Icelandic
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z

Natpar (parathyroid hormone) – Samantekt á eiginleikum lyfs - H05AA03

Updated on site: 08-Oct-2017

Nafn lyfsNatpar
ATC-kóðiH05AA03
Efniparathyroid hormone
FramleiðandiShire Pharmaceuticals Ireland Ltd

Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Í kafla 4.8 eru upplýsingar um hvernig tilkynna á aukaverkanir.

1.HEITI LYFS

Natpar 25 míkrógrömm/skammt, stungulyfsstofn og leysir, lausn

Natpar 50 míkrógrömm/skammt, stungulyfsstofn og leysir, lausn

Natpar 75 míkrógrömm/skammt, stungulyfsstofn og leysir, lausn

Natpar 100 míkrógrömm/skammt, stungulyfsstofn og leysir, lausn

2.INNIHALDSLÝSING

Natpar 25 míkrógrömm

Hver skammtur inniheldur 25 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni (rDNA)* í 71,4 míkrólítra lausn eftir blöndun.

Í hverri rörlykju eru 350 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni (rDNA).

Natpar 50 míkrógrömm

Hver skammtur inniheldur 50 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni (rDNA)* í 71,4 míkrólítra lausn eftir blöndun.

Í hverri rörlykju eru 700 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni (rDNA).

Natpar 75 míkrógrömm

Hver skammtur inniheldur 75 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni (rDNA)* í 71,4 míkrólítra lausn eftir blöndun.

Í hverri rörlykju eru 1050 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni (rDNA).

Natpar 100 míkrógrömm

Hver skammtur inniheldur 100 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni (rDNA)* í 71,4 míkrólítra lausn eftir blöndun.

Í hverri rörlykju eru 1400 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni (rDNA).

*Kalkkirtilshormón (rDNA), sem framleitt er í E. coli með raðbrigða DNA-tækni, er það sama og í 84 amínósýruröð í innrænu kalkkirtilshormóni manna.

Hjálparefni með þekkta verkun

Hver skammtur inniheldur 0,32 mg af natríumi.

Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.

3.LYFJAFORM

Stungulyfsstofn og leysir, lausn.

Duftið er hvítt og leysirinn tær, litlaus lausn.

4.KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR

4.1Ábendingar

Natpar er ætlað sem viðbótarmeðferð hjá fullorðnum sjúklingum með langvinnan kalkvakaskort sem ekki verður stjórnað með viðunandi hætti með hefðbundinni meðferð einni saman.

4.2Skammtar og lyfjagjöf

Almennt

Meðferð skal vera undir eftirliti læknis eða annars hæfs heilbrigðisstarfsmanns með reynslu af umsjón með sjúklingum með kalkvakaskort.

Markmið meðferðar með Natpar er að ná stjórn á kalkþéttni í blóði og draga úr einkennum (sjá einnig kafla 4.4). Takmark ákjósanlegustu niðurstaða mælinga á kalsíum-fosfat efnaskiptum skal vera samkvæmt gildandi meðferðarleiðbeiningum um meðferð við kalkvakaskorti.

Áður en meðferð er hafin og meðan á meðferð með Natpar stendur:

Gangið úr skugga um að 25-OH D-vítamínbirgðir séu nægar.

Gangið úr skugga um að magnesíum í sermi sé innan viðmiðunarmarka.

Skammtar

Upphaf meðferðar með Natpar

1.Hefjið meðferð með 50 míkrógrömmum einu sinni á dag með inndælingu undir húð á læri (skiptið um læri á hverjum degi). Ef kalsíum í sermi fyrir gjöf er >2,25 mmól/l má íhuga 25 míkrógramma upphafsskammt.

2.Hjá sjúklingum sem nota virkt D-vítamín skal lækka skammtinn af virku D-vítamíni um 50% ef magn kalsíums í sermi fyrir gjöf er yfir 1,87 mmól/l.

3.Hjá sjúklingum sem nota kalkviðbót skal viðhalda skammti kalkviðbótarinnar.

4.Mælið kalsíum í sermi fyrir gjöf innan 2 til 5 daga. Ef kalsíum í sermi fyrir gjöf er lægra en 1,87 mmól/l eða hærra en 2,55 mmól/l skal endurtaka þá mælingu næsta dag.

5.Aðlagið skammtinn af virku D-vítamíni eða kalsíumviðbót eða hvoru tveggja byggt á kalsíumgildi í sermi og klínísku mati (þ.e. merkjum og einkennum um blóðkalsíumlækkun eða blóðkalsíumhækkun). Hér fyrir neðan eru leiðbeinandi breytingar á skömmtum Natpar, viðbótarskammti af virku D-vítamíni og kalsíumi á grundvelli sermisþéttni kalsíums:

 

Aðlaga fyrst

Aðlaga í öðru lagi

Aðlaga í þriðja lagi

Kalsíum í sermi fyrir

Natpar

Form virks D-vítamíns

Kalsíumviðbót

gjöf

 

 

 

 

Yfir efri eðlilegum

Íhugið að minnka eða

 

 

hætta Natpar og

 

 

mörkum (ULN)

Minnka eða hætta**

Minnka

endurmeta með því að

(2,55 mmól/l)*

 

 

mæla kalsíum í sermi

 

 

 

 

 

 

Íhugið minnkun

 

Engin breyting, eða

Hærra en 2,25 mmól/l

 

 

minnka ef gjöf á virku

og lægra en efri eðlileg

 

Minnka eða hætta**

D-vítamíni hefur þegar

mörk (2,55 mmól/l)*

 

 

verið hætt fyrir þetta

 

 

 

títrunarskref

Lægra en eða jafnt og

Engin breyting

 

 

2,25 mmól/l og hærra

 

Engin breyting

Engin breyting

en 2 mmól/l

 

 

 

 

 

 

 

 

Íhugið að hækka eftir að

 

 

Lægra en 2 mmól/l

minnsta kosti 2-4 vikur

Hækka

Hækka

 

með stöðugum skammti

 

 

*Gildi efri eðlilegra marka kann að vera breytilegt eftir rannsóknarstofu

**Hætta gjöf hjá sjúklingum sem fá lægsta mögulega skammt

6.Endurtakið skref 4 og 5 þar til sermisþéttni kalsíums fyrir gjöf er innan markanna

2,0-2,25 mmól/l, gjöf á virku D-vítamíni hefur verið hætt og kalsíumviðbót nægir til að mæta daglegri þörf.

Aðlögun Natpar skammta eftir upphafstímabil

Fylgjast verður með sermisþéttni kalsíums meðan á títrun stendur (sjá kafla 4.4).

Hækka má skammt Natpar um 25 míkrógrömm í einu á um það bil 2 til 4 vikna fresti, allt að

100 míkrógramma hámarksskammti á dag. Títrun niður á við að minnst 25 míkrógrömmum má gera hvenær sem er.

Mælt er með að mæla albúmín-leiðrétt kalsíum í sermi 8-12 klst. eftir gjöf Natpar skammts. Ef kalsíummagn eftir gjöf er >efri eðlileg mörk, þá á fyrst að minnka virkt D-vítamín og kalsíumviðbót og fylgjast með framgangi. Endurtaka skal mælingar kalsíums í sermi fyrir og eftir skömmtun og ganga úr skugga um að það sé innan viðunandi marka áður en títrun í hærri skammt er íhuguð. Ef kalsíum í sermi eftir gjöf er áfram >efri eðlileg mörk, skal draga enn frekar úr inntöku kalsíumviðbótar eða hætta henni (sjá einnig aðlögunartöflu undir Upphaf meðferðar með Natpar).

Minnka skal skammtinn af Natpar við allar skammtastærðir af Natpar, ef albúmín-leiðrétt kalsíum í sermi eftir gjöf er hærra en efri eðlileg mörk og hætt hefur verið við alla inntöku virks D-vítamíns og kalsíums, eða ef fram koma einkenni sem gefa til kynna blóðkalsíumhækkun (sjá kafla 4.4).

Skammtur sem gleymist

Ef skammtur gleymist, verður að gefa Natpar eins fljótt og hægt er og gefa verður viðbótarskammta af kalsíumi og/eða virku D-vítamíni byggt á einkennum um blóðkalsíumlækkun.

Meðferð stöðvuð eða henni hætt

Ef meðferð með Natpar er skyndilega stöðvuð eða henni hætt getur það leitt til alvarlegrar blóðkalsíumlækkunar. Ef meðferð með Natpar er hætt tímabundið eða varanlega verður að hafa eftirlit með kalsíumþéttni í sermi og aðlaga, eftir þörfum, skammta kalsíums og/eða virks D-vítamíns (sjá kafla 4.4).

Sérstakir sjúklingahópar

Aldraðir

Sjá kafla 5.2.

Skert nýrnastarfsemi

Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg hjá sjúklingum með vægt til miðlungs skertrar nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 30 til 80 ml/mín.). Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með alvarlega skerta nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.4).

Skert lifrarstarfsemi

Engin skammtaaðlögun er nauðsynleg hjá sjúklingum með vægt til miðlungs skertrar lifrarstarfsemi (heildarskor 7 til 9 á Child-Pugh kvarðanum). Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með alvarlega skerta lifrarstarfsemi (sjá kafla 4.4).

Börn

Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Natpar hjá börnum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir.

Lyfjagjöf

Natpar hentar vel til þess að sjúklingar gefi sér sjálfir lyfið. Sjúklingar þurfa að fá þjálfun um rétta aðferð við inndælingu hjá þeim sem ávísar lyfinu eða hjúkrunarfræðingi, einkum við fyrstu notkun.

Hvern skammt skal gefa með inndælingu undir húð einu sinni á dag til skiptis í hvort læri.

Fyrir leiðbeiningar um blöndun lyfsins fyrir lyfjagjöf og notkun lyfjapennans, sjá kafla 6.6 og leiðbeiningarnar á fylgiseðlinum.

Natpar má ekki gefa í bláæð eða í vöðva.

4.3Frábendingar

Natpar er ekki ætlað sjúklingum:

-með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1

-sem fá eða hafa áður fengið geislameðferð á beinagrind

-með illkynja sjúkdóma í beinagrind eða meinvörp í beinum

-sem eru í upphafi í aukinni hættu á að fá beinsarkmein eins og sjúklingar með Pagetssjúkdóm í beinum og arfgenga sjúkdóma

-með óútskýrða hækkun beina sértæks alkalí-fosfatasa

-með sýndarkalkvakaskort.

4.4Sérstök varnaðarorð og varúðarreglur við notkun

Eindregið er mælt með því, í hvert sinn sem Natpar er gefið sjúklingi, að heiti og lotunúmer lyfsins sé skráð til þess að varðveita tengsl milli sjúklings og lotunúmers lyfsins.

Markmiðið með Natpar meðferð er að ná 2,0-2,25 mmól/l sermisþéttni kalsíums fyrir gjöf og <2,55 mmól/l sermisþéttni kalsíums 8-12 klst. eftir gjöf.

Eftirlit með sjúklingum meðan á meðferð stendur

Fylgjast verður með magni kalsíums í sermi fyrir gjöf og í sumum tilvikum magni kalsíums í sermi eftir gjöf á meðan á meðferð með Natpar stendur (sjá kafla 4.2). Í klínískri fjölsetra prófun voru albúmín-leiðrétt gildi kalsíums í sermi (ACSC) 6-10 klst. eftir gjöf að meðaltali 0,25 mmól/l hærri en gildin fyrir gjöf, hámarksaukning sem varð vart við var 0,7 mmól/l. Verið getur að lækka þurfi kalsíum, D-vítamín eða Natpar skammta ef vart verður við blóðkalsíumhækkun eftir gjöf, jafnvel þó kalsíumþéttni fyrir gjöf sé ásættanleg (sjá kafla 4.2).

Blóðkalsíumhækkun

Tilkynnt var um blóðkalsíumhækkun í klínískum rannsóknum á Natpar. Algengt var að blóðkalsíumhækkun kæmi fram á títrunartímanum, á meðan skammtar af kalsíumi til inntöku, virku D-vítamíni og Natpar voru aðlagaðir. Lágmarka má blóðkalsíumhækkun með því að fylgja ráðlögðum skömmtun, upplýsingum sem fram koma við eftirlit og með því að spyrja sjúklinga um einkenni blóðkalsíumhækkunar. Ef upp kemur alvarleg blóðkalsíumhækkun (>3,0 mmól/l eða yfir eðlileg efri mörk með einkennum), skal íhuga vökvagjöf og stöðva gjöf Natpar, kalsíums og virks D-vítamíns tímabundið þar til kalsíum í sermi er aftur komið innan eðlilegra marka. Íhuga skal síðan að gefa aftur Natpar, kalsíum og virkt D-vítamín í lægri skömmtum (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Blóðkalsíumlækkun

Tilkynnt var um blóðkalsíumlækkun, sem er algengt einkenni um kalkvakaskort, í klínískum rannsóknum með Natpar. Flest tilvik blóðkalsíumlækkunar í klínískum rannsóknum voru væg til miðlungi alvarleg. Hættan á alvarlegri blóðkalsíumlækkun var mest eftir að gjöf Natpar var hætt. Ef Natpar meðferð er hætt tímabundið eða varanlega verður samhliða að hafa eftirlit með sermisþéttni kalsíums og hækka, eftir þörfum, skammta kalsíums og/eða virks D-vítamíns. Lágmarka má blóðkalsíumlækkun með því að fylgja ráðlögðum skömmtun, upplýsingum sem fram koma við eftirlit og með því að spyrja sjúklinga um einkenni um blóðkalsíumlækkun (sjá kafla 4.2 og 4.8).

Samhliða notkun með hjartaglýkósíðum

Blóðkalsíumhækkun af hvaða orsökum sem er getur aukið hættu á digitaliseitrun. Hjá sjúklingum sem nota Natpar samhliða hjartaglýkósíðum (eins og dígoxín eða dígitoxín) verður að fylgjast með magni kalsíums í sermi og hjartaglýkósíðs og fylgjast með hvort sjúklingar fái merki eða einkenni um digitaliseitrun (sjá kafla 4.5).

Alvarlegur nýrna- eða lifrarsjúkdómur

Nota skal Natpar með varúð hjá sjúklingum með alvarlegan nýrna- eða lifrarsjúkdóm vegna þess að þeir hafa ekki verið metnir í klínískum rannsóknum.

Notkun hjá ungu fólki

Nota á Natpar með varúð hjá ungu fólki með opnar vaxtarlínur þar sem þessir sjúklingar geta verið í aukinni hættu á að fá beinsarkmein (sjá kafla 4.3).

Notkun hjá öldruðum sjúklingum

Klínískar rannsóknir á Natpar náðu ekki til nægilegs fjölda einstaklinga 65 ára og eldri til að ákvarða hvort svörun hjá þessum einstaklingum sé ólík svörun yngri einstaklinga.

Minnkun svörunar

Hækkunaráhrif Natpar á kalsíum kunna að minnka þegar frá líður hjá sumum sjúklingum. Fylgjast skal með svörun sermisþéttni kalsíums við gjöf Natpar með reglulegu millibili til að greina þetta og íhuga greiningu minnkunar svörunar.

Ef sermisþéttni 25-OH D-vítamíns er lágt gætu viðeigandi viðbótarskammtar endurheimt svörun kalsíums í sermi við Natpar gjöf (sjá kafla 4.2).

4.5Milliverkanir við önnur lyf og aðrar milliverkanir

Magn kalsíums í sermi hefur áhrif á verkun hjartaglýkósíða á samdráttarkraft hjartavöðvans. Samhliða notkun Natpar og hjartaglýkósíða (þ.e. dígoxín eða dígitoxín) getur aukið næmi sjúklinga á að fá digitaliseitrun ef fram kemur blóðkalsíumhækkun. Engin rannsókn á milliverkunum á milli lyfja hefur verið gerð á hjartaglýkósíðum og Natpar (sjá kafla 4.4).

Þegar um er að ræða lyf sem hafa áhrif á magn kalsíums í sermi (t.d. litíum, þíasíð) skal fylgjast með magni kalsíumþéttni í sermi hjá sjúklingum.

Samtímis gjöf alendrónsýru og Natpar getur dregið úr kalsíumsparandi áhrifum, sem getur truflað að þéttni kalsíums í sermi komist í eðlilegt horf.. Samhliða notkun Natpar með tvífosfónötum er ekki ráðlögð.

Natpar er prótein sem hvorki hefur áhrif á efnaskipti né hamlar frymisagnarensímum í lifur sem sjá um umbrot lyfja (t.d. cýtókróm P450 isóensímum). Natpar er ekki próteinbundið og hefur lítið dreifingarrúmmál.

4.6Frjósemi, meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun Natpar á meðgöngu. Dýrarannsóknir benda hvorki til beinna né óbeinna skaðlegra áhrifa á æxlun (sjá kafla 5.3).

Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir konur á meðgöngu eða á þroska fósturs. Taka verður ákvörðun um hvort hefja eigi eða hætta við meðferð með Natpar á meðgöngu með tillit til þekktrar áhættu af meðferðinni á móti ávinningi hennar fyrir konuna.

Brjóstagjöf

Ekki er þekkt hvort Natpar skilst út í brjóstamjólk.

Fyrirliggjandi lyfjafræðilegar upplýsingar í dýrum sýna að Natpar skilst út í móðurmjólk (sjá kafla 5.3).

Ekki er hægt að útiloka hættu fyrir börn sem eru á brjósti. Vega þarf og meta kosti brjóstagjafar fyrir barnið og ávinning meðferðar fyrir konuna og ákveða á grundvelli matsins hvort hætta eigi brjóstagjöf eða hætta/stöðva tímabundið meðferð með Natpar.

Frjósemi

Engar upplýsingar liggja fyrir um áhrif Natpar á frjósemi manna. Upplýsingar úr dýrarannsóknum benda ekki til áhrifa á frjósemi.

4.7Áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla

Natpar hefur engin eða óveruleg áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Þar sem einkenni frá taugakerfi geta verið merki um kalkvakaskort sem ekki hefur náðst stjórn á, skal ráðleggja sjúklingum með truflanir í hugsun eða athygli að forðast akstur og notkun véla þar til einkennin eru liðin hjá.

4.8Aukaverkanir

Samantekt á öryggi

Algengustu aukaverkanir hjá sjúklingum sem fá meðferð með Natpar voru blóðkalsíumhækkun, blóðkalsíumlækkun og þau klínísku einkenni sem þeim fylgja, meðal annars höfuðverkur, niðurgangur, uppköst, náladofi, minnkað snertiskyn og aukinn útskilnaður kalsíums í þvagi. Í klínískum rannsóknum voru þessar aukaverkanir yfirleitt vægar eða miðlungi alvarlegar og skammvinnar og voru meðhöndlaðar með aðlögun á skömmtum Natpar, kalsíums og/eða D-vítamíns (sjá kafla 4.4 og 5.1).

Tafla yfir aukaverkanir

Aukaverkanir hjá sjúklingum sem fengu meðferð með Natpar í samanburðarrannsókn með lyfleysu koma fram hér á eftir samkvæmt MedDRA flokkun eftir líffærum og tíðni. Tíðnin er skilgreind sem mjög algengar (≥1/10) og algengar (≥1/100 til <1/10).

Líffæraflokkur

Mjög algengar (1/10)

Algengar (1/100 til <1/10)

Efnaskipti og næring

blóðkalsíumhækkun,

magnesíumlækkun, stjarfi

 

blóðkalsíumlækkun

 

 

 

 

Geðræn vandamál

 

kvíði, svefnleysi*

Taugakerfi

höfuðverkur*,†, minnkað

svefnhöfgi*

 

snertiskyn, náladofi

 

Hjarta

 

hjartsláttarónot*,†

Æðar

 

háþrýstingur*

Öndunarfæri, brjósthol og

 

hósti

miðmæti

 

 

Meltingarfæri

niðurgangur*,†, ógleði*,

verkur í efra kviðarholi*

 

uppköst*

 

Stoðkerfi og stoðvefur

liðverkir*, vöðvakrampar

vöðvakippir, verkir í

 

 

stoðkerfi, vöðvaverkir,

 

 

verkir í hálsi, verkir í

 

 

útlimum

Nýru og þvagfæri

 

aukið kalsíum í þvagi, aukin

 

 

tíðni þvagláta

Almennar aukaverkanir og

 

þróttleysi*, brjóstverkur,

aukaverkanir á íkomustað

 

þreyta, viðbrögð á

 

 

stungustað, þorsti*

Rannsóknarniðurstöður

 

jákvæð mótefni gegn

 

 

kalkkitlahormóni, lækkað

 

 

25-hýdroxýkólekalsíferól í

 

 

blóði, lækkað D-vítamín

*Merki og einkenni sem kunna að vera tengd blóðkalsíumhækkun sem fram kom í klínískum rannsóknum.

Merki og einkenni sem kunna að vera tengd blóðkalsíumlækkun sem fram kom í klínískum rannsóknum.

Lýsing á völdum aukaverkunum

Bæði blóðkalsíumhækkun og blóðkalsíumlækkun voru algengar á skammtaaðlögunartímabilinu. Hættan á alvarlegri blóðkalsíumlækkun var mest eftir að gjöf Natpar var hætt (sjá kafla 4.4).

Viðbrögð á stungustað

Í samanburðarrannsókn með lyfleysu fundu 9,5% (8/84) sjúklinga sem fengu meðferð með Natpar og 15% (6/40) sjúklinga sem fengu lyfleysu fyrir viðbrögðum á stungustað, sem öll voru væg eða miðlungi alvarleg.

Ónæmingargeta

Ísamræmi við hugsanlega ónæmingareiginleika lyfja sem innihalda peptíð, getur gjöf Natpar kallað fram myndun mótefna. Í rannsókn með lyfleysu hjá fullorðnum með kalkvakaskort var tíðni mótefna gegn kalkkirtilshormóni (PTH) 8,8% (3/34) og 5,9% (1/17) hjá sjúklingum sem fengu gjöf á 50 til 100 míkrógrömmum af Natpar eða lyfleysu undir húð einu sinni á dag í 24 vikur, í þessari röð.

Íöllum klínískum rannsóknum hjá sjúklingum með kalkvakaskort eftir meðferð með Natpar í allt að 4 ár var tíðni ónæmingargetu 17/87 (19,5%) og virtist ekki aukast með tímanum. Þessir 17 sjúklingar höfðu lága títra af mótefnum gegn PTH og af þeim urðu 3 síðar neikvæðir með tilliti til mótefna. Þessi sýnilega skammvinna mótefnamyndun gegn PTH er líklega vegna lágra títra. Þrír þessara sjúklinga voru með mótefni með hlutleysandi virkni. Þessir sjúklingar viðhéldu klínískri svörun án merkja um ónæmistengdar aukaverkanir.

Tilkynning aukaverkana sem grunur er um að tengist lyfinu

Eftir að lyf hefur fengið markaðsleyfi er mikilvægt að tilkynna aukaverkanir sem grunur er um að tengist því. Þannig er hægt að fylgjast stöðugt með sambandinu milli ávinnings og áhættu af notkun lyfsins. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu samkvæmt fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V.

4.9Ofskömmtun

Ofskömmtun getur valdið blóðkalsíumhækkun, en einkenni hennar geta m.a. verið hjartsláttarónot, breytingar á hjartalínuriti, lágþrýstingur, ógleði, uppköst, svimi og höfuðverkur. Alvarleg blóðkalsíumhækkun getur verið lífshættulegt ástand sem krefst tafarlausrar læknishjálpar og nákvæms eftirlits (sjá kafla 4.4).

5.LYFJAFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

5.1Lyfhrif

Flokkun eftir verkun: Lyf sem verka á kalsíumjafnvægi líkamans, paratýróíðhormón og hliðstæður, ATC-flokkur: H05AA03

Verkunarháttur

Innrænt kalkkirtilshormón (PTH) seytist frá kalkkitlum sem pólýpeptíð sem samanstendur af

84 amínósýrum. PHT verkar í gegnum viðtaka kalkkirtilshormóns á yfirborði frumna, sem er að finna í beinum, nýrum og taugavef. Viðtakar kalkkirtilshormóns tilheyra flokki G-tengdra próteinviðtaka.

PTH hefur fjölbreytta og mikilvæga lífeðlisfræðilega virkni, m.a. er lykilhlutverk þess að tempra þéttni kalsíums og fosfats í sermi innan við nákvæmlega stýrðu þéttnibili, stjórna útskilnaði kalsíums og fosfats um nýru, virkja D-vítamín og viðhalda eðlilegri endurnýjun beina.

Natpar er framleitt í E. coli með raðbrigða DNA-tækni og er það sama og í 84 amínósýru röðinni í innrænu kalkkirtilshormóni manna.

Lyfhrif

PTH (1-84) er helsti jafnvægisstillir kalsíums í plasma. Í nýrum eykur PTH (1-84) endurupptöku kalsíums í nýrnapíplum og stuðlar að útskilnaði fosfats.

Heildaráhrif PTH eru að auka sermisþéttni kalsíums, draga úr útskilnaði kalsíums í þvagi og lækka sermisþéttni fosfats.

Natpar er með sömu megin amínósýruröðina og innrænt kalkkirtilshormón og gert er ráð fyrir að það hafi sömu lífeðlisfræðilegu virkni.

Verkun og öryggi

Upplýsingar um öryggi og klínísk virkni Natpar hjá fullorðnum með kalkvakaskort eru fengnar úr einni slembiraðaðri samanburðarrannsókn með lyfleysu og opinni framhaldsrannsókn. Í þessum rannsóknum gaf sjúklingurinn sér sjálfur Natpar í skömmtum frá 25 til 100 míkrógrömmum með inndælingu undir húð.

Rannsókn 1 – REPLACE

Markmið þessarar rannsóknar var að viðhalda kalsíumþéttni í sermi með Natpar og á sama tíma draga úr eða koma í staðinn fyrir kalsíum og virkt D-vítamín til inntöku. Rannsóknin var 24 vikna, slembiröðuð, tvíblind fjölsetra samanburðarrannsókn með lyfleysu. Í rannsókninni var sjúklingum með langvinnan kalkvakaskort sem fengu kalsíum og virk form D-vítamíns (umbrotsefni D-vítamíns eða hliðstæður) slembiraðað til að fá Natpar (n=84) eða lyfleysu (n=40). Meðalaldurinn var 47,3 ár (á bilinu 19 til 74 ára), 79% voru konur. Sjúklingar höfðu verið með kalkvakaskort í að meðaltali 13,6 ár.

Við slembiröðun var skammtur af virku formi D-vítamíns lækkaður um 50% og sjúklingum var úthlutað að fá Natpar 50 míkrógrömm á dag eða lyfleysu. Slembiröðuninni var fylgt eftir með 12-vikna skammtaaðlögun með Natpar og 12-vikna gjöf á viðhaldsskammti af Natpar.

Níutíu prósent sjúklinga sem var slembiraðað luku 24 vikna meðferð.

Íverkunargreiningunni var litið á einstaklinga sem uppfylltu þrjá þætti í þriggja liða svörunarviðmiðunum sem svarendur. Svarandi var skilgreindur með því að nota samsettan aðalendapunkt verkunar með a.m.k. 50% lækkun frá skammtinum með virku D-vítamíni við upphafsgildi OG a.m.k. 50% lækkun frá upphafsgildi í inntöku kalsíums OG albúmín-leiðrétt sermisþéttni kalsíums var viðhaldið eða var orðið eðlilegt miðað við upphafsgildi (≥1,875 mmól/l) og fór ekki yfir efri mörk eðlilegra rannsóknaniðurstaðna.

Ílok meðferðar náðu 46/84 sjúklingar (54,8%) sem fengu Natpar aðalendapunktinum samanborið við 1/40 (2,5%) þeirra sem fengu lyfleysu (p <0,001).

Íviku 24 voru 34/79 (43%) Natpar sjúklingar sem luku rannsókninni óháðir meðferð með virku D- vítamíni og fengu ekki meira en 500 mg af kalsíumsítrati, samanborið við 2/33 (6,1%) sjúklinga sem fengu lyfleysu (p <0,001).

Sextíu og níu prósent (58/84) sjúklinga sem var slembiraðað til að fá Natpar sýndu lækkun á inntöku kalsíums um ≥50% samanborið við 7,5% (3/40) sjúklinga sem var slembiraðað til að fá lyfleysu. Meðal hlutfallsleg breyting frá upphafsgildi í kalsíuminntöku var -51,8% (SD 44,6) hjá sjúklingum sem fengu Natpar samanborið við 6,5% (SD 38,5) hjá lyfleysuhópnum (p <0,001). Auk þess sýndu 87% (73/84) sjúklinga sem fengu meðferð með Natpar fram á ≥50% lækkun á inntöku virks D- vítamíns á móti 45% (18/40) í lyfleysuhópnum.

Rannsókn 2 – RACE

Rannsókn 2 er langtíma, opin framhaldsrannsókn með daglegum skömmtum af Natpar undir húð hjá sjúklingum með kalkvakaskort sem höfðu áður lokið við rannsóknir með Natpar.

Samtals tóku 49 sjúklingar þátt í rannsókninni. Sjúklingar fengu skammtana 25 míkrógrömm,

50 míkrógrömm, 75 míkrógrömm eða 100 míkrógrömm/dag í allt að u.þ.b. 40 mánuði (að meðaltali í 1067 daga, á bilinu 41 til 1287 daga).

Niðurstöðurnar sýna fram á varanleika lífeðlisfræðilegra áhrifa Natpar á 36 mánaða tímabili, þ.m.t. viðhald á meðal albúmín-leiðréttrar sermisþéttni kalsíums (n=36; 2,06 ±0,17 mmól/l), lækkun frá upphafsgildi útskilnaðar kalsíums í þvagi (n=36; -1,21 ±5,5 mmól/24 klst.), lækkun á fosfati í sermi (n=36; -0,22 ±0,29 mmól/l) og viðhald á eðlilegu margfeldi kalsíum-fosfats (n=35; <4,4 mmól2/l2).

Börn

Lyfjastofnun Evrópu hefur frestað kröfu um að lagðar séu fram niðurstöður úr rannsóknum á Natpar hjá einum eða fleiri undirhópum barna við meðferð við kalkvakaskorti (sjá upplýsingar í kafla 4.2 um notkun handa börnum).

Þetta lyf hefur fengið markaðsleyfi með svokölluðu „skilyrtu samþykki“. Það þýðir að beðið er eftir frekari gögnum um lyfið.

Lyfjastofnun Evrópu metur nýjar upplýsingar um lyfið að minnsta kosti árlega og uppfærir samantekt á eiginleikum lyfsins eftir því sem þörf krefur.

5.2Lyfjahvörf

Lyfjahvörf Natpar eftir gjöf undir húð í læri hjá einstaklingum með kalkvakaskort voru þau sömu og fram komu hjá heilbrigðum konum eftir tíðahvörf sem fengu kalkkirtilshormón í læri og kvið.

Frásog

Heildaraðgengi Natpar gefið undir húð var 53%.

Dreifing

Eftir gjöf í bláæð var Natpar með dreifingarrúmmálið 5,35 l við jafnvægi.

Umbrot

In vitro og in vivo rannsóknir hafa sýnt fram á að úthreinsun Natpar fer aðallega fram í lifur og í minna mæli í nýrum.

Brotthvarf

Í lifur er stærsti hluti óskerta kalkkirtilshormónsins klofinn niður af katepsínum. Í nýrum eru óskert kalkkirtilshormón og C-terminal brot hreinsuð með gauklasíun.

Tengsl lyfjahvarfa og lyfhrifa

Kalkkirtilshormón (rDNA) var metið í opinni lyfjahvarfa-/lyfhrifarannsókn (PK/PD study) þar sem 7 sjúklingar með kalkvakaskort fengu stakan skammt með 50 og 100 míkrógömmum undir húð með 7-daga útskolunartímabili milli skammta.

Hámarksþéttni í plasma (meðalgildi Tmax) Natpar verður innan 5 til 30 mínútna og annað yfirleitt minna hámark eftir 1 til 2 klukkustundir. Sýnilegur lokahelmingunartími (t1/2) var 3,02 fyrir

50 míkrógramma skammtinn og 2,83 klst. fyrir 100 míkrógramma skammtinn. Hámarksmeðalhækkun kalsíums í sermi, sem varð eftir 12 klst., var u.þ.b. 0,125 mmól/l með 50 míkrógramma skammtinum og 0,175 mmól/l með 100 míkrógramma skammtinum.

Áhrif á umbrot steinefna

Meðferð með Natpar eykur serumþéttni kalsíums hjá sjúklingum með kalkvakaskort og er þessi aukning skammtaháð. Eftir staka inndælingu kalkkirtilshormóns (rDNA) náði meðalgildi heildarkalsíums í sermi hámarki eftir 10 til 12 klukkustundir. Kalksvörunin helst í meira en 24 klst. eftir lyfjagjöf.

Útskilnaður kalsíums með þvagi

Meðferð með Natpar veldur minnkuðum útskilnaði kalsíums með þvagi um 13 og 23% (50 og

100 míkrógramma skammtar, í þessari röð) þar til lágmarki er náð á 3 til 6 klst., þegar sömu þéttni og fyrir skammtagjöf er náð eftir 16 til 24 klst.

Fosfat

Eftir inndælingu Natpar, lækkar serumþéttni fosfats hlutfallslega við PTH (1-84) þéttni á fyrstu 4 klst. og það ástand varir í 24 klst. eftir inndælingu.

Virkt D-vítamín

1,25-(OH)2D í sermi hækkar eftir stakan skammt af Natpar og nær hámarki eftir u.þ.b. 12 klst. og fer aftur nálægt upphafsgildi eftir 24 klst. Meiri hækkun 1,25-(OH)2D þéttni í sermi kom fram með

50 míkrógramma skammtinum heldur en með 100 míkrógramma skammtinum, líklega vegna beinnar hömlunar kalsíums í sermi á 25-hýdroxývítamín D-1-hýdroxýlasa ensími í nýrum.

Sérstakir sjúklingahópar

Skert lifrarstarfsemi

Rannsókn á lyfjahvörfum hjá einstaklingum sem ekki voru með kalkvakaskort var gerð hjá 6 körlum og 6 konum með miðlungi skerta lifrarstarfsemi (Child-Pugh flokkun 7-9 [stig B]) samanborið við samsvarandi hóp 12 einstaklinga með eðlilega lifrarstarfsemi. Eftir stakan 100 míkrógramma skammt undir húð var meðalgildi Cmax og upphafsgildisleiðrétt Cmax18% til 20% hærra hjá einstaklingum með miðlungsskerðingu en hjá þeim sem voru með eðlilega starfsemi. Enginn augljós munur kom fram á blóðþéttni og tíma fyrir heildarkalsíumstyrk í sermi milli hópanna tveggja. Ekki er mælt með skammtaaðlögun Natpar hjá sjúklingum með vægt eða miðlungi skerta lifrarstarfsemi. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með alvarlega skerta lifrarstarfsemi.

Skert nýrnastarfsemi

Lyfjahvörf eftir stakan 100 míkrógramma skammt af Natpar undir húð voru metin hjá

16 einstaklingum án skerðingar (kreatínínúthreinsun (CLcr) >80 ml/mín) og 16 einstaklingum með skerta nýrnastarfsemi. Meðalhámarksþéttni (Cmax) PTH eftir 100 míkrógrömm af Natpar hjá einstaklingum með vægt eða miðlungi skerta nýrnastarfsemi (CLcr 30 til 80 ml/mín) var u.þ.b. 23% hærra en sú sem kom fram hjá einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi. Útsetning fyrir PTH

samkvæmt mælingu með AUC0-last og upphafsgildis-leiðréttu AUC0-last var u.þ.b. 3,9% og 2,5% hærri en fram kom hjá einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi, í þessari röð.

Á grundvelli þessara niðurstaðna er skammtaaðlögun ekki nauðsynleg hjá sjúklingum með vægt eða miðlungi skerta nýrnastarfsemi (CLcr 30 til 80 ml/mín). Engar rannsóknir voru gerðar á sjúklingum í nýrnaskilun. Engar upplýsingar liggja fyrir um sjúklinga með alvarlega skerta nýrnastarfsemi.

Börn

Upplýsingar um lyfjahvörf hjá börnum liggja ekki fyrir.

Aldraðir

Klínískar rannsóknir á Natpar náðu ekki til nægilegs fjölda einstaklinga 65 ára og eldri til að ákvarða hvort svörun hjá þessum einstaklingum sé ólík svörun yngri einstaklinga.

Kyn

Enginn klínískt mikilvægur munur kom fram milli kynja í REPLACE rannsókninni.

Þyngd

Skammtaaðlögun er ekki nauðsynleg á grundvelli þyngdar.

5.3Forklínískar upplýsingar

Forklínískar upplýsingar benda ekki til neinnar sérstakrar hættu fyrir menn, á grundvelli hefðbundinna rannsókna á lyfjafræðilegu öryggi, stökkbreytingum, eiturverkunum á frjósemi og almenna æxlun og staðbundnu þoli.

Rottur sem fengu sprautur með Natpar daglega í 2 ár höfðu skammtaháða ýkta beinmyndun og aukna tíðni æxla í beinum, þar á meðal beinsarkmeina, að öllum líkindum vegna verkunarháttar sem hafði ekki eiturverkun á erfðaefni. Vegna lífeðlisfræðilegs munar á beinum hjá rottum og mönnum er klínískt mikilvægi þessara niðurstaðna ekki þekkt. Engin tilvik beinsarkmeins hafa komið fram í klínískum rannsóknum.

Natpar hafði ekki neikvæð áhrif á frjósemi eða þroska snemma á fósturskeiði hjá rottum, þroska fósturvísa og fóstra hjá rottum og kanínum eða þroska fyrir/eftir fæðingu hjá rottum. Lágmarksmagn af Natpar skilst út í mjólk hjá mjólkandi rottum.

Hjá öpum sem fengu daglega skammta undir húð í 6 mánuði jókst tíðni steinamyndunar í nýrnapíplum við útsetningu sem var 2,7 sinnum meiri en klínísk útsetning við hæsta skammt.

6.LYFJAGERÐARFRÆÐILEGAR UPPLÝSINGAR

6.1Hjálparefni

Stofn

Natríumklóríð

Mannitól

Sítrónusýrueinhýdrat

Natríumhýdroxíð (til pH-stillingar)

Leysir

Metakresól

Vatn fyrir stungulyf

6.2Ósamrýmanleiki

Ekki má blanda þessu lyfi saman við önnur lyf.

6.3Geymsluþol

3 ár.

Blönduð lausn

Eftir blöndun hefur verið sýnt fram á efna- og eðlisfræðilegan stöðugleika lausnarinnar á meðan á notkun stendur í allt að 14 daga þegar hún er geymd í kæli (2°C – 8°C) og í allt að 3 daga þegar hún er geymd utan kælis við hitastig allt að 25°C á 14 daga notkunartímabilinu.

Geymið lyfjapennann með blandaðri rörlykju vel lokaðan til varnar gegn ljósi.

6.4Sérstakar varúðarreglur við geymslu

Geymið í kæli (2°C – 8°C).

Má ekki frjósa.

Geymið rörlykjuna í rörlykjuhúsinu í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi.

Geymsluskilyrði eftir blöndun lyfsins, sjá kafla 6.3.

6.5Gerð íláts og innihald

Tvíhólfa glerrörlykjan innan í rörlykjuhúsinu er úr gleri af gerð I með 2 brómóbútýlgúmmítöppum og innsigli (ál) með brómóbútýlgúmmíinnsigli.

Natpar 25 míkrógrömm

Hver rörlykja í fjólubláu rörlykjuhúsinu inniheldur 350 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni sem stofn í fyrra hólfinu og 1000 míkrólítra af leysi í seinna hólfinu (samsvarar 14 skömmtum).

Natpar 50 míkrógrömm

Hver rörlykja í rauða rörlykjuhúsinu inniheldur 700 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni sem stofn í fyrra hólfinu og 1000 míkrólítra af leysi í seinna hólfinu (samsvarar 14 skömmtum).

Natpar 75 míkrógrömm

Hver rörlykja í gráa rörlykjuhúsinu inniheldur 1050 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni sem stofn í fyrra hólfinu og 1000 míkrólítra af leysi í seinna hólfinu (samsvarar 14 skömmtum).

Natpar 100 míkrógrömm

Hver rörlykja í bláa rörlykjuhúsinu inniheldur 1400 míkrógrömm af kalkkirtilshormóni sem stofn í fyrra hólfinu og 1000 míkrólítra af leysi í seinna hólfinu (samsvarar 14 skömmtum).

Pakkningastærð: Askja með 2 rörlykjur.

Litirnir á öskjunni/rörlykjunni eru notaðir til að aðgreina mismunandi styrkleika:

25 míkrógrömm – fjólublár

50 míkrógrömm – rauður

75 míkrógrömm – grár

100 míkrógrömm – blár

6.6Sérstakar varúðarráðstafanir við förgun og önnur meðhöndlun

Kalkkirtilshormón (rDNA) er gefið með inndælingu með rörlykju í margnota lyfjapenna. Hvern penna má eingöngu nota fyrir einn sjúkling. Nota þarf nýja smitsæfða nál við hverja inndælingu. Notið 31G x 8 mm nálar fyrir lyfjapenna. Eftir blöndun á vökvinn að vera litlaus og nánast án agna, ekki má nota kalkkirtilshormón (rDNA) ef blandaða lausnin er skýjuð, lituð eða ef hún inniheldur sjáanlegar agnir.

HRISTIÐ EKKI við eða eftir blöndun, hristingur getur valdið eðlisbreytingu á virka efninu.

Lesið leiðbeiningarnar um notkun sem fylgja á fylgiseðlinum áður en margnota lyfjapenninn er notaður.

Farga skal öllum lyfjaleifum og/eða úrgangi í samræmi við gildandi reglur.

7.MARKAÐSLEYFISHAFI

Shire Pharmaceuticals Ireland Limited 5 Riverwalk

Citywest Business Campus Dublin 24

Írland

8.MARKAÐSLEYFISNÚMER

EU/1/15/1078/001

EU/1/15/1078/002

EU/1/15/1078/003

EU/1/15/1078/004

9. DAGSETNING FYRSTU ÚTGÁFU MARKAÐSLEYFIS / ENDURNÝJUNAR MARKAÐSLEYFIS

Dagsetning fyrstu útgáfu markaðsleyfis: 24 apríl 2017

10.DAGSETNING ENDURSKOÐUNAR TEXTANS

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á vef Lyfjastofnunar Evrópu http://www.ema.europa.eu.

Athugasemdir

A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z
  • Hjálp
  • Get it on Google Play
  • Um okkur
  • Info on site by:

  • Presented by RXed.eu

  • 27558

    skráð lyfseðilsskylt lyf