Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Lusduna (insulin glargine) – Fylgiseðill - A10AE04

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsLusduna
ATC-kóðiA10AE04
Efniinsulin glargine
FramleiðandiMerck Sharp

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

LUSDUNA 100 einingar/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Glargíninsúlín

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram. Aftast í kafla 4 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega, þar með talið notkunarleiðbeiningarnar fyrir LUSDUNA Nexvue áfyllta lyfjapennann áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar.

-Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

-Leitið til læknisins, lyfjafræðings og hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

-Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

-Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar:

1.Upplýsingar um LUSDUNA og við hverju það er notað

2.Áður en byrjað er að nota LUSDUNA

3.Hvernig nota á LUSDUNA

4.Hugsanlegar aukaverkanir

5.Hvernig geyma á LUSDUNA

6.Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.Upplýsingar um LUSDUNA og við hverju það er notað

LUSDUNA inniheldur glargíninsúlín. Glargíninsúlín er breytt insúlín, mjög líkt mannainsúlíni.

LUSDUNA er notað til meðferðar við sykursýki hjá fullorðnum, unglingum og börnum á aldrinum 2 ára og eldri

Sykursýki er sjúkdómur þar sem líkaminn myndar ekki nægilega mikið af insúlíni til að hafa stjórn á sykurmagni í blóði. Glargíninsúlín hefur langverkandi og stöðug blóðsykurslækkandi áhrif.

2. Áður en byrjað er að nota LUSDUNA

Ekki má nota LUSDUNA

-ef um er að ræða ofnæmi fyrir glargíninsúlíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en LUSDUNA er notað. Fylgið nákvæmlega leiðbeiningum um skömmtun, eftirlit (blóð- og þvagprufur), mataræði og líkamlega áreynslu (líkamlega vinnu og þjálfun) og inndælingartækni eins og rætt hefur verið við lækninn.

Ef blóðsykursgildið er of lágt (blóðsykursfall) skal fylgja leiðbeiningunum um blóðsykursfall (sjá kaflann Blóðsykurshækkun og blóðsykursfall aftast í fylgiseðlinum).

Ferðalög

Áður en þú ferð í ferðalag skaltu ræða við lækninn. Þú getur þurft að ræða um:

-hvort þú getur fengið insúlínið í landinu sem þú ert að fara til,

-insúlínbirgðir, birgðir af sprautum o.s.frv. til að hafa meðferðis,

-réttar geymsluaðstæður á insúlíninu á meðan ferðast er,

-tímasetningu máltíða og insúlíngjafa á meðan ferðast er,

-hugsanleg áhrif þegar farið er yfir tímabelti,

-hugsanlega áhættu á að veikjast í löndunum sem ferðast er til,

-viðbrögð við bráðatilfellum þegar þér líður illa eða þú veikist.

Veikindi og slys

Við eftirfarandi aðstæður getur verið nauðsynlegt að hafa mjög nákvæmt eftirlit með sykursýkinni (til dæmis með aðlögun insúlínskammts, blóðmælingum og þvagmælingum):

-Ef þú veikist eða slasast alvarlega getur gildi blóðsykurs hækkað (hár blóðsykur).

-Ef þú færð ekki nóg að borða getur gildi blóðsykurs orðið of lágt (blóðsykursfall).

Í flestum tilvikum þarftu aðstoð læknis. Vertu viss um að hafa samband við lækni nógu snemma.

Ef þú ert með sykursýki af tegund 1 (insúlínháða sykursýki) áttu ekki að hætta að nota insúlín og þú verður að fá nægilega mikið af kolvetnum. Segðu alltaf þeim sem annast þig eða meðhöndla að þú þurfir insúlín.

Insúlínmeðferð getur valdið því að líkaminn myndi mótefni gegn insúlíni (efni sem verka gegn insúlíni). Þetta getur valdið því að breyta þurfi insúlínskammti, en það er mjög sjaldgæft.

Nokkrir sjúklingar með langvarandi sögu um sykursýki af tegund 2 og sögu um hjartasjúkdóm eða heilaslag, sem meðhöndlaðir voru með pioglitazoni (lyf til inntöku við sykursýki af tegund 2) og insúlíni fengu hjartabilun. Greindu lækninum frá því eins fljótt og auðið er ef þú færð einkenni hjartabilunar svo sem óvenjulega mæði eða þú þyngist hratt eða færð staðbundinn bjúg.

Börn

Engin reynsla er af notkun LUSDUNA hjá börnum yngri en 2 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða LUSDUNA

Sum lyf valda breytingum á gildi blóðsykurs (lækkun, hækkun eða hvoru tveggja eftir aðstæðum). Í hverju tilviki getur verið nauðsynlegt að breyta insúlínskammtinum til að komast hjá annaðhvort of lágu eða of háu blóðsykursgildi. Gættu því ætíð varúðar þegar þú byrjar eða hættir að nota annað lyf.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Áður en þú byrjar að nota lyf skaltu spyrja lækninn hvort það geti haft áhrif á blóðsykur hjá þér og til hvaða aðgerða þú þurfir að grípa ef þess gerist þörf.

Lyf sem geta lækkað blóðsykursgildi (blóðsykursfall) eru m.a.:

-öll önnur lyf við sykursýki,

-ACE-hemlar (notaðir við ákveðnum hjartasjúkdómum eða háþrýstingi),

-dísópýramíð (notað við ákveðnum hjartasjúkdómum),

-flúoxetín (notað við þunglyndi),

-fíbröt (notuð til að lækka há gildi blóðfitu),

-mónóamínoxídasa (MAO)–hemlar (notaðir við þunglyndi),

-pentoxifýllín, própoxýfen, salisýlöt (til dæmis acetýlsalicýlsýra, sem notuð er við verkjum og til að lækka hita),

-sómatóstatínhliðstæður (til dæmis octreotid, notað við sjaldgæfum sjúkdómum þar sem framleiðsla vaxtarhormóna er of mikil),

-sýklalyf af flokki súlfónamíða.

Lyf sem geta hækkað blóðsykursgildi (hár blóðsykur) eru m.a.:

-barksterar (til dæmis „kortisón“, notað við bólgusjúkdómum),

-danazól (lyf sem hefur áhrif á egglos),

-díazoxíð (notað við of lágum blóðsykri),

-þvagræsilyf (notuð við háþrýstingi eða við mikilli vökvasöfnun),

-glúkagon (brishormón notað við verulegu blóðsykursfalli)

-ísóníazíð (notað við berklum),

-östrógen og prógestógen (til dæmis í getnaðarvarnartöflum),

-fenótíazínafleiður (notaðar við geðsjúkdómum),

-sómatrópín (vaxtarhormón),

-adrenvirk lyf (til dæmis adrenalín eða salbútamól, terbútalín sem notuð eru við astma),

-skjaldkirtilshormón (notuð við vanstarfsemi skjaldkirtils),

-ódæmigerð geðrofslyf (til dæmis klózapín og ólanzapín),

-próteasahemlar (notaðir við HIV).

Blóðsykur getur ýmist hækkað eða lækkað ef þú tekur:

-beta-blokka (notaðir við háþrýstingi),

-klónidín (notað við háþrýstingi),

-litíumsölt (notuð við geðrænum vandamálum).

Pentamidín (notað við sumum sýkingum af völdum sníkjudýra) getur valdið blóðsykursfalli og getur hár blóðsykur í sumum tilvikum fylgt í kjölfarið.

Beta-blokkar, eins og önnur andadrenvirk lyf (til dæmis klónidín, guanetidín og reserpín), geta dregið úr eða dulið að fullu fyrstu viðvörunareinkenni sem auðvelda þér að bera kennsl á blóðsykursfall.

Ef þú ert ekki viss um hvort þú tekur eitthvert þessara lyfja skaltu spyrja lækninn eða lyfjafræðing.

Notkun LUSDUNA með áfengi

Neysla áfengis getur annaðhvort hækkað eða lækkað gildi blóðsykurs.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Segðu lækninum frá því ef þú ráðgerir að verða barnshafandi eða ef þú ert nú þegar orðin barnshafandi. Verið getur að breyta þurfi insúlínskammti meðan á meðgöngu stendur og eftir fæðingu. Mikilvægt er fyrir heilsu barnsins að hafa sérstaklega nákvæma stjórn á sykursýkinni og að koma í veg fyrir blóðsykursfall.

Ef þú ert með barn á brjósti skaltu ráðfæra þig við lækninn þar sem þurft getur að breyta insúlínskammti og mataræði.

Akstur og notkun véla

Einbeitingarhæfni og viðbragðsflýtir geta skerst ef:

-þú ert með blóðsykursfall (lágt gildi blóðsykurs),

-þú ert með of háan blóðsykur (hátt gildi blóðsykurs),

-þú sérð illa.

Hafðu þessi mögulegu vandamál í huga við allar aðstæður þar sem þú gætir sett sjálfa/n þig eða aðra í hættu (til dæmis við bifreiðaakstur eða notkun véla). Þú ættir að hafa samband við lækninn og leita ráða í sambandi við bifrreiðaakstur:

-ef blóðsykursfall verður oft hjá þér,

-ef fyrstu viðvörunareinkenni sem hjálpa þér að bera kennsl á blóðsykursfall eru lítil eða engin.

Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innihaldsefni LUSDUNA

Þetta lyf inniheldur minna en 1 mmól (23 mg) natríum í hverjum skammti, þ.e. nánast natríumfrítt.

3.Hvernig nota á LUSDUNA

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Skipt á milli insúlína

Þó svo að LUSDUNA innihaldi sama virka efnið og önnur lyf sem innihalda glargíninsúlín 300 einingar/ml er ekki hægt að skipta beint á milli þessara lyfja. Breyting frá einni insúlínmeðferð yfir í aðra þarfnast ávísunar læknis, eftirlits læknis og þess að fylgst sé með blóðsykri. Hafið samband við lækninn fyrir frekari upplýsingar.

Skammtar

Með hliðsjón af lifnaðarháttum og niðurstöðum blóðsykursmælinga (glúkósa) svo og fyrri insúlínnotkun mun læknirinn:

-ákveða hversu mikið af LUSDUNA þú þarft á sólarhring og hvenær sólarhringsins,

-segja þér hvenær þú átt að mæla blóðsykur og hvort þú þarft að mæla sykur í þvagi,

-segja þér hvenær þú getur þurft að sprauta þig með stærri eða minni skammti af LUSDUNA.

LUSDUNA er langvirkt insúlín. Læknirinn gæti sagt þér að nota það ásamt skammvirku insúlíni eða með töflum við of háum blóðsykursgildum.

Margir þættir geta haft áhrif á blóðsykursgildi. Þú þarft að þekkja þá svo þú getir brugðist rétt við breytingum á blóðsykursgildi og komið í veg fyrir að það verði of hátt eða of lágt. Sjá kaflann Blóðsykurshækkun og blóðsykursfall aftast í fylgiseðlinum.

Notkun handa börnum og unglingum

LUSDUNA má nota handa unglingum og börnum á aldrinum 2 ára og eldri. Notið lyfið nákvæmlega eins og læknirinn hefur sagt til um.

Tíðni lyfjagjafa

Þú þarft að sprauta þig með LUSDUNA einu sinni á sólarhring á sama tíma á hverjum degi. Með Nexvue er hægt að fá LUSDUNA í þrepum frá 1 einingu í að hámarki 60 eininga stakan skammt. Í pennanum eru alls 300 einingar.

Aðferð við lyfjagjöf

LUSDUNA er sprautað undir húð. Ekki á að sprauta LUSDUNA í bláæð, þar sem það breytir verkun þess og getur valdið blóðsykursfalli.

Læknirinn mun sýna þér á hvaða húðsvæði þú átt að sprauta LUSDUNA. Í hvert skipti sem þú sprautar þig áttu að breyta um stungustað innan hvers svæðis sem þú notar.

Hvernig meðhöndla á Nexvue

Nexvue er áfylltur einnota lyfjapenni sem inniheldur glargíninsúlín.

Lestu vandlega notkunarleiðbeiningar fyrir Nexvue sem eru í pakkningunni. Þú verður að nota lyfjapennann eins og lýst er í þessum notkunarleiðbeiningum.

Festu nýja nál á pennann fyrir hverja notkun. Notaðu aðeins nálar sem eru samrýmanlegar fyrir notkun með Nexvue (sjá Notkunarleiðbeiningar fyrir Nexvue).

Gera verður öryggisprófun fyrir hverja inndælingu.

Skoðaðu rörlykjuna áður en þú notar pennann. Notaðu ekki Nexvue ef þú sérð agnir í lausninni. Notaðu Nexvue aðeins ef lausnin er tær, litlaus og vatnskennd. Ekki hrista hana eða blanda fyrir notkun.

Til að koma í veg fyrir hugsanlegt smit sjúkdóma, má aldrei deila penna með neinum. Penninn er eingöngu til eigin nota.

Gættu þess að hvorki spritt né annað sótthreinsiefni eða önnur efni mengi insúlínið.

Taktu alltaf nýjan penna í notkun ef þú verður vör/var við að stjórn á blóðsykri versni óvænt. Ef þér finnst þú eiga í vandræðum með Nexvue, skaltu leita ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi.

Ekki má fylla aftur á tóma penna og það á að farga þeim á tryggan hátt.

Ef Nexvue skemmist eða virkar ekki rétt á að fleygja honum og taka nýjan penna í notkun.

Insúlínum víxlað

Lesið ávallt merkimiðann á insúlíninu fyrir hverja inndælingu til að forðast að víxla LUSDUNA við önnur insúlín.

Ef notaður er stærri skammtur af LUSDUNA en mælt er fyrir um

-Ef þú hefur sprautað þig með of miklu af LUSDUNA gæti gildi blóðsykurs lækkað of mikið (blóðsykursfall). Mældu blóðsykurinn oft. Til að koma í veg fyrir blóðsykursfall verður þú oftast að borða meira og fylgjast með blóðsykrinum. Fyrir upplýsingar um meðferð við blóðsykursfalli sjá upplýsingar aftast í fylgiseðlinum Blóðsykurshækkun og blóðsykursfall.

Ef gleymist að nota LUSDUNA

-Ef þú hefur gleymt einum skammti af LUSDUNA eða ef þú hefur ekki sprautað þig með nógu miklu insúlíni getur gildi blóðsykurs orðið of hátt (hár blóðsykur). Mældu blóðsykurinn oft. Fyrir upplýsingar um meðferð við blóðsykurshækkun sjá kaflann Blóðsykurshækkun og blóðsykursfall aftast í fylgiseðlinum.

-Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Ef hætt er að nota LUSDUNA

Þetta gæti leitt til verulegrar blóðsykurshækkunar (mjög hátt gildi blóðsykurs) og ketónblóðsýringar (uppsöfnun á sýru í blóðinu þar sem líkaminn fer að brjóta niður fitu í stað sykurs). Ekki hætta að nota LUSDUNA án samráðs við lækni, sem segir þér hvað þarf að gera.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Ef þú verður vör/var við einkenni um að blóðsykurinn sé of lágur (blóðsykursfall), skaltu grípa til ráðstafana til að hækka blóðsykursgildið samstundis (sjá kaflann Blóðsykurshækkun og blóðsykursfall aftast í fylgiseðlinum). Blóðsykursfall (lágur blóðsykur) getur verið mjög alvarlegt ástand og er mjög algengt við insúlínmeðferð (getur komið fyrir hjá fleiri en 1 af hverjum 10 einstaklingum). Lágt gildi blóðsykurs þýðir að ekki sé nægilegt magn af sykri í blóðinu. Verði blóðsykursgildi of lágt gæti liðið yfir þig (misst meðvitund). Alvarlegt blóðsykursfall getur valdið heilaskemmdum og getur verið

lífshættulegt. Fyrir frekari upplýsingar sjá kaflann Blóðsykurshækkun og blóðsykursfall aftast í fylgiseðlinum.

Veruleg ofnæmisviðbrögð (mjög sjaldgæf, geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum

1.000 einstaklingum) - þessi einkenni geta verið meiriháttar húðbreytingar (útbrot og kláði um allan líkamann), verulegur þroti í húð eða slímhúð (ofsabjúgur), mæði, lækkaður blóðþrýstingur með hröðum hjartslætti og aukinni svitamyndun. Veruleg ofnæmisviðbrögð við insúlíni geta orðið lífshættuleg. Láttu lækninn vita samstundis ef þú verður vör/var við einkenni verulegra ofnæmisviðbragða.

Algengar aukaverkanir: (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Húðbreytingar á stungustað

Ef þú sprautar þig of oft á sama húðsvæði getur fituvefur á því svæði annaðhvort rýrnað (fiturýrnun, getur komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 einstaklingum) eða þykknað (fituofvöxtur). Ekki er víst að insúlínið verki mjög vel. Breyta skal um stungustað við hverja inndælingu til þess að minnka hættu á þessum húðbreytingum.

Húðbreytingar og ofnæmisviðbrögð á stungustað

Þessi einkenni geta verið roði, óvenju sár verkur við inndælingu, kláði, ofsakláði, þroti eða bólga. Þau geta breiðst út í kringum stungustaðinn. Flest minni háttar óþægindi vegna insúlíns hverfa á nokkrum dögum eða vikum.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

Áhrif á augu

Greinilegar breytingar (til batnaðar eða til hins verra) á blóðsykursstjórnun geta valdið tímabundinni sjónskerðingu. Ef þú ert með frumufjölgunarsjónukvilla (augnsjúkdómur sem tengist sykursýki) getur verulegt blóðsykursfall valdið tímabundinni blindu

Almennar aukaverkanir

Í mjög sjaldgæfum tilvikum getur insúlínmeðferð valdið tímabundinni vökvasöfnun í líkamanum með bjúgmyndun á kálfum og ökklum.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 einstaklingum)

Örsjaldan geta bragðtruflanir og vöðvaþrautir komið fyrir.

Notkun hjá börnum og unglingum

Almennt eru aukaverkanir sem koma fram hjá börnum og unglingum 18 ára og yngri svipaðar þeim sem koma fram hjá fullorðnum.

Kvartanir um einkenni frá stungustað (einkenni á stungustað og verkur á stungustað) og húðviðbrögð (útbrot, ofsakláði) eru þó hlutfallslega tíðari hjá börnum og unglingum 18 ára og yngri en hjá fullorðnum.

Engin reynsla er af notkun hjá börnum yngri en 2 ára.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.Hvernig geyma á LUSDUNA

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á öskjunni og merkimiðanum á eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Pennar fyrir notkun

Geymið í kæli (2°C 8°C). Má ekki frjósa.

Ekki setja LUSDUNA næst frystihólfi eða frystikubbi.

Geymið áfyllta lyfjapennann í ytri öskjunni til varnar gegn ljósi.

Pennar í notkun

Áfyllta lyfjapenna, í notkun eða til að bera á sér sem varabirgðir, má geyma lengst í 28 daga, ekki við hærri hita en 30°C og fjarri hita- og ljósgjöfum. Lyfjapenna í notkun eða varapenna sem hafður er meðferðis má ekki geyma í kæli. Notið hann ekki að þessum tíma liðnum.

Fjarlægja á nálina eftir inndælingu og pennann á að geyma nálarlausan. Pennahettuna á alltaf að setja aftur á pennann eftir hverja inndælingu til varnar gegn ljósi.

Fjarlægið einnig nálina áður en pennanum er fargað. Ekki má nota nálina aftur.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda umhverfið.

6. Pakkningar og aðrar upplýsingar

LUSDUNA inniheldur

-Virka innihaldsefnið er glargíninsúlín. Hver ml af lausn inniheldur 100 einingar af glargíninsúlíni (jafngildir 3,64 mg). Hver lyfjapenni inniheldur 3 ml af stungulyfi, lausn (jafngildi 300 eininga)

-Önnur innihaldsefni eru zinkklóríð, metakresól, glýseról, natríumhýdroxíð (til að stilla pH) (sjá kafla 2, Mikilvægar upplýsingar um tiltekin innhaldsefni LUSDUNA), saltsýra (til að stilla pH) og vatn fyrir stungulyf.

Lýsing á útliti LUSDUNA og pakkningastærðir

LUSDUNA 100 einingar/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna er tær, litlaus lausn.

Pakkningar með 1, 5 og fjölpakkning með 10 (2 x 5) áfylltum pennum eru fáanlegar.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Merck Sharp & Dohme Limited

Hertford Road

Hoddesdon

Hertfordshire EN11 9BU

Bretland

Framleiðandi

NV Organon

Molenstraat 110

5342 CC Oss

Holland

Hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa á hverjum stað ef óskað er upplýsinga um lyfið:

België/Belgique/Belgien

Lietuva

MSD Belgium BVBA/SPRL

UAB Merck Sharp & Dohme

Tél/Tel: 0800 38 693 (+32(0)27766211)

Tel. + 370 5 278 02 47

dpoc_belux@merck.com

msd_lietuva@merck.com

България

Luxembourg/Luxemburg

Мерк Шарп и Доум България ЕООД

MSD Belgium BVBA/SPRL

Тел.: +359 2 819 3737

Tél/Tel: +32(0)27766211

info-msdbg@merck.com

dpoc_belux@merck.com

Česká republika

Magyarország

Merck Sharp & Dohme s.r.o.

MSD Pharma Hungary Kft.

Tel: +420 233 010 111

Tel.: +36 1 888 5300

dpoc_czechslovak@merck.com

hungary_msd@merck.com

Danmark

Malta

MSD Danmark ApS

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited

Tlf: + 45 4482 4000

Tel: 8007 4433 (+356 99917558)

dkmail@merck.com

malta_info@merck.com

Deutschland

Nederland

MSD SHARP & DOHME GMBH

Merck Sharp & Dohme BV

Tel: 0800 673 673 673 (+49 (0) 89 4561 2612)

Tel: 0800 9999000

e-mail@msd.de

(+31 23 5153153)

 

medicalinfo.nl@merck.com

Eesti

Norge

Merck Sharp & Dohme OÜ

MSD (Norge) AS

Tel.: +372 6144 200

Tlf: +47 32 20 73 00

msdeesti@merck.com

msdnorge@msd.no

Ελλάδα

Österreich

MSD Α.Φ.Β.Ε.Ε.

Merck Sharp & Dohme Ges.m.b.H.

Τηλ: +30 210 98 97 300

Tel: +43 (0) 1 26 044

dpoc_greece@merck.com

msd-medizin@merck.com

España

Polska

Merck Sharp & Dohme de España, S.A.

MSD Polska Sp. z o.o.

Tel: +34 91 321 06 00

Tel: +48 22 549 51 00

msd_info@merck.com

msdpolska@merck.com

France

Portugal

MSD France

Merck Sharp & Dohme, Lda

Tél: + 33 (0) 1 80 46 40 40

Tel: +351 21 4465700

 

clic@merck.com

Hrvatska

România

Merck Sharp & Dohme d.o.o.

Merck Sharp & Dohme Romania S.R.L.

Tel: + 385 1 6611 333

Tel: +40 21 529 29 00

croatia_info@merck.com

msdromania@merck.com

Ireland

Slovenija

Merck Sharp & Dohme Ireland (Human Health)

Merck Sharp & Dohme, inovativna zdravila d.o.o.

Limited

Tel: +386 1 5204 201

Tel: +353 (0)1 2998700

msd.slovenia@merck.com

medinfo_ireland@merck.com

 

Ísland

Slovenská republika

Vistor hf.

Merck Sharp & Dohme, s. r. o.

Sími: + 354 535 7000

Tel: +421 2 58282010

 

dpoc_czechslovak@merck.com

Italia

Suomi/Finland

MSD Italia S.r.l.

MSD Finland Oy

Tel: +39 06 361911

Puh/Tel: +358 (0)9 804 650

medicalinformation.it@merck.com

info@msd.fi

Κύπρος

Sverige

Merck Sharp & Dohme Cyprus Limited

Merck Sharp & Dohme (Sweden) AB

Τηλ.: 800 00 673 (+357 22866700)

Tel: +46 77 5700488

cyprus_info@merck.com

medicinskinfo@merck.com

Latvija

United Kingdom

SIA Merck Sharp & Dohme Latvija

Merck Sharp & Dohme Limited

Tel: + 371 67364224

Tel: +44 (0) 1992 467272

msd_lv@merck.com

medicalinformationuk@merck.com

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur

Upplýsingar sem hægt er að nálgast annars staðar

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

HÁR BLÓÐSYKUR OG BLÓÐSYKURSFALL

Hafðu alltaf einhvern sykur á þér (að minnsta kosti 20 grömm)

Hafðu upplýsingar meðferðis sem sýna að þú sért með sykursýki

HÁR BLÓÐSYKUR (hátt blóðsykursgildi)

Ef blóðsykurinn er of hár er hugsanlegt að þú hafir ekki sprautað þig með nógu miklu insúlíni.

Ástæður blóðsykurshækkunar:

Geta til dæmis verið að:

-þú hafir ekki sprautað þig með insúlíninu eða ekki notað nógu mikið eða virkni insúlínsins hafi minnkað til dæmis vegna rangrar geymslu

-insúlínpenninn virki ekki rétt

-þú hafir hreyft þig minna en venjulega, þú sért undir miklu álagi (tilfinningalegt ójafnvægi eða spenna) eða þú hafir slasast, gengist undir skurðaðgerð eða ert með sýkingu eða hita

-þú notir eða hefur notað ákveðin önnur lyf (sjá kafla 2, Notkun annarra lyfja samhliða LUSDUNA).

Viðvörunareinkenni við háum blóðsykri

Þorsti, aukin þvaglátaþörf, þreyta, húðþurrkur, roði í andliti, lystarleysi, lágur blóðþrýstingur, hraður hjartsláttur og glúkósi og ketónur í þvagi. Magaverkir, hröð og djúp öndun, syfja eða jafnvel meðvitundarleysi geta verið einkenni um alvarlegt ástand (ketónblóðsýringu) vegna skorts á insúlíni.

Hvað áttu að gera ef blóðsykur verður hár hjá þér?

Mældu gildi blóðsykurs og ketónur í þvagi um leið og einhver ofangreindra einkenna koma fram

Ef blóðsykurshækkun eða ketónblóðsýring er veruleg verður meðferðin að vera í höndum læknis og yfirleitt á sjúkrahúsi.

BLÓÐSYKURSFALL (lágt blóðsykursgildi)

Ef blóðsykursgildið lækkar of mikið getur þú misst meðvitund. Alvarlegt blóðsykursfall getur valdið hjartaáfalli eða heilaskemmdum og getur verið lífshættulegt. Undir eðlilegum kringumstæðum ættir þú að þekkja einkenni þess þegar blóðsykurinn lækkar of mikið - þannig að þú getir gripið til viðeigandi ráðstafana.

Ástæður blóðsykursfalls

Geta til dæmis verið að:

-þú hafir sprautað þig með of miklu insúlíni

-þú hafir sleppt úr máltíðum eða seinkað þeim

-þú hafir ekki borðað nógu mikið, eða borðað mat sem inniheldur minna af kolvetnum en venjulega ( sykur og efni svipuð sykri eru kölluð kolvetni– gervisykur er þó EKKI kolvetni

-þú tapir kolvetnum vegna uppkasta eða niðurgangs

-þú drekkur áfengi - sér í lagi ef þú hefur ekki borðað nógu mikið

-þú stundir meiri líkamlega áreynslu en venjulega eða annars konar líkamlegt erfiði

-þú sért að ná þér eftir áverka, skurðaðgerð eða annað álag

-þú sért að ná þér eftir veikindi eða hefur verið með hita

-þú notir eða hættir að nota ákveðin önnur lyf (sjá kafla 2, Notkun annarra lyfja samhliða LUSDUNA).

Blóðsykursfall er einnig líklegra til að verða:

-ef þú hefur nýverið byrjað á insúlínmeðferð eða breytt yfir í notkun annars insúlínlyfs (þegar breytt er úr grunninsúlíni yfir í LUSDUNA er líklegra ef blóðsykursfall kemur fram, að það komi fram að morgni fremur en að kvöldi)

-ef blóðsykursgildi er næstum því eðlilegt eða er óstöðugt

-ef þú breytir um húðsvæði sem þú sprautar þig á (til dæmis frá læri yfir í upphandlegg)

-ef þú ert með verulegan nýrna- eða lifrarsjúkdóm eða einhvern annan sjúkdóm eins og vanstarfsemi skjaldkirtils.

Viðvörunareinkenni við blóðsykursfalli

Í líkamanum

Dæmi um einkenni sem gefa þér til kynna að gildi blóðsykurs sé að lækka of mikið eða of hratt: Aukin svitamyndun, þvöl húð, kvíði, hraður hjartsláttur, hár blóðþrýstingur, hjartsláttarónot og óreglulegur hjartsláttur. Þessi einkenni koma oft fram á undan einkennum um of lágan blóðsykur í heila.

Í heilanum

Dæmi um einkenni sem benda til þess að blóðsykursgildi í heila sé of lágt: Höfuðverkur, mikil svengdartilfinning, ógleði, uppköst, þreyta, syfja, svefntruflanir, eirðarleysi, árásargirni, einbeitingarskortur, skertur viðbragðsflýtir, þunglyndi, ringlun, taltruflanir (stundum málleysi), sjóntruflanir, skjálfti, lömun, náladofi, doði og náladofi á svæðinu í kringum munninn, sundl, missir á sjálfstjórn, vanhæfni til að annast sjálfan sig, krampar og meðvitundarleysi.

Fyrstu einkenni sem gefa til kynna blóðsykursfall (viðvörunareinkenni) geta breyst, orðið vægari eða horfið alveg ef:

-þú ert öldruð/aldraður, þú hefur verið lengi með sykursýki, eða þú ert með ákveðinn taugasjúkdóm (sykursýkisfjöltaugakvilli)

-þú hefur nýverið fengið blóðsykursfall (til dæmis deginum áður), eða ef það kemur smám saman

-þú ert næstum því með eðlilegt eða að minnsta kosti mjög bætt blóðsykursgildi

-þú hefur nýlega skipt úr dýrainsúlíni yfir í mannainsúlín eins og LUSDUNA

-þú notar eða hefur notað ákveðin önnur lyf (sjá kafla 2, Notkun annarra lyfja samhliða LUSDUNA).

Í slíkum tilvikum getur verulegt blóðsykursfall orðið hjá þér (jafnvel liðið yfir þig) áður en þú áttar þig á því hvað er að gerast. Þekktu viðvörunareinkennin sem þú færð. Ef nauðsyn krefur getur þurft að mæla blóðsykurinn oftar til að greina vægt blóðsykursfall sem annars gæti yfirsést. Ef þér finnst erfitt að þekkja viðvörunareinkennin sem þú færð, skaltu forðast aðstæður (til dæmis bifreiðaakstur) þar sem þú getur sett sjálfa/n þig eða aðra í hættu fáir þú blóðsykursfall.

Hvað áttu að gera ef blóðsykursfall verður hjá þér?

1.Ekki á að sprauta insúlíni. Borða þegar í stað um 10 til 20 grömm af sykri, til dæmis þrúgusykur, sykurmola eða drekka sykurdrykk. Varúð: Gervisykur og matur sem inniheldur gervisykur (til dæmis sykursnauðir drykkir (diet)) koma ekki að gagni við blóðsykursfall.

2.Borðaðu síðan eitthvað (til dæmis brauð eða pasta) sem hefur langvarandi áhrif til að auka blóðsykurinn. Læknirinn eða hjúkrunarfræðinginn ættu að hafa rætt þetta við þig áður.

Þú getur verið lengur að jafna þig á blóðsykursfalli þar sem LUSDUNA hefur langvarandi verkun.

3.Verði blóðsykursfall aftur áttu að borða 10 til 20 grömm af sykri til viðbótar.

4.Talaðu samstundis við lækni ef þú nærð ekki stjórn á blóðsykursfallinu eða ef það endurtekur sig.

Segðu ættingjum þínum, vinum og nánum samstarfsmönnum eftirfarandi:

Ef þú getur ekki kyngt eða ef þú ert meðvitundarlaus þarf að sprauta þig með glúkósa eða glúkagoni (lyf sem eykur blóðsykur). Það er í lagi að sprauta þig með þessum lyfjum jafnvel þótt ekki sé víst að þú hafir orðið fyrir blóðsykursfalli.

Ráðlagt er að mæla blóðsykur strax eftir að glúkósi hefur verið gefinn til að ganga úr skugga um að þú hafir orðið fyrir blóðsykursfalli.

Notkunarleiðbeiningar

LUSDUNA100einingar/mlstungulyf,lausníáfylltumlyfjapenna

(Nexvue)

Glargíninsúlín

Nálar og sprittþurrkur eru ekki meðfylgjandi.

LESIÐ LEIÐBEININGARNAR FYRIR NOTKUN.

Mikilvægar upplýsingar

LUSDUNA inniheldur lyf sem heitir glargíninsúlín.

Ef þú notar fleiri en eitt lyf vertu þá viss um að rétt lyf sé notað áður en því er dælt inn.

Læknirinn eða hjúkrunarfræðingur sýnir þér hvernig á að nota pennann. Ef þú hefur ekki fengið þjálfun fáðu lækninn eða hjúkrunarfræðing til að sýna þér hvernig á að nota pennann.

Festu alltaf nýja nál á pennann fyrir hverja notkun. Notaðu eingöngu nálar sem eru ætlaðar til notkunar með pennanum þínum (sjá kaflann Skýringarmynd af pennanum hér á eftir).

Ekki velja skammt eða þrýsta á inndælingarhnappinn nema nál sé föst á pennanum.

Gerðu alltaf öryggisprófun fyrir hverja inndælingu.

Penninn er eingöngu ætlaður þér. Ekki deila honum með öðrum.

Ef einhver annar en þú sjálf/sjálfur sprautar þig verður viðkomandi að gæta sérstakrar varúðar til að forðast nálarstungur af slysni og sýkingarsmit.

Notaðu pennann aldrei ef hann er skemmdur eða ef þú ert ekki viss um að hann sé í lagi.

Hafðu alltaf til taks aukapenna til vara ef hinn skyldi týnast eða skemmast.

Mikilvægt er að þú vitir hvernig insúlínið hjálpar þér og hvernig eigi að koma í veg fyrir algengustu aukaverkunina – lágan blóðsykur (blóðsykursfall) – sem getur verið alvarlegt. Lestu um það í fylgiseðlinum sem fylgir pakkningunni. Ef þú hefur einhverjar spurningar um þetta lyf eða sykursýki skaltu leita til læknisins eða hjúkrunarfræðings.

Skýringarmynd af pennanum

pennahetta

rörlykjuendi

(hér á að festa nálina))

 

insúlínrörlykja

Hægt er að nota flestar tegundir og stærðir pennanála t.d. frá

framleiðendunum Becton, Dickinson & Company og Ypsomed

ytri nálarhetta

Innri nálarhetta

nál

Bolur

skammta

mælir

pennans

 

skammtagluggi

Inndælingar

 

hnappur

Með pennanum er hægt að velja skammta á bilinu 1-60

einingar. Ef ekki er hægt að velja fullan skammt með

pennanum er ef til vill ekki nóg insúlín eftir í honum. Ekki

er hægt að velja fleiri einingar en eftir eru í pennanum

Umhirða pennans

Pennar sem hafa ekki verið teknir í notkun:

Geymið pennana í öskjunni í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Gangið úr skugga um að pennarnir séu fjarri frystihólfi og frystikubbi.

Ef penninn er geymdur í kæli skal taka hann út 1 til 2 klst. fyrir inndælingu svo hann nái að volgna. Sársaukafyllra er þegar köldu insúlíni er sprautað inn.

Þegar umbúðir hafa verið rofnar og penninn tekinn í notkun:

Pennann á ekki að setja aftur í kæli og hann má ekki frjósa. Pennann skal geyma við stofuhita (undir 30°C).

Geymið fjarri hita- og ljósgjöfum.

Hægt er að þrífa ytra hluta pennans með rökum klút. Ekki á að skola hann undir rennandi vatni.

Pennann má nota í allt að 28 daga eftir að hann hefur verið tekinn úr kæli.

1. Undirbúningur

Athugið hvort þetta sé réttur penni. Ef fleiri en eitt lyf eru notuð verið þá viss um að rétt lyf sé notað áður en því er dælt inn.

Hafið nýja sæfða nál, tvær sprittþurrkur og penna til taks á hreinu og þurru yfirborði. Þvoið hendurnar áður en haldið er áfram.

Exp 2015DEC13

Lot 0AB1234

Athugið báðar dagsetningarnar!

Skrifaðu á merkimiðann dagsetninguna sem penninn er tekinn úr kæli. Ekki á að nota penna sem kominn er fram yfir fyrningardagsetningu. Ekki á að nota penna ef liðnir eru meira en 28 dagar frá því að hann var tekinn úr kæli.

2. Undurbúningur fyrir inndælingu Veljið stungustað

Ákjósanlegustu inndælingarstaðirnir eru kviður, læri eða aftanverður upphandleggur.

Hreinsið stungustað

Hreinsið svæðið með sprittþurrku. Breytið um stungustað fyrir hverja inndælingu samkvæmt ráðleggingum læknisins.

Er insúlínið tært, litlaust og án agna?

Skoðið insúlínið

Fjarlægið pennahettuna. Skoðið rörlykjuna til að ganga úr skugga um að insúlínið sé tært, litlaust og án agna. Ef svo er ekki á að nota nýjan penna.

3. Nálin fest á

Þvoið enda rörlykjunnar með sprittþurrku. Þetta drepur bakteríur sem geta valdið veikindum.

Nálin opnuð

Fjarlægið innsiglið af nálinni. Gætið þess að óhreinka ekki nálina.

Nálinni þrýst á

Þrýstið nálinni á pennann. Haldið nálinni í beinni línu svo nálin eða penninn skemmist ekki.

Nálin skrúfuð á

Skrúfið nálina á pennann til þess að festa hana.

4. Fjarlægið nálarhetturnar

Fjarlægið ytri nálarhettuna og geymið til þess að nota síðar.

Fjarlægið innri nálarhettuna og fleygið

Fyrir inndælingu verður að fjarlægja innri nálarhettuna. Fleygið innri nálarhettunni, hún verður ekki notuð aftur.

Notið nýja nál fyrir hverja inndælingu. Það stuðlar að því að réttur skammtur insúlíns sé notaður og dregur úr líkum á verk og veikindum vegna baktería.

5. Öryggisprófun

Gera á stutt skammtapróf fyrir hverja inndælingu til þess að vera viss um að penninn virki. Þetta tryggir að fullur skammtur sé síðan gefinn.

Veljið 2-eininga prufuskammt

Veljið 2-eininga prufuskammt með því að snúa skammtamælinum þar til svarta línan vísar á 2

Sláið létt í pennann

Haldið pennanum í uppréttri stöðu og sláið létt í rörlykjuna þannig að hugsanlegar loftbólur leiti upp.

Þrýstið á og sprautið út í loftið

Þrýstið inndælingarhnappnum alveg niður með nálina upp í loft. Gangið úr skugga um að insúlín komi úr pennanum.

Endurtakið þar til insúlín kemur í ljós

Ef ekkert lyf kemur í ljós, veljið aftur 2 einingar og þrýstið aftur á inndælingarhnappinn. Þetta getur þurft að gera allt að fimm sinnum. Ef þetta gengur ekki þarftu að prófa aftur með nýrri nál. Sjá þrep 9 um hvernig á að fjarlægja nálina. Ef þetta gengur ekki með nýrri nál skal leita ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingi.

Fyrir hverja inndælingu á að gera öryggisprófun. Það stuðlar að því að réttur skammtur af insúlíni sé notaður.

6. Skammtur valinn

Hægt er að velja skammt frá 1 til 60 eininga í einni inndælingu. Ef ekki er hægt að velja fullan skammt með pennanum er ekki víst að nóg insúlín sé eftir í pennanum. Ef þú þarft að dæla inn fleiri einingum en eru eftir í pennanum getur þú annaðhvort:

-dælt inn því magni sem eftir er í pennanum og síðan notað nýjan penna til þess að gefa þér restina af skammtinum, eða

-fengið þér nýjan penna og dælt inn öllum skammtinum.

Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingi ef nauðsynlegt er að fá hjálp við að finna út hvernig eigi að skipta skammtinum.

Fjöldi skammta getur verið annar en í þessu dæmi. Fylgið ráðleggingum læknisins eða hjúkrunarfræðings.

Veljið skammt

Veljið skammtinn með því að snúa skammtamælinum þar til rétt tala nemur við svörtu línuna í glugganum.

7. Athugið skammtinn sem hefur verið valinn Ef rangur skammtur hefur verið valinn.

Ef rangur skammtur hefur verið valinn þá er snúið til baka þar til rétt tala nemur við svörtu línuna í glugganum.

Tvíyfirfarið skammtinn!

Mjög mikilvægt er að velja þann skammt sem ráðlagður hefur verið. Tvíyfirfarið að réttur skammtur hafi verið valinn fyrir inndælinguna.

Ef stungustaðurinn hefur ekki verið hreinsaður gerið það þá núna fyrir inndælinguna

Skoðið gluggann...

Gangið úr skugga um að glugginn sjáist fyrir inndælingu. Nauðsynlegt er að glugginn sjáist greinilega meðan á inndælingu stendur.

8. Inndælingin gefin

Nálinni stungið í húðina

Stingið nálinni alveg inn í húðina. Haldið pennanum hornrétt að húðinni, ekki á ská.

Þrýstið og sprautið

Skammturinn er gefinn með því að þrýsta á inndælingarhnappinn þar til 0 kemur í ljós og græn rönd birtist í glugganum.

Teljið rólega upp að 10 þegar 0 og græna röndin hafa komið í ljós.

10 secs

Með því að telja upp að 10 er tryggt að öllum insúlínskammtinum hafi verið sprautað og að fullur skammtur fáist.

9. Að lokinni inndælingu

Gætið þess að nálist stingist ekki í fingurna.

Þrýstið ytri nálarhettunni tryggilega á og notið hana til að skrúfa nálina lausa.

Látið notaðar nálar í sérstakt ílát með loki ætlað fyrir oddhvassa hluti (nálabox). Fargið nálinni á öruggan máta samkvæmt leiðbeiningum læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings.

Ekki á að nota nálina aftur, fargið henni á öruggan máta samkvæmt leiðbeiningum.

Geymsla pennans

Setjið hettuna aftur á pennann og geymið án nálar fyrir næstu inndælingu. Fyrir upplýsingar um hvernig á að meðhöndla pennann, sjá kaflann Umhirða pennans.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf