Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Lamivudine Teva (lamivudine) – Samantekt á eiginleikum lyfs - J05AF05

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLamivudine Teva
ATC-kóðiJ05AF05
Efnilamivudine
FramleiðandiTeva B.V.

1.HEITI LYFS

Lamivudine Teva 100 mg filmuhúðaðar töflur.

2.VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR

Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg af lamivúdíni.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla.

Appelsínugul, hylkislaga, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla, ígreypt með "L 100" á annarri hliðinni og slétt á hinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Lamivudine Teva er ætlað til meðferðar gegn langvinnri lifrarbólgu B hjá fullorðnum sem hafa:

lifrarsjúkdóm í jafnvægi (compensated) með virkri veirueftirmyndun, viðvarandi hækkun á alanín amínótransferasagildi í blóði (ALT) og vefjafræðilega greiningu á virkri lifrarbólgu og/eða bandvefsaukningu. Meðferð með lamivúdíni skal eingöngu íhuguð þegar meðferð með öðru veirusýkingalyfi, með hærri genaþröskuldi fyrir ónæmi, er ekki til staðar eða viðeigandi (sjá kafla 5.1).

lifrarsjúkdóm í ójafnvægi (decompensated).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Lamivudine Teva skal hafin af lækni sem hefur reynslu af meðhöndlun langvinnrar lifrarbólgu B.

Skammtar

Fullorðnir

Ráðlagður skammtur af Lamivudine Teva er 100 mg einu sinni á dag.

Tímalengd meðferðar

Ákjósanlegasta tímalengd meðferðar er óþekkt.

Hjá HBeAg jákvæðum sjúklingum með langvinna lifrarbólgu B, án skorpulifrar, skal veita meðferð í a.m.k. 6-12 mánuði eftir að mótefnamyndun gegn HBeAg (lækkun á blóðþéttni HBeAg og HBV DNA með HBeAb greiningu) hefur verið staðfest, til þess að lágmarka hættuna á veirufræðilegu bakslagi, eða þar til mótefni gegn HBsAg fara að myndast í blóði eða þar til meðferðin hættir að virka (sjá kafla 4.4). Eftir að meðferð lýkur skal reglulega fylgjast með gildum fyrir ALT og HBV-DNA í sermi svo greina megi hugsanlegt síðkomið veirufræðilegt bakslag.

Hjá HBeAg neikvæðum sjúklingum (“pre-core” stökkbrigði), án skorpulifrar, skal veita meðferð a.m.k. þar til mótefnamyndun gegn lifrarbólguveiru B kemur fram eða þar til

vísbendingar eru um að meðferðin sé hætt að virka. Við lengri meðferð er reglulegt endurmat ráðlagt, til að staðfesta að meðferðin sem valin var henti sjúklingnum áfram.

Hjá sjúklingum með lifrarsjúkdóm sem ekki er í jafnvægi eða skorpulifur og hjá sjúklingum með ígrædda lifur er ekki ráðlagt að hætta meðferð (sjá kafla 5.1).

Ef lamivúdín meðferð er hætt, skal hafa reglulegt eftirlit með sjúklingum til þess að greina einkenni um endurkomu lifrarbólgu (sjá kafla 4.4).

Klínískt ónæmi

Hjá sjúklingum sem hafa annað hvort HBeAg-jákvæða eða HBeAg-neikvæða langvinna lifrarbólgu B, getur myndun YMDD (týrósín-metíónín-aspartat-aspartat)-stökkbrigðis HBV leitt til minnkaðrar svörunar við lamivúdínmeðferð, sem kemur fram með hækkun á HBV-DNA og ALT frá fyrri gildum í meðferð. Til að draga úr hættu á ónæmi hjá sjúklingum sem fá meðferð með lamivúdíni einu sér, skal íhuga breytingu á meðferð ef HBV-DNA í sermi helst greinanlegt eftir meðferð í 24 vikur eða meira. Hjá sjúklingum með YMDD-stökkbrigði HBV skal íhuga að bæta við öðru lyfi án krossónæmis við lamivúdín (sjá kafla 5.1).

Við meðferð hjá sjúklingum sem einnig eru sýktir af HIV og eru á eða munu fá meðferð með lamivúdíni eða samsetta meðferð með lamivúdíni og zídóvúdíni, skal halda lamivúdínskammtinum sem gefinn er við HIV-sýkingu (venjulega 150 mg/tvisvar á dag í samsettri meðferð með öðrum andretróveirulyfjum).

Sérstakir sjúklingahópar

Skert nýrnastarfsemi

Sermiþéttni lamivúdíns (AUC) er hækkuð hjá sjúklingum með miðlungsmikla til verulega skerta nýrnastarfsemi, vegna minnkaðrar nýrnaúthreinsunar. Því skal minnka skammtinn hjá sjúklingum með kreatínín úthreinsun < 50 ml/mín. Lamivudine Teva hentar ekki sjúklingum sem þurfa minni skammta en 100 mg.

Fyrirliggjandi upplýsingar um sjúklinga sem fá reglulega blóðskilun (í 4 klukkustundir eða skemur, 2−3 sinnum í viku), sýna að eftir fyrstu aðlögun skammta að kreatínín úthreinsun sjúklingsins er ekki þörf á frekari aðlögun skammta meðan á blóðskilun stendur.

Skert lifrarstarfsemi

Gögn varðandi sjúklinga með skerta lifrarstarfsemi, þ.á m. þá sem hafa lifrarsjúkdóm á lokastigi og eru að bíða eftir lifrarígræðslu, sýna að skerðing á lifrarstarfsemi hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf lamivúdíns. Með hliðsjón af þessum upplýsingum er ekki þörf á að aðlaga skammta hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, nema skert nýrnastarfsemi sé einnig til staðar.

Aldraðir

Hjá öldruðum sjúklingum hefur eðlileg öldrun með þeirri skerðingu á nýrnastarfsemi sem henni fylgir ekki áhrif sem hafa klíníska þýðingu fyrir útsetningu fyrir lamivúdíni, nema hjá sjúklingum með kreatínínúthreinsun <50 ml/mín.

Börn

Öryggi og verkun Lamivudine Teva hafa ekki verið staðfest hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Upplýsingum sem nú liggja fyrir er lýst í köflum 4.4 og 5.1 en ekki er hægt að veita neinar ráðleggingar varðandi skammta.

Lyfjagjöf

Til inntöku

Lamivudine Teva má taka með eða án matar.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Mjólkursýrublóðsýring og alvarleg lifrarstækkun með fituhrörnun

Greint hefur verið frá mjólkursýrublóðsýringu (án blóðildisskorts), stundum banvænni, yfirleitt í tengslum við alvarlega lifrarstækkun og fituhrörnun við notkun núkleósíðahliðstæðna. Þar sem lamivúdín er núkleósíðahliðstæða er ekki hægt að útiloka þessa áhættu. Meðferð með núkleósíðahliðstæðum skal hætt þegar fram kemur skyndileg hækkun á þéttni amínótransferasa, versnandi lifrarstækkun eða efnaskipta-/mjólkursýrublóðsýring af óþekktum orsökum. Góðkynja einkenni frá meltingarvegi, svo sem ógleði, uppköst og kviðverkir gætu bent til mjólkursýrublóðsýringar. Alvarleg tilvik, sem stundum leiddu til dauða, voru tengd brisbólgu, lifrarbilun/fituhrörnun, nýrnabilun og hækkun á þéttni laktats í sermi. Gæta skal varúðar við ávísun núkleósíðahliðstæðna hjá öllum sjúklingum (einkum of feitum konum) með lifrarstækkun, lifrarbólgu eða aðra þekkta áhættuþætti fyrir lifrarsjúkdóma og fituhrörnun (þ.m.t. ákveðin lyf og áfengi). Sjúklingar sem einnig eru sýktir af lifrarbólgu C og meðhöndlaðir með alfa-interferóni og ríbavíríni eru hugsanlega í meiri hættu. Hafa skal náið eftirlit með þessum sjúklingum.

Versnun lifrarbólgu

Versnun í meðferð

Sjálfsprottin versnun langvinnrar lifrarbólgu B er tiltölulega algeng og einkennist af tímabundnum hækkunum á ALT í sermi. Eftir að meðferð með veirusýkingalyfi er hafin getur ALT í sermi hækkað hjá sumum sjúklingum, á meðan gildi fyrir HBV-DNA lækka. Hjá sjúklingum með lifrarsjúkdóm í jafnvægi fylgdu þessum hækkunum á ALT í sermi almennt ekki hækkun á bilírúbínþéttni í sermi eða vísbendingar um ójafnvægi í lifur.

Undirhópar HBV-veiru með minnkað næmi fyrir lamivúdíni (YMDD-stökkbrigði HBV) hafa greinst eftir langvarandi meðferð. Hjá sumum sjúklingum getur myndun YMDD-stökkbrigðis HBV leitt til versnunar lifrarbólgu sem kemur fyrst og fremst fram með hækkaðri blóðþéttni ALT og endurkomu HBV-DNA (sjá kafla 4.2). Hjá sjúklingum sem hafa YMDD-stökkbrigði HBV skal íhuga að bæta við öðru lyfi án krossónæmis við lamivúdín (sjá kafla 5.1).

Versnun eftir að meðferð er hætt

Bráð versnun lifrarbólgu hefur komið fram hjá sjúklingum sem hætt hafa meðferð við lifrarbólgu B og greinist yfirleitt með hækkunum á ALT í sermi og endurkomu HBV-DNA. Í samanburðarrannsóknum á III. stigi, án eftirfylgni með virkri meðferð, var tíðni hækkana á ALT eftir meðferð (meira en 3-falt grunngildi) hærri hjá sjúklingum sem fengu lamivúdín (21%) samanborið við þá sem fengu lyfleysu (8%). Hins vegar var hlutfall sjúklinga með hækkanir eftir meðferð, sem tengdust hækkunum á bilírúbíni, lágt og sambærilegt hjá báðum meðferðarhópum. Sjá nánari upplýsingar í töflu 3 í kafla 5.1, um tíðni ALT-hækkana eftir að meðferð er hætt. Hjá sjúklingum sem fengu lamivúdín, kom meirihluti ALT-hækkana eftir meðferð, fram 8 til 12 vikum eftir meðferð. Í flestum tilvikum hefur hækkunin gengið sjálfkrafa til baka en þó hafa nokkur dauðsföll orðið. Ef meðferð með Lamivudine Teva er hætt skal hafa reglulegt eftirlit með sjúklingum bæði klínískt og með mati á lifrarprófum (ALT og bílírúbíngildum) í a.m.k. fjóra mánuði og síðan eftir því sem klínísk skoðun gefur tilefni til.

Líffæraþegar og sjúklingar með skorpulifur í ójafnvægi eru í meiri hættu vegna virkrar eftirmyndunar veira. Vegna verulegrar skerðingar á lifrarstarfsemi þessara sjúklinga getur virkjun lifrarbólgu að nýju þegar lamivúdínmeðferð er hætt, eða það að verkun næst ekki lengur meðan á meðferð stendur, valdið alvarlegri og jafnvel lífshættulegri lifrarbilun. Hafa skal eftirlit með þessum sjúklingum með tilliti til klínískra þátta, veirumælinga og mótefnamælinga í tengslum við lifrarbólgu B, lifrar- og nýrnastarfsemi, svörun gegn veirum meðan á meðferð stendur (a.m.k. í hverjum mánuði) og ef meðferðinni er af einhverjum sökum hætt, í a.m.k. 6 mánuði eftir það. Reglulegar blóðrannsóknir sem gera skal (að lágmarki) eru blóðþéttni ALT, bilirúbíns, albúmíns, úrea og kreatíníns, en einnig

veirumælingar: HBV-mótefnavakar/mótefni og blóðþéttni HBV-DNA þegar það er mögulegt. Hjá sjúklingum sem fá einkenni um lifrarbilun meðan á meðferð stendur eða eftir að henni er hætt, skal gera tíðari mælingar eftir því sem við á.

Ófullnægjandi upplýsingar liggja fyrir um gagnsemi þess að hefja lamivúdínmeðferð að nýju hjá sjúklingum sem fá einkenni um endurkomu lifrarbólgu eftir að meðferð er hætt.

Truflun á starfsemi hvatbera

Sýnt hefur verið fram á að núkleósíða- og núkleótíðahliðstæður valda mismiklum skemmdum á hvatberum in vitro og in vivo. Greint hefur verið frá truflun á starfsemi hvatbera hjá ungbörnum sem útsett hafa verið fyrir núkleósíðahliðstæðum í móðurkviði og/eða eftir fæðingu. Helstu aukaverkanirnar sem tilgreindar hafa verið eru truflanir á blóðhag (blóðleysi og hlutleysiskyrningafæð), efnaskiptakvillar (laktathækkun í blóði og lípasahækkun í blóði). Greint hefur verið frá nokkrum síðkomnum truflunum á taugastarfsemi (ofstælingu, krömpum, afbrigðilegri hegðun). Taugakvillarnir gætu verið skammvinnir eða varanlegir. Sérhverju barni sem útsett er fyrir núkleósíða- og núkleótíðahliðstæðum í móðurkviði (in utero) skal fylgja eftir með bæði klínískri skoðun og blóðrannsóknum og rannsaka til fullnustu með tilliti til hugsanlegra truflana á starfsemi hvatbera ef um einkenni um slíkt er að ræða.

Börn

Lamivúdín hefur verið gefið börnum (2 ára og eldri) og unglingum með langvinna lifrarbólgu B, í jafnvægi. Hins vegar, vegna takmarkaðra upplýsinga, er enn sem komið er ekki mælt með því að gefa þessum sjúklingahópi lamivúdín (sjá kafla 5.1).

Delta-lifrarbólga eða lifrarbólga C

Verkun lamivúdíns hjá sjúklingum sem einnig eru sýktir af Delta lifrarbólgu eða lifrarbólgu C hefur ekki verið staðfest og því ráðlagt að gæta varúðar.

Ónæmisbælandi meðferðir

Takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi, um notkun lamivúdíns hjá HBeAg neikvæðum sjúklingum ("pre-core" stökkbrigði) og sjúklingum sem eru á samhliða meðferð með ónæmisbælandi lyfjum þ.á m. krabbameinslyfjameðferð. Gæta skal varúðar við notkun lamivúdíns hjá þessum sjúklingum.

Eftirlit

Hafa skal reglulegt eftirlit með sjúklingum meðan á meðferð með Lamivudine Teva stendur. Mæla skal sermiþéttni ALT og HBV DNA með þriggja mánaða millibili og HBeAg með sex mánaða millibili hjá sjúklingum sem eru HBeAg-jákvæðir.

HIV sýking samhliða

Við meðferð hjá sjúklingum sem einnig eru sýktir af HIV og eru á eða munu fá meðferð með lamivúdíni eða samsetta meðferð með lamivúdíni og zídóvúdíni, skal halda lamivúdín skammtinum sem gefinn er við HIV sýkingu (venjulega 150 mg/tvisvar á dag í samsettri meðferð með öðrum andretróveirulyfjum). Hjá sjúklingum sem einnig hafa HIV sýkingu en þurfa ekki andretróveirumeðferð er hætta á HIV stökkbreytingu ef lamivúdín er notað eitt sér til meðferðar við langvinnri lifrarbólgu B.

Smitun lifrarbólgu B

Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um smit lifrarbólgu B veirunnar frá móður til fósturs hjá konum sem fá lamivúdín meðferð á meðgöngu. Fylgja skal stöðluðum ráðlögðum aðferðum við ónæmisaðgerð gegn lifrarbólgu B veiru hjá ungbörnum.

Gera skal sjúklingum grein fyrir því að ekki hefur verið sýnt fram á að meðferð með lamivúdíni dragi úr hættunni á því að lifrarbólgu B smit berist til annarra og því skal gera viðeigandi varúðarráðstafanir áfram.

Milliverkanir við önnur lyf

Lamivudine Teva skal ekki taka með neinum öðrum lyfjum sem innihalda lamivúdín, eða lyfjum sem innihalda emtrícítabín (sjá kafla 4.5).

Ekki er mælt með samhliða notkun lamivúdíns og cladribíns (sjá kafla 4.5).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Rannsóknir á milliverkunum hafa eingöngu verið gerðar hjá fullorðnum.

Líkurnar á milliverkunum í tengslum við umbrot eru litlar vegna takmarkaðs umbrots og próteinbindingar í blóði og næstum algjörrar nýrnaúthreinsunar á óbreyttu lyfi.

Lamivúdín útskilst fyrst og fremst með virkum útskilnaði með katjónaflutningskerfinu. Möguleika á milliverkunum við önnur lyf sem gefin eru samtímis ber að hafa í huga, sérstaklega þegar meginútskilnaðarleið þeirra er virkur útskilnaður um nýru með katjónaflutningskerfinu, eins og t.d. trímetópríms. Önnur lyf (t.d. ranitidín og címetidín) útskiljast aðeins að hluta til með þessu kerfi og reyndust ekki hafa milliverkanir við lamivúdín.

Efni sem fyrst og fremst útskiljast annað hvort eftir virka anjónaflutningskerfinu, eða með gauklasíun eru ólíkleg til að valda klínískt marktækum milliverkunum við lamivúdín. Við gjöf trímetópríms/súlfametoxazóls 160 mg/800 mg jókst þéttni lamivúdíns í líkamanum um 40%. Lamivúdín hafði hvorki áhrif á lyfjahvörf trímetópríms né súlfametoxazóls. Samt sem áður þarf ekki að aðlaga skammta af lamivúdíni nema sjúklingurinn hafi skerta nýrnastarfsemi.

Væg hækkun á Cmax (28%) fyrir zídóvúdín kom fram þegar það var gefið samtímis lamivúdíni, hins vegar varð ekki marktæk breyting á heildarútsetningu (AUC). Zídóvúdín hafði engin áhrif á lyfjahvörf lamivúdíns (sjá kafla 5.2).

Lamivúdín hefur engar milliverkanir við alfa-interferón þegar lyfin eru gefin samtímis. Engar milliverkanir af klínískri þýðingu komu fram hjá sjúklingum sem tóku lamivúdín samtímis algengum ónæmisbælandi lyfjum (t.d. cýklósporíni A). Formlegar rannsóknir á milliverkunum hafa hins vegar ekki verið gerðar.

Emtrícítabín

Vegna skyldleika skal ekki gefa Lamivudine Teva samtímis öðrum cýtidínhliðstæðum svo sem emtrícítabíni. Lamivudine Teva skal heldur ekki taka ásamt neinum öðrum lyfjum sem innihalda lamivúdín (sjá kafla 4.4).

Clabridín

Lamivúdín hindrar fosfórýleringu cladribíns innan frumna in vitro sem hugsanlega veldur hættu á skertri verkun cladribíns við samhliða notkun við klínískar aðstæður. Sumar klínískar niðurstöður benda einnig til hugsanlegrar milliverkunar á milli lamivúdíns og cladribíns. Því er ekki mælt með samhliða notkun lamivúdíns og cladribíns (sjá kafla 4.4).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Mikið af gögnum frá barnshafandi konum (meira en 1.000 tilvik) benda ekki til neinna vanskapandi eituráhrifa. Lamivudine Teva má nota á meðgöngu ef klínísk þörf er á því.

Fyrir sjúklinga sem meðhöndlaðir eru með lamivúdíni og verða síðan barnshafandi skal hafa í huga að lifrarbólgan getur hugsanlega komið upp aftur ef notkun lamivúdíns er hætt.

Brjóstagjöf

Samkvæmt niðurstöðum frá yfir 200 pörum móður/barns í meðferð við HIV, er þéttni lamivúdíns í sermi ungbarna á brjósti hjá mæðrum í HIV-meðferð mjög lág (minna en 4% af þéttni í sermi móður) og lækka jafnt og þétt niður fyrir greinanleg mörk þegar brjóstmylkingarnir ná 24 vikna aldri. Heildarmagn af lamivúdíni sem brjóstmylkingar taka inn er mjög lítið og er því líklegt að það leiði til útsetningar sem veldur veiruhemjandi áhrifum undir æskilegum mörkum. Lifrarbólga B hjá móður er ekki frábending gegn brjóstagjöf ef nýburinn fær viðeigandi fyrirbyggjandi meðferð gegn lifrarbólgu B við fæðingu og engar vísbendingar eru um að hinn lági styrkur lamivúdíns í brjóstamjólk valdi aukaverkunum hjá brjóstmylkingum. Því má íhuga brjóstagjöf hjá mjólkandi mæðrum sem eru í meðferð með lamivúdíni við lifrarbólguveiru B, með hliðsjón af ávinningi af brjóstagjöfinni fyrir barnið og ávinningi af meðferðinni fyrir konuna. Þar sem lifrarbólguveira B berst frá móður, þrátt fyrir fullnægjandi varúðarráðstafanir, skal íhuga að hætta brjóstagjöf til að minnka hættuna á að stökkbrigði, ónæmt fyrir lamivúdíni, komi fram hjá ungbarninu.

Frjósemi

Engin áhrif á frjósemi karl- eða kvendýra hafa komið fram í dýrarannsóknum (sjá kafla 5.3). Truflun á starfsemi hvatbera:

Sýnt hefur verið fram á, in vitro og in vivo, að núkleósíða- og núkleótíðahliðstæður valda skemmdum á hvatberum á misháu stigi. Greint hefur verið frá truflunum á starfsemi hvatbera hjá ungbörnum sem útsett voru fyrir núkleósíðahliðstæðum í móðurkviði og/eða eftir fæðingu (sjá kafla 4.4).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Sjúklinga skal upplýsa um að greint hefur verið frá lasleika og þreytu við meðferð með lamivúdíni. Hafa skal í huga klínískt ástand sjúklings og aukaverkanamynstur lamivúdíns við mat á hæfni sjúklingsins til aksturs eða notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Tíðni aukaverkana og óeðlilegra niðurstaðna blóðrannsókna (að hækkun á ALT og CPK undanskilinni, sjá síðar) var svipuð hjá þeim sem fengu lyfleysu og sjúklingum sem voru á lamivúdín meðferð. Algengustu aukaverkanirnar sem fram komu voru lasleiki og þreyta, öndunarfærasýkingar, hálssærindi og eymsli í eitlum, höfuðverkur, óþægindi og verkir í kvið, ógleði, uppköst og niðurgangur.

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir eru taldar upp hér á eftir, raðað eftir líffærakerfum og tíðni. Eingöngu aukaverkanir sem taldar eru hafa a.m.k. möguleg orsakatengsl við lamivúdín eru flokkaðar eftir tíðni.

Tíðnin er skilgreind á eftirfarandi hátt: mjög algengar (≥ 1/10), algengar (≥ 1/100 til < 1/10), sjaldgæfar (≥ 1/000 til < 1/100), mjög sjaldgæfar (≥ 1/10.000 til < 1/1000), koma örsjaldan fyrir (< 1/10.000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Tíðniflokkanir aukaverkana eru aðallega byggðar á reynslu úr klínískum rannsóknum, með þátttöku 1.171 sjúklings með langvinna lifrarbólgu B, sem fékk 100 mg af lamivúdíni.

Blóð og eitlar

Tíðni ekki þekkt

Blóðflagnafæð

Ónæmiskerfi

 

Mjög sjaldgæfar

Ofsabjúgur

Lifur og gall

 

Mjög algengar

ALT-hækkun (sjá kafla 4.4)

Versnun lifrarbólgu, sem kemur fyrst og fremst fram með ALT-hækkun í sermi, hefur verið tilkynnt „í meðferð“ og eftir að lamivúdínmeðferð hefur verið hætt. Í flestum tilvikum hefur hækkunin gengið yfir, en örsjaldan hafa orðið dauðsföll (sjá kafla 4.4).

Húð og undirhúð

Algengar

Útbrot, kláði

Stoðkerfi og stoðvefur

 

Algengar

CPK-hækkun

Algengar

Vöðvasjúkdómar, þ. á m. vöðvaverkir og

 

vöðvakrampar*.

Tíðni ekki þekkt

Rákvöðvalýsa

*Í III. stigs rannsóknum var tíðni sem kom fram hjá lamivúdínhópnum ekki hærri en kom fram hjá lyfleysuhópnum.

Börn

Samkvæmt takmörkuðum upplýsingum um börn 2 til 17 ára, hafa ekki greinst neinir nýir áhættuþættir í samanburði við fullorðna.

Aðrir sérstakir hópar

Hjá sjúklingum með HIV sýkingu hafa tilvik af brisbólgu og úttaugakvilla (eða húðskynstruflunum) verið skráð. Hjá sjúklingum með langvinna lifrarbólgu B kom ekki fram neinn munur á tíðni þessara aukaverkana hjá þeim sem fengu lyfleysu og sjúklingum sem voru á lamivúdín meðferð.

Greint hefur verið frá mjólkursýrublóðsýringu, stundum banvænni, venjulega samfara mikilli lifrarstækkun og fituhrörnun (steatosis) í tengslum við notkun á samsettri meðferð með núkleósíðhliðstæðum hjá sjúklingum með HIV. Í mjög sjaldgæfum tilvikum hefur verið greint frá mjólkursýrublóðsýringu hjá sjúklingum sem eru á meðferð með lamivúdíni gegn lifrarbólgu B.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Gjöf mjög stórra skammta af lamivúdíni í rannsóknum á bráðaviðbrögðum dýra leiddu ekki í ljós eituráhrif í einstökum líffærum. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um afleiðingar bráðrar ofskömmtunar hjá mönnum. Engin dauðsföll hafa átt sér stað og sjúklingar náðu sér. Engin sérstök merki eða einkenni hafa greinst í kjölfar slíkrar ofskömmtunar.

Ef ofskömmtun á sér stað ber að fylgjast með sjúklingnum og beita venjulegri stuðningsmeðferð eftir þörfum. Þar sem unnt er að fjarlægja lamivúdín með himnuskilun, má beita samfelldri blóðskilun sem meðferð við ofskömmtun, en rannsóknir hafa ekki verið gerðar á því.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Veirusýkingalyf til almennrar verkunar, núkleósíða- og núkleótíðabakritahemlar. ATC flokkur: J05AF05

Lamivúdín er veirulyf sem er virkt gegn lifrarbólgu B veiru í öllum prófuðum frumulínum og í dýrum sem hafa verið sýkt í rannsóknum.

Lamivúdín umbrotnar bæði í sýktum og ósýktum frumum í þrífosfat afleiðu (TP) sem er virka formið af lyfinu. Innanfrumu helmingunartími þrífosfatsins í lifrarfrumum er 17-19 klukkustundir in vitro. Lamivúdín-TP er hvarfefni fyrir HBV veirupólýmerasa.

Myndun frekara veiru DNA stöðvast vegna upptöku lamivúdín-TP inn í keðjuna og þar með endar keðjan.

Lamivúdín-TP truflar ekki eðlileg umbrot deoxýnúkleótíða í frumum. Það er einnig aðeins vægur hemill á alfa og beta DNApólýmerasa í spendýrum. Að auki hefur lamivúdín-TP aðeins lítil áhrif á DNA innihald frumna hjá spendýrum.

Klínísk reynsla

Reynsla hjá sjúklingum með HBeAg jákvæða langvinna lifrarbólgu B og lifrarsjúkdóm sem er í jafnvægi

Í samanburðarrannsóknum olli meðferð með lamivúdíni í eitt ár marktækri bælingu á HBV DNA eftirmyndun [34−57% sjúklinga voru undir greiningarmörkum (Abbot Genostics solution

hybridization assay, LLOD <1,6 pg/ml)], ALT varð innan eðlilegra marka (40−72% sjúklinga), mótefnamyndun gegn HBeAg átti sér stað (HBeAg lækkun og greining á HBeAb með HBV DNA

lækkun [hefðbundin greining], 16−18% sjúklinga), vefjafræðigreining sýndi bata (38−52% sjúklinga

höfðu ≥ 2 stiga lækkun í Knodell Histologic Activity Index [HAI]) og það dró úr bandvefsmyndun (hjá 3−17% sjúklinga) sem og framgangi skorpulifrar.

Áframhaldandi lamivúdín meðferð í 2 ár til viðbótar hjá sjúklingum sem ekki höfðu myndað mótefni gegn HBeAg á fyrsta ári samanburðarrannsóknanna leiddi til aukins árangurs m.t.t. myndunar bandvefsbrúa. Hjá sjúklingum með YMDD-stökkbrigði HBV, höfðu 41/82 (50%) náð árangri gegn lifrarbólgu og 40/56 (71%) sjúklinga án YMDD-stökkbrigðis HBV höfðu náð árangri. Árangur m.t.t. myndunar bandvefsbrúa átti sér stað hjá 19/30 (63%) sjúklinga sem ekki höfðu YMDD-stökkbrigði og hjá 22/44 (50%) sjúklinga sem höfðu YMDD-stökkbrigðið. Versnun átti sér stað hjá 5% (3/56) sjúklinga sem ekki höfðu YMDD-stökkbrigði,í samanburði við ástand fyrir meðferð og hjá 13% (11/82) sjúklinga með YMDD-stökkbrigði. Framgangur yfir í skorpulifur átti sér stað hjá 4/68 (6%) sjúklinga með YMDD-stökkbrigðið, en ekki hjá neinum af sjúklingunum sem ekki höfðu YMDD- stökkbrigðið.

Í rannsókn á framlengdri meðferð hjá asískum sjúklingum (NUCB3018) var tíðni mótefnamyndunar gegn HBeAg og tíðni þess að ALT næði aftur eðlilegum mörkum í lok 5 ára meðferðartímabils 48% (28/58) og 47% (15/32) hvors fyrir sig. Mótefnamyndun gegn HBeAg var aukin hjá sjúklingum með hækkað ALT gildi; 77% (20/26) sjúklinganna sem höfðu ALT > tvöföld eðlileg efri mörk fyrir meðferð, mynduðu mótefni. Eftir 5 ár höfðu allir sjúklingarnir HBV DNA gildi sem voru ógreinanleg eða lægri en gildi fyrir meðferð.

Nánari niðurstöður úr rannsókninni varðandi flokkun YMDD-stökkbrigðisins eru teknar saman í töflu 1.

Tafla 1: Verkunarniðurstöður 5 ár, samkvæmt YMDD ástandi (Asian Study) NUCB3018

 

Einstaklingar, % (fjöldi)

Staða YMDD-stökkbrigðis HBV

YMDD1

Án YMDD1

Mótefnamyndun gegn HBeAg

 

 

 

 

- Allir sjúklingar

(15/40)

(13/18)

- Grunngildi ALT 1 x ULN2

(1/11)

(2/6)

- Grunngildi ALT > 2 x ULN

(9/15)

(11/11)

Ógreinanlegt HBV DNA

 

 

 

 

- Grunngildi3

(2/40)

(1/18)

- Vika 2604

(2/25)

 

neikvætt

 

jákvætt < grunngildi

(23/25)

(4/4)

jákvætt > grunngildi

 

 

ALT nær aftur eðlilegu gildi

 

 

 

 

- Grunngildi

(11/40)

(6/18)

eðlilegt

hærra en eðlilegt

(29/40)

(12/18)

- Vika 260

(13/28)

(2/4)

eðlilegt

hærra en eðlilegt < grunngildi

(6/28)

 

hærra en eðlilegt > grunngildi

(9/28)

(2/4)

 

 

 

 

 

1Sjúklingar skilgreindir sem með YMDD-stökkbrigði voru þeir sem höfðu 5% YMDD-stökkbrigði HBV á

einhverjum árlegum tímapunkti á 5 ára tímabilinu. Sjúklingar sem skilgreindir voru sem án YMDD-stökkbrigðis voru þeir sem höfðu > 95% villigerð HBV á öllum árlegum tímapunktum á 5 ára rannsóknartímabilinu.

2Efri eðlileg mörk

3 Abbott Genostics solution hybridisation assay (LLOD < 1,6 pg/ml)

4Chiron Quantiplex assay (LLOD 0,7 Meq/ml)

Samanburðargögn varðandi YMDD-stökkbrigði stöðu voru einnig fáanleg til vefjafræðilegs mats, en aðeins frá fyrstu þremur árunum. Hjá sjúklingum með YMDD-stökkbrigði HBV dró úr bólgudrepsvirkni hjá 18/39 (46%) en versnun varð hjá 9/39 (23%). Hjá sjúklingum sem ekki höfðu YMDD-stökkbrigðið dró úr bólgudrepsvirkni hjá 20/27 (74%) en versnun varð hjá 2/27 (7%).

Eftir mótefnamyndun gegn HBeAg, vara mótefnasvörun og klínískur bati einkenna almennt eftir að töku lamivúdíns er hætt. Hins vegar getur komið fyrir að sjúklingum hraki eftir mótefnamyndun. Við rannsóknir þar sem sjúklingum, sem áður höfðu myndað mótefni og hætt notkun lamivúdíns, var fylgt eftir í langan tíma, varð síðkomið veirufræðilegt bakslag hjá 39% einstaklinganna. Því skal fylgjast reglulega með klínískri svörun og mótefnasvörun hjá sjúklingum sem myndað hafa mótefni gegn HBeAg. Hjá sjúklingum sem ekki ná að viðhalda mótefnasvörun skal íhuga að endurtaka meðferð annað hvort með lamivúdíni eða öðru veirudrepandi lyfi til að ná aftur klínískri stjórnun á HBV.

Hjá sjúklingum sem fylgt var eftir í allt að 16 vikur eftir að meðferð var hætt eftir eitt ár, voru hækkanir á ALT eftir að meðferð var hætt tíðari hjá sjúklingum sem fengið höfðu lamivúdín en sjúklingum sem fengið höfðu lyfleysu. Samanburður á ALT hækkunum eftir meðferð, í 52. viku og 68. viku hjá sjúklingum sem hættu á lamivúdín meðferð í 52. viku og sjúklingum í sömu rannsóknum sem fengu lyfleysu allan meðferðartímann, kemur fram í töflu 2. Hlutfall sjúklinga sem höfðu ALT

hækkanir í tengslum við bilirúbínhækkanir eftir að meðferð var hætt var lágt og svipað hjá sjúklingum sem fengu lamivúdín og þeim sem fengu lyfleysu.

Tafla 2: ALT hækkanir eftir að meðferð var hætt í 2 samanburðarrannsóknum með lyfleysu hjá fullorðnum

 

Sjúklingar með ALT hækkun/

Óeðlilegt gildi

Sjúklingar með mælingar*

Lamivúdín

Lyfleysa

ALT ≥ tvöfalt grunngildi

37/137 (27 %)

22/116 (19 %)

ALT ≥ þrefalt grunngildi

29/137 (21 %)

9/116 (8 %)

ALT ≥ tvöfalt grunngildi og heildar ALT > 500 AE/l

21/137 (15 %)

8/116 (7 %)

 

ALT ≥ tvöfalt grunngildi; og bilirubin > tvöföld

1/137 (0,7 %)

1/116 (0,9 %)

eðlileg efri mörk og ≥ tvöfalt grunngildi

*Hver sjúklingur getur komið fram í einum eða fleiri flokkum.

Sambærilegt við eitrun af Gráðu 3 samkvæmt skilgreiningu WHO. ULN= Efri eðlileg mörk

Reynsla hjá sjúklingum með HBeAg neikvæða langvinna lifrarbólgu B:

Fyrstu upplýsingar sýna að verkun lamivúdíns hjá sjúklingum með HBeAg neikvæða langvinna lifrarbólgu B er svipuð og hjá sjúklingum með HBeAg jákvæða langvinna lifrarbólgu B þar sem 71% sjúklinganna hafa HBV DNA sem er bælt undir greiningarmörk greiningarprófsins, 67% hafa náð eðlilegu ALT gildi og 38% hafa náð árangri samkvæmt HAI eftir eitt ár á meðferð. Þegar lamivúdín meðferð var hætt, átti endurkoma veirunnar sér stað hjá meirihluta (70%) sjúklinganna. Niðurstöður liggja fyrir úr langvarandi rannsókn á meðferð hjá HBeAg neikvæðum sjúklingum (NUCAB3017) sem fengu meðferð með lamivúdíni. Eftir meðferð í tvö ár í þessari rannsókn náði ALT aftur eðlilegu gildi hjá 30/69 (43%) og HBV DNA varð ógreinanlegt hjá 32/68 (47%) sjúklinganna og árangur náðist m.t.t. bólgudrepsgildis hjá 18/49 (37%) sjúklinga. Hjá sjúklingum sem ekki höfðu YMDD-stökkbrigði HBV náðist árangur m.t.t. bólgudrepsgildis hjá 14/22 (64%) sjúklinga en hjá 1/22 (5%) sjúklinga varð versnun miðað við ástand fyrir meðferð. Hjá sjúklingum með YMDD-stökkbrigðið náðist árangur m.t.t. bólgudrepsgildis hjá 4/26 (15%) sjúklinga en hjá 8/26 (31%) sjúklinga varð versnun miðað við ástand fyrir meðferð. Í hvorugum hópnum var um framgang yfir í skorpulifur að ræða.

Tíðni framkomu YMDD-stökkbrigðis HBV og áhrif á svörun við meðferð:

Meðferð með lamivúdíni eingöngu leiðir til vals YMDD-stökkbrigðis HBV hjá u.þ.b. 24% sjúklinga eftir eitt ár á meðferð og eykst í 69% eftir 5 ár á meðferð. Myndun YMDD-stökkbrigðis HBV tengist minnkaðri svörun við meðferð hjá sumum sjúklingum, sem kemur fram með hækkuðum HBV DNA gildum og ALT hækkunum frá fyrri gildum meðan á meðferð stóð, auknum einkennum lifrarbólgu og/eða versnun bólgudreps í lifur. Ákjósanlegasta meðferðin fyrir sjúklinga með YMDD-stökkbrigði HBV hefur enn ekki verið ákvörðuð (sjá kafla 4.4).

Í afturskyggnri rannsókn til að ákvarða þætti sem tengdust gegnumbroti HBV-DNA, fengu 159 asískir HBeAg-jákvæðir sjúklingar meðferð með lamivúdíni og var fylgt eftir í tímabil með miðgildi sem var næstum 30 mánuðir. 60% líkur voru á að þeir sem höfðu gildi fyrir HBV-DNA yfir 200 eintök/ml eftir 6 mánaða (24 vikna) lamivúdínmeðferð mynduðu YMDD-stökkbrigðið, miðað við 8% þeirra sem höfðu gildi fyrir HBV-DNA undir 200 eintök/ml eftir 24 vikna meðferð með lamivúdíni. Hættan á myndun YMDD-stökkbrigðis var 63% samanborið við 13% með viðmiðunarmörk (cut off) 1000 eintök/ml (NUCB3009 og NUCB3018).

Reynsla hjá sjúklingum með lifrarsjúkdóm sem ekki er í jafnvægi:

Samanburðarrannsóknir með lyfleysu eru taldar óviðeigandi hjá sjúklingum með lifrarsjúkdóm sem ekki er í jafnvægi og hafa því ekki verið gerðar. Í rannsóknum án samanburðarhópa þar sem lamivúdín var gefið fyrir og meðan á ígræðslu stóð var sýnt fram á virka HBV DNA bælingu og ALT innan eðlilegra marka. Þegar lamivúdín meðferð var haldið áfram eftir ígræðslu var minna um HBV endursýkingu í ígræddu lifrina, HBsAg minnkuðu meira og líkur á lifun í 1 ár voru 76-100%.

Eins og búist var við vegna samhliða ónæmisbælingar var tíðni tilkomu YMDD-stökkbrigðis HBV eftir 52 vikna meðferð hærri hjá þeim sem fengu ígrædda lifur (36%−64%) en hjá sjúklingum með langvinna lifrarbólgu B og heilbrigt ónæmiskerfi (14%−32%).

Reynsla hjá sjúklingum með langvinna lifrarbólgu B og langt gengna bandvefsmyndun eða skorpulifur:

Í samanburðarrannsókn með lyfleysu hjá 651 sjúklingi með langvinna lifrarbólgu B í klínísku jafnvægi og vefjafræðilega staðfesta bandvefsmyndun eða skorpulifur, dró lamivúdín meðferð (miðgildi meðferðarlengdar 32 mánuðir) marktækt úr hraða heildar sjúkdómsframgangs (34/436, 7,8% með lamivúdíni, á móti 38/215, 17,7% með lyfleysu, p=0,001). Þetta kom fram með þeim hætti að marktækt lægra hlutfall sjúklinga hafði hækkað Child-Pugh gildi (15/436, 3,4% á móti 19/215, 8,8%, p=0,023) og myndun lifrarfrumukrabbameins (17/436, 3,9% á móti 16/215, 7,4%, p=0,047). Sjúkdómsframgangur var almennt hraðari í lamivúdín hópnum sem hafði greinanlegt YMDD- stökkbrigði HBV DNA (23/209, 11%) í samanburði við þá sem ekki höfðu greinanlegt YMDD- stökkbrigði HBV (11/221, 5%). Engu að síður var sjúkdómsframgangur hægari hjá þeim sem höfðu YMDD-stökkbrigði og fengu lamivúdín en sjúkdómsframgangurinn hjá þeim sem fengu lyfleysu (23/209, 11% á móti 38/214, 18%). Staðfest myndun mótefna gegn HBeAg átti sér stað hjá 47% (118/252) einstaklinga sem fengu lamivúdín meðferð og 93% (320/345) einstaklinga sem fengu lamivúdín urðu HBV DNA neikvæðir (VERSANT [version 1], bDNA assay, LLOD < 0,7 MEq/ml) meðan á rannsókninni stóð.

Reynsla hjá börnum og unglingum:

Í samanburðarrannsókn með lyfleysu hjá 286 sjúklingum á aldrinum 2 til 17 ára var lamivúdín gefið börnum og unglingum með langvinna lifrarbólgu B í jafnvægi. Í þessum hópi voru fyrst og fremst börn með væga lifrarbólgu B. Skammturinn var 3 mg/kg á dag (allt að hámarksskammti 100 mg á dag) hjá börnum á aldrinum 2 til 11 ára og 100 mg einu sinni á dag hjá unglingum á aldrinum 12 ára og eldri. Færa þarf frekari rök fyrir þessum skammti. Mismunurinn á mótefnamyndun gegn HBeAg (lækkun HBeAg og HBV DNA gilda og greining HBeAb) hjá þeim sem fengu lyfleysu og þeim sem fengu lamivúdín var ekki tölfræðilega marktækur í þessum hópi (tíðnin eftir eitt ár var 13% (12/95) hjá þeim sem fengu lyfleysu á móti 22% (42/191) hjá þeim sem fengu lamivúdín; p=0,057). Tíðni YMDD-stökkbrigðis HBV var svipað og fram kom hjá fullorðnum, á bilinu 19% í 52. viku og allt að 45% hjá sjúklingum sem fengu samfellda meðferð í 24 mánuði.

5.2Lyfjahvörf

Frásog

Lamivúdín frásogast vel frá meltingarvegi og aðgengi lamivúdíns eftir inntöku er venjulega á bilinu 80-85% hjá fullorðnum. Meðaltíminn (tmax) þar til hámarkssermiþéttni (Cmax) næst eftir inntöku er u.þ.b. ein klukkustund. Eftir lækningalega skammta þ.e. 100 mg einu sinni á dag er Cmax lamivúdíns á bilinu 1,1-1,5 μg/ml og lægstu gildi voru 0,015-0,020 μg/ml.

Ef lamivúdín er tekið með mat verður seinkun á tmax og lækkun á Cmax (lækkun allt að 47%). Hins vegar hefur þetta ekki áhrif á það magn sem frásogast af lamivúdíni (á grundvelli AUC) og því má taka lamivúdín inn með eða án matar.

Dreifing

Þegar lyfið er gefið í bláæð er dreifingarrúmmál 1,3 l/kg. Lamivúdín sýnir línuleg lyfjahvörf á lækningalegu skammtabili og takmarkaða próteinbindingu við albúmín í blóðvökva.

Takmörkuð gögn sýna að lamivúdín fer inn í miðtaugakerfið og í heila- og mænuvökva. Hlutfallið á milli þéttni lamivúdíns í heila- og mænuvökva og sermi 2-4 klukkustundum eftir inntöku var u.þ.b. 0,12.

Umbrot

Lamivúdín er að stærstum hluta losað óbreytt með útskilnaði um nýru. Líkurnar á milliverkunum lamivúdíns við önnur lyf í tengslum við umbrot eru litlar vegna lítilla umbrota í lifur (5-10%) og lítillar próteinbindingar í blóðvökva.

Brotthvarf

Úthreinsun lamivúdíns úr blóði er að meðaltali u.þ.b. 0,3 l/klst./kg. Helmingunartími útskilnaðar er 5 til 7 klukkustundir. Lamivúdín útskilst að meginhluta óbreytt í þvagi með gauklasíun og virkri seytingu (með katjónaflutningskerfinu). Um 70% lamivúdíns hverfa brott með nýrnaúthreinsun.

Ákveðnir sjúklingahópar

Rannsóknir hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi sýna að skerðing á nýrnastarfsemi hefur áhrif á útskilnað lamivúdíns. Hjá sjúklingum sem hafa kreatínín úthreinsun < 50 ml/mín er nauðsynlegt að minnka skammta (sjá kafla 4.2).

Skert lifrarstarfsemi hefur ekki áhrif á lyfjahvörf lamivúdíns. Takmarkaðar upplýsingar fengnar hjá sjúklingum sem gangast undir lifrarígræðslu sýna að skerðing á lifrarstarfsemi hefur ekki marktæk áhrif á lyfjahvörf lamivúdíns, nema einnig sé um skerta nýrnastarfsemi að ræða.

Hjá öldruðum sjúklingum benda upplýsingar um lyfjahvörf lamivúdíns til þess að eðlileg öldrun ásamt minnkaðri nýrnastarfsemi hafi ekki klínískt marktæk áhrif á útsetningu lamivúdíns, nema hjá sjúklingum með kreatínín úthreinsun < 50 ml/mín (sjá kafla 4.2).

5.3 Forklínískar upplýsingar

Írannsóknum á eiturverkunum hjá dýrum komu ekki fram neinar meiriháttar eiturverkanir á líffæri þegar gefnir voru stórir skammtar af lamivúdíni. Þegar stærstu skammtarnir voru gefnir, sáust minniháttar áhrif á gildi sem segja til um lifrar- og nýrnastarfsemi og í einstökum tilvikum minnkun á lifrarþyngd. Fækkun rauðra blóðkorna og hlutleysiskyrninga voru þær aukaverkanir sem líklegastar voru til að skipta máli við klíníska notkun. Þessar aukaverkanir sáust sjaldan í klínískum rannsóknum.

Lamivúdín olli ekki stökkbreytingum í bakteríuprófunum, en sýndi eins og margar núkleósíða hliðstæður virkni í frumuerfðafræðilegu prófi in vitro og í eitilæxlaprófi á músum. Lamivúdín olli ekki eiturverkunum á erfðaefni in vivo í rannsóknum við skammta sem gáfu allt að 60-70 sinnum hærri blóðþéttni en gert er ráð fyrir við klíníska notkun. Þar sem ekki var hægt að staðfesta eiturverkanir á erfðaefni in vitro með in vivo prófunum, er ályktað að lamivúdín ætti ekki að valda hættu á eiturverkunum á erfðaefni hjá sjúklingum á lamivúdín meðferð.

Rannsóknir á æxlun hjá dýrum hafa ekki sýnt skaðleg áhrif á fóstur og sýndu engin áhrif á frjósemi, hvorki hjá kven- né karldýrum. Lamivúdín veldur fósturláti snemma á meðgöngu þegar það er gefið ungafullum kanínum og útsetning er sambærileg við það sem gerist hjá mönnum, en ekki hjá rottum, jafnvel við mjög mikla almenna útsetningu.

Niðurstöður langtímarannsókna á krabbameinsvaldandi áhrifum lamivúdíns hjá rottum og músum sýndu ekki tilhneigingu til krabbameinsvaldandi áhrifa.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni Örkristallaður sellulósi

Natríumsterkjuglýkólat (gerð A) Magnesíumsterat

Filmuhúð töflu

Hýprómellósi 3cP

Hýprómellósi 6cP

Títantvóxíð

Makrógól 400

Pólýsorbat 80

Gult járnoxíð

Rautt járnoxíð

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

Þynnupakkningar:

Hvítar ógagnsæjar PVC/PVdC – álþynnupakkningar Pakkningastærðir með 28, 30, 84 eða 100 filmuhúðuðum töflum

Ílát:

Hvít ógagnsæ HDPE ílát með hvítu ógagnsæju pólýethýlen skrúfloki með barnalæsingu og innsigli Pakkningastærð með 60 filmuhúðuðum töflum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.HANDHAFI MARKAÐSLEYFIS

Teva B.V.

Swensweg 5

2031GA Haarlem

Holland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/09/566/001 – 28 töflur

EU/1/09/566/002 – 30 töflur

EU/1/09/566/003 – 84 töflur

EU/1/09/566/004 – 100 töflur

EU/1/09/566/005 – 60 töflur

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 29. október 2009

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 9. september 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um þetta lyf eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf