Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Lonquex (lipegfilgrastim) – Samantekt á eiginleikum lyfs - L03AA14

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLonquex
ATC-kóðiL03AA14
Efnilipegfilgrastim
FramleiðandiSicor Biotech UAB

▼ Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Lonquex 6 mg stungulyf, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Hver áfyllt sprauta inniheldur 6 mg af lípegfilgrastimi* í 0,6 ml lausn.

Hver ml af stungulyfi, lausn inniheldur 10 mg af lípegfilgrastimi.

Virka efnið er samgild samtenging filgrastims** og metoxýpólýetýlenglýkóls (PEG) gegnum kolefnistengi.

*Þetta byggist aðeins á prótíninnihaldi. Styrkurinn er 20,9 mg/ml (þ.e. 12,6 mg í hverri áfylltri sprautu) ef PEG hlutinn og kolefnistengið eru talin með.

**Filgrastim (raðbrigða metíónýl kyrningavaxtarþáttur manna [G-CSF]) er framleitt í Escherichia coli frumum með raðbrigða DNA tækni.

Ekki skal bera styrkleika þessa lyfs saman við annað pegýlerað eða ópegýlerað prótín af sama meðferðarflokki. Sjá frekari upplýsingar í kafla 5.1.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver áfyllt sprauta inniheldur 30 mg sorbitól.

Hver áfyllt sprauta inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríum.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyf, lausn (stungulyf)

Tær, litlaus lausn

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Til þess að draga úr lengd daufkyrningafæðar og tíðni daufkyrningafæðar ásamt hita hjá fullorðnum sjúklingum sem fá meðferð með frumudrepandi krabbameinslyfjum við illkynja sjúkdómum (að frátöldu langvinnu kyrningahvítblæði og mergrangvaxtarheilkenni).

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Meðferð með Lonquex skal hefjast og fara fram í umsjón lækna með reynslu af krabbameins- eða blóðlækningum.

Skammtar

Einn 6 mg skammtur af lípegfilgrastimi (stök áfyllt sprauta af Lonquex) er ráðlagður við hverja lotu krabbameinslyfjameðferðar, gefinn u.þ.b. 24 klst. eftir frumudrepandi krabbameinslyfjameðferð.

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir sjúklingar

Í klínískum rannsóknum á takmörkuðum fjölda aldraðra sjúklinga kom ekki fram neinn marktækur aldurstengdur munur hvað varðar verkun eða öryggi lípegfilgrastims. Því er ekki þörf á aðlögun skammta hjá öldruðum sjúklingum.

Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi

Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi

Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 5.2 en ekki er hægt að ráðleggja ákveðna skammta á grundvelli þeirra.

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Lonquex hjá börnum og unglingum allt að 17 ára. Fyrirliggjandi upplýsingar eru tilgreindar í kafla 4.8, 5.1 og 5.2.

Lyfjagjöf

Lausninni er sprautað undir húð (s.c.). Gefa skal inndælingar í kvið, upphandlegg eða læri.

Sjá leiðbeiningar í kafla 6.6 um meðhöndlun lyfsins fyrir gjöf.

Sjúklingar skulu aðeins gefa sér Lonquex sjálfir ef þeir eru viljugir til þess, hafa hlotið viðunandi þjálfun og hafa aðgang að sérfræðiráðgjöf. Fyrsta inndæling Lonquex skal fara fram undir beinu lækniseftirliti.

4.3Frábendingar

Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Almennt

Öryggi og verkun Lonquex hafa ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum sem fá krabbameinslyfjameðferð með stórum skömmtum. Ekki skal nota Lonquex til þess að auka skammt af frumudrepandi krabbameinslyfjum meira en sem nemur viðurkenndum skammtaáætlunum.

Til að gera það auðveldara að rekja lyfið skal skrá vörumerki og lotunúmer gefins lyfs á skýran hátt í skýrslu sjúklings.

Ofnæmisviðbrögð og mótefnamyndun

Sjúklingar með ofnæmi fyrir G-CSF eða afleiðum þess eiga einnig á hættu ofnæmisviðbrögð gagnvart lípegfilgrastimi vegna hugsanlegra víxlviðbragða. Ekki skal hefja meðferð með lípegfilgrastimi hjá þessum sjúklingum vegna hættu á víxlviðbrögðum.

Flest lífræn lyf framkalla mótefnasvörun gagnvart lyfjum á einhverju stigi. Þessi mótefnasvörun getur í sumum tilvikum valdið aukaverkunum eða skorts á verkun. Ef sjúklingur svarar ekki meðferð þarf sjúklingurinn að gangast undir frekara mat.

Ef vart verður við alvarleg ofnæmisviðbrögð skal veita viðeigandi meðferð ásamt nánu eftirliti með sjúklingi í nokkra daga.

Blóðfrumnamyndandi kerfi

Meðferð með lípegfilgrastimi kemur ekki í veg fyrir blóðflagnafæð og blóðleysi af völdum mergbælandi krabbameinslyfjameðferðar. Lípegfilgrastim getur einnig valdið afturkræfri blóðflagnafæð (sjá kafla 4.8). Mælt er með reglulegu eftirliti með blóðflagnafjölda og blóðkornaskilum. Sýna skal sérstaka aðgát við lyfjagjöf stakra eða samsettra krabbameinslyfja sem vitað er að valdi alvarlegri blóðflagnafæð.

Vart kann að verða við hvítfrumnafjölgun (sjá kafla 4.8). Ekki hefur verið tilkynnt um aukaverkanir sem rekja má beint til hvítfrumnafjölgunar. Aukning hvítra blóðkorna (WBC) er í samræmi við lyfhrif lípegfilgrastims. Framkvæma skal talningu hvítra blóðkorna með reglulegu millibili meðan á meðferð stendur vegna klínískra áhrifa lípegfilgrastims og möguleika á hvítfrumnafjölgun. Ef fjöldi hvítra blóðkorna fer yfir 50 x 109/l eftir áætlað lággildi skal hætta notkun lípegfilgrastims tafarlaust.

Aukin blóðmyndandi virkni beinmergs sem svörun við vaxtarþáttameðferð hefur verið sett í samhengi við tímabundnar jákvæðar niðurstöður myndgreiningar á beinum. Þetta ber að hafa í huga við túlkun niðurstaðna myndgreiningar á beinum.

Sjúklingar með kyrningahvítblæði eða mergrangvaxtarheilkenni

Kyrningavaxtarþáttur getur örvað vöxt mergfrumna og annarra frumna en mergfrumna in vitro.

Öryggi og verkun Lonquex hafa ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum með langvinnt kyrningahvítblæði, mergrangvaxtarheilkenni eða síðkomið brátt kyrningahvítblæði; því skal ekki nota það handa þessum sjúklingum. Einkum skal gæta þess að greina kímmyndun langvinns kyrningahvítblæðis frá bráðu kyrningahvítblæði.

Aukaverkanir á milta

Tilkynnt hefur verið um miltisstækkun, venjulega án einkenna, eftir lyfjagjöf með lípegfilgrastimi (sjá kafla 4.8) og sjaldan um miltisrof, þ.m.t. banvæn tilvik, eftir lyfjagjöf með G-CSF eða afleiða þess (sjá kafla 4.8). Því skal fylgjast grannt með miltisstærð (t.d. með klínískri skoðun, ómskoðun). Íhuga skal miltisrof sem sjúkdómsgreiningu hjá sjúklingum sem tilkynna um verk ofarlega vinstra megin í kvið eða verk efst í vinstri öxl.

Aukaverkanir á lungu

Tilkynnt hefur verið um aukaverkanir á lungu, einkum millivefslungnabólgu, í kjölfar lyfjagjafar með lípegfilgrastimi (sjá kafla 4.8). Sjúklingar með nýlega sögu um íferð í lungu eða lungnabólgu kunna að vera í aukinni hættu.

Ef vart verður við lungnaeinkenni svo sem hósta, hita og mæði í tengslum við merki um íferð í lungu og versnun lungnastarfsemi á lungnamynd auk fjölgunar daufkyrninga getur slíkt verið fyrstu merki um brátt andnauðarheilkenni (ARDS, Acute Respiratory Distress Syndrome) (sjá kafla 4.8). Við slíkar kringumstæður skal hætta notkun Lonquex samkvæmt ákvörðun læknis og veita viðeigandi meðferð.

Aukaverkanir frá æðakerfi

Greint hefur verið frá háræðalekaheilkenni eftir lyfjagjöf með G-CSF eða afleiðum þess sem einkennist af lágþrýstingi, blóðalbúmínlækkun, bjúg og blóðstyrkt (haemoconcentration). Fylgjast skal náið með sjúklingum sem fá einkenni háræðalekaheilkennis og veita þeim hefðbundna einkennameðferð sem gæti falið í sér gjörgæslumeðferð (sjá kafla 4.8).

Sjúklingar með sigðkornablóðleysi

Sigðkornakreppa hefur verið sett í samhengi við notkun G-CSF eða afleiða þess hjá sjúklingum með sigðkornablóðleysi (sjá kafla 4.8). Læknar skulu því gæta varúðar þegar Lonquex er gefið sjúklingum með sigðkornablóðleysi, hafa eftirlit með viðeigandi klínískum breytum og rannsóknarniðurstöðum og hafa auga með hugsanlegum tengslum lípegfilgrastims við militisstækkun og æðaþrengingakreppu.

Kalíumskortur í blóði

Vart kann að verða við kalíumskort í blóði (sjá kafla 4.8). Ef um er að ræða sjúklinga með aukna hættu á kalíumskorti í blóði vegna undirliggjandi sjúkdóms eða samhliða lyfjanotkunar, er ráðlagt að hafa náið eftirlit með kalíummagni í sermi og bæta við kalíumforða ef á þarf að halda.

Hjálparefni með þekkta verkun

Lyfið inniheldur sorbitól. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol, sem er sjaldgæft, skulu ekki nota lyfið.

Lyfið inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) af natríumi í hverri áfylltri sprautu, þ.e.a.s. nær laust við natríum.

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Vegna hugsanlegs næmis mergfrumna sem skipta sér hratt gagnvart frumudrepandi krabbameinslyfjameðferð skal gefa Lonquex u.þ.b. 24 klst. eftir frumudrepandi krabbameinslyfjameðferð. Samhliða notkun lípegfilgrastims ásamt krabbameinslyfjum hefur ekki verið metin hjá sjúklingum. Í dýralíkönum reyndist samhliða lyfjagjöf G-CSF og 5-flúoroúrasils (5-FU) eða annarra andmetabólíta auka mergbælingu.

Öryggi og verkun Lonquex hafa ekki verið rannsökuð hjá sjúklingum sem fá krabbameinslyfjameðferð í tengslum við síðkomna mergbælingu, t.d. nítrósóþvagefni.

Möguleikinn á milliverkunum við litíum, sem örvar einnig losun daufkyrninga, hefur enn ekki verið sérstaklega rannsakaður. Engin vísbending liggur fyrir um að slík milliverkun gæti reynst skaðleg.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Mjög takmarkaðar upplýsingar (innan við 300 þunganir) liggja fyrir um notkun lípegfilgrastims á meðgöngu. Dýrarannsóknir hafa sýnt eiturverkanir á æxlun (sjá kafla 5.3). Til öryggis ætti að forðast notkun Lonquex á meðgöngu.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort lípegfilgrastim/umbrotsefni skiljast út í brjóstamjólk. Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Hætta á brjóstagjöf meðan á meðferð með Lonquex stendur.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir. Dýrarannsóknir á G-CSF og afleiðum þess gefa ekki til kynna skaðleg áhrif hvað varðar frjósemi (sjá kafla 5.3).

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Lonquex hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggisupplýsingum

Algengustu aukaverkanirnar eru verkir í stoðkerfi. Verkir í stoðkerfi eru oftast vægir eða í meðallagi alvarlegir, tímabundnir og hægt er að meðhöndla þá hjá flestum sjúklingum með hefðbundinni verkjastillingu.

Einkum hefur verið greint frá háræðalekaheilkenni, sem getur verið lífshættulegt ef það er ekki meðhöndlað strax, hjá krabbameinssjúklingum í krabbameinslyfjameðferð eftir lyfjagjöf með G-CSF eða afleiðum þess (sjá kafla 4.4 og undirkaflann „Lýsing á völdum aukaverkunum” í kafla 4.8).

Tafla yfir aukaverkanir

Öryggi lípegfilgrastims var metið samkvæmt niðurstöðum úr klínískum rannsóknum þar sem 506 sjúklingar og 76 heilbrigðir sjálfboðaliðar fengu meðferð að minnsta kosti einu sinni með lípegfilgrastimi.

Aukaverkanirnar sem fram koma hér á eftir í töflu 1 eru skráðar samkvæmt flokkun eftir líffærum. Tíðni er flokkuð á eftirfarandi hátt:

Mjög algengar:

≥ 1/10

Algengar:

≥ 1/100 til < 1/10

Sjaldgæfar:

≥ 1/1.000 til < 1/100

Mjög sjaldgæfar:

≥ 1/10.000 til < 1/1.000

Koma örsjaldan fyrir:

< 1/10.000

Tíðni ekki þekkt:

ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum.

Innan tíðniflokka eru alvarlegustu aukaverkanirnar taldar upp fyrst.

Tafla 1: Aukaverkanir

 

 

Flokkun eftir líffærum

Tíðni

Aukaverkun

Blóð og eitlar

Algengar

Blóðflagnafæð*

 

Sjaldgæfar

Hvítfrumnafjölgun*,

 

 

Miltisstækkun*

Ónæmiskerfi

Sjaldgæfar

Ofnæmisviðbrögð*

Efnaskipti og næring

Algengar

Kalíumskortur*

Taugakerfi

Algengar

Höfuðverkur

Æðar

Tíðni ekki þekkt

Háræðalekaheilkenni*

Öndunarfæri, brjósthol og

Sjaldgæfar

Aukaverkanir í lungum*

miðmæti

 

 

Húð og undirhúð

Algengar

Húðviðbrögð*

 

Sjaldgæfar

Aukaverkanir á stungustað*

Stoðkerfi og stoðvefur

Mjög algengar

Verkir í stoðkerfi*

Almennar aukaverkanir og

Algengar

Verkur fyrir brjósti

aukaverkanir á íkomustað

 

 

Rannsóknaniðurstöður

Sjaldgæfar

Aukning alkalínfosfatasa í

 

 

blóði*, aukning laktat

 

 

dehýdrógenasa í blóði*

*Sjá undirkaflann „Lýsing á völdum aukaverkunum“ hér á eftir

 

Lýsing á völdum aukaverkunum

 

 

Tilkynnt hefur verið um blóðflagnafæð og hvítfrumnafjölgun (sjá kafla 4.4).

Tilkynnt hefur verið um miltisstækkun, almennt án einkenna (sjá kafla 4.4).

Ofnæmisviðbrögð svo sem ofnæmisviðbrögð í húð, ofsakláði, ofnæmisbjúgur og alvarleg ofnæmisviðbrögð kunna að koma fram.

Tilkynnt hefur verið um kalíumskort (sjá kafla 4.4).

Tilkynnt hefur verið um aukaverkanir í lungum, einkum millivefslungnabólgu (sjá kafla 4.4). Þessar aukaverkanir í lungum geta einnig verið lungnabjúgur, íferð í lungu, lungnatrefjun, öndunarbilun eða brátt andnauðarheilkenni (sjá kafla 4.4).

Húðviðbrögð svo sem roði og útbrot kunna að koma fram.

Aukaverkanir á stungustað svo sem hersli á stungustað eða verkur á stungustað kunna að koma fram.

Algengustu aukaverkanirnar eru verkir í stoðkerfi svo sem beinverkir og vöðvaverkir. Verkir í stoðkerfi eru oftast vægir eða í meðallagi alvarlegir, tímabundnir og hægt er að meðhöndla þá hjá flestum sjúklingum með hefðbundinni verkjastillingu.

Væg eða í meðallagi alvarleg og afturkræf aukning alkalínfosfatasa og laktat dehýdrógenasa kann að koma fram án tengdra klínískra áhrifa. Aukning alkalínfosfatasa og laktat dehýdrógenasa stafar líklega af fjölgun daufkyrninga.

Tilteknar aukaverkanir hafa enn ekki komið fram í tengslum við lípegfilgrastim, en eru almennt taldar stafa af G-CSF og afleiðum þess:

Blóð og eitlar

-Miltisrof, þar með talin banvæn tilvik (sjá kafla 4.4)

-Sigðkornakreppa hjá sjúklingum með sigðkornablóðleysi (sjá kafla 4.4)

Æðar

-Háræðalekaheilkenni

Eftir markaðssetningu hefur verið greint frá tilvikum háræðalekaheilkennis eftir lyfjagjöf með G-CSF eða afleiðum þess. Þetta hefur einkum komið fram hjá sjúklingum sem eru með langt gengna illkynja sjúkdóma, sýklasótt, fá mörg krabbameinslyf eða gangast undir blóðfrumuskiljun (sjá kafla 4.4).

Húð og undirhúð

-Bráður daufkyrningahúðsjúkdómur með hita (Sweets heilkenni)

-Æðabólga í húð

Börn

Reynsla hjá börnum er takmörkuð við 1. stigs rannsókn á stökum skömmtum hjá 21 barni á aldrinum 2 til < 18 ára (sjá kafla 5.1), sem gaf ekki til kynna neinn mun á öryggisupplýsingum varðandi lípegfilgrastim hjá börnum samanborið við fullorðna. Aukaverkanir tengdar meðferð voru bakverkir, beinverkir og fjölgun daufkyrninga (eitt tilvik af hverju).

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Engin reynsla liggur fyrir um ofskömmtun lípegfilgrastims. Ef ofskömmtun verður, skal telja hvít blóðkorn og blóðflögur reglulega og fylgjast vandlega með stærð milta (t.d. læknisskoðun, ómskoðun).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Ónæmisörvandi lyf, þættir til örvunar, ATC-flokkur: L03AA14

Verkunarháttur

Lípegfilgrastim er samgild samtenging filgrastims með staka metoxýpólýetýlenglýkól (PEG) sameind gegnum kolefnistengi sem samanstendur af glýsíni, N-asetýlnevramínsýru og N-asetýlgalaktósamíni. Meðal mólmassi er u.þ.b. 39 kDa en prótínhluti hans er u.þ.b. 48 %. G-CSF manna er glýkóprótín sem stýrir framleiðslu og losun virkra daufkyrninga úr beinmerg. Filgrastim er óglýkólýserað raðbrigða metíónýl kyrningavaxtarþáttur manna G-CSF. Lípegfilgrastim er endingarbetra form filgrastims vegna minni úthreinsunar um nýru. Lípegfilgrastim binst G-CSF viðtaka manna á sama hátt og filgrastim og pegfilgrastim.

Lyfhrif

Lípegfilgrastim og filgrastim ollu greinilegri fjölgun daufkyrninga í blóði innan 24 klst. en lítilli fjölgun einkyrninga og/eða eitilfrumna. Þessar niðurstöður gefa til kynna að G-CSF hluti lípegfilgrastims auki áætlaða virkni þessa vaxtarþáttar: örvun fjölgunar blóðmyndandi stofnfrumna, breytingu yfir í þroskaðar frumur og losun í blóðstreymi. Þessi áhrif hafa ekki aðeins með daufkyrningalínur að gera heldur einnig aðrar stakar línur, fjöllínustofnfrumur (multilineage progenitors) og fjölhæfar blóðmyndandi stofnfrumur. G-CSF eykur einnig bakteríudrepandi virkni daufkyrninga, svo sem agnaát.

Verkun og öryggi

Skömmtun lípegfilgrastims einu sinni í lotu var rannsökuð í tveimur megin slembiröðuðum, tvíblindum klínískum rannsóknum á sjúklingum sem gengust undir mergbælandi krabbameinslyfjameðferð.

Fyrsta megin (III. stigs) klíníska rannsóknin, XM22-03, var framkvæmd með virkum samanburði á 202 sjúklingum með brjóstakrabbamein af stigi II-IV sem fengu allt að 4 lotur af krabbameinslyfjameðferð sem samanstóð af doxorúbicíni og docetaxeli. Sjúklingum var slembiraðað 1:1 þannig að þeir fengu 6 mg af lípegfilgrastimi eða 6 mg af pegfilgrastimi. Rannsóknin sýndi að

6 mg af lípegfilgrastimi voru ekki síðri en 6 mg af pegfilgrastimi við megin endapunkt sem var tímalengd alvarlegrar daufkyrningafæðar (DSN) í fyrstu lotu krabbameinslyfjameðferðar (sjá töflu 2).

Tafla 2: DSN, alvarleg daufkyrningafæð (SN) og daufkyrningafæð með hita (FN) í lotu 1 í rannsókn XM22-03 (ITT)

 

Pegfilgrastim 6 mg

 

Lípegfilgrastim 6 mg

 

(n = 101)

 

(n = 101)

DSN

 

 

 

Meðaltal ± SD (d)

0,9 ± 0,9

 

0,7 ± 1,0

LS meðaltal

 

-0,186

95 % CI

 

-0,461 til 0,089

SN

 

 

 

Tíðni (%)

51,5

 

43,6

FN

 

 

 

Tíðni (%)

3,0

1,0

ITT = þýði sem ætlunin er að veita meðferð, „intent-to-treat“ (allir slembiraðaðir sjúklingar) SD = staðalfrávik

d = dagar

CI = öryggisbil

LS meðaltal (meðalmunur minnstu kvaðrata lípegfilgrastims – pegfilgrastims) og CI úr fjölbreytugreiningu með Poisson aðhvarfslíkani

Önnur megin (III. stigs) klíníska rannsóknin, XM22-04, var rannsókn með samanburði við lyfleysu á 375 sjúklingum með önnur lungnakrabbamein en af smáfrumugerð sem fengu allt að 4 lotur af krabbameinslyfjameðferð sem samanstóð af cisplatíni og etopósíði. Sjúklingum var slembiraðað 2:1 þannig að þeir fengu 6 mg af lípegfilgrastimi eða lyfleysu. Niðurstöður rannsóknarinnar koma fram á töflu 3. Þegar aðalrannsókninni var lokið var dánartíðni 7,2 % (lyfleysa) og 12,5 % (6 mg lípegfilgrastim) þótt heildardánartíðni eftir 360 daga eftirfylgnitímabil hafi verið svipað með lyfleysu og lípegfilgrastimi (44,8 % og 44,0 %; öryggisþýði).

Tafla 3: DSN, SN og FN í lotu 1 í rannsókn XM22-04 (ITT)

 

 

 

Lyfleysa

 

Lípegfilgrastim 6 mg

 

(n = 125)

 

(n = 250)

FN

 

 

 

Tíðni (%)

5,6

 

2,4

95 % CI

 

0,121 til 1,260

p-gildi

 

0,1151

DSN

 

 

 

Meðaltal ± SD (d)

2,3 ± 2,5

 

0,6 ± 1,1

LS meðaltal

 

-1,661

95 % CI

 

-2,089 til -1,232

p-gildi

 

< 0,0001

SN

 

 

Tíðni (%)

59,2

32,1

Líkindahlutfall

 

0,325

95 % CI

 

0,206 til 0,512

p-gildi

 

< 0,0001

LS meðaltal (meðalmunur minnstu kvaðrata lípegfilgrastims – lyfleysu), CI og p-gildi úr fjölbreytugreiningu með Poisson aðhvarfslíkani

Líkindahlutfall (lípegfilgrastim/lyfleysa), CI og p-gildi úr fjölbreytugreiningu með hlutfalla aðhvarfslíkani

Mótefnamyndun

Greining var framkvæmd á mótefnum gagnvart lyfjum hjá 579 sjúklingum og heilbrigðum sjálfboðaliðum sem fengu lípegfilgrastim, 188 sjúklingum og heilbrigðum einstaklingum sem fengu pegfilgrastim og 121 sjúklingum sem fengu lyfleysu. Mótefni gagnvart tilteknum lyfjum sem komu fram eftir að meðferð hófst komu fram hjá 0,86 % einstaklinga sem fengu lípegfilgrastim, 1,06 % einstaklinga sem fengu pegfilgrastim og 1,65 % einstaklinga sem fengu lyfleysu. Ekki varð vart við nein hlutleysandi mótefni gegn lípegfilgrastimi.

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Lonquex hjá öllum undirhópum barna við meðferð gegn daufkyrningafæð af völdum krabbameinslyfjameðferðar og til að fyrirbyggja daufkyrningafæð ásamt hita af völdum krabbameinslyfjameðferðar (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum). Í 1. stigs rannsókn á 21 barni á aldrinum 2 til 16 ára með Ewing æxli eða rákvöðvasarkmein, var lípegfilgrastim gefið sem stakur skammtur undir húð sem nam 100 μg/kg (að hámarki 6 mg sem er fastur skammtur fyrir fullorðna) 24 klst. eftir að síðustu krabbameinslyfjameðferð lauk í viku 1 í áætluninni. Nýgengi daufkyrningafæðar með hita var mismunandi eftir aldri (frá 14,3 % til 71,4 %) en hæsta tíðnin var í elsta aldurshópnum. Notkun þriggja mismunandi áætlana hvað varðar krabbameinslyfjameðferð, með mismunandi mergbælandi áhrifum og aldursdreifingu, torveldaði samanburð á verkun í mismunandi aldurshópum. Sjá kafla 4.2.

5.2Lyfjahvörf

Almennt

Heilbrigðir sjálfboðaliðar

Í 3 rannsóknum (XM22-01, XM22-05, XM22-06) á heilbrigðum sjálfboðaliðum náðist hámarksstyrkur í blóði að meðaltali eftir 30 til 36 klst. og meðal helmingunartími var á bilinu u.þ.b. 32 til 62 klst. eftir staka inndælingu undir húð með 6 mg af lípegfilgrastimi.

Eftir inndælingu 6 mg af lípegfilgrastimi undir húð á þrjá mismunandi staði (upphandlegg, kvið og læri) hjá heilbrigðum sjálfboðaliðum var aðgengi (hámarksstyrkur og svæðið undir ferlinum [AUC]) minna eftir inndælingu undir húð í læri en eftir inndælingu undir húð í kvið og upphandlegg. Í þessari takmörkuðu rannsókn, XM22-06, reyndust aðgengi lípegfilgrastims og greinilegur munur á stungustöðum meiri hjá körlum en konum. Engu að síður voru lyfhrif svipuð og óháð kyni og stungustað.

Umbrot

Lípegfilgrastim umbrotnar með niðurbroti innan og utan frumna fyrir tilstilli prótínkljúfa. Lípegfilgrastim fellur inn í daufkyrninga (með ólínulegu ferli), brotnar svo niður innan frumna fyrir tilstilli innri prótínkljúfa. Línulega ferlið er líklega vegna niðurbrots utanfrumuprótína af völdum daufkyrningaelastasa og annarra próteasa í blóðvökva.

Lyfjamilliverkanir

In vitro gögn gefa til kynna að lípegfilgrastim hafi lítil eða engin bein eða ónæmiskerfistengd áhrif á CYP1A2, CYP2B6, CYP2C8, CYP2C9, CYP2C19 og CYP3A4/5 virkni. Því er ekki líklegt að lípegfilgrastim hafi áhrif á umbrot fyrir tilstilli sýtókróms P450 ensíma úr mönnum.

Sérstakir sjúklingahópar

Krabbameinssjúklingar

Í2 rannsóknum (XM22-02 og XM22-03) á sjúklingum með brjóstakrabbamein sem fengu doxorúbicín og docetaxel náðist hámarksstyrkur í blóði sem nam 227 og 262 ng/ml eftir meðaltíma fram að

hámarksstyrk (tmax) sem nam 44 og 48 klst. Meðal helmingunartími var u.þ.b. 29 og 31 klst. í kjölfar stakrar inndælingar undir húð með 6 mg af lípegfilgrastimi í fyrstu lotu krabbameinslyfjameðferðar. Í kjölfar stakrar inndælingar undir húð með 6 mg af lípegfilgrastimi í fjórðu lotu var hámarksstyrkur í

blóði minni en fram kom í fyrstu lotu (meðalgildi 77 og 111 ng/ml) og náðist að meðaltali eftir tmax sem nam 8 klst. Meðal helmingunartíminn í fjórðu lotunni var u.þ.b. 39 og 42 klst.

Írannsókn (XM22-04) á sjúklingum með annað lungnakrabbamein en af smáfrumugerð sem fengu krabbameinslyfjameðferð sem samanstóð af cisplatíni og etopósíði, náðist meðal hámarksstyrkur í

blóði sem nam 317 ng/ml að meðaltali eftir tmax sem nam 24 klst. og meðal helmingunartíminn var u.þ.b. 28 klst. í kjölfar stakrar inndælingar undir húð með 6 mg af lípegfilgrastimi í fyrstu lotu krabbameinslyfjameðferðar. Í kjölfar stakrar inndælingar undir húð með 6 mg af lípegfilgrastimi í

fjórðu lotu náðist hámarksstyrkur í blóði sem nam 149 ng/ml að meðaltali eftir tmax sem nam 8 klst. og meðal helmingunartíminn var u.þ.b. 34 klst.

Lípegfilgrastim virðist hverfa brott að mestu leyti með daufkyrningamiðlaðri úthreinsun sem mettast við stærri skammta. Í samræmi við verkunarhátt sem aðlagar úthreinsun, minnkar styrkur lípegfilgrastims í sermi hægt við tímabundin lággildi daufkyrninga af völdum krabbameinslyfjameðferðar og hratt þegar daufkyrningagildi byrja að hækka á ný (sjá mynd 1).

Mynd 1: Yfirlit yfir meðalstyrk lípegfilgrastims í sermi og meðal ANC hjá sjúklingum sem hafa fengið krabbameinslyfjameðferð, í kjölfar stakrar 6 mg inndælingar af lípegfilgrastimi

Meðalstyrkur lípegfilgrastims í sermi (ng/ml)

Lípegfilgrastim

ANC

Meðal ANC (x 109 frumur /l)

Rannsóknardagar, inndæling lípegfilgrastims á degi 0

Sjúklingar með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi

Þar sem úthreinsun er daufkyrningamiðluð er ekki búist við því að lyfjahvörf lípegfilgrastims verði fyrir áhrifum af skertri nýrna- eða lifrarstarfsemi.

Aldraðir sjúklingar

Takmarkaðar upplýsingar um sjúklinga benda til þess að lyfjahvörf lípegfilgrastims hjá öldruðum sjúklingum (65 - 74 ára) séu svipuð og hjá yngri sjúklingum. Engar lyfjahvarfaupplýsingar liggja fyrir um sjúklinga sem eru ≥ 75 ára.

Börn

Í 1. stigs rannsókn (sjá kafla 5.1) þar sem 10 mg/ml lausn sérstaklega þróuð fyrir rannsóknir á börnum var notuð til inndælingar undir húð, voru miðgildi hámarksþéttni í blóði (Cmax) 243 ng/ml í 2 til < 6 ára hópnum, 255 ng/ml í 6 til < 12 ára hópnum og 224 ng/ml í 12 til < 18 ára hópnum eftir staka inndælingu undir húð með 100 μg/kg (hámark 6 mg) lípegfilgrastimi í fyrstu lotu krabbameinslyfjameðferðar. Hámarksþéttni í blóði var náð eftir tíma sem var að miðgildi (tmax)

23,9 klst., 30,0 klst. og 95,8 klst., í þessari röð. Sjá kafla 4.2.

Sjúklingar yfir kjörþyngd

Vart varð við tilhneigingu til minni útsetningar fyrir lípegfilgrastimi samfara aukinni þyngd. Þetta kann að valda minnkaðri svörun hvað varðar lyfhrif hjá þungum sjúklingum (> 95 kg). Ekki er hægt að útiloka minnkaða verkun í kjölfarið byggt á fyrirliggjandi gögnum.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, eiturverkunum eftir staka og endurtekna skammta og staðbundnu þoli.

Í rannsókn á eiturverkunum á æxlun og þroska hjá kanínum varð vart við aukið tap fósturvísa eftir hreiðrun og aukin fósturlát við stóra skammta af lípegfilgrastimi, líklega vegna óvenju mikilla lyfhrifa

hjá kanínum. Ekkert bendir til þess að lípegfilgrastim valdi vansköpunum. Þessar niðurstöður samræmast niðurstöðum varðandi G-CSF og afleiður þess. Birtar upplýsingar um G-CSF og afleiður þess gefa ekki til kynna neinar aukaverkanir á frjósemi eða þroska fóstra og fósturvísa hjá rottum, eða önnur áhrif fyrir eða eftir fæðingu en þær sem tengjast einnig eiturverkunum hjá mæðrum. Komið hefur fram að filgrastim og pegfilgrastim kunni að berast í litlu magni um fylgju hjá rottum en engar upplýsingar liggja fyrir um lípegfilgrastim. Ekki er vitað um þýðingu þessara niðurstaðna fyrir menn.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Ísedik

Natríumhýdroxíð (til pH aðlögunar) Sorbitól (E420)

Pólýsorbat 20

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf, því rannsóknir á samrýmanleika hafa ekki verið gerðar.

6.3Geymsluþol

2 ár

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2 C – 8 C).

Má ekki frjósa.

Geymið áfylltu sprautuna í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Lonquex má fjarlægja úr kæli og geyma við lægra hitastig en 25 °C í hámark 3 daga í eitt skipti. Þegar búið er að taka lyfið úr kæli þarf að nota það innan þessa tíma eða fleygja því.

6.5Gerð íláts og innihald

0,6 ml af lausn í áfylltri sprautu (gler af gerð I) með bullutappa [pólý(etýlen-kó-tetraflúoróetýlen)-húðað brómóbútýlgúmmí] og áfastri inndælingarnál (ryðfrítt stál, 29G [0,34 mm] eða 27G [0,4 mm] x 0,5 tommur [12,7 mm]).

Pakkningastærðir með 1 áfylltri sprautu með eða án öryggisbúnaðar (sem kemur í veg fyrir áverka af nálarstungu og endurnotkun).

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Skoða skal lausnina fyrir notkun. Aðeins skal nota tærar, litlausar lausnir án agna.

Látið lausnina ná þægilegum stofuhita (15 °C - 25 °C) fyrir inndælingu.

Forðast ber að hrista mikið. Of mikill hristingur getur valdið kekkjum í lípegfilgrastimi og gert það líffræðilega óvirkt.

Lonquex inniheldur engin rotvarnarefni. Vegna hugsanlegrar hættu á örverumengun eru sprautur með Lonquex einnota.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

UAB "Sicor Biotech"

Molėtų pl. 5

LT-08409 Vilnius

Litháen

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/13/856/001

EU/1/13/856/002

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 25. júlí 2013.

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf