Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
Veldu tungumál

Lamivudine Teva Pharma B.V. (lamivudine) – Fylgiseðill - J05AF05

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLamivudine Teva Pharma B.V.
ATC-kóðiJ05AF05
Efnilamivudine
FramleiðandiTeva B.V.  

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Lamivudine Teva Pharma B.V. 150 mg filmuhúðaðar töflur

Lamivúdín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.Upplýsingar um Lamivudine Teva Pharma B.V. og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Lamivudine Teva Pharma B.V.

3.Hvernig nota á Lamivudine Teva Pharma B.V.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Lamivudine Teva Pharma B.V.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um Lamivudine Teva Pharma B.V. og við hverju það er notað

Lamivudine Teva Pharma B.V. er notað til meðferðar við sýkingum af völdum HIV (human immunodeficiency virus) hjá fullorðnum og börnum.

Virka efnið í Lamivudine Teva Pharma B.V. er lamivúdín. Lamivudine Teva Pharma B.V. er andretróveirulyf. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast núkleósíðabakritahemlar.

Lamivudine Teva Pharma B.V. læknar ekki fullkomlega HIV-sýkingu; það fækkar veirum í líkamanum og heldur fjölda þeirra niðri. Það fjölgar einnig CD4-frumum í blóðinu. CD4-frumur eru tegund hvítra blóðkorna sem er mikilvæg til að aðstoða líkamann við að verjast sýkingum.

Það svara ekki allir meðferð með Lamivudine Teva Pharma B.V. á sama hátt. Læknirinn mun fylgjast með því hversu áhrifarík meðferðin er hjá þér.

2. Áður en byrjað er að nota Lamivudine Teva Pharma B.V.

Ekki má nota Lamivudine Teva Pharma B.V.

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir lamivúdíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú heldur að þetta eigi við um þig.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Lamivudine Teva Pharma B.V. er notað.

Sumir sem taka Lamivudine Teva Pharma B.V. eða önnur samsett lyf við HIV eiga alvarlegar aukaverkanir frekar á hættu. Þú þarft að vita af aukinni áhættu:

ef þú hefur einhvern tíma verið með lifrarsjúkdóm, þar með talda lifrarbólgu B eða C (ef þú ert með lifrarbólgu B skaltu ekki hætta að taka Lamivudine Teva Pharma B.V. án samráðs við lækninn, þar sem lifrarbólgan getur komið fram aftur)

ef þú ert allt of þung(ur) (einkum ef þú ert kona)

ef þú eða barnið þitt eruð með nýrnavandamál er hugsanlegt að skammtinum verði breytt.

Ræddu við lækninn ef eitthvað af þessu á við um þig. Þú gætir þurft frekari skoðanir, þar með talin blóðpróf, á meðan þú tekur lyfið. Sjá nánari upplýsingar í kafla 4.

Fylgist með mikilvægum einkennum

Sumir sem taka lyf við HIV-sýkingu fá aðra kvilla, sem geta verið alvarlegir. Þú þarft að þekkja mikilvæg einkenni sem fylgjast þarf með á meðan þú tekur Lamivudine Teva Pharma B.V..

Lesið upplýsingarnar „Aðrar hugsanlegar aukaverkanir vegna samsettrar meðferðar við HIV“ í kafla 4 í þessum fylgiseðli.

Verndið aðra

HIV-sýking dreifist við kynlíf með einstaklingi sem er sýktur eða berst með sýktu blóði (til dæmis með því að deila sprautunálum með öðrum). Þú getur enn smitað aðra af HIV þrátt fyrir að þú notir þetta lyf, þótt áhættan sé minni með virkri andretróveirumeðferð.

Ræddu við lækninn um nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að forðast að smita aðra.

Notkun annarra lyfja samhliða Lamivudine Teva Pharma B.V.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, einnig náttúrulyf eða önnur lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Mundu að láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú byrjar að taka nýtt lyf á meðan þú tekur Lamivudine Teva Pharma B.V..

Þessi lyf skal ekki nota með Lamivudine Teva Pharma B.V.:

önnur lyf sem innihalda lamivúdín, (notuð til meðferðar við HIV-sýkingu eða lifrarbólgu B).

emtrícítabín (notað til meðferðar við HIV-sýkingu).

háa skammta af trímetóprími/súlfametoxazóli, sýklalyf.

cladribín (notað til meðferðar á loðfrumuhvítblæði)

Láttu lækninn vita ef þú ert í meðferð með einhverju þessara lyfja.

Meðganga

Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum um áhættu og ávinning fyrir þig og barnið af töku Lamivudine Teva Pharma B.V..

Lamivudine Teva Pharma B.V. og sambærileg lyf geta valdið aukaverkunum hjá ófæddum börnum. Ef þú hefur tekið Lamivudine Teva Pharma B.V. á meðgöngu gæti læknirinn óskað eftir reglulegum blóðprufum og öðrum greiningarprófum til að hafa megi eftirlit með þroska barns þíns. Hjá börnum mæðra sem tóku NRTI-lyf á meðgöngu vó ávinningur af vernd gegn HIV þyngra en áhættan af aukaverkunum.

Brjóstagjöf

HIV-jákvæðar konur eiga ekki að hafa barn á brjósti, því HIV sýkingin getur borist í barnið með brjóstamjólk.

Lítið magn af innihaldsefnum Lamivudine Teva Pharma B.V. getur einnig borist í brjóstamjólkina. Ef þú ert með barn á brjósti eða að hugsa um að hafa barn á brjósti: Ræddu strax við lækninn.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að Lamivudine Teva Pharma B.V. hafi áhrif á hæfni þína til aksturs eða stjórnunar véla.

3.Hvernig nota á Lamivudine Teva Pharma B.V.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Gleypið töflurnar með svolitlu vatni. Lamivudine Teva Pharma B.V. má taka með eða án matar.

Ef þú getur ekki gleypt töflurnar heilar má mylja þær og blanda saman við örlítið magn af mat eða drykk og taka allan skammtinn strax.

Vertu í reglulegu sambandi við lækninn

Lamivudine Teva Pharma B.V. hjálpar til við að hafa stjórn á sjúkdómi þínum. Þú þarft að halda áfram að taka það á hverjum degi til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn versni. Þú getur eftir sem áður fengið aðrar sýkingar eða kvilla er tengjast HIV-sýkingu.

Vertu í sambandi við lækninn og ekki hætta að taka Lamivudine Teva Pharma B.V. nema að ráði læknisins.

Hversu mikið á að taka

Fullorðnir, unglingar og börn sem vega 25 kg eða meira

Venjulegur skammtur af Lamivudine Teva Pharma B.V. er 300 mg á dag. Skammtinn má taka annaðhvort sem eina 150 mg töflu tvisvar á dag (með um það bil 12 klst. á milli skammta) eða tvær 150 mg töflur einu sinni á dag, samkvæmt ráðleggingum læknisins.

Börn sem eru a.m.k. 20 kg og innan við 25 kg að þyngd

Venjulegur skammtur af Lamivudine Teva Pharma B.V. er 225 mg á dag. Skammtinn má gefa sem 75 mg (hálfa 150 mg töflu) að morgni og 150 mg (eina heila 150 mg töflu) að kvöldi, eða sem 225 mg (eina og hálfa 150 mg töflu) einu sinni á dag, samkvæmt ráðleggingum læknisins.

Börn sem eru a.m.k. 14 kg og innan við 20 kg að þyngd

Venjulegur skammtur af Lamivudine Teva Pharma B.V. er 150 mg á dag. Skammtinn má gefa sem 75 mg (hálfa 150 mg töflu) tvisvar á dag (með um það bil 12 klst. á milli skammta) eða 150 mg (eina 150 mg töflu) einu sinni á dag, samkvæmt ráðleggingum læknisins.

Mixtúra er einnig fáanleg til að nota við meðferð hjá börnum eldri en 3 mánaða, eða einstaklingum sem þurfa minni skammta en venjulega eða geta ekki tekið töflur.

Ef þú eða barnið eruð með nýrnavandamál er hugsanlegt að skammtinum verði breytt. Ræddu við lækninn ef þetta á við um þig eða barnið þitt.

Ef tekinn er stærri skammtur Lamivudine Teva Pharma B.V. en mælt er fyrir um

Ólíklegt er að það valdi alvarlegum vandamálum þótt þú takir óvart of mikið af Lamivudine Teva Pharma B.V.. Ef þú tekur of mikið skaltu láta lækninn eða lyfjafræðing vita eða leita ráða á bráðamóttöku á næsta sjúkrahúsi.

Ef gleymist að taka Lamivudine Teva Pharma B.V.

Ef þú gleymir að taka skammt skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Haltu síðan meðferðinni áfram eins og áður. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Á meðan á HIV-meðferð stendur getur líkamsþyngd, gildi blóðfitu og glúkósa aukist. Þetta er að hluta tengt betri heilsu og lífsstíl og hvað varðar blóðfitur er það stundum tengt HIV-lyfjunum sjálfum. Læknirinn mun gera próf vegna breytinganna.

Þegar þú ert í meðferð við HIV getur verið erfitt að segja til um hvort einkenni sé aukaverkun af völdum Lamivudine Teva Pharma B.V. eða annarra lyfja sem þú tekur eða áhrif af HIV sjúkdómnum sjálfum. Því er mjög mikilvægt að þú ræðir allar breytingar á heilsu þinni við lækninn.

Eins og aukaverkanirnar sem taldar eru upp hér á eftir fyrir Lamivudine Teva Pharma B.V. geta aðrir kvillar komið fram meðan á samsettri meðferð við HIV stendur.

Mikilvægt er að lesa upplýsingarnar síðar í þessum kafla undir „Aðrar hugsanlegar aukaverkanir af völdum samsettrar meðferðar við HIV“.

Algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:

höfuðverkur

ógleði

uppköst

niðurgangur

magaverkir

þreyta, þróttleysi

hiti

almenn vanlíðan

verkir og óþægindi í vöðvum

liðverkir

svefnvandamál (svefnleysi)

hósti

erting í nefi eða nefrennsli

útbrot

hármissir (skalli).

Sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum:

Sjaldgæf aukaverkun sem getur komið fram í blóðprófum er:

fækkun frumna sem taka þátt í blóðstorknun (blóðflagnafæð)

of fá rauð blóðkorn (blóðleysi) eða of fá hvít blóðkorn (hlutleysiskyrningafæð)

hækkun á lifrarensímum.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum:

alvarleg ofnæmisviðbrögð sem valda bólgum í andliti, tungu eða hálsi sem valdið geta erfiðleikum við að kyngja eða anda

brisbólga

niðurbrot vöðvavefs

lifrarkvillar, svo sem gula, lifrarstækkun eða fitulifur, lifrarbólga

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum eru:

hækkun á ensími sem kallast amýlasi

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum:

mjólkursýrublóðsýring (yfirmagn mjólkursýru í blóði).

náladofi eða doði í handleggjum, fótleggjum, höndum eða fótum.

Aukaverkun sem getur komið örsjaldan fram í blóðprófum er:

misbrestur í framleiðslu beinmergs á nýjum rauðum blóðkornum.

Ef þú færð aukaverkanir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir vegna samsettrar meðferðar við HIV

Samsett meðferð sem inniheldur Lamivudine Teva Pharma B.V. getur valdið því að aðrir kvillar komi fram meðan á HIV-meðferð stendur.

Gamlar sýkingar geta blossað upp

Einstaklingar með langt gengna HIV-sýkingu (alnæmi) hafa veikara ónæmiskerfi og eru líklegri til að fá alvarlegar sýkingar (tækifærissýkingar). Þegar þessir einstaklingar hefja meðferð getur komið fyrir að gamlar, duldar sýkingar blossa upp og valda bólgueinkennum. Þessi einkenni stafa líklega af því að ónæmiskerfi líkamans styrkist og líkaminn fer að verjast þessum sýkingum.

Auk tækifærissýkinga geta einnig komið fyrir sjálfsofnæmissjúkdómar (ástand sem kemur fyrir þegar ónæmiskerfið ræðst gegn heilbrigðum líkamsvef) eftir að þú byrjar að taka lyf til meðferðar við HIV- sýkingunni. Sjálfsofnæmissjúkdómar geta komið fyrir mörgum mánuðum eftir að meðferð er hafin. Ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum sýkingar eða öðrum einkennum eins og máttleysi í vöðvum, máttleysi sem kemur fyrst fram í höndum og fótum og berst síðan í átt að búknum, hjartsláttarónotum, skjálfta eða ofvirkni, skaltu strax leita til læknisins til að fá nauðsynlega meðferð.

Ef þú færð einhver einkenni sýkingar á meðan þú tekur Lamivudine Teva Pharma B.V.: Láttu lækninn strax vita. Ekki taka önnur lyf við sýkingunni án ráðlegginga frá lækninum.

Beinvandamál geta komið upp

Sumir einstaklingar sem eru í samsettri meðferð við HIV fá kvilla sem kallast beindrep. Við þennan kvilla deyr hluti beinvefsins vegna skerts blóðflæðis til beinsins. Líklegra er að einstaklingar fái þennan kvilla:

ef þeir hafa verið í samsettri meðferð í langan tíma

ef þeir taka einnig bólgueyðandi lyf sem nefnast barksterar

ef þeir neyta áfengis

ef ónæmiskerfi þeirra er mjög veikt

ef þeir eru of þungir

Meðal einkenna beindreps eru:

stirðleiki í liðum

óþægindi og verkir (einkum í mjöðm, hné eða öxl)

erfiðleikar við hreyfingu.

Ef vart verður við einhver þessara einkenna: Láttu lækninn vita.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á Lamivudine Teva Pharma B.V.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Lamivudine Teva Pharma B.V. inniheldur

-Virka innihaldsefnið er lamivúdín. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 150 mg.

-Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni: Örkristallaður sellulósi, natríumsterkjuglýkólat, magnesíumsterat. Filmuhúð töflu: Hýprómellósi, títantvíoxíð (E171), makrógól, pólýsorbat 80, gult járnoxíð (E172), svart járnoxíð (E172).

Lýsing á útliti Lamivudine Teva Pharma B.V. og pakkningastærðir

Ljósgrá, demantslaga, tvíkúpt filmuhúðuð tafla með ígreyptri áletrun „L 150“ og deiliskoru á annarri hliðinni og deiliskoru á hinni.

Lamivudine Teva Pharma B.V. fæst í álþynnupakkningum með 20, 30, 60, 80, 90, 100 og 500 töflum eða HDPE ílátum með 60 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar

Markaðsleyfishafi

Teva B.V.

Swensweg 5

2031GA Haarlem

Holland

Framleiðandi

Teva Pharmaceutical Works Private Limited Company

Pallagi út 13

Debrecen H-4042

Ungverjaland

TEVA UK Ltd

Brampton Road

Hampden Park

Eastbourne, East Sussex

BN22 9AG Bretland

Pharmachemie B.V.

Swensweg 5

2031 GA Haarlem

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Teva Pharma Belgium N.V./S.A.

UAB “Sicor Biotech”

Tel/Tél: +32 3 820 73 73

Tel: +370 5 266 02 03

България

Luxembourg/Luxemburg

Тева Фармасютикълс България ЕООД

ratiopharm GmbH

Teл: +359 2 489 95 82

Allemagne/Deutschland

 

Tél: +49 731 402 02

Česká republika

Magyarország

Teva Pharmaceuticals CR, s.r.o.

Teva Gyógyszergyár Zrt.

Tel: +420 251 007 111

Tel.: +36 1 288 64 00

Danmark

Malta

Teva Denmark A/S

Teva Pharmaceuticals Ireland

Tlf: +45 44 98 55 11

L-Irlanda

 

Tel: +353 51 321740

Deutschland

Nederland

ratiopharm GmbH

Teva Nederland B.V.

Tel: +49 731 402 02

Tel: +31 (0) 800 0228400

Eesti

Norge

Teva Eesti esindus UAB Sicor Biotech

Teva Norway AS

Eesti filiaal

Tlf: +47 66 77 55 90

Tel: +372 6610801

Österreich

Ελλάδα

Teva Ελλάς Α.Ε.

ratiopharm Arzneimittel Vertriebs-GmbH

Τηλ: +30 210 72 79 099

Tel: +43(0)1 970070

España

Polska

Teva Pharma, S.L.U

Teva Pharmaceuticals Polska Sp. z o.o.

Tél: +34 91 387 32 80

Tel.: +48 22 345 93 00

France

Portugal

Teva Santé

Teva Pharma - Produtos Farmacêuticos Lda

Tél: +33 1 55 91 7800

Tel: +351 21 476 75 50

Hrvatska

România

Pliva Hrvatska d.o.o.

Teva Pharmaceuticals S.R.L

Tel: +385 1 37 20 000

Tel: +4021 230 65 24

Ireland

Slovenija

Teva Pharmaceuticals Ireland

Pliva Ljubljana d.o.o.

Tel: +353 (0)51 321 740

Tel: +386 1 58 90 390

Ísland

Slovenská republika

ratiopharm Oy

Teva Pharmaceuticals Slovakia s.r.o.

Finnland

Tel: +421 2 5726 7911

Puh/Tel: +358 20 180 5900

 

Italia

Suomi/Finland

Teva Italia S.r.l.

ratiopharm Oy

Tel: +39 028917981

Puh/Tel: +358 20 180 5900

Κύπρος

Sverige

Teva Ελλάς Α.Ε.

Teva Sweden AB

Ελλάδα

Tel: +46 (0) 42 12 11 00

Τηλ: +30 210 72 79 099

 

Latvija

United Kingdom

Sicor Biotech filiāle Latvijā

Teva UK Limited

Tel: +371 67323666

Tel: +44 1977628500

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Lamivudine Teva Pharma B.V. 300 mg filmuhúðaðar töflur

Lamivúdín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

1.Upplýsingar um Lamivudine Teva Pharma B.V. og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota Lamivudine Teva Pharma B.V.

3.Hvernig nota á Lamivudine Teva Pharma B.V.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á Lamivudine Teva Pharma B.V.

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1. Upplýsingar um Lamivudine Teva Pharma B.V. og við hverju það er notað

Lamivudine Teva Pharma B.V. er notað til meðferðar við sýkingum af völdum HIV (human immunodeficiency virus) hjá fullorðnum og börnum.

Virka efnið í Lamivudine Teva Pharma B.V. er lamivúdín. Lamivudine Teva Pharma B.V. er andretróveirulyf. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast núkleósíðabakritahemlar.

Lamivudine Teva Pharma B.V. læknar ekki fullkomlega HIV-sýkingu; það fækkar veirum í líkamanum og heldur fjölda þeirra niðri. Það fjölgar einnig CD4-frumum í blóðinu. CD4-frumur eru tegund hvítra blóðkorna sem er mikilvæg til að aðstoða líkamann við að verjast sýkingum.

Það svara ekki allir meðferð með Lamivudine Teva Pharma B.V. á sama hátt. Læknirinn mun fylgjast með því hversu áhrifarík meðferðin er hjá þér.

2. Áður en byrjað er að nota Lamivudine Teva Pharma B.V.

Ekki má nota Lamivudine Teva Pharma B.V.

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir lamivúdíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ráðfærðu þig við lækninn ef þú heldur að þetta eigi við um þig.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Lamivudine Teva Pharma B.V. er notað.

Sumir sem taka Lamivudine Teva Pharma B.V. eða önnur samsett lyf við HIV eiga alvarlegar aukaverkanir frekar á hættu. Þú þarft að vita af aukinni áhættu:

ef þú hefur einhvern tíma verið með lifrarsjúkdóm, þar með talda lifrarbólgu B eða C (ef þú ert með lifrarbólgu B skaltu ekki hætta að taka Lamivudine Teva Pharma B.V. án samráðs við lækninn, þar sem lifrarbólgan getur komið fram aftur)

ef þú ert allt of þung(ur) (einkum ef þú ert kona)

ef þú eða barnið þitt eruð með nýrnavandamál er hugsanlegt að skammtinum verði breytt.

Ræddu við lækninn ef eitthvað af þessu á við um þig. Þú gætir þurft frekari skoðanir, þar með talin blóðpróf, á meðan þú tekur lyfið. Sjá nánari upplýsingar í kafla 4.

Fylgist með mikilvægum einkennum

Sumir sem taka lyf við HIV-sýkingu fá aðra kvilla, sem geta verið alvarlegir. Þú þarft að þekkja mikilvæg einkenni sem fylgjast þarf með á meðan þú tekur Lamivudine Teva Pharma B.V..

Lesið upplýsingarnar „Aðrar hugsanlegar aukaverkanir vegna samsettrar meðferðar við HIV“ í kafla 4 í þessum fylgiseðli.

Verndið aðra

HIV-sýking dreifist við kynlíf með einstaklingi sem er sýktur eða berst með sýktu blóði (til dæmis með því að deila sprautunálum með öðrum).

Þú getur enn smitað aðra af HIV þrátt fyrir að þú notir þetta lyf, þótt áhættan sé minni með virkri andretróveirumeðferð.

Ræddu við lækninn um nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að forðast að smita aðra.

Notkun annarra lyfja samhliða Lamivudine Teva Pharma B.V.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, einnig náttúrulyf eða önnur lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Mundu að láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú byrjar að taka nýtt lyf á meðan þú tekur Lamivudine Teva Pharma B.V..

Þessi lyf skal ekki nota með Lamivudine Teva Pharma B.V.:

önnur lyf sem innihalda lamivúdín, (notuð til meðferðar við HIV-sýkingu eða lifrarbólgu B).

emtrícítabín (notað til meðferðar við HIV-sýkingu).

háa skammta af trímetóprími/súlfametoxazóli, sýklalyf.

cladribín (notað til meðferðar á loðfrumuhvítblæði).

Láttu lækninn vita ef þú ert í meðferð með einhverju þessara lyfja.

Meðganga

Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum um áhættu og ávinning fyrir þig og barnið af töku Lamivudine Teva Pharma B.V..

Lamivudine Teva Pharma B.V. og sambærileg lyf geta valdið aukaverkunum hjá ófæddum börnum. Ef þú hefur tekið Lamivudine Teva Pharma B.V. á meðgöngu gæti læknirinn óskað eftir reglulegum blóðprufum og öðrum greiningarprófum til að hafa megi eftirlit með þroska barns þíns. Hjá börnum mæðra sem tóku NRTI-lyf á meðgöngu vó ávinningur af vernd gegn HIV þyngra en áhættan af aukaverkunum.

Brjóstagjöf

HIV-jákvæðar konur eiga ekki hafa barn á brjósti, því HIV sýkingin getur borist í barnið með brjóstamjólk.

Lítið magn af innihaldsefnum Lamivudine Teva Pharma B.V. getur einnig borist í brjóstamjólkina. Ef þú ert með barn á brjósti eða að hugsa um að hafa barn á brjósti: Ræddu strax við lækninn.

Akstur og notkun véla

Ólíklegt er að Lamivudine Teva Pharma B.V. hafi áhrif á hæfni þína til aksturs eða stjórnunar véla

3. Hvernig nota á Lamivudine Teva Pharma B.V.

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Gleypið töflurnar með svolitlu vatni. Lamivudine Teva Pharma B.V. má taka með eða án matar.

Ef þú getur ekki gleypt töflurnar heilar má mylja þær og blanda saman við örlítið magn af mat eða drykk og taka allan skammtinn strax.

Vertu í reglulegu sambandi við lækninn

Lamivudine Teva Pharma B.V. hjálpar til við að hafa stjórn á sjúkdómi þínum. Þú þarft að halda áfram að taka það á hverjum degi til að koma í veg fyrir að sjúkdómurinn versni. Þú getur eftir sem áður fengið aðrar sýkingar eða kvilla er tengjast HIV-sýkingu.

Vertu í sambandi við lækninn og ekki hætta að taka Lamivudine Teva Pharma B.V. nema að ráði læknisins.

Hversu mikið á að taka

Fullorðnir, unglingar og börn sem vega a.m.k. 25 kg

Venjulegur skammtur er ein 300 mg tafla einu sinni á dag.

150 mg Lamivudine Teva Pharma B.V. tafla er einnig fáanleg til að nota við meðferð hjá börnum frá 3 mánaða aldri sem vega minna en 25 kg.

Mixtúra er einnig fáanleg til að nota við meðferð hjá börnum eldri en 3 mánaða, eða einstaklingum sem þurfa minni skammta en venjulega eða geta ekki tekið töflur.

Ef þú eða barnið þitt eruð með nýrnavandamál er hugsanlegt að skammtinum verði breytt.

Ræddu við lækninn ef þetta á við um þig eða barnið þitt.

Ef tekinn er stærri skammtur Lamivudine Teva Pharma B.V. en mælt er fyrir um

Ólíklegt er að það valdi alvarlegum vandamálum þótt þú takir óvart of mikið af Lamivudine Teva Pharma B.V.. Ef þú tekur of mikið skaltu láta lækninn eða lyfjafræðing vita eða leita ráða á bráðamóttöku á næsta sjúkrahúsi.

Ef gleymist að taka Lamivudine Teva Pharma B.V.

Ef þú gleymir að taka skammt skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Haltu síðan meðferðinni áfram eins og áður. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

4. Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Á meðan á HIV-meðferð stendur getur líkamsþyngd, gildi blóðfitu og glúkósa aukist. Þetta er að hluta tengt betri heilsu og lífsstíl og hvað varðar blóðfitur er það stundum tengt HIV-lyfjunum sjálfum. Læknirinn mun gera próf vegna breytinganna.

Þegar þú ert í meðferð við HIV getur verið erfitt að segja til um hvort einkenni sé aukaverkun af völdum Lamivudine Teva Pharma B.V. eða annarra lyfja sem þú tekur eða áhrif af HIV sjúkdómnum sjálfum. Því er mjög mikilvægt að þú ræðir allar breytingar á heilsu þinni við lækninn.

Eins og aukaverkanirnar sem taldar eru upp hér á eftir fyrir Lamivudine Teva Pharma B.V. geta aðrir kvillar komið fram meðan á samsettri meðferð við HIV stendur.

Mikilvægt er að lesa upplýsingarnar síðar í þessum kafla undir „Aðrar hugsanlegar aukaverkanir af völdum samsettrar meðferðar við HIV“.

Algengar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum:

höfuðverkur

ógleði

uppköst

niðurgangur

magaverkir

þreyta, þróttleysi

hiti

almenn vanlíðan

verkir og óþægindi í vöðvum

liðverkir

svefnvandamál (svefnleysi)

hósti

erting í nefi eða nefrennsli

útbrot

hármissir (skalli).

Sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum:

Sjaldgæf aukaverkun sem getur komið fram í blóðprófum er:

fækkun frumna sem taka þátt í blóðstorknun (blóðflagnafæð)

of fá rauð blóðkorn (blóðleysi) eða of fá hvít blóðkorn (hlutleysiskyrningafæð)

hækkun á lifrarensímum.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum:

alvarleg ofnæmisviðbrögð sem valda bólgum í andliti, tungu eða hálsi sem valdið geta erfiðleikum við að kyngja eða anda

brisbólga

niðurbrot vöðvavefs

lifrarkvillar, svo sem gula, lifrarstækkun eða fitulifur, lifrarbólga

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir sem geta komið fram í blóðprófum eru:

hækkun á ensími sem kallast amýlasi

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

Geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum:

mjólkursýrublóðsýring (yfirmagn mjólkursýru í blóði)

náladofi eða doði í handleggjum, fótleggjum, höndum eða fótum.

Aukaverkun sem getur komið örsjaldan fram í blóðprófum er:

misbrestur í framleiðslu beinmergs á nýjum rauðum blóðkornum.

Ef þú færð aukaverkanir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir vegna samsettrar meðferðar við HIV

Samsett meðferð sem inniheldur Lamivudine Teva Pharma B.V. getur valdið því að aðrir kvillar komi fram meðan á HIV-meðferð stendur.

Gamlar sýkingar geta blossað upp

Einstaklingar með langt gengna HIV-sýkingu (alnæmi) hafa veikara ónæmiskerfi og eru líklegri til að fá alvarlegar sýkingar (tækifærissýkingar). Þegar þessir einstaklingar hefja meðferð getur komið fyrir að gamlar, duldar sýkingar blossa upp og valda bólgueinkennum. Þessi einkenni stafa líklega af því að ónæmiskerfi líkamans styrkist og líkaminn fer að verjast þessum sýkingum.

Auk tækifærissýkinga geta einnig komið fyrir sjálfsofnæmissjúkdómar (ástand sem kemur fyrir þegar ónæmiskerfið ræðst gegn heilbrigðum líkamsvef) eftir að þú byrjar að taka lyf til meðferðar við HIV- sýkingunni. Sjálfsofnæmissjúkdómar geta komið fyrir mörgum mánuðum eftir að meðferð er hafin. Ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum sýkingar eða öðrum einkennum eins og máttleysi í vöðvum, máttleysi sem kemur fyrst fram í höndum og fótum og berst síðan í átt að búknum, hjartsláttarónotum, skjálfta eða ofvirkni, skaltu strax leita til læknisins til að fá nauðsynlega meðferð.

Ef þú færð einhver einkenni sýkingar á meðan þú tekur Lamivudine Teva Pharma B.V.: Láttu lækninn strax vita. Ekki taka önnur lyf við sýkingunni án ráðlegginga frá lækninum.

Beinvandamál geta komið upp

Sumir einstaklingar sem eru í samsettri meðferð við HIV fá kvilla sem kallast beindrep. Við þennan kvilla deyr hluti beinvefsins vegna skerts blóðflæðis til beinsins. Líklegra er að einstaklingar fái þennan kvilla:

ef þeir hafa verið í samsettri meðferð í langan tíma

ef þeir taka einnig bólgueyðandi lyf sem nefnast barksterar

ef þeir neyta áfengis

ef ónæmiskerfi þeirra er mjög veikt

ef þeir eru of þungir

Meðal einkenna beindreps eru:

stirðleiki í liðum

óþægindi og verkir (einkum í mjöðm, hné eða öxl)

erfiðleikar við hreyfingu.

Ef vart verður við einhver þessara einkenna: Láttu lækninn vita.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig geyma á Lamivudine Teva Pharma B.V.

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

Lamivudine Teva Pharma B.V. inniheldur

-Virka innihaldsefnið í Lamivudine Teva Pharma B.V. er lamivúdín. Hver Lamivudine Teva Pharma B.V. filmuhúðuð tafla inniheldur 300 mg af lamivúdíni.

-Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni: Örkristallaður sellulósi, natríumsterkjuglýkólat, magnesíumsterat. Filmuhúð töflu: Hýprómellósi, títantvíoxíð (E171), makrógól, pólýsorbat 80, gult járnoxíð (E172), svart járnoxíð (E172).

Lýsing á útlit Lamivudine Teva Pharma B.V. og pakkningastærðir

Grá, demantslaga, tvíkúpt filmuhúðuð tafla með ígreyptri áletrun „L 300“ á annarri hliðinni og ómerkt á hinni.

Lamivudine Teva Pharma B.V. fæst í álþynnupakkningum með 20, 30, 60, 80, 90, 100 og 500 töflum eða HDPE ílátum með 30 töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar

Markaðsleyfishafi

Teva B.V.

Swensweg 5

2031GA Haarlem

Holland

Framleiðandi

Teva Pharmaceutical Works Private Limited Company

Pallagi út 13

Debrecen H-4042

Ungverjaland

TEVA UK Ltd

Brampton Road

Hampden Park

Eastbourne, East Sussex

BN22 9AG Bretland

Pharmachemie B.V.

Swensweg 5

2031 GA Haarlem

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Teva Pharma Belgium N.V./S.A.

UAB “Sicor Biotech”

Tel/Tél: +32 3 820 73 73

Tel: +370 5 266 02 03

България

Luxembourg/Luxemburg

Тева Фармасютикълс България ЕООД

ratiopharm GmbH

Teл: +359 2 489 95 82

Allemagne/Deutschland

 

Tél: +49 731 402 02

 

Česká republika

Magyarország

Teva Pharmaceuticals CR, s.r.o.

Teva Gyógyszergyár Zrt.

Tel: +420 251 007 111

Tel.: +36 1 288 64 00

Danmark

Malta

Teva Denmark A/S

Teva Pharmaceuticals Ireland

Tlf: +45 44 98 55 11

L-Irlanda

 

Tel: +353 51 321740

Deutschland

Nederland

ratiopharm GmbH

Teva Nederland B.V.

Tel: +49 731 402 02

Tel: +31 (0) 800 0228400

Eesti

Norge

Teva Eesti esindus UAB Sicor Biotech

Teva Norway AS

Eesti filiaal

Tlf: +47 66 77 55 90

Tel: +372 6610801

 

Ελλάδα

Österreich

Teva Ελλάς Α.Ε.

ratiopharm Arzneimittel Vertriebs-GmbH

Τηλ: +30 210 72 79 099

Tel: +43(0)1 970070

España

Polska

Teva Pharma, S.L.U

Teva Pharmaceuticals Polska Sp. z o.o.

Tél: +34 91 387 32 80

Tel.: +48 22 345 93 00

France

Portugal

Teva Santé

Teva Pharma - Produtos Farmacêuticos Lda

Tél: +33 1 55 91 7800

Tel: +351 21 476 75 50

Hrvatska

România

Pliva Hrvatska d.o.o.

Teva Pharmaceuticals S.R.L

Tel: +385 1 37 20 000

Tel: +4021 230 65 24

Ireland

Slovenija

Teva Pharmaceuticals Ireland

Pliva Ljubljana d.o.o.

Tel: +353 (0)51 321 740

Tel: +386 1 58 90 390

Ísland

Slovenská republika

ratiopharm Oy

Teva Pharmaceuticals Slovakia s.r.o.

Finnland

Tel: +421 2 5726 7911

Puh/Tel: +358 20 180 5900

 

Italia

Suomi/Finland

Teva Italia S.r.l.

ratiopharm Oy

Tel: +39 028917981

Puh/Tel: +358 20 180 5900

Κύπρος

Sverige

Teva Ελλάς Α.Ε.

Teva Sweden AB

Ελλάδα

Tel: +46 (0) 42 12 11 00

Τηλ: +30 210 72 79 099

 

Latvija

United Kingdom

Sicor Biotech filiāle Latvijā

Teva UK Limited

Tel: +371 67323666

Tel: +44 1977628500

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu/.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf