Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Levitra (vardenafil) – Samantekt á eiginleikum lyfs - G04BE09

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLevitra
ATC-kóðiG04BE09
Efnivardenafil
FramleiðandiBayer AG  

1.HEITI LYFS

Levitra 5 mg filmuhúðaðar töflur.

Levitra 10 mg filmuhúðaðar töflur

Levitra 20 mg filmuhúðaðar töflur

2.INNIHALDSLÝSING

Hver 5 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 5 mg vardenafíl (sem hýdróklóríð). Hver 10 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg vardenafíl (sem hýdróklóríð). Hver 20 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg vardenafíl (sem hýdróklóríð).

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Filmuhúðuð tafla.

Levitra 5 mg filmuhúðaðar töflur

Appelsínugular, kringlóttar töflur merktar BAYER-krossi á annarri hliðinni og „5“ á hinni hliðinni.

Levitra 10 mg filmuhúðaðar töflur

Appelsínugular, kringlóttar töflur merktar BAYER-krossi á annarri hliðinni og „10“ á hinni hliðinni.

Levitra 20 mg filmuhúðaðar töflur

Appelsínugular, kringlóttar töflur merktar BAYER-krossi á annarri hliðinni og „20“ á hinni hliðinni.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til meðferðar við ristruflunum (erectile dysfunction) hjá fullorðnum karlmönnum. Ristruflanir er þegar stinning getnaðarlims næst ekki eða helst ekki nægilega lengi til að hægt sé að hafa viðunandi kynmök.

Til þess að Levitra virki er kynferðisleg örvun nauðsynleg.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Notkun handa fullorðnum karlmönnum

Ráðlagður skammtur er 10 mg sem tekinn er eftir þörfum um það bil 25 til 60 mínútum fyrir kynmök. Með hliðsjón af verkun og hvernig lyfið þolist má auka skammtinn í 20 mg eða minnka í 5 mg. Hámarksskammtur sem mælt er með er 20 mg. Hámarksskammtatíðni sem mælt er með er einu sinni á sólarhring. Levitra má taka inn með mat eða án. Töf getur orðið á virkni ef lyfið er tekið með fituríkri máltíð (sjá kafla 5.2).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (>65 ára)

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá öldruðum. Íhuga skal hins vegar vandlega aukningu í 20 mg hámarksskammt með hliðsjón af einstaklingsbundnu þoli (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Skert lifrarstarfsemi

Handa sjúklingum með væga/í meðallagi skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh A-B) skal íhuga 5 mg upphafsskammt. Skammtinn má auka smátt og smátt með hliðsjón af verkun og hvernig lyfið þolist. Ráðlagður hámarksskammtur handa sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh B) er 10 mg. (sjá kafla 4.3 og 5.2).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum hjá sjúklingum með væga/í meðallagi skerta nýrnastarfsemi. Þar sem skert nýrnastarfsemi er alvarlega skert (kreatínín úthreinsun <30 ml/mín.) skal íhuga 5 mg upphafsskammt, sem má auka í 10 mg og síðan 20 mg með hliðsjón af verkun og hvernig lyfið þolist. (sjá kafla 4.3 og 5.2).

Börn

Levitra er ekki ætlað einstaklingum yngri en 18 ára. Engin ábending á við um notkun Levitra handa börnum.

Notkun handa sjúklingum sem nota önnur lyf

Samtímis notkun CYP3A4 hemla

Við samtímis gjöf (CYP) 3A4 hemla eins og erýtrómýsins eða claritrómýsins á skammtur vardenafíls ekki að vera stærri en 5 mg (sjá kafla 4.5).

Lyfjagjöf

Lyfið er ætlað til inntöku.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Samtímis gjöf vardenafíls og nítrata eða efna sem gefa frá sér köfnunarefnisoxíð (svo sem amýlnítrít) í öllum lyfjaformum er frábending (sjá kafla 4.5 og 5.1).

Sjúklingar sem hafa tapað sjón á öðru auga vegna framlægs sjóntaugarkvilla vegna blóðþurrðar án slagæðabólgu (non-arteritic anterior ischemic optic neuropathy (NAION)), hvort sem það er talið tengjast notkun hemla fosfódíesterasa af gerð 5 (PDE5-hemla) eða ekki, eiga ekki að nota Levitra (sjá kafla 4.4).

Lyf til meðferðar við ristruflunum, þar með talið vardenafíl, á ekki að gefa körlum sem ráðið er frá því að stunda kynlíf (t.d. sjúklingum með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma eins og hvikula hjartaöng eða

alvarlega hjartabilun [New York Heart Association (NYHA) III eða IV].

Öryggi við notkun vardenafíls hefur ekki verið kannað hjá eftirtöldum sjúklingahópum og því er notkun lyfsins ekki ráðlögð þar til frekari upplýsingar liggja fyrir:

-alvarlega skert lifrarstarfsemi (Child-Pugh C),

-langt genginn nýrnasjúkdómur með þörf fyrir himnuskilun,

-lágþrýstingur (blóðþrýstingur < 90/50 mmHg),

-nýleg heilablæðing eða hjartadrep (innan 6 mánaða),

-hvikul hjartaöng og þekktur arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu svo sem æðukyrkingur (retinitis pigmentosa).

Samtímis notkun vardenafíls og öflugra CYP3A4 hemla (ketókónazól og ítrakónazól (til inntöku)) er frábending hjá körlum eldri en 75 ára.

Samtímis notkun vardenafíls og HIV próteasa hemla eins og rítónavír og indínavír er frábending þar sem þeir eru mjög öflugir CYP3A4 hemlar (sjá kafla 4.5).

Ekki má nota PDE5-hemla, þ.m.t. vardenafíl, samtímis efnum sem örva gúanýlat cýklasa, svo sem ríócígúati, þar sem það getur hugsanlega leitt til lágþrýstings með einkennum (sjá kafla 4.5).

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Kanna skal sjúkdómssögu og gera greiningu á ristruflun og ganga úr skugga um hugsanlega undirliggjandi orsök áður en ákvörðun er tekin um notkun lyfsins.

Áður en einhver meðferð við ristruflunum er hafin á læknirinn að kanna ástand hjarta og æðakerfis sjúklings þar sem nokkur áhætta fylgir því að hafa kynmök hvað varðar hjartað (sjá kafla 4.3). Vardenafíl hefur æðavíkkandi eiginleika, sem geta leitt til tímabundinnar lækkunar á blóðþrýstingi. (sjá kafla 5.1). Sjúklingar með útflæðisteppu í vinstra slegli, t.d. ósæðarþrengsli og sjálfvakin neðanósæðarþrengsli geta verið næmir fyrir virkni æðavíkkandi lyfja, þar með talið fosfódíesterasa hemlum af gerð 5.

Lyf sem notuð eru sem meðferð við ristruflunum skulu notuð með varúð hjá sjúklingum með vanskapaðan getnaðarlim (svo sem beygðan lim, bandvefshersli í lim (cavernosal fibrosis) eða Peyronies-sjúkdóm) eða sjúklingum með sjúkdóma sem geta valdið sístöðu getnaðarlims (t.d. sigðfrumublóðleysi, mergæxlisger (multiple myeloma) eða hvítblæði).

Öryggi og verkun af samtímis notkun Levitra filmuhúðaðara taflna samtímis Levitra munndreifitöflum eða annarri meðferð við ristruflunum hefur ekki verið rannsökuð. Því er ekki mælt með notkun slíkra samsetninga.

Þol fyrir 20 mg hámarksskammti getur verið lægra hjá öldruðum (≥ 65 ára) (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Samtímis notkun alfa blokka

Samtímis notkun alfa blokka og vardenafíls getur valdið einkennum lágþrýstings hjá sumum sjúklingum, því hvort tveggja er æðavíkkandi. Meðferð með vardenafíl samtímis á aðeins að hefja þegar jafnvægi hefur komist á meðferð með alfa blokkum. Hjá sjúklingum sem fá alfa blokka og meðferðin er komin í jafnvægi á að hefja meðferð með vardenafíli með minnsta ráðlagða upphafsskammti þ.e. 5 mg filmuhúðuðum töflum. Vardenafíl má gefa hvenær sem er með tamsúlósíni eða með alfúzósíni. Þegar vardenafíl er gefið samtímis öðrum alfa blokkum þarf að hugleiða lyfjagjafir með ákveðnu millibili (sjá kafla 4.5). Sjúklingar sem þegar fá hámarksskammt af vardenafíli, eiga að byrja með minnsta skammt af alfa blokkum. Stigvaxandi skammtaaukning alfa blokka getur tengst frekari blóðþrýstingslækkun hjá sjúklingum sem fá vardenafíl.

Samtímis notkun CYP3A4 hemla

Forðast á samtímis notkun vardenafíls og öflugra CYP3A4 hemla (rítónavír, indínavír, ketókónazól og ítrakónazól (til inntöku)), þar sem plasmagildi vardenafíls hækka mjög mikið ef þessi lyf eru gefin samtímis (sjá kafla 4.5 og 4.3).

Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum vardenafíls ef meðalöflugir CYP3A4 hemlar eins og erýtrómýsin og claritrómýsin eru gefnir samtímis (sjá kafla 4.5 og 4.2).

Greipaldin eða greipaldinsafi geta valdið aukningu á blóðþéttni vardenafíls. Forðast á samtímis notkun (sjá kafla 4.5).

Áhrif á QTc bil

Sýnt hefur verið fram á að 10 mg og 80 mg stakir skammtar af vardenafíl til inntöku lengja QTc bil um að meðaltali 8 msek og 10 msek. Þegar stakir 10 mg skammtar af vardenafíl voru gefnir samhliða 400 mg af gatifloxacíni, sem er virkt efni með sambærileg áhrif á QT, komu viðbótar áhrif á QTc í ljós sem námu 4 msek, samanborið við eftir hvort virkt efni fyrir sig. Klínísk áhrif þessara QT-breytinga eru ekki þekkt (sjá kafla 5.1).

Ekki er vitað hvaða klínísku þýðingu þetta hefur og á ekki við alla sjúklinga við mismunandi aðstæður, þar sem einstaklingsbundnir áhættuþættir og næmi skiptir máli. Lyf sem lengja QTc bil á helst ekki að nota hjá sjúklingum með áhættuþætti eins og lágt kalíumgildi, áskapaða/meðfædda lengingu á QTc bili, hjá sjúklingum sem nota lyf við hjartsláttartruflunum í flokki 1Aa (t.d. kínidín, prókaínamíð) eða í flokki III (t.d. amiódarón, sótalól).

Áhrif á sjón

Greint hefur verið frá sjónskerðingu og tilfellum af NAION í tengslum við töku Levitra og annarra PDE5-hemla. Gera skal sjúklingnum grein fyrir að við skyndilega sjónskerðingu á að hætta töku Levitra og leita tafarlaust ráða hjá lækni (sjá kafla 4.3).

Áhrif á blæðingar

In vitro rannsóknir á blóðflögum manna benda ekki til þess að vardenafíl minnki samloðun blóðflagna en við háa þéttni (yfir lækningalegri þéttni) eykur vardenafíl áhrif natríumnítróprússíðs (efnis sem gefur frá sér köfnunarefnisoxíð), gegn samloðun blóðflagna. Hjá mönnum hefur vardenafíl hvorki áhrif á blæðingartíma eitt sér né í samsetningu með asetýlsalisýlsýru (sjá kafla 4.5). Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um öryggi við gjöf vardenafíls handa sjúklingum með blæðingasjúkdóma eða virkt ætisár. Því skal aðeins gefa þessum sjúklingum vardenafíl eftir ítarlegt mat á ávinningi og áhættu.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Áhrif annarra lyfja á vardenafíl In vitro rannsóknir

Vardenafíl umbrotnar aðallega fyrir tilstilli lifrarensíma, fyrir áhrif cýtókróm P450 (CYP) ísóensímsins 3A4 og í minna mæli fyrir áhrif CYP3A5 og CYP2C. Því geta hemlar þessara ísóensíma dregið úr úthreinsun vardenafíls.

In vivo rannsóknir

Samtímis gjöf HIV próteasahemilsins indínavír (800 mg þrisvar sinnum á dag), sem er öflugur CYP3A4 hemill og vardenafíls (10 mg filmuhúðaðrar töflu) leiddi til 16-faldrar stækkunar á AUC vardenafíls og 7-faldrar hækkunar á Cmax vardenafíls. Eftir 24 klst. höfðu plasmagildi vardenafíls lækkað í um 4% af hámarks plasmagildum (Cmax) vardenafíls.

Þegar 5 mg af vardenafíl var gefið samtímis rítónavír (600 mg tvisvar sinnum á dag) varð 13-föld hækkun á Cmax vardenafíls og 49-föld hækkun á AUC0-24 f vardenafíl. Milliverkunin er vegna þess að ritónavír, sem er öflugur CYP3A4 hemill og hamlar einnig CYP2C9, hamlar umbroti vardenafíls í lifur. Helmingunartími vardenafíls eykst verulega af völdum ritónavír eða í 25,7 klst. (sjá kafla 4.4).

Samtímis gjöf ketókónazól (200 mg), sem er öflugur CYP3A4 hemill og vardenafíls (5 mg) leiddi til 10-faldrar stækkunar á AUC vardenafíls og 4-faldrar hækkunar á Cmax vardenafíls (sjá kafla 4.2).

Þrátt fyrir að ekki hafi verið gerðar neinar sértækar rannsóknir á milliverkunum má gera ráð fyrir að við samtímis notkun annarra öflugra CYP3A4 hemla (svo sem ítrakónazólvír) verði plasmagildi vardenafíls svipuð og við notkun ketókónazólvír. Forðast á samtímis notkun vardenafíls og öflugra CYP3A4 hemla eins og ítrakónazól og ketókónazól (til inntöku). (sjá kafla 4.3 og 4.4). Samtímis notkun vardenafíls og ítrakónazól eða ketókónazól er frábending hjá körlum eldri en 75 ára (sjá kafla 4.3).

Samtímis gjöf CYP3A4 hemilsins erýtrómýsíns (500 mg þrisvar sinnum á dag) og vardenafíls (5 mg) leiddi til 4-faldrar stækkun á AUC vardenafíls og 3-faldrar hækkunar á Cmax. Þótt sértækar rannsóknir á milliverkunum hafi ekki verið gerðar, má gera ráð fyrir svipuðum áhrifum á AUC og Cmax fyrir vardenafíl við samhliða notkun claritrómýsins. Þegar vardenafíl er notað samtímis meðalöflugum CYP3A4 hemli eins og erýtrómýsini eða claritrómýsini getur þurft að breyta skömmtum vardenafíls (sjá kafla 4.2 og 4.4). Címetidín (400 mg tvisvar sinnum á dag), sem er ósértækur cýtókróm P450 hemill hafði engin áhrif á AUC vardenafíls og Cmax þegar það var gefið heilbrigðum sjálfboðaliðum samtímis vardenafíli (20 mg).

Greipaldinsafi, sem er vægur hemill á CYP3A4 umbrot í þarmavegg, getur valdið lítils háttar aukningu á blóðþéttni vardenafíls (sjá kafla 4.4).

Engin áhrif komu fram á lyfjahvörf vardenafíls (20 mg) við samtímis gjöf H2-blokkans ranitidíns (150 mg tvisvar sinnum á dag), digoxíns, warfaríns, glíbenklamíðs, áfengis (73 mg/dl) eða eins skammts af sýrubindandi lyfi (magnesíumhýdroxíð/álhýdroxíð).

Þrátt fyrir að ekki hafi verið gerðar neinar sértækar rannsóknir á milliverkunum við öll lyf komu ekki fram við þýðisgreiningu á lyfjahvörfum nein áhrif á lyfjahvörf vardenafíls við samtímis notkun eftirtalinna lyfja: asetýlsalisýlsýru, ACE-hemla, beta-blokka, vægra CYP 3A4 hemla, þvagræsilyfja og lyfja til meðhöndlunar sykursýki (súlfonýlúrea og metformín).

Áhrif vardenafíls á önnur lyf

Engin gögn liggja fyrir um milliverkanir vardenafíls og ósértækra fosfódíesterasa hemla eins og teófýllíns eða dípýrídamóls.

In vivo rannsóknir

Í rannsókn á 18 heilbrigðum karlmönnum kom ekki fram aukin blóðþrýstingslækkandi verkun nítróglýseríns (0,4 mg) sem gefið er undir tungu þegar vardenafíl (10 mg) var gefið með mismunandi löngum tíma (1 klst. til 24 klst.) fyrir gjöf nítróglýserínskammtsins. Vardenafíl 20 mg eykur blóðþrýstingslækkandi áhrif nítróglýseríns (0,4 mg) sem gefið er undir tungu, 1 til 4 klst. eftir vardenafíl hjá miðaldra heilbrigðum einstaklingum. Engin áhrif á blóðþrýsting komu í ljós þegar nítróglýserín var tekið 24 klst. eftir stakan 20 mg skammt af vardenafíl. Engar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um hugsanleg áhrif vardenafíls á blóðþrýstingslækkandi verkun nítrata hjá sjúklingum og samtímis notkun þessara lyfja er því frábending (sjá kafla 4.3).

Nicorandil er kalíumgangaopnari og er nítrat. Vegna nítrat innihaldsins getur það haft alvarlegar milliverkanir við vardenafíl.

Þar sem meðferð með alfa blokkum einum sér getur lækkað blóðþrýsting verulega, sér í lagi aukið líkur á réttstöðuþrýstingsfalli og yfirliði, voru gerðar rannsóknir á milliverkunum vardenafíls. Í tveimur rannsóknum á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum með eðlilegan blóðþrýsting, var greint frá blóðþrýstingslækkun (í sumum tilvikum með einkennum) hjá marktækum fjölda einstaklinga eftir samhliða gjöf með vardenafíli, eftir að skammtar alfa blokkanna tamsúlósíns og terazósíns voru auknir smám saman (forced titration) þar til stórum skömmtum var náð. Á meðal þeirra sem fengu terazósín, kom lágþrýstingur oftar í ljós þegar vardenafíl og terazósín voru gefin samtímis, miðað við þegar 6 klst. voru á milli lyfjagjafa.

Byggt á niðurstöðum úr rannsóknum á milliverkunum vardenafíls á sjúklingum með góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun (BPH) sem voru á tamsúlósín, terazósín eða alfúzósín meðferð í jafnvægi:

-Þegar 5, 10 eða 20 mg af vardenafíli (filmuhúðaðar töflur) voru gefin sjúklingum á tamsúlósín meðferð í jafnvægi, komu engin einkenni blóðþrýstingslækkunar í ljós, þótt 3 af 21 einstaklingi sem fengu tamsúlósín sýndu tímabundinn slagbilsþrýsting í uppréttri stöðu sem var minni en 85 mmHg.

-Þegar 5 mg af vardenafíli (filmuhúðaðar töflur) voru gefin samtímis 5 mg eða 10 mg af terazósíni komu einkenni réttstöðuþrýstingsfalls í ljós hjá 1 sjúklingi af 21. Lágþrýstingur kom ekki fram þegar 5 mg af vardenafíli og terazósín var gefið með 6 klst. millibili.

-Þegar 5 eða 10 mg af vardenafíli (filmuhúðaðar töflur) voru gefin sjúklingum á stöðugri alfúzósín meðferð, komu engin einkenni blóðþrýstingslækkunar í ljós, samanborið við lyfleysu.

Því á aðeins að hefja samhliða meðferð, ef meðferð með alfa blokkum er í jafnvægi. Þegar meðferð með alfa blokkum er í jafnvægi á að hefja meðferð með vardenafíli með minnsta ráðlagða upphafsskammti sem er 5 mg. Levitra má gefa hvenær sem er með tamsúlósíni eða með alfúzósíni. Þegar vardenafíl er gefið samtímis öðrum alfa blokkum þarf að hugleiða lyfjagjafir með ákveðnu millibili (sjá kafla 4.4).

Engar marktækar milliverkanir komu fram þegar warfarín (25 mg), sem er umbrotið af CYP2C9 eða digoxín (0,375 mg) var gefið samtímis vardenafíli (20 mg filmuhúðaðar töflur). Engin áhrif sáust á hlutfallslegt aðgengi glíbenklamíðs (3,5 mg) þegar það var gefið samtímis vardenafíli (20 mg). Í

sértækri rannsókn þar sem vardenafíl (20 mg) var gefið sjúklingum með háþrýsting samtímis nífedipíni (30 eða 60 mg) með forðaverkun lækkaði slagbilsþrýstingur í útafliggjandi stöðu um 6 mmHg. Samsvarandi lækkun á þanþrýstingi var 5 mmHg ásamt aukningu á hjartsláttarhraða um 4 slög á mínútu.

Þegar vardenafíl (20 mg filmuhúðuð tafla) var tekið samtímis áfengi (meðal hámarksblóðþéttni

73 mg/dl) jók vardenafíl ekki áhrif áfengis á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða og lyfjahvörf vardenafíls voru óbreytt.

Vardenafíl (10 mg) jók ekki lengdan blæðingartíma af völdum asetýlsalisýlsýru (2 x 81 mg).

Ríócígúat

Forklínískar rannsóknir sýndu samlegðaráhrif til altækrar lækkunar blóðþrýstings þegar PDE5-hemlar voru notaðir samtímis ríócígúati. Í klínískum rannsóknum reyndist ríócígúat efla blóðþrýstingslækkandi áhrif PDE5-hemla. Engar vísbendingar voru um að ávinningur væri af samtímis notkun þessara lyfja hjá rannsóknarþýðinu. Því á ekki að nota ríócígúat samtímis PDE5- hemlum, þ.m.t. vardenafíli (sjá kafla 4.3).

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Levitra er ekki ætlað konum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun vardenafíls á meðgöngu. Engar upplýsingar liggja fyrir um frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Þar sem svimi hefur komið fram í klínískum rannsóknum á vardenafíli skulu sjúklingar vera meðvitaðir um viðbrögð sín við Levitra áður en þeir aka eða nota vélar.

4.8Aukaverkanir

Aukaverkanir sem tilkynnt var um vegna Levitra filmuhúðaðra taflna eða 10 mg munndreifitaflna í klínískum rannsóknum voru yfirleitt tímabundnar og vægar/í meðallagi alvarlegar. Algengasta aukaverkunin sem kemur fram hjá ≥ 10% sjúklinga er höfuðverkur.

Aukaverkanir eru taldar upp samkvæmt MedDRA tíðniflokkun: mjög algengar (≥1/10), algengar

(≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1,000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10,000 til <1/1,000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Greint hefur verið frá eftirtöldum aukaverkunum:

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

 

algengar

(≥1/100 og

(≥1/1.000 og

(≥1/10.000 og

þekkt (ekki

 

(≥1/10)

<1/10)

<1/100)

<1/1.000)

hægt að áætla

 

 

 

 

 

tíðni út frá

 

 

 

 

 

fyrirliggjandi

 

 

 

 

 

gögnum)

Sýkingar af

 

 

 

Tárubólga

 

völdum sýkla

 

 

 

 

 

og sníkjudýra

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmisbjúgur

Ofnæmisviðbrögð

 

 

 

 

og ofsabjúgur

 

 

Geðræn

 

 

Svefntruflanir

Kvíði

 

vandamál

 

 

 

 

 

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

 

algengar

(≥1/100 og

(≥1/1.000 og

(≥1/10.000 og

þekkt (ekki

 

(≥1/10)

<1/10)

<1/100)

<1/1.000)

hægt að áætla

 

 

 

 

 

tíðni út frá

 

 

 

 

 

fyrirliggjandi

 

 

 

 

 

gögnum)

Taugakerfi

Höfuðverkur

Sundl

Svefndrungi

Yfirlið

 

 

 

 

Náladofi og

Flog

 

 

 

 

tilfinningartruflun

Minnisleysi

 

Augu

 

 

Sjóntruflanir

Aukinn

NAION (non-

 

 

 

Aukin blóðsókn

augnþrýstingur

arteritic-

 

 

 

til augans

Aukin táramyndun

anterior

 

 

 

Litskynvilla

 

ischemic optic

 

 

 

Augnverkur og

 

neuropathy)

 

 

 

óþægindi í augum

 

Sjónskerðing

 

 

 

Ljósfælni

 

 

Eyru og

 

 

Suð fyrir eyrum

 

Skyndilegt

völundarhús

 

 

Svimi

 

heyrnarleysi

Hjarta

 

 

Hjartsláttarónot

Hjartadrep

 

 

 

 

Hraðtaktur

Hraðsláttarglöp í

 

 

 

 

 

sleglum (ventricular

 

 

 

 

 

tachyarrhytmias)

 

 

 

 

 

Hjartaöng

 

Æðar

 

Roðnun í húð

 

Háþrýstingur

 

 

 

 

 

Lágþrýstingur

 

Öndunarfæri,

 

Nefstífla

Andnauð

Blóðnasir

 

brjósthol og

 

 

Skútastífla

 

 

miðmæti

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

Meltingar-

Vélindabakflæði

 

 

 

 

truflanir

Magabólga

 

 

 

 

 

Verkir í

 

 

 

 

 

meltingarfærum

 

 

 

 

 

og kvið

 

 

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

 

 

Uppköst

 

 

 

 

 

Ógleði

 

 

 

 

 

Munnþurrkur

 

 

Lifur og gall

 

 

Hækkun á

Hækkun á gamma-

 

 

 

 

transamínösum

glútamýl-transferasa

 

Húð og

 

 

Roðaþot

Ljósnæmisviðbrögð

 

undirhúð

 

 

Útbrot

 

 

Stoðkerfi

 

 

Bakverkur

 

 

ogstoðvefur

 

 

Aukinn

 

 

 

 

 

kreatínfosfókínasi

 

 

 

 

 

Vöðvaþrautir

 

 

 

 

 

Aukin

 

 

 

 

 

vöðvaspenna og

 

 

 

 

 

sinadráttur

 

 

Nýru og

 

 

 

 

Blóðmiga

þvagfæri

 

 

 

 

 

Æxlunarfæri

 

 

Aukin stinning

Standpína

Blæðing frá

og brjóst

 

 

getnaðarlims

 

getnaðarlim,

 

 

 

 

 

Blóð í sæði

Almennar

 

 

Vanlíðan

Verkur fyrir brjósti

 

aukaverkanir

 

 

 

 

 

og

 

 

 

 

 

aukaverkanir

 

 

 

 

 

á íkomustað

 

 

 

 

 

Tilkynnt hefur verið um blæðingu frá getnaðarlim, blóð í sæði og blóðmigu í klínískum rannsóknum og með aukaverkanatilkynningum eftir markaðssetningu við notkun allra PDE5 hemla, þar með talið vardenafíls.

Við 20 mg skammtinn af Levitra filmuhúðuðum töflum var höfuðverkur algengari hjá öldruðum(≥ 65 ára) en hjá yngri sjúklingum(<65 ára) (16,2% á móti11,8%), sundl var algengara hjá öldruðum (≥ 65 ára) en hjá yngri sjúklingum (<65 ára) (3,7% á móti0,7%). Almennt er tíðni aukaverkana (sérstaklega sundls) heldur algengari hjá sjúklingum með sögu um háþrýsting.

Skýrslur eftir markaðssetningu annars lyfs í þessum lyfjaflokki

Æðar

Alvarleg áhrif á hjarta og æðar, þar með talin heilablæðing, skyndilegur hjartadauði, skammvinnt blóðþurrðarkast (transient ischemic attack), hvikul hjartaöng og hjartsláttartruflanir frá sleglum (ventricular arrhythmia) hafa komið fram eftir markaðssetningu annars lyfs í þessum lyfjaflokki.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Í rannsóknum á heilbrigðum einstaklingum með gjöf stakra skammta allt að og að meðtöldum 80 mg af vardenafíl (filmuhúðaðar töflur) á dag þoldust þeir án þess að fram kæmu alvarlegar aukaverkanir.

Þegar vardenafíl var gefið í stærri skömmtum og tíðara en í ráðlagðri meðferð (40 mg filmuhúðaðar töflur tvisvar sinnum á dag) komu fram tilvik um alvarlega bakverki. Þetta tengdist ekki neinum eituráhrifum á vöðva eða taugar.

Við ofskömmtun skal viðhafa venjulega stuðningsmeðferð eftir því sem við á. Himnuskilun er ekki talin hraða úthreinsun þar sem vardenafíl er mikið bundið plasmapróteinum og skilst ekki út í þvagi sem neinu nemur.

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Þvagfæralyf (urologica), Lyf við stinningarvandamáli, ATC flokkur: G04BE09.

Vardenafíl til inntöku er notað sem meðferð til að bæta stinningu hjá körlum með ristruflanir. Við eðlilegar aðstæður, þ.e. við kynferðislega örvun bætir það skerta stinningu getnaðarlims með því að auka blóðflæði til limsins.

Stinning getnaðarlims er lífeðlisfræðilegt ferli blóðrásar. Við kynferðislega örvun losnar köfnunarefnisoxíð. Köfnunarefnisoxíð virkjar ensímið gvanýlcýklasa sem leiðir til aukinnar þéttni hringlaga gvanósíneinfosfats (cGMP) í stinningarvefi limsins (corpus cavernosum). Þetta veldur slökun á sléttum vöðvum og við það eykst blóðflæði til limsins. Þéttni cGMP stjórnast af hraða nýmyndunar fyrir áhrif gvanýlcýklasa og hraða niðurbrots fyrir áhrif cGMP hýdrólýserandi fosfódíesterasa (PDE).

Vardenafíl er öflugur og sértækur hemill fosfódíesterasa af tegund 5 (PDE5) sem er sértækur fyrir cGMP og er algengasti PDE í stinningarvefi getnaðarlims karla. Vardenafíl eykur mikið áhrif köfnunarefnisoxíðs sem myndast í stinningarvefi getnaðarlims með því að hemja PDE5. Þegar köfnunarefnisoxíð losnar við kynferðislega örvun leiða hemjandi áhrif vardenafíls á PDE5 til aukinnar þéttni cGMP í stinningarvefi getnaðarlims. Kynferðisleg örvun er því nauðsynleg til að vardenafíl hafi gagnleg áhrif.

In vitro rannsóknir hafa sýnt að vardenafíl hefur meiri áhrif á PDE5 en aðra þekkta fosfódíesterasa (> 15-falt miðað við PDE6, > 130-falt miðað við PDE1, > 300-falt miðað við PDE11 og > 1.000-falt miðað við PDE2, PDE3, PDE4, PDE7, PDE8, PDE9 og PDE10).

Í rannsókn á getnaðarlimi með rúmtaksrita (plethysmography (RigiScan)) ollu 20 mg af vardenafíli stinningu sem talin er næg fyrir innsetningu getnaðarlims (60% stífni samkvæmt RigiScan) hjá sumum körlum strax 15 mín. eftir töku skammts. Heildarsvörun þessara karla við vardenafíli varð tölfræðilega marktæk miðað við lyfleysu 25 mín. eftir töku skammts.

Vardenafíl hefur væga og tímabundna blóðþrýstingslækkandi verkun sem í fæstum tilvikum hefur klíníska þýðingu. Hámarkslækkun á slagbilsþrýstingi í útafliggjandi stöðu eftir inntöku 20 mg skammts af vardenafíli var að meðaltali 6,9 mmHg og 4.3 mmHg eftir 40 mg af vardenafíli samanborið við lyfleysu. Þessi blóðþrýstingslækkun svarar til æðaútvíkkandi áhrifa PDE5-hemla og er sennilega vegna hækkaðra cGMP-gilda í sléttum vöðvum í æðum. Eftir einn skammt eða fjölskammta meðferð af allt að 40 mg vardenafíls sáust engar breytingar á hjartarafriti (ECG) hjá heilbrigðum einstaklingum.

Íeinskammta slembivalsrannsókn sem var tvíblind víxlrannsókn með 59 heilbrigðum körlum, var gerður samanburður á áhrifum á QT bil efir vardenafíl (10 mg og 80 mg), síldenafíl (50 mg og 400 mg) og lyfleysu. Moxifloacín (400 mg) var notað í rannsókninni sem staðall (internal control).

Áhrif á QT bil var mælt einni klst. eftir gefinn skammt (meðalgildi tmax fyrir vardenafíl). Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að útiloka áhrif sem voru meiri en 10 msek. (þ.e. sýna fram á skort á áhrifum) á QTc bil eftir stakan 80 mg skammt til inntöku af vardenafíl, samanborið við lyfleysu, mælt sem breyting á leiðréttingarformúlu Fridericia (QTcF=QT/RR1/3), einni klst. eftir lyfjagjöf, miðað við upphafsgildi. Niðurstaða fyrir vardenafíl sýndi lengingu á QTc (Fridericia) um 8 msek (90%CI:6-9) eftir 10 mg og 10 msek. (90% CI:8-11) eftir 80 mg, samanborið við lyfleysu og 4 msek aukning á Qtci (90% CI:3-6) eftir 10 mg og 6 msek aukningu (90% CI: 4-7) eftir 80 mg, samanborið við lyfleysu. Við

tmax var eingöngu breytingin á meðalgildi QTcF fyrir vardenafíl 80 mg utan við markgildi rannsóknarinnar (meðaltal 10 msek., 90% CI:8-11). Þegar leiðréttingarformúlan var notuð var ekkert gildanna utan marka.

Ísérstakri rannsókn eftir markaðssetningu með 44 heilbrigðum sjálfboðaliðum, voru stakir 10 mg skammtar af vardenafíli eða 50 mg af síldenafíli gefnir samhliða 400 mg af gatifloxacíni, sem er lyf með svipuð áhrif á QT. Aukin Fredericia QTc áhrif komu í ljós eftir bæði vardenafíl og síldenafíl eða 4 msek (vardenafíl) og 5 msek (síldenafíl) samanborið við eftir hvort lyf þegar það er tekið eitt og sér. Ekki er vitað hvaða þýðingu þessar breytingar á QT hafa klínískt.

Frekari upplýsingar úr klínískum rannsóknum á vardenafíl 10 mg munndreifitöflum

Sýnt var sérstaklega fram á öryggi og verkun vardenafíl 10 mg munndreifitaflna hjá breiðum sjúklingahópi í tveimur rannsóknum sem tóku til 701 sjúklings af handahófi með stinningarvanda sem fengu meðferð í allt að 12 vikur. Dreifing sjúklinga í fyrirfram skilgreindum undirhópum tók til aldraðra sjúklinga (51%), sjúklinga með sögu um sykursýki (29%), blóðfituröskun (dyslipidemia) (39%) og háþrýsting (40%).

Íúrtaksupplýsingum úr rannsóknunum tveimur á vardenafíl 10 mg munndreifitöflum voru IIEF-EF (international index of erectile function) tölur marktækt hærri með vardenafíl 10 mg munndreifitöflum en lyfleysu.

Í71% allra tilrauna til kynmaka sem tilkynnt var um í klínískum rannsóknum gekk innsetning getnaðarlims vel samanborið við 44% allra tilrauna í lyfleysuhópi. Þessi árangur endurspeglaðist líka í undirhópum; af öllum tilraunum til kynmaka gekk innsetning vel hjá 65% aldraðra sjúklinga, 63% sjúklinga með sögu um sykursýki, 66% sjúklinga með sögu um blóðfituröskun og 70% sjúklinga með háþrýsting.

Um 63% allra tilrauna til kynmaka sem tilkynnt var um með vardenafíl 10 mg munndreifitöflum báru árangur þegar kom að því að viðhalda stinningu samanborið við um 26% allra tilrauna til kynmaka hjá samanburðarhópi á lyfleysu. Hjá fyrirfram skilgreindum undirhópum báru tilraunir við notkun

vardenafíl 10 mg munndreifitaflna árangur þegar kom að viðhaldi stinningar hjá 57% (aldraðir sjúklingar), 56% (sjúklingar með sögu um sykursýki), 59% (sjúklingar með sögu um blóðfituröskun) og 60% (sjúklingar með sögu um háþrýsting) allra þeirra sem tilkynnt var um.

Frekari upplýsingar úr klínískum rannsóknum

Í klínískum rannsóknum var vardenafíl gefið fleiri en 17.000 körlum á aldrinum 18-89 ára með ristruflanir og margir þeirra voru með ýmsa sjúkdóma. Fleiri en 2.500 sjúklingar voru meðhöndlaðir með vardenafíli í sex mánuði eða lengur. Af þeim höfðu 900 sjúklingar verið meðhöndlaðir í eitt ár eða lengur.

Sjúklingarnir skiptust í eftirtalda hópa: Aldraðir (22%), sjúklingar með háþrýsting (35%), sykursýki (29%), hjartasjúkdóm með blóðþurrð og aðra hjarta- og æðasjúkdóma (7%), sjúklingar með langvinna lungnasjúkdóma (5%), óhóflega blóðfituhækkun (22%), þunglyndi (5%), algert brottnám blöðruhálskirtils (9%). Klínískar rannsóknir tóku ekki til eftirtalinna sjúklingahópa: Aldraðir (>75 ára, 2,4%) og sjúklingar með tiltekna hjarta- og æðasjúkdóma (sjá kafla 4.3). Engar klínískar rannsóknir voru gerðar á sjúklingum með sjúkdóma í miðtaugakerfi (aðra en mænuskaða), sjúklingum með alvarlega skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi, sjúklingum sem gengist höfðu undir skurðaðgerðir á grindarholi (nema taugaverndandi blöðruhálskirtilsnám), eða sem höfðu fengið grindarholsáverka eða geislameðferð eða sjúklingum með minnkaða kynlöngun eða vanskapaðan getnaðarlim.

Ílykilrannsóknunum leiddi meðferð með vardenafíli (filmuhúðum töflum) til þess að ris var betra samanborið við lyfleysu. Hlutfall þeirra sjúklinga sem reyndi að hafa kynmök fjórum til fimm klst. eftir töku lyfsins og viðhéldu stinningu og gátu haft kynmök var hærra en eftir lyfleysu.

Íþriggja mánaða rannsóknum á stórum hópi karla með ristruflanir með ákveðnum skömmtum (filmuhúðaðar töflur) var hlutfall sjúklinga sem greindi frá því að meðferðin hefði bætt ris hjá þeim (successful penetration (SEP 2), 68% (5 mg), 76% (10 mg) og 80% (20 mg) í samanburði við 49% þeirra sem fengu lyfleysu. Hæfileiki til að viðhalda risi (SEP3) hjá sama þýði var 53% (5 mg), 63% (10%) og 65% (20 mg) samanborið við 29% þeirra sem fengu lyfleysu.

Á grundvelli allra rannsókna hefur eftirfarandi hundraðshluti sjúklinga skýrt frá bata við notkun vardenafíls: Ristruflanir af geðrænum toga (77-87%), ristruflanir af fleiri en einni ástæðu (69-83%), ristruflanir af vefrænum sökum (64-75%), aldraðir (52-75%), hjartasjúkdómar með blóðþurrð (70-73 %), óhófleg blóðfituhækkun (62-73%), lungnasjúkdómar (74-78%), þunglyndi (59-69%) og sjúklingar sem samtímis nota blóðþrýstingslækkandi lyf (62-73%).

Íklínískum rannsóknum á sjúklingum með sykursýki sem fengu vardenafíl í 10 og 20 mg skömmtum var ris (erectile function domain score) marktækt betra, svo og geta til að ná og viðhalda stinningu nægilega lengi til að hafa viðunandi kynmök og stífni limsins var meiri í samanburði við lyfleysu. Hlutfall svörunar hjá sjúklingum sem náðu og viðhéldu stinningu eftir að hafa lokið þriggja mánaða meðferð var 61% og 49% hjá þeim sem fengu 10 mg af vardenafíli og 64% og 54% hjá þeim sem fengu 20 mg í samanburði við 36% og 23% hjá þeim sem fengu lyfleysu.

Íklínískum rannsóknum eftir brottnám blöðruhálskirtils hjá sjúklingum sem fengu vardenafíl í 10 og 20 mg skömmtum var ris (erectile function domain score) marktækt betra svo og geta til að ná og viðhalda stinningu nægilega lengi til að hafa viðunandi kynmök og stífni limsins meiri í samanburði við lyfleysu. Hlutfall svörunar hjá sjúklingum sem náðu og viðhéldu stinningu eftir að hafa lokið þriggja mánaða meðferð var 47% og 37% hjá þeim sem fengu 10 mg af vardenafíli og 48% og 34% hjá þeim sem fengu 20 mg í samanburði við 22% og 10% hjá þeim sem fengu lyfleysu.

Íklínískri rannsókn með breytilegum skömmtum á sjúklingum með mænuskaða sem fengu vardenafíl var ris (erectile function domain score) marktækt betra, svo og geta til að ná og viðhalda stinningu nægilega lengi til að hafa viðunandi kynmök og stífni limsins var meiri í samanburði við lyfleysu. Hlutfall sjúklinga sem hurfu aftur að eðlilegu IIEF (international index of erectile function) skori (≥26) var 53% hjá þeim sem fengu vardenafíl, samanborið við 9% hjá þeim sem fengu lyfleysu. Hlutfall svörunar hjá þeim sem náðu og viðhéldu stinningu eftir að hafa lokið þriggja mánaða meðferð sem var klínískt og tölfræðilega marktæk (p<0,001) var 76% og 59% hjá þeim sem fengu vardenafíl í samanburði við 41% og 22% hjá þeim sem fengu lyfleysu.

Í langtímarannsóknum hélst öryggi og verkun vardenafíls.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum hjá öllum undirhópum barna við ristruflunum. Sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum.

5.2 Lyfjahvörf

Íjafngildisrannsóknum (bioequivalence studies) hefur verið sýnt fram á að vardenafíl 10 mg munndreifitafla er ekki jafngild vardenafíl 10 mg filmuhúðuðum töflum; því á ekki að nota munndreifitöfluformið sem jafngildi vardenafíl 10 mg filmuhúðaðra taflna.

Frásog

Í vardenafíl filmuhúðuðum töflum frásogast vardenafíl hratt og næst hámarks greinanleg plasmaþéttni hjá sumum körlum strax eftir 15 mín. eftir inntöku. Í 90% tilvika næst hins vegar hámarksplasmaþéttni innan 30-120 mín. (miðgildi 60 mín.) eftir inntöku á fastandi maga. Meðaltalsnýting eftir inntöku (mean absolute oral bioavailability) er 15%. Eftir inntöku vardenafíls stækkar AUC og Cmax því sem næst í hlutfalli við skammta á ráðlögðu skammtabili (5-20 mg).

Þegar vardenafíl filmuhúðaðar töflur eru teknar samtímis mjög fituríkri máltíð (fituinnihald 57%) minnkar frásogshraðinn, miðgildi tmax lengist um 1 klst. og Cmax lækkar um 20% að meðaltali. Engin áhrif eru á AUC vardenafíls. Eftir máltíð, sem inniheldur 30% fitu er hraði og umfang frásogs vardenafíls (tmax, Cmax og AUC) óbreytt miðað við gjöf á fastandi maga.

Vardenafíl frásogast hratt eftir gjöf vardenafíl 10 mg munndreifitaflna án vatns. Miðgildistími að Cmax

var breytilegur á bilinu 45 til 90 mínútna og var svipaður eða aðeins seinni (um 8 til 45 mín.) en við notkun filmuhúðaðra taflna. Meðal AUC fyrir vardenafíl jókst um 21 til 29% (miðaldra og aldraðir sjúklingar með stinningarvanda) eða 44% (ungir, heilbrigðir sjálfboðaliðar) þegar 10 mg munndreifitöflur voru gefnar samanborið við filmuhúðaðar töflur vegna staðbundins frásogs í munni á litlum hluta lyfsins í munnholi. Munur á meðal Cmax milli munndreifitaflna og filmuhúðaðra taflna var breytilegur.

Hjá einstaklingum sem tóku vardenafíl 10 mg munndreifitöflur með fituríkri máltíð varð ekki vart við nein áhrif á AUC og tmax fyrir vardenafíl, en það dró úr Cmax fyrir vardenafíl um 35% þegar lyfið var gefið með mat. Á grundvelli þessara niðurstaðna má taka vardenafíl 10 mg munndreifitöflur með mat eða milli mála.

Séu vardenafíl 10 mg munndreifitöflur teknar með vatni, minnkar AUC um 29%, Cmax er óbreytt og

miðgildis tmax styttist um 60 mínútur samanborið við inntöku án vatns. Vardenafíl 10 mg munndreifitöflur verður að taka án vökva.

Dreifing

Meðal dreifingarrúmmál vardenafíls við stöðuga þéttni er 208 l sem bendir til dreifingar inn í vefi.

Vardenafíl og aðalumbrotsefnis þess í blóðrás (M1) er mikið bundið plasmapróteinum (um 95% fyrir vardenafíl eða M1). Fyrir vardenafíl sem og M1 er próteinbinding óháð heildarþéttni lyfsins.

Á grundvelli mælinga á vardenafíli í sæði heilbrigðra einstaklinga 90 mín. eftir gjöf lyfsins kemur ekki meira en 0,00012% af gefnum skammti fram í sæði sjúklinga.

Umbrot

Vardenafíl í filmuhúðuðum töflum umbrotnar aðallega í lifur fyrir tilstilli cýtókróm P450 (CYP) ísóensímsins 3A4 og í minna mæli fyrir áhrif CYP3A5 og CYP2C ísóensíma.

Hjá mönnum myndast aðalumbrotsefnið (M1) sem er í blóðrás með afetýleringu vardenafíls og verður síðan frekara umbrot með plasmahelmingunartíma brotthvarfs um 4 klst. Hluti M1 er á formi glúkúróníðs í almennri hringrás (systemic circulation). Umbrotsefnið M1 hefur fosfódíesterasa sértæka

verkun svipaða og vardenafíl og in vitro sækni í fosfódíesterasa tegund 5 er um 28% miðað við vardenafíl og leggur til um 7% af verkun.

Meðal lokahelmingunartími vardenafíls hjá sjúklingum sem fengu vardenafíl 10 mg munndreifitöflur var á bilinu 4 – 6 klukkustundir. Helmingunartími brotthvarfs fyrir umbrotsefnið M1 er á bilinu 3 til 5 klukkustundir, líkt og fyrir lyfið sjálft.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun líkamans af vardenafíli er 56 l/klst. sem leiðir til lokahelmingunartíma um 4-5 klst. Eftir inntöku skilst vardenafíl út sem umbrotsefni aðallega í hægðum (um 91-95% af gefnum skammti) og í minna mæli í þvagi (um 2-6% af gefnum skammti).

Lyfjahvörf sérstakra sjúklingahópa

Aldraðir

Lifrarúthreinsun vardenafíls hjá heildbrigðum öldruðum sjálfboðaliðum (65 ára og eldri) minnkaði ekki marktækt miðað við heilbrigða unga sjálfboðaliða (18-45 ára). Að meðaltali höfðu eldri karlar sem tóku vardenafíl filmuhúðaðar töflur 52% stærra AUC og 34% stærra Cmax en yngri karlar. (sjá kafla 4.2).

AUC og Cmax fyrir vardenafíl hjá öldruðum sjúklingum (65 ára og eldri) sem tóku vardenafíl munndreifitöflur hafði aukist um 31 til 39% og 16 til 21%, hvor mælistærð um sig, samanborið við sjúklinga 45 ára og yngri. Ekki kom fram uppsöfnun á vardenafíli í plasma hjá sjúklingum 45 ára og yngri eða 65 ára og eldri eftir skömmtun á vardenafíl 10 mg munndreifitöflum einu sinni á dag á 10 daga tímabili.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjálfboðaliðum með væga til miðlungs skerta nýrnastarfsemi (kreatínín ínúthreinsun 30 – 80 ml/mín) voru lyfjahvörf vardenafíls sambærileg við viðmiðunarhóp með eðlilega nýrnastarfsemi. Hjá sjálfboðaliðum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun < 30 ml/mín) var meðal AUC aukið um 21% og meðal Cmax minnkaði um 23% samanborið við heilbrigða sjálfboðaliða með eðlilega nýrnastarfsemi. Engin tölfræðilega marktæk fylgni sást milli kreatínín úthreinsunar og útsetningar fyrir vardenafíli (AUC og Cmax) (sjá kafla 4.2). Lyfjahvörf vardenafíls hafa ekki verið könnuð hjá sjúklingum sem eru í himnuskilun (sjá kafla 4.3).

Skert lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum með væga til miðlungs skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh A og B) var úthreinsun vardenafíls minni og minnkaði í hlutfalli við skerðingu lifrarstarfseminnar. Hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh A) stækkaði meðal AUC fyrir vardenafíl um 17% og meðal Cmax um 22% í samanburði við heilbrigða einstaklinga í viðmiðunarhópi. Hjá sjúklingum með miðlungs skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh B) stækkaði meðal AUC fyrir vardenafíl um 160% og meðal Cmax um 133% í samanburði við heilbrigða einstaklinga í viðmiðunarhópi. Lyfjahvörf vardenafíls hafa ekki verið könnuð hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh C) (sjá kafla 4.3).

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Töflukjarni:

Krospóvídón

Magnesíumsterat Örkristölluð sellulósa Vatnsfrí kísilkvoða

Filmuhúð:

Makrógól 400

Hýprómellósa

Títantvíoxíð (E171)

Gult járnoxíð (E172)

Rautt járnoxíð (E172)

6.2Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3Geymsluþol

3 ár.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

6.5Gerð íláts og innihald

PP/álþynnur í öskjum með 2, 4, 8, 12 og 20 töflum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Bayer AG

51368 Leverkusen Þýskalandi

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/03/248/001-004, 021

EU/1/03/248/005-008, 022

EU/1/03/248/009-012, 023

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 6. mars 2003

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 6. mars 2008

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar, http://www.serlyfjaskra.is.

1. HEITI LYFS

Levitra 10 mg munndreifitöflur.

2. INNIHALDSLÝSING

Hver munndreifitafla inniheldur 10 mg vardenafíl (sem hýdróklóríð).

Hjálparefni:

7,96 mg sorbitól (E420) og 1,80 mg aspartam (E951) í hverri munndreifitöflu.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3. LYFJAFORM

Munndreifitafla.

Hvítar kringlóttar töflur.

4. KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1 Ábendingar

Til meðferðar við ristruflunum (erectile dysfunction) hjá fullorðnum karlmönnum. Ristruflanir er þegar stinning getnaðarlims næst ekki eða helst ekki nægilega lengi til að hægt sé að hafa viðunandi kynmök.

Til þess að Levitra virki er kynferðisleg örvun nauðsynleg.

4.2 Skammtar og lyfjagjöf

Skammtar

Levitra 10 mg munndreifitöflur eru ekki jafngildar Levitra 10 mg filmuhúðuðum töflum (sjá kafla 5.1). Hámarksskammtur af Levitra munndreifitöflu er 10 mg á dag.

Notkun handa fullorðnum karlmönnum

Levitra10 mg munndreifitafla er tekin eftir þörfum um það bil 25 til 60 mínútum fyrir kynmök.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir (≥65 ára)

Ekki er þörf á að aðlaga skammta hjá öldruðum. Hins vegar skal gæta varúðar við aukningu í 20 mg hámarksskammt af Levitra filmuhúðuðum töflum með hliðsjón af einstaklingsbundnu þoli (sjá kafla 4.4 og 4.8).

Skert lifrarstarfsemi

Ekki er mælt með Levitra 10 mg munndreifitöflum sem upphafsskammti handa sjúklingum með væga skerðingu á lifrarstarfsemi (Child-Pugh A).

Sjúklingar með væga skerðingu á lifrarstarfsemi eiga að hefja meðferð með Levitra 5 mg filmuhúðuðum töflum. Skammtinn má auka í Levitra 10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur eða Levitra 10 mg munndreifitöflur, með hliðsjón af verkun og hvernig lyfið þolist.

Ráðlagður hámarksskammtur handa sjúklingum með miðlungs skerðingu á lifrarstarfsemi (Child-Pugh B) er Levitra 10 mg filmuhúðaðar töflur (sjá kafla 5.2).

Levitra 10 mg munndreifitöflur eru ekki ætlaðar sjúklingum með í meðallagi (Child-Pugh B) og alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh C; sjá kafla 4.3).

Skert nýrnastarfsemi

Ekki er nauðsynlegt að breyta skömmtum hjá sjúklingum með vægt/í meðallagi skerta nýrnastarfsemi. Þar sem nýrnastarfsemi er alvarlega skert (kreatínín úthreinsun < 30 ml/mín.) skal íhuga upphafsskammt með Levitra 5 mg filmuhúðuðum töflum sem má auka í Levitra 10 mg og síðan 20 mg filmuhúðaðar töflur eða Levitra 10 mg munndreifitöflur, með hliðsjón af verkun og hvernig lyfið þolist.

Levitra munndreifitöflur eru ekki ætlaðar sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi (sjá kafla 4.3).

Notkun handa börnum

Levitra munndreifitöflur eru ekki ætlaðar einstaklingum yngri en 18 ára. Engin ábending á við um notkun Levitra handa börnum og unglingum.

Notkun handa sjúklingum sem nota önnur lyf

Samhliða notkun miðlungs öflugra eða öflugra CYP 3A4 hemla

Nauðsynlegt er að breyta skömmtum vardenafíls ef miðlungs öflugir eða öflugir CYP 3A4 hemlar eru gefnir samhliða (sjá kafla 4.5).

Lyfjagjöf

Lyfið er ætlað til inntöku.

Munndreifitöflunni á að koma fyrir í munni á tungunni þar sem hún sundrast fljótt og síðan á að kyngja henni. Levitra munndreifitöflur verður að taka án vökva og strax eftir að þær eru teknar af þynnuspjaldinu.

Levitra munndreifitöflur má taka með mat eða milli mála.

4.3 Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

Samtímis gjöf vardenafíls og nítrata eða efna sem gefa frá sér köfnunarefnisoxíð (svo sem amýlnítrít) í öllum lyfjaformum er frábending (sjá kafla 4.5 og 5.1).

Sjúklingar sem hafa tapað sjón á öðru auga vegna framlægs sjóntaugarkvilla vegna blóðþurrðar án slagæðabólgu (non-arteritic anterior ischemic optic neuropathy (NAION)), hvort sem það er talið tengjast fyrri notkun hemla fosfódíesterasa af gerð 5 (PDE5-hemla) eða ekki, eiga ekki að nota Levitra (sjá kafla 4.4).

Lyf til meðferðar við ristruflunum, þar með talið vardenafíl, á ekki að gefa körlum sem ráðið er frá því að stunda kynlíf (t.d. sjúklingum með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma eins og hvikula hjartaöng eða alvarlega hjartabilun [New York Heart Association (NYHA) III eða IV].

Öryggi við notkun vardenafíls hefur ekki verið kannað hjá eftirtöldum sjúklingahópum og því er notkun lyfsins ekki ráðlögð þar til frekari upplýsingar liggja fyrir:

-alvarlega skert lifrarstarfsemi (Child-Pugh C),

-langt genginn nýrnasjúkdómur með þörf fyrir himnuskilun,

-lágþrýstingur (blóðþrýstingur < 90/50 mmHg),

-nýleg heilablæðing eða hjartadrep (innan 6 mánaða),

-hvikul hjartaöng og

þekktur arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu svo sem æðukyrkingur (retinitis pigmentosa).

Samtímis notkun vardenafíls og öflugra CYP3A4 hemla (ketókónazól og ítrakónazól (til inntöku)) er frábending hjá körlum eldri en 75 ára.

Samtímis notkun vardenafíls og HIV próteasa hemla eins og rítónavír og indínavír er frábending þar sem þeir eru mjög öflugir CYP3A4 hemlar (sjá kafla 4.5).

Ekki má nota PDE5-hemla, þ.m.t. vardenafíl, samtímis efnum sem örva gúanýlat cýklasa, svo sem ríócígúati, þar sem það getur hugsanlega leitt til lágþrýstings með einkennum (sjá kafla 4.5).

4.4 Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Kanna skal sjúkdómssögu og gera greiningu á ristruflun og ganga úr skugga um hugsanlega undirliggjandi orsök áður en ákvörðun er tekin um notkun lyfsins.

Áður en einhver meðferð við ristruflunum er hafin á læknirinn að kanna ástand hjarta og æðakerfis sjúklings þar sem nokkur áhætta fylgir því að hafa kynmök hvað varðar hjartað (sjá kafla 4.3). Vardenafíl hefur æðavíkkandi eiginleika, sem geta leitt til tímabundinnar lækkunar á blóðþrýstingi. (sjá kafla 5.1). Sjúklingar með útflæðisteppu í vinstra slegli, t.d. ósæðarþrengsli og sjálfvakin neðanósæðarþrengsli, geta verið næmir fyrir virkni æðavíkkandi lyfja, þar með talið fosfódíesterasa hemlum af gerð 5.

Lyf sem notuð eru sem meðferð við ristruflunum skulu notuð með varúð hjá sjúklingum með vanskapaðan getnaðarlim (svo sem beygðan lim, bandvefshersli í lim (cavernosal fibrosis) eða Peyronies-sjúkdóm) eða sjúklingum með sjúkdóma sem geta valdið sístöðu getnaðarlims (t.d. sigðfrumublóðleysi, mergæxlisger (multiple myeloma) eða hvítblæði).

Öryggi og verkun af notkun Levitra munndreifitaflna samtímis Levitra filmuhúðuðum töflum eða annarri meðferð við ristruflunum hefur ekki verið rannsökuð. Því er ekki mælt með notkun slíkra samsetninga.

Hámarksskammtur Levitra 20 mg filmuhúðaðra taflna getur þolast verr hjá öldruðum sjúklingum (> 65 ára) (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Samtímis notkun alfa blokka

Samtímis notkun alfa blokka og vardenafíls getur valdið einkennum lágþrýstings hjá sumum sjúklingum, því hvort tveggja er æðavíkkandi. Meðferð með vardenafíl samtímis á aðeins að hefja þegar jafnvægi hefur komist á meðferð með alfa blokkum. Hjá sjúklingum sem fá alfa blokka og meðferðin er komin í jafnvægi á að hefja meðferð með vardenafíli með minnsta ráðlagða upphafsskammti, þ.e. 5 mg filmuhúðuðum töflum. Sjúklingar sem fá alfa blokka eiga ekki að nota Levitra 10 mg munndreifitöflur sem upphafsskammt. Vardenafíl má gefa hvenær sem er með tamsúlósíni eða með alfúzósíni. Þegar vardenafíl er gefið samtímis öðrum alfa blokkum þarf að hugleiða lyfjagjafir með ákveðnu millibili (sjá kafla 4.5). Sjúklingar sem þegar fá hámarksskammt af vardenafíli, eiga að byrja með minnsta skammt af alfa blokkum. Stigvaxandi skammtaaukning alfa blokka getur tengst frekari blóðþrýstingslækkun hjá sjúklingum sem fá vardenafíl.

Samtímis notkun CYP 3A4 hemla

Forðast á samtímis notkun vardenafíls og öflugra CYP 3A4 hemla svo sem ítrakónazóls og ketókónazóls (til inntöku) þar sem plasmagildi vardenafíls hækka mjög mikið ef þessi lyf eru gefin samtímis (sjá kafla 4.5 og 4.3).

Nauðsynlegt getur verið að breyta skömmtum vardenafíls ef meðalöflugir CYP 3A4 hemlar eins og erýtrómýsín og claritrómýsín eru gefnir samtímis (sjá kafla 4.2 og 4.5).

Greipaldin eða greipaldinsafi geta valdið aukningu á blóðþéttni vardenafíls. Forðast á samtímis notkun (sjá kafla 4.5).

Áhrif á QTc bil

Sýnt hefur verið fram á að 10 mg og 80 mg stakir skammtar af vardenafíl til inntöku lengja QTc bil um að meðaltali 8 msek og 10 msek. Þegar stakir 10 mg skammtar af vardenafíl voru gefnir samhliða 400 mg af gatifloxacíni, en það er virkt efni sem hefur sambærileg áhrif á QT, komu viðbótaráhrif á QTc í ljós eða 4 msek, samanborið við eftir hvort virka efnið fyrir sig. Klínísk áhrif þessara QT- breytinga eru ekki þekkt (sjá kafla 5.1).

Ekki er vitað hvaða klínísku þýðingu þetta hefur og á ekki við alla sjúklinga við mismunandi aðstæður, þar sem einstaklingsbundnir áhættuþættir og næmi skiptir máli. Lyf sem lengja QTc bil á helst ekki að nota hjá sjúklingum með áhættuþætti eins og lágt kalíumgildi, áskapaða/meðfædda lengingu á QTc bili, hjá sjúklingum sem nota lyf við hjartsláttartruflunum í flokki IA (t.d. kínidín, prókaínamíð) eða í flokki III (t.d. amidarón, sótalól).

Áhrif á sjón

Greint hefur verið frá sjónskerðingu og tilfellum af NAION í tengslum við töku Levitra og annarra PDE5-hemla. Gera skal sjúklingnum grein fyrir að við skyndilega sjónskerðingu á að hætta töku Levitra munndreifitaflna og leita tafarlaust ráða hjá lækni (sjá kafla 4.3).

Áhrif á blæðingu

In vitro rannsóknir á blóðflögum manna benda ekki til þess að vardenafíl minnki samloðun blóðflagna en við háa þéttni (yfir lækningalegri þéttni) eykur vardenafíl áhrif natríumnítróprússíðs (efnis sem gefur frá sér köfnunarefnisoxíð), gegn samloðun blóðflagna. Hjá mönnum hefur vardenafíl hvorki áhrif á blæðingartíma eitt sér né í samsetningu með asetýlsalisýlsýru (sjá kafla 4.5). Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi um öryggi við gjöf vardenafíls handa sjúklingum með blæðingasjúkdóma eða virkt ætisár. Því skal aðeins gefa þessum sjúklingum vardenafíl eftir ítarlegt mat á ávinningi og áhættu.

Aspartam

Levitra 10 mg munndreifitöflur innihalda aspartam sem breytist í fenýlalanín sem getur verið skaðlegt þeim sem eru með fenýlketónmigu.

Sorbitól

Levitra 10 mg munndreifitöflur innihalda sorbitól. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er sjaldgæft, skulu ekki nota Levitra 10 mg munndreifitöflur.

4.5 Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Áhrif annarra lyfja á vardenafíl In vitro rannsóknir

Vardenafíl umbrotnar aðallega fyrir tilstilli lifrarensíma, fyrir áhrif cýtókróm P450 (CYP) ísóensímsins 3A4 og í minna mæli fyrir áhrif CYP3A5 og CYP2C. Því draga hemlar þessara ísóensíma úr úthreinsun vardenafíls.

In vivo rannsóknir

Samtímis gjöf HIV próteasahemilsins indínavír (800 mg þrisvar sinnum á dag), sem er öflugur CYP 3A4 hemill og vardenafíls (10 mg filmuhúðaðrar töflu) leiddi til 16-faldrar stækkunar á AUC vardenafíls og 7-faldrar hækkunar á Cmax vardenafíls. Eftir 24 klst. höfðu plasmagildi vardenafíls lækkað í um 4% af hámarks plasmagildum (Cmax) vardenafíls.

Þegar 5 mg af vardenafíli var gefið samtímis rítónavíri (600 mg tvisvar sinnum á dag) varð 13-föld hækkun á Cmax vardenafíls og 49-föld hækkun á AUC0-24 fyrir vardenafíl. Milliverkunin er vegna þess að ritónavír, sem er öflugur CYP 3A4 hemill og hamlar einnig CYP2C9, hamlar umbroti vardenafíls í lifur. Helmingunartími vardenafíls eykst verulega af völdum ritónavír eða í 25,7 klst. (sjá kafla 4.4).

Samtímis gjöf ketókónazóls (200 mg), sem er öflugur CYP 3A4 hemill og vardenafíls (5 mg) leiddi til 10-faldrar stækkunar á AUC vardenafíls og 4-faldrar hækkunar á Cmax vardenafíls (sjá kafla 4.2).

Þrátt fyrir að ekki hafi verið gerðar neinar sértækar rannsóknir á milliverkunum má gera ráð fyrir að við samtímis notkun annarra öflugra CYP 3A4 hemla (svo sem ítrakónazóls) verði plasmagildi vardenafíls svipuð og við notkun ketókónazóls. Forðast á samtímis notkun vardenafíls og öflugra CYP 3A4 hemla eins og ítrakónazóls og ketókónazóls (til inntöku) (sjá kafla 4.3 og 4.4). Samtímis notkun vardenafíls og ítrakónazóls eða ketókónazóls er frábending hjá körlum eldri en 75 ára (sjá kafla 4.3).

Samtímis gjöf CYP3A4 hemilsins erýtrómýsíns (500 mg þrisvar sinnum á dag) og vardenafíls (5 mg) leiddi til 4-faldrar stækkunar á AUC vardenafíls og 3-faldrar hækkunar á Cmax. Þótt sértækar rannsóknir á milliverkunum hafi ekki verið gerðar, má gera ráð fyrir svipuðum áhrifum á AUC og Cmax fyrir vardenafíl við samhliða notkun claritrómýsins. Þegar vardenafíl er notað samtímis meðalöflugum CYP 3A4 hemli eins og erýtrómýsíni eða claritrómýsíni getur þurft að breyta skömmtum vardenafíls (sjá kafla 4.2 og 4.4).

Címetidín (400 mg tvisvar sinnum á dag), sem er ósértækur cýtókróm P450 hemill hafði engin áhrif á AUC vardenafíls og Cmax þegar það var gefið heilbrigðum sjálfboðaliðum samtímis vardenafíli

(20 mg).

Greipaldinsafi, sem er vægur hemill á CYP3A4 umbrot í þarmavegg, getur valdið lítils háttar aukningu á blóðþéttni vardenafíls (sjá kafla 4.4).

Engin áhrif komu fram á lyfjahvörf vardenafíls (20 mg) við samtímis gjöf H2-blokkans ranitidíns (150 mg tvisvar sinnum á dag), digoxíns, warfaríns, glíbenklamíðs, áfengis (73 mg/dl) eða eins skammts af sýrubindandi lyfi (magnesíumhýdroxíð/álhýdroxíð).

Þrátt fyrir að ekki hafi verið gerðar neinar sértækar rannsóknir á milliverkunum við öll lyf komu ekki fram við þýðisgreiningu á lyfjahvörfum nein áhrif á lyfjahvörf vardenafíls við samtímis notkun eftirtalinna lyfja: asetýlsalisýlsýru, ACE-hemla, beta-blokka, vægra CYP 3A4 hemla, þvagræsilyfja og lyfja til meðhöndlunar sykursýki (súlfonýlúrea og metformín).

Áhrif vardenafíls á önnur lyf

Engin gögn liggja fyrir um milliverkanir vardenafíls og ósértækra fosfódíesterasa hemla eins og teófýllíns eða dípýrídamóls.

In vivo rannsóknir

Í rannsókn á 18 heilbrigðum karlmönnum kom ekki fram aukin blóðþrýstingslækkandi verkun nítróglýseríns (0,4 mg) sem gefið er undir tungu þegar vardenafíl (10 mg) var gefið með mismunandi löngum tíma (1 klst. til 24 klst.) fyrir gjöf nítróglýserínskammtsins. Vardenafíl 20 mg filmuhúðaðar töflur juku blóðþrýstingslækkandi áhrif nítróglýseríns (0,4 mg) sem gefið er undir tungu, 1 og 4 klst. eftir vardenafílgjöf hjá miðaldra heilbrigðum einstaklingum. Engin áhrif á blóðþrýsting komu í ljós þegar nítróglýserín var tekið 24 klst. eftir stakan skammt af vardenafíli 20 mg filmuhúðuðum töflum. Engar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um hugsanleg áhrif vardenafíls á blóðþrýstingslækkandi verkun nítrata hjá sjúklingum og samtímis notkun Levitra munndreifitaflna og nítrata er því frábending (sjá kafla 4.3).

Nicorandil er kalíumgangaopnari og nítrat. Vegna nítrat innihaldsins getur það haft alvarlegar milliverkanir við vardenafíl.

Þar sem meðferð með alfa blokkum einum sér getur lækkað blóðþrýsting verulega, sér í lagi aukið líkur á réttstöðuþrýstingsfalli og yfirliði, voru gerðar rannsóknir á milliverkunum vardenafíls. Í tveimur rannsóknum á milliverkunum hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum með eðlilegan blóðþrýsting, var greint frá blóðþrýstingslækkun (í sumum tilvikum með einkennum) hjá marktækum fjölda einstaklinga eftir samhliða gjöf með vardenafíli, eftir að skammtar alfa blokkanna tamsúlósíns og terazósíns voru auknir smám saman (forced titration) þar til stórum skömmtum var náð. Á meðal þeirra sem fengu terazósín, kom lágþrýstingur oftar í ljós þegar vardenafíl og terazósín voru gefin samtímis, miðað við þegar 6 klst. voru á milli lyfjagjafa.

Byggt á niðurstöðum úr rannsóknum á milliverkunum vardenafíls á sjúklingum með góðkynja blöðruhálskirtilsstækkun (BPH) sem voru á tamsúlósín-, terazósín eða alfúzósín meðferð í jafnvægi:

-Þegar 5, 10 eða 20 mg af vardenafíli (filmuhúðaðar töflur) voru gefin sjúklingum á tamsúlósín meðferð í jafnvægi, komu engin einkenni blóðþrýstingslækkunar í ljós, þótt 3 af 21 einstaklingi sem fengu tamsúlósín sýndu tímabundinn slagbilsþrýsting í uppréttri stöðu sem var minni en 85 mmHg.

-Þegar 5 mg af vardenafíli (filmuhúðaðar töflur) voru gefin samtímis 5 mg eða 10 mg af terazósíni komu einkenni réttstöðuþrýstingsfalls í ljós hjá 1 sjúklingi af 21. Lágþrýstingur kom ekki fram þegar 5 mg af vardenafíli og terazósín var gefið með 6 klst. millibili.

-Þegar 5 eða 10 mg af vardenafíli (filmuhúðaðar töflur) voru gefin sjúklingum á stöðugri alfúzósín meðferð, komu engin einkenni blóðþrýstingslækkunar í ljós, samanborið við lyfleysu.

Því á aðeins að hefja samhliða meðferð, ef meðferð með alfa blokkum er í jafnvægi. Þegar meðferð með alfa blokkum er í jafnvægi á að hefja meðferð með vardenafíli með minnsta ráðlagða upphafsskammti sem er 5 mg. Levitra má gefa hvenær sem er með tamsúlósíni eða með alfúzósíni. Þegar vardenafíl er gefið samtímis öðrum alfa blokkum þarf að hugleiða lyfjagjafir með ákveðnu millibili (sjá kafla 4.4).

Levitra 10 mg munndreifitöflur á ekki að nota sem upphafsskammt hjá sjúklingum sem fá alfa blokka (sjá kafla 4.4).

Engar marktækar milliverkanir komu fram þegar warfarín (25 mg), sem er umbrotið af CYP2C9 eða digoxín (0,375 mg) var gefið samtímis vardenafíli (20 mg filmuhúðaðar töflur). Engin áhrif sáust á hlutfallslegt aðgengi glíbenklamíðs (3,5 mg) þegar það var gefið samtímis vardenafíli (20 mg). Í sértækri rannsókn þar sem vardenafíl (20 mg) var gefið sjúklingum með háþrýsting samtímis nífedipíni (30 eða 60 mg) með forðaverkun lækkaði slagbilsþrýstingur í útafliggjandi stöðu um 6 mmHg. Samsvarandi lækkun á þanþrýstingi var 5 mmHg ásamt aukningu á hjartsláttarhraða um 4 slög á mínútu.

Þegar vardenafíl (20 mg filmuhúðuð tafla) var tekið samtímis áfengi (meðal hámarksblóðþéttni

73 mg/dl) jók vardenafíl ekki áhrif áfengis á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða og lyfjahvörf vardenafíls voru óbreytt.

Vardenafíl (10 mg) jók ekki lengdan blæðingartíma af völdum asetýlsalisýlsýru (2 x 81 mg).

Ríócígúat

Forklínískar rannsóknir sýndu samlegðaráhrif til altækrar lækkunar blóðþrýstings þegar PDE5-hemlar voru notaðir samtímis ríócígúati. Í klínískum rannsóknum reyndist ríócígúat efla blóðþrýstingslækkandi áhrif PDE5-hemla. Engar vísbendingar voru um að ávinningur væri af samtímis notkun þessara lyfja hjá rannsóknarþýðinu. Því á ekki að nota ríócígúat samtímis PDE5- hemlum, þ.m.t. vardenafíli (sjá kafla 4.3).

4.6 Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Levitra er ekki ætlað konum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á notkun vardenafíls á meðgöngu. Engar upplýsingar liggja fyrir um frjósemi.

4.7 Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Engar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna áhrif lyfsins á hæfni til aksturs eða notkunar véla.

Þar sem svimi hefur komið fram í klínískum rannsóknum á vardenafíli skulu sjúklingar vera meðvitaðir um viðbrögð sín við Levitra munndreifitöflum áður en þeir aka eða nota vélar.

4.8 Aukaverkanir

Aukaverkanir sem tilkynnt var um vegna Levitra filmuhúðaðra taflna eða 10 mg munndreifitaflna í klínískum rannsóknum voru yfirleitt tímabundnar og vægar/í meðallagi alvarlegar. Algengasta aukaverkunin sem kemur fram hjá ≥ 10% sjúklinga er höfuðverkur.

Aukaverkanir eru taldar upp samkvæmt MedDRA tíðniflokkun: mjög algengar (≥1/10), algengar

(≥1/100 til <1/10), sjaldgæfar (≥1/1,000 til <1/100), mjög sjaldgæfar (≥1/10,000 til <1/1,000) og tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum).

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Greint hefur verið frá eftirtöldum aukaverkunum:

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

 

algengar

(≥1/100 til

(≥1/1.000 til

(≥1/10.000 til

þekkt

 

(≥1/10)

<1/10)

<1/100)

<1/1.000)

(ekki hægt að

 

 

 

 

 

áætla tíðni út

 

 

 

 

 

frá

 

 

 

 

 

fyrirliggjandi

 

 

 

 

 

gögnum)

Sýkingar af

 

 

 

Tárubólga

 

völdum sýkla

 

 

 

 

 

og sníkjudýra

 

 

 

 

 

Ónæmiskerfi

 

 

Ofnæmisbjúgur og

Ofnæmisviðbrögð

 

 

 

 

ofsabjúgur

 

 

Geðræn

 

 

Svefntruflanir

Kvíði

 

vandamál

 

 

 

 

 

Taugakerfi

Höfuðverkur

Sundl

Svefndrungi

Yfirlið

 

 

 

 

Náladofi og

Flog

 

 

 

 

tilfinningartruflun

Minnisleysi

 

Augu

 

 

Sjóntruflanir

Aukinn

NAION (non-

 

 

 

Aukin blóðsókn til

augnþrýstingur

arteritic

 

 

 

augans

Aukin táramyndun

anterior

 

 

 

Litskynvilla

 

ischemic optic

 

 

 

Augnverkur og

 

neuropathy)

 

 

 

óþægindi í augum

 

Sjónskerðing

 

 

 

Ljósfælni

 

 

Eyru og

 

 

Suð fyrir eyrum

 

Skyndilegt

völundarhús

 

 

Svimi

 

heyrnarleysi

Hjarta

 

 

Hjartsláttarónot

Hjartadrep

 

 

 

 

Hraðtaktur

Hraðsláttarglöp í

 

 

 

 

 

sleglum (ventricular

 

 

 

 

 

tachyarrhytmias)

 

 

 

 

 

Hjartaöng

 

Æðar

 

Roðnun í húð

 

Lágþrýstingur

 

 

 

 

 

Háþrýstingur

 

Öndunarfæri,

 

Nefstífla

Andnauð

Blóðnasir

 

brjósthol og

 

 

Skútastífla

 

 

miðmæti

 

 

 

 

 

Meltingarfæri

 

Meltingar-

Vélindabakflæði

 

 

 

 

truflanir

Magabólga

 

 

 

 

 

Verkir í

 

 

 

 

 

meltingarfærum og

 

 

 

 

 

kvið

 

 

 

 

 

Niðurgangur

 

 

 

 

 

Uppköst

 

 

 

 

 

Ógleði

 

 

 

 

 

Munnþurrkur

 

 

Lifur og gall

 

 

Hækkun á

Hækkun á gamma-

 

 

 

 

transamínösum

glútamýl-transferasa

 

Húð og

 

 

Roðaþot

Ljósnæmisviðbrögð

 

undirhúð

 

 

Útbrot

 

 

Stoðkerfi og

 

 

Bakverkur

 

 

stoðvefur

 

 

Aukinn

 

 

 

 

 

kreatínfosfókínasi

 

 

 

 

 

Vöðvaþrautir

 

 

 

 

 

Aukin

 

 

 

 

 

vöðvaspenna og

 

 

 

 

 

sinadráttur

 

 

 

 

 

 

 

Líffærakerfi

Mjög

Algengar

Sjaldgæfar

Mjög sjaldgæfar

Tíðni ekki

 

algengar

(≥1/100 til

(≥1/1.000 til

(≥1/10.000 til

þekkt

 

(≥1/10)

<1/10)

<1/100)

<1/1.000)

(ekki hægt að

 

 

 

 

 

áætla tíðni út

 

 

 

 

 

frá

 

 

 

 

 

fyrirliggjandi

 

 

 

 

 

gögnum)

Nýru og

 

 

 

 

Blóðmiga

þvagfæri

 

 

 

 

 

Æxlunarfæri

 

 

Aukin stinning

Standpína

Blæðing frá

og brjóst

 

 

getnaðarlims

 

getnaðarlim,

 

 

 

 

 

Blóð í sæði

Almennar

 

 

Vanlíðan

Verkur fyrir brjósti

 

aukaverkanir

 

 

 

 

 

og

 

 

 

 

 

aukaverkanir

 

 

 

 

 

á íkomustað

 

 

 

 

 

Tilkynnt hefur verið um blæðingu frá getnaðarlim, blóð í sæði og blóðmigu í klínískum rannsóknum og með aukaverkanatilkynningum eftir markaðssetningu við notkun allra PDE5 hemla, þar með talið vardenafíls.

Við skammt sem nam 20 mg af Levitra filmuhúðuðum töflum var höfuðverkur algengari hjá

öldruðum(65 ára) en hjá yngri sjúklingum (<65 ára) (16,2% á móti 11,8%) og einnig sundl (3,7% á móti 0,7%). Almennt er tíðni aukaverkana (sérstaklega sundls) heldur algengari hjá sjúklingum með sögu um háþrýsting.

Skýrslur eftir markaðssetningu annars lyfs í þessum lyfjaflokki

Æðar

Alvarleg áhrif á hjarta og æðar, þar með talin heilablæðing, skyndilegur hjartadauði, skammvinnt blóðþurrðarkast (transient ischemic attack), hvikul hjartaöng og hjartsláttartruflanir frá sleglum (ventricular arrhythmia) hafa komið fram eftir markaðssetningu annars lyfs í þessum lyfjaflokki.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9 Ofskömmtun

Í rannsóknum á heilbrigðum einstaklingum með gjöf stakra skammta allt að og að meðtöldum 80 mg af vardenafíli (filmuhúðaðar töflur) á dag þoldust þeir án þess að fram kæmu alvarlegar aukaverkanir.

Þegar vardenafíl var gefið í stærri skömmtum og tíðara en í ráðlagðri meðferð (40 mg filmuhúðaðar töflur tvisvar sinnum á dag) komu fram tilvik um alvarlega bakverki. Þetta tengdist ekki neinum eituráhrifum á vöðva eða taugar.

Við ofskömmtun skal viðhafa venjulega stuðningsmeðferð eftir því sem við á. Himnuskilun er ekki talin hraða úthreinsun þar sem vardenafíl er mikið bundið plasmapróteinum og skilst ekki út í þvagi sem neinu nemur.

5. LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1 Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Þvagfæralyf (urologica), Lyf við stinningarvandamáli, ATC flokkur: G04BE09.

Vardenafíl til inntöku er notað sem meðferð til að bæta stinningu hjá körlum með ristruflanir. Við eðlilegar aðstæður, þ.e. við kynferðislega örvun bætir það skerta stinningu getnaðarlims með því að auka blóðflæði til limsins.

Stinning getnaðarlims er lífeðlisfræðilegt ferli blóðrásar. Við kynferðislega örvun losnar köfnunarefnisoxíð. Köfnunarefnisoxíð virkjar ensímið gvanýlcýklasa sem leiðir til aukinnar þéttni hringlaga gvanósíneinfosfats (cGMP) í stinningarvefi limsins (corpus cavernosum). Þetta veldur slökun á sléttum vöðvum og við það eykst blóðflæði til limsins. Þéttni cGMP stjórnast af hraða nýmyndunar fyrir áhrif gvanýlcýklasa og hraða niðurbrots fyrir áhrif cGMP hýdrólýserandi fosfódíesterasa (PDE).

Vardenafíl er öflugur og sértækur hemill fosfódíesterasa af tegund 5 (PDE5) sem er sértækur fyrir cGMP og er algengasti PDE í stinningarvefi getnaðarlims karla. Vardenafíl eykur mikið áhrif köfnunarefnisoxíðs sem myndast í stinningarvefi getnaðarlims með því að hemja PDE5. Þegar köfnunarefnisoxíð losnar við kynferðislega örvun leiða hemjandi áhrif vardenafíls á PDE5 til aukinnar þéttni cGMP í stinningarvefi getnaðarlims. Kynferðisleg örvun er því nauðsynleg til að vardenafíl hafi gagnleg áhrif.

In vitro rannsóknir hafa sýnt að vardenafíl hefur meiri áhrif á PDE5 en aðra þekkta fosfódíesterasa (> 15-falt miðað við PDE6, > 130-falt miðað við PDE1, > 300-falt miðað við PDE11 og > 1.000-falt miðað við PDE2, PDE3, PDE4, PDE7, PDE8, PDE9 og PDE10).

Í rannsókn á getnaðarlimi með rúmtaksrita (plethysmography (RigiScan)) ollu 20 mg af vardenafíli stinningu sem talin er næg fyrir innsetningu getnaðarlims (60% stífni samkvæmt RigiScan) hjá sumum körlum strax 15 mín. eftir töku skammts. Heildarsvörun þessara karla við vardenafíli varð tölfræðilega marktæk miðað við lyfleysu 25 mín. eftir töku skammts.

Vardenafíl hefur væga og tímabundna blóðþrýstingslækkandi verkun sem í fæstum tilvikum hefur klíníska þýðingu. Hámarkslækkun á slagbilsþrýstingi í útafliggjandi stöðu eftir inntöku 20 mg skammts af vardenafíli var að meðaltali 6,9 mmHg og 4,3 mmHg eftir 40 mg af vardenafíli samanborið við lyfleysu. Þessi blóðþrýstingslækkun svarar til æðaútvíkkandi áhrifa PDE5-hemla og er sennilega vegna hækkaðra cGMP-gilda í sléttum vöðvum í æðum. Eftir einn skammt eða fjölskammta meðferð af allt að 40 mg vardenafíls sáust engar breytingar á hjartarafriti (ECG) hjá heilbrigðum einstaklingum.

Íeinskammta slembivalsrannsókn sem var tvíblind víxlrannsókn með 59 heilbrigðum körlum, var gerður samanburður á áhrifum á QT bil eftir vardenafíl (10 mg og 80 mg), síldenafíl (50 mg og 400 mg) og lyfleysu. Moxifloacín (400 mg) var notað í rannsókninni sem staðall (internal control).

Áhrif á QT bil var mælt einni klst. eftir gefinn skammt (meðalgildi tmax fyrir vardenafíl). Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að útiloka áhrif sem voru meiri en 10 msek. (þ.e. sýna fram á skort á áhrifum) á QTc bil eftir stakan 80 mg skammt til inntöku af vardenafíl, samanborið við lyfleysu, mælt sem breyting á leiðréttingarformúlu Fridericia (QTcF=QT/RR1/3, einni klst. eftir lyfjagjöf, miðað við upphafsgildi. Niðurstaða fyrir vardenafíl sýndi lengingu á QTc (Fridericia) um 8 msek. (90% CI: 6-9) eftir 10 mg og 10 msek. (90% CI:: 8-11) eftir 80 mg, samanborið við lyfleysu og 4 msek aukning á Qtci (90% CI: 3-6) eftir 10 mg og 6 msek aukningu (90% CI: 4-7) eftir 80 mg, samanborið við

lyfleysu. Við tmax var eingöngu breytingin á meðalgildi QTcF fyrir vardenafíl 80 mg utan við markgildi rannsóknarinnar (meðaltal 10 msek., 90% CI: 8-11)). Þegar leiðréttingarformúlan var notuð var ekkert gildanna utan marka.

Ísérstakri rannsókn eftir markaðssetningu með 44 heilbrigðum sjálfboðaliðum, voru stakir 10 mg skammtar af vardenafíli eða 50 mg af síldenafíli gefnir samhliða 400 mg af gatifloxacíni, sem er lyf með svipuð áhrif á QT. Aukin Fredericia QTc áhrif komu í ljós eftir bæði vardenafíl og síldenafíl eða 4 msek (vardenafíl) og 5 msek (síldenafíl) samanborið við eftir hvort lyf þegar það er tekið eitt og sér. Ekki er vitað hvaða þýðingu þessar breytingar á QT hafa klínískt.

Frekari upplýsingar úr klínískum rannsóknum á vardenafíl 10 mg munndreifitöflum

Sýnt var sérstaklega fram á öryggi og verkun vardenafíl 10 mg munndreifitaflna hjá breiðum sjúklingahópi í tveimur rannsóknum sem tóku til 701 sjúklings af handahófi með stinningarvanda sem fengu meðferð í allt að 12 vikur. Dreifing sjúklinga í fyrirfram skilgreindum undirhópum tók til aldraðra sjúklinga (51%), sjúklinga með sögu um sykursýki (29%), blóðfituröskun (dyslipidemia) (39%) og háþrýsting (40%).

Íúrtaksupplýsingum úr rannsóknunum tveimur á vardenafíl 10 mg munndreifitöflum voru IIEF-EF (international index of erectile function) tölur marktækt hærri með vardenafíl 10 mg munndreifitöflum en lyfleysu.

Í71% allra tilrauna til kynmaka sem tilkynnt var um í klínískum rannsóknum gekk innsetning getnaðarlims vel samanborið við 44% allra tilrauna í lyfleysuhópi. Þessi árangur endurspeglaðist líka í undirhópum; af öllum tilraunum til kynmaka gekk innsetning vel hjá 65% aldraðra sjúklinga, 63% sjúklinga með sögu um sykursýki, 66% sjúklinga með sögu um blóðfituröskun og 70% sjúklinga með háþrýsting.

Um 63% allra tilrauna til kynmaka sem tilkynnt var um með vardenafíl 10 mg munndreifitöflum báru árangur þegar kom að því að viðhalda stinningu samanborið við um 26% allra tilrauna til kynmaka hjá samanburðarhópi á lyfleysu. Hjá fyrirfram skilgreindum undirhópum báru tilraunir við notkun vardenafíl 10 mg munndreifitaflna árangur þegar kom að viðhaldi stinningar hjá 57% (aldraðir sjúklingar), 56% (sjúklingar með sögu um sykursýki), 59% (sjúklingar með sögu um blóðfituröskun) og 60% (sjúklingar með sögu um háþrýsting) allra þeirra sem tilkynnt var um.

Frekari upplýsingar úr klínískum rannsóknum

Í klínískum rannsóknum var vardenafíl gefið fleiri en 17.000 körlum á aldrinum 18 - 89 ára með ristruflanir og margir þeirra voru með ýmsa sjúkdóma. Fleiri en 2.500 sjúklingar voru meðhöndlaðir með vardenafíli í 6 mánuði eða lengur. Af þeim hafa 900 sjúklingar verið meðhöndlaðir í eitt ár eða lengur.

Sjúklingarnir skiptust í eftirtalda hópa: Aldraðir (22%), sjúklingar með háþrýsting (35%), sykursýki (29%), hjartasjúkdóm með blóðþurrð og aðra hjarta- og æðasjúkdóma (7%), sjúklingar með langvinna lungnasjúkdóma (5%), óhóflega blóðfituhækkun (22%), þunglyndi (5%), algert brottnám blöðruhálskirtils (9%). Klínískar rannsóknir tóku ekki til eftirtalinna sjúklingahópa: Aldraðir (>75 ára, 2,4%) og sjúklingar með tiltekna hjarta- og æðasjúkdóma (sjá kafla 4.3). Engar klínískar rannsóknir voru gerðar á sjúklingum með sjúkdóma í miðtaugakerfi (aðra en mænuskaða), sjúklingum með alvarlega skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi, sjúklingum sem gengist höfðu undir skurðaðgerðir á grindarholi (nema taugaverndandi blöðruhálskirtilsnám), eða sem höfðu fengið grindarholsáverka eða geislameðferð eða sjúklingum með minnkaða kynlöngun eða vanskapaðan getnaðarlim.

Ílykilrannsóknunum leiddi meðferð með vardenafíli (filmuhúðaðar töflur) til þess að ris var betra samanborið við lyfleysu. Hlutfall þeirra sjúklinga sem reyndi að hafa kynmök fjórum til fimm klst. eftir töku lyfsins og viðhéldu stinningu og gátu haft kynmök var hærra en eftir lyfleysu.

Íþriggja mánaða rannsóknum á stórum hópi karla með ristruflanir með ákveðnum skömmtum (filmuhúðaðar töflur) var hlutfall sjúklinga sem greindi frá því að meðferðin hefði bætt ris hjá þeim (successful penetration (SEP 2), 68% (5 mg), 76% (10 mg) og 80% (20 mg) í samanburði við 49% þeirra sem fengu lyfleysu. Hæfileiki til að viðhalda risi (SEP 3) hjá sama þýði var 53% (5 mg), 63% (10%) og 65% (20 mg) samanborið við 29% þeirra sem fengu lyfleysu.

Á grundvelli allra rannsókna hefur eftirfarandi hundraðshluti sjúklinga skýrt frá bata við notkun vardenafíls: Ristruflanir af geðrænum toga (77-87%), ristruflanir af fleiri en einni ástæðu (69-83%), ristruflanir af vefrænum sökum (64-75%), aldraðir (52-75%), hjartasjúkdómar með blóðþurrð (70-73%), óhófleg blóðfituhækkun (62-73%), lungnasjúkdómar (74-78%), þunglyndi (59-69%) og sjúklingar sem samtímis nota blóðþrýstingslækkandi lyf (62-73%).

Íklínískum rannsóknum á sjúklingum með sykursýki sem fengu vardenafíl í 10 og 20 mg skömmtum var ris (erectile function domain score) marktækt betra svo og geta til að ná og viðhalda stinningu nægilega lengi til að hafa viðunandi kynmök og stífni limsins var meiri í samanburði við lyfleysu. Hlutfall svörunar hjá sjúklingum sem náðu og viðhéldu stinningu eftir að hafa lokið þriggja mánaða meðferð var 61% og 49% hjá þeim sem fengu 10 mg af vardenafíli og 64% og 54% hjá þeim sem fengu 20 mg í samanburði við 36% og 23% hjá þeim sem fengu lyfleysu.

Íklínískum rannsóknum hjá sjúklingum eftir brottnám blöðruhálskirtils sem fengu vardenafíl í 10 og 20 mg skömmtum var ris (erectile function domain score) marktækt betra svo og geta til að ná og viðhalda stinningu nægilega lengi til að hafa viðunandi kynmök og stífni limsins meiri í samanburði við lyfleysu. Hlutfall svörunar hjá sjúklingum sem náðu og viðhéldu stinningu eftir að hafa lokið þriggja mánaða meðferð var 47% og 37% hjá þeim sem fengu 10 mg af vardenafíli og 48% og 34% hjá þeim sem fengu 20 mg í samanburði við 22% og 10% hjá þeim sem fengu lyfleysu.

Íklínískri rannsókn með breytilegum skömmtum á sjúklingum með mænuskaða sem fengu vardenafíl var ris (erectile function domain score) marktækt betra, svo og geta til að ná og viðhalda stinningu nægilega lengi til að hafa viðunandi kynmök og stífni limsins var meiri í samanburði við lyfleysu. Hlutfall sjúklinga sem hurfu aftur að eðlilegu IIEF (international index of erectile function) skori (≥26) var 53% hjá þeim sem fengu vardenafíl, samanborið við 9% hjá þeim sem fengu lyfleysu. Hlutfall svörunar hjá þeim sem náðu og viðhéldu stinningu eftir að hafa lokið þriggja mánaða meðferð sem var klínískt og tölfræðilega marktæk (p<0,001) var 76% og 59% hjá þeim sem fengu vardenafíl í samanburði við 41% og 22% hjá þeim sem fengu lyfleysu.

Ílangtímarannsóknum hélst öryggi og verkun vardenafíls.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur fallið frá kröfu um að lagðar verði fram niðurstöður úr rannsóknum hjá öllum undirhópum barna við ristruflunum. Sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum.

5.2 Lyfjahvörf

Íjafngildisrannsóknum (bioequivalence studies) hefur verið sýnt fram á að vardenafíl 10 mg munndreifitafla er ekki jafngild vardenafíl 10 mg filmuhúðuðum töflum; því á ekki að nota munndreifitöfluformið sem jafngildi vardenafíl 10 mg filmuhúðaðra taflna.

Frásog

Í vardenafíl filmuhúðuðum töflum frásogast vardenafíl hratt og næst hámarks greinanleg plasmaþéttni hjá sumum körlum strax eftir 15 mín. eftir inntöku. Í 90% tilvika næst hins vegar hámarksplasmaþéttni innan 30 til 120 mín. (miðgildi 60 mín.) eftir inntöku á fastandi maga. Meðaltalsnýting eftir inntöku (mean absolute oral bioavailability) er 15%. Eftir inntöku vardenafíls stækkar AUC og Cmax því sem næst í hlutfalli við skammta á ráðlögðu skammtabili (5-20 mg).

Þegar vardenafíl filmuhúðaðar töflur eru teknar samtímis mjög fituríkri máltíð (fituinnihald 57%) minnkar frásogshraðinn, miðgildi tmax lengist um 1 klst. og Cmax lækkar um 20% að meðaltali. Engin áhrif eru á AUC vardenafíls. Eftir máltíð sem inniheldur 30% fitu er hraði og umfang frásogs vardenafíls (tmax, Cmax og AUC) óbreytt miðað við gjöf á fastandi maga.

Vardenafíl frásogast hratt eftir gjöf vardenafíl 10 mg munndreifitaflna án vatns. Miðgildistími að Cmax var breytilegur á bilinu 45 til 90 mínútna og var svipaður eða aðeins seinni (um 8 til 45 mín.) en við notkun filmuhúðaðra taflna. Meðal AUC fyrir vardenafíl jókst um 21 til 29% (miðaldra og aldraðir sjúklingar með stinningarvanda) eða 44% (ungir, heilbrigðir sjálfboðaliðar) þegar 10 mg munndreifitöflur voru gefnar samanborið við filmuhúðaðar töflur vegna staðbundins frásogs í munni á litlum hluta lyfsins í munnholi. Munur á meðal Cmax milli munndreifitaflna og filmuhúðaðra taflna var breytilegur.

Hjá einstaklingum sem tóku vardenafíl 10 mg munndreifitöflur með fituríkri máltíð varð ekki vart við nein áhrif á AUC og tmax fyrir vardenafíl, en það dró úr Cmax fyrir vardenafíl um 35% þegar lyfið var

gefið með mat. Á grundvelli þessara niðurstaðna má taka vardenafíl 10 mg munndreifitöflur með mat eða milli mála.

Séu vardenafíl 10 mg munndreifitöflur teknar með vatni, minnkar AUC um 29%, Cmax er óbreytt og miðgildis tmax styttist um 60 mínútur samanborið við inntöku án vatns. Vardenafíl 10 mg munndreifitöflur verður að taka án vökva.

Dreifing

Meðal dreifingarrúmmál vardenafíls við stöðuga þéttni er 208 l sem bendir til dreifingar inn í vefi.

Vardenafíl og aðalumbrotsefnis þess í blóðrás (M1) er mikið bundið plasmapróteinum (um 95% fyrir vardenafíl eða M1). Fyrir vardenafíl sem og M1 er próteinbinding óháð heildarþéttni lyfsins.

Á grundvelli mælinga á vardenafíli í sæði heilbrigðra einstaklinga 90 mín. eftir gjöf lyfsins kemur ekki meira en 0,00012% af gefnum skammti fram í sæði sjúklinga.

Umbrot

Vardenafíl í filmuhúðuðum töflum umbrotnar aðallega í lifur fyrir tilstilli cýtókróm P450 (CYP) ísóensímsins 3A4 og í minna mæli fyrir áhrif CYP3A5 og CYP2C ísóensíma.

Hjá mönnum myndast aðalumbrotsefnið (M1) sem er í blóðrás með afetýleringu vardenafíls og verður síðan frekara umbrot með plasmahelmingunartíma brotthvarfs um 4 klst. Hluti M1 er á formi glúkúróníðs í almennri hringrás (systemic circulation). Umbrotsefnið M1 hefur fosfódíesterasa sértæka verkun svipaða og vardenafíl og in vitro sækni í fosfódíesterasa tegund 5 er um 28% miðað við vardenafíl og leggur til um 7% af verkun.

Meðal lokahelmingunartími vardenafíls hjá sjúklingum sem fengu vardenafíl 10 mg munndreifitöflur var á bilinu 4 – 6 klukkustundir. Helmingunartími brotthvarfs fyrir umbrotsefnið M1 er á bilinu 3 til 5 klukkustundir, líkt og fyrir lyfið sjálft.

Brotthvarf

Heildarúthreinsun líkamans af vardenafíli er 56 l/klst. sem leiðir til lokahelmingunartíma um 4-5 klst. Eftir inntöku skilst vardenafíl út sem umbrotsefni aðallega í hægðum (um 91-95% af gefnum skammti) og í minna mæli í þvagi (um 2-6% af gefnum skammti).

Lyfjahvörf sérstakra sjúklingahópa

Aldraðir

Lifrarúthreinsun vardenafíls hjá heildbrigðum öldruðum sjálfboðaliðum (65 ára og eldri) minnkaði ekki marktækt miðað við heilbrigða unga sjálfboðaliða (18 - 45 ára). Að meðaltali höfðu eldri karlar sem tóku vardenafíl filmuhúðaðar töflur 52% stærra AUC og 34% stærra Cmax en yngri karlar. (sjá kafla 4.2).

AUC og Cmax fyrir vardenafíl hjá öldruðum sjúklingum (65 ára og eldri) sem tóku vardenafíl munndreifitöflur hafði aukist um 31 til 39% og 16 til 21%, hvor mælistærð um sig, samanborið við sjúklinga 45 ára og yngri. Ekki kom fram uppsöfnun á vardenafíli í plasma hjá sjúklingum 45 ára og yngri eða 65 ára og eldri eftir skömmtun á vardenafíl 10 mg munndreifitöflum einu sinni á dag á 10 daga tímabili.

Skert nýrnastarfsemi

Hjá sjálfboðaliðum með væga til miðlungs skerta nýrnastarfsemi (kreatínín ínúthreinsun 30 – 80 ml/mín.) voru lyfjahvörf vardenafíls sambærileg við viðmiðunarhóp með eðlilega nýrnastarfsemi. Hjá sjálfboðaliðum með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (kreatínín úthreinsun < 30 ml/mín.) var meðal AUC aukið um 21% og meðal Cmax minnkaði um 23% samanborið við heilbrigða sjálfboðaliða með eðlilega nýrnastarfsemi. Engin tölfræðilega marktæk fylgni sást milli kreatínín úthreinsunar og útsetningar fyrir vardenafíli (AUC og Cmax) (sjá kafla 4.2). Lyfjahvörf vardenafíls hafa ekki verið könnuð hjá sjúklingum sem eru í himnuskilun (sjá kafla 4.3).

Skert lifrarstarfsemi

Hjá sjúklingum með væga til miðlungs skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh A og B) var úthreinsun vardenafíls minni og minnkaði í hlutfalli við skerðingu lifrarstarfseminnar. Hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh A) stækkaði meðal AUC vardenafíls og Cmax um 17% og 22%, hvor mælistærð um sig í samanburði við heilbrigða einstaklinga í viðmiðunarhópi. Hjá sjúklingum með miðlungs skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh B) stækkaði meðal AUC vardenafíls um 160% og meðal Cmax um 133% í samanburði við heilbrigða einstaklinga í viðmiðunarhópi. Lyfjahvörf vardenafíls hafa ekki verið könnuð hjá sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh C) (sjá kafla 4.3).

5.3 Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir endurtekna skammta, eiturverkunum á erfðaefni, krabbameinsvaldandi áhrifum og eiturverkunum á æxlun.

6. LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1 Hjálparefni

Aspartam (E951)

Piparmyntubragðefni

Magnesíum sterat

Krospóvídón

Mannítól (E421)

Vötnuð kísilkvoða

Sorbitól (E420)

6.2 Ósamrýmanleiki

Áekki við.

6.3 Geymsluþol

3 ár.

6.4 Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn raka og ljósi.

6.5 Gerð íláts og innihald

1 x 1 munndreifitafla í ál/ál gataðri stakskammta þynnu,

2 x 1 munndreifitafla í ál/ál götuðum stakskammta þynnum,

4 x 1 munndreifitafla í ál/ál götuðum stakskammta þynnum,

8 x 1 munndreifitafla í ál/ál götuðum stakskammta þynnum.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6 Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun

Engin sérstök fyrirmæli um förgun.

7. MARKAÐSLEYFISHAFI

Bayer AG

51368 Leverkusen Þýskalandi

8. MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/03/248/013-016

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS/ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 6. mars 2003

Nýjasta dagsetning endurnýjunar markaðsleyfis: 6. mars 2008

10. DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu og á vef Lyfjastofnunar, http://www.serlyfjaskra.is.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf