Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Lamivudine Teva (lamivudine) – Fylgiseðill - J05AF05

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLamivudine Teva
ATC-kóðiJ05AF05
Efnilamivudine
FramleiðandiTeva B.V.

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Lamivudine Teva 100 mg filmuhúðaðar töflur lamivúdín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að taka lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Hvað er Lamivudine Teva er og við hverju er það notað

2.Áður en byrjað er að nota Lamivudine Teva

3.Hvernig á að nota Lamivudine Teva

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig á að geyma Lamivudine Teva

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Hvað er Lamivudine Teva er og við hverju er það notað

Virka innihaldsefnið í Lamivudine Teva er lamivúdín.

Lamivudine Teva er notað við meðferð langvinnrar sýkingar af völdum lifrarbólgu B hjá fullorðnum.

Lamivudine Teva er veirusýkingalyf sem bælir lifrarbólguveiru B og tilheyrir flokki lyfja sem kallast núkleósíðbakritahemlar.

Lifrarbólga B er af völdum veiru sem sýkir lifrina og veldur langvinnri sýkingu sem getur valdið lifrarskemmdum. Lamivudine Teva má nota hjá fólki með lifur sem er skemmd en starfar samt eðlilega (lifrarsjúkdóm í jafnvægi) .

Meðferð með Lamivudine Teva getur dregið úr fjölda lifrarbólgu B veira í líkamanum. Það á að draga úr lifrarskemmdum og bæta lifrarstarfsemina. Það svara ekki allir meðferð með Lamivudine Teva á sama hátt. Læknirinn mun hafa eftirlit með árangri meðferðarinnar.

2. Áður en byrjað er að notataka Lamivudine Teva

Ekki má taka Lamivudine Teva:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu lamivúdíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Ræddu við lækninn ef þú heldur að þetta eigi við um þig.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Sumir sem taka Lamivudine Teva eða önnur svipuð lyf eiga frekar á hættu að fá alvarlegar aukaverkanir. Þú þarft að vita af þessari auknu hættu:

ef þú hefur einhvern tíma verið með aðrar tegundir lifrarsjúkdóma, svo sem lifrarbólgu C

ef þú ert allt of þung(ur) (einkum ef þú ert kona)

Ræddu við lækninn ef eitthvað af þessu á við um þig. Þú gætir þurft frekari skoðanir, þ.m.t. blóðprufur á meðan þú tekur lyfið. Sjá nánari upplýsingar um áhættuþætti í kafla 4.

Ekki hætta að taka Lamivudine Teva nema að ráði læknisins, þar sem hætta er á að lifrarbólgan versni. Þegar þú hættir að taka Lamivudine Teva mun læknirinn hafa eftirlit með þér í a.m.k. fjóra mánuði til þess að athuga hvort um einhver vandamál er að ræða. Í því felst taka blóðsýna til þess að athuga hvort um hækkun lifrarensíma er að ræða, sem getur benttil lifrarskemmda. Sjá nánari upplýsingar um hvernig taka á Lamivudine Teva í kafla 3.

Fylgist með mikilvægum einkennum

Sumir sem taka lyf gegn lifrarbólgu B fá aðra sjúkdóma sem geta verið alvarlegir. Þú þarft að þekkja mikilvæg einkenni sem fylgjast skal með á meðan þú tekur Lamivudine Teva.

Lesið upplýsingarnar „Aðrar hugsanlegar aukaverkanir samsettrar meðferðar við lifrarbólgu B“ í kafla 4 í þessum fylgiseðli.

Verndið aðra

Lifrarbólga B dreifist við kynlíf með einstaklingi sem er sýktur eða berst með sýktu blóði (til dæmis með því að deila sprautunálum með öðrum). Lamivudine Teva kemur ekki í veg fyrir að þú smitir aðra af lifrarbólgu B. Til þess að hindra að aðrir smitist af lifrarbólgu B:

Notaðu smokk við munnmök eða samfarir.

Gættu þess að blóð berist ekki á milli – til dæmis ekki deila nálum með öðrum.

Notkun annarra lyfja samhliða Lamivudine Teva

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð, einnig náttúrulyf eða önnur lyf sem fengin eru án lyfseðils.

Mundu að láta lækninn eða lyfjafræðing vita ef þú byrjar að taka nýtt lyf á meðan þú tekur Lamivudine Teva.

Þessi lyf skal ekki nota með Lamivudine Teva:

önnur lyf sem innihalda lamivúdín, notuð gegn HIV-sýkingu (stundum kallað alnæmi)

emtrícabíni notað gegn sýkingum af völdum HIV eða lifrarbólgu B

cladribín, notað gegn hárfrumuhvítblæði

Láttu lækninn vita ef þú ert í meðferð með einhverju þessara lyfja.

Meðganga

Ef þú ert þunguð, heldur að þú getir verið þunguð eða áformar að eignast barn:

Ræddu við lækninn um áhættu og ávinning af því að taka Lamivudine Teva á meðgöngunni. Ekki hætta á Lamivudine Teva án þess að ráðfæra þig við lækninn.

Brjóstagjöf

Lamivudine Teva getur borist í brjóstamjólk. Ef þú ert með barn á brjósti eða að hugsa um að hafa barn á brjósti

Ræddu við lækninn áður en þú tekur Lamivudine Teva.

Akstur og notkun véla

Lamivudine Teva getur valdið þreytu sem getur haft áhrif á hæfni þína til aksturs eða notkunar véla.

Ekki aka eða nota vélar nema þú sért viss um að þú finnir ekki fyrir slíkum áhrifum.

3.Áður en byrjað er að nota Lamivudine Teva

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur gefið fyrirmæli um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Vertu í reglulegu sambandi við lækninn

Lamivudine Teva hjálpar við að hafa stjórna á sýkingunni af völdum lifrarbólgu B. Þú þarft að halda áfram að taka það á hverjum degi til að hafa stjórn á sýkingunni og hindra að sjúkdómurinn versni.

Vertu í sambandi við lækninn og ekki hætta að taka Lamivudine Teva nema að ráði læknisins.

Hversu mikið á að taka Venjulegur skammtur er ein tafla (100 mg lamivúdíní) einu sinni á dag. Læknirinn gæti ávísað minni skammti ef þú ert með nýrnasjúkdóm. Hægt er að fá Lamivudin mixtúru handa einstaklingum sem þurfa að fá minna en venjulegan skammt eða geta ekki tekið töflurnar.

Ræddu við lækninn ef þetta á við um þig.

Ef þú ert að taka annað lyf sem inniheldur lamivúdín gegn HIV sýkingu, mun læknirinn halda áfram að meðhöndla þig með stærri skammtinum (yfirleitt 150 mg tvisvar á dag) vegna þess að lamivúdínskammturinn í Lamivudine Teva (100 mg) nægir ekki gegn HIV sýkingunni. Ef þú ráðgerir að breyta HIV meðferðinni skalt þú byrja á að ræða við lækninn.

Gleypið töfluna heila, með svolitlu vatni. Lamivudine Teva má taka með eða án matar.

Ef þú tekur of mikið af Lamivudine Teva

Ef þú tekur inn of mikið af Lamivudine Teva fyrir slysni er ólíklegt að það valdi alvarlegum vandamálum. Ef of mikið er tekið af slysni skalt þú hafa samband við lækni, lyfjafræðing eða bráðamóttöku næsta sjúkrahúss til að fá nánari ráðleggingar.

Ef gleymist að taka Lamivudine Teva

Ef þú gleymir að taka skammt skaltu taka hann strax og þú manst eftir honum. Haltu síðan meðferðinni áfram eins og áður.

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka.

Ekki hætta að taka Lamivudine Teva

Hættu ekki að taka Lamivudine Teva án þess að ráðfæra þig við lækninn. Hætta er á að lifrarbólgan versni (sjá kafla 2). Þegar þú hættir að nota Lamivudine Teva mun læknirinn hafa eftirlit með þér í a.m.k. fjóra mánuði til að fylgjast með hugsanlegum vandamálum. Þetta þýðir að teknar verða blóðprufur til að fylgjast með hvort hækkun verði á þéttni lifrarensíma, sem getur bent til lifrarskemmda.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Auk aukaverkananna sem taldar eru upp hér á eftir fyrir Lamivudine Teva geta aðrir kvillar komið fram meðan á samsettri meðferð við lifrarbólgu B stendur.

Mikilvægt er að lesa upplýsingarnar síðar í þessum kafla undir „Aðrar hugsanlegar aukaverkanir samsettrar meðferðar við lifrarbólgu B“.

Aukaverkanir sem algengt var að greint væri frá í klínískum rannsóknum á Lamivudine voru þreyta, öndunarfærasýkingar, hálssærindi, höfuðverkur, óþægindi og verkir í kvið, ógleði, uppköst og niðurgangur, hækkun á lifrarensímum og ensímum frá vöðvum (sjá hér á eftir).

Ofnæmisviðbrögð

Þau koma örsjaldan fyrir hjá einstaklingum sem taka Lamivudine Teva. Einkenni eru m.a.:

Þroti í augnlokum, andliti eða tungu.

Kyngingar- eða öndunarerfiðleikar.

Hafið strax samband við lækninn ef þessi einkenni koma fram. Hættið að taka Lamivudine

Teva.

Aukaverkanir sem talið er að séu af völdum Lamivudine Teva:

Mjög algeng aukaverkun(getur komið fyrir hjá fleiri en 1 af 10 einstaklingum) sem getur komið fram á blóðprófum er:

hækkuð þéttni sumra lifrarensíma (transamínasa), sem getur bent til bólgu eða skemmda í lifur

Algeng aukaverkun (getur komið fyrir hjá allt að 1 af 10 einstaklingum) er:

krampar og vöðvaverkir

húðútbrot eða „ofsakláði“ einhvers staðar á líkamanum.

Algeng aukaverkun sem getur komið fram í blóðprófum er:

hækkuð þéttni ensíms sem er framleitt í vöðvum (kreatínfosfókínasa) sem getur bent til skemmda í líkamsvef.

Aðrar aukaverkanir

Aðrar aukaverkanir sem komið hafa fyrir hjá örfáum einstaklingum en nákvæm tíðni þeirra er ekki þekkt

niðurbrot vöðvavefs

lifrarsjúkdómur versnar eftir að meðferð með Lamivudine Teva er hætt eða meðan á meðferð stendur ef veiran sem veldur lifrarbólgu B verður ónæm fyrir Lamivudine Teva. Þetta getur verið lífshættulegt fyrir suma einstaklinga.

mjólkursýrublóðsýring (sjá næsta kafla, „Aðrar hugsanlegar aukaverkanir samsettrar meðferðar við lifrarbólgu B“).

Aukaverkun sem getur komið fram í blóðprófum er:

fækkun blóðfrumna sem taka þátt í blóðstorknun (blóðflagnafæð)

Ef þú færð aukaverkanir

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita. Þetta á einnig við um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli

Aðrar hugsanlegar aukaverkanir samsettrar meðferðar við lifrarbólgu B

Lamivudine Teva og skyld lyf (núkleósíðabakritahemlar) geta valdið því að aðrir kvillar komi fram meðan á meðferð við lifrarbólgu B stendur.

Mjólkursýrublóðsýring er mjög sjaldgæf en alvarleg aukaverkun

Sumir sem taka Lamivudine Teva eða önnur lyf af sömu tegund (núkleósíðabakritahemla) fá kvilla sem kallast mjólkursýrublóðsýring, ásamt lifrarstækkun.

Mjólkursýrublóðsýring stafar af uppsöfnun mjólkursýru í líkamanum. Hún er mjög sjaldgæf og ef hún kemur fram gerist það yfirleitt eftir meðferð í nokkra mánuði. Hún getur verið lífshættuleg og valdið bilun í innri líffærum.

Meiri líkur eru á að mjólkursýrublóðsýring komi fram hjá einstaklingum sem eru með lifrarsjúkdóm eða hjá einstaklingum sem eiga við offitu að stríða, einkum konum.

Meðal einkenna mjólkursýrublóðsýringar eru:

djúp, hröð, erfið öndun

svefnhöfgi

dofi eða máttleysi í útlimum

ógleði, uppköst

magaverkur.

Meðan á meðferðinni stendur mun læknirinn fylgjast með þér með tilliti til einkenna um mjólkursýrublóðsýringu. Ef þú færð einhver af einkennunum sem lýst er hér fyrir ofan eða einhver önnur einkenni sem valda þér áhyggjum:

Leitaðu til læknisins eins fljótt og hægt er.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5. Hvernig á að geyma Lamivudine Teva

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki má nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á áletruninni og á öskjunni. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki þarf að geyma lyfið við sérstök skilyrði.

Ekki nota Lamivudine Teva ef vart verður við breytingar á útliti töflunnar.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aAðrar upplýsingar

Hvað inniheldur Lamivudine Teva

-Virka efnið er lamivúdín. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 100 mg af lamivudine.

-Önnur innihaldsefni eru:

Töflukjarni: Örkristallaður sellúlósi natríumsterkjuglýkólat, magnesíum sterat. Filmuhúð töflu: hýprómellósi, títantvíoxíð (E171), makrógól, pólýsorbat 80, gult járnoxíð (E172), rautt járnoxíð (E172).

Útlit Lamivudine Teva og pakkningastærð

Appelsínugul, hylkislaga, tvíkúpt, filmuhúðuð tafla, ígreypt með "L 100" á annarri hliðinni og slétt á hinni.

Lamivudine Teva fæst í álþynnupakkningum sem innihalda 28, 30, 84 eða 100 töflur eða HDPE ílátum sem innihalda 60 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu fáanlegar í þínu landi

Markaðsleyfishafi

Teva B.V.

Swensweg 5

2031GA Haarlem

Holland

Framleiðandi

Teva Pharmaceutical Works Private Limited Company

Pallagi út 13

Debrecen H-4042

Ungverjaland

TEVA UK Ltd

Brampton Road

Hampden Park

Eastbourne, East Sussex

BN22 9AG Bretland

Pharmachemie B.V.

Swensweg 5

2031 GA Haarlem

Holland

Teva Operations Poland Sp.z o. o. Mogilska 80 Str.

31-546 Kraków Pólland

Ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið, vinsamlegast hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

Teva Pharma Belgium N.V./S.A.

UAB “Sicor Biotech”

Tel/Tél: +32 3 820 73 73

Tel: +370 5 266 02 03

България

Luxembourg/Luxemburg

Тева Фармасютикълс България ЕООД

ratiopharm GmbH

Teл: +359 2 489 95 82

Allemagne / Deutschland

 

Tél: +49 731 402 02

Česká republika

Magyarország

Teva Pharmaceuticals CR, s.r.o.

Teva Gyógyszergyár Zrt.

Tel: +420 251 007 111

Tel.: +36 1 288 64 00

Danmark

Malta

Teva Denmark A/S

Teva Pharmaceuticals Ireland

Tlf: +45 44 98 55 11

L-Irlanda

 

Tel: +353 51 321740

Deutschland

Nederland

Teva GmbH

Teva Nederland B.V.

Tel: +49 731 402 08

Tel: +31 (0) 800 0228400

Eesti

Norge

Teva Eesti esindus UAB Sicor Biotech

Teva Norway AS

Eesti filiaal

Tlf: +47 66 77 55 90

Tel: +372 6610801

 

Ελλάδα

Österreich

Teva Ελλάς Α.Ε.

ratiopharm Arzneimittel Vertriebs-GmbH

Τηλ: +30 210 72 79 099

Tel: +43(0)1 970070

España

Polska

Teva Pharma, S.L.U.

Teva Pharmaceuticals Polska Sp. z o.o.

Tél: +34 91 387 32 80

Tel.: +48 22 345 93 00

France

Portugal

Teva Santé

Teva Pharma - Produtos Farmacêuticos Lda

Tél: +33 1 55 91 7800

Tel: +351 21 476 75 50

Hrvatska

România

Pliva Hrvatska d.o.o.

Teva Pharmaceuticals S.R.L

Tel: +385 1 37 20 000

Tel: +4021 230 65 24

Ireland

Slovenija

Teva Pharmaceuticals Ireland

Pliva Ljubljana d.o.o.

Tel: +353 (0)51 321 740

Tel: +386 1 58 90 390

Ísland

Slovenská republika

ratiopharm Oy

Teva Pharmaceuticals Slovakia s.r.o.

Finnland

Tel: +421 2 5726 7911

Puh/Tel: +358 20 180 5900

 

Italia

Suomi/Finland

Teva Italia S.r.l.

ratiopharm Oy

Tel: +39 028917981

Puh/Tel: +358 20 180 5900

Κύπρος

Sverige

Teva Ελλάς Α.Ε.

Teva Sweden AB

Ελλάδα

Tel: +46 (0) 42 12 11 00

Τηλ: +30 210 72 79 099

 

Latvija

United Kingdom

Sicor Biotech filiāle Latvijā

Teva UK Limited

Tel: +371 67323666

Tel: +44 1977628500

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður {MM/ÁÁÁÁ}.

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf