Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Laventair (umeclidinium bromide / vilanterol) – Samantekt á eiginleikum lyfs - R03AL03

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLaventair
ATC-kóðiR03AL03
Efniumeclidinium bromide / vilanterol
FramleiðandiGlaxo Group Ltd

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

LAVENTAIR 55 míkróg/22 míkróg innöndunarduft, afmældir skammtar

2.INNIHALDSLÝSING

Hver stök innöndun gefur skammt (skammt sem fer í gegnum munnstykkið) sem er 65 míkróg af umeclidiniumbrómíði sem jafngildir 55 míkróg af umeclidiniumi og 22 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat). Þetta samsvarar afmældum skammti sem er 74,2 míkróg af umeclidiniumbrómíði sem jafngildir 62,5 míkróg af umeclidiniumi og 25 míkróg af vílanteróli (sem trífenatat).

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver gefinn skammtur inniheldur u.þ.b. 25 mg af laktósa (sem einhýdrat).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Innöndunarduft, afmældir skammtar (innöndunarduft).

Hvítt duft í ljósgráu innöndunartæki (ELLIPTA) með rauðu loki á munnstykki og skammtateljara.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

LAVENTAIR er ætlað til notkunar sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð gegn einkennum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Fullorðnir

Ráðlagður skammtur er ein innöndun af LAVENTAIR 55/22 míkróg einu sinni á dag.

LAVENTAIR skal gefa einu sinni á dag á sama tíma dag hvern til að viðhalda berkjuvíkkun. Hámarksskammtur er einn innöndunarskammtur af LAVENTAIR 55/22 míkróg einu sinni á dag.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum eldri en 65 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi.

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með væga eða miðlungsalvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi. Notkun LAVENTAIR hefur ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og skal gæta varúðar við notkun þess.

Börn

Notkun LAVENTAIR við ábendingunni langvinnri lungnateppu á ekki við hjá börnum (yngri en 18 ára).

Lyfjagjöf

LAVENTAIR er aðeins til innöndunar.

Leiðbeiningar um notkun:

Leiðbeiningarnar hér á eftir fyrir 30 skammta innöndunartæki (30 daga birgðir) eiga einnig við um 7 skammta innöndunartækið (7 daga birgðir).

ELLIPTA innöndunartækið inniheldur afmælda skammta og er tilbúið til notkunar.

Innöndunartækinu er pakkað í bakka sem inniheldur þurrkpoka til að minnka raka. Hendið þurrkpokanum og ekki má opna hann, borða eða anda honum að sér. Ráðleggja skal sjúklingi að opna ekki bakkann fyrr en hann er tilbúinn að anda inn skammti.

Ráðleggja skal sjúklingi að opna ekki bakkann fyrr en hann er tilbúinn að anda inn skammti.

Innöndunartækið er lokað þegar það er fyrst tekið úr lokaða bakkanum. „Fargist“ dagsetning skal skráð á miðann á innöndunartækinu, í rýmið sem til þess er ætlað. „Fargist“ dagsetningin er 6 vikum eftir að bakkinn er opnaður. Eftir það á ekki lengur að nota innöndunartækið. Farga má bakkanum eftir að hann hefur verið opnaður.

Ef lokið á innöndunartækinu er opnað og því lokað án þess að lyfinu sé andað inn, tapast skammturinn. Skammturinn sem tapast er örugglega geymdur í innöndunartækinu, en verður ekki lengur aðgengilegur til innöndunar.

Það er ekki hægt að taka af slysni viðbótarmagn af lyfinu eða tvöfaldan skammt í einni innöndun.

a)Skammtur undirbúinn

Opnaðu lokið þegar taka á skammt. Ekki hrista innöndunartækið.

Renndu lokinu niður þar til heyrist „smellur“. Lyfið er nú tilbúið til innöndunar.

Skammtateljarinn telur niður um 1 því til staðfestingar. Ef skammtateljarinn telur ekki niður þegar

„smellur“ heyrist gefur innöndunartækið ekki lyf. Skilið því aftur í apótekið og fáið ráðleggingar.

b)Hvernig á að anda lyfinu inn

Haltu innöndunartækinu langt frá munninum og andaðu eins vel frá þér og þú getur með góðu móti. Ekki anda frá þér í gegnum innöndunartækið.

Settu munnstykkið á milli varanna og lokaðu munninum þétt umhverfis það. Ekki teppa loftopin með fingrunum.

• Andaðu rólega, jafnt og djúpt að þér. Haltu niðri í þér andanum eins lengi og þú getur (a.m.k. 3-4 sekúndur).

Taktu innöndunartækið frá munninum.

Andaðu hægt og rólega frá þér.

Ekki er víst að þú finnir fyrir bragði eða áferð lyfsins, jafnvel þótt innöndunartækið sé notað á réttan hátt.

Munnstykkið á innöndunartækinu má hreinsa með þurri bréfþurrku áður en lokinu er rennt til baka.

c)Lokaðu innöndunartækinu

Renndu lokinu upp eins langt og það kemst til að hylja munnstykkið.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Astmi

Ekki skal nota umeclidinium/vílanteról hjá sjúklingum með astma þar sem það hefur ekki verið rannsakað hjá þessum hópi sjúklinga.

Óvæntur berkjukrampi

Eins og á við um aðra innöndunarmeðferð getur gjöf umeclidiniums/vílanteróls valdið óvæntum berkjukrampa sem getur verið lífshættulegur. Hætta skal meðferð með umeclidiniumi/vílanteróli strax ef óvæntur berkjukrampi kemur fram og hefja aðra meðferð ef þörf krefur.

Ekki til notkunar í bráðatilvikum

Umeclidinium/vílanteról er ekki ætlað til meðferðar við bráðum berkjukrampa.

Sjúkdómsversnun

Aukin notkun skjótvirkra berkjuvíkkandi lyfja gegn einkennum bendir til verri sjúkdómsstjórnunar. Ef langvinn lungnateppa versnar meðan á meðferð með umeclidiniumi/vílanteróli stendur skal endurmeta sjúklinginn og meðferðaráætlunina gegn langvinnu lungnateppunni.

Áhrif á hjarta og æðar

Áhrif á hjarta og æðar, svo sem hjartsláttartruflanir t.d. gáttatif og hraðtaktur, geta komið fram eftir gjöf múskarínviðtakablokka og adrenvirkra lyfja þ.m.t. umeclidiniums/vílanteróls. Sjúklingar með klínískt mikilvægan hjartasjúkdóm sem ekki náðist stjórn á voru útilokaðir frá klínískum rannsóknum. Því skal gæta varúðar við notkun umeclidiniums/vílanteróls hjá sjúklingum með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma.

Andmúskarínvirkni

Vegna andmúskarínvirkni umeclidiniums/vílanteróls skal gæta varúðar við notkun hjá sjúklingum með þvagteppu eða þrönghornsgláku.

Blóðkalíumlækkun

Beta2-adrenvirkir örvar geta valdið verulegri blóðkalíumlækkun hjá sumum sjúklingum, sem getur valdið aukaverkunum á hjarta og æðar. Lækkun kalíums í sermi er yfirleitt skammvinn og krefst ekki uppbótarmeðferðar.

Engin áhrif af klínískri þýðingu komu fram af völdum blóðkalíumlækkunar í klínískum rannsóknum með umeclidiniumi/vílanteróli við notkun ráðlagðra skammta. Gæta skal varúðar þegar umeclidinium/vílanteról er notað ásamt öðrum lyfjum sem einnig geta valdið blóðkalíumlækknun (sjá kafla 4.5).

Blóðsykurshækkun

Beta2-adrenvirkir örvar geta valdið skammvinnri blóðsykurshækkun hjá sumum sjúklingum.

Engin áhrif af klínískri þýðingu á glúkósa í plasma komu fram í klínískum rannsóknum á umeclidiniumi/vílanteróli við notkun ráðlagðra skammta. Þegar meðferð með umeclidiniumi/vílanteróli er hafin skal hafa nákvæmara eftirlit með glúkósa í plasma hjá sjúklingum með sykursýki.

Undirliggjandi sjúkdómar

Gæta skal varúðar við notkun umeclidiniums/vílanteróls hjá sjúklingum með krampasjúkdóma eða skjaldvakaeitrun og hjá sjúklingum sem eru óvenjunæmir fyrir beta2-adrenvirkum örvum.

Hjálparefni

Þetta lyf inniheldur laktósa. Sjúklingar með arfgengt galaktósaóþol, laktasaskort eða vanfrásog glúkósa-galaktósa, sem eru mjög sjaldgæfir arfgengir kvillar, skulu ekki nota lyfið.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Beta-adrenvirkir blokkar

Lyf sem innihalda beta-adrenvirka blokka geta dregið úr eða hindrað áhrif beta2-adrenvirkra örva, svo sem vílanteróls. Samhliða notkun hvort sem er ósértæks eða sértæks beta-adrenvirks blokka skal forðast nema slík notkun sé mjög brýn.

Milliverkanir tengdar umbrotum og ferjum

Vílanteról er hvarfefni sýtókróms P450 3A4 (CYP3A4). Samhliða gjöf öflugra CYP3A4-hemla (t.d. ketókónazóls, klaritrómýcíns, ítrakónazóls, rítónavírs, telitrómýcíns) getur hindrað umbrot og aukið altæka útsetningu fyrir vílanteróli. Gjöf samhliða ketókónazóli (400 mg) hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum jók AUC(0-t) fyrir vílanteról um að meðaltali 65% og Cmax um að meðaltali 22%. Aukningin í útsetningu vílanteróls tengdist ekki auknum beta-adrenvirkum altækum áhrifum á hjartsláttartíðni, kalíum í blóði eða QT bil (leiðrétt skv. aðferð Fridericia). Ráðlagt er að gæta varúðar þegar umeclidinium/vílanteról er gefið ásamt ketókónazóli og öðrum þekktum öflugum CYP3A4- hemlum þar sem hætta er á aukinni altækri útsetningu fyrir vílanteróli, sem getur aukið hættu á aukaverkunum. Verapamíl, miðlungsöflugur CYP3A4-hemill, hafði ekki veruleg áhrif á lyfjahvörf vílanteróls.

Umeclidinium er hvarfefni sýtókróms P450 2D6 (CYP2D6). Lyfjahvörf umeclidiniums við stöðuga þéttni voru metin hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum sem skorti CYP2D6 (einstaklingar með skert umbrot). Engin áhrif komu fram á AUC eða Cmax fyrir umeclidinium við 8-faldan skammt. U.þ.b. 1,3-föld aukning á AUC fyrir umeclidinium kom fram við 16-faldan skammt, án áhrifa á Cmax fyrir umeclidinium. Miðað við stærðargráðu þessara breytinga er ekki búist við neinum lyfjahvarfamilliverkunum sem hafa klíníska þýðingu við gjöf umeclidiniums/vílanteróls samhliða CYP2D6-hemlum eða við notkun hjá sjúklingum með meðfæddan skort á virkni CYP2D6 (með skert umbrot).

Bæði umeclidinium og vílanteról eru hvarfefni P-glýkópróteinferja (P-gp). Áhrif miðlungsöfluga P-gp-hemilsins verapamíls (240 mg einu sinni á dag) á lyfjahvörf umeclidiniums og vílanteróls við stöðuga þéttni voru metin hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum. Engin áhrif komu fram af völdum verapamíls á Cmax fyrir umeclidinium eða vílanteról. U.þ.b. 1,4-föld aukning kom fram á AUC fyrir umeclidinium, en engin áhrif á AUC fyrir vílanteról. Miðað við stærðargráðu þessara breytinga er ekki búist við neinum lyfjahvarfamilliverkunum af klínískri þýðingu við gjöf umeclidiniums/vílanteróls samhliða P-gp-hemlum.

Önnur andmúskarín- og adrenhermandi lyf

Gjöf umeclidiniums/vílanteróls samhliða öðrum langverkandi múskarínblokkum, langverkandi beta2- adrenvirkum örvum eða lyfjum sem innihalda annað þessara efna hefur ekki verið rannsökuð og er því ekki ráðlögð þar sem það getur aukið líkur á þekktum aukaverkunum múskarínblokka eða beta2- adrenvirkara örva (sjá kafla 4.4 og 4.9).

Blóðkalíumlækkun

Samhliða blóðkalíumlækkandi meðferð með metýlxantínafleiðum, sterum eða þvagræsilyfjum sem ekki eru kalíumsparandi getur aukið hugsanleg blóðkalíumlækkandi áhrif beta2-adrenvirkra örva og skal því gæta varúðar við notkun þeirra (sjá kafla 4.4).

Önnur lyf við langvinnri lungnateppu

Þó engar formlegar milliverkanarannsóknir hafi verið gerðar in vivo, hefur umeclidinium/vílanteról verið notað samhliða öðrum lyfjum við langvinnri lungnateppu, þ.m.t. skjótvirkum adrenvirkum berkjuvíkkandi lyfjum og barksterum til innöndunar, án klínískra vísbendinga um milliverkanir.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun umeclidiniums/vílanteróls hjá barnshafandi konum. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun við útsetningu sem ekki hefur klíníska þýðingu eftir gjöf vílanteróls (sjá kafla 5.3).

Aðeins skal nota umeclidinium/vílanteról á meðgöngu ef ætlaður ávinningur fyrir móðurina réttlætir hugsanlega áhættu fyrir fóstrið.

Brjóstagjöf

Ekki er vitað hvort umeclidinium eða vílanteról skiljast út í brjóstamjólk. Aðrir beta2-adrenvirkir örvar greinast í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka áhættu hjá nýburum/ungbörnum. Taka skal ákvörðun um hvort hætta skuli brjóstagjöf eða meðferð með umeclidiniumi/vílanteróli að teknu tilliti til ávinnings af brjóstagjöf fyrir barnið og ávinnings móðurinnar af meðferð.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif umeclidinium/vílanteróls á frjósemi hjá mönnum. Dýrarannsóknir benda hvorki til að umeclidinium né vílanteról hafi áhrif á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Umeclidinium/vílanteról hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Nefkoksbólga (9%) var algengasta aukaverkunin sem greint var frá við notkun umeclidiniums/vílanteróls.

Tafla yfir aukaverkanir

Öryggisupplýsingar LAVENTAIR byggja á reynslu af notkun umeclidiniums/vílanteróls og efnanna hvors um sig í klínísku þróunaráætluninni sem náði til 6.855 sjúklinga með langvinna lungnateppu og á aukaverkanatilkynningum eftir markaðssetningu. Klíníska þróunaráætlunin náði til 2.354 sjúklinga sem fengu umeclidinium/vílanteról einu sinni á dag í III. stigs rannsóknum sem stóðu yfir í 24 vikur eða lengur. Af þeim fengu 1.296 sjúklingar ráðlagðan skammt, 55/22 míkróg í 24 vikna rannsóknum, 832 sjúklingar fengu stærri skammt, 113/22 míkróg í 24 vikna rannsóknum og 226 sjúklingar fengu 113/22 míkróg í 12-mánaða rannsókn.

Tíðni aukaverkana í töflunni hér á eftir byggir á óleiðréttum (crude) tíðnihlutföllum sem komu fram í sameinuðum niðurstöðum fimm 24-vikna rannsóknum og í 12-mánaða rannsókninni.

Tíði aukaverkana er skilgreind á eftirfarandi hátt: Mjög algengar (≥1/10); algengar (≥1/100 til <1/10); sjaldgæfar (≥1/1.000 til <1/100); mjög sjaldgæfar (≥1/10.000 til <1/1.000); koma örsjaldan fyrir (≤1/10.000); tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Líffæraflokkur

Aukaverkun

Tíðni

 

 

 

Sýkingar af völdum sýkla og

Þvagfærasýking

Algengar

sníkjudýra

Skútabólga

Algengar

 

Nefkoksbólga

Algengar

 

Kokbólga

Algengar

 

Efri öndunarfærasýking

Algengar

 

 

 

Ónæmiskerfi

Ofnæmisviðbrögð þ.m.t.:

 

 

Útbrot

Sjaldgæfar

 

Bráðaofnæmi, ofnæmisbjúgur og ofsakláði

Mjög sjaldgæfar

Taugakerfi

Höfuðverkur

Algengar

 

Skjálfti

Sjaldgæfar

 

Truflanir á bragðskyni

Sjaldgæfar

Augu

Þokusýn

Mjög sjaldgæfar

 

Gláka

Mjög sjaldgæfar

 

Aukinn augnþrýstingur

Mjög sjaldgæfar

Hjarta

Gáttatif

Sjaldgæfar

 

Ofanslegilshraðtaktur

Sjaldgæfar

 

Sleglasértaktur

Sjaldgæfar

 

Hraðtaktur

Sjaldgæfar

 

Ofanslegla aukaslög

Sjaldgæfar

 

Hjartsláttarónot

Sjaldgæfar

Öndunarfæri, brjósthol og

Hósti

Algengar

miðmæti

Verkur í munnkoki

Algengar

 

Óvæntur berkjukrampi

Mjög sjaldgæfar

Meltingarfæri

Hægðatregða

Algengar

 

Munnþurrkur

Algengar

Húð og undir húð

Útbrot

Sjaldgæfar

Nýru og þvagfæri

Þvagteppa

Mjög sjaldgæfar

 

Þvaglátstregða

Mjög sjaldgæfar

 

Tæmingarhindrun í þvagblöðru

Mjög sjaldgæfar

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ofskömmtun umeclidiniums/vílanteróls veldur líklega einkennum af völdum verkunar hvors efnis um sig, svipuðum þekktum aukaverkunum múskarínblokka (t.d. munnþurrki, vandamálum við aðlögun sjónar og hraðtakti) eða þeim er fylgja ofskömmtun annarra beta2-adrenvirkra örva (t.d. hjartsláttartruflunum, skjálfta, höfuðverk, hjartsláttarónotum, ógleði, of háum blóðsykri og blóðkalíumlækkun).

Við ofskömmtun skal sjúklingur fá viðeigandi stuðningsmeðferð ásamt eftirliti eftir þörfum.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf við teppusjúkdómum í öndunarvegi, adrenvirk lyf í blöndu með andkólínvirkum lyfjum, ATC-flokkur: R03AL03

Verkunarháttur

Umeclidinium/vílanteról er samsettur langverkandi múskarínviðtakablokki/langverkandi beta2- adrenvirkur örvi (LAMA/LABA) til innöndunar. Eftir innöndun hafa bæði lyfin staðbundin berkjuvíkkandi áhrif í öndunarvegi, hvort með sínum hætti.

Umeclidinium

Umeclidinium er langverkandi múskarínviðtakablokki (einnig kallaður andkólínvirkur-hemill). Það er kínuclidínafleiða sem er virk á ýmsar undirtegundir múskarínvirkra viðtaka. Umeclidinium hefur berkjuvíkkandi áhrif með samkeppnishindrun á bindingu acetýlkólíns við múskarínvirka viðtaka í sléttum vöðvum í öndunarvegi. Hæg afturkræfni kemur fram við múskarínviðtaka í undirflokki M3 hjá mönnum in vitro og löng verkun in vivo við gjöf beint í lungu í forklínískum líkönum.

Vílanteról

Vílanteról er sértækur langverkandi, beta2-adrenvirkur viðtakaörvi (beta2-adrenvirkur örvi). Lyfjafræðileg áhrif beta2-adrenvirkra örva, þ.m.t. vílanteról eru a.m.k. að hluta vegna örvunar adenýlatcýklasa innan frumna, ensímsins sem hvetur umbreytingu adenósínþrífosfats (ATP) yfir í hringlaga-3', 5'-adenósíneinfosfat (hringlaga AMP). Aukin þéttni hringlaga AMP veldur slökun í sléttum vöðvum í berkjum og hindrar losun miðla fyrir skyndilegt ofnæmi úr frumum, einkum mastfrumum.

Lyfhrif

Í 6 mánaða III. stigs rannsóknum kom fram bati á lungnastarfsemi af klínísku mikilvægi við notkun umeclidiniums/vílanteróls miðað við lyfleysu (mældur sem útöndunarrúmmál á 1 sekúndu [FEV1]) á 24 klst. eftir gjöf einu sinni á dag, sem var greinilegur 15 mínútum eftir gjöf fyrsta skammtsins

(112 ml aukning miðað við lyfleysu (p <0.001*). Mesta aukning á FEV1 á fyrstu 6 klst. eftir gjöf skammts miðað við lyfleysu var að meðaltali 224 ml (p<0,001) í viku 24. Engar vísbendingar voru um að verkun LAVENTAIR minnkaði með tímanum.

Raflífeðlisfræði hjartans

Áhrif umeclidinium/vílanteróls á QT bil voru metin í rannsókn á QT bili, með samanburði við lyfleysu og með virkum samanburði (moxifloxacin) með gjöf umeclidiniums/vílanteróls 113/22 míkróg eða 500/100 míkróg (afmældur átta sinnum ráðlagður skammtur af umeclidinium og fjórum sinnum ráðlagður skammtur af vílanteróli) einu sinni á dag í 10 daga hjá 103 heilbrigðum sjálfboðaliðum. Meðalmunur á hámarkslengingu QT bils (leiðréttu samkvæmt aðferð Fridericia, QTcF) miðað við lyfleysu eftir leiðréttingu miðað við grunngildi var 4,3 (90% CI=2,2 til 6,4) millisekúndur sem kom fram 10 mínútum eftir gjöf umeclidiniums/vílanteróls 113/22 míkróg og 8,2 (90% CI=6,2 til 10,2) millisekúndur sem kom fram 30 mínútum eftir gjöf umeclidiniums/vílanteróls 500/100 míkróg. Engin áhrif af klínískri þýðingu er auka hjartsláttartruflanir tengdar lengingu QT bils komu fram með umeclidiniumi/vílanteróli 113/22 míkróg.

Skammtaháð aukning í hjartsláttartíðni kom einnig fram. Meðalmunur á hjartsláttartíðni miðað við lyfleysu þegar leiðrétt hafði verið miðað við grunngildi, var að hámarki 8,4 (90% CI=7,0 - 9,8) slög/mínútu 10 mínútum eftir gjöf umeclidiniums/vílanteróls 113/22 míkróg og 20,3 (90% CI=18,9 - 21,7) 10 mínútum eftir gjöf umeclidiniums/vílanteróls 500/100 míkróg.

Engin klínísk marktæk áhrif komu fram á hjartsláttartíðni í 24-klst. Holter sírita hjá 53 sjúklingum með langvinna lungnateppu sem fengu meðferð með umeclidiniumi/vílanteróli 55/22 míkróg einu

Þessi rannsókn var gerð með tölfræðilegri þrepaaðferð (step-down statistical testing procedure) og reyndist munurinn ekki tölfræðilega marktækur. Því er ekki hægt að draga ályktanir varðandi tölfræðilega þýðingu.

sinni á dag í einni 6 mánaða rannsókn, eða hjá 55 sjúklingum til viðbótar sem fengu 113/22 míkróg einu sinni á dag í annarri 6 mánaða rannsókn og 226 sjúklingum sem fengu 113/22 míkróg einu sinni á dag í 12 mánaða rannsókninni.

Verkun

Lagt var mat á verkun umeclidiniums/vílanteróls við gjöf einu sinni á dag í átta III. stigs rannsóknum hjá 6.835 fullorðnum sjúklingum með klínískt greinda langvinna lungnateppu; 5.618 sjúklingar úr fimm 6-mánaða rannsóknum (tveimur með samanburði við lyfleysu og þremur með virkum samanburði [tíótrópíum]), 655 sjúklingar úr tveimur 3-mánaða rannsóknum á áreynsluþoli/lungnastarfsemi og 562 sjúklingar úr 12 mánaða stuðningsrannsókn.

Áhrif á lungnastarfsemi

Við notkun LAVENTAIR kom fram bati á lungnastarfsemi (skilgreindur sem breyting á lággildi FEV1 frá grunngildi) í nokkrum rannsóknum. Í einni 6 mánaða III. stigs rannsókn reyndist LAVENTAIR hafa tölfræðilega marktæk áhrif á hækkun lággildis FEV1 (aðalendapunktur) í viku 24 miðað við lyfleysu og báða eins lyfs meðferðararmana. Auk þess var sýnt fram á klínískt mikilvæga og tölfræðilega marktæka hækkun á lággildi FEV1 með LAVENTAIR samanborið við tíótrópíum í tveimur af þremur 6-mánaða rannsóknunum með virkum samanburði og tölulega meiri hækkun miðað við tíótrópíum í þriðju rannsókninni með virkum samanburði (sjá töflu 1). Ekkert dró úr berkjuvíkkandi áhrifum með tímanum.

Áhrif á einkenni

Mæði:

Áhrif LAVENTAIR 55/22 míkróg gegn mæði reyndust tölfræðilega marktæk og af klínísku mikilvægi miðað við hækkun á TDI mælikvarðanum (focal score) í viku 24 (lykilaukaendapunktur) samanborið við lyfleysu (sjá töflu 1). Framfarir samkvæmt TDI mælikvarða samanborið við hvort virka efni um sig og tíótrópíum voru ekki tölfræðilega marktækar (sjá töflu 1).

Hlutfall sjúklinga sem svaraði með a.m.k. klínískt mikilvægum lágmarksmun (MCID), 1 stigi á TDI mælikvarða í viku 24, var hærra fyrir LAVENTAIR (58%) samanborið við lyfleysu (41%) og hvort virka efnið um sig (53% fyrir umeclidinium og 51% fyrir vílanteról).

Heilsutengd lífsgæði:

LAVENTAIR hefur einnig reynst bæta heilsutengd lífsgæði mæld samkvæmt SGRQ (St. George’s Respiratory Questionnaire) sem kemur fram með lækkun á heildarskori samkvæmt SGRQ í viku 24 samanborið við lyfleysu og hvort virka efnið um sig (sjá töflu 1). Tölfræðilega marktæk lækkun á SGRQ heildarskori kom fram við notkun LAVENTAIR samanborið við tíótrópíum í einni af rannsóknunum þremur með virkum samanburði (sjá töflu 1).

Hlutfall sjúklinga sem svaraði með a.m.k. MCID samkvæmt SGRQ kvarða (skilgreint sem lækkun um 4 stig frá grunngildi) í viku 24 var hærra fyrir LAVENTAIR (49%) samanborið við lyfleysu (34%) og hvort virka efnið um sig (44% fyrir umeclidinium og 48% fyrir vílanteról). Í einni rannsókn með virkum samanburði svaraði hærra hlutfall sjúklinga sem fengu LAVENTAIR með bata samkvæmt SGRQ skori sem hafði klíníska þýðingu í viku 24 (53%) samanborið við tíótrópíum ( 46%). Í hinum tveimur rannsóknunum með virkum samanburði náði svipað hlutfall sjúklinga a.m.k. MCID með LAVENTAIR og tíótrópíum; 49% og 54% fyrir LAVENTAIR 55/22 míkróg og 52% og 55% fyrir tíótrópíum.

Notkun bráðalyfs

LAVENTAIR dró úr notkun bráðalyfs (salbútamóls) á 1.-24. viku samanborið við lyfleysu og umeclidinium (sjá töflu 1) og sýndi aukið hlutfall daga sem ekki var þörf fyrir bráðalyf (að meðaltali 11,1%) frá upphafsgildi samanborið við lækkun frá upphafsgildi fyrir lyfleysu (að meðaltali 0,9%).

Í 6 mánaða rannsóknunum þremur með samanburði við lyfleysu minnkaði LAVENTAIR notkun bráðalyfs (salbútamóls) samanborið við tíótrópíum. Tölfræðilega marktæk minnkun kom fram í tveimur af rannsóknunum (sjá töflu 1). Hlutfall daga þar sem ekki var þörf fyrir bráðalyf (að meðaltali

á bilinu 17,6% til 21,5%) jókst meira frá upphafsgildi við notkun LAVENTAIR samanborið við tíótrópíum (að meðaltali á bilinu 11,7% til 13,4%) í öllum rannsóknunum þremur.

Tafla 1. Niðurstöður hvað varðar lungnastarfsemi, einkenni og heilsutengd lífsgæði í viku 24

 

 

Meðferðarmunur1 (95% öryggisbil, p-gildi)

Meðferð með

Lággildi FEV1

TDI

SGRQ

Notkun bráðalyfs3

LAVENTAIR 55/22

(ml)

mælikvarði (focal

heildarskor

míkróg

 

score)

 

 

 

 

LAVENTAIR (N = 413

1,2

-5,51

-0,8

miðað við lyfleysu

(128, 207)

(0,7; 1,7)

(-7,88; -3,13)

(-1,3; -0,3)

(N = 280)

<0,001

<0,001

<0,001

0,001*

LAVENTAIR (N = 413)

0,3

-0,82

-0,6

miðað við

(17, 87)

(-0,2; 0,7)

(-2,90; 1,27)

(-1,0; -0,1)

umeclidinium 55 míkróg

0,004

0,244

0,441

0,014

(N = 418)

 

 

 

 

LAVENTAIR (N = 413)

0,4

-0,32

0,1

miðað við

(60, 130)

(-0,1; 0,8)

(-2,41; 1,78)

(-0,3; 0,5)

vílanteról 22 míkróg

<0,001

0,117

0,767

0,675

(N = 421)

 

 

 

 

LAVENTAIR (N = 454)

 

-2,10

-0,5

miðað við

 

(81, 144)

ekki metið

(-3,61; -0,59)

(-0,7; -0,2)

tíótrópíum 18 míkróg

<0,001

 

0,006

<0,001

(ZEP117115 rannsóknin)

 

 

 

 

 

LAVENTAIR (N=207)

 

 

 

 

miðað við

 

0,75

-0,7

tíótrópíum 18 míkróg

(39, 141)

 

(-2,12; 3,63)

(-1,2; -0,1)

(N = 203)

<0,001

0,12

0,607

0,022

(DB2113360 rannsóknin)

 

 

 

 

(-0,4; 0,5)

 

 

LAVENTAIR (N = 217)

 

 

 

 

0,817

 

 

miðað við

-0,17

-0,6

 

tíótrópíum 18 míkróg

(10, 109)

 

(-2,85; 2,52)

(-1,2; 0,0)

(N = 215)

0,018*

 

0,904

0,069

(DB2113374 rannsóknin)

 

 

 

 

N= stærð þýðis sem ætlunin var að meðhöndla

1.Meðaltöl minnstu kvaðrata (least squares mean)

2.Samanteknar upplýsingar úr rannsóknunum DB2113360 og DB2113374

3.Munur á meðalfjölda innandaðra skammta á vikum 1-24

Stærri skammtur af umeclidiniumi/vílanteróli (113/22 míkróg) var einnig rannsakaður í 24-vikna klínískri rannsókn með samanburði við lyfleysu og í tveimur af 24-vikna rannsóknunum þremur með virkum samanburði. Niðurstöðurnar voru svipaðar og þær voru fyrir LAVENTAIR skammtinn og studdu enn frekar upplýsingar um verkun LAVENTAIR.

Versnun langvinnrar lungnateppu

LAVENTAIR minnkaði hættu á versnun langvinnrar lungnateppu um 50% miðað við lyfleysu (samkvæmt greiningu á tíma að fyrstu versnun: Áhættuhlutfall (HR) 0,5, p=0,004*); um 20% miðað við umeclidinium (HR 0,8, p=0,391); og um 30% samanborið við vílanteról (HR 0,7, p=0,121). Í rannsóknunum þremur með virkum samanburði minnkaði hætta á versnun langvinnrar lungnateppu um 50% samanborið við tíótrópíum (HR 0,5, p=0,044) í einni rannsókn og jókst um annars vegar 20% (HR 1,2, p=0,709) og hins vegar 90% (HR 1,9, p=0,062) í tveimur rannsóknum. Þessar rannsóknir voru ekki hannaðar sérstaklega til að meta áhrif meðferðar á versnun langvinnrar lungnateppu og sjúklingar voru látnir hætta þátttöku þegar versnun kom fram.

Þessi rannsókn var gerð með tölfræðilegri þrepaaðferð (step-down statistical testing procedure) og reyndist munurinn ekki tölfræðilega marktækur. Því er ekki hægt að draga ályktanir varðandi tölfræðilega þýðingu.

Áreynsluþol og lungnarúmmál

LAVENTAIR 55/22 míkróg bætti áreynsluþol samanborið við lyfleysu samkvæmt ESWT (Endurance Shuttle Walk Test) í fyrri rannsókninni en ekki þeirri seinni og jók mælt rúmmál lungna samanborið við lyfleysu í báðum rannsóknum hjá fullorðnum sjúklingum með langvinna lungnateppu og ofurþan (hyperinflation) (slakmál, [FRC] >120%). Í fyrri rannsókninni með LAVENTAIR 55/22 míkróg fékkst tölfræðilega marktæk og af klínískri þýðingu, lenging (miðað við mikilvægan lágmarksmun (MCID á milli 45 til 85 sekúndur) á áreynsluþolstíma (EET (Exercise Endurance Time)) samanborið við lyfleysu 3 klst. eftir notkun skammts í viku 12 (69,4 sek [p=0,003]). Bættur áreynsluþolstími samanborið við lyfleysu kom fram á degi 2 og hann hélst í viku 6 og viku 12. Í seinni rannsókninni var meðferðarmunur á áreynsluþolstíma miðað við lyfleysu 21,9 sekúndur (p=0, 234) í viku 12.

Í fyrri rannsókninni á LAVENTAIR 55/22 míkróg samanborið við lyfleysu, fékkst einnig tölfræðilega marktækur bati hvað varðar breytingar miðað við grunngildi á lungnarúmmáli við lággildi og 3 klst. eftir notkun skammts í viku 12 (aðmál (inspiratory capacity): 237 ml og 316 ml, loftleif (residual volume): -466 ml og -643 ml og FRC: -351 ml og -522 ml, p<0,001 í öllum tilvikum). Í seinni rannsókninni á LAVENTAIR 55/22 míkróg samanborið við lyfleysu, fékkst bati hvað varðar breytingar miðað við grunngildi á lungnarúmmáli við lággildi og 3 klst. eftir notkun skammts í viku 12 (aðmál: 198 ml og 238 ml, loftleif: -295 ml og -351 ml og FRC: -238 ml og-302 ml, p<0,001 í öllum tilvikum).

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum á LAVENTAIR hjá öllum undirhópum barna við langvinnri lungnateppu (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

5.2Lyfjahvörf

Þegar umeclidinium og vílanteról voru gefin saman til innöndunar, voru lyfjahvörf hvors þáttar um sig svipuð og komu fram við gjöf hvors virks efnis um sig. Því er hægt að fjalla um lyfjahvörf efnanna hvors í sínu lagi.

Frásog

Umeclidinium

Eftir gjöf umeclidiniums með innöndun hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum kom Cmax fram eftir 5 til 15 mínútur. Heildaraðgengi umeclidiniums við innöndun var að meðaltali 13% af skammtinum, en

frásog frá meltingarvegi var hverfandi. Við endurtekna skömmtun umeclidiniums til innöndunar náðist stöðug þéttni innan 7 til 10 daga, með 1,5 til 1,8-faldri uppsöfnun.

Vílanteról

Eftir gjöf vílanteróls með innöndun hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, kom Cmax fram eftir 5 til 15 mínútur. Heildaraðengi vílanteróls eftir innöndun var 27%, en frásog frá meltingarvegi var

hverfandi. Við endurtekna skömmtun vílanteróls til innöndunar náðist stöðug þéttni innan 6 daga, með allt að 2,4-faldri uppsöfnun.

Dreifing

Umeclidinium

Eftir gjöf í bláæð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var dreifingarrúmmál að meðaltali 86 lítrar. Próteinbinding í mannaplasma in vitro var að meðaltali 89%.

Þessi rannsókn var gerð með tölfræðilegri þrepaaðferð (step-down statistical testing procedure) og reyndist munurinn ekki tölfræðilega marktækur. Því er ekki hægt að draga ályktanir varðandi tölfræðilega þýðingu.

Vílanteról

Eftir gjöf á bláæð hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var dreifingarrúmmál að meðaltali 165 lítrar. Próteinbinding í mannaplasma in vitro var að meðaltali 94%.

Umbrot

Umeclidinium

In vitro rannsóknir sýndu að umeclidinium er umbrotið aðallega af sýtókróm P 450 2D6 (CYP2D6) og er hvarfefni P-glýkópróteinferjunnar (P-gp). Aðalumbrotaleiðir umeclidiniums eru oxun (hýdroxýlering, O-alkýlsvipting), fylgt eftir með samtengingu (samtengingu við glúkúróníð o.s.frv.), sem veldur myndun ýmissa umbrotsefna sem annaðhvort hafa minni lyfjafræðilega virkni eða sem ekki hefur verið sýnt fram á lyfjafræðilega virkni fyrir. Altæk útsetning fyrir umbrotsefnunum er lítil.

Vílanteról

In vitro rannsóknir sýndu að vílanteról er umbrotið aðallega af sýtókróm P 450 3A4 (CYP3A4) og er hvarfefni P-gp ferjunnar. Aðalumbrotaleiðir vílanteróls eru O-alkýlsvipting í ýmis umbrotsefni með verulega skerta beta1- og beta2-adrenvörvandi virkni. Umbrotaferlar í plasma eftir gjöf vílanteróls til inntöku í rannsókn með geislamerkingum hjá mönnum samræmdust miklum umbrotum við fyrstu umferð um lifur. Altæk útsetning fyrir umbrotsefnunum er lítil.

Brotthvarf

Umeclidinium

Úthreinsun í plasma eftir gjöf í bláæð var 151 lítrar/klst. Eftir gjöf í bláæð voru u.þ.b. 58% af gefnum geislamerktum skammti (73% af greindri geislavirkni) skilin út í hægðum 192 klst. eftir gjöf skammts. Brotthvarf með þvagi nam 22% af gefnum geislavirkum skammti eftir 168 klst. (27% af greindri geislavirkni). Útskilnaður lyfjatengdra efna í hægðum eftir gjöf í bláæð benti til seytingar út í gall. Eftir gjöf til inntöku hjá heilbrigðum karlkyns sjálfboðaliðum, var heildargeislavirkni skilin út aðallega í hægðum (92% af gefnum geislamerktum skammti eða 99% greindrar geislavirkni) 168 klst. eftir gjöf skammts. Innan við 1% af skammti til inntöku (1% af greindri geislavirkni) var skilið út í þvagi, sem bendir til hverfandi frásogs eftir inntöku. Brotthvarfshelmingunartími umeclidiniums í plasma eftir gjöf með innöndun í 10 daga var að meðaltali 19 klst. hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum, en 3% til 4% voru skilin út óbreytt í þvagi við jafnvægi.

Vílanteról

Úthreinsun vílanteróls í plasma eftir gjöf í bláæð var 108 lítrar/klst. Eftir inntöku geislamerkts vílanteróls var með massajafnvægi sýnt fram á 70% af geislamerktu efni í þvagi og 30% í hægðum. Brotthvarf vílanteróls var aðallega með umbrotum, fylgt eftir með útskilnaði umbrotsefna í þvagi og hægðum. Brotthvarfshelmingunartími vílanteróls í plasma eftir gjöf með innöndun í 10 daga var að meðaltali 11 klst.

Sérkenni sérstakra hópa heilbrigðra sjálfboðaliða eða sjúklinga

Aldraðir

Þýðisgreining á lyfjahvörfum sýndi að lyfjahvörf umeclidiniums og vílanteróls voru svipuð hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu sem voru eldri en 65 ára og þeim sem voru yngri en 65 ára.

Skert nýrnastarfsemi

Engar vísbendingar komu fram um aukna altæka útsetningu hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi, hvorki fyrir umeclidiniumi né vílanteróli (Cmax og AUC) eftir gjöf umeclidiniums/vílateróls í skammti sem var tvöfaldur ráðlagður skammtur af umeclidiniumi og ráðlagður skammtur af vílanteróli og engar vísbendingar um breytingar í próteinbindingu milli sjúklinga með alvarlega skerðingu á nýrnastarfsemi og heilbrigðra sjálfboðaliða.

Skert lifrarstarfsemi

Hvorki komu fram vísbendingar um aukna altæka útsetningu hjá sjúklingum með miðlungsalvarlega (Child-Pugh stig B) skerðingu á lifrarstarfsemi, hvorki fyrir umeclidiniumi né vílanteróli (Cmax og

AUC) eftir gjöf umeclidiniums/vílateróls í skammti sem var tvöfaldur ráðlagður skammtur af umeclidiniumi og ráðalgður skammtur af vílanteróli né vísbendingar um breytingar í próteinbindingu milli sjúklinga með miðlungsalvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi og heilbrigðra sjálfboðaliða. Umeclidinium/vílanteról hefur ekki verið metið hjá sjúklingum með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi.

Aðrir sérstakir sjúklingahópar

Samkvæmt þýðisgreiningu á lyfjahvörfum er ekki þörf á aðlögun skammta umeclidiniums eða vílanteróls eftir aldri, kynþætti, kyni, notkun barkstera til innöndunar, eða þyngd. Í rannsókn á einstaklingum með skert CYP2D6 umbrot, komu ekki fram neinar vísbendingar um klínísk marktæk áhrif erfðafræðilegs CYP2D6 fjölbreytileika á altæka útsetningu fyrir umeclidiniumi.

5.3Forklínískar upplýsingar

Í forklínískum rannsóknum með umeclidinium og vílanteróli, einum sér og saman, voru niðurstöður sem komu fram í samræmi við helstu lyfjafræðilega eiginleika annaðhvort múskarínviðtakablokka eða beta2-adrenvirkra örva og/eða staðbundin erting. Eftirfarandi upplýsingar byggjast á rannsóknum sem gerðar voru á virku efnunum hvoru fyrir sig.

Eiturverkanir á erfðaefni og krabbameinsvaldandi áhrif

Umeclidinium hafði ekki eiturverkanir á erfðaefni í stöðluðu safni rannsókna og var ekki krabbameinsvaldandi í ævilöngum innöndunarrannsóknum hjá músum við útsetningu sem var

26-föld eða rottum við útsetningu sem var ≥ 22-föld klínísk útsetning við notkun umeclidiniums 55 míkróg hjá mönnum, miðað við AUC.

Í rannsóknum á eiturverkunum á erfðaefni höfðu vílanteról (sem alfa-fenýlcinnamat) og trífenýlediksýra ekki eiturverkanir á erfðaefni sem bendir til að ekki sé hætta á eiturverkunum á erfðaefni af völdum vílanteróls (sem trífenatats) hjá mönnum. Í samræmi við niðurstöður fyrir aðra beta2-örva í ævilöngum innöndunarrannsóknum hafði vílanteróltrífenatat áhrif á frumuskiptingu í æxlunarfærum kvenrottna og kvenmúsa og í heiladingli hjá rottum. Engin aukning var í tíðni æxla hjá rottum við útsetningu sem var 0,5-föld og músum við útsetningu sem var 13-föld klínísk útsetning hjá mönnum við notkun vílanteróls 22 míkróg, miðað við AUC.

Eiturverkanir á æxlun

Umeclidinium hafði ekki vansköpunarvaldandi áhrif hjá rottum eða kanínum. Í rannsóknum sem gerðar voru fyrir og eftir fæðingu með gjöf umeclidiniums undir húð hjá rottum, kom fram minni þyngdaraukning og minni neysla fæðu hjá mæðrum og svolítið minni þyngd unga áður en þeir voru vandir af spena hjá kvendýrum sem fengu 180 míkróg/kg/dag (u.þ.b. 80 sinnum klínísk útsetning hjá mönnum við notkun umeclidiniums 55 míkróg, miðað við AUC).

Vílanteról hafði ekki vansköpunarvaldandi áhrif hjá rottum. Í innöndunarrannsóknum hjá kanínum olli vílanteróltrífenatat svipuðum áhrifum og koma fram við notkun annarra beta2-örva (klofinn gómur, opin augnlok, samvaxnir hlutar bringubeinsbols og beygðir útlimir/vansnúningur) við útsetningu sem var 6 sinnum meiri en klínísk útsetning hjá mönnum miðað við AUC. Við gjöf undir húð komu engin áhrif fram við útsetningu sem var 36 sinnum meiri en klínísk útsetning við notkun vílanteróls

22 míkróg, miðað við AUC.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Laktósaeinhýdrat

Magnesíumsterat

6.2Ósamrýmanleiki

Á ekki við.

6.3Geymsluþol

2 ár

Geymsluþol eftir að bakkinn með innöndunartækinu hefur verið opnaður: 6 vikur

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið ekki við hærri hita en 30°C. Ef lyfið er geymt í kæli skal það fá að ná stofuhita í a.m.k. eina klukkustund fyrir notkun.

Geymið innöndunartækið í lokaða bakkanum til varnar gegn raka og takið það aðeins úr rétt fyrir notkun í fyrsta sinn.

Notið innan 6 vikna frá því að bakkinn með innöndunartækinu er opnaður.

Skráið daginn sem farga skal lyfinu, í rýmið sem til þess er ætlað á miðanum. Dagsetningin skal skráð um leið og innöndunartækið er tekið úr bakkanum.

6.5Gerð íláts og innihald

ELLIPTA innöndunartækið er ljósgrátt, með rauðu loki yfir munnstykkið og skammtateljara og því er pakkað í lagskiptan álbakka sem inniheldur þurrkpoka. Bakkinn er innsiglaður með filmu sem fletta má af.

Innöndunartækið inniheldur tvær lagskiptar álþynnur með 7 eða 30 skömmtum.

Innöndunartækið er samsett úr nokkrum hlutum úr pólýprópýleni, HDPE, pólýoxýmetýleni, pólýbútýlentereþalati, akrýlónítrílbútadíenstýreni, pólýkarbónati og ryðfríu stáli.

Pakkningastærðir með 7 eða 30 skammta innöndunartækjum.

Fjölpakkning með 3 x 30 skammta innöndunartækjum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

Sjá upplýsingar um meðhöndlun í kafla 4.2.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Glaxo Group Limited

980 Great West Road

Brentford

Middlesex

TW8 9GS

Bretland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/14/899/001

EU/1/14/899/002

EU/1/14/899/003

9.DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 8. maí 2014

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf