Efnisyfirlit
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.
1.HEITI LYFS
KANUMA 2 mg/ml innrennslisþykkni, lausn
2.INNIHALDSLÝSING
Hver ml af þykkni inniheldur 2 mg af sebelípasa alfa (sebelipase alfa)*. Hvert 10 ml hettuglas inniheldur 20 mg af sebelípasa alfa.
*Sebelípasi alfa er framleiddur í eggjahvítu erfðabreytts hænsnis (Gallus) með raðbrigða DNA (rDNA) tækni.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hvert hettuglas inniheldur 33 mg af natríum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.LYFJAFORM
Innrennslisþykkni, lausn (sæft þykkni).
Tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða lítillega lituð lausn.
4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1Ábendingar
KANUMA er ætlað fyrir langtíma ensímuppbótarmeðferð hjá sjúklingum á öllum aldri með skort á leysikornasýrulípasa (e. lysosomal acid lipase deficiency).
4.2Skammtar og lyfjagjöf
Meðferð með KANUMA skal fara fram undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanns með reynslu af meðferð á sjúklingum með skort á leysikornasýrulípasa, meðferð annarra efnaskiptasjúkdóma eða langvinnum lifrarsjúkdómum. Þjálfaður heilbrigðisstarfsmaður sem er fær um að meðhöndla neyðartilvik skal sjá um að gefa KANUMA.
Skammtar
Mikilvægt er að hefja meðferð eins fljótt og auðið er eftir greiningu á skorti á leysikornasýrulípasa.
Leiðbeiningar um forvarnir og eftirlit með ofnæmisviðbrögðum er að finna í kafla 4.4. Ef ofnæmisviðbrögð koma fram skal íhuga viðeigandi lyfjaforgjöf í samræmi við hefðbundna meðferð (sjá kafla 4.4).
Ungbörn (< 6 mánaða)
Ráðlagður upphafsskammtur hjá ungbörnum (< 6 mánaða) með skort á leysikornasýrulípasa sem versnar hratt er 1 mg/kg, gefið sem innrennsli í bláæð einu sinni í viku. Íhuga skal aukningu skammta í 3 mg/kg einu sinni í viku með hliðsjón af klínískri svörun.
Börn og fullorðnir
Ráðlagður skammtur hjá börnum og fullorðnum sem ekki eru með skort á leysikornasýrulípasa sem versnar hratt fyrir 6 mánaða aldur er 1 mg/kg, gefið sem innrennsli í bláæð einu sinni aðra hvora viku.
Sérstakir sjúklingahópar
Skert nýrna- eða lifrarstarfsemi
Ekki er mælt með að breyta skömmtum hjá sjúklingum með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi á grundvelli núverandi þekkingar á lyfjahvörfum og lyfhrifum sebelípasa alfa. Sjá kafla 5.2.
Börn
Meðferðarlæknir skal taka ákvörðun um notkun Kanuma handa ungbörnum með staðfesta fjöl- líffærabilun.
Sjúklingar í yfirþyngd
Ekki hefur verið lagt nægilegt mat á öryggi og verkun KANUMA hjá sjúklingum í yfirþyngd og því er enn ekki hægt að ráðleggja aðra skammtaáætlun fyrir þessa sjúklinga.
Aldraðir (≥ 65 ára)
Ekki hefur verið lagt mat á öryggi og verkun KANUMA hjá sjúklingum eldri en 65 ára og því er ekki hægt að ráðleggja aðra skammtaáætlun fyrir þessa sjúklinga. Sjá kafla 5.1.
Lyfjagjöf
KANUMA er eingöngu til notkunar í bláæð.
Gefa skal allt innrennslið á um það bil 2 klukkustundum.
Gefa skal KANUMA gegnum 0,2 μm síu (sjá kafla 6.6).
Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um þynningu lyfsins fyrir gjöf.
4.3Frábendingar
Lífshættulegt ofnæmi (bráðaofnæmi) fyrir virka efninu þegar tilraunir til að hefja meðferð að nýju reynast árangurslausar, fyrir eggjum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1 (sjá kafla 4.4).
4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun
Ofnæmisviðbrögð, þ.m.t. bráðaofnæmi
Greint hefur verið frá ofnæmisviðbrögðum, þar á meðal bráðaofnæmi, hjá sjúklingum sem fá meðferð með sebelípasa alfa, sjá kafla 4.8. Því skal hafa viðeigandi stuðningsmeðferðir tiltækar þegar sebelípasi alfa er gefinn. Ef alvarleg viðbrögð koma fram skal stöðva innrennsli á sebelípasa alfa án tafar og hefja viðeigandi læknismeðferð. Meta skal áhættu og ávinning þess að hefja aftur gjöf á sebelípasa alfa eftir að alvarleg viðbrögð hafa komið fram.
Eftir fyrsta innrennsli með sebelípasa alfa, þar á meðal fyrsta innrennsli eftir skammtahækkun, skal hafa eftirlit með sjúklingum í eina klukkustund til að fylgjast með einkennum um bráðaofnæmi eða alvarleg ofnæmisviðbrögð.
Meðhöndlun ofnæmisviðbragða getur falið í sér tímabundið hlé á innrennsli, minnkun á innrennslishraða og/eða meðferð með andhistamínum, hitalækkandi lyfjum og/eða barksterum. Gæta skal varúðar þegar gjöf er hafin aftur hjá sjúklingum sem hafa fengið ofnæmisviðbrögð meðan á innrennsli stóð. Sé gert hlé á innrennslinu má hefja það aftur á minni hraða og auka hann eftir þoli. Lyfjaforgjöf með hitalækkandi lyfjum og/eða andhistamínum getur komið í veg fyrir síðari viðbrögð í tilvikum þar sem meðferð við einkennum var nauðsynleg.
Ef um er að ræða alvarleg viðbrögð við innrennsli eða ef áhrif af meðferðinni eru lítil eða engin, skal mæla hvort mótefni séu til staðar hjá sjúklingnum.
Þetta lyf getur innihaldið leifar af eggjaprótínum. Sjúklingar með þekkt eggjaofnæmi voru útilokaðir frá þátttöku í klínískum rannsóknum (sjá kafla 4.3).
Hjálparefni
Lyfið inniheldur 33 mg af natríum í hverju hettuglasi og er gefið í natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) fyrir innrennsli (sjá kafla 6.6). Sjúklingar á natríumskertu mataræði þurfa að hafa þetta í huga.
4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir
Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum. Þar sem um er að ræða raðbrigða prótín úr mönnum þykja milliverkanir ólíklegar á milli sebelípasa alfa og lyfja sem umbrotna fyrir tilstilli cýtókróms P450, eða aðrar lyfja milliverkanir
4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf
Meðganga
Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun sebelípasa alfa á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3). Til öryggis ætti að forðast notkun sebelípasa alfa á meðgöngu.
Brjóstagjöf
Engar upplýsingar liggja fyrir um rannsóknir hjá konum með barn á brjósti. Ekki er þekkt hvort sebelípasi alfa skilst út í brjóstamjólk. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með sebelípasa alfa.
Frjósemi
Engar klínískar upplýsingar liggja fyrir um áhrif sebelípasa alfa á frjósemi. Dýrarannsóknir benda ekki til neinnar skerðingar á frjósemi (sjá kafla 5.3).
4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla
KANUMA hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.
4.8Aukaverkanir
Samantekt á öryggi
Alvarlegustu aukaverkanirnar, sem komu fram hjá 3% sjúklinga í klínískum rannsóknum, voru teikn og einkenni bráðaofnæmis. Teikn og einkenni voru m.a. óþægindi fyrir brjósti, blóðhlaupin augu, mæði, almenn útbrot og kláðaútbrot, blóðsókn, vægur bjúgur í augnlokum, nefrennsli, alvarleg andnauð, hraðtaktur, hraðöndun og ofsakláði.
Tafla yfir aukaverkanir
Upplýsingarnar í töflu 1 lýsa aukaverkunum sem tilkynnt hefur verið um hjá ungbörnum sem fengu KANUMA í klínískum rannsóknum í skömmtum allt að 3 mg/kg á viku. Upplýsingarnar í töflu 2 lýsa aukaverkunum sem tilkynnt hefur verið um hjá börnum og fullorðnum sem fengu sebelípasa alfa í klínískum rannsóknum í skammtinum 1 mg/kg einu sinni aðra hvora viku.
Aukaverkanir eru taldar upp eftir líffæraflokki og tíðni. Tíðni aukaverkana er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10); algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/1.000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1.000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum). Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1: Aukaverkanir sem hafa verið tilkynntar hjá ungbörnumc sem fá KANUMA
- Soliris - Alexion Europe SAS
- Strensiq - Alexion Europe SAS
Skráð lyfseðilsskylt lyf. Framleiðandi: "Alexion Europe SAS"
Tíðnia | |||
Ónæmiskerfi | Mjög algengar | Bjúgur í augnlokum | |
|
|
| |
Geðræn vandamál | Mjög algengar | Æsingurb, óværðb | |
Taugakerfi | Mjög algengar | Vöðvaslekja | |
|
|
| |
Hjarta | Mjög algengar | Hraðtakturb | |
Æðar | Mjög algengar | Háþrýstingur, fölvib | |
Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti | Mjög algengar | Andnauð, önghljóð, hósti, | |
nefslímubólga, nefstífla, hnerri | |||
|
| ||
|
| Niðurgangur, | |
Meltingarfæri | Mjög algengar | bakflæðissjúkdómur, tilhneiging til að | |
|
| kúgast, uppköstb | |
Húð og undirhúð | Mjög algengar | Ofsakláðib, útbrotb, exemb, kláði, | |
dröfnuörðuútbrot | |||
|
| ||
Almennar aukaverkanir og aukaverkanir | Mjög algengar | Hrollur, ofhiti, sótthitib, bjúgur | |
á íkomustað |
|
| |
|
| Hækkaður líkamshiti, skert | |
Rannsóknaniðurstöður | Mjög algengar | súrefnismettun, hækkaður | |
blóðþrýstingur, aukinn | |||
|
| ||
|
| hjartsláttarhraði, aukin öndunartíðni |
aMjög algengar = tilkynntar hjá ≥ 1 sjúklingi sem fékk KANUMA
bTilkynntar hjá ≥ 2 sjúklingum sem fengu KANUMA
cAldur við fyrsta skammt: 1 til 6 mánaða
Tafla 2: Aukaverkanir sem hafa verið tilkynntar hjá börnum og fullorðnumd sem fengu
KANUMA
Tíðnia | |||
Sýkingar af völdum sýkla og sníkjudýra | Algengar | Þvagfærasýking | |
|
|
| |
Ónæmiskerfi | Algengar | Bráðaofnæmi, bjúgur í augnlokum | |
|
|
| |
Efnaskipti og næring | Algengar | Skammvinn hækkun á kólesteróli, | |
skammvinn þríglýseríðhækkun | |||
|
| ||
Geðræn vandamál | Algengar | Kvíðic, svefnleysi | |
Taugakerfi | Algengar | Sundl | |
|
|
| |
Hjarta | Algengar | Hraðtaktur | |
|
|
| |
Æðar | Algengar | Blóðsókne, lágþrýstingur | |
Öndunarfæri, brjósthol og miðmæti | Algengar | Bjúgur í barkakýlie, mæðib,c,e, | |
Meltingarfæri | Algengar | Niðurgangurb,e, kviðverkurb,e, þaninn | |
kviður, ógleðib e | |||
Húð og undirhúð | Algengar | Ofsakláði, útbrotc,e (þ.m.t. örðuútbrot | |
og kláðaútbrot), kláðie, exeme | |||
Æxlunarfæri og brjóst | Algengar | Asatíðir | |
|
|
| |
Almennar aukaverkanir og aukaverkanir | Algengar | Hrollur, óþægindi fyrir brjóstic,e, | |
bjúgur, þreyta, herslismyndun á | |||
á íkomustað | |||
| innrennslisstað, sótthiti | ||
|
| ||
Rannsóknaniðurstöður | Algengar | Hækkaður líkamshitib,c | |
Áverkar og eitranir | Algengar | Innrennslistengd viðbrögðc |
aAlgengar = tilkynntar hjá ≥ 1 sjúklingi sem fékk KANUMA
bTilkynnt með sömu tíðni hjá sjúklingum sem fengu KANUMA eða lyfleysu eða oftar hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu meðan á tvíblindu tímabili stóð í rannsókn

cTilkynnt sem hluti af aukaverkun hjá einum sjúklingi sem fékk KANUMA í rannsókn
dAldur við fyrsta skammt: 4 til 58 ára
eTilkynnt hjá ≥ 2 sjúklingum sem fengu KANUMA
Lýsing á völdum aukaverkunum
Ofnæmi
Þrír sjúklingar af 106 sjúklingum (3%) sem fengu meðferð með KANUMA, þ.m.t. 1 af 14 ungbörnum (7%) og 2 af 92 börnum og fullorðnum (2%), í klínískum rannsóknum fundu fyrir einkennum sem samræmast bráðaofnæmi. Bráðaofnæmi kom fram við innrennsli, jafnvel einu ári eftir að meðferð var hafin.
Í klínískum rannsóknum fann 21 af 106 sjúklingum (20%) sem fengu meðferð með KANUMA, þ.m.t. 9 af 14 ungbörnum (64%) og 12 af 92 börnum og fullorðnum (13%), fyrir teiknum og einkennum sem annað hvort samræmast eða kunna að tengjast ofnæmisviðbrögðum. Á meðal þessara teikna og einkenna sem voru tilkynnt og komu fram hjá tveimur eða fleiri sjúklingum voru kviðverkur, æsingur, hrollur, niðurgangur, exem, háþrýstingur, skapstyggð, bjúgur í barkakýli, ógleði, bjúgur, fölvi, kláði, sótthiti/hækkaður líkamshiti, útbrot, hraðtaktur, ofsakláði og uppköst. Flestar aukaverkanirnar komu fram meðan á innrennslinu stóð eða innan 4 klukkustunda frá því að innrennsli var lokið.
Skammvinn blóðfituhækkun
Borið hefur á einkennalausum hækkunum á kólesteróli og þríglýseríðum í blóði í kjölfar þess að meðferð er hafin en það er í samræmi við þekktan verkunarhátt lyfsins. Þessar hækkanir hafa yfirleitt komið fram á fyrstu 2 til 4 vikunum og batnað á næstu 8 vikum í meðferð. Sjá kafla 5.1.
Ónæmingargeta
Sjúklingar hafa þróað mótefni (e.
Írannsókn
3 sjúklingar 1 mg/kg skammt einu sinni í viku og 1 sjúklingur fékk 3 mg/kg skammt einu sinni í viku. Flestir sjúklingarnir sem þróuðu mótefni gerðu það á fyrstu 2 mánuðum meðferðarinnar. Við áframhaldandi meðferð minnkuðu mótefnatítrar niður í ómælanleg gildi hjá 3 af 4 sjúklingum. Tveir sjúklingar voru metnir jákvæðir fyrir mótefnum sem hamla ensímvirkni in vitro og frumuupptöku á ensíminu. Í aðskilinni rannsókn hjá ungbörnum þróaði einn af hverjum fimm matshæfum sjúklingum mótefni sem hamla ensímvirkni in vitro og frumuupptöku á ensíminu.
Írannsókn
Tengslin á milli mótefnamyndunar gegn sebelípasa alfa og skertrar meðferðarverkunar eða tilkomu aukaverkana hafa ekki verið ákvörðuð.
Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu
Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjáAppendix V.
4.9Ofskömmtun
Í klínískum rannsóknum voru skammtar af sebelípasa alfa rannsakaðir í stærðum allt að 5 mg/kg einu sinni í viku en engin sérstök teikn eða einkenni komu fram eftir stærri skammtana. Sjá upplýsingar í köflum 4.4 og 4.8 um meðhöndlun aukaverkana.
5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR
5.1Lyfhrif
Flokkun eftir verkun: Önnur meltingarfæra- og efnaskiptalyf, ensím;
Skortur á leysikornasýrulípasa
Skortur á leysikornasýrulípasa (e. Lysosomal Acid Lipase (LAL) Deficiency) er sjaldgæfur sjúkdómur með marktæka aukningu á tíðni sjúkdóma og dauða og kemur fram hjá einstaklingum frá frumbernsku og út fullorðinsárin. Skortur á leysikornasýrulípasa hjá ungbörnum er læknisfræðilegt neyðartilvik þar sem sjúkdómurinn versnar hratt á nokkrum vikum og er yfirleitt banvænn á fyrstu 6 mánuðum barnsævinnar. Sjúkdómurinn er sjálflitningsvíkjandi leysikornahleðsluröskun (e. autosomal recessive lysosomal storage disorder) sem einkennist af erfðagalla sem veldur verulegri lækkun eða tapi á virkni í leysikornasýrulípasaensími.
Skert virkni leysikornasýrulípasaensíms leiðir til þess að
Verkunarháttur
Sebelípasi alfa er raðbrigða leysikornasýrulípasi úr mönnum (rhLAL).
Sebelípasi alfa binst viðtökum á yfirborði frumu í gegnum fjölsykrur sem tjáðar eru á prótíninu og er í kjölfarið tekinn inn í leysikorn. Sebelípasi alfa hvetur vatnsrof á
Klínískar rannsóknir
Ungbörn með skort á leysikornasýrulípasa
miltisstækkun. Aldursbil þátttakenda þegar þeir byrjuðu í rannsókninni var
Verkun var metin með því að bera saman lifun sjúklinga sem fengu KANUMA og lifðu lengur en 12 mánuði í
9 ungbörnum sem fengu meðferð með KANUMA lengur en í 12 mánuði (67%
8 mánuði (0%
KANUMA sem gefið var í skömmtum allt að 1 mg/kg einu sinni í viku leiddi til bættra gilda alanínamínótransferasa (ALT) og aspartatamínótransferasa (AST) auk þyngdaraukningar á nokkrum fyrstu vikum meðferðarinnar. Meðallækkunin á ALT og AST voru
Eitt ungbarn fékk meðferð með 5 mg/kg einu sinni í viku í
Börn og fullorðnir með skort á leysikornasýrulípasa
sjúklingarnir hefðu
Lagt var mat á eftirtalda endapunkta: eðlileg
Tölfræðilega marktækar framfarir á mörgum endapunktum komu fram hjá hópnum sem fékk sebelípasa alfa samanborið við lyfleysuhópinn í lok 20 vikna, tvíblinda rannsóknartímabilsins, eins og fram kemur í töflu 3. Heildarlækkunin á meðalgildum ALT var
Tafla 3: Aðal- og aukaendapunktar verkunar í
Endapunktur | KANUMA | Lyfleysa | ||
| (n=36) | (n=30) |
| |
Aðalendapunktur |
|
|
| |
Eðlileg | 31% | 7% | 0,0271 | |
Aukaendapunktar |
|
|
| |
|
|
|
| |
< 0,0001 | ||||
upphafsgildi | ||||
|
|
| ||
Annað en | < 0,0001 | |||
upphafsgildi | ||||
|
|
| ||
Eðlilegt | 42% | 3% | 0,0003 | |
Þríglýseríð, meðalprósentubreyting frá upphafsgildi | 0,0375 | |||
|
|
|
| |
20% | < 0,0001 | |||
upphafsgildi | ||||
|
|
| ||
Fituinnihald lifur c, meðalprósentubreyting frá | < 0,0001 | |||
upphafsgildi | ||||
|
|
|
aHlutfall sjúklinga sem náðu eðlilegum gildum, sem voru skilgreind sem 34 eða 43 U/l, eftir aldri og kyni.
bHlutfall sjúklinga sem náðu eðlilegum gildum, sem voru skilgreind sem
cMetið hjá sjúklingum sem fóru í
d
Pöruð vefjasýni úr lifur við upphafsgildi og í viku 20 voru tiltæk í undirhópi sjúklinga (n=26). Af sjúklingum með pöruð vefjasýni úr lifur sást bati á fituhrörnun lifrar hjá 63% (10/16) sjúklinga sem
fengu meðferð með KANUMA (a.m.k. ≥ 5% lækkun) samkvæmt formmælingum samanborið við 40% (4/10) hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu. Munurinn var ekki tölfræðilega marktækur.
Opið tímabil
Sextíu og fimm af 66 sjúklingum tóku þátt í opnu tímabili (allt að 130 vikur) með 1 mg/kg skammti af KANUMA einu sinni, aðra hvora viku. Hjá sjúklingum sem höfðu fengið KANUMA á tvíblinda tímabilinu hélst lækkun
Hjá sjúklingum sem fengu lyfleysu hækkuðu stöðugt gildi transamínasa í sermi og óeðlileg gildi lípíða í sermi komu fram á tvíblinda tímabilinu.- Í samræmi við það sem fram kom hjá sjúklingum sem fengu KANUMA á tvíblinda tímabilinu olli upphaf meðferðar með KANUMA á opna tímabilinu hröðum framförum á
Í sérstakri opinni rannsókn
Börn
Fimmtíu og sex af 84 sjúklingum (67%) sem fengu sebelípasa alfa í klínískum rannsóknum (LAL-
Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á KANUMA hjá einum eða fleiri undirhópum barna við skorti á leysikornasýrulípasa (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).
Skrásetning á sjúklingum með skort á leysikornasýrulípasa
Heilbrigðisstarfsfólk eru hvatt til að taka þátt í skrásetningu á öllum sjúklingum sem greinast með skort á leysikornasýrulípasa í skrá yfir sjúklinga með skort á leysikornasýrulípasa.
5.2Lyfjahvörf
Börn og fullorðnir
- Vpriv - A16AB10
- Revestive - A16AX08
- Wilzin - A16AX05
- Brineura - A16AB
- Pheburane - A16AX03
Skráð lyfseðilsskylt lyf. ATC-kóði: "A16"
Lyfjahvörf sebelípasa alfa hjá börnum og fullorðnum voru ákvörðuð með þýðisgreiningu á lyfjahvörfum hjá 65 sjúklingum með skort á leysikornasýrulípasa sem fengu innrennsli í bláæð með 1 mg/kg af KANUMA einu sinni aðra hvora viku í
aldrinum
Tafla 4: Meðaltal lyfjahvarfabreytna í þýði
|
|
| Rannsókn |
|
| ||||
Lyfjahvarfabreyta |
|
| 1 mg/kg einu sinni aðra hvora viku |
|
| ||||
≥ 18 ára | |||||||||
|
| n=24 |
| n=23 |
| n=18 | |||
| Vika 0 |
| Vika 22* | Vika 0 |
| Vika 22* | Vika 0 |
| Vika 22* |
AUCss (ng∙klst./ml) | 1133,8 |
| 941,6 | 1436,4 |
| 1453,6 | 1989,3 |
| 1861,0 |
Cmax (ng/ml) | 571,7 |
| 489,6 | 736,4 |
| 783,6 | 1076,9 |
| 957,0 |
Tmax (klst.) | 1,2 |
| 1,3 | 1,2 |
| 1,1 | 1,4 |
| 1,3 |
CL (l/klst.) | 28,8 |
| 31,1 | 35,1 |
| 37,4 | 36,4 |
| 38,2 |
Vc (l) | 3,3 |
| 3,6 | 5,0 |
| 5,4 | 5,5 |
| 5,3 |
T1/2 (klst.) | 0,1 |
| 0,1 | 0,1 |
| 0,1 | 0,1 |
| 0,1 |
* Vika 22 var endurstillt á viku 0 hjá lyfleysusjúklingum, þ.e. fyrsta vikan í virkri meðferð.
AUCss = flatarmál undir blóðþéttniferli við jafnvægi
Cmax = hámarksþéttni
Tmax = tími að hámarksþéttni
CL = úthreinsun
Vc = dreifingarrúmmál miðhólfs (e. central volume of distribution)
T1/2 = helmingunartími
Ungbörn (< 6 mánaða)
Í rannsókn
Línulegt/ólínulegt samband
Á grundvelli þessara upplýsinga virtust lyfjahvörf sebelípasa alfa vera ólínuleg með aukningu á útsetningu sem var meiri en í hlutfalli við skammta og sem kom fram milli 1 og 3 mg/kg skammtanna.
Sérstakir sjúklingahópar
Í þýðisgreiningu með skýribreytu á lyfjahvarfafræðilíkani sebelípasa alfa sáust engin marktæk áhrif aldurs, líkamsþyngdar eða kyns á úthreinsun (CL) og dreifingarrúmmál miðhólfs (Vc) fyrir sebelípasa alfa. Sebelípasi alfa hefur ekki verið rannsakaður hjá sjúklingum á aldrinum 2 til 4 ára eða 65 ára og eldri.
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um lyfjahvörf sebelípasa alfa hjá öðrum kynþáttum en hvítum.
Sebelípasi alfa er prótín og gert er ráð fyrir að hann brotni niður með efnaskiptum sem fara fram með vatnsrofi á peptíðum. Þar af leiðandi er ekki búist við að skert lifrarstarfsemi hafi áhrif á lyfjahvörf sebelípasa alfa. Skortur er á upplýsingum um sjúklinga með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.
Brotthvarf sebelípasa alfa um nýru er talið eiga lítinn þátt í úthreinsunarferlinu. Skortur er á upplýsingum um sjúklinga með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi.
Upplýsingar um áhrif mótefna gegn lyfjum á lyfjahvörf sebelípasa alfa eru takmarkaðar.
5.3Forklínískar upplýsingar
Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta hjá rottum og öpum eða rannsókna á frjósemi, þroska fósturvísis/fósturs, burðarmálsþroska og þroska eftir fæðingu hjá rottum og kanínum. Langtímarannsóknir á eiturverkunum hjá ungum krabbaloðöpum (cynomolgus) sýndu engar eiturverkanir við skammta allt að 3 sinnum stærri en ráðlagður skammtur fyrir ungbörn og 10 sinnum stærri en ráðlagður skammtur fyrir fullorðna/börn. Engar skaðlegar niðurstöður komu fram í rannsóknum á þroska fósturvísis/fósturs hjá rottum og kanínum við skammta allt að 10 sinnum stærri
en ráðlagður skammtur fyrir fullorðna/börn og á frjósemi hjá rottum, burðarmálsþroska og þroska eftir fæðingu við skammta allt að 10 sinnum stærri en ráðlagður skammtur fyrir fullorðna/börn.
Rannsóknir til að meta stökkbreytandi og krabbameinsvaldandi áhrif sebelípasa alfa hafa ekki verið gerðar.
6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR
6.1Hjálparefni
Trínatríumsítratdíhýdrat
Sítrónusýrueinhýdrat
Sermisalbúmín úr mönnum
Vatn fyrir stungulyf
6.2Ósamrýmanleiki
Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.
6.3Geymsluþol
Órofin hettuglös: 2 ár.
Eftir þynningu: Sýnt hefur verið fram á að efna- og eðlisfræðilegt geymsluþol lyfsins er 24 klukkustundir við 2 °C til 8 °C eða allt að 12 klukkustundir undir 25 °C.
Með tilliti til örverufræði á að nota þynntu lausnina strax. Ef lyfið er ekki notað strax eru geymslutími og geymsluaðstæður fyrir notkun á ábyrgð notandans og ættu almennt ekki að fara yfir 24 klst. við
2 °C til 8 °C eða allt að 12 klukkustundir undir 25 °C, nema þynning hafi farið fram við stýrðar og fullgiltar sæfðar aðstæður.
6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu
Geymið í kæli (2 °C til 8 °C).
Má ekki frjósa.
Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi.
Geymsluskilyrði eftir þynningu lyfsins, sjá kafla 6.3.
6.5Gerð íláts og innihald
Glært hettuglas úr gleri (gerð I) með silíkonhúðuðum bútýlgúmmítappa og álinnsigli með plasthettu sem inniheldur 10 mg af þykkni.
Pakkningastærð: 1 hettuglas
6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun
Hvert hettuglas af KANUMA er eingöngu einnota. Þynna verður KANUMA með 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð innrennslislausn að viðhafðri smitgát.
Gefa skal þynntu lausnina með innrennslissetti með litla prótínbindingu sem búið er slöngu með 0,2 μm síu sem bindur prótín lítið og hefur stærra yfirborðsflatarmál en 4,5 cm2, eftir framboði til að koma í veg fyrir stíflun á síu.

Undirbúningur fyrir innrennsli með sebelípasa alfa
KANUMA skal undirbúa og nota samkvæmt eftirfarandi skrefum. Viðhafa skal smitgát.
a.Ákveða skal hve mörg hettuglös á að þynna fyrir innrennslið á grundvelli þyngdar sjúklingsins og ávísaðs skammts.
b.Mælt er með því að láta hettuglös með KANUMA ná stofuhita milli 15 °C og 25 ºC) fyrir blöndun til að lágmarka hættuna á myndun sebelípasa alfa prótínagna í lausninni. Hettuglösin mega ekki standa utan kælis lengur en í 24 klukkustundir áður en lyfið er þynnt fyrir innrennsli. Hettuglösin má ekki frysta, hita eða setja í örbylgjuofn og skulu varin gegn ljósi.
c.Ekki má hrista hettuglösin. Áður en lyfið er þynnt skal skoða lausnina í hettuglösunum; lausnin á að vera tær eða örlítið ópallýsandi, litlaus eða lítillega lituð (gul). Þar sem þetta er prótínlausn getur væg kekkjun (þ.e. þunnar, hálfglærar trefjar) verið til staðar í lausn hettuglassins sem kemur ekki að sök við notkun.
d.Ekki skal nota lausnina ef hún er skýjuð eða ef aðskotaagnir eru til staðar.
e.Draga skal hægt upp allt að 10 ml af lausn úr hverju hettuglasi og hún þynnt með 9 mg/ml (0,9%) natríumklóríð innrennslislausn. Sjá ráðlagt heildarmagn innrennslis eftir þyngd í töflu 5. Blanda skal lausnina varlega og hana má ekki hrista.
Tafla 5: Ráðlagt innrennslismagn (1 mg/kg skammtur)*
Þyngd (kg) | Heildarmagn innrennslis (ml) |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
* Magn innrennslis skal byggja á ávísuðum skammti og skal undirbúið fyrir lokaþéttni sebelípasa alfa sem er
Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.
7.MARKAÐSLEYFISHAFI
Alexion Europe SAS
92500
8.MARKAÐSLEYFISNÚMER
EU/1/15/1033/001
9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS
28. ágúst 2015
10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS
Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og vef Lyfjastofnunar (http://www.serlyfjaskra.is).
Athugasemdir