilsufars og auk þess við háan aldur og hjá mjög ungum börnum.

Vegna möguleika á alvarlegum eða jafnvel banvænum eiturverkunum skal læknirinn sem hefur umsjón með meðferðinni upplýsa sjúklinga vandlega um mögulega áhættu (svo sem snemmkomin merki og einkenni um eiturverkanir) og ráðlagðar öryggisráðstafanir. Upplýsa skal sjúklinga um að þeir verði að láta lækninn vita tafarlaust ef einhver einkenni koma fram um ofskömmtun og að hafa þurfi eftirlit með ofskömmtun (þ.m.t. regluleg rannsóknarpróf).

Stærri skammtar en 20 mg (10 ml)/viku geta valdið verulegri aukningu eiturverkana, einkum beinmergsbælingu.

Vegna seinkunar á útskilnaði metótrexats hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi skal meðhöndla þá með sérstakri aðgát og aðeins með litlum skömmtum af metótrexati (sjá kafla 4.2).

Metótrexat skal aðeins gefa með varúð, ef það er gefið yfir höfuð, hjá sjúklingum sem eru með verulegan lifarsjúkdóm, einkum ef hann stafar/stafaði af notkun áfengis.

Frjósemi og æxlun

Tilkynnt hefur verið um að metótrexat valdi skerðingu á frjósemi, fækkun sáðfrumna, tíðatruflun og tíðaleysi hjá mönnum, meðan á meðferð stendur og í stuttan tíma eftir að henni er hætt. Að auki veldur metótrexat eiturverkunum á fósturvísum, fósturláti og vansköpun fóstra hjá mönnum. Því skal ræða hugsanleg áhrif á æxlun við karlkyns og kvenkyns sjúklinga á barneignaraldri (sjá kafla 4.6). Karlar og konur verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur og í að minnsta kosti 6 mánuði eftir að meðferð lýkur.

Karlmenn sem fá meðferð með metótrexati skulu ekki geta börn meðan á meðferðinni stendur og í a.m.k. 6 mánuði eftir að henni lýkur. Þar sem meðferð með metótrexati getur valdið alvarlegum og hugsanlega óafturkræfum röskunum á sæðismyndun skal upplýsa karlmenn um möguleika á að láta geyma sæði áður en meðferð hefst (sjá kafla 4.3 og 4.6).

Staðfesta verður að þungun sé ekki til staðar áður en Jylamvo er notað.

Ráðlagðar rannsóknir og öryggisráðstafanir

Áður en meðferð er hafin eða hafin á ný eftir batatímabil

Blóðkornatalning ásamt deilitalningu hvítkorna og blóðflögum, lifrarensím, gallrauði, albúmín í sermi, röntgenmyndataka af lungum og próf á starfsemi nýrna. Ef klínísk ábending liggur fyrir skal útiloka berkla og lifrarbólgu B og C.

Meðan á meðferð stendur

Framkvæma þarf eftirfarandi próf vikulega fyrstu tvær vikurnar og síðan á tveggja vikna fresti í mánuð; eftir það a.m.k. einu sinni í mánuði næstu sex mánuði og síðan a.m.k. á þriggja mánaða fresti, byggt á hvítkornafjölda og ástandi sjúklingsins.

Íhuga skal tíðara eftirlit þegar skammtur er aukinn. Einkum skal fylgjast með öldruðum sjúklingum með stuttu millibili hvað varðar snemmkomin merki um eiturverkanir (sjá kafla 4.2).

-Skoða skal munn og háls með tilliti til breytinga á slímhúð.

-Blóðkornatalning ásamt deilitalningu hvítkorna og blóðflögum. Bæld blóðmyndun af völdum metótrexats kann að koma snögglega fram og við skammta sem virðast öruggir. Alvarleg fækkun hvítkorna eða blóðflagna gefur til kynna að tafarlaust skuli hætta meðferð og hefja viðeigandi stuðningsmeðferð. Hvetja skal sjúklinga til að tilkynna lækninum um öll merki og einkenni sem gefa sýkingu til kynna. Hjá sjúklingum sem fá samtímis lyf sem valda eiturverkunum á blóði (t.d. leflúnómíð) skal fylgjast náið með blóðhag og blóðflögum.

-Lifrarpróf – veita skal því sérstaka athygli ef vart verður við eiturverkanir á lifur.

Ekki skal hefja meðferð og hætta skal henni ef einhver frávik koma fram á lifrarprófum eða vefjasýnum úr lifur, eða ef slíkt kemur fram meðan á meðferð stendur. Slík frávik ættu að ganga til baka innan tveggja vikna en eftir það getur læknirinn tekið ákvörðun um að hefja meðferð að nýju.

Prófanir á lifrarensímum í sermi Skammvinn hækkun transamínasa sem nemur tvisvar eða þrisvar sinnum eðlilegum gildum kemur fram hjá 13-20% sjúklinga. Viðvarandi frávik hvað varðar lifrarensím og/eða lækkun albúmíns í sermi geta gefið til kynna alvarlegar eiturverkanir á lifur. Hvað varðar gigtarsjúkdóma liggja engar vísbendingar fyrir sem styðja notkun vefjasýna úr lifur við eftirlit með eiturverkunum á lifur. Skiptar skoðanir eru á því hvort þörf sé á tök vefjasýnis úr lifur hjá sjúklingum með sóra fyrir meðferð og meðan á henni stendur.

Þörf er á frekari rannsóknum til þess að staðfesta hvort regluleg lifrarpróf eða greining própeptíðs í kollageni af gerð III henti til að greina eiturverkanir á lifur. Við þetta mat skal gera greinarmun á sjúklingum án áhættuþátta og sjúklingum með áhættuþætti, svo sem sögu um óhóflega áfengisneyslu, viðvarandi hækkun lifrarensíma, sögu um lifrarsjúkdóm, fjölskyldusögu um ættgengan lifrarsjúkdóm, sykursýki, offitu og sögu um marktæka útsetningu fyrir lyfjum eða efnum sem valda eiturverkunum á lifur, auk langvarandi meðferðar með metótrexati eða samansöfnuðum heildarskammti sem nemur 1,5 g eða meira.

Ef lifrarensím hækka stöðugt skal íhuga að minnka skammta eða hætta meðferð.

Vegna hugsanlegra eiturverkana á lifur skal ekki taka önnur lyf sem valda eiturverkunum á lifur meðan á meðferð stendur með metótrexati nema það sé bráðnauðsynlegt og forðast skal eða draga úr áfengisneyslu (sjá kafla 4.5). Hafa skal nánara eftirlit með lifrarensímum hjá sjúklingum með taka önnur lyf sem valda eiturverkunum á lifur samhliða (t.d. leflúnómíð). Þetta ber einnig að hafa í huga við samhliða gjöf lyfja sem valda eiturverkunum á blóði.

Þörf er á aukinni aðgát hjá sjúklingum með insúlínháða sykursýki þar sem skorpulifur hefur komið fram í einstökum tilfellum án nokkurrar hækkunar transamínasa við meðferð með metótrexati.

-Hafa skal eftirlit með nýrnastarfsemi með nýrnastarfsemi með prófunum á starfsemi nýrna og þvagrannsóknum. Ef kreatíníngildi hækka í sermi skal minnka skammtinn. Ef úthreinsun kreatíníns í sermi er minni en 30 ml/mín., skal ekki veita meðferð með metótrexati (sjá kafla 4.2 og 4.3).

Ekki skal hefja meðferð með í meðallagi stórum og stórum skömmtum af metótrexati ef pH gildi þvags eru lægri en 7,0. Prófa þarf sýrustigshækkun þvags með endurteknu eftirliti með pH gildum (gildi hærri en eða jöfn 6,8) a.m.k. fyrstu 24 klst. eftir að lyfjagjöf er hafin með metótrexati.

-Skoðun öndunarvega: Fylgjast skal með sjúklingum með tilliti til einkenna um truflun á lungnastarfsemi og framkvæma skal próf á lungnastarfsemi ef á þarf að halda. Lungnatengd einkenni (einkum þurr hósti án uppgangs) eða ósértæk lungnabólga sem kemur fram við meðferð með metótrexati geta verið merki skaða sem getur reynst hættulegur svo stöðva þarf meðferð og veita náið eftirlit. Þótt klínísk einkenni séu mismunandi þjást sjúklingar með lungnasjúkdóma af völdum metótrexats yfirleitt af hita, hósta, andnauð eða súrefnisskorti. Taka þarf röntgenmynd af lungum svo útiloka megi sýkingu. Vart getur orðið við bráða eða langvinna millivefslungnabólgu, oft í tengslum við rauðkyrningafjöld, og tilkynnt hefur verið um dauðsföll. Upplýsa skal sjúklinga um hættu á lungnabólgu og ráðleggja þeim að hafa tafarlaust samband við lækninn ef þeir fá þrálátan hósta eða þráláta andnauð.

Hætta skal notkun metótrexats hjá sjúklingum með lungnaeinkenni og framkvæma skal rannsókn tafarlaust (þ.m.t. röntgenmyndatöku af lungum) til þess að útiloka sýkingu og æxli. Ef grunur leikur á um lungnasjúkdóm af völdum metótrexats skal hefja meðferð með barksterum og ekki hefja meðferð aftur með metótrexati.

Lungnaeinkenni kalla á hraða sjúkdómsgreiningu og að meðferð sé hætt með metótrexati. Lungnasjúkdómar af völdum metótrexats, svo sem lungnabólga, geta reynst bráðir og komið fram hvenær sem er meðan á meðferð stendur, eru ekki alltaf fyllilega afturkræfir og hafa þegar komið fram við alla skammta (þ.m.t. litla skammta sem námu 7,5 mg (3,75 ml)/viku).

Tækifærissýkingar geta komið fram við meðferð með metótrexati, þ.m.t. Pneumocystis jiroveci lungnabólga sem getur einnig reynst banvæn. Ef sjúklingur fær lungnaeinkenni skal íhuga möguleika á því að um Pneumocystis jiroveci lungnabólgu sé að ræða.

Sérstakrar aðgátar er þörf hjá sjúklingum með skerta lungnastarfsemi.

Sérstakrar aðgátar er einnig þörf þegar um óvirkar langvinnar sýkingar er að ræða (t.d. ristil, berkla, lifrarbólgu B eða C) þar sem möguleiki er fyrir hendi á virkjun slíkra sýkinga.

Skert nýrnastarfsemi og sjúklingar sem eiga skerta nýrnastarfsemi á hættu

Þar sem metótrexat hverfur að mestu leyti brott um nýru er búist við aukinni þéttni þegar um skerta nýrnastarfsemi er að ræða sem getur valdið alvarlegum aukaverkunum.

Ef skert nýrnastarfsemi er hugsanleg (t.d. hjá öldruðum einstaklingum) skal eftirlit fara fram með

styttra millibili. Þetta á einkum við þegar lyf sem hafa áhrif á brotthvarf metótrexats eða lyf sem valda nýrnaskemmdum (t.d. bólgueyðandi gigtarlyf) eða geta hugsanlega leitt til skertrar blóðmyndunar eru gefin samhliða.

Ef áhættuþættir á borð við raskanir á nýrnastarfsemi eru til staðar, þ.m.t. væg skerðing á nýrnastarfsemi, er ekki mælt með samhliða lyfjagjöf með bólgueyðandi gigtarlyfjum. Vessaþurrð kann einnig að auka eiturverkanir af völdum metótrexats.

(Sjá eftirlit með nýrnastarfsemi)

Ónæmiskerfi

Vegna áhrifa metótrexats á ónæmiskerfið kann það að skerða svörun við bólusetningum og hafa áhrif á niðurstöður ónæmisprófa. Ekki skal gefa samtímis bólusetningu með lifandi bóluefnum.

Illkynja eitlaæxli

Illkynja eitlaæxli kunna að koma fram hjá sjúklingum sem fá metótrexat í litlum skömmtum og í slíkum tilfellum verður að hætta meðferð. Ef eitlaæxli ganga ekki til baka af sjálfsdáðum verður að hefja frumudrepandi meðferð.

Fleiðruvökvi eða skinuholsvökvi

Drena skal fleiðruvökva og skinuholsvökva áður en meðferð er hafin með metótrexati (sjá kafla 4.2).

Aðstæður sem valda vessaþurrð, svo sem uppköst, niðurgangur eða munnbólga

Aðstæður sem valda vessaþurrð, svo sem uppköst, niðurgangur eða munnbólga, geta aukið eiturverkanir vegna hækkaðs magns virka innihaldsefnisins. Ef svo er verður að hætta meðferð með metótrexati þar til einkenni hafa horfið.

Mikilvægt er að greina hvort aukning hefur orðið á magni virka innihaldsefnisins innan 48 klst. eftir að meðferð er hafin því annars geta komið fram óafturkræfar eiturverkanir af völdum metótrexats.

Niðurgangur og sáramunnbólga geta verið merki um eiturverkanir og kalla á það að meðferð sé hætt, annars er hætta á þarmabólgu ásamt blæðingu og dauða af völdum götunar í þörmum. Ef vart verður við blóðug uppköst, svartar hægðir eða blóð í hægðum þarf að hætta meðferð.

Uppbótarmeðferð með fólínsýru

Ef bráð eiturverkun á sér stað af völdum metótrexats er hugsanlegt að sjúklingar þurfi að fá meðferð með fólíniksýru. Hjá sjúklingum með iktsýki eða sóra kann uppbótarmeðferð með fólínsýru eða fólíniksýru að draga úr eiturverkunum metótrexats, svo sem einkennum í meltingarfærum, munnbólgu, hármissi og hækkuðum lifrarensímum.

Mælt er með því að athuga gildi B12 vítamíns áður en uppbótarmeðferð er hafin með fólínsýru, einkum hjá fullorðnum eldri en 50 ára, þar sem inntaka fólínsýru kann að dylja skort á B12 vítamíni.

Vítamín

Vítamínblöndur eða aðrar vörur sem innihalda fólínsýru, fólíniksýru eða afleiður þeirra kunna að draga úr verkun metótrexats (sjá kafla 4.2 og 4.5).

Húðbólga og sólbruni

Húðbólga af völdum geislunar og sólbruni kunna að koma fram að nýju meðan á meðferð stendur með metótrexati (húðviðbrögð vegna geislunar). Sóra-tengd sár geta versnað við UV geislun og samhliða lyfjagjöf með metótrexati.

Eiturverkanir á húð

Tilkynnt hefur verið um alvarleg og stundun banvæn húðviðbrögð, þar með talið eitrunardrep í húðþekju (Lyells heilkenni) eða Stevens-Johnson heilkenni í kjölfar stakra eða margra skammta af metótrexati.

Heilakvilli/hvítfrumnaheilakvilli

Þar sem tilfelli heilakvilla/hvítfrumnaheilakvilla hafa komið fram hjá krabbameinssjúklingum sem

fengu meðferð með metótrexati er heldur ekki hægt að útiloka slíkt hjá sjúklingum þar sem lyfið er notað við öðrum ábendingum en krabbameini.

Varnaðarorð í tengslum við hjálparefni

Þetta lyf inniheldur natríum metýlparahýdroxýbensóat (E219) og etýlparahýdroxýbensóat (E214). Það kann að valda ofnæmisviðbrögðum (hugsanlega síðkomnum).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Íhuga skal hættu á milliverkunum milli bólgueyðandi gigtarlyfja og metótrexats hjá sjúklingum sem fá litla skammta af metótrexati, einkum ef nýrnastarfsemi er skert. Ef þörf er á samsettri meðferð skal fylgjast með blóðkornatalningu og nýrnastarfsemi. Sýna skal aðgát ef bæði bólgueyðandi gigtarlyf og metótrexat eru gefin á innan við 24 klst. tímabili þar sem slíkt getur valdið hækkun metótrexats í blóðvökva og þar með aukið eiturverkanir. Dýrarannsóknir sýndu að lyfjagjöf bólgueyðandi gigtarlyfja, þ.m.t. salisýlsýru, olli minnkaðri pípluseytingu metótrexats og jók þar með eiturverkanir þess. Í klínískum rannsóknum þar sem bólgueyðandi gigtarlyf og salisýlsýra voru gefin saman hjá sjúklingum með iktsýki varð hins vegar ekki vart við aukningu aukaverkana. Halda má áfram að meðhöndla iktsýki með slíkum lyfjum meðan á meðferð stendur með metótrexat í litlum skömmtum, en aðeins undir ströngu lækniseftirliti.

Hafa skal náið eftirlit með sjúklingum sem taka lyf sem geta hugsanlega valdið eiturverkunum á lifur meðan á meðferð stendur með metótrexati (t.d. leflúnómíð, asatíóprín, súlfasalasín og retínóíð), hvað varðar auknar eiturverkanir á lifur. Forðast skal neyslu áfengis meðan á meðferð stendur með metótrexati (sjá kafla 4.4). Regluleg áfengisneysla og gjöf með lyfjum sem valda eiturverkunum á lifur auka líkur á aukaverkunum sem fela í sér eiturverkanir á lifur með metótrexati.

Gjöf annarra lyfja sem valda eiturverkunum á blóði (t.d. metamísóls) eykur líkur á alvarlegum aukaverkunum metótrexats sem fela í sér eiturverkanir á blóð.

Hafa ber í huga lyfjahvarfamilliverkanir milli metótrexats, krampaleysandi lyfja (lækkuð gildi metótrexats í sermi) og 5-flúorúrasíls (aukinn helmingunartími 5-flúorúrasíls).

Salisýlöt, fenýlbútasón, dífenýlhýdantóín (= fenýtóín), barbítúröt, róandi lyf, getnaðarvarnarlyf til inntöku, tetrasýklín, amídópýrín-afleiður, súlfónamíð, tíasíð þvagræsilyf, blóðsykurslækkandi lyf til inntöku, doxorubicín og p-amínóbensósýra draga úr bindingu metótrexats við albúmín í sermi og auka því aðgengi og þar með eiturverkanir (óbein aukning skammta).

Próbenesíð og mildar lífrænar sýrur geta einnig dregið úr pípluseytingu metótrexats og því valdið á sama hátt óbeinni aukningu skammta.

Sýklalyf á borð við penisillín, glýkópeptíð, súlfónamíð, síprófloxasín og cefalótín geta í einstökum tilvikum dregið úr úthreinsun metótrexats um nýru þannig að þéttni metótrexats í sermi getur aukist og því fylgt eiturverkanir á blóð og meltingarfæri.

Sýklalyf til inntöku á borð við tetrasýklín, klóramfenikól og breiðvirk sýklalyf sem ekki frásogast kunna að draga úr frásogi metótrexats í þörmum eða trufla þarma- og lifrarhringrásina með því að hamla þarmaflóru eða bæla bakteríuumbrot.

Ef um er að ræða (fyrri) meðferð með lyfjum sem geta valdið aukaverkunum á beinmerg (t.d. súlfónamíðum, trímetóprími/súlfametoxasóli, klóramfenikóli, pýrimetamíni) ber að hafa í huga hugsanlegar truflanir á blóðmyndun.

Samhliða meðferð með lyfjum sem geta valdið fólínsýruskorti (t.d. súlfónamíðum, trímetóprími/súlfametoxasóli) kann að valda auknum eiturverkunum af völdum metótrexats. Á sama hátt skal gæta sérstakrar varúðar hjá sjúklingum sem þegar eru með fólínsýruskort.

Hins vegar getur samhliða lyfjagjöf með lyfjum sem innihalda fólíniksýru eða vítamínblöndum sem innihalda fólínsýru eða afleiður hennar skert verkun metótrexats.

Samsetning metótrexats og súlfasalasíns getur magnað áhrif metótrexats þar sem súlfasalasín veldur hemlun á nýmyndun fólínsýru. Þetta getur valdið aukinni hættu á aukaverkunum þó slíkt hafi aðeins komið fram hjá einstaka sjúklingi í allmörgum rannsóknum.

Cíklósporín kann að auka verkun og eiturverkanir metótrexats. Hætta er á of mikilli ónæmisbælingu ásamt hættu á eitilfrumufjölgun við notkun þessarar samsetningar.

Svæfingalyf sem innihalda köfnunarefniseinoxíð auka skerðingu á umbrotum fólínsýru fyrir tilstilli metótrexats og geta valdið alvarlegri, ófyrirsjáanlegri mergbælingu og munnbólgu. Hægt er að draga úr þessum áhrifum með því að gefa kalsíum fólínat.

Samhliða lyfjagjöf prótónpumpuhemla á borð við ómeprasól eða pantóprasól getur valdið milliverkunum: samhliða lyfjagjöf metótrexats og ómeprasóls olli seinkuðu brotthvarfi metótrexats um nýru. Í einu tilfelli þar sem metótrexat var gefið ásamt pantóprasóli kom fram hemlun á brotthvarfi umbrotsefnisins 7-hýdroxýmetótrexats um nýru og vart varð við vöðvaverki og skjálfta.

Notkun prókarbasíns meðan á háskammta meðferð með metótrexati stendur eykur hættuna á skertri nýrnastarfsemi.

Forðast skal óhóflega neyslu drykkja sem innihalda koffín eða teófyllín (kaffi, koffínbættir drykkir, svart te) meðan á meðferð stendur með metótrexati þar sem dregið getur úr áhrifum metótrexats vegna hugsanlegrar milliverkunar milli metótrexats og metýlxantína við adenósín viðtaka.

Samsett meðferð með metótrexati og leflúnómíði kann að auka hættu á blóðfrumnafæð.

Einkum þarf að sýna aðgát við samsetta meðferð með metótrexati og ónæmistemprandi lyfjum þegar um er að ræða bæklunaraðgerð sem fylgir mikil hætta á sýkingu.

Kólestýramín getur aukið annað brotthvarf metótrexats en um nýru með því að trufla þarma- og lifrarhringrásina.

Íhuga þarf möguleikann á seinkaðri úthreinsun metótrexats þegar það er gefið ásamt öðrum frumuhemjandi lyfjum.

Geislameðferð meðan á notkun metótrexats stendur getur aukið hættu á drepi í mjúkvef eða beinum.

Metótrexat getur dregið úr úthreinsun teófyllíns. Við samhliða meðferð með metótrexati skal því hafa eftirlit með teófyllín gildum í sermi.

Samhliða lyfjagjöf merkaptópúríns og metótrexats getur aukið aðgengi merkaptópúríns, hugsanlega vegna hemlunar á umbrotum merkaptópúríns.

Vegna mögulegra áhrifa metótrexats á ónæmiskerfið kann það að veita falskar niðurstöður bólusetninga og prófa (ónæmisaðgerðir til þess að meta ónæmissvörun). Meðan á meðferð stendur með metótrexati skal forðast samtímis bólusetningu með lifandi bóluefnum (sjá kafla 4.3 og 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Konur á barneignaraldri/Getnaðarvarnir karla og kvenna

Konur mega ekki verða þungaðar meðan á meðferð stendur með metótrexati og sjúklingar sem hafa náð kynþroska (konur og karlar) verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur með metótrexati og í a.m.k. 6 mánuði eftir það (sjá kafla 4.4). Ef þungun á sér engu að síður stað á þessu tímabili skal veita læknisráð varðandi hættu á skaðlegum áhrifum á barnið í tengslum við meðferðina og framkvæma skal ómskoðun til þess að staðfesta eðlilegan þroska fósturs.

Meðganga

Ekki má nota metótrexat á meðgöngu við öðrum ábendingum en krabbameini (sjá kafla 4.3).

Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun með metótrexati, einkum á fyrsta þriðjungi meðgöngu (sjá kafla 5.3). Metótrexat hefur valdið fósturskemmdum hjá mönnum; tilkynnt hefur verið um það það hafi valdið fósturláti, fósturmissi og/eða arfgengum frávikum. Útsetning hjá takmörkuðum fjölda þungaðra kvenna (42) olli auknu nýgengi (1:14) vanskapana (tengdum höfuðkúpu, hjarta og æðum, og útlimum).

Tilkynnt hefur verið um eðlilega meðgöngu þegar töku metótrexats var hætt fyrir getnað. Hjá konum á barneignaraldri þarf að útiloka þungun á öruggan hátt með viðeigandi aðferðum, t.d. með þungunarprófi áður en meðferð hefst.

Þegar metótrexat er notað við krabbameini skal ekki gefa það á meðgöngu, einkum á fyrsta þriðjungi meðgöngu. Í hverju tilfelli skal vega ávinning af meðferð gegn hugsanlegri áhættu fyrir fóstur. Ef lyfið er notað á meðgöngu eða ef sjúklingur verður þungaður meðan á töku metótrexats stendur skal upplýsa sjúklinginn um hugsanlega áhættu fyrir fóstur.

Brjóstagjöf

Þar sem metótrexat berst í brjóstamjólk og kann að valda eiturverkunum hjá börnum sem eru á brjósti er meðferð frábending meðan á brjóstagjöf stendur (sjá kafla 4.3). Ef notkun reynist nauðsynleg meðan á brjóstagjafartímabili stendur þarf að hætta brjóstagjöf áður en meðferð hefst.

Frjósemi

Þar sem metótrexat getur valdið eiturverkunum á erfðaefni er mælt með að konur sem fyrirhuga þungun leiti ráðlegginga hjá erfðaráðgjafadeild áður en meðferð hefst, ef mögulegt er, og karlmenn ættu að leita ráðgjafar varðandi hugsanlega geymslu sæðis áður en meðferð er hafin (sjá kafla 4.4).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Metótrexat hefur væg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla þar sem vart getur orðið við truflanir í miðtaugakerfi á borð við þreytu, sundltilfinningu eða svefnhöfga meðan á meðferð stendur.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Almennt eru nýgengi og alvarleiki aukaverkana talin vera skammtaháð.

Við æxlishemjandi meðferð eru mergbæling og slímhúðarbólga helstu eiturverkanir sem takmarka skammta af metótrexati. Alvarleiki þessara verkana fer eftir skammti, lyfjaleið og lengd notkunar metótrexats. Slímhúðarbólga kemur yfirleitt fram u.þ.b. 3 til 7 dögum eftir notkun metótrexats en hvítfrumnafæð og blóðflagnafæð koma yfirleitt fram í kjölfarið nokkrum dögum seinna. Hjá sjúklingum þar sem brotthvarfsferlar eru óskertir ganga mergbæling og slímhúðarbólga yfirleitt til baka innan 14 til 28 daga.

Alvarlegustu aukaverkanirnar af völdum metótrexats eru meðal annars beinmergsbæling, eiturverkanir á lungu, eiturverkanir á lifur, eiturverkanir á nýru, eiturverkanir á taugar, segarek, bráðaofnæmislost og Stevens-Johnson heilkenni.

Algengustu (mjög algengar) aukaverkanirnar af völdum metótrexats eru meðal annars truflanir í meltingarfærum (t.d. munnbólga, meltingarónot, kviðverkir, ógleði, lystarleysi og frávik á lifrarprófum (t.d. hækkun alanín amínótransferasa (ALAT), aspartat amínótransferasa (ASAT), gallrauða, alkalín fosfatasa). Aðrar aukaverkanir sem koma oft fyrir (algengar) eru hvítfrumnafæð, blóðleysi, blóðflagnafæð, höfuðverkur, þreyta, svefnhöfgi, lungnabólga, millivefs lungnablöðrubólga/millivefslungnabólga oft ásamt rauðkyrningageri, sáramyndun í munni, niðurgangur, útþot, roði og kláði.

Tíðni og vægi aukaverkana fara eftir skömmtun og tíðni lyfjagjafar með metótrexati. Þar sem alvarlegar aukaverkanir kunna jafnvel að koma fram við litla skammta skiptir miklu máli að læknirinn sem hefur umsjón með meðferð hafi náið eftirlit með sjúklingum (sjá kafla 4.4).

Flestar aukaverkanir ganga til baka ef þær greinast snemma. Ef vart verður við slíkar aukaverkanir

skal annað hvort minnka skammtinn eða hætta meðferð og grípa til viðeigandi mótaðgerða (sjá kafla 4.9). Meðferð með metótrexati skal aðeins hefja á ný af mikilli varúð, eftir vandlegt mat á nauðsyn meðferðar og með aukinni aðgát hvað varðar endurkomu eiturverkana.

Tafla yfir aukaverkanir

Tíðnin á töflunni er skilgreind samkvæmt MedDRA flokkun:

Mjög algengar (≥1/10)

Algengar (≥ 1/100 til <1/10)

Sjaldgæfar (≥1/1.000 til < 1/100)

Mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000)

Koma örsjaldan fyrir (<1/10.000)

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum)

Innan hvers tíðniflokks eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Líffæraflokkur

Mjög algengar

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Koma örsjaldan fyrir

Tíðni ekki

 

 

 

 

 

 

þekkt

 

 

 

 

 

 

 

Sýkingar af

 

Sýkingar

Tækifærissýkingar

Ristill

Blóðsýking,

Nókardíusýki,

völdum sýkla og

 

 

(stundum

 

sýkingar af völdum

váfumygla og

sníkjudýra

 

 

banvænar),

 

stórfrumuveiru.

sætumygla,

 

 

 

 

 

 

dreifður

 

 

 

 

 

 

áblástur

 

 

 

 

 

 

 

Æxli, góðkynja

 

 

Eitlaæxli1

 

 

 

og illkynja

 

 

 

 

 

 

(einnig blöðrur

 

 

 

 

 

 

og separ)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Blóð og eitlar

 

Hvítfrumnafæð,

Blóðfrumnafæð,

Risakímfrumu-

Beinmergsbæling (alvarleg),

Blæðing

 

 

Blóðflagnafæð,

kyrningahrap,

blóðleysi

vanmyndunarblóðleysi,

 

 

 

Blóðleysi

blóðmyndunar-

 

eitilfrumnafjölgunarröskun

 

 

 

 

raskanir

 

(afturkræf að hluta til),

 

 

 

 

 

 

rauðkyrningafjöld,

 

 

 

 

 

 

daufkyrningafæð,

 

 

 

 

 

 

kímfrumueitlakvilli.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmisviðbrögð,

 

Ónæmisbæling,

 

 

 

 

bráðaofnæmislost,

 

ofnæmisæðabólga (einkenni

 

 

 

 

hiti,

 

alvarlegrar eiturverkunar),

 

 

 

 

kuldahrollur

 

gammaglóbúlínskortur

 

 

 

 

 

 

 

 

Efnaskipti og

 

 

Sykursýki

 

 

 

næring

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Geðræn

 

 

Þunglyndi

Geðsveiflur

Svefnleysi

 

vandamál

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Taugakerfi

 

Höfuðverkur,

Krampar,

Helftarslekja,

Heilabjúgur,

Heilakvilli/

 

 

 

þreyta,

svimi,

lömunarsnertur

bráð heilahimnubólga án

Hvítfrumna-

 

 

svefnhöfgi

rugl, þunglyndi

 

sýkingar ásamt

heilakvilli

 

 

 

 

 

mengisertingu (lömun,

 

 

 

 

 

 

uppköst),

 

 

 

 

 

 

svefnhöfgi,

 

 

 

 

 

 

skammvinn og væg vitræn

 

 

 

 

 

 

skerðing,

 

 

 

 

 

 

geðrof,

 

 

 

 

 

 

málstol,

 

 

 

 

 

 

verkir,

 

 

 

 

 

 

vöðvaslen eða náladofi í

 

 

 

 

 

 

útlimum,

 

 

 

 

 

 

breytt bragðskyn

 

 

 

 

 

 

(málmbragð),

 

 

 

 

 

 

pirringur,

 

 

 

 

 

 

tormæli,

 

 

 

 

 

 

óvenjuleg tilfinning í

 

 

 

 

 

 

höfuðkúpu,

 

 

 

 

 

 

eyrnasuð

 

 

 

 

 

 

 

 

Augu

-

-

 

Alvarlegar

Sjónukvilli,

-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

sjóntruflanir

tárubólga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjarta

-

-

-

Gollurshúsbólga,

-

-

 

 

 

 

 

gollurshúsvökvi,

 

 

 

 

 

 

 

gollurshúsþröng

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æðar

 

 

 

 

Segamyndun

 

 

 

 

 

 

 

(þ.m.t.

 

 

 

 

 

 

 

segamyndun í

 

 

 

 

 

 

 

slagæðum og

 

 

 

 

 

 

 

heila,

 

 

 

 

 

 

 

segabláæðabólga,

 

 

 

 

 

 

 

segamyndun í

 

 

 

 

 

 

 

djúpbláæðum,

 

 

 

 

 

 

 

segamyndun í

 

 

 

 

 

 

 

sjónu,

 

 

 

 

 

 

 

lungnasegarek),

 

 

 

 

 

 

 

lágþrýstingur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Öndunarfæri,

 

Millivefslungna-

 

Lungnatrefjun

Öndunarlömun,

Pneumocystis jiroveci

 

brjósthol og

 

blöðrubólga/

 

 

astmalík einkenni

lungnabólga og aðrar

 

miðmæti

 

millivefslungnabólga

 

 

í berkjum á borð

lungnasýkingar,

 

 

 

(getur verið banvænt)

 

 

við hósta, andnauð

langvinnur teppusjúdómur í

 

 

 

 

 

 

og meinafræðileg

lungum,

 

 

 

 

 

 

breytingar á

fleiðruvökvi

 

 

 

 

 

 

lungnaprófum,

 

 

 

 

 

 

 

kokbólga

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

Lystarleysi,

Niðurgangur

 

Sáramyndun og

Brisbólga,

Eitrunarrisaristill,

 

 

ógleði,

 

 

blæðing í

þarmabólga,

blóðug uppköst

 

 

uppköst,

 

 

meltingarvegi

vanfrásog,

 

 

 

kviðverkir,

 

 

 

sortusaur,

 

 

 

bólga og

 

 

 

tannholdsbólga

 

 

 

sáramyndun í

 

 

 

 

 

 

 

slímhúð í

 

 

 

 

 

 

 

munni og

 

 

 

 

 

 

 

hálsi,

 

 

 

 

 

 

 

munnbólga,

 

 

 

 

 

 

 

meltingarónot

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lifur og gall

Hækkuð

 

 

Fitulifur, trefjun og

Bráð lifrarbólga

Bráðar lifrarskemmdir,

Lifrarbólga og

 

lifrartengd

 

 

skorpulifur,

og eiturverkanir á

lifrarbilun,

lifrarbilun2

 

ensím (ALAT

 

 

lækkun albúmíns í

lifur

virkjun langvinnrar

 

 

[GPT], ASAT

 

 

sermi

 

lifrarbólgu

 

 

[GOT],

 

 

 

 

 

 

 

alkalín

 

 

 

 

 

 

 

fosfatasi og

 

 

 

 

 

 

 

gallrauði)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Húð og undirhúð

 

Húðroði,

 

Alvarleg einkenni

Aukin

Bráð naglgerðisbólga,

 

 

 

 

 

 

útþot,

 

vegna eiturverkana:

litarbreyting á

kýlasótt,

 

 

 

kláði

 

bláæðabólga,

nöglum, naglarlos,

háræðavíkkun,

 

 

 

 

 

útbrot á húð sem

þrymlabólur,

svitakirtlabólga

 

 

 

 

 

líkjast áblæstri,

depilblæðing,

 

 

 

 

 

 

Stevens- Johnson

mar,

 

 

 

 

 

 

heilkenni,

regnbogaroði,

 

 

 

 

 

 

eitrunardreplos í

roðaútbrot í húð,

 

 

 

 

 

 

húðþekju (Lyell

vefjaskemmdir af

 

 

 

 

 

 

heilkenni),

völdum sóra

 

 

 

 

 

 

fjölgun gigtarhnúta,

kunna að versna

 

 

 

 

 

 

sársaukafull fleiður

við samhliða UV

 

 

 

 

 

 

af völdum

meðferð,

 

 

 

 

 

 

skellusóra,

húðbólga vegna

 

 

 

 

 

 

ljósnæmi,

geislameðferðar

 

 

 

 

 

 

aukning litarefna í

og sólbruna getur

 

 

 

 

 

 

húð,

komið fram að

 

 

 

 

 

 

hárlos,

nýju

 

 

 

 

 

 

sár sem gróa illa,

 

 

 

 

 

 

 

ofsakláði

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stoðkerfi og

 

 

 

Beinþynning,

Álagsbrot

 

 

stoðvefur

 

 

 

liðverkir,

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

vöðvaverkir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýru og

 

 

Nýrnakvilli,

Nýrnabilun,

Prótínmiga

 

þvagfæri

 

 

bólga og

þvagþurrð,

 

 

 

 

 

sáramyndun í

þvagleysi,

 

 

 

 

 

þvagblöðru

hækkun

 

 

 

 

 

(hugsanlega ásamt

köfnunarefnis í

 

 

 

 

 

blóðmigu),

blóði

 

 

 

 

 

sársaukafull þvaglát

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Æxlunarfæri og

 

 

Bólga og

Fækkun

Ófrjósemi,

 

brjóst

 

 

sáramyndun í

sáðfrumna,

kyndeyfð,

 

 

 

 

leggöngum

tíðatruflun

getuleysi,

 

 

 

 

 

 

útferð úr leggöngum,

 

 

 

 

 

 

brjóstastækkun hjá körlum

 

 

 

 

 

 

 

 

Almennar

 

 

 

 

Hiti

 

aukaverkanir og

 

 

 

 

 

 

aukaverkanir á

 

 

 

 

 

 

íkomustað

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1getur verið afturkræft - sjá 4.4

2sjá athugasemdir varðandi vefjasýni úr lifur í kafla 4.4

Börn

Búist er við aukaverkunum af sömu tíðni, gerð og vægi hjá börnum og unglingum og tíðkast hjá fullorðnum.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Einkenni ofskömmtunar

Einkenni ofskömmtunar eftir inntöku hafa að mestu leyti með blóðmyndun og meltingarfæri að gera. Einkennin eru m.a. hvítfrumnafæð, blóðflagnafæð, blóðleysi, blóðfrumnafæð, daufkyrningafæð, mergbæling, slímhimnubólga, munnbólga, sáramyndun í munni, ógleði, uppköst, sáramyndun í meltingarfærum og blæðing.

Tilkynnt hefur verið um tilfelli ofskömmtunar, stundum banvæn vegna þess að metótrexat til inntöku var ranglega tekið inn daglega en ekki vikulega. Í þessum tilvikum voru einkennin sem algengast var greint frá verkanir á blóðmynd og meltingarfæri.

Tilkynnt hefur verið um dauðsföll af völdum blóðsýkingar, blóðsýkingarlosts, nýrnabilunar og vanmyndunarblóðleysis.

Meðferð við ofskömmtun

Kalsíum fólínat er sérstakt mótefni til þess að hlutleysa alvarlegar eiturverkanir metótrexats. Ef ofskömmtun á sér stað fyrir slysni skal gefa skammt af kalsíum fólínati í bláæð eða í vöðva sem er jafn stór eða stærri en skammturinn af metótrexati innan 1 klst. og halda skömmtun áfram þar til gildi metótrexats í sermi fara niður fyrir 10-7 mól/l.

Ef um er að ræða verulega ofskömmtun getur þurft að gefa vökva og hækka sýrustig þvags til þess að koma í veg fyrir útfellingu metótrexats og/eða umbrotsefna þess í nýrnapíplum. Hvorki blóðskilun né kviðskilun hafa reynst bæta brotthvarf metótrexats. Tilkynnt hefur verið um árangursríka úthreinsun metótrexats með bráðri, endurtekinni blóðskilun þar sem notast var við háflæðiskilunarbúnað.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar, andmetabólítar, fólínsýruhliðstæður, ATC-flokkur: L01BA01

Verkunarháttur

Metótrexat er fólínsýruhemill og sem andmetabólíti tilheyrir það flokki frumudrepandi virkra efna. Verkun þess felst í samkeppnishemlun ensímsins díhýdrófólat redúktasa og þar með hemlun DNA nýmyndunar.

Ekki hefur enn verð hægt að varpa ljósi á það hvort verkun metótrexats við meðhöndlun sóra, sóraliðbólgu og langvinnrar fjölliðagigtar stafi af bólgueyðandi eða ónæmisbælandi áhrifum eða að hversu mikilu leyti þéttni adenósíns utan frumna á bólgusvæðum stuðlar að þessum áhrifum.

Vefur þar sem hröð frumuskipting á sér stað, svo sem illkynja frumur, beinmergur, fósturfrumur, húðþekja og slímhúð, er venjulega viðkvæmari fyrir þessum áhrifum metótrexats. Frumufjölgun er meiri í illkynja æxlum en í eðlilegum vef og því getur metótrexat haft langvarandi áhrif á illkynja vöxt án þess að valda óafturkræfum skaða í eðlilegum vef.

Þegar sóri er fyrir hendi er frumufjölgun í þekjuvef verulega aukin samanborið við eðlilega húð. Það er þessi munur á frumufjölgun sem gefur tilefni til að nota metótrexat þegar um er að ræða einkar alvarleg, dreifð og tornæm tilfelli sóra og sóraliðabólgu.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Eftir inntöku frásogast metótrexat úr meltingarvegi. Þegar metótrexat er gefið í litlum skömmtum (7,5 mg/m2 til 80 mg/m2 líkamsyfirborðs) er meðalaðgengi metótrexats u.þ.b. 70%, en hugsanlegt er að verulegur breytileiki komi fram bæði á milli einstaklinga og hjá sama einstaklingnum (25-100%). Hámarksþéttni í sermi kemur fram á 1-2 klst.

Upplýsingar úr slembiraðaðri rannsókn hjá sjúklingum með barnaiktsýki (á aldrinum 2,8 til 15,1 ára) gáfu til kynna aukið aðgengi metótrexats til inntöku þegar það var tekið á fastandi maga. Hjá börnum með sjálfvakta barnaliðagigt jókst staðlaða svæði undir ferlinum hvað varðar þéttni í blóðvökva/tímaferil (AUC) fyrir skammtinn af metótrexati eftir því sem aldur barna var hærri og reyndist minna en fram kom hjá fullorðnum. Staðlað AUC gildi skammts fyrir umbrotsefnið 7- hýdroxýmetótrexat var ekki háð aldri.

Dreifing

Metótrexat binst prótínum í sermi sem nemur u.þ.b. 50%. Að dreifingu lokinni safnast það að mestu leyti fyrir í lifur, nýrum og milta í formi pólýglútamats sem getur verið til staðar í margar vikur eða mánuði.

Meðal helmingunartíminn er 6-7 klst. og verulegur breytileiki kemur fram (3-17 klst.). Helmingunartíminn getur lengst allt að því fjórfalt hjá sjúklingum sem eru með þrjú dreifingarrými (fleiðruvökvi, skinuholsvökvi).

Umbrot

U.þ.b. 10% af gefnum skammti umbrotnar í lifur. Megin umbrotsefnið er 7-hýdroxýmetótrexat.

Brotthvarf

Útskilnaður fer að mestu leyti fram í óbreyttu formi með gauklasíun og virkri seytingu um nýru í nærpíplu.

U.þ.b. 5-20% af metótrexati og 1-5% af 7-hýdroxýmetótrexati hverfa brott með galli. Veruleg þarma- og lifrarhringrás er fyrir hendi.

Greinileg seinkun er á brotthvarfi sjúklinga með skerta nýrnastarfsemi. Sem stendur er ekki vitað hvort brotthvarf sé skert hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi.

Metótrexat berst yfir fylgjuþröskuld hjá rottum og öpum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Langvinnar eiturverkanir

Í rannsóknum á langvinnum eiturverkunum hjá músum, rottum og hundum komu eiturverkanir fram í formi skemmda í meltingarfærum, mergbælingu og eiturverkunum á lifur.

Stökkbreytandi og krabbameinsvaldandi áhrif

Langtímarannsóknir á rottum, músum og hömstrum sýndu engin merki um æxlisvaldandi áhrif metótrexats. Metótrexat veldur erfðabreytingum og litningabreytingum in vitro og in vivo. Grunur leikur á um stökkbreytandi áhrif hjá mönnum.

Eiturverkanir á æxlun

Fósturskemmandi áhrif hafa komið fram hjá fjórum dýrategundum (rottum, músum, kanínum, köttum). Hjá rhesus öpum komu ekki fram neinar sambærilegar vanskapanir og hjá mönnum.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Makrógól 400 Glýseról Appelsínubragðefni Súkralósi

Etýlparahýdroxýbensóat (E214)

Natríum metýlparahýdroxýbensóat (E219) Sítrónusýrueinhýdrat

Þrínatríum sítrat Hreinsað vatn

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

Órofið glas 20 mánuðir

Eftir að pakkning lyfsins hefur verið rofin 3 mánuðir.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 25ºC.

Geymið glasið vel lokað (sjá kafla 6.6).

6.5Gerð íláts og innihald

Rafgult 75 ml glas úr gleri af gerð III með barnalæsingu með öryggislokun (pólýprópýlen með útbreiddu pólýetýlen fóðri) sem inniheldur 60 ml af mixtúru, lausn.

Hver pakkning inniheldur eitt glas, tengi fyrir LDPE glas og hvíta 10 ml pólýprópýlen skömmtunarsprautu (með stórum kvarðamerkingum með 1 ml millibili og litlum kvarðamerkingum með 0,25 ml millibili).

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Örugg meðhöndlun

Hver sá sem meðhöndlar metótrexat skal þvo sér um hendurnar fyrir og eftir að skammtur er gefinn. Til þess að draga úr hættu á útsetningu skulu sjúklingar og umönnunaraðilar nota einnota hanska við meðhöndlun metótrexats.

Forðast þarf snertingu við húð eða slímhúð. Ef metótrexat kemst í snertingu við húð eða slímhúð skal skola tafarlaust og vandlega með sápu og vatni.

Þurrka þarf leka upp tafarlaust.

Konur skulu ekki meðhöndla metótrexat við meðgöngu, ef þungun er fyrirhuguð eða við brjóstagjöf.

Ráðleggja skal foreldrum, umönnunaraðilum og sjúklingum að geyma metótrexat þar sem börn ná ekki til, helst í læstum skáp.

Það getur reynst börnum banvænt að gleypa lyfið fyrir slysni.

Geymið glasið vel lokað til þess að lyfið haldist heilt og til að lágmarka hættu á að það hellist niður fyrir slysni.

Viðhafa skal venjulega aðgát við meðhöndlun frumuhemjandi lyfja.

Leiðbeiningar varðandi notkun sprautunnar fylgja pakkningunni

1.Settu upp einnota hanska áður en lyfið er meðhöndlað.

2.Hristu glasið.

3.Fjarlægðu lokið af glasinu og þrýstu tenginu þétt inn í efsta hluta glassins.

4.Þrýstu oddinum á skömmtunarsprautunni inn í gatið á tenginu.

5.Snúðu glasinu á hvolf.

6.Togaðu stimpil sprautunnar HÆGT til baka og dragðu lyfið úr glasinu í sprautuna þar til BREIÐASTI hluti hvíta stimpilsins ber við svörtu merkinguna á sprautunni sem svarar nauðsynlegum skammti. EKKI mæla að mjóa oddi stimpilsins. Ef einhverjar loftbólur eru í sprautunni skal endurtaka ferlið þar til engar loftbólur eru eftir.

7.Snúðu glasinu aftur rétt og fjarlægðu varlega sprautuna af tenginu með því að halda frekar í hólkinn á sprautunni en í stimpilinn.

8.Athugaðu hvort skammturinn í sprautunni sé réttur.

9.Gakktu úr skugga um að sjúklingurinn sitji uppréttur eða standi áður en lyfið er gefið.

10 Settu oddinn á sprautunni varlega í munn sjúklingsins og beindu honum inn að kinn.

11.Þrýstu stimplinum hægt og varlega niður til þess að sprauta lyfinu varlega inn að kinn. EKKI þrýsta stimplinum of harkalega niður eða sprauta lyfinu aftast í munn eða háls þar sem það getur valdið köfnun. Þrýsta skal stimplinum varlega til baka í upphaflega stöðu þar til smellur heyrist.

12.Fjarlægðu sprautuna úr munni sjúklingsins.

13.Biddu sjúklinginn að kyngja lyfinu og drekka síðan dálítið magn af vatni til að ganga úr skugga um að ekkert lyf sé eftir í munninum.

14.Settu lokið aftur á glasið með tenginu áföstu. Gakktu úr skugga um að lokið sé vel þétt.

15.Þvoðu sprautuna tafarlaust eftir notkun með fersku volgu sápuvatni og skolaðu vel. Halda skal sprautunni undir vatni og draga stimpilinn inn og út nokkrum sinnum þar til allar lyfjaleifar hafa verið fjarlægðar innan úr sprautunni, þar með talið úr oddinum. Síðan skal aðskilja stimpilinn og hólkinn og þvo hvort tveggja vandlega með volgu sápuvatni. Síðan skal skola hvort tveggja vandlega með KÖLDU vatni og hrista burt umfram magn af vatni og þurrka svo með hreinni pappírsþurrku. Geyma skal stimpilinn og hólkinn í hreinu og þurru íláti ásamt lyfinu og setja

aftur saman við næstu notkun. Allir hlutar sprautunnar eiga að vera alveg þurrir áður en hún er notuð fyrir næsta skammt.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur fyrir frumudrepandi lyf.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Therakind Ltd,

314 Regents Park Road,

London,

N3 2JX

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/17/1172/001

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu. http://www.ema.europa.eu

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf